Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2018

Sérfræðingur á félagsmálasviði

 
Sérfræðingur á félagsmálasviði

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða starfsmann til starfa við gerð  hagtalna um menningu og listir á Íslandi. 

Í starfinu felst að safna gögnum, vinna og birta hagtölur um menningu og listir, þar með talið hagrænar mælingar, þar sem horft verður til sambærilegra talna á alþjóðlegum vettvangi. Um er að ræða nýtt starf innan stofnunarinnar og mun starfsmaðurinn taka þátt í þróun þess.

HÆFNISKRÖFUR
Háskólapróf sem veitir þekkingu og færni í tölfræðilegri úrvinnslu 
Menntun eða reynsla á sviði menningar og lista
Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga
Þekking á skipulagi menningar og lista
Þekking á íslenskum fjölmiðlum er kostur
Góð kunnátta á tölfræðiforritum (s.s. R og SPSS)
Reynsla af gagnagrunnsvinnslu (t.d. SQL) er kostur
Góð samskipta- og samstarfsfærni
Skipulögð og öguð vinnubrögð 
Geta til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2018 og skulu umsóknir berast til:  Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 105 Reykjavík eða rafrænt á netfangið [email protected].  Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum