02 Dómstólar
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð dómsmálaráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 02 Dómstólar árið 2024 eru áætluð 4.038,4 m.kr. og lækka um 5,1 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023 eða sem svarar til 0,1%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 199,3 m.kr. milli ára eða sem svarar til 5,2%.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.
Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2021 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
02.10 Hæstiréttur
Starfsemi málaflokksins er í höndum Hæstaréttar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Verkefni í þessum málaflokki má finna undir málaflokki 02.40 Dómstólasýslan.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 527,3 m.kr. og lækkar um 0,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 26,1 m.kr. Breytingin skýrist af sértækum aðhaldsaðgerðum sem beint er að öðrum rekstrargjöldum og ferðakostnaði.
02.20 Héraðsdómstólar
Starfsemi málaflokksins er í höndum héraðsdómstólanna. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Verkefni í þessum málaflokki má finna undir málaflokki 02.40 Dómstólasýslan.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 2.183,8 m.kr. og lækkar um 31,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 101,4 m.kr. Breytingin skýrist af 30 m.kr. varanlegri lækkun framlags úr varasjóði dómstólanna til að mæta fjölgun um einn Landsréttardómara og 1,8 m.kr. lækkun vegna sértækra aðhaldsaðgerða sem beint er að öðrum rekstrargjöldum og ferðakostnaði.
02.30 Landsréttur
Starfsemi málaflokksins er í höndum Landsréttar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Verkefni í þessum málaflokki má finna undir málaflokki 02.40 Dómstólasýslan.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 904,5 m.kr. og hækkar um 28,3 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 48,9 m.kr. Breytingin skýrist af 30 m.kr. varanlegri hækkun framlags til að mæta fjölgun um einn dómara og 1,7 m.kr. lækkun vegna sértækra aðhaldsaðgerða sem beint er að öðrum rekstrargjöldum og ferðakostnaði.
02.40 Dómstólasýslan
Starfsemi málaflokksins er í höndum dómstólasýslunnar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 422,8 m.kr. og lækkar um 0,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 28 m.kr. Breytingin skýrist af sértækum aðhaldsaðgerðum sem beint er að öðrum rekstrargjöldum og ferðakostnaði.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Dómstólasýslan lagði fram tillögur um aukin framlög vegna sameiningar héraðsdómstóla, viðbótardómara við Landsrétt og aukna þjónustu við stoðþjónustu. Engin af tillögunum fengust samþykktar þar sem ákvörðun var tekin um að auka ekki útgjaldaramma málefnasviðsins. Sameining héraðsdómstóla og viðbótardómari við Landsrétt er fjármagnað innan ramma málefnasviðsins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
||
Markmið 1: Réttlát og opinber málsmeðferð. |
||||
Samþætting málaskrárkerfis dómstólanna og réttarvörslugáttar.* |
Dómstólasýslan |
Innan ramma |
||
Markmið 2: Aukin skilvirkni og gæði |
||||
Uppfærsla tækni- og hugbúnaðar sem styður við stafræna málsmeðferð.* |
Dómstólasýslan |
Innan ramma |
||
Áframhaldandi þróun og innleiðing talgreinis. |
Dómstólasýslan |
Innan ramma |
||
Markmið 3: Aukið traust til dómstóla |
|
|
||
Greining á þörf á meiri og betri upplýsingum til almennings. |
Dómstólasýslan |
Innan ramma |
||
Húsnæðismál Héraðsdóms Norðurlands eystra. |
Dómstólasýslan |
Innan ramma |
||
*Verkefnið styður jafnframt við markmið 1 í málaflokki 10.40.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.