Hoppa yfir valmynd
18.01.2024 Forsætisráðuneytið

Ávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í kjölfar eldgoss við Grindavík 14. janúar 2024

Þjóðin stend­ur nú and­spæn­is hrika­leg­um nátt­úru­öfl­um. Eld­gos hófst í morg­un og hraun streym­ir nú yfir byggðina í Grinda­vík. Versta sviðsmynd hef­ur raun­gerst, eld­gos á Sund­hnúks­gíga­sprung­unni á versta stað og hluti goss­ins inn­an bæj­ar­mark­anna þannig að varn­argarðarn­ir duga ekki til. Eld­arn­ir eira engu, eyðilegg­ing­in er gíf­ur­leg.

Allt frá 10. nóv­em­ber hafa Grind­vík­ing­ar búið við yfirþyrm­andi óvissu en þá var bær­inn rýmd­ur. Öll vonuðum við að ástandið sem hófst með skelfi­leg­um jarðskjálft­um myndi verða skamm­vinnt og fólk gæti fljót­lega snúið aft­ur til síns heima. Mér er minn­is­stæður faðir­inn sem sagði mér í nóv­em­ber að dótt­ir hans hefði haft mest­ar áhyggj­ur af því að jóla­gjaf­irn­ar hefðu orðið eft­ir heima. Þá vonuðum við öll að Grind­vík­ing­ar gætu snúið heim fyr­ir jól. Því miður fór það ekki svo. Eld­gos hófst 18. des­em­ber en sem bet­ur fer olli það ekki mikl­um skaða. Annað gild­ir um eld­gosið sem hófst í dag.

Þetta ástand hef­ur nú varað í ríf­lega tvo mánuði, 65 daga, en óróa­tíma­bilið á Reykja­nesskaga hef­ur varað í meira en fjög­ur ár. Grind­vík­ing­ar hafa sýnt æðru­leysi og seiglu frammi fyr­ir óviss­unni en í dag þyrm­ir yfir okk­ur öll. Hug­ur allra lands­manna er hjá Grind­vík­ing­um.

Viðbragðsaðilar eru all­ir sem einn á vett­vangi og hafa verið á vakt­inni allt frá því að jarðskjálfta­hrin­an ógur­lega hófst í haust. Ljóst var að við töld­um rétt að rýma byggðina vegna sprungu­hreyf­inga eft­ir hið skelfi­lega slys sem varð í vik­unni. Þess manns er enn saknað og hug­ur minn er hjá aðstand­end­um hans.

Öryggi íbúa og viðbragðsaðila hef­ur frá upp­hafi verið al­gjört for­gangs­mál og það verður áfram svo. Eðli­lega hafa marg­ir Grind­vík­ing­ar verið óþreyju­full­ir að snúa heim og und­ir niðri var alltaf von­in um að jarðeld­arn­ir myndu hlífa byggðinni. Áfallið að sjá nýja sprungu opn­ast um há­deg­is­bil inn­an bæj­ar­mark­anna var því djúp­stætt.

Við vit­um öll innra með okk­ur hversu verðmætt það er að eiga heima – að eiga heima merk­ir að eiga ör­ugg­an stað, griðastað, stað fyr­ir sig og sína. Heima er staður­inn þar sem við höf­um byggt upp líf okk­ar, heima er þar sem við eig­um minn­ing­ar og sögu, heima er staður­inn þar sem við eig­um ræt­ur. Heim­kynni Grind­vík­inga eru sem stend­ur í hættu af hraun­flæði sem engu eir­ir. Eng­inn get­ur skilið slíkt áfall sem ekki hef­ur orðið fyr­ir því en við skynj­um öll hversu hrika­legt það er fyr­ir alla Grind­vík­inga.

Þetta áfall er eitt­hvað sem hver og einn Grind­vík­ing­ur upp­lif­ir – bæði einn og sér og sam­eig­in­lega með öðrum bæj­ar­bú­um. En þjóðin stend­ur með ykk­ur og mun gera það áfram. Sem þjóð og sem sam­fé­lag, mun­um við nú sem áður styðja við Grind­vík­inga og gera það sem þarf til að koma þessu ein­staka sam­fé­lagi í gegn­um þenn­an brimskafl. Ég vil sér­stak­lega nefna að við mun­um tryggja að Grind­vík­ing­ar hafi aðgang að sál­ræn­um stuðningi og fagþjón­ustu í gegn­um þessa reynslu.

Allt frá 10. nóv­em­ber höf­um við tekið þetta skref fyr­ir skref. Sam­an hafa Grind­vík­ing­ar mætt þeim áskor­un­um sem hver dag­ur hef­ur fært þeim. Það hef­ur verið full samstaða á Alþingi um all­ar stuðningsaðgerðir vegna stöðunn­ar í Grinda­vík og á morg­un mun rík­is­stjórn­in funda og ákveða áfram­hald stuðningsaðgerða vegna hús­næðis, stuðningsaðgerða vegna af­komu fólks sem við mun­um áfram tryggja. Við mun­um setja stór­auk­inn kraft í að kaupa íbúðir til að tryggja aðgengi að hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga, sem er ekki nægj­an­lega gott nú, og mun­um ljúka við að kynna stuðning við fyr­ir­tæk­in á svæðinu. Mark­miðið er að koma öll­um sem enn búa í skamm­tíma­hús­næði í ör­ugg­ari stöðu eins fljótt og kost­ur er. Við mun­um flýta eins og kost­ur er allri vinnu við upp­gjör á tjóni í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lagið.

Áfram mun­um við fylgja ráðum okk­ar fær­ustu sér­fræðinga sem öll miða að því að tryggja ör­yggi fólks á erfiðum tím­um. Ég vil nota tæki­færið hér og þakka okk­ar vís­inda­fólki og öll­um viðbragðsaðilum sem hafa verið vak­in og sof­in yfir þessu erfiða verk­efni. Það er mik­il gæfa fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag að eiga fólk eins og ykk­ur.

Við erum ekki óvön því að upp­lifa sorg og van­mátt gagn­vart eyðilegg­ing­ar­mætti nátt­úr­unn­ar en það venst samt aldrei. En á krefj­andi stund­um koma bestu hliðar ís­lensks sam­fé­lags iðulega í ljós. Ham­far­ir dynja yfir en and­spæn­is þeim sýn­um við sam­heldni sam­fé­lags­ins og seiglu. Við vit­um ekki ná­kvæm­lega hvað framtíðin fær­ir okk­ur en við vit­um að samstaða, æðru­leysi og kær­leik­ur munu verða okk­ar mik­il­væg­asta leiðarljós fram und­an.

Það er svart­ur dag­ur í dag fyr­ir Grinda­vík. Og það er svart­ur dag­ur í dag fyr­ir Ísland. En sól­in mun koma upp á nýj­an leik. Sam­an tök­umst við á við þetta áfall og hvað sem verða kann. Hug­ur okk­ar og bæn­ir eru hjá ykk­ur.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum