Hoppa yfir valmynd
/ Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Menntun fyrir alla á Íslandi

Árið 2015-2016 var gerð úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi af hálfu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Evrópumiðstöðin og stýrihópur um eftirfylgni með úttektinni, standa fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar verða teknar til umfjöllunar og umræðu á málþinginu, ásamt hugmyndum um aðgerðir.

Málþingið verður einnig sent út á vef.

Allir hagsmunaaðilar skólakerfisins eru hvattir til þátttöku.

Rafræn skráning hefst 3. ágúst og verða nánari upplýsingar veittar þegar nær dregur.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira