Velferðarráðuneytið

Lýðheilsuvísar gefnir út í annað sinn

Heibrigðisumdæmi - þjónustukort - mynd

Embætti Landlæknis kynnti í gær Lýðheilsuvísa 2017 á kynningarfundi í Hofi á Akureyri. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan landsmanna og gera m.a. kleift að skoða stöðuna hvað þetta varðar eftir heilbrigðisumdæmum.

Landlæknisembættið hefur í vetur haldið fjölmargar vinnustofur um landið undir formerkjum Heilsueflandi samfélags og Heilsueflandi skóla. Þar eru lýðheilsuvísar m.a. notaðir til að greina áherslur, styðja við skóla og sveitarfélög sem vilja skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Heilsa og líðan geta verið breytileg eftir þáttum sem ekki er hægt að breyta en einnig þáttum sem hafa má áhrif á. Þar má nefna lifnaðarhætti, samskipti við fjölskyldu og vini auk lífsskilyrða eins og menntun, atvinnu, húsnæði, heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn