Hoppa yfir valmynd
23. maí 2019

Sérfræðingur í deild skipaeftirlits- og leyfisveitinga

Starfið: Samgöngustofa óskar eftir að ráða sérfræðing í deild skipaeftirlits- og leyfisveitinga hjá Samgöngustofu. Meðal verkefna er þróun á verkferlum þ.m.t. uppfærsla skoðunarhandbóka og skoðunarskýrslna. Einnig er um að ræða skipulag og framkvæmd á afmörkuðum úttektum t.d. skoðunarstofum, flokkunarfélögum og þjónustuaðilum skipsbúnaðar og þátttöku í markaðseftirliti með skipsbúnaði og skemmtibátum. Starfið felur í sér samskipti við viðskiptavini og einnig þátttöku í öðrum verkefnum deildarinnar sem til falla. Starfshlutfall er 100%, eitt stöðugildi með starfsstöð í Reykjavík.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði eða tæknifræði.
  • Tæknileg kunnátta, þ.m.t. reynsla og þekking af skipum og búnaði þeirra mikill kostur
  • Þekking á gæða- og öryggisstjórnarkerfum
  • Hafi góða þekkingu og færni í íslensku og ensku bæði ræðu og riti.  Kostur að hafa þekkingu í einu Norðurlandamáli
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í starfi ásamt skipulagningu og ögun í verkum eru áskilin. Geti unnið bæði sjálfstætt og í hópi
  • Færni í mannlegum samskiptum

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Umsóknarfrestur er til 11. júní 2019.

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf.

Nánari upplýsingar veitir Geir Þór Geirsson, deildarstjóri skipaeftirlits í síma 480 6000.
Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Hjá Samgöngustofu er lögð áhersla á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, frumkvæði og þátttöku, auk þess sem mötuneytið er frægt fyrir frábæran mat. Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála sem annast eftirlit með flugi, siglingum og umferð. Á hverjum degi erum við að læra hvert af öðru og sinna viðskiptavinum af kostgæfni með það að markmiði að verða betri og betri. Frekari upplýsingar um Samgöngustofu er að finna á vef stofnunarinnar www.samgongustofa.is

 

Samgöngustofa

www.samgongustofa.is

Ármúli 2 – 108 Reykjavík

Sími: 480-6000

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum