Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2018

Doktorsnemi í verkfræði

Umsóknarfrestur framlengdur til og með 27. ágúst 2018

Doktorsnemi í verkfræði
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Háskóli Íslands


Laus er til umsóknar staða doktorsnema í verkfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands. Staðan er á sviði samskipta manna og tölva (e. human computer interaction) og snýr að rannsóknum á framsetningu og upplifun tónlistar með snertingu.

Lýsing á verkefni

Staðan tengist norræna samstarfsnetinu Nordic Sound and Music Computing Network (NordicSMC - nordicsmc.create.aau.dk/) sem styrkt er af NordForsk. Samstarfsnetið leiðir saman fimm norræna háskóla með það að markmiði að þróa öflugt samstarf á milli háskólanna á sviði hljóð- og tónlistartækni (e. sound and music computing).  Auk Háskóla Íslands og Álaborgarháskóla sem leiðir samstarfið þá er háskólinn í Aalto, háskólinn í Osló og KTH í Stokkhólmi.  Samstarfið felur í sér rannsóknarsamstarf og stöður doktorsnema við verkefnið. Doktorsneminn mun njóta góðs af norræna samstarfsnetinu og ætlast er til að neminn ferðist til og vinni í stuttan tíma hjá a.m.k. einum samstarfsháskóla.

Rannsóknir doktorsnemans munu snúa að framsetningu og upplifun tónlistar með snertingu.  Sýnt hefur verið fram á að tónlistarupplifun einstaklinga sem hafa fengið kuðungsígræðslu megi bæta með því að miðla tónlistinni einnig með snertingu. Verkefni doktorsnemans mun snúa að því að þróa áfram tækni til miðlunar tónlistarupplýsinga með snertiskynjun.

Um er að ræða stöðu til þriggja ára. Ráðning er háð því að nemandinn sæki formlega um doktorsnám við deildina og verði samþykktur inn í það stundi hann ekki doktorsnám nú þegar.  

Menntunar- og hæfniskröfur
Leitað er eftir metnaðarfullum umsækjendum sem hafa MS gráðu í verkfræði á tengdum sviðum verkefnisins. Umsækjendur verða að búa yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi og hafa mikinn áhuga á doktorsnámi. Umsækjendur þurfa að búa yfir greiningarhæfni og góðri samskiptahæfni. Góð færni í ensku í töluðu og rituðu máli.

Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2018. 

Auglýsing þessi var áður birt þann 26. apríl 2018 en birtist nú með framlengdum umsóknarfresti.

Umsækjandi getur hafið störf um leið og gengið verður frá ráðningu. 

Sótt er um starfið á heimasíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Nánari upplýsingar
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Rúnar Unnþórsson ([email protected]) til að fá frekari upplýsingar.


Umsókn
Með umsókninni þurfa eftirfarandi gögn að fylgja (skila í einu PDF skjali):
Greinargerð þar sem umsækjandi lýsir hvernig hann uppfyllir skilyrði stöðunnar og hvers vegna hann hefur áhuga á að vinna þetta verkefni (hámark 2 síður).
Náms- og starfsferilskrá (CV).
Staðfest afrit af prófskírteinum.
Tvö meðmælabréf og nöfn meðmælendanna (nafn, staða, tengsl við umsækjenda, tölvupóstfang og símanúmer).
Rannsóknaráætlun fyrir námið. Forgang fá umsækjendur sem senda inn stutta áætlun um doktorsnámið (2-5 síður).


Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi.  Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans. 
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum