Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2018

Doktorsnemi við rannsóknir á líftæknilyfjum

Doktorsnemi við rannsóknir á líftæknilyfjum - Lyfjafræðideild – Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands - Reykjavík

Við auglýsum eftir hæfum og áhugasömum doktorsnema við rannsóknir á verkunarmáta nýs próteins sem gæti verndað konur gegn því að þróa með sér meðgöngueitrun.

Verkefnið hefur hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði til þriggja ára . 

Verkefnið verður unnið við Lyfjafræðideild innan Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Neminn mun tengjast öðrum rannsóknarhópum Háskóla Íslands sem og samstarfsaðilum erlendis. Með doktorsverkefninu geta skapast tækifæri til þátttöku í þverfræðilegri þjálfun og rannsóknum á lyfjafræðilegri þróunarvinnu innan fagsviðs mæðraverndar. Verkefnið býður einnig upp á ýmsa fleiri möguleika á sviði rannsókna og menntunar í umhverfi sem er hvetjandi fyrir doktorsnema.

Doktorsnemastaða
Verkefnið snýst um að skilja lyfhrif og verkunarmáta próteinsins fylgjuprótein 13, sem framleitt er í syncytiotrophoblöstum í fylgju og seytt út í blóðrás móður, og hvernig þetta prótein getur verndað konur gegn því að þróa með sér meðgöngueitrun. Í verkefninu er unnið með vefjafræðilegar rannsóknir, lyfhrifafræðilegar rannsóknir og forklínískar prófanir. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í Lyfjafræðideild, verður leiðbeinandi doktorsverkefnisins.

Hæfnikröfur
• Leitað er að framúrskarandi nemanda með MS próf í dýralæknis-, lyfja-, lífeðlis-, ljósmóður-, hjúkrunar- eða læknisfræði, eða skyldum greinum.
• Reynsla af sjálfstæðum vísindastörfum á rannsóknastofu við lyfhrifafræði, rannsóknir á viðtökum, í vefjafræði, frumulíffræði, sameindalíffræði og vinna við frumuræktir spendýrafruma er æskileg.
• Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið FELASA Category C námskeiði.
• Góð tölvufærni.
• Góð enskukunnátta er nauðsynleg, bæði töluð og rituð.
• Umsækjandi verður að geta unnið sjálfstætt og hafa góða samskiptafærni.
• Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám á Heilbrigðisvísindasviði.

Vinsamlega hafið samband við Sveinbjörn Gizurarson ([email protected]) ef óskað er frekari upplýsinga.

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í október 2018.

Umsóknarferli

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2018.

Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Vinsamlega skilið eftirfarandi gögnum með umsókninni:
• Stuttu bréfi (ekki meira en 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir hvernig hann/hún uppfyllir skilyrði umsóknarinnar. Áhuga viðkomandi fyrir verkefnu og hvað hann/hún getur lagt af mörkum til þess.
• Ferilskrá.
• Staðfest afrit af prófskírteinum (BS og MS) og einkunnadreifingu.
• Nöfn, sími og tölvupóstfang tveggja meðmælenda (og lýsing á tengslum þeirra við umsækjandann).
• Yfirlit yfir birtingar.
• Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar birtingar sem við eiga (hámark 5 skjöl).

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans  í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum