Hoppa yfir valmynd
23. maí 2019

Bókari

Landgræðslan óskar eftir að ráða metnaðarfullan starfsmann í starf bókara. Um er að ræða framtíðarstarf og fjölbreytt verkefni. Starfsstöð bókara er í höfuðstöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Færsla bókhalds í Oracle bókhaldskerfi ríkisins
  • Móttaka, bókun og umsjón með samþykkt rafrænna- og pappírsreikninga
  • Umsjón með móttöku og sendingu pósts
  • Umsjón með eignaskráningu Landgræðslunnar
  • Aðstoð við launavinnslu
  • Önnur verkefni

Hæfnikröfur

  • Góð almenn menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking eða reynsla af færslu bókhalds
  • Almenn þekking og kunnátta í tölvu og upplýsingatækni
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði, sveigjanleiki og góð samstarfshæfni
  • Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri
  • Þekking og reynsla af Oracle bókhaldskerfi ríkisins æskileg
  • Þekking á mannauðs- og launakerfi ríkisins kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfið hentar bæði konum og körlum. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn skal fylla út rafrænt á Starfatorgi eða vef Landgræðslunnar, land.is. Ferilskrá og staðfesting menntunnar skal fylgja. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 155/2018.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.06.2019

Nánari upplýsingar veitir

Elín Fríða Sigurðardóttir - [email protected] - 488 3030
Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir - [email protected] - 488 3000

Landgræðsla ríkisins
Skrifstofa landgræðslustjóra
Gunnarsholti
851 Hella

Sækja um starf

Starfssvið: Skrifstofufólk

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum