Hoppa yfir valmynd
5. desember 2019

Stuðningsfulltrúi/félagsliði



Stuðningsfulltrúi/félagsliði – Fjölbrautaskóli Vesturlands

Við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi er laust til umsóknar 50% starf stuðningsfulltrúa/félagsliða á vorönn 2020. 

Við leitum að jákvæðum og sjálfstæðum starfskrafti sem hefur áhuga á að vinna með ungmennum með margbreytilegar og fjölþættar þarfir. Starfssvið felst einkum í stuðningi við nemendur og kennara starfsbrautar skólans í frítíma og starfi.

Ráðning og kjör:
Laun eru samkvæmt gildandi stofnanasamningi milli SFR og Fjölbrautaskóla Vesturlands.  Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði en í umsókn þarf að greina frá menntun, fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur að máli skipti. 

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist í tölvupósti til Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólameistara, [email protected], ekki síðar en 16. desember 2019. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Jafnt konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Á heimasíðu skólans, www.fva.is, eru upplýsingar um skólann og starfsemi hans.



Skólameistari













Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum