Hoppa yfir valmynd
5. desember 2019

Leyfafulltrúi

Leyfafulltrúi

Utanríkisráðuneytið óskar eftir að ráða leyfafulltrúa til starfa við áritanadeild sem heyrir undir rekstrar- og þjónustuskrifstofu í Reykjavík. Ísland er aðili að Schengen samstarfinu sem er landamærasamstarf 26 Evrópuríkja. Meginhlutverk leyfafulltrúa er að afgreiða umsóknir um Schengen vegabréfsáritanir til Íslands, m.a. frá Kína og Indlandi. Í boði er áhugavert starf í krefjandi starfsumhverfi ráðuneytisins þar sem reynir á öguð vinnubrögð, aðlögunarhæfni, sjálfstæði og lipurð í samskiptum. Um er að ræða fullt starf. Ekki er um flutningsskylda stöðu að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
Rafræn afgreiðsla umsókna um Schengen áritanir.
Yfirferð og mat á áreiðanleika umsóknargagna.
Ákvarðanataka um veitingu áritana byggð á Schengen reglugerð um áritanir (Visa code).
Samskipti við helstu hagsmunaaðila utanríkisráðuneytisins, bæði innanlands og erlendis.
Samskipti við umsækjendur og aðila þeim tengdum.
Skipulag og utanumhald um rafræn samskipti deildarinnar við alla málsaðila.

Hæfnikröfur
Stúdentspróf eða sambærileg menntun er skilyrði.
1-3 ára reynsla af skrifstofustörfum er skilyrði. Reynsla af slíkum störfum innan stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga er kostur.
Mjög gott vald á íslensku í lesnu, töluðu og rituðu máli er skilyrði.
Mjög góð kunnátta í ensku í lesnu, töluðu og rituðu máli er skilyrði. Kunnátta í kínversku eða hindi er kostur. 
Mjög gott tölvulæsi áskilið.
Mikil þjónustulund, frumkvæði, góð framkoma og aðlögunarhæfni er skilyrði.
Greiningarhæfni, þ.e. geta til að greina og vinna úr gögnum og upplýsingum skilyrði.
Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í að forgangsraða verkefnum áskilin.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum áskilin.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag starfsmanna stjórnarráðsins hafa gert.
Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá (hámark 2 bls.) ásamt mynd og kynningarbréf (hámark 1 bls.) á íslensku. Umsóknir þar sem kynningarbréf eða ferilskrá eða hvort tveggja vantar, eða eru á erlendum tungumálum, verða ekki teknar til greina.

Við ákvörðun um boðun í starfsviðtal verður litið sérstaklega til gæða umsóknargagna. Við ákvörðun um ráðningu verður, auk framangreindra hæfniskrafna, tekið mið af frammistöðu í starfsviðtali og umsagna sem aflað er. Vakin skal athygli á því að umsækjendur sem boðaðir verða í starfsviðtal munu þurfa að gera grein fyrir tungumálakunnáttu sinni með lestri og útskýringu á texta á ensku. Einnig verður lagt fyrir umsækjendur stutt verkefni sem reynir á greiningarhæfni.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Um er að ræða ótímabundna ráðningu með sex mánaða reynslutíma. 

Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2019. Aðeins er tekið við umsóknum rafrænt í gegnum vefgátt Stjórnarráðsins. Hægt er að sækja um starfið hér á Starfatorgi.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.12.2019

Nánari upplýsingar veitir
Jón Einar Sverrisson - [email protected] - 5459900
Anna Ósk Kolbeinsdóttir - [email protected] - 5459900


Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa
Rekstrar- og þjónustuskrifstofa
Rauðarárstígur 25
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum