Hoppa yfir valmynd
3. apríl 1998 Innviðaráðuneytið

Vatnsleysustrandarhreppur - Flokkun eggjaframleiðslufyrirtækis við álagningu fasteignaskatts

Vatnsleysustrandarhreppur                                 3. apríl 1998                                                       98030043

Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri                                                                                                           1110

Iðndal 2

190 Vogum

               

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 5. mars 1998, þar sem óskað er eftir umsögn ráðuneytisins varðandi álagningu fasteignagjalda á fyrirtækið Nesbú hf.

 

             Í 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 segir að verði ágreiningur um gjaldstofn skv. 3. gr. laganna skuli vísa honum til úrskurðar Fasteignamats ríkisins. Þeim úrskurði má skjóta til yfirfasteignamatsnefndar ríkisins. Verði hins vegar ágreiningur um gjaldskyldu sker yfirfasteignamatsnefnd úr.

 

             Skýrt er samkvæmt framangreindu að ekki er gert ráð fyrir afskiptum félagsmálaráðuneytisins af ágreiningi eins og þeim sem um ræðir í erindi yðar. Ráðuneytið hefur einungis gefið álit á grundvelli fyrirliggjandi úrskurða yfirfasteignamatsnefndar.

 

             Samkvæmt gögnum málsins hefur yfirfasteignamatsnefnd fjallað um mál sem er hliðstætt því sem hér um ræðir en ekki að öllu leyti eins.

 

             Með vísan til framangreinds telur ráðuneytið ekki rétt að það kveði á um hvernig leggja ber fasteignaskatt á fasteignir fyrirtækisins Nesbú hf. Sveitarfélagið getur hins vegar bent fyrirtækinu á að kæra álagninguna til yfirfasteignamatsnefndar ef það sættir sig ekki við ákvörðun sveitarstjórnar um álagningu.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum