Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Ögmundar Jónassonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2012-11-10 00:00:0010. nóvember 2012Ávarp innanríkisráðherra við setningu kirkjuþings 10. nóvember 2012

<p><em>„En nú þykir mér það ráð, að vér látum og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og<br /> friðinn.“<br /> <br /> </em><span>Svo mælti Þorgeir Ljósvetningagoði fyrir þúsund árum. Og þjóðin er enn á þessu máli. Því hér er ekki fjallað um trú heldur sið. Við fylgjum kristnum sið og síðan geta menn efast um trúarhita okkar hvers og eins og staðfestu. Kannski erum við sum heit í trúnni þegar við lendum í hafvillum og kólnum svo aftur þegar sér til lands, einsog Jón Helgason ýjaði að.<br /> <br /> <em>Ef skip mitt í villum um höfin hrekst<br /> og himintunglanna leiðsögn bregzt,<br /> en sjórinn þýtur með þungum niði,<br /> þín ég leita drottinn.<br /> En þegar hafrænan ljær með lið<br /> og landið rís yfir hafsins svið,<br /> svo þekkja má hinar þráðu hafnir,<br /> þér ég neita drottinn.<br /> </em><br /> Kristni er trú en kirkjan er siður. Um það var deilt á Alþingi árið þúsund hvort hafa ætti heiðinn sið á Íslandi eða kristinn sið. Þorgeir taldi kristnina á sigurbraut og andóf væri vonlítið. Því skyldi kristni í lög tekin. Síðan var mönnum frjálst hvort þeir vildu trúa á hinn hvíta Krist eða hinn almáttuga Ás, allt eftir sannfæringu sinni. Þessi regla hefur gilt síðan. Og þjóðin var spurð um þetta aftur nú þúsund árum seinna. Það er góð regla að taka málið upp á þúsund ára fresti. Það er eins nálægt dagatali eilífðarinnar og við dauðlegir menn getum skilið.<br /> <br /> Og þjóðin svaraði og komst að sömu niðurstöðu og Þorgeir. Við skyldum hafa kristinn sið.<br /> <br /> Snorri segir svo frá í Heimskringlu að skömmu eftir kristnitöku hafi Sighvatur skáld, þá nýkominn frá Íslandi, átt orðastað við Ólaf konung Haraldsson, sem við Íslendingar kölluðum jafnan Ólaf digra.<br /> <br /> <em>"Ólafur konungur spurði eftir vendilega hvernig kristinn dómur væri haldinn á Íslandi. Þá þótti honum mikilla muna ávant að vel væri því að þeir sögðu frá kristnihaldinu að það var lofað í lögum að eta hross og bera út börn sem heiðnir menn og enn fleiri hlutir þeir er kristnispell var í."<br /> </em><br /> Enn er misjafnt hvernig okkur ferst kristnihaldið og er þá átt við siðinn sjálfan. Deilt er um mannanna verk og mun svo verða áfram. En þjóðin var spurð um sið og svarið var afgerandi. Þess vegna verður kirkjan enn um sinn eign þjóðarinnar. Og þjónar kirkjunnar því þjónar okkar allra og þjóðin og kirkjan munu fylgjast að í blíðu og stríðu og verða ekki aðskilin. Kirkjan verður að umbera þjóðina og þjóðin verður að umbera kirkjuna, ekki síður en Veðurstofan verður að umbera innanríkisráðherrann og allir verða að fyrirgefa öllum að lokum.<br /> <br /> Sums staðar er kristnihaldið einsog var undir Jökli, eilítið sérviskulegt en kærleiksríkt og hjálpar fólki í hinni hversdagslegu önn í gleði og sorg.&#160;Jón Prímus sagði að almættið væri eins og snjótittlingur sem öll veður hafa snúist gegn. Og þótt kirkjan sé ekki almáttug þá hefur henni kannski stundum liðið einsog snjótittlingi í óveðri. Og það hefur þjóðin líka reynt á undanförnum árum. Því saga kirkjunnar og þjóðarinnar verður ekki auðveldlega slitin í sundur.<br /> <br /> Umburðarlyndi var það veganesti sem Þorgeir Ljósvetningagoði fékk íslensku kirkjunni. Vonandi hefur það elst vel því margir eru þeir sem hjartað leiðir í aðra átt í trúarlegum efnum. Og vonandi getur umburðarlyndið sameinað okkur öll.</span></p> <p>Ég finn að landið er að rísa. Við finnum öll að landið er að rísa. Ísland er að stíga á fætur. Erfiðleikarnir eru vissulega ekki að baki. Enn&#160;mun það&#160;taka tíma – hugsanlega langan tíma – að vinna okkur út úr þeim vanda sem við höfum átt við að stríða vegna efnahagshrunsins og lýðræðiskreppunnur sem hruninu fylgdi.<br /> <br /> En okkur mun takast það; okkur mun takast að sigrast á erfiðleikunum. Þjóðin veit að leiðin út úr vandanum er ekki að höggva á rótina til að ganga inn í nýja veröld sögulaus og allslaus.<br /> <br /> Hún veit að við eigum að horfast&#160;í augu við okkur sjálf; greina það góða í okkur og okkar arfleifð og menningu og næra þá góðu rót sem hún er sprottin af.<br /> <br /> Þetta þarf kirkjan að gera og það veit ég að hún mun gera. Óttalaus, staðföst og sterk. Það er sú kirkja sem þjóðin greiddi atkvæði um.</p> <p>Það er sú kirkja sem þjóðin ákvað að ætti að vera með okkur um ókominn tíma. Niðurstaða þjóðarinnar er áskorun á hendur kirkjunni. Ég veit að hún mun svara kalli þjóðarinnar; rísa undir þeirri ábyrgð sem ætlast er til að hún axli sem þjóðkirkja.</p> <p><span>Ég er hingað kominn til að óska þjóðkirkjunni á Íslandi góðs um ókominn tíma.&#160;</span></p> <p>&#160;</p>

2012-11-10 00:00:0010. nóvember 2012Ávarp innanríkisráðherra á ráðstefnunni lýðræði á 21. öld 10. nóvember

<p><span>Valdið til fólksins<span>&#160;</span> – power to the people. Valdið á að fara til fólksins, ekki vegna þess að það sé skynsamlegt - ekki vegna þess að við treystum fólki. Ekki vegna þess að við treystum fólki<span>&#160;</span> til að taka skynsamlegar ákvarðanir – ekki vegna þess að VIÐ höfum ákveðið að þannig eigi það að vera.<br /> Nei, valdið á að vera hjá fólkinu vegna þess að þar á valdið heima.<br /> Það er réttur.<br /> Það er grundvallarréttur hvers og eins að ráða sínu lífi að því marki að hann eða hún skaði ekki aðra; valdi ekki öðrum tjóni. Þetta voru heimspekingar 19. aldar, menn á borð við John Stuart Mill, búnir að koma auga á. Rauður þráður anarkismans var einnig af þessum toga, snerist um rétt einstaklingsins og réttleysi yfirvalds. Þriðji þátturinn, sem ég tel veigamikinn í mótun lýðræðis- og velferðarþjóðfélags tuttugustu aldarinnar, er svo sósíalisminn, jafnaðar- og samvinnuhugsjónin.<br /> <br /> Samvinna – að vinna saman – krefst samhæfingar, sameiginlegrar ákvarðanatöku.<br /> Lýðræðishugsun 20. aldarinnar byggði á fulltrúalýðræði. Það hlaut hún að gera af ýmsum ástæðum. Sú veigamesta var tæknileg. Erfiðleikum var háð að kalla fólk að kjörborði til ákvarðanatöku um brennandi mál. Það var tímafrekt og kostnaðarsamt. Þess vegna kaus fólk fulltrúa til að fara með vald sitt á fulltrúasamkomum – í sveitarstjórnum eða á þjóðþingum.<br /> <br /> Og það eru einmitt þessir fulltrúar sem stundum heyrast segja að þeir treysti fólkinu eða eftir atvikum að þeir treysti ekki fólkinu til að fara með valdið. Í rauninni ætti engu máli að skipta hvað þeim finnst. En það er hins vegar umhugsunarvert að svo öfugsnúnir geta hlutirnir orðið að fulltrúarnir verða svo stórir upp á sig að þeir telji sig ekki lengur vera fulltrúa annarra – verkamenn fólksins – heldur sjálf uppspretta valdsins, þess umkomnir að veita almenningi einkunnagjöf um hæfi eða vanhæfi til ákvarðanatöku um eigið líf.<br /> Nú er hins vegar runnin upp ný öld. Öld hins beina lýðræðis. Það er verkefni okkar að gera það að veruleika.<br /> Þetta er önnur ráðstefnan sem við efnum til hér í þessu húsi um nákvæmlega þetta efni. Á fyrri ráðstefnunni sem haldin var í fyrra horfðum við sérstaklega til svissneska módelsins sem lýðræðisfrömuðurinn Bruno Kaufmann kynnti okkur. Á þeirri ráðstefnu var einnig fjallað um nándarlýðræði, hverfa- og svæðalýðræði.<br /> Þá var einnig komið inn á íbúalýðræði af þeirri gerð sem kynnt verður á þessari ráðstefnu af gestum okkar frá New York – fjárhagsáætlunargerð með þátttöku íbúanna en að þessu sinni verður farið dýpra í þær aðferðir sem eru að ryðja sér til rúms í þessum efnum.<br /> Á ráðstefnunni í dag er sjónum einnig beint að barna- og ungmennalýðræði – mikilvægi þess að hlustað sé á börn og ungmenni og tekið mark á þeim. Lýðræðið – lýðræðisleg hugsun, er uppeldislegt atriði og alist börn upp í lýðræðislegri hugsun og þjálfun eru mun meiri líkur á því að samfélagið geti orðið lýðræðislegt í reynd.<br /> Á Íslandi eru allar forsendur fyrir því að nýta tæknina í þágu opinnar gagnsærrar stjórnsýslu og lýðræðis. Þannig býður Internetið upp á meiri og skjótari upplýsingar til íbúanna og má hæglega nýta það á gagnvirkan máta til þess að hafa íbúana með í ráðum við ákvarðanatöku.&#160;<br /> Það er athyglisvert að þegar litið er til fjarskiptainnviða, tölvueignar, aðgengis að Interneti og tölvulæsis eru Íslendingar í hópi fremstu þjóða heims – ef marka má alþjóðlegar kannanir sem gerðar eru reglulega.<br /> Eins má segja að þjóðin sjálf sé í hópi fremstu þjóða varðandi upplýsingatæknina því hún er tilbúin til að nota hana sér til gagns og gamans. Alþjóðlegar kannanir sýna, svo ekki verður um villst, að Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem nota mest þá þjónustu sem er í boði á Netinu, hvort sem um er að ræða þjónustu opinberra aðila eða fyrirtækja. Sem dæmi má nefna að netnotendur hafa undanfarin ár mælst flestir á Íslandi og Noregi af öllum ríkjum innan hins Evrópska efnahagssvæðis.<br /> Annað er svo uppi á teningnum þegar litið er á framboð á þjónustu á Netinu. Í könnunum sem gerðar hafa verið á síðustu árum hefur komið í ljós að á Íslandi er framboð á opinberri Netþjónustu með því minnsta sem gerist í Evrópu. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar gert kannanir sem snúa beint að umræðuefni dagsins í dag því þær hafa mótað svokallaða <em>rafræna þátttökuvísitölu.</em> Á árinu 2010 var Ísland í 135. sæti meðal þjóða heims í slíkri könnun en í<span>&#160;</span> könnuninni 2012 hafði staðan batnað nokkuð því þá var Ísland í 84. sæti af 193. Á svipuðum stað eru Burkina Faso, Paraguay, Suður Afríka, Úkraína og Andorra.<br /> Fimm efstu eru Holland, Lýðveldið Kórea, Kazakhstan, Singapore og Bretland.<strong><br /> </strong>Hér er verið að mæla gagnkvæm (tvíhliða) samskipti opinberra aðila við almenning og hagsmunaaðila á Netinu. Undir þetta fellur því notkun samfélagsmiðla, rafrænar viðhorfskannanir, kosningar, möguleikar til að tjá sig um málefni áður en ákvörðun er tekin í stefnumótunarferli, lagagerð o.fl.<br /> Séu allar framangreindar upplýsingar skoðaðar í samhengi má sjá að þjóðin er tilbúin til að nýta tæknina í samskiptum við opinbera aðila og innviðirnir eru að nokkru til staðar en stofnanir ríkis og sveitarfélaga sitja eftir og nýta ekki tæknina sem skyldi – nýta ekki þau tækifæri sem við blasa.<br /> Úr þessu þarf augljóslega að bæta þó ekki væri nema til að ná aukinni hagræðingu fyrir almenning og hið opinbera. Ég vil þó segja að úrbætur eru enn nauðsynlegri og brýnni vegna þess að tækifæri til að auka möguleika almennings til lýðræðislegrar þátttöku eru vannýtt.<br /> Hér þarf hið opinbera að líta gagnrýnið í eigin barm. Þó þurfum við að forðast að gerast of alhæfingarsöm. Á vegum ríkisins hefur margt vel verið gert og má að nokkru leyti kenna hruninu um hve lítið hefur hreyfst á allra síðustu árum. En mig langar í þessu samhengi til að hrósa Reykjavíkurborg fyrir framsýni á þessu sviði en margt er til fyrirmyndar hjá borginni og hefur á vegum hennar verið unnið ákveðið frumkvöðlastarf hvað varðar rafrænar kosningar og á sviði lýðræðislegs samráðs, allt kennt við „Betri Reykjavík" .<br /> Og ekki ætla ég að gerast svo hógvær að ég nefni ekki okkar hlut hjá Innanríkisráðuneytinu og í því samhengi sérstakt átak sem vð höfum efnt til í því skyni að örva lýðræðisþróunina en þessi rástefna er liður í því átaki. Vil ég einnig nefna sérstaklega nýtt lagafrumvarp sniðið að rafrænni tilraunakosningu í sveitarfélögum. Þá leggjum við mikið kapp á að auka rafræna þjónustu sem aftur á að auka upplýsingastreymi og gagnsæi.<br /> En hvað sjálfsgagnrýnina áhrærir þá á hún almennt við um hið opinbera. Við þurfum að stíga markvissari skref. Danir, svo dæmi sé tekið, hafa einsett sér að hafa alla opinbera þjónustu i rafrænu formi á árinu 2015. Þarna eru þeir langt á undan okkur. Þó eru til þau svið <span>&#160;</span>hjá okkur sem eru í góðu lagi hvað varðar nýtingu á rafrænni tækni og nefni ég þar Vegagerðina sem nýtir sér tæknina vel í þjónustu við landsmenn og til að greiða fyrir framkvæmdum og fylgjast með framgangi þeirra.<br /> Tæknin er eitt. Viðhorfin eru svo annað. Það hefur verið ljót lenska hjá alltof mörgum þjónustuaðilum og utanumhöldurum að veita lágmarksupplýsingar, helst eins litlar og kostur er. Þessu þarf að snúa við. Opinberir aðilar eiga beinlínis að brenna í skinninu að koma upplýsingum og þjónustu á framfæri – ávallt til þjónustu reiðbúnir.<br /> Allar þær upplýsingar sem hið opinbera býr yfir, öll skjöl og gögn eiga að verða aðgengileg nema nema sérstakar aðstæður kalli á annað. Það á að heyra sögunni til að toga þurfi upplýsingar upp á kerfinu.<br /> Síðan er það tregðan að gefa frá sér valdið. Hvorki var ég sáttur við afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga né meirihluta Alþingis þegar þessir aðilar sameinuðust um að þrengja lýðræðistillögur sem ég hafði sett fram í frumvarpi um sveitarstjórnarlög síðastliðið haust.<br /> Við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á þingi kom fram breytingartillaga um að þrengja möguleika fólks til að kalla eftir almennri atkvæðagreiðslu.<br /> Í atkvæðaskýringu við þetta tækifæri sagði ég eftirfarandi: <em>„Eins og fram hefur komið við umræðuna þá er ég mjög andvígur þessari breytingatillögu. Sveitarstjórnarlög eru sett sem lagarammi fyrir sveitarstjórnarstigið. Þar á af sanngirni að gæta hagsmuna þeirra sem fara með stjórnina í sveitarfélögum og hinna sem lúta stjórn. Einn mikilvægasti þáttur þessa frumvarps er lýðræðisþátturinn og í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fimmtungur kjósenda í sveitarfélögi geti krafist almennrar atkvæðagreiðslu um það sem hugur þeirra stendur til. Núna ætla þeir sem eru stjórnunarmegin í tilverunni að þrengja lýðræðisþáttinn, hækka þröskuldinn til að krefjast atkvæðagreiðslu og þrengja málefnasviðið. Þetta er gert þrátt fyrir það að niðurstaða í atkvæðagreiðslu er ekki bindandi, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt hér mjög mikið. Þetta er atkvæðagreiðsla um lýðræði annars vegar og fulltrúavald hins vegar. Ég segi nei og hvet alla til að segja nei og styrkja lýðræðisþróun í landinu.“<br /> </em> Í atkvæðagreiðlsunni urðu þessi sjónarmið undir einsog áður er vikið að.<br /> Fulltrúalýðræðið vildi með öðrum orðum ekki gefa frá sér valdið. Ég sagði í upphafi að það ætti ekki að skipta máli hvað fulltrúunum fyndist um spurningu dagsins um hvort valdið ætti að ganga til fólksins. Sjálfir væru þeir ekki uppspretta valdsins heldur handhafar þess og til tiltekinna afmarkaðra verkefna. <span>&#160;</span><br /> En staðreyndin er vitanlega sú að fulltrúalúðræðið hefur tögl og hagldir eins og dæmin sanna.<br /> Í<span>&#160;</span> rauninni er ekkert undarlegt að stofnanakerfi stjórnmálanna skuli vera efins um beint lýðræði. Ástæðan er sú að margir stjórnmálamenn líta á beint lýðræði sem ógn við tilveru sína. Beint lýðræði komi til með að fækka þeim viðfangsefnum og ákvörðunum sem þeir eru nú einir um. Síðan er það að sjálfsögðu hitt að krafan um almenna atkvæðagreiðslu er oftar en ekki sett fram vegna óánægju með ákvarðanir eða ákvarðanaleysi stjórnmálamanna. Krafan um almenna atkvæðagreiðslu verður þannig auðveldlega skilin af þeirra hálfu sem vantraust á þá og án efa er oft nokkuð til í því.<br /> Þetta skýrir hvers vegna margir stjórnmálamenn tala beint lýðræði niður og telja það jafnvel veikja samfélagið. Dæmin tala hins vegar skýru máli um hið gagnstæða. Jafnan þegar lýðræðið verður virkt og lifandi, leita menn þekkingar til að grundvalla skoðanir sínar á. Í umræðunni sem fram fer má jafnan sjá sterkar vísbendingar um að ákvarðanir sem grundvallast á þekkingu og ákvarðanir sem grundvallast á lýðræði stangast ekki á. Þvert á móti, þegar þetta tvennt kemur saman verður til uppbyggjandi afl, og fyrir vikið verður samfélagið allt og öflugra.<br /> Dæmi um þessa nálgun er aðferð sem kennd er við borgina Porto Alegre í Brasilíu og hefur gefist vel víða um heim og byggir á miðlun upplýsinga, víðtæku samráði, rökræðum íbúanna og lýðræðislegri ákvörðunartöku.<br /> Ég andmæli þeirri skoðun sem stundum er haldið á loft að lýðræði í of stórum skömmtum leiði til ranglætis og bendi á að ástæðuna fyrir félagslegu ranglæti, hvort sem er í Sviss eða einstökum fylkjum Bandaríkjanna þar sem beint lýðræði tíðkast, tel ég vera aðra en beina ákvarðanatöku almennings. Ég tel að hún hafi meira með stöðu þjóðfélagsmála almennt að gera, óháð formlegu lýðræðislegu valdi. Skýringuna er að finna í viðhorfum í þjóðfélaginu, tíðarandanum. Ef hann er ekki innstilltur til varnar velferðinni þá mun velferðin eiga erfitt uppdráttar hvort sem er í almennri atkvæðagreiðslu eða í fulltrúalýðræði. Og besta ráðið til að breyta tíðarandanum – viðhorfunum í samfélaginu er rökræða í aðdraganda lýðræðislegrar ákvarðanatöku.<br /> </span> <span>Ein er sú kenning sem þingræðissinnar hafa hampað mjög, en hún er sú að almenningi sé ekki treystandi til að kjósa um fjárhagsleg málefni og þá allra síst skatta. Þetta er auðvitað fyrirsláttur þeirra sem vilja að valdið sé hjá elítunni en ekki hjá almenningi, sem til hátíðabrigða er nefndur sauðsvartur almúginn. Þetta hefur oft verið afsannað og er eitt frægasta dæmið þegar Svisslendingar ákváðu að leggja sérstakan skatt á sjálfa sig árið 1992 til að fjármagna Gotthard göngin, sem liggja í gegnum sjálf Alpafjöllin. Göngin verða tilbúin<br /> árið 2017 og verða þá að fullu greidd.<br /> Annað dæmi, aðeins 5 daga gamalt, er atkvæðagreiðsla í Kaliforníu þar sem meirhluti íbúa ákvað í þjóðaratkvæðagreiðslu að hækka skatta, og skyldi sú skattahækkun renna til þess að efla menntakerfið. Almenningur veit hvað hann syngur. Og svo geta þingræðissinnar haldið<br /> áfram í það óendanlega að vantreysta almenningi, en þó ekki meir en almenningur vantreystir þingræðinu, því það er í kringum 90%.</span><span><br /> Það kom skýrt fram þjóðaratkvæðagreiðslunni nú nýlega <span>&#160;</span>um tillögur Stjórnlagaráðs að íbúarnir vilja í auknum mæli taka þátt í ákvarðanatöku um mál sem þá varðar.<br /> Að þeir láti ekki gott heita að kjósa á fjögurra ára fresti heldur vilji hafa dagleg áhrif ef svo ber undir og taka þátt í mikilvægum ákvörðunum.<br /> </span><span>Öll kerfi eiga sinn líftíma og engin mannvirki eru eilíf. Woodrow Wilson, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrir hundrað árum síðan að ríkisstjórnarvaldið, sem ætti að vera í höndum almennings hefði lent í höndum stjórnmálaelítunnar sem aftur væru strengjabrúður sérhagsmunaafla. Það væri einsog reist hefði verið ósýnilegt baktjald aftan við hið sýnilega lýðræði, þar sem öllum ráðum er ráðið.<br /> Þetta var sagt fyrir 100 árum. Og ekki hefur það batnað.<br /> Jón Sigurðsson forseti sagði: <em>"Alþingi er fyrir fólkið, ekki höfðingjana."</em> Þá voru 9 dagleiðir frá Lagarfljóti í Suður-Múlasýslu til Reykjavíkur segir í Ísafold árið 1890 og ritstjóri tekur fram að þetta sé <em>"raunar alls engum manni hin minnsta vorkunn að fara einhesta, og hafa hestinn alveg jafngóðan eftir sem áður".<br /> </em>Við erum sem sagt enn að notast við aðferðir einsog þær sem tíðkuðust 1890 í lýðræðismálum, þegar blöð bárust á mánaðarfresti og póstur litlu oftar. Nú tekur hins vegar einn dag að senda bréf, tæpan klukkurtíma að fljúga frá Egilsstöðum og eina sekúndu að senda tölvupóst. Svo ekki sé minnst á síma og sjónvarp. Og öll þróun hefur orðið einsog að sitja í hraðfara sportbíl nema hvað stjórnarfarið varðar. Þar endaði malbikið snemma og nú hafa allir atvinnuhættir, menntun og samskiptatækni farið svo langt fram úr þróun stjórnarhátta að þingræðiskerfið einsog við þekkjum það er löngu sprungið. Stór ágreiningsmál sem verða aðeins leyst í þjóðaratkvæðisgreiðslu hrannast upp og um þau næst engin sátt og á meðan stór mál halda áfram að vera óleyst, eykst spennan í þjóðfélaginu og allt stjórnmálastarf ónýtist og koðnar niður. Lukkuriddarar ríða um héruð og hafa hátt. Harðstjórar fá tækifæri og grípa þau.<br /> <br /> Það er kominn tími til að setja lýðræði á oddinn, koma þingræðinu fyrir á Þjóðminjasafninu og setja í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Til þess þarf einfaldan þingmeirihluta í tvígang og gæti verið komið í lög á næsta ári. Það eru engin rök sem mæla gegn þessu, engin tæknileg vandkvæði, engin veður eða óvegir sem hamla þessari lausn. Enginn vill mæla gegn þessum þörfu framförum en margir eru til að tefja.<br /> <br /> Einsog John Lennon sagði<br /> <br /> <em>Say you want a revolution<br /> We better get on right away<br /> </em><br /> Við biðjum um byltingu<br /> og brunum af stað<br /> <br /> <em>Power to the people!</em></span></p> <p><em>&#160;</em></p>

2012-11-08 00:00:0008. nóvember 2012Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á ráðstefnu 8. nóvember 2012 í tilefni af gildistöku barnalagabreytinga

<p>Ágæta samkoma, dear guests,</p> <p>I welcome you to this conference, where we will discuss various topics regarding children's issues, on the occasion of the revision of the Icelandic Children's Act. The topics include the child's right to access, custody disputes and mediation. These matters are truly important since they involve personal relationships between children and their parents. Children are in a sensitive position – they are dependent on their parents, who – along with society at large – bear responsibility for children's welfare. I emphasise the role of society, which is underlined in the Convention on the Rights of the Child.</p> <p>Particularly I would like to express my gratitude to our foreign guests, who have come from afar to be with us here today and share their knowledge and experience in the field. It is of immense value for us to learn about best practises from other countries and share our ideas and experiences.</p> <p>Now, let me switch to Icelandic.</p> <p>Breytingarnar á barnalögum sem koma til framkvæmda á næsta ári og verða ræddar á ráðstefnunni í dag eiga sér alllangan aðdraganda eða allt til ársins 2009 þegar endurskoðun laganna hófst.&#160;</p> <p>Vorið 2011 var lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á barnalögum en hlaut ekki afgreiðslu. Það var lagt fyrir Alþingi á ný á haustþingi 140. löggjafarþings og var samþykkt um miðjan júní 2012.</p> <p>Lögin hafa að geyma margvíslegar breytingar sem eru í flestum atriðum mjög til hagsbóta fyrir þá sem lögin taka til.</p> <p>Ýmis ákvæði mætti tína til en hér verður aðeins nokkurra getið. Fyrst ber að nefna nýjan upphafskafla barnalaga þar sem lögfest eru grundvallarsjónarmið samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins; meðal annars reglan um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Þetta felur í sér að aðrir hagsmunir, hvort sem það eru hagsmunir foreldra eða annarra verða að víkja, fari þeir ekki saman við hagsmuni barnsins. Af þessu þarf að taka mið við alla stefnumótun og einnig við meðferð sérhvers máls.&#160;</p> <p>Þá er líka rétt að nefna ný ákvæði laganna um ráðgjöf annars vegar og sáttameðferð hins vegar. Í lögunum er mælt fyrir um að sýslumenn geti boðið foreldrum, sem deila ráðgjöf sérfræðings með það að markmiði að leiðbeina þeim og að ná sátt, með tilliti til þess sem barni er fyrir bestu. Gengið er út frá því að sérfræðingarnir sem veita ráðgjöf á embættum sýslumanna geti unnið náið með sýslumönnum sem leiðir af sér að embættin verða þverfagleg og er það nýmæli. Með þessu móti er meðal annars komið til móts við óskir foreldra um aukna ráðgjöf.</p> <p>Að því er sáttameðferðina varðar þá er það nýmæli að foreldrum verður skylt að leita sátta Markmiðið með skyldubundinni sáttameðferð er að hjálpa foreldrunum að finna lausn í málum er varða ágreining um málefni barns. Foreldrum verður því skylt að mæta á sáttafund í eigin persónu og leggja sitt af mörkum við að reyna að finna lausn. Aðeins ef útséð þykir að það takist ekki verður unnt að óska úrskurðar eða dóms um umgengni eða forsjá. Áherslan sem lögð er á þetta á rætur að rekja til þess að það er viðurkennt að samkomulag foreldra um málefni barns sé barni almennt fyrir bestu. Þess vegna ber að reyna til þrautar að leysa mál með sátt og forðast að fara með þessi erfiðu mál í réttarsal ef nokkur möguleiki er.</p> <p>Meðal þess sem nokkuð hefur verið deilt um í barnalögunum eru ákvæði sem heimila dómara að dæma sameiginlega forsjá og ákvæði um að unnt sé að knýja umgengni fram með aðför. Þessi ákvæði voru ekki í frumvarpinu sem ég lagði fyrir Alþingi heldur breyttist frumvarpið í meðförum þingsins. Núna verður brýnasta verkefnið að reyna að tryggja að hagsmunir barnsins og það sem því er fyrir bestu verði ávallt í forgrunni þegar til álita þykir koma að beita þessum ákvæðum því – eins og nefnt var hér fyrr – hagsmunir barnsins verða að ganga fyrir hagsmunum annarra. Hér mun því reyna á dómara landsins og á þeim hvílir mikil ábyrgð. Í þessu sambandi er mikilvægt að við lítum til – og lærum af – reynslu annarra þjóða sem tekið hafa upp heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá. En bæði í Svíþjóð og í Danmörku þurfti að árétta með lagabreytingu, eftir upptöku dómaraheimildar, að hagsmunir barns í sérhverju máli væri sá mælikvarði sem ávallt bæri að leggja til grundvallar.</p> <p>Alþingi gerði einnig aðra grundvallarbreytingu á frumvarpinu til barnalaga. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að fella brott úr lögum heimild til að koma á umgengni með aðfarargerð, þ.e. að sækja barn á heimili sitt með lögregluvaldi til að koma á umgengni. Barnaheill, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands höfðu lagt til að ákvæðið yrði afnumið, auk þess sem barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hafði lýst yfir áhyggjum sínum af framkvæmd þessa. Á þetta taldi ég rétt að hlusta og er enda sannfæring mín sú að það geti aldrei verið barni fyrir bestu að sækja það með lögregluvaldi, nema það búi við ofbeldi eða vanrækslu og engar aðrar leiðir séu færar. Alþingi vildi hins vegar viðhalda þessu ákvæði. Engu að síður þurfa framkvæmdaaðilar að taka mið af þessum varnaðarorðum og þá ekki síst þeim áhyggjum sem barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna setti fram.</p> <p>Eins og ítrekað kom fram við meðferð frumvarpsins á Alþingi er ljóst að ekki verður unnt að hrinda ákvæðum laganna í framkvæmd nema fyrir liggi nægileg fjárveiting. Af hálfu ráðuneytisins hefur ávallt verið við það miðað að leggja þyrfti aukið fjármagn til sýslumanna vegna verkefnisins.&#160;Til lítils væri að fara af stað ef fjármagn fylgdi ekki - en fyrsta skrefið væri auðvitað að samþykkja lögin.</p> <p>Nú er orðið ljóst að tryggð hefur verið 30 milljón króna fjárveiting til innleiðingar laganna. Sú fjárhæð dugar ekki til að unnt verði að koma lögunum að fullu til framkvæmda þann 1. janúar <a id="_GoBack" name="_GoBack"></a>nk. eins og til stóð. Það er afar brýnt að vandað verði til innleiðingar laganna – ekki síst ákvæðanna um ráðgjöf og sáttameðferð og annarra ákvæða um hlutverk sérfræðinga – svo ákvæðin geti þjónað tilgangi sínum og orðið sú réttarbót sem að er stefnt. Til þess að tryggja að svo verði hefur verið ákveðið að leggja til að gildistöku laganna verði frestað um sinn eða til 1. júlí 2013. Þetta er ekki óskastaða, en þykir óhjákvæmilegt í ljósi aðstæðna og er von mín að með þessu móti verði innleiðingin vandaðri, sem aftur leiðir til betri framkvæmdar.</p> <p>Ráðstefnan í dag markar ákveðið upphaf af kynningu laganna og innleiðingu þeirra. Þau sjónarmið sem hér munu koma fram munu án efa verða gott veganesti fyrir þá vinnu sem framundan er við undirbúning að gildistöku og framkvæmd laganna og það er ánægjulegt að sjá hve margir eru komnir til þess að hlýða á þá fyrirlesara sem hér eru og taka þátt í umræðum.</p> <p>Markmiðið er að geta sem best staðið vörð um hagsmuni og velferð barna og gef ég mér að umræðan sem fram fer hér í dag taki mið af því. Við höfum einfaldlega ekki leyfi til annars. Að því sögðu segi ég þessa ráðstefnu setta.</p> <p>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160; Takk fyrir</p> <p>&#160;</p>

2012-10-16 00:00:0016. október 2012Klámvæðing - Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á ráðstefnu um samfélagsleg áhrif kláms í Háskóla Íslands 16. október

<p>Ágæta samkoma.<br /> <br /> I would like to begin by welcoming our distinguished key-note speaker, Dr. Gail Dines, who has travelled from Boston to be with us today. Dines has studied the porn industry extensively and, as an academic and activist, emphasized the importance of talking about porn and pornification. Her latest book, Pornland – How Porn has Hijacked our Sexuality, has been translated into 5 different languages and generated a fruitful debate in various countries. It is my hope that Dines's lecture here today will provide a ground for a constructive and responsible dialogue on porn and pornification in Iceland. Now, let me switch to Icelandic.<br /> <br /> Fyrir tveimur árum síðan, nánast upp á dag, komu saman um fjörtíu manns í litlum sal í gamla dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu í Skuggasundi. Þarna voru fulltrúar frá ráðuneytum, lögreglu, Stígamótum, neyðarmóttöku vegna nauðgana, ríkissaksóknara, dómstólum, stofnunum, mannréttindasamtökum, kvennahreyfingunni, fagfélögum, þingflokkum og fræðasamfélagi. Markmiðið var skýrt: Að ræða meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu.<br /> <br /> Til fundarins var ekki boðað upp úr þurru. Öllum sem sjá vildu var ljóst að einhvers staðar var pottur brotinn. Í fyrsta lagi þá var og er enn ljóst að kynferðisofbeldi þrífst á Íslandi í ríkum mæli, svo ríkum að hætt er við því að fólk láti hugfallast, loki augunum og láti sem vandinn sé ekki til. En afneitun er ábyrgðarlaus því ekki vinnur hún bug á vandanum, þvert á móti þá viðheldur hún ofbeldinu og eykur á sársauka þeirra sem fyrir því verða. Í öðru lagi mátti ætla – og má enn ætla –&#160;<span>&#160;</span>að úrræði réttarkerfisins nái aðeins utan um brot af þeim kynferðisbrotamálum sem upp koma.<br /> <br /> Á þessum tíma varð vart við þær raddir sem töldu að umræðan um þessi málefni gæti verið varasöm og jafnvel teflt sjálfstæði stofnana réttarkerfisins í tvísýnu. En þegar betur var að gáð var ljóst að vilji allra sem að umræðunni komu var aðeins að varpa ljósi á meðferð kynferðisbrota og hvort og þá með hvaða hætti mætti bæta hana. Með því að hlusta hvert á annað komumst við hjá því að lenda í skotgröfum og gátum þess í stað átt uppbyggilegt og gagnrýnið samtal.<br /> <br /> Í framhaldi af áðurnefndum fundi var efnt til smærri funda þar sem málin voru rædd í þaula. Á þessum fundum komu fram fjölmargar ábendingar sem við höfum eftir fremsta megni reynt að framfylgja. Þar má nefna ákall um frekari fræðslu í málaflokknum og um fræðilegar rannsóknir á meðferð nauðgunarmála.</p> <p>Eitt af því sem ítrekað kom fram á þessum fundum voru áhyggjur af aukinni klámnotkun og klámvæðingu og mögulegum áhrifum þess á kynferðisbrot. Þannig telja fagaðilar sem starfa í málaflokknum – við rannsóknir brota, með sakborningum eða brotaþolum – að áhrifa kláms gæti í kynferðislegu ofbeldi.</p> <p>Þessar ábendingar tel ég að við verðum að taka alvarlega.</p> <p>Með því er ekki verið að segja að allir sem horfa á klám breytist sjálfkrafa í kynferðisbrotamenn, en það er jafnframt erfitt að ætla að halda því fram að fólk – eða eins og raunin er oft barnungir drengir – horfi á klám og verði ekki fyrir neinum áhrifum af því. Þá þurfum við að spyrja: Hvaða áhrif hefur þetta efni sem hefur snaraukist á síðustu árum með tilkomu internetsins? Hvaða skilaboð sendir þetta efni um manneskjur og samskipti kynjanna? Hvert á hlutverk stjórnvalda að vera þegar kemur að klámi? Hvernig nær löggjöfin utan um klám og hvernig ætti hún að vera?<br /> <br /> Allt eru þetta spurningar sem við veltum upp hér í dag.</p> <p>Klám er ekki viðfangsefni réttarkerfisins eins. Um klám þarf að fjalla út frá samfélagslegu, heilbrigðislegu og félagslegu sjónarhorni og þess vegna standa þrjú ráðuneyti að þessari ráðstefnu, ásamt lagadeild Háskóla Íslands, en innanríkisráðuneytið og lagadeild hafa starfað saman á þessu ári að því að efla umræðu og faglega þekkingu um kynferðisbrot.<br /> <br /> Það er von mín að þessi ráðstefna megi verða til þess að opna á uppbyggilega og gagnlega umræðu um klám og klámvæðingu á Íslandi, umræðu sem ekki einkennist af afneitun gagnvart þeim veruleika sem er til umfjöllunar.</p> <p>Að þessu sögðu segi ég ráðstefnuna setta.<br /> Takk fyrir.<br /> </p>

2012-10-11 00:00:0011. október 2012Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á ráðstefnu um mannréttindasáttmála SÞ fyrir fatlað fólk 11. október

<p>Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á Allsherjarþinginu 13. desember 2006, en tók gildi 3. maí 2008. Ísland var eitt þeirra ríkja sem skrifaði undir sáttmálann þegar opnað var fyrir undirskriftir 30. mars 2007 og gerði það án fyrirvara við nokkurt ákvæði hans.</p> <p>Með undirritun sinni tóku íslensk stjórnvöld fyrsta skrefið að fullgildingu sáttmálans, sem fer fram í tveimur þrepum; undirritun og fullgildingu. Með þessari aðferð gefst ríkjum ráðrúm til þess að undirbúa og aðlaga regluverk ríkisins að ákvæðum sáttmálans og tryggja að til þess bærar einingar samfélagsins samþykki ráðstöfunina. Með undirritun skuldbinda stjórnvöld sig til þess að brjóta ekki í bága við ákvæði sáttmálans, heldur vinna regluverk og framkvæmd í átt að ákvæðum hans og kröfum. Fyrst eftir að sú vinna hefur átt sér stað á heimavelli kemur að þætti fullgildingarinnar. Ég lýsi þessu til þess að leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld taki skuldbindingar sínar á grundvelli alþjóðlegra samninga alvarlega. Raunveruleg réttarbót á grundvelli slíkra samninga er að breytingar verði á landslögum, framkvæmd og viðhorfum heima fyrir. Það er verk sem tekur tíma og krefst sameiginlegs átaks fjölmargra aðila í samfélaginu. Svo er í hvert sinn sem Ísland undirgengst mannréttindaskuldbindingar á alþjóðlegum vettvangi.</p> <p>Í þessu ferli hafa aðskiljanlegir aðilar mismunandi hlutverk. Þótt takmark allra hlutaðeigandi sé eitt og hið sama er ekkert óeðlilegt við togstreitu þeirra í millum í ferlinu. Stjórnvöld bera ábyrgð á breytingum á lögum og regluverki. Þau eiga ekki að undirgangast neinar skuldbindingar nema hugur fylgi máli, nema orð og athöfn fylgist að því mannréttindaskuldbindingar mega aldrei verða orðin tóm. Að þessu leyti mega stjórnvöld ekki fara fram úr sjálfum sér heldur vera sjálfum sér samkvæm þótt það taki tíma. En stjórnvöldin mega þó ekki gerast værukær og þar koma hagsmuna- og baráttusamtök eins og Öryrkjabandalagið til sögunnar. &#160;Þau gegna mikilvægu hlutverki. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka ÖBÍ og vil ég nefna formann bandalagsins, Guðmund Magnússon, sérstaklega, fyrir gott samstarf sem einmitt er fólgið í jákvæðu og uppbyggilegu aðhaldi og eftirrekstri. Það er mikilvægt að geta unnið saman að breytingum í samfélaginu, eins og við eru tvímælalaust að gera á þessu sviði. Framkvæmdavaldið vill ekki fara hraðar en svo að ekki verði lofað upp í ermina, Öryrkjabandalaginu liggur hins vegar á því mannréttindi þoli enga bið. Biðin sé aldrei réttlætanleg. Í þessu tvennu er sú togstreyta fólgin sem knýr okkur áfram. Framþróun verður ekki í þöglu og stöðnuðu umhverfi.</p> <p>Sú ríkisstjórn sem nú situr í landinu hefur hafið vegferðina við fullgildingu sáttmálans. Vinnan er byrjuð. Alþingi samþykkti síðastliðið vor tillögu velferðarráðherra að framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, og á grundvelli hennar hefur innanríkisráðuneytinu formlega verið falið það vandasama verk að halda utan um innleiðingarvinnuna. Áfangasigrar hafa náðst og mikilvæg skref hafa þegar verið tekin. Árið 2010 skilað nefnd undir forystu Helga Hjörvars alþingismanns skýrslu með tillögum að aðgerðum svo fullgilda mætti sáttmálann og hafa þær nýst vel. Dæmi um úrbætur í formi lagabreytinga árið 2011 má nefna:</p> <ul> <li><span>&#160;</span><span>Ný lög um réttindagæslu fatlaðs fólks og</span></li> <li>Viðurkenningu íslenska táknmálsins með lögum</li> <li>Árið 2010 höfðu verið sett lög um mannvirki og gefin út ný byggingarreglugerð sem taka mið af algildri hönnun með hliðsjón af ákvæðum sáttmálans um aðgengi fatlaðs fólks.</li> <li>Aðgengi að opinberum vefjum hefur verið stórbætt, og ráðist hefur verið í átaksverkefni sem ætlað er að bæta meðal annars aðgengi fatlaðra, rafræna þjónustu og lýðræðislega virkni á vefjum opinberra stofnana og sveitarfélaga. Í þessu skyni hefur ríkisstjórnin samþykkt ný aðgengisviðmið fyrir opinbera vefi til þess að <span>bæta aðgengi að þeim, m.a. fyrir blinda, sjónskerta og aðra sem þurfa að nota hjálpartæki við lestur efnis og notkun vefja almennt, en að auki er nú unnið</span> <span>að uppsetningu nýrrar vefþulu sem Blindafélagið hefur þróað á vef innanríkisráðuneytisins.</span></li> <li>Í upphafi þingvetrar lagði ég svo fram frumvarp til breytinga á kosningalögum til þess að tryggja að framkvæmd kosninga yrði í samræmi við 29. gr. sáttmálans. Þar er gert ráð fyrir að einstaklingur sem ekki getur hjálparlaust greitt atkvæði í kosningum ráði því sjálfur á hvern hátt honum er veitt aðstoð.</li> </ul> <p>En þó að margt hafi áunnist á starfstíma ríkisstjórnarinnar bíður annað. Og það verður að segjast eins og er að því fer fjarri að við höfum staðið okkur vel á á sumum sviðum&#160;en góðir hlutir eru að gerast. Á fundi sínum síðastliðinn þriðjudaginn samþykkti ríkisstjórnin að veita 10 milljónum króna til að klára þau verk sem útaf standa svo að fullgilda megi sáttmálann. <span>Skipuð verður samstarfsnefnd ráðuneyta um að undirbúa fullgildingu sáttmálans og öll ráðuneyti munu yfirfara löggjöf á sínu málefnasviði og leggja til breytingar til samræmis við ákvæði sáttmálans.</span> Öll ráðuneyti<span>&#160;</span> koma að vinnunni, enda varða hagsmunir fatlaðs fólks alla þætti samfélagsins.</p> <p>Í þessari vinnu eru stór atriði sem þarf að skoða bæði lög og framkvæmd. Við viljum vanda okkur svo að réttaráhrif sáttmálans verði raunveruleg. Við viljum ekki segjast gera eitthvað sem síðan reynist innihaldslaust eða hefur ekki tilætluð áhrif.</p> <p>Skýrslur frá Evrópuráðinu og Sameinuðu þjóðunum segja okkur að tiltekin ákvæði sáttmálans hafi reynst vandasöm í framkvæmd hjá aðildarríkjum. Við þurfum að nýta tækifærið og læra af reynslu annarra og nýta okkur á jákvæðan hátt þau mistök sem kunna að hafa verið gerð annars staðar við innleiðinguna til þess að falla ekki sömu gryfjur og aðrir hafa hrapað í.</p> <p>Á þessu málþingi í dag fjöllum við um tvær greinar Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Annars vegar um þann hluta 4. gr. þar sem fjallað er um hlutverk hagsmunahópa og hins vegar um 33. gr. þar sem fjallað er um samhæfingu stjórnsýslunnar og sjálfstæðan eftirlitsaðila.</p> <p>Í síðstu viku stóð innanríkisráðuneytið fyrir opnum fundi um hvort setja eigi á laggirnar sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi. Við höfum fengið hvatningu á grundvelli allra samninga sem Ísland er aðili að hjá Sþ til þess að koma á fót slíkri stofnun, frá mannréttindafulltrúa SÞ og mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins.</p> <p>Eins og sérfræðingar fjölluðu um á þeirri málstofu hefur áhersla á slíkar stofnanir fengið síaukið vægi í alþjóðlegri umræðu.</p> <p>Við erum nú að skoða þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir staðráðin í því að verða við þeim og þannig að markmiðin sem að er stefnt náist. Þar er að ýmsu að hyggja. Smátt samfélag kann að leita annarra lausna en stórt. Við þurfum að hyggja að samlegðaráhrifum og því hvernig fjármunir nýtist sem best. Í mínum huga er stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunar ekki spurning um hvort heldur hvenær hún verður að veruleika því eitt er víst að við verðum og viljum axla skyldur okkar á grundvelli 33. gr. sáttmálans um eftirlit. Á markvissan og ígrundaðan hátt þurfum við að komast að niðurstöðu. Að því er nú stefnt. Erindi og umræður hér í dag verða mikilvægt innlegg í þá vinnu.<br /> Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni. Þurfi ég að bregða mér frá er það til að taka þátt í umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi um lagabreytingar um réttindi í kjörklefanum sem ég áður hef nefnt. Þar þarf fundarstjórinn hugsanlega einnig að verða afsakuður en hann hefur aldrei látið sig vanta þegar á hefur þurft að halda í réttindabaráttu fatlaðs fólks.</p> <p>Ég óska okkur öllum til hamingju með þetta málþing. Það er vitnisburður um þann ásetning okkar að halda fram á við í réttindabaráttunni ekki aðeins fyrir fatlað fólk heldur samfélagið í heild sinni. Vilji samfélag kalla sig mannréttindasamfélag þá þarf það að sýna í orði og verki að svo sé í raun.</p> <p>&#160;</p>

2012-09-08 00:00:0008. september 2012Ávarp á starfsdegi héraðsdómstólanna og 20 ára starfsafmæli héraðsdómstólanna 7. september

<p>Ágæta samkoma.</p> <p>Umferðalagabrot eru tæplega meðal algengustu brota sem koma til umræðu í tengslum við mannréttindi. En það gerðist á 9. áratug síðustu aldar þegar meint brot á íslenskum umferðalögum rötuðu inn á borð mannréttindanefndar og Mannréttindadómstóls Evrópu.</p> <p>Hvort hinn kærði hafði raunverulega gerst brotlegur við lög var ekki viðfangsefnið á því stigi, heldur ferlið í átt að dómi. Þetta er í takti við þróun sem orðið hefur í mannréttindamálum að ekki aðeins skuli niðurstöður réttarkerfisins vera réttlátar, heldur einnig ásýndin og leiðin að niðurstöðunni. Þannig má ekki sami maðurinn setja upp nokkra hatta innan kerfisins; rannsaka, ákæra og dæma, að ekki sé talað um að smíða reglurnar sem dæmt er eftir!</p> <p>Málið varð til þess að ýta enn frekar á um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdarvalds í héraði sem að lokum fékkst samþykkt sem lög frá Alþingi. Það var árið 1992 en þessi starfsdagur sem héraðsdómstólarnir efna nú til er jafnframt til að minnast þeirra tímamóta fyrir tuttugu árum. Með aðskilnaðarlögunum varð grundvallarbreyting á dómstólaskipaninni í héraði og voru héraðsdómstólarnir settir á stofn í þeirri mynd sem þeir eru í dag. Á árinu 1998 voru síðan sett sérstök lög um dómstóla. Samkvæmt þeim lögum varð dómstólaskipanin með sama hætti og kveðið var á um í aðskilnaðarlögunum, átta sjálfstæðir dómstólar með aðsetur víða um land.</p> <p>Flestir er á því máli að þarna hafi verið stigið framfaraspor. Ekki var það skref þó óumdeilt, og bar umræðan á Alþingi um þessar breytingar þess vott að ekki voru allir þingmenn á eitt sáttir. Töldu sumir að mikið óhagræði kæmi til með að hljótast af breytingunni og að líkur væru á að hún yki enn frekar á annars konar samþjöppun valds en þá sem gagnrýnd var; að til langs tíma litið kynni þessi breyting að verða á kostnað byggðatengdra þátta; á kostnað dreifbýlis en í þágu þéttbýlis.</p> <p>Þessi umræða var um margt eðlileg. Því á sama tíma og við viljum gæta að réttlátri málsmeðferð í alla staði þá þarf líka að horfa til þess sem er gerlegt og ekki gerlegt í litlu samfélagi.<br /> <br /> Og enn um formið. Þótt formið sé mikilvægt, þá er það aldrei svo mikilvægt að missa megi sjónar á innihaldinu. Eflaust fylgdu starfsmenn öllum settum formreglum í Réttarhöldunum hjá Franz Kafka, þegar söguhetja hans Josef K. var vakinn upp á þrítugsafmælinu sínu af KERFINU, sem hér ritast með stórum stöfum, KERFINU<em>,</em> sem í senn var altumlykjandi en um leið svo fjarlægt að aldrei var hönd á festandi<em>.</em> Hvorki Josef K. né lesandinn fengu&#160;nokkru sinni að vita um hvað réttarhöldin snérust, formið hafði tekið völdin<em>,</em> það eitt skipti máli, innihaldið engu.<em>&#160;</em>Það er gagnlegt að leyfa þessu nær aldargamla meistarastykki að koma upp í hugann þegar við teljum ástæðu að óttast að formið sé að verða innihaldinu yfirsterkara; þegar þau teikn eru á lofti að dómgreind víki fyrir kerfishugsun. Þessi hætta er ekki bundin við einn tíma öðrum fremur, eitt kerfi en ekki önnur, þvert á móti þá er hættan ætíð fyrir hendi, í öllum kerfum, öllum stundum. Í skjóli kaldhamraðarar formhyggju<span>&#160;</span> - kerfiskreddu og isma – hefur mannseskjan gert mörg mistök-<span>&#160;</span> og meira en það, framið sín verstu voðaverk.<br /> <br /> Formhyggjan getur tekið á sig ýmsar myndir.<br /> <br /> Á blaðsíðu 88 í prýðilegri skýrslu nefndar Hjördísar Hákonardóttur um lögmæti kaupa Magma á HS Orku – máls sem við öllum þekkjum - er athyglisverð tafla. Þar er spurt annars vegar um þröngar lögformelgar skýringar og er niðurstaðan sú að Magma-kaupin kunni að hafa staðist slíka skoðun „þótt það sé ekki á færi annarra“, svo ég vitni orðrétt, „ en dómstóla að kveða endanlega upp úr um hvernig beri að líta á staðreyndir í máli sem þessu og hvaða túlkun laganna sé rétt".<br /> <br /> Þegar &#160;hins vegar horft sé til þeirra markmiða sem lágu að baki löggjöfinni um erlendar fjárfestingar, segir ennfremur, og þegar ekki er horft einvörðungu á formleg eigna- og hagsmunatengsl heldur til „raunverulegra hagsmuna og tengsla" þá megi ætla að salan sé ólögleg.<br /> <br /> Magma fór sem sagt á svig við vilja löggjafans en gæti komist upp með undanbrögð í þröngri túlkun á lagabókstafnum og með hliðsjón af formlega skráðum eignatengslum. Með öðrum orðum, formlega séð kunni salan að standast þótt veruleikinn hrópi á allt annað!<br /> <br /> Sjálfum finnst mér einhlítt að horfa beri til vilja löggjafans, til anda laganna -<span>&#160;</span> ekki síst þegar samfélagslegir hagsmunir eru í húfi; þegar samfélagið er í vörn gagnvart ásælni fjármagnsins og hefur smíðað lög, beinlínis sjálfu sér til varnar.<br /> <br /> Öllum var ljóst að Magma var að reyna að fara á bak við lögin með því að koma sér fyrir í skrifborðsskúffu innan EES svæðisins. Þetta var óheiðarleiki, sem samfélagið almennt gerði sér grein fyrir.<span>&#160;</span> Aldrei var látið á þetta reyna fyrir dómstól en ég velti því fyrir mér hver hin endanlega niðurstaða hefði þá orðið. Ég neita því ekki að ég hefði óttast niðurstöðuna enda í seinni tíð oft verið tilefni til að spyrja hvort geti verið, að réttarkefið á Íslandi sé að færast nær vangaveltum um form og einkum og sérílagi formgalla og þá jafnframt fjær annars vegar augljósum ásetningi þess sem meint brot fremur og hins vegar augljósum markmiðum þess sem lögin og reglurnar settu.<span>&#160;&#160;</span></p> <p>Öll kerfi verða að vera gagnrýnin á sig sjálf. Þau þurfa í sífellu að spyrja, til hvers? Hvers vegna og til hvers? Ef formið verður alls ráðandi, getur það torveldað að við tökum á ranglæti líðandi stundar. Því fer fjarri að ég sé að lýsa vanda íalenskra dómstóla sérstaklega, en ég er þó að lýsa tilhneigingu sem stundum verður vart í réttarkerfinu.</p> <p>En er ekki stjórnmálamaður, að ekki sé minnst á þann sem gerst hefur handhafi frmakvæmdavalds, kominn inn á hála braut þegar hann nálgast á spyrjandi en þó einnig gagnrýninn hátt viðhorf og vinnubrögð í réttarekrfinu? Er hann ef til vill hættur að virða sem skyldi landamæri sem stjórnskipan okkar byggir á, lændanmærin á milli dómsvalds, löggjafarvalds og&#160; framkvæmdavalds?</p> <p>Svarið við þessu er nei. Réttarkerfið og samfélagið þurfa einmitt að talast við. Og fyrir mitt leyti hef ég reynt að taka upp slíka samræðu og – örva hana sem mest ég má.&#160;</p> <p>Við þurfum hvert og eitt okkar að vera gagnrýnin – á okkur sjálf og kerfin sem við vinnum innan eða förum fyrir. Það á vissulega við um okkur sem störfum á vettvangi stjórnmálanna. En íhugun einstaklingsins á stöðu mála dugar ekki ein og sér. Nauðsynleg gagnrýni þrífst ekki án samfélgaslegrar umræðu. Með öðrum orðum þá er stöðug umræða forsenda þess að við föllum ekki í gryfju hins ósnertanlega ranglætis. Formið má aldrei koma í veg fyrir slíka umræðu.</p> <p>Ég nefni þetta hér því að í starfi mínu sem ráðherra dómsmála hef ég stundum orðið var við þá hugsun að umræðan sem slík sé ekki við hæfi, geti jafnvel verið slæm í sjálfu sér. Er þá sérstaklega vísað til þess að samfélagið og stjórnmálin geti ekki átt í samtali við réttarkerfið eða þá sem fara með úrskurðar- eða dómsvald. Slíkt geti leitt til óeðlilegra pólitískra afskipta.</p> <p>Þarna þarf að mínu mati að gera greinarmun á tvennu. Í annan stað því, að stjórnmálamenn eða aðrir&#160; einstaklingar sem hafa sterka stöðu, s.s. úr viðskiptalífinu, reyni að hafa áhrif á einstök málaferli, t.d. í tilfellum þar sem þeir eða einstaklingar þeim tengdir eiga hagsmuna að gæta. Slíkt getur seint flokkast sem málefnaleg umræða.</p> <p>Í hinn staðinn á umræða um samspil réttarkerfis og samfélags fullan rétt á sér. Þessi greinarmunur er mikilvægur, því annars getur eðlileg mótstaða réttarkerfisins við afskiptum af einstaka málum orðið til þess að lokað er á nauðsynlega, samfélagslega umræðu, sem er næring fyrir öll kerfi.</p> <p>Einmitt vegna þessa tel ég fund eins og þennan mikilvægan, þar sem dómarar alls staðar að landinu koma saman – horfa aftur í tímann en líka til framtíðar. Dagskráin ber vott um ríkan vilja til að gera samtalið uppbyggilegt og gagnlegt. Kallaðir eru til fræðimenn og fagmenn sem horfa á starfsemi dómstólanna frá öðru sjónarhorni en jafnframt er ætlaður tími til mikilvægrar umræðu um málefni dómara og dómstóla. Fróðlegt verður að hlýða á þau erindi sem hér koma á eftir og að heyra um niðurstöður hópastarfsins.</p> <p>Dómstólar standa frammi fyrir mörgum áskorunum. Álag jókst til muna á dómstóla – eins og víða annars staðar – eftir hrunið en brugðist var við með því að fjölga dómurum í héraði tímabundið og heimildir aðstoðarmanna dómara til að sinna ákveðnum dómsathöfnum voru auknar og styrktar. Á sama tíma fylgist almenningur sennilega betur með störfum dómstóla en áður. Kastljósið beinist æ oftar inn í réttarsal og þá reynir á að dómstólar geri allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda og efla það góða traust sem almennt ríkir í þeirra garð og er samfélaginu mikilvægara en flest annað.</p> <p>Mig langar jafnframt að víkja hér stuttlega að umræðu um millidómstig, en hún er ekki ný af nálinni. Sjálfur hef ég sannfærst um gildi þess, a.m.k. í sakamálum, eftir að hafa hlýtt á mál helstu sérfræðinga, þar með talið í nefnd sem ég setti á laggirnar skömmu eftir að ég tók við embætti. Haustið 2010 var haldinn fundur helstu fagfélaga lögfræðinga og var millidómstig helsta umræðuefnið. Þennan fund sat ég. Í framhaldinu barst mér áskorun frá félögunum um að sett yrði á fót millidómstig sem næði bæði til einkamála og sakamála. Þetta var tilefni þess að ég setti fyrrgreindan vinnuhóp á laggirnar til að gaumgæfa kosti og galla millidómstigsins. Áður hafði verið gerð skýrsla um milliliðalausa sönnunarfærslu<span>&#160;</span> í sakamálum þar sem lagt var til að komið yrði á fót millidómstigi í sakamálum.<br /> <br /> Í vinnu sem nú fer fram innan Innanráðuneytisins við mótun innanríkisstefnu verða teknar til skoðunar þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um millidómstig. Jafnframt þarf að fá glögga sýn á það hvaða áhrif slíkt dómstig hefði á dómstólaskipanina og þá hvernig stjórnsýslu dómstólanna væri best fyrir komið.<span>&#160;</span> Til að ræða þessi atriði hef ég boðið til fundar í lok þessa mánaðar. Hefur til fundarins verið boðið fulltrúum þeirra sem þekkingu og reynslu hafa af málefninu. Vonast ég til að á grundvelli þeirra hugmynda og skoðana sem þar koma fram verði unnt að setja fram stefnu í málefnum refsivörslukerfisins og þ. á m. um hvernig dómstólaskipaninni væri best háttað. Á þeim grunni gætum við unnið að breytingum á því kerfi sem við búum við í dag sem uppfylli þær kröfur og væntingar sem við gerum til réttarvörslukerfisins í víðu samhengi. Ég legg þó á það áherslu að góðir hlutir gerast hægt og í samráði við alla hlutaðeigandi.</p> <p>Að lokum vil ég óska ykkur og okkur öllum til hamingju með daginn og góðs gengis í því hópastarfi sem fram fer hér síðar í dag.</p> <p>&#160;</p>

2012-07-13 00:00:0013. júlí 2012Ávarp í samsæti til heiðurs Karli Sigurbjörnssyni biskupi

<p>&#160;</p> <p>Það er við hæfi að halda þessa þakkarstund til heiðurs biskupshjónunum, Karli Sigurbjörnssyni og Kristínu Guðjónsdóttur hér í Þjóðmenningarhúsinu. Íslensk menning og Þjóðkirkjan eru samofin í fortíð og samtíð og mun svo verða á ókomnum árum. Saman hafa biskupshjónin haldið merki íslenskrar menningar hátt á loft, innan lands sem utan.&#160;Fyrir það ber að þakka.<br /> <br /> Til þessarar samverustundar buðum við – Innanríkisráðuneytið, ráðuneyti kirkjumála –börnum þeirra hjóna og nánasta samstarfsfólki biskups. Biskup Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur, vil ég bjóða sérstaklega velkomna svo og vígslubiskupa og prófasta í Reykjavíkurprófastsdæmi.</p> <p>Karl Sigurbjörnsson á það sannarlega skilið að vera vel kvaddur og honum þakkað af hálfu stjórnvalda fyrir starf og framlag sem biskup Íslands og það er mér mikið ánægjuefni að sjá ykkur öll hér í dag.</p> <p>Karl Sigurbjörnsson biskup var einlægur og heill í þjónustu sinni sem biskup Íslands og vann margt afburða vel, einkum í boðun sinni og áherslum um þjónandi kirkjustarf. Mér þótti alltaf aðdáunarvert hve víðsýnn og velviljaður Karl var gagnvart öðrum trúfélögum. Þar sýndi hann mikla visku og styrk.</p> <p>Reyndar sýndi Karl það margoft að hann er glöggskyggn og hugsjónaríkur maður. Hann hélt vel áttum í hillingum gróðærisins, andmælti yfirlæti, misskiptingu og varasömum viðmiðunum og mammonsvaldi og hlaut þá oft bágt fyrir hjá þeim sem þótti að sér vegið.</p> <p>Kirkju- og safnaðarstarf efldist verulega í embættistíð Karls Sigurbjörnssonar. Kreppan kom þó illa við þjóðkirkjuna bæði sem félagslega hreyfingu og stofnun og dapurleg mál sem sem við öll þekkjum svo og innri vandkvæði, juku á raunirnar. Árásargjarnir menn neyttu færis að vega sem grimmilegast að kirkjunni og varð um margt vel ágengt við að rjúfa samstöðu kirkju og þjóðar.</p> <p>Þegar við bættist að lögvarin kjör kirkjunnar voru ótæpilega skert af stjórnvöldum, kreppti enn frekar að og innri stoðir kirkjustarfsins veiktust óhjákvæmilega við uppsögn starfsmanna svo að kirkjan gat ekki sinnt sóknarfólki og skjólstæðingum sínum, eins og hún hefði kosið, einmitt þegar mest var þörf á því.</p> <p>Við þetta allt þurfti Karl sem biskup Íslands að glíma og varð auðvitað þreyttur á fangbrögðunum og fór því af velli fyrr en skyldi.</p> <p>En af vellinum fer hann með sæmd og þannig mun sagan dæma hann og verk hans. Ég vænti þess að Karl Sigurbjörnsson muni á komandi tíð – sem fyrr – leggja kirkju sinni og þjóðlífi dýrmætt lið með vitnisburði sínum og verkum.<br /> <br /> Mig langar til að segja ykkur að lengi hefur verið einhver ljúfur strengur á milli okkar Karls – strengur af því tagi sem aðeins er ofinn á vissu skeiði ævinnar. Þótt við höfum ekki hist mjög oft um dagana, þá gleymir hvorugur því, hygg ég, þegar við vorum sessunautar í Þrúðvangi einn vetur á menntaskólaárum okkar. Þetta var í 4. bekk Mennataskólans í Reykjavík. Þá fékk ég að kynnast góðum dreng.<br /> <br /> Og þessi góðmennska og hlýja finnst mér birtast vel og fallega í þessum óði Karls biskups til lífsins og náttúrunnar, gróðursins; sumarblómans og guðdómsins:</p> <p>Nú skrúða grænum skrýðist fold<br /> og skæru augun ljóma<br /> er fagna blómin frelsi' úr mold<br /> og frosts og vetrar dróma.<br /> Nú barna raddir blíðar tjá<br /> að birtan sigrað hefur<br /> og allt í náð umvefur.</p> <p>Í laufi fuglinn, lamb í hjörð<br /> og lóa frjáls í heiði<br /> þá lofgjörð inna lífs sem jörð<br /> á löngum vetri þreyði.<br /> Af gleði óma götur, torg<br /> og gleði birtir sanna<br /> öll önn og iðja manna.</p> <p>Þú Guð, sem sumar gefur jörð<br /> og gleði barna þinna,<br /> gef allri þinni eignarhjörð<br /> þá elsku' og gleði' að finna<br /> og lúta þér í lotning, trú,<br /> að lífi öllu hlúa,<br /> sem systkin saman búa.</p> <p>Eftirminnileg er mér predikun Karls í Dómkirkjunni í Reykjavík á sjómannadaginn í fyrra. Mér er hún einkum eftirminnileg fyrir tvennt. Vísdóminn sem þar var að finna og síðan það af hve mikilli virðingu og hlýju hann talaði um tengdaföður sinn. Biskup rifjaði upp samtal sem hann hafði átt við Guðjón tengdaföður sinn, sem verið hafði sjómaður. Fræddi hann tengdason sinn um hættur hafsins úti fyrir sjávarþorpinu þar sem hann bjó. Þar voru ótal sker. „Þekkturðu þau öll," spurði tengdasonurinn. „Nei, en ég þekkti leiðina á milli þeirra!"<br /> Þetta þótti mér skemmtilegt svar með djúpa merkingu. Vissulega eru það ekki bara hættur sem við þurfum að þekkja heldur líka þær leiðir sem vel hafa gefist!<br /> <br /> Karl Sigurbjörnsson, biskup, hefur í lífi sínu og með lífi sínu lagt sig fram um að stýra samfélagi okkar á milli skerjanna. Ótal sker og boðaföll hafa verið á vegferð okkar Íslendinga á undanförnum erfiðleikaárum í þjóðlífinu.<br /> <br /> En hér erum við samt og horfum móti bjartari tíð og það þökkum við mönnum eins og Karli Sigubjörnssyni.</p> <p>Heill þér og þinni góðu eiginkonu og fjölskyldu ykkar. Blessun og gæfa fylgi þér og ykkur öllum á komandi tíð.</p> <p>&#160;</p>

2012-06-25 00:00:0025. júní 2012Ræða við setningu prestastefnu í Hallgrímskirkju 25. júní 2012

<p>Nývígðum biskupi Íslands Agnesi M. Sigurðardóttur óska ég til hamingju með embættið og velfarnaðar í vandasömu starfi um leið og ég þakka fráfarandi biskupi, Karli Sigurbjörnssyni, fyrir hans mikilvæga og dýrmæta framlag í þjóðlífi okkar. Persónulega vil ég færa honum þakkir fyrir afar gott samstarf þann tíma sem ég hef gegnt embætti ráðherra kirkjumála.<br /> <br /> Íslenskt samfélag<span>&#160;</span> gengst nú undir miklar þrengingar en jafnframt breytingar sem ég tel að eigi eftir að verða til góðs. Að sjálfsögðu er það undir okkur sjálfum komið hvort svo verður. Þannig er það ævinlega. Því þjóðfélagið breytist ekki. Því er breytt. Það eru alltaf gerendur.<br /> <br /> Það hriktir í gömlum bjálkum og burðarbitum, hvort sem það eru stjónmálaflokkar, verkalýðshreyfing, eða réttarkerfið. Einnig innan Þjóðkirkjunnar spyrja menn nú nýrra spurninga.<br /> <br /> Samfélagið er að opnast, verða lýðræðislegra – ekki í einu vetfangi heldur í mörgum skrefum og hef ég þá trú að við séum að fá forsmekkinn að því sem síðar verður, verða vitni að fyrstu hræringunum í löngu umbrota-ferli umsköpunar.<br /> <br /> Nú er það ekki nýtt af nálinni að stofnanir og skipulag taki stakkaskiptum, fjölmiðlun taki breytingum, menntun og atvinnuhættir að sama skapi. En þær hræringar sem ég er þó fyrst og fremst að horfa til eru djúptækari; ég er að horfa til tíðarandans: Hvernig þjóðfélagið hugsar ef þannig má að orði komast.Og þá sérstaklega hvort í hræringum samtímans megi greina hvernig framtíðin kemur til með að sjá samspilið milli einstaklings og samfélags.<br /> <br /> Mitt mat er það að 21. öldin eigi eftir að verða tímabil kröfunnar um beint lýðræði og þá jafnframt dvínandi mikilvægis fulltrúalýðræðis. Þá tel ég að á komandi tíð munum við leggja aukna áherslu á almannarétt í stað þröngs einkaeignarréttar. Þetta er krafa af lýðræðislegri rót; sprottin úr baráttu fyrir mannréttindum; um réttinn til vatnsins, réttinn til auðlindanna, til gæða lands og sjávar og síðast en ekki síst, réttinn til að ráða eigin örlögum í lýðræðislegu samfélagi. Svo lengi sem einstaklingur skaðar ekki aðra skuli hann eiga rétt á því að lifa sínu lífi að eigin geðþótta, hver sem trú hans er eða lífsskoðnun.</p> <p>Á Íslandi ríkir trúfrelsi. Hitt er þó rétt að Þjóðkirkjan hefur ákveðna sérstöðu. Ég er ekki í hópi þeirra sem telja það slæmt að Þjóðkirkjan hafi sérstöðu. Enda er sérstaða Þjóðkirkjunnar staðreynd, nánast óháð okkar vilja. Hún er sögulega ákvörðuð. En svo lengi sem Þjóðkirkja er við lýði hljóta menn að spyrja um forsendur sérstöðu hennar og í hverju hún felist. Í framhaldinu vilja vakna spurningar sem eru ekki trúarlegs eðlis heldur eins veraldlegar og verða má: Um samfélagslegt umrót og varðveislu menningarverðmæta. Ég veit að sumir vilja afnema sérstöðu Þjóðkirkjunnar í einu vetfangi. Aðrir vilja fara sér hægt, þó svo að þeir vilji breytingar. Enn aðrir vilja engar breytingar.<br /> <br /> En breytingar verða. Ég held að svo hljóti að vera. Viðfangsefni hins andlega og veraldlega valds er<span>&#160;</span> að beina umræðunni og þar með þróuninni í jákvæðan og uppbyggilegan farveg í góðri sátt.<br /> <br /> Hin miklu umbrot í þjóðfélaginu sem við verðum nú vitni að taka ekki alltaf á sig geðfelldar myndir, og ekki er heldur alltaf sanngirni fyrir að fara. Í mannréttindahraðlestinni sem nú brunar inn í framtíðina eru ekki allir farþegarnir á verðskulduðu farrými. Í nafni lýðræðis, frelsis og mannréttinda og<span>&#160;</span> jafnvel í nafni sanngirni, höfum við oft fengið að kynnast fólsku – í verki og í og ekki síður í orði. Þetta þekkjum við af sögunni og þetta þekkjum við úr samtímanum.<br /> <br /> Það er rétt sem séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur sagði í guðsþjónustu á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, að illa sé komið „<em>þegar aumasta bloggið og ljótasta lygin er jafnsett hæstu gildum og hugsjónum - og fær jafnmikið svigrúm í umræðu dagsins. Þegar hending ræður því eftir hverju er tekið og hvað vekur umhugsun og umræðu. Þess vegna er ennþá ríkari þörfin fyrir dómgreind og skynsemi."</em>.<br /> Undir þessi orð vil ég taka.<br /> <br /> Á dögum okkar sem nú lifum hafa sjaldan komið þau skeið sem eins mikil þörf er á því og nú að spyrja um siðferði og gildi. Stjórnmálamaður var spurður hvort hans flokkur hefði þegið háa fjárstyrki á árum áður. Hann kvað svo vera en það hefði ekkert rangt verið gert; lögin hefðu ekki bannað þetta, ekkert hefði verið aðhafst í trássi við lög.<br /> Sagan kennir að mikilvæg gildi fá þrifist án laga og án stofnanalegrar umgjarðar en jafnframt einnig siðleysi í skjóli þess að lagaákvæði skorti. Samviska og siðvit verða ávallt að móta viðhorf og verk, í því er vandi og vegsemd mennskunnar fólginn. Kristur barðist við stofnanaveldi sinnar samtíðar. Hann skilgreindi sig aldrei í ljósi stofnunar, eigna eða veraldlegra gæða. Þau <strong>gild</strong>i sem hann boðaði, eru hins vegar grundvöllur siðferðis kristinna manna, í fjölbreyttum söfnuðum víða um heim.<br /> <br /> En kirkjan <strong>er stofnun</strong> jafnframt því sem hún er félagsleg hreyfing og sem slík hlýtur hún að spyrja sjálfa sig spurninga sem þessarar: Hvers konar stofnun vil ég vera? Er stór stofnun betri en smá? Er þörf á Þjóðkirkju? Er ef til vill hætt við því að með áherslu á hið stofnanalega, hið veraldlega, þoki boðun fyrir umgjörð?<br /> <br /> Í stjórnmálunum hefur þessari spurningu um stórt og smátt verið svarað af mörgum og á mismunandi hátt. En hið viðtekna er að stórir flokkar séu betri en smáir, þeir séu líklegri til að ná völdum og halda þeim og koma stefnumiðum í framkvæmd. Líklegt er að einhver segi að hið sama hljóti að gilda um kirkjur og kirkjudeildir.<br /> <br /> Þegar ég var að feta mig af unglingsárunum og yfir á fullorðinsárin var mikil gróska í pólitíkinni. Sérstaklega á vinstri vængnum þar sem hugur minn var bundinn. Flokkarnir voru margir og lengst til vinstri rúmaði stafrófið þá varla alla. Flokkarnir yst til vinstri urðu aldrei stórir og náðu aldrei völdum. En færa má rök fyrir því að<span>&#160;</span> pólitíkin á þessum tíma, gróskan í henni, hugsjónaeldarnir og sannfæringin hafi leitt til mikilvægra breytinga í þjóðfélaginu. Þannig tók jafnrétti kynjanna stórstígri breytingu til batnaðar á þessum árum, skólarnir opnuðust út í samfélagið, til urðu svokallaðar öldungadeildir fyrir fólk sem misst hafði af tækifæri til mennta í uppvextinum. Allt var þetta tilkomið vegna kröftugrar grasrótarumræðu.<br /> <br /> Hugsunin um margt smátt og hin þúsund blómstrandi blóm hefur alltaf hrifð mig og almennt er ég talsmaður margbreytileika sem getur myndað fagurt en jafnframt kraftmikið lífsmynstur. Mér hugnast vel sú hugsun að margir akrar blómstri hlið við hlið. Þetta eru vissulega viðhorf sem íslenska Þjóðkirkjan hefur haft í heiðri. Á undanförnum misserum þykir mér Þjóðkirkjan hafa sýnt svo ekki verður um villst að hún þolir gagnrýna umræðu um sjálfa sig í samtíðinni og hún er reiðubúin að horfa opnum augum til framtíðar.<br /> <br /> Nýr biskup sagði hér í Hallgrímskirkju í gær að einkenni Þjóðkirkjunnar væri að hún stæði öllum opin. Það er skilningur sem mér þótti koma fram á aðdáunarverðan hátt þegar fráfarandi biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson tók á móti trúarleiðtoganum Dalahi Lama með sameiginlegri athöfn í Hallgrímskirkju. Og sama afstaða og sami skilningur hefur komið fram í starfi innan Samráðsvettvangs trúfélaga en Þjóðkirkjan og þá ekki síst fráfarandi biskup hefur sýnt þessum vettvangi mikla ræktarsemi. Fyrir skömmu var mér boðið að vera viðstaddur móttöku hjá biskupi fyrir fulltrúa allra trúarsöfnuða á Íslandi og var ánægjulegt að finna fyrir umburðarlyndinu og þeim velvilja sem hann sýndi og þar ríkti.<br /> <span>&#160;</span><br /> Auðvitað aðhyllast margir engin trúarbrögð<span>&#160;</span> – hvorki kristin né nokkur önnur<span>&#160;</span> - telja þau ekki veita svör við gátum lífsins. Margir <span>&#160;</span>leita í smiðju fornra og nýrra heimspekinga, aðrir snúa sér til náttúrunnar og enn aðrir leita fyrst og fremst innra með sér. Sumir jafna samviskunni við guðdóm, röddinni sem býr innra með sérhverjum manni. Sú rödd getur reynst kröfuhörð. Lífsskoðunarfélög á borð við Siðmennt starfa í þessum anda sem mér þykir um margt virðingarverður.<br /> Mér þótti gott að finna hve vel því var tekið af kirkjunnar hálfu þegar ég kynnti nýtt lagafrumvarp um lífsskoðunarfélög. Því miður var það ekki samþykkt í vor en verður vonandi á hausti komanda. Frumvarpið lýtur að því að jafna stöðu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga og er í mínum huga brýnt mannréttindamál.</p> <p>En sem áður segir þá er kirkjan ekki bara boðað orð. Hún er jafnframt stofnun sem veitir fólki atvinnu og veraldlegt skjól. Og kirkjurnar - þar sem kirkjurækið fólk kemur reglulega saman og hinir ókirkjuræknu eru viðstaddir skírnir, fermingar, giftingar og fylgja ástvinum til hinstu hvílu - eru þegar allt kemur til alls, hús sem þarf að hita upp og halda við, orgelið þarf að vera til staðar og í lagi. Efnið og andinn þurfa að fylgjast að. Þetta skildi bændafólkið á Snæfjallaströndinni sem gaf Sigvalda Kaldalóns flygil forðum daga svo hann gæti þjónað tónlistargyðjunni og auðgað þannig menningu sveitunga sinna. Þetta gerði efnalítið fólk að forgangsverkefni!<br /> <br /> Á Prestastefnu í Háskóla Íslands<span>&#160;</span> 3. maí fyrir rúmu ári hafði ég á orði að sem <em></em>stofnun hefði kirkjan þurft að sæta miklum niðurskurði eins og aðrar stofnanir í samfélagi okkar. Því miður sæi ekki fram úr þeim þrengingum sem við væri að glíma en án þess að ég vildi<span>&#160;</span> gefa nokkur fyrirheit um framhaldið vildi ég engu að síður bjóða kirkjunni að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem skyldi gera grein fyrir stöðu mála, hvernig sú staða<span>&#160;</span> væri til komin og hvaða afleiðingar niðurskurðurinn hefði haft. Þar með væri ég að bregðast við ákalli biskups sem lýst hefði þungum áhyggjum yfir því hvernig komið væri, í formlegu erindi til mín sem ráðherra kirkjumála.<br /> Frá því er skemmst að segja að þessi nefnd var skipuð og skilaði hún álitsgerð sem varð til þess að sú óheillaþróun sem átt hafði sér stað um árabil var stöðvuð og er brýnt á komandi tíð að bæta þá skerðingu sóknargjalda sem var umfram þá skerðingu sem stofnanir almennt höfðu<span>&#160;</span> þurft að sæta.<br /> <br /> Um þá hugsun sem þjóðkirkjuhugmyndin byggist á, hef ég oft farið orðum og þá iðulega vísað til mikilvægis kjölfestunnar. Mig langar til að rifja upp tvö tilefni þar sem ég hef gert þetta að umtalsefni. Í ávarpi sem ég flutti í upphafi Kirkjuþings árið 2010 rifjaði ég upp fyrirlestur sem ég hafði hlýtt á um aðskilnað ríkis og kirkju. Fyrirlesari hefði sagt að við hlytum að stefna að fullum aðskilnaði samkvæmt þeirri grundvallarafstöðu að jafnræði skyldi ríkja milli allra trúarbragða. Og hann hélt vangaveltum sínum áfram: <em></em>Kirkjan ætti að boða kristna trú, sagði hann, hún ætti ekki að hafa með höndum stjórnsýslulegt hlutverk. Það hljóti meira að segja að slæva raunverulegt ætlunarverk trúboðenda. En þar sem ég sat úti í sal spurði ég innra með sjálfum mér: Er þetta með öllu illt, ef niðurstaðan verður sú að gera boðandann/bírókratann meðvitaðan um ábyrgð sína í fjölmenningarlegu umhverfi? Er kirkja sem kappkostar að vera umburðarlynd; kirkja sem skilgreinir það sem hlutverk sitt að veita öllum viðhorfum rými, að virða mannréttindi allra, líka samkynhneigðra - er hún ekki eftirsóknarverðari en ágeng kirkja, slitin úr formlegum tengslum við þjóðfélagið?&#160;</p> <p>Á fundi sem Innanríkisráðuneytið efndi til í Iðnó 7. mars sl um trúfrelsi kom ég inná svipaða slóð á eftirfarandi hátt: <em>„Trú og trúarbrögð geta tekið á sig óæskilegar myndir. Það er verðugt sjónarmið að íhuga hvort þjóðkirkja með breiðan trúarskilning, með prestum menntuðum á dýptina og í anda víðsýni; þjóðkirkja með langa sögu og hefð sem hefur sýnt að hún getur staðið í fararbroddi um menningu og menntir, að ógleymdri samhjálpinni - það er vissulega verðugt sjónarmið -&#160; að íhuga og ræða hvort slík kirkja geti verið trygging fyrir því að trúarþörf manna finni sér síður farveg í öfgakenndum trúflokkum en myndi ella gerast, án hennar - án Þjóðkirkjunnar. Dæmin sanna nefnilega að slæmar og mannfjandsamlegar öfgar fyrirfinnast í flóru trúarlífsins&#160;&#160; - og að þær öfgar þrífast best í villtri órækt.“<br /> <br /> </em>En hvað er verið að fara með þessu? Er verið að biðja kirkjuna um að líta á sig sem eins konar samfélagslegan öryggisventil og þá gagnvart hverju og hverjum? Ógnar þessi nálgun ef til vill eiginlegu hlutverki kirkjunnar eins og hún skilgreinir það sjálf samkvæmt trúnni?<br /> <br /> Hinn 3. maí sl. birtist í Fréttablaðinu athyglisverð grein eftir guðfræðingana og prestana séra Sigrúnu Óskarsdóttur og dr. Hjalta Hugason. Þau velta fyrir sér hinu pólitíska ákalli sem víða heyrist um að kirkjan gerist eins konar samfélagslegur öryggisvörður. Og tilefni skrifa þeirra voru sjónarmið í þessa veru sem forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hafði þá nýlega viðrað gagnvart Ensku biskupakirkjunni.<br /> Greinarhöfundar komust m.a. svo að orði:<br /> <em>„Það sem Cameron raunverulega kallar eftir er að kirkjan finni sig í því hlutverki að vera stofnun eða rammi utan um það sem kalla má borgaralega eða nánast veraldlega trú..“</em> Og greinarhöfundar vara við því að kirkja sem gangi inn í sitt hlutverk á slíkum forsendum verði alltaf framlengdur armur ríkisvaldsins. Og orðrétt: <em>„Ákall Camerons til kirkjunnar kemur okkur við vegna þess að íslenskir stjórnmálamenn skilgreina oft hlutverk kirkjunnar í samfélaginu á sama hátt og hann.“<br /> </em>Grein sína enda guðfræðingarnir tveir á ábendingu, sem mér þykir góð og síðan á hvatningu inn í framtíðina.<br /> Ábendingin er áminning um að kirkjan sé í reynd <em>„hluti af langtímaminni samfélags“.<br /> </em> Hvatningin var svo aftur sú að kirkjan eigi ekki aðeins að gæta hefðanna heldur þurfi að endurskapa þær við síbreytilegar aðstæður, meðal annars í ljósi fjölhyggjunnar og auðvitað sígilds erindis síns um manngildi og lífsvirðingu. Í slíkri nálgun felist óhjákvæmilega áskorun um árvekni og róttækni.</p> <p>Mér finnst þetta vera réttmæt sjónarmið, umhugsunarverð fyrir kirkjunnar fólk og stjórnmálamenn að sama skapi.</p> <p>Í mínum huga vakna fleiri spurningar en ég á svör við þegar trúarbrögð eru annars vegar.<br /> Hvað er að trúa? Gæti verið að trúin væri í eðli sínu mannleg kennd líkt og ótti, reiði, gleði, hrifning? Undan tilfinningum verður ekki komist. Og trúartilfinningin virðist fylgja manninum hvar sem hann er. Skyldi það vera tilviljun?<br /> Í einhverjum skilningi hefur flest fólk leitað til trúar einhvern tímann. Fæst okkar trúa alltaf. Sum okkar þurfa ekkert á trú að halda. Sumir eru hálfvolgir. Þannig kvað Jón Helgason í kvæði sínu Hálfvolgur:<br /> <br /> <strong>Ef skip mitt í villum um höfin hrekst<br /> og himintunglanna leiðsögn bregzt,<br /> og sjórinn þýtur með þungum niði,<br /> Þín ég leita drottinn.<br /> En þegar hafrænan ljær mér lið<br /> og landið rís yfir hafsins svið,<br /> svo þekkja má hinar þráðu hafnir;<br /> þér ég neita drottinn.<br /> </strong><br /> Trú hefur ekki með menntun að gera, ekki heldur vísindin, hún er ekki háð gáfum eða efnum eða tækifærum. Trúin er einsog félagi sem<br /> leggur höndina á öxlina á manni þegar maður er dapur, fordæmir ekki<br /> mistök og er örlát á fyrirgefningu.<br /> <br /> Kirkjan sem stofnun er vissulega mannanna verk enda þótt í trúarlegum skilningi kristinna manna<span>&#160;</span> eigi hún sér uppruna í boðskap<span>&#160;</span> Jesú Krists. Kirkjan er umgjörð um lífsþjónustu. Hún er tæki til að taka á móti þeim okkar sem þarfnast aðstoðar í <span>&#160;</span>hörðum<span>&#160;</span> og oft illskiljanlegum heimi.</p> <p><span>Ég er hér að fjalla um trúna sem mannlega þörf , ekki sem ytri<br /> opinberaðan sannleika. Og Þjóðkirkjan er vettvangurinn, skipulagið,&#160; - byggingin sem hýsir starfið.<br /> <br /> Að því leyti sem kirkjan er mannanna verk, mun hún breytast einsog tímarnir breytast.<br /> <br /> Og við lifum nú tímamót í Þjóðkirkjunni og samfélaginu. Mót tvennra tíma. Kirkjan sýnir að hún lagar sig að breytingum og læknar sig af sárum í þeirri trú, von og kærleika, sem er markmið hennar og mælikvarði á hverri tíð.<br /> Ég óska Þjóðkirkjunni, biskupum, prestum og djáknum og öðru starfsliði, að ógleymdu öllu sóknarfólki hennar, farsældar á þeirri björtu braut að vera gifturík íslenskri þjóð og landi.<em><br /> </em><br /> <br /> <br /> </span><span><br /> <br /> </span></p>

2012-06-11 00:00:0011. júní 2012Ávarp á ráðstefnu Norræna vegasambandsins í Reykjavík 11. júní 2012

<p><strong>Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á ráðstefnu Norræna vegasambandsins í Reykjavík 11. júní 2012</strong></p> <hr size="2" width="100%" /> <p><strong>Nordic road congress</strong></p> <p>Góðir ráðstefnugestir, dear delegates from near and -afar.<br /> <br /> It is an honour to address this conference of the Nordic Road Association<span>&#160;</span> and to bid you who come from abroad welcome to Reykjavík and to Iceland. We are truly glad to have you in our country and we are thankful to the weather gods to receive you well. Iceland has chaired the Nordic Road Association for the past four years and I certainly hope that the chairman of the Association, your host and main organizer of this event, Hreinn Haraldsson, who now has opened the conference, shall not be too hard on you, so that you will have time to look around and socialize. I have a theory about conferences, namely that what happens in the coffee bar is often of no less importance than what happens in the lecture hall. Personal discussions and establishing contacts and personal ties and acquaintances should never be undervalued in international events.<br /> <br /> I had the pleasure to attend the World Road Forum in Mexico last September. I was impressed with the professionalism that characterized the whole event and in particular the way in which a balance was kept between, on the one hand, being informative and on the other hand, providing a platform for discussion and the exchange of views. This I think is of vital importance when it comes to discussing policy making.<br /> <br /> As far as I participated in the discussions that took place in Mexico I advocated for more democracy in the decision making processes in the fields of communication and road construction. I saw it – and still see it - <span>&#160;</span>as a weakness when the decision making process is too much on the premises of money providers from the financial world, eager contractors and politicians. It is all too often forgotten to ask the payers, whether it be taxpayers or those who pay user charges, what they want. In this country our experience is that the latter group is more modest in their demands and more to the point when it comes to road safety, than those from the aforementioned groups who tend to be generous when it comes to tax payers money. I think we are approaching a time when the payers have had enough of such enforced feeding. So I reiterate my remarks from Mexico: More democracy into the decision making processes.<br /> <br /> This does not change the fact that the general public in Iceland is greatly enthusiastic about improving our road system. Yes I use the word enthusiastic when it comes to the general public´s concern in this respect and involvement in the debate on road improvement and road safety.<br /> <br /> In my lifetime we have taken enormous strides forward, not to mention in the last few decades or years. You will not find an Icelander who does not understand the importance and value to our society in improving the road network, making it better and safer. Since I became minister of transport in the fall of 2010, I have, on numerous occasions, when we have celebrated the opening of new roads, bridges or tunnels connecting towns and villages which were isolated with bad road connections, - <span>&#160;</span>on such occasions I have experienced the relief of the communities involved when improvements are made. No public meetings in the countryside attract greater attendance than meetings on communications and road construction. So when Hreinn Haraldsson takes to the road he has a bigger audience than do our pop- groups.</p> <p>One thing I want to mention since it has to do with policy- and decision-making <span>&#160;</span>procedures and processes. In Iceland we are reorganizing the institutional framework in communication - putting under one roof road construction, seaborne traffic and harbours and partly aviation. This will not make any fundamental change for the Icelandic Road Administration since it will be the backbone of the new institution.<br /> But, however, change there will be, not only in the institutional or organizational sense, but hopefully also mentally; a change in the mind, in the way we conceive things when we envisage communication in a wholistic way – when we think about the possibilities in improving communications – whether it be on land, on sea or in the air.<br /> <br /> Iceland has gone through great financial difficulties. This has manifested itself amongst other things in drastic cuts in public expenditure. On road construction we now allocate only half the resources we did five years ago. But the nation has a good grasp of these realities. Icelanders understand that we must downsize for the time being.<br /> The building we are in now, Harpa, was a hole in the ground at the time of the financial crash in October 2008. At the time there was talk of filling the hole and simply forget about unrealistic dreams of the past. But as it turned out a consensus emerged that we should proceed with the job; after all this was to be a house of culture, of conferences, where people could come together enjoying the arts and communicating with others: In short doing things together.<br /> And this is what we knew in our hearts was the key to getting out of our troubles – togetherness - <span>&#160;</span>elevating our spirit with culture, music, theatre - and strengthening our societal ties – within our communities and in society at large – and internationally with friends and colleagues.<br /> <br /> This is why a conference like this is of importance to us and hopefully to you as well.<br /> Have a good conference – I hope Iceland will receive you well.<br /> <span>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> <span>&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-06-07 00:00:0007. júní 2012Ávarp á málþingi innanríkisráðuneytisins og Lagadeildar HÍ um skýrslutökur af börnum í sakamálum

<p>Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á málþingi innanríkisráðuneytisins og Lagadeildar HÍ, 7. júní 2012<br /> </p> <hr size="2" width="100%" /> <p>Ágæta samkoma,</p> <p>Ég vil byrja á að bjóða ykkur velkomin til þessa fundar sem innanríkisráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands halda í sameiningu. Með ráðuneytinu og lagadeild hefur tekist gott samstarf um að ræða meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu og er þessi fundur liður í því. Viðfangsefnið er vissulega afmarkað, en engu að síður mikilvægt í stóra samhenginu. Stóra samhengið er þetta: Á hverju ári koma upp hundruð kynferðisbrotamála á Íslandi. Þolendur eru oftast ungir og í skuggalega mörgum tilfellum börn. Tæplega 70% þeirra sem sóttu ráðgjöf hjá Stígamótum á síðasta ári voru börn þegar ofbeldi gegn þeim var framið, 70%.</p> <p>Í þessu samhengi skulum við hafa hugfast að börn eru börn til 18 ára aldurs. Við fyrirtöku á framkvæmd Íslands á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem fram fór í Genf í fyrra&#160; spannst umræða um ólíka réttarvernd barna eftir því hvort þau eru yngri en fimmtán ára eða á aldrinum 15-18 ára. Voru viðraðar áhyggjur af því að sökum þess að samræðisaldur á Íslandi er 15 ár nytu börn á aldrinum 15-18 ára ekki nægilegar réttarverndar gagnvart kynferðislegu ofbeldi.</p> <p>Við höfum hins vegar áréttað að þau njóti verndar, enda sé með öllu óheimilt að beita börn – eins og aðra – kynferðislegu ofbeldi þótt þau megi lögum samkvæmt stunda kynlíf. Milli kynlífs og ofbeldis sé skýr lína. Mörkin þar á milli þurfi að ræða, fremur en að gera kynlíf unglinga á aldrinum 15-18 ára ólöglegt.</p> <p>En börn á aldrinum 15-18 ára njóta engu að síður ekki sömu réttarverndar og önnur börn. Verði þau fyrir kynferðislegu ofbeldi fá þau ekki aðgang að Barnahúsi og þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á. Þeirri spurningu er varpað fram hér í dag hvort þessi munur sé réttlætanlegur. Ekkert bendir til þess að afleiðingar af ofbeldi séu á einhvern hátt vægari fyrir börn á þessum aldri en önnur börn, jafnvel þótt gerendur kunni að vera nær þeim sjálfum í aldri.</p> <p>Hitt atriðið sem við tökum til umræðu hér í dag er reynslan af skýrslutökum í Barnahúsi.</p> <p>Fyrir það fyrsta veltum við því upp hvort fyrsta skýrslutaka af barni eigi að fara fram fyrir dómi eða ekki. Þau sjónarmið vega þungt að barn eigi ekki að þurfa að endurtaka sögu sína oft á ólíkum stöðum í kerfinu. Þetta fyrirkomulag hefur þó ákveðna vankanta. Aðeins hluti þeirra mála þar sem skýrslutaka fer fram ratar inn á borð til dómstóla og skýrslutakan fyrir dómi er því til lítils gagns. Jafnramt hefur verið bent á að verjandi sakbornings hefur beinan aðgang að fyrstu skýrslutöku og getur upplýst sakborning um hvað þar fer fram. Þetta kann að torvelda sönnunarfærslu ákæruvaldsins.</p> <p>Þegar Barnahúsi var komið á laggirnar árið 1999 voru ýmsar efasemdarraddir á lofti um að rétt væri að útbúa slíka sérlausn utan um meðferð kynferðisbrotamála þar sem börn eiga í hlut. Einkum lutu efasemdirnar að því að færa skýrslutökur úr dómsal og yfir í annað umhverfi. Fyrir vikið var dómurum í sjálfsvald sett hvort þeir nýttu sér Barnahús eður ei. Reyndin hefur hins vegar verið sú að allir héraðsdómar landsins hafa nýtt sér Barnahús, að undanskildum Héraðsdómi Reykjavíkur sem notar aðstöðuna afar sjaldan en tekur skýrslu af börnum í sérútbúnu herbergi í húsnæði dómstólsins.</p> <p>Ég tel að reynslan hafi kennt okkur að Barnahús sé til góðs fyrir börn og að reglum réttarkerfisins sé með engu móti teflt í tvísýnu með því að láta skýrslutökur fara fram þar. Ég er mjög afdráttarlaust á þeirri skoðun að börn á Íslandi verði að sitja við sama borð í þessum efnum. Ég spyr: Er það virkilega svo að lagabreytingu þurfi til, til að tryggja slíkt jafnræði? Á fundum sem ég hef sótt í starfi mínu sem ráðherra dómsmála og mannréttinda hef ég margoft orðið var við hve mikillar virðingar Barnahús er aðnjótandi.</p> <p>Sendinefndir gera sér ferð til Íslands til að skoða húsið og kynna sér starfsemi þess. Ég tel að við eigum að efla þessa starfsemi og hvet til þess að stjórnsýslan, stjórnmálin og réttarkerfið sameinist um það.</p> <p>Ég bind vonir við þennan fund og hlakka til að hlýða á erindin og fylgjast með umræðunum.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160; Takk fyrir</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <br />

2012-06-06 00:00:0006. júní 2012Grein birt í DV 6. júní 2012: Eftirlit með kynferðisbrotamönnum

<h3><strong>EFTRIRLIT MEÐ KYNFERÐISBROTAMÖNNUM</strong></h3> <p>Reglulega kemur upp umræða um mögulegt eftirlit með kynferðisbrotamönnum eftir að afplánun dóms lýkur. Í umræðunni vegast á ólík sjónarmið. Annars vegar hin hefðbundnu grunngildi réttarríkisins: Einstaklingur brýtur af sér, hlýtur dóm og að aflokinni refsingu er viðkomandi frjáls til að hefja nýtt líf. Hins vegar það sjónarmið að standi almenningi hætta af einstaklingi sem dæmdur hefur verið, geti verið ástæða til að halda honum frá samfélaginu lengur en kveðið er á um í refsidómi eða hafa eftirlit með honum. Hið síðara er nú í almennri umræðu hér á landi vegna einstaklinga sem brotið hafa alvarlega gegn börnum. Ég hef sagt að hér þurfum við að fara fram af yfirvegun; af virðingu fyrir réttarríkinu en jafnframt gera það sem unnt er til að vernda börn fyrir ofbeldismönnum.<br /> <br /> </p> <h3><strong>Lagafrumvarp í burðarliðnum</strong></h3> <p>Í gildandi lögum er gert ráð fyrir þeim möguleika að láta brotamann sæta frekari öryggisráðstöfunum að refsingu lokinni ef telja má af glæp hans og andlegu ástandi að hann „muni drýgja afbrot af vana eða í atvinnuskyni og sé því hættulegur umhverfi sínu“. Þetta er hægt að gera með refsidómi eða með sérstöku máli sem ákæruvaldið höfðar. Í reynd hefur þetta lagaákvæði ekki nýst einsog að var stefnt. Tilraunir til að beita því gegn sakhæfum brotamönnum sem fremja ítrekað mjög alvarleg brot hafa ekki skilað árangri. Því eru það eingöngu ósakhæfir brotamenn sem hafa verið vistaðir á stofnunum í ótilgreindan tíma.</p> <p>Í Innanríkisráðuneytinu eru nú í undirbúningi lagabreytingar til að unnt verði að láta kynferðisafbrotamenn með barnagirnd á háu stigi sæta öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsidóma. <span>&#160;</span><span>&#160;</span>Frumvarpsgerð er á lokastigi og drög verða sett á vef innanríkisráðuneytisins til umsagnar áður en langt um líður. Stefni ég að því<span>&#160;</span> að leggja frumvarpið fram á haustþingi.</p> <h3><strong>Alltaf með dómi</strong></h3> <p>Verði þetta frumvarp að lögum aukast möguleikar á eftirliti með hættulegum glæpamönnum eftir að afplánun lýkur en grundvallarforsenda er að mínu mati sú að slíkt ákvarðist með dómi. Það tel ég einu færu leiðina, enda getur það vegið að mannréttindum að vista menn án dóms eða að hafa eftirlit með þeim án þeirrar vitneskju eftir að þeir hafa tekið út sína refsingu. Gegn öðru hef ég viljað gjalda varhug. En með þessari nálgun gæti ákæruvaldið höfðað sérstakt mál fyrir lok afplánunar í tilfellum þar sem maður var dæmdur í fangelsi fyrir alvarlega glæpi , ekki síst gróf ofbeldis- eða kynferðisbrot, eða tilraun til slíkra brota, ef líklegt er talið, í ljósi sakarferlis og andlegs ástands viðkomandi, að hann muni endurtaka brot sín eftir að afplánun lýkur.</p> <h3><strong>Rafrænt eftirlit</strong></h3> <p>Ekki væri þó alltaf horft til þess að vista menn á meðferðarstofnun eða í fangelsi. Aðrar öryggisrástafanir koma til greina svo sem rafrænt eftirlit. Brotamaðurinn gæti þá hafið líf í samfélaginu að nýju en með þeim skilyrðum að hann sé ekki í grennd við mögulegan brotaþola. En í einhverjum tilfellum, t.d. þar sem um er að ræða ítrekuð brot gegn börnum, getur verið ástæða til að vista menn í fangelsi eða á annarri stofnun. Til að þetta gangi eftir þurfa vistunarúrræði að vera fyrir hendi, bæði innan heilbrigðiskerfisins og fangelsiskerfisins. Nú horfir til betri vegar í fangelsismálum eftir að samþykkt hefur verið að reisa nýtt fangelsi en það breytir ekki því að við höfum fjarri því náð nógu langt í að efla meðferðarúrræði fyrir fanga og fyrrum fanga.</p> <p>Kynferðislegt ofbeldi er ein alvarlegasta ógn sem steðjar að börnum og hana á að taka alvarlega. Sú ógn getur tekið á sig margar myndir. Ofbeldið getur verið framið af ókunnugum eða kunnugum, ættmenni eða óskyldum. Það getur átt sér stað innan fjölskyldu – í innsta hring barnsins – eða á öðrum vettvangi, s.s. í félagsstarfi eða í vinahópnum. Á hverju ári hlaupa kynferðisofbeldistilvik ekki aðeins á tugum, heldur hundruðum. Aðeins hluti þessara mála ratar til barnaverndaryfirvalda og/eða lögreglu og aðeins hluti af þeim málum endar með dómi. Síðan má reikna með að hluti þeirra einstaklinga sem hlýtur dóm greinist með barnagirnd og sé líklegur til síbrotastarfsemi. Þessi löggjöf kæmi til með að ná til þeirra og gæti þannig minnkað líkur á að þeir brjóti aftur af sér. Það er mikilvægt.</p> <h3><strong>Verndum börnin</strong></h3> <p>Hið samfélagslega viðfangsefni er eftir sem áður miklu víðtækara og snýr að því að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum og að skapa farveg fyrir börn til að segja frá ef þau verða fyrir ofbeldi þannig að hægt sé að láta þá sem slíkt fremja sæta ábyrgð. Ofbeldi á ekki að líðast og aldrei gegn börnum. Okkar er að grípa til allra ráðstafana gegn því.<br /> <strong><br /> Ögmundur Jónasson<br /> Höf. er innanríkisráherra</strong></p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p><strong><br /> <br /> </strong></p>

2012-05-30 00:00:0030. maí 2012Ávarp innanríkisráðherra á fundi um mannréttindamál 30. maí

<p>&#160;</p> <p>Útlönd, útlendingur, útlenska. Þessi orð hafa yfir sér blæ framandleikans, þetta er heimurinn, sem horfir ólíkt við eftir sjónarhorni. Landakort Evrópubúans hefur Evrópu í miðjunni en á landakorti Asíubúans er Asía fyrir miðju. Á slíku korti kann hugtakið Austurlönd fjær, eða eins og ensku mælandi menn segja, löndin langt í austri „far east“, að horfa undarlega við, því alltaf er eitthvað austan við austrið og norðan við norðið. Enskumælandi fólk vísar líka til svæða hinum megin á hnettinum sem löndin undir niðri, „down under“ en það getur verið orðalag sem erfitt er að skilja ef horft er á jörðina á ferðalagi um sólkerfið, hvað snýr upp og hvað snýr niður?</p> <p>„Ég er ekki Aþenumaður eða Grikki. Ég er borgari heimsins,“ sagði Sókrates – citizen of the world. Í heiminum í dag er fjöldi fólks sem neitar að kenna sig við eitt ríki, ein manngerð landamæri, heldur kennir sig við heiminn, því hann sé samfélagið. En á sama tíma er fólk sem líður fyrir það að vera ríkisfangslaust. Réttindin, sem ríkisfanginu fylgja í heimsskipulaginu, eru réttindi hinnar frjálsu manneskju – að eiga land, eiga samastað, en geta líka farið yfir landamæri og það sem meira er – að geta snúið aftur heim.</p> <p>Því heimsskipulagið byggir á landamærum og innan landamæranna eru ríki og innan ríkjanna fólk. Það hvar á plánetunni barn fæðist hefur úrslitaáhrif á allt líf þess. Hvort það lifir fram yfir fimm ára aldur eða ekki, hvort það lærir að lesa og hvort það sofnar svangt eða satt.</p> <p>Ég er kannski heldur upphafinn í byrjun þessa fundar, en ég held að umræðuna um málefni útlendinga þurfi alltaf að nálgast út frá hinu víða sjónarhorni; helst af kögunarhóli þar sem við sjáum til allra átta. Hver er staða lítillar eyju eins og Íslands í þessu samhengi?</p> <p>Þetta er ekki einföld umræða, því hún setur okkur mörg í siðferðisvanda – við viljum byggja betri heim fyrir alla, en samt um leið halda í okkar, standa vörð um okkar samfélag, okkar lífsgæði og okkar velferð. Við viljum vera hjartgóð og raunsæ í senn. Þetta er vandrataður vegur og sennilega tekst okkur aldrei að rata hann þannig að<span>&#160;</span> óaðfinnanlegt sé. En við verðum að reyna.</p> <p>Þegar núgildandi útlendingalög voru sett af Alþingi árið 2002 er langt í frá að ríkt hafi um þau einhugur. Frumvarpið var samþykkt með 31 einu atkvæði, gegn 19 atkvæðum stjórnarandstöðu. Umsagnir voru margar neikvæðar og af meirihlutaáliti allsherjarnefndar má lesa að þar var ekki einu sinni fyllileg sannfæring fyrir löggjöfinni. Kosturinn var hins vegar sá að útlendingalögin leystu gamla og úr sér gengna löggjöf af hólmi. Verstu hrakspár hafa ekki reynst réttar, en engu að síður hefur löggjöfin ýmsa ágalla. Sumir þeirra hafa verið lagfærðir, aðrir ekki.</p> <p>Nú hefur landslagið breyst, reynsla er komin á lögin – kosti þeirra og galla – og þá er tímabært að endurskoða þau í heild sinni, ekki aðeins að stoppa og staga, heldur að opna á möguleikann á nýrri heildarlöggjöf. Það var gert með skipun starfshóps innanríkisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og velferðarráðuneytis en hópurinn hefur unnið hörðum höndum frá því sl. sumar, í nánu samstarfi við þá sem vel til málaflokksins þekkja. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi í ráðherra í innanríkisráðuneytinu, stýrir þessari vinnu.</p> <p>Útlendingamál eru ekki málaflokkur eins ráðuneytis – hann snertir þau mörg, en helst innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið. Milli þessara ráðuneyta hefur tekist gott samstarf og ég leyfi mér að segja frá því að við höfum átt um þessi mál góð og vonandi mikilvæg samtöl. Við erum sammála um mikilvægi þess að hafa það jafnan í huga að hugsanlega þurfi að breyta núverandi fyrirkomulagi, núverandi stjórnsýslu, þótt markmiðið sé ekki að breyta stjórnsýslunni, fremur en að markmiðið sé að breyta ekki stjórnsýslunni. Engin stjórnsýsla er óaðfinnanleg, ekkert kerfi svo gott að ekki sé hægt að bæta.</p> <p>Það er mín skoðun að öll stjórnsýsla eigi alltaf að vera til endurskoðunar.Stundum er sagt að tímarinr breytist og mennirnir með. Auðvitað eru það mennirnir – við sem eigum að breyta tímunum! Í slíku umbreytingarstarfi þar sem málefnið að vera í forgrunni, ekki persónur og leikendur, heldur hagsmunir þeirra sem löggjöfin hefur úrslitaáhrif á, í þessu tilviki útlendingar utan EES sem hingað vilja flytja.</p> <p>Lögin fjalla nefnilega um það, hverjir mega flytja hingað og hverjir ekki og hvaða skilyrði fólk þurfi að uppfylla til að geta sest hér að.</p> <p>Á sínum tíma var það stefna sænskra hægri manna að hafa ætti landamæri sem opnust – hver sem er mætti koma og leita sér tækifæra innan landsins. Þá var spurt: Hvað með velferðarkerfið? Rís það undir miklum fjölda þurfandi aðkomufólks? Svarið var: Því er engin hætta búin, við seljum bara aðgang að því.</p> <p>Þarna liggja áskoranirnar. Hvaða áhrif hefur frekari opnun á íslenskt samfélag og hvaða áhrif hefur hún á íslenskt velferðarkerfi? Þarna tel ég að heillavænlegra sé að stíga skref en taka ekki<span>&#160;</span> heljarstökk, en á sama tíma má óttinn við skrefin ekki gera það að verkum að við stöndum í stað.<br /> Í tíð minni sem innanríkisráðherra, hef ég orðið vitni að einstaklingsmálum sem sýna fram á ágalla í löggjöfinni. Ef lagabókstafurinn er þannig að ósanngirnin blasir við þeim sem fylgjast með framkvæmdinni, þá þarf að lagfæra lagabókstafinn. Miðað við þá fundi sem ég hef átt með starfsnefndinni þá þykir mér ljóst að þessi endurskoðun mun vera mjög til góðs og með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi. Það er ekki þar með sagt að niðurstaðan verði endanleg og eilíf, þvert á móti, löggjöf þarf stöðugt að betrumbæta, sem áður segir, sérstaklega löggjöf sem hefur afgerandi áhrif á líf fólks.</p> <p>Þessi fundur er ekki hugsaður sem kynningarfundur á niðurstöðum ráðuneyta, heldur einmitt sem samráðsfundur, þar sem tækifæri er til að hafa áhrif á niðurstöðurnar.</p> <p>Ég vona að umræðurnar verði uppbyggilegar og gagnrýnar. Þannig að við getum tekið skrefið fram á við.<br /> <br /> </p>

2012-05-21 00:00:0021. maí 2012Erindi á ráðstefnu í St. Pétursborg: Fighting against new threats and security; a balance of rule of law and police efficiency

<h3 align="left">Mr. Ögmundur Jónasson, Minister of the Interior<br /> <br /> </h3> <h2 align="center"><strong>Fighting against new threats and security;</strong></h2> <h2 align="center"><strong>a balance of rule of law and police efficiency</strong></h2> <p>&#160;</p> <p>I would like to start by extending thanks to our hosts for organizing this conference and giving us the opportunity to take part in the discussions taking place here. On an increasing scale we need an international – if not a global – approach to the themes we are discussing, since the threats societies of our day are facing know no borders and cannot be tackled by any one country on its own – no matter how big and powerful it may be. These threats require collective action.</p> <p>Iceland is a small country but we Icelanders have discovered that we are no exception to the threats a modern society can be faced with and we have learned that we can also be a threat to others. Thus the involvement of our newly privatized banking system in international banking, apparently often on the borders – and across the borders – of what is legally correct – not to mention the ethical side – lead to a serious financial crash with very serious consequences for the whole of society a few years ago – in the fall of 2008. This reminded us that the threats to society are not only military in nature, from organized crime of the physically brutal type, or cyber threats but have to do with the way we organize and run our societies; the way we set market forces limits by law and regulation and might I add – the way we set ethical standards; standards which indeed you cannot regulate for – but standards and norms a civilized society must always fight for. This is important for the well being, stability and security of a society.</p> <p>I think it is also important when we discuss threats to countries and societies to remember what societies are made of. A society is a collection of homes and individual persons. A country may be safe and secure, well protected by police and a military, while groups and individaulas may live in fear, constantly at risk of mental and physical abuse, in their own home, at their work place or elsewhere in society. Here I am of course referring to violence against women and children. I maintain that these aspects to life should not be forgotten when we discuss ways and means of creating a safer and more secure world.</p> <p>The Ministry of Justice in Iceland is part of the Ministry of Interior – under its umbrella so to speak – and there under we also place human rights. I think police, security and human rights are well placed under the same hat. I want to elaborate a bit on this.</p> <p>In Iceland we are in recent years dealing with hard core oganized crime on a scale we have not known before – nothing new for most countries – but new for us on the scale we are experiencing. I want to tell you that in Iceland it gives optimism to see how determined society is to shut its doors on organized crime and uproot it from the very start. I am referring to groups who are involved in human trafficking, sale of hard drugs and so-called protective measures where money is bullied out of individuals and businesses by threats of violence. So far this is not at all widespread but we have seen these tendencies. Some of the groups involved are transnational and in common they share the claim to stand outside civilised society; society of law and order.</p> <p>This reminds us of how important it is that there be trust between the public and the authorities. Here mutual respect is crucial. After all the authorities are the servants of the people, not the other way round. The main objectives of law enforcement are to ensure human rights and fundamental democratic principles in society. Respect for the rule of law, democratic principles and human rights are imperative for effective law enforcement aiming at guaranteeing security of the citizens and social stability. Respect for human rights by law enforcement agencies actually enhances the effectiveness of those agencies, contributes to public confidence building and fosters cooperation between the police and the community.</p> <p>A few words about cyber threats. A number of the functions vital to society rely on stable information systems and cyber and computer services.&#160; Hackers of all kinds can seriously threaten cyber security. Harmful software, including adware and spyware, can also disrupt cyber functions.</p> <p>Social interests dictate that networks not the least government networks and networks related to critical infrastructures are protected from attack. But in doing so governments must be sensitive to the human rights of their citizens, in particular: Privacy, free speech, due process and judicial review. Cyber security should not be used as a pretext for new restrictions on these fundamental rights.</p> <p>On the other hand crimes committed on the internet should not be exempted from criminal justice. We are aware that the EU is currently debating whether Cyber attacks on IT systems should become a criminal offence punishable by at least two years in prison throughout the EU and possessing or distributing hacking software and tools would also be an offence, and companies would be liable for cyber attacks committed for their benefit.&#160;</p> <p>By setting up a Computer Security and Incidence Response Teams (CSIRTs) to review and respond to computer security incident reports and activities based on a clear legal basis enables us to co-ordinate responses to cyber threats and to play an important role in defining risks and threats and educating the government and public about them.</p> <p>At the beginning I referred to the economic side of security. After the economic crash in Iceland we are all the more aware of those dimensions of security that have to do with social and economic stability. The privatization of core services in society can in the end pose a threat to society. <span>&#160;</span>Los Angeles was better placed than other Californians in the wake of the Enron disaster a few years back since the electricity services were in the hands of that that good city but not in the hands of speculators.<br /> <br /> In Iceland we have found the cold breath of speculators down our neck – mostly of the economic kind but also of the political kind,<span>&#160;</span> wanting to buy –up vital services – and getting a foothold to secure their interests in the future, apparently this is<span>&#160;</span> a common experience of nations going though economic difficulties.<br /> <br /> It is good to come together and share experiences – hopefully to learn from them and thus be better prepared to enhance the goal of making the world a better place to live in – more just and consequently more secure.</p> <p>&#160;</p> <p>----------</p> <p>.</p> <p>&#160;</p>

2012-05-10 00:00:0010. maí 2012Democracy: A Question of Pragmatism or Right?

<p>Opening speech of an international conference in Reykjavík:<br /> <a href="https://transition.hi.is/">In/Equalities, Democracy and the Politics of Transition</a><br /> </p> <p><strong>Mr. Ögmundur Jónasson, Minister of the Interior<br /> </strong></p> <h2><strong>Democracy: A Question of Pragmatism or Right?</strong></h2> <p>I think political debate of the 21. century is going to be centered around two basic themes.<br /> <br /> Firstly, around democracy; the general public´s access to policy making; what should be the framework for decision-making in society; where should representative government<span>&#160;</span> on the one side<span>&#160;</span> and direct democracy on the other meet, where shall we draw the boundary:<span>&#160;</span> „Can we decide how much we pay in taxes in a referendum if we so wish?“<span>&#160;</span> or should<span>&#160;</span> the democratic scope , be more limited; should it be very limited, only about whether pets should be allowed in the block of flats where we live.<br /> Secondly, the political attention of the 21. century will be captured by human rights and how to prioritise between human rights and property rights when conflict arises between the two; whether<span>&#160;</span> it was morally and legally right a few years back, that the international corporation Bechtel should sue the destitute in Cochabamba<span>&#160;</span> in Bolivia for collecting rain water when poor people could no longer<span>&#160;</span> afford the prices in the privatized water system by then in the hands of a subsidiary to Bechel. Are Icelandic taxpayers obliged to pay the debts of a private banking system that goes bankrupt even if this leads to lowering of benefits in social security in the country?<br /> <br /> These are political and moral questions which have many dimensions and nuances.</p> <p><span>I am not going to discuss these issues, only mention them in passing in these opening remarks of mine. But what I want to do, is to dwell for a few minutes on the question of democracy. I think the question that should be burning is the following: <strong>Why democracy? Is it a question of pragmatism or a question of right.<br /> </strong><br /> I want to go 2500 years back in time – to the time of the Pelopennesian wars; the conflicts between Athens and Sparta. The Greek historian Thukydites gave the speeches of the Athenian warrior/philosopher Pericles eternal life as we know. What I think make his speeches particularly<span>&#160;</span> interesting is the way he attributes the advantages of Athens over Sparta to freedom and democracy:<br /> Pericles says: „<br /> </span>Pericles says<em>: „Our constitution is called a democracy because power is in the hands not of a minority but of the whole people. (ÖJ He maybe forgetting somebody, probably more than half the population). When it is a question of settling private disputes, everyone is equal before the law; when it is a question of putting one person before another in positions of public responsibility, what counts is not membership of a particular class, but the actual <span>&#160;</span>ability which the man possesses. No one, so long he has it in him to be of service to the state, is kept in political obscurity because of poverty. And, just as our ploitical life is free and open, so is our day- to- day <span>&#160;</span>life in our relations with each other. We do not get into a state with our next- door neighbour if he enjoys himself in his own way, nor do we give him the kind of black looks which, though they do no real harm, still do hurt people´s feelings. We are free and tolerant in our private live; but in public affairs we keep to the law...<br /> (and later)...<br /> Then there is a great differnece between us and our opponents, in our attitude towards military security. Here are some example: Our city is open to the world , and we have no periodical deportations in order to prevent people observing or finding out secrets which might be of military advantage to the enemy. This is because we rely, not on secret weapons, but on our own real courage and loyalty. There is a difference, too, in our educational systems. The Spartans, from their earliest boyhood, are are submitted to the most laborious training in courage; we pass our lives without all these restrictions, and yet we are just as ready to face the same dangers as they are... There are certain advantages, I think, in our way of meeting danger voluntarily, with an easy mind, instead of with a laborious training, with natural <span>&#160;</span>rather than with state-induced-courage. We do not have to spend our time practising to meet sufferings which are still in the future; and when they are actually upon us we show ourselves just as brave as these others who are always in strick training. This is one point in which, I think, our city deserves to be admired.“<br /> </em><span><br /> <br /> In other words, the advantages of Athens over Sparta are the advantages of democracy over autocracy, the advantages of an open society over a closed society. The former is stronger than the latter, hence let us go for democracy. It is common sense for practical man!</span></p> <p>After the economic collapse in Iceland and the political upheaval this created, we have in this country, experienced a livelier debate on fundamental issues – democracy, property rights, human rights -<span>&#160;</span> than ever in our history and into this comes a debate on a new constitution which is in the making. I think it is very important to stimulate the public debate and this conference has a value for us in that context.<br /> <br /> I think we can generalize and say that Icelandic politicians are pragmatists -<span>&#160;</span> in a sense Periclean if you like -<span>&#160;</span> in their approach:<span>&#160;</span> They more or less all agree that democracy is good for society. But most of them would<span>&#160;</span> add: Let us find out where to set the limits to direct democracy. The draft to a new constitution for Iceland is indeed much more open and democratic than the existing one, but it is however,<span>&#160;</span> remarkably conservative, in the light of the debate in the Icelandic grassroots,<span>&#160;</span> with its emphasis on private property and democratic limitations. Property rights are still defined as basic human rights that must be fully compensated and in this sense – when it comes to compensation - no difference is made between ownership of natural resources or a dwelling house.<span>&#160;</span> The public is given scope for demanding referenda but not on fiscal issues and not on international commitments. I ask, why?<br /> I have my serious doubts about this and my doubts arise from the point of view that democratic rights should have less to do with pragmatism and the whims of politicians – all the more democracy should be seen as a fundamental right of society, individuals collectively, to take back into their own hands power they for practical reasons, have given to political representatives.<br /> It is representative government that should be seen as a tool, a pragmatic solution where technical and practical limitations have prevented the exercise of direct democracy.<br /> <br /> I am convinced that in coming years and decades we are going to see much more direct democracy. People are going to demand this. The consequence will be a diminished role of the professional politician and his church, the political party.</p> <p>I&#160; hope you have a fruitful conference.</p>

2012-04-30 00:00:0030. apríl 2012Ræða flutt á kirkjukvöldi í Sauðárkrókskirkju á sæluviku Skagfirðinga

<h2>Á SÆLUVIKU Á SAUÐÁRKRÓKI</h2> <p><strong>Ræða&#160;í Sauðárkrókskirkju 30. 04.12.</strong><strong><br /> </strong>Mágkona mín var í sveit í Skagafirði upp úr miðri öldinni sem leið og á þaðan góðar minningar. Ein minning hennar er mér svo aftur eftirminnileg; orðin mín minning. Það var þegar hún fór í sveitina á vorin. Í rútunni voru skagfirsk börn og unglingar á leið heim eftir skólavist utan heimahaganna. Þá gerðist það jafnan að þegar komið var þar í Vatnsskarðinu sem Skagafjörðurinn opnast í öllum sínum mikilfengleik, að rútan brast í grát. Þau voru kominn heim. Skagafjarðarbörnin. Og hvílik heimaslóð. Hérðasvötnin, Glóðafeykir, fjörðurinn og eyjarnar, Drangey og Málmey og bráðum mamma og pabbi.</p> <p>Tilfinningar sem allir þekkja - að koma heim á sínar slóðir, til foreldra og fjölskyldu. Ekki veit ég hvað <strong>Hannes Pétursson</strong> var gamall þegar hann&#160; kvað sinn ástaróð til Skagafjarðar, en innan við tvítugt mun hann hafa verið þegar hann ávarapði Skagafjörðinn, byggðina í norðri, með sínum bláu dölum:</p> <p><strong>Bláir eru dalir þínir</strong><strong><br /> </strong>byggð mín í norðrinu<br /> <strong>heiður er þinn vorhiminn</strong><br /> <strong>hljóðar eru nætur þínar</strong><br /> <strong>létt falla öldurnar</strong><br /> <strong>að innskerjum</strong><br /> <strong>- hvít eru tröf þeirra.</strong><br /> <br /> <strong>Þöglar eru heiðar þínar</strong><br /> <strong>byggð mín í norðrinu.</strong><br /> <strong>Huldur býr í fossgljúfri</strong><br /> <strong>saumar sólargull</strong><br /> <strong>í silfurfestar vatnsdropanna.</strong><br /> <br /> <strong>Sæl verður gleymskan</strong><br /> <strong>undir grasi þínu</strong><br /> <strong>byggð mín í norðrinu</strong><br /> <strong>því sælt er að gleyma</strong><br /> <strong>í fangi þess</strong><br /> <strong>maður elskar.</strong><br /> <br /> <strong>Ó bláir eru dalir þínir</strong><br /> <strong>byggð mín í norðrinu.</strong><br /> <br /> Og byggðin í norðrinu á fleira en bláa dali. <strong>Andrés Björnsson</strong> eldri, bróðir Andrésar Björnssonar yngri, útvarpsstjórans frá Hofi á Höfðaströnd, föðurbróðir hennar Valgerðar konu minnar, kvað um <strong>Drangey</strong>:<br /> <br /> <strong>Þar sem norðankaldinn öldum ýtir</strong><strong><br /> </strong>inn um fjörð að sléttum mararsandi,<br /> <strong>úti Drangey liggur fyrir landi,</strong><br /> <strong>lauga hana froðustrókar hvítir.</strong><br /> <br /> <strong>Gaman er þar oft á blíðum kvöldum</strong><br /> <strong>undir bröttum hömrum sitja í skjóli.</strong><br /> <strong>Breiða silfurbrú frá Tindastóli</strong><br /> <strong>byggir Máni á kvikum mararöldum.</strong></p> <p>En náttúran á þessum slóðum er ekki alltaf mild og...</p> <p><strong>Þegar Ægir gyrðist megingjörðum,</strong><strong><br /> </strong>grjótið mylur, þyrlar lausum sandi,<br /> <strong>þegar Norðri leggur þar að landi</strong><br /> <strong>langskipunum hvítu, veðurbörðum,</strong></p> <p><strong>Þá er tröllsleg útsýn þar við eyna,</strong> <strong><br /> </strong>andann grípur skelfing þá og hrylling.<br /> <strong>Er menn hlusta á hafs og vinda trylling,</strong><br /> <strong>hljóða setur flesta eins og steina.</strong><br /> <br /> <strong>Drangey, fögur ertu eins í hríðum,</strong><br /> <strong>og þá sól í logni gyllir fjörðinn!</strong><br /> <strong>Tigin, svipstór, eins og ættarjörðin</strong><br /> <strong>okkar. Sit þú heil í ægi víðum!</strong></p> <p>Já, <em><strong>tigin svipstór eins og ættarjörðin okkar...</strong></em></p> <p>Það er víða fagurt á okkar landi og í gegnum aldirnar hafa menn keppst við að mæra það sem fagurt er nær og fjær. Oftar nær en fjær. Eðli máls samkvæmt. Og í góðlátlegu gamni hafa menn stundum lagst í meting landshluta í millum. Þegar ég, húnvetningurinn giftist inn í Skagafjörðinn fékk ég stundum að heyra það að Húnavatnssýslan væri nú fyrst og fremst farartálmi á leðininni til fyrirheitna landsins þegar komið var sunnan úr Reykjavík. Ég svaraði vitaskuld fyrir mig og mínar ættarslóðir en ekki gat ég gert það eins vel og afabróðir minn <strong>Páll Kolka</strong> gerir í <em><strong>Föðurtúnum.</strong></em> Þar setur hann fram skemmtilegan samanburð á Húnavatnssýslunni og sonum hennar og dætrum annars vegar og Skagafirði og Skagfirðingum hins vegar. Þannig var sjónarhorn Páls&#160; að báðir gátu vel við unað samnaburðarfræðinni, húnvetningar og skagfirðingar:<br /> Páll segir:<br /> <em>„Þrátt fyrir þá miklu blóðblöndun, sem orðið hefur milli Húnvetninga og Skagfirðinga á báðar hliðar, þá hefur mönnum alltaf verið ljós sá mikli munur, sem er á skaphöfn manna í þessum tveimur hérðuðum og varla verður útskýrður nema með áhrifum ytra umhverfis og sögulegra erfða. Meginhluti Skagafjarðar er ein samfelld breiða með þéttsettri og víða tvísettri bæjarröð beggja megin Héraðsvatna, auk byggðar í Hegranesi og Vallhólmi. Hérðasvötnin, sem að vísu voru allmikill faratálmi á sumrum, eru hin æskilegasta samgönguleið og skeiðvöllur á vetrum. Þar voru því ytri skilyrði til samfunda og andlegs samneytis miklu betri en í Húnavatnsþingi, sem er skipt í mörg nokkuð jafnstór byggðarlög með strjálbýlli sveit og ógreiðri yfirferðar í miðju, Ásum. Í þéttbýli og margmenni nýtur sín betur en í strjálbýli allur ytri glæsibragur, íburður í klæðaburði, borginmannleg framkoma, létt skap og skáldlegt flug, hvort sem það fer um háloftin eða fast með jörðu. Litklæði og góður vopnabúnaður lagðist af, en fljótur og fjörugur reiðhestur kom í stað þess sem ytra glæsimerki, jafnvel tilsýndar. Skagafjörður setti sitt mót á mennina. Fyrirmyndin þar varð glæsimennið, sem þeysti á fjörugum gæðingi og lét fljúga í hendingum. Utanhéraðsmenn, sem voru fálátari að eðlisfari og ekki eins þjálfaðir í umgengnisháttum, kölluðu slíka framkomu oflátungshátt.</em> <em><br /> </em>Húnavatnsþing mótaði börn sinn á annan veg. Þar var byggðin dreifðari, landrými meira, jarðirnar stórar og víða gott undir bú. Búreksturinn á stórum og góðum jörðum tók mestan tíma bóndans, ef vel átti að vera. Nábýli freistaði ekki til auðveldra mannamóta nema helzt meðal Vatnsdæla, sem hafa líka jafnan verið hofmannlegastir allra Húnvetninga. Fyrirmyndin hér varð búhöldurinn, sem hafði vit á hagrænum efnum, þurfti ekkert til annarra að sækja né þola neinn ágang af öðum. Einstaklingshyggja og einstaklingsmetnaður þróuðust í þessu héraði flestum öðrum fremur. Húnvetningurinn varð ekki oflátungur, heldur stórbokki."</p> <p>Þetta er litrík, lifandi og skemmtileg mynd, sem Páll Kolka dregur þarna upp og í góðu samræmi við það sem hann segir á öðrum stað í <em>Föðurtúnum,</em> hve mikilvæg góð dómgreind sé og hæfileikinn til <em>„að geta skoðað sjálfan sig með vissu kímniblönduðu hlutleysi."</em><br /> <br /> Hlutlaus sýn á land og þjóð jafngildir þó ekki afstöðuleysi. Sennilega hefur ekkert skáld verið í eins góðri aðstöðu til að skoða Ísland og íslenskt samfélag úr fjarlægð og Klettafjallaskáldið og Skagfirðingurinn, <strong>Stephan G. Stephansson</strong>.&#160; Í <em><strong>Ferðaföggum</strong></em> segir hann frá för sinni vestur á Kyrrahafsströnd þar sem margt bar fyrir augu í landslagi og mannlífi. Niðurstaða hans var sú að himnaföðurnum hefði hvergi tekist eins vel upp og á okkar Ísalandi og ekki skyldum við láta margmennið, ríkidæmið eða ytri tákn villa okkur sýn:<br /> <br /> <strong>Ríkisþjóðir horfa heiminn á</strong> <strong><br /> </strong>hreppakonungs smæstu augum frá. -<br /> <strong>Ég veit land&#160; - þó lægri þyki staður,</strong><br /> <strong>leiðin verri og hægðin miður tryggð.</strong><br /> <strong>Það á fjöll, sem eru betur byggð.</strong><br /> <strong>Drottinn varð þar meiri listamaður.</strong></p> <p>Ég hef oft átt í samræðum við fulltrúa erlendra stórþjóða heima og heiman um land og þjóð. Oft hefur stærð og fjölda borið á góma. Ég hef stundum sagt í glettni en alvörublandinni&#160; þó, að Íslendingar væru aldrei alveg vissir hvort þeir eru þrjúhundruð þúsund eða þrjú hundruð milljónir talsins. En sennilega skipti það ekki öllu máli hvort væri rétt. Það sem skipti máli í lífi einstaklinga og þjóða, hverjum augum þær litu sjálfa sig - hvort þær byggju yfir sjálfsvirðingu og sjálfstrausti og teldu sig eiga erindi við heiminn. Þetta á við um þjóðirnar og einstkalingana einnig. Þegar allt kæmi til alls værum við öll einhvers staðar frá - af sveitabæ eða úr húsi sem væri í götu, sem væri í þorpi, bæ eða borg.<br /> Þetta skilja allir þegar á það er bent og um það er rætt. Einnig hitt að í smæðinni getur verið fólginn styrkur. Smáþjóð ógnar engum á þann hátt sem stórþjóðir iðulega gera beint eða óbeint með ofríki og yfirgangi sem virðist vera óaðskiljanlegir fylgiskar stórvelda. Fyrr á tíð, á dögum <strong>Olofs Palme</strong> og félaga, voru Svíar móralskt stórveldi sem bauð öllum byrginn undir óháðum réttlætisfána. Þetta var að sjálfsögðu áður en Svíar gengust Evrópusambandinu á hönd og lögðust undir straujárnið í Brussel þar sem allar misfellur eru jafnaðar í samræmda stefnu í utanríkismálum sem á öðrum sviðum.<br /> Góðu heilli sluppum við með skrekkinn þegar okkur var neitað um aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna haustið 2008. Þangað áttum við ekkert erindi fremur en á vígvelli suður í álfum hvort sem er í Afgansitan, Írak eða Íran. Við eigum hins vegar erindi sem kunnáttufólk og sérfræðingar á sviði jarðvísinda, haffræðinnar eða sem merkisberar í mannréttindamálum. Þar erum við nú að reisa baráttufána. Þessa dagana erum við að hefja skipulega yfirferð yfir alla þá mannréttindasamninga sem við tengjumst á einhvern hátt, staðráðin að láta gott af okkur leiða, bæði hér innanlands og úti í heimi. Við ætlum ekki að reyna að verða best eða fremst í allri veröldinni, heldur gera eins vel og við mögulega getum við að leggja góðum málstað lið. Og ef við vöndum okkur og höfum trú á sjálfum okkur mun okkur takast ætlunrverkið.<br /> Fyrir nokkrum árum - þegar þenslan var í algleymingi, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn iðnvædda heim, hitti ég að máli íslenska stúlku sem búsett er í Bandaríkjunum. Ég spurði hvað hún ætlaði að taka sér fyrir hendur í lífinu. Hún hugsaði sig lítið eitt um. Síðan sagði hún mér að ástæða væri til að hafa áhyggjur af því hve margt ungt fólk færi kunnáttulust og ósjalfbjarga út í lífið. Miklu máli skipti fyrir ungmenni að geta lesið og jafnframt þekkt undirstöðuatriði í reikningi. Í Bandaríkjunum útskrifaðist margt ungt fólk úr skóla án þessarar þekkingar. <em>„Það vill svo til,"</em> sagði hún síðan svoldið feimin, <em>„að ég á auðvelt með að kenna, og ég held að ég geti orðið að gagni við slík störf."</em> Það tók mig nokkra stund að melta þessa óvenjulegu ræðu, orðinn vanur því að heyra fólk velta fyrir sér framamöguleikum og hve mikið menntun og í framhaldinu störf henni tengd, gæfu í aðra hönd. En þarna var spurt hvernig hægt væri að verða að gagni!<br /> Eitthvað minnti þetta á andann um þarsíðustu aldamót og á 20. öldinni öndverðri þegar <strong>Jóhannes úr Kötlum</strong> hvatti samferðamenn til dáða:<br /> <br /> <strong>Hvort sem ég æskuóð</strong><strong><br /> </strong>yrki af sannri hvöt,<br /> <strong>eða ég yrki vel</strong><br /> <strong>ógróinn moldarflöt,</strong><br /> <strong>fossar í funheitt blóð</strong><br /> <strong>fagnaðarkenndin sterk.</strong><br /> <strong>Göfgasta gleði í sál</strong><br /> <strong>gefur mér - unnið verk.</strong><br /> <br /> Að yrkja ógróinn moldarflöt gefur gleði í sál. Þetta er sú hugsun sem við þurfum að enduvekja. Í stað þess að vilja verða best í heimi, eigum við að kappkosta að gera eins vel og við getum og verða að gagni. Á sínum tíma var ég viðloðandi háskólann í Minneapolis í Minnesota&#160; í Bandaríkjunum um nokkurra vikna skeið. Í bæklingi um skólann kom fram að markmiðið með stofnun hans á sinni tíð og síðan skólastarfinu hafi fyrst og síðast verið að þjóna fólkinu úr nærumhverfinu, þjóna samfélaginu sem best. Nú vill svo til að þessi háskóli er á meðal þeirra allra bestu í heimi - í fremstu röð eins og klisjan segir. En hann varð það vegna þess að hann lagði alúð við þetta grundvallarmarkmið - að vera samfélagi sínu trúr &#160;- ekki fáum útvöldum, heldur samfélaginu öllu.<br /> <br /> Þarna er að mínum dómi lykillinn að farsæld. Að vinna samfélagi sínu gagn. Við eigum að spyrja hvers við erum megnug sjálf, án þess að ætla okkur um of, án þess að vilja verða best í heimi. Við eigum að virkja það jákvæða sem við eigum innra með okkur og í mennningararfi okkar, sem hefur vaxið með þjóðinni um aldir og haldist <em>„ókalinn í hreggviðri aldanna"</em> eins og Páll Kolka komst að orði, en <em>Föðurtúnum</em> lýkur hann með þeirri ósk,</p> <p><em><strong>Að dragi niðjar dám af móður.</strong></em><strong><em><br /> </em>Dafni forn og helgur gróður</strong><strong>.</strong><br /> <br /> Íslendingar þurfa á því að halda nú sem aldrei fyrr að losna við alla vanmetakennd; að við stöndum keik og óbuguð. Við þurfum að gæta landsins okkar og ekki láta glepjast af stundarhagsmunum, - stundar gróða. Sigurjón Mýrdal skrifar á heimasíðu mína 11. febrúar síðastliðinn af tilefni sem allir þekkja:<br /> <em>„Það er vitanlega þannig að einkahagsmunir ríma ekki alltaf við hagsmuni þjóðar til lengri tíma. En Grímsstaðamálið fær sífellt alvarlegri ásýnd. Sveitarstjórnarmenn virðast tilbúnir að vera í forystu um að skríða fyrir erlendu auðvaldi. Þeim finnst greinilega að Fjallkonan hafi þörf fyrir lýtaaðgerð. Hún skal fá kínverskt silikon í annað brjóstið hið minnsta. En það kostar, læknirinn með gráa köttinn vill eiga brjóstið, spurnig hvort hann lætur sér nægja að leigja það til langs tíma. Gleymdist að spyrja börn Fjallkonunnar næstu þúsund árin, allar ókomnu kynslóðirnar? Hvernig er það, hvar eru Þingeysku hagyrðingarnir þegar þeirra er mest þörf? (Eða er þeirra þörf nú þegar ódýr kínversk ljóð eru í boði?)</em>".<br /> Þegar landanum hitnar í hamsi eru skáldin ennþá skammt undan. Það er góðs viti. Agætt dæmi um áhrifamátt skáldspekinga er ljóð skagfirðingsins <strong>Jónasar Jónassonar</strong> sem fæddur var 1879, sennilega að Miðsitju í Akrahreppi þar sem foreldrar hans bjuggu lengst af. Sjálfur bjó hann á fimm jörðum austan Héðraðsvatntna, lengst af á Syðri-Hofdölum. Þegar Stephan G. Stephanson heimsótti Ísland &#160;1917 í boði landa sinna, fagnaði Jónas honum og orti til hans m.a. þetta:<br /> <br /> <strong>Heill sé þér, víkingur vestrinu frá,</strong> <strong><br /> </strong>velkominn aftur í Fjörðinn.<br /> <strong>Þiggðu nú ljóðin mín listasmá,</strong><br /> <strong>lynghríslu undan vetrarsnjá,</strong><br /> <strong>er óx upp við óræktarbörðin.</strong><br /> <br /> <strong>Ég hefi svo mikið að þakka þér,</strong><br /> <strong>svo þrotlausan margan greiðann.</strong><br /> <strong>Þá myrkrið og vonleysið veittust að mér</strong><br /> <strong>og vorþráin grátandi bað fyrir sér,</strong><br /> <strong>þá söngstu minn himin heiðan.</strong><br /> <br /> <strong>Og þegar að íslenska þröngsýnin lá</strong><br /> <strong>sem þoka yfir sveitinni minni,</strong><br /> <strong>úr sortanum læddist ég, settist þér hjá,</strong><br /> <strong>og söngurinn hreimmikli leysti mig frá</strong><br /> <strong>að villast með öðrum þar inni.</strong><br /> <br /> Þegar Jónasi fannst landar sínir vera þröngsýnir og smáir í hugsun leitaði hann í menninngarsjóðinn. Þar er mikla og þrauthugsaða visku að finna, sem samtíð þeirra Stepphans G. og Jónasar komu ef til vill betur auga á en hraðfleygt fólk á okkar þotuöld gerir. Þetta eigum við að hugleiða. Það besta úr menningu fortíðar á fullt erindi við okkar samtíð og ef við viljum vera landi okkar og þjóð hollráð þá eigum að bera okkur eftir því. Það gefur okkur líka fast land undir fætur; gefur okkur sjálfstraust; gerir okkur að ígildi milljónaþjóðar. Í þessu er enginn óeðlilegur hroki fólginn, því fólk með óbrenglaða dómgreind kann einnig að meta aðra að verðleikum. <strong>Sigurður Nordal</strong> segir í æviágripi um Stephan G. Stephansson, sem hann skrifaði í Andvökur, úrval ljóða Stephans, sem Sigurður gaf út 1939 og var síðar gefið út af Helgafelli 1959:<br /> <em>„En aðalatriðið fyrir Stephan var að bogna ekki, verða ekki andlega kræklóttur af kjörum sínum, leyfa engum meinsemdum eins og vantrausti á sjálfum sér og ofsjónum yfir annarra gengi að þróast í sínum heiðríka huga og þróttmikla skaplyndi. Þetta var dýrmætasta eign hans, og það var á hans eigin valdi að halda henni óskertri:</em><em><br /> </em><br /> <strong>því aldrei verður sál mín samt</strong><strong><br /> </strong>úr sjálfs míns eigu frá mér dæmd. &#160;&#160;&#160;<br /> <br /> Þetta skapar mér hugrennigartengsl við litla sögu sem ég segi stundum því mér finnst hún ágæt dæmisaga um mikilvægi hins huglæga í tilverunni<br /> Eins og við þekkjum dafnaði lengi vel og gerir vonandi enn, norður í Þingeyjarsýslu kröftug meninngarvitund, svo kröftug að sumum þótti nóg um þingeyska loftið.<br /> Og hér kemur sagan:<br /> Barnaskóla sótti ég á Melunum í vesturbæ Reykjavíkur. Það var á sjötta áratug síðustu aldar en ég er fæddur árið 1948.&#160; Ég gæti hafa verið í ellefu ára bekk þegar ungur þingeyingur, <strong>Guðmundur Bjartmarsson</strong> kemur á miðjum vetri í bekkinn. Faðir hans hafði þá um veturinn sest á þing. Það var Bjartmar Guðmundsson frá Sandi í Aðaldal, sonur skáldjöfursins Guðmundar Friðjónssonar. Hinn ungi drengur var feiminn og fremur óframfærinn enda dengt inn í nýtt umhverfi þar sem hann þekkti engan. Í fyrstu fríminuntunum hópuðumst við bekkjarfélagarnir í kringum aðkomudrenginn. Við sýndum honum vinsemd en vorum forvitin. <em>Hvaðan ert þú Guðmundur,</em> var spurt. <em>Ég er frá Sandi,</em> svaraði hann að bragði og nú ekki laust við að drýgindalega væri mælt. <em>Frá Sandi?,</em> var kváð. <em>Hvar í ósköpunum er það?</em> Nú hló Guðmundur, hjartanlega og alveg ofan í maga. Loks stundi hann upp á milli hláturskviðanna, <em>„mikið eruð þið illa að ykkur í landafræði"!</em><em><br /> </em>Og þarna stóðum við, á okkar eigin malbiki í Reykjavík, aulalega vankunnandi um sjálfsagða hluti. Við visssum ekki einu sinni hvar Sandur var. Hvílík smán! Valdahlutföllin höfðu breyst. Sveitadrengurinn frá Sandi, nýkominn á malbikið í Reykjavík, hafði nú &#160;sýnt hver var hinn raunverulegi heimsborgari. Við horfðum niður í svart undirlagið. Á leiðinni heim úr skólanum þennan dag, sagði Gunnar vinur minn og hallaði undir flatt: <em>Mikið rosalega er hann klár nýi strákurinn frá Sandi!</em><em><br /> <br /> </em>Ungur drengur óx af umhverfi sínu og arfleifð sem gaf honum innblástur og sjálfstraust.<br /> Í stað þess að gerast áskrifendur og sérfræðingar í að draga peninga úr sjóðum suður í Brussel&#160; - nokkuð sem sumir landa okkar sjá framtíð í, eigum við að virkja sköpunarkraftinn með sjálfum okkur og nýta okkur þann sjóð menningin er. Í henni er að vísu enga forskrift að finna, en þar er nærandi andagift sem hvetur til dáða. Stephan G. segir á einum stað: <em>„Reglulegur skáldskapur er ekki einskorðun, hann er krafturinn, sem „vekur þúsund þanka", eða ætti að gera það."</em> (Stephan G. Stepansson, útg. Helgafell 1959, bls. 159)<br /> <em><br /> </em>Islandssagan hefur sýnt &#160;- hvernig hið huglæga og smáa getur lifað og dafnað þrátt fyrir andstreyni í grimmum heimi. Ætli nokkur maður hafi orðað þá hugsun eins vel og <strong>Halldór Laxnes</strong> í ótal tilbrigðum - einsog til dæmis í Kristnihaldi undir Jökli þar sem snjótitlingurinn er ímynd hins smáa í hörðum og óvægnum heimi. Svo mælir Jón Prímus:</p> <p><em>„ Í skólakappræðum var stundum lögð fram sú spurning hvort guði sé ekki ómáttugt að skapa svo þúngan stein að hann geti ekki tekið hann upp. Oft finnst mér almættið vera eins og snjótitlingur sem öll veður hafa snúist í gegn. Svona fugl er á þyngd við frímerki. Samt fýkur hann ekki þótt hann standi úti á berangri í fárviðri. Hafið þér nokkurn tíma séð hauskúpu af snótitlingi? Hann beitir þessu veikbygða höfði mót verðinu, með gogginn við jörð, leggur vængina fast upp að síðunum, en stélið vísar upp; og veðrið nær ekki taki á honum heldur klofnar. Jafnvel í versu hrinunum bifast fuglinn ekki. Hann er staddur í logni. Það hreyfist ekki einu sinni á honum fjöður.</em> <em><br /> </em>Og nú spyr Umbi: <em>„Hvernig vitið þér að fuglinn sé almættið en ekki vindurinn?</em> <em><br /> </em>Og séra Jón svarar: Af því að frostbylur er sterkasta afl á Íslandi en snjótitlingur vesalastur af öllum hugdettum guðs."(Kristnihald undir Jökli bls. 113) &#160;<em>„Hvað sem á dynur, snjótitlíngurinn lifir af; stórhríðarnar eru ekki fyr um götur geingnar en hann er orðinn sólskríkja."</em> (ibid bls.230).<br /> <br /> Tveir frændur mínir hafa staðið í þeim sporum, sem ég stend í nú í kórdyrum Sauðárkrókskirkju.<br /> Sá eldri er <strong>sr.</strong> <strong>Hálfdán Guðjónsson</strong>, sóknarprestur á Sauðárkróki (faðir Helga Hálfdánarsonar, skálds og &#160;þýðanda). Hann var hér prestur, prófastur og vígslubiskup Hólastiftis á árunum &#160;1914-1937.<br /> Sá yngri er <strong>sr. Þórir Stephensen</strong>, sem var sóknarprestur á Sauðárkróki 1960-1971 en þá fór hann að Dómkirkjunni í Reykjavík.<br /> Á 50 ára afmæli byggðar á Sauðárkróki flutti sr. Hálfdán prédikun og minntist m.a. á húsin þrjú, sem þá voru einna mest áberandi, er komið var inn í bæinn úr suðri, skólann, sjúkrahúsið og kirkjuna. Séra Halfdáni fannst hann sjá í þessum húsum það þrennt, sem hverju bæjarfélagi væri nauðsynlegast til að blómgast og eflast tímanlega og andlega, <strong>trúna</strong> í kirkjunni, <strong>vonina</strong> í barnaskólanum og <strong>kærleikann</strong> í sjúkrahúsinu. Hann bað þess, að störf&#160; þessara stofnana allra mættu blómgast sem best, bæ og héraði til heilla, og þá mundu þeir, sem yrðu hér uppi að næstu hálfri öld liðinni og minntust 100 ára byggðar ekki síður finna ástæðu til að þakka Drottni miskunn hans en þeir gerðu þá.</p> <p>Á 100 ára afmæli Sauðárkróks gat séra Þórir síðan minnst þess, að kirkjan hafði verið stækkuð og eignast gamla spítalann fyrir safnaðarheimili, barnaskólinn var þá orðinn að tveimur skólum og iðnskóli og tónskóli voru einnig komnir til sögunnar. Sjúkrahúsið var öflug og sívaxandi stofnun. Allt var þetta komið fyrir það, sagði hann, að menn áttu hugsjónir og gerðu þær að veruleika. Á þessum tíma hafi samhjálp Sauðkrækinga verið einstaklega sterk. Ákalli um aðstoð hafi ætíð verið svarað með fórnfýsi og örlæti. Þá minnti séra Þórir á, að eftir því sem bæjarfélagið stækkaði, yrði einstaklingurinn minni hluti af heildinni. <em>Það byði aftur þeirri hættu heim, að einstaklingurinn finndi minna til sín kallað, og að&#160; ábyrgðarkrafan yrði ekki eins sterk. Það mætti ekki gerast og sístæð væri þörfin fyrir</em> <strong><em>trú, von</em></strong><em>og</em> <strong><em>kærleika</em></strong> <em>í hugarfari okkar, þó bærinn stækkaði og yrði jafnvel að borg. Borgin er þess megnug að gera mikið fyrir íbúa sína, en hún verður það aldrei lengi, ef hætt verður að gera kröfur til einstaklinganna. Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis. Ef Drottinn verndar ekki borgina, vakir vörðurinn til ónýtis.</em> Á þessa leið mæltist frænda mínum, séra Þóri Stephensen, á þessum stað þegar hann minntist eitt hundrað ára afmælis Sauðárkróks.</p> <p>Hugurinn leitar í ljóð eftir Snorra Hjartarson.<br /> Það heitir &#160;<strong>Ung móðir:&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</strong></p> <p><strong>Í yndisleik vorsins</strong><strong><br /> </strong>milli blóma og runna<br /> <strong>situr ung móðir</strong><br /> <strong>með barnið á hnjám sér</strong><br /> <strong>andi hennar sól</strong><br /> <strong>bros hennar ylhlýir geislar</strong></p> <p><strong>Rafael í allri sinni dýrð.</strong><strong><br /> <br /> </strong>Fegurð og góðvild<br /> <strong>þetta tvennt og eitt</strong><br /> <strong>hvað er umkomulausara</strong><br /> <strong>í rangsnúnum heimi</strong><br /> <strong>og þó mest af öllu</strong><br /> <strong>og mun lifa allt.</strong></p> <p>Ef til vill hafa menn gert of lítið af því að leita boðskaparins um fegurðina og góðvildina, gleymt því sem skapar hið rétta innihald, það sem er varanlegt og grundvöllur lífshamingju, bæði einstaklings og samfélags. Því eins og snjótitlingurinn í Krsitnihaldinu sem varð sólskríkja eftir að vetrarstormum linnti, þá mun fegurðin og góðvildin lifa allt. Ef við bara viljum.</p> <p>Mig langar til að ljúka þessum þönkum hér í kirkjunni á Sauðarkróki með ljóði eftir tengdaföður minn, <strong>Andrés</strong> <strong>Björnsson</strong> yngri, alnafna bróður síns sem áður var vitnað til en Andrés yngri fæddist árið 1917, skömmu eftir að bróðir hans lést. Ljóðið heitir <em><strong>Að lifa:</strong></em><strong><em><br /> </em></strong><br /> <strong>Er dagur rís á fætur,</strong> <strong><br /> </strong>sem dregur allar nætur<br /> <strong>á tálar, -</strong><br /> <strong>hann geisar fram í veldi</strong><br /> <strong>og fer um hugann eldi</strong><br /> <strong>og brjálar.</strong><br /> <br /> <strong>Hann vekur oss af svefni,</strong><br /> <strong>þótt viti hann ei hvert stefni</strong><br /> <strong>vor hagur, -</strong><br /> <strong>og áfram allir þjóta</strong><br /> <strong>og upp til handa og fóta.</strong><br /> <strong>- Ó dagur!</strong><br /> <br /> <strong>Í dagsins miklu smiðju</strong><br /> <strong>er öflug hönd að iðju,</strong><br /> <strong>hún sagar</strong><br /> <strong>og hamrar okkur alla,</strong><br /> <strong>hvert ósmíð og hvern galla</strong><br /> <strong>hún lagar.</strong><br /> <br /> <strong>En drottinn hefur gert mér</strong><br /> <strong>að gera það, sem verst er,</strong><br /> <strong>að skrifa</strong><br /> <strong>um sviðann, sem það veldur,</strong><br /> <strong>að vera dagsins eldur</strong><br /> <strong>og lifa.</strong></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-04-27 00:00:0027. apríl 2012Ávarp á fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður

<strong>Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á morgunverðarfundi í Iðnó 26. apríl 2012<br /> </strong> <hr size="2" width="100%" /> <br /> <p><em>Gættu hugsana þinna, þær verða að orðum</em></p> <p><em>Gættu orða þinna, þau verða gjörðir</em></p> <p><em>Gættu gjörða þinna, þær verða að vana</em></p> <p><em>Gættu að vananum, hann verður innræti þitt</em></p> <p><em>Gættu að innræti þínu, það ræður örlögum þínum.</em></p> <p>Einhvern veginn svona komst Lao Tse að orði, þótt tilvitnunin hafi reyndar verið eignuð fleirum. En þetta kom upp í hugann í tengslum við þennan fund sem við sitjum hér í dag því í þessari speki erum við minnt á að orð eru til alls fyrst, eins og íslenska máltækið segir, og það sem meira er: Að orð eru máttug.</p> <p>Umræðan í samtímanum er á köflum hatursfull og stundum þannig að ástæða er til að hafa áhyggjur af. Ekki aðeins vegna þess að hatursorðræða getur leitt til hatursglæpa, heldur vegna hins – sem er ekki síður alvarlegt – að hatursorðræða vegur að lýðræðinu og tjáningarfrelsinu. Hún gerir það að verkum að ákveðnir hópar eða einstaklingar óttast að tjá sig eða koma fram vegna holskeflu af hatursfullum ummælum sem um þá falla.<br /> Internetið hefur opnað flóðgáttir. Þær gáttir geta verið jákvæðar en einnig neikvæðar. Í senn opna þær á skoðanaskipti, lýðræðislega umræðu og eru farvegur upplýsinga en um leið opna þær á óhróðurinn sem dynur af miklum þunga á mörgu fólki; iðulega fyrir þær sakir einar að tilheyra tilteknum hópum: Vera útlendingur, vera kona í réttindabaráttu, vera trúaður, trúlaus, eða transmanneskja, svo fá dæmi séu tekin.</p> <p>Einhverjum kann að þykja það meinlaust, að sitja heima við tölvuna og hamra niður nokkur ljót orð sem eru síðan birt á vefnum eða láta orð falla í skólanum, á veitingastað eða á förnum vegi. En við vitum betur. Öll eigum við minningar um eitthvað sem einhver sagði og særði okkur, jafnvel svo djúpt að við finnum enn til ef við rifjum það upp. Stundum geta orð ein og sér lamað fólk. Það er hægt að eyðileggja börn til frambúðar, með orðum. Og það er tímabært að taka það alvarlega. Orð eru til alls fyrst segir jú máltækið. En síðan þarf ekkert að fylgja því orðin ein geta öðlast sjálfstætt líf. Þau geta glatt og þau geta meitt.</p> <p>Ábyrgð manna á orðum sínum er jafn mikilvæg lýðræðinu og frelsi manna til þess að tjá hugsanir sínar. Að orða hugsanir sínar og tjá þær verður að nálgast með þeirri virðingu sem þessi réttindi eiga skilið, annað grefur ekki aðeins undan inntaki þeirra þýðingu heldur lýðræðinu sjálfu.<br /> <br /> Orðræða getur verið af ýmsu tagi. Hún getur átt sér það markmið að lýsa samstöðu eða andstöðu við sjónarmið eða málstað, hún getur haft það að markmiði að kalla eftir upplýsingum, fá fram fleiri sjónarhorn og viðhorf en hún getur líka verið því marki brennd að slökkva á öllu þessu. Yfirleitt er síðari tegundin <em>ad hominem</em> – hún beinist að manninum en ekki málefninu; gerir lítið úr honum eða henni, veldur óþgægindum og leiða, jafnvel ótta. Skrif þar sem andstæðingurinn er nefndur oftar á nafn en málefnið sem til umræðu er, skrif sem gera því skóna að viðkomandi sé ekki sjálfráður gerða sinna, handbendi annarra; slík skrif eru iðulega af þessum toga. Þau eru ólýðræðisleg og kæfandi enda sett fram til að kæfa.</p> <p>Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins hefur Ísland fengið athugasemdir og tilmæli um að við þurfum að gera betur í að sporna gegn hatursfullri umræðu. Er þar einkum nefnd fordómafull orðræða gegn útlendingum og eru íslensk stjórnvöld hvött til að grípa til aðgerða til þess að sporna gegn henni.<br /> <br /> Fundurinn hér í dag er liður í að bregðast við þessum áskorunum, en einnig tilraun til þess að ná saman ólíkum aðilum til þess að fjalla um stöðuna eins og hún er – og ennþá frekar til að ræða hvernig hún má best vera.</p> <p>Allt leiðir þetta hugann að því, að ekki verður allur vandi leystur með lögum. Né reglugerðum. Ef til vill trúum við of mikið á lög og reglur. Allar heilbrigðar manneskjur hafa meðfæddan og innra með sér siðferðisáttavita, sem vísar í rétta átt, burtséð frá lögum og stundum á móti lögunum. Siðferðisbrestur verður ekki lagaður með lagasetningu. Siðferðisleg áttavilla verður aðeins bætt með uppeldi. Gott siðferði er einsog ávöxtur sem þroskast með ræktun og umhyggju.<br /> <em><br /> Gættu hugsana þinna, þær verða að orðum</em></p> <p><em>Gættu orða þinna, þau verða gjörðir</em></p> <p><em>Gættu gjörða þinna, þær verða að vana ...</em></p> <p>Það eru ekki til nein lög um kurteisi. Ekki heldur gegn siðleysi.&#160;Eina leiðin til að berjast gegn siðleysi, mannvonsku og haturstali er að að tala gegn því. Það gerum við hér, því orð eru máttug, líka til góðs. Við trúum að kærleikurinn sé máttugri en hatrið.<br /> <br /> Mér er mikil ánægja að fá að koma að þessum fundi í dag og hlakka til að heyra það sem hér mun koma fram.<span>&#160;</span></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <br />

2012-03-07 00:00:0007. mars 2012Ávarpsorð á morgunfundi innanríkisráðuneytisins um trúfrelsi

<p align="center"><strong>TRÚFRELSI<br /> Ávarpsorð Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á morgunfundi innanríkisráðuneytisins um trúfrelsi</strong></p> <p>Woody Allen sagði einhvern tíman: <em>„Ég hef alltaf vitað að það er eitthvað þarna úti sem vakir yfir okkur. Því miður reyndist það vera ríkisstjórnin."<br /> </em><br /> Það eru auðvitað ekki allir sem trúa á ríkisstjórnina og það er sem betur fer leyfilegt, ekkert síður en að leyfilegt er að greina á um hve gáfulegt það yfirleitt er<span>&#160;</span> að trúa eða trúa ekki á ríkisstjórnir.<br /> <br /> Við vitum heldur ekki hvort það er betra að eyða lífi sínu í að trúa á Guð og komast svo að því í lokin að hann er ekki til, eða hitt að eyða lífi sínu í að trúa á Guð og komast svo að því að Hann er til.</p> <p>En hvað er að trúa á Guð? Er fullyrðingin eða spurningin kannski vitlaust orðuð? Gæti verið að trúin væri í eðli sínu mannleg tilfinning líkt og ótti, reiði, gleði, hrifning? Undan tilfinningum verður ekki komist. Og trúartilfinningin virðist fylgja manninum hvar sem hann er. Skyldi það vera tilviljun? Verður með öðrum orðum undan trúnni komist? Þessarar spurningar er vert að spyrja.<br /> <br /> Okkar verkefni er þó frekar hitt að koma málum þannig fyrir að hver og einn geti farið að sinni sannfæringu; að valið verði í reynd hans eða hennar.</p> <p><span>Sumir þurfa að trúa til að sjá og aðrir þurfa að sjá til að trúa.<br /> <br /> Það eru margir sem vilja deila trúarskoðunum sínum með þér. Þeir eru mun fleiri en hinir sem vilja hlusta á trúarskoðanir þínar. Við þurfum að geta fengið að vera í friði fyrir þeim sem vilja þrengja trúarskoðunum uppá fólk, en við þurfum að vera umburðarlynd gagnvart þeim sem langar til að þjóna sínum Guði. Og ekkert síður hinum sem leita</span> <span>í veraldlega siðfræði og til hugsuða sem láta jörðina og hið áþreifanlega nægja í leit að svörum.</span></p> <p><em>„Amma var mjög trúuð kona,“</em> <span>skrifaði ungur maður um ömmu sína látna, en bætti við eitthvað á þá leið, að aldrei hefði hann heyrt hana tala um kirkju eða trúarbrögð!<span>&#160;</span> Þetta þótti mér umhugsunarvert. Ef til er eitthvað sem heitir íslensk trúarvitund eða afstaða til grunngilda,<span>&#160;</span> þá var henni sennilega lýst með þessum orðum. Hún er inn á við – persónuleg – og vill sjálf fá að vera í friði. Þessi trúarvitund eða siðferðiskennd<span>&#160;</span> er óáreitin. Og<span>&#160;</span> það sem meira er -<span>&#160;</span> hún áreitir ekki aðra.</span></p> <p>Íslensk trúarhefð sem Hallgrímur, Vídalín og fleiri hafa mótað er ekki kirkjuhefð, þeir nefna sjaldan orðið kirkja. Sú trúarhefð sem þeir mótuðu tengist því sem innra fyrir býr með manninum, vitund hans um tilgang og merkingu lífsins, vitund sem ber uppi ábyrgðarkennd hans og viðleitni til að lifa mannúðlegu lífí sem aftur leiðir af sér mannúðlegt og réttlátt samfélag. Þar á meðal er umburðarlyndi. Og á því<span>&#160;</span> - umburðarlyndinu, er<span>&#160;</span> mikil þörf í nútímasamfélagi eins og þjóðfélagsaumræðan endurspeglar svo mjög þessa dagana.</p> <p>Trú og trúarbrögð geta tekið á sig óæskilegar myndir. Það er verðugt sjónarmið að íhuga hvort þjóðkirkja með breiðan trúarskilning, með prestum menntuðum á dýptina og í anda víðsýni; þjóðkirkja með langa sögu og hefð sem hefur sýnt að hún getur staðið í fararbroddi um menningu og menntir, að ógleymdri samhjálpinni - það er vissulega verðugt sjónarmið -<span>&#160;</span> að íhuga og ræða hvort slík kirkja geti verið trygging fyrir því að trúarþörf manna finni sér síður farveg í öfgakenndum trúflokkum en myndi ella gerast, án hennar - án Þjóðkirkjunnar. Dæmin sanna nefnilega að slæmar og mannfjandsamlegar öfgar fyrirfinnast í flóru trúarlífsins<span>&#160;&#160;</span> - og að þær öfgar þrífast best í villtri órækt.<br /> <br /> Þegar til sögu Evrópu er litið má bera saman sögu þeirra samfélaga sem umbáru trúna eða sýndu henni virðingu, annars vegar, og hins vegar þeirra hugmyndakerfa sem reyndu að komast undan því að viðurkenna trúarleit mannsandans, jafnvel leituðust við þurrka hana út. Auðvitað þyrfti slík söguleg könnun að taka á sig fleiri víddir. Þegar leitað er að því samfélagi sem manneskjunni hefur farnast best í þyrfti einnig að spyrja almennt um frelsi og ófrelsi, um opið samfélag og lokað, um valdstjórn og lýðræði.</p> <p><br /> Íslenska ríkið er ekki trúað. En ríkisvaldið er eðli máls samkvæmt fulltrúi hefða, menningar og sögu og ber skylda til að gæta jafnvægis. Breytingar sem hér eru til umræðu, koma í kjölfar langvarandi þróunar<span>&#160;</span> - stundum baráttu og átaka – en framar öllu, þróunar; ekki alltaf sýnilegrar og sjaldnast á vettvangi stjórnmála, heldur á vettvangi heimspekilegrar umræðu, bókmennta, lista, fræða og frjálsra félagasamtaka. Við erum að tala um langhlaup á braut menningarinnar fremur en heljarstökk augnabliksins.<br /> <br /> Krafan um breytingar er að mörgu leyti mun djúptækari en virðist í fyrstu, þar sem hún tekur ekki aðeins til menningarlegra þátta, heldur er einnig krafa um breytingar á skipulagi sem á sér þúsund ára sögu. Slíkar breytingar mega vel hafa nokkurn aðdraganda og kannski er þróun betri en bylting.<br /> <br /> Það er trúfrelsi á Íslandi. Hitt er rétt að Þjóðkirkjan hefur ákveðna sérstöðu sem byggir á sögulegum forsendum. Er það vont að Þjóðkirkjan hafi sérstöðu? Ég er ekki viss um að spurningin sé alls kostar rétt. Sérstaða Þjóðkirkjunnar er staðreynd, sem er sögulega ákvörðuð. Ég tel hins vegar að krafan um breytingar eigi sér raunverulegan hljómgrunn og óskin um breytingar muni verða uppfyllt. En með hvaða hætti? Sú spurning er viðfangsefnið í samtímanum og henni er ekki að fullu svarað.<br /> <br /> Umræðan um breytingar á því kannski að fjalla um það með hvaða hætti við innleiðum breytingarnar. Við erum þrátt fyrir allt komin svo langt að þeir sem vilja þjóna Guði hafa margt að velja um. Það gildir ekki síður um þá sem engu vilja trúa. Gagnvart þeim erum við að stíga mikilvægt framfaraspor með nýju lagafrumvarpi, sem vonandi verður að lögum fyrir vorið,<span>&#160;</span> en þau lög koma til með að fela í sér viðurkenngu á lífsskoðunarfélögum til jafns við trúfélög.<span>&#160;&#160;</span><br /> <br /> Alla þessa umræðu og þessar breytingar verður Þjóðkirkjan að sjálfsögðu að þola. Og hlusta af ábyrgð og skilningi. Þjóðkirkjan þarf að standa sig í átökum um lífsskoðanir og sýna gildi sitt, hér nægir henni sagan ein ekki, hún þarf að sýna gildi sitt í samtímanum.</p> <p>Svo lengi sem Þjóðkirkja er við lýði hljóta menn að spyrja um forsendur sérstöðu hennar , og í hverju hún felsit.<span>&#160;</span> Í framhaldinu vilja vakna spurningar sem eru ekki trúarlegs eðlis heldur eins veraldlegar og verða má: Um samfélgslegt rask, varðveislu menningarverðmæta, um tímaramma, stjórnsýslu, aðkomu að innheimtu sóknargjalda. Ég veit að sumir vilja afnema sérstöðu Þjóðkirkjunnar í einu vetfangi. Aðrir vilja fara sér hægt, þó svo þeir vilji breytingar. Enn aðrir vilja engar breytingar. Í mínum huga er þessi þáttur umræðunnar nánast tæknilegur<span>&#160;</span> og hefur lítið með trúfrelsi að gera. Spurningin snýst miklu fremur um félagslega þætti, sögulega arfleifð og menningu.<br /> <br /> Mér hefur þótt ánægjulegt að fylgjast með hvernig umræðan um lífsskoðunarfélög, trúarbrögð og trúfrelsi hefur þróast á Íslandi. Mér hefur fundist þessi umræða spretta upp úr því besta í hinni íslensku arfleifð sem ég hef hér vísað til; arfleifð umburðarlyndisins. Í þeim anda hafa talsmenn krsitinnar trúar og annarra trúarbragða talað. Og þannig hafa talsmenn Siðmenntar talað. Það gleður mig að þeir einstaklingar sem ég hef þar helst í huga eru á meðal frummælenda á þessum morgunfundi sem Innanríkisráðuneytið efnir til í dag.<br /> <br /> Þessi fundur mun fjalla um hin ýmsu álitaefni sem verður að leysa úr ef okkur á að farnast vel í að framkvæma breytingar á skipulagi trúarlegra málefna á okkar góða landi þannig að til framfara horfi.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-11-24 00:00:0024. nóvember 2011Ávarp á fimm ára afmæli samstarfsráðs trúfélaga 24. nóvember 2011

<p><strong>Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á fimm ára afmæli samstarfsráðs trúfélaga 24. nóvember 2011 sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur</strong>.<br /> </p> <hr size="2" width="100%" /> <p>Fimm ár eru e.t.v. ekki langur tími ef öll mannkynssagan er undir, en þau geta verið langur tími þegar litið er til afmarkaðra skeiða sögunnar, einstakra atburða eða lífshlaups einnar manneskju. Heimsstyrjaldirnar tóku innan við fimm ár hvor um sig og á þeim tíma tókst að leggja fjölmörg lönd í rúst. Það tekur lengri tíma að byggja upp, en engu að síður geta unnist miklir áfangasigrar á skömmum tíma.<br /> <br /> Ég veit það tók nokkurn tíma að koma á laggirnar samráðsvettvangi trúfélaga á Íslandi. Félögin voru þrettán í upphafi en eru nú fimmtán og fleiri geta bæst í hópinn. Markmiðið þykir mér athyglisvert en það er að ,,stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks af ólíkum lífsviðhorfum, trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi." Ennfremur segir í stefnulýsingu vettvangsins: „Slíkt næst ekki með því að samsinna hverju sem er eða láta hvað sem er gagnrýnilaust heldur með því að vera reiðubúinn til að hlusta á sjónarmið annarra, setja sig í spor þeirra og virða sjálfsákvörðunarrétt sjálfráða einstaklinga og trúfélaga."<br /> <br /> Þetta held ég að sé lykilatriði. Umburðarlyndi er nefnilega ekki falið í afstöðuleysi þess sem einskis spyr en jánkar öllu, heldur einmitt í gagnrýnni, en jafnframt fordómalausri umræðu; umræðu þar sem við setjum okkur ekki í dómarasæti, en tökum engu að síður skýra afstöðu gegn hvers kyns kúgun og ofbeldi. Tölum ekki til að þóknast heldur til að láta gott af okkur leiða - láta orð okkar verða að gagni einsog Rómverjinn Seneca ráðlagði fiorðum. Þar sem við stillum okkur upp með mannréttindunum og tökum málstað þeirra sem minna mega sín og hafa jafnvel enga rödd.<br /> <br /> Afstæðishyggja getur verið varasöm í sjálfri sér, eins og við þekkjum vel úr hinni alþjóðlegu mannréttindaumræðu. Við eigum að vera gagnrýnin á okkur sjálf, samfélag okkar og allt okkar félagslega umhverfi. Mörg voðaverk mannkynsögunnar hafa verið framin í nafni trúarbragða enda hefur samfélagsvaldið&#160; iðulega beitt trúarlegum rökum í valdaspili sínu.<br /> <br /> Veruleikinn er hins vegar sá að trúarbrögð sem byggja á kærleika hafa ávallt talað gegn ofbeldi, þau hafa talað gegn hatri og gegn ófriði.<br /> Og það sem meira er - þau hafa talað í þágu kærleika og þau hafa talað í þágu velvilddar.<br /> <br /> Sigurjón Friðjónsson frá Litlulaugum Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu var maður heimspekilega þenkjandi, greinilega trúhneigður en afskaplega lítið gefinn fyrir hina veraldlegu umgjörð trúarinnar. Sigurjón var uppi 1867-1950 og skrifaði lítið kver sem lengi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Það heitir Skriftamál einsetumanns. Þar er talað um mikilvægi velvildarinnar.<br /> Velvildin getur fengið miklu áorkað, segir Sigurjón, ef að baki henni býr þolinmæði og staðfesta: " Sólin vinnur ekki á ísunum, þegar hún byrjar að hækka á lofti. En þó fer svo að lokum, að þeir renna og verða að lífslindum sumarblómans. Líkt er því varið með kærleikann og mannssál, sem bundin er í klaka blindrar eigingirni. Stöðugir velvildargeislar vinna á þeim klaka að lokum og kenna manninum hvað lífið í fyllingu sinni er... "<br /> <br /> Mín tilfinning er sú að þessi samráðsvettvangur sé vettvangur velvildarinnar. Félög og hreyfingar sem hér eiga fulltrúa eru hver um sig vettvangur fyrir mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit. Hér er komið saman til að ræða málin - ekki til að vera sammála heldur til þess að auka þekkingu og skilning á viðhorfum annarra. Einmitt þetta vinnur gegn hvers kyns fordómum - en af fordómum er sem kunnugt er mikið framboð í heiminum og eftirspurn talsverð.<br /> Að lokum vil ég endurtaka hamingjuóskir í tilefni dagsins og þakka fyrir að mega taka þátt í þessari hátíð.</p> <p>&#160;</p>

2011-11-16 00:00:0016. nóvember 2011Hvað ef? Ávarp á hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu 15. nóvember 2011

<p><strong>Hvað ef?<br /> Ávarp Ögmundar Jónassonar á hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu</strong><span><br /> <strong>15. nóvember 2011</strong></span></p> <p>Ágæta samkoma,</p> <p>Sumar sögur eru kannski endurteknar of oft. Og það er þannig um mig að mér hættir til að endurtaka sögur sem hafa haft mikil áhrif á mig, breytt því hvernig ég hugsa, hvernig ég sé hlutina. Endurtekning getur einmitt verið þannig komin til að boðskapurinn skiptir máli. Ein af þessum sögum gerist fyrir tæpum 100 árum síðan þegar rætt var um stofnun félags sem myndi hafa það að markmiði að vinna gegn slysum á Íslandi. Til stóð að kalla það Björgunarfélag Íslands.<span>&#160;</span> Fyrirmyndin var sótt til Björgunarfélags Vestmannaeyja sem var stofnað árið 1918 og eins og gefur að skilja lá beint við að hið nýja félag, sem skyldi starfa á landsvísu, fengi þetta heiti, Björgunarfélag Íslands.</p> <p><br /> En þá steig fram maður að nafni Guðmundur Björnsson. Hann var landlæknir á Íslandi á þessum tíma. Hugsun hans var sú að félagið ætti ekki að einbeita sér eingöngu að björgun, heldur einmitt líka að því að koma í veg fyrir slysin. Í þessu felst grundvallarmunur, en þó þarf hvort tveggja að koma til. Við þurfum að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann en líka að hafa þekkingu og færni til að bjarga barni ef svo illa vill til að það dettur ofan í brunn. Guðmundur Björnsson, sem var bróðir hennar ömmu minnar –kannski þess vegna þykir mér svo vænt um þessa sögu – var höfundur að nafni Slysavarnarfélags Íslands.<br /> </p> <p>Einmitt þetta þykir mér mikilvægt þegar við setjumst hér niður í aðalsal Þjóðleikhússins ásamt stórum hópi unglinga til að horfa á fræðslusýninguna Hvað ef? Þar er tekist á við hið vandasama verkefni að styrkja unglinga til að geta tekið ákvörðun um að neyta ekki áfengis, tóbaks eða annarra vímuefna. Einnig er lögð áhersla á að ætli unglingar sér á annað borð að drekka áfengi þá fresti þeir því eins lengi og mögulegt er. Hvers vegna? Jú, vegna þess að afleiðingarnar geta verið margfalt skaðlegri því yngri sem einstaklingurinn er.<br /> Stundum er sagt að gamla fólkið trúi öllu, að á miðjum aldri trúi maður engu, en unga fólkið?<br /> Það viti allt.<br /> Það er erfitt að vara sá sem allt veit.<br /> Það getur þó líka verið góð tilfinning í augnablikinu og ekkert alltaf sérstaklega skemmtileg þau sem segja að svo sé ekki.<br /> En samt verður það að segjast að það er gott að klæða sig í lopapeysu í kulda og í regnkápu í regni. Og að það er gott að bíða eftir grænu ljósi, þótt enginn bíll sé í augsýn. Og það er líka gott að bíða rólegur eftir þroskanum og skynseminni.<br /> <br /> </p> <p>Ég held að það gæti verið öllum gagnlegt að lesa texta Magnúsar Eiríkssonar um Gleðibankann – það var held ég fyrsta lagið okkar í evrópsku söngvakeppninni. Magnús sagði að í sínum banka – Gleðibankanum -<span>&#160;</span> þýddi ekki að taka meira út en maður leggur inn og að þar væri ekki tekið við neinum blúsuðum timbruðum tékkum – einsog það hét.<br /> <br /> Þetta uppgötva allir fyrr eða síðar. Og því ekki fyrr?<br /> <br /> Ég sá sýningu Gunnars Sigurðssonar og félaga á síðasta ári og get sagt frá því hér að mér þótti mikið til hennar koma. Ég veit jafnframt að Gunnar hefur haldið þessu verkefni gangandi með sinni þrautseigju allt frá árinu 2005. Af viðbrögðum unglinganna sem voru leikshúsfélagar mínir í fyrra að dæma þá nær sýningin til þeirra og það má líka lesa af ótal ummælum á vefsíðu sýningarinnar. Að nýta töfra leikhússins með þessum hætti er skemmtilegt og áhrifaríkt í senn. Undirtónn sýningarinnar er engu að síður alvarlegur, eins og hann á að vera, enda er viðfangsefnið þess eðlis. Hér getur verið um líf eða dauða að tefla.<br /> Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þetta, enda gerir sýningin það með mun áhrifameiri hætti en ég gæti nokkurn tímann gert, hvað þá í stuttu ávarpi. Ég óska aðstandendum til hamingju með sýninguna og hvet ykkur sem hér sitjið til að fylgjast með af athygli. Kannski getur sýningin breytt viðhorfum og jafnvel einhverju miklu meira í ykkar lífi.<br /> <br /> </p> <span><span>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> <span>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span>Takk fyrir<br /> <br /> </span><br /> <p><span><strong><br /> </strong></span></p>

2011-11-12 00:00:0012. nóvember 2011Ræða við setningu kirkjuþings 2011

<p><strong>Ræða Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra 12. nóvember 2011 við setningu kirkjuþings</strong><br /> </p> <hr size="2" width="100%" /> <p>Það er ánægjulegt að vera hér á hátíðlegri stundu í upphafi kirkjuþings. Hér mun fara fram mikilvæg umræða og vil ég nota þetta tækifæri til að óska kirkjuþingi alls góðs í störfum sínum, svo og íslensku þjóðkirkjunni.</p> <p>Í upphafi máls míns langar mig til að víkja nokkrum orðum að okkar fyrri samskiptum.</p> <p><span>Á prestastefnu sem haldin var í Háskóla Íslands 3. maí síðstliðinn sagði ég eftirfarandi: <em>„</em></span><em>Sem stofnun hefur kirkjan þurft að sæta miklum niðurskurði eins og aðrar stofnanir í samfélagi okkar. Því miður sér enn ekki fram úr þeim þrengingum sem við er að stríða. Án þess að ég vilji gefa nokkur fyrirheit um framhaldið - reyndar er boðaður niðurskurður á komandi ári - þá vil ég engu að síður bjóða kirkjunni að tilnefna tvo fulltrúa í starfshóp með fulltrúum innanríkisráðuneytisins sem meti hvaða áhrif niðurskurðurinn hefur haft á starfsemi kirkjunnar og hverjar yrðu afleiðingarnar ef haldið yrði áfram á þessari braut. Þar með er ég að bregðast við ákalli biskups sem lýst hefur þungum áhyggjum yfir stöðu mála í formlegu erindi til mín sem ráðherra kirkjumála.<br /> Ég er meðvitaður um ábyrgð mína sem aðili að framkvæmda- og fjárveitingarvaldi. Mitt hlutverk er meðal annars að halda til haga hagsmunum skattgreiðenda og ríkissjóðs en við sem höfum þetta verkefni með höndum þurfum jafnframt að vera meðvituð um afleiðingar gerða okkar.“<br /> </em><span><br /> Þetta gekk eftir og hóf starfshópurinn vinnu í ágústbyrjun. Til að honum yrði unnt að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi kirkjunnar fól hann starfsmanni sínum að reikna út hver þessi niðurskurður hefði verið allt frá því hann hófst eftir bankahrunið og að bera hann saman við þann niðurskurð sem almennt hefði verið hjá ríkisaðilum. Þá var jafnframt ákveðið að leita eftir því að fá aðgang að ársreikningum sókna þjóðkirkjunnar til að leggja mat á hvernig þær hefðu brugðist við niðurskurðinum og hvaða áhrif hann hefði haft á starfsemi þeirra.</span></p> <p>Þjóðkirkjan fær fjárveitingar á nokkrum fjárlagaliðum. Tveir þeirra eru langstærstir, þ.e. til biskupsstofu til greiðslu launa presta, prófasta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar og vegna annars rekstrarkostnaðar en sá liður byggist á samkomulagi milli ríkis og kirkju frá árinu 1997. Hinn liðurinn er til reksturs kirkna og starfsemi sókna landsins en um hann giltu lög frá 1987 um sóknargjöld o.fl. Ákvæðum þeirra laga um fjárhæð sóknargjalda hefur verið breytt árlega frá árinu 2008 með lögum um ráðstafanir í ríkifjármálum. Aðrir fjárlagaliðir eru kirkjumálasjóður, kristnisjóður og jöfnunarsjóður sókna. Eftir hrun tók kirkjan á sig skerðingu á fjárveitingum til biskupsstofu og hefur verið um það gerður árlegur viðaukasamningur við fyrrnefndan samning frá 1997 þar sem framlögin eru lækkuð til samræmis við almennan niðurskurð á flestum sviðum ríkisins eins og segir í honum. Enginn slíkur samningur var gerður um skerðingu sóknargjaldanna. Sú skerðing hefur verið ákveðin af fjárveitingavaldinu við undirbúning fjárlaga ár hvert.<br /> <br /> Við upptöku staðgreiðsluskatts árið 1988 urðu sóknargjöld hluti af skattinum en höfðu áður verið innheimt sérstaklega og skilað til kirkjunnar. Við undirbúning lagabreytingarinnar var þessi leið valin þar eð hún þótti einföld í framkvæmd og talin myndu tryggja til frambúðar stöðugleika á umræddum tekjustofnum kirkjunnar eins og sagði í athugasemdum með lagafrumvarpinu.<br /> <br /> Frá því er skemmst að segja að við samanburð á skerðingu sóknargjaldanna og skerðingu á fjárveitingum til annarra ríkisaðila kom í ljós verulegur munur. Sóknargjöldin höfðu lækkað að raungildi, miklu meira en nam almennri skerðingu og samdrætti, nokkuð sem hafði meiri áhrif en ella vegna fækkunar sóknarbarna á sama tíma.<br /> <span><br /> Tölurnar tíunda ég ekki hér en ég mun fljótlega gera grein fyrir þessum niðurstöðum í ríkisstjórn.Til þess var til starfshópsins stofnað að við hefðum á okkar vinnsluborði sem bestar upplýsingar um stöðu mála. Ég vil að það komi fram að sjálfum kom mér á óvart hve mikilli skerðingu sóknargjöldin hafa sætt umfram almennan niðurskurð og hlýtur það að krefjast sérstakrar skoðunar af hálfu okkar sem förum með fjárveitingarvaldið.</span></p> <p><span>Staða kirkjunnar sem stofnunar er nú mjög til umræðu í þjóðfélaginu og hefur verið um nokkurt skeið. Spurt er hvort viðhalda eigi kirkjunni sem þjóðkirkju, hvort hún hafi hlutverki að gegna sem stofnun? Er hún rétt staðsett í lagaramma og regluverki samfélagsins?<br /> Spurninga sem þessara á að spyrja gagnvart öllum stofnunum öllum stundum. Og ráðherra trúmála þarf einnig að spyrja um hlutverk – réttindi og skyldur – annarra safnaða og einnig lífsskoðunarfélaga. Á að veita lífskoðunarfélögum á borð við Siðmennt sömu réttindi og trúfélögum?<br /> <br /> Ég er á því máli og er sammála Hjalta Hugasyni</span><span>, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, þegar hann færir rök fyrir því að útfærð trúfrelsisákvæði séu nauðsynleg til að verja mannréttindi fólks sem hefur flust hingað búferlum og myndar trúarlega minnihlutahópa. Eins þurfi trúfrelsi að tryggja stöðu þeirra sem standa vilja utan allra trúfélaga og/eða hafna trú.</span></p> <p>Í samræmi við þetta talar prófessorinn fyrir því að hlutur þeirra sem standa utan þjóðkirkjunnar og þeirra sem standa utan trúfélaga skuli jafnframt vera bættur með því að leggja trúfélög og lífsskoðunarfélög að jöfnu. Áður hef ég fjallað á þessum vettvangi um viðhorf mín til þessara mála og hef ég grun um að um sumt sé ég varfærnari en margur maðurinn, því ég horfi til Þjóðkirkjunnar sem hluta af íslenskum menningararfi sem vafasamt sé að leggja að jöfnu við önnur trúfélög og hreyfingar, einfaldlega vegna hinnar sögulegu og menningarlegu víddar, sem þjóðkirkjunni tengist.</p> <p>En mannréttindakjarnanum í máli Hjalta Hugasonar er ég sammála og í þeim anda ákvað ég að verða við óskum Siðmenntar um að tryggja því félagi ígildi sóknargjalda og réttindi&#160; á borð við trúfélög. Þannig skuli Siðmennt veitt heimild til embættisverka, sem trúfélög og hið opinbera hafa annars með höndum. Með þessu er ekki gengið á rétt nokkurs manns né nokkurs trúarhóps. Því allir njóta trúarsöfnuðir þegar þessara sömu réttinda, að sjálfsögðu þar með talin Þjóðkirkjan.<br /> <br /> Í mínum huga er það grundvallaratriði að allir hafi rétt<span>&#160;</span> til þess að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Það er einfaldlega í samræmi við kall tímans – og auðvitað hefði það átt að vera kall allra tíma – að einstaklingar geti valið sér vettvang fyrir trú, mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit.<br /> <br /> Það er staðreynd sem við þekkjum öll, hve gott og sameinandi það er að koma saman og láta minna okkur á hina andlegu vídd lífsins. En sú vídd verður þó aldrei með öllu slitin úr tengslum við hið veraldlega vafstur. Þess skulum við minnast þegar við sameinumst undir sameignlegu þaki. Þakið þarf að vera til, í eiginlegri merkingu og í kirkjunni starfa einstaklingar – og það á við um allar sambærilegar stofnanir – að þar <span>&#160;</span>starfar fólk sem lifir sinni veraldlegu tilveru og þarf að hafa sitt lífsviðurværi.<br /> <br /> En hvað Þjóðkirkjuna áhrærir hljótum við að spyrja hvort okkur finnist einhvers virði að safnast saman undir hennar þaki á gleði- og sorgarstundum.<br /> <span><br /> En hver er Þjóðkirkjan? Er hún stofnun, hreyfing eða samfélag? Eða er þetta allt eitt og hið sama? Ég kann ekki svarið. Hef lengi leitað þess. Sennilega duga hér engar alhæfingar en sérhver maður hefur sína sýn, sína nálgun.<br /> <br /> </span>Mig langar til að segja ykkur hvað ungur frændi minn sagði í minningargrein<span>&#160;</span> um móður mína í upphafi þessa árs. <em>„...Amma var trúuð,“</em> <span>sagði hann <em>, „trúði á það góða í heiminum. Hún trúði á kærleikann og sýndi í verki hvað er að vera góður við náungann. Ég minnist þess ekki að hafa rætt trúarbrögð við ömmu, en frá blautu barnsbeini minnist ég ömmu ræða um mikilvægi kærleikans og gildi þess að trúa á það góða. Líklega hef ég ekki skilið þetta í fyrstu, en nú síðustu ár hef ég lært að meta sannleikann í þessum orðum.“</em> Þetta skrifaði systursonur minn í minningargrein um ömmu sína en hún lést í janúar á þessu ári, á 97. aldursári.<br /> <br /> <em>Já,&#160; trúuð, en aldrei heyrði ég hana tala um trúarbögð.</em> Reyndar held ég að hann frændi minn hafi horft framhjá því – eða kannski ekki tekið eftir því – að amma hans kenndi honum bænir því ofar öllu trúði hún á mátt bænarinnar. En í þessu birtist hennar – og kannski minn líka - skilningur á kristinni trú og boðanda hennar þegar best lætur; Þjóðkirkju eins og ég vil sjá hana, talandi til hjartans, nánast án þess að eftir því sé tekið, óáreitin en þó afgerandi.<br /> <br /> Vinsælasta tilvitnunin í Biblíuna mun vera orð Páls postula úr fyrra Krinutbréfi, þrettánda kafla, sem byrjar einsog allir hér inni vita: <em>„Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika..."</em> og endar einsog menn muna <em>,,..en nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur."<br /> </em><br /> Út af þessum orðum hefur verið lagt oftar en nokkur maður veit og það eru alltaf þessi þrjú orð: <em>trú,</em> <em>von, og kærleikur</em>; Það er einsog þau fari aldrei almennilega úr tísku. Það er eiginlega ómögulegt að fá af þeim nóg.<br /> <br /> En hvernig getur stofnun boðað trú, von og kærleika? Getur einhver stofnun borið ábyrgð á trú, von og kærleika? Er það ríkisstofnun? Undir eftirliti Ríkisendurskoðunar?<br /> <br /> Eins er hægt að spyrja: Er hægt að segja sig frá trú, von og kærleika?<br /> <br /> Hvar stendur Þjóðkirkjan, með sína þúsund ára sögu? Þjóðkirkjan sem stundum boðaði trúna, vonina og kærleikann með hörku, nísk á fyrirgefningu, íhaldsöm til vansa og skilningslaus á tísku og tíðaranda. Í því <em>„skilningsleysi“</em> hefur þó legið hennar styrkur í gegnum aldirnar. Hún hefur verið kjölfesta í lífsins ólgusjó.<br /> <br /> Og einsog allt sem máli skiptir, hjá okkur, þessari litlu og fámennu þjóð, þá varð kirkjan virk og mótandi menningarstofnun. Kirkjan stóð og stendur vörð um tunguna, siðræn gildi og hefðir. Er hægt að segja sig úr menningunni? Getur einhver sagt mér það?<br /> <br /> Kristin kirkja hefur staðist sem stofnun lengur en nokkur önnur í mannkynssögunni. Þess vegna sætir engri furðu að hún hafi staðið af sér ýmsar bylgjur undanfarinna ára, ágenga hugmyndastrauma, stjórnmálabreytingar og trúarbrögð annars staðar frá komin.<br /> <br /> Kannnski vildi kirkjan helst af öllu sleppa við að vera þjóðkirkja eða öllu heldur ríkiskirkja, sem þarf að sinna skrifstofustörfum fyrir samfélagið, kannski vill hún fá að vera sjálfstæð óháð kristin kirkja. Kirkja án eyðublaða og án veraldlegra yfirboðara. Kirkja fagnaðarerindis. Kirkja móður minnar, kirkja trúar, vonar og kærleika. Og þegar allt kemur til alls þá var það samfélagið sjálft sem taldi það vera hagsmuni heildarinnar að hafa Þjóðkirkju.<br /> <br /> Í mínum huga hefur aðskilnaður ríkis og kirkju þegar farið fram og ég segi: Í stað þess að hrapa að ákvörðunum um grundvallarbreytingar skulum við taka rækilega umræðu um heildarhagsmuni. Þrátt fyrir allt þá er kirkjan – bæði bundin en einnig óháð trúarboðskap sínum - hornsteinn í okkar samfélagi; hún er menningsarstofnun sem geymir mikilvæga arfleifð úr sögu og lífi íslenskrar þjóðar. Og enn er það svo að stærsta þakið sem við sameinumst undir á örlagastundum er þak Þjóðkirkjunnar.<span>&#160;&#160;&#160;</span></span></p> <p>Kirkjuþing mun nú ræða veraldarvafstrið, hvernig kirkjan bregst við í þeim þrengingum sem íslenskt samfélag þarf nú að takast á við með þverrandi tekjum. Þarna liggja saman leiðir kirkjunnar og ráðuneytis kirkjumála. En ekki síður horfum við öll til þess þegar kirkjan tekur nú umræðu um sitt raunverulega ætlunarverk; hvernig hún best rækir skyldur sínar við trúna, vonina og kærleikann.<br /> <br /> <br /> </p>

2011-11-04 00:00:0004. nóvember 2011Ávarp við verðlaunaafhendingu Siðmenntar

<strong>Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra 4. nóvember 2011 við verðlaunaafhendingu Siðmenntar</strong><br /> <hr size="2" width="100%" /> <br /> <p>Guðsótti og góðir siðir, segja menn. Óttinn við Guð er upphaf viskunnar. Það kenndi Gamla Testamentið.<br /> <br /> En hvað gerist ef óttinn er tekinn út úr jöfnunni? Ef Guð bregður sér frá? Verður þá allt stjórnlaust einsog í barnaskólabekk, þegar kennarinn fer fram? Eða getur verið að réttlætiskennd, heiðarleiki, samúð og kærleikur séu manninum eiginleg? Höfum við samvisku? Hvaðan kemur hún?<br /> <br /> Hvert sem svarið er, þá er ljóst að hvorki Guð né ótti er forsenda góðra siða.<br /> <br /> Samviskan er okkur ásköpuð og eiginleg og gott uppeldi ræktar hana og þroskar. Og best þroskumst við í óttaleysi. Og kærleika.<br /> <br /> Fjöldi fólks velur að lifa án trúarbragða en fæstir myndu kjósa líf án kærleika. Kærleikur er upphaf viskunnar, ekki ótti. Ótti leiðir til vanlíðunar og vondra verka. Nýja Testamentið tekst á við ótta með allt öðrum hætti en Gamla Testamentið og önnur trúarbrögð hafa óþrjótandi svör til þeirra sem spyrja.<br /> <br /> En það eru ekki einungis trúarbrögð sem geyma svörin. Sumir leita í smiðju fornra og nýrra heimspekinga, aðrir snúa sér til náttúrunnar og enn aðrir leita fyrst og fremst innra með sér sjálfum. Trú getur verið tengd trúarbrögðum, en hún getur líka verið þeim alls ótengd.<br /> <br /> Í hugum sumra er samviskan okkar eigin Guð, röddin sem er innra með sérhverjum manni. Sú rödd getur verið harður húsbóndi, og kannski ekki eins umburðarlyndur og sá gamli afi, sem stundum er teiknaður sem sá Guð sem býr skýjum ofar. Þessi innri rödd er án afláts og getur krafist meira af okkur en lausnir skriftastólsins. En hún getur líka verið ósanngjörn – lituð af viðhorfum sem eru alls laus við kærleika gagnvart okkur sjálfum og gagnvart öðrum.<br /> <br /> Um þetta snýst sennilega innri barátta okkar allflestra. Hvernig högum við lífi okkar í samfélagi fólks, dýra og náttúru? Hvernig látum við gott af okkur leiða og til hvers? Sum okkar velja leiðsögn trúarbragða eða samtaka sem sameinast í trú á æðri máttarvöld, önnur leita í veraldlega siðfræði og til hugsuða sem létu jörðina og hið áþreifanlega nægja í leit að svörum. Þannig er til dæmis um það félag sem stendur fyrir þessari samkomu í dag að það kennir sig við húmanisma og frjálsa hugsun, óháð trúarsetningum.<br /> <br /> Hvers vegna geri ég þetta að umtalsefni? Jú, vegna þess að allt frá stofnun – eða í rúma tvo áratugi – hefur Siðmennt vakið athygli á þeirri staðreynd að trúarbrögð njóti vissra forréttinda umfram annars konar lífsskoðunarhópa í íslensku samfélagi, nefnilega í gegnum þann lagabókstaf sem tryggir trúfélögum sóknargjöld og veitir þeim heimildir til embættisverka sem hið opinbera hefur annars með höndum.<br /> <br /> Óskir Siðmenntar hafa ekki með neinu móti gengið á rétt annarra til að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Þvert á móti hafa ábendingarnar verið á þá lund að jafna stöðu félaga og þannig einstaklinga sem kjósa sér mismunandi vettvang fyrir mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit. Ég nefni þetta hér því að nú er til umsagnar á vefsvæði Innanríkisráðuneytisins frumvarp sem jafnar stöðu lífsskoðunarfélaga og trúfélaga. Í framhaldinu verður frumvarpið lagt fram á Alþingi og er það mín von að þingið taki málið föstum tökum þannig að það megi verða að lögum í vetur eða með komandi vori. Það verður ekki fyrr en þá að ég óska Siðmennt til hamingju með árangurinn en færi ykkur nú þakkir fyrir sanngjarna og málefnalega baráttu í þessum efnum.<br /> <br /> Segðu mér hverja þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert, segir gamalt orðtak. Þessi hugsun kom upp í huga minn þegar ég fékk boðsbréf á þennan fund Siðmenntar þar sem greint var frá því hverjir hefðu fengið hin árlegu húmanistaverðlaun félagsins frá upphafi þeirra verðlaunaveitingar. Það voru Samtökin 78, Ragnar Aðalsteinsson, Tatjana Lationvic, Rauði Kross Íslands, Alþjóðahús og Hörður Torfason. Og í boðsbréfinu var sagt frá því að nú<span></span> væri nýr verðlaunahafi að koma til sögunnar. Sá sem þar var nefndur er að mínu mati vel að viðurkenningu kominn og verður góður vitnisburður um þau gildi sem Siðmennt vill greinilega<span></span> í hávegum hafa: Hugrekki og þor, seiglu og staðfestu í baráttu fyrir mannréttindum, baráttu sem krefst þess að setja kærleika og visku í öndvegi; baráttu sem aldrei verður háð með óttann að vopni.<br /> <br /> Þá sá ég að til stendur einnig að veita Fræðslu og vísindaviðurekningu. Í fyrra hlaut hana Ari Trausti Guðmundsson, sem í mínum huga sameinar það tvennt að berjast fyrir mannréttindum og sækja inn í framtíðarlendur þekkingarinnar.<br /> <br /> Ég óska nýjum verðlaunahöfum til hamingju. Og ég óska Siðmennt alls góðs um alla framtíð.<br /> <br /> </p> <ul> <li> Frétt á vef ráðuneytisins:<br /> <p><strong><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2011/11/04/Stefnt-ad-jofnun-a-stodu-lifsskodunarfelaga-og-trufelaga/">Stefnt að jöfnun á stöðu lífsskoðunarfélaga og trúfélaga</a></strong></p> </li> </ul>

2011-11-02 00:00:0002. nóvember 2011Ávarp á kynningarfundi um fjarskiptaáætlun

<p>&nbsp;</p> <p><strong>Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á hádegisverðarfundi um fjarskiptaáætlun 2011 til 2014, 2. nóvember 2011</strong></p> <hr size="2" width="100%" /> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því talsímastrengir voru lagðir um landið og Ísland komst í samband við umheiminn árið 1906 þegar sæsímastrengur kom í land á Seyðisfirði.</p> <p>Við höfum upplifað ýmsar byltingar í fjarskiptamálum þjóðarinnar síðan og þær ekki minnstar nú á allra síðustu árum.&nbsp;</p> <p><strong>Fjarskiptasjóður og uppbyggingin</strong></p> <p>Fjarskiptaáætlun er efni þessa fundar og sú áætlun sem nú er að renna út er ein byltingin. Verkefni sem fjarskiptasjóður hefur haft á sinni könnu í gegnum fjarskiptaáætlun hafa verið nokkur eins og þið öll þekkið. Þar naut sjóðurinn fjármagns sem fékkst með sölu Símans. Eitt þeirra verkefna hefur verið uppbygging á farsímaneti landsmanna á öllum helstu þjóðvegum og ferðamannasvæðum og á þeim svæðum landsins sem það verður ekki rekið á markaðsforsendum. Annað verkefni var að bjóða landsmönnum öllum hvar sem þeir hafa heilsársbúsetu uppá að geta verið í háhraðanetsambandi með þokkalegum afköstum.</p> <p>Þessir áfangar eru grunnurinn að þeim árangri og þeirri stöðu sem fjarskiptamál okkar eru nú í og með því erum við meðal fremstu þjóða í farsímanotkun og netvæðingu.&nbsp;</p> <p>Ég reyni hins vegar ekki að fara út í að greina frá tæknilegum atriðum á þessum sviðum, þið eruð öll margfróð um tækninýjungar og hér á eftir verður nánar farið út í ýmis tækniatriði auk þess sem þeir sérfræðingar sem eru hér með mér í dag geta svarað spurningum um þau atriði.&nbsp;</p> <p><strong>Slökum ekki á</strong></p> <p>Enn er talsvert óunnið á fjarskiptasviðinu og því mikilvægt að við höldum áfram og slökum ekki á í uppbyggingu fjarskiptainnviða landsins. Við ætlum að halda forystu okkar í hlutfalli íbúa sem notfæra sér netið hvar sem þeir búa á landinu og ekki bara að bjóða netsamband heldur öruggt samband með hraða og bandbreidd eða afköstum sem nauðsynleg eru. Við ætlum líka að viðhalda og efla möguleika til gagnaflutninga um landið og til og frá landinu og við sjáum að á þessu sviði eru ýmsir atvinnumöguleikar sem við getum þróað í samráði og samstarfi við atvinnugreinina fjarskipti.&nbsp;</p> <p><strong>Fjarskiptasjóður starfar áfram</strong></p> <p>Næsta verkefni okkar er að leggja fyrir Alþingi fjarskiptaáætlun áranna 2011 til 2014 með nýjum og metnaðarfullum markmiðum.</p> <p>Við megum ekki láta deigan síga í þessum efnum ef við ætlum að halda forskoti okkar og bjóða öllum landsmönnum að sitja við sama borð þegar fjarskipti eru annars vegar.</p> <p>Við munum leggja til við Alþingi að lögum um fjarskiptasjóð verði breytt á þann veg að lögin um fjarskiptasjóð gildi ótímabundið og að sjóðurinn starfi áfram. Honum verði falið það verkefni að fylgja eftir þeim verkefnum sem sett eru fram í þingsályktun um fjarskiptaáætlun.<br /> <br /> </p> <p><strong>Fjarskiptaáætlun</strong></p> <p>Fjarskiptaáætlun næstu fjögurra ára verður kynnt rækilega hér á eftir. Áætlunin hefur verið til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins og er hægt að senda ráðuneytinu athugasemdir og ábendingar til 10. nóvember. Eftir það verður smiðshöggið rekið á áætlunina sem síðan verður lögð fyrir Alþingi í lok nóvember til umfjöllunar og afgreiðslu.&nbsp;</p> <p><strong>Verkefni næstu ára</strong></p> <p>Við þurfum að halda vel á spöðunum til að geta byggt á þessum grunni sem lagður hefur verið Við þekkjum vel stöðu ríkissjóðs en engu að síður gerum við ráð fyrir að við getum sett fram fyrstu verkefnin í nýrri áætlun. Og þau verkefni eru víða:</p> <ul> <li>á sviði aðgengilegra og greiðra fjarskipta</li> </ul> <ul> <li>á sviði hagkvæmra og skilvirkra fjarskipta</li> </ul> <ul> <li>á sviði öruggra fjarskipta</li> </ul> <ul> <li>á sviði umhverfisvænna fjarskipta</li> </ul> <p>Á öllum þessum sviðum þarf að skilgreina, kortleggja og setja fram verkefnin, vernda innviðina, auka möguleika og þjónustu um landið og eiga samráð við atvinnuveginn um hvaða verkefni hann tekur að sér og hver séu verkefni stjórnvalda, hvar landamærin liggja þarna á milli.</p> <p>Varðandi alþjónustuna vil ég nefna að í frumvarpi til breytinga á fjarskiptalögum legg ég til að alþjónustan muni einnig ná til háhraðanettenginga og að alþjónustusjóður greiði þau verkefni. <span></span>Með því er ætlunin að sjá til þess að heimili landsins eigi kost á að lágmarki þeirri tengingu sem skilgreind er í reglugerð um alþjónustu hverju sinni. Lágmarkstengingahraði verði endurskoðaður reglulega til hækkunar eftir því sem kröfur aukast.<br /> <br /> </p> <p>Ég hef ekki nefnt póstþjónustuna sérstaklega hér en það er ljóst að þar eru breytingar framundan. Við þurfum – erum nauðbeygð – til að innleiða pósttilskipun sem gerir ráð fyrir að öll dreifing verði gefin frjáls. Þar hljótum við að stíga skref eftir okkar þörfum og þar hljótum við líka að skoða hvernig hin rafrænu samskipti og hin rafræna dreifing getur hjálpað okkur og þessir þættir stutt hver annan. Hér munum við fara eins varlega og við eigum kost á.</p> <p><strong>Í lokin þetta:</strong></p> <p>Við þurfum umfram allt að ræða þessa áætlun, þessa stefnu og þessi verkefni. Við þurfum að vinna þetta verkefni saman og vera samstiga í næstu skrefum í uppbyggingu.&nbsp;</p> <p>Við þurfum að vera sammála um að vernda þessa verðmætu og nauðsynlegu innviði og við þurfum að huga vel að öryggi netisins bæði gagnvart ytri áföllum og innri misnotkun.</p> <p>Við erum komin langt með fjarskiptainnviðina en verkinu er hvergi nærri lokið. Við þurfum að huga bæði að verkefnum morgundagsins og verkefnum lengra inn í framtíðina.</p> <hr size="2" width="100%" /> <ul> <li>Sjá einnig frétt frá fundinum:<br /> <a href="/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2011/11/02/Fjarskiptasjodur-fai-afram-hlutverk-i-uppbyggingu-fjarskiptainnvida/">Fjarskiptasjóður fái áfram hlutverk í uppbyggingu fjarskiptainnviða</a></li> </ul>

2011-10-10 00:00:0010. október 2011Staða mannréttindamála á Íslandi - ræða hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf

<br /> <p>Mr. President, distinguished members of the Council, ladies and gentlemen,</p> <p>It is an honour for us to attend, on behalf of the Icelandic Government, this review session. We are grateful for having the opportunity to provide the members of the Council and the delegations with information relating to the human rights situation in Iceland. The Universal Periodic Review will make, and has already made, a positive impact on the dialogue on human rights in Iceland.</p> <p>Mr. President,</p> <p>As laid down in the Universal Declaration of Human Rights, these rights are and should be universal and inalienable. The Member States of the United Nations have a duty to support each other in this regard and we also need to have the courage to speak out when we are faced with breaches of Human Rights, and of no less importance, commend states that have taken steps to improve the lives of their citizens.</p> <p>We are here today to discuss the situation of Human Rights in Iceland. In general, I think we are safe to say that the situation is reasonably good. That being said, there is of course room for improvement and we will not shy away from constructive criticism regarding our human rights situation, and indeed we want to be subjected to such criticism. We therefore look forward to the dialogue today and to receive advice and recommendations.</p> <p>The Government of Iceland places great emphasis on Human Rights and we are currently working on a new and extensive Human Rights policy that will be in compliance with fundamental international Human Rights conventions and agreements.</p> <p>Mr. President,</p> <p>The concept of Human Rights has been developing through time and should be under constant evaluation and re-evaluation. Rights that previously were considered only to apply to certain segments of society are now declared as universal and inalienable, irrespective of race, sex, ethnicity, sexuality or class, to name a few. This does however not mean that Human Rights, although recognised in theory, are everywhere respected and implemented. Review sessions like the one today can be an important tool to enable the realisation of human rights and thus slowly but surely shift the condition of the world in this respect.</p> <p>The Constitution of Iceland prescribes that Human Rights apply to all members of society and I believe there is general consent regarding this in Iceland. Nevertheless, Iceland – as any other member state – is faced with various challenges, not least after we experienced tremendous economic and socio-political turbulences and upheavals before and after a catastrophic financial crash in Iceland in the fall of 2008.</p> <p><span>The crash was followed by the gravest demonstrations that had been seen in decades.</span> <span>During the protests, distrust arose between the general public and state authorities with diminished trust in conventional politics. Iceland – our geographic island – is not an island in this respect</span><span>. &#160;Demonstrations are taking place all over the world, challenging prevailing ideologies and actions of governments, multi-nationals and financial institutions etc. I mention this specifically because the right to assembly and demonstrate and the right to defend the infrastructure of welfare, is a fundamental right and must be applied universally.</span></p> <p>The demonstrations in Iceland during 2008-2009 lead to the fall of the government and new elections two years earlier than scheduled. The new Government was faced with challenging tasks following a drastic fall in state and municipal revenues and subsequent budgetary restraints. In addition, the Government was not entirely sovereign in this task. The advent of the International Monetary Fund in Iceland had a direct and indirect effect on budgetary and fiscal governing in our country but the intermediary of the IMF proved to be a necessary precondition for inter-state loan agreements undertaken by the Icelandic government. &#160;</p> <p><span>Protecting Human Rights in difficult times is not only a challenge but also the most important task of any government. In recent decades</span> <span>a notable shift of emphasis in the context of human rights has in my opinion occured, towards defining rights with reference to market interests and ownership entitlements, sometimes at the cost of public interest.</span> <span>This, I think the international community should be aware of and discuss in forums like this now that a financial crisis hits the world. When faced with a choice weather to prioritise property and financial rights on the on hand and the rights of disabled persons and socially vulnerable on the other, I suggest we put the latter first.</span></p> <p>Mr. President,</p> <p>I find it important to highlight that the present Government in Iceland was formed with the specific mission of safeguarding and protecting the welfare system in times of crisis. I would like to believe that we have won small victories, although I am realistic enough to see that our success has not been complete. Budgetary cuts always have an impact on the provision of services and consequently peoples' lives. However, by constantly drawing attention to the effect budgetary restraint has on the welfare systems and vulnerable groups in society, the negative impact can be reduced.</p> <p>The general trend in times of crisis is to direct budget cuts towards public services, such as the health-, welfare- and educational-sectors, while at the same time demands are made on governments to create jobs in other sectors, such as in transport and the construction industries. This has a gendered aspect as the tendency is to create jobs for men while women are driven away from the labour market. This tendency we have indeed experienced in Iceland.</p> <p>However, I am happy to say that the Government has been aware of these dangers and has taken special measures to avoid this pattern developing, by e.g. initiating gender response budgeting. At the same time a governmental body; the Welfare Watch, was established to systematically monitor the social and financial consequences of the economic condition of families and individuals and propose measures to meet the needs of households. The Welfare Watch and the Debtors Ombudsman have prooved to be useful instituions in dealing with the unavoidable consequences of the financial crisis.</p> <p>Despite difficulties for individuals and households it should be noted that comparative studies have shown that the financial crisis in 2008 has not had direct negative impact on how children in Iceland in general feel. It has further been reported that in their own words children in Iceland are on average pleased and happy, notably more so than before the crisis, which might indicate that the market- and moneydriven livestyle did not necessarily serve the well-being of children.</p> <p><span>However, children who were vulnerable before the crisis are considered to be at a higher risk now, which remains an important challenge for the</span> <span>Government and society in general.</span> <span>At the same time it is of uttermost importance to further monitor the situation systematically to prevent long-term, negative consequences of the crisis.</span></p> <p>Mr. President,</p> <p>Despite difficult times, the Icelandic Government is not only protective and reactive when it comes to human rights. On the contrary the Government has taken important steps to improve the rights of individuals and groups. As an example, the Parliament of Iceland unanimously adopted in 2010 legislation that provides for a gender-neutral definition of marriage, ensuring the same legal status for heterosexual and same-sex married couples. The bill enjoys wide support among the Icelandic public, and attitudes are generally supportive towards gays and lesbians as can be seen in the annual gay-pride festival that attracts tens of thousands to Reykjavík's city centre – and is generally considered a family-event. Important steps are also being taken to improve the legal status of transgender people.&#160;</p> <p>However, equal legal status does not ensure equality. This is well known among minority groups such as the gay and lesbian community and ethnic and religious minorities. I would like to mention another group in this respect, which cannot be referred to as a minority group, in light of the fact that they represent half of mankind. I am of course talking about women.</p> <p>Today, women are still faced with discrimination in all countries of the world in spite of formidable legislation intended to prevent just that. Promoting gender equality and ensuring that women and men enjoy equal rights and status in all respects has been a key priority of the government of Iceland. We have been successful in many areas of gender equality as has been reflected in the World Economic Forum's Global Gender Gap Report where Iceland has been ranked first for the last two years. Although Icelandic women's participation in the formal labour market is among the highest in the world and they are well educated, the gender pay gap remains persistant.</p> <p>What is of an even greater concern is the fact that women are faced with violence based on their gender and here, Iceland is no exception. It is simply unacceptable that gender-based violence, domestic violence and rape are tolerated in any society. And in this regard Governments do not only have a duty to create a just and fair legal framework, they also have a positive obligation to fight against this violence – as any other form of violence – with all means. Thanks to the unselfish work of the Icelandic women's movement, sexual violence and domestic violence is not hidden away in Iceland. The uncomfortable and ugly reality of such violence is openly discussed, which is the first step towards dealing with the problem. We are doing our uttermost to stimulate and encourage this development.</p> <p>It is noted in the national report that only a small proportion of rape victims file charges and few of them lead to indictments or convictions. As Minister of the Interior I have initiated a comprehensive consultation process between representatives of the judiciary, police, prosecutors, civil socieity orgnisations and victims associations, regarding the treatment of rape cases in the judicial system. The results – ranging from suggestions on consultative meetings between hospital rape crisis centers, police and prosecutos to detailed academic research prjoects – are multifarious and the recommendations are being followed up. The Government has established a special task force to deal with human trafficking and maximum penalties for such crimes have been increased. Furhtermore, Parliament has passed an Act that criminalises the purchasing of prostitution and strip clubs are now illegal in Iceland. These are all important steps in eliminating violence and discrimination against women.</p> <p><span>Regarding violence against children, Iceland is<span>&#160;</span> now in the process of ratifying the <em>Europen</em></span> <span><em>Convention on the Protection of Children against</em></span> <em>Sexual Exploitation</em><span><em>and Sexual Abuse</em></span><span>. As noted in the national report, the Government Agency for Child Protection operates The Children's House, which has become a model internationally for a child friendly justice environment. It has also contributed to more numerous complaints, prosecutions and convictions for acts of sexual violence against children.</span></p> <p>However, preventive measures have not been sufficiently systematic but I have placed particular focus on ensuring improvement in that area in connection with the ratification of the aforementioned agreement in cooperation with the Ministry of Welfare and the Ministry of Education, Science and Culture.</p> <p>Mr. President,</p> <p>Protecting human rights is not only a domestic issue but also an important aspect of Iceland's foreign policy or so we want it to be. We want our development policy to be rooted in the fundamental rights of all people as set out in the Charter of the United Nations and the Millennium Development Goals. Emphasis is placed on supporting the efforts made by Governments in developing countries to eradicate poverty and hunger and to promote economic and social development, including human rights, education, improved health, gender equality, sustainable development and the sustainable use of resources.</p> <p>Mr. President,</p> <p>The issue of Human rights is an issue far beyond the scope of a short speech as this. I have nevertheless tried to address certain issues that are important to have constantly on the agenda, domestically and internationally.</p> <p>There is an Icelandic saying <em>Glöggt er gests augað</em>, which can be translated as: <em>The guest has a sharp eye</em>, referring to the fact that a visitor can often notice things that residents cannot. This can be applied to all spheres of society – injustice may take place in our backyard without us noticing. In this respect, international cooperation for human rights is an important factor in implementing and ensuring global and universal human rights.</p> <p>There are useful examples of this in the case of Iceland, as the guidance of the UN human rights treaties have proved to have a positive effect on human rights protection of Icelandic citizens. An example of this are the recommendations of the Committee on the rights of the Child that have had a positive effect on legal protection of children in Iceland; and guidance from the CEDAW Committee has helped to turn the spotlight on women's rights. In addition guidance and encouragement from UN treaty bodies on specific matters have helped to discern systematic aspects of Icelandic society in a new light, such as the management of the fisheries system in Iceland – a system which is now under a comprehensive review.</p> <p><span>As I thank you for your attention I would like to emphasise that the Icelandic delegation</span> <span>looks forward to the important and constructive dialogue we will have today.</span></p> <p>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</p> <p>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160; Thank you!</p>

2011-09-14 00:00:0014. september 2011Valdið til fólksins - ræða á ráðstefnu innanríkisráðuneytisins um beint lýðræði og aukna þátttöku íbúa

<p><strong>Ræða Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á ráðstefnunni Beint lýðræði og aukin þátttaka íbúa í Ráðhúsi Reykjavíkur 14. september 2011.</strong><br /> </p> <h2>Valdið til fólksins<br /> </h2> <p>Valdið til fólksins - power to the people – söng John Lennon í hljóðupptökuverum í Lundúnum og New York á árum áður og nú Jóhanna Þórhallsdóttir og félagar hér í Ráðhúsi Reykjavíkur. Valdið til fólksins er gamalkunnugt baráttustef lýðræðissinna í gegnum aldirnar. Lýðræði er fallegt orð um fallega hugsun, demokratiu eins og Grikkir kölluðu lýðræðið. Demos-fólkið, kratos valdið: Kerfið þar sem fólkið hefur völdin.<br /> Aþenubúar þróuðu hugmyndagrunn lýðræðisins í árdaga og eru til um það stórmerkar heimildir. Ræður Periklesar í Pelopsskagastríðunum eru magnaður óður til frelsis og lýðræðis.<span>&#160;</span> Eftirfarandi sagði hann um stjórnarfarið í Aþenu:<br /> <br /> <span>&#160;</span><em>„Stjórnarskrá okkar er kölluð lýðræði vegna þess að valdið er ekki í höndum minnihluta heldur þjóðfélagsins alls. Þegar ágreiningur rís á milli þjóðfélagsþegna þá skulu allir standa jafnir frammi fyrir dómstólunum; þegar skipað er í embætti<span>&#160;</span> og einn valinn umfram aðra til að takast á hendur samfélagslega ábyrgð skal einu gilda félagsleg staða, einu gilda upp úr hvaða þjóðfélagsstétt menn eru komnir, einvörðungu skal spurt um hæfileika hvers og eins. Búi einstaklingur yfir hæfileikum og getu til að þjóna samfélagi sínu, þá á fátækt aldrei að verða þess valdandi að honum sé haldið utangátta í<span>&#160;</span> stjórnmálum. Og í samræmi við frelsið og opinn samskiptamáta á vettvangi stjórnmálanna eru tengsl manna í millum í daglegu lífi. Þau eru af sama meiði, frjáls og opin. Við látum það ekki koma okkur úr jafnvægi þótt<span>&#160;</span> nágrannar okkar njóti lífsins eftir sínu höfði og á sinn máta, né gefum við þeim illt auga af þeim sökum, nokkuð sem út af fyrir sig þyrfti ekki að skaða þá<span>&#160;</span> en væri engu að síður særandi.<span>&#160;</span> Við erum frjálshuga og umburðarlynd í daglegu lífi okkar; en í opinberu lífi hlítum við lögum.“</em><br /> Þetta sagði Perikles fyrir tvö þúsund og fimm hundruð árum.<br /> Hann sagði ennfremur að almennt færu Aþenubúar að vilja þeirra sem þeir hefðu sett til að stjórna og að þeir fylgdu lögum af virðingu við lögin. En síðan bætir hann nokkru við sem mér þykir athyglisvert.<br /> <br /> Hann segir, <em>einkum fylgjum við þeim lögum sem sett eru til varnar hinum veikburða. Sama gildir um óskrifuð lög sem byggja á almennri réttlætiskennd og þykir hneisa að brjóta.<br /> </em>Það sem mér þykir merkilegt við þessa framsetningu er sú áhersla að lög verði að hvíla á siðferði til að öðlast virðingu, og ef lögin skorti sé það engin afsökun fyrir ranglátri breytni því menn eigi að láta stjórnast af siðferðisvitund sinni. Annað sé ólíðandi – annað sé hneisa.<br /> <br /> Öll hugsun Periklesar er á þessa leið, allt á að vera opið og gagnsætt. Aþenubúar eigi engin hernaðarleyndarmál enda byggi þeir styrk sinn ekki á leynivopnum heldur séu yfirburðir þeirra fólgnir í innri styrk og löngun til að verja það sem þeim er kært. Raunverulegt hugrekki verði hvorki kennt né lært.<br /> En<span>&#160;</span> hvað með hjálpsemi og gjafmildi? <em>Hjá hinum frjálshuga manni</em>, segir Perikles, <em>þá kemur góðsemin innan frá og ætlast aldrei til endurgjalds. Sú&#160; afstaða geri menn frjálsa.</em> Þarna gægist kristinn boðskapur fyrir hornið, talsvert á undan boðbera sínum, en þetta minnir á samhljóm sem víða er að finna í fornum siðaboðskap og trúarbrögðum fyrr og síðar hvað varðar grunngildin.<br /> <br /> Á þessa leið lýsir gríski sagnfræðingurinn Þukidites hugsun heimspekingsins og hershöfðingjans Periklesar í merkilegu riti sínu um Pelopsskagastríðin á fimmtu öld fyrir Krist, þegar hernaðarhyggjuríkið Sparta og lýðræðisríkið Aþena háðu grimmilega valdabaráttu sín í milli.<br /> <br /> Lýðræðinu í Aþenu var mikið ábótavant – nútímafólk myndi horfa til stöðu kvenna sérstaklega og ekki gilti reglan einn maður eitt atkvæði, fjarri því - en sú <strong>hugsun</strong> sem demokratía Grikkja hvíldi á var engu að síður um margt þroskuð og á dýptina. Sá skilningur var fyrir hendi að samfélög væru sterk ef þau byggðu á ríkri samfélagsábyrgð og samkennd, ást á frelsi og vilja einstaklinganna til að verja frelsið og axla ábyrgð. Enginn gæti unnið sigur á hugrekki og óttaleysi sem þannig væri sprottið.<br /> <br /> Mig langar til að vitna í annað rit. Það er eftir frönsku frelsishetjuna úr Seinna stríði, Stephane Hessel. Ritið heitir <em>Indignez-vous, Tími til að reiðast.</em> Stephane Hessel var í útlagastjórninni frönsku á nasistatímanum, og einn af helstu höfundum <em>Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna – Alheimsyfirlýsingarinnar&#160; um mannréttindi – Universal Declaration of Human Rights</em> – ekki hinni <em>Alþjóðlegu</em> yfirlýsingu um mannréttindi eins og Bretar og Bandaríkjamenn munu hafa viljað kalla hana. <em>Universal</em> skyldi hún heita ekki <em>International</em> – þótt í yfirlýsingunni sé að finna ákvæði um rétt til þjóðernis einsog það er kallað. Í bæklingi sínum <em>Indignez- vous</em><span>&#160;</span> segir Hessel þarna felast mikilvægan merkingarmun - <span>&#160;</span>því vísað sé til grunngilda sem rísi ofar öllu þjóðerni.<span>&#160;</span> Ýmsir telja að umræðan um grunngildin og herhvötiin til aðgerða – í sinnulausum heimi okkar samtíma sem þó skynji þetta kall tímans eða hlusti eftir því,<span>&#160;</span> þrái kannski að heyra það - skýri eftirspurnina eftir blóðheitum örbæklingi<span>&#160;</span> Hessels en frá því í október 2010 og fram í desember<span>&#160;</span> sama ár – á tæpum þremur fyrstu mánuðunum eftir að hinn 93 ára öldungur birti rit sitt - seldust 600 þúsund eintök í Frakklandi.<span>&#160;</span><br /> Já, blóðheitur. Bæklingurinn er funheitt<span>&#160;</span> ákall til einstaklingsins -<span>&#160;</span> hann er ákall til allra einstaklinga um að axla þá ábyrgð sem hjá þeim hvílir,<br /> -hjá honum og hjá henni,<br /> -<span>&#160;</span> hjá mér og þér<br /> -<span>&#160;</span> hjá okkur öllum.<br /> Hessel<span>&#160;</span> vitnar í landa sinn, heimspekinginn Jean Paul Sartre, sem hamraði á einstaklingsábyrgðinni; að einstaklingurinn gæti ekki fríað sig ábyrgð og látið hana eftir utanaðkomandi aðila eða afli, Guði ef því væri að skipta. Þvert á móti yrðum við, hvert og eitt okkar að standa í fæturna, í krafti einstaklingsbundinnar og <strong>sammannlegrar</strong> ábyrgðar okkar hvert á öðru.<br /> Þessa hugsun botnaði Hessel með því að segja sinnuleysið vera verst. <em>„Þetta fer allt saman einhvern veginn“</em> væri stórhættuleg afstaða<span>&#160;</span> – ekkert síður nú en á tímum alræðiskerfa fyrri tíðar. Hann höfðar <strong>sérstaklega</strong> til þeirra sem eru í áhrifastöðum, hvort sem þeir haldi um valdatauma í stjórnmálum, í efnahagskerfi<span>&#160;</span> eða hafi áhrif í andans heimi, en jafnframt beinir hann máli sínu til samfélagsins alls og segir:<br /> <br /> <em>Þið megið ekki gefast upp fyrir alþjóðlegu alræðiskerfi fjármagnsins, alræðiskerfi sem nú ógnar mjög<span>&#160;</span> raunverulega friðnum og lýðræðinu í heiminum.<span>&#160;</span> Það er tímabært , það er löngu tímabært<span>&#160;</span> að finna til tilfinninganna, það er tími til að<span>&#160;</span> að rísa upp, og einmitt það skuluð þið gera, rísið upp, reiðist, indignez-vous. Og þegar þið finnið til tilfinninganna, einsog ég gerði sjálfur frammi fyrir nasismanum, þá finnið þið fyrir róttækni innra með ykkur, óttaleysinu, þá finnið þið fyrir innri styrk, þá finnið þið fyrir tilgangi í lífi ykkar,<span>&#160;</span><br /> því þá,<span>&#160;</span><br /> - þá verðið þið gerendur í straumi sögunnar, í hinum mikla straumi sem heldur áfram jafnt og þétt, stríður og ólgandi fyrir tilstilli okkar allra.<br /> </em><br /> Hessel segir það vekja von að þrátt fyrir allt sé saga mannkynsins í átt að meira réttlæti, meira frelsi – þótt ekki sé það frelsi minksins í hænsnabúinu. Réttindin sem sett voru á blað í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna 1948, séu og eigi að vera réttindi á alheimsvísu og að þegar við hittum einhvern sem er án þeirra – nýtur þeirra ekki, þá eigum við að reyna að verða viðkomandi að liði.<br /> Það sem mér þykir magnaðast við ákall Stephane Hessels er hin eldheita herhvöt hans, áminningin um að við berum öll ábyrgð, að okkur beri að aðhafast og að það sé von – að það sé von um betri tíð. Vonin er grunnstef hjá Hessel.<span>&#160;</span> <em>Róttækni þarf að byggja á von</em>, segir hann. Valdbeitingarbarátta – terrorismi – sé stundum skiljanlegur, mér liggur við að segja eðlilegur segir Hessel, <em>en terroroismi er sprottinn af örvinglan og uppgjöf. Þess vegna er hann óviðunandi, því hann leyfir okkur ekki að njóta þess árangurs sem vonin hefur skilað – og getur enn skilað!<br /> </em><br /> Ég hef vísað í tvö dæmi um ákall til frelsis fyrr og nú – tímaspannið eru tvö þúsund og fimm hundruð ár.<span>&#160;</span> En áminningin er sígild og ódagsett og gildi hennar er óháð þeim breyskum mönnum sem settu hana fram, hvor með sínum hætti.<br /> <br /> Hún snýr að því að varðveita grunngildi í siðferði og virða grundvallarréttindi. Bæði Perikles og Hessel minna okkur á hve sterkt það samfélag er sem sameinast í virðingu fyrir grundvallarmannréttindum og þeim grunngildum sem þau hvíla á; hve illa verður haggað við slíkum samfélögum svo lengi sem grunngildin eru inngróin í samfélagasvitundina. Ef þar verði breyting á þurfi meðvitað baráttuátak til að endurreisa þessa hugsun í samfélaginu annars sé raunveruleg hætta á ferðum.<br /> <br /> Í mínum huga er frelsi einstaklingsins grundvallarréttur. <em>Þú átt að vera frjáls svo lengi sem þú skaðar ekki aðra,</em> sagði John Stuart Mill svo réttilega. Jafnvel þótt sýna megi fram á að frjálst samfélag sé sterkara og öflugra en ófrjálst; skili með öðrum orðum meiri árangri, þá er það svo í mínum huga að réttur minn og þinn til að ráða lífi okkar er ekki háður árangursmælingum af neinu tagi heldur er hann<span>&#160;</span> grunnréttur. Þess vegna er það nánast skoplegt þegar stjórnmálamenn, <span>&#160;</span>sem þegar allt kemur til alls, eru kallaðir til verka sem milligöngumenn í ákvarðanatöku af þeirri ástæðu einni hve tæknilega<span>&#160;</span> örðugt það er að kjósa um alla hluti öllum stundum; þegar milligöngufólkið telur sig þess umkomið að ákvarða um hvað almenningi eigi að vera heimilt að kjósa.<span>&#160;</span> Í mínum huga á almenningur að geta kosið um allt sem hann lystir. Ef við erum nógu mörg sem óskum eftir því þá á krafan um milliliðalaust lýðræði að ganga eftir.<br /> <br /> Það er gleðilegt að nú skuli slíkur réttur í fyrsta sinn í þann veginn að verða leiddur í lög á Íslandi. Samkvæmt frumvarpi nýrra sveitarstjórnarlaga nægir að fimmtungur íbúa<span>&#160;</span> í sveitarfélagi krefjist almennrar atkvæðagreiðslu, þá skal hún fara fram. Lýðræðisfélagið Aldan hefur vakið athygli á því að ganga hefði mátt lengra í þessari lagasmíð og hef ég skilning á því sjónarmiði<span>&#160;</span> – en enginn neitar því þó að þarna er verið að stíga mjög mikilvægt skref í lýðræðisátt.<span>&#160;</span> Sambærilegt ákvæði við það sem er að finna í nýjum sveitarstjórnarlögum þarf að komast inn í landslögin og inn í Stjórnarskrá lýðveldisins.</p> <p>En jafnvel þótt það sé rétturinn til ákvarðanatöku en ekki reynslan af lýðræðinu sem færir okkur þessi lög, þá er engu að síður eðlilegt<span>&#160;</span> að spurt sé um reynsluna af beinu lýðræði. Í ársbyrjun 2010 fór fram nokkur umræða um lýðræðið í tengslum við þá ákvörðun forseta Íslands að verða við kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þeirri umræðu var einhverju sinni vísað til þess að fræðimenn hefðu talað um að forseti lýðveldisins væri í Icesave málinu að <em>„þvælast fyrir"</em> ríkisstjórninni og orðrétt var haft eftir lagaprófessor og dómara að það væri <em>„mjög óþægileg staða fyrir ríkisstjórn og þingmeirihluta hverju sinni að þurfa að eiga það yfir höfði sér að erfiðum málum, sem að þeim hefur tekist að koma í gegnum þingið, sé synjað með þessum hætti.“<br /> <br /> </em>Annar þátttakandi í umræðunni komst svo að orði : <em>„Það er langt frá því að aukin þátttaka almennings í stjórnun landsins með þjóðaratkvæðagreiðslum sé samasammerki með réttlátara samfélagi. Dæmin tala sínu máli. Í Bandaríkjunum eru til ríki sem ganga afar langt í þessum efnum og almenningur fær að kjósa um flest mál. Þessi ríki eiga það sammerkt að vera skuldugusu ríki Bandaríkjanna, opinber þjónusta er engin og félagslegt óréttlæti mest. Þá virðast lög í anda rasisma eiga greiða leið í slíku fyrirkomulagi eins og nýlegt dæmi frá Sviss sýnir. Staðreyndin er nefnilega sú að lýðskrumarar með aðgang að peningum eiga mun auðveldara með að koma málum í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu heldur en faglega umræðu á þjóðþingi."<br /> <br /> </em>Enn einn þátttakandi í umræðunni brást við þessu að bragði: <em>Hvers konar viðhorf eru það sem fram koma gagnvart þjóðinni, ef menn vilja taka frá henni réttinn til að bera ábyrgð á örlögum sínum? Mér finnst það til marks um síð-sovésk viðhorf ... að leyfa sér mannfyrirlitningu af þessu tagi.<br /> </em>Undir þetta síðasta tók ég í mínum skrifum á þessum tíma og benti á að forræðishyggjan í nútímastjórnmálum væri skyld málflutningi borgarastéttar 19. aldarinnar, sem vildi halda kosningarétti takmörkuðum gagnvart vaxandi verkalýðsstétt á sama hátt og aðall og konungssinnar höfðu áður meinað borgarastéttinni aðgang að löggjafarvaldi. Sýn borgarastéttar 19. aldarinnar á skaðsemi lýðræðisins hefði verið hagsmunatengd en sú hætta væri einmitt uppi á<span>&#160;</span> öllum tímum að menn létu stjórnast af þröngum hagsmunum. Ástæðuna fyrir skuldsetningu fylkja í Bandaríkjunum og félagslegu ranglæti teldi ég auk þess vera aðra en beina ákvarðanatöku almennings; hefði meira með stöðu þjóðfélagsmála almennt að gera, óháð formlegu lýðræðislegu valdi. Þar fyrir utan ætti klisjan um skuldsetningu fylkja í Bandaríkjunum þar sem beint lýðræði er ástundað, einkum Kaliforníu og meint lágt skattahlutfall af sömu ásæðu, ekki við rök að styðjast. Þannig væri Kalifornía ellefta <span>&#160;</span>í röð skuldsettustu fylkja í Bandaríkjunum og skattprósentan þar sú fimmta hæsta.<br /> <br /> Athyglisvert í þessu samhengi er að gaumgæfa skoðanakannanir hér á landi þar sem spurt hefur verið um viðhorf til skatta og velferðarþjóðnustu. Í nánast öllum könnunum hefur komið fram yfirgnæfandi meirihlutastuðningur við að fjármagna velferðarkerfið með sköttum og hefur meirihluti jafnan verið fyrir því að borga háa skatta að því tilskildu að tryggt sé að þeir renni til heilbrigðisþjónustunnar eða annarrar mikilvægrar velferðarþjónustu. Af tilefni þessara tilvitnuðu skrifa má einnig spyrja hvort það hefði verið til ills ef efnt hefði verið til þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeildar ráðstafanir á undangengnum tveimur áratugum og hvort það yfir höfuð sé hollt að ríkisstjórnin komi <em>„erfiðum málum"</em> <span>&#160;</span>auðveldlega í gegn svo vitnað sé í áður ívitnaðan texta?&#160; Hefði verið virkjað við Kárahnjúka, hefðu bankarnir verið einkavæddir og sjávarauðlindin sett í pant ef þurft hefði að eiga það við þjóðina beint? Og hvað með vatnið?<br /> <strong><br /> </strong>Fyrir nær tveimur áratugum staðnæmdist ég í umræðu um skylt málefni við orð Halldórs Laxness í formála annarrar útgáfu Alþýðubókarinnar frá árinu 1945.</p> <p><em>„Ef maður vill fræða einhvern hve langt sé austur á Eyrarbakka,“</em> ritaði Halldór<em>, „þá er fyrst að leita öruggrar fræðslu um það hjá þeim sem hafa mælt veginn; maður hefur ekki leyfi til að hafa um það neinar skoðamir.“</em><br /> Auðvitað var það hárrétt hjá Halldóri Laxness, að vegurinn austur á Eyrarbakka er tiltekinn fjöldi kílómetra, og einnig metra og sentímetra ef því er að skipta, algerlega óháð skoðunum okkar og vilja. Hitt er svo annað mál að við hljótum að hafa leyfi til að hafa á því skoðun hvort okkur finnist vera langt eða stutt til Eyrarbakka – og hlýtur sú skoðun að vera háð því við hvað hver og einn miðar. Þetta minnir á að sú spurning er sígild þegar ákvarðanir eru teknar eða afstaða mótuð til mála, hvar draga eigi mörkin á milli vilja og þekkingar.<br /> <br /> Þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var keyrður til niðurstöðu á Alþingi árið 1993 vildu öll helstu almannasamtök landsins fá að kjósa um hann í þjóðaratkvæðagreiðslu og þúsundum undirskrifta var safnað í þeim tilgangi að knýja á um að svo yrði. En allt kom fyrir ekki. Þáverandi ríkisstjórn sagði að almenningur hefði ekki vit á svo flóknum samningum, það yrði að láta þingmenn sem aflað hefðu sér þekkingar og væru orðnir sérfróður um málefnið – taka um það ákvörðun. Og þar við sat.<br /> <br /> Um þetta leyti urðu mannaskipti á forsetastól Alþýðusambandsins. Þá gat að líta í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins annað skýrt dæmi um ofurtrú<span>&#160;</span> á tæknihyggju. Þaning var að framlenging á svokölluðum Þjóðarsáttarsamningum var í burðarliðnum og talsverður urgur kominn í margan manninn. Fráfarandi forseti ASÍ var hins vegar á svipaðri bylgjulengd og ríkisstjórnin og Morgunblaðið og sagði höfundur Reykjavíkurbréfs að fráfarandi alþýðuforingi talaði af miklu viti enda gæti hann það því hann væri á förum úr embætti og fyrir bragðið ekki háður vilja umbjóðenda sinna! Þarna var nánast sagt að æskileg eða rétt niðurstaða og lýðræðislegur vilji gætu ekki átt samleið. Með öðrum orðum, þekking og lýðræði stönguðust á – væru beinlínis andstæður.<strong><br /> <br /> </strong>Ef<span>&#160;</span> litið er til mannkynssögunnar þá hafa menn alltaf annað veifið trúað því að þeir væru að höndla sannleikann – og stundum hafa þeir talið sig hafa náð á honum tökum af vísindalegri nákvæmni, samanber í Sovétríkjunum sálugu þar semsérstakir hugmyndafræðingar höfðu það hlutverk að kveða upp úr um hvað væri rétt og hvað væri rangt. Slíkir aðilar gefa að sjálfsögðu lítið fyrir skoðanir – það hljóti meira að segja vera sannleikanum til framdráttar að útrýma því huglæga úr tilverunni. Ekki má gleyma því í þessu samhengi að ólíkum hagsmunum fylgja ólík sannindi.<br /> <br /> En áður en ég segi skilið við þessi fystu ár tíunda áratugar síðustu aldar og til að botna þessa frásögn vil ég minnast reynslu minnar innan BSRB þar sem ég þá gegndi formannsstöðu. Á þessum tíma lét BSRB útbúa upplýsingaefni um hið Evrópska efnahagssvæði þar sem greint var frá ýmsum fullyrðingum um meinta kosti og galla aðildar að EES. Á þessum tíma vorum við harla vongóð um að við næðum því fram að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn og þannig hugsuðu margir. Og viti menn. Við þessa tilhugsun var sem þjóðfélagið lifnaði. Umræða sem árum saman hafði verið einskorðuð við sérfræðinganefndir varð nú þjóðarinnar allrar. Fólk spurði og leitaði svara; fólk vildi læra á umhverfi sitt, þekkja allar hliðar, alla möguleika og kosti til að átta sig á hvað best væri til ráða. Það mætti orða það svo að fólk hafi viljað vita hve langt væri til Brussel í kílómetrum talið, og einnig í metrum og sentimetrum til þess að geta haft á því skoðun hvort og með hvaða hætti það vildi halda þangað.<br /> <br /> Þarna kom í ljós að þegar lýðræðið verður virkt og lifandi, leita menn þekkingar til að grundvalla skoðanir sínar á. Í umræðunni mátti sjá sterkar vísbendingar um að ákvarðanir sem grundvallast á þekkingu og ákvarðanir sem grundvallast á lýðræði þurfa ekki að stangast á. Þvert á móti, þegar þetta tvennt kemur saman verður til uppbyggjandi afl, og fyrir vikið verður samfélagið allt stekrara og öflugra.<br /> <br /> Þegar Íslendingar unnu sjálfstæði sitt, þá var það því að þakka að vakning varð með þjóðinni, hún tók af lífi og sál þátt í umræðu um nútíð sína og framtíð. Að sönnu var samfélagið að mörgu leyti einfaldara í þá daga en það er nú, en hitt hefur ekki breyst að okkar litla samfélag þarf á því að halda að við leggjumst öll á árarnar og séum öll með á nótum, skiljum umhverfi okkar og allt sem það hefur upp á að bjóða.<span>&#160;</span> Þannig virkjum við best þá krafta sem búa með okkur.<br /> Ég hef lengi haldið fram þeirri kenningu að stjórnmál snúist ekki um stjórnmálaflokka nema þá helst að því leyti að stjórnmálaflokkum hættir til að fangelsa hugarfarið, beina athyglinni frá stefnumálum og að hinum stofnanavædda þætti stjórnmálanna. Þannig var hægri bylgjan í byrjun níunda áratugarins, sem byrjaði að rísa í tíð þeirra Thatchers og Reagans, ekki fólgin í því að hægri flokkar yrðu stærri. Hún fólst í því að allir flokkar urðu hægri sinnaðri, allt stofnanaveldi samfélagsins, verkalýðskontórar ekkert síður en atvinnurekendakontórar fóru að hugsa í markaðslausnum; hinum félagslegu lausnum var ekki hleypt að, upp á þær var ekki lengur boðið – og er reyndar svo enn þótt gleðileg teikn megi sjá um breyttar áherslur í þankagangi samfélagsins, í tíðarandanum.<br /> <br /> Tíðarandinn er viðfangsefni stjórnmálanna. Hann skiptir miklu meira máli en gengi einstakra stjórnmálaflokka. Ég er þannig sannfærður um að fyrir fjörutíu árum hefðu hægri sinnaðir handhafar peningafrjálshyggjunnar ekki komist upp með sín verstu verk sem hrint var alltof auðveldlega í framkvæmd á undangengnum árum. Tíðarandinn hefði ekki leyft það.<br /> Og að sama skapi er ástæðan fyrir því að peningafrjálshyggjan komst þó ekki lengra en raunin varð á síðustu árum með velferðarkerfið í átt til einkavæðingar, sú, að almenningur leyfði það ekki. Þrátt fyrir allan áróðurinn stríddi markaðsvæðing á þessu sviði gegn almennum viðhorfum í samfélaginu; gegn hinum óskrifuðu grunngildum.<br /> Í mínum huga er baráttan um tíðarandann hin raunverulega pólitíska barátta. Það er barátta eða viðleitni til að hafa áhrif á það hvernig við hugsum, hvaða lausnir við viljum, hvernig við viljum skipuleggja þjóðfélagið, hvað við leyfum stjórnmálamönnum að framkvæma og hvað við beinlínis óskum eftir að þeir geri.<br /> <br /> </p> <p>Ég andmæli þeirri skoðun að lýðræði í of stórum skömmtum leiði til ranglætis og bendi á að ástæðuna fyrir félagslegu ranglæti, hvort sem er í Sviss eða einstökum fylkjum Bandaríkjanna tel ég vera aðra en beina ákvarðanatöku almennings, held hún hafi meira með stöðu þjóðfélagsmála almennt að gera, óháð formlegu lýðræðislegu valdi. Skýringuna er að finna í viðhorfum í þjóðfélaginu, tíðarandanum. Ef hann er ekki innstilltur til varnar velferðinni þá mun velferðin eiga erfitt uppdráttar hvort sem er í almennri atkvæðagreiðslu eða í fulltrúalýðræði.<br /> <br /> Hins vegar skulum við ekki fara í grafgötur með að í framkvæmd lýðræðis er ekki allt slétt og fellt. Þar er að finna togstreitu af ýmsu tagi. Þannig er í rauninni ekkert undarlegt að stofnanakerfi stjórnmálanna sé efins um beint lýðræði. Ástæðan er sú að margir stjórnmálamenn líta á beint lýðræði sem ógn við tilveru sína. Beint lýðræði komi til með að fækka<span>&#160;</span> þeim viðfangsefnum og ákvörðunum sem þeir eru nú einir um. Síðan er það að sjálfsöfgðu hitt að krafan um almenna atkvæðagreiðslu er oftar en ekki sett fram vegna óánægju með ákvarðanir eða ákvarðanaleysi stjórnmálamanna. Krafan um almenna atkvæðagreiðslu verður þannig auðveldlega skilin af þeirra hálfu sem vantraust á þá og án efa er oft nokkuð til í því.<br /> <br /> Annað sem getur valdið togstreitu er hvaða lýðræðisheild eigi að taka ákvörðun um hvaða viðfangsefni. Taka Reykvíkingar einir ákvörðun um framtíð Reykjavíkurflugvallar? Á þjóðin öll að koma að því máli? Hvað með Jökulárnar í Skagafirði, Landmannalaugar, Gullfoss eða Grímsstaði á Fjöllum? Hver á að hafa ákvörðunarvaldið yfir þessum stöðum, þeir sem hafa einkaeignarrétt á hendi, sveitarfélög, þjóðin öll? Hvar skarast réttur fjármagns og lýðréttinda?<br /> Að lokum langar mig til að víkja að spurningunni um rétt og skyldur okkar sem þjóðfélagsþegna í þessu samhengi. Gætum við leitt allt þetta argaþras hjá okkur? Haldið okkur í eigin heimi og látið aðra um hituna? Að sjálfsögðu getum við það. Ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm um frelsi einstaklingsins hljótum við að virða rétt hans til þátttökuleysis. Gleymum þó ekki hvatningarorðum þeirra Jean Paul Sartre og Stefane Hessels um hina einstaklingsbundnu og sammannalegu ábyrgð. Munum að með afskiptaleysi afsölum við okkur rétti til að gagnrýna það samfélag sem við búum í.<br /> <br /> Einu sinni var ég á ferð í Helsingfors í Finnlandi.<span>&#160;</span> Ég var í flughafnarrútunni árla morguns<span>&#160;</span> á förum frá borginni. Enginn var á ferli í morgunnepjunni nema einmana gamall drykkjumaður. Hann hallaði sér að útikamri sem þarna var og meig utan í hann. Inn í sjálfan kamarinn komst hann ekki því þá hefði hann þurft að hafa evru sem hann að öllum líkindum átti ekki. Tvær spurningar komu upp í hugann. Í fyrsta lagi, hefur þessi maður rétt á að míga þar sem hann lystir? Í öðru lagi, skyldi hann eiga kröfu á samfélagið um að sjá sér fyrir fríum kamri? Niðurstaða mín þessa morgunstund var sú, að maðurinn ætti ekki sjálfkrafa kröfurétt á samfélagið. Ef hins vegar samfélagið vildi ekki hafa fólk mígandi á torgum úti, ef samfélagið vildi yfirleitt ekki að gamlir drykkjumenn væru settir út á guð og gaddinn þá hefði það <strong>skyldur</strong> gagnvart þeim. Þessar hugleiðingar eina morgunstund í Helsingfors breyta ekki því að allir menn hvernig sem þeir eru á sig komnir eiga kröfu til grundvallarmannréttinda. En fyrrnefnd hugsun er engu að síður í ætt við þær áherslur fatlaðra sem ég heyrði einu sinni svo vel fram settar af talsmanni fatlaðara á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og voru á þá leið að vilji samfélag teljast mannréttindasamfélag þá<span>&#160;</span> verði það að uppfylla <strong>skyldur</strong> sínar gagnvart þörfum fatlaðra – annars rísi samfélagið ekki undir því sæmdarheiti að geta kallast mannréttindasamfélag.<br /> <br /> Það er þarna sem ég finn samhjóminn við Sartre og Hessel um skyldur okkar allra til að rækja samfélagslegt og sammannlegt hlutverk okkar. Lýðræði er ekki eitthvað sem við fáum sem sérstök fríðindi – lýðræði er í þessum skilningi samfélagsleg skylda.<br /> <br /> </p> <p>Ég vitnaði í lýðræðisbaráttu fyrri alda á milli konungssinna og þingræðissinna, sem lauk með sigri þingræðissinna. Nú á sér stað hliðstæð barátta milli þingræðissinna og lýðræðissinna, sem vonandi lýkur með sigri lýðræðissinna. Verkefnið nú er að tryggja framgang lýðræðisins og búa því traustan og framsækinn lagalegan ramma. En minnumst þess að ekkert kerfi er eilíft. Til að lýðræðið lifi þarf stöðugt að næra það og gæða það lífi. Vandinn mun síðan í framtíðinni sem hingað til, felast í því að varðveita og verja lýðræðið, jafnvel fyrir yfirlýstum vinum þess.<br /> <br /> <br /> </p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-07-01 00:00:0001. júlí 2011Ávarp á 50 ára afmælisráðstefnu embættis ríkissaksóknara

<p><strong>Ávarp Ögmundar Jónassonar á 50 ára afmælisráðstefnu embættis ríkissaksóknara<br /> </strong></p> <p>&nbsp;&nbsp;</p> <p>Góðir fundargestir.</p> <p>Ég óska embætti ríkissaksóknara og starfsmönnum þess og reyndar okkur öllum til hamingju með hálfrar aldar afmælið. Þetta er ekki löng saga en ég hygg að við getum öll verið sammála um að hún er vörðuð ýmsum merkum áföngum og enn eru breytingar í farvatninu enda höfum við ærin tilefni til endurmats á skipulagsformum réttarkerfisins í samræmi við krefjandi kröfur samtímans.&nbsp;</p> <p>Þjóðfélagið er allt á hreyfingu. Atvinnustarfsemi, rannsóknarstarf, nýsköpun, menntun, heilbrigðisþjónusta og fjármálastarfsemi – allar þessar greinar verða sífellt flóknari og krefjast stöðugs endurmats, sífelldrar endurmenntunar og aukinnar sérfræðiþekkingar. Þetta á ekki síst við um réttarkerfið.</p> <p>Ísland er öfgafullt dæmi um örar og ágengar breytingar. Bankahrunið á Íslandi á að hluta rót að rekja til alþjóðavæðingar fjármagns og markaða og er auk þess hluti af einkavæðingar- og nýfrjálshyggjufári sem gengið hefur yfir heiminn allan frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar og fram á þennan dag með sýnilegum afleiðingum aukinnar misskiptingar og óstöðugleika. Ekki er séð fyrir endann á afleiðingum þessarar þróunar sem birtast okkur í átökum um grundvallargildi; baráttu á milli fjármagns og séreignarréttar annars vegar og mannréttinda hins vegar. Hvernig forgangsraðar þjóðfélag í kreppu, stendur það vörð um þá sem <em>„eiga“</em> eða hina sem <em>„ekkert eiga</em>“? Hvor er rétthærri öryrkinn og hinn atvinnulausi eða fjármagnseigandinn? Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svarar á sinn hátt, ég á minn.<br /> <br /> Annars er alhæfingartal af þessu tagi varasamt. Þannig á alþjóðavæðing sínar góðu hliðar – gerir viðskipti og samskipti öll auðveldari og markvissari. Þótt óbeisluð markaðshyggja hafi reynst varasöm þá er markaðurinn góðra gjalda verður til síns brúks og ekki fordæmi ég, nema síður sé, einkaframtak í samfélaginu eða heiðarlega atvinnurekendur og kaupsýslumenn. Það sem hins vegar gerðist í ölduróti undangeginna ára er að samhliða því að losað var um markaðsböndin átti sér stað ákveðin <em>afsiðun</em>, allt varð nú leyfilegt, <em>„græðgi er góð“,</em> sagði Margrét Thatcher, <em>„ég á það, ég má það“</em> sagði íslenskur kaupsýslumaður. Og það sem hann taldi sig <em>mega gera</em> er nú viðfangsefni sérstaks saksóknara efnahagsbrota.</p> <p>Allt í einu stöndum við frammi fyrir erfiðum spurningum eins og mörkum lögbrota og siðleysis. Er siðleysi ólöglegt? Ef menn lána af ábyrgðarleysi, er það löglegt? Hvenær er farið yfir þau mörk að það verði ólöglegt? Fræg að þessu leyti eru mál er varða rétt lántakenda – lenders liability – í Enron gjaldþrotinu þar sem virðulegir bankar á borð við Royal Bank of Scotland, Royal Bank of Canada,&nbsp;Canadian Imperial Bank of Commerce,&nbsp;The Toronto-Dominion Bank,&nbsp;JPMorgan Chase,&nbsp;Credit Suisse, Merrill Lynch, Fleet Bank, Barclays og Deutsche Bank samþykktu að lokum að greiða skaðabætur vegna viðskipta sinna við félagið. Allir máttu þeir játa á sig aðild að svikum, trúnaðarbrotum og Citibank var stefnt fyrir að hafa, þrátt fyrir vitneskju um refsiverða háttsemi stjórnenda Enron, aðstoðað félagið við að setja upp sérstök eignarhaldsfélög í því skyni að ofmeta tekjur og eignir, en vanmeta skuldir. Þetta segir ekki aðeins sína sögu um framferði stórbankanna heldur minnir þetta okkur einnig á landamæri laga og siðferðis. Hér veit ég að margir lögspekingar myndu hvetja til varfærni í skilgreiningum. En ég spyr samt: Er þátttaka Goldman Sachs í hruni Grikklands ólöglegt atæfi eða í fullu samræmi við lög? Thomas More sagði í Utópíu sem hann gaf út 1516 að fljótlegasta leiðin til að fækka lögbrotum væri að fækka lögunum. Allt er þetta leikur að orðum í bland. Með góðum og vel hugsuðum lögum stefnum við ekki að því að að banna heldur að því að tryggja siðað samfélag. Og ef lögin megna ekki að tryggja siðað samfélag þá erum við í vanda.</p> <p>Lýðræðislegt vald býr við stöðugan þrýsting af hálfu hagsmuna stórfyrirtækja og sterkra hagsmunahópa og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fordæmisgefandi dóma hafa haft æ róttækari áhrif á sjálfa samfélagsgerðina. Lög sem sprottin eru af hinu lýðræðislega valdi eru túlkuð af dómstólum og samspil áhrifa stjórnarskrár, alþjóðasamninga og laganna sjálfra leiða æ oftar til niðurstöðu sem enginn vildi og enginn sá fyrir.</p> <p > Ég minnist þess að þegar þjónustutilskipun Evrópusambandsins (Social service directive)<span></span> var samþykkt fyrir fáeinum árum eftir áralangt tog á milli félagshyggjufólks og frjálshyggjumanna þá fögnuðu báðar fylkingar sigri því báðar höfðu þær fundið syllu til að standa á í málaferlum framtíðarinnar um túlkun tilskipunarinnar. Á þennan heim erum við Íslendingar minntir þessa dagana þegar fulltrúar Efta-dómstólsins segja okkur nú í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum að til standi að dómstóllinn kanni hvort það standist lög og regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis að almeninngur sem á orkufyrirtækin á Íslandi hefði haft rétt á því að veita fjármagni úr opinberum sjóðum inn í fyrirtæki sín. Áhöld séu um að þetta standist markaðslögmál Evrópusambandsins! Lýðræðið – vilji almennigs – er þannig dreginn í efa. Ég spyr: Hvert erum við eiginlega að halda?</p> <p>Hvað afmælisbarnið varðar – embætti Ríkissaksóknara þá – hefur það ekki farið varhluta af hræringum undangenginna ára og missera. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er að við erum í hringiðu breytinga sem við getum öll haft áhrif á. Við höfum þurft að endurskoða og endurskipuleggja ýmsa þætti og nú síðast vegna mögulegra fjármálamisferla sem komið hafa til rannsóknar í kjölfar hruns fjármálkerfisins og grunsemda um misferli í tengslum við það.</p> <p>Embætti sérstaks saksóknara tók til starfa í ársbyrjun 2009 og hefur til rannsóknar fjölmörg mál. Með breytingum á lögum um sérstakan saksóknara sem samþykktar voru á Alþingi í&nbsp; júní síðastliðinn var ákveðið að verkefni efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra skyldu færð til embættis sérstaks saksóknara. Við sjáum hins vegar fyrir okkur mun umfangsmeiri skipulagsbreytingar á komandi árum sprottnar af þessari sömu rót.</p> <p>Rannsókn efnahagsbrota krefst sérhæfðrar og sérstakrar þekkingar og hef ég í samræmi við það lagt til að skipuð verði nefnd sérfróðra manna að höfðu samráði við hlutaðeigandi ráðuneyti til að endurskoða skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum og gera tillögur að heildarskipulagi slíkra rannsókna innan einnar stofnunar. Tilgangurinn er sá að gera þau verkefni markvissari og skilvirkari og að tryggja sem besta nýtingu fjármuna sem fara til þessa málaflokks. Skal nefndin hafa til hliðsjónar skipan efnahagsbrotarannsókna annars staðar á Norðurlöndum.</p> <p>Af þessu má sjá að þróun og breytingar standa enn fyrir dyrum á skipan saksóknar og rannsóknar á efnahagsbrotamálum hér á landi.</p> <p>Öll skipulagsform má bæta og þurfa stöðugt að sæta endurmati í ljósi breyttra tíma. Dóms- og réttarkerfi er þó þess eðlis að fara ber með fullri gát og stíga yfirvegað til jarðar. Á þessu sviði eiga heljarstökkin ekki við. En við megum aldrei sofna á verðinum og verðum sífellt að halda uppi umræðu og rökræðu um hvernig við skipum málum. Við höfum oftlega horft til nágrannalanda þegar við þurfum að endurskoða og endurmeta hlutina. Við erum í norrænu, evrópsku og alþjóðlegu samstarfi til að læra af öðrum og miðla og það á ekki síst við um lögreglu- og dómsmál.</p> <p>Þess vegna notum við þetta hátíðlega tækifæri hér og nú til að efna til faglegrar umræðu um hvað við getum lært og hvað við getum kennt.</p> <p>Ég vil að lokum endurtaka hamingjuóskir með afmælið og veit að hér á eftir að fjalla um fjölmargar hliðar á ákæruvaldinu og hlutverki þess og framtíð.</p> <p><strong>&nbsp;</strong></p> <ul> <li><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2011/07/01/Fimmtiu-ara-afmaelisradstefna-embaettis-rikissaksoknara/">Sjá einnig frétt hér á vef ráðuneytisins.</a></li> </ul> <p><strong>&nbsp;</strong></p> <p><strong>&nbsp;</strong></p> <strong><br /> </strong>

2011-05-06 00:00:0006. maí 2011Afreksverk Öryrkjabandalagsins - ávarp á hálfrar aldar afmæli

<p>&#160;</p> <h3 align="center">AFREKSVERK ÖRYRKJABANDALAGSINS<br /> Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra&#160;á hálfrar aldar afmæli Öryrkjabandalags Íslands 5. maí &#160;2011</h3> <h3 align="center">&#160;</h3> <p align="left">Það er mér heiður að ávarpa Öryrkjabandalag Íslands á hálfrar aldar afmæli bandalagsins.</p> <p><br /> Öryrkjabandalag Íslands hefur alla tíð skipað heiðurssess í huga mínum. Ekki bara vegna þess að ég er almennt mjög sammála áherslum bandalagsins, baráttumarkmiðum þess og hugsjónum. Og heldur ekki vegna þess að ég hafi í áranna rás bundist traustum félagslegum böndum og í sumum tilvikum vinaböndum við margt helsta forsvarsfólk ÖBÍ. Þetta er þó veruleikinn. Sumum hef ég kynnst á vettvangi verkalýðsbaráttu, öðrum á vettvangi stjórnmálanna og enn öðrum annars staðar.</p> <p><br /> Öryrkjabandalag Íslands skipar heiðurssess í mínum huga vegna þess að mér finnnst bandalagið vera afrek í sjálfu sér, samansett af gerólíkum félögum og félagasamtökum en sem eiga eitt sameiginlegt. Og það er að berjast fyrir mannréttindum allra þegna samfélagsins. Ég veit hvað það þýðir og hvað það getur kostað í málamiðlunum og hve mikið getur reynt á, svo mismunandi stéttarfélög haldist saman sem ein heild. Mér er hugsað til BSRB. Mér er hugsað til BHMR. Mér er hugsað til ASÍ.</p> <p><br /> Miklu erfiðara hlýtur það að vera að halda félags-fjölskyldufriðinn þegar aðildarfélögin eru byggð á mismunandi grunni. Öryrkjabandalagið er bandalag mjög ólíkra félaga sem hafa það hlutverk að verja félagsmenn sína sem eiga það þó sameiginlegt að þurfa á vörn að halda. Örykjabandalagið er þannig, í vissum skilningi, vörn um veikleika.</p> <p><br /> En hvernig má það þá vera að í huga okkar er Örykjabandalagið hið gagnstæða: Sterk samtök, öflug brjóstvörn – ímynd styrkleika en ekki veikleika?<br /> <br /> Þegar postular peningafrjálshyggjunnar fóru að láta að sér kveða af alvöru á nýjan leik – enda kenndir við ný-frjálshyggju – upp úr 1980 predikuðu þeir einkavæðingu á öllum sviðum. Við munum hann Friedman.</p> <p><br /> Ein útfærslan til að ná fram markmiðum ný-frjálshyggjunnar var að tala fyrir því að færa öll félagsleg viðvik á vegum hins opinbera til reiknings og til bókar – segja okkur hvað allt kostaði, helst upp á krónu og aura. Þannig var fundið út hvað barnaskólakennsla kostaði á hvern nemanda og sjúkrahúslega og síðan að sjálfsögðu aðhlynning fatlaðs einstaklings.</p> <p><br /> Nýfrjálshyggjan sagði: Látið fólkið, látið hvern og einn fá þessa peninga og viðkomandi ræður síðan sjálfur hvernig hann eða hún ver þeim. En gætið að einu: Öll þjónusta verður að vera á forsendum markaðar og byggð á slíkum útreikningum og þannig kostnaðarmati.</p> <p><br /> Í upphafi tíunda áratugarins var hafist handa um að hrinda þessari hugmyndafræði í framkvæmd og minnist ég þess þegar settar voru upp sjóðsvélar á heilsugæslustöðum og okkur sagt að þær, ásamt ýmsu öðru sem þá var kynnt til sögunar, væri gagngert hugsað til að auka kostnaðarvitund notenda innan velferðarþjónustunnar. Ekki læknanna sem þjónustuna veita heldur sjúklinganna sem hennar njóta!</p> <p><br /> Af þessum sama meiði voru „vasafjárlögin“, smárit í vasabókarformi sem gefið var út rétt undir aldamótin. Þar gat fatlaður maður flett því upp hvað hann kostaði samfélagið, þ.e. skattgreiðendur.<br /> <br /> Almennt þótti þetta ekki góð pólitík. Enda höfðum við ýmis reynsludæmi að styðjast við vestan Atlantsálanna og einnig hér á landi þar sem almannatryggingar eða ríkis- eða sveitarsjóðir greiddu lágmarkið hans Miltons Friedmans, langt undir raunverulegum kostnaði, en notandinn þurfti síðan að greiða þar ofan á til að hafa upp í raunverulegan kostnað. Efnahagur var þar með farinn að skipta máli hvað varðar aðgang að velferðarþjónustunni. Sem betur fer hafa Íslendingar alla tíð hafnað slíku.<br /> <br /> En á þessu máli er til önnur og miklu skaplegri hlið. Og henni höfum við fengið að kynnast frá talsmönnum notendastýrðrar þjónustu fyrir fatlaða. Notendastýrð þjónusta byggist á því að þeim sem þjónustunnar á að njóta er í sjálfsvald sett hvernig hann beinir henni að eigin skapi og þörfum og eigin vilja en þarf ekki lengur að lúta ákvörðunarvaldi annars fólks, þess vegna ágætis fólks, hins prýðilegasta fólks, velviljaðs og sérhæfðs fólks – en annars fólks.<br /> <br /> Mér er sagt að í öllum trúarbrögðum sé að finna regluna gullnu sem við þekkjum úr kristinni trú – „það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Ég sat um daginn fund með fulltrúum frá notendastýrði þjónustu og eftir því sem ég hlustaði meira hugsaði ég: Ef ég byggi við alvarlega hreyfihömlun eða fötlun og þyrfti að reiða mig á aðra þá myndi ég vilja láta tala mínu máli á þann hátt sem þarna var gert. „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður....“</p> <p><br /> Nálgunin var sú að skýra það fyrir mér að þetta snérist ekki bara um frelsi og sjálfsforræði þeirra einstaklinga sem í hlut eiga heldur að samfélaginu öllu. Mér var gert skiljanlegt án þess að þau orð væru beinlínis notuð að vildi samfélagið skilgreina sig sem mannréttindaþjóðfélag þá yrði það að tryggja öllum þegnum sínum þau réttindi sem við viljum öll hvert og eitt sjálf búa við, „...það skuluð þér og þeim gjöra.“</p> <p><br /> Í þessari heimsókn – á þessum fundi – &#160;fannst mér birtast í hnotskurn réttindabarátta Öryrkjabandalagsins í finmmtíu ár. Bandalagið hefur beitt sér fyrir réttindum félagsmanna sinna, oft á tíðum í miklum mótvindi. En afreksverkið er að snúa samfélaginu öllu til skilnings á sínum eigin skyldum vilji það á annað borð rísa undir sæmdarheitinu mannréttindaþjóðfélag. Hægt og bítandi er þessi hugsun að fá meiri hljómgrunn.</p> <p><br /> Þannig hefur Öryrkjabandalag Íslands breytt okkur öllum til betri vegar, hvar í félögum og bandalaögum sem við stöndum.</p> <p><br /> Öryrkjabandalagið hefur lagt þung lóð á vogarskálarnar til að gera Ísland að mannréttindasamfélagi, og þar með betra þjóðfélagi til að fæðast inn og búa í.<br /> Fyrir þetta vil ég þakka.</p> <p><br /> Ég færi Öryrkjabandalagi Íslands baráttukveðjur og óskir um að halda áfram á sömu braut – og – að bandalagið haldi haldi áfram að yngjast í andanum með hækkandi aldri.<br /> <br /> </p> <p>&#160;</p>

2011-05-03 00:00:0003. maí 2011Ávarp við setningu prestastefnu 3. maí 2011

<p align="center"><strong>Prestastefna sett 3. maí 2011<br /> </strong></p> <p align="center"><strong>Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í hátíðarsal Háskóla Íslands</strong></p> <p><br /> Ég færi Prestastefnu kveðjur ráðuneytis kirkjumála og óskir um velfarnað í starfi og fagna því að hún skuli vera sett hér í hátíðarsal Háskóla Íslands sem á aldarafmæli á árinu. Ég vil jafnframt í upphafi máls míns þakka kirkjunni fyrir allt það góða sem hún hefur látið af sér leiða í tímans rás.</p> <p><br /> Ég segi að ég þakki kirkjunni og er ég þá vissulega að þakka henni sem stofnun en þó fyrst og fremst að vísa í hana sem samfélag, hreyfingu og vekjandi afl, bæði andlegt og félagslegt.</p> <p><br /> Samkvæmt mínum skilningi á eðli og inntaki kristinnar trúar er boðskapur hennar róttækari en nokkur pólitík: Hann felur í sér afdráttarlausa kröfu um grundvallar uppstokkun og stöðuga endurskoðun á því verðmætamati sem almennt viðgengst í mannlegu samfélagi varðandi auð, stöðu og virðingu.</p> <p><br /> Þegar íslenskt þjóðfélag stendur á krossgötum er við hæfi að Prestastefna sé kölluð saman undir þessum formerkjum, Kirkjan á krossgötum, til að ræða stefnur og strauma innan kirkjunnar og utan.</p> <p>Hin frjóa umræða sem farið hefur fram á undanförnum mánuðum og misserum, ekki síst af hálfu kirkjunnar manna, um stöðu kristinnar trúar í íslensku samfélagi og stöðu kirkjunnar sem þjóðkirkju er um margt mjög eftirtektarverð. Þannig minnti séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum í Kjós okkur á það í blaðagrein í september síðastliðnum, að helstu mótendur íslenskrar trúarhefðar, þeir séra Hallgrímur og meistari Vídalín, hefðu farið sparlega með hugtakið „kirkja“ í ræðu og riti. Það hugtak hafi ekki komið fyrir í Passíusálmunum og í&#160; Postillunni hafi Vídalín verið tamara að tala um „kristna menn“ og „kristindóminn“ eða til hátíðabrigða um „... Guðs kirkju í mannanna hjörtum.“</p> <p>„Þeir voru nær,“ segir séra Gunnar, „hinum lúthersku rótum trúarmenningar þjóðarinnar sem forðaðist stofnanavæðingu trúarinnar og einnig miðstýringu trúarsamfélagsins. Þetta er umhugsunarvert“, bætir hann við, „á tímum þegar íslenska þjóðkirkjan siglir úfinn sjó; og orðræðan beinist að kirkjunni sem stofnun.“</p> <p><br /> Kynni mín af kirkjunni eftir að ég komst á fullorðinsaldur voru ánægjuleg og einmitt á þá lund að kirkjunni tókst að hefja sig yfir sjálfa sig sem stofnun ef þannig má að orði komast. Þetta var meðal annars að tilhlutan Hjálparstofnunar kirkjunnar þegar Guðmundur Einarsson og séra Gunnlaugur Stefánsson, nú prestur í Heydölum, stóðu þar í stafni.</p> <p>Sem sjónvarpsfréttamaður ferðaðist ég með fulltrúum hjálparstarfsins til Póllands og til Eþíópíu í Afríku og kynntist þar því mikla og óeigingjarna starfi sem fulltrúar íslensku kirkjunnar, séra Bernharður Guðmundsson og fleiri góðir menn, höfðu unnið og svo einnig til Norður-Pakistans, upp undir landamærin að Afganistan. Þar er iðkuð islamstrú, sem kunnugt er, og í sínu strangasta formi, en þó einnig önnur afbrigði Islams og öllu frjálslyndari. Hinir íslensku starfsmenn Hjálparstofnunar kirkjunnar spurðu aldrei um trú manna eða þegar þeir réttu þurfandi fólki hjálparhönd.</p> <p>Stoltastur hef ég verið af íslensku þjóðkirkjunni þegar henni hefur tekist að hefja sig yfir sjálfa sig með þessum hætti og nefni ég þar samstarf sem hún hefur átt við aðrar trúarhreyfingar innan lands og utan. Minnist ég þess þegar biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson og trúarleiðtoginn frá Tíbet, Dalai Lama, efndu til sameiginlegrar trúar- og hugleiðslusamkomu í Hallgrímskirkju árið 2009.</p> <p><br /> Margt eiga kirkjan og stjórnmálin sameiginlegt. Að því leyti skarast kirkjan og stjórnmálin að hlutverk kirkjunnar hefur ávallt verið að standa hina spámannlegu vakt – hina veraldlegu réttlættisvakt – í samfélaginu; með því að halda að okkur hinum siðrænu gildum eins og Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, minnti okkur á í Dómkirkjunni á mjög áhrifaríkan hátt. Hvað umgjörð áhrærir kann einnig að vera sumt sem er skylt með kirkjunni og stjórnmálunum.</p> <p>Þannig er ég sannfærður um að íslenskt stjórnmálalíf stendur á krossgötum ekkert síður en kirkjan telur sig gera. Á vettvangi stjórnmálanna þykir mér margt benda til þess að stofnanakerfið – það er að segja stjórnmálaflokkarnir – muni meira og minna riðlast á nýrri lýðræðisöld. Fólk kann áfram að vilja skipa sér í fylkingar og flokka og eflaust að einhverju marki heyra stofnunum til, en sú samstaða sem fólk kemur til með að vilja sjá, mun snúa að markmiðum og<span>&#160;</span> að boðskap en ekki stofnunum. Það verður með öðrum orðum ekki spurt um stuðning við flokk heldur við stefnu og við hugsjón.</p> <p><br /> Fólk mun spyrja fyrir hvað stendurðu, hver eru þín markmið og boðskapur, en ekki í hvaða stjórnmálaflokki ertu, hvaða stofnun heyrir þú til. Þetta verður <strong>Siðbótarkrafan</strong> í íslensku stjórnmálalífi á nýrri öld og í samfélaginu almennt og mun án efa taka til kirkjunnar sem stofnunar einnig.</p> <p>En kirkjan hefur alla burði til að standa hér vel að vígi ef hún er köllun sinni trú. Til kirkjunnar eru gerðar miklar kröfur og án efa þykir mörgum kirkjunnar mönnum þær stundum vera ósanngjarnar. Á því er þó sú jákvæða hlið að kröfur á hendur einstaklingum og stofnunum eru oftar en ekki í réttu hlutfalli við þær væntingar sem fólk hefur til þeirra og þar með þeirrar virðingar sem þær njóta.</p> <p><br /> Þegar allt kemur til alls er gerð til kirkjunnar krafa um hið ómögulega: Hún á að vera hafin yfir gagnrýni, jafnframt því sem reist er sú krafa á hendur henni að hún sé siðvæðandi og ögrandi afl; að hún veki okkur til vitundar um mennsku okkar. Hér er komin sú mótsögn sem kirkjan sem stofnun þarf að glíma við. Annars vegar á hún að vera ímynd stöðgleika, óbifanleg, áreiðanleg og óumdeilanleg, en á hinn bóginn er gerð sú krafa að hún hreyfi við okkur, veki okkur til lífsins með afgerandi hætti. Í þessum skilningi yrði afstöðuleysi og íhaldsssemi kirkjunnar storkandi í neikvæðum skilningi. Kristur fórnaði öllu til að vekja manninn til vitundar um mennsku sína. Hann óttaðist ekki höfnun en var hafnað, var negldur á kross frammi fyrir spillingu samfélagsins. Hið veraldlega vald bauð honum sættir en hann vildi ekki gera sátt við spillingu heimsins.</p> <p><br /> Boðendum kristinnar trúar er vandi á höndum. Þeir þurfa að þræða hinn gullna veg. <strong>Ekki á milli staðfestu og ögrunar. Heldur þurfa þeir að vera staðfastir og ögrandi í senn.<br /> </strong>Sem slíkir eiga þeir erindi við okkar samtíð. <strong>Kannski meira einmitt nú en í langan tíma.</strong><br /> <br /> Sem stofnun hefur kirkjan þurft að sæta miklum niðurskurði eins og aðrar stofnanir í samfélagi okkar. Því miður sér enn ekki fram úr þeim þrengingum sem við er að stríða. Án þess að ég vilji gefa nokkur fyrirheit um framhaldið – reyndar er boðaður niðurskurður á komandi ári – þá vil ég engu að síður bjóða kirkjunni að tilnefna tvo fulltrúa í starfshóp með fulltrúum innanríkisráðuneytisins sem meti hvaða áhrif niðurskurðurinn hefur haft á starfsemi kirkjunnar og hverjar yrðu afleiðingarnar ef haldið yrði áfram á þessari braut. Þar með er ég að bregðast við ákalli biskups sem lýst hefur þungum áhyggjum yfir stöðu mála í formlegu erindi til mín sem ráðherra kirkjumála.</p> <p>Ég er meðvitaður um ábyrgð mína sem aðili að framkvæmda- og fjárveitingarvaldi. Mitt hlutverk er meðal annars að halda til haga hagsmunum skattgreiðenda og ríkissjóðs en við sem höfum þetta verkefni með höndum þurfum jafnframt að vera meðvituð um afleiðingar gerða okkar.<br /> </p> <p><br /> </p> <p>Ég nefni sem dæmi um afleiðingar niðurskurðarins að starf vímuvarnaprests hefur verið lagt niður þótt sá sem því starfi gegndi hafi rækt hlutverk sitt án endurgjalds að nokkru leyti. Ég vil taka það fram að þetta hef ég ekki frá viðkomandi einstaklingi sjálfum heldur frá þeim sem fylgdust með voðaatburði helgarinnar þegar ung efnileg stúlka lét lífið af völdum eiturlyfja og hlú þurfti að ýmsum vinum og vinkonum hennar.<br /> </p> <p><br /> Spurt er um aðskilnað ríkis og kirkju. Mitt svar er á þá lund að sá aðskilnaður hafi að uppistöðu til þegar farið fram. Kirkjulögin frá 1997 gerbreyttu samskiptum ríkis og kirkju í grundvallaratriðum. Vald sem áður hafði legið í Stjórnarráði Íslands liggur nú hjá kirkjunni sjálfri, sem stofnunar og sem lýðræðislegrar hreyfingar. Sögulega séð hefur Prestastefna verið rödd kirkjunnar inná við og útávið, um brýn mál innan kirkju og samfélags. Ásamt kirkjuþingi, hinum lýðræðislega vettvangi Þjóðkirkjunnar, hefur hún því hlutverki að gegna og til hennar er horft hverju sinni í samræmi við þetta mikilvæga hlutverk.</p> <p><span><br /> Ég ítreka óskir mínar til prestastefnu um árangursrík störf í þágu þjóðar og kirkju.</span></p>

2011-05-02 00:00:0002. maí 2011Ávarp við guðsþjónustu Neskirkju 1. maí 2011

<h3><strong>Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra<br /> við guðsþjónustu í Neskirkju 1. maí 2011</strong></h3> <p><br /> </p> <p>Í texta dagsins er vísað í vonina. Mikilvægi hennar. Við erum á það minnt hvað gerðist þegar vonin slokknaði í brjóstum lærisveina Jesú við krossfestingu hans og dauða; hvernig lærisveinarnir létu þá hugfallast. Og -&#160; hvernig vonin síðan kviknaði að nýju þegar þeir sannfærðust um að Kristur væri fæddur til nýs lífs.<br /> En hvað er það sem gefur voninni inntak?<br /> Trúin á réttlætið, trúin á hið góða, segir boðskapurinn sem berst úr þessu húsi.<br /> <br /> Á þessum degi heyrast einnig hvatningarorð úr annarri átt. Hvatningarorð sem þó eru af sama meiði.<br /> Á fundum, smáum og stórum, innandyra og utandyra,&#160; á fjöldasamkomum sem haldnar eru um heiminn allan, hljóma í dag, hinn fyrsta maí - á baráttudegi verkalýðsins - kröfur um réttlátara þjóðfélag.</p> <p>Það er vel við hæfi að lögreglumenn komi saman undir þaki kirkjunnar á þessum degi til fylkja sér um réttlæti og góðan málstað. Og&#160; - um <strong>baráttuna</strong> fyrir hinum góða málstað.<br /> Því vonin dugar okkur skammt - er án innihalds - ef við erum ekki tilbúin til þess að berjast; ef við erum ekki sjálf - hvert og eitt okkar - reiðubúin að beita okkur í þágu hins góða málstaðar. Þarna er fólginn neistinn sem glæðir lífsvonina; neistinn sem kveikir bál uppbyggilegrar og ábyrgrar lífsbáráttu. Þetta á að vera - og er - inntakið í þessum degi.<br /> <br /> Sem þjóð heyjum við nú saman stranga lífsbaráttu.<br /> Hvernig gerum við það best?<br /> Við gerum það með gamla laginu, því lagi sem reyndar er sígilt, bæði gamalt og nýtt : Við gerum það með því að leggjast saman á árarnar. En til að leggjast saman á árarnar þurfum við að vera á sama bátnum. Ekki sum á skektum, önnur á lystisnekkjum. Slíkar áhafnir verða seint samhæfðar í áralaginu. Verkefnið nú, eftir áratugi aukinnar misskiptingar, er að koma öllum á sama bátinn, þannig að saman getum við lagst á árar,<br /> þannig að við <strong>finnum með okkur hvöt</strong> <strong>til að leggjast saman á árarnar</strong>. Sundrað samfélag misskiptingar finnur ekki slíka hvöt.</p> <p>Í stað þess að setja þak á hámarkslaun, eða gólf undir lægstu laun, ættum við að bindast fastmælum um að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lægstu laun. Kjarabætur eins hefðu þannig áhrif á kjarabætur annars.<br /> Verkefni stjórnmálanna - stéttarfélaganna; verkefni atvinurekendasamtaka,<br /> verkefni okkar allra, er nefnilega sanngjörn og réttlát skipting gæðanna, launakjara sem annarra lífsgæða.<br /> Verkefni kjarabaráttunnar hefur í mínum huga aldrei snúist um það eitt að hækka laun heldur um jafnvægi; jafnvægið í kjörum, jafnvægið almennt í samfélaginu, inni á vinnustaðnum og utan hans; að jafnvægi og jafnræði ríki með þeim sem hafa völd og fjármagn á hendi annars vegar og hins vegar hinna, sem hvorugt hafa. Hvorki fjármagnið né valdið. Þannig fá allir haldið mannlegri reisn.<br /> Sólkonungurinn franski, Lúðvík 14., hafði hvorki sturtu né ísskáp. Hann gat heldur ekki ferðast í lyftu á milli hæða í Versölum. Að því leyti bjó hann við lakari kjör en sjö barna faðirnn á sjöundu hæð í Heimunum. Sólkonungurinn lifði hins vegar í lystisemdum í samanburði við sína smatíðarmenn. Það gerir sjö-barna-faðirinn í Heimunum hins vegar ekki. Og það er samanburðurinn í samtímanum sem öllu máli skiptir.<br /> Ég krefst fullkominnar heilbrigðisþjónustu sagði maðurinn úti í eyðimörkinni og allir skildu&#160; fáránleika kröfu hans. En jafnframt er þó ljóst að mannréttindi verða ekki skilgreind á mælikvarða ríkidæmis, ekki heldur samhjálp og jafnvel velferð. Hún er skilgreind og mæld á kvarða réttlætis. Fátækt samfélag getur verið réttlátt samfélag.<br /> <br /> Þar sem verkalýðshreyfingu og ábyrgum félagslegum öflum hefur tekist best til í baráttu sinni hér á landi er að byggja upp velferðarkerfi sem tekur hinum sjúka og hinum vanmáttuga opnum örmum og öllum eins. Mismunar ekki. Stöndum vörð um þetta kerfi. Sá sem misst hefur heilsuna eða á veikt barn eða fatlað, aldraða ósjálfbjarga foreldra, hann eða hún veit hvers virði hlýr samfélgsfaðmur er.<br /> Það vita þau líka sem standa úti á berangri, öryggislaus, háð eiturlyfjum eða myrkum öflum.<br /> <br /> Í vetur kom ég í sjónvarpsþátt til að segja frá föðurnum sem komið hafði til mín að segja mér frá hlutskipti barnsins síns. Það hafði ánetjast eiturlyfjum og var fíknar sinnar vegna komið í skuld. Faðirinn var í góðum efnum. Hann fékk heimsókn. Erindið var að tilkynna honum hve háa fjárhæð hann ætti að borga til að barnið hans yrði óhult.<br /> <br /> Upplýsingar á borð við þessar urðu þess valdandi að ég fór að leggja eyrun við varnaðarorð lögreglu um að ofbeldisglæpir og skipulögð glæpastarfsemi væru að færast í vöxt. Ég ákvað að gera allt sem í mínu valdi stæði til að sporna gegn þessari þróun. Og - að standa með unglingnum sem orðinn var ósjálfsbjarga í hrammi glæpaafla. Ég hét því að ég skyldi standa með honum og fjölskyldu hans, minnugur þess að mannréttindaþjóðfélag rís því aðeins undir því sæmdarheiti að þar sé allt gert sem &#160;unnt er til að tryggja þegnunum skjól og öryggi.<br /> Eftir að ég sagði sögu hinnar ógæfusömu fjölskyldu fékk ég fleiri heimsóknir og upphringingar, að vísu voru þeir til sem vildu ekkert af þessu vita og töluðu frásögn mína niður. En það gerðu þau ekki foreldrarnir sem skrifuðu mér og sögðu frá afdrifum síns barns. Í bréfi þeirra segir:<br /> <br /> <em>Dóttir okkar lést síðasta sumar vegna of stórs skammts af fíkniefnum. Hún var enn ung að árum. Við höfðum barist með henni frá fjórtán ára aldri við þessa fíkn - fylgt henni í fjölmargar meðferðir og barist fyrir henni í kerfinu. .. Hún var aðeins 13 ára gömul þegar hún lenti í fullorðnum manni sem lokkaði hana til fylgilags við sig í gegnum netið ... Nú erum við að takast á við sorgina. Við horfum yfir sviðið á þennan heim sem hún einu sinni tilheyrði - heim þar sem hún fór á bólakaf og náði ekki að spyrna sér upp aftur... Það er rétt sem þú segir að alltof margir fjölmiðlamenn taka drottningarviðtöl við þekkta ofbeldismenn og gera úr þeim "hetjur". En þessi meinti hetjuskapur er í því fólginn að ná tangarhaldi á barnungum stúlkum, taka þær út úr sínum félagshópum, koma þeim í bestu partýin, nýta sér þær kynferðislega, gefa þeim dóp, föt og mat. Þegar þeir svo verða leiðir á þeim eru þær sendar út á guð og gaddinn. Eftir standa þær varnarlausar, komnar út úr sínum upprunalega félagshópi, hafa lent í áföllum sem þær sjá enga leið út úr nema deyfa sig með dópi. Það er erfitt fyrir þessar stúlkur að fóta sig á nýjan leik í lífinu. Og svo heldur hringekjan áfram...ný fórnalömb, nýr harmleikur. Af okkar hálfu er þetta bréf skrifað sem hvatning, til að hvetja þig áfram í þessari lífsauðsynlegu baráttu.</em></p> <p>Lögreglan er spegill á sérhvert samfélag. Lögreglan og réttarekfið sem hún er hluti af - gefur&#160; innsýn í það hvernig samfélag hugsar, hvort það er umburðarlynt, hvort það er sanngjarnt og réttlátt eða ofbeldisfullt og ranglátt. Íslenska lögreglan hefur alla tíð verið fráhverf því að bera vopn nema í ítrustu neyðarvörn, og frá kynnum mínum af Landssambandi lögreglumanna um áratugaskeið þekki ég vel hina félagslegu réttlætistaug lögreglumanna og hvernig þeir vilja samsama sig því besta í sínu samfélagi.<br /> <br /> Og þannig á það að vera. Lögreglan á að vera umboðsmaður okkar allra sem viljum friðsamt og réttlátt þjóðfélag. Hún hefur það hlutverk að vernda okkur hvert og eitt fyrir hættum og ofbeldi, sem við ein á báti eða úti á nístingsköldum berangri, einsog unga stúlkan - sem ég vísaði til - erum of máttvana til að fást við einsömul. Ætlunarverk lögreglu er að vera andstæðingur siðleysis, svika og ofbeldis, á sama hátt og við öll viljum vera andstæðingar siðleysis, glæpa og ofbeldis. Lögreglan er þannig ekkert annað en við öll. Spegilmyndin af okkur.<br /> <br /> Þó gerum við meiri kröfur til lögreglunnar en allra annarra. Því lögreglunni felum við vald umfram alla aðra&#160; og slíkt vald er alltaf vandmeðfarið. Líka valdið sem til er stofnað í góðum tilgangi, vald til að berjast gegn ofbeldi og vernda samfélagið. Vald kallar því á aðhald. Því meiri heimildir sem lögreglu eru veittar þeim mun meira eftirlit þarf lögreglan sjálf að þola. Sá sem hefur mikið vald verður að þola mikið eftirlit. Þetta veit lögreglan og kallar sjálf eftir aðhaldi, innan frá með sjálfsaga og utanfrá með ákalli um traustan lagaramma og opna stjórnsýslu. Þegar rannsóknarheimildir hefur borið á góma hef ég fengið ströngustu kröfurnar um að aðhalds verði gætt frá lögreglunni sjálfri.<br /> <br /> Þegar ég lét af formennsku í &#160;BSRB, í október árið 2009, fyrir rúmu ári síðan, hélt ég ræðu þar sem ég sagði litla sanna sögu sem varpar ljósi á sýn lögreglunnar á sjálfa sig og viðhorf samfélagsins til lögreglunnar. Orð mín voru á þessa leið:<em><br /> "Íslendingar standa frammi fyrir miklum erfiðleikum þar sem við þurfum á því að halda að leita góðrar sáttar. Við sáum í vetur leið hve nærri við vorum því, og erum kannski enn, að friðurinn í þjóðfélaginu sé rofinn. Eldar loguðu við Alþingishúsið. Ég minnist þess eitt örlagakvöldið að ég var í beinni útsendingu í sjónvarpi. Hrópin heyrðust að utan. Eggjum var hent í rúður þinghússins. Svo kom grjótið. Hönd fréttakonunnar sem hélt um hljóðnemann titraði. Loft var lævi blandið. Að loknu viðtalinu gekk ég að glugga sem veit út á Austurvöllinn. Við hlið mér stóð öryggisvörður, félagi minn í BSRB. Fyrir neðan okkur voru lögreglumenn með hjálma og skildi - og tárags. Því hafði verið beitt kvöldið áður. Allir í viðbragðsstöðu. En&#160; þegar grjótkastið tók að beinast að lögreglumönnunum - þá gerðist það. Hópur fólks tók sig út úr mannfjöldanum og myndaði mannlegan varnarmúr frammi fyrir lögreglunni. Hið ósagða lá í augum uppi. Sá sem grýtir lögregluna grýtir mig. Lögreglumennirnir lögðu skildina frá sér. Ég gleymi því aldrei þegar félagi minn við gluggann - öryggisvörðurinn - sagði og ég heyrði klökkvann í röddinni: Guði sér lof. Við erum komin aftur heim. Við erum komin aftur heim til Íslands."<br /> </em><br /> Og hér ætlum við að eiga heima. Við ætlum að gera það besta úr þeim efnum sem við höfum. Við skulum ekki gleyma því hver við erum og hvernig okkur hefur í aldanna rás tekist að sigrast á erfiðleikum - stundum erfiðleikum sem virst hafa óyfirstíganlegir.<br /> <br /> Við erum lítil þjóð í stóru landi. Við höfum búið hér í meir en þúsund ár. Ein kynslóð fer og önnur kemur í staðinn. Og árnar renna í sjóinn nú sem endranær og sólin rís og sólin hnígur til viðar nú einsog ávallt áður. Og Norðurljósin leika sér á himninum einsog fyrir þúsund árum.<br /> Og vitundin um þetta á að veita okkur þúsund ára ró í beinum okkar.<br /> <br /> Við höfum séð atvinnuhætti breytast og valdakerfi rísa og valdakerfi hrynja. Við höfum séð hugmyndakerfi læsa sig um huga okkar og við höfum fleygt hugmyndakerfum einsog rusli á hauga. Við höfum séð fátækt og við höfum séð ríkidæmi. Við höfum séð misrétti og óréttlæti og við höfum séð samstöðu og samúð.<br /> <br /> <strong><em>Tíminn -<br /> hann er<br /> undarlegur náungi<br /> <br /> </em></strong>segir í ljóði Gyrðis Elíassonar</p> <p><strong><em>Hann gengur um<br /> með grösin sín<br /> í poka um öxl<br /> og leggur við<br /> djúp sár</em></strong></p> <p><strong><em>Janúarblómstur,<br /> febrúarlilju,<br /> marsklukku,<br /> aprílurt,<br /> maígresi -</em></strong></p> <p><strong><em>Alltaf sömu jurtirnar<br /> aftur og aftur</em></strong></p> <p><strong><em>Og kuflinn hans<br /> er ofinn á víxl<br /> úr ljósum<br /> og dökkum<br /> þráðum</em></strong><em><br /> <br /> </em>Við höfum verið frjáls og við höfum verið ófrjáls. Við höfum barist og við höfum beðið ósigur. Og við höfum barist og við höfum haft sigur.<br /> Nú fyrir aðeins tveimuroghálfu ári biðum við ósigur. Næstum algeran ósigur. Næstum gereyðingu. Við vorum rænd, blekkt, afsiðuð, afmenntuð. Gyðja réttlætisins var höggvin niður og sál og hjarta þjóðarinnar voru kramin. Við þurftum að lúta í duftið. Okkar veikleiki var mikill. Og okkar veikleiki er mikill.<br /> <br /> En sömu árnar renna til sjávar sem aldrei fyllist og sömu fjöllin rísa í glæsileika sínum, böðuð sól og fönnum skreytt. Og við erum enn að kljást við ranglæti, misskiptingu, ofbeldi og skort á samúð og kærleika. Þetta er eilíf barátta. Og þessi barátta er sjálf lífsbaráttan.<br /> <br /> En í&#160; veikleika okkar birtist vonin.<br /> Lærisveinarnir horfðu á Jesú krossfestan og við það slokknaði vonin í brjósti þeirra. En þegar allt var svart og tapað, birtist hann þeim, vaknaður til nýs lífs.<br /> Ljósið er alltaf skammt&#160; undan. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. <strong>Ef við viljum það.</strong> Því viljinn er bróðir vonarinnar og það er hann sem við þurfum að finna og rækta og efla. Vonin kallar á viljann. Og í dag áréttum við vilja okkar til að berjast fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi.</p> <p>Nú þurfum við öll, hvar í flokki sem við stöndum, að sameinast í baráttu gegn misskiptingu.<br /> Hún má ekki festast í sessi. Við eigum að strengja þess heit að uppræta fátækt og sjá til þess að enginn líði skort, að enginn sé niðurlægður vegna aðstæðna sinna, að engin börn séu alin upp í skugga heldur í birtu. Við lyftum því verkefni ekki hvert í sínu lagi. Þar verða allir að taka þátt. Það er hugsunin að baki 1. maí. Það er samstöðuhugsunin. Það er trúin á að við getum skapað réttlátt samfélag.<br /> Það er trúin á réttlætið.<br /> Það er trúin á hið góða.<br /> Í þeirri trú er ég sannfærður.<br /> Til hamingju með daginn.</p>

2011-03-18 00:00:0018. mars 2011Ávarp á ráðstefnu ríkissaksóknara og Ákærendafélags Íslands

<h2>Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á ráðstefnu ríkissaksóknara og Ákærendafélags Íslands.</h2> <h2><br /> </h2> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Það er mér ánægja að ávarpa þessa ráðstefnu ríkissaksóknara &#160;og Ákærendafélags Íslands.<br /> Ákæruvaldið á Íslandi hefur tekist á við fordæmalaus verkefni á undanförnum misserum og árum og sér ekki fyrir endann á erfiðum verkefnum, einkum á sviði efnahagsbrota en einnig og ekki síður á sviði ofbeldisbrota. Þessa sögu þekkjum við öll og einnig hitt hvaða ráðstafana hefur verið gripið til í skipulags- og kerfisbreytingum og að einhverju leyti er mönnum kunnugt um hvað framundan er í þeim efnum enda margt sprottið upp úr samráði við mörg þau sem hér eru.</p> <p><br /> Vegna bankahrunsins var gripið til sérstaks úrræðis með stofnun embættis sérstaks saksóknara sem er óvenjulegt úrræði á óvenjulegum tíma. Varðandi efnahagsbrotarannsóknir þá er það ljóst að endurmeta þarf tilhögun rannsóknar á efnahags- og fjármunabrotum með það að markmiði að auka skilvirkni og réttaröryggi.<br /> <br /> Ákveðið hefur verið að sameina efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara og er verið að vinna að lagabreytingum í ráðuneytinu sem að þessu snúa. Ríkislögreglustjóri, ríkissaksóknari, settur ríkissaksóknari í málum sérstaks saksóknara sem og sérstakur saksóknari hafa bent á að sterk rök séu fyrir því að innan þriggja ára verði til ný rannsóknarstofnun sem annist alla rannsókn og saksókn í alvarlegum, flóknum og umfangsmiklum fjármuna- og efnahagsbrotamálum.<br /> <br /> Ég tel að stefna eigi að því að koma á laggirnar einni sterkri stofnun er taki yfir allar rannsóknir efnahagsbrota á víðtækum grundvelli. Nú er rannsóknum og ákærumeðferð fjármuna- og efnahagsbrota sinnt hjá mörgum stofnunum þ.e. efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans, embætti sérstaks saksóknara, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, skattrannsóknarstjóra, tollstjóra, fjármálaeftirlitinu, samkeppniseftirliti og ríkissaksóknara. Núverandi skipan rannsóknar mála er varða fjármuna- og efnahagsbrot þykir flókin, ógegnsæ og óhagkvæm auk þess sem hætta er á tvíverknaði. Oft eru rannsakaðir afmarkaðir þættir í háttsemi lögaðila og einstaklinga hjá mörgum stofnunum sem eru hluti af mun víðtækari ætlaðri brotastarfsemi og jafnvel teknar skýrslur af sömu einstaklingum vegna sömu háttsemi með skömmu millibili. Þrátt fyrir aukið samráð umræddra stofnana má ætla að hvergi í kerfinu sé unnt að hafa yfirsýn yfir hina ætluðu refsiverðu háttsemi og engin ofangreindra stofnana hefur valdboð gagnvart hinum til að safna saman upplýsingum eða taka yfir rannsókn jafnvel þó ljóst sé að þannig yrði viðkomandi rannsókn markvissari og málshraða gagnvart sakborningum betur gætt. Rök hníga því eindregið að því að taka þetta kerfi til gagngerrar endurskipulagningar.<br /> <br /> Við þessa endurskipulagningu verður litið til reynslu Norðurlandanna. Auk þeirrar lagabreytingar sem nú er unnið að varðandi sameiningu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis sérstaks saksóknara er í ráði að hefja könnunarviðræður milli ráðuneyta um þá nýskipan að sameina rannsóknir og saksókn í fjármuna- og efnahagsbrotamálum í eina efnahagsbrotarannsóknarstofnun með svipuðum hætti og í Noregi í samræmi við þær tillögur sem ég vísaði til.<br /> <br /> Varðandi ofbeldisbrot þá er mikilvægt að vel sé fylgst með þróun brota á því sviði, einkum varðandi heimilisofbeldi sem gjarnan er fylgifiskur þjóðfélags í kreppu. Senn kemur fram í þinginu frumvarp um svokallaða austurríska leið um að veita lögreglu vald til að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu í stað þess að þolendurnir þurfi að víkja.<br /> <br /> Kynferðisbrot er sá málaflokkur þar sem reynir hvað mest á allt réttarkerfið og það er skylda stjórnvalda að fjalla um þessi mál á opinberum vettvangi. Kemur þar margt til. Á þessu stigi ætla ég að nefna það eitt að hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá ríkir ekki nægilegt traust til réttarkerfisins á þessu sviði af hálfu fjölda brotaþola og samtaka sem mynduð hafa verið þeim til skjóls. Í stað þess að afneita þeirri staðreynd er brýnt að á vandanum sé tekið. Það þarf að sjálfsögðu að gera með réttsýni og sanngirni á alla vegu að leiðarljósi.<br /> <br /> Þá hafa rækilega verið gerð skil í opinberri umræðu áformum um að auðvelda lögreglu rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi með rýmkuðum en þó mjög takmörkuðum rannsóknarheimildum. Í innanríkisráðuneytinu vinnum við að lagabreytingum sem þetta varða og er mjög mikilvægt að vandað sé til verka. Það á ekki síst við um lagalega umgjörð og skilgreiningar að byggja á fyrir dómsvaldið sem veitir heimildir fyrir slíkar rannsóknir og þá einnig eftirlitshlutverkið sem hvílir hjá embætti ríkissaksóknara. Auknar rannsóknarheimildir án virkra öryggisventla eru tómt mál um að tala því rannsóknarheimildirnar, dómsúrskurðirnir byggðir á takmarkandi regluverki, og síðan eftirlitið eru algerlega óaðskiljanlegir þættir. Þess vegna neita ég því ekki að mér brá í brún þegar ríkissaksóknari lýsti því yfir að af hálfu síns embættis hefði eftirlitið ekki verið sem skyldi á undanförnum árum. Ríkissaksóknari hefur án efa ekki ráðið neinu um leturstærð Frétttatímans sem sló þessari frétt upp á forsíðu í síðustu viku. En það má viðkomandi fjölmiðill eiga að umgjörð fréttarinnar var til marks um hve alvarlegar slíkar fullyrðingar eru.</p> <p><br /> Ríkissaksóknari kenndi um fjársvelti sem hann hefði margoft vakið athygli ríkisvaldsins á. Ítrekað hefði hann skrifað ráðuneyti dómsmála og sagt að fjárskortur kæmi í veg fyrir að embættið gæti skipulega fylgst með því að rannsóknarheimildir lögreglu væru í samræmi við uppkveðna dómsúrskurði.</p> <p><br /> Ég er ekki í hópi þeirra sem tel að opinberar stofnanir eigi að þegja um það sem aflaga fer hjá framkvæmdavaldi, hvað þá ef fjársvelti hamlar lögbundnu hlutverki þeirra. Í mínum huga ber þeim þá beinlínis skylda til að láta í sér heyra. &#160;Ég lít því á umkvartanir ríkissaksóknara sem jákvæða brýningu – tilraun til að vekja athygli á alvarlegri brotalöm sem nauðsynlegt er að taka á.<br /> <br /> Það er um margt fróðlegt að stíga inn í heim réttarkerfisins; heim sem ég vil hafa þannig að ég geti borið fyrir honum verðskuldaða virðingu. Það vil ég geta gert sem þjóðfélagsþegn ekki síður en sem ráðherra dómsmála eða ráðherra mannréttindamála. Formaður Lögmannafélagsins sagði í blaðagrein að það væri ákveðinn veikleiki fyrir nýjan ráðherra dómsmála að hafa ekki lögfræðipróf upp á vasann. Ég las það í greinina að honum þætti þetta vera bæði veikleiki fyrir ráðherrann og réttarkerfið. Ekki er ég þessu sammála þótt vissulega sé það svo að menntun á því sviði sem starfsvettvangurinn tengist hljóti alltaf að koma að gagni. En ég minnist þess að þegar ég var heilbrigðisráðherra að þá vildu einhverjir læknar meina að tími væri kominn til að fá lækni í ráðherrastól. Ég svaraði því til að nær væri að fá sjúkling í embættið – þann aðila sem reynslu hefði af þjónustu kerfisins. Þetta setti ég fram í gamni en þó jafnframt af alvöru í bland.<br /> <br /> En ástæðan fyrir því að ég er formanni Lögmannafélagsins ósammaála er eftirfarandi: Veikleiki réttarríkisins íslenska er að mínu mati sá að á skortir að þrískipting valdsins sé virt og að virðingin sé gagnkvæm, ekki bara gagnvart réttarkerfinu heldur einnig gagnvart hinum pólitíska valdþætti. Og það er fyrir þann þáttinn sem ég ætla að leyfa mér að taka upp hanskann á þessum vettvangi.<br /> <br /> Þegar ég sté inn í vé dómsmálatráðuneytisins vakti fljótlega athygli mína varnaðarorðin sem ég alls staðar heyrði um hve varlega ég yrði að fara gagnvart ákæruvaldi og dómsvaldi í yfirlýsingum og jafnvel í samræðu við fulltrúa þessara valdþátta. Misstigi ráðherrann sig væri voðinn vís; honum yrði brigslað um tilraunir til að hafa óeðlileg áhrif á réttarkerfi sem ætti að starfa sjálfstætt. Sama gilti jafnvel um löggæsluna almennt. Þessi varnaðarorð voru sprottin af virðingu fyrir réttarkerfinu og sjálfstæði þess. Varnaðarorðin hafa þó orðið mér mikið umhugsunarefni hvað snertir hlutverk hinna lýðræðislega kjörnu fulltrúa; hins pólitíska valdþáttar.<br /> <br /> Hér fjöllum við um ákærurvaldið. Það er hluti af framkvæmdavaldinu en jafnframt á landamærunum við dómsvaldið. Og þannig viljum við að það sé í störfum sínum: Sem mest óháð hinu pólitíska framkvæmdavaldi. Við lítum þannig á ákæruvaldið sem hluta af sjálfstæðu réttarkefi.</p> <p><br /> Þarna verður þó aldrei skorið á öll tengsl á milli enda á samfélagið – og þá væntanlega í gegnum kjörna fulltrúa sína – að geta haft áhrif á áherslur. Réttarkerfið hlýtur að eiga að endurspegla í einhverjum mæli réttarvitundina í samfélaginu. En hvernig tryggjum við landamærin þarna á milli? Hvernig tryggjum við landamærin á milli réttarkefisins og stjórnmálanna?</p> <p><br /> Það gerum við með gagnkvæmri virðingu og hreinskiptinni, opinni umræðu. Sjálfstæði er ekki fengið með því að þagga niður gagnrýnisraddir heldur miklu fremur með því að leyfa þeim að blómstra. Sé gagnkvæm virðing fyrir hendi og sjálfstraust fyrir hendi – trú á þau grunngildi sem við reisum stjórnskipan okkar á – þá þola einstök verk umræðu og gagnrýni ef því er að skipta. Þannig ganrýndi ég harðlega úrskurð Hæstaréttar, þar sem lýðræðisleg kosning til stjórnlagaþings var ógilt vegna formgalla en lýsti því jafnframt yfir að ég myndi fyrir mitt leyti hlíta þeim úrskurði til hins ítrasta. Sjálfstæði er ekki varið með afneitun heldur samtali. Aðeins þannig getur almenningur, sem réttarkerfið á að verja, skilið mikilvægi þess og fengið þá tilfinningu – og þá þannig að fyrir henni sé innistæða – að réttarfarið vinni fyrir fólk.<br /> <br /> Eins og ég vék að þá er því ekki að neita að á tilteknum sviðum hef ég orðið var við ákveðna tortryggni þarna í millum. Það er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Ég sótti ráðstefnu í Rómarborg síðastliðið haust á vegum Evrópuráðsins. Ráðstefnan fjallaði um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Ráðstefnugestir hlýddu á vitnisburð þolenda. Sá vitnisburður var átakanlegur en um leið uppörvandi. Ástæðan var sú að fram kom í máli margra fyrirlesara að jákvæðra strauma yrði nú vart. Nú væri hafin samræða á milli þolenda ofbeldisins og réttarkefisins. Það sem áður hafi verið þagað yfir væri nú rætt opið. Við það hefði skapast skilningur og í kjölfarið traust þar sem það var áður ekki fyrir hendi. Ungur maður flutti áhrifamikla ræðu. Hann sagði frá erfiðri reynslu úr æsku, hvernig hann hefði verið misnotaður af stjúpa sínum um langt árabil. Erfiðast hafi verið að ná aldrei að finna hjálpandi hönd þegar eftir var leitað, þegar hann hafi reynt að nálgast réttarkerfið hafi það verið kalt og fráhrindandi niðurbrotnum unglingsdreng. Þetta væri nú að breytast sagði hann. Til marks um það væri þessi ráðstefna í Róm þar sem fulltrúar réttarkerfsins og brotaþolar væru að talast við, deila reynslu og sýn sinni á vandann. Það gagnaðist öllum hlutaðaeigandi aðilum.</p> <p><br /> Af þessu þurfum við að draga lærdóma. Við þurfum að spyrja hvort verið geti að sú tortryggni sem ríkt hefur af hálfu kvennahreyfinga og margra fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis í garð löggæslu, ákæruvalds og dómsvalds sé vegna þess að aðilar hafa ekki átt opna og hreinskiptna samræðu; hafi ekki nálgast með það að markmiði að efla skilning og traust. Ef svo er þá er það sameiginlegt verkefni að fá úr þessu bætt og höfum við í innanríkisráðuneytinu, ráðuneyti mannrétttinda, stigið skref í þá átt með viðamiklu samráði og langar mig til þess að nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem lagt hafa gott til málanna í þessu samhengi.<br /> <br /> Dómstólar og einnig ákæruvaldið vilja að stjórnmálin sýni sér tilhlýðilega virðingu. En á móti hljótum við lýðræðislega kjörnir fulltrúar almannasjónarmiða – að ætlast til þess að á okkur sé einnig hlustað, að réttarkerfið sýni lýðræðinu þá virðingu sem því ber.<br /> <br /> Réttarkefið á að vera sjálfstætt og á engan hátt háð pólitísku duttlungavaldi. Það á að verja minnihlutasjónarmið engu síður en meirhlutasjónarmið. En svo sterkt þarf það að vera, búa yfir slíkum innri styrk og sjálfstrausti, að það sé ævinlega galopið fyrir gagnrýni; opið fyrir lýðræðisstraumum samtíðarinnar.</p>

2011-01-28 00:00:0028. janúar 2011Ávarp á ráðstefnu um réttindaskrá Evrópusambandsins og áhrif Lissabon-sáttmálans

<p><strong>The EU Charter of Fundamental Rights and the EU (the Lisbon Treaty)</strong><br /> <em>– A conference on the EU Charter of Fundamental Rights and the implications of the Lisbon Agreement</em></p> <p><em>This conference was organised by the Institute of Human Rights of the University of Iceland, the Faculty of Law of Reykjavík University and the Icelandic Human Rights Centre, in collaboration with the European Commission/TAIEX.</em><br /> </p> <hr size="2" width="100%" /> <p>Ladies and Gentlemen,</p> <p sizcache="0" sizset="1">As part of the restructuring of our government ministries at the beginning of this year, the Ministry of Justice and Human Rights was merged with the Ministry of Transport, Communications and Local Government, to form a single entity: the Ministry of the Interior.<span>&#160;</span> This move has brought many benefits. Nevertheless, there is one thing that I feel was unfortunate, and that is, that the words ‘Human Rights' have disappeared from the title of the ministry.<span>&#160;</span> In my view, human rights can never be given too much prominence, and they are the aspect of my responsibilities as minister that I consider the most important.</p> <p sizcache="0" sizset="3">Human rights are not just for a few: they are for everyone.<span>&#160;</span> They should apply equally to a female Chinese academic and to a female British fish-factory worker, to a poor peasant in West Africa and to a German millionaire, to children and to adults.<span>&#160;</span> Unfortunately, as we know, this is not the case in practice.</p> <p sizcache="0" sizset="5">The unequal division of wealth and resources in the world means that children born on the same day grow up in very different conditions and with a very different range of opportunities open to them.<span>&#160;</span> Children of poor parents have a narrower scope than the children of the rich; children without parents are in a worse position still.<span>&#160;</span> Girls do not have the same opportunities as boys.<span>&#160;</span> This is the big picture, and it is this picture that we should have before us at all times.</p> <p sizcache="0" sizset="8"><span>The United Nations took a giant step in 1948 when its General Assembly approved the Universal Declaration of Human Rights. This set forth rights and freedoms to which everyone is entitled, “wi</span><span>thout distinction of any kind, such as race, colour, sex, language, religion, political or other opinion, national or social origin, property, birth or other status.“&#160; This was a revolutionary declaration, made at a time when the world was still emerging from the ravages of the Second World War which, like all other wars, resulted in massive human-rights violations, both during the years of actual conflict and for a long time afterwards.</span></p> <p sizcache="0" sizset="10">Two years after that, many European states took an even firmer step when they passed, in the forum of the Council of Europe, <span>&#160;</span>the European Convention on Human Rights.<span>&#160;</span> This put Europe, as a continent, in a leading position in the world in the field of human rights.<span>&#160;</span> Citizens of states that have ratified the Convention are able to turn to the European Court of Human Rights for a redress of their position, not least if they consider they have been treated unjustly by their own governments. History shows us all too many examples of how states commit violations against their own subjects, and the protection offered by the UN Declaration and the European Convention has proved valuable in opposing such abuses.</p> <p sizcache="0" sizset="13">The subject of your conference today, the EU Charter of Fundamental Rights, is a further addition to international collaboration in the human rights field.<span>&#160;</span> It is based on both the UN Declaration and the European Convention, and is intended to be binding on the EU Member States.<span>&#160;</span> It will be interesting to see how the Charter is applied and whether it will, in fact, give people in the European Union a greater level of protection.<span>&#160;</span> Critics have pointed out possible problems that may arise when both the European Court of Human Rights and the European Court of Justice will be able to examine cases of human-rights violations against EU citizens, with judgements by each of them.<span>&#160;</span> It has also been pointed out that the relationship between these two courts may become very complex, not least if the European Union is granted its wish of becoming a constituent member, as an institution, of the European Court of Human Rights.</p> <p>It will also be interesting to see how the EU Charter of Fundamental Rights will be interpreted in the light of evolving citizenship rights and the relationship between these rights and human rights. This involves not only the idea of European Citizenship, which would ensure equal democratic rights across national borders instead of the limited rights currently enjoyed by EU citizens on the basis of their own national legislations.&#160; It is also a vital question how the European Union will receive citizens who stand outside its Schengen entry gate, and the cases of minority groups such as the Roma people who have been treated as second-class people or citizens without rights in certain European countries.</p> <p>No doubt these matters will be examined here today by people who are better informed about them than I am, and I leave further discussion to them.</p> <p sizcache="0" sizset="17">There is one point I should like to mention, which in my opinion should form part of the discussion of human rights.<span>&#160;</span> This is the shift of emphasis that we have seen recently – not least within the European Union – towards defining rights with reference to market interests and ownership entitlements, in my view often at the cost of the public interest and as such bordering on human rights.<span>&#160;</span> Thus, equality of influence and equality of rights have tended to be interpreted with a clear reference to the market.<span>&#160;</span> Nations have been prosecuted for subsidising measures to the benefit of their economies and societies if these are considered as being contrary to the laws of the market.<span>&#160;</span> We in Iceland have seen how the property rights of savings deposit holders have been assessed by the international community, the International Monetary Fund and the European Union, as taking precedence over the rights of the disabled, those who own no property, the unemployed and those who are affected directly by cut-backs in funding to our social welfare system, when we are trying to meet the demands of “the haves” in society.<span>&#160;</span> The first priority of the state Treasury was, according to the guidelines of the IMF, to guarantee property rights; after that, attention could be given to what I define as human rights.</p> <p sizcache="0" sizset="22">I should like to stress that when it comes to human rights, we should be guided by general values.<span>&#160;</span> International cooperation should embrace more people, rather than fewer, since the aim is that everyone should enjoy the same rights and be able to live their lives with dignity.<span>&#160;</span> As minister responsible for human rights, I welcome all forms of international cooperation dedicated towards this goal. In this way it should be possible to work towards the long-term aim of establishing some sort of international citizenship which will guarantee human rights for everyone, irrespective of their place of residence and their financial standing.<span>&#160;</span> Having said this, it is my pleasure to declare this conference open.<span>&#160;</span> I hope your discussions here today will prove fruitful, critical and perhaps even lively. Unfortunately, I shall not be able to be with you for the whole time, but I shall be informed of how the conference goes, and I wish you every success.</p> <p>Thank you.</p> <p><br /> <br /> </p> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />

2010-12-21 00:00:0021. desember 2010Ráðherra ávarpaði ráðstefnu Evrópuráðsins í Róm gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum

<p>Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, var meðal þátttakenda á ráðstefnu Evrópuráðsins sem haldin var í tilefni af upphafi átaks Evrópuráðsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum 29.-30. nóvember sl. Ráðstefnan var haldin í Rómarborg á Ítalíu.</p> <p>Ísland hefur undirritað sáttmála Evrópuráðsins gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu á börnum 4. febrúar 2008. Til að fullgilda samninginn þarf að gera minniháttar breytingar á almennum hegningarlögum og frumvarp þess efnis er nú til vinnslu í refsiréttarnefnd. Samkvæmt sáttmálanum eiga ríki að standa fyrir átaki til að efla vitund og þekkingu á kynferðislegu ofbeldi og hefur Evrópuráðið látið útbúa sjónvarpsauglýsingu og bók til að auðvelda foreldrum að ræða kynferðislegt ofbeldi við börn sín.</p> <p><span>Ráðherra tók þátt í umræðum á ráðstefnunni í kjölfar þess að tvítugur piltur, að nafni</span> <span>Gaël,</span> <span>lýsti reynslu sinni en hann varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fósturföður síns frá tveggja ára aldri. Níu ára gamall sagði hann móður sinni frá ofbeldinu. Kæra var lögð fram og</span> <span>Gaël þurfti að segja sögu sína fimm sinnum frammi fyrir lögreglu, þrisvar sinnum fyrir dómara og einu sinni fyrir dómi. Lagði Gaël ríka áherslu á að Evrópuríki tækju höndum saman og stöðvuðu ofbeldi gegn börnum með öllum tiltækum ráðum.</span></p> <p>Ráðherra byrjaði á að þakka Gaël fyrir að deila reynslu sinni með fundargestum. Vakti hann máls á athyglisverðu slagorði sem er hluti af kynningarátaki Evrópuráðins: “You could be the one who helps” (Kannski verður það þú sem hjálpar).</p> <p>Eftirfarandi spurning var lögð fyrir ráðherra:</p> <p><em>The Icelandic Children's House is a child- friendly, multi-agency and interdisciplinary centre to investigate suspected child sexual abuse cases and provide therapeutic services for the child victims and their families. In what areas has the existence of the Children's House contributed to an improved situation with regard to preventive measures and a positive outcome&#160;for child victims of sexual abuse?</em></p> <p>Hér á eftir fer svar ráðherra á ensku og íslensku:</p> <p>Like most other communities, we in Iceland knew a time when the existence of sexual violence was denied, and attempts to unmask it were even hushed up.&#160; Only thirty years ago, for example, incest was something that was scarcely ever discussed openly in Iceland. As in other small societies, there was a tendency to claim that such things only happened out in the big world beyond our borders.</p> <p>Recognition of the reality of sexual abuse in Iceland first came to the surface in connection with the Women's Movement, which was a very active and radical force in the 1970s and 1980s.&#160; It was then that women stood together and decided they would no longer tolerate the conspiracy of silence about these matters. They talked about their experience and that of other women, and so created a platform for the victims of domestic violence and sexual abuse – whether they were women or men, girls or boys – to speak openly about what, up to then, they had kept to themselves. Demands for change and reform were made, more and more clearly as time went on. Even though many years have passed since then and many changes have been made, there is still room for improvement.</p> <p>In the wake of these demands, Iceland's legislation on sexual offences was subjected to a complete review. A non-governmental organization, <em>Stígamót</em> (the Educational and Counselling Centre for the Victims of Sexual Abuse and Violence), was founded in 1990, and in 1993 an Emergency Reception Centre for the Victims of Rape and Sexual Abuse was set up, where the victims of sexual attacks receive medical, legal and psychological help.</p> <p>Gradually, recognition of the nature and extent of sexual violence became established, and it was in the light of this that <em>Barnahús</em>, the Children's House, was opened in 1999.<span>&#160;</span> Why was the Children's House needed?<span>&#160;</span></p> <p>Studies show that in cases of sexual abuse involving children, medical evidence is generally lacking.<span>&#160;</span> It is found in less than one in every ten cases.<span>&#160;</span> In the vast majority of cases, the perpetrator is someone that the child trusts or knows well, and consequently there are no other witnesses.<span>&#160;</span> This means that the child's testimony is the main piece of evidence, and as a result, special care must be taken when taking statements from children who are suspected victims of sexual abuse.</p> <p>The Children's House offers a child-friendly setting, in which children receive integrated services. The medical examination, exploratory interview and testimony to the court all go ahead in the same place, and psychological therapy is also offered for both the children and their family members. The actual interview is taken in a child-friendly interviewing room but the representatives of the different agencies are able to observe it by means of closed-circuit television. The interview is videotaped for multiple purposes, including the medical examination and the therapeutic services that are also provided in the Children's House.<span>&#160;</span> In other words, instead of making a child who has suffered a terrible experience go from place to place, all the services are brought together in a single location. In this way, the Children's House makes it unnecessary for children to go through what<span>&#160;</span> Gaël described to us, having to make the same statement again and again in different surroundings.</p> <p>Nevertheless, the establishment and development of the Children's House has not all been plain sailing. There are judges who have been unwilling to use the house for taking children's testimony.&#160; But this is something we hope to remedy and it is not a question of if but when all cases of suspected sexual abuse against children will be conducted in the best possible child friendly environment.</p> <p>Finally, I should like to say this. The establishment of the Children's House shows, more than anything else, that we take sexual violence towards children seriously. There is agreement on this across all shades of political opinion in Iceland. Sexual abuse and violence is so widespread, and so serious, that it can be thought of in the same way as a global epidemic. It is not restrained by national boundaries or limited to certain groups in society.&#160; It is a world-wide phenomenon.</p> <p>The Council of Europe has taken a decisive step in tackling the problem of sexual violence towards children. It is a great honour for me to be here, and I urge all of us here to do everything we can, not only to work against sexual violence, but quite simply to eradicate it. We should not listen to those who say this is impossible, any more than we should listen to someone who argues that slavery is unavoidable. I intend to make my contribution, remembering that I, like others should act in the spirit of the campaign. You could be the one who helps.</p> <p>***</p> <p>Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>Íslenskt samfélag hefur eins og velflest samfélög átt tímabil þar sem kynferðislegu ofbeldi var afneitað og slíkar sögur jafnvel þaggaðar niður. Í því samhengi ber að nefna að fyrir aðeins þrjátíu árum voru sifjaspell nánast ekkert rædd á Íslandi. Eins og í öðrum litlum samfélögum var tilhneiging til að halda því fram að slíkt væri aðeins til í hinum stóra heimi.</p> <p>Meðvitund um kynferðislegt ofbeldi á Íslandi spratt upp í kringum kvennahreyfinguna, sem var gróskumikil og róttæk á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Í því andrúmslofti risu upp konur sem ákváðu að leyfa þögninni ekki að ríkja lengur. Þær sögðu frá reynslu sinni og annarra kvenna og bjuggu þannig til farveg fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis – hvort sem voru konur eða karlar, stúlkur eða drengir – til að segja frá sinni reynslu. Krafan um úrbætur varð sífellt háværari og þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá er úrbóta enn þörf.</p> <p>Upp úr þessu var íslenska kynferðisbrotalöggjöfin tekin til gagngerrar endurskoðunar. Stígamót – grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis tóku til starfa árið 1990 og neyðarmóttöku vegna nauðgunar var komið á laggirnar árið 1993 en þar fá þolendur nauðgana samhæfða þjónustu: læknislega, lögfræðilega og sálræna.</p> <p>Smám saman jókst þekking á kynferðislegu ofbeldi og í ljósi þeirrar auknu þekkingar tók Barnahús til starfa árið 1999. Og hvers vegna Barnahús?</p> <p>Rannsóknir sýna að læknisfræðilegar sannanir fyrirfinnast sjaldnast þegar kemur að kynferðislegu ofbeldi gegn börnum eða í innan við einu af hverju tíu tilfellum. Ofbeldismaðurinn er langoftast einhver sem barnið þekkir vel eða treystir og því er engum öðrum vitnum til að dreifa. Þetta þýðir að framburður barnsins er aðal sönnunargagnið. Þess vegna verður að vanda vel til skýrslutöku af börnum sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.</p> <p>Barnahús býður upp á umhverfi sem er vinsamlegt börnum og þar fá þau samhæfða þjónustu. Læknisskoðun, könnunarviðtal og skýrslutaka fyrir dómi fara fram á sama stað og þar er einnig boðið upp á sálræna meðferð bæði fyrir barnið og aðstandendur. Viðtalið fer fram í barnvænu umhverfi og notast er við sjónvarpsbúnað þannig að þeir aðilar sem fylgjast með viðtalinu eru í öðru rými. Viðtalið er einnig tekið upp bæði í hljóði og mynd. Með öðrum orðum: Í stað þess að þvæla barni, sem hefur orðið fyrir ofbeldi, milli staða þá er þjónustunni komið fyrir á einum stað. Barnahús kemur þannig í veg fyrir að börn þurfi að ganga í gegnum þá reynslu sem Gaël lýsti hér áðan, það er að þurfa að gefa sömu skýrsluna oft og mörgum sinnum og í mismunandi umhverfi.</p> <p>Uppbygging Barnahúss hefur þó ekki gengið hnökralaust fyrir sig. Það eru dómarar sem hafa ekki viljað nýta húsið til skýrslutöku á börnum. Við vonumst til að finna lausn á því og það er ekki spurning hvort heldur hvenær allar skýrslur af börnum sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi verða teknar við bestu mögulegu barnvænu aðstæður.</p> <p>Að endingu vil ég segja: Stofnun Barnahúss sýnir öðru fremur að við tökum kynferðislegt ofbeldi gegn börnum alvarlega. Um það er þverpólitísk sátt á Íslandi. Umfang og alvarleiki kynferðislegs ofbeldis er þannig að hægt er að líkja því við heimsfaraldur. Það er ekki bundið við landamæri eða þjóðfélagshópa. Það á sér stað um allan heim.</p> <p>Evrópuráðið hefur gengið fram fyrir skjöldu til að taka á þeim vanda sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er. Það er mér mikill heiður að vera hér viðstaddur og ég skora á okkur öll sem hér erum inni að gera það sem í okkar valdi stendur, ekki aðeins til að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi heldur hreinlega til að útrýma því. Við skulum aldrei láta segja okkur að það sé ekki hægt, ekki frekar en að því sé haldið fram að þrælahald sé óhjákvæmilegt. Ég mun leggja mín lóð á vogarskálarnar, í anda þess átaks sem nú er hrint úr vör. Kannski verður það þú sem hjálpar.</p>

2010-11-15 00:00:0015. nóvember 2010Í upphafi kirkjuþings

<h2>Ávarp á kirkjuþingi í Grensáskirku, 13. nóvember 2010</h2> <div> <p>Íslenskt þjóðfélag tekur örum breytingum. Þær breytingar endurspeglast á meðal annars í viðhorfum til trúarbragða og stofnana sem þeim tengjast. Talað er um að skilja að ríki og kirkju - að fullu, höggva á öll tengsl. Spurt er hvort trúarbragðafræðsla eigi heima í skólum og þá hvernig og í hvaða mæli. Eiga allir að sitja við sama borð? Kristin trú, Islam, lífsskoðunarfélög, Búddismi?<br /> <br /> Hvert viljum við stefna? Þessum spurningum er varpað fram í þjóðfélagsumræðunni og ég hef fylgst af áhuga með því hvernig kirkjunnar menn hafa blandað sér í þessa umræðu og iðulega átt frumkvæði að henni sjálfir. Hefur mér þótt hún vera alvöruþrungin og mjög á dýptina.<br /> Sjálfur hef ég velt þessu nokkuð fyrir mér.&#160;<br /> <br /> Eitt er að horfa til hinna trúarlegu og siðfræðilegu þátta, annað er að líta til stofnana og forms. Viðfangsefni umræðunnar eru tengslin þarna á milli. Spyrja þarf um markmið.<br /> Í mínum huga hlýtur takmarkið að vera að skapa víðsýnt og umburðarlynt samfélag; samfélag sem virðir lýðræðislegan og einstaklingsbundinn rétt; samfélag sem skapar ekki einum rétt á kostnað annars. Við viljum í senn lúta lýðræðislegum meirihlutavilja og virða minnihlutasjónarmið. Þetta eru markmiðin hvað skipulagið varðar. Ef mönnum þykir núverandi skipulagi ábótavant og ekki fullnægja þessum grundvallaratriðum þá þarf að gera á því breytingar. Spurningin er &#160;þá hverjar þær breytingar eigi að vera og þá ekki síður hvernig þeim skuli hrundið í framkvæmd. Hér leyfi ég mér að hvetja til mikillar yfirvegunar.<br /> <br /> Kirkjan er hluti af heild. Þegar rætt er um samskipti ríkis og kirkju þarf að spyrja hvernig við viljum haga samskiptum ríkis og trúarhreyfinga almennt í framtíðinni. Ef hugsunin er sú að&#160; réttlætinu verði þá fyrst fullnægt að öllum trúarbrögðum og trúflokkum verði tryggð sama aðstaða og stuðningur og kristin kirkja hefur haft þegar best hefur látið, þá gæti þessi nálgun leitt til meiri stofnanalegrar trúvæðingar í samfélaginu en við höfum þekkt til þessa. Hin varfærnari og þess vegna íhaldsamari nálgun byggir á því að draga fremur úr en bæta í.&#160;Þar er ég á báti.<br /> <br /> Þau viðhorf eru allfyrirferðarmikil, ekki aðeins innan Þjóðkirkjunnar heldur í ýmsum trúarsöfnuðum að of langt sé gengið í því að úthýsa trúarbrögðum út úr daglegu lífi skólans.&#160; Þau viðhorf heyrast viðruð að ganga eigi í gagnstæða átt og að trúarlíf eigi að fá ríkulegri aðgang að stofnunum, skólum og öllu opinberu lífi en nú er. Þessi viðhorf eru síður en svo einskorðuð við einhver ein trúarbrögð. Það ber þjóðkirkjunnar mönnum að hafa í huga. Víða erlendis eru það einmitt annarrar trúar menn en kristinnar trúar sem halda þeim á loft. <em>Verði okkur úthýst úr skólum og stofnanalífi,</em> segir þessi hópur<em>, hljótum við, með hliðsjón af þeim grunnreglum sem halda ber í heiðri um trúfrelsi og virðingu fyrir rétti minnihlutahópa, að fá að stofna sérstaka skóla með áherslu á okkar trúarbrögð með öflugum styrk frá ríkinu og ekki minni en almennir skólar fá.</em></p> <p>Þetta viðhorf er vissulega til staðar hér á landi og hefur íslenkst samfélag svarað því, til dæmis með því að styrkja kaþólskan skóla í Reykjavík. Ekki er hann hverfisskóli en stuðningurinn byggist á þessari almennu afstöðu um að virða beri vilja fólks og er óháð því hvort vilji fólks tengist trúarbrögðum eða skólastefnu. En hversu langt værum við reiðubúin að ganga í þessu efni? Á að virða rétt allra trúarbragða með þessum hætti inni í stofnanakerfi landsins?<br /> <br /> Allt þetta hljótum við að hugleiða þegar við horfum til framtíðar. Og þetta eru sjónarmið sem þjóðkirkjan verður að hafa hliðsjón af í umræðu um trúboð í skólastarfi.</p> <p>Enda þótt ég sé almennt þeirrar skoðunar að trúarbrögð eigi í mjög takmörkuðum mæli að fá aðgang að skólastofnunum, þá þarf að hyggja að ábendingum skólafólks um að ekki megi vanrækja skólann sem mikilvægan vettvang til að ná til mismunandi trúar- og menningarheima. Það verði að horfast í augu við veruleikann og fræða um hann, einnig trúarbrögðin. Hanna Ragnarsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands<strong>,</strong> hefur bent á, að almennt reyndi fólk sem flust hefði til landsins að laga sig að samfélaginu. <em>Skólarnir okkar</em>, sagði hún, væru ekki hugsaðir fyrir það fjölmenningarsamfélag sem hér væri þegar orðið. Þetta þýddi til dæmis að börnum, sem kæmu frá fjölskyldum sem væru ekki kristinnar trúar, væri þröngvað inn í annan heim í skólanum. Spenna myndaðist, annars vegar vegna viljans til að aðlagast og hins vegar löngunar til að sýna þeim gildum sem fjölskyldan innrætti, virðingu og fylgispekt. Þetta gæti grafið undan samstöðu innan fjölskyldunnar og/eða leitt til einangrunar hennar, sem þá færi að sinna sinni trú á heimilinu og þá í samneyti við aðrar fjölskyldur af sama uppruna og menningarheimi. Þessi einangrun væri varasöm, að mati lektorsins, og yrði skólinn að íhuga leiðir til að laga sig að þörfum fólksins í stað þess að þröngva því inn í sitt einsleita mót.</p> <p>Þetta sjónarhorn á umræðuna er mikilvægt: Að við spyrjum að hvaða marki samfélagið og stofnanir þess eigi að laga sig að fjölbreytileikanum og svo á hinn bóginn, að hvaða marki hægt sé að ætlast til að einstaklingar og hópar lagi sig að samfélaginu. Að því leyti sem hið síðarnefnda er uppi á teningnum hlýtur að vera rík krafa um jafnræði, tillitssemi og víðsýni. Kristín Dýrfjörð, lektor við Háskólann á Akureyri, hefur bent á að við eigum að horfast í augu við að Ísland er fjölmenningarþjóðfélag og kennarar sérstaklega verði að vera sér þessa meðvitaðir og virða mismunandi óskir og þarfir. Undir þetta vil ég taka, bæði út frá sjónarhóli skoðana- og trúfrelsis en einnig af þeirri praktísku ástæðu að sinna beri þessum þörfum og kröfum í sameiginlegu umhverfi allra hópa í þjóðfélaginu en ekki í sérskólum sem reistir eru á grundvelli trúarbragða.</p> <p>Allt er þetta vandmeðfarið og línur ekki alltaf skýrar. En hvar drögum við mörkin á milli trúarlegs efnis annars vegar og efnis sem flokka má undir almenna hefð en með trúarlegu ívafi? Þegar talað er um að leggja niður kirkjuna sem þjóðkirkju þá finnst mér stundum að menn séu að tala um hið ómögulega. Við hvorki viljum né getum lagt niður þjóðkirkjuna í þeim skilningi að hún er saga okkar í þúsund ár. Hún er menning okkar og hefð.</p> <p>Hvað með Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar svo dæmi sé tekið? Getur verið að einhverjum sé það virkilega alvara að láta banna að hafa þær fyrir börnum? Hér væri ekki aðeins verið að úthýsa trúarlegu efni heldur gamalagrónum heilræðum og menningararfi.</p> <p><em>Hafðu hvorki háð né spott<br /> hugsa um ræðu mína<br /> elska guð og gerðu gott<br /> geym vel æru þína</em></p> <p>Fyrir nokkrum árum hlustaði ég á fyrirlestur um aðskilnað ríkis og kirkju. Fyrirlesari sagði að við hlytum að stefna að fullum aðskilnaði samkvæmt þeirri grundvallarafstöðu að jafnræði skyldi ríkja milli allra trúarbragða. Og hann hélt vangaveltum sínum áfram: Kirkjan á að boða kristna trú, sagði hann, hún á ekki að hafa með höndum stjórnsýslulegt hlutverk. Það hljóti meira að segja að slæva raunverulegt ætlunarverk trúboðenda. En þar sem ég sat úti í sal spurði ég innra með sjálfum mér: Er þetta með öllu illt, ef niðurstaðan verður sú að gera boðandann/bírókratann meðvitaðan um ábyrgð sína í fjölmenningarlegu umhverfi? Er kirkja sem kappkostar að vera umburðarlynd; kirkja sem skilgreinir það sem hlutverk sitt að veita öllum viðhorfum rými, að virða mannréttindi allra, líka samkynhneigðra - er hún ekki eftirsóknarverðari en ágeng kirkja, slitin úr formlegum tengslum við þjóðfélagið?&#160;<br /> Svar mitt er játandi. Og þetta er skýringin á því hvers vegna ég vil fara varlega í sakirnar í öllum breytingum á þessu sviði, fyrst og fremst til að ná því markmiði sem ég nefndi í upphafi máls míns, að skapa víðsýnt og umburðarlynt samfélag. Það á að mínu mati að vera okkar leiðarljós í hvívetna.<br /> <br /> Þetta breytir því ekki að kirkjan á að vera brennandi í andanum, ætíð trú sínum boðskap, óhrædd og óbugandi, siðferðilegur vegvísir sem aldrei bregst sem slíkur, kjölfesta og klettur, ætíð til að reiða sig á í sviptivindum samtímans. Það voru einmitt margir kirkjunnar menn í framvarðarsveit friðarhreyfinganna á níunda áratugnum sem felldu alræðiskerfin austan múra. Vestan megin risu þeir upp gegn tískubábiljum þess tíma, hernaðar- og valdahagsmunum, ekki alltaf lofaðir og prísaðir, ekki heldur innan eigin raða. En á endanum höfðu þeir sigur. Meðaldrægu kjarnorkuflaugarnar voru teknar niður. Og síðan hrundi múrinn. Þegar vitnaðist hvers garsrótarlýðræðið fengi megnað, þá tók sú vitneskja á rás og varð eftir það ekki stöðvuð. &#160;</p> <p>Í Nýja testamentinu segir frá því er djöfullinn freistaði Jesú og sagði freistarinn: Ef þú ert Guðs sonur, þá bjóð þú, að steinar þessir verði að brauði. En Jesús svaraði: Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni (Matt 4, 4).<br /> <br /> Það var í augum freistarans sönnun um almætti að geta breytt steinum í brauð. Að geta breytt leir í gull. Það er draumurinn um að geta skapað auð úr engu. Þetta er sagan um strit mannsins og baráttu við náttúruöflin, sagan um óttann við hungur og örbirgð; óttann við ósigur og dauða. Því engin skepna getur lifað án matar og maðurinn getur ekki lifað án brauðs.<br /> <br /> En það hrekkur ekki til. Mannsandinn þráir og þarf meira, ef samfélag á að þrífast.<br /> <br /> Í mannkynssögunni hafa af og til verið gerðar tilraunir til þess að finna út hvort maðurinn geti lifað á þessu brauði einu saman. Íslendingar hafa nýlokið einni slíkri tilraun. Hún heppnaðist ekki vel.<br /> <br /> Reyndar var gengið óvenju langt í þessari tilraun okkar. Hún átti rót að rekja allt aftur til loka áttunda áratugarins þegar Margrét Thatcher, járnfrúin breska, sagði eftirminnilega, að græðgi væri góð. Okkar útgáfa var mildari og jákvæðari: Virkjum eignagleðina. Þannig<br /> var það orðað hér á landi.<br /> <br /> Breytum steinum í brauð. Það var ellefta boðorðið. Og svo mjög ærðust hinir óstöðugu að ekkert heyrðust orðaskil úr Guðs munni um samúð og kærleika og umburðarlyndi. Hvað þá að maður ætti að elska náunga sinn.<br /> <br /> Í árþúsundir hafa trúarbrögðin, heimspekin og siðfræðin reynt að beisla hið illa með okkur og virkja hið góða. Þetta er eilífðarverk mannsins. Andvaraleysið er slæmt og ekki hjálpar þegar komið hefur bein hvatning um að virkja þær tilfinningar og hvatir sem við almennt teljum slæmar, ágirndina og eigingirnina.<br /> <br /> Best vegnar samfélögum sem eru í góðu jafnvægi, þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð, gagnkvæm virðing manna á milli, stofnanir þyka traustsins verðar, réttarkerfið nýtur virðingar og síðast en ekki síst siðleg gildi eru í hávegum höfð.<br /> <br /> Sagan kennir að mikilvæg gildi fá þrifist án stofnanalegrar umgjarðar. Kristur barðist við stofnanaveldi sinnar samtíðar. Hann skilgreindi sig aldrei í ljósi eigna eða veraldlegra gæða.<br /> Þau gildi sem hann boðaði, eru grundvöllur siðferðis kristinna manna, í fjölbreyttum söfnuðum víða um heim.<br /> <br /> Stofnanir samfélagsins eiga allt sitt undir sátt í samfélaginu. Styrkur þeirra byggist á samkennd og sameiginlegri siðferðisvitund. Það gildir um Alþingi, um dómstóla um viðskipti hvers konar og það gildir líka um kirkjuna. Og þegar sáttin týnist og siðferðið glatast, riða allar stofnanir til falls. Þegar köllin glymja: Breytið steinum í brauð, svo allir ærast af hávaða, þá bresta hin þykkustu tré. Fáir heyra í þeim sem segir: Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.<br /> <br /> En nú eru nýir tímar að ganga í garð. Átrúnaðurinn á græðgina og gullgerðaræðið, er í rénun. Nú geta þær stofnanir samfélagsins sem standa á góðu siðferði og gildum, byggt sig upp að nýju og við orðið hver annarri styrkur.</p> <p>Einhver sagðist vera algerlega á móti aðskilnaði ríkis og kirkju. Það væri meira en nóg að hafa eina stofnun sem reyndi að hafa vit fyrir manni. En þær eru ólíkar þessar stofnanir, ríkið og kirkjan. Þjóðkirkjan er þó betur sett að því leyti að enginn kemur þangað nauðbeygður. Ekki er hægt að segja sig undan ríkinu. Ekki er hægt að segja sig úr þjóðfélaginu.<br /> <br /> Allar stofnanir þjóðfélagsins eiga undir högg að sækja. Allar stoðir okkar litla samfélags eru í vanda. Verkefni okkar sem störfum í framvarðarsveit stofnana samfélagsins er að endurvinna traust. En það er ekki sama hvernig það er gert. Verkefni okkar er ekki að endurbyggja gömlu húsin eftir gömlu teikningunum. Verkefnið er að finna gallana, endurhugsa alla hluti, efast um allt og vanda til uppbyggingar. Við viljum koma sterkari út úr kreppunni en við fórum inní hana.<br /> <br /> Því kreppan var siðferðiskreppa. Og kreppan er enn siðferðiskreppa. Og því er horft til kirkjunnar. En þar starfa líka menn en ekki dýrlingar. Menn sem eru fullir af efa en líka trú. Og þar er líka að finna von og þar er líka að finna kærleika. Og kannski verðum við öll, hvar sem við störfum að endurbyggja samfélagið með kærleika. Þegar allt um þrýtur og hvorki finnast steinar né brauð, er kærleikurinn það eina sem eftir er. Samúð, samhugurinn, samfélagið.<br /> <br /> Getum við hafið okkur yfir erfiðleikana? Getum við orðið sterkari eftir en áður? Getum við látið áföllin efla okkur? Svarið er já, en því aðeins að við beygjum okkur og hugleiðum í auðmýkt en ekki í hroka.<br /> <br /> Ég óska Þjóðkirkjunni alls góðs. Megið þið hafa gjöfult og gott Kirkjuþing.</p> </div>

2010-10-23 00:00:0023. október 2010Nordiske kvinder mod vold

<p><strong><em>Ögmundur Jónasson<br /> Justits- og menneskerettighedsminister</em></strong><br /> </p> <p>Kære kampdeltagere,</p> <p>Til lykke med konferencen og også dette eksemplariske initiativ som den islandske kvindebevægelse har taget for at endnu en gang indlede en kvindestrejke eller en kvindefridag.</p> <p>I sin tid da kvinderne strømmede til en demonstration på Lækjartorg – torvet i Reykjavíks centrum – i året 1975 blev der fremsat meget klare retfærdighedskrav som i daværende atmosfære og tid fandtes at være radikale og helt ude af billedet.<span>&#160;</span> Sådanne aktioner er dog ikke ikke alene begrænset til kvinders bekæmpelse, idet de gør sig gældende<span>&#160;</span> i hvilken som helst retfærdighedsbekæmpelse, hvor de som mener at de er privilegerede føler at de er truede af andre som ønsker at opnå de samme privilegier.<br /> </p> <p>I demonstrationen i året 1975 blev fokus sat på den forskelsbehandling som kvinder følte at var den største, nemlig at de skulle oppebære lige løn som mænd på arbejdsmarkedet. Lønforskellen da var langt større end i dag, og såvel lønnet som ubelønnet arbejde hos kvinder blev ikke vurderet særlig højt.&#160; Men der er meget sket siden dette var, men alligevel er der stadig en lang vej at gå, indtil der kan opnås lige løn i arbejdsmæssigt henseende mellem kønnene.</p> <p>Jeg som står her har to hatte.<span>&#160;</span> Den som jeg har på i dag er hatten som tilhører justits- og menneskerettighedsministeren, men den anden tilhører trafik- og socialministeren. <span>&#160;</span>I den sidstnævntee funktion har jeg samt flere mænd været til stede når en ny tunnel skal åbnes eller en ny vejstrækning skal invies ved en højtidelig ceremoni. Jeg har endda siddet bag styrepindene i en gravemaskine, som jeg vel at mærke har meget ringe kendskab til, for at tage et skovlstik til et nyt anlæg, ikke med en spade, men med en gravskoskovl. Pressen møder op og tager billeder af mig og de andre mænd. Præcis på samme tid er der diskussion i Altinget om bevillinger til sundhedsvæsenet, med forslag om store nedskæringer, hvilke ville føre til masseopsigelser. Og hvem er det så som vil tabe deres stillinger?<span>&#160;</span> Det er kvinder i lavtlønnede stillinger. Og hvem vil så rykke ind og overtage helbredssystemets opgaver? For største delen bliver det kvinder som udfører ulønnet arbejde.<br /> </p> <p>Vi står over for den kendsgerning nu 35 år efter at kvindefridagen blev fejret for første gang i Island. Denne gang vil vi ikke rette projektøren mod kønnenes lige stilling, men derimod bekæmpelsen af seksuel vold. Så sætter jeg som justitsminister hatten på igen, og ikke mindst som menneskerettighedsminister, idet dette er ét og det samme embede.</p> <p>Når man tiltræder en ministerpost er det meget nemt at føle afmagt overfor store og små sagsområder som man har fået betroet. Og så kan det i nogle tilfælde være fristende at tro at man ikke har mange muligheder for at foretage noget som helst for at udbedre situation på visse områder.&#160; At systemet er nedsurret i fast rammer, hvor alle mulige ændringer og løsninger er blevet prøvet. Men hvis man går med til sådan noget, så svigter ministeren sine pligter.<br /> </p> <p>I de sidste uger og dage har jeg sat mig godt ind i det sagsområde som handler om seksuel vold mod kvinder og børn, ikke mindst efter et vellykket besøg hos Stígamót i sidste uge. Det blev specielt påpeget hvor lav procentdel af voldtægtssager bliver anmeldt og også hvor sjældent sagerne ender med domfældelse. Disse oplysninger tager jeg meget alvorligt.</p> <p><span>-&#160; -&#160; -&#160;&#160;</span> <span>- &#160;&#160;-</span></p> <p>Medens jeg var sundhedsminister blev jeg nogle gange spurgt om det ikke ville være mere naturligt hvis ministeren på dette område var uddannet eller havde joberfaring som læge, for eksempel. Hertil svarede jeg altid og havde det samme svar:</p> <p>“ Er det ikke lige godt hvis ministeren har været patient? Er det ikke lige godt hvis ministeren har prøvet det system som han skal styre?”</p> <p>Ministeren for helbredsanliggender tager sig sandelig af de ansatte i helbredssystemet. Han skal tage sig af sygeplejere, sygeplejersker, læger og jordemødre. Men hans største ansvar ligger dog overfor dem som trænger til brug af helbredstjenesten. Overfor patienten med kræft, den fødende moder, barnet med huller i tænderne. Jeg ser mine pligter som justits- og menneskerettighedsminister i nøjagtig det samme lys. Jeg er ministeren for asylsøgeren som drives fra det ene land til det andet, indvaliden som vil søge sin ret men har ikke råd til det, og jeg er minister for den person som er blevet voldtaget.</p> <p>Jeg syntes at min kollega, justitsminister Knut Storberget i Norge, udtrykte det på en fin måde da han svarede på et spørgsmål fra en læser i den norske avis VG, der blev stillet i forbindelse med rapportage om kvinder der blev myrdet af deres ægtefæller. Spørgsmålet lød: <span>&#160;</span>“<em>Nå har alle menn blitt i løpet av forholdsvis kort tid blitt stemplet som tikkende voldsbomber og drapsmenn af landets to største aviser. Som justisminister, nå skal du vise litt ryggrad i forhold til den rabiate feminismen som feier over landet?”</em></p> <p>Storberget svarede: “<em>Dette er å snu problemstillingen helt på hodet. Ryggrad skal vi ha, og det har jeg. Feminismen har bidratt til å kaste lys over denne alvorlige kriminaliteten. Straffeloven og straffesystemet har i stor grad vært utformet av og for menn.</em></p> <p><em>Vi menn må på banen, tage ansvar og bruge vores magt for at gøre noget her. Ja, rygrad!</em><span>“</span></p> <p>I Island hører vi også stemmer om at selve debatten om retshåndhævelsessystemets magtesløshed over for vold, er et problem i sig selv. Jeg er ikke blandt disse. Som en menneske i samfundet tager det mig tungt at måtte se i øjnene at i Island finder hundredetals af voldtægter sted hvert år medens domfældelser er meget få. Det kunne være en behagelig løsning at fornægte problemet eller prøve at forskønne virkeligheden. Men dette ville ikke føre os noget videre.</p> <p>Tilsyneladende værgrer kvinder, og i nogle tilfælde også mænd, som er blevet udsat for seksuel vold, sig ved at søge sin ret. Grundene herfor er sikkert forskellige og her i rummet er der helt bestemt mange personer som kender bedre til dette end jeg gør. Jeg for min del vil påtage mig ansvaret så godt jeg kan. Og jeg er overbevist om at vi kan gøre større anstrengelser. Det ville også være meget underligt af en mand i min stilling, hvis han mente at statistikken jeg nævnte er acceptabel og naturlig. Det det ville være endnu mere underligt hvis jeg ville påstå at vi ikke kunne gøre en indsats.</p> <p>I denne forbindelse vil jeg påpege at man har opnået en langt større bevidsthed om seksuel vold i de sidste år og årtier. Det er ikke så længe siden at der blev ikke snakket om seksuel vold.<span>&#160;</span> De kvinder og børn som stod frem og fortalte om de misgerninger de var blevet udsat for, blev mødt med fordømmelse og i nogle tilfælde blev alle midler brugt for at bringe deres oplevelser til tavshed.<span>&#160;</span> Heldigvis er dette gået i en bedre retning. Børn som bliver udsat for vold møder langt størrre forståelse end før. Derimod findes der fortsat svage spor af fordømmelse overfor kvinder – og i nogle tilfælde overfor mænd – som er blevet udsat for voldtægt, og tilbøjelighed til at vælte ansvaret fra gerningsmændene over på ofrene. Det er dog et klart faktum, at ansvaret for voldtægt hviler udelukkende på gerningsmanden og i den forbindelse er det helt uden betydning hvem offeret er, hvorvidt hun kendte vedkommende, om hun var påklædt eller nøgen eller under påvirkning af rusmidler eller ej.</p> <p>Jeg tager det meget alvorlig at ofrene for seksuel vold ikke nærer tillid til retshåndhævelsessystemet og som justits- og menneskerettighedsminister vil jeg gøre alt som står i min magt til at ændre på dette. Men jeg gør det ikke alene og heller ikke over nat.</p> <p>Den første etape i denne proces er allerede blevet bestemt. Justits- og menneskerettighedsministeriet har indkaldt til et stort samrådsmøde om spørgsmålet og det vil forhåbentlig finde sted den 12. november. Vi vil rette søgelyset mod behandlingen af voldtægtssagerne i retshåndhævelsessystemet. Der bliver indkaldt repræsentanter fra Stígamót, Modtagelsescentret for voldtægtsofre, rigsadvokaten, politiet, dommere, advokater og feminister, blot for at nævne nogle.<span>&#160;</span> Disse personer har en nøgleposition når det drejer sig om behandlingen af voldtægtssager. Repræsentanter fra Altinget bliver også indbudt.<span>&#160;</span> Der står fem temaer på dagsordenen som skal drøftes:<span>&#160;</span> lovgivningen, anmeldelserne, politiets efterforskning, påtalen og retsafgørelserne.<span>&#160;</span> Det er mit håb at når alle disse kræfter samles, kan vi gøre en større indsats i kampen mod seksuel vold. Dette samrådsmøde er bare begyndelsen men ikke slutningen af processen omkring problemet, og jeg håber at ud af dette kommer der forslag til aktioner som vi kan arbejde videre med og føre ud i livet så hurtigt som muligt.</p> <p>I begyndelsen af den islandske kvindebevægelses 100-årige historie fandtes deres tanker om stemmeret for at være radikale og oprørske. For 35 år siden fandtes det provokerende at de krævede lige stilling mellem kønnene på arbejdsmarkedet. I lyset af dette lader vi ikke stemmer som høres om radikalisme stoppe os i bekæmpelsen af seksuel vold.</p> <p>Forståelsen for naturen og omfanget af seksuel vold er uhyre vigtig, ikke bare i retshåndhævelsessystemet, men også i hele samfundet. Forståelsen for dette er bare det første skridt men ikke det sidste. Det er heller ikke tilstrækkeligt at have forståelse, hvis man ikke foretager sig noget videre. Det ville ikke indebære nogen som helst hjælp for ofrene.</p> <p>En konference som denne her er af meget stor betydning idet den skal være tankevækkende og inspirerende og den skal ikke kun tegne op mulige aktioner, men simpelthen også at stille krav til at der skrides ind. Det er lærerigt for os Islændinge at få et godt overblik over forholdene i de øvrige nordiske lande, også oplysninger om hvilket lovreformarbejde er på gang eller er blevet gennemført, samt hvilke aktioner er blevet iværksat.&#160; Seksuel vold er blandt de største trusler mod kvinders liv og helbred over hele verden.</p> <p>Jeg har desværre ikke mulighed for at deltage i konferencen med Jer i morgen, idet jeg har et engagement ude på landet med trafikministerens hat på, men min politiske rådgiver vil blive her og jeg vil så få et referet fra mødet efter weekenden. Lærdommen herfra tager vi med os ind i det kommende arbejde som venter forude her i Island.</p> <p>Jeg takker for initiativet til konferencen og ønsker Jer tillykke med den entusiasme og den styrke som jeg føler at er til stede her i salen. Med disse ord erklærer jeg konferencen for at være åbnet.</p> <p>&#160;</p>

2010-10-15 00:00:0015. október 2010Ávarp Ögmundar Jónassonar á ársfundi Jöfnunarsjóðs 2010

<p>Góðir ársfundarfulltrúar.</p> <p>Hér er að hefjast þriðji ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Enn á ný komum við saman til að fjalla um fjármál sveitarfélaga sem hafa verið mikið á dagskrá okkar í ráðuneytinu undanfarnar vikur og þar af leiðandi dagskrá minni sem ráðherra.</p> <p>Ég fjallaði um fjármálin á nokkrum aðalfundum landshlutasamtaka sveitarfélaga, á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga um síðustu mánaðamót og í gær á fjármálaráðstefnunni. Í dag koma þau enn til umræðu og nú á vettvangi Jöfnunarsjóðs.</p> <p>Ég hef á þessum fundum öllum skynjað miklar vangaveltur sveitarstjórnarmanna og áhyggjur af fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Eðlilega spáið þið og spekúlerið hvað er framundan og hvaða ráðstafanir er hægt að gera til að styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þetta er sama viðfangsefni og við glímum við í ríkisstjórninni, heimilin glíma við sömu vandamál og atvinnufyrirtækin einnig.</p> <p>Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur um árabil verið öflugur bakhjarl sveitarfélaganna. Tilgangur hans hefur þannig verið að jafna aðstöðumun hinna ólíku sveitarfélaga landsins sem eru misjafnlega í stakk búin til að standa undir lögboðnum verkefnum. Eins og við vitum eiga öll sveitarfélög, fjölmenn sem fámenn, að geta veitt þegnum sínum sams konar þjónustu í grundvallaratriðum hvort sem það er á sviði félagsþjónustu eða umhverfismála.</p> <p>Þannig er og hefur Jöfnunarsjóður verið afar mikilvægur sveitarfélögunum og blátt áfram lífsnauðsynlegur tekjustofn fyrir sum þeirra.</p> <p>Í byrjun síðasta árs skipaði forveri minn í embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra starfshóp til að endurskoða regluverk Jöfnunarsjóðs. Verkefnið var í höndum þeirra Flosa Eiríkssonar, Bjargar Ágústsdóttur og Guðmundar Bjarnasonar. Sérfræðingar Jöfnunarsjóðs og ráðuneytisins hafa unnið með starfshópnum.</p> <p>Slík endurskoðun var löngu tímabær. Margt hefur breyst og þróast í rekstrarumhverfi sveitarfélaganna og búsetuþróun landsins. Sveitarfélögum hefur fækkað örlítið síðustu árin, auknar kröfur eru gerðar til þeirra um þjónustu og stífari reglur hafa ný verkefni og kostnað í för með sér til dæmis á sviði sorp- og umhverfismála. Þá hefur íbúafjöldi sveitarfélaga tekið breytingum áfram, sums staðar fækkar íbúum ár frá ári en annars staðar fjölgar þeim. Allt er þetta eðlileg þróun í þjóðfélagi okkar.</p> <p>Þessi eðlilega þróun hefur líka haft áhrif á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Á liðnum árum hafa honum verið falin ýmis ný verkefni eins og þið þekkið og ég nefni aðeins flutning grunnskóla til sveitarfélaga, greiðslu húsaleigubóta, tímabundin framlög vegna sameiningarátaka sveitarfélaga og nú síðast endurgreiðslu vegna kostnaðarhækkunar sveitarfélaga með hækkuðu tryggingagjaldi.</p> <p>Með endurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs er verið að þróa og aðlaga hann að breyttum aðstæðum. Við megum þó ekki breyta honum breytinganna vegna. Við þurfum að vega og meta hvernig hann þjónar best hlutverki sínu í breyttu þjóðfélagi, endurmeta núverandi verkefni og íhuga hvort og hvaða ný verkefni hann gæti þurft að taka á sig. Við þurfum nýja heildarsýn og heildarstefnu fyrir Jöfnunarsjóðinn.</p> <p>Ég tel að þetta hafi starfshópurinn gert og sett fram í skýrslu sinni sem þið hafið eflaust kynnt ykkur. Markmið endurskoðunarinnar voru þau að stuðla að auknum gæðum jöfnunaraðgerða og tekið mið af heildaraðstæðum sveitarfélaga bæði tekjumegin og gjaldamegin. Það var einnig markmiðið að einfalda kerfið og síðan að útfæra tillögur með hliðsjón af breytingum á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga.</p> <p>Fulltrúar starfshópsins og sérfræðingar sambandsins og ráðuneytisins fóru á síðasta ári víða um land til að ræða við ykkur sveitarstjórnarmenn um ýmsar hugmyndir í þessum efnum.</p> <p>Starfshópurinn leggur til að breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs verði gerðar í nokkrum skrefum. Fyrsta skrefið&#160; yrði smávægilegar lagfæringar á reglunum sem ráðgjafarnefndinni yrði falið að vinna og næsta skref yrði að tekjujöfnunarkerfið verði lagt niður í núverandi mynd og tekið upp útgjaldamælingarkerfi. Hugmyndin er síðan að öll framlög sjóðsins sem hafa jöfnunartilgang verði sameinuð í eitt samræmt jöfnunarframlag sveitarfélaga og þannig þróað nákvæmt útgjaldamælingarkerfi sem gefi nauðsynlegan grunn til að skilgreina og meta útgjaldaþörf þeirra. Nú verður skipaður vinnuhópur sem tekur að sér að meta útgjaldaþörfina og hef ég þegar óskað eftir tilnefningum í þann hóp.</p> <p>Þið hafið væntanlega þegar kynnt ykkur nokkuð þessar tillögur og það verður fróðlegt að heyra sjónarmið ykkar varðandi þær. Við þurfum að vinna þetta í sameiningu og samræma sjónarmiðin og ég legg mikla áherslu á að við náum fram breytingum á næstunni sem bæta regluverkið.</p> <p>Ég hef heyrt af áhyggjum sveitarstjórnarmanna um aukaframlag Jöfnunarsjóðs á næsta ári og framlag sjóðsins vegna hækkunar tryggingagjalds og áhyggjur af miklum vexti í útgreiðslu húsaleigubóta. Ég skil vel þessar áhyggjur sveitarstjórnarmanna en við þurfum að sama skapi að hafa skilning á stöðu ríkissjóðs. Fyrir honum liggur áframhaldandi niðurskurður sem verður væntanlega um 33 milljarðar á næsta ári. Ég vonast til þess að við berum gæfu til að eiga góð og uppbyggileg samtöl um þessi atriði og komast á endanum að sameiginlegri niðurstöðu.</p> <p>Ég vil í lokin þakka ráðgjafarnefndinni fyrir mikil og vel unnin störf og sérstaklega formanni hennar, Guðmundi Bjarnasyni. Áhugi hans á málefnum sveitarfélaga hefur skilað sér vel í starfi nefndarinnar. Ráðgjafarnefndin er dæmi um vettvang sem nýtist ráðherra vel, vettvang þar sem sérfræðingar fjalla um mál sem þeir gjörþekkja og eru ráðherra til ráðuneytis um framgang mála. Slík fagleg ráðgjöf nýtist vel og ég vil þakka fyrir það.</p> <p>Ég vil einnig nota tækifærið og þakka Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir gott samstarf og fagleg vinnubrögð í þeim ýmsu nefndum sem við höfum átt samstarf í.</p> <p>Ég vil einnig þakka starfsmönnum Jöfnunarsjóðs fyrir framlag sitt og vel unnin störf. Þar er á engan hallað þó að ég nefni Elínu Pálsdóttur sérstaklega – hún er vakin og sofin yfir velferð Jöfnunarsjóðs. Við skulum undirstrika þakklæti okkar til starfsmanna Jöfnunarsjóðs með lófataki okkar.</p> <p>Ég hef nú dvalið við nokkur atriði í starfi Jöfnunarsjóðs og vil aðeins endurtaka að hann er okkur nauðsynlegt verkfæri og farvegur fyrir jöfnunaraðgerðir stjórnvalda í þágu íbúa hinna ólíku sveitarfélaga landsins. Sveitarfélög verða áfram ólík og þau verða áfram misjafnlega í stakk búin til að gegna hlutverki sínu. Þess vegna þurfum við áfram Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.<br /> </p>

2010-09-02 00:00:0002. september 2010Ræða Ögmundar Jónassonar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 2010

<p>Ágæta sveitarstjórnarfólk.</p> <p>Ég vil byrja á því að óska ykkur til hamingju með það lýðræðislega umboð sem þið hafið fengið til að vinna að framförum fyrir umbjóðendur ykkar og fyrir landið allt. Við stjórnmálamenn þurfum ávallt að hafa hugfast að við erum umboðsmenn fólksins, við höfum ekki valdið óskilyrt heldur er valdið íbúanna – þeirra sem kusu okkur til starfa.</p> <p>Ef fólkið vill fá valdið til sín og ákveða milliliðalaust hver stefnan eigi að vera í tilteknum málum eða hvernig eigi að útfæra þau ber okkur undanbragðalaust að verða við slíkum óskum. Spurningin snýst um það eitt hve hátt hlutfall kjósenda þurfi að setja slíka kröfu fram til að hún nái fram að ganga.</p> <p>Þetta þurfum við alltaf að hafa í huga, þið sem sveitarstjórnarmenn og við sem sitjum á Alþingi, burtséð frá því hvaða stjórnmálaflokki við fylgjum að málum. Lykilatriði í þessu er að hefja sig upp yfir landamæri flokka og fylkinga því að þannig gengur okkur best að vega og meta hverju sinni hvaða gagn við getum gert fyrir þá sem við störfum fyrir.</p> <p>Hið lýðræðislega umboð hefur margar víddir og hin lýðræðislega hugsun á að gagnsýra vinnubrögð okkar og afstöðu. Krafa dagsins, lærdómurinn af efnahagshruninu, er opin og vönduð stjórnsýsla og lýðræðisleg vinnubrögð. Nýafstaðin er atkvæðagreiðsla á Alþingi sem mörgum var og er erfið. Hún er erfiðust þeim sem sjá málin í persónulegu ljósi. Sagt er: Drengur góður skal nú ákærður frammi fyrir Landsdómi. En sem slíkur er hann ekki ákærður heldur sem ráðherra. Ákæruefnið er brot á lögum um ráðherraábyrgð. Ég tel sennilegt að slík lög hafi margoft verið brotin á undanförnum árum, jafnvel áratugum, og áleitin er sú spurning hvort sambærilegir hluti hafi gerst á sveitarstjórnarstiginu. Hvert og eitt sveitarfélag þarf að litast um í eigin ranni því að á slíkum málum þarf að taka og draga af þeim lærdóma. Það þarf að verða bylting hugarfarsins í íslenskri pólitík ef okkur á að auðnast að breyta starfsháttum til hins betra. Við þurfum að muna að á sama hátt og einstaklingur er kærður fyrir að brjóta umferðarlög keyri hann á 150 km hraða – þá er verið að dæma hegðun hans – brot á umferðarlögum, ekkert annað. Á sama hátt verður að líta á brot á stjórnsýslulögum, ráðherraábyrgð eða sambærilegum reglum í sveitarfélögum. Skoða þarf ávirðingar í ljósi þeirra laga sem við eiga í hverju tilviki. Þessi hugsun er grundvallarhugsun réttarríkisins. Ég veit að hér eru skoðanir skiptar og sumum finnst komið inn á sprengjusvæði en ég vil segja að við eigum að vanda okkur í tali, fara gætilega og skilgreina hugsun okkar, áður &#160;en við höfum í heitingum hvert við annað.</p> <p>Rannsóknarskýrsla Alþingis og ástandið í samfélaginu gefur okkur enn frekar en áður tilefni til að gleyma ekki því umboði sem við störfum eftir. Skýrslan bendir á það á mörgum stöðum að hefði okkur tekist betur að vinna saman og horfast í augu við þá þróun sem var að gerjast hefði okkur tekist að vinna betur úr þjáningum þessa skelfilega hruns.</p> <p>&#160;Lýðræðisumbætur og lýðræðisviðhorf þurfa að ríkja í þjóðfélaginu, bæði á Alþingi og á sveitarstjórnarstiginu. Þið sveitarstjórnarmenn þurfið að taka á með okkur þingmönnum að vinna að því að virða þetta lýðræðislega umboð sem okkur er falið.</p> <h3>Umbætur í stjórnsýslunni</h3> <p>Í stjórnkerfinu öllu hefur að undanförnu verið hugað að margs konar endurskoðun, endurbótum og skipulagsbreytingum. Eitt þeirra verkefna er að sameina ráðuneyti og eins og þið vitið verða dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sameinuð í innanríkisráðuneyti um næstu áramót. Einnig verður til velferðarráðuneyti úr heilbrigðisráðuneytinu og félags- og tryggingamálaráðuneytinu.</p> <p>Undirbúningur sameiningarinnar er þegar hafinn og ég sé í málaflokkum ráðuneytanna sem mér voru falin ýmis tækifæri til samþættingar og til að leggja niður hefðbundin landamæri. Þarna eru til dæmis möguleg samlegðaráhrif í löggæslu og umferðaröryggismálum, í siglingamálum og málefnum Landhelgisgæslunnar og það eru samlegðaráhrif í kringum mannréttindamál, neytendamál, kosningar og sveitarstjórnarmál. Þetta eigum við að nýta okkur og horfa á tækifæri sem í þessum skipulagsbreytingum felast.</p> <p>Sveitarstjórnarmálin munu áfram verða þýðingarmikill málaflokkur í hinu nýja ráðuneyti enda hefur umfang þeirra farið vaxandi og gerir enn með ýmsum breytingum sem unnið er að. Við eigum sameiginlegt markmið og það er að efla sveitarstjórnarstigið, að því hefur verið unnið og ég styð þau markmið heilshugar.</p> <p>Einn þátt vil ég nefna sem varðar hið nýja innanríkisráðuneyti. Ráðuneytið og sveitarfélögin eiga samleið í rekstri nýjustu stofnunar ráðuneytisins, Þjóðskrár Íslands, sem varð til í sumar við samruna Fasteignaskrár og Þjóðskrár. Innan stofnunarinnar reka ríki og sveitarfélög fasteignaskrá þar sem hvort stjórnsýslustig um sig skráir í skrána það sem undir það fellur. Þetta hefur reynst farsælt fyrirkomulag og getur orðið fyrirmynd á fleiri sviðum innanríkismála.</p> <p>Svipað fyrirkomulag gæti til dæmis hentað varðandi Þjóðskrá. Ég hef ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða lög um þjóðskrá og íbúaskráningu og er það í samræmi við tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2008 um að fram fari úttekt á tilhögun íbúaskráningar. Mun ég óska eftir að Sambandið tilnefni fulltrúa í þessa nefnd.</p> <p>Efling sveitarstjórnarstigsins hljómar í margra eyrum nánast eins og klisja en þetta er engin klisja, þetta er lýsing á sameiginlegum ásetningi okkar allra um að efla nærþjónustu við íbúa í þessu landi. Við verðum að opna hugann, losa okkur úr fjötrum vanahugsunar og einn þátt í því samhengi vil ég nefna. Sú hugmynd hefur komið fram að efla á landsbyggðinni fjölþátta þjónustukjarna. Sýslumenn sjá nú fram á endurskipulagningu á starfssviði sínu á komandi árum. Ég hef sett allar slíkar skipulagsbreytingar í rúman tímaramma. Unnið verður að breytingum á næstu fimm árum þannig að þær hafi náð endanlega fram að ganga árið 2016. Þennan tíma vil ég nota til að kanna til þrautar hvernig efla megi&#160; þennan starfsvettvang. Ég hef orðað það við sýslumenn sem eru handhafar framkvæmdavalds í héraði að undir þá gætu heyrt fleiri verkefni en nú gera. Þetta er dæmi um nýja hugsun sem nú er nauðsyn á.</p> <h3>Samstarf</h3> <p>Ég legg mikla áherslu á gott og náið samstarf við ykkur og samtök ykkar. Ég veit að öll þau verkefni sem unnið hefur verið að á liðnum misserum sem lúta að því að efla sveitarstjórnarstigið eru afrakstur mjög náins og góðs samstarfs milli ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það eru áherslur sem ég kann að meta, forveri minn Kristján L. Möller lagði áherslu á samstarfið og það vil ég ennfremur gera. Ég hef þegar fengið góðar heimsóknir sveitarstjórnarmanna sem vilja kynna mér ýmis málefni byggðarlaga sinna og ég met slíkar heimsóknir mjög mikils.</p> <p>Efling sveitarstjórnarstigsins er yfirskrift ræðu minnar hér í dag og er það viðamikið umfjöllunarefni. Við erum sammála um það hér að efling sveitarstjórnarstigsins er af hinu góða og hún er ekki síst nauðsynleg við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélagi okkar. Þetta er stefna ríkisstjórnarinnar og þetta er stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga. Markmiðið er að færa ábyrgð á eigin málum heim í hérað, að ákvarðanataka um mikilvæg málefni er varða velferð borgaranna séu teknar sem næst þeim sjálfum. Hins vegar eru sjálfsagt skiptar skoðanir meðal stjórnmálamanna um það hvað í því felist að efla sveitarstjórnarstigið.</p> <p>Almennt virðast bæði stjórnvöld og sveitarstjórnarmenn telja að í eflingu sveitarstjórnarstigsins felist í fyrsta lagi flutningur á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga. Í öðru lagi að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir og þeir styrktir og breikkaðir eftir því sem kostur er. Í þriðja lagi að skilyrði sveitarfélaga til að veita góða þjónustu sé annað hvort sameining eða aukin samvinna. Þá hefur líka verið talað um að það styrki sveitarstjórnarstigið að auka formfestu í öllum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Aðalatriðið í mínum huga er að við vitum hvað býr að baki gjörðum okkar og svo ég víki aftur að hinu lýðræðislega umboði sem ég talaði um, að þá verður meginniðurstaðan með öllum okkar gjörðum að vera umbjóðendum okkar í hag og í samræmi við þeirra vilja.</p> <p>Að öllum þessum verkefnum hefur verið unnið ötullega á síðustu misserum og óhætt er að segja að í ráðuneytinu hefur með þeim verkefnum verið velt við nánast hverjum steini. Ég ætla að fara yfir nokkur þeirra.</p> <h3>Verkaskipting</h3> <p>Fyrst geri ég að umtalsefni flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sem verður um áramótin eins og ykkur er öllum kunnugt. Í sumar skrifuðu fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og forystumenn Sambands íslenskra sveitarfélaga undir yfirlýsingu sem rammaði inn forsendurnar fyrir þessum verkefnaflutningi, bæði hvað varðar umfang þjónustu og fjárveitingar sem flytjast til sveitarfélaganna frá ríkinu. Samkvæmt henni munu um 10,7 milljarðar króna flytjast til sveitarfélaganna. Þetta er því umtalsverður fjármagnsflutningur og ég er sannfærður um að þjónustunni verði vel fyrir komið hjá sveitarfélögunum.</p> <p>Ég vil þó minna á að þessi breytta verkaskipting er ekki markmið í sjálfu sér. Ég lít svo á að við séum fyrst og fremst að skipta með okkur verkum í þeim tilgangi að veita fötluðum einstaklingum betri þjónustu en áður. Við þurfum alltaf að hugsa þessi verkefni út frá fólkinu sem við erum að þjóna. Þess vegna vænti ég þess að sveitarfélögin taki við þessum málaflokki til að geta þjónað íbúum sínum enn betur án milligöngu ríkisins. Gætum þess líka að við þennan málaflokk vinnur fjöldi sérfræðinga og fólk með margs konar sérmenntun og reynslu. Þessum mannauði þurfa sveitarfélögin einnig að hlúa að, hann eykur einnig styrk og getu sveitarfélaga til að sinna öðrum verkefnum enn betur.</p> <p>Ég tel mikilvægt að við ræðum áfram hvort tilefni er til að breyta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga enn frekar. Öldrunarmál hafa verið rædd sem næsta verkefni sem flytja má og ég sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra styð það heilshugar. Ég tel tækifæri felast í því að menn hætti að líta á öldrunarmál sem aðgreindan málaflokk heldur að litið sé á einstaklingsbundnar þarfir fólks á ólíkum skeiðum ævinnar sem kalla vissulega á mismunandi þjónustu. Þarna gætu sveitarfélögin unnið betur með einstaklingsbundnar þarfir íbúa sinna fremur en ríkið sem kannski hefur verið of upptekið af því að flokka þjónustuna í aðskilin hólf. Hérna kunna að vera mikil tækifæri til enn frekari samþættingar velferðarþjónustu þar sem staðbundnar þarfir og óskir ráða ferðinni.</p> <p>Einnig gætu verið forsendur fyrir flutningi framhaldsskólanna að einhverju marki til sveitarfélaga og ég hvet til að menn fari vel yfir hvort ekki er grundvöllur fyrir skrefum í þá átt að hafa tilraunasveitarfélög í þessu efni eins og var gert með málefni fatlaðra. Þá hafa sveitarfélög nefnt að þau vilja taka við samgönguverkefnum frá ríkinu og jafnvel löggæslu en um það síðasta hef ég ákveðnar efasemdir.</p> <h3>Tekjustofnar</h3> <p>Hluti af eflingu sveitarfélaga er að þau hafi jafnan næga tekjustofna til að sinna verkefnum sínum.</p> <p>Forveri minn skipaði nefnd fulltrúa allra þingflokka og Sambands íslenskra sveitarfélaga á síðasta sumri til að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaga. Nefndin skilaði áfangaskýrslu um áramótin og setti fram ýmsar gagnlegar ábendingar. Nefndin mun skila lokaskýrslu um miðjan október og ég vænti þess að þær liggi fyrir áður en við göngum til fjármálaráðstefnu sambandsins.</p> <p>Markmiðið með starfi nefndarinnar er að finna leiðir til að breikka og styrkja tekjustofna sveitarfélaga. Það er gott markmið en það verður þó að segjast eins og er að það er ákveðnum vandkvæðum bundið að gera það um þessar mundir.</p> <p>Þið þekkið þá stöðu sem ríkissjóður er í um þessar mundir, hann þarf að haga fjármálum sínum í samræmi við stranga áætlun næstu árin – og þið þekkið líka gestinn sem hjá okkur dvelur og leggur ýmsar kvaðir á herðar okkar, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ríkisvaldið hefur því bæði þurft að fara í erfiðar aðgerðir hvað varðar niðurskurð á útgjaldahlið ríkisfjármálanna og aukna skattlagningu. Þetta eru sársaukafullir tímar fyrir alla og næsta ár verður ekki létt hvað þetta varðar.</p> <p>Ríkið er í gjörgæslu var sagt hér í ræðu áðan, hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Að hverju skyldi sú gjörgæsla snúa, það er fjármagnið og eigendur þess sem passað er uppá en ekki hef ég orðið var við fulltrúa AGS sem yfirsetukonur á spítalagöngum landsins eða á sambýlum fyrir fatlaða. Þar þurfum við öll að standa vaktina og hafa velferðarkerfi okkar í stöðugri gjörgæslu að hluta til gagnvart þessum gesti sem hefur þröngvað sér uppá okkur tímabundið.</p> <p>En allar hugmyndir um styrkingu og breikkun tekjustofna sveitarfélaga þurfa að koma fram í dagsljósið og eru vel þegnar. Þær hljóta þó að fela í sér annað hvort auknar álögur eða betri nýtingu núverandi tekjustofna. Þá velti ég því fyrir mér hvort hægt sé að skoða innbyrðis skiptingu núverandi tekjustofna milli sveitarfélaga, t.d. hvað varðar ráðstöfun fjármuna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Allt þetta eru álitaefni sem nefndin vonandi kannar og þegar tillögur hennar koma fram um miðjan næsta mánuð mun ég setjast yfir þær með ykkar fulltrúum.</p> <p>Eins og þið vitið liggur fyrir mikil úttekt á öllu regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tillögur eru uppi um þrjár leiðir til endurskoðunar eða þrjú skref sem ganga misjafnlega langt. Ég hef ekki tekið afstöðu til þessara leiða, að nánari greiningu á áhrifum þeirra er nú unnið í ráðuneytinu og verður sú niðurstaða kynnt á ársfundi Jöfnunarsjóðsins um miðjan október. Þá þurfum við í sameiningu að ræða saman um gagnsemi þeirra og áhrif. Við verðum að vera óhrædd við að endurskoða regluverkið og leiða fram breytingar sem hafa á heildina litið jákvæð áhrif. Jöfnunaráhrifin verða að vera ljós og ég sem &#160;jafnaðarmaður eins og ég held að við séum öll inn við beinið er eindregið þeirrar skoðunar að jöfnunarkerfi verður að standa undir nafni.</p> <h3>Fjármálaleg samskipti</h3> <p>Á þessum tíma sem ég hef starfað sem sveitarstjórnarráðherra hef ég verið upplýstur um ýmis fjármálaleg atriði í samskiptum ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Ég hef heyrt af áhyggjum sveitarstjórnarmanna um að blikur séu á lofti í fjárlagatillögum næsta árs hvað varðar aukaframlag Jöfnunarsjóðs og framlag sjóðsins vegna hækkunar tryggingagjalds. Þá hafa sveitarstjórnarmenn haft áhyggjur af miklum vexti í útgreiðslu húsaleigubóta og að óljóst sé hvort endurgreiðsla ríkisins gegnum Jöfnunarsjóð á næsta ári verði fyllilega í samræmi við samkomulag um auknar húsaleigubætur frá vordögum 2008.</p> <p>Ég skil vel þessar áhyggjur sveitarstjórnarmanna en við þurfum að sama skapi öll að hafa skilning á stöðu ríkissjóðs.</p> <p>Ég vona til þess að við berum gæfu til að eiga góð og uppbyggileg samtöl um þessi atriði þegar fjárlagafrumvarpið liggur fyrir og það verður þá Alþingis að taka afstöðu til þess hvort tilefni er til að breyta frá því sem ríkisstjórnin leggur til í þessum efnum. Ég vil þó minna enn og aftur á að ríkissjóður býr við afar þröngan kost, fyrir liggur áframhaldandi niðurskurður sem verður væntanlega um 30 milljarðar á næsta ári og því verða allir fyrir barðinu á því, því miður líka sveitarfélögin í landinu.</p> <p>Hvað varðar úthlutun aukaframlags Jöfnunarsjóðs á þessu ári, sem er milljarður króna, vil ég upplýsa ykkur um að starfsmenn ráðuneytisins hafa kynnt fyrir mér hugmyndir að fyrirkomulagi framlagsins. Í meginatriðum ganga hugmyndirnar út á að beita svipuðum reglum og í fyrra, með undantekningum þó. Ég hef lagt til að þær verði sendar til sambandsins til umsagnar og frekari umræðu og ég vonast til að við getum gengið frá þeim reglum fljótlega í október og greitt framlagið strax í kjölfarið.</p> <h3>Efnahagssamráð og fjármálareglur</h3> <p>Liður í því að efla sveitarstjórnarstigið er að tryggja fjárhagslega sjálfbærni þess og stöðugleika. Við efnahagshrunið kom í ljós er að ríki og sveitarfélög gengu ekki í takt þegar kom að efnahagsmálum, hið opinbera var ekki að vinna saman sem slíkt og þegar öll rök mæltu með minnkandi opinberum umsvifum voru þau aukin. Fjárfestingar voru miklar í aðdraganda efnahagshrunsins, sérstaklega á vaxtarsvæðum og margir sáust ekki fyrir. Það eflir ekki sveitarstjórnarstigið ef því er steypt út í skuldir, mikilvægt er að jafnvægi og sjálfbærni sé til staðar.</p> <p>Því var ákaflega mikilvægt skref stigið fyrir rétt um ári síðan þegar undirritaður var svokallaður Vegvísir að hagstjórnarsamningi milli ríkis og sveitarfélaga. Með honum voru sett skýr markmið um nánara samráð í efnahagsmálum og að mótaðar yrðu fjármálareglur fyrir sveitarfélög sem reistu skorður við skuldsetningu og stuðluðu að hallalausum rekstri sveitarfélaga.</p> <p>Samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál var falið að vinna að tillögum á grundvelli vegvísisins og í síðustu viku skilaði nefndin skýrslu sinni til mín og sambandsins. Skýrslan er nú til umfjöllunar á landsþingi ykkar en það vekur ánægju mína að allir fulltrúar í nefndinni standa saman að tillögum sem þar eru settar fram.</p> <p>Ég vænti þess að þið ræðið ítarlega um skýrslu og tillögur nefndarinnar. Ég mun svo eiga fundi í október um málið með formanni sambandsins og flytur hann mér þá niðurstöðu ykkar. Ég reikna enn fremur með að skýrslan verði umfjöllunarefni á formlegum samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga sem ég hyggst boða við fyrstu hentugleika. Við þurfum sem fyrst að svara því hvernig við ætlum að innleiða nýtt efnahagssamráð og hvaða fjármálareglur eiga að gilda um starfsemi sveitarfélaganna – t.d. hvaða ákvæði þarf að innleiða í lög.</p> <h3>Sveitarstjórnarlög</h3> <p>Unnið hefur verið að endurskoðun sveitarstjórnarlaga og liggur fyrir uppkast að frumvarpi frá nefnd sem falið var það verkefni. Mér er kunnugt um að þið hafið málið nú til skoðunar, ég hef ekki sjálfur tekið afstöðu til frumvarpsins í heild sinni eða einstakra breytingatillagna sem þar kunna að felast en legg áherslu á opið og gegnsætt samráðsferli áður en málið verður lagt fyrir Alþingi. Þetta eru mikilvægustu lög sveitarstjórnarstigsins, þetta er stjórnarskrá fyrir hið staðbundna lýðræði og ég legg áherslu á að þið sem fulltrúar þess kynnið ykkur vel þær hugmyndir sem nú liggja á borðinu og komið þeim á framfæri við ráðuneytið.</p> <p>Mínar áherslur liggja í því að ég vil efla lýðræðislega ákvarðanatöku, ég vil opna stjórnsýslu sveitarfélaga og tryggja bæði rétt íbúa til upplýsinga og aðgangs að ákvörðunum um eigin málefni. Sveitarfélag er ekki til fyrir sveitarstjórn, heldur er það félag íbúanna. Þeir hafa valið sveitarstjórnarmenn til að vera umboðsmenn sínir í tiltekinn tíma, og þá er ég aftur kominn að því sem ég byrjaði á, hinu lýðræðislega umboði. Þetta eigum við að hafa í huga og þessi meginsjónarmið vil ég verja í sveitarstjórnarlögum.</p> <p>Í frumvarpsdrögunum er opnað fyrir þá hugsun að enda þótt sveitarstjórnarlögin séu hugsuð sem eins konar stjórnarskrá og grunnviðmið þá er gert ráð fyrir tilraunastarfsemi og svigrúmi til að þróa áfram nýja hugsun. Sem dæmi má nefna að gert er ráð fyrir því að 20% kosningabærra manna geti óskað eftir íbúakosningu.</p> <p>Ég vonast til að geta lagt fram frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga í nóvember og ítreka því óskir mínar um að heyra ykkar álit á þeim drögum sem nú eru til umfjöllunar.</p> <h3>Sameiningarátak</h3> <p>Fyrir rétt rúmu ári síðan undirrituðu forveri minn, Kristján L. Möller og formaður Sambandsins, Halldór Halldórsson yfirlýsingu um vinnu við mótun tillagna um leiðir til frekari sameiningar sveitarfélaga. Eins og fram kom í yfirlýsingunni var litið á þetta sem lið í átaki til eflingar sveitarstjórnarstigins.</p> <p>Á grundvelli yfirlýsingarinnar var skipuð fjögurra manna nefnd sem fékk það hlutverk að ræða og meta sameiningarkosti í hverjum landshluta. Nefndin er skipuð reynslumiklu og góðu fólki þeim Flosa Eiríkssyni, formanni, Þorleifi Gunnlaugssyni, Dagnýju Jónsdóttur og Soffíu Lárusdóttur.</p> <p>Samkvæmt yfirlýsingunni átti nefndin að leggja fyrir þetta landsþing álit sitt á sameiningarkostum þar sem málið yrði tekið til umræðu. Það er skemmst frá því að segja að nefndin afhenti mér skýrslu sína í gær og verður hún til umfjöllunar í umræðuhópi hér á landsþinginu.</p> <p>Þetta er umræðuskjal þar sem settar eru fram fyrstu hugmyndir um sameiningarkosti í hverjum landshluta. Þetta er gagnmerkt plagg að mínu viti og ber þess glöggt merki að mikið samráð hefur verið milli nefndarinnar og fulltrúa landshlutasamtakanna. Í umræðuskjalinu eru settar fram áhugaverðar hugmyndir og rök fyrir ákveðnum sameiningum og á sama hátt lýst hvar síst er talið líklegt að til sameininga komi. Ég hvet landsþingsfulltrúa til að kynna sér hugmyndirnar sem hér eru settar fram og álykta um þær. Samband íslenskra sveitarfélaga þarf að tjá vilja sinn í þessum efnum og hvert yrði næsta skref í þessari vinnu.</p> <p>Hvað varðar sameiningar sveitarfélaga er afstaða mín skýr. Ég er fylgjandi því að sveitarfélög eflist með frekari sameiningum eða samvinnu. Ég tel að þau verkefni sem þeim hefur verið falið og eru að taka að sér séu þess eðlis að það sé betra að þau séu nægjanlega öflug til að valda þeim sem skyldi – íbúanna vegna. Sameining er af hinu góða en ég vil ekki að það gerist með einhverjum fyrirmælum að ofan. Viljinn til að sameinast og forsendur sameiningar verða að mótast hjá íbúunum sjálfum, ég get hvatt til sameiningar og bent á kosti hennar en ég ætla ekki ríkisvaldinu að grípa fram fyrir hendur á íbúum sveitarfélaga og hafa vit fyrir þeim í þessum efnum.</p> <p>Móttóið er að sameining sveitarfélaga verði með frjálum vilja. Heimamenn í hverju byggðarlagi eiga að taka frumkvæðið, finna það út hvernig þeir geta eflt sveitarstjórnarstigið og breytt skipulagi eða aukið samstarf í þágu íbúanna. Þetta er það grasrótarlýðræði sem ég styð með góðu samstarfi við sveitarstjórnarmenn um land allt. Það skilar bestum árangri.</p> <p>Við megum aldrei missa sjónar á megin markmiði okkar sem er að bæta þjónustuna við fólkið í landinu.</p> <p>&#160;</p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira