Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2004 Innviðaráðuneytið

Eyjafjarðarsveit - Heimildir sveitarfélaga til að veita afslátt af fasteignaskatti o.fl.

Eyjafjarðarsveit
14. janúar 2004
FEL04010004/1110

Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri

Syðra-Laugalandi

601 AKUREYRI

Vísað er til erindis yðar, dags. 2. janúar 2004, þar sem óskað er svara ráðuneytisins við eftirfarandi

spurningum er varða álagningu fasteignaskatts skv. II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995,

með síðari breytingum. Orðalagi spurninganna hefur verið breytt lítillega:

1. Ber að líta svo á að heimild skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 nái til allra fasteigna í

dreifbýlishluta sveitarfélagsins óháð því hvort þær falla undir a- eða b-lið 3. mgr. sömu greinar?

2. Nú hagar svo til að í sveitarfélagi er bæði rekinn landbúnaður og önnur atvinnustarfsemi.

Samkvæmt a-lið 3. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 má fasteignaskattur nema allt að 0,5% af

álagningarstofni útihúsa og mannvirkja á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði. Felst í því

ólögmæt mismunun ef sveitarstjórn nýtir sér þann álagningarrétt til fulls en leggur jafnframt hærri

skatt á fasteignir sem flokkast undir b-lið sömu málsgreinar, þ.e. allt að 1,32% af gjaldstofni?

3. Getur sveitarstjórn ákveðið að fella undir a-lið 3. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 mannvirki sem áður

voru nýtt til landbúnaðar en hefur verið breytt til að nýtast fyrir ferðaþjónustu?

4. Er sveitarstjórn heimilt að veita tímabundið afslátt af álögðum fasteignaskatti í þeim tilgangi að

styrkja nýsköpun eða laða að nýja atvinnustarfsemi?

Álit ráðuneytisins

Um álagningu fasteignaskatts gilda ákvæ ði II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með

síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt, nr. 945/2000. Í 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur

m.a. fram að til landbúnaðar skuli telja grasræ kt, garðræ kt, ylræ kt, skógræ kt og búfjárræ kt aðra en

fiskeldi, ef lögð er stund á þessar greinar í þeim mæ li að talist geti búrekstur eða þáttur í búrekstri.

Að því er varðar fyrstu spurningu yðar verður ekki annað ráðið af skýru orðalagi 5. mgr. 3. gr.

tekjustofnalaga né 2. mgr. 5. gr. reglugerðar um fasteignaskatt en að sveitarstjórn sé heimilt að

undanþiggja allar fasteignir í dreifbýli álagi á fasteignaskatt, þótt hún ákveði að eigendur fasteigna í

þéttbýli skuli greiða slíkt álag.

Ráðuneytið leggur þann skilning í aðra spurningu yðar að óskað sé svars við því hvort í því felist ólögmæ t

mismunun að annar atvinnurekstur en landbúnaður greiði hæ rri fasteignaskatt en sem nemur

álagningarprósentu sem sveitarstjórn ákveður skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. tekjustofnalaga. Því er til að svara

að löggjafinn hefur ákveðið það fyrirkomulag sem mæ lt er fyrir um í b-lið sömu málsgreinar, þ.e. að

fasteignaskattur megi vera allt að 1,32% af álagningarstofni allra annarra fasteigna en þeirra sem falla

undir a-liðinn. Verður að æ tla að löggjafanum hafi verið ljóst að með þessu væ ri einni atvinnugrein,

landbúnaði, ívilnað umfram aðrar atvinnugreinar en ráðuneytinu er ekki kunnugt um að reynt hafi á fyrir

dómstólum hvort í þessu kunni að felast ólögmæ t mismunun.

Varðandi þriðju spurningu yðar skal bent á að skv. 3. mgr. 3. gr. tekjustofnalaga er það nýting mannvirkis

sem ræ ður því undir hvorn staflið ákvæ ðisins það fellur. Mannvirki sem nýtt er til ferðaþjónustu fellur því

ótvíræ tt undir b-liðinn, óháð því hvort það hafi áður verið nýtt til landbúnaðar. Þá verður ekki talið að

sveitarstjórn geti ákveðið að fella slík mannvirki undir a-lið 3. mgr. 3. gr. af þeirri ástæ ðu einni að þau séu

ekki nýtt nema hluta ársins til ferðaþjónustu. Hins vegar skal yður bent á að í undantekningartilvikum

kann að vera heimilt á grundvelli 4. gr. reglugerðar nr. 945/2000 að ákveða að hluta úr ári skuli greiða

fasteignaskatt skv. a-lið þótt mannvirki falli annars undir b-liðinn.

Í fjórða lagi spyrjið þér hvort sveitarstjórn sé heimilt að veita tímabundinn afslátt af álögðum

fasteignaskatti í þeim tilgangi að styrkja nýsköpun eða laða að nýja atvinnustarfsemi. Ráðuneytið er

þeirrar skoðunar að tekjustofnalög standi því ekki í vegi fyrir því að sveitarstjórn ákveði slíkar ívilnanir.

Hins vegar verður við beitingu slíkra ívilnana að gæ ta að ákvæ ðum samkeppnislaga og einnig

jafnræ ðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Bent skal á að eðlilegt er að sveitarstjórn setji

skriflegar reglur um slíkan stuðning. Jafnframt telur ráðuneytið heppilegra, m.a. til þess að slíkur

stuðningur verði sýnilegur í reikningshaldi sveitarfélagsins, að hann sé ákveðinn í formi beinna styrkja

fremur en að um sé að ræ ða afslæ tti af álögðum sköttum eða gjöldum.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

Guðmundur Ómar Hafsteinsson (sign.)

14. janúar 2004 - Eyjafjarðarsveit - Heimildir sveitarfélaga til að veita afslátt af fasteignaskatti o.fl. (PDF)

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum