Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2017 Dómsmálaráðuneytið

Ráðherrar ræða samstarf Færeyja ogÍslands um útlendingamál

Poul Michelsen og Sigríður Á. Andersen ræddust við í Færeyjum. - mynd

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat um síðustu helgi þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins í Færeyjum. Þar voru jafnréttismál til umræðu, einkum áskoranir sem blasa við körlum í þeim málum.

Ráðherra átti einnig óformlegan fund með Poul Michelsen, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, þar sem útlendingamál Færeyinga voru rædd en lögþing Færeyinga hefur samþykkt að málaflokkurinn flytjist frá Danmörku til Færeyja.

Færeyingar hafa undanfarið litið mjög til Íslands um framkvæmd og áherslur í innflytjendamálum, einkum hvað varðar aðlögun útlendinga í litlum byggðarlögum. Dómsmálaráðherra sagði á fundinum frá reynslu Íslendinga og stórauknum verkefnum vegna fjölgunar hælisleitenda á Íslandi og sagði að Færeyingar gætu án efa nýtt sér þá reynslu Íslendinga við undirbúning yfirtökunnar á málaflokknum. Áréttuðu ráðherranir að mikill áhugi væri á að halda því hinum góðu samskiptum áfram og að Íslendingar væru reiðubúnir að vera Færeyingum innan handar eins og kostur er á

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum