Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2019

Aðstoðarskólameistari


Aðstoðarskólameistari óskast við Verkmenntaskóla Austurlands

Við Verkmenntaskóla Austurlands er laus til umsóknar 100% staða aðstoðarskólameistara. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2019. 

Helstu verkefni og ábyrgð:
Að vera staðgengill skólameistara og aðstoða við daglegan rekstur skólans
Taka þátt í gerð rekstar- og fjárhagsáætlana
Að hafa umsjón með gerð skólanámskrár og taka þátt í þróunarstarfi í skólanum
Að gegna hlutverki áfangastjóra og þar með hafa umsjón með rekstri áfangakerfisins og sjá um skráningu upplýsinga um nemendur sem innritast í skólann
Að halda utan um fjarvistarskráningu og námsferilskrár nemenda
Að hafa yfirumsjón með námsvali nemenda í samráði við nám- og starfsráðgjafa
Að hafa umsjón með nemendaskráningu, einkunnaskráningu, viðveruskráningu, námsferlum og mati á námi
Að annast stundatöflugerð, próftöflugerð og prófstjórn 
Að sinna gæðamálum í samstarfi við gæðaráð/gæðastjóra skólans
Önnur vinna í samráði við skólameistara

Hæfnikröfur
Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi
Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á framhaldsskólastigi
Leiðtoga- og samskiptahæfni
Kunnátta og reynsla af INNU, skráningarhluta og töflugerð 
Reynsla af stefnumótunarvinnu, hæfileiki til að stýra breytingum 
Þekking og reynsla af stjórnsýslu er æskileg
Þekking á rekstri og mannauðsmálum er æskileg

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra og stofnanasamningi VA. 

Samkvæmt 5. grein reglugerðar nr. 1100/2007 um starfslið og skipulag framhaldsskóla er ráðið í starfið til fimm ára. 

Umsóknir ásamt greinargerð um menntun og fyrri störf berist á tölvupóstfangið [email protected]. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2019. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Mikilvægt er að tilgreina meðmælendur í umsókninni. Afriti af prófskírteinum skal skila með umsókn ásamt sakavottorði. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Nánari upplýsingar veitir skólameistari, [email protected] . 

Á heimasíðu skólans, www.va.is, eru upplýsingar um skólann og starfsemi hans.

Skólameistari

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum