Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2019

Lektor í hjúkrunarfræði

Lektor í hjúkrunarfræði með áherslu á hjúkrun gjörgæslusjúklinga við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar 50% starf lektors í almennri hjúkrunarfræði með áherslu á hjúkrun gjörgæslusjúklinga við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

Hjúkrun gjörgæslusjúklinga er sérgrein í hjúkrun sem miðar að umönnun sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi. Hjúkrunarþarfir sjúklinga í gjörgæslu eru flóknar og margþættar og getur áhrifa meðferðar á heilsu sjúklings gætt lengi að lokinni eiginlegri gjörgæslumeðferð. Krafa um þekkingu á langtíma áhrifum flókinnar gjörgæslumeðferðar á heilsu, vellíðan og virkni sjúklinga er vaxandi. 

Hjúkrun sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi og sem þurfa gjörgæslu krefst víðtækrar þekkingar á lífeðlisfræði og sjúkdómafræði auk þekkingar á flóknum tækjabúnaði og að geta unnið undir miklu álagi. Gæði hjúkrunar eru veigamikill þáttur í afturbata eftir áföll og í að vernda og efla lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Umfang heilbrigðisþjónustu þessa skjólstæðingahóps, þ.m.t. útgjöld, er verulegt og til mikils að vinna að lágmarka það. Rannsóknir innan fræðasviðsins á langtímaárangri gjörgæsluhjúkrunar hafa skipt sköpum við að auka gæði hjúkrunar. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Leitað er að öflugum einstaklingi innan þessarar sérgreinar hjúkrunar til að leiða uppbyggingu fræðigreinarinnar við deildina, stunda rannsóknir innan hennar, auk þróunar kennslu í grunn- og framhaldsnámi. Einnig mun lektorinn í starfi sínu hafa umsjón með námskeiði í almennri hjúkrun við Hjúkrunarfræðideild auk þess að þróa og koma að skipulagningu meistaranáms í gjörgæsluhjúkrun.

Hæfnikröfur
>> Doktorspróf eða próf sem jafnað verður til doktorsprófs, eða jafngild hæfni að mati dómnefndar.
>> Sérmenntun á sviði hjúkrunar gjörgæslusjúklinga.
>> Rannsóknavirkni á fræðasviðinu, sjálfstæði og frumkvæði í rannsóknum.
>> Góð reynsla af háskólakennslu, fræðilegri og klínískri. 
>> Reynsla af leiðbeiningu til æðri háskólagráðu er kostur.
>> Stjórnunarreynsla.
>> Reynsla af öflun styrkja til rannsóknarstarfa er æskileg. 
>> Góð samstarfshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum ásamt góðri færni í að miðla eigin þekkingu.

Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Hjúkrunarfræðideildar.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Ráðið verður í starfið til fimm ára, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. 

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.

Umsækjendur skulu láta fylgja með umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið og rannsóknaráætlun ef til ráðningar kemur. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem við á. Ef ekki er unnt að skila fylgigögnum með umsókn á rafrænu formi skal skila þeim í þríriti til vísindasviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík. 

Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningar í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: https://www.hi.is/node/303261#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 06.08.2019

Nánari upplýsingar veitir
Herdís Sveinsdóttir - [email protected] - 525 4971


Háskóli Íslands
Hjúkrunarfræðideild
Eiríksgötu 34
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum