Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Heilbrigðisráðuneytið
Úrskurðir heilbrig..
Sýni 1-122 af 122 niðurstöðum.
Raða eftir: Dagsetningu Mikilvægi

Áskriftir

  • 08. mars 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 9/2024

    Kærandi kærði málsmeðferð embættis landlæknis í kvörtunarmáli samkvæmt 12. gr. laga nr. 40/2007, um landlækni og lýðheilsu. Taldi kærandi að andmælaréttar hafi ekki verið gætt við málsmeðferðina né hlutleysis. Þá hefði embætti landlæknis brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins við útgáfu álitsins. Ennfremur taldi kærandi að landlæknir hefði farið langt út fyrir umsögn óháðs sérfræðings og komist að niðurstöðu sem var langt umfram það sem tilefni var til. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að niðurstaða landlæknis hefði í öllum meginþáttum málsins samhljóða umsögn óháðs sérfræðings. Þá hefði kærandi fengið aðgang að og tækifæri til að tjá sig um öll gögn málsins. Þar sem málsástæða kæranda um meðalhóf beindist að efnislegri niðurstöðu álitsins var ekki leyst efnislega úr henni þar sem kæra á grundvelli 6. mgr. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu lýtur aðeins að málsmeðferð embættisins í kvörtunarmálum. Var málsmeðferð embættis landlæknis staðfest.


  • 28. febrúar 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 6/2024

    Kærandi kærði vinnubrögð embættis landlæknis og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands vegna samskipta stofnananna við kæranda um heilbrigðisþjónustu sem mági kæranda var veitt á HVE á Akranesi árið 2022. Taldi kærandi að þau svör sem hann hefði fengið frá áðurgreindum stofnunum væru ófullnægjandi. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að annars vegar væri um að ræða almennar athugasemdir við þjónustu til HVE og hins vegar almennar athugasemdir við aðstöðu og þjónustu til embættis landlæknis. Þar sem svör við almennum athugasemdum um þjónustu til stjórnar heilbrigðisstofnunar er ekki stjórnvaldsákvörðun og þar sem kærandi getur ekki talist aðili að eftirlitsmáli embættis landlæknis vegna aðbúnaðs stofnunar var kæru kæranda vísað frá ráðuneytinu.


  • 02. febrúar 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 5/2024

    Kærð var ákvörðun Landspítala um að hafna endurgreiðslu komugjalda þar sem sjúklingur taldi sig hafa verið inniliggjandi á spítalanum þrátt fyrir að vera staðsett heima hjá sér. Í úrskurði ráðuneytisins var litið til þess að sjúklingurinn var ekki krafinn um greiðslu fyrir komu sína upphaflega á Landspítala. Hún hafi hins vegar ekki geta haft væntingar til þess að síðari komur hennar á Landspítala væru henni einnig að kostnaðarlausu eftir að hún var komin heim á leið aftur enda hefði innlögn hennar, ef af henni hefði orðið, ekki orðið það löng að hún hefði náð til þeirra daga sem hún kom til að sækja heilbrigðisþjónustu á Landspítala í kjölfarið.


  • 23. janúar 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 4/2024

    Kærandi, sem er læknir, kærði ákvörðun embættis landlæknis um að áminna hann og veita honum tilmæli. Áminningu landlæknis var að rekja til eftirlitsmáls, á grundvelli III. kafla laga um landlækni og lýðheilsu, sem embættið hafði stofnað í kjölfar tilkynninga sem bárust því. Í eftirlitsmáli embættisins gagnvart kæranda varð niðurstaðan sú að kærandi hefði brotið gegn skyldum sínum sem læknir með því að ávísa óhóflegu magni af ávana- og fíknilyfjum til hluta sjúklinga sinna. Sérstaklega var sú heilbrigðisþjónusta sem hann veitti einum skjólstæðing sínum ámælisverð. Þá var eftirfylgni kæranda með öllum sjúklingum hans ábótavant auk þess sem skráning kæranda í sjúkraskrá vegna sjúklinga hans var ófullnægjandi. Var ákvörðun embættis landlæknis staðfest.


  • 23. janúar 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 3/2024

    Kærandi kærði málsmeðferð embættis landlæknis í kvörtunarmáli skv. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, en embættið hafði gefið út álit án þess að afla umsögn óháðs sérfræðings. Taldi kærandi að það kæmi í veg fyrir að hlutleysis væri gætt. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að embætti landlæknis bæri ekki skylda til að afla umsagnar óháðs sérfræðings samkvæmt 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu. Það væri hluti af rannsóknarskyldu embættisins að kanna hvort slík umsögn væri nauðsynleg við útgáfu álits. Í málinu reyndi á almenna þekkingu á starfsskyldum lækna sem talið var að væri fyrir hendi hjá embætti landlæknis. Taldi ráðuneytið því að embættinu hafi ekki borið að afla umsagnar óháðs sérfræðings. Var málsmeðferð embættis landlæknis staðfest.


  • 16. janúar 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 2/2024

    Kærandi kærði málsmeðferð embættis landlæknis í kvörtunarmáli skv. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, en embættið hafði ekki tekið kvörtunina til efnislegrar meðferðar. Í úrskurði ráðuneytisins var talið að kvörtun þyrfti að gefa einhverju móti til kynna, á því sviði heilbrigðisþjónustu sem um ræðir, að hún varðaði meint mistök eða vanrækslu við veitingu þeirrar þjónustu til að falla undir gildissvið 2. mgr. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu. Ráðuneytið féllst á með embætti landlæknis að ekkert í gögnum málsins renndi stoðum undir meint mistök eða vanrækslu. Embætti landlæknis hafi því verið heimilt að ljúka málinu með bréfi til kæranda og málsmeðferð í málinu staðfest.


  • 04. janúar 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 1/2024

    Kærendur tilkynntu embætti landlæknis um fyrirhugaðan rekstur í heilbrigðisþjónustu. Landlæknir taldi kærendur ekki hafa þá menntun sem nauðsynleg væri til að veita þjónustuna og synjaði staðfestingu á tilkynningunni. Ráðuneytið leit til þess að hluti þjónustunnar varðaði lífsstílstengda ráðgjöf og fræðslu sem kærendum, sem almennum læknum, væri heimilt að veita. Hins vegar gerði ráðuneytið ekki athugasemdir við þá afstöðu embættis landlæknis að ákvarðanir um lyfjagjöf einstaklinga með lífstílstengda sjúkdóma væru á forræði þeirra lækna með sérfræðileyfi í heimilislækningum. Voru ákvarðanirnar felldar úr gildi og lagt fyrir embættið að taka málin til nýrra meðferða.


  • 04. desember 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 25/2023

    Kærandi kærði ákvörðun Lyfjastofnunar um að synja beiðni um framleiðslu forskriftarlyfs. Byggði kærandi á því að synjunin væri ekki í samræmi við 38. gr. lyfjalaga. Í úrskurði ráðuneytisins var vísað til skilyrða um framleiðslu forskriftarlyfja, einkum að ómögulegt væri að fá til landsins sambærilegt lyf með markaðsleyfi. Þá væri óheimilt að veita leyfi ef sambærilegt lyf hefði markaðsleyfi hér á landi. Ráðuneytið taldi ljóst að sambærileg lyf væru seld hér á landi bæði, annars vegar undanþágulyf með markaðsleyfi í öðru ríki, sem og lyf með markaðsleyfi hér á landi. Hefði Lyfjastofnun þannig verið heimilt að synja beiðninni. Var hin kærða ákvörðun því staðfest.


  • 03. nóvember 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 24/2023

    Kærandi kærði málsmeðferðartíma embættis landlæknis í kvörtunarmáli til ráðuneytisins þar sem hann taldi meðferð málsins ekki í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga um málshraða. Í úrskurði ráðuneytisins var litið til þess að gagnaöflun hefði dregist hjá embætti landlæknis af ástæðum sem vörðuðu ekki embættið. Þótt nokkur tími hefði liðið frá því að gögn hefðu borist embættinu og þau kynnt kæranda lá fyrir að málið væri í eðlilegum farvegi. Taldi ráðuneytið því að meðferð málsins væri að svo stöddu í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga um málshraða stjórnsýslumála.


  • 01. nóvember 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 23/2023

    Kærð var gjaldtaka heilsugæslunnar vegna afhendingar á sjúkraskrá. Krafði heilsugæslan kæranda gjald með vísan til ákvæða 14. gr. reglugerðar nr. 1551/2022, um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Kærandi byggði á því að lagastoð skorti fyrir innheimtu gjaldsins. Ráðuneytið vísaði til þess að samkvæmt lögum um sjúkraskrár ætti sjúklingur rétt á að fá sjúkraskrá afhenta í heild eða hluta. Í lögunum væri engin gjaldtökuheimild vegna vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu. Með vísan til meginreglna um lagastoð fyrir gjaldtöku taldi ráðuneytið að kærandi yrði þannig ekki krafin um gjald vegna afhendingar á sjúkraskrá. Var gjaldtakan því ógilt og lagt fyrir heilsugæsluna að endurgreiða kæranda.


  • 26. október 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 22/2023

    Kærð var gjaldtaka heilbrigðisstofnunar vegna afhendingar á sjúkraskrá. Krafði stofnunin kæranda gjald með vísan til ákvæða 14. gr. reglugerðar nr. 1551/2022, um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Kærandi byggði á því að lagastoð skorti fyrir innheimtu gjaldsins. Ráðuneytið vísaði til þess að samkvæmt lögum um sjúkraskrár ætti sjúklingur rétt á að fá sjúkraskrá afhenta í heild eða hluta. Í lögunum væri engin gjaldtökuheimild vegna vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu. Með vísan til meginreglna um lagastoð fyrir gjaldtöku taldi ráðuneytið að kærandi yrði þannig ekki krafin um gjald vegna afhendingar á sjúkraskrá. Var gjaldtakan því ógilt og lagt fyrir stofnunina að endurgreiða kæranda.


  • 25. október 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 21/2023

    Kærandi, sem er læknir, kærði ákvörðun embættis landlæknis um að áminna hann. Var áminninguna að rekja til álita embættis landlæknis í tveimur málum þar sem embættið hafði komist að niðurstöðu um mistök/vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu og vanrækslu á að færa sjúkraskrá. Í úrskurði ráðuneytisins var talið, með vísan til meðalhófsreglu, að aldur annars málsins leiddi til þess að ekki yrði byggt á því við ákvörðun um áminningu, en um var að ræða vanrækslu á að færa sjúkraskrá árið 2002. Þá var það mat ráðuneytisins að atvik í hinu málinu næðu ein og sér ekki þeim alvarleikaþröskuldi að rétt væri að áminna kæranda vegna þeirra. Var ákvörðun embættis landlæknis því felld úr gildi og lagt fyrir embættið að beina tilmælum til kæranda um úrbætur.


  • 29. september 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 20/2023

    Kærð var ákvörðun Lyfjastofnunar um stöðvun á sölu og innköllun á svonefndu sleipiefni, en stofnunin taldi vöruna lækningatæki. Þar sem varan væri hins vegar framleidd sem snyrtivara uppfyllti hún ekki þær kröfur sem gerðar séu til lækningatækja samkvæmt lögum. Í úrskurði ráðuneytisins var fallist á með Lyfjastofnun að umrædd vara teldist lækningatæki. Þótt ekkert lægi fyrir um að varan væri skaðleg notendum var ákvörðun stofnunarinnar staðfest.


  • 25. september 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 19/2023

    Kærandi kærði ákvörðun embættis landlæknis um að staðfesta ekki tilkynningu hans um rekstur heilbrigðisþjónustu. Umsóknin varðaði útgáfu læknisvottorða og álitsgerða en í málinu var deilt um hvort þjónustan félli undir hugtakið heilbrigðisþjónusta eins og það er skilgreint í lögum um landlækni og lýðheilsu. Í ljósi þeirra upplýsinga sem kærandi veitti um reksturinn á kærustigi var það mat ráðuneytisins að embætti landlæknis þyrfti að leggja nýtt mat á tilkynninguna, enda kynni starfsemin að einhverju leyti að fela í sér veitingu heilbrigðisþjónustu. Var ákvörðunin því felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka málið til meðferðar á ný.


  • 25. september 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 18/2023

    Kærandi kærði ákvörðun embættis landlæknis um að veita honum áminningu. Þar sem kæran barst utan kærufrests var henni vísað frá ráðuneytinu.


  • 13. september 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 17/2023

    Kærandi kærði ákvörðun embættis landlæknis um að synja beiðni um endurupptöku á áliti embættisins á kvörtun kæranda vegna þjónustu tveggja tannlækna. Í úrskurði ráðuneytisins var vísað til þess álit embættis landlæknis væru ekki stjórnvaldsákvarðanir og giltu óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar um endurupptöku og eftir atvikum afturköllun. Við meðferð málsins komu fram upplýsingar sem leiddu til þess að ráðuneytið taldi óháðan sérfræðing, sem hafði veitt umsögn um kvörtun kæranda, hafa verið vanhæfan til að veita umsögnina. Að því virtu taldi ráðuneytið að beita bæri óskráðum meginreglum um afturköllun vegna ógildingarannmarka og að ógilda bæri málsmeðferð embættisins í málinu. Var lagt fyrir embættið að taka málið til meðferðar á ný.


  • 10. ágúst 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 16/2023

    Kærandi kærði ákvörðun embættis landlæknis um að synja beiðni um endurupptöku á áliti embættis landlæknis hennar frá 2006, vegna heilbrigðisþjónustu sem átti sér stað á árunum 1995-1997. Í úrskurði ráðuneytisins var talið að nýlegar upplýsingar sem kærandi vísaði til um sjúkdómsgreiningar hefðu ekki þau áhrif að taka ætti málið upp að nýju. Var það jafnframt mat ráðuneytisins að efni kvörtunarinnar næði ekki því alvarleikastigi að mikilvægt væri vegna almannahagsmuna að hún yrði rannsökuð á ný eða að niðurstaða málsins yrði fordæmisgefandi fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er á þeim sviðum Landspítala sem um ræddi. Var ákvörðun embættis landlæknis því staðfest.


  • 03. júlí 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 15/2023

    Kærandi kærði ákvörðun Lyfjastofnunar um að krefjast breytinga á umbúðum Septabene munnholsúða og munnsogstaflna, þ.e. að mynd af manneskju með roða á hálsi yrði fjarlægð sem og litaborði. Var það mat stofnunarinnar að mynd og áletranir á umbúðunum fælu í sér auglýsingu, sem væri í andstöðu við 24. gr. reglugerðar nr. 545/2018. Í úrskurðinum taldi ráðuneytið að ákvæði 24. gr. reglugerðar nr. 545/2018 stæði því ekki í vegi að mynd væri áletruð á lyfjaumbúðir í samræmi við samþykkta samantekt lyfsins, en lyfið væri m.a. ætlað við ertingu í hálsi. Við mat á því hvort myndin fæli í sér auglýsingu leit ráðuneytið til þess að ákveðið svigrúm hefði skapast varðandi myndir á lyfjum án þess að Lyfjastofnun hefði talið þær fela í sér auglýsingu. Taldi ráðuneytið útlit myndarinnar ekki vera með þeim hætti að hún fæli í sér auglýsingu. Var ákvörðun Lyfjastofnunar um að krefjast breytinga á umbúðunum því felld úr gildi.


  • 19. maí 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 12/2023

    Kærð var til ráðuneytisins ákvörðun Lyfjastofnunar um stöðvun á sölu og innköllun á vöru. Kærandi óskaði eftir því að ráðuneytið frestaði réttaráhrifum ákvörðunarinnar. Í úrskurði ráðuneytisins var litið til þess að ákvörðunin væri íþyngjandi og fæli í sér fjárhagslegt tjón fyrir kæranda. Þá væru ekki aðrir aðilar að málinu sem hefðu gagnkvæmra hagsmuna að gæta. Féllst ráðuneytið á að fresta réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar þar til ráðuneytið hefði kveðið upp úrskurð í málinu.


  • 17. maí 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 13/2023

    Kærð var til ráðuneytisins gjaldtaka heilbrigðisstofnunar vegna afhendingar á sjúkraskrá. Á kærustigi málsins kvað stofnunin reikning vegna gjaldtökunnar hafa verið sendan fyrir mistök og endurgreiddi kæranda þann kostnað sem hann hafði lagt út. Að því virtu var það mat ráðuneytisins að kærandi hefði ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um kæruna. Var henni því vísað frá.


  • 11. maí 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 11/2023

    Kærandi óskaði eftir endurupptöku á úrskurði ráðuneytisins nr. 16/2021 í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis. Ráðuneytið hafði vísað kærunni frá á þeim grundvelli að hann hefði ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins, en umboðsmaður taldi niðurstöðuna ekki hafa verið í samræmi við lög. Eftir að hafa fallist á endurupptöku málsins tók ráðuneytið málið til nýrrar skoðunar, en kæran laut að synjun Lyfjastofnunar á undanþágu fyrir lyfið ivermectin. Þar sem lyfinu Ivermectin Medical Valley hafði verið veitt markaðsleyfi og læknum frjálst að ávísa lyfinu utan ábendinga, gegn því að taka á sig sérstaka ábyrgð gagnvart sjúklingi, var það mat ráðuneytisins að kærandi hefði ekki lögvarinna hagsmuna að gæta af því að fá úrlausn um ákvörðun Lyfjastofnunar. Var kærunni því vísað frá.


  • 05. maí 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 10/2023

    Kærandi kærði málsmeðferð embættis landlæknis vegna kvörtunar sem hann hafði lagt fram hjá embættinu. Embættið taldi kvörtunina fela í sér athugasemdir við þjónustu læknis en ekki kvörtun vegna meintra mistaka eða vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu. Var kvörtunin þannig ekki tekin til efnislegrar meðferðar. Með vísan til gagna málsins og þess sérfræðimats sem lagt var á efni kvörtunarinnar hjá embætti landlæknis taldi ráðuneytið að embættinu hefði verið heimilt að vísa kvörtuninni frá. Staðfesti ráðuneytið málsmeðferð embættisins í málinu.


  • 21. apríl 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 9/2023

    Kærandi í málinu hafði óskað eftir gögnum frá embætti landlæknis á grundvelli upplýsingalaga sem embættið hafði hafnað að afhenda. Eftir úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál var embættinu gert að taka málið til meðferðar á ný. Þar sem kærandi hafði ekki fengið gögnin afhent kærði hann málsmeðferð embættisins til ráðuneytisins. Ráðuneytið taldi málið vera framhald af beiðni kæranda um beiðni um upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga, en ákvarðanir á grundvelli þeirra laga væru aðeins kæranlegar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en ekki ráðuneytisins. Var kærunni því vísað frá ráðuneytinu.


  • 13. apríl 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 8/2023

    Fagfélag heilbrigðisstéttar sótti um að stéttin yrði löggilt heilbrigðisstétt samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Ráðuneytið dró ekki í efa að starf stéttarinnar gæti haft jákvæð áhrif á skjólstæðinga hennar. Á hinn bóginn bæru gögn málsins ekki með sér að starfið væri þess eðlis að sjúklingar ættu á hættu að verða fyrir skaða eða miska væri ekki staðið rétt að starfi þeirra. Þegar gögn málsins voru virt í heild varð ekki séð að starfið krefðist löggildingar með tilliti til öryggis og hagsmuna sjúklinga, eins og vísað væri til í 3. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn. Var umsókninni því synjað.


  • 31. mars 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 7/2023

    Kærandi, sem er læknir, kærði ákvörðun embættis landlæknis um að svipta hann, án undangenginnar áminningar, rétti til að ávísa tilteknum lyfjum. Var ákvörðunin byggð á því að kærandi hefði ávísað miklu magni af ópíóðalyfjum til sjúklings með fíknivanda. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að ávísanirnar hefðu verið óhæfilegar í skilningi 1. mgr. 19. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, bæði að því er varðaði magn í heild sem og daglegri skammtastærð. Að því virtu og með vísan til fyrri athugasemda embættis landlæknis við ávísanir kæranda á slíkum lyfjum til umrædds sjúklings taldi ráðuneytið að embættinu hefði verið heimilt að svipta kæranda rétti til að ávísa tilteknum ópíóðalyfjum án þess að veita honum áminningu. Var ákvörðun embættis landlæknis því staðfest.


  • 24. mars 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 6/2023

    Í málinu var kærð ákvörðun embættis landlæknis um að áminna lækni vegna brots á starfsskyldum sínum við útgáfu læknisvottorðs. Var það mat ráðuneytisins að vægara úrræði, líkt og tilmæli, hefði ekki náð settu markmiði og því hafi ákvörðunin ekki brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Var ákvörðun embættis landlæknis því staðfest.


  • 10. mars 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 5/2023

    Í málinu var kærð ákvörðun embættis landlæknis um að svipta sálfræðing starfsleyfi. Byggði ákvörðunin á því að kærandi hefði brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum sem heilbrigðisstarfsmaður með því að afhenda að minnsta kosti einum sjúklingi sínum eftirritunarskylt lyf, gera ADHD greiningar sem sjúklingar fengu hvergi viðurkenndar, þagnarskyldubrots við sjúkling, vanrækslu við færslu sjúkraskrár og reksturs starfsstofu sem honum hafi verið óheimil. Kærandi krafðist þess aðallega að hin kærða ákvörðun yrði felld úr gildi en til vara að henni yrði breytt úr starfsleyfissviptingu í áminningu. Var það mat ráðuneytisins að kærandi hefði brotið ítrekað og alvarlega gegn starfsskyldum sínum sem sálfræðingur svo ekki hafi verið efni til að áminna hann áður en til starfsleyfissviptingar kom. Var ákvörðun embættis landlæknis um að svipta kæranda starfsleyfi því staðfest.


  • 21. febrúar 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 4/2023

    Í málinu var kærð ákvörðun Sjúkratrygginga um að krefja tannréttingasérfræðing um endurgreiðslu á tiltekinni fjárhæð. Byggði ákvörðunin á því að kærandi hefði gert Sjúkratryggingum reikninga umfram heimildir. Vísaði stofnunin í því sambandi til endurgreiðslureglna aðgerðaskrár sem fylgdi með samningi milli Sjúkratrygginga og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðaskrá. Málsástæður kæranda lutu m.a. að vilja samningsaðila við gerð samningsins og túlkun á samningnum frá gildistöku hans. Vísaði ráðuneytið í þessu sambandi til þess að samkvæmt 1. mgr. 49. gr. laga um sjúkratryggingar sæti ágreiningur um framkvæmd samnings ekki endurskoðun ráðherra og væri fremur á færi dómstóla að afla gagna sem nauðsynleg væru til að leggja mat á þau atriði sem kærandi hefði byggt á í málinu. Að því virtu var kærunni vísað frá ráðuneytinu.


  • 21. febrúar 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 3/2023

    Í málinu var kærð ákvörðun Sjúkratrygginga um að krefja tannréttingasérfræðing um endurgreiðslu á tiltekinni fjárhæð. Byggði ákvörðunin á því að kærandi hefði gert Sjúkratryggingum reikninga umfram heimildir. Vísaði stofnunin í því sambandi til endurgreiðslureglna í aðgerðaskrár sem fylgdi með samningi milli Sjúkratrygginga og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðaskrá. Málsástæður kæranda lutu m.a. að vilja samningsaðila við gerð samningsins og túlkun á samningnum frá gildistöku hans. Vísaði ráðuneytið í þessu sambandi til þess að samkvæmt 1. mgr. 49. gr. laga um sjúkratryggingar sæti ágreiningur um framkvæmd samnings ekki endurskoðun ráðherra og væri fremur á færi dómstóla að afla gagna sem nauðsynleg væru til að leggja mat á þau atriði sem kærandi hefði byggt á í málinu. Að því virtu var kærunni vísað frá ráðuneytinu.


  • 08. febrúar 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 2/2023

    Umsókn kæranda, sem er ríkisborgari utan EES, um starfsleyfi sem lyfjafræðingur var vísað frá embætti landlæknis á þeim grundvelli að hann hefði ekki lagt fram undirritaðan ráðningarsamning. Fram kom í úrskurði ráðuneytisins að ákvæði 2. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 1090/2012, sem embætti landlæknis byggði á til stuðnings frávísun, veiti heimild fyrir því að vísa frá umsókn hafi umsækjandi ekki lagt fram umsókn um atvinnu- og dvalarleyfi ásamt undirrituðum ráðningarsamningi. Í málinu lá hins vegar fyrir að kærandi væri með gilt dvalarleyfi hér á landi og rétt til atvinnuþátttöku. Taldi ráðuneytið að ákvæðið yrði ekki túlkað með þeim hætti að kröfu um undirritaðan ráðningarsamning yrði sem sjálfstæðu skilyrði í málinu, óháð kröfu um framlagningu umsóknar um atvinnu- og dvalarleyfi. Var það mat ráðuneytisins að túlkun embætti landlæknis á ákvæðinu hefði ekki verið í samræmi við meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga, m.a. í ljósi markmiða laga um heilbrigðisstarfsmenn um gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Var frávísun umsóknarinnar því felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 06. janúar 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 1/2023

    Kærð var ákvörðun Lyfjastofnunar vegna umsóknar um undanþágu frá meginreglu lyfjalaga um tvo lyfjafræðinga að störfum á almennum afgreiðslutíma og álagstíma utan almenns afgreiðslutíma. Í málinu lá fyrir að Lyfjastofnun teldi hvern lyfjafræðing geta afgreitt um 20 þúsund lyfjaávísanir á ári, en færu afgreiðslur yfir 20 þúsund þyrftu tveir lyfjafræðingar að vera að störfum á tilteknum tímum. Samkvæmt gögnum málsins hafði apótek kæranda afgreitt 20.278 lyfjaávísanir árið 2021. Að mati ráðuneytisins hafði Lyfjastofnun ekki gætt að sjónarmiðum um skyldubundið mat við töku ákvörðunarinnar. Þar sem afgreiðslur lyfjaávísana í apótekinu væru aðeins um 1% yfir þeim fjölda sem Lyfjastofnun teldi einn lyfjafræðing geta afgreitt taldi ráðuneytisins að fallast mætti á umsókn kærenda um einn lyfjafræðing að störfum á almennum afgreiðslutíma. Þá var ekki talið að álagstími væri utan almenns afgreiðslutíma krefðist þess að tveir lyfjafræðingar væru að störfum á þeim tíma.


  • 08. desember 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 31/2022

    Í málinu hafði kærandi kært ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um niðurfellingu á lífeyri og þátttöku í dvalarkostnaði á hjúkrunarheimili. Ákvörðun tryggingastofnunar hvað varðar mánaðarlega þátttöku í dvalarkostnaði var staðfest. Hins vegar taldi ráðuneytið að skráning upphafs dvalar á hjúkrunarheimilinu hefði ekki verið í samræmi við lög. Skráningin hefði miðast við þann dag sem kæranda hefði verið boðið pláss á hjúkrunarheimilinu en ekki þann dag sem hann hefði flutt á heimilið, líkt og lög gerðu ráð fyrir. Þar sem dagsetning upphaf dvalar hefði áhrif á niðurfellingu lífeyris og þátttöku í dvalarkostnaði var sá hluti ákvörðunar tryggingastofnunar felldur úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka hann til nýrrar meðferðar.


  • 22. nóvember 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 30/2022

    Í málinu hafði kærandi kært málsmeðferð embættis landlæknis vegna álits embættisins um mistök og vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu. Byggði kærandi m.a. á því að tiltekinn starfsmaður embættisins hefði verið vanhæfur auk þess sem andmælaréttur hefði ekki verið virtur. Ráðuneytið hafði þegar tekið afstöðu til málsástæðna um hæfi og vísaði til fyrri úrskurða í málum kæranda. Þá var talið að kæranda hefði verið veitt fullnægjandi tækifæri til að koma að athugasemdum við meðferð kvörtunarinnar, en honum hafði t.a.m. verið send umsögn óháðs sérfræðings til athugasemda í tölvupósti og með ábyrgðarbréfi. Var málsmeðferð embættis landlæknis því staðfest.


  • 17. nóvember 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 29/2022

    Kærandi kærði meinta ranga sjúkdómsgreiningu og meintar rangfærslur í sjúkraskrá. Ráðuneytið tók fram að embætti landlæknis tæki kvartanir vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu til meðferðar en ekki ráðuneytið. Þá þyrfti að beina beiðni um leiðréttingu á sjúkraskrá til umsjónaraðila hennar en hægt væri að skjóta synjun á slíkri beiðni til embættis landlæknis. Hefði ráðuneytið engu hlutverki að gegna í því sambandi. Laut kæra þannig ekki að neinni ákvörðun eða málsmeðferð sem kæranleg væri til ráðuneytisins og var kærunni því vísað frá.


  • 16. nóvember 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 28/2022

    Kærandi kærði frávísun embættis landlæknis á kvörtun sem hún hafði lagt fram til embættisins vegna starfa sálfræðings sem dómkvadds matsmanns. Ráðuneytið taldi að kærandi hefði ekki verið notandi heilbrigðisþjónustu í skilningi 2. mgr. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu. Hún hefði þannig ekki sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta af því að fá kvörtunina til meðferðar. Með sömu rökum taldi ráðuneytið að kærandi gæti ekki átt kærurétt í málinu og var kærunni því vísað frá ráðuneytinu.


  • 16. nóvember 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 27/2022

    Kærandi kærði frávísun embættis landlæknis á kvörtun sem hún hafði lagt fram til embættisins vegna starfa sálfræðings sem dómkvadds matsmanns. Ráðuneytið taldi að kærandi hefði ekki verið notandi heilbrigðisþjónustu í skilningi 2. mgr. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu. Hún hefði þannig ekki sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta af því að fá kvörtunina til meðferðar. Með sömu rökum taldi ráðuneytið að kærandi gæti ekki átt kærurétt í málinu og var kærunni því vísað frá ráðuneytinu.


  • 16. nóvember 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 26/2022

    Kærandi kærði frávísun embættis landlæknis á kvörtun sem hún hafði lagt fram til embættisins vegna starfa sálfræðings sem dómkvadds matsmanns. Ráðuneytið taldi að kærandi hefði ekki verið notandi heilbrigðisþjónustu í skilningi 2. mgr. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu. Hún hefði þannig ekki sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta af því að fá kvörtunina til meðferðar. Með sömu rökum taldi ráðuneytið að kærandi gæti ekki átt kærurétt í málinu og var kærunni því vísað frá ráðuneytinu.


  • 02. nóvember 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 23/2022

    Í málinu var kærð ákvörðun embættis landlæknis um að áminna lækni vegna brots á starfsskyldum sínum í tveimur málum. Að mati ráðuneytisins voru skilyrði fyrir áminningu uppfyllt, enda hefði alvarleikastig annars málsins verið mikið. Var ákvörðun embættis landlæknis því staðfest.


  • 27. október 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 22/2022

    Í málinu hafði kærandi kært ákvörðun embættis landlæknis um að vísa frá umsókn hennar um almennt lækningaleyfi á þeim grundvelli að hún hefði ekki lagt fram starfsleyfi, líkt og embættið taldi að gera mætti kröfu um á grundvelli 1. mgr. 16. gr. reglugerðar nr. 465/2015. Var það mat ráðuneytisins að umsókn kæranda um almennt lækningaleyfi yrði ekki vísað frá embætti landlæknis á þeim grundvelli, enda féllu aðstæður kæranda ekki með skýrum hætti undir orðalag ákvæðisins. Taldi ráðuneytið að ákvæði 1. mgr. 2. gr. laga nr. 26/2010, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, útilokaði ekki að breskir ríkisborgarar ættu rétt á að gegna hér á landi starfi með sömu skilmálum og giltu um íslenska ríkisborgara, framvísuðu þeir hæfnisvottorði eða vitnisburði um þá formlegu menntun og hæfi sem krafist væri, enda uppfylltu þeir t.a.m. skilyrði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, sbr. a-lið ákvæðisins. Bæri embætti landlæknis því að leggja efnislegt mat á sambærileika menntunar hennar við innlendar kröfur líkt og gert væri ráð fyrir í almenna kerfi IV. kafla reglugerðar nr. 510/2020, að teknu tilliti til dóms EFTA-dómstólsins í máli E-3/20. Þar sem embætti landlæknis hafði ekki lagt mat á umsóknina var hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 04. október 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 21/2022

    Kærandi, sem dvelur á hjúkrunarheimili, kærði ákvörðun A um að setja á heimsóknarbann á hjúkrunarheimili vegna Covid-19. Ráðuneytið taldi að ákvörðun um að setja á almennt heimsóknarbann á hjúkrunarheimili fæli ekki í sér töku stjórnvaldsákvörðunar sem beindist gegn kæranda umfram aðra heimilismenn og væri þannig kæranleg til ráðuneytisins á grundvelli stjórnsýslulaga. Þá taldi ráðuneytið að bréf sem A hafði sent vegna beiðni eiginmanns hennar um undanþágu frá heimsóknarbanni hefði ekki falið í sér töku stjórnvaldsákvörðunar sem væri kæranleg til ráðuneytisins. Í málinu lágu ekki fyrir ákvarðanir A sem vörðuðu hana eða eiginmann hennar með beinum hætti. Að því virtu og þar sem engin ákvörðun um heimsóknarbann væri í gildi taldi ráðuneytið ekki unnt að taka málið til efnislegrar meðferðar. Var kærunni því vísað frá ráðuneytinu.


  • 03. október 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 20/2022

    Í málinu höfðu aðstandendur A, sem var látinn, kvartað til embættis landlæknis vegna heilbrigðisþjónustu sem honum var veitt á tilteknu hjúkrunarheimili. Komst embætti landlæknis að þeirri niðurstöðu að alvarleg vanræksla og mistök hefðu átt sér stað við veitingu heilbrigðisþjónustu til A. Hjúkrunarheimilið kærði málsmeðferð embættisins til ráðuneytisins á grundvelli 6. mgr. 12. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu. Byggði hjúkrunarheimilið m.a. á því að andmælaréttar hefði ekki verið gætt og að rökstuðningur í niðurstöðu embættis landlæknis væri ófullnægjandi. Í umfjöllun um andmælarétt taldi ráðuneytið að þeir aðilar sem kvörtunin varðaði hefðu haft fullnægjandi upplýsingar um málið og fengið tækifæri til að tjá sig um það áður en embætti landlæknis gaf út álit, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga. Hvað rökstuðning embættis landlæknis varðaði var það mat ráðuneytisins að í tveimur töluliðum í áliti embættisins hefði rökstuðningur ekki verið nægjanlega greinargóður. Að virtum frekari rökstuðningi í áliti embættisins, sem og gögnum málsins, taldi ráðuneytið þó ekki tilefni til að ómerkja málsmeðferð embættisins vegna þessa annmarka. Var málsmeðferð embættis landlæknis í málinu staðfest.


  • 07. september 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 19/2022

    Kærandi kærði ákvörðun embættis landlæknis um að svipta hann starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur. Þar sem kæran barst utan kærufrests tók ráðuneytið til skoðunar hvort taka bæri kæruna til meðferðar, sbr. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga. Að mati ráðuneytisins hafði kærandi ekki sýnt fram á afsakanlegar ástæður þess að kæran barst of seint. Ráðuneytið tók jafnframt til skoðunar hvort veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar með þeirri niðurstöðu að slíkar ástæður væru ekki fyrir hendi. Var kærunni því vísað frá ráðuneytinu.


  • 07. september 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 18/2022

    Kærandi kærði ákvörðun embættis landlæknis um að synja honum um sérfræðileyfi í bæklunarskurðlækningum. Í úrskurði ráðuneytisins var ekki talið að kærandi hefði haft réttmætar væntingar um að eldri reglugerðir um veitingu læknaleyfa myndu gilda um umsóknina. Yrði þannig að leggja mat á umsóknina á grundvelli núgildandi reglugerðar nr. 467/2015. Af gögnum málsins var ljóst að kærandi hafði ekki lokið formlega viðurkenndu sérnámi í greininni, líkt og reglugerð nr. 467/2015 gerir kröfu um fyrir veitingu sérfræðileyfis. Uppfyllti kærandi þannig ekki skilyrði reglugerðarinnar. Var ákvörðun embættis landlæknis því staðfest.


  • 01. júlí 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 17/2022

    Kærandi kærði ákvörðun embættis landlæknis um að synja honum um sérfræðileyfi í heimilislækningum. Byggði kærandi aðallega á því að beita skyldi ákvæðum eldri reglugerða um veitingu sérfræðileyfa um umsókn hans, m.a. vegna réttmætra væntinga. Ráðuneytið féllst ekki á málsástæður kæranda í því sambandi og taldi að beita skyldi ákvæðum núgildandi reglugerðar nr. 467/2015 við meðferð umsóknarinnar, líkt og embætti landlæknis hafði gert í ákvörðun sinni. Samkvæmt gögnum málsins væri ljóst að kærandi hefði ekki lokið viðurkenndu formlegu sérnámi í heimilislækningum, líkt og gerð er krafa um í reglugerð nr. 467/2015 fyrir veitingu sérfræðileyfis í greininni. Uppfyllti kærandi þannig ekki skilyrði reglugerðarinnar fyrir veitingu sérfræðileyfis. Var ákvörðun embættis landlæknis því staðfest.


  • 14. júní 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 13/2022

    Í málinu hafði sjúklingur kvartað til embættis landlæknis vegna aðgerðar sem framkvæmd hafði verið af kæranda. Var það niðurstaða embættis landlæknis að fullnægjandi ábending hefði ekki verið til staðar fyrir aðgerðinni og að kærandi hefði sýnt af sér vanrækslu. Í kæru byggði kærandi aðallega á því að sá óháði sérfræðingur, sem veitt hafði umsögn um málið hjá embætti landlæknis, hefði ekki næga faglega þekkingu til að leggja mat á málið auk þess sem hann hefði komist að rangri niðurstöðu. Í úrskurðinum vísaði ráðuneytið til þess að það hefði ekki heimild að lögum til að endurskoða læknisfræðilegt mat, heldur aðeins hvort málsmeðferð embættis landlæknis hefði verið í samræmi við lög. Gæti ráðuneytið þannig ekki lagt nýtt mat á læknisfræðilega niðurstöðu í áliti landlæknis. Að því er varðaði faglegt hæfi óháðs sérfræðings taldi ráðuneytið, með vísan til menntunar hans og reynslu, að hann hefði faglega þekkingu til að veita umsögn um kvörtun í málinu. Var málsmeðferð embættis landlæknis því staðfest.


  • 13. júní 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 16/2022

    A krafðist endurupptöku eða afturköllun á úrskurði ráðuneytisins nr. 14/2021 þar sem umsókn A um löggildingu heilbrigðisstéttarinnar B var synjað. Byggði A á því að ýmsir annmarkar hefðu verið á úrskurði ráðuneytisins í málinu. Að mati ráðuneytisins hafði úrskurðurinn ekki verið byggður á ófullnægjandi upplýsingum í skilningi 24. gr. stjórnsýslulaga. Þá væru ekki forsendur fyrir afturköllun á grundvelli 25. gr. sömu laga, enda yrði ekki talið að úrskurðurinn væri haldinn annmörkum sem gætu leitt til ógildingar hans. Var beiðni A því synjað.


  • 13. júní 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 15/2022

    Kærandi kærði synjun embættis landlæknis um að aðhafast ekki vegna bréfs sem embættið hafði sent til velferðarráðuneytisins í mars 2016, þar sem fjallað var með gagnrýnum hætti um kæranda. Í úrskurði ráðuneytisins sagði að það teldi ljóst að tilgangur bréfsins hefði aðeins verið að upplýsa ráðuneytið um tiltekin atriði. Bréfið hefði ekki haft neinar lögfylgjur í för með sér og ekki falið í sér töku stjórnvaldsákvörðunar í skilningi stjórnsýslulaga, sem væri kæranleg til ráðuneytisins. Embætti landlæknis hafði jafnframt tekið málið til nýrrar skoðunar og upplýst kæranda um að það myndi ekki aðhafast með bréfi í janúar 2022. Taldi ráðuneytið jafnframt að það bréf hefði ekki falið í sér ákvörðun sem væri kæranleg til ráðuneytisins. Var kærunni því vísað frá ráðuneytinu.


  • 10. júní 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 14/2022

    Í málinu krafðist kærandi endurupptöku á úrskurði nr. 15/2021 sem hún taldi m.a. hafa verið reistan á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga. Byggði kærandi m.a. á því að embætti landlæknis hefði veitt sérfræðileyfi til annars aðila þar sem aðstæður væru sambærilegar máli hennar og að úrskurðurinn fæli í sér brot gegn jafnræðisreglu. Ráðuneytið aflaði upplýsinga um mál aðilans og komst að þeirri niðurstöðu að það mál og mál kæranda væru ekki sambærileg í lagalegu tilliti. Vísaði ráðuneytið jafnframt til þess viðurkennda sjónarmiðs að túlkun lægra settra stjórnvalds á tilteknum lagaákvæðum bindi ekki æðra stjórnvald á grundvelli jafnræðisreglu 10. gr. stjórnsýslulaga. Var það mat ráðuneytisins að skilyrði fyrir endurupptöku væru ekki fyrir hendi og var beiðni kæranda því synjað.


  • 24. maí 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 11/2022

    Í málinu höfðu tvö apótek kært ákvörðun Lyfjastofnunar um að synja þeim um undanþágu frá kröfu lyfjalaga um tvo lyfjafræðinga að störfum á almennum afgreiðslutíma. Í úrskurði ráðuneytisins var fallist á með Lyfjastofnun að umfang starfsemi apótekanna væru í heild mikil. Ráðuneytið tók einnig til skoðunar hvort veita mætti undanþágu frá kröfunni á tilteknum tímum dags. Að virtum gögnum málsins komst ráðuneytið þeirri niðurstöðu að umfang innan dags gæti aldrei talist „lítið“ í skilningi 5. mgr. 37. gr. lyfjalaga, sem væri forsenda fyrir því að veita mætti undanþágu frá kröfu laganna um tvo lyfjafræðinga að störfum. Taldi ráðuneytið þannig ekki unnt að veita apótekunum undanþágu frá kröfunni um tvo lyfjafræðinga að störfum frá klukkan 09-10 á virkum dögum. Var ákvörðun Lyfjastofnunar um að synja um undanþágu því staðfest.


  • 16. maí 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 10/2022

    Í málinu hafði kærandi kært synjun embættis landlæknis á því að verða við banni um að barn hennar fengi bólusetningu gegn Covid-19. Í úrskurði ráðuneytisins var talið að embætti landlæknis hefði afgreitt erindi kæranda með hliðsjón af ákvæðum barnalaga. Var það mat ráðuneytisins að afgreiðsla erindisins hefði ekki falið í sér töku ákvörðunar um réttindi eða skyldur í skilningi stjórnsýslulaga, sem væri kæranleg til ráðuneytisins á grundvelli þeirra laga. Þá hefði embættinu ekki borið að leggja málið í farveg stjórnsýslumáls sem lokið hefði með töku stjórnvaldsákvörðunar. Að þessu virtu var kærunni vísað frá ráðuneytinu.


  • 29. apríl 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 9/2022

    Kærandi kærði ákvörðun embættis landlæknis, um að veita honum áminningu vegna ólögmætra uppflettinga í sjúkraskrá, til ráðuneytisins. Í úrskurðinum vísaði ráðuneytið til þess að brot sem vörðuðu persónuvernd sjúklinga væru litin alvarlegum augum í lögum um sjúkraskrár og að brot kæranda hefðu lotið að þeim meginhagsmunum sem lögunum væri ætlað að vernda, þ.e. friðhelgi einkalífs sjúklinga. Var það einnig mat ráðuneytisins að aldur brotanna leiddi ekki til þess að embætti landlæknis hefði, á grundvelli meðalhófsreglna, borið að grípa til vægara úrræðis en áminningar. Var ákvörðun embættis landlæknis um að áminna kæranda því staðfest.


  • 06. apríl 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 8/2022

    Í málinu höfðu almenn samtök kvartað til embættis landlæknis vegna aðgerða sóttvarnalæknis í tengslum við bólusetningar barna. Embætti landlæknis tók kvörtunina ekki til meðferðar og kærðu samtökin þá málsmeðferð til ráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins var rakið hverjir gætu fengið kvörtun á grundvelli 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu til meðferðar hjá landlækni, en það væri að meginstefnu til bundið við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Væri kvartandi annar en sjúklingur eða aðstandandi sjúklings þyrfti hann að hafa hagsmuna að gæta í máli til að kvörtun yrði tekin til meðferðar. Taldi ráðuneytið að ekki yrði séð að kærandi í málinu hefði lögvarinna eða sérstakra hagsmuna að gæta af því að fá álit landlæknis um þau atriði sem kvartað var undan. Þá var ekki talið að samtökin gætu átt kæruaðild í málinu. Var kærunni því vísað frá ráðuneytinu.


  • 04. apríl 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 7/2022

    Í málinu hafði kærandi kvartað til embættis landlæknis vegna heilbrigðisþjónustu í kjölfar slyss sem hann hafði lent í árið 1978, þá 14 ára gamall, sem mun enn hafa andlegar og líkamlegar afleiðingar. Embætti landlæknis vísaði kvörtun kæranda frá á grundvelli 4. mgr. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, þar sem atvik væru eldri en 10 ára og sérstakar ástæður mæltu ekki með því að kvörtunin yrði tekin til meðferðar. Í úrskurði ráðuneytisins var talið að litlar líkur væru á því að málið yrði upplýst með fullnægjandi hætti auk þess sem erfitt væri að meta hvort heilbrigðisþjónusta sem kæranda hefði verið veitt hefði samrýmst almennt viðurkenndum aðferðum þess tíma. Þá var það mat ráðuneytisins að málið hefði ekki almenna þýðingu fyrir eftirlitshlutverk embættis landlæknis. Féllst ráðuneytið á með embætti landlæknis að ekki væru fyrir hendi sérstakar ástæður sem mæltu með því að kvörtun kæranda yrði tekin til meðferðar og staðfesti málsmeðferð embættisins.


  • 01. mars 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 6/2022

    Ráðuneytið taldi að læknir, sem veitt hafði umsögn sem óháður sérfræðingur vegna meintra mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu, hefði verið vanhæfur til að veita umsögn í málinu, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Vísaði ráðuneytið til þess að læknirinn starfaði á sömu læknastofu og sá læknir, sem kvartað var undan í málinu, auk þess að vera stjórnarformaður stofunnar sem kynni að hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta af niðurstöðu embættis landlæknis. Var málsmeðferð embættis landlæknis í málinu því ómerkt og lagt fyrir embættið að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 15. febrúar 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 5/2022

    Í málinu hafði kærandi kvartað til embættis landlæknis vegna meintra mistaka og vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu, sbr. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, sem hann taldi hafa átt sér stað er hann sótti þjónustu lækna á heilsugæslustöð. Embætti landlæknis taldi kvörtun kæranda frekar fela í sér athugasemd við þjónustu samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga og tók kvörtunina ekki til efnislegrar meðferðar. Kærði kærandi þá málsmeðferð til ráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins sagði m.a. að svo kvörtun til embættis verði tekin til meðferðar á grundvelli 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu verði hún að gefa að einhverju leyti til kynna að mistök eða vanræksla hafi átt sér stað við veitingu heilbrigðisþjónustu. Taldi ráðuneytið að gögn málsins bentu til þess kærandi væri að gera athugasemdir við þá þjónustu sem hann hefði fengið á heilsugæslu, en ekki meint mistök eða vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu. Var málsmeðferð embættis landlæknis því staðfest.


  • 01. febrúar 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 4/2022

    Kærandi kærði málsmeðferð embættis landlæknis vegna álits þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann hefði gert mistök við veitingu heilbrigðisþjónustu. Byggði kærandi m.a. á því að honum hefði ekki verið veitt tækifæri til að tjá sig um umsögn óháðs sérfræðings sem embætti landlæknis hafði aflað við meðferð málsins. Í niðurstöðu ráðuneytisins segir að umsagnir óháðra sérfræðinga hafi almennt talsverða þýðingu fyrir niðurstöðu slíkra mála. Þar sem kæranda hafi ekki verið veitt færi á tjá sig um umsögnina hafi meðferð málsins ekki verið í samræmi við andmælareglu 13. gr. stjórnsýslulaga. Var meðferð málsins því ómerkt og lagt fyrir embætti landlæknis að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 19. janúar 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 3/2022

    Málið varðaði umsókn lyfjaverslunar um undanþágu frá ákvæði 5. mgr. 37. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 um tvo lyfjafræðinga að störfum. Byggðu kærendur á því að við mat á umfangi starfsemi í skilningi ákvæðisins hefði Lyfjastofnun ekki litið til þess að opnunartími verslunarinnar væri mun lengri en almennur afgreiðslutími lyfjaverslana. Var það mat ráðuneytisins að mat Lyfjastofnunar hefði ekki tekið nægilegt tillit til aðstæðna í málinu og verið ófullnægjandi. Vísaði ráðuneytið í þessu sambandi m.a. til sjónarmiða um skyldubundið mat og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Var ákvörðun Lyfjastofnunar því felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 19. janúar 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 2/2022

    Málið varðaði umsókn lyfjaverslunar um undanþágu frá ákvæði 5. mgr. 37. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 um tvo lyfjafræðinga að störfum. Byggðu kærendur á því að Lyfjastofnun hefði ekki tekið tillit til raunverulegs álagstíma í lyfjaversluninni auk þess sem afgreiðsla á vélskömmtuðum lyfjum væri hátt, en þær afgreiðslur væru ekki sambærilegar afgreiðslum úr verslun. Í úrskurðinum féllst ráðuneytið rök Lyfjastofnunar um að ekki skyldi gera greinarmun á afgreiðslum vélskammtaðra lyfja og afgreiðslum í verslun við mat á umfangi starfsemi. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Lyfjastofnunar að mestu leyti en taldi unnt að veita undanþágu frá ákvæði 5. mgr. 37. gr. lyfjalaga á tilteknum tímum dags, þegar umfang starfsemi væri lítið í skilningi ákvæðisins.


  • 07. janúar 2022 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 1/2022

    Kæru A, sem laut að markaðsleyfis sem Lyfjastofnun hafði veitt tilteknu bóluefni, var vísað frá ráðuneytinu. Að mati ráðuneytisins var að hvorki til að dreifa stjórnvaldsákvörðun í máli sem væri kæranleg til ráðuneytisins né að A hefði hagsmuna að gæta í tengslum við ákvörðun um afturköllun markaðsleyfis á grundvelli 16. gr. lyfjalaga sem gæti leitt til þess að A gæti talist eiga kæruaðild.


  • 28. desember 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 19/2021

    Í málinu var kærð ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um þátttöku kæranda í dvalarkostnaði á hjúkrunarheimili. Krafðist kærandi þess að stofnunin leiðrétti útreikning á hlutdeild hans í kostnaðinum, enda ættu lífeyrisgreiðslur hans frá Noregi ekki að teljast með sem tekjur í útreikningnum. Að mati ráðuneytisins hafði Tryggingastofnun reiknað þátttöku kæranda í dvalarkostnaði í samræmi við lög um almannatryggingar og lög um málefni aldraðra út frá þeirri tekjuáætlun sem lá fyrir, sem byggði á þeim staðfestu upplýsingum sem fyrir lægju hjá stofnuninni. Var ákvörðun Tryggingastofnunar því staðfest.


  • 16. desember 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 18/2021

    Kærandi kærði málshraða embætti landlæknis í kvörtunarmáli til ráðuneytisins. Að mati ráðuneytisins hafði meðferð málsins tafist í nær 17 mánuði af ástæðum sem vörðuðu einungis embætti landlæknis. Þá hefðu orðið tafir á öflun umsagnar í málinu. Taldi ráðuneytið að meðferð málsins hefði ekki verið í samræmi við 1. og 2. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 30. nóvember 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 17/2021

    Kæru á málsmeðferð embættis landlæknis í kvörtunarmáli vísað frá ráðuneytinu þar sem hún barst utan kærufrests. Að mati ráðuneytisins var hvorki talið að afsakanlegt hafi verið að kæran hefði ekki borist innan frests né að veigamiklir hagsmunir mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar, sbr. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 17. nóvember 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 16/2021

    Læknirinn A lagði fram umsókn til Lyfjastofnunar þar sem óskað var eftir ávísun undanþágulyfs. Umsókninni var synjað en kærandi, sem var sjúklingur A, kærði ákvörðunina til ráðuneytisins. Ráðuneytið taldi að ávísun lyfsins hefði ekki verið vegna meðferðar við ákveðnum veikindum heldur eingöngu sem almenn forvörn. Aðstæður kæranda hafi þannig átt við um mjög marga og var hann því ekki talinn hafa sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í málinu til að eiga kæruaðild. Var kærunni því vísað frá ráðuneytinu.


  • 16. nóvember 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 15/2021

    Ákvörðun embættis landlæknis, um að synja umsókn kæranda um sérfræðileyfi í heimilislækningum, var staðfest. Að mati ráðuneytisins uppfyllti kærandi ekki skilyrði reglugerðar nr. 1222/2012 um tiltekinn starfstíma á heilsugæslustöð. Þá lá ekki fyrir staðfesting frá læknadeild Háskóla Íslands á því að kærandi hefði uppfyllt kröfur um fræðilegt nám í greininni.


  • 28. október 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 14/2021

    Umsókn A, um að starfsstéttin B yrði löggilt sem heilbrigðisstétt hér á landi á grundvelli 3. gr. laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn, var synjað. Var það mat ráðuneytisins að löggilding starfsstéttarinnar væri ekki nauðsynleg með tilliti til öryggis og hagsmuna sjúklings. Þá hefði ekki verið sýnt fram á þörf sjúklings fyrir þjónustu stéttarinnar auk þess sem samanburður við önnur ríki mælti ekki með löggildingu stéttarinnar.


  • 19. október 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 13/2021

    Ákvarðanir Lyfjastofnunar um að synja umsóknum um undanþágu til að ávísa lyfinu ivermectin sem forvörn gegn Covid-19 voru staðfestar. Talið að kærandi hefði ekki sýnt fram á sérstakar og vel rökstuddar ástæður í skilningi a-liðar 1. mgr. 12. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 til að fallast mætti á umsóknirnar. Ráðuneytið gerði jafnframt athugasemdir við ákvarðanir Lyfjastofnunar.


  • 12. október 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 12/2021

    Ákvörðun Lyfjastofnunar um að synja kæranda um innflutning á lyfjum felld úr gildi. Að mati ráðuneytisins var málið ekki nægilega upplýst af hálfu stofnunarinnar til að unnt hafi verið að taka ákvörðun í því, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá taldi ráðuneytið aðra annmarka jafnframt hafa verið á málsmeðferðinni. Var málið sent til nýrrar meðferðar hjá Lyfjastofnun.


  • 28. september 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 11/2021

    Staðfest er ákvörðun embættis landlæknis um að synja kæranda um sérfræðileyfi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum enda hafi skilyrði reglugerðar nr. 1222/2012, sem varða starfstíma á heilbrigðisstofnun sem viðurkennd hafi verið til sérnáms, ekki verið uppfyllt.


  • 27. ágúst 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 10/2021

    Kæru á niðurstöðu eftirlitsmáls hjá embætti landlæknis vísað frá ráðuneytinu.


  • 27. ágúst 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 9/2021

    Kæru á niðurstöðu eftirlitsmáls hjá embætti landlæknis vísað frá ráðuneytinu.


  • 28. júní 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 6/2021

    Staðfest er ákvörðun embættis landlæknis um að svipta A starfsleyfi sem læknir vegna skorts á faglegri hæfni og útgáfu rangra og villandi reikninga, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu.


  • 18. júní 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 5/2021

    Kærandi kærði málsmeðferð embættis landlæknis í máli á grundvelli 12. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu. Byggði kærandi m.a. á því að starfsmaður landlæknis hefði verið vanhæfur. Málsmeðferð landlæknis staðfest.


  • 18. júní 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 4/2021

    Staðfest er ákvörðun Lyfjastofnunar um að synja umsókn um endurnýjun lyfs, sem hafði fengið markaðsleyfi hér á landi á grundvelli gagnkvæmrar viðurkenningar, sbr. 3. mgr. 7. gr. eldri lyfjalaga nr. 93/1994 og IV. kafla reglugerðar nr. 545/2018.


  • 03. júní 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 3/2021

    Staðfest er ákvörðun embættis landlæknis um að synja umsókn A um tímabundið starfsleyfi sem læknir á grundvelli 11. gr. laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn.


  • 17. febrúar 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 2/2021

    Með bréfi, dags. 23. febrúar 2020, kærði A tannlæknir, hér eftir nefndur kærandi, synjun embættis landlæknis, dags. 18. febrúar 2020, um sérfræðileyfi á sviði samfélagstannlækninga. Í kæru er þess krafist að umsókn verði endurskoðuð.


  • 10. febrúar 2021 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 1/2021

    Umsókn félagsins A, um að stétt félagsins yrði löggilt heilbrigðisstétt samkvæmt 3. gr. laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn, var synjað. Að mati ráðuneytisins var hvorki nauðsynlegt að löggilda stéttina með vísan til öryggis og hagsmuna sjúklinga né að stéttin heyrði undir eftirlit embættis landlæknis.


  • 27. nóvember 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 25/2020

    Heilbrigðisráðuneytið ákvað með vísan til erindis umboðsmanns Alþingis, dags. 2. október 2018, um kvörtun vegna synjunar ráðuneytisins, dags. 10. júlí 2018, á umsókn A um löggildingu sem heilbrigðisstétt, að endurupptaka mál félagsins. Ráðuneytið sendi Umboðsmanni Alþingis bréf, dags. 31. október 2018, þar sem ráðuneytið tilkynnti um ákvörðun sína.


  • 27. nóvember 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 26/2020

    Heilbrigðisráðuneytið ákvað með vísan til erindis umboðsmanns Alþingis, dags. 2. október 2018, um kvörtun vegna synjunar ráðuneytisins, dags. 10. júlí 2018, á umsókn A á Íslandi um löggildingu sem heilbrigðisstétt, að endurupptaka mál félagsins. Ráðuneytið sendi Umboðsmanni Alþingis bréf, dags. 31. október 2018, þar sem ráðuneytið tilkynnti um ákvörðun sína.


  • 09. október 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 23/2020

    Með kæru, dags. 8. júní 2020, kærði A, hér eftir nefnd kærandi, synjun embættis landlæknis frá 7. maí 2020 á umsókn um starfsleyfi sem sjúkraliði. Í kæru er þess krafist að ráðuneytið felli úr gildi ákvörðun embættis landlæknis og leggi fyrir embættið að veita kæranda starfsleyfi. Ákvörðun embættis landlæknis frá 7. maí 2020, um að synja kæranda um starfsleyfi sem sjúkraliði, er felld úr gildi og embætti landlæknis falið að taka umsókn kæranda til nýrrar meðferðar.


  • 07. september 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 22/2020

    Með bréfi, dags. 19. júlí 2019, kærði A, hér eftir nefnd kærandi, málsmeðferð embættis landlæknis vegna álits, dags. 23. apríl 2019, í kvörtunarmáli sem beindist að kæranda og krefst þess að málsmeðferðin verði ómerkt og málið sent á ný til meðferðar hjá landlækni. Kröfum kæranda um að málsmeðferðin verði ómerkt og málið sent á ný til meðferðar hjá landlækni er hafnað. Málsmeðferð embættis landlæknis er staðfest.


  • 26. júní 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 19/2020

    Læknir sem kvartað var undan til embættis landlæknis kærði málsmeðferð embættisins á kvörtuninni og taldi einn þeirra þriggja er undirrituðu álit landlæknis hafa verið vanhæfan til að koma að gerð álitsins, á grundvelli 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 27. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 17/2020

    Menntaskólinn í tónlist sótti um undanþágu í þremur liðum frá takmörkun á skólastarfi fyrir útskriftarnema. Ráðuneytið hafnaði beiðninni.


  • 24. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 16/2020

    Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands sótti um undanþágu frá skólastarfi vegna verkefna og rannsókna nemenda í ýmsum deildum Heilbrigðisvísindasviðs. Ráðuneytið samþykkti hluta beiðninnar en hafnaði henni að öðru leyti.


  • 23. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 15/2020

    Klassíski listdansskólinn ehf. sótti um undanþágu frá takmörkun á skólastarfi vegna starfsemi sinnar fyrir nemendur á leik- og grunnskólastigi og fyrir nemendur á listdansbraut til stúdentsprófs. Ráðuneytið hafnaði beiðninni.


  • 23. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 14/2020

    Skólaskrifstofa Sveitarfélagsins Hornarfjarðar sótti um undanþágu frá takmörkun á skólastarfi vegna fjölda nemenda á tveimur deildum. Ráðuneytið hafnaði beiðninni.


  • 18. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 9/2020

    Hrafnagilsskóli óskaði eftir undanþágu frá takmörkun á skólastarfi í þremur liðum. Ráðuneytið samþykkti eina beiðni varðandi stærð bekkjar, hafnaði lið 2 og vísaði frá 3. lið.


  • 18. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 12/2020

    Myndlistaskólinn í Reykjavík sótti um undanþágu frá takmörkun á skólastarfi vegna verklegs náms. Ráðuneytið hafnað beiðninni.


  • 18. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 11/2020

    Námsflokkar Reykjavíkur sóttu um undanþágu frá takmörkun á skólastarfi vegna viðkvæmra nemendahópa. Ráðuneytið hafnaði beiðninni.


  • 18. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 13/2020

    Verkmenntaskólinn á Akureyri sótti um undanþágu frá takmörkunum vegna verklegra áfanga. Ráðuneytið hafnaði beiðninni.


  • 16. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 6/2020

    Menntaskólinn í Kópavogi sótti um undanþágu frá takmörkun á skólastarfi fyrir viðkvæma hópa, annars vegar fyrir nemendur með einhverfu á starfsbraut og hins vegar fyrir kennslu í Krýsuvík. Ráðuneytið samþykkti beiðnirnar með skilyrðum.


  • 16. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 7/2020

    Svalbarðsstrandarhreppur óskaði eftir undanþágu frá takmörkun á skólastarfi vegna leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Ráðuneytið samþykkti beiðnina með skilyrðum.


  • 16. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 8/2020

    Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskaði eftir undanþágu frá takmörkunum á skólastarfi vegna verklegrar kennslu. Ráðuneytið hafnaði beiðni skólans.


  • 28. febrúar 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 4/2020

    Kærð var ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að krefja kæranda um endurgreiðslu vegna ofnotkunar á gjaldliðnum þung meðferð í starfi sem sjúkraþjálfari. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að endurkrefja kæranda um 1.356.115 kr. vegna ofnotkunar á gjaldliðnum þung meðferð. Viðvörun sú sem Sjúkratryggingar Íslands veittu kæranda var einnig staðfest sem og ákvörðun stofnunarinnar að senda tilkynningu til Embættis landlæknis vegna ófullnægjandi skráningar í sjúkraskrá.


  • 28. febrúar 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 3/2020

    Kærð var ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að krefja kæranda um endurgreiðslu vegna ofnotkunar á gjaldliðnum þung meðferð í starfi sem sjúkraþjálfari. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að endurkrefja kæranda um 2.509.945 kr. vegna ofnotkunar á gjaldliðnum þung meðferð sem og ákvörðun stofnunarinnar um að senda tilkynningu til Embættis landlæknis vegna ófullnægjandi skráningar í sjúkraskrá.


  • 14. febrúar 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 2/2020

    Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um starfsleyfi sem osteópati. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun embættisins.


  • 10. janúar 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 1/2020

    Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um starfsleyfi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Ráðuneytið felldi ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir embættið að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 30. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 30/2019

    Kærð var ákvörðun Lyfjastofnunar þar sem kæranda var gert að breyta verklagi sínu við afhendingu og meðferð lyfja á hjúkrunarheimili þar sem kærandi hafði lyfjafræðilega umsjá. Ráðuneytið felldi ákvörðunina úr gildi þar sem Lyfjastofnun skorti viðhlítandi lagastoð fyrir hinni kærðu ákvörðun.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 15/2019

    A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 27/2019

    A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 24/2019

    A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 17/2019

    A heimili aldraðra, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 21/2019

    A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 14/2019

    A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 26/2019

    A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 23/2019

    A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 20/2019

    A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 16/2019

    A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 28/2019

    A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 25/2019

    A dvalarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 22/2019

    A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 19/2019

    A hjúkrunarheimili, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 20. desember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 18/2019

    A heimili aldraðra, hér eftir nefnt kærandi, kærði gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nr. 1240/2018, fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratrygginga Íslands, sem birtist í B-deild Stjórnartíðanda þann 21. desember 2018. Ráðuneytið vísaði kærunni frá.


  • 19. nóvember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 12/2019

    Kærð var málsmeðferð Embættis landlæknis á kvörtun sjúklings sem beindist að kæranda. Kærandi krafðist þess að viðurkennt væri að hinn óháði sérfræðingur sem landlæknir aflaði umsagnar frá hafi verið ófær um að sinna því hlutverki og þannig hafi málsmeðferð embættisins ekki staðist rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Hins vegar var þess krafist að viðurkennt væri að niðurstaða Embættis landlæknis hafi verið röng þar sem fullyrt hafi verið að kærandi hefði vanrækt læknisskyldur sínar. Ráðuneytið staðfesti málsmeðferð Embættis landlæknis og vísaði frá kæru á efnislegri niðurstöðu embættisins.


  • 14. nóvember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 9/2019

    Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um sérfræðileyfi í samfélagstannlækningum. Ráðuneytið felldi ákvörðun embættisins úr gildi og lagði fyrir stofnunina að taka mál kæranda til efnislegrar meðferðar að nýju að teknu tilliti til fyrirliggjandi gagna og þeirra sjónarmiða sem fram koma í úrskurðinum.


  • 14. nóvember 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 10/2019

    Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um starfsleyfi sem félagsráðgjafi. Ráðuneytið felldi ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir embættið að veita kæranda starfsleyfi sem félagsráðgjafi.


  • 18. október 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 11/2019

    Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ráðuneytið felldi úr gildi ákvörðunina og vísaði málinu til nýrrar málsmeðferðar að teknu tilliti til fyrirliggjandi gagna og þeirra sjónarmiða sem koma fram í úrskurðinum.


  • 09. september 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 8/2019

    Kærð var málsmeðferð Embættis landlæknis vegna meintra mistaka og vanrækslu auk ótilhlýðilegrar framkomu heilbrigðisstarfsmanna. Ráðuneytið taldi hvorki málsmeðferðarreglur 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu hafa verið brotnar né málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga og hafnaði kærunni.


  • 15. ágúst 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 7/2019

    Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um starfsleyfi sem sjúkraliði. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun embættisins.


  • 11. júlí 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 6/2019

    Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um starfsleyfi sem sálfræðingur. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun embættisins en lagði það fyrir embættið að leiðbeina kæranda um til hvaða úrbóta hún geti gripið til svo henni sé unnt að sækja á ný um starfsleyfi sem sálfræðingur.


  • 05. júlí 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 5/2019

    Kærð var ákvörðun Lyfjastofnunar um flokkun á vörunni CW Hemp Everyday Organic Virgin Olive Oil sem lyf í samræmi við ákvæði 2. mgr. 5. gr. lyfjalaga svo að hún þurfi markaðsleyfi. Kærandi krafðist þess að varan yrði heimiluð til innflutnings og sölu á almennum markaði sem fæðubótarefni. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun stofnunarinnar.


  • 14. júní 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 3/2019

    Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um útgáfu CCPS-vottorðs. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun embættisins.


  • 18. mars 2019 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 2/2019

    Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis dags. 21. febrúar 2017, um að synja kæranda um heimild til að kvarta á grundvelli 2. mgr. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007. Ráðuneytið felldi ákvörðun Embættis landlæknis úr gildi.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum