11 Samgöngu- og fjarskiptamál
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð innviðaráðherra og háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 11 Samgöngu- og fjarskiptamál árið 2024 eru áætluð 56.339,6 m.kr. og aukast um 2.303,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023 eða sem svarar til 4,4%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 3.921,8 m.kr. milli ára eða sem svarar til 7,5 %.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.
Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
11.10 Samgöngur
Starfsemi málaflokksins er í höndum Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Rannsóknarnefndar samgönguslysa, auk Isavia í gegnum þjónustusamning um rekstur og framkvæmdir á flugvöllum. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaaðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Greiðar samgöngur |
||
Áfram verður unnið að uppbyggingu hafnarmannvirkja. Meðal helstu verkefna eru endurbygging og endurbætur hafna á Siglufirði, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum og Ísafirði. |
Vegagerðin |
150 m.kr. |
Undirbúningur vegna Sundabrautar heldur áfram þar sem unnið er að mati á umhverfisáhrifum, útfærslu valkosta, breytingum á skipulagsáætlunum auk samráðs við hagaðila. Í kjölfarið hefst undirbúningur útboðsferlis. |
Vegagerðin |
Innan ramma |
Aukið verður við viðhald vega til þess að komast til móts við aukinn umferðaþunga. |
Vegagerðin |
Innan ramma |
Markmið 2: Öruggar samgöngur |
||
Átak í uppbyggingu á innanlandsflugvöllum verður tryggt með tilkomu varaflugvallagjalds þar sem lögð verður áhersla á uppbyggingu varaflugvallanna í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Samhliða verður unnið að uppbyggingu minni lendingarstaða svo þeir geti þjónað hlutverki sínu vegna sjúkra- og almannaflugs. |
Isavia ohf. |
Innan ramma |
Áfram unnið að því að auka öryggi á stofnvegum í kringum höfuðborgarsvæðið með aðskilnaði akstursstefna á Kjalarnesi og Reykjanesbraut. |
Vegagerðin |
Innan ramma |
Fækkun einbreiðra brúa á hringvegi heldur áfram með framkvæmdum við hringveg um Hornafjarðarfljót þar sem einbreiðum brúm fækkar um þrjár. Einnig verður unnið að framkvæmdum utan hringvegar sem fela í sér fækkun einbreiðra brúa, þar af lýkur fimm verkefnum á árinu 2024. |
Vegagerðin |
Innan ramma |
Hafin verður vinna vegna endurbyggingar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Unnin verður þarfagreining með flugrekendum og flugafgreiðsluaðilum ásamt hönnunarundirbúningi. |
Isavia ohf. |
Innan ramma |
Markmið 3: Hagkvæmar samgöngur |
||
Unnið er að endurskoðun á tekjuöflun ríkisins af ökutækjum og umferð með það að leiðarljósi að meðal annars fjármagna flýtiverkefni og jarðgangaáætlun. |
Innviðaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti. |
Innan ramma |
Áfram verður unnið að styttingu leiða á hringveginum, meðal annars með framkvæmdum á hringvegi um Hornafjarðarfljót. |
Vegagerðin |
Innan ramma |
Framkvæmdir hefjast við nýja brú yfir Ölfusá |
Vegagerðin |
Sjá heimild í 6.gr. og umfjöllun í kafla 10. |
Markmið 4: Umhverfislega sjálfbærar samgöngur |
||
Unnið að vegvísi að vistvænum samgöngum á Íslandi til ársins 2030 með skilgreindum og tímasettum aðgerðum sem miði að því að markmiðum um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðað við 2005 verði náð. |
Innviðaráðuneyti |
Innan ramma |
Markmið 5: Jákvæð byggðaþróun |
||
Uppsetning á fjarstýrðum flugturni á Reykjavíkurflugvelli ásamt því að vinna þarfagreiningu og móta framtíðarsýn um nýtingu tækninnar á fleiri áætlunarflugvöllum. |
Isavia ohf. |
Innan ramma |
Áframhaldandi átak í uppbyggingu tengivega þar sem áhersla er á að styrkja og leggja bundið slitlag á umferðarlitla tengivegi. |
Vegagerðin |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 52.927,7 m.kr. og hækkar um 2.157,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.465,3 m.kr. Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild til málaflokksins er aukin um 3.600 m.kr. til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu. Eins kemur inn 3.000 m.kr. fjárheimild til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu sem hliðrað var frá árinu 2023 yfir á árið 2024 sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við þenslu í hagkerfinu.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 1.550 m.kr. tengt innheimtu á varaflugvallargjaldi og ætlað er til uppbyggingar á varaflugvöllum.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 5.700 m.kr. vegna stórra tímabundinna verkefna sem falla niður á árinu.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 1.345,3 m.kr.
11.20 Fjarskipti, netöryggi og stafræn þróun
Undir málaflokkinn falla Fjarskiptastofa, fjarskiptasjóður og póstmál. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára.
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis[SHÞ1] |
|
Markmið 1: Allri byggð bjóðist aðgangur að áreiðanlegu háhraðanetsambandi og á öllum helstu stofnvegum sé áreiðanlegt farnetssamband. |
||
Bæta aðgengi að samfelldu talsambandi og farneti á stofnvegum og helstu þjóðvegum utan þéttbýlis. |
Fjarskiptastofa |
Innan ramma |
Greina áform fjarskiptafyrirtækja um uppbyggingu ljósleiðara og háhraðafarnets. |
Fjarskiptastofa |
Innan ramma |
Mótun og framkvæmd mögulegs ríkisstuðnings við uppbyggingu fjarskiptainnviða utan markaðssvæða. |
Fjarskiptasjóður |
Innan ramma |
Markmið 2: Aukin hæfni og nýting netöryggistækni. |
||
Uppbygging og starfsemi samstarfsvettvangs um fræðslu, menntun og rannsóknir í netöryggi (NCC-IS) í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði netöryggis. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
123,5 m.kr. |
Frekari uppbygging starfsemi miðstöðvar um stafræna nýsköpun (EDIH-IS). |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Áframhaldandi þróun á starfsemi netöryggisráðs og uppbygging samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs á sviði netöryggis. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Markmið 3: Öruggara netumhverfi. |
||
Framkvæmd og eftirfylgni yfir 60 aðgerða í aðgerðaáætlun stjórnvalda í netöryggi. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Undirbúningur að endurnýjaðri tilskipun ESB um netöryggi mikilvægra innviða (NIS2). |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Móta stefnu og regluverk um stafræna þróun, þ.m.t. gervigreind og rafræna auðkenningu í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 2.321,1 m.kr. og hækkar um 135,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum verðlagsbreytingum en þær nema 80,8 m.kr.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 123,5 m.kr. vegna framlaga frá DIGITAL Europe Programme, til stuðnings „Samstarfsvettvangs um fræðslu, menntun og rannsóknir í netöryggi“ (NCC-IS), sbr. markmið 2.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 203 m.kr. til að standa straum af alþjónustukvöð sem lögð var á Íslandspóst. Samhliða er fellt niður tímabundin 100 m.kr. fjárheimild. Nettóaukning nemur því 103 m.kr.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 70,0 m.kr.
11.30 Stjórnsýsla innviðaráðuneytis
Undir málaflokkinn fellur aðalskrifstofa innviðaráðuneytis, ýmis verkefni og þjónustusamningar, m.a. við Slysavarnafélagið Landsbjörg. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Aukinn árangur og þjónusta við borgara og atvinnulíf |
|
|
Úttekt á almennri lagaumgjörð og stjórnsýslu sem heyrir undir ráðuneytið. |
Innviðaráðuneyti |
Innan ramma |
Vegvísir í loftslagsmálum. |
Innviðaráðuneyti |
Innan ramma |
Frekari samhæfing stefna og áætlana. |
Innviðaráðuneyti |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 1.090,8 m.kr. og hækkar um 10,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 72 m.kr. Ekki er um að ræða breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 75 m.kr., um er að ræða útgjaldasvigrúm til ráðstöfunar í ýmis útgjaldamál, þar af er 25 m.kr. útgjaldasvigrúm sem ætlað var árið 2023 en var frestað sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við þenslu í hagkerfinu.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 64,2 m.kr. og er hlutfallslega skipt niður á verkefni.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.