Hoppa yfir valmynd
14. maí 2004 Innviðaráðuneytið

Sveitarfélagið X - Beiting sveitarfélags á heimild 4. mgr. 5. gr. tekjustofnalaga, tekjur yfir viðmiðunarfjárhæð

A.
14. maí 2004
FEL04010065/1001

Hinn 14. maí 2004 var í félagsmálaráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi

ú r s k u r ð u r:

Með erindi, dags. 26. janúar 2004, kærði A. þá ákvörðun sveitarfélagsins X. að hætta að veita

öldruðum afslátt af fasteignaskatti. Fram kemur í erindinu að kærandi hafi notið afsláttar árin 2002 og

2003, eða frá því hann náði 67 ára aldri. Í ár hafi álögð fasteignagjöld numið 142.300 kr. og hafi þau

hækkað um 60.000 kr. milli ára. Kærandi byggir á því að fasteignagjöld séu skattur og að ekki megi

hækka skatta nema með lögum.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 26. mars 2004, var kæranda leiðbeint um það, með vísan til umsagnar

sveitarstjóra X. frá 8. sama mánaðar, að samkvæmt reglum sveitarfélagsins þyrfti nú að sækja

sérstaklega um afslátt frá fasteignaskatti skv. 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr.

4/1995, með síðari breytingum. Var kæranda ráðlagt að óska eftir afslætti og yrði afgreiðsla á erindi

hans til ráðuneytisins látin bíða þar til niðurstaða lægi fyrir um hvort hann fengi afslátt. Í bréfi

kæranda, dags. 13. apríl 2004, kemur fram að beiðni um afslátt hafi verið hafnað, samanber bréf

sveitarfélagsins X. frá 6. apríl 2004. Í bréfi sínu til ráðuneytisins kveðst kæ randi ekki vera sáttur við

niðurstöðu sveitarfélagsins og sé málinu því vísað til ráðuneytisins til nánari skoðunar.

Í símtali kæ randa við starfsmann ráðuneytisins 6. maí 2004 kom fram að kæ randi er enn á

vinnumarkaði og gerir ráð fyrir að starfa áfram þar til hann verður sjötugur í október á þessu ári.

Kæ randi óskar eftir því að farið verði með málið sem stjórnsýslukæ ru og byggir hann málflutning sinn

annars vegar á því að hann hafi fengið afslátt undanfarin tvö ár og hins vegar á því að

viðmiðunarfjárhæ ðir í reglum sveitarfélagsins séu of lágar.

Í umsögn sveitarfélagsins X., dags. 8. mars 2004, kemur fram að fasteignamat í X. hafi hæ kkað um

15% á milli áranna 2003 og 2004. Síðastliðin 15-20 ár hafi hreppsnefnd ákveðið árlega sérstakan

afslátt af fasteignagjöldum fyrir aldraða og hafi afslátturinn verið 25.000 kr. árið 2003. Hann hafi allir

fengið sem náð hafi 67 ára aldri og áttu fasteign sem þeir nýttu til eigin nota. Ekki var þörf á því að

sæ kja um afsláttinn heldur hafi hann verið fæ rður sjálfkrafa á álagningarseðil. Á sama tíma hafi

afsláttur til öryrkja verið tekjutengdur og þurft að sæ kja um hann sérstaklega. Fyrir álagningu

fasteignagjalda 2004 hafi reglum sveitarfélagsins verið breytt og sitji aldraðir og öryrkjar nú við sama

borð. Afslátturinn sé tekjutengdur og í janúar ár hvert þurfi að skila afriti skattframtals. Þetta

fyrirkomulag hafi verið kynnt íbúum með bréfi dags. 15. janúar 2004. Fram kemur í umsögninni að

tekið sé tillit til þess ef tekjur umsæ kjenda læ kka sannanlega milli ára.

Niðurstaða ráðuneytisins

 

Skilja verður erindi kæ randa svo að hann krefjist þess að ráðuneytið ógildi ákvörðun sem honum var

tilkynnt með bréfi sveitarfélagsins X., dags. 6. apríl 2004, um að synja umsókn hans um afslátt af

fasteignaskatti. Kæ ruheimild er í 103. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum, og er

kæ ran komin fram innan kæ rufrests sem er þrír mánuðir.

Samkvæmt nýjum reglum sem samþykktar voru við afgreiðslu fjárhagsáæ tlunar fyrir árið 2004 er

afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega í sveitarfélaginu X. reiknaður af fasteignaskatti og

holræ sagjaldi. Afslátturinn getur numið á bilinu 25-100% af álögðum gjöldum, eftir tekjum

einstaklings eða hjóna, en samkvæmt eldri reglum var um að ræ ða fastan 25.000 kr. afslátt til allra

ellilífeyrisþega óháð tekjum. Afsláttur er ekki reiknaður af vatnsskatti, sorphirðugjaldi,

sorpeyðingargjaldi og lóðarleigu, sem einnig teljast til fasteignagjalda, og gerir ráðuneytið ekki

athugasemd við þá framkvæmd. Um þetta segir nánar eftirfarandi í greinargerð með fjárhagsáæ tlun

sveitarfélagsins X. 2004:

„Afsláttur aldraðra og öryrkja af fasteignaskatti er samræmdur. Samkvæmt úrskurði

félagsmálaráðuneytisins er nú ekki heimilt að hafa aðgreindar reglur við ákvarðanatöku afsláttakerfis

vegna fasteignaskatts. Afslátturinn er nú tekjutengdur og þurfa aldraðir og öryrkjar framvegis að skila

inn skattaframtali. Afslátturinn er eftirfarandi:

Tekjur allt að kr. 1.377.917 á einstakling, hjón allt að kr. 1.722.919 100% niðufelling

Tekjur allt að kr. 1.549.436 á einstakling, hjón allt að kr. 1.894.438 75% niðurfelling

Tekjur allt að kr. 1.720.954 á einstakling, hjón allt að kr. 2.065.958 50% niðurfelling

Tekjur allt að kr. 1.892.473 á einstakling, hjón allt að kr. 2.237.478 25% niðurfelling.“

 

Skilja verður kröfugerð kæ randa svo að hann telji í fyrsta lagi að sveitarfélaginu hafi verið óheimilt að

veita honum ekki sambæ rilegan afslátt og hann naut samkvæmt eldri reglum og í öðru lagi telji hann

þau tekjuviðmið of lág, sem fram koma í reglum sveitarfélagsins X.

Að því er fyrra atriðið snertir kemur fram í gögnum málsins að ástæ ða þess að reglum sveitarfélagsins

var breytt er sú að félagsmálaráðuneytið sendi á árinu 2003 leiðbeiningar til sveitarfélaga um beitingu

heimildarákvæ ðis í 4. mgr. 5. gr. tekjustofnalaga til þess að veita elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt

frá fasteignaskatti. Í umræ ddum leiðbeiningum segir m.a. eftirfarandi:

„Almennt setur orðalag 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 sveitarfélögum ekki miklar skorður við beitingu

ákvæ ðisins. Þó ber að nefna nokkra þæ tti í því sambandi.

Í fyrsta lagi afmarkar ákvæ ðið þá hópa sem heimilt er að veita afslátt eða niðurfellingu á

fasteignaskatti á grundvelli þess. Í framkvæmd hafa risið álitaefni varðandi samspil þessara tveggja

hópa við veitingu niðurfellingar eða afsláttar og þá aðallega hvort heimilt sé að veita aðeins öðrum

hópnum niðurfellingu eða afslátt. Í úrskurði ráðuneytisins frá 3. júlí 2003, er varðaði Grýtubakkahrepp,

komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að ef 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 væ ri skýrð samkvæmt

orðanna hljóðan mæ tti draga þá ályktun að með orðunum „tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum“ sé

sú skylda lögð á sveitarfélög að veita hvoru tveggja elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt eða

niðurfellingu, kjósi þau á annað borð að beita umræ ddu heimildarákvæ ði. Lögskýringargögn og

forsaga ákvæ ðisins voru talin leiða til sömu niðurstöðu, en upphaflegt markmið ákvæ ðisins hafi verið

að koma til móts við tekjulága einstaklinga vegna hæ kkunar fasteignaskatts og hafi þá ekki verið

gerður greinarmunur á þessum tveimur hópum. Í þessu sambandi má einnig nefna að ráðuneytið hefur

látið þá skoðun sína í ljós að sú útfæ rsla að tekjutengja eingöngu afslátt til öryrkja en ekki

ellilífeyrisþega, samrýmist illa orðalagi ákvæ ðisins á grundvelli sömu forsendna.

Í öðru lagi gerir ákvæ ðið ráð fyrir að niðurfelling eða afsláttur sé veittur tekjulágum elli- og

örorkulífeyrisþegum. Af þessu verður að draga þá ályktun að sveitarfélög skuli setja ákveðin

tekjuviðmið við ákvörðun þess hverjir skuli njóta umræ dds afsláttar eða niðurfellingar, samanber

úrskurð ráðuneytisins frá 3. júlí sl., varðandi Grýtubakkahrepp. Einnig verður ekki annað séð en

heimilt sé að líta til fjármagnstekna við mat á tekjum elli- eða örorkulífeyrisþega, sbr. álit

umboðsmanns Alþingis frá 14. júní 2000, í máli nr. 2812/1999.“

Ekki verður annað séð en að við breytingar á reglum sveitarfélagsins X. hafi verið fylgt þeim

sjónarmiðum sem fram koma í framangreindum leiðbeiningum ráðuneytisins og þeim úrskurðum sem

fallið hafa um sambæ rileg álitaefni og deilt er um í þessu máli. Eftir breytingarnar gilda t.a.m. sömu

reglur um veitingu afsláttar til elli- og örorkulífeyrisþega en samkvæmt eldri reglum fengu allir

ellilífeyrisþegar sama afslátt óháð tekjum. Verður ekki talið að fyrri framkvæmd hafi verið fyllilega í

samræmi við ótvíræ tt orðalag 4. mgr. 5. gr. tekjustofnalaga, sem einungis heimilar að veita tekjulitlum

elli- og örorkulífeyrisþegum slíkan afslátt. Jafnframt er ljóst að breytingarnar koma mjög tekjulitlum

ellilífeyrisþegum til góða þar sem þeir geta fengið niðurfellingu á öllum fasteignaskatti og

holræ sagjaldi sem á þá er lagt, í stað þess að áður var um að ræ ða fastan afslátt. Nýjar reglur eru því

augljóslega í betra samræmi við tilgang og orðalag umræ dds lagaákvæ ðis heldur en þæ r reglur sem

áður voru í gildi í sveitarfélaginu X.

Ekki verður talið að kæ randi hafi öðlast rétt til áframhaldandi afsláttar þótt hann hafi fengið sama

afslátt og aðrir ellilífeyrisþegar á árunum 2002 og 2003 á grundvelli rangrar beitingar sveitarstjórnar á

framangreindri afsláttarheimild sveitarstjórnarlaga.

Einnig verður að telja ljóst af gögnum málsins að ef frá er talin 15% hæ kkun fasteignamats í

sveitarfélaginu vegna endurmats Fasteignamats ríkisins, sem fram fer á grundvelli laga nr. 6/2001 um

skráningu og mat fasteigna, hafi fasteignaskattur ekki hæ kkað á milli ára og er álagningarhlutfall af

íbúðarhúsnæ ði óbreytt milli ára eða 0,36% af fasteignamati.

Að því er varðar tekjuviðmið í reglum sveitarfélagsins X. hefur kæ randi haldið því fram að þau séu

óeðlilega lág. Kæ randi er í hjúskap og er samanlagður tekjuskattstofn hans og maka rúmlega 4,3

milljónir króna samkvæmt skattframtali 2003. Til þess að fá 25% niðurfellingu mega hjón hafa samtals

2.237.478 kr. í árstekjur en 1.722.919 til þess að fá 100% niðurfellingu og er því ljóst að kæ randi fellur

langt utan viðmiðunarmarka sveitarfélagsins. Að áliti ráðuneytisins er það algerlega háð mati

sveitarstjórnar hvaða fjárhæ ðir er miðað við varðandi skilyrði fyrir afslæ tti eða niðurfellingu

fasteignaskatts. Fram hefur komið við meðferð málsins að viðmiðunarfjárhæ ðir taka mið af því sem

tíðkast í nágrannasveitarfélögum X. Þessar viðmiðanir voru kynntar íbúum með bréfi, dags. 15. janúar

2004, og er það mat ráðuneytisins að þæ r fjárhæ ðir sem þar koma fram séu ekki óeðlilega lágar miðað

við markmið og orðalag 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari

breytingum.

Með vísan til alls sem að framan er rakið verður að hafna kröfu kæ randa um að ráðuneytið ógildi hina

kæ rðu ákvörðun.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

 

Ákvörðun Sveitarfélagsins X. um að synja kæ randa, A., um afslátt af fasteignaskatti og holræ sagjaldi,

er gild.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

G.Dýrleif Kristjánsdóttir (sign.)

Afrit:

Sveitarfélagið X.

14. maí 2004 - Sveitarfélagið X - Beiting sveitarfélags á heimild 4. mgr. 5. gr. tekjustofnalaga, tekjur yfir viðmiðunarfjárhæð (PDF)

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum