Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2005 Forsætisráðuneytið

Tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins um að tryggja skilvirkni í framkvæmd Mannréttindasáttmála Evrópu í aðildarríkjunum

Frá árinu 2000 hefur ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkt tilmæli sem beint er til allra aðildarríkja að Mannréttindasáttmála Evrópu. Markmið tilmælanna er að auka skilvirkni sáttmálans í aðildarríkjunum og áhrif hans að innanlandsrétti og eru aðildarríki hvött til að koma þeim í framkvæmd. Heiti tilmælanna og stutt lýsing á efni þeirra fer hér á eftir en jafnframt er tengill beint á tilmælin.

1)      Nr. 2000(2):Tilmæli um að endurupptaka eða endurskoða tiltekin mál í  aðildarríki í kjölfar dóms frá Mannréttindadómstólnum.
https://wcd.coe.int/ViewDoc.jsp?id=334147&BackColorInternet=9999CC&BackColorIntranet=FFBB55&BackColorLogged=FFAC75

Í tilmælunum eru aðildarríki hvött til þessa að setja í lög heimildir til að endurupptaka mál fyrir dómstólum eða stjórnvöldum í kjölfar þess að áfellisdómur gengur hjá Mannréttindadómstólum og ekki er unnt að bæta úr því broti nema með nýrri ákvörðun.

 

2)   Nr. 2002(13):  Tilmæli um útgáfu og dreifingu í aðildarríkjunum á texta Mannréttindasáttmálans og dómaframkvæmd Mannréttinda-dómstólsins.
https://wcd.coe.int/ViewDoc.jsp?id=331657&BackColorInternet=9999CC&BackColorIntranet=FFBB55&BackColorLogged=FFAC75

Aðildarríki eru hvött til að koma á virkri kynningu og útbreiðslu á texta sáttmálans og dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins á tungumáli sínu, einkum til dómara, saksóknara og annarra opinberra starfsmanna sem vinna við réttarvörslu.

 

3) Nr. (2004)4:  Tilmæli til aðildarríkja varðandi fræðslu um Mannréttindasátt-málann í háskólanámi og í þjálfun starfsstétta. 
https://wcd.coe.int/ViewDoc.jsp?id=743277&BackColorInternet=9999CC&BackColorIntranet=FFBB55&BackColorLogged=FFAC75

Markmið tilmælanna er að lögfræðingum verði tryggð sérstök fræðsla á háskólastigi um Mannréttindasáttmála Evrópu og dómaframkvæmd hans og að slík fræðsla verði þáttur í kjarnagreinum laganáms við háskóla. Með því að þekking á þessi sviði breiðist út meðal þeirra sem vinna að framkvæmd laga er talið að koma megi í veg fyrir brot á sáttmálanum innan aðildarríkjanna. Einnig eru stjórnvöld hvött til þess að koma slíkri fræðslu á sem lið í starfsmenntun dómara og annarra embættismanna í dóms- og löggæslukerfinu sem vinna að framkvæmd laga.

 

4) Nr.  (2004)5:  Tilmæli um að komið verði á eftirliti innanlands með því að lagafrumvörp, gildandi lög og stjórnsýsluframkvæmd sé í samræmi við grundvallarreglur Mannréttindasáttmála Evrópu.
https://wcd.coe.int/ViewDoc.jsp?id=743297&BackColorInternet=9999CC&BackColorIntranet=FFBB55&BackColorLogged=FFAC75

Tilmælin stefna að því að aðildarríki setji á fót kerfisbundið eftirlit með því að lagafrumvörp og drög að stjórnvaldsreglum verði yfirlesin með tilliti til Mannréttindasáttmálans og dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins með tilliti til þess hvort þau samrýmist þeim. Eru aðildarríki hvött til þess að bregðast skjótt við leiði slíkt eftirlit í ljóst að ósamræmi sé milli laga og reglna og Mannréttindasáttmálans, og breyta þá viðkomandi reglum. Með þessu móti er talið að koma megi í veg fyrir brot á ákvæðum sáttmálans vegna reglna sem fara gegn ákvæðum hans og þar með megi fækka kærum til Mannréttindadómstólsins.

  

5)      Nr. (2004) 6: Tilmæli um að bæta úrræði innanlands.
https://wcd.coe.int/ViewDoc.jsp?id=743317&BackColorInternet=9999CC&BackColorIntranet=FFBB55&BackColorLogged=FFAC75

Markmið tilmælanna er að hvetja aðildarríkin til þess að koma á virkum úrræðum að innanlandsrétti, þannig að einstaklingur geti fengið efnislega úrlausn um hvort brot á sáttmálanum hafi átt sér stað og bætur ef sú er niðurstaðan. Minnt er á að það sé fyrst og fremst hlutverk aðildarríkjanna sjálfra að tryggja réttindi sem hann telur. Sérstaklega er bent á að fjöldi mála sem berst dómstólnum, m.a. um kærur vegna þess að málsmeðferðartími fyrir dómstólum innanlands hefur dregist, sé óeðlilega mikill en hægt sé að leysa úr slíkum umkvörtunarefnum á vettvangi innanlandsréttar og ákvarða jafnframt bætur þar. Með þessu megi fækka verulega málum til dómstólsins og draga þannig úr vinnuálagi hans.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum