Hoppa yfir valmynd
4. september 2009 Innviðaráðuneytið

Síðasti nýi kafli Djúpvegar í notkun

Ný brú yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi og tilheyrandi nýr vegarkafli voru formlega tekin í notkun í gær þegar Kristján L. Möller samgönguráðherra klippti á borða á brúnni ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra að viðstöddum gestum.
Kristján L. Möller samgönguráðherra klippti á borðann með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóri og Eddu Guðmundsdóttur frá Ísafirði.
Samgönguráherra klippir á borðann

Með þessum vegarkafla milli Eyra í Ísafjarðardjúpi og Hörtnár í Mjóafirði er nú unnt að aka á bundnu slitlagi allt milli Bolungarvíkur og Hólmavíkur. Alls er þessi síðasti áfangi Djúpvegar rúmlega 28 km langur og hefur verið unninn í þremur útboðsverkum og hófst verkið árið 2005.

Kristján L. Möller sagði við opnunina að verkið væri ein mesta samgöngubót á Vestfjörðum í áraraðir og þakkaði hann verktökunum KNH og Vestfirskum verktökum vel unnið verk og Vegagerðinni fyrir hennar hlut að máli við hönnun og undirbúning.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri þakkaði sömuleiðis verktökunum og í samsæti í Reykjanesi eftir að klippt hafði verið á borða á brúnni fluttu sveitarstjórnarmenn, þingmenn og fyrrverandi samgönguráðherra og fleiri ávörp þar sem fagnað var þessum áfanga.

Við athöfnina á Mjóafjarðarbrú.
Við athöfnina á Mjóafjarðarbrú. Frá vinstri: Sr. Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, Kristján L. Möller, Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson þingmaður og Hreinn Haraldsson.

Fjölmargir voru viðstaddir atöfnina í Mjóafirði.
Fjölmargir voru viðstaddir atöfnina í Mjóafirði.

Samgönguráðherra ók fyrstur yfir nýju brúna eftir að hafa klippt á borðann.
Samgönguráðherra ók fyrstur yfir nýju brúna eftir að hafa klippt á borðann.





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum