Hoppa yfir valmynd
29. mars 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjölmenni á kynningarfundi um kennaranám

Á annað hundrað manns sóttu kynningarfund um kennaranám sem haldinn var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í vikunni. Á fundinum voru kynntar þær námsleiðir sem í boði eru bæði í grunn- og framhaldsnámi og sá stuðningur sem í boði er fyrir kennaranema.

Fyrr í vetur voru kynntar aðgerðir stjórnvalda til þess að fjölga kennurum en þær felast meðal annars í því að frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi bæði launað starfsnám og námsstyrkur að upphæð 800.000 kr.

Kennaranám er í boði við fjóra háskóla hér á landi. Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands bjóða upp nám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, Listaháskóli Íslands menntar listgreinakennara og Háskólinn í Reykjavík býður upp á nám á meistarastigi fyrir íþróttakennara.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum