Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2019

Verkefnisstjóri - Félagsvísindastofnun,

Verkefnisstjóri, Félagsvísindastofnun, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í nýrri gagnaþjónustu GAGNÍS við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Undirbúningur megindlegra og eigindlegra gagna fyrir opinn aðgang í Nesstar forriti.
Að yfirfara og færa gögn á milli mismunandi tölfræðiforrita, samræma og sannreyna gagnasöfn og tryggja að gögn séu ekki rekjanleg til einstaklinga.
Að undirbúa lýsigögn, þar með talið skrá um gagnasöfn og lykilorð samkvæmt stöðlum um gagnasöfn í opnum aðgangi.
Uppbygging og utanumhald um vefsíðu gagnaþjónustunnar.
Að vinna með öðrum verkefnisstjórum að því að þróa og bæta verkferla til að tryggja hámarksgæði gagna.
Önnur verkefni sem næsti yfirmaður felur viðkomandi.

Hæfnikröfur
Meistarapróf á sviði félagsvísinda, aðferðafræði eða af sambærilegum fræðasviðum sem nýst geta í starfinu.
Framúrskarandi þekking á megindlegri aðferðafræði og tölfræði.
Mjög góð þekking og reynsla af vinnu við Excel, SPSS og/eða R. 
Reynsla af gerð viðhorfskannana. 
Nákvæmni og samviskusemi.
Frumkvæði og góð samskiptahæfni.
Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf við fyrsta hentugleika, samkvæt nánara samkomulagi. 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands með stórt og fjölbreytt safn rannsóknarverkefna. Háskóli Íslands veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands er í hópi 300 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.

Á Félagsvísindaviði starfa á þriðja hundrað manns að kennslu og rannsóknum. Vísindafólk sviðsins stundar grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þjónusturannsóknir og leggur mikla áherslu á fjölbreytta miðlun þekkingar - öflugar samræður við íslenskt samfélag og alþjóðlega fræðasamfélagið. 

Á Félagsvísindastofnun starfa á annan tug verkefnisstjóra og fjölmargir spyrlar sem vinna að rannsóknum fyrir fræðimenn á Félagsvísindasviði og aðra innan Háskóla Íslands, taka þátt í alþjóðlegum rannsóknum, vinna að stefnumótandi rannsóknum og úttektum fyrir opinbera aðila og sinna annarri aðferðafræðilegri ráðgjöf og þjónustuverkefnum. 
mt nánara samkomulagi. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.02.2019

Nánari upplýsingar veitir
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir - [email protected] - 525 4163

Háskóli Íslands
Félagsvísindastofnun
Sæmundargötu 4
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum