Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Rögnu Árnadóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2010-06-28 00:00:0028. júní 2010Ávarp í Fríkirkjunni 27. júní 2010

<p><em><strong>Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra<br /> Regnbogahátíð í Fríkirkjunni í tilefni gildistöku einna hjúskaparlaga<br /> 27. júní 2010</strong></em></p> <p><em><strong>-------------------<br /> </strong></em></p> <p>Í dag, á þessum alþjóðlega baráttudegi fyrir mannréttindum samkynhneigðra, taka gildi ein hjúskaparlög fyrir alla hér á landi. Nú eru allir jafnir fyrir lögunum þegar kemur að réttinum til að ganga í hjúskap, hvort sem þeir eru af gagnstæðu eða sama kyni.</p> <p>Þetta er brýn réttarbót og liður í að auka jafnræði og jafnrétti hér á landi. Víst er þetta stórt skref, en í rauninni samt svo sjálfsagt og eðlilegt framhald á þeirri þróun, sem þegar hefur orðið í að bæta réttindi samkynhneigðra þegar kemur að réttinum til fjölskyldulífs. Enda tók það Alþingi ekki nema örfáa mánuði að fjalla um og samþykkja þessar lagabreytingar.<br /> </p> <p>Þegar allt kemur til alls er ekki rökrétt að gera greinarmun á því hvort einstaklingar í hjúskap séu af gagnstæðu eða sama kyni. Rifjum upp sýn löggjafans á hjónabandið.</p> <p>Í skilningi laganna er hjúskapur fyrst og fremst borgaraleg stofnun. Löggjöf um hjúskap skilgreinir þetta viðurkennda sambúðarform á hverjum tíma og markar hverjir megi ganga í hjúskap og hver hjónavígsluskilyrði skuli vera. Þá er það löggjafans að ákveða hvaða réttaráhrif fylgja stofnun hjúskapar.<br /> </p> <p>Löggjafinn hefur styrkt þetta sambúðarform umfram önnur með vísan til &#160;þess að hjúskapurinn er ein af sterkustu grunnstoðum fjölskyldunnar í samfélaginu.</p> <p>Hjónabandið á sér djúpar rætur í löggjöf og menningu og eru grunnstoðir þess byggðar á gagnkvæmri ást, festu og varanleika. &#160;</p> <p>Því endurtek ég að það er sjálfsagt réttlætismál að tveir einstaklingar, sem játast tryggðum í gegnum hjúskap, geti gert það án tillits til þess hvort þeir séu af sama eða gagnstæðu kyni. Hvað er líka fallegra en að tveir einstaklingar játist ævitryggðum? Því ætti löggjafinn að standa í vegi fyrir því?</p> <p>Til hamingju með daginn.</p> <p>&#160;</p>

2010-05-19 00:00:0019. maí 2010Ávarp á fundi með foreldrum og aðstandendum samkynhneigðra, 19. maí 2010

<p><strong>Ragna Árnadóttir<br /> dómsmála- og mannréttindaráðherra<br /> </strong></p> <p><strong><strong>Ávarp á fundi með foreldrum og astandendum samkynhneigðra,<br /> 19. maí 2010</strong></strong></p> <p>-------------------<br /> </p> <p>&#160;Kæru fundargestir.</p> <p><span>Ég vil byrja kvöldið á að þakka ykkur fyrir að bjóða mér á ykkar fund, til að ræða frumvarpið um ein hjúskaparlög fyrir alla. Sem reyndar er efnislega í samræmi við ályktun félags ykkar sem beint var til Alþingis í desember 2005.</span><span>&#160;</span></p> <p>Og nú fimm árum síðar er það mér mikill heiður að fá að ræða þetta mál við ykkur, og vonast ég til þess að hér komi fram allar þær spurningar og þær athugasemdir, sem þið kunnið að hafa um málið. Því öll sjónarmið eru mikilvæg og þurfa að heyrast. Hér er ekkert undanskilið.</p> <p><span>En ég vil fyrst fara yfir efni frumvarpsins. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á nokkrum lögum, það er svokallaður bandormur og það er sjálft kannski ekki mjög læsilegt.</span><span>&#160;</span></p> <p>Innihaldið bætir samt fyrir þetta, en megin efnisbreytingarnar eru lagðar til á sjálfum hjúskaparlögum auk þess sem lagt er til að lög um staðfesta samvist verði felld á brott því þau verða óþörf.</p> <p>Rauði þráðurinn í þessari fyrirhuguðu lagasetningu er að koma á einum hjúskaparlögum, líkt og fram kemur í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna, en yfirlýsing er kveikjan að því að við réðumst í þetta verkefni nú.</p> <p><span>Í frumvarpinu er því lögð til sú meginregla að allir séu jafnir fyrir lögunum, hvort sem þeir eru af gagnstæðu eða sama kyni, þegar kemur að hjúskap.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Hér eftir gildi sú regla að tveir einstaklingar geti gengið í hjúskap óháð kynferði.</p> <p>Þetta er í rauninni stórt skref, þótt færa megi rök fyrir því að svo sé ekki<span>&#160;</span> lagalega. Við gerð frumvarpsins, <span>&#160;</span>sem var samið á vegum Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr að tilhlutan dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, var litið til þróunar réttinda samkynhneigðra á Íslandi. Þá var aflað upplýsinga um þróun löggjafar í öðrum löndum og þær leiðir sem farnar hafa verið þar til að heimila samkynhneigðum að stofna þar til hjúskapar. Einnig var tekið tillit til alþjóðlegra samninga sem Ísland er aðili að og mannréttindasjónarmiða.</p> <p><span>Hafa verður í huga að hjúskapur er fyrst og fremst borgaraleg stofnun. Löggjöf um hjúskap skilgreinir þetta viðurkennda sambúðarform á hverjum tíma og markar hverjir megi ganga í hjúskap og hver hjónavígsluskilyrði skuli vera. Þá er það löggjafans að ákveða hvaða réttaráhrif fylgja stofnun hjúskapar.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Löggjafinn hefur styrkt þetta sambúðarform umfram önnur með tilliti til þess að hjúskapurinn er ein af sterkustu grunnstoðum fjölskyldunnar í samfélaginu. Hjúskapurinn á sér djúpar rætur í löggjöf og menningu og segir í greinargerð með frumvarpinu að grunnstoðir hjónabandsins séu byggðar á hugmyndum um gagnkvæma ást, festu og varanleika.</p> <p><span>Því ætti löggjafinn með þetta í huga að gera greinarmun á því hvort einstaklingar í hjúskap séu af gagnstæðu eða sama kyni? Þessi spurning verður einkum áleitin þegar litið er til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað undanfarin ár í réttindum samkynhneigðra. Og í því sambandi er sú spurning áleitin hvort rétt sé að gera greinarmun á þeirri umgjörð sem löggjöfin skapar slíku borgaralegu sambandi – sambandi sem byggir á gagnkvæmri ást og trausti?&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p><span>En nú búum við að því að það er gerður slíkur greinarmunur í gildandi lögum.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Nú geta tveir einstaklingar af sama kyni stofnað til staðfestrar samvistar, en karl og kona geta stofnað til hjúskapar. Staðfesting samvistar hefur með tilteknum undantekningum sömu réttaráhrif og stofnun hjúskapar og gilda ákvæði laga um hjúskap því almennt um staðfesta samvist. Sá mismunur sem enn er á þessum tveimur sambúðarformum var réttlættur á sínum tíma með því að staðfest samvist þyrfti að festa sig í sessi sem viðurkennt sambúðarform og því væri réttast að fara hægt í sakirnar.</p> <p>En það var árið 1996 og því má leiða rök að því að þau rök sem sett voru fram fyrir því að hafa mun á þessu tvennu, hjúskap og staðfestri samvist, séu orðin úrelt, nú sé tími kominn til að löggjafinn festi enn frekar hjúskapinn í sessi sem sterkustu grunnstoð fjölskyldunnar í samfélaginu og það séu í raun grundvallarréttindi að fá að ganga í hjúskap. Ekki verði lengur við lýði sú mismunun sem núgildandi löggjöf hefur í för með sér gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að réttinum til að ganga í hjúskap. Þess vegna er lagt til að þessu verði breytt, þannig að enginn greinarmunur verði gerður á þessum sambúðarformum.</p> <p><span>Að auki er lagt til að lög um staðfesta samvist, nr. 87/1996, verði felld úr gildi, enda á ekki að vera gerður greinarmunur á þessum tvennum sambúðarformum eftirleiðis.</span><span>&#160;</span></p> <p>En þrátt fyrir afnám laganna, heldur gildi sínu staðfest samvist þeirra sem til slíks sambands hafa stofnað. En þeir sem eru í staðfestri samvist er frjálst að fá samvist sína viðurkennda sem hjúskap. Það gæti þá annaðhvort verið með þeim hætti að sameiginleg yfirlýsing verði send til þjóðskrár eða stofnað verði til hjúskapar fyrir presti, forstöðumanni skráðs trúfélags sem hefur vígsluheimild eða borgaralegum vígslumanni í samræmi við ákvæði hjúskaparlaga.</p> <p><span>Þar sem ekki er víst að allir þeir sem nú eru í staðfestri samvist óski eftir að skráningu á sambúðarformi þeirra sé breytt í hjúskap er í frumvarpinu kveðið á um að staðfest samvist hafi sömu réttaráhrif og hjúskapur og að ákvæði laga sem varða hjúskap og maka gildi um staðfesta samvist og einstaklinga í staðfestri samvist.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Í frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar á ýmsum öðrum lögum vegna þessara breytinga á hjúskaparlögunum og er gert ráð fyrir að lagður verði niður sá greinarmunur sem gerður hefur verið á annars vegar sambúð karls og konu og hins vegar sambúð einstaklinga af sama kyni í ýmsum lögum, enda þykir slík aðgreining ekki þjóna tilgangi frumvarpsins heldur fara gegn markmiðum þess.</p> <p>Þá er í 5. gr. frumvarpsins áfram gert ráð fyrir að einstaklingar í staðfestri samvist geti fengið meðferð og úrlausn mála sem varða samvistina fyrir dómstólum og stjórnvöldum hér á landi án tillits til atriða eins og búsetu og ríkisfangs. Þrátt fyrir þá þróun sem hefur orðið á þessu sviði víða um heim, eru rökin að baki rýmri lögsögu dómstóla og stjórnvalda hér á landi í þessum málum þau sömu og við setningu laganna um staðfesta samvist, þ.e. að samkynhneigðum geti reynst ómögulegt að fá úrlausn mála annars staðar en hér á landi. Þetta er því praktískt atriði sem verður að hafa í lögunum, þar sem þetta sambúðarform er ekki viðurkennt í sumum löndum og við verðum þá bara að horfast í augu við það. Og við gerum það með því að hafa þennan möguleika fyrir hendi, og var við samningu þessara reglna litið til sambærilegra reglna í Noregi.</p> <p>&#160;</p> <p>--- ooo OOO ooo ---</p> <p>&#160;</p> <p>En eins og okkur hér inni er kunnugt um kom upp umræða innan þjóðkirkjunnar í kjölfar þess að frumvarpið var lagt fram á þingi. Kom sú umræða mér nokkuð á óvart. Ég tek fram að ég tel að frumvarpið gefi ekki tilefni til þess að taka vígsluvaldið af prestum, en það er sjálfstæð ákvörðun trúfélaga ef þau vilja taka það vald alfarið af vígslumönnum og óháð því hvort þetta frumvarp nái fram að ganga eða ekki.</p> <p><span>Því það er alveg skýrt í frumvarpinu að ráð er gert fyrir því að vígslumanni geti áfram verið heimilt að synja um hjónavígsluna líkt og gildir nú um staðfesta samvist. Þetta er sérstaklega áréttað í athugasemdum við frumvarpið að ekki hvíli sú skylda á tilteknum kirkjulegum vígslumanni að framkvæma hjónavígslu.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Enn síður gefur frumvarpið tilefni til þess að taka það afdrifaríka skref að skilja að ríki og kirkju. Það er algerlega sér umræða sem verður einnig að taka mið af raunveruleikanum hvað varðar samninga ríkis og kirkju; það er flókið samband.</p> <p>&#160;</p> <p>--- ooo OOO ooo ---</p> <p>&#160;</p> <p><span>En þetta voru þær meginbreytingar sem er að finna í frumvarpinu, þótt ég hafi að vísu stiklað á stóru. Vonandi gefst okkur nú tóm til þess að ræða einstök atriði sem þið kunnið að hafa skoðun á eða að hafa rekið augun í.</span><span>&#160;</span></p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p>Að lokum við ég segja þetta:</p> <p>&#160;</p> <p>Mörg skref hafa verið stigin í baráttu samkynhneigðra og margir lagt gott til á þeirri vegferð. Það var mér mikið ánægjuefni að geta sett fram þetta frumvarp og með því lagt mitt af mörkum til réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi. En eins og öll mannanna verk, þá er það ekki yfir gagnrýni hafið og því hlakka ég til að eiga við ykkur samræður um efni þess.</p> <p>&#160;</p>

2010-05-18 00:00:0018. maí 2010Ávarp á félagsfundi Félags um foreldrajafnrétti 18. maí 2010

<p><strong>Ragna Árnadóttir<br /> dómsmála- og mannréttindaráðherra<br /> Ávarp á félagsfundi Félags um foreldrajafnrétti<br /> 18. maí 2010</strong></p> <p><strong>--------</strong></p> <p>Komið þið sæl.</p> <p>Ég þakka ykkur fyrir að bjóða mér á þennan félagsfund - ég er þess fullviss að hann verður bæði áhugaverður og gagnlegur.</p> <p>Meðal fjölmargra verkefna dómsmála- og mannréttindaráðherra eru málefni sem Félag um foreldrajafnrétti hefur látið sig mikið varða um alllangt skeið, þ.e.a.s. málefni barna og foreldra.</p> <p>Það eru þó ekki málefni foreldra og barna í heild sinni sem heyra undir verksvið dómsmála- og mannréttindaráðherra heldur mál sem lúta að réttarstöðu barna, rétti þeirra gagnvart foreldrum og rétti og skyldum foreldra gagnvart barni, þ.e.a.s. barnarétturinn, auk ættleiðingarmála og svokallaðra brottnámsmála, en með því er átt við mál þegar barn er flutt með ólögmætum hætti milli landa.</p> <p>Málefni er lúta að barnavernd heyra á hinn bóginn ekki undir mitt ráðuneyti heldur Félags- og tryggingamálaráðuneytið.</p> <p><span>Eins og ykkur er kunnugt hefur barnarétturinn verið í þróun hér á landi á síðustu árum, eins og á öðrum Norðurlöndum. Ég veit að mörgum ykkar finnst líklega að þróunin hér á landi hafi verið allt of hæg - en þróun hefur engu að síður orðið.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Um þessar mundir er í ráðuneytinu unnið að framlagningu tveggja frumvarpa til breytinga á barnalögum. Annars vegar er um að ræða tillögur að breytingum á meðlagskerfinu í heild sinni&#160; – hins vegar tillögur að breytingum á ákvæðum barnalaga um forsjá, búsetu og umgengni.</p> <p><span>Þessi frumvarpsdrög voru samin af tveimur nefndum sem þáverandi dómsmálaráðherra skipaði, og hafa bæði verið kynnt á heimasíðu ráðuneytisins en ekki hefur verið ráðist í heildarendurskoðun barnalaga – en það er reyndar ekki mikið sem útaf stendur.</span><span>&#160;</span></p> <p>Eins og ég nefndi er verið að vinna að málum þessum í ráðuneytinu og frumvörpin hafa enn ekki verið lögð fram á Alþingi.<span>&#160;</span> Umfjöllun um þau er mislangt<span>&#160;</span> komin í ráðuneytinu, þannig er beðið er kostnaðarumsagnar fjármálaráðuneytisins vegna forsjárfrumvarpsins en meðlagsfrumvarpið hefur ekki verið sent fjármálaráðuneytinu til umsagnar.</p> <p><span>Frestir til að leggja fram frumvörp á vorþingi eru nú liðnir en ég á von á því að frumvörpin verði lögð fram nk. haust – en forsjárfrumvarpið hefur þegar verið kynnt í ríkisstjórn.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Ég ætla að stikla á stóru varðandi nýmæli þessara frumvarpa, en þó aðallega forsjárfrumvarpsins, enda er það nánast tilbúið til framlagningar, en geri svo ráð fyrir að við getum átt gagnlegar umræður um málið og svarað spurningum sem þið kunnið að hafa, en með mér eru Jóhanna Gunnarsdóttir, sem hefur unnið við þessi mál í ráðuneytinu og áður hjá sýslumanninum í Kópavogi, og Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmaður minn.</p> <p>Meðal helstu nýmæla forsjárfrumvarpsins er nánari afmörkun á hlutverkum foreldra. Þannig er gert ráð fyrir að nánar verði skýrt hvert sé inntak sameiginlegrar forsjár og hvaða ákvarðanir foreldri sem barn á lögheimili hjá hefur heimild til að taka.</p> <p><span>Nauðsynlegt þykir að afmarka þetta nánar ekki síst í ljósi þess að í frumvarpinu er lagt til að dómurum verði veitt heimild til þess að dæma sameiginlega forsjá en það er nýmæli.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Samhliða þeirri heimild er nauðsynlegt að fela dómurum heimild til að ákveða hjá hvoru barn á að eiga lögheimili og verður unnt að reka sérstakt mál þar að lútandi fyrir dómstólum.</p> <p><span>Ekki er á hinn bóginn lagt til í frumvarpinu að barn geti átt tvö lögheimili samtímis en það er lagt til að heimilt verði að ákveða umgengni í allt að 7 daga af hverjum 14.<span>&#160;</span> Þannig munu yfirvöld, undir sérstökum kringumstæðum,<span>&#160;</span> geta ákveðið fyrirkomulag sem felur í sér að barn dveljist að jöfnu hjá foreldrum.</span><span>&#160;</span></p> <p>Í frumvarpinu eru lagðar til töluverðar breytingar á ákvæðum um sáttaumleitanir.<span>&#160;</span> Lagt er til að tekin verði upp tvö ný úrræði í stað þeirrar sérfræðiráðgjafar sem er í gildandi lögum. Þannig muni sýslumenn geta boðið foreldum ráðgjöf í tengslum við forsjár-, lögheimilis- og umgengnismál með það að markmiði að leiðbeina foreldrum.<span>&#160;</span> Þessa ráðgjöf á eftir að útfæra í reglum sem ráðuneytið mun setja en gert er ráð fyrir að henni verið sinnt af sérfræðingum í málefnum barna og á stærstu embættum myndu slíkir sérfræðingar verða ráðnir til starfa.</p> <p>Til viðbótar þessu verður gert skylt að leita sátta með foreldrum áður en þeir geta krafist úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili og umgengni, þ. á m. dagsektir. Markmiðið með því er að reyna hjálpa foreldrum að ná samkomulagi um málefni barns svo ekki þurfi að koma til þess að yfirvöld ákveði hvernig málum skuli skipað. Það er álit flestra, eða allra, sem koma að þessum málum,&#160; að samkomulag foreldra um málefni barns, sé því fyrir bestu – og það sé til mikils að vinna að ná sáttum. Með því er auðvitað átt við raunverulegum sáttum en ekki málamynda samkomulagi, sem getur viðhaldið deilum og togstreitu foreldra.</p> <p><span>Eitt af nýmælum frumvarpsins er heimild til þess að úrskurða um umgengni til bráðabirgða en slíka heimild er ekki að finna í gildandi lögum. Þessu úrræði er m.a. unnt að beita þegar mál eru flókin og deilur miklar. Þá er hægt að ákveða umgengni meðan mál er til meðferðar í því skyni að reyna koma í veg fyrir langt tímabil án nokkurrar umgengni foreldris og barns. Þetta kann að verða mikilvægt.</span><span>&#160;</span></p> <p>Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og frumvarpið hefur að geyma mörg fleiri nýmæli.</p> <p><span>Við samningu forsjárfrumvarpsins hefur nefndin leitast við sameina ýmis sjónarmið - því það eru ekki allir sammála um hvaða leiðir eigi að fara í þessum málum.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Það eru t.d. ekki allir á þeirri skoðun að dómarar eigi að fá heimild til þess að dæma sameiginlega forsjá, þar sameiginleg forsjá krefst þess að foreldrar hafi samráð og samvinnu sín á milli.&#160; Þeir telja að slík samvinna eigi ávallt að byggja á vilja foreldra til samvinnu og hafa því efasemdir um lögfestingu þessara heimilda.</p> <p><span>Af hálfu nefndarinnar er ítarlega fjallað um þessi mál í athugasemdum með frumvarpinu og lögð áhersla á að við mat á því hvort dæma eigi sameiginlega forsjá þurfi að horfa til þess hvort líklegt er að foreldrar geti unnið saman að málefnum barnsins þannig að sameiginleg forsjá sér raunverulega til hagsbóta fyrir það.</span><span>&#160;</span></p> <p>Markmið barnalaga hefur aldrei verið að tryggja jafnrétti kynjanna. En markmið er á hinn bóginn að tryggja rétt barns til beggja foreldra - þannig að barnið njóti góðs af. Þetta markmið er mun skýrara í þeim frumvarpsdrögum sem nú liggja fyrir en áður – og helgast auðvitað af þeirri þróun sem orðið hefur.</p> <p><span>Aðalmarkmiðið hlýtur á hverjum tíma alltaf að vera að finna þær leiðir sem taldar eru gagnast sem best börnunum sem í hlut eiga&#160; – þannig að hagsmunir þeirra séu best tryggðir.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Það verður m.a. að koma málum þannig fyrir að foreldrar fái nauðsynlegt frelsi til þess að ákveða sjálfir málefni barna sinna, eftir því sem þeir telja réttast á hverjum tíma, en á sama tíma verður að tryggja leiðir til að leysa úr ágreiningi komi hann upp. Þetta tel ég að nefndinni hafi tekist býsna vel.&#160; Og ég er mjög ánægð með hversu ítarlegar athugasemdirnar eru með frumvarpinu og hvernig er leitast við að varpa skýru ljósi á mál, þannig að foreldrar og aðrir geta séð hvað býr að baki reglunum.</p> <p><span>Ráðuneytinu bárust ekki margar athugasemdir eftir að frumvarpið var kynnt á heimasíðu þess – en ítarlegasta og best unnu athugasemdirnar komu frá Félagi um foreldrajafnrétti.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Það hefur verið farið vandlega yfir athugasemdir félagsins og annarra í ráðuneytinu en það hafa á hinn bóginn ekki verið gerðar miklar breytingar á frumvarpinu í ráðuneytinu.</p> <p><span>Þegar allsherjarnefnd fær það til umfjöllunar verður frumvarpið formlega á hinn bóginn sent til umsagnar fjölmargra aðila og nefndin mun fjalla ítarlega um þær athugasemdir sem berast. Í kjölfarið mun svo koma í ljós hver er vilji löggjafans.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Ég hef hér að framan rætt nokkuð um það sem ég hef kallað forsjárfrumvarpið. Frumvarpið sem fjallar um breytingar á meðlagskerfinu er enn til skoðunar í ráðuneytinu og ekki hefur verið tekin afstaða til þeirra athugasemda sem hafa borist. Þær voru ekki margar – en þarfnast engu að síður skoðunar við. Ég mun hafa frekara samráð við nefndina sem samdi það vegna þessara athugasemda.</p> <p><span>En í meðlagsfrumvarpinu eru helstu nýmælin þau að ekki verður gert skylt að gera formlegan samning um meðlag t.d. við skilnað eða sambúðarslit – heldur geta foreldrar samið um hvernig þeir haga framfærslu barna sinna. Þeir geta t.d. ákveðið að hvort um sig framfæri barn án þess að komið til greiðslna frá einu foreldri til annars.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p><span>Eftir sem áður verður hægt að krefjast úrskurðar um meðlag ef ágreiningur rís. Í slíkum tilvikum er gert ráð fyrir að fjárhæð meðlags sé ákveðin með hliðsjón af kostnaði við framfærslu barns og tekjum foreldra, auk þess sem taka ber tillit til umgengni. Í frumvarpinu er miðað við að</span> <span>lágmarksframfærslukostnaður barns sé kr. 54.000.- sem skipta eigi&#160; milli foreldra í hlutfalli við tekjur þeirra eða aflahæfi.</span></p> <p><span>Þannig falla niður reglur og sjónarmið gildandi laga um lágmarksmeðlag og aukið meðlag.</span><span>&#160;</span></p> <p>En ég tel ekki tímabært að fara nánar út í þessa sálma að sinni. Þessi mál munu skýrast á næstunni.</p> <p>Ég hef þá lokið yfirferð minni um það sem er helst á döfinni hjá mér á sviði barnaréttarins og ítreka að þetta er auðvitað ekki tæmandi yfirferð – heldur hef ég stiklað á stóru.</p> <p>Vonandi get ég svo svarað þeim spurningum sem þið kunnið að hafa.</p> <p>&#160;</p>

2010-04-07 00:00:0007. apríl 2010Ávarp á málstofu á vegum HR og Almannaheilla, samtaka þriðja geirans

<p><em><strong>Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra<br /> Málstofa - þriðji geirinn - siðlegir starfshættir og ábyrgð stjórna<br /> 7. apríl 2010</strong></em></p> <p><em><strong>-----------------<br /> </strong></em></p> <p>Ágætu málstofugestir.</p> <p>Ég þakka fyrir þann heiður að vera með ykkur í dag.</p> <p>Breyttir tímar gefa okkur sannarlega tilefni til að líta í eigin barm og endurskoða öll okkar gildi. Hvernig við vinnum. Hvernig við komum fram við hvert annað. Hvernig við högum okkur í því samfélagi, sem við búum í.</p> <p>Eðlilegt er að slík endurskoðun kalli á umræður um hvaða hátterni sé æskilegt og hvað sé óæskilegt. Hvað sé siðlegt og hvað ósiðlegt.</p> <p>Ýmsar hátternisreglur eru bundnar í lögum og reglugerðum. Nú um stundir má greina ákveðna þróun í því sambandi, og á ég þar við ýmis lagafyrirmæli sem Alþingi hefur samþykkt í kjölfar hrunsins, eða eru til umræðu í þinginu. Þær hátternisreglur lúta til dæmis að bættum starfsháttum í viðskiptalífinu.</p> <p>Þá hafa verið unnar siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn stjórnarráðsins.Til að styrkja þær enn frekar hefur forsætisráðherra lagt fram frumvarp á Alþingi, en með því er fyrirhugað að festa siðareglurnar enn frekar í sessi, með því að gefa þeim lagastoð. Setning siðareglnanna og aukið vægi þeirra hefur verið talið mikilvægur liður í að endurreisa traust almennings til íslenska stjórnkerfisins.</p> <p>Umræða um siðareglur innan stjórnsýslunnar er reyndar ekki ný af nálinni. Ríkisendurskoðun gerði til dæmis árið 2003 býsna áhugaverða skýrslu um siðareglur í opinberri stjórnsýslu og má þar finna úttekt á því hvernig þessum málum er háttað í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. OECD hefur um nokkurt skeið lagt áherslu á að slíkar siðareglur séu settar og eru þær áherslur áberandi í tengslum við baráttuna gegn spillingu.</p> <p>Í þessu ljósi er mjög skiljanlegt að frjáls félagasamtök hugi að siðferði í sínum röðum. Þriðji geirinn gegnir mikilvægu hlutverki (og hver veit nema það hlutverk gæti orðið enn stærra í þeim efnahagsþrengingunum sem við göngum í gegnum nú en það er önnur umræða). Hvort sem hlutverkið er menningarlegt, félagslegt eða annað þá er ljóst að mjög æskilegt er að þriðji geirinn taki þátt í þeirri naflaskoðun sem þarf að fara fram hjá ríkisvaldinu og einkageiranum.</p> <p>Í þeirri naflaskoðun er það áleitin spurning, hvort við þurfum í raun siðareglur til að geta hagað okkur skikkanlega. Ég er þeirrar skoðunar að siðareglur séu nauðsynlegar. Þær eru nauðsynleg leiðsögn en þær mega þó ekki verða til þess að dómgreind okkar slævist og við treystum um of á siðareglur sem aðrir hafa sett okkur. Því þar sem siðareglum sleppir verðum við að treysta á dómgreindina.</p> <p>Þá tel ég nauðsynlegt að um siðareglur fari almenn umræða, eða að minnsta kosti meðal þeirra sem þær eiga að ná til, til þess að þær nái markmiði sínu. Þeir einstaklingar, sem eiga að fara að siðareglunum, þurfa að skilja þær og helst að vera þeim sammála. Við þurfum að skilja þörfina og ástæðuna fyrir því að við setjum okkur þessar reglur. Reglur á pappír einar og sér þjóna engum tilgangi ef ekki er farið eftir þeim og ef ekki er um þær almenn sátt.</p> <p>Ég óska Almannaheillum velgengni í framtíðinni. Það er mikilvægt að hafa öflug regnhlífarsamtök í þriðja geiranum sem ríkisvaldið getur leitað til og starfað með á tímum aukins samráðs. Ég hlakka til að sjá þau drög að siðareglum, sem kynnt verða hér á eftir, og óska þess að þær verði til gagns og okkur öllum hvatning til að gera betur.</p> <br /> <p><em><strong><br /> </strong></em></p>

2010-03-08 00:00:0008. mars 2010Ávarp á afmælisráðstefnu Stígamóta, 8. mars 2010

<h3><em>Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra</em></h3> <h3><em>Ráðstefna Stígamóta, 8. mars 2010</em></h3> <p>----------------------</p> <p>Komið þið sæl,</p> <p>Ég vil í upphafi óska Stígamótum hjartanlega til hamingju með stórafmælið. Það er gott að halda upp á slíkt tilefni og tilvalið tækifæri til að minna samfélagið á það öfluga starf sem innt er af hendi hjá Stígamótum. Við skulum hafa það hugfast að það hefði aldrei orðið að veruleika nema með fórnfúsu starfi öflugs hugsjónafólks, og óska ég þeim sérstaklega til hamingju með þennan áfanga.</p> <p>Og mér finnst það við hæfi að halda upp á afmælið með þeim hætti sem hér verður gert í dag. Vekja athygli á þörfu málefni. Stígamót hafa beitt sér í mörgum þjóðþrifamálum og nú er fókusinn settur á það, hve fá nauðgunarmál rata til dómstóla.</p> <p>Ég leyfi mér að fullyrða að það er skylda ríkisvaldsins að láta það málefni til sín taka, hvort sem það er löggjafinn, framkvæmdarvaldið eða ákæruvald, lögregla &#160;og dómstólar. Það hlýtur að vera okkum öllum áhyggjuefni hvers vegna málin eru svona fá þegar mun fleiri leita til Neyðarmóttöku og Stígamóta en kærð mál segja til um.</p> <p>Þetta er vitaskuld úrlausnarefni fyrir fleiri en ríkisvaldið, þetta er úrlausnarefni fyrir samfélagið í heild. Við verðum að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Tiltölulega óheftur aðgangur að klámi hlýtur að hafa sitt að segja, en rót vandans er kannski öllu dýpri og snýst ekki einungis um aðgang heldur líka eftirspurn. Því eftirspurn eftir klámi er sannarlega til staðar. Og hvað er þá klám? Er skilgreining hugtaksins lifandi – getur hún breyst eftir því sem neytandinn forherðist og þol hans eykst? Verðum við ónæmari fyrir þessu öllu saman eftir því sem afþreyingarefnið gengur lengra, svo sem í sjónvarpi og kvikmyndum? Og er það bara í lagi?</p> <p>Staða konunnar í þessu öllu saman er mjög umhugsunarverð en við skulum ekki gleyma því að það er staða karlsins einnig.</p> <p>En ég ætla ekki að gerast einn allsherjar siðapostuli hér í dag. Ég er einungis að vekja máls á nokkrum þáttum okkar samfélags sem ég tel að við ættum að skoða betur jafnframt því sem við hugum að því, hvað sé unnt að gera þegar búið er að fremja glæpinn.&#160;</p> <p>Eitt brýnasta úrlausnarefni okkar nú að finna saman leiðir til þess að bæta málsmeðferð kynferðisbrotamála.</p> <p>Okkur er það öllum hollt að endurskoða og endurmeta það kerfi og þær reglur sem við höfum sett okkur um meðferð og rannókn þessara mála, í ljósi reynslunnar. Því það má ekki verða þannig að kerfið tálmi, seinki eða jafnvel komi í veg fyrir að brot gegn svo mikilsverðum grundvallarréttindum rati fyrir dómstóla. Við sem samfélag höfum ekki efni á því að slíkt geti átt sér stað.</p> <p>Og við þurfum líka að bregðast við nýjum verknaðaraðferðum, því með nýrri tækni hafa skapast ný tækifæri til þess að brjóta gegn kynfrelsi karla og kvenna.</p> <p>Nýir möguleikar sem felast meðal annars í myndbirtingum á netinu, ærumeiðandi ummælum á heimasíðum, myndaskipti í símum. Slíkar hótanir og slíkar þvingunaraðferðir er nýr raunveruleiki í íslensku samfélagi og við eigum að búa yfir hugrekki til að horfast í augu við það að ef til vill eru þær reglur sem við búum við ekki undir hinn nýja raunveruleika búnar.</p> <p>Því er það mín skoðum að við eigum að leita til þeirra sem starfa að málaflokknum. Við eigum að heyra þeirra sjónarmið og skoðanir, og draga lærdóm og þekkingu af reynslu þeirra. Og spyrja okkur svo, hvernig getum við gert betur. Hvernig er unnt að búa lagaumhverfi og framkvæmdina þannig úr garði að við bætum okkur þegar kemur að rannsókn og saksókn í nauðgunarmálum.&#160; Það er stóra spurningin!</p> <p>&#160;</p>

2010-02-16 00:00:0016. febrúar 2010Skipun dómara og nýtt frumvarp þess efnis. Erindi flutt á hátíðarmálþingi Orators, félags laganema, 16. febrúar 2010

<h3><em>Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra</em></h3> <h3><em>Erindi á hátíðarmálþingi Orators í hátíðarsal Háskóla Íslands 16. febrúar 2010</em></h3> <br /> <p>Háæruverðuga grágás. Ágætu málþingsgestir.</p> <p>Í undirbúningi er nýtt frumvarp, þar sem gert er ráð fyrir breytingu á reglum um skipun dómara. Vil ég nota þetta ánægjulega tækifæri til að greina frá efni þess og þau álitaefni og spurningar, sem upp hafa risið við undirbúning frumvarpsins. Ég geri þó þann fyrirvara að frumvarpið hefur enn ekki verið lagt fram á Alþingi og er því enn svokölluð frumvarpsdrög.</p> <p>Umræðan um það, hvernig eða hver skuli skipa dómara, er ekki ný af nálinni. Það er skiljanlegt í ljósi þess mikilvæga hlutverks, sem dómarar gegna í okkar samfélagi. Dómendur fara með dómsvaldið sem er einn þátta ríkisvaldsins. Þótt stjórnskipan Íslands byggist á þrígreiningu ríkisvaldsins, svo sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrárinnar, þá eru mörkin á milli hinna þriggja þátta ekki ávallt skýr.</p> <p>Dómsvaldið er til að mynda háð löggjafarvaldinu um ákvörðun fjárveitinga sem gera dómsvaldinu aftur kleift að sinna hlutverki sínu. Þótt endanlegt fjárveitingavald sé í höndum Alþingis fer framkvæmdavaldið með mikilvægan þátt í gerð tillagna um fjárveitingar hverju sinni. Þannig verður dómsvaldið að reiða sig á skilning þeirra sem fara með löggjafarvald og framkvæmdarvald hverju sinni. Kom þetta glöggt fram í erindi Hæstiréttar frá 13. október 2009, þar sem vakin var athygli fjárlaganefndar Alþingis og dómsmálaráðuneytisins á því að ekki væri unnt að mæta sparnaðarkröfum áranna 2009 og 2010 nema með því að skerða verulega starfshæfni réttarins.</p> <p><span>Fór Hæstiréttur fram á það við fjárlaganefnd að fjárveitingar til réttarins yrðu <span>&#160;</span>hækkaðar frá því sem gert var ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010. Voru þetta viðbrögð réttarins við sparnaðartillögum ríkisstjórnarinnar, en <span>&#160;</span>sá niðurskurður var ekki ákveðinn í samráði við dómsvaldið, heldur var gert ráð fyrir að dómstólum var gert að spara líkt og öðrum opinberum stofnunum. Fór svo að fallist var á tillögur Hæstaréttar.</span><span>&#160;</span></p> <p><span>Það má af þessu tilefni velta fyrir sér í hvaða stöðu dómsvaldið er. Því er ætlað að hafa eftirlit með löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi á sama tíma og það er háð þessum sömu þáttum ríkisvaldsins um nægar fjárveitingar.</span><span>&#160;</span></p> <p>Hér ber þó að hafa í huga að ákvæði stjórnarskrárinnar tryggja hlutleysi dómenda í störfum sínum og að hér starfi sjálfstæðir og óháðir dómstólar. Réttarþróun undanfarinna áratuga hefur líka verið í þá átt að auka sjálfstæði dómstóla.</p> <p>Dómsmálaráðuneytið hefur þó haft ýmis afskipti af málefnum dómstóla í gegnum tíðina. Innri stjórnsýsla dómstólanna var í höndum dómsmálaráðuneytis allt þar til lög um dómstóla, nr. 15/1998, voru sett. Með þeim lögum var sett á stofn dómstólaráð sem fer með yfirstjórn stjórnsýslu héraðsdómstólanna, en þar á meðal er stjórnun fjárreiða þeirra og ákvarðanir um fjölda dómenda við hvern dómstól.</p> <p>Er þá eitthvað eftir í dómsmálaráðuneyti, sem varðar dómstóla? Jú, vissulega því dómsmálaráðherra skipar héraðsdómara að fengnu áliti dómnefndar og gerir tillögu til forseta Íslands um skipun hæstaréttardómara að fenginni umsögn Hæstaréttar. Auk þess hefur ráðherra með höndum skipun dómstjóra og dómstólaráðs, tímabundna setningu dómara og veitingu leyfis og lausnar dómara. Þótt dómstólalögin setji valdi ráðherra skorður í þessum efnum, hefur ráðuneytið ákveðnu hlutverki að gegna þegar kemur að starfsmannamálum dómstóla, bæði varðandi dómara og dómstjóra. Þessu til staðfestingar heitir ein skrifstofa ráðuneytisins dómsmála- og löggæsluskrifstofa. (Það má reyndar með réttu efast um að það sé við hæfi að spyrða saman dómsmál og löggæslumál með þessum hætti en þetta eru leifar frá gamalli tíð.)</p> <p>En er það heppilegt fyrirkomulag að ráðherra skipi dómara? &#160;Ef óhjákvæmilegt þykir að svo sé, er þá ef til vill rétt að setja ráðherra skorður við þá embættisathöfn?</p> <p>Ágætu málstofugestir, þessi álitaefni voru kjarni þeirra atriða, sem skoðuð voru í tengslum við þá endurskoðun á reglum um skipun dómara, sem ég ætla að kynna ykkur nú. Frumvarpið sem ég gat um í byrjun er samið af réttarfarsnefnd en það byggir á tillögum enn annarrar nefndar sem skipuð var í mars 2009. Í þeirri nefnd sátu Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem var jafnframt formaður nefndarinnar, Hákon Árnason hæstaréttarlögmaður og Ómar Hlynur Kristmundsson stjórnmálafræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Samhliða nefndinni var skipaður samráðshópur sem í sátu fulltrúar ASÍ, BHM, BSRB, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands.</p> <p>Hugsunin á bak við skipan bæði nefndar og sérstaks samráðshóps var sú að lagðar yrðu fram og mótaðar tillögur sem hlotið hefðu umræðu á breiðum grundvelli og að fulltrúar þeirra öflugu hagsmunasamtaka og stofnana, sem ég nefndi áðan, hefðu tækifæri til að hafa áhrif á tillögugerðina.</p> <p>Auk þess að hafa sér til ráðgjafar samráðshóp leitaði nefndin til annarra álitsgjafa, meðal annars úr hópi dómara, lögmanna og háskólamanna.</p> <p>Ég ætla hér að gera grein fyrir nokkrum lykilatriðum úr skýrslu nefndarinnar, sem starfaði undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur, og svo frumvarpinu sem samið var í framhaldinu á grundvelli skýrslunnar.</p> <p><strong>Í fyrsta lagi</strong> <span>er ekki &#160;gert ráð fyrir breytingu á þeirri tilhögun að dómsmálaráðherra skipi dómara. Hann fer því enn með (hið formlega) skipunarvaldið. Þó verði vald ráðherra takmarkað verulega með ákveðnum hætti eins og ég vík að hér á eftir.</span></p> <p>Það fyrirkomulag, að ráðherra skipi dómara, er ekki talið brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar á sviði mannréttinda. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur þó ekki verið talið æskilegt í réttarríki, að það sé á valdi eins pólitísks ráðherra að ákveða hverjir verði dómarar, og hafa út frá því spunnist hugmyndir um stofnun dómnefnda til að meta hæfi umsækjenda. Fram kemur í fyrrgreindri skýrslu nefndarinnar að í flestum vestrænum löndum eru það ríkisstjórnirnar sem tilnefna dómara að fengnu áliti dómnefnda. Það er síðan misjafnt hvaða gildi slík álit hafa við ákvörðunartöku ráðherra eða ríkisstjórna þegar til kastanna kemur.</p> <p>Aðrir möguleikar koma þó vissulega til greina; að dómarar séu kosnir af Alþingi eða þeir séu valdir af dómurunum sjálfum eða eitthvert sambland af öllum þeim leiðum sem nefndar hafa verið. Til dæmis var eftir síðustu aldamót í tvígang lagt fram þingmannafrumvarp um breytingu á skipun hæstaréttardómara, þess efnis að forseti Íslands skipaði hæstaréttardómara samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra að fengnu samþykki <sup>2</sup>/<sub>3</sub> hluta atkvæða á Alþingi.</p> <p>Þau sjónarmið hafa einnig verið nefnd að ef dómarar ættu valið sjálfir, kynnu þeir að líta frekar til samstarfsmanna sinna og þar með kynni dómarahópurinn að verða of einsleitur. Best fari á því að ábyrgðin sé hjá þeim sem sæki beint eða óbeint umboð sitt til þjóðarinnar. Með það í huga kæmi reyndar til greina að fela Alþingi einfaldlega að kjósa dómara. Slík skipan mála væri hins vegar algerlega á skjön við það sem gerist og gengur í okkar nágrannalöndum, en er þó samt ekki óþekkt</p> <p>Niðurstaða nefndarinnar var sú að ekki væri rétt að taka skipunarvaldið úr höndum dómsmálaráðherra, en að áliti dómnefndar yrði gefið stóraukið vægi. Ef ráðherra vill skipa annan umsækjanda í embætti dómara en dómnefndin hefur mælt með verði honum gert skylt að bera tillögu um skipun annars hæfs umsækjanda undir Alþingi.</p> <p>Þá kemur að þeirri spurningu hvort tiltekinn fjöldi alþingismanna þurfi að samþykkja val ráðherra eða hvort einfaldur meirihluti nægi. Tillaga nefndarinnar var að til þess þyrfti samþykki aukins meirihluta alþingismanna, eða ¾ hluta, og segir í skýrslunni að hér sé um nokkurs konar neyðarhemil að ræða. Líkur séu á því að það fæli ráðherra frá því að skipa ómálefnalega í embætti ef hann veit að Alþingi komi þá til sögunnar. Máli skipti hvernig málsmeðferð verði á Alþingi þannig að flokkspólitík komi sem minnst við sögu, eins og segir í skýrslu nefndarinnar.</p> <p><strong>Í frumvarpinu</strong> <span>er gert ráð fyrir að tillögum nefndarinnar sé fylgt að meginstefnu til. Ráðherra verði bundinn af áliti dómnefndarinnar, þótt hann hafi enn hið formlega skipunarvald. Þannig er lagt til í frumvarpinu að óheimilt sé að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliða öðrum. Þó megi víkja frá þessari reglu ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um að skipa annan nafngreindan umsækjanda. Þó er ekki gert ráð fyrir því í frumvarpinu að til þess þurfi samþykki aukins meirihluta á Alþingi, og er því gert ráð fyrir að nægilegt sé að tillaga ráðherra fái einfaldan meirihluta atkvæða þingmanna. Er þá horft til þess að áskilnaður um aukinn meiri hluta atkvæða yrði til þess að reglan yrði í reynd óvirk og hefði í för með sér að dómnefndin færi í reynd með veitingarvaldið en ekki ráðherra.</span></p> <p>Þegar litið er til nágrannaríkja okkar, þá eru í Danmörku og Noregi starfandi dómnefndir (eða tilnefningarráð) sem skipaðar eru fulltrúum dómara, lögmanna og almennings. Er hér komin fyrirmyndin að þeim tillögum sem gerðar eru um breytta skipan dómnefndarinnar í frumvarpinu. Í hvorugu landinu er þó gert ráð fyrir aðkomu þingsins með þeim hætti sem ég reifaði áðan.</p> <p>&#160;Í Danmörku hefur verið gengið út frá því að ráðherra geti ekki nema í algjörum undantekningartilvikum vikið frá tillögu dómnefndar og honum yrði þá rétt að hafa áður samráð við þá fastanefnd þjóðþingsins sem fjallar um málefni á sviði réttarfars.</p> <p>Í Noregi mælir dómnefndin með þremur umsækjendum, skipar þeim í röð eftir hæfni og rökstyður þá niðurstöðu en ríkisstjórnin er ekki bundin af henni. Í reynd mun það hinsvegar vera óhugsandi að ríkisstjórnin gengi gegn tillögum nefndarinnar.</p> <p><span>Þess ber að geta að í Svíþjóð eru stöður dómara við æðsta dómstól landsins ekki auglýstar, en ríkisstjórn ber ábyrgð á að skipa í þær. Er þetta vitaskuld ákaflega ógagnsætt skipunarferli en sýnir glögglega að um þessi atriði er ekki algjör samhljómur, ekki einu sinni á meðal norðurlandaþjóðanna.</span><strong>&#160;</strong></p> <p><strong>Í öðru lagi</strong> <span>er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að sömu reglur gildi um skipan hæstaréttardómara og héraðsdómara þannig að dómnefnd meti hæfni allra umsækjenda um dómaraembætti, eins og lagt var til í skýrslu nefndinnar. Þar með metur dómnefndin hæfni héraðsdómara, líkt og hún hefur gert hingað til, en einnig hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara.</span></p> <p><strong>Í þriðja lagi</strong> <span>verði fjölgað í þeirri dómnefnd sem ætlað er að skila ráðherra faglegu, rökstuddu mati um alla umsækjendur um dómaraembætti. Er í skýrslu nefndarinnar lagt til að hún verði skipuð dómurum, lögmanni og tveimur fulltrúum almennings. Fjölgun í dómnefndinni er rökrétt framhald þess að henni er gefið aukið vægi, eins og ég kom að hér áðan. Hinsvegar er það mjög snúið að finna út úr því, hvernig velja skuli fulltrúa almennings. Nefndin leggur til að fulltrúar almennings þurfi ekki að vera lögfræðingar en geti verið það. Tilgangurinn með því að þeir eigi sæti í nefndinni sé að fá víðara sjónarhorn; þeir eigi að hafa víðtæka þekkingu á samfélagsmálum og vera vel metnir borgarar. Þá megi ekki tilnefna á pólitískum grundvelli og gerir nefndin þá tillögu að þeir verði tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Mannréttindaskrifstofu Íslands eða öðrum hagsmunasamtökum.</span></p> <p>Í frumvarpi því, sem senn verður lagt fram, er gert ráð fyrir að fulltrúi almennings í dómnefndinni verði einn og að hann verði kosinn af Alþingi. Á það rætur að rekja til þess að ekki er hlaupið að því að finna meðal frjálsra félagasamtaka einhver ein samtök sem gætu talist samnefnari fyrir þau öll eða að minnsta kosti flest. Því sé tryggast að fela Alþingi að kjósa fulltrúa almennings. Í greinargerð með frumvarpinu segir að brýnt sé að vanda til þessa vals og að fulltrúinn verði ekki kosinn á pólitískum grundvelli. Einnig sé nauðsynlegt að hann hafi víðtæka þekkingu á samfélagsmálum og sé að öllu leyti vel metinn borgari. Slíkur áskilnaður er þó ekki gerður í sjálfum lagatextanum enda ákaflega matskennd atriði sem yrði hálf ankannaleg í lagatextanum.</p> <p>&#160;</p> <p>Ágætu gestir. Ég hef nú gert grein fyrir nokkrum lykilatriðum í væntanlegu frumvarpi til laga um breyting á lögum um dómstóla að því er varðar skipun dómara. Vonast ég til þess að frumvarpinu verði útbýtt á Alþingi í þessari eða næstu viku. Tíminn verður svo að leiða í ljós afdrif þess. Rétt er að árétta að lokum að hér er um að ræða mikilvægar reglur, sem lúta að einum þriggja þátta ríkisvaldsins. Það er því afar brýnt að sem víðtækust samstaða og sátt ríki um þær reglur sem gilda skipun í embætti dómara.</p> <p>&#160;</p> <br />

2010-01-04 00:00:0004. janúar 2010Predikun í Grensáskirkju á nýársdag 2010

<p><em><strong>Predikun í Grensáskirkju á nýársdag 2010<br /> Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra&#160;</strong></em></p> <p>---------------</p> <p>Gleðilegt ár.</p> <p>Ég þakka þann heiður að vera boðin hingað á nýársdag, á þeim tímamótum þegar liðna árið kveður og nýtt heilsar. Nýtt ár gefur fyrirheit – fyrirheit um hið ókomna, það sem við eigum í vændum. – Hvað eigum við í vændum? Það vitum við ekki.</p> <p>Óvissa getur vakið tilhlökkun en hún getur líka vakið kvíða og óróleika. Einkum nú vegna þeirra breytinga sem orðið hafa í íslensku samfélagi frá haustdögum 2008. Þeim breytingum er ekki lokið en í stað þess að þær verði til hins verra, eins og varð við bankahrunið, vinnum við að því að þær verði til hins betra. Við vinnum að því sem samfélag að koma okkur á réttan kjöl. En hlutirnir verða ekki samir – að minnsta kosti ekki í bráð. Yrði það eftirsóknarvert að hverfa aftur til góðærisins? Ef ekki, til hvaða tíma getum við sætt okkur við að hverfa? Til ársins 2001? Eða jafnvel 1995? Ef fregnir berast af því að lífskjör verði svipuð og árið 2001, þá lítur maður til baka og reynir að muna, hvernig var þetta nú aftur þá? Að hverfa aftur um nokkur ár, það er þó þolanlegt, eða hvað?&#160;</p> <p>Það sem ekki er hægt að hugsa sér er að við hverfum til þess tíma þegar fólkið í landinu bjó almennt við kröpp kjör. Hollt er að heyra frásögn þeirra sem eldri eru af því sem tíðkaðist hér áður fyrr – jafnvel svo seint sem á fjórða áratug síðustu aldar en ég ætla að rekja hér minningabrot frá tengdaföður mínum, Birni Jónssyni fyrrverandi skólastjóra, en hann fæddist árið 1932.</p> <p>Hann segir svo frá: ,,Þegar ég fæddist bjuggu foreldrar mínir í lélegum torfbæ norður í landi, á Ytra-Skörðugili í Skagafirði, fluttu þangað frá Glaumbæ vorið 1927. [...] [K]otið var vanrækt og niðurnítt. Eini nýtilegi húsakosturinn var 100 kinda fjárhús og heyhlaða, hvort tveggja nýleg torfhús, byggð með viðum úr gömlu kirkjunni í Glaumbæ. Annað þurfti að byggja upp frá grunni.</p> <p>Það var óskemmtilegt að flytja inn í þennan gamla og hrörlega torfbæ en ekki var um annað að ræða. Fyrst þurfti að bæta jörðina svo hægt væri að stækka búið, síðan að byggja yfir sig að nútímasið.“ Tilvitnun lýkur. Ný hús á þeim tíma voru byggð úr timbri eða steinsteypu – stundum torfi að einhverju leyti – og segir Björn þau alltaf hafa verið köld því að fólk hafi ekki kunnað að einangra þau og efnahagur hafi ekki leyft mikla upphitun.</p> <p>Ég vitna aftur til orða Björns sem lýsir aðstæðum almennt á þessum tíma: „[Þ]etta er fjórði áratugur 20. aldar. Mikill hluti þjóðarinnar býr enn í torfbæjum og allir eru fátækir. Kreppan mikla er í algleymingi um víða veröld. En menn eru vongóðir þrátt fyrir allt og trúa því að betri dagar séu í vændum.</p> <p>Þjóðfélagið er fátækt, fólk hefur til hnífs og skeiðar en fjarska lítið fram yfir það. Fátækt liðinna alda hefur innrætt þjóðinni seiglu og hörku. Hver og einn veit að hann verður að bjarga sér sjálfur, aðrir gera það tæpast fyrir hann svo viðunandi sé. Öryggisnet nútímans er óþekkt enn.</p> <p>Harðindi og áföll fyrri tíma eru mörgum í fersku minni. Áföllin í gamla daga voru oft sviplík: Fyrsta árið féll búfénaður úr hor, næsta ár dó fólk úr hungri. Spurningin var hvort það mannfall stæði lengur eða skemur. Þessi kröppu kjör höfðu alið upp í mönnum hörku og talsvert vægðarleysi við sjálfa sig, við málleysingja og þá sem minna máttu sín. Nú er heldur farið að rofa til og þá finnst mönnum þeir hafi efni á að fara betur með skepnur og koma mildilegar fram við börn og gamalmenni. Þeir eygja betri daga,“ segir Björn í frásögn sinni.</p> <p>Tilvitnunin í orð tengdaföður míns heldur áfram:</p> <p>„Og veðráttan fer batnandi! Það hlýnar heldur með hverju ári sem líður, eftir mikinn kulda í aldarbyrjun. Og það eru mörg nýmæli í gangi.</p> <p>Nú er verið að leggja veg frá Sauðárkróki fram í héraðið og hann lengist um fáeina kílómetra á hverju sumri. Verkinu miðar hægt því að allt er unnið með handverkfærum og ofaníburður er fluttur í veginn á hestvögnum.</p> <p>Nú þarf ekki lengur að flytja allar vörur á klakk, í kaupstað eða úr. Hjólið hefur verið tekið í notkun í Skagafirði! Menn fara ríðandi í kaupstaðinn eins og áður en nú teyma þeir ekki klyfjahesta í lest heldur vagnhest með kerru í eftirdragi. Sjálfsþurftarbúskapurinn er í fullu gildi. Sjálfstæði heimilisins byggist á að framleiða sjálft sem mest af nauðþurftum sínum. Að öðrum kosti gengur dæmið ekki upp.“</p> <p>Lýk ég nú tilvitnun í frásögn tengdaföður míns, Björns Jónssonar. Mér finnst ótrúlegt til þess að hugsa að hér er ekki farið lengra aftur í tímann en rúma sjö áratugi, og ótrúlegt til þess að hugsa hverju við höfum áorkað síðan hér á landi.</p> <p>Ég vil til gamans bæta því við að afi minn sagði mér frá því að þegar hann var ungur maður á vertíð í Eyjum veitti hann sér munað einu sinni í viku – hann keypti sér maltflösku á 11 aura. Hann hlakkaði alltaf til.<span>&#160;</span> Þetta var skömmu áður en tengdapabbi fæddist í torfkofanum. Mér þótti sem ung stúlka þessi frásögn afa míns ákaflega fjarstæðukennd – og þó hafði ég aldrei upplifað neitt góðæri.<span>&#160;</span> Ekki veit ég hvað nútímabörn segðu. Ætli þau segðu nokkuð.</p> <p>Vindum okkur því næst til ársins 2007, sem er orðið tákngervingur ágirndar og eyðslu. Veislan er í hámarki og margir standa í þeirri trú að þeir séu ríkir – af veraldlegum auði vel að merkja. Aðrir hafa það eins og venjulega. Sumum líður vel, öðrum illa eins og gengur. Lífið virtist vera svo auðvelt – alltaf jákvæðar fréttir af efnahagnum og genginu. Allt breyttist þetta í einni svipan á árinu 2008&#160; og það til hins verra. Þó hefur því verið fleygt að okkur líði þrátt fyrir allt betur nú en þá – ekki er ég dómbær á það en hef heyrt vitnað til frásagna um að nú eyði fólk meiri tíma með fjölskyldum sínum og við menningariðkun ýmiskonar. Börnin séu rólegri í skólanum og þeim virðist líða betur. Kjörin eru þó ekki þau sömu nú og fyrir tveimur árum og þau hafa rýrnað. Við þurfum þó ekki að sætta okkur við svipuð kjör og forfeður okkar og formæður, sem þurftu að búa í torfbæjum.</p> <p>Hugum þá að árinu 2010, sem er rétt að hefjast. Hvað sem góðærinu mikla líður og eftirleik þess er ljóst að við þurfum að takast á við framhaldið – við þurfum að huga að framtíðinni. Við höldum áfram okkar daglega lífi, hvort sem við súpum seyðið af bankahruninu eða sleppum fyrir horn. Öll verðum við þó að hafa hugfast að við, sem búum á þessu landi, búum hér saman og því eru örlög okkar samtvinnuð. Því eru aðstæður annarra okkur ekki óviðkomandi. Við búum hér &#160;saman í samfélagi við aðra og njótum stuðnings hvort af öðru. Við erum öll Guðs börn.</p> <p>Samhjálp og náungakærleikur koma í stað ágirndar og sérgæsku. Sanna sögur af samhjálp nú fyrir jólin að hér eru margar hjálpfúsar hendur, sem eru örugglega meira en tilbúnar að halda áfram að láta gott af sér leiða og munu sjálfsagt gera það. Einmitt vegna þess að örlög okkar eru samtvinnuð og við komum hvert öðru við.</p> <p>Við skulum líka hafa hugfast að það er í raun og veru fátt, sem hendir okkur, nýtt undir sólinni. Kynslóðirnar taka við ein af annarri og eiga sér kjölfestu í Guði, sem hefur verið okkur athvarf frá kyni til kyns svo ég vitni til Davíðssálma, ritningarlesturs dagsins. Þar segir:</p> <p>„Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert það þú, ó Guð. Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segir ,,Hverfið aftur þér mannanna börn“.“</p> <p>Maður getur ekki annað en fundið til smæðar sinnar. Það er reyndar mjög hollt öðru hverju.</p> <p>Kynslóðirnar koma og fara og því er mikilvægt að þær læri hver af annarri. Unga fólkið, sem þekkti hvorki óðaverðbólgu né gengishrun, unga fólkið sem fékk mikla peninga að láni, örvæntir og hefur kannski orðið fyrir áfalli í fyrsta sinn. Og fyrstu áföllin, þau eru allra verst. Því þá hefur maður enga reynslu til að byggja á sem segir að það sé hægt að komast yfir þau.</p> <p>Þarna hafa eldri kynslóðirnar afar mikilvægu hlutverki að gegna og segja frá því hvernig þær komust yfir erfiðleikana. Því eins og frásögn tengdaföður míns sýnir er frá mörgu að segja. Unga fólkið verður að fá leiðsögn um að það er hægt að komast yfir áföll, þótt útkoman á endanum sé kannski ekki alveg sú sem vonast var eftir.</p> <p>Það verður að gefa unga fólkinu von og trú. Við gefum vonina með því að vera jákvæð og líta björtum augum fram á veginn. Virðing fyrir hvert öðru er líka mikilvæg og við kennum ekki virðingu nema sýna hana sjálf – auk þess verðum við líka að haga okkur þannig að við verðskuldum virðinguna, það er augljóst.</p> <p>Við verðum að gefa unga fólkinu, og hvert öðru í leiðinni, veganesti til að takast á við áföllin og þrek til að byggja upp að nýju. Það gerum við með því að stappa í þau stálinu.</p> <p>Nú má ekki skilja orð mín þannig að alltaf verði að gera gott úr öllu og breiða yfir vankantana. Reyndar þótti það kostur hér í eina tíð – að bera ekki tilfinningar sínar á torg. En það heyrir sögunni til. Við verðum líka að leyfa okkur að vera mannleg. Tilfinningar á borð við beiskju, fyrirlitningu og hatur eru mannlegar en kúnstin er sú að takast á við þær og leyfa þeim ekki að taka völdin. Veita verður orkunni á jákvæðari brautir.</p> <p>Ef við erum þjökuð <span>&#160;</span>af slíkum tilfinningum of lengi í eftirleik hrunsins getur það tafið fyrir endurreisninni. Því er uppgjörið svo nauðsynlegt. Það getur ekki farið fram fyrr en ljóst er hvað gerðist í aðdraganda hrunsins og hverjar orsakirnar voru. Uppgjörið fer þannig að hluta til fram opinberlega en það þarf líka að fara fram hið innra með hverjum og einum. Tengsl og þræðir liggja víða í íslensku samfélagi og gerir það okkur ef til vill erfiðara fyrir en ef um stórþjóð væri að ræða. Við getum þó notað nálægðina við hvert annað til að vinna að samheldni – það er mikill kostur. Við skulum horfa fram á við, hugsa um hag þjóðarinnar, um hag barna okkar og afkomenda í framtíðinni og leggja okkar ítrasta af mörkum til að byggja hér upp heilsteypt og gott samfélag, þar sem starfskraftar dugmikilla og heiðarlegra einstaklinga finna sér farveg. <span>&#160;</span>Við getum það saman.</p> <p>Við þá vinnu höfum við afar gott nesti – við höfum mjög gott meðal við slæmum tilfinningum, og það er trúin. Gott er að staldra við og hugleiða hinn kristna boðskap – minnast kærleikans og umburðarlyndisins og alls þess góða sem trúin gefur okkur.</p> <p>Byrjum árið á því strax, nú á þessum dásamlega nýársdegi, og minnumst þess að þann dag fyrir löngu síðan var ungur sveinn látinn heita Jesús. Látum þá minningu gefa okkur trúna, vonina og kærleikann og megi Guð gefa að þessar góðu tilfinningar fylgi okkur út í daginn og efli okkur til góðra verka í framtíðinni sem bíða okkar.</p> <p>Ég óska ykkur farsældar og guðs blessunar.</p> <p>&#160;</p>

2009-12-14 00:00:0014. desember 2009Ræða flutt hjá Lögreglufélagi Reykjavíkur 14. desember og Lögreglufélagi Suðurlands 16. desember 2009

<p>&#160;</p> <p><em><strong>Ræða flutt á fundi með Lögreglufélagi Reykjavíkur 14. 12. og Lögreglufélagi Suðurlands 16. 12. 2009<br /> Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra</strong></em></p> <p>-------------</p> <p>Fundarstjóri – ágætu lögreglumenn.</p> <p>Ég þakka fyrir tækifærið að upplýsa hvað líði vinnu ráðuneytisins við skipulagsbreytingar á lögregluembættum landsins, og fá að heyra sjónarmið ykkar. Eins og við höfum öll orðið vör við þá er þetta tímafrek vinna og nauðsynlegt að vanda til verka því að endurskipulagning sem þessi hefur áhrif víða í samfélaginu, ekki síst á landsbyggðinni, og mörg sjónarmið sem líta þarf til og huga að áður en skrefin eru stigin í átt til sameiningar.</p> <p>Eins og þið þekkið hefur starfshópur sem ég skipaði sl. sumar skilað skýrslu og drögum að frumvarpi til ráðuneytisins. Ég hef farið yfir niðurstöðurnar og tel að við séum með í höndunum mjög skynsamlegar tillögur um breytingar. Það er líka rétt að halda því til haga, að þessar tillögur ganga mjög í sömu átt og tillögur sem komið hafa fram áður og ég lít svo á að þetta sé í raun niðurstaða nær samfelldrar stefnumótunarvinnu sem hófst á árinu 2003 í tíð forvera míns. Ég tel að það sé til marks um að við séum á réttri leið hvað samhljómur er mikill á milli þessara niðurstaðna og þess sem áður hefur verið rætt og ritað um skipulagsmál lögreglunnar á undanförnum árum og misserum.</p> <p>Ég hef þegar kynnt skýrsluna í ríkisstjórn, en vil taka það skýrt fram að þar var málið lagt fram til kynningar en ekki ákvarðanatöku. Þá hef ég haft tækifæri til að kynna efni skýrslunnar og mínar hugleiðingar í því sambandi fyrir lögreglumönnum á Vesturlandi og Vestfjörðum, auk þess sem ég heimsótti Vestmannaeyjar á dögunum en það var reyndar fyrir útgáfu skýrslunnar. Þá hefur Haukur Guðmundsson sótt fund lögreglumanna á Austfjörðum og kynnt þeim efni skýrslunnar.</p> <p>Það er mikilsvert að fá tækifæri til að kynna efni tillagnanna sem fyrir liggja og heyra sjónarmið um þær.</p> <p>Ljóst er að vinna við að gera frumvarp til laga um breyting á skipulagi lögreglu er í fullum gangi. Auk þessara funda hef ég átt viðræður við ýmsa þá sem láta sig málefni lögreglu varða auk þess sem nánari úrvinnsla á einstökum tillögum starfshópsins fer fram í ráðuneytinu. Allt þetta miðar að því að frumvarpið verði vandað og vel undirbúið og að í því sé tekið á flestum þeim atriðum sem upp munu koma við umfjöllun Alþingis þegar þar að kemur, þótt aldrei verði fyrir öllu séð.</p> <p>Ég ætla ekki að telja upp tillögur starfshópsins enda geri ég ráð fyrir að þið þekkið þær. Þau atriði sem ég skoða einkum nú eru:</p> <p jquery1262622469482="41"><strong>Í fyrsta lagi</strong><span jquery1262622469482="20">. Tala lögregluembætta. Eins og þið munið hefur starfshópurinn lagt til að lögregluembættum verði fækkað úr 15 embættum í 6 embætti:</span></p> <p jquery1262622469482="43"><span jquery1262622469482="21">a. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.<br /> </span><span jquery1262622469482="22">b. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.<br /> </span><span jquery1262622469482="23">c. Lögreglustjórinn á Vesturlandi.<br /> </span><span jquery1262622469482="24">d. Lögreglustjórinn á Norðurlandi.<br /> </span><span jquery1262622469482="25">e. Lögreglustjórinn á Austurlandi.<br /> </span><span jquery1262622469482="26">f. Lögreglustjórinn á Suðurlandi.</span></p> <p>- Hér má minna á að í apríl 2008 skilaði nefnd, sem falið var að fylgjast með endurskipulagingu lögregluumdæma, áfangaskýrslu um mat á skipulagsbreytingunum 2007. Þar er lagt á ráðin um að umdæmin stækki enn frekar, það er utan höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Meðal annars er vitnað til bréfs frá yfirlögregluþjónum á Norðurlandi dags. 18. október 2007, þar sem lagt er til að lögreglulið á Norðurlandi verði sameinuð undir stjórn sérstaks lögreglustjóra. Meginröksemd yfirlögregluþjónanna er að meiri „slagkraftur“ yrði í sameinuðu lögregluliði undir yfirstjórn eins lögreglusjóra, sem hefði einvörðungu það verkefni að sinna rekstri og hagsmunum þessa lögregluliðs.</p> <p>Ég hef fengið sjónarmið bæði frá lögreglumönnum og sveitarstjórnarmönnum á Vesturlandi og Vestfjörðum að þeir hafi efasemdir um að sameinast með þeim hætti sem lagt er til í greinargerðinni. Ég tel hér að vega verði og meta kosti og galla beggja leiða. Hér vegast á landfræðileg eða byggðaleg sjónarmið annars vegar og styrkur lögregluliðsins hins vegar.</p> <p jquery1262622469482="44"><strong>Í öðru lagi</strong> <span jquery1262622469482="27">er til skoðunar hvort mörk svæðanna verði lögfest í stað þess að þau verði ákveðin í reglugerð. Aðsetur lögreglustjóra og lögreglustöðvar verði ákveðin með reglugerð að fenginni umsögn viðkomandi lögreglustjóra og sveitarstjórna.</span></p> <p>- Röksemdir eru hér bæði með og á móti. Það sem mælir með lögfestingu umdæmamarka er, að þá ríkir ekki um þau vafi. Í slíku fyrirkomulagi yrðu aðsetur lögreglustjóra og lögreglustöðva ákveðin með reglugerð. Í því efni verði tekið mið af niðurstöðum þess starfs, sem nú er unnið á vegum ríkisstjórnarinnar, við mótun stefnu um þjónustu á landsbyggðinni og framkvæmd hennar. Rannsóknardeild, ákærudeild og aðrir miðlægir þættir starfseminnar yrðu væntanlega til húsa á þeim stöðum. Á móti lögfestingu umdæmamarka má færa þau rök, að þá eru þau of ósveigjanleg og taka ekki mið af þörfum löggæslu á hverjum tíma.</p> <p>&#160;</p> <p jquery1262622469482="46"><span jquery1262622469482="28">&#160;</span><strong>Í þriðja lagi</strong> <span jquery1262622469482="29">þarf að velta fyrir sér hvort ráðherra skipi yfirmenn nýju lögregluembættanna að genginni auglýsingu. 1992 höfðu sýslumenn og dómarar forgang og þarf að athuga hvort svipaður háttur verði hafður á.</span></p> <p>- Annars vegar koma hér til álita sjónarmið um að skipanir í opinber embætti fari ekki fram án undangenginnar auglýsingar – ferlið sé opið og gagnsætt. Hins vegar verður að gæta vandlega að því að halda í kerfinu þeirri þekkingu sem þar er fyrir hendi, að hún glatist ekki.</p> <p>&#160;</p> <p jquery1262622469482="48"><span jquery1262622469482="30">&#160;</span><strong>Í fjórða lagi</strong> <span jquery1262622469482="31">vinnum við að því að móta tillögur um það hvenær lögin taki gildi og hvenær yfirmenn nýrra embætta taki formlega til starfa.</span></p> <p>- Eðlilegt er að skipað sé í stöður yfirmanna hinna nýju embætta nokkrum mánuðum áður en þau taka formlega til starfa, svo að þeim gefist tími til að undirbúa hina nýju skipan með ótvíræðu og lögmætu umboði.</p> <p>Afstöðu þarf að taka til þess hvenær hin eiginlega skipulagslega sameining með nýju skipuriti taki gildi.</p> <p>Þá þarf að taka afstöðu til reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar sem takið mið af fækkun yfirmanna. Hér er vísað til þess markmiðs með breytingunum að starfsstigum lögreglu sé breytt í því skyni að fækka yfirmönnum. Í því skyni yrði þó ekki einungis óhjákvæmilegt að breyta reglugerð heldur yrði einnig að huga að kjarasamningum lögreglumanna.</p> <p>&#160;</p> <p jquery1262622469482="50"><span jquery1262622469482="32">&#160;</span><strong>Í fimmta lagi</strong><span jquery1262622469482="33">. Starfshópurinn leggur til breytingar á verksviði ríkislögreglustjóra. Miðað er við að framkvæmd löggæsluverkefna færist frá embætti ríkislögreglustjóra til lögregluembætta eftir því sem hagkvæmt þykir. Verkefni á landsvísu verði falin einstökum lögregluembættum.</span></p> <p>Um þessar mundir vinnur ráðuneytið að gerð tillagna hér um í samráði við embætti ríkislögreglustjóra.</p> <p>- Með fækkun og stækkun lögregluumdæma er eðlilegt að bein löggæsluverkefni, sem hafa verið á verksviði ríkislögreglustjóra, flytjist til lögreglustjóra. Embætti ríkislögreglustjóra gegni hlutverki stjórnsýslustofnunar löggæslumála þannig að kæruleið sé tryggð í samræmi við stjórnsýslulög. Þá sinni embættið sérgreindum verkefnum á sviði öryggismála, það er alþjóðasamskiptum, greiningarverkefnum og yfirstjórn almannavarna. Embættið komi fram gagnvart ríkislögreglustjórum Norðurlanda og annarra ríkja auk Interpol. Auk þess beri embættið ábyrgð á samhæfingu starfa allra lögregluliða m. a. við framkvæmd&#160; einstakra löggæsluverkefna, sem krefjast þátttöku lögreglumanna úr fleiri en einu umdæmi.</p> <p>Til dæmis um verkefni á landsvísu, sem falin verði lögreglustjórum, má nefna yfirstjórn rannsókna,&#160; sérsveit lögreglu, landamæraeftirlit, fjarskipti og fíkniefnarannsóknir.</p> <p>&#160;</p> <p jquery1262622469482="52"><span jquery1262622469482="34">&#160;</span><strong>Í sjötta lagi.</strong> <span jquery1262622469482="35">Hvati skipulagsbreytinganna nú eru lækkaðar fjárveitingar, og því verður að gera lögregluembættunum betur kleift að mæta aukinni hagræðingarkröfu.</span></p> <p jquery1262622469482="54"><span jquery1262622469482="36">- Meginmarkmið breytinganna er þó að <em>efla og þróa faglega hæfni löggæslunnar um land allt, auka öryggi lögreglumanna og borgaranna og tryggja að sérhvert lögregluembætti geti annast sem flesta þætti löggæslu.</em></span><span jquery1262622469482="37">&#160;</span></p> <p jquery1262622469482="55">Auka verður samhæfingu og sveiganleika og tryggja grunnþjónustu<span jquery1262622469482="38">&#160;</span> og sýnileika lögreglu þrátt fyrir samdrátt í fjárveitingum.<span jquery1262622469482="39">&#160;</span></p> <p>Stjórnskipulag lögreglu verður einfaldara, miðlæg löggæsla og stoðþjónusta færð til einstakra lögregluembætta og dregið verður úr yfirbyggingu löggæslunnar til hagsbóta fyrir sýnilega löggæslu.</p> <p><br /> Hagræðingarkostirnir eru eftirtaldir:</p> <ul sizset="0" sizcache="1"> <li>Einfaldara stjórnskipulag, dregið úr stjórnunarkostnaði lögreglunnar og kostnaði við hverskyns rekstrarlega stoðþjónustu.</li> <li>Aukin sérhæfing og hæfni á ýmsum sérsviðum löggæslunnar. Veitir lögreglumönnum aukin tækifæri til að þróa og efla faglega færni.</li> <li>Krafta lögreglumanna nýttir með sveigjanlegum hætti á þeim sviðum sem mest þörf er á hverju sinni.</li> <li>Möguleikar lögreglunnar til að ráða við stór og vandasöm verkefni bættir.</li> <li>Sveigjanleiki í starfsskipulagi aukinn, t.d. með því að færa viðfangsefni sem ekki teljast eiginleg löggæsla frá lögreglumönnum til annarra.</li> <li>Bæta nýtingu húsnæðis og ýmiskonar tækjabúnaðar.</li> </ul> <p jquery1262622469482="56"><span jquery1262622469482="40">&#160;</span><strong>Næstu skref:</strong></p> <p>Að lokinni yfirferð á þeim atriðum sem ég hef nefnt verður tekin lokaákvörðun um efni breytinga á lögreglulögum.</p> <p>Drög að frumvarpi verði kynnt umsagnaraðilum áður en það verður lagt fram á vorþingi í endanlegum búningi.</p> <p>Verkefnisstjórn skipuð til að stjórna breytingaferlinu, samræma framkvæmd og styðja lögreglustjóra við að skipuleggja hin nýju embætti og koma þeim á laggirnar.</p> <p>Á breytingaferlinu er óhjákvæmilegt að huga sérstaklega að ráðstöfunum vegna fækkunar yfirmanna og annarrar röskunar á högum margra starfsmanna lögreglunnar.</p> <p>&#160;</p>

2009-12-13 00:00:0013. desember 2009Ávarp í Hafnarfjarðarkirkju

<p>&#160;</p> <h3><em>Ávarp í Hafnarfjarðarkirkju 13. desember 2009<br /> Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra</em></h3> <p>------------------</p> <p>Það er mér mikill heiður og ánægja að vera boðin hingað í Hafnarfjörðinn í kvöld í tilefni aðventunnar og jólanna, hátíðar gleði og friðar. Ég ákvað að nota þetta tækifæri til að líta upp úr daglegum verkefnum og láta hugann reika – að fílósófera um lífið og tilveruna, í stað þess að þylja yfir ykkur allt það sem við erum að gera í ráðuneytinu um þessar mundir. Ég á líka rætur mínar að rekja hingað í fjörðinn svo sem ég kem nánar að á eftir og því finnst mér vera við hæfi að vera persónulegri við ykkur en ég hefði kannski ella verið.</p> <p>Það er mjög hollt að líta uppúr dagsins önn eitt andartak. Ég hef reyndar sjaldan veitt mér þann munað á aðventu. Því valda langir vinnudagar og allt það sem maður þarf að gera fyrir jólin – áður en hendi veifað eru nokkrir dagar til jóla og ótal hlutir ógerðir. Ég heiti því á hverju ári að í þetta skipti skuli það vera öðruvísi – en ég á greinilega margt ólært því mér hefur enn ekki tekist að komast á það stig að undirbúa jólin í rólegheitunum.</p> <p>Á aðventu er samkennd og samhjálp í fyrirrúmi – vitaskuld ætti að vera svo allt árið um kring. Við ættum að strengja þess heit að halda áfram á þessari braut eftir hátíðarnar og láta það endast út árið. Margir eru hjálpar þurfi og enginn veit í raun hvort og hvenær hann þarf líka á hjálp að halda – við getum öll lent í áföllum.</p> <p>Kynslóðirnar eiga því að venjast núorðið að vera framar kynslóðinni á undan. Þeir, sem vaxið hafa úr grasi síðustu áratugina hafa almennt séð haft það betur en mamma og pabbi eða afi og amma. Ég verð reyndar að játa það, að þegar yfir okkur dundu jákvæðar fregnir af auknum hagvexti, þá velti ég því fyrir mér: Hvaðan kemur allur þessi hagvöxtur?</p> <p>Er það svo að heimurinn býr yfir ótakmarkaðri auðlegð – að það sé bara galdurinn að kalla hana fram? Af hverju voru menn þá ekki búnir að því fyrir löngu síðan?</p> <p>Nú kemur í ljós að öll þessi auðlegð var bara tilbúningur. Unga fólkið, sem þekkti varla annað en að fá jákvæðar fregnir af efnahagi landsins, örvæntir og hefur kannski orðið fyrir áfalli í fyrsta sinn. Og það er svo skrýtið við áföll, að fyrstu áföllin eru þau allra verstu. Því maður hefur enga reynslu til að byggja á sem segir manni að það sé hægt að komast yfir þau.</p> <p>Þarna hafa eldri kynslóðirnar mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Unga fólkið verður að fá leiðsögn um það, að það er hægt að komast yfir áföll, þótt útkoman á endanum er ekki alveg sú sem vonast var eftir. Leiðsögnin getur verið innan fjölskyldu, í kirkjunni eða annars staðar þar sem fólk á samskipti. Það er svo mikilvægt að missa ekki trúna á lífið og tilveruna. Jákvæðni er dýrmætur eiginleiki sem má ekki glatast.</p> <p>Ég hef verið svo lánsöm að hafa notið samvista við afa og ömmur sem sögðu mér frá liðinni tíð. Þótt öll séu þau nú gengin á braut enduróma margar reynslusögur í minningunni, sem kenna mér það, að nota allra reynslu til góðs. Það er ómetanlegt að heyra þá eldri segja frá reynslu sinni – hvað ungur nemur, gamall temur. Þetta verðum við öll að muna þegar kemur að okkur að segja frá.</p> <p>Þeir sem eldri eru geta sagt frá áföllum og hvernig við var brugðist. Áföll á borð við dauðsföll, eignamissi og hungur. Og nú vill svo til að ég ætla að segja ykkur sögu um áfall í Hafnarfirðinum árið 1912, en sagan gæti allt eins verið jólasaga.</p> <p>Langamma mín, Guðrún Árnadóttir, fædd árið 1879, var alin upp á Kjalarnesi og átti 9 systkin, 3 systur og 6 bræður, og voru þeir allir sjómenn.</p> <p jquery1262616147598="31" jquery1262622610421="31">Rétt fyrir aldamótin 1900 giftist hún Sigurði Jónassyni<span jquery1262616147598="20" jquery1262622610421="20">&#160;</span> og þau byrjuðu fljótlega að búa í <span jquery1262616147598="21" jquery1262622610421="21">&#160;</span>Ási hér við bæinn. Eignuðust þau 9 börn. Sigurður varð ekki langlífur og<span jquery1262616147598="22" jquery1262622610421="22">&#160;</span> drukknaði 1912 með kútter Geir. Stóð Guðrún þá <span jquery1262616147598="23" jquery1262622610421="23">&#160;</span>ein <span jquery1262616147598="24" jquery1262622610421="24">&#160;</span>uppi með stóran barnahóp í Ási, það yngsta var afi minn, Jónas Sigurðsson, þá <span jquery1262616147598="25" jquery1262622610421="25">&#160;</span>eins árs gamall. Slíkt áfall var gífurlegt en langt frá því að vera af óþekktri stærðargráðu á þeim tímum. Við Guðrúnu og börnum hennar blasti ekki björt framtíð; kjörin voru bágborin og hætta á að heimilið, án fyrirvinnu, yrði leyst upp.</p> <p jquery1262616147598="32" jquery1262622610421="32">Enda fór í framhaldi allur bústofninn á uppboð, og án bústofnsins yrði vonlaust fyrir fjölskylduna að búa saman að Ási. Þau tíðindi gerðust hins vegar að enginn mætti á uppboðið til að bjóða í bústofninn. Í fjölskyldu minni er almælt að þannig vildu Hafnfirðingar sýna <span jquery1262616147598="26" jquery1262622610421="26">&#160;</span>Guðrúnu og börnum hennar samhug í verki. Í framhaldinu gafst Guðrúnu <span jquery1262616147598="27" jquery1262622610421="27">&#160;</span>tími til að finna <span jquery1262616147598="28" jquery1262622610421="28">&#160;</span>ráð til að halda saman heimilinu.</p> <p>Þegar þrír bræður Guðrúnar drukknuðu síðar með &#160;togaranum Róbertson í Halaveðrinu þá tók hún ásamt seinni manni sínum Oddgeiri Þorkelssyni dóttur Björns bróður síns í fóstur í Ás. Guðrún stundaði alla tíð sinn búskap að Ási og tókst að sjá fjölskyldunni farborða.</p> <p>Börn Guðrúnar urðu allt dugnaðarfólk og synirnir allir þekktir sjómenn á sinni tíð. &#160;</p> <p>Þessi saga, um samhug í verki, finnst mér viðeigandi að rifja upp nú og einkar gaman að segja frá henni hér í firðinum.&#160;</p> <p jquery1262616147598="33" jquery1262622610421="33"><span jquery1262616147598="29" jquery1262622610421="29">&#160;</span><span jquery1262616147598="30" jquery1262622610421="30">Guðrún þótti vel gefin og vitur kona. Hún lést í hárri elli árið 1973 hér í bæ.</span></p> <p>Í blaðinu Hamri á jólunum 1967 á Guðrún Árnadóttir frá Ási þessi heilræði handa ungu fólki.</p> <p>„Því segi ég við þig unga stúlka, og þig ungi maður: Stundaðu nám þitt af kostgæfni og&#160; trausti á sjálfan þig, berðu virðingu fyrir kennurum þínum og yfirboðurum þínum – því þegar fram í sækir nýtur þú virðingarinnar sjálfur.“</p> <p>Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og árs og friðar.</p> <p>&#160;</p>

2009-12-11 00:00:0011. desember 2009Ávarp við brautskráningu úr Lögregluskóla ríkisins

<p>&#160;</p> <p>Skólastjóri lögregluskólans og annað starfsfólk, ágætu lögreglunemar, góðir gestir.</p> <p>Það er mér sérstök ánægja að ávarpa svo föngulegan hóp. Að ljúka námi og fá prófskírteini er alveg sérstök tilfinning og tímamót sem menn minnast alla ævi. Þetta er dýrmæt stund.</p> <p>Ég óska hinum ungu lögreglumönnum innilega til hamingju með árangurinn. Ég hvet ykkur til að horfa björt fram á veginn og láta ekki á ykkur fá þótt nú séu erfiðari aðstæður í þjóðfélaginu en undanfarin ár. Við eigum því vissulega að venjast, að kynslóðirnar vinni sig upp og hafi það ávallt betra en kynslóðirnar á undan. Erfitt er að sætta sig við að það verði öfugt um stund; að við þurfum að sætta okkur við að stíga skref til baka. Við skulum nota þau skref til að efla okkur og herða.</p> <p>Þið skulið muna, að eitt eigið þið nú, sem ekki verður frá ykkur tekið. Það er góð menntun. Eitt sinn var sagt að bókvitið verður ekki í askana látið. Nú efast fáir um að nám er til góðs, bæði einstaklingnum sem það stundar svo og samfélaginu í heild. Við erum mjög stolt af því námi, sem boðið er uppá í Lögregluskóla ríkisins. Þar er valinn maður í hverju rúmi og hefur skólinn á sér afar gott orð.</p> <p>Það er líka bráðnauðsynlegt að lögreglumenn séu vel menntaðir. Tilveran verður æ flóknari. Ekki nóg með að glæpastarfsemi taki sífellt á sig nýja mynd, heldur eru gerðar æ ríkari kröfur til stjórnkerfisins alls. Mikilvægt er að lögreglan hafi góða þekkingu á þeim kröfum og vandi sig í hvívetna í sínum vandasömu störfum. Valdið, sem lögreglu er fengið lögum samkvæmt, er mikið og verður að umgangast það af fagmennsku. Lögreglan hér á landi nýtur afar mikils trausts, og tel ég það ótvíræða viðurkenningu á því að hún vinnur störf sín af fagmennsku og natni.</p> <p>Það traust er ómetanlegt og gott veganesti fyrir okkur öll, sem í réttarvörslukerfinu vinnum. Við getum öll verið stolt af lögreglunni og getum öll notið þess að láta góðan árangur hennar lyfta okkur upp og vera okkur hvatning.</p> <p>Ekki má gleyma því að lögreglan er ein af grunnstoðum okkar samfélags og almenn löggæsla er mjög mikilvæg. Í því ástandi sem skapaðist í upphafi ársins varð auðsýnilegt hvernig lögreglan myndaði hlíf um lýðræðislegt stjórnarfar. Þegar margir eiga um sárt að binda og reiði og heift kraumar er nauðsynlegt að halda uppi lögum og reglu. Á eitthvað verður fólk að geta treyst, og það treystir lögreglu. Það hlýtur því að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir ykkur glæsilegu lögregluefni að slást í þann góða hóp, sem fyrir er.</p> <p>Þið spyrjið ykkur örugglega, hverjir eru mínir atvinnumöguleikar? Það er mjög skiljanleg og nærtæk spurning. Okkur í ráðuneytinu er atvinnuástand meðal lögreglumanna ofarlega í huga. Við höfum áhyggjur af því að í niðurskurðinum þurfi að fækka störfum og hefur slík fækkun reyndar þegar átt sér stað. Ég fullvissa ykkur um, að við sjáum eftir hverjum einasta ungum lögreglumanni, sem þarf frá að hverfa og leitum því allra leiða til þess að standa vörð um starfsöryggi lögreglumanna þó að staðan sé þröng.</p> <p>Við okkur blasir það úrlausnarefni, að nota minnkandi fjárheimildir eins vel og framast er unnt. Við höfum tekið þann pól í hæðina, að best sé að stækka stofnanaeiningar innan löggæslunnar til þess að gera þeim betur kleift að mæta sparnaðarkröfum. Við viljum standa vörð um hina almennu löggæslu á kostnað yfirbyggingar. Því hugum við nú að skipulagsbreytingum á lögreglunni í landinu til þess að vera betur í stakk búin til að takast á við niðurskurð komandi ára.</p> <p>Flatur niðurskurður væri vissulega einfaldasta leiðin fyrir ráðuneytið. Við myndum einfaldlega fela lögreglustjórunum sjálfum að skera niður um 10% á næsta ári. Það kæmi þá í hlut einstakra forstöðumanna að ná fram sparnaði.</p> <p>Slíkur flatur niðurskurður gæti vissulega gengið upp á einstökum stofnunum án þess að það bitnaði verulega á starfseminni þar sem embættin eru misjafnlega sett. Það er þó fyrirsjáanlegt að þetta myndi bitna harkalega á starfsemi þeirra flestra. Væntanlega yrðu það einkum lausráðnir starfsmenn sem yrðu fyrir uppsögnum, t.d. yngstu lögreglumennirnir.</p> <p jquery1262622589030="21">Þetta finnst okkur í ráðuneytinu ekki ásættanleg nálgun. Niðurskurður sem byggist á slíkri aðferðarfræði sem ég hef lýst er einfaldlega ekki forsvaranlegur. Honum hefur þegar verið beitt þetta ár, honum verður því miður beitt árið 2010 að einhverju leyti, en sú niðurstaða er fjarri því að vera góð. Því erum við af fullum krafti að skoða stækkun og fækkun lögregluembætta, auk breytts hlutverks ríkislögreglustjóra. Grunnurinn að þeirri vinnu er greinargerð starfshóps, sem ég skipaði síðastliðið sumar, en það þekkið þið kannski. Ég vonast til að geta kynnt drög að frumvarpi um eða eftir áramót, sem yrði lagt fram á vorþingi 2010.</p> <p>Undanfarin ár hafa verið útskrifaðir fleiri lögreglumenn en áður. Við skulum þó halda því til haga að það vantaði menntaða lögreglumenn. Við þurfum líka að muna að við eigum 700 manna lögreglulið og því ekki þarf að reikna lengi eða horfa langt fram í tímann til að sjá að það er þörf fyrir þá sem útskrifast úr Lögregluskólanum.</p> <p>&#160;</p> <p>Ég hef lýst þeirri sýn minni að lögreglan þurfi fleiri almenna lögreglumenn og færri stjórnendur. Það er mikil viðkvæmni fyrir öllum breytingum, það er mannlegt og það skil ég fullvel, en þegar þessi glæsilegi hópur blasir við - er þá ekki einsýnt að við viljum frekar leggja áherslu á að njóta starfskrafta hans en að standa vörð um skipulag og stjórnendafjölda?</p> <p>&#160;</p> <p>Ég óska ykkur öllum, aðstandendum og öllu starfsliði Lögregluskólans til hamingju með daginn.</p>

2009-11-26 00:00:0026. nóvember 2009Ræða á aðalfundi Lögreglustjórafélags Íslands

<p>&#160;</p> <p><em><strong>Ræða á aðalfundi Lögreglustjórafélags Íslands 26. nóvember 2009</strong></em></p> <p><em><strong>Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra</strong></em></p> <p>-------------------</p> <p>Fundarstjóri – ágætu lögreglustjórar</p> <p>Ég vil þakka fyrir að fá að ávarpa þennan fund. &#160;</p> <p>Ég ætla að nota tækifærið og upplýsa hvað líði vinnu ráðuneytisins við skipulagsbreytingar á stofnunum lögreglustjóra og sýslumanna. Eins og við höfum öll orðið vör við þá er þetta tímafrek vinna og nauðsynlegt að vanda til verka því að endurskipulagning sem þessi hefur áhrif víða í samfélaginu, ekki síst á landsbyggðinni, og mörg sjónarmið sem líta þarf til og huga að áður en skrefin eru stigin í átt til sameiningar.</p> <p>Eins og þið þekkið hefur starfshópur sem ég skipaði sl. sumar skilað skýrslu og drögum að frumvarpi til ráðuneytisins. Ég hef farið yfir niðurstöðurnar og tel að við séum með í höndunum mjög skynsamlegar tillögur um breytingar. Það er líka rétt að halda því til haga, að þessar tillögur ganga mjög í sömu átt og tillögur sem komið hafa fram áður og ég lít svo á að þetta sé í raun niðurstaða nær samfelldrar stefnumótunarvinnu sem hófst á árinu 2003 í tíð forvera míns. Ég tel að það sé til marks um að við séum á réttri leið hvað samhljómur er mikill á milli þessara niðurstaðna og þess sem áður hefur verið rætt og ritað um skipulagsmál lögreglunnar á undanförnum árum og misserum.</p> <p>Ég hef þegar kynnt skýrsluna í ríkisstjórn, en vil taka það skýrt fram að þar var málið lagt fram til kynningar og umræðu. Þá hef ég haft tækifæri til að kynna efni skýrslunnar og mínar hugleiðingar í því sambandi fyrir lögreglumönnum á Vesturlandi og Vestfjörðum, auk þess sem ég heimsótti Vestmannaeyjar á dögunum en það var reyndar fyrir útgáfu skýrslunnar. Þá hefur Haukur Guðmundsson sótt fund lögreglumanna á Austfjörðum og kynnt þeim efni skýrslunnar.</p> <p>Það er mikilsvert að fá tækifæri til að kynna efni tillagnanna sem fyrir liggja og heyra sjónarmið um þær. Ég hef mikinn áhuga á að hitta lögreglumenn á Suðurlandi og Norðurlandi til þess að ræða við þá einnig.</p> <p>Af þessu er ljóst að vinnsla á frumvarpi til laga um breyting á skipulagi lögreglu er í fullum gangi. Auk þessara funda hef ég átt viðræður við ýmsa þá sem láta sig málefni lögreglu varða auk þess sem nánari úrvinnsla á einstökum tillögum starfshópsins fer fram í ráðuneytinu. Allt þetta miðar að því að frumvarpið verði vandað og vel undirbúið og að í því sé tekið á flestum þeim atriðum sem upp munu koma við umfjöllun Alþingis þegar þar að kemur, þótt aldrei verði fyrir öllu séð.</p> <p><span>Þau atriði sem ég skoða einkum nú eru:&#160;</span><strong>&#160;</strong></p> <p><strong>Í fyrsta lagi</strong><span>. Tala lögregluembætta. Eins og þið munið hefur starfshópurinn lagt til að lögregluembættum verði fækkað úr 15 embættum í 6 embætti:</span></p> <p><span>a. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.<br /> </span><span>b. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.<br /> </span><span>c. Lögreglustjórinn á Vesturlandi.<br /> </span><span>d. Lögreglustjórinn á Norðurlandi.<br /> </span><span>e. Lögreglustjórinn á Austurlandi.<br /> </span><span>f. Lögreglustjórinn á Suðurlandi.</span></p> <p><span>- Hér má minna á að í apríl 2008 skilaði nefnd, sem falið var að fylgjast með endurskipulagingu lögregluumdæma áfangaskýrslu um mat á þeirri nýskipan lögreglumála, sem kom til framkvæmda 1. janúar 2007, þegar umdæmum var fækkað úr 26 í 15. Í skýrslunni er lagt á ráðin um, að umdæmin stækki enn frekar, það er utan höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, og meðal annars vitnað til bréfs frá yfirlögregluþjónum á Norðurlandi dags. 18. október 2007, þar sem lagt er til, að lögreglulið á Norðurlandi verði sameinuð undir stjórn sérstaks lögreglustjóra. Meginröksemd yfirlögregluþjónanna er, að meiri „slagkraftur“ yrði í sameinuðu lögregluliði undir yfirstjórn eins lögreglustjóra, sem hefði einvörðungu það verkefni að sinna rekstri og hagsmunum þessa lögregluliðs. Starfshópurinn, sem skipaður var 15. júní 2009 tók mið af þessum tillögum og einnig viðbrögðum við minnisblaði um endurskoðun lögreglulaga, sem þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra sendi til umsagnar 4. júlí 2008.</span><strong>&#160;</strong></p> <p>Skipting landsins í lögregluumdæmi ræðst af<span>&#160;</span> hefðbundinni fjórðungaskiptingu.<span>&#160;</span> Stjórnskipulega verði Lögregluskóli ríkisins sjöunda lögreglustjóraembættið.</p> <p><span>&#160;</span><span>Ég hef fengið sjónarmið bæði frá lögreglumönnum og sveitarstjórnarmönnum á Vesturlandi og Vestfjörðum að þeir hafi efasemdir um að sameinast með þeim hætti sem lagt er til í greinargerðinni. Ég tel hér að vega verði og meta kosti og galla beggja kosta. Hér vegast á landfræðileg eða byggðaleg sjónarmið annars vegar og styrkur lögregluliðsins hins vegar.</span></p> <p>&#160;</p> <p><strong>Í öðru lagi</strong><span>. Mörk svæðanna verði lögfest í stað þess að þau verði ákveðin í reglugerð.&#160; Aðsetur lögreglustjóra og lögreglustöðvar verði ákveðin með reglugerð að fenginni umsögn viðkomandi lögreglustjóra og sveitarstjórna.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>- Til að ekki ríki vafi um umdæmamörk er eðlilegt að ákveða þau með lögum. Á hinn bóginn skal ákveða aðsetur lögreglustjóra og lögreglustöðva með reglugerð. Í því efni verði tekið mið af niðurstöðum þess starfs, sem nú er unnið á vegum ríkisstjórnarinnar, við mótun stefnu um þjónustu á landsbyggðinni og framkvæmd hennar. Rannsóknardeild, ákærudeild og aðrir miðlægir þættir starfseminnar yrðu væntanlega til húsa á þeim stöðum.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Í þriðja lagi</strong><span>. Velta þarf fyrir sér hvort ráðherra skipi yfirmenn nýju lögregluembættanna að genginni auglýsingu. 1992 höfðu sýslumenn og dómarar forgang og þarf að velta fyrir sér hvort svipaður háttur verði hafður á.</span></p> <p>- Hér verður að hafa í huga ítrekuð tilmæli umboðsmanns Alþingis um skipan í opinber embætti. Því verður að huga vel að því hvort ný embætti lögreglustjóra og stöður yfirmanna við hin sameinuðu embætti verði auglýst laus til umsóknar.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Í fjórða lagi</strong> <span>vinnum við að því að móta tillögur um það hvenær lögin taki gildi og hvenær yfirmenn nýrra embætta taki formlega til starfa.</span></p> <p>- Eðlilegt er, að skipað sé í stöður yfirmanna hinna nýju embætta nokkrum mánuðum, áður en þau taka formlega til starfa, svo að þeim gefist tími til að undirbúa hina nýju skipan með ótvíræðu og lögmætu umboði.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>&#160;Í fimmta lagi</strong> <span>þarf að taka afstöðu til þess hvenær hin eiginlega skipulagslega sameining með nýju skipuriti taki gildi. Þá þarf að taka afstöðu til reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar, sem takið mið af fækkun yfirmanna.</span></p> <p>- Hér er vísað til þess markmiðs með breytingunum, að starfsstigum lögreglu sé breytt í því skyni að fækka yfirmönnum. Í því skyni er þó ekki einungis óhjákvæmilegt að breyta reglugerð heldur verður einnig að huga að kjarasamningum lögreglumanna.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Í sjötta lagi</strong><span>. Löggæsluverkefni verði flutt frá embætti ríkislögreglustjóra til lögregluembætta eftir því sem hagkvæmt þykir, í samræmi við tillögur starfshópsins. Vinnsla einstakra löggæsluverkefni á landsvísu verði á hendi einstakra embætta.</span></p> <p>- Með fækkun og stækkun lögregluumdæma er eðlilegt að bein löggæsluverkefni, sem hafa verið á verksviði ríkislögreglustjóra flytjist til lögreglustjóra. Embætti ríkislögreglustjóra gegni hlutverki stjórnsýslustofnunar löggæslumála, þannig að kæruleið sé tryggð í samræmi við stjórnsýslulög. Þá sinni embættið sérgreindum verkefnum á sviði öryggismála, það er alþjóðasamskiptum, greiningarverkefnum og yfirstjórn almannavarna. Embættið komi fram gagnvart ríkislögreglustjórum Norðurlanda og annarra ríkja auk Interpol. Auk þess beri embættið ábyrgð á samhæfingu starfa allra lögregluliða m. a. við framkvæmd&#160; einstakra löggæsluverkefna, sem krefjast þátttöku lögreglumanna úr fleiri en einu umdæmi.</p> <p>Til dæmis um verkefn á landsvísu, sem falin verði lögreglustjórum, má nefna yfirstjórn rannsókna,&#160; sérsveit lögreglu, landamæraeftirlit, fjarskipti og fíkniefnarannsóknir.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Í sjöunda lagi.</strong> <span>Við sameiningu embætta og tilfærslu verkefna verði unnið skipulega að hagræðingu.</span></p> <p><span>&#160;-</span> <span>Við þær aðstæður, sem nú eru í fjármálum ríkisins er eðlilegt, að sparnaður og hagræðing séu leiðarljós við þessar breytingar á skipan lögreglumála.</span></p> <p>&#160;</p> <p><strong>Í áttunda lagi.</strong> <span>Leyfisveitingar sem nú eru í höndum lögreglustjóra verði færðar til embætta sýslumanna.</span></p> <p>- Þessi breyting liggur í hlutarins eðli, þegar skilið er á milli lögreglustjórnar og þess verkefnis sýslumanna að vera fulltrúar stjórnsýslu framkvæmdavaldsins í héraði.</p> <p><span>&#160;</span><strong>&#160;</strong></p> <p><strong>Markmið breytinganna er að:</strong></p> <p>1. Efla og þróa faglega hæfni löggæslunnar um land allt, auka öryggi lögreglumanna og tryggja að sérhvert lögregluembætti geti annast sem flesta þætti löggæslu.</p> <p><span>2. Auðvelda samhæfingu, auka sveigjanleika, tryggja grunnþjónustu og sýnileika, þrátt fyrir samdrátt í fjárveitingum.</span><span>&#160;</span></p> <p>3. Einfalda stjórnskipulag lögreglunnar.</p> <p><span>4. Færa miðlæga löggæslu og stoðþjónustu til einstakra lögregluembætta.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>5. Draga úr yfirbyggingu löggæslunnar til hagsbóta fyrir sýnilega löggæslu.</p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p>Nokkrar leiðir til <u>hagræðingar</u> auk þeirra, sem að ofan eru nefndar:</p> <ul> <li>Einfalda stjórnskipulag, draga úr stjórnunarkostnaði lögreglunnar og kostnaði við hverskyns rekstrarlega stoðþjónustu.</li> <li><span>&#160;</span><span>Auka sérhæfingu og hæfni á ýmsum sérsviðum löggæslunnar og veita lögreglumönnum aukin tækifæri til að þróa og efla faglega færni.</span></li> <li>Nýta krafta lögreglumanna með sveigjanlegum hætti á þeim sviðum sem mest þörf er á hverju sinni.</li> <li>Bæta möguleika lögreglunnar til að ráða við stór og vandasöm verkefni.</li> <li>Auka sveigjanleika í starfsskipulagi, t.d. með því að færa viðfangsefni sem ekki teljast eiginleg löggæsla frá lögreglumönnum til annarra starfshópa.</li> <li>Bæta nýtingu húsnæðis og ýmiskonar tækjabúnaðar.</li> </ul> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Næstu skref:</strong></p> <p>Dóms- og mannréttindaráðuneytið kynni þessar tillögur fyrir sveitarstjórnum, lögreglustjórum, sýslumönnum og lögreglumönnum.</p> <p><span>Að lokinni kynningu verði teknar lokaákvarðanir um efni breytinga á lögreglulögum.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Unnið verði að gerð fjárhagsramma um hin nýju embætti.</p> <p>Verkefnisstjórn skipuð til að stjórna breytingaferlinu, samræma framkvæmd og styðja lögreglustjóra við að skipuleggja hin nýju embætti og koma þeim á laggirnar.</p> <p>Á breytingaferlinu er óhjákvæmilegt að huga sérstaklega að rástöfunum vegna fækkunar yfirmanna og annarrar röskunar á högum margra starfsmanna lögreglunnar.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>Um sýslumenn.</strong></p> <p>Það hefur áður komið fram að það gangi ekki að stofna ný sameinuð lögreglulið án þess að endurskipuleggja þá fyrirkomulag sýslumannsembættanna um leið. Það mál hefur nú verið sett í þann farveg að Þorleifur Pálsson, fyrrverandi sýslumaður, hefur tekið að sér að vinna tillögu til ráðuneytisins að breytingum á skipan sýslumannsembættanna í landinu. Tillögurnar skulu miða að því að ná fram verulegri hagræðingu í rekstri embættanna, m.a. til að mæta þeirri hagræðingarkröfu sem við blasir.</p> <p>Tillögurnar munu verða í formi skýrslu þar sem farið er yfir helstu álitamál tengd þessum breytingum og afstaða tekin til þeirra. Jafnframt skal þar koma fram hve miklum sparnaði talið er unnt að ná fram með breytingunum og hvað þær kunni að kosta. Þá skal fylgja tillögunum lagafrumvarp með nauðsynlegum lagabreytingum en gert er ráð fyrir að þessar tillögur liggi fyrir í febrúar. Þorleifur mun ræða við alla sýslumenn vegna þessa verkefnis en auk þess hef ég óskað eftir tilnefningum sýslumannafélagsins og sambands íslenskra sveitarfélaga í ráðgjafarhóp sem mun verða Þorleifi til fulltingis við þetta verk. Þar mun jafnframt sitja Ásdís Ingibjargardóttir sem tengiliður við ráðuneytið.</p> <p>Þetta þýðir eins og þið þekkið manna best að við erum komin á fullt í flatan niðurskurð í fjárhagsáætlunum 2010. Það lítur út fyrir að það gangi eftir sem við hugðum – að þessi niðurskurður muni koma mishart niður en víða mjög hart. Við sjáum dæmi um að fækka þurfi lögreglumönnum á vöktum og láta lögreglumenn fara þegar um næstu áramót.</p> <p>Ég er á þeirri skoðun að við eigum að spara í yfirstjórn embættanna og bakvinnslu eins og unnt er í stað þess að láta niðurskurðinn bitna svona harkalega á sjálfri löggæslunni og kjarnastarfsemi sýslumannsembættanna. Ég held hins vegar að við þurfum að horfast í augu við að þetta er miklu meira langhlaup og minna spretthlaup en við hefðum kannski sjálf kosið. Ég hef að undanförnu átt fundi með lögreglumönnum og sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni og vonast til að geta haldið því áfram á næstu vikum. Ég þykist hafa fundið fyrir því á þessum fundum að þegar þessi mál eru rædd af yfirvegun, reynast langflestir hafa mikinn skilning á því að við eigum ekki að taka stjórnunarkostnað út fyrir sviga þegar við skerum niður útgjöld til þessara stofnana. Skilaboð mín til ykkar á þessum fundi eru því þau, að þessi endurskipulagning er enn í fullum gangi þótt breytingar hafi orðið á tímaramma frá upphaflegum áætlunum.</p> <p>&#160;</p>

2009-11-24 00:00:0024. nóvember 2009Ræða á fundi ungra jafnaðarmanna um mansal

<h2 align="center">Ræða á fundi ungra jafnaðarmanna, Hallveigarstíg 1, 24. nóvember 2009</h2> <h2 align="center">Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra</h2> <p> </p> <p>Ágæta samkoma,</p> <p> </p> <p align="left"><span>Það er mér mikil ánægja að vera hér með ykkur í dag þar sem markmiðið er að vekja athygli á því mikilvæga málefni sem mansal er.</span></p> <p> </p> <p>Mikil vitundarvakning hefur orðið í íslensku samfélagi um mansal undanfarnar vikur. Þannig hefur það vart farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með fjölmiðlum að mansal er staðreynd hér á landi líkt og í svo mörgum öðrum ríkjum heims. Þó Ísland sé mjög ákjósanlegt sem gegnumstreymisland fórnarlamba vegna landfræðilegrar legu sinnar milli Ameríku og Evrópu getum við ekki lokað augunum fyrir því að hér á landi fyrirfinnast einnig fórnarlömb mansals.</p> <p> </p> <p><span>Í fyrsta sinn er nú fyrir íslenskum dómstólum mál þar sem ákært hefur verið fyrir brot gegn 227. gr. a almennra hegningarlaga. Þá hefur lögreglan til rannsóknar mál þar sem talið er að mansal hafi átti sér stað með Ísland sem áfangastað fórnarlambsins en ekki viðkomuland eins og oftast er.</span></p> <p align="center">---</p> <p><span>Mansal</span> <span>er</span> <span>þekkt</span> <span>um</span> <span>allan</span> <span>heim</span> <span>og</span> <span>er það talið vera sú glæpastarfsemi sem er í hvað örustum vexti nú um stundir. Verslun með fólk í hagnaðarskyni er stórkostlegt brot gegn grundvallarréttindum og mannlegri virðingu þeirra sem fyrir verða.</span> <span>Það nútíma þrælahald sem í brotinu felst felur í sér ofbeldi, frelsissviptingu, blekkingu og misnotkun og er það yfirleitt tilkomið vegna fátæktar og atvinnuleysis í heimalandi en glæpirnir eru knúnir af eftirspurn á áfangastað. Fórnarlömbin eru gjarnan blekkt með loforðum um góða atvinnu erlendis sem síðan reynist ekki vera á rökum reist. Fórnarlamba mansals bíður oft vændi á vegum skipulagðra glæpasamtaka eða annars konar kynlífsþjónusta. Ánauð mansals getur einnig falist í nauðungarvinnu eða ólöglegu brottnámi líffæra. Að mati Alþjóðavinnumálastofnunarinnar eru að minnsta kosti 2.45 miljónir fórnarlamba mansals sem búa við misnotkun í hagnaðarskyni fyrir aðra og að um það bil 1,2 miljónir fórnarlamba séu seld árlega, bæði innan ríkis sem og þvert yfir landamæri.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þótt mansal sé yfirleitt tengt</span> <span>annarri</span> <span>skipulagðri</span> <span>alþjóðlegri</span> <span>glæpastarfsemi,</span> <span>svo</span> <span>sem</span> <span>ólöglegri</span> <span>verslun</span> <span>með</span> <span>vopn</span> <span>og</span> <span>eiturlyf,</span> <span>peningaþvætti</span> <span>og</span> <span>fjármögnun</span> <span>hryðjuverka sem starfrækt er af stórum, skipulögðum &ndash; oft alþjóðlegum &ndash; glæpahópum, geta gerendur</span> <span>þess einnig starfað einir eða</span> <span>í</span> <span>litlum</span> <span>hópum</span><span>. Því getur jafnvel verið þannig háttað að fórnarlambið sé upphaflega selt af einhverjum í nánustu fjölskyldu þess.</span> <span>Það einkennir mansal að fórnarlömb þess eru iðulega seld aftur og aftur á meðan þrælasalinn sér fram á hagnað af sölunni. Algengt</span> <span>er</span> <span>að</span> <span>fórnarlambið sjálft sé krafið um ýmis konar kostnað sem leiðir til þess að fórnarlambið festist í neti skuldar sem vex með hverri sölu með þeim afleiðingum</span> <span>að</span> <span>það nýtur</span> <span>sjaldnast</span> <span>nokkurs</span> <span>ábata</span> <span>sjálft.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í mansali felst fyrst og fremst brot gegn mannréttindum þess sem fyrir verður enda ógnar glæpurinn lífi og heilbrigði fórnarlambanna. Auk þessa grefur mansal undan réttarríkinu og stefnir í hættu menningarlegum, félagslegum og efnahagslegum stöðugleika ríkja. Starfsemi</span> <span>sem</span> <span>þessi</span> <span>virðir</span> <span>engin</span> <span>landamæri og er því mikilvægt fyrir sérhvert ríki að taka þátt í alþjóðasamvinnu á þessu sviði.</span> <span>Íslensk stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á baráttuna gegn mansali á alþjóðlegum vettvangi og þá helst á vettvangi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Evrópuráðsins. Á vegum ÖSE</span></p> <p><span>fer fram margþætt starf á sviði átakavarna og öryggismála auk eflingar mannréttinda og lýðræðis í aðildarríkjunum. ÖSE hefur á undanförnum árum markvisst eflt starfsemi sína gegn mansali með sértækri aðstoð við einstök aðildarríki, m.a. á sviði lagasamvinnu, fræðslu almennings og þjálfunar lögreglumanna og landamæravarða.</span> <span>Í þessu sambandi má einnig geta þess að</span> Ísland á fulltrúa í starfshópi Norðurlandanna og Eyrstrarsaltsríkja sem skipaður var árið 2002 til þess að vinna gegn mansali.</p> <p> </p> <p><span>Í</span> <span>matsskýrslu</span> <span>ríkislögreglustjóra</span> <span>á</span> <span>skipulagðri</span> <span>glæpastarfsemi</span> <span>og</span> <span>hættu</span> <span>á</span> <span>hryðjuverkum</span> <span>frá</span> <span>því í</span> <span>febrúar</span> <span>á þessu ári</span> <span>kemur fram að</span> <span>skipulögð</span> <span>vændisstarfsemi</span> <span>er staðreynd hér á landi og að</span> <span>starfsemin</span> <span>tengist</span> <span>oft</span> <span>fíkniefnaheiminum.</span> <span>Efnahagsörðugleikum</span> <span>og</span> <span>vaxandi</span> <span>atvinnuleysi</span> <span>fylgi</span> <span>sú</span> <span>hætta</span> <span>að</span> <span>slík</span> <span>starfsemi</span> <span>eflist</span> <span>hér</span> <span>á</span> <span>landi.</span> <span>Ennfremur kemur fram í skýrslunni að</span> <span>grunur</span> <span>um</span> <span>mansal</span> <span>á</span> <span>Íslandi</span> <span>hafi</span> <span>löngum</span> <span>verið</span> <span>tengdur</span> <span>nektardansstöðum</span> <span>og</span> <span>vændi og að</span> <span>Ísland</span> <span>virðist</span> <span>einkum</span> <span>vera</span> <span>gegnumstreymisland</span> <span>hvað</span> <span>varðar</span> <span>smygl</span> <span>á</span> <span>fólki.</span></p> <p> </p> <p><span>Þau</span> <span>tilvik</span> <span>sem</span> <span>benda</span> <span>til</span> <span>mansals</span> <span>hér á landi</span> <span>eru</span> <span>flest</span> <span>tengd</span> <span>kynlífsþjónustu</span> <span>og</span> <span>í</span> <span>einhverjum</span> <span>tilfellum</span> <span>nauðungarvinnu</span><span>. Ekki eru þekkt dæmi þess að Ísland sé upprunaland fórnarlamba mansals.</span></p> <p align="center"><span>---</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Hins síðustu ár hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana af hálfu hins opinbera til þess að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mansali.</span></p> <p> </p> <p>Má þar <em>í fyrsta lagi</em> ber hér að nefna þá breytingu sem gerð var á hegningarlögunum árið 2003 þannig að við lögin bættist nýtt ákvæði, 227. gr. a, þar sem mansali var lýst sem sjálfstæðu broti. Með breytingunni var í fyrsta sinn í íslenskri löggjöf skilgreint hvað felst í mansali sem refsiverðri athöfn. Ég hef nú lagt fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á almennum hefningarlögum þar sem lagt er til að orðalag 227. gr. a verði fært til samræmis við 3. gr. Palermó bókunarinnar um mansal og 4. gr. Evrópuráðssamnings um aðgerðir gegn manasali, með nákvæmari hætti en nú er.<span> </span> Þá er í frumvarpinu einnig mælt fyrir um breytingar á hegningarlögunum sem ætlað er að stuðla að samræmi milli íslenskrar löggjafar og Palermó samningsins. Þá get ég einnig upplýst að í ráðuneytinu er nú unnið að gerð frumvarps um breytingu á lögum um útlendinga sem felur í sér rétt fórnarlamba mansals til dvalarleyfis í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Evrópuráðssamningnum um aðgerðir gegn mansali.</p> <p> </p> <p>Þá var einnig gerð mikilvæg breyting á hegningarlögunum í apríl á þessu ári þar sem kaup á vændi voru gerð refsiverð. Í ákvæðinu er það virt til þyngingar refsingunni ef greiðslu eða annars konar endurgjaldi er heitið fyrir vændi barns undir 18 ára aldri.</p> <p> </p> <p><em>Í öðru lagi</em> voru gerðar breytingar á skipulagi lögreglunnar árið 2007 sem ætlað var að gera lögregluna betur í stakk búna til þess að glíma við skipulagða glæpastarfsemi. Var m.a. komið á fót greiningardeild sem heyrir undir embætti ríkislögreglustjóra en <span>henni er ætlað að rannsaka landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggja mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi.</span> Þá á lögreglan í samstarfi við Norðurlöndin, Shengen ríkin og Bandaríkin á sviði löggæslu og starfar íslenskur tengifulltrúi ríkislögreglustjóra í höfuðstöðvum Europol í Haag.</p> <p> </p> <p>Í þriðja lagi má nefna að á árinu 2008 voru samþykkt ný lög um meðferð sakamála sem komu í stað laga um meðferð opinberra mála frá 1991. Með lögunum voru rannsóknarheimildir lögreglu í sakamálum styrktar.<span> </span></p> <p> </p> <p>Í fjórða lagi má nefna að í löggæsluáætlun fyrir árin 2007 til 2011 var gerð ákveðin forgangsröðun á verkefnum löggæslunnar og kemur þar fram að aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi séu þar einkar mikilvægar.</p> <p> </p> <p>Þrátt fyrir mikilvægi þeirra aðgerða sem ég hef nú lýst er ekki síður mikilvægt að stjórnvöld hafi markað sér ákveðna stefnu í þessum efnum og taki afstöðu til þessara brota.</p> <p><span> </span></p> <p>Félags-<span> </span> og tryggingamálaráðherra skipaði starfshóp um gerð aðgerðaráætlunar gegn mansali í janúar 2008. Var það hlutverk hópsins að fjalla um með hvaða hætti standa mætti að gerð og framkvæmd heildstæðrar áætlunar um aðgerðir gegn mansali á Íslandi. Hópurinn skilaði niðurstöðum um miðjan mars á þessu ári og Þann 17. mars samþykkti ríkisstjórn Íslands fyrstu aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn mansali. <span>Með aðgerðaáætluninni er staðfest sú skýra stefna stjórnvalda að berjast gegn þeim skelfilega glæp sem í mansali felst.</span> <span>Markmið</span> <span>aðgerðaáætlunarinnar</span> <span>er</span> <span>m.a.</span> <span>að</span> <span>koma</span> <span>betra</span> <span>skipulagi</span> <span>á</span> <span>þær aðgerðir</span> <span>sem</span> <span>nauðsynlegar</span> <span>eru</span> <span>til</span> <span>þess</span> <span>að</span> <span>koma</span> <span>í</span> <span>veg</span> <span>fyrir</span> <span>mansal</span> <span>hér</span> <span>á</span> <span>landi</span> <span>og</span> <span>að</span> <span>mansal</span> <span>verði</span> <span>rannsakað</span> <span>nánar.</span> <span>Ennfremur</span> <span>kveður áætlunin á um</span> <span>aðgerðir</span> <span>sem</span> <span>miða að</span> <span>forvörnum</span> <span>og</span> <span>fræðslu</span> <span>um</span> <span>málefnið</span> <span>sem</span> <span>og</span> <span>um</span> <span>aðstoð</span> <span>og vernd fórnarlambanna.</span> <span>Þá</span> <span>er</span> <span>áhersla</span> <span>lögð</span> <span>á</span> <span>aðgerðir</span> <span>sem</span> <span>miða að því</span> <span>að</span> <span>gerendur</span> <span>verði sóttir</span> <span>til</span> <span>saka.</span></p> <p><span> </span></p> <p>Ruth Pojman, varamansalsfulltrúi ÖSE, var tók þátt í opnum morgunverðarfundi um aðgerðir gegn mansali, en fundurinn var haldinn í samvinnu utanríkisráðuneytisins og dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins þann 30. október síðastliðinn. Bar hún lof á aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda, sem hún sagði vera ítarlega og innihalda þá þætti sem nauðsynlegir væru. Mikilvægast af öllu væri þó að áætluninni væri fylgt í framkvæmd. Minnti hún á að þeir sem standa að baki mansali væru skrefi á undan þeim sem berðust gegn því, og að ímyndunarafli hinna fyrrnefndu séu lítil takmörk sett þegar kemur að því að finna nýjar leiðir til að hneppa fólk í ánauð.</p> <p><span> </span></p> <p><span>Vinna samkvæmt aðgerðaráætluninni er þegar hafin. Þannig hefur Sérfræði-</span> <span>og</span> <span>samhæfingarteymi</span> <span>verið komið á fót en teyminu er ætlað að</span> <span>hafa</span> <span>yfirumsjón</span> <span>með</span> <span>mansalsmálum</span> <span>á Íslandi</span> <span>og</span> <span>tryggja</span> <span>að</span> <span>ætluðum</span> <span>fórnarlömbum</span> <span>mansals,</span> <span>þar</span> <span>á</span> <span>meðal</span> <span>börnum,</span> <span>sé</span> <span>veitt</span> <span>aðstoð,</span> <span>öruggt</span> <span>skjól</span> <span>og</span> <span>vernd.</span> <span>Aðild</span> <span>að</span> <span>teyminu eiga fulltrúar viðeigandi ráðuneyta, opinberra stofnana og frjálsra</span> <span>félagasamtaka. Meðal</span> <span>verkefna</span> <span>teymisins, eins og þeim er lýst í áætluninni, er fræðsla</span> <span>til</span> <span>fagstétta</span> <span>og</span> <span>opinberra</span> <span>starfsmanna</span> <span>sem</span> <span>aðkomu</span> <span>hafa</span> <span>að</span> <span>mansalsmálum,</span> <span>fræðsluherferð</span> <span>sem</span> <span>meðal</span> <span>annars</span> <span>hefur</span> <span>það</span> <span>að</span> <span>markmiði að</span> <span>koma</span> <span>í</span> <span>veg</span> <span>fyrir</span> <span>að</span> <span>ungir</span> <span>karlmenn</span> <span>gerist</span> <span>neytendur</span> <span>á</span> <span>kynlífsmarkaði. Teyminu er einnig ætlað að hafa yfirumsjón</span> <span>með</span> <span>rannsóknum</span> <span>og</span> <span>skráningu</span> <span>mansalsmála.</span> <span>Einnig má hér geta breytinga á hegningarlögum og lögum um útlendinga svo sem áður hefur komið fram.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Ágætu gestir</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Atburðir síðustu vikna hafa gert okkur öllum ljóst að Ísland getur verið áfangastaður fórnarlamba mansals líkt og hvert annað ríki í heiminum. Á þessum tíma hefur mikið reynt á lögregluna, félagsmálayfirvöld og frjáls félagasamtök. Hefur samvinna þessara aðila verið til fyrirmyndar og eiga þau öll skilið hrós og ekki síst þakkir fyrir.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Það er íslenskum stjórnvöldum mikilvægt að taka þátt í alþjóðlegri samvinnu sem miðar að því að uppræta þetta nútíma þrælahald sem öllum ríkjum heims stafar ógn af. Hvorki konur, menn né börn ættu að sæta ofbeldi og misnotkun öðrum til hagnaðar. Slíkt brot á grundvallarmannréttindum má aldrei líðast. Til þess að unnt verði að vinna bug á mansali þarf aukna fræðslu, vitundarvakningu meðal almennings og skilvirkt alþjóðlegt samstarf.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Það varðar okkur öll þegar brotið er gegn grundvallarmannréttindum og mannvirðingu einstaklinga með svo stórkostlegum hætti. Aldrei má gleyma að á bak við hvert brot leynist manneskja sem leiðst hefur út í ömurlegar aðstæður í leit að betra lífi.</span></p> <p><span><span> </span></span></p> <p><span>Mansal kemur okkur öllum við og er nauðsynlegt að við tökum fullan þátt í baráttunni gegn þessum skelfilegu glæpum.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p>Grein</p>

2009-11-20 00:00:0020. nóvember 2009Ræða á aðalfundi Dómarafélags Íslands

<h2 align="center"><span>Ræða á aðalfundi Dómarafélags Íslands í Iðnó 20. nóvember 2009</span></h2> <h2 align="center"><span>Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra</span></h2> <h2 align="center"></h2> <p>&nbsp;</p> <p><strong><span>Lögregla, ákæruvald, dómstólar, fangelsi: Aukin viðfangsefni í kjölfar bankahrunsins.</span></strong></p> <p><strong><span>Dómstólar og dómsmálagjald.</span></strong></p> <p><span>Í kjölfar bankahrunsins síðast liðið haust og þeirra efnahagslegu þrenginga sem við höfum gengið í gegnum, hafa stofnanir dómsmála- og mannréttindaráðuneytis mætt auknu álagi. Má segja að hér sé engin stofnun ráðuneytisins undanskilin, en ljóst er þó að í náinni framtíð muni dómstólar þurfa að takast á við aukinn málafjölda, í áður óþekktum mæli. Mun því verulega mæða á dómstólum, hvort heldur litið er til héraðsdómstólanna eða Hæstaréttar.</span></p> <p><span>Á þetta hefur verið bent af ýmsum aðilum og varað við þeirri þróun sem fyrirsjáanlega muni eiga sér sér stað innan dómstólanna. Þannig hafa Dómstólaráð, Hæstiréttur Íslands og Lögmannafélagið hafa lýst áhyggjum sínum af þessari þróun mála og þeirri fjölgun dómsmála<span>&nbsp;</span> sem fyrirsjáanleg er í náinni framtíð. Hefur dómsmálaráðuneytið því þurft að meta það hvernig bregðast megi við. Hér eru ekki til neinar töfralausnir; við erum á niðurskurðartímum og af hálfu ríkisstjórnar hefur verið gerð 10% hagræðingarkrafa til dómstóla. Fyrir var fjárhagi dómstólanna sniðinn afar þröngur stakkur.</span></p> <p><span>Meðal þess sem litið hefur verið til í ráðuneytinu, er hvort sjá megi fyrir væntanlega fjölgun dómsmála í náinni framtíð. Í því skyni var gerð mjög svo óformbundin og leyfi ég mér að segja, óhefðbundin, könnun hjá skilanefndum og slitastjórnum hinna föllnu banka, um hversu mörg ágreiningsmál vegna krafna kunni að koma frá þeim til dómstólanna í náinni framtíð.</span></p> <p><span>Þetta er brýnt, þar sem málsmeðferð slíkra mála er, eins og ykkur er eflaust kunnugt um, hröð og hraðari en almennt gildir um hefðbundin einkamál. Auk þess eru þau kæranleg til Hæstaréttar og sæta því ekki hefðbundinni áfrýjun. Það er því ástæða til þess að þessi mál, séu þau mörg, kunni þegar í janúar á næsta ári að teppa dómstólana og störf þeirra, og verða til þess að málsmeðferðartími muni strax lengjast, einkum hefðbundinna einkamála.</span></p> <p><span>Þetta er eins og ég hef áður komið að, óformleg könnun og hafa starfsmenn skilanefndanna áætlað málafjöldann en hafa, eðli máls samkvæmt, ekki getað gefið upp nákvæma tölu þessara mála. En niðurstaðan eftir þessa könnun er sú sú að varlega megi áætla að heildarfjöldi slíkra mála muni hlaupa á hundruðum sé allt tekið saman, og líklegra er að þau kunni að vera um 1.000 jafnvel allt að 1.200.</span></p> <p><span>Þetta er til þess fallið að valda verulegum áhyggjum af stöðu dómstólanna og því hvort þeir geti sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað við endurreisn íslensk þjóðfélags. Það er að mínu mati brýnt og afar mikilvægt að staðið sér vörðru um starf þessara mikilvægu stofnana.</span></p> <p><span>Ég hef því lagt til við ríkisstjórn að við vandanum verði brugðist með því að fjölga héraðsdómurum tímabundið um fimm og að jafnframt verði veitt heimild til þess að ráða fimm aðstoðarmenn tímabundið við dómstólana. Það verður þó erfitt að afla þeirri tillögu stuðnings án þess að fjármunir verði tryggðir á móti til greiðslu þess kostnaðar sem af kann að hljótast, en kostnaður vegna þessarar fjölgunar er um<br /> kr. 100.000.000.</span></p> <p><span>Því hef ég einnig lagt til að dómsmálagjöld verði hækkuð verulega. Nú eru gjöld vegna höfðunar einkamáls 3.900 fyrir héraðsdómi en gjald fyrir áfrýjunarleyfi og útgáfu áfrýjunarstefnu er 12.700.<span>&nbsp;</span> Voru þessi gjöld síðast hækkuð á árinu 2004, en nú er lögð til veruleg breyting á þessum gjöldum, bæði á fjárhæð gjaldsins og svo á gjaldstofninum sjálfum. Í stuttu máli hafa verið settar fram hugmyndir um að tengja dómsmálagjöld við stefnufjárhæð annars vegar og áfrýjunarfjárhæð hins vegar.<span>&nbsp;</span> Þetta fyrirkomulag er við lýði á sumum Norðurlandanna, en með því væri þá lagt til að þeir sem bera ágreining sinn undir dómstól greiði hlutfallslega hærra gjald eftir því sem ágreiningurinn stendur um hærri fjárhæð.</span></p> <p><span>Hvað mælir með þessari verulegu hækkun?</span></p> <p><strong><span>Í fyrsta lagi</span></strong> <span>má segja að með þessu sé verið að hvetja til þess að ágreiningur sé leystur utan dómstóla og að ekki sé leitað til dómstóla með ágreiningsmál sem aðilar eiga að geta sætt sjálfir eða eiga að geta leyst með öðrum hætit.</span></p> <p><strong><span>Í öðru lagi</span></strong> <span>er hér verið að leggja til að kostnaður vegna þeirra mála sem snúast um háar fjárhæðir, og sem oft eru þar af leiðandi, umfangsmikil og taka mikinn tíma í meðförum dómstóla, verði hærri en þeirra mála sem snúast um lægri fjárhæðir.</span></p> <p><strong><span>Í þriðja lagi</span></strong> <span>má einnig halda því fram að með þessu greiði málsaðilar kostnað sem er nærri þeim kostnaði sem af rekstri dómstóla og meðferð máls þeirra leiðir.</span></p> <p><span>En <strong>gegn hækkuninni</strong> eru önnur rök sem lúta einkum að aðgengi einstaklinga að dómstólum og mannréttindum almennt.</span></p> <p><span>Það má halda því fram að hér sé verið að skerða rétt þeirra efnaminni til að leita með ágreining sinn til dómstóla og að í svo verulegri hækkun kunni að felast skerðing á þeirri reglu að allir eigi að eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli, svo sem leiðir af 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.</span></p> <p><span>Og þetta kann vel að vera rétt, og því tel ég rétt að kanna það í þessu sambandi hvort endurskoða þurfi reglur um gjafsókn, og eftir atvikum að rýmka þær nái þessar breytingar fram að ganga.</span></p> <p><span>En fram hjá því verður ekki litið að verði ekki gerð þessi breyting á dómsmálagjöldum og ef ekki verður af fjölgun héraðsdómara við dómstóla landsins, kann til þess að koma að einstaklingar geti ekki notið fyrrgreinds réttar til málsmeðferðar innan hæfilegs tíma. Það tel ég liggja fyrir vegna fjölgunar verkefna dómstóla, svo sem vegna beiðna um greiðsluaðlögun og vegna þeirrar fjölgunar dómsmála sem ég hef rakið hér að framan.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá hef ég lagt fram á alþingi <strong>frumvarp til breytinga á lögum um dómstóla.</strong></span></p> <p><span>Með frumvarpinu er lagt til að héraðsdómstólar landsins verði sameinaðir í einn héraðsdómstól fyrir allt landið en dómstóllinn hafi hins vegar starfsstöðvar víða um land þar sem dómarar hafi fast aðsetur. Er þessi tillaga byggð á hugmyndum sem dómstólaráð kynnti fyrir ráðuneytinu í byrjun þessa árs á þeim forsendum að með sameiningu dómstólanna mætti ná fram aukinni hagræðingu í starfsemi þeirra. Við sameininguna myndi opnast möguleiki á að nýta betur starfskrafta dómara þannig að þeir yrðu ekki bundnir við einn tiltekinn dómstól heldur gætu starfað við héraðsdóm hvar sem er á landinu. Starfsálag á dómara er mismikið eftir dómstólum. Með því að setja alla dómara undir sama dómstólinn mætti jafna álaginu. Annar liður í því að minnka álag á dómara er sú tillaga sem lögð er til í frumvarpinu að gera breyting á störfum aðstoðarmanna við héraðsdóm þannig að dómstjóri geti falið þeim að gegna í takmörkuðu mæli dómstörfum í eigin nafni en í umboði og á ábyrgð dómstjóra og undir boðvaldi hans. Með þessari breytingu er stefnt að því að unnt verði að auka afköst við héraðsdóm án þess að til þurfi að koma fjölgun starfsmanna. Munu aðstoðarmenn þá fá samskonar heimildir og dómarafulltrúar höfðu áður skv. eldri lögum.</span></p> <p><span>Ef ég nefni nokkur fleir atriði sem kveðið er á um í frumvarpinu þá er þar lagt til að stöður dómstjóranna verði lagðar niður og til verði ein staða dómstjóra héraðsdóms. Gert er ráð fyrir að dómstjóri héraðsdóms fari eins og nú er með faglega yfirstjórn héraðsdóms og stýri þar verkum við meðferð og rekstur dómsmála sem hann ber ábyrgð á.</span></p> <p><span>Lagðar eru til breytingar á dómstólaráði, bæði hvað varðar skipan þess og starfssvið. Í dag eiga sæti í dómstólaráði fimm menn. Af þeim eru tveir kjörnir af héraðsdómurum úr þeirra röðum, tveir eru kjörnir af dómstjórum úr þeirra hópi og einn er skipaður af ráðherra án tilnefningar. Vegna þeirrar breytingar sem lögð er til að einungis verði einn dómstjóri er lagt til að dómstjóri héraðsdóms sitji í dómstólaráði en Lögmannafélag Íslands tilnefni starfandi hæstaréttarlögmann í þá stöðu sem áður var skipuð öðrum tveggja dómstjóranna sem sátu í ráðinu. Gert er ráð fyrir að hinir þrír verði tilnefndir á sama hátt og nú er.</span></p> <p><span>Lögð er til breyting á hlutverki dómstólaráðs að nokkru leyti frá því sem nú er. Í stað þess að hver og einn dómstjóri haldi utan um fjármál og starfsmannahald hvers og eins dómstóls er gert lagt til að dómstólaráði verið falið að fara á sína ábyrgð með allar fjárreiður héraðsdóms og einnig að fara með ráðningar annarra starfsmanna en dómara til héraðsdóms.</span></p> <p><span>Þá er lagt til að dómstólaráði verði falið að ákveða hvar héraðsdómur hafi fastar starfsstöðvar og hvernig landinu er skipt í þinghár. Skiptar skoðanir eru á því hvort rétt sé að fela dómstólaráði þetta vald. Hefur verið bent á að löggjafinn ætti að ákveða hvar dómstólarnir væru staðsettir. Kemur að mínu mati vel til skoðunar að hafa slíkan háttinn á.</span></p> <p><span>Frumvarpið er nú til meðferðar í allsherjarnefnd og geri ég ráð fyrir að þær tillögur sem fram koma í frumvarpinu hljóti góða skoðun.</span></p> <p><strong><span>Nefnd um endurskoðun reglna um dómara.</span></strong></p> <p><span>Í mars síðastliðnum skipaði ég þriggja manna nefnd sem falið var að koma með tillögur að nýjum reglum um skipan dómara. Skyldi nefndin taka til skoðunar hugmyndir sem fram hafa komið hér á landi um hvaða reglur skyldu gilda um skipan dómara auk annars er nefndinni þættiskipta máli.</span></p> <p><span>Í nefndina voru skipuð þau Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, Hákon Árnason, hæstréttarlögmaður og Ómar H. Kristmundsson, stjórnmálafræðingur. Jafnframt var skipaður sérstakur samráðshópur fulltrúa félagasamtaka og atvinnulífs.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Nefndin ræddi við og kallaði eftir sjónarmiðum ýmissa aðila um málefnið auk þess sem samráðshópurinn hitti nefndina og fékk að koma að sjónarmiðum sínum.</span></p> <p><span>Nefndin skilaði mér skýrslu sinn í október síðastliðnum og var hún birt á heimasíðu ráðuneytisins til kynningar auk þess sem menn gátu komið að athugasemdum sínum. Niðurstöður nefndarinnar voru eftirfarandi:</span></p> <p><span>1.</span> <span><span>&nbsp;</span>Fjölgað verði í dómnefnd sem skili til ráðherra faglegu, rökstuddu mati um alla umsækjendur um dómaraembætti þannig að hún verði skipuð fimm til sex mönnum, tveimur eða þremur dómurum, einum lögmanni og tveimur fulltrúum almennings.</span></p> <p><span>2. Felld verði niður ákvæði 4. mgr. 4. gr. dómstólalaga um umsögn Hæstaréttar en Hæstiréttur gefi umsögn til dómnefndar um hverjar séu þarfir réttarins hverju sinni.</span></p> <p><span>3. Skipunarvaldið verði áfram hjá dómsmálaráðherra en ákveði hann að skipa annan en dómnefndin mælir með verður hann að bera tillögu um skipun annars hæfs umsækjanda fyrir Alþingi. Samþykki Alþingi tillögu ráðherra getur hann skipað þann mann sem dómara, annars er ráðherra bundinn af niðurstöðu dómnefndar.</span></p> <p><span>4. Sérstakar reglur verði settar um starf dómnefndar.</span></p> <p><span>5. Lögfest verði þau sjónarmið sem gilda eiga við mat dómnefndar um hæfni umsækjenda.</span></p> <p><span>Ég hef falið réttarfarsnefnd að gera frumvarp til breytinga á lögum um dómstóla þar sem byggt er á þeim tillögum sem nefndin leggur til í skýrslu sinni.</span></p> <p><span>Mikilvægt er að á þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar þá leitum við allra leiða til að ná fram þeim sparnaði sem unnt er og þeirri hagræðingu sem möguleg er svo komast megi hjá útgjöldum jafnframt því að leita leiða til að auka tekjur. Þetta er sameiginlegt markmið okkar og að því þurfum við að vinna saman.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-11-20 00:00:0020. nóvember 2009Ávarp í tilefni af afhendingu viðurkenningar Barnaheilla 20. nóvember 2009

<h2 align="center"><span>Ávarp í Þjóðmenningarhúsinu vegna afhendingar viðurkenningar Barnaheilla</span></h2> <h2 align="center"><span>Ragna Árnadóttir,<br /> dómsmála- og mannréttindaráðherra</span></h2> <p><span>Það er mér heiður að vera með ykkur hér í dag á 20 ára afmæli Barnasáttmálans sem Barnaheill hafa að leiðarljósi við alla sína vinnu að réttindum og velferð barna. Þá er það mér mikil gleði að geta við þetta tækifæri tilkynnt ykkur að nú liggur fyrir ávöxtur af starfi Ágústs Ólafs Ágústssonar, sem hlýtur viðurkenningu Barnaheilla hér í dag, því frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins &ndash; eða Barnasáttmálann - hefur verið kynnt fyrir ríkisstjórn og verður lagt fyrir á Alþingi innan tíðar. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið á vef ráðuneytisins.</span></p> <p><span>Samningurinn um réttindi barnsins var undirritaður af Íslands hálfu 26. janúar 1990 og fullgiltur 28. október 1992. Barnasáttmálinn öðlaðist gildi gagnvart Íslandi 27. nóvember sama ár. Við fullgildingu samningsins var litið svo á að íslensk löggjöf væri í samræmi við ákvæði hans og var hann því fullgiltur án fyrirvara af hálfu Íslands, en lagðar voru fram sérstakar yfirlýsingar vegna tveggja ákvæða, önnur varðandi ákvarðanir um aðskilnað barna og foreldra og hin varðandi aðskilnað ungra fanga frá fullorðnum. Ísland hefur nú fallið frá fyrri yfirlýsingunni þar sem gerðar hafa verið lagabreytingar sem samræmast ákvæðum samningsins. Hin yfirlýsingin stendur eftir og hef ég nú sett á fót starfshóp, sem í eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar. Hópurinn hefur það hlutverk að koma með tillögur að fyrirkomulagi um vistun ungra fanga sem væri í samræmi við Barnasáttmálann svo unnt sé að falla frá yfirlýsingunni.</span></p> <p><span>Frá því samningurinn var fullgiltur af Íslands hálfu hefur ýmislegt verið gert til að laga íslenskan rétt og stjórnsýslu betur að ákvæðum hans. Til dæmis var með 14. gr. stjórnskipunarlaga í fyrsta sinn sett inn í íslensku stjórnarskrána ákvæði sem varðar börn sérstaklega. Þá hefur löggjöf um málefni barna á ýmsum sviðum verið í verulegri endurskoðun á síðustu árum og fjölmargar breytingar verið gerðar sem hafa það markmið að bæta réttarstöðu barna m.a. með hliðsjón af ákvæðum samningsins Við gerð frumvarpsins óskaði dómsmálaráðuneytið eftir því við öll ráðuneyti að þau gerðu grein fyrir því hvaða lögum á verksviði þeirra og stofnana þeirra væri nauðsynlegt að breyta vegna fyrirhugaðrar lögleiðingar samningsins. Niðurstaðan var almennt sú að ekki væri nauðsynlegt að breyta núgildandi ákvæðum laga vegna fyrirhugaðrar lögfestingar.</span></p> <p><span>Sérstaða Barnasáttmálans liggur ekki síst í því að með honum voru réttindi barna í fyrsta sinn leidd í alþjóðalög. Hann endurspeglar einnig nýja og byltingarkennda sýn á réttarstöðu barna. Samhliða því að börn skuli njóta umhyggju og sérstakrar verndar, er lögð rík áhersla á að börn verði virkir þátttakendur í þjóðfélaginu, sem sjálfstæðir einstaklingar með réttindi og ábyrgð sem hæfir aldri og þroska hvers og eins þeirra. Samningurinn hefur því mótað nýjan siðferðilegan grunn og alþjóðleg viðmið um hvernig líta beri á og koma skuli fram við börn. Það er að mínu mati mjög til bóta &ndash; því við eigum að gefa rödd barna okkar vægi þegar við tökum ákvarðanir um hag þeirra og framtíð.</span></p> <p><span>Ég óska samtökunum áframhaldandi velfarnaðar og heilla í þeirra góða starfi innanlands og utan.</span></p> <br /> <br />

2009-11-20 00:00:0020. nóvember 2009Ávarp á öryggisráðstefnu Skyggnis

<h2 align="center"><span>Ávarp á öryggisráðstefnu Skyggnis 20. nóvember 2009</span></h2> <h2 align="center"><span>Ragna Árnadóttir,<br /> dómsmála- og mannréttindaráðherra<br /> <br /> </span></h2> <p><span>Fundarstjóri, framsögumenn og ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Það er mér heiður að opna þessa ráðstefnu um öryggismál á internetinu</span><span>.</span></p> <p><span>Það er staðreynd að við búum í stafrænum heimi, og reiðum okkur sífellt meir á aðgang að rafrænum gögnum. Við eigum samskipti á netinu og í gegnum tölvupóst, og starfsstöð án aðgengis að tölvu eða vefnum er nú á dögum óhugsandi. Netið hefur jafnframt veitt okkur ný og áður óþekkt tækifæri til þess að eiga samskipti þvert yfir lönd og heimsálfur á undraskömmum tíma og aðgengi okkar að upplýsingum er nú óhemju mikið.</span></p> <p><span>Þessi mikla bylting sem hefur átt sér stað á sviði upplýsingatækni hefur haft mikil áhrif á samfélög manna og mun sú þróun halda áfram um ófyrirsjáanlega framtíð. Hefur hún einkum haft áhrif á þróun fjarskiptatækni. Þau form og þær tegundir upplýsinga sem hægt er að senda manna á milli í gegnum fjarskiptakerfi hafa aukist verulega með tilkomu texta-, mynd- og hljóðsendinga í gegnum tölvur.</span></p> <p><span>Þessi auðveldi aðgangur og leit að upplýsingum í tölvukerfum, auk fjölda möguleika til að senda upplýsingar og dreifa þeim án þess að fjarlægðir hafi áhrif, hefur leitt til gríðarlegrar aukningar á magni fáanlegra upplýsinga og aukinnar þekkingar sem slíkar upplýsingar leiða af sér. Samfara jákvæðum áhrifum þessarar þróunar á efnahagslíf og samfélög manna hefur hún einnig leitt til nýrrar hættu á afbrotum auk þess sem hætta er á að ný tækni verði notuð við framningu afbrota.</span></p> <p><span>Ein af þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir er það mikla magn upplýsinga og rafrænna gagna sem hægt er að ná út úr tölvum og afrita með undraskömmum hætti. Það er því brýnt að hugað sé sérstaklega að öryggi gagna og vörslu þeirra á netinu, með þeim hætti sem hér er fyrirhugað á þessari ráðstefnu. Því afleiðingar slíkrar afritunar og það magn rafrænna gagna sem hægt er að nálgast á tölvum okkar allra er nær ótakmarkað. Skaðinn af því kann að sama skapi að vera ómældur.</span></p> <p><span>Þessi hætta hefur ekki farið fram hjá stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Vandamálið hér er þó af nokkuð sérstökum toga, þar sem þessar upplýsingar og hætta á innbrotum og árásum á tölvukerfi afmarkast ekki af landamærum einstakra ríkja.</span></p> <p><span>Afleiðingar refsiverðrar háttsemi á þessu sviði geta verið afar miklar vegna mikilvægis tölvukerfa í daglegu lífi manna og sökum þess að háttsemi af þessu tagi verður ekki takmörkuð landfræðilega. Hér má nefna dæmi um dreifingu tölvuvírusa í gegnum tölvukerfi sem hafa leitt til tjóns í tölvukerfum um allan heim.</span></p> <p><span>Því hafa stjórnvöld talið rétt að innleiðing tæknilegra ráðstafana til varnar tölvukerfum verði að eiga sér stað samfara breytingum í löggjöf sem hafi það að markmiði að koma í veg fyrir og hafa varnaðaráhrif gagnvart háttsemi sem hefur þann tilgang að hafa neikvæð áhrif á rekstur tölvukerfa eða valda tjóni. Samningur Evrópuráðsins um tölvubrot er dæmi um viðleitni ríkja í þessu efni um samræmingu refsilöggjafar á þessu sviði. Ísland undirritaði þennan samning á árinu 2001 og fullgilti hann á árinu 2007.</span></p> <p><span>Er það eitt markmiða samningsins að leitast við að móta sameiginlega stefnu við mótun refsilöggjafar sem hafi það að markmiði að veita borgurunum refsivernd gegn ólögmætri háttsemi sem framin er með notkun upplýsingatækni, með því að setja viðeigandi löggjöf og auka alþjóðlega samvinnu á þessu sviði.</span></p> <p><span>Markmið samningsins eru í fyrsta lagi að samræma almenn efnisskilyrði í refsilöggjöf og tengdri löggjöf að landsrétti á sviði tölvubrota, í öðru lagi að innleiða nauðsynlegar réttarfarsreglur svo hægt sé að rannsaka og saksækja einstaklinga fyrir slík afbrot auk annarra afbrota sem framin eru í gegnum tölvukerfi eða með rafrænum hætti og í þriðja lagi að setja á laggirnar skilvirkt og fljótvirk kerfi alþjóðlegrar samvinnu á þessu sviði.</span></p> <p><span>Af þessu tilefni voru því gerðar breytingar á innlendum lögum, sem m.a. tóku mið af samningnum, svo sem lögum um meðferð opinberra mála, hegningarlögum og fjarskiptalögum á árinu 2006, þar sem efnisákvæði Evrópuráðssamningsins voru lögfest, sbr. lög nr. 74/2006. Meðal annars lutu þessar lagabreytingar að því hvernig lögregla gæti varðveitt eða fengið aðgang að IP tölum. Hér, sem á öðrum sviðum, þurfum jafnframt við að kanna hvort herða þurfi á þessum reglum. Sú þróun virðist hafa átt sér stað í öðrum ríkjum, enda hefur vandinn aukist.</span></p> <p><span>Í þessu sambandi er rétt að fram komi að ég hef talið rétt að fjalla eigi um netöryggi, þ.e. öryggi tölvuvirkja og tölvusamskipta, í þriggja ára stefnu almannavarna- og öryggismálaráðs, sem verður undirbúin í samvinnu við hlutaðeigandi ráðuneyti.</span></p> <p><span>En betur má ef duga skal. Svo virðist sem viðhorf okkar til gagna og meðal annars höfundarréttarvarins efnis á netinu virðist ekki lúta sömu reglum og almennt. Heil kynslóð hefur vaxið upp sem telur eðliegt að nálgast gögn og efni á netinu án þess að virða höfundarétt eða að greiða fyrir það. Samfara aukinni kunnáttu almennings eykst hættan á að hægt sé að komast inn í tölvukerfi og að nálgast þar gögn sem áttu að vera í þar öruggu skjóli.</span></p> <p><span>Þess vegna er svo mikilvægt að fjallað sé um það hvernig sporna megi við slíkum árásum á tölvukerfi og hvernig hægt er að auka öryggi gagna sem vörsluð eru með rafrænum hætti.</span></p> <p><span>Og með því vona ég að þið megið eiga góðar og gagnlegar samræður á þessari ráðstefnu sem nú fer í hönd - og þakka ég ykkur fyrir.</span></p> <br /> <br />

2009-11-09 00:00:0009. nóvember 2009Ávarp á kirkjuþingi 7. nóvember 2009

<p align="center"><span><strong>Ávarp Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra á kirkjuþingi 7. nóvember 2009</strong></span></p> <p><span>Biskup Íslands, vígslubiskupar, forseti kirkjuþings, þingfulltrúar, <span></span> góðir gestir.</span></p> <p align="center"><span>I.</span></p> <p><span>Mér er heiður að ávarpa kirkjuþing árið 2009.<span>&nbsp;</span> Þegar kirkjuþing var haldið í fyrra var það í skugga bankahrunsins. Þá urðu einhver mestu þáttaskil í efnahagslífi Íslendinga frá stofnun lýðveldisins og setja varð neyðarlög til að tryggja brýnustu hagsmuni þjóðarinnar. Enn erum við stödd í eftirleik hrunsins.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að endurreisn efnahagslífsins og hefur í því skyni gripið til margvíslegra úrræða til þess bregðast við.</span></p> <p><span>Ljóst var að eitt af úrræðunum sem grípa yrði til, var að draga úr tilkostnaði og útgjöldum ríksisins. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2010 er því gert ráð fyrir miklum almennum niðurskurði sem og hagræðingarkröfu á ótal sviðum.</span></p> <p><span>Þjóðkirkjan fer ekki varhluta af niðurskurðaráformunum. Til hennar er gerð hagræðingarkrafa um 10% á framlagi ríkisins samkvæmt hinu svokallaða kirkjujarðasamkomulagi frá 1997. Þetta er sama krafa og langflestum er gert að mæta, en þó er hjá menntastofnunum gerð krafa um 7% niðurskurð og hjá velferðarstofnunum er krafan 5%.</span></p> <p><span>Lækkun fjárframlaga er öllum stofnunum dómsmála- og mannréttindaráðuneytis erfið en ég hef litið svo á, að hér verðum við að taka okkar skerf af niðurskurðinum og mæta honum með þeim aðferðum sem við teljum skynsamlegar. Í þessari vinnu er það ein megináskorunin að horfast í augu við að niðurskurðurinn þurfi í raun og veru að eiga sér stað.</span></p> <p><span>Nauðsynlegt er vegna kirkjujarðasamkomulagsins og þjóðkirkjulaganna, sem staðfestu þann samning, að gera viðauka við samkomulagið og breyta lögunum.<span>&nbsp;</span> Mál þar að lútandi eru nr. 25 og 26 fyrir kirkjuþinginu. Ég vænti þess að þingfulltrúar sýni fullan skilning við afgreiðslu málsins á þeim þrönga stakk sem okkur er sniðinn.</span></p> <p><span>Meðal frekari aðgerða til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á kirkjulegum vettvangi má nefna lækkun launa hjá prestum og lækkun sóknargjalds, sem þegar eru komnar til framkvæmda. Eru þar prestar í hópi annarra embættismanna ríkisins, sem þurft hafa að taka á sig launaskerðingu.</span></p> <p align="center"><span>II.</span></p> <p><span>Á síðasta kirkjuþingi var fjallað ítarlega um nýtt frumvarp til þjóðkirkjulaga og voru gerðar á því ýmsar góðar og gagnlegar breytingar, sem voru til bóta.<span>&nbsp;</span> Í kjölfarið fól ráðuneytið nefndinni sem samdi frumvarpið að fara aftur yfir einstaka þætti þess og var frumvarpinu síðar komið aftur í hendur ráðuneytisins. Undirbúningur að því að leggja það fram á Alþingi var kominn langt á veg, en því miður vannst ekki nægur tími til þess áður en þing var rofið. <span>&nbsp;</span>Ég hef fullan hug á að leggja frumvarpið fram og freista þess að vinna því fylgi.<span>&nbsp;</span> Eins og forgangsröð verkefna er nú háttað getur ekki orðið af því fyrr en í fyrsta lagi á vorþingi.</span></p> <p align="center"><span>III.</span></p> <p><span>Þeir fjárhagserfiðleikar sem þjóðin hefur átt við að stríða og mun áfram eiga við að etja um sinn, reynast mörgum þungir í skauti. Þeim fylgja líka atvinnumissir, fjárhagslegar þrengingar af ýmsum toga, kvíði og óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér.<span>&nbsp;</span> Þegar þjóðin verður fyrir áföllum af þessu tagi reynir hvað mest á þær stofnanir sem fylgt hafa þjóðinni um aldir og þá ríku samhjálp sem einkennt hefur þjóðina frá fyrstu tíð.</span></p> <p><span>Þó svo að félagsþjónusta hafi á síðari tímum flust til sveitarfélaga hvílir nú á tímum, eins og fyrrum, gífurlegur þungi á þjónum kirkjunnar að sinna sálusorgun, að hlusta á raunir og áföll fólks og að hugga og hugtreysta það og telja kjark í þá sem eru þjakaðir.<span>&nbsp;</span> Í þrengingunum reynir á hina líknandi hönd kristinnar kirkju og þann boðskap sem hún flytur.<span>&nbsp;</span> Við megum vera þakklát fyrir hið góða og gjöfula starf sem kirkjan innir af hendi og fyrir það vil ég færa þjóðkirkjunni þakkir. Nú sem aldrei fyrr er mikið leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Aðdáunarvert er hversu miklu hún fær áorkað í starfi sínu. Það starf verður seint fullþakkað.</span></p> <p align="center"><span>IV.</span></p> <p><span>Ég vil nota tækifærið til þess að fullvissa kirkjuþing um að sem fyrr varði kirkjumálin miklu í starfi dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. Vissulega er eftirsjá af heitinu kirkjumál í heiti ráðuneytisins, því neita ég ekki, en verðugur staðgengill eru þar mannréttindi. Heyrst hefur, að þversögn geti fólgist í því að sinna málefnum dómsmála og málefnum mannréttinda. Því er ég ósammála. Í því felst ekki þversögn, heldur áskorun. Það er ekki unnt að gefa afslátt af mannréttindum en aftur á móti má heldur ekki hugtakið verða svo gildishlaðið, að ekki sé unnt að framkvæma neina þá íþyngjandi ákvörðun gagnvart borgurunum, sem lög mæla fyrir um.</span></p> <p><span>Stöðugt vaxandi sjálfstæði kirkjunnar í öllum málum veldur því að hlutverk kirkjumálaráðherra minnkar að sama skapi. Þetta hefur verið farsæl þróun sem gerir kirkjunni kleift að ráða sjálf æ fleiri málum. Engu að síður lítur ráðuneytið á sig sem kirkjumálaráðuneyti og þar er enginn vafi á ferð um gildi ákvæðisins í stjórnarskránni um þjóðkirkjuna.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég hef lýst þeirri skoðun minni, að ekki eigi að breyta því fyrirkomulagi sem stjórnarskráin mælir fyrir um, að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja hér á landi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda.<span>&nbsp;</span> Ekki verður séð að það fyrirkomulag brjóti gegn trúfrelsi þeirra, sem kjósa að standa utan þjóðkirkjunnar, hvort heldur í öðrum trúfélögum eða utan skráðra trúfélaga, og hefur það reyndar verið staðfest af Hæstarétti.</span></p> <p><span>Með því að viðurkenna ákveðinn söfnuð sem þjóðkirkju er að mínu mati ekki gert lítið úr vægi annarra trúfélaga. Þau eru í sínum fulla rétti og þjóna nauðsynlegu og mjög mikilvægu hlutverki í okkar þjóðfélagi, þótt prestar þar séu ekki embættismenn íslenska ríkisins og hluti af þjóðkirkjunni. Boðskapur kærleika og trúar, af hvaða rótum sem hann er, á erindi til allra. Treysti ég þar jafnt á þjóðkirkju sem og öll önnur trúfélög að flytja þann góða boðskap til að minna okkur á það sem vegur upp á móti þeim sársauka sem efnahagshrunið hefur valdið okkur, og leiðbeina okkur fram veginn.</span></p> <p><span>Ég óska kirkjuþingi velfarnaðar í störfum sínum.</span></p> <br /> <br />

2009-10-13 00:00:0013. október 2009Framsöguræða á Alþingi um frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum

<h2 jquery1262796573687="40">Ragna Árnadóttir:</h2> <h2 jquery1262796573687="41">Frumvarp til laga um breyting á<br /> almennum hegningarlögum nr. 19/1940</h2> <h2 jquery1262796573687="42">13. október 2009</h2> <p>&#160;</p> <p jquery1262796573687="43">Virðulegi forseti.</p> <p jquery1262796573687="44"><span jquery1262796573687="24">Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940.</span> <span jquery1262796573687="25">Frumvarpið hefur áður verið lagt fram á fyrri þingum en var ekki afgreitt. Það er nú lagt fram á ný með breyttu sniði þar sem tekið er mið af athugasemdum og breytingartillögum allsherjarnefndar frá því í apríl síðastliðnum, en nefndin lagði m.a. til að ákvæði um fjármögnun og hvatningu til hryðjuverka, sem var í fyrri frumvörpunum, yrðu felld brott.</span></p> <p jquery1262796573687="45"><span jquery1262796573687="26">Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga er m.a. varða upptöku eigna, hryðjuverk, mansal og peningaþvætti. Er um að ræða endurskoðun umræddra ákvæða vegna alþjóðlegra skuldbindinga, annars vegna fullgildingar samnings um alþjóðlega brotastarfsemi og hins vegar vegna tilmæla frá alþjóðlegum nefndum sem Ísland á aðild að.</span> <span jquery1262796573687="27">Þá er í frumvarpinu að finna ákvæði um skipulagða brotastarfsemi, sem er nýmæli.</span><span jquery1262796573687="28">&#160;</span></p> <p jquery1262796573687="46"><span jquery1262796573687="29">Helstu efnisákvæði frumvarpsins eru í fyrsta lagi þau að lagt er til að lögfestur verði nýr kafli um upptöku, sbr. 2. gr. frumvarpsins. Um er að ræða heildstæðar breytingar sem taka að verulegu leyti mið af gildandi ákvæðum í dönsku og norsku hegningarlögunum. Lagt er til að lögfest verði ákvæði sbr. c-lið 2. gr. frumvarpsins sem gerir ráð fyrir því að unnt verði að gera upptæk verðmæti án þess að sýnt sé fram á að þau megi rekja til tiltekins refsiverðs brots hafi viðkomandi gerst sekur um brot sem er til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning og geti brotið varðað a.m.k. 6 ára fangelsi. Að þessum skilyrðum uppfylltum megi gera upptæk verðmæti sem tilheyra viðkomandi nema hann sýni fram á að þeirra hafi verið aflað með lögmætum hætti. Við þessar aðstæður og að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum megi jafnframt gera upptæk verðmæti sem tilheyra maka eða sambúðarmaka viðkomandi og verðmæti sem runnið hafa til lögaðila sem viðkomandi hefur einn eða með sínum nánustu ráðandi stöðu í sé ekki sýnt fram á að þeirra hafi verið aflað með lögmætum hætti. Er því gert ráð fyrir fráviki frá meginreglunni um sönnunarbyrði ákæruvaldsins við þessar aðstæður. Sem dæmi um beitingu ákvæðisins má nefna þá aðstöðu þegar einstaklingur sem hefur verið gripinn á flugvelli með fíkniefni í farangri sínum, sem ætluð eru til sölu, er sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þótt enginn ávinningur hafi þannig hlotist af brotinu er ljóst miðað við eðli þess og umfang að það var til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning. Við rannsókn ákæruvalds á eignastöðu og fjárhag viðkomandi kemur í ljós að hann á verulegar eignir og fjármuni sem ekki eru í samræmi við uppgefnar tekjur hans eða aðrar fjárhagslegar upplýsingar sem aflað hefur verið. Við slíkar aðstæður getur ákæruvaldið krafist upptöku á þessum verðmætum, þó svo að þau verði ekki rakin til þess brots sem viðkomandi hefur verið sakfelldur fyrir og nær slík krafa fram að ganga nema viðkomandi sýni fram á að verðmætanna hafi verið aflað með lögmætum hætti.</span> <span jquery1262796573687="30">Mikilvægt er að árétta að endanlegt mat á þessu er í höndum dómstóla og ættu því hagsmunir sakbornings að vera nægjanlega tryggðir. Í IV. kafla frumvarpsins og í sérstökum athugasemdum við c-lið 2. gr. er fjallað ítarlega um þessa tillögu.</span></p> <p jquery1262796573687="47"><span jquery1262796573687="31">Í öðru lagi er lagt til að verknaðarlýsing hryðjuverka í 1. mgr. 100. gr. a verði gerð skýrari, sbr. 4. gr. frumvarpsins.</span><span jquery1262796573687="32">&#160;</span></p> <p jquery1262796573687="48">Þá er í þriðja lagi lagt til að lögfest verði nýtt ákvæði um skipulagða brotastarfsemi, sbr. 5. gr. frumvarpsins. Í V. kafla greinargerðarinnar með frumvarpinu er ítarlega fjallað um þær réttarpólitísku röksemdir sem liggja til grundvallar þessari tillögu og því nánar lýst í sérstökum athugasemdum við greinina.</p> <p jquery1262796573687="49"><span jquery1262796573687="34">Í fjórða lagi er lagt til að gerðar verði ýmsar breytingar á 227. gr. a almennra hegningarlaga um mansal, sbr. 6. gr. frumvarpsins. Skilgreining á mansalsbroti er gerð skýrari og í samræmi við Evrópuráðssamning um aðgerðir gegn mansali og bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um fjölþjóðlega skipulagða brotastarfsemi, svokallaða Palermó-bókun. Þá bætist við ný málsgrein sem lýsir refsinæmi athafna sem tengjast ferða- og persónuskilríkjum.</span><span jquery1262796573687="35">&#160;</span></p> <p jquery1262796573687="50">Loks er í fimmta lagi lagt til að gerðar verði verulegar breytingar á 264. gr. almennra hegningarlaga um peningaþvætti, sbr. 7. gr. frumvarpsins. Er m.a. lagt til að almenn verknaðarlýsing peningaþvættis verði gerð skýrari og gildissvið hennar rýmkað. Þá er refsihámark fyrir peningaþvættisbrot hækkað úr fjórum árum í sex. Það skal tekið fram að ekki er hróflað við reglu 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga þar sem kveðið er á um að refsing geti orðið allt að tólf árum ef um ræðir ávinning af fíkniefnabroti.</p> <p>&#160;</p> <p jquery1262796573687="51">Virðulegi forseti.</p> <p jquery1262796573687="52">Eins og áður hefur komið fram hefur frumvarp þetta verið flutt tvisvar sinnum áður hér á Alþingi. Rétt er að nefna sérstaklega að hér er um að ræða mikilvægar réttarbætur fyrir refsivörslukerfið, m.a. til handa lögreglunni í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi og tel ég afar mikilvægt að það verði afgreitt á þessu löggjafarþingi. Legg ég til að því verði að lokinni þessari umræðu vísað til háttvirtrar allsherjarnefndar og annarrar umræðu.</p> <p jquery1262796573687="53">&#160;</p> <br /> <br />

2009-10-07 00:00:0007. október 2009Fyrirlestur um Schengen í Háskóla Íslands 7. október 2009

<h2 align="center">Fyrirlestur um Schengen í Háskóla Íslands</h2> <h2 align="center">Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra</h2> <h2 align="center">7. október 2009</h2> <h1><a id="_Toc242615862" name="_Toc242615862">I Markmið Schengen samstarfsins.</a> <span> </span></h1> <p>Markmið Schengen-samstarfsins er annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttu samstarfsríkjanna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi, ekki síst ólöglegum innflutningi fíkniefna. <span>Þetta kallar á víðtækt samstarf lögreglu í aðildarríkjunum.</span></p> <h2><span>II Schengen svæðið</span><span> </span></h2> <p>Flest ríki innan hins Evrópska efnahagssvæðis taka fullan þátt í Schengen samstarfinu. <span> </span></p> <p>Þeirra á meðal eru 22 aðildarríki ESB,<span> </span> en Bretland, Írland, Kýpur, Rúmenía og Búlgaría taka ekki fullan þátt í samstarfinu. Undirbúningur stendur yfir að aðild hinna þriggja síðasttöldu ríkja.<span> </span></p> <p>Af<span> </span> EFTA ríkjunum eru Ísland, Noregur og Sviss aðilar að Schengen samstarfinu. Samkomulag um aðild Liechtenstein var áritað í júní 2006, en er í biðstöðu vegna ágreinings um skattalöggjöf sem Svíþjóð og Þýskaland gátu ekki sætt sig við.<span> </span></p> <h2> <br /> <a id="_Toc242615864" name="_Toc242615864">III Inntak Schengen samstarfsins.</a> <span> </span></h2> <p><strong><span> </span></strong></p> <p>En í hverju felst Schengen samstarfið?</p> <p><span>Með þátttöku í Schengen færist innri landamæravarsla, þ.e. persónueftirlit með einstaklingum, í raun til ytri landamæra Schengen svæðisins. Samráð fer fram á vettvangi allra Schengen ríkjanna um öryggiskröfur, aðgerðir og útbúnað til vörslu á ytri landamærunum, til að fyllsta öryggis innan svæðsins sé gætt.</span></p> <p>Annað meginatriði Schengen-samningsins er<span> </span> að tryggja frjálsa för fólks m.a. með því að afnema persónueftirlit við innri landamæri aðildarríkjanna. Persónueftirlit með einstaklingum á ytri landamærum Schengen svæðisins er samræmt. Þá er samvinna milli Schengen ríkjanna um vegabréfsáritanir inn á Schengen svæðið ef ferðast er frá tilteknum löndum samkvæmt sameiginlegum lista og<span> </span> samræmd vegabréfsáritun sem gildir almennt til allra aðildarríkjanna.</p> <p>Ytri landamæri Íslands er öll strandlengja landsins og alþjóðlegir flugvellir. Umferð á alþjóðlegum flugvöllum er skipt í innri og ytri landamæri þannig að farþegar sem koma frá<span> </span> öðru Schengen ríki sæta ekki perónueftirliti en þeir sem koma frá ríkjum utan Schengen svæðisins t.d. Bretlandi, Bandaríkjunum eða Kanada þurfa að sæta persónueftirliti við komuna til landsins.<span> </span></p> <p> </p> <p>Hitt meginatriði Schengen samstarfsins eru ákvæði um lögreglusamvinnu og gagnkvæma réttaraðstoð í tengslum við baráttuna gegn skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnamisferli. Þetta felur m.a. í sér rekstur<span> </span> sameiginlegra<span> </span> upplýsingabanka um óæskilega útlendinga, eftirlýsta einstaklinga, eftirlýst ökutæki o.fl. <span> </span>auk samstarfs í ESB stofnunum í tengslum við Schengen samstarfið.</p> <p> </p> <h1><a id="_Toc242615865" name="_Toc242615865">IV<span> </span> Tengsl<span> </span> Íslands við Schengen samstarfið</a></h1> <h2><a id="_Toc242615866" name="_Toc242615866"><span><span>a.<span> </span></span></span> Aðdragandi að þátttöku Íslands í Schengen</a><span> </span></h2> <p> </p> <p>Upphaf Schengen&ndash;samstarfsins má rekja til ársins 1985 þegar undirritað var í bænum Schengen í Lúxemborg samkomulag milli Benelúx-landanna, Frakklands og Þýskalands um að fella smám saman niður eftirlit á sameiginlegum landamærum þessara ríkja. Þessi ríki höfðu viljað ganga lengra enn önnur ríki innan ESB (hér verður ekki greint sérstaklega á milli EB og ESB heldur verður ESB notað sem samnefnari yfir þetta tvennt) varðandi frjálsa för fólks en ekki náðist samkomulag um það og brugðu þau því á það ráð að gera það sín á milli.</p> <p> </p> <p>Með Schengen-samkomulaginu, sem var fyrst í stað eingöngu opið fyrir aðild ríkja sem áttu aðild að Evrópusambandinu, voru skilgreind almenn markmið um að koma á í áföngum, frjálsri för einstaklinga yfir innri landamæri aðildarríkjanna. Samningurinn kom fyrst til framkvæmda árið 1995 en þá voru aðildarríkin orðin fleiri (Portúgal og Spánn) og hafði Danmörk sótt um áheyrnaraðild að samstarfinu með það fyrir augum að gerast aðili síðar. Aðild Dana að samstarfinu hefði leitt til þess að ytri landamæri Schengen-svæðisins hefðu legið í gegnum Norðurlöndin og með því hefði norræna vegabréfasambandið liðið undir lok. Vegna þessa var sá fyrirvari í umsókn Dana að Norræna vegabréfasamstarfið héldist.</p> <p><span> </span></p> <p>Það var mat stjórnvalda að íbúar Norðurlandanna mundu hvorki skilja né sætta sig við að 40 ára frelsi til ferða án vegabréfs milli norrænu ríkjanna myndi ljúka á þennan hátt. Auk þess höfðu Norðurlöndin haft með sér verulegt samstarf á sviði lögreglumála, réttaraðstoðar o.fl. sem kynni að vera í hættu ef þau væru ekki samstíga í þessu samandi.</p> <p> </p> <p>Í ljósi þessa var ákveðið á fundi norrænu forsætisráðherranna í Reykjavík 1995 að löndin hefðu sameiginlega jákvæða afstöðu til þátttöku í Schengen-samstarfinu. Samstarfssamningur Íslands og Noregs við Schengen-ríkin var síðan undirritaður í Lúxemborg 19. des. 1996 (Lúxemborgarsamningurinn)<span> </span> samhliða aðildarsamningum Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar. Samkvæmt samningnum höfðu Ísland og Noregur rétt til að taka þátt í öllum fundahöldum ráðherranefndarinnar, sameiginlegu eftirlitsstofnunarinnar, miðstjórnar og allra annarra vinnuhópa sem settir voru á stofn. Þá höfðu þau heimild til að lýsa skoðunum sínum, gera athugasemdir og leggja fram tillögur en tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslum.</p> <p> </p> <p>Árið 1997 gerðist það svo að Schengen-samstarfið fór undir hatt ESB með Amsterdamsáttmálanum. Í Schengen-bókuninni með Amsterdamsáttmálanum var sérstaklega kveðið á um að samstarfi við Ísland og Noreg skyldi haldið áfram á grunni Lúxemborgarsamningsins en að jafnframt skyldi gera sérstakan samning við ríkin (Brusselsamningurinn 1999).</p> <p> </p> <p>Samstarfsamningur Íslands og Noregs við Schengen ríkin var talinn standast stjórnarskrá Íslands að mati þriggja lagaprófessora enda væri ekkert vald fengið alþjóðlegum stofnunum með samningnum.</p> <h2><span><span>b.<span> </span></span></span> <span> </span><a id="_Toc242615867" name="_Toc242615867">Efni Schengen samstarfssamningsins.</a></h2> <p> </p> <p>En víkjum að efni Schengen samstarfssamningsins.<span> </span> Eins og áður sagði fengu Ísland og Noregur sömu stöðu með Brusselsamningnum og þau höfðu áður en samningurinn fór undir hatt ESB, þ.e. rétt til að taka þátt í öllum fundum og vinnuhópum í ráðherraráðinu þar sem Schengen-gerðir eru ræddar, lýsa skoðunum sínum, gera athugasemdir og leggja fram tillögur en þó ekki rétt til að greiða atkvæði.</p> <p> </p> <p>Undirbúningsvinna, umræður og mótun nýrra Schengen-gerða fer fram í sérstakri nefnd, samsettu nefndinni (mixed committee) sem kemur saman á stigi sérfræðinga, hátt settra sembættismanna og ráðherra. Samsetta nefndin er því í raun ekki ein nefnd heldur margar. Samsetta nefndin kemur saman á hvaða vettvangi sem er þegar ræða á gerð sem telst vera þróun á Schengen-samningnum. Samsetta nefndin endurspeglar því nefndakerfi ESB.</p> <p> </p> <p>Um Schengen-mál er aðallega fundað í fjórum stýrinefndum í ráðherraráðinu, þ.e. 1)Nefnd um útlendingamálefni (SCIFA), 2) nefnd um lögreglusamvinnu (CATS), 3) Nefnd um Schengen samninginn (SCHENGEN ACQUIS) og 4) Nefnd um eftirlit með Schengen-samningnum (SCHEVAL). Undir þessum nefndum eru svo mýmargar undirnefndir. Til útskýringar má nefna að ef ræða á gerð sem fjallar um vegabréfsáritanir inn á Schengen-svæðið sem telst vera þróun á Schengen-samningnum, þá er hún fyrst rædd í samsettu nefndinni á vettvangi vegabréfsáritana sem er undirnefnd nefndarinnar um útlendingamálefni.<span> </span> Ísland tekur svo sjálfstæða ákvörðun um hvort það kýs að undangenginni þáttöku sinni í undirbúningi ákvarðana, að bindast þeim og taka þær upp í löggjöf sína á grunvelli eigin stjórnskipunarlaga.</p> <p> </p> <p>Þá hefur færst í aukana að kveða nánar á um efni Scengen-gerða í nefndum á vegum framkvæmdastjórnarinnar, svokallaðar framkvæmdanefndir (Comitology-committees). Slíkar nefndir eru nú 8 talsins og fer ört fjölgandi.</p> <p> </p> <p>Eðli Schengen-samningsins er nokkuð ólíkt EES-samningnum þar sem hann gefur mun nánari aðgang að nefndum ESB en EES-samningurinn sem gerir það að verkum að hagsmunagæsla Íslands verður mun beinni en unnt er á grunni EES-samningsins. Felst það m.a. í því að sendiherra Íslands situr fundi sendiherra ESB-ríkjanna í ráðherraráðinu þegar fjallað er um Schengen-málefni og dómsmálaráðherra með sama hætti fundi dóms- og innanríkisráðherra ESB. Felur þetta í sér að hagsmunagæslan í þessu tilviki fer fram með ólíkum hætti en að því er varðar EES-samninginn. Með hinni beinu þáttöku gefst íslenskum stjórnvöldum betra tækifæri til að hafa áhrif á efni nýrra reglna en raunin er í EES-samstarfinu en á móti kemur að reglurnar eru teknar upp á Íslandi óbreyttar þegar þær hafa verið settar.</p> <p> </p> <p>Þá má einnig geta þess að eftirlit með framfylgni þessara tveggja samninga er mjög ólíkt. Innan EES fer eftirlitið fram af sérstakri eftirlitsstofnun ESA en engin eftirlitsstofnun var sett á fót vegna Schengen-samningsins heldur fer eftirlitið fram af hálfu Schengen úttektanefndarinnar (Schengen Evaluation Committe) þar sem öll aðildarríkin eiga fulltrúa. Sérstakar úttektarnefndir<span> </span> með sérfræðingum aðildarríkjanna eru svo skipaðar af nefndinni til að sinna úttektum á landamæravörslu í aðildarríkjunum. Nýjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar sem breyta núverandi eftirlitskerfi eru til umræðu nú í samsettu nefndinni. Þær ganga meðal annars út á að auka aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að eftirlitinu.</p> <h2><a id="_Toc242615868" name="_Toc242615868"><span><span>c.<span> </span></span></span> Takmarkanir á þátttöku Íslands, Noregs og Sviss</a></h2> <p>Þá eru nokkrir þættir sem takmarka þátttöku okkar á þessu sviði. Í fyrsta lagi er það framkvæmdastjórn ESB sem gerir tillögu um<span> </span> hvort gerð telst vera þróun á Schengen-samningnum<span> </span> eða ekki en ákvörðun um það er í höndum ráðherraráðs ESB á vettvangi sendiherra (COREPER) utan samsettu nefndarinnar. Þetta er ólíkt t.d. EES-samningnum þar sem ákvörðun um EES tæki gerðar er tekin af sameiginlegu EES-nefndinni sem er skipuð fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar og EES-EFTA-ríkjanna. Ísland getur því engin áhrif haft á það hvort gerð telst vera þróun á Schengen-samningnum eður ei.<span> </span></p> <p> </p> <p>Það getur verið í þágu Breta og Íra sem ekki taka þátt í Schengen-samstarfinu að gerðir séu túlkaðar þröngt í þessu tilliti, þ.e. að þær teljist ekki falla undir Schengen samstarfið,<span> </span> því að þá eiga þessi ríki kost á aðkomu að mótun viðkomandi gerða. Það var t.d. uppi á teningnum með evrópsku handtökuskipunina sem upphaflega var gert ráð fyrir að yrði hluti af þróun Schengen-reglna en vegna áhuga Bretlands og Írlands á að tengjast handtökuskipuninni var slíkt ekki mögulegt. Schengen-samstarfið gerir hins vegar ráð fyrir framsalsreglum og því var ákveðið að tengja Ísland og Noreg handtökuskipuninni með sérstökum samningi og lauk samningaviðræðum um slíkan samning með samkomulagi í apríl 2006.</p> <p> </p> <p>Stjórnarskrá Íslands setur einnig þau takmörk að við getum ekki fallist á gerðir sem ekki samrýmast stjórnarskrá. Við gætum t.d. ekki fallist óbreytt á gerð sem fæli framkvæmdastjórn ESB eftirlitsvald án okkar aðkomu.</p> <h2><a id="_Toc242615869" name="_Toc242615869"><span><span>d.<span> </span></span></span> Samningar tengdir Schengen samstarfinu</a></h2> <p>Ísland hefur gert nokkra samninga við Evrópusambandið á sviðum þar sem æskilegt hefur verið m.a. vegna Schengen samstarfsins, <span> </span>að fylgja samræmdri framkvæmd milli aðildarríkjanna.</p> <p> </p> <p>Þar má t.d. nefna samning um <strong>evrópsku handtökuskipunina</strong> en hún gengur út á einfaldaða málsmeðferð á sviði framsalsmála. Aðalbreytingin með handtökuskipuninni felst í því að handtökuskipun sem gefin er út í einu aðildarríki ESB skal framfylgja, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og á grundvelli gagnkvæmrar viðurkenningar í því aðildarríki sem viðkomandi eftirlýstur einstaklingur finnst í.</p> <p> </p> <p>Þá má nefna samning um <strong>gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum</strong>, en hann gerir íslenskum lögregluyfirvöldum kleift að hafa bein og milliliðalaus samskipti við lögregluyfirvöld í aðildarríkjum ESB.</p> <p> </p> <p>Einnig má hér nefna <strong>Dublin samstarfið</strong> um meðferð hælisumsókna, en þær reglur kveða á um hvaða ríki skuli taka hælisumsókn til meðferðar. Frá því þátttakan í Dublin-samstarfinu hófst hafa íslensk stjórnvöld vísað stærstum hluta hælisumsækjenda til baka til annarra aðildarríkja sem fjalla eiga um umsóknir þeirra, en för hingað er auðveld um hin opnu innri landamæri Schengen ríkjanna. Í Dublinsamstarfinu felst einnig þátttaka í sameiginlegum fingrafaragrunni (Eurodac), sem auðveldar stjórnvöldum að bera kennsl á þá sem þegar hafa sótt um hæli í öðrum aðildarríkjum.</p> <p> </p> <p><span> </span>Loks er vert að nefna <strong>Prüm-samkomulagið</strong> sem fjallar um einfaldaða lögreglusamvinnu milli aðildarríkjanna og felur í sér gagnkvæman uppflettiaðgang að upplýsingum úr lífkennagagnabönkum s.s. fingrafara- og erfðaefnisskrá lögreglu ásamt ökutækjaskrá. Til stendur að Ísland og Noregur undirriti Prüm-samkomulagið í þessum mánuði.</p> <h2><a id="_Toc242615870" name="_Toc242615870"><span><span>e.<span> </span></span></span> ESB stofnanir tengdar Schengen samstarfinu</a><span> </span></h2> <p>Þá hefur Schengen-samstarfið leitt til þess að Ísland hefur gert samninga við ESB um nánara samstarf á tengdum sviðum. Þar er m.a. um að ræða samninga við Evrópsku réttaraðstoðina (Eurojust), Evrópulögregluna (Europol) og lögregluskóla ESB (Cepol). Þá á Ísland einnig aðild að Landamærastofnun Evrópu (Frontex) og Landamærasjóði. Ég ætla hér að fjalla lítillega um hverja stofnun fyrir sig.</p> <p><span><span>·<span> </span></span></span> <strong>Evrópsku réttaraðstoðinni (Eurojust)</strong> er ætlað að styðja við rannsókn og saksókn mála sem varða alvarlega fjölþjóðlega brotastarfsemi. Er meginhlutverk stofnunarinnar, sem sett var á fót 2002 að efla samvinnu og auðvelda samræmingu aðgerða saksóknara og lögregluyfirvalda þegar mál varða fleiri en eitt aðildarríki. Samstarfssamningur milli Íslands og Eurojust var undirritaður 2005. Er stofnuninni heimilt að óska eftir upplýsingum frá yfirvöldum í aðildarríkjunum um tiltekin atriði er varða rannsókn eða saksókn. Stofnunin getur hins vegar ekki tekið ákvarðanir um rannsókn eða saksókn mála, heldur er ákvörðunarvald í þeim efnum eftir sem áður í höndum réttbærra yfirvalda í aðildarríkjunum. Af Íslands hálfu annast embætti ríkissaksóknara samskiptin við Evrópsku réttaraðstoðina.</p> <p><span><span>·<span> </span></span></span> <strong><span>Evrópulögreglan (Europol)</span></strong> fæst við miðlun upplýsinga í sambandi við rannsóknir glæpamála, en stofnun Europol var samþykkt með Maastricht samningnum 1992. Hlutverk Europol er að tryggja samvinnu viðkomandi stjórnvalda innan aðildarríkjanna til að koma í veg fyrir og berjast gegn hættulegri og skipulagðri glæpastarfsemi á alþjóðlegum vettvangi. Í júní 2001 var gerður samstarfssamningur milli Íslands og Europol og beinlínusamband er milli alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og aðalstöðva Europol. Íslenskur tengifulltrúi tók til starfa við stofnunina snemma árs 2007.</p> <p><span><span>·<span> </span></span></span> Ísland hefur tekið þátt í starfi <strong>Evrópska lögregluskólans (CEPOL)</strong> frá árinu 2006 en þá<span> </span>undirrituðu fulltrúar Lögregluskóla ríkisins og evrópska lögregluskólans (European Police College, CEPOL) aðildarsamkomulag Íslands að evrópska lögregluskólanum. Fyrir Lögregluskóla ríkisins þýðir þessi aðild nánara samstarf við evrópska lögregluskóla um þjálfun og upplýsingaskipti. Meginviðfangsefni CEPOL eru að efla samstarf og virkni lögregluliða, miðla upplýsingum um niðurstöður rannsókna og starfsvenjur og annast þjálfunarnámskeið fyrir háttsetta lögreglumenn. Viðfangsefnin tengjast jafnan baráttunni gegn afbrotum, s.s. afbrotum yfir landamæri innan Evrópu, viðnámi gegn hryðjuverkum, ólöglegum innflytjendum, landamæravörslu, mansali og hvers konar alþjóðlegri glæpastarfsemi. Munu lögregluskólarnir verða virkir þátttakendur í starfi CEPOL og fá aðgang að rafrænu netkerfi CEPOL ásamt námsneti evrópskra lögregluliða.</p> <p><span><span>·<span> </span></span></span> <strong>Landamærastofnun Evrópu (Frontex)</strong> leiðir samvinnu aðildarríkjanna á sviði landamæravörslu, en stofnunin fer hvorki með lagasetningarvald né ber ábyrgð á framkvæmd landamæravörslu. Helstu verkefni stofnunarinnar eru að samhæfa samvinnu landamæravarða, aðstoða aðildarríkin við þjálfun landamæravarða, framkvæma áhættugreiningu, fylgja eftir hvers kyns rannsóknum í þágu landamæragæslu, aðstoða ríki við sérstakar aðstæður vegna álags á einstaka hluta ytri landamæra og aðstoða ríkin við að framkvæma brottvísanir sameiginlega. Unnið er að því að skipuleggja einskonar hraðlið á vegum stofnunarinnar, sem sent yrði til landamæravörslu í einstökum aðildarríkjum ef sérstakur vandi skapast þar. Sérstök stjórn er yfir stofnuninni og tilnefnir hvert ríki, þar á meðal Ísland og Noregur, einn fulltrúa í stjórnina. Ísland og Noregur hafa meiri réttindi í Landamærastofnuninni en þeim fagstofnunum sem falla undir EES-samninginn að því leyti að fulltrúar landanna hafa þar atkvæðisrétt í ákveðnum málum sem varða þau sérstaklega.</p> <p><span><span>·<span> </span></span></span> <strong><span>Landamærasjóður ESB</span></strong> var settur á lagginar<strong><em>í</em></strong> <span> </span>árslok 2006 en þá samþykkti Evrópusambandið að setja upp sérstakan ytri-landamærasjóð (External Borders Fund), einnn fjögurra sjóða sem ætlað er að endurspegla sérstaklega samstöðu ESB ríkjanna og sanngjarna deilingu byrða í útlendingamálum á tímabilinu 2007-2013. Landamærasjóðnum er ætlað að styrkja samstöðu í stjórn ytri landamæra Schengen-svæðisins og greiða þannig fyrir frjálsri för innan þess, en hluti sjóðsins er einnig til ráðstöfunar fyrir framkvæmdastjórnina til sameiginlegra verkefna. Ísland greiðir til sjóðsins og getur jafnframt sótt um styrki úr honum.</p> <p><strong><span> </span></strong></p> <h1><a id="_Toc242615871" name="_Toc242615871">V<span> </span> Framkvæmd Schengen samstarfsins á Íslandi</a></h1> <p>Af hálfu Íslands er fer þátttaka Íslands í Schengen samstafinu fram annars vegar í Brussel með þátttöku í nefndum Schengen og hins vegar hér á landi með innleiðingu Schengen reglna, rekstri upplýsingakerfa, samstarfi um vegabréfaáritanir,<span> </span> og öryggisaðgerðum á ytri landamærum Schengen.</p> <h2><a id="_Toc242615872" name="_Toc242615872"><span><span>a.<span> </span></span></span> Innleiðing gerða í íslenska löggjöf</a></h2> <p> </p> <p>Ég hef hér lýst því með hvaða hætti Ísland tekur þátt í mótun ESB gerða sem varða Schengen samstarfið.</p> <p>Þegar ný Schengen gerð í kjölfar mótunar í samsettu nefndinni hefur verið samþykkt á vettvangi ESB sendir ráðherraráð ESB utanríkisráðuneytinu tilkynningu þess efnis.<span> </span> Er slík tilkynning hefur borist er óskað eftir afstöðu dómsmálaráðuneytisins til þess hvort nýsamþykkt gerð kalli á lagabreytingar eða ekki. Ef gerð kallar ekki á lagabreytingar, ber íslenskum stjórnvöldum<span> </span> að tilkynna Evrópusambandinu um það innan 30 daga frá samþykkt viðkomandi gerðar. Ef gerð kallar á lagabreytingar, ber að tilkynna ESB um það, og þegar öll stjórnskipuleg skilyrði hafa verið uppfyllt hér á landi, þ.e. að nauðsynlegar lagabreytingar hafi verið gerðar,<span> </span> ber Íslandi að gera ESB þegar í stað grein fyrir því, og eigi síðar en fjórum vikum fyrir daginn sem mælt er fyrir um að gerðin eða ráðstöfunin taki gildi að því er Ísland varðar. Þegar ríkisstjórn Íslands hefur fallist á nýja Schengen gerð tilkynnir sendiráð Íslands í Brussel ESB um samþykkt Íslands og upp frá því er Ísland bundið af efni gerðarinnar.</p> <p>Vísireglan við innleiðingu Schengen gerða hefur verið sú að ef efni gerðarinnar er ekki beinlínis andstætt íslenskum lögum, er ekki talin þörf á lagabreytingum. Kalli gerðin ekki á lagabreytinga er hún kynnt viðeigandi stjórnvöldum og þýdd og í kjölfarið birt í C-deild stjórnartíðinda. Þýðing getur tekið 2-3 ár og annast þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins hana.</p> <p>Helstu reglur Schengen samstarfsins má finna í eftirfarandi íslenskri löggjöf:</p> <p><span><span>o<span> </span></span></span> Almennum hegningarlögum nr. 19/1940.</p> <p><span><span>o<span> </span></span></span> Lögreglögum nr. 90/1996.</p> <p><span><span>o<span> </span></span></span> Lögum um útlendinga nr. 96/2002.</p> <p><span><span>o<span> </span></span></span> Lögum um Schengen upplýsingakerfið<span> </span> nr. 16/2000.</p> <p><span><span>o<span> </span></span></span> Lögum um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsidóma nr. 56/1993.</p> <p><span><span>o<span> </span></span></span> Lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984.</p> <p><span><span>o<span> </span></span></span> Lögum um vegabréf nr. 136/1998.</p> <p><span><span>o<span> </span></span></span> Lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000.</p> <h2><a id="_Toc242615873" name="_Toc242615873"><span><span>b.<span> </span></span></span> Lögreglusamvinna og rekstur upplýsingakerfa.</a></h2> <p> </p> <p>Stærsti þáttur í lögreglusamvinnu Schengen ríkjanna er rekstur sameiginlegs miðlægs gagnabanka &ndash; Schengen upplýsingakerfisins (SIS) &ndash; þar sem, eftir ströngum reglum, eru settar inn upplýsingar um stolna muni eins og t.d. bifreiðar, skotvopn, skilríki o.fl. Þá eru og settar þar inn upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga til að mynda týnda einstaklinga, einstaklinga sem synja ber um inngöngu inn á Schengen svæðið, einstaklinga sem stefna á fyrir dóm sem vitnum eða þá sem leita þarf uppi til að kynna fyrir þeim dómsniðurstöður. Slíkur gagnabanki leiðir til mjög aukins upplýsingaflæðis og auðveldar allt samstarf á milli lögreglu Schengen ríkjanna. Skilvirkni eykst og málarekstur verður allur einfaldari.</p> <p><br /> <strong>Schengen upplýsingakerfið (SIS)</strong> er<span> </span> svokallað hit/no hit kerfi eða smell-kerfi</p> <p>en til frekari samskiptahefur hvert aðildarlandanna sett upp svokallaða SIRENE skrifstofu (Supplementary Information Request on National Entry). Starfsmenn hennar fara yfir og leggja mat á allar þær upplýsingar, er leggjast eiga inn í bankann. Skrifstofa þessi er einnig eins konar miðpunktur lögregluembætta í viðkomandi landi sem og gagnvart öðrum Schengen löndum þegar dreifa skal upplýsingum í gegnum gagnabankann. Ef t.d. franska lögreglan lýsir eftir peningafalsara í SIS kerfinu og sá finnst á Íslandi, þá munu SIRENE skrifstofur þessara tveggja landa sjá um dreifingu allra þeirra upplýsinga, sem nauðsynlegar eru á milli landanna og varða til að mynda handtökuna og væntanlegt framsal hins handtekna til Frakklands. SIRENE skrifstofan á Íslandi er í húsnæði <a href="http://www.rls.is/"><span>Ríkislögreglustjórans</span></a> að Skúlagötu 21, Reykjavík, og er undir hans stjórn.<br /> <br /> <span>Auk alþjóðadeildar RLS hafa öll lögregluyfirvöld landsins (þ.á.m. landamæralögreglan á Keflavíkurflugvelli) aðgang að SIS til að fletta upp nöfnum á útlendingum sem þeir hafa afskipti af, bæði vegna venjubundins eftirlits sem og af einhverju öðru sérstöku tilefni til að kanna hvort í kerfinu séu að finna upplýsingar um viðkomandi einstakling. Sé nafn einstaklings í kerfinu kemur smellur (hit) og SIRENE skrifstofur ríkjana hefja samskipti. Eftirlit sem þetta hjá lögreglu er einn af lykilþáttum þess að Schengen samstarfið virki sem skyldi og því mjög mikilvægt að því sé sinnt af kostgæfni.</span></p> <p><span> </span></p> <p>Auk alþjóðlegrar samvinnu lögreglu í gegnum Schengen upplýsingakerfin gerir Schengen samningurinn ráð fyrir auknu sameiginlegu eftirliti lögreglu innan svæðisins. Í baráttunni gegn aukinni alþjóðavæðingu skipulagðrar glæpastarfsemi hafa yfirvöld lögreglu og dómsmála, með gildistöku Schengen samningsins, fengið möguleika á stóraukinni samvinnu landa á milli. Til að styrkja þetta samstarf hefur lögregla til að mynda fengið heimild til, undir ströngum skilyrðum þó, að elta meinta sakamenn yfir landamæri ríkjanna og í framhaldinu handtaka þann eða þá er veitt var eftirför.</p> <p> </p> <p><span>Hlutverk lögreglu innan Schengen samstarfsins er mjög mikilvægt, en í ljósi þess að vegabréfaeftirlit á innri landamærum Schengen ríkja hefur verið aflagt þá eykst þörfin til muna á virku eftirliti með útlendingum innan svæðisins.</span></p> <h2><a id="_Toc242615874" name="_Toc242615874"><span><span>c.<span> </span></span></span> Samstarf um vegabréfaáritanir</a></h2> <p> </p> <p>Með aðild að Schengen samstarfinu hefur Ísland skuldbundið sig til að þátttöku í sameiginlegri stefnu aðildarríkjanna varðandi útgáfu vegabréfsáritana en ríkin fara öll eftir sameiginlegum lista um lönd þar sem ríkisborgarar þurfa vegabréfsáritun til að komast inn á Schengen svæðið. Þá hafa ríkin sett sér sameiginleg skilyrði um útgáfu vegabréfsáritana.</p> <p>Undanfarin misseri hefur verið til þróunar hið svokallað VIS upplýsingakerfi &ndash; eða upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir, sem leysa mun af hólmi núverandi samskiptakerfi á sviði áritanamála.<span> </span> VIS er miðlægt upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir fyrir aðildarríki Schengen samstarfsins. Inn í kerfinu verða geymdar upplýsingar um umsóknir um vegabréfsáritanir, þ.á.m. persónu- og lífkenna upplýsingar um umsækjandann (lífkenna upplýsingarnar eru 10 fingraför og mynd af umsækjanda).</p> <p>Aðgangur að kerfinu verður takmarkaður við þau stjórnvöld aðildarríkjanna sem gefa út vegabréfsáritanir (útlendingastofnun og landamæralögregla), en auk þeirra munu Europol, lögregluyfirvöld og önnur tilnefnd eftirlitsyfirvöld hafa uppflettiaðgang að kerfinu í ákveðnum tilvikum.<span> </span> Þróun kerfisins innan Schengen samstarfsins er langt komin og er gangsetning þess áætluð fyrri hluta árs 2010.<span> </span> Með gangsetningu kerfisins mun hin samræmda stefna Schengen ríkjanna í áritanamálum verða mun öruggari, og þar með auka öryggi inni á Schengen svæðinu.</p> <h2><a id="_Toc242615875" name="_Toc242615875"><span><span>d.<span> </span></span></span> Öryggisaðgerðir á ytri landamærum Schengen</a></h2> <p> </p> <p>Enda þótt persónueftirlit með einstaklingum, sem ferðast frá einu Schengen ríki til annars, hafi verið afnumið er þess þó krafist að þeir geti á hvaða tíma sem er sannað á sér deili með viðurkenndum persónuskilríkjum. Viðurkennd persónuskilríki fyrir Íslendinga eru vegabréf.</p> <p><span>Samráð fer fram á vettvangi allra Schengen ríkjanna um öryggiskröfur, aðgerðir og útbúnað til vörslu á ytri landamærunum, til að fyllsta öryggis innan svæðsins sé gætt. Mikilvægur öryggishlekkur í þessu samhengi er aðild Íslands að landamærastofnun, eða Frontex, sem Schengen veitir.</span> Frontex var sett á fót fyrir nokkrum árum til að bæta svokölluðu framkvæmdarlegum þætti í varnir ytri landamæra Schengen svæðisins. Frá því Frontex var sett á fót hefur stofnunin vaxið umtalsvert og hlutverk hennar aukist. Talið er að sú þróun haldi áfram á komandi árum.</p> <p>Í reglum Schengen samstarfsins er að finna heimild fyrir aðildarríki til tímabundinnar upptöku landamæraeftirlits á innri landamærum vegna alvarlegrar ógnar við allsherjareglu eða þjóðaröryggi í allt að 30 daga eða eins lengi og fyrirsjáanleg ógn stendur yfir ef um lengri tíma en 30 daga er að ræða.</p> <p>Umrædd heimild hefur verið innleidd í íslenska löggjöf með ákvæði 29. gr. reglugerðar nr. 1212/2007 um för yfir landamæri:</p> <p>Heimild til tímabundinnar upptöku landamæraeftirlits nær bæði til fyrirsjáanlega aðstæðna,</p> <p>dæmi um slíkt er heimsmeistaramót í fótbolta, þjóðhöfðingafundir o.s.frv.<span> </span> og ófyrirsjáanlegra aðstæðna (aðkallandi tilvikum).</p> <p> </p> <p>Á Íslandi hefur heimildinni um tímabundna upptöku landamæraeftirlits verið beitt í síðarnefndu tilviki, nánar tiltekið vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna (heimsókn Hells Angels til Íslands í tvígang).</p> <p> </p> <h1><a id="_Toc242615876" name="_Toc242615876">VI <span> </span> Þýðing fyrir öryggi landsins</a></h1> <p><span>Schengen samstarfið í heild og alþjóðleg lögreglusamvinna eru mikilvægir hlekkir í öryggi landsins. Þátttaka í Schengen, veitir íslenskum stjórnvöldum rétt til aðgengis að viðamiklu og afar mikilvægu samstarfi við önnur Schengen ríki, sem ella væri okkur lokað.</span></p> <p><span>ESB er sífellt að auka samvinnu aðildildarríkja sinna í lögreglu- og dómsmálum, jafnt innan gildissviðs Schengen sem utan. Í ljósi þess að Ísland er hluti af hinu opna landamæralausa svæði sem Schengen myndar eru hagsmunir Íslands, og þar með öryggi landsins, best tryggt með þátttöku í slíku samstarfi. Jafnframt þessu er þörfin fyrir samstarf og samvinnu erlendis frá mikil og kemur líklegast til með að aukast. Fjöldi útlendinga í landinu hefur aukist til muna og einnig hefur ásókn erlendra glæpagengja til landsins aukist. Samfara þessum málefnum og fleiri er samstarf og erlend samvinna gríðarlega mikilvæg.</span></p> <p><span>Shengen samstarfið og annað alþjóðlegt lögreglusamstarf hefur verið gott, þá sérstaklega við Norðurlandaþjóðir. Íslensk lögregluyfirvöld hafa í auknum mæli verið að nýta slíkt samstarf og hefur það skilað góðum árangri. Góð upplýsingasamskipti, sem teljast verða lykillinn að árangursríku millilandasamstarfi, hafa verið milli íslensku lögreglunnar og lögregluyfirvalda annarra landa, auk þess sem sameiginlegar æfingar hafa verið stundaðar m.a. sérsveitaæfingar.</span></p> <p><u><span><span> </span></span></u></p> <p><span>Þrátt fyrir takmarkaðra landamæraeftirlit hér á landi telja lögregluyfirvöld að kostir þátttöku í Schengen-samstarfinu vegi upp á móti göllunum, ekki síst vegna þess ávinnings sem fengist hefur af alþjóðasamstarfi lögreglu og aðgangi að upplýsingakerfum Schengen-ríkjanna. Talið er t.d. að árangur við fíkniefnaleit hafi aukist vegna þessa.</span></p> <p> </p> <p><span> </span></p> <p> </p> <br /> <br />

2009-09-29 00:00:0029. september 2009Formal Opening Session of the Summit of the North Atlantic Coast Guard Forum 2009

<h2 align="center"><span>Address by</span></h2> <h2 align="center"><span>H.E. Ragna Árnadóttir,<br /> </span><span>Minister of Justice of Iceland,<br /> at the</span></h2> <h2 align="center"><span>Formal Opening Session of the Summit of<br /> </span><span>the North Atlantic Coast Guard Forum<br /> </span><span>Akureyri, Iceland, 29 September to 2 October 2009.</span></h2> <p></p> <p><span>Admirals, distinguished delegates, ladies and gentlemen,</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Good morning. <span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>It is both an honour and a pleasure for me to open <span>&nbsp;</span>the <span>&nbsp;</span>Summit of the North Atlantic Coast Guard Forum.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><span>---</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>This multilateral co-operation is extremely important, as it relates to the general policing of the ocean, maritime security and maritime surveillance.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>With the establishment of the North Atlantic Coast Guard Forum in 2007, an important step was taken to provide a realistic framework for coastguard bodies in the North Atlantic to improve maritime safety, security and environmental protection throughout the region.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>This forum brings together representatives from the North Atlantic countries to facilitate multilateral cooperation on such matters as combined operations, action against illegal drug trafficking, marine security, environmental protection, information exchange, the enforcement of fisheries management measures, controls against illegal migration and search and rescue operations. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>The changing conditions in the Arctic region, and their implications for maritime security in the North Atlantic, are certainly the most important challenges we face.<span>&nbsp;&nbsp;</span> With the opening up of new sea routes due to climate change, increased maritime traffic including oil and gas tankers, and also cruise ships, and increased energy transportation across the North Atlantic, we are forced to deal with a range of significant new issues, many of them relating to security.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><span>-----</span></p> <p><span>Maritime issues are of central importance for Iceland. We are therefore proud to be able to play our part in facing the new challenges through the contribution by our Coast Guard to the international collaboration that is the subject of your conference here in Akureyri.</span></p> <p><span>The Coast Guard enjoys particular respect and trust in Iceland.<span>&nbsp;</span> It not only patrols and protects our fishing grounds; it also plays a vital role in search and rescue operations both at sea and on land. This side of its work is particularly important both for our seamen and the general public alike, and the whole nation regards the Coast Guard with affection and gratitude for its many exploits in this field.<span>&nbsp;</span> Maintaining capacity at a high level and ensuring that operations go smoothly is therefore of great importance, and I should like to thank the Director and the entire staff for their excellent work.</span></p> <p><span>It is important to ensure that the Icelandic Coast Guard is able to be an active and reliable contributor towards multinational co-operation in enhancing maritime safety, maritime security and environmental protection in the vast ocean area of the North Atlantic, which is the one of the toughest marine areas in the world.</span></p> <p><span>Strategic decisions were taken in recent years to reinforce the capabilities of the Icelandic Coast Guard by the acquisition of a new aircraft and a new coastguard vessel.</span></p> <p><span>During the turbulent economic times we are living in, this is indeed a huge challenge. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>In facing this challenge, I am encouraged by the extraordinary bravery, professionalism and dedication of the Icelandic Coast Guard personnel, and the close co-operation they enjoy with the other organisations represented here in this forum.</span></p> <p align="center"><span>----</span></p> <p><span>The arrival of a new fixed-wing coastguard aircraft last July was indeed a cause for national celebration.</span></p> <p><span>This excellent search and rescue aircraft, TF-SIF, is a Dash 8 Q 300.<span>&nbsp;</span> It was specially designed for surveillance, search and rescue operations and medical air services in the North Atlantic region. <span>&nbsp;</span>The acquisition of this new aircraft by the Coast Guard represents a great stride forward in surveillance and search-and-rescue work in Iceland.<span>&nbsp;</span> It also opens up a world of opportunities in collaborative work between the Iceland Coast Guard and its counterparts in our neighbouring countries in the fields of monitoring, search-and-rescue work and resource management in the important North Atlantic marine region. This new aircraft is a vital link in this collaborative chain.</span></p> <p><span>.</span></p> <p><span>In 2010, we look forward to welcoming a new 4,000-ton coastguard <span>&nbsp;</span>patrol vessel which is currently being built for the Icelandic Coast Guard. <span>&nbsp;</span>It will have a towing capacity of 120 tons and a cruising speed of 19.5 knots. It will be fitted with special anti-pollution equipment and a Dynamic Position /Joystick System (DPS) to ensure accurate control in difficult conditions. It will carry sophisticated monitoring and fire-fighting equipment, and it will be possible to use it as a mobile command centre for the direction of emergency operations, even when all normal telecommunications systems are out of order. It will also be able to carry heavy-duty rescue equipment and a large number of personnel, which could be a key factor in securing success in rescue operations.</span></p> <p><span>Active participation by Iceland in collaboration on security with other nations is vital for us to guarantee quick and effective response in law-enforcement and life-saving work at sea.<span>&nbsp;</span> I am confident that the Icelandic Coast Guard will continue to prove its worth as a reliable partner in international operations of this type in the North Atlantic, and not least following the acquisition of the new aircraft and coastguard vessel.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="center"><span>---</span></p> <p><span>As we are faced with an economic recession of unprecedented proportions, cooperation and coordination within the North Atlantic Coast Guard Forum is of immense importance for its continued endeavours to ensure security in the region.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I wish you success in your deliberations and discussions and I am indeed looking forward to hearing about your conclusions.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I declare this the Summit of the North Atlantic Coast Guard Forum formally open.</span></p> <p align="left">&nbsp;</p> <br /> <br />

2009-09-24 00:00:0024. september 2009Ávarp á aðalfundi Sýslumannafélags Íslands 24. september 2009

<p align="center"><strong><span>Ávarp Rögnu Árnadóttur dóms- og kirkjumálaráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á aðalfundi Sýslumannafélags Íslands 24. september 2009</span></strong></p> <p><strong><span>Breytingar á málefnasviðum og heiti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 1. október</span></strong></p> <p><span>Í samræmi við lög nr. 98/2009 mun heiti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins breytast 1. október næstkomandi í <strong>dómsmála- og mannréttindaráðuneyti</strong> og í samræmi við það verður aukin áhersla lögð á verkefni á sviði mannréttinda. Þann dag koma einnig til framkvæmda nokkrar breytingar á verkefnum ráðuneytisins er það tekur við forræði yfir sveitarstjórnarkosningum, fasteignamati og skráningu auk þess sem neytendamál færast til ráðuneytisins. Þá mun dómsmála- og mannréttindaráðuneytið framvegis hafa yfirumsjón með málefnum er varða mansal. Umsjón laga um prentrétt flyst hins vegar frá ráðuneytinu til mennta- og menningarmálaráðuneytis en kirkjumál verða áfram á forræði ráðuneytisins þó að heiti þess breytist.</span></p> <p><span>Ég ætla að koma nánar inn á þessar breytingar.</span></p> <p><u><span>Sveitarstjórnarkosningar til ráðuneytisins.</span></u> <span>Forræði sveitarstjórnarkosninga flyst frá samgönguráðuneyti til dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og mun ráðuneytið því annast framkvæmd allra kosninga hér á landi, þ.e. alþingiskosninga, forsetakjörs og almennra sveitarstjórnarkosninga, sem og sameiningarkosninga sveitarfélaga og framkvæmd annarra almennra kosninga, þ.m.t. þjóðaratkvæðagreiðslu. Vefurinn</span> <a href="http://www.kosning.is/"><span>www.kosning.is</span></a><span>, sem er í umsjón ráðuneytisins, mun framvegis verða upplýsingavefur allra kosninga hér á landi en ekki eingöngu alþingiskosninga.</span></p> <p><u><span>Fasteignaskrá.</span></u> <span>Skráning og mat fasteigna færist frá fjármálaráðuneyti til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og heyra því nú tvær grunnskrár landsins undir sama ráðuneytið, Fasteignaskrá Íslands og Þjóðskrá. Með því að hafa þessar grunnskrár í einu ráðuneyti er ætlunin að stuðla að aukinni samvinnu og samræmingu í skráavinnslu ríkisins sem gefur jafnframt aukna möguleika á rekstrarhagræði með ýmiss konar samrekstri og samvinnu við rekstur upplýsingakerfa.</span></p> <p><span>Ráðuneytið hefur um nokkurra ára skeið átt samvinnu við Fasteignaskrá sem hefur leitt til þess að skráin sér nú um rekstur þinglýsingakerfis sýslumannsembætta. Horft er nú til þess að ýmis sameiginleg rekstrarmál Þjóðskrár og Fasteignaskrár, svo sem öryggismál, rekstur gagnagrunna og margvísleg hugbúnaðarþróun, geti leitt til rekstrarhagræðis og lækkunar útgjalda hjá ráðuneytinu.<strong><br /> <br /> </strong></span></p> <p><span>Þá færist forræði yfir neytendamálum frá viðskiptaráðuneyti yfir til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. Er þar um að ræða ýmis lög er varða verkefni á vegum Neytendastofu, og talsmanns neytenda. Lög um neytendalán munu hins vegar áfram heyra undir viðskiptaráðuneytið (frá 1. október efnahags- og viðskiptaráðuneytið), sem og lög um rafrænar undirskriftir og rafræn viðskipti.</span></p> <p><span>Yfirumsjón málefna er varða mansal verður nú hjá dómsmála- og mannréttindaráðuneyti í stað félags- og tryggingamálaráðuneytis áður. Aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali sem ríkisstjórnin samþykkti í mars síðastliðnum<span> </span> er ætlað að efla baráttuna gegn mansali á Íslandi með ýmsu móti. Í henni er miðað að því að fullgilda alþjóðlega samninga um alþjóðlega glæpastarfsemi og mansal sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað. Ráðuneytið bindur vonir við að Ísland geti fullgilt Palermó-bókunina við samning Sameinuðu þjóðanna og samning Evrópuráðsins frá árinu 2005 um aðgerðir gegn mansali í byrjun næsta árs og nauðsynlegar lagabreytingar til þess verði samþykktar á haustþingi.</span></p> <p><strong><span>Veturinn framundan.</span></strong></p> <p><span>Erfiður vetur er framundan. Til þess að mæta niðurskurðarkröfu komandi ára verðum við einfaldlega að hugsa hlutina upp á nýtt. Áberandi hefur verið endurskipulagning lögreglunnar. Ég fól í lok júlí starfshópi, sem Haukur Guðmundsson leiðir, að kanna hagkvæmni þess að vinna tillögu þess efnis að lögregluumdæmi landsins yrðu stækkuð og yrðu 6-8 talsins. Lagt var upp með að umdæmin störfuðu undir stjórn umdæmisstjóra, aftur undir forystu eins lögreglustjóra á landsvísu, sem yrði nýtt embætti. Var vinnuhópnum falið að vinna að nánari útfærslu tillögunnar og áætlun um framkvæmd hennar. Fulltrúar Landssambands lögreglumanna og Lögreglustjórafélag Íslands hafa starfað með hópnum og ég hef ávallt lagt mikla áherslu á að vinna breytingarnar með fólkinu sem starfar að löggæslu hér á landi. Í því sambandi hef ég undirstrikað að ekkert væri ákveðið. Þegar starfshópurinn, með fulltrúum Landssambandsins og Lögreglustjórafélaginu innanborðs kom sér saman um tillögur til mín ákvað ég því strax að taka þær til alvarlegrar athugunar.</span></p> <p><span>Starfshópurinn hefur nú lagt til að það skref verði stigið þegar í stað að sameina lögregluembætti svo þau verði sex að tölu (Norðurland, Austurland, Suðurland, Reykjanes, höfuðborgarsvæðið og Vesturland ásamt Vestfjörðum). Lögreglustjórn verði skilin frá sýslumannsembættunum og verði lögreglustjórar yfir nýjum og stækkuðum umdæmum skipaðir frá næstu áramótum. Áfram verði unnið að breytingum á skipulagi þeirra verkefna sem unnin eru á landsvísu.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þá hefur Félag yfirlögregluþjóna ályktað að það sé tímabært að lögregluembættum sé fækkað í 6-8 umdæmi með lögreglustjórum sem fara með lögreglustjórn hver í sínu umdæmi.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég hef fallist á tillögu starfshópsins og falið honum að vinna að frumvarpi um fækkun lögregluumdæma svo sem að framan greinir. Miðað er við að ný embætti taki til starfa um næstu áramót og verði þá skilið á milli starfsemi sýslumanna og lögreglustjóra alls staðar á landinu. Lögreglustjórar munu svo í framhaldinu búa til skipurit fyrir sín embætti og verður við það miðað að ákveðins samræmis sé gætt þótt vitaskuld þurfi að taka tillit til landfræðilegra aðstæðna og stærðar embætta.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Fækkun umdæma, svo sem starfshópurinn hefur lagt til, skilur eftir embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem þó fara með meiri hluta þeirra fjárveitinga sem veitt er til löggæslu. Því tel ég óhjákvæmilegt að starfshópurinn fjalli um það hvernig þessi embætti geti sparað útgjöld með sama hætti og hin stækkuðu lögregluumdæmi.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég geri ráð fyrir, ef allt gengur eftir, að frumvarp um stækkun lögregluumdæma verði lagt fyrir Alþingi í október. Þakka ég fyrir alla þá góðu vinnu sem starfshópurinn hefur innt af hendi.</span></p> <p><span>Þá verður að líkindum endurflutt frumvarp til laga um breytingu á dómstólum, þar sem gert er ráð fyrir einum héraðsdómstóli fyrir allt landið, með starfsstöðvum víða um land. Sú tillaga kom frá dómstólaráði og taldi ég hana mikilvæga viðleitni til að mæta lækkun fjárheimilda. Þá eru aðrar breytingar á dómstólalögum til skoðunar, en ég skipaði sl. vetur nefnd sérfræðinga sem var falið að endurskoða reglur um skipan hæstaréttardómara og héraðsdómara. Nefndin mun <span> </span>skila mér tillögum sínum nú síðar í haust.</span></p> <p><span>Auk þessara mála verður unnið að endurskoðun lagareglna um hælisleitendur, á grundvelli tillagna nefndar sem ég skipaði þann 21. apríl 2009, en nefndin skilaði myndarlegri og vel unninni skýrslu nú í sumar. Hefur skýrslan verið send til umsagnar. Auk þess er nú unnið að frumvarpi til lögleiðingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá verður hugað að lagabreytingum sem leggja refsingu við mansali og bann við nektardansi, auk þess sem reglur um nálgunarbann eru til endurskoðunar og í því sambandi hvort rétt sé að lögleiða hina svonefndu ,,austurísku leið&ldquo;, þannig að ofbeldismenn verði fjarlægðir af heimilum sínum.</span></p> <p><span>Miðað er við að frumvarp um persónukjör verði lagt fram að nýju, en með lögum nr. 98 frá 3. september 2009 um tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands var umsjón með kosningum, m.a. kosningum til Alþingis og sveitarstjórna, færð til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, eins og áður er getið. Þá verða lagðar fram tillögur til breytinga á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., þar sem óhjákvæmilegt er að bregðast enn frekar við því ástandi sem upp hefur komið í íslensku efnahagslífi vegna falls bankanna sl. haust, meðal annars með endurskoðun á reglum gjaldþrotaskiptalaga um nauðasamninga lögaðila og agnúar sniðnir af greiðsluaðlöguninni. Áfram verður unnið að því að styrkja og efla rannsóknir efnahagsbrota og má sem dæmi nefna að starfsfólki við embætti hins sérstaka saksóknara hefur verið fjölgað og aðbúnaður embættisins stórbættur.</span></p> <p><span> </span></p> <p><strong><span>Að sýslumannsembættunum</span></strong></p> <p><span>Umræðan um endurskipulagningu lögreglu hefur kallað á að menn velti fyrir sér framtíð sýslumannsembættanna. Fréttir um stórlega skert fjármagn til ríkisrekstrarins hefur líka kallað á spurningar um hvort raunhæft sé að ætla mönnum að ná þessum sparnaði innan núverandi kerfis.</span></p> <p><span>Það er þó ekki eingöngu hremmingar í ríkisfjármálum sem ýta okkur í átt til sameiningar sýslumannsembætta. Árum saman hefur verið á það bent að skipan embættanna endurspegli engan veginn þær breytingar sem orðið hafa á búsetu eða þær samgöngur sem landsmenn búa við í dag. Þá er stærð embættanna mjög mismunandi, bæði í flatarmáli og verkefnum. Þá ber þess að geta að nú er unnið að stefnumótun ríkisstjórnarinnar á grundvelli sóknaráætlunar 20/20, en á þeim vettvangi<span> </span> er ráðgert að skipta landinu upp í 5-7 <span> </span>svæði og að stefnumótun og áætlanir sem varða uppbyggingu landsins muni taka mið af þeirri skiptingu.</span></p> <p><span>Sýslumannsembættin þjóna allt frá rúmlega 700 íbúum til rúmlega 132.000 íbúum. Það er því meira en hundrað og áttatíufaldur munur á þeim eftir þessum mælikvarða.</span></p> <p><span><span>-<span> </span></span></span> <span>Fjögur sýslumannsembætti þjóna svæðum þar sem íbúar eru færri en 1000.</span></p> <p><span><span>-<span> </span></span></span> <span>Sjö sýslumannsembætti þjóna svæðum þar sem íbúar eru færri en 2500.</span></p> <p><span><span>-<span> </span></span></span> <span>Átján sýslumannsembætti þjóna svæðum þar sem íbúar eru færri en 7000.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þá er geysilega mikill kostnaðarmunur innbyggður í kerfið. Embættin kosta tæpa 2,2 milljarða í rekstri. Ekkert embætti kostar undir 27 milljónum en kostnaður á íbúa er allt frá 5.016 krónum á íbúa upp í um 40.000 kr. Auðvitað verður rekstrarkostnaður á hvern íbúa alltaf mismikill eftir því hvort verið er að þjónusta dreifbýl svæði eða stóra þéttbýliskjarna en áttfaldur munur bendir auðvitað til þess að það sé unnt að hagræða.<span> </span> Það má líka benda á að innan núverandi kerfis er í sumum umdæmum (t.d. á Snæfellsnesi og Seyðisfirði) íbúum þjónað með útibúum í stað fleiri sjálfstæðra eininga og virðist það almennt leiða til verulega minni rekstrarkostnaðar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í ráðuneytinu hefur enda farið fram vinna að undanförnu við að endurskipuleggja uppbyggingu sýslumannsembættanna. Ákveðið hefur verið að vinna út frá þeirri grunnhugmynd að sýslumannsembættin verði sjö talsins. Þessi tala er þó ekki endanlega ákveðin og verð ég að gera ákveðinn fyrirvara bæði vegna þess að enn er verið að vinna að þessum hugmyndum í ráðuneytinu, unnið er að stefnumótun um skiptingu landsins í þjónustusvæði á vegum stjórnarflokkanna og forsætisráðuneyti og vegna þess að Alþingi á auðvitað eftir að fjalla um þessar breytingar.</span></p> <p><span>Í hugmyndinni um sjö sýslumannsembætti felst að eitt embætti verði á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Vesturlandi, eitt á Vestfjörðum, eitt á Norðurlandi, eitt á Austurlandi, eitt á Suðurlandi og eitt á Reykjanesi. Þau verkefni sem í dag eru unnin á landsvísu á einstökum embættum verði áfram unnin með óbreyttu sniði.</span></p> <p><span>Við þessa vinnu var þó vissulega horft til annarrar uppbyggingar á embættunum en hér er lögð fram og ákveðið hefur verið að vinna áfram að. Má þar nefna eitt embætti á landsvísu, sex embætti, eða þá hugmynd að leggja niður minnstu embættin. Þá hefur verið rætt um að halda lögreglu og sýslumönnum saman í 6 &ndash; 7 embættum.</span></p> <p><span>Niðurstaðan varð sú að vinna með þá hugmynd að embættin verði sjö í framtíðinni og er þá horft til þátta eins og fjölda verkefna, íbúafjölda, landfræðilegrar legu og samgangna. Einnig hefur verið horft til þeirrar þjónustu sem sýslumannsembættunum og sýslumönnum sjálfum er ætlað að veita.</span></p> <p><span>Við þetta mat hefur verið horft til ýmissa þátta. Einstök embætti á borð við Vestfirði og Austurland verða tæplega stækkuð vegna þátta eins og samgangna og landfræðilegrar legu, á meðan Reykjanes myndar hagvæma einingu vegna íbúafjölda og fjölda verkefna. Höfuðborgarsvæðið mun ætíð skera sig úr hvað varðar verkefnafjölda og íbúafjölda. Vissulega eru embættin á höfuðborgarsvæðinu nú ólík hvað varðar innheimtu opinberra gjalda, en það eru þættir sem unnið verður úr í þeirri vinnu sem framundan er.</span></p> <p><span>Ætlunin er að gera stöðu embættanna jafnari frá því sem nú er, auk þess sem markmiðið er að skerða nærþjónustu til íbúa sem minnst.</span></p> <p><span>Með því að halda áfram vinnu með að embættin verði sjö, er það von ráðuneytisins að embættin verði betur í stakk búin til að mæta auknum og flóknari verkefnum, auk þess að geta tekið á móti áföllum eins og auknum niðurskurði í rekstri eða tíðari breytingum á mannahaldi. Markmiðið er ekki einungis að mæta stórfelldum niðurskurði í ríkisrekstri, heldur einnig að búa til betri rekstrareiningar.</span></p> <p><span>Hér vil ég rifja það upp að þótt dómsmálaráðuneytið hafi á undanförnum árum flutt ýmis verkefni til sýslumanna, hefur því gengið mjög illa að fá önnur ráðuneyti og stofnanir til að feta þá braut. Hér verður vonandi breyting á með stærri og öflugri embættum.</span></p> <p><strong><span>Um sýslumennina sjálfa</span></strong></p> <p><span>Ég nefndi áðan að á meðal þess sem hefur verið til skoðunar var að stofna u.þ.b. 7 ný embætti sýslumanna sem væru jafnframt lögreglustjórar &ndash; það hefði þýtt að stjórnendum lögreglu og sýslumannsembættanna hefði verið fækkað úr 24 í 7 og það var ein af ástæðum þess að ég taldi þá hugmynd ekki tæka.</span></p> <p><span>Auðvitað höfum við velt þeirri spurningu mjög fyrir okkur í ráðuneytinu, hvernig eigi að framkvæma þessa breytingu gagnvart okkar fólki, sýslumönnunum í landinu. Eitt aðalatriðið í mínum huga er að þessi breyting verði ekki framkvæmd með þeim hætti að við missum þá reynslu og þekkingu sem býr í kerfinu út úr því.</span></p> <p><span>Í fyrsta lagi tel ég rétt að í lagafrumvörpunum um þessar breytingar verði kveðið á um forgang þeirra sem nú starfa við sýslumennsku og lögreglustjórn til starfa við ný embætti.</span></p> <p><span>Í öðru lagi tel ég vel athugandi að stöður sýslumanna og lögreglustjóra við ný embætti verði ekki auglýstar heldur verði farin sú leið, að rætt verði við alla sýslumenn og lögreglustjóra. Þannig verði skoðað hvort hugur manna stefnir fremur að starfi innan lögreglunnar eða sýslumannakerfisins, hvort menn leggi áherslu á að fá að starfa áfram í sinni heimabyggð eða geti hugsað sér flutning annað o.s.frv. Hef ég óskað eftir því að þessi kostur verði kannaður sérstaklega í samvinnu við starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins</span></p> <p><span>Það er þó útilokað að allir haldi sínu þegar ráðist er í breytingar sem ætlað er að lækka stjórnunarkostnað. Mér sýnist hins vegar að þegar upp verður staðið muni allir þeir sem hér eru eiga kost á störfum í nýju kerfi. Flestir sem stjórnendur stærri sýslumanns- eða lögregluembætta en nú eru.<span> </span> Aðrir sem millistjórnendur eða sérfræðingar í útibúum nýrra embætta.<span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p><strong><span>Um næstu skref og samráð við sýslumennina</span></strong></p> <p><span>Ég mun á næstu dögum skipa verkefnisstjóra sem mun stýra þessu verkefni ásamt verkefnisstjórn sem skipuð verður fólki sem þekkir vel til rekstrar embættanna í bland við fólk sem hefur mikla reynslu af breytingastjórn. Fyrsta skrefið verður að semja lagafrumvarp sem lagt verður fram í næsta mánuði. Í framhaldi af því verður rætt við sýslumenn um framtíð þeirra í nýju kerfi eins og ég ræddi hér áðan. Þá þarf að kortleggja hvernig skipta eigi fjárveitingum núverandi embætta á milli lögreglu og nýrra sýslumannsembætta. Ég geng út frá því að ný embætti taki yfir öll réttindi og skyldur eldri embætta og að allir starfsmenn færist yfir í nýtt kerfi. Það komi hins vegar í hlut nýrra sýslumanna að skipuleggja rekstur nýju embættanna, búa til skipurit og raða starfsmönnum til verka upp á nýtt. Það verður þó ekkert áhlaupaverk að skipuleggja slíkt embætti við skertar fjárveitingar og ég geri ráð fyrir að verkefnisstjórnin muni verða sýslumönnum til aðstoðar og tryggja um leið ákveðna samræmingu á því hvernig sparnaðinum verði náð. Í öllu þessu ferli vil ég leitast við að hafa svo náið samráð við ykkur sem kostur er. Ég sé t.d. fyrir mér að frumvarpið verði sent ykkur til yfirlestrar og að ráðgast verði við stjórn sýslumannafélagsins um þessa framkvæmd eftir því sem hún óskar.</span></p> <p><span>Ég vil að lokum undirstrika að þessar breytingar eru ekki sársaukalausar fyrir neinn. Ég hef sjálf viljað standa vörð um sýslumannsembættin og efla þau. Einnig um sýslumenn sjálfa og þeirra starfsfólk. Staðan í ríkisfjármálunum er hins vegar orðin svo þröng að við erum komin niður fyrir sársaukamörkin. Að endingu berum við ábyrgð á þeirri lögboðnu starfsemi sem sýslumenn veita og ég verð að hafa það í forgangi að standa vörð um starfsemina. Ég óttast að ef embættin fá allan þann niðurskurð sem framundan er flatan á sig, muni það leiða til mikilla uppsagna. Þá förum við að sjá málahala sem lengjast í sífellu, en það er óásættanlegt. Um leið verður óhjákvæmilegt fyrir þau embætti sem nú reka fleiri afgreiðslur að draga úr þeim rekstri með lokunum. Ég tel að með því að sameina embættin séum við að mæta niðurskurðinum að hluta með því að draga úr stjórnunarkostnaði og búa til tækifæri til að sameina í ýmiss konar bakvinnslu og stoðþjónustu í stað þess að láta hann bitna flatt á afgreiðslu embættanna og kjarnastarfsemi þeirra.</span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

2009-07-01 00:00:0001. júlí 2009Koma landhelgisgæsluflugvélarinnar TF-SIF 1. júlí 2009

<h2 align="center"><span>Koma landhelgisgæsluflugvélarinnar TF-SIF 1. júlí 2009</span></h2> <h2 align="center"><span>Flugskýli 2 Reykjavíkurflugvelli</span></h2> <h2 align="center"><span>Ávarp</span></h2> <p><span>Þetta er fagnaðarstund. <span></span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>TF-SIF hin nýja löggæslu og eftirlitsflugvél okkar íslendinga er komin heim.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég óska áhöfn vélarinnar í þessu fyrsta heimflugi þeim Benóný Ásgrímssyni flugstjóra og Hafsteini Heiðarssyni flugmanni, Auðunni Kristinssyni og Friðriki Höskuldssyni<span>&nbsp;</span> stýrimönnum,<span>&nbsp;</span> Höskuldi Ólafssyni flugvirkja, Georg Kr. Lárussyni yfirflugþjóni og Joar Grönlund tæknilegum<span>&nbsp;</span> ráðgjafa til hamingju með þessa heillaför. Velkomnir heim.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Koma flugvélarinnar til landsins markar tímamót og skapar stóraukna möguleika til<span>&nbsp;</span> eftirlits-, björgunar- og löggæslustarfa á hafinu umhverfis landið jafnt á nóttu sem degi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Meginhlutverk Landhelgisgæslu Íslands er að fást við öryggis- og löggæslustörf á hafinu og hafa starfsmenn gæslunnar lögregluvald í efnahagslögsögu Íslands. Eitt af meginverkefnum LHG undanfarna áratugi<span>&nbsp;</span> hefur verið að sinna fiskveiðieftirliti innan efnahagslögsögunnar. Allt frá stofnun Landhelgisgæslunnar hefur hún sinnt mikilvægum löggæslu og öryggisverkefnum sínum með miklum ágætum, ekki síst í tveimur þorskastríðum vegna 50 mílnanna 1972&ndash;1973 og 200 mílnanna 1975&ndash;1976.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir gestir, í kjölfar breyttra tíma hefur almenn löggæsla á hafinu breyst. Eins og einstök og árangursrík samvinna lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar á undanförnum missirum ber vitni um gegnir Landhelgisgæslan nú burðarhlutverki innan löggæslunnar við að sporna gegn umferð alþjóðlegrar skipulagðrar glæpastarfsemi um ytri landamæri landsins þ.e. á hafsvæðinu umhverfis Ísland í þessum málum og að aðstoða við uppljóstran fíkniefnamála.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Einnig snýr gæsla á öryggishagsmunum Íslendinga ekki síst að verndun fiskistofna og vörnum gegn mengun hafsins og mengunarslysum. Hér hefur í vaxandi mæli verið litið til Landhelgisgæslunnar, enda gegnir hún veigamiklu hlutverki við að fylgjast með mengun á hafi í samvinnu við umhverfisyfirvöld, farartálmum á sjó sem valdið geta sjófarendum tjóni og hvort vitar og önnur siglingamerki eru í lagi í samvinnu við siglingamálayfirvöld.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi margþættu hlutverk LHG endurspeglast í hönnun, smíði og tækjabúnaði þessarar nýju flugvélar, svo og hins nýja varðskips.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér verður einnig að minnast á hið mikilsverða hlutverk Gæslunnar við leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Leitar-<span>&nbsp;</span> og björgunarsvæði landhelgisgæslunnar nær fyrst og fremst yfir íslensku efnahagslögsöguna en að auki á svæði sem nær yfir um 1,8 millj ferkílómetra. Þetta geysi víðfeðma hafsvæði er talið vera eitt það erfiðasta á jörðinni vegna mikillar veðurhæðar, ölduhæðar, ísingar og kulda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá skapar rekís hættu fyrir skip norður og norðvestur af landinu og getur hrakið skip nær landi en æskilegt er. Slíkt skapar aukna hættu á að skip verði fyrir áföllum sem leitt geta til mannskaða og alvarlegra umhverfisslysa</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Landhelgisgæslan á langt og farsælt samstarf við systurstofnanir sínar erlendis hvort heldur er um að ræða strandgæslur og flotadeildir nágrannaríkja, en í sumum ríkjum starfa strandgæslur innan flotadeilda ríkis. Virk þáttaka okkar í slíku öryggissamstarfi er okkur<span>&nbsp;</span> mikilvæg til þess að tryggja skjótari viðbrögð þessara aðila við löggæslu- og björgunarstörf.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Notkunarmöguleikar flugvélarinnar til öryggis og löggæslu sem og leitar og björgunar eru nánast ótakmarkaðir eins og forstjóra landhelgisgæslunnar mun koma að hér á eftir. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég óska áhöfnum flugvélarinnar TF SIF og Landhelgisgæslu Íslands allra heilla og velgengni í þeirra störfum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-03-10 00:00:0010. mars 2009Formal Opening Session of the second Expert Meeting of the North Atlantic Coast Guard Forum

<span lang="en"></span> <p><strong><span>Address - Formal Opening Session of the second Expert Meeting of the North Atlantic Coast Guard Forum.</span></strong></p> <p><strong><span><a id="_Toc194175031" name="_Toc194175031"></a></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Address by</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>H.E. Ragna Arnadottir,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Minister of Justice of Iceland<br /> <br /> at the</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Formal Opening Session of the second Expert Meeting of the North Atlantic Coast Guard Forum,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Reykjavík, 10 March 2009</span></strong></p> <p><span>Admirals, distinguished delegates, ladies and gentlemen.</span></p> <p><span>Good morning, <span> </span></span><span> </span></p> <p><span>It is both an honour and pleasure to open <span> </span>the <span> </span>second Expert Meeting of the North Atlantic Coast Guard Forum.<span> </span></span></p> <p><span>I would like to take this opportunity to express my warm welcome to our guests from overseas to this meeting. Your presence here as leaders of civil maritime agencies underlines the importance of the tasks that lay before you in the coming days. </span><span> </span></p> <p><span>I hope your stay here will be both profitable and enjoyable.</span></p> <p align="center"><span>---</span></p> <p><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ever since its foundation in 1926 the Icelandic Coast Guard has been a multi mission-maritime agency. The main tasks of the Coast Guard are based on the need for a general policing of the ocean</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Its primary role is law enforcement at sea <a id="G4M1L2" name="G4M1L2">including fisheries patrol, and assistance to law enforcement ashore</a>. The Icelandic coast guard also provides <span> </span>security and rescue services at sea, to aircraft and on land. <span> </span></span></p> <p align="justify"><span>In security matters, as Iceland has no armed forces, Iceland depends on contributions from civil law enforcement institutions that are also reliable cooperative partners with our neighbouring countries.</span></p> <p align="justify"><span>The Icelandic Coast Guard has throughout the decades enjoyed close cooperation with other maritime agencies in neighbouring countries.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>With this in mind and with the aim to ensure that the Icelandic Coast Guard would be able to be an active and reliable <span> </span>contributor in multinational cooperation in enhancing maritime safety, maritime security and environmental protection in the vast ocean area in the North Atlantic, several decisions were taken following the departure of the US armed forces from Iceland in 2006 which aimed at enhancing the capacity of the Icelandic Coast Guard:</span></p> <ul> <li><span>Firstly <span> </span>to purchase a new fixed wing coast guard aircraft scheduled to be operational in 2009,</span></li> <li><span>Secondly to build a new 4000 ton patrol vessel, scheduled to be operational in 2010.</span></li> <li><span>Thirdly <span> </span>to sign a bilateral collaboration agreement with the Norwegian government on a joint Norwegian-Icelandic tender for the purchase by both countries of specially-designed long-range search and rescue helicopters, three of them for the Icelandic Coast Guard. Furthermore, close collaboration between the two countries is planned on the future operation of these helicopters.</span></li> <li><span>We have also <span> </span>worked to identify ways and means to expand day-to-day cooperation between our coast guard and other agencies in operations supporting maritime surveillance, fisheries management, environmental protection, search and rescue, and maritime security.</span></li> </ul> <p><span>It is my privilege as minister of Justice to undertake superior administration of the entire activities of the Coast Guard. <span> </span>Due to the turbulent economic situation we are facing, it is also a huge challenge.</span></p> <p align="center"><span>---</span></p> <p><span> </span></p> <p align="justify"><span>Today we all have to face significant issues and many of them relate to security in the North Atlantic. <span> </span></span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>The opening of new sea routes due to climate change, increased maritime traffic including oil and gas tankers as well as cruise ships, and increased energy transportation across the North Atlantic are all issues we are familiar with. The</span> <span>changing conditions in the Arctic region and the implications for the maritime security in the North Atlantic are certainly the most important<span> </span> challenges we are facing.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Please let me quote the North Atlantic Coast Guard Forum charter: &ldquo; The North Atlantic region faces a wide range of trans-national maritime threats to economic prosperity and citizens&rsquo; well-being.<span> </span> The safety and economic security of the NACGF Members depends substantially upon the secure use of the world&rsquo;s oceans. Secure use of the oceans is required in order to achieve the objectives of maintaining vibrant maritime commerce and to counter threats from terrorists, trans-national criminals, and other dangerous elements.&rdquo;<span> </span></span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>These were the main reasons we strongly believed to be imperative to establish a multilateral Forum which would provide a framework for North Atlantic Coast Guards to improve mutually beneficial cooperation and coordination that will enhance maritime safety, security and environmental protection throughout the North Atlantic.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>When the North Atlantic Coast Guard Forum was formally established in Sweden in October 2007 by 18 countries we saw that as an extremely important opportunity to bring together representatives from North Atlantic countries to facilitate multilateral cooperation on matters related to combined operations, such as illegal drug trafficking, marine security, environmental protection, information exchange, illegal migration and search and rescue. <span> </span></span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>In particular we welcomed the creation of seven working groups on these issues that form the pillars upon which the North Atlantic Coast Guard Forum rests.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>---</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>As we are faced with an economic recession of unprecedented proportions, cooperation and coordination within the North Atlantic Coast Guard Forum is of immense importance. Please let me quote again from the Charter:<span> </span></span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>&ldquo;To achieve maritime security, the NACGF intends to promote international efforts that enhance the security of the maritime commons while preserving freedom of the seas for legitimate purposes. Success cannot be achieved by any one country acting unilaterally, but requires a partnership of nations willing to maintain a strong, united international front. These elements are common to the collaborative approach used by the Forum to achieve maritime security in the North Atlantic region.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>I am pleased to note that the North Atlantic Coast Guard Forum underlines <span> </span>co-operation and partnership in its continued endeavours to ensure security in the North Atlantic. <span> </span></span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>I wish you success in your deliberations and discussions and I am indeed looking forward to learning from your conclusions.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>I declare this second Expert Meeting of the North Atlantic Coast Guard Forum - formally open.</span></p> <br /> <br />

2009-03-10 00:00:0010. mars 2009Ávarp á hádegisfundi í HR með Evu Joly, fyrrv. yfirrannsóknardómara

<p align="justify"><span><em>Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra.<br /> Ávarp á hádegisfundi í Háskólanum í Reykjavík með Evu Joly, fyrrv. yfirrannsóknardómara</em></span></p> <p align="justify"><span><em>------------------</em></span></p> <p align="justify"></p> <p align="justify"><span>Iceland has not had many cases dealing with corruption and, until few years ago, not many cases dealing with serious economic crime.</span></p> <p align="justify"><span>In the past few months we have experienced a rapid change in this respect, now the investigation and the prosecution of economic crime has come into focus in Iceland.</span></p> <p align="justify"><span>A special prosecutor was appointed in the beginning of February to investigate suspicion of criminal actions in the period preceding and in connection with or in the wake of the collapse of the Icelandic banks. The authorisations granted to the Office cover matters including economic crime, gainful offences and taxation infringements, including offences which have been referred to the police by the Financial Supervisory Authority and other Administrative Authorities.</span></p> <p align="justify"><span>It has been pointed out that the collapse took place over 5 months ago and although the prosecutor has only been in office a little over a month, the public is eager for direct results. The prosecutor therefore faces growing pressure or demand for action, searches, seizures etc.</span></p> <p align="justify"><span>It is understandable that the public would like to see judicial results, especially when huge figures appear reflecting the debts that tax payers are supposed to pay in the future.</span></p> <p align="justify"><span>At the same time, the prosecutor has to strain himself from taking action too soon, perhaps spoiling the case later on. He has to abide by the rules that apply to his office and the Constitution.</span></p> <p align="justify"><span>It is very important that the special prosecutor has all necessary tools in order to fulfill his task. It is important that he has access to documents and other available information which can shed light on all criminal activity carried out in relation to the collapse. It is also of utmost importance that the prosecutor can make use of experts, both national and international.</span></p> <p align="justify"><span>I must stress that economic crime is a very complicated offence, that requires a specialised expertice . Although it is important to have a swift and decisive justice it is also important to realise that these kinds of offences often take a considerable time to investigate. In my opinion it is paramount that the criminal investigations are thorough and carried out in a meticulous manner so an informed decision is made if or when they reach a court of law.</span></p> <p align="justify"><span>In these circumstances, it is a true privilege and very valuable to get a visit from our main guest today, Mrs Eva Joly.</span></p> <p align="justify"><span>Mrs. Joly is a very recognized (esteemed) person internationally in the fight against corruption, and has a vast knowledge and experience dealing with complicated economic crime.</span></p> <p align="justify"><span>She had meetings yesterday with members of the government and the special prosecutor, and I assure you all that her advice is of good use to us all. So her visit to Iceland is good news.</span></p> <p align="justify"><span>Even better news is the fact that Mrs. Joly is willing to assist the special prosecutor in his work, for example by introducing him to her extensive network of prosecutors, facilitating mutual legal assistance amongst other things. Also I have heard that Mrs. Joly is willing to give her advice in the investigation of criminal cases, which is also very valuable.</span></p> <p><span>Now I would like to welcome and give the floor to our distinguished guest, Mrs Eva Joly.</span></p> <br /> <br />

2009-03-07 00:00:0007. mars 2009Ávarp á 80 ára afmæli fangelsisins Litla-Hrauns

<h2 align="center">Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra<br /> Ávarp á 80 ára afmæli fangelsisins Litla-Hrauns</h2> <p><span>Ágætu afmælisgestir,</span></p> <p align="justify"><span>Það er mér sönn ánægja að vera hér í dag og fá að ávarpa ykkur á þessum merku tímamótum fangelsisins Litla-Hrauns.</span></p> <p align="justify"><span>Fangelsið á sér langa sögu og má ég til með að grípa niður í skýrslu tveggja nefnda af þessu tilefni.</span></p> <p align="justify"><span>Í skýrslu nefndar sem skipuð var af dómsmálaráðuneytinu árið 1943 til að athuga og gera tillögur um fangelsismál landsins kom fram að stofnun vinnuhælisins Litla-Hrauns og starfræksla þess hafi verið háð ýmsum örðugleikum. Húsið hafði verið reist með önnur not fyrir augum og skipulag fangelsisins og gerð hefði öll getað orðið hagkvæmari ef húsið hefði verið byggt frá grunni í þeim tilgangi að nýta það sem fangelsi. Þá segir í sömu skýrslu að starfslið stofnunarinnar mun yfirleitt hafa verið of fámennt. Athuga ber að hér er notað orðið vinnuhæli en þá um mundir tíðkaðist á Norðurlöndunum og víðar að tala um hæli en ekki fangelsi. <span></span></span></p> <p align="justify"><span>Þá skipaði dómsmálaráðherra nefnd 13 árum síðar eða árið 1956 til að rannsaka ástandið í fangahúsamálum hér á landi, sérstaklega vinnuhælisins á Litla-Hrauni. Í skýrslu þeirrar nefndar var vísað til þess sem kom fram í fyrrnefndri skýrslu frá 1943 og sagt að þessi atriði ættu ennþá við.<span>&nbsp;</span> Enn fremur sagði að löngum hefði verið sótt fast að vista geðsjúka einstaklinga á Litla-Hrauni. Jafnvel hefði komið fyrir að húsið hefði að fullum þriðjungi verið nýtt undir slíka starfsemi. Nefndin taldi einnig að fangahúsið sjálft væri það lélegt að klefarnir teldust ekki örugglega mannheldir.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Talsvert vatn hefur runnið til sjávar síðan þessar skýrslur litu dagsins ljós fyrir áratugum síðan, byggingum hefur fjölgað sem og föngum og starfsfólki, aðbúnaðurinn hefur batnað, þótt vissulega megi gera enn betur.</span></p> <p align="justify"><span>Fangar elda margir hverjir sjálfir, stunda nám eða vinnu og meðferðargangur er starfræktur í fangelsinu. Þá eru ósakhæfir menn vistaðir á heilbrigðisstofnun en ekki á Litla-Hrauni. Í dag er afmælisbarnið ekki lengur vinnuhæli með eina byggingu heldur er það öryggisfangelsi og jafnframt stærsta fangelsi landsins.</span></p> <p align="justify"><span>Góðir gestir.</span></p> <p align="justify"><span>Fangelsi gegna mikilvægu hlutverki í refsivörslukerfi landsins. Eins og kunnugt er þá hefur verið tekin sú stefna að byggja upp Litla-Hraun og bæta þar aðstöðu frekar en að reisa nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Í ljósi efnahagsástandsins getur hins vegar orðið bið á að framkvæmdir við fangelsið hefjist en uppbyggingin verður eftir því sem fjárlög komandi ára leyfa.</span></p> <p align="justify"><span>Þá eru ýmis önnur mál sem þarf að leysa. Ráðuneytið er til að mynda upplýst um er að brýnt sé að endurnýja ýmsan búnað í fangelsinu. Auk þess er brýnt að huga áfram að málefnum fanga, að þeim gefist áfram kostur á meðferðarúrræðum, að þeim gefist kostur á menntun, - reyndar mætti ætla að þörfin fyrir nám aukist ef eitthvað er í ljósi þverrandi framboðs á vinnu fyrir fanga.</span></p> <p align="justify"><span>Allt eru þetta úrlausnarefni sem blasa við, og munum við gera okkar besta til að styðja við bakið á fangelsisyfirvöldum til þess að þessi málefni gleymist ekki í þeim efnahagsþrengingum sem nú ríkja.</span></p> <p align="justify"><span>Þó má ekki gleymast að þrátt fyrir allt eru íslensk fangelsi talin til þeirra mannúðlegustu sem þekkjast í heiminum í dag. Starfsemi Litla Hrauns er til mikillar fyrirmyndar, hér er unnið gott starf og þeir sem starfa hér hafa margir hverjir verið hér lengi, og jafnvel unnið hér svo árum skiptir.</span></p> <p align="justify"><span>Ég óska ykkur öllum velfarnaðar og óska afmælisbarninu til hamingju með daginn.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2009-03-05 00:00:0005. mars 2009Ávarp á ráðstefnu um þinglýsingar

<p><span><strong>Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra<br /> Ávarp á ráðstefnu um þinglýsingar 5. mars 2009</strong></span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Ágætu fundargestir.</span></p> <p><span>Ég þakka fyrir þann heiður að fá að setja þessa ráðstefnu og ávarpa svo kunnuglegan og virðulegan hóp. Ég þakka jafnframt þakka sýslumannafélaginu fyrir að eiga frumkvæði á því að halda þessa glæsilegu ráðstefnu.</span></p> <p><span>Það er ánægjulegt að sjá þann fjölda gesta sem hingað er kominn saman frá sýslumannsembættum hvaðan æva að af landinu, frá Fasteignaskrá svo og ráðuneytum dómsmála og fjármála, til að kynna sér málefni er varðar þinglýsingar en samkvæmt mínum upplýsingum hafa um 80 manns skráð sig á þessa ráðstefnu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Mig langar að segja ykkur aðeins frá nokkrum málum í ráðuneytinu. Í allsherjarnefnd þingsins eru nú til meðferðar tvö frumvörp, sem ég hef lagt fram samkvæmt ósk stjórnarþingflokkanna og snúa greiðsluaðlögun og öðrum úrræðum sem gefa skuldara ráðrúm til að endurskipuleggja fjármál sín og vonandi komast hjá gjaldþroti. Frumvörpin bera þess merki að nú eru óvenjulegir tímar og þörf á að grípa til óvenjulegra úrræða. Mörg þeirra úrræða sem lögð eru fram í frumvörpunum eru enda tímabundin, sem endurspeglar það ástand sem nú ríkir.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Einhver þessara úrræða myndu á venjulegum tímum þykja óþörf ef ekki hjákátleg en endurspegla að nú ríkir neyð hjá mörgum. Mörgum, sem kannski áttu aldrei von á því að lenda í vanskilum og eru komnir í algerlega nýja stöðu í lífinu. Vonandi er staðan tímabundin; gengi íslensku krónunnar mun vonandi rétta úr kútnum, fasteignamarkaðurinn þiðna, atvinnulíf komast í gang og svo framvegis.</span></p> <p><span>Heyrst hafa sjónarmið um að okkar löggjöf taki of mikið mið af stöðu lánardrottna.</span></p> <p><span>Að skuldarar þurfi að taka á sig alla áhættu, þegar áhættan var í raun tekin af beggja hálfu. Við þessar aðstæður verður að finna leiðir sem taka hæfilegt mið af stöðu beggja. Við útfærslu þeirra hugmynda og tillagna, sem stjórnarflokkarnir lögðu á mitt borð, hef ég leitast við að taka tillit til grundvallarreglunnar um skuldbindingargildi samninga annars vegar og tillits til skuldara hins vegar. Auk þess sem stjórnarskrárvarin eignarréttindi verða ekki skert með almennum lögum.</span></p> <p><span>Mörg önnur verkefni eru í ráðuneytinu, sem varla þykir fréttnæmt, af nógu er að taka og dagurinn er fljótur að líða. Ég gef eins og fyrirrennari minn kost á viðtölum fyrir hádegi á miðvikudögum og eru þeir morgnar misásetnir eins og gengur. Auk þess þarf ég að sitja þingfundi að einhverju marki. Ég hef fengið að heyra að ég þekki nú ráðuneytið svo vel, þetta geti varla verið mikið mál. Þá hef ég svarað því til, að ráðherrahlutverkið sé algerlega nýtt. Þátttaka í störfum þingsins er til dæmis algjör nýlunda, og hefði ég aldrei gert mér í hugarlund að ég ætti eftir að flytja ræðu úr ræðustól þingsins &ndash; en sum ykkar vita kannski að ég var starfsmaður þingsins í fjögur ár strax eftir útskrift úr lögfræðinni.</span></p> <p><span>Góðir gestir. Hér er kannski eggið að kenna hænunni, en mér fannst við hæfi að fjalla örstutt um þinglýsingar í setningarávarpi mínu. Mikil umskipti hafa orðið í þinglýsingum undanfarin ár eins og mörg ykkar vitið.<span>&nbsp;</span> Á árum áður voru skjöl færð inn handvirkt í þinglýsingabækur en í dag fer þinglýsing fram í vaxandi mæli á rafrænan hátt.<span>&nbsp;</span> Í dag er þinglýsingabók sýslumanna ekki bók heldur tölvukerfi.<span>&nbsp;</span> Árið 2001 var Landskrá fasteigna sett á fót og hefur þinglýsingahluti hennar verið í notkun frá þeim tíma en hún var tekin í notkun um land allt árið 2004.<span>&nbsp;</span> Nú er svo komið að flestar fasteignir landsins eru skráðar í landskránna og fleiri eignabrunnar hafa fylgt í kjölfarið og leitast er við að koma þeim öllum yfir á rafrænt miðlægt form.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þrátt fyrir að eignabrunnarnir séu nú flestir orðnir miðlægir þá er þinglýsing í dag hvorki miðlæg né pappírslaus.<span>&nbsp;</span> Á öðrum Norðurlöndun hefur þróunin verið sú að verið er að stuðla að rafrænum, pappírslausum þinglýsingum, telur ráðuneytið að það sé framtíðin. Hefur ráðuneytið hafið undirbúningsvinnu í samvinnu við fjármálaráðuneytið við að koma á fót rafrænum þinglýsingum þó að mjög langt sé í land enn sem komið er.</span></p> <p><span>Talsvert er síðan að sýslumannsembætti fóru að skanna inn þinglýst skjöl og árið 2008 vann dóms- og kirkjumálaráðuneytið að því að koma á fót skönnunarmiðstöð fyrir þinglýst skjöl sem staðsett er hjá sýslumanninum á Ísafirði.<span>&nbsp;</span> Skönnunarverkefnið er veigamikill grunnur að því áðurnefndu verkefni dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins, að þinglýsingar verði að mestu pappírslausar í framtíðinni en verkefnið verður kynnt í fyrirlestri hér á eftir.</span></p> <p><span>Þinglýsingar er mjög mikilvægur málaflokkur í íslenskri stjórnsýslu þar sem þær skipta eða<span>&nbsp;</span> a.m.k. geta skipt miklu máli í lífi fólks því flestir einstaklingar þurfa einhvern tímann á ævinni að fara með skjöl til þinglýsingar, hvort sem um er að ræða kaupsamninga, afsöl, veðskuldabréf, leigusamninga o.frv., og þetta fólk á<span>&nbsp;</span> jafnvel allt sitt undir að hin opinbera skráning sé rétt. <span>&nbsp;</span>Því skiptir miklu máli að sú opinbera skráning skjala, er varðar réttindi yfir tilteknum eignum sé framkvæmd rétt til þess að tryggja þau réttaráhrif sem tengd eru við hina opinberu skráningu.<span>&nbsp;</span> Þá skiptir miklu máli að framkvæmd þinglýsinga sé eins á landinu öllu til að gæta jafnræðis og eyða réttaróvissu.</span></p> <p><span>Því er mikilvægt að hægt sé að koma ráðstefnu sem þessari á laggirnar til þess að gera tilraun til þess að varpa ljósi á ýmis álitaefni sem tengjast þinglýsingu og auka samræmingu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég vil minna á að þeir sem starfa við þinglýsingar eru hinir eiginlegu sérfræðingar í þinglýsingum og geti þeir borið saman bækur sínar og komist að niðurstöðu um álitamál, þá eykur það samræmingu í framkvæmd um allt land.<span>&nbsp;</span> Ráðstefna sem þessi er einmitt vettvangur til þess.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Með þessum orðum set ég ráðstefnu um þinglýsingar.</span></p> <p><span>Takk fyrir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira