Hoppa yfir valmynd
7. maí 2019

Spænskukennari

Spænskukennari – 50% starf
 
Menntaskólinn við Hamrahlíð óskar að ráða kennara með framhaldsskólakennararéttindi (sbr. lög nr. 87/2008) til þess að kenna spænsku í 50% starfshlutfalli á næstu haustönn, þ.e. frá og með 1. ágúst. 2019. 

Lögð er áhersla á trausta undirstöðumenntun, víðtæka samskiptahæfni og áhuga á skólastarfi. 
Um laun fer eftir gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi. 

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí. n.k. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í umsókn þarf að greina frá menntun (og staðfesta með ljósriti af prófskírteinum), fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur að máli skipti. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga.  

Umsóknir skal senda til Steins Jóhannssonar sem einnig veitir nánari upplýsingar (sími: 595 5200, netfang: [email protected]). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Á heimasíðunni http://www.mh.is er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og starfsemi hans. 


Rektor

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum