Hoppa yfir valmynd
17. mars 2000 Dómsmálaráðuneytið

Ávarp dómsmálaráðherra á fundi rannsóknarlögreglumanna

Ávarp á fundi rannsóknarlögreglumanna 17. mars 2000


Ríkislögreglustjóri, ágætu rannsóknarlögreglumenn og aðrir gestir

Það er mér sérstök ánægja að vera hér með ykkur í dag á námsstefnu félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna og vil þakka fyrir það þetta tækifæri til að hitta svo stóran hóp lögreglumanna sem vinnur að gríðarlega mikilvægum þætti innan lögreglunnar, rannsóknum brotamála. Því miður hafði ég ekki tækifæri til þess að fylgjast með dagskrá fundarins hér í morgun en þar var m.a. fjallað um viðkvæmt mál sem er full ástæða til að ræða, sjálfvíg ungs fólk Ég vil jafnframt nota tækifærið og spyrja hvort ég geti fengið afrit erindis sem hér var flutt um þetta mikilvæga mál hér í morgun.

Mér er líka sérstök ánægja að kynna hér sérfræðinga frá bandarísku alríkislögreglunni FBI þá dr. William Hagmeier og dr. Barry Brown.

Dr. William Hagmeier og dr. Barry Brown. It is a great pleasure to welcome you to this meeting which is, in my view, is a very important contribution in police-cooperation between Iceland and the United States which hopefully will devolop further in the future. I am convinced that your training of Icelandic detectives here today is of great importance. I would like to thank you for giving us some insight in your experience in the fields of DNA-Technology and Criminal profiling from your work within the FBI. Both of these areas are relatively new for Icelandic police but have bee developing rapidly during the last decade. Therefore it is quite useful to hear from you the latest development in these fields with in the FBI.

Þau viðfangsefni sem sérfræðingar FBI ætla að kynna ykkur íslenskum rannsóknarlögreglumönnum í dag eru að mínu mati afar athyglisverð. Í fyrsta lagi er hér átt við umfjöllun um DNA rannsóknir. Hér á landi hefur notkun DNA-rannsókna í sakamálum verið í stöðugri þróun og hefur fengið aukið vægi sem liður í öflun sönnunargagna. Því leikur enginn vafi á því að reynsla bandarískra löggæslumanna sem eru lengra komnar í notkun þessara úrræða við öflun sönnunaragagna kemur sér því mjög vel fyrir íslenska lögreglu. Einmitt um þessar mundir er að ljúka störfum sérstök nefnd á vegum dómsmálaráðherra sem var skipuð á síðasta ári til að vinna að undirbúningi reglna um DNA rannsóknir. Nefndin hefur einkum einbeitt sér að því að setja reglur um kerfisbundna skráningu DNA upplýsinga í þágu rannsóknar opinberra mála. Sjálfsögð rök með slíkri tilhögun eru að aðgengilegar upplýsingar af því tagi auk verulega möguleika rannsóknaraðila til samanburðarrannsóna, þar sem hægt er að bera sýni sem finnst á brotavettvangi við sýni sem þegar eru til skrásett. Þetta getur komið lögreglu á slóð brotamanns með skjótvirkum og öruggum hætti. Því má heldur ekki gleyma að mikilvægi DNA rannsóknar er ekki síður fólgið í því að hægt er að hreinsa saklausa menn með fullri vissu af grun um afbrot. Þeir möguleikar sem DNA rannsóknir veita okkur á þessu svið eru í reynd óendanlegir. Því er mikill fengur að því að frá sérfræðing frá FBI sem stendur mjög framarlega í heiminum á þessu sviði til þess að kynna íslenskri lögreglu reynslu sína af þeim óþrjótandi tækifærum sem DNA-rannsóknir veita í tengslum við lögreglurannsóknir.

Hinn sérfræðingur FBI, sem við bjóðum velkominn hingað í dag er dr. William Hagmeier atferlissálfræðingur hjá FBI. Hann mun kynna fyrir ykkur nýjustu þróun í atferlisgreiningu afbrotamanna (criminal profiling). Eins og þið þekkið er hér um að að ræða mikilvægt svið í rannsóknum afbrotamála sem byggir á því lesa út frá verksummerkjum afbrots hvernig það er framið og hvaða vísbendingar það gefur um brotamanninn. Þessi fræðigrein hefur átt mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunu og hefur notkun hennar farið vaxandi ár. Atferlisgreining beinist sérstaklega að rannsóknum alvarlegri brota, s.s. raðmorðum og kynferðisbrotamönnum. Hér á landi getur atferlisgreining nýst vel við rannsókn þeirra brotaflokka hér á landi, s.s. í tengslum við kynferðislega áreitni gegn börnum, íkveikjufaraldri, skemmdaverkastarfsemi, alvarlegum ofbeldisbrotum og jafnvel fíkniefnabrotum. Ég hef ákveðið að fela ríkislögreglustjóra að kanna með hvaða hætti hægt er að nýta þessa fræðigrein hér á landi, til að geta enn betur búið okkur undir framtíðina með það markmið að draga úr afbrotum. Þar sem þessi fræðigrein í brotarannsóknum hefur enn sem komið er aðeins lítillega komið við sögu í rannsóknum íslenskra sakamála, er afar mikilvægt að kynna þær grunnhugmyndir sem hún byggir á fyrir íslenskum rannsóknarlögreglumönnum, eins og dr. Hagmeier mun gera.Vonandi vekur fræðsla hans upp hugmyndir um hvernig megi nýta sér þessa fræðingrein enn frekar í þágu rannsókna sakamála.

Það er stefna mín sem dómsmálaráðherra að leggja áherslu á mikilvægi alþjóðlegrar lögreglusamvinnu. Þá á ég ekki aðeins við samvinnu sem varðar rannsóknir og úrlausnir sakamála heldur einnig að nauðsynlegt sé að miðla þekkingu og reynslu lögreglunnar milli ríkja til að hægt sé að byggja á sameiginlegum þekkingargrunni. Það er von mín að alþjóðleg samvinna á sviði lögreglumála, eins og sú sem við stefnum að með bandarískum stjórnvöldum leiði til þess að auka hæfni og ekki síst víkka sjóndeildarhring íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Slík þjálfun er líka nauðsynleg lögreglunni til þess að geta tekist á við flókin brotamál sem gerast æ tæknivæddari og alþjóðlegri. Ég vona að þessi námsstefna hér í dag muni færi okkur skrefi nær í átt að því markmiði. Að lokum óska ég ykkur öllum velfarnaðar í ykkar mikilvæga starfi.

Takk fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum