Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2018

Hópstjóri í eftirliti með peningaþvætti

Hópstjóri í eftirliti með peningaþvætti
 
Ríkisskattstjóri leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi til að verða hluti af nýju verkefni sem snýst um eftirlit með peningaþvætti.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hópstjóri í peningaþvætti mun stýra fjögurra manna teymi þar sem aðaláherslan er að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Verkefnin fela m.a. í sér reglusetningar af ýmsu tagi, skráningu skráningarskyldra aðila og eftirlit með þeim. Hópstjóri ber einnig ábyrgð á uppbyggingu þekkingar í málaflokknum sem og útdeilingu verkefna til starfsmanna teymisins. 

Hæfnikröfur
- Viðeigandi háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, lögfræði, fjármálaverkfræði eða hagfræði
- A.m.k. 5 ára starfsreynsla í fjármálatengdum störfum er æskileg
- Reynsla af stjórnun og teymisvinnu er æskileg
- Fáguð framkoma, jákvæðni, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi
- Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.
Umsóknir skulu fylltar út á rsk.is/starf eða á Starfatorgi. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum um störf hjá ríkisskattstjóra kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, inn í heildstætt mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.11.2018

Nánari upplýsingar veitir
Unnur Ýr Kristjánsdóttir - [email protected] - 442 1000

RSK eftirlitssvið, sameiginlegt
Laugavegur 166
150 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum