Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2017 Dómsmálaráðuneytið

Fulltrúar yfirvaldaTógó og Íslands ræddu um ættleiðingar

Fulltrúar Tógó og Íslands ræddu ættleiðingarmál. - mynd

Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing tóku á dögunum á móti fulltrúum ættleiðingaryfirvalda frá Tógó sem heimsótti Ísland í nokkra daga. Átti sendinefndin fundi með ráðuneytinu, fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og stjórn og starfsfólki Íslenskrar ættleiðingar.

Gestunum frá Tógó var boðið að kynna sér regluverk, skipulag og verkaskiptingu er varða ættleiðingarmál hér á landi sem og aðstæður barna sem þegar hafa verið ættleidd frá Tógó til Íslands og innviði íslensks samfélags. Frá árinu 2012 hafa fimm börn verið ættleidd frá Tógó með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar sem fékk árið 2011 löggildingu til að annast ættleiðingar frá Tógó.

Auk áðurnefndra funda heimsótti ættleiðingarnefndin m.a. grunnskóla og leikskóla barna sem ættleidd voru frá Tógó til Íslands og hitti fjölskyldur sem ættleitt hafa börn frá Tógó. Ættleiðingarnefndin fór einnig yfir það verklag sem hún vinnur eftir í Tógó. Heimsóknin gekk mjög vel og er að mati ráðuneytisins mikilvægur liður í því að viðhalda góðu samstarfi milli Íslands og Tógó í ættleiðingarmálum.

Markmið heimsóknarinnar var að efla tengsl ríkjanna sem eru í samskiptum varðandi afgreiðslu umsókna. Tilgangur heimsóknarinnar var einnig að fá nánari innsýn inn í meðferð ættleiðingarmála í báðum ríkjum og tryggja áfram góða samvinnu ríkjanna með hag og þarfir barna sem þarfnast umönnunar fjölskyldu utan heimalands síns að leiðarljósi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum