Hoppa yfir valmynd
21. desember 2017

Kennsluþróunarstjóri - Háskóli Íslands, Heilbrigðisvísindasvið - Reykjavík - 201712/1953

 

Kennsluþróunarstjóri – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands – Reykjavík

Við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er laust til umsóknar 50% starf kennsluþróunarstjóra. Kennsluþróunarstjóri gegnir stöðu lektors við heilbrigðisvísindasvið og tilheyrir sviðsskrifstofu. Næsti yfirmaður er sviðsforseti.

Helstu verkefni:
Kennsla, fræðsla og ráðgjöf á sviði kennslufræða og kennsluþróunar
Rannsóknir sem tengjast starfssviði kennsluþróunarstjóra
Seta í Kennslumálanefnd Heilbrigðisvísindasviðs
Ýmis verkefni tengd kennsluþróun í samstarfi við Kennslumiðstöð Háskóla Íslands

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólapróf á sviði kennslufræða, auk þess doktorspróf á sviði heilbrigðisvísinda eða kennslufræða
Haldgóð reynsla af kennslu og öðrum störfum á háskólastigi
Færni á sviði upplýsingatækni í kennslu
Rannsóknavirkni, sjálfstæði og frumkvæði í rannsóknum
Góð færni í mannlegum samskiptum 
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti

Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Heilbrigðisvísindasviðs.

Ráðið verður í starfið til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2018.

Sótt er um starfið rafrænt á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið. Einnig greinargerð um kennslureynslu og þróunarverkefni á sviði kennslu. Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn, eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem við á. Umsókn og umsóknargögnum sem ekki er skilað rafrænt skal skila í tvíriti til vísindasviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík. 

Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Þórsdóttir, sviðsforseti á netfanginu [email protected] eða í síma 525 4823).

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum