Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Björns Bjarnasonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2008-12-15 00:00:0015. desember 2008Minnisvarði um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds

<p></p> <p><span><strong>Björn Bjarnason:</strong></span></p> <h1 align="center">Minnisvarði um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds</h1> <p align="center">Akureyri, 14. desember, 2008.</p> <p>&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Á þessum tíma fyrir 20 árum, var alþingi að fjalla um frumvarp til laga um aðskilnað umboðsvalds og dómsvalds <span></span>í héraði, og átti það rætur í dómum um umferðarlagabrot á Akureyri. Undir árslok 1989 var svo hugur fæstra bundinn við lögfræði eða dómsmál, jafnvel þótt Ísland og mannréttindadnefndin í Strassborg ættu hlut að máli vegna þessara sömu dóma. Athygli heimsins beindist þá að heimssögulegum atburðum í Austur-Þýskalandi, Sovétríkjunum og Austur-Evrópu allri. Atburðum, sem breyttu framvindu sögunnar á svipaðan hátt og árásin á New York og Washington 11. september árið 2001 eða fjármálakreppan, sem gengur yfir veröldina á líðandi stundu.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrir tveimur áratugum vissi enginn frekar en nú, hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvers mönnum þætti sérstök ástæða til að minnast, þegar fram liðu stundir. Hefði einhver spáð, að líklega kæmu menn saman 14. desember 2008 á horni Þingvallastrætis og Byggðavegar á Akureyri við minnisvarða um þrískiptingu ríkisvaldsins vegna fyrrnefndra dóma um umferðarlagabrot og síðan á málþingi í lagadeild Háskólans á Akureyri til að ræða afleiðingar málsins, hefði sá hinn sami líklega verið talinn eitthvað skrýtinn.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Hvað sem því líður erum við hér í dag til að rifja upp einstakan atburð í íslenskri réttarsögu. Vegna þessa atburðar samþykkti alþingi vorið 1989 lög um aðskilnað umboðsvalds og dómsvalds í héraði og náði með því markmiði, sem fyrst var sett á þingi árið 1914.</span></p> <p align="justify"><span>Í greinargerð með frumvarpinu frá árinu 1989 var rifjað upp, að Íslendingar væru aðilar að Evrópuráðinu og hefðu skuldbundið sig til að fylgja sáttmála þess um verndun mannréttinda og mannfrelsis, en þar segði m.a. að léki vafi á um réttindi þegns og skyldur eða hann væri borinn sökum um refsivert athæfi, skyldi mál hans útkljáð af óháðum dómstóli. Síðan sagði orðrétt í greinargerðinni:</span></p> <p align="justify"><span>&bdquo;Í október 1987 var tekið fyrir hjá mannréttindanefnd Evrópuráðsins mál manns sem búsettur er á Akureyri. Hafði hann verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. Í samræmi við gildandi lög var mál hans tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans á Akureyri, en hann starfar á ábyrgð og undir stjórn bæjarfógeta sem jafnframt er yfirmaður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að mál sakbornings hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara.</span></p> <p align="justify"><span>Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að málið væri tækt til efnismeðferðar, en það þýðir að nefndin telur líkur á að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmálanum. Má segja að með því sé réttarfar Íslendinga í opinberum málum komið undir smásjá samstarfsþjóða okkar í Evrópuráðinu og hlýtur það að leiða til aukins þrýstings um umbætur á dómstólakerfi og réttarfari hérlendis.&ldquo;</span></p> <p align="justify"><span>Í þessum orðum er því næsta mildilega lýst, hvað knúði á um setningu laganna um aðskilnaðinn. Í því fólst alvarleg viðvörun, að mannréttindanefndin ákvað að leggja þetta mál fyrir mannréttindadómstól Evrópu sem mál gegn íslenska ríkinu.</span></p> <p align="justify"><span>Dómstóllinn tók málið ekki til meðferðar heldur varð í mars 1990 við ósk ríkisins um að fella það niður, eftir að ríkið hafði gert sátt við kærandann, Jón Kristinsson [lögmaður hans var Eiríkur Tómasson hrl. síðar prófessor]. Þá taldi dómstóllinn, að bætt hefði verið úr því atriði í íslenskri löggjöf, sem gaf tilefni til kærunnar, með setningu fyrrnefndra laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92/1989, og þeirri stefnu um skýringu á íslenskum reglum um vanhæfi dómara, sem var mörkuð með dómi hæstaréttar frá 1990. [Sigurður Jónsson, sem dæmdi í málinu á Akureyri var árið 1990 aðstoðarmaður Óla Þ. Guðbjartssonar, dóms- og kirkjumálaráðherra og kom sem slíkur að sáttargjörðinni í Strassborg.]</span></p> <p align="justify"><span>Í upphafi tíunda áratugarins tapaði íslenska ríkið máli fyrir mannréttindadómstólnum í Strassborg, sem Þorgeir Þorgeirson, rithöfundur, höfðaði. Við svo búið var ákveðið að festa mannréttindasáttmála Evrópu í lög á Íslandi og gerðist það árið 1994.</span></p> <p align="justify"><span>Árið 1995 var stjórnarskrá okkar breytt og við hana bætt grein, 70. grein, sem tók mið af niðurstöðunni frá Strassborg 1990. Í skýringu á greininni segir meðal annars, að þar sé mælt fyrir um, að dómstólar skuli vera óháðir og óhlutdrægir. Þetta sé undirstaða þess, að maður geti talist njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólunum. Með því að segja dómstóla óháða sé einkanlega skírskotað til þess að dómstólar eigi að vera sjálfstæðir og ekki háðir öðrum þáttum ríkisvaldsins.</span></p> <p align="justify"><span>Þarna er með öðrum orðum verið að árétta þrískiptingu ríkisvaldsins.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Það fer því ekki á milli mála, að við komum hér saman af verðugu tilefni og vil ég þakka þeim, sem höfðu frumkvæði að þessari athöfn, og sérstaklega er ánægjulegt, að upphafsmaðurinn sjálfur, Jón Kristinsson, skuli vera hér meðal okkar.</span></p> <p align="justify"><span>Þótt aðskilnaðarlögin frá 1989 hafi dugað til að koma íslenska ríkinu undan því að hljóta dóm í Strassborg fyrir brot á mannréttindasáttmálanum, voru þau síður en svo eina löggjöfin, sem rekja má til hins réttarsögulega atburðar.</span></p> <p align="justify"><span>Fjölmargar lagabreytingar voru gerðar í tilefni aðskilnaðarins. Það voru til dæmis settir nýir lagabálkar bæði á sviði opinbers réttarfars og einkamálaréttarfars , sbr. ný lög um meðferð opinberra mála, lög um meðferð einkamála, lög um aðför, lög um kyrrsetningu, lögbann o.fl., lög um gjaldþrotaskipti o.fl., og lög um nauðungarsölu og aðrar lagabreytingar sem of langt mál er að telja upp hér. Þessi lög eru enn í fullu gildi, en lög um meðferð sakamála munu leysa lög um meðferð opinberra mála af hólmi nú um áramótin.</span></p> <p align="justify"><span>Um tveir tugir stjórnvaldsfyrirmæla voru gefnir út vegna þessara umfangsmiklu breytinga. Settir voru á fót 8 héraðsdómstólar,<span>&nbsp;</span> og urðu talsverðar breytingar á verkefnum sýslumanna, en verkefni sem töldust til dómsmála fluttust samkvæmt nýrri skilgreiningu til héraðsdómstólanna. Jafnframt fengu embættin ný verkefni m.a. á sviði sifjaréttar og skv. lögræðislögum. Þá fengu sýslumenn ákæruvald í minni háttar málum, einkum á sviði sérrefsilaga.</span></p> <p align="justify"><span>Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins héldu námskeið fyrir sýslumenn og fulltrúa þeirra til að kynna þeim hin nýju verkefni. Önnur námskeið voru og haldin í tengslum við aðskilnaðinn og handbækur voru gefnar út.</span></p> <p align="justify"><span>Ráðist var í framkvæmdir til að tryggja sýnilegt sjálfstæði dómstóla með því að greina aðsetur þeirra frá skrifstofum sýslumanna.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar litið er til baka, eru allir sammála um, að rétt og löngu tímabært skref hafi verið stigið með þessari uppstokkun á dómskerfi okkar. Enginn dregur í efa sjálfstæði dómstólanna, þótt menn geti deilt um niðurstöðu dómara og þótt hin síðari ár hafi málum, sem dæmd hafa verið í hæstarétti oftar verið skotið til Strassborgar en áður var.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Ég ætla ekki að spá neinu um framtíðina á þeim miklu breytingatímum, sem við nú lifum. <span>&nbsp;</span>Alþingi hefur á síðustu dögum samþykkt lög, sem snerta mannréttindi og marka tímamót í réttarsögunni ekki síður en aðskilnaðarlögin 1989.</span></p> <p align="justify"><span>Þar vísa ég í fyrsta lagi til laga um sérstakan saksóknara vegna bankahrunsins. Þau geyma meðal annars ákvæði um réttarstöðu uppljóstrara, en það er nýmæli í sakamálalöggjöf á Norðurlöndum.</span></p> <p align="justify"><span>Í öðru lagi nefni ég lögin um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna og tengdra atburða. Samkvæmt þeim verður sérfræðinefndum falið að rannsaka aðdraganda þess, að fjármálakerfi þjóðarinnar hrundi.</span></p> <p align="justify"><span>Atvik, stór og smá, leiða þannig oft til þáttaskila á sviði lögfræði og stjórnsýslu.</span></p> <p align="justify"><span>Enginn veit, hvað lagasetning vegna bankahrunsins ber í skauti sér, hitt er ég viss um, að í samtíðinni eru að gerast atvik, sem verða talin marka mikilvæg þáttaskil, þegar fram líða stundir, án þess að við áttum okkur nú á raunverulegum áhrifum þeirra.</span></p> <p align="justify"><span>Verði einhvers, sem nú gerist, minnst á sama hátíðlega hátt og gert er hér í dag, getum við verið stolt af framlagi okkar.</span></p> <p align="justify"><span>Það er svo sannarlega ekki á hverjum degi, að atvika í réttarsögunni er minnst með minnisvarða og málþingi.</span></p> <p align="justify"><span>Ég ítreka þakkir mínar til þeirra, sem hér hafa átt hlut að máli.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-12-12 00:00:0012. desember 2008Lögregla veitir öryggi og traust

<p align="justify"><span><strong>Björn Bjarnason:</strong></span></p> <h2 align="center"><span>Lögregla veitir öryggi og traust.</span></h2> <p align="center"><br /> <strong><span>Lögreglunemar brautskráðir,<br /> </span><span>Bústaðakirkju, 12. desember, 2008.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="justify"><span>&bdquo;Með lögum skal land byggja&ldquo;. Orð Njáls á Bergþórshvoli, einkunnarorð lögreglunnar, eiga brýnt erindi nú á tímum, þegar íslenska þjóðin og raunar heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir erfiðum og að mörgu leyti óvæntum viðfangsefnum. Ykkur, ágætu lögreglunemar, bíða ábyrgðarmikil verkefni, ég veit, að þið eruð vel undir þau búin og óska ykkur innilega til hamingju með að hafa náð þessum áfanga.</span></p> <p align="justify"><span>Lögreglustarfið krefst mikils af þeim, sem til þess veljast. Það sannast enn og aftur nú, þegar reiði og óvissa grefur um sig í þjóðfélaginu og jafnvel er reynt að trufla störf alþingis, sem þegar á tíma Njáls á Bergþórshvoli, var friðheilagt í trausti þess, að þar kæmu menn saman til að leysa úr ágreiningi með rökum og í krafti laga en ekki með vopnum eða ofbeldi.</span></p> <p align="justify"><span>Eftir að lögregla var kölluð á vettvang til að tryggja starfsfrið alþingis á dögunum, báru fulltrúar þingsins lof á lögregluna: Í fyrsta lagi fyrir hve fljót hún var á staðinn og viðbragðið gott. Í öðru lagi fyrir hve fljótt og vel tókst að greiða úr erfiðu ástandi sem þarna skapaðist og í þriðja lagi fyrir hve yfirvegaðir og rólegir lögreglumennirnir voru á vettvangi og sýndu mikla þolinmæði í samskiptum við þann hóp einstaklinga, sem vildi ryðjast inn í þinghúsið.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tek undir þessi lofsyrði og geri þau að mínum.</span></p> <p align="justify"><span>Lýsingin á verklagi lögreglunnar í þinghúsinu kemur og vel heim og saman við niðurstöðu í gagnmerkri skýrslu, sem Arnar Guðmundsson skólastjóri og samstarfsmenn hans unnu á liðnu sumri að ósk minni samkvæmt kröfu frá alþingi um rannsókn á framgöngu lögreglu gagnvart mótmælendum gegn Kárahnjúkavirkjun og stóriðju.</span></p> <p align="justify"><span>Tilmælin um skýrsluna komu frá þeim hópi þingmanna, sem helst gagnrýnir lögreglu, en með því er ýtt undir tortryggni vegna aðgerða hennar og jafnvel dregið í efa, að þær standist stjórnarskrá landsins og lög.</span></p> <p align="justify"><span>Skýrslan til alþingis sýndi afdráttarlaust , að framganga lögreglunnar var á allt annan og betri veg en látið var í veðri vaka. Frá því að skýrslan var birt í september, hefur málið ekki verið til umræðu á opinberum vettvangi. Þetta vopn snerist einfaldlega í höndum þeirra, sem því ætluðu að beita.</span></p> <p align="justify"><span>Almennt traust er borið til lögreglunnar. Við, sem höfum fylgst náið með störfum lögreglu, þekkjum mikinn metnað hennar. Vil ég við þetta hátíðlega tækifæri þakka lögreglunni, hve vel og skynsamlega hún rækir starf sitt.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Það fer ekki fram hjá neinum, að um þessar mundir er eindregið hvatt til mikils aðhalds í opinberum rekstri og að öllum tiltækum ráðum skuli beitt til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Undan þessum afleiðingum fjármálakreppunnar fær enginn vikist og þær bitna á okkur, sem störfum að réttarvörslunni eins og öðrum.</span></p> <p align="justify"><span>Á alþingi er einmitt í dag verið að undirbúa aðra umræðu fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár, sem ætlunin er að lögfesta í næstu viku. Í gær lýsti forsætisráðherra yfir, að leitast yrði við að standa vörð um grunnþætti í rekstri ríkisins, það er heilbrigðisþjónustu, skólastarf og löggæslu.</span></p> <p align="justify"><span>Það verður sameiginlegt verkefni okkar allra, sem komum að því að halda uppi lögum og rétti, að tryggja sem best öfluga löggæslu við gjörbreyttar og erfiðar aðstæður í ríkisfjármálum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Til marks um góða samvinnu við úrlausn þessara mála nefni ég tillögur um rekstur Lögregluskóla ríkisins á næsta ári en þær voru mótaðar undir forystu skólans í samvinnu við lögreglustjóra, lögreglumenn og ráðuneyti. Þar lögðust allir á eitt með það að markmiði að gæta sem best að hagsmunum allra. Hver hin endanlega útfærsla verður, vitum við ekki, fyrr en fjárlög hafa verið samþykkt.</span></p> <p align="center"><sup><span>*</span></sup></p> <p align="justify"><span>Að þessi óvissa ríki, góðir lögreglunemar, sýnir, að þið gangið til liðs við lögregluna á sannkölluðum breytingatímum þar sem miklar kröfur verða gerðar til ykkar. Það er ekki aðeins óvissa um afkomu þjóðarbúsins heldur kann þjóðfélagsgerðin sjálf að vera að taka á sig allt aðra mynd en vænst var við upphaf náms ykkar. Þá hefur einnig verið lagt á ráðin um enn frekari breytingar á innviðum lögreglunnar með fækkun og stækkun lögregluuumdæma undir forystu þeirra, sem sérhæfa sig í lögreglustjórn.</span></p> <p align="justify"><span>Á tímum breytinga felst styrkur í því að geta stuðst við þá, sem veita öryggi og traust. Lögreglan er ein þeirra stofnana þjóðfélagsins, sem gegnir því hlutverki með miklum sóma. Yfirveguð og fumlaus framganga lögreglu vekur<span>&nbsp;</span> traust<span>&nbsp;</span> hjá þjóðinni. Einmitt þess vegna er ég stoltur af því að hafa fengið tækifæri til að leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja löggæslu og ganga fram fyrir skjöldu henni til varnar.</span></p> <p align="justify"><span>Breytingatími er tími nýrra tækifæra. Óttumst ekki breytingar heldur nýtum þær. Áraun og erfiði getur bæði styrkt og brotið. Ég hvet ykkur til að líta björtum augum til framtíðar og sækja styrk í grunngildi starfs lögreglumannsins: heiðarleika, einurð og ósérhlífni.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Innilega til hamingju með daginn!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-11-28 00:00:0028. nóvember 2008Stoðir réttarríkisins

<h2 align="center"><span>Stoðir réttarríkisins</span></h2> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Aðalfundur</span></strong> <strong><span>Dómarafélags Íslands,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>28. nóvember, 2008.</span></strong></p> <p align="justify"><span>Engum blöðum er um það að fletta, að við núverandi aðstæður í þjóðfélagi okkar, er brýnt að efla traust í garð þeirra, sem fara með gæslu laga og réttar. Raunar telja sumir, að aðeins með því sé unnt að standa vörð um heilbrigða stjórnarhætti og innviði stjórnkerfisins.</span></p> <p align="justify"><span>Lagadeild Háskólans í Reykjavík hélt málþing á dögunum undir fyrirsögninni: &bdquo;Með lögum skal (nýtt) land byggja.&ldquo;<span>&nbsp;</span> Orðið nýtt í fyrirsögninni er sett innan sviga og vekur þar með þá spurningu, hvort landið hafi ekki verið byggt með lögum til þessa, til sé eitthvert gamalt löglaust Ísland.</span></p> <p align="justify"><span>Að ýta undir vangaveltur af þessu tagi hefur áreiðanlega verið gert til að vekja athygli á fundinum, frekar en að í framsetningunni felist rökstutt álit lagadeildarinnar. Aðferðin endurspeglar hins vegar andrúmsloftið í samfélaginu á þessum örlagatímum.</span></p> <p align="justify"><span>Í frétt <em>Morgunblaðsins</em> af fundinum var vitnað Í Oddnýju Mjöll Arnardóttur,<span>&nbsp;</span> lagaprófessor, sem minnti á nauðsyn þess að hafa réttarríkið í heiðri. Þótt ríkisstjórnin hefði þurft að fá svigrúm eftir setningu hinna svonefndu neyðarlaga 6. október mætti það ekki vera of langt. Koma yrði &bdquo;böndum réttarríkisins yfir yfir réttarástandið í kjölfar bankahrunsins,&ldquo; svo að vitnað sé orðrétt í Oddnýju Mjöll.</span></p> <p align="justify"><span>Áminning prófessorsins um mikilvægi réttarríkisins og nauðsyn þess, að öll valdbeiting ríkisvaldsins sé á grundvelli laga minnir okkur á, að því fer fjarri að öll lögfræðileg álitamál hafi verið leidd til lykta vegna umskiptanna í þjóðfélaginu. Álitaefnin eru mörg og ekki öll lögfræðileg en víst er, að mjög verður kallað eftir þekkingu lögfræðinga og óhlutdrægni þeirra, þegar þess er krafist að mál verði upplýst og dómar verða felldir.</span></p> <p align="justify"><span>Í gær var til fyrstu umræðu á alþingi frumvarp til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdum atburðum. Frumvarpið er flutt af forseta alþingis og formönnum stjórnmálaflokkanna á þingi. Tilgangurinn er, að sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd á vegum alþingis &bdquo;leiti sannleikans&ldquo;, eins og það er orðað, um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna og tengdra atburða. Nefndin á að leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni, og hverjir kunni að bera ábyrgð á því.</span></p> <p align="justify"><span>Nefndinni er ekki falið vald til að beita einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir viðurlögum heldur skal hún koma upplýsingum um það til hlutaðeigandi yfirvalda. Megintilgangurinn er að upplýsa atvik og ástæður þess að beita þurfti neyðaraðgerðum gagnvart bönkunum. Auk þess ber nefndinni að gera tillögur um úrbætur á lögum, reglum, vinnubrögðum og skipulagi opinberrar stjórnsýslu.</span></p> <p align="justify"><span>Rannsókn nefndarinnar skal samkvæmt frumvarpinu ekki ná til atvika, sem urðu eftir setningu neyðarlaganna svonefndu, nema nefndarmenn telji það nauðsynlegt. Þá geta þeir gert tillögu til alþingis um frekari rannsókn á slíkum atburðum, ef þurfa þykir.</span></p> <p align="justify"><span>Þrír einstaklingar skulu sitja í nefndinni, einn hæstaréttardómari, sem dómarar réttarins velja, og skal hann vera formaður, umboðsmaður alþingis og einn hagfræðingur, löggiltur endurskoðandi eða annar háskólamenntaður sérfræðingur. Nefndin getur leitað sérfræðilegrar aðstoðar, innlendra eða erlendra aðila auk þess sem hún getur ráðið starfsmenn til að vinna við rannsóknina.</span></p> <p align="justify"><span>Samkvæmt frumvarpinu er nefndinni veittar mjög ríkar heimildir til að afla upplýsinga, svo að markmiðum rannsóknarinnar verði náð. Hvers konar þagnarskyldureglur, svo sem reglur um bankaleynd, víkja fyrir skyldu til að láta nefndinni í té upplýsingar og gögn.</span></p> <p align="justify"><span>Verði ágreiningur um upplýsingaskyldu getur rannsóknarnefndin leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Lögregla skal veita nefndinni liðsinni við að framfylgja slíkum dómsúrskurði. Heimilt er að kæra úrskurðinn til hæstaréttar. Nefndin getur óskað þess. að héraðsdómari kveðji mann fyrir dóm til að bera vitni um atvik, sem máli skipta að mati nefndarinnar.</span></p> <p align="justify"><span>Rannsóknarnefndin skal láta alþingi í té skriflega skýrslu með rökstuddum niðurstöðum rannsóknar sinnar ásamt ábendingum og tillögum um úrbætur. Stefnt skal að því að endanlegri skýrslu um rannsókn nefndarinnar verði skilað til alþingis eigi síðar en 1. nóvember 2009.</span></p> <p align="justify"><span>Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess, að ég hafi þegar lagt fram frumvarp á alþingi um embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við þá atburði er leiddu til setningar neyðarlaganna, og eftir atvikum fylgja rannsókn eftir með útgáfu ákæru og saksókn.<span>&nbsp;</span> Er talið mikilvægt að draga skýr mörk milli sakamálarannsóknar af þessu tagi, þar sem möguleg refsiábyrgð stjórnenda bankanna og annarra er komu að rekstri þeirra sé til umfjöllunar, og starfa og umboðs rannsóknarnefndarinnar. Henni er ekki ætlað að taka hugsanlega refsiábyrgð einstaklinga sérstaklega til athugunar. Þó líkur séu á að þær upplýsingar, sem nefndin aflar og muni birta kunni að varpa ljósi á hina almennu ábyrgð, sem þeir bera, sem störfuðu að þessum málum bæði sem stjórnendur fjármálafyrirtækjanna og hjá opinberum aðilum.</span></p> <p align="justify"><span>Vakni við rannsókn nefndarinnar grunur um, að refsivert brot hafi verið framið, er lögð tilkynningarskylda á nefndina, enda teljist brotið alvarlegt að mati nefndarinnar. Þessi fyrirvari er settur til að auðvelda nefndinni að ná markmiðum laganna á tilsettum tíma. Grunsemdir um refisverða háttsemi geta vaknað við skoðun á gögnum hjá fjármálafyrirtækjum og einnig við rannsókn á stjórnvöldum. Tilkynningu af þessu tagi skal beint til ríkissaksóknara, sem síðan ákveður í hvaða farveg málið skuli lagt.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel, að með þessu frumvarpi um rannsóknarnefndina, sé kominn lokahlekkurinn í umgjörðina um hið yfirlýsta markmið ríkisstjórnarinnar, að öllum steinum skuli velt til til að upplýsa þjóðina sem mest og best um aðdraganda bankahrunsins.</span></p> <p align="justify"><span>Annar mikilvægur hlekkur í þessari umgjörð er frumvarpið um að stofnað verði embætti sérstaks saksóknara, sem annist<span>&nbsp;</span> rannsókn á grun um<span>&nbsp;</span> refsiverða <a id="Tölvuorðabókin_6_1" name="Tölvuorðabókin_6_1">háttsemi</a> í aðdraganda, í tengslum og í kjölfar hinna sérstöku og mjög óvenjulegu aðstæðna á fjármálamarkaði sem upp hafa komið, og eftir atvikum fylgi rannsókninni eftir með útgáfu ákæru og saksókn. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd alþingis en mér virðist, sem almenn sátt sé um það á þingi.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Gert er ráð fyrir að hið sérstaka rannsóknar- og saksóknaraembætti verði ekki varanlegt heldur starfi tímabundið<span>&nbsp;</span> og við niðurlagningu þess hverfi verkefni embættisins<span>&nbsp;</span> til annarra saksóknara- og lögregluembætta í samræmi við almenn ákvæði lögreglulaga og laga um meðferð sakamála.</span></p> <p align="justify"><span>Að fenginni fyrirmynd í frumvarpinu um hina sérstöku rannsóknarnefnd hef ég rætt við Birgi Ármannsson, formann allsherjarnefndar, að ákvæði verði sett í lögin um sérstakan saksóknara um heimild dómsmálaráðherra til að veita dómara leyfi, verði að ráði að velja mann úr hópi dómara til að sinna þessu vandasama verkefni.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í frumvarpinu er nýmæli þess efnis að ríkissaksóknara verði heimilt, að tillögu hins sérstaka saksóknara, að falla frá saksókn á hendur þeim starfsmanni eða stjórnarmanni fyrirtækis sem hefur frumkvæði að því að láta lögreglu eða saksóknara í té upplýsingar vegna brota sem tengjast fyrirtækinu og tengdum fyrirtækjum, svo og æðstu stjórnendum þeirra, ef talið er líklegt að upplýsingarnar eða gögnin geti leitt til rannsóknar eða sönnunar á brotum sem falla undir rannsóknar- og ákæruvald sérstaks saksóknara samkvæmt lögum þessum eða séu mikilvæg viðbót við fyrirliggjandi sönnunargögn. Er hér um að ræða það sem nefnt er á ensku &bdquo;whistleblower&ldquo;.</span></p> <p align="justify"><span>Það skal tekið sérstaklega fram að gert er ráð fyrir ströngum skilyrðum fyrir beitingu þessarar heimildar. Nánar tiltekið að rökstuddur grunur liggi fyrir um að gögnin eða upplýsingarnar tengist alvarlegum brotum, fyrirséð sé að sök þess sem lætur slíkt í té sé mun minni en sök þess eða þeirra sem gögnin eða upplýsingarnar beinast gegn og ástæða sé til að ætla að án þeirra reynist torvelt að færa fram fullnægjandi sönnur fyrir brotunum.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ekki er að finna sambærilegt ákvæði í norrænni réttarfarslöggjöf en er þó þar til umræðu eftir því sem ég kemst næst.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Góðir dómarar!</span></p> <p align="justify"><span>Hér hef ég rakið efni tveggja mikilvægra frumvarpa, sem rekja má til bankahrunsins. Bæði eiga það sammerkt að snúast um rannsókn og hugsanlega saksókn.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þriggja manna rannsóknarnefndin gefur út skýrslu sína og fær hún þinglega afgreiðslu, eins og það er orðað. Forseti alþingis og formenn þingflokka munu fjalla um skýrsluna og gera tillögu um meðferð alþingis á niðurstöðum hennar.</span></p> <p align="justify"><span>Ábendingar rannsóknarnefndarinnar, kærur til lögreglu og rannsókn undir stjórn hins sérstaka saksóknara geta hins vegar leitt af sér sakamál, sem skotið yrði til dómstóla. Þá er þess einnig að vænta, að vegna hins fjárhagslega uppgjörs á milli einkaaðila berist dómstólum fleiri mál til meðferðar en ella hefði orðið. Þess vegna hef ég látið þess getið í ræðum mínum um þessi mál, að ástæða kunni að verða til að fjölga dómurum til að takast á við afleiðingar bankahrunsins.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Á teikniborði okkar í ráðuneytinu liggur raunar fullmótuð tillaga að fjölgun dómara með millidómstigi.</span></p> <p align="justify"><span>Í nóvember árið 2007 skipaði ég nefnd til að fjalla um hvernig tryggja mætti sem best milliliðalausa sönnunarfærslu við meðferð sakamála. Einkum skyldi nefndin veita álit sitt á því hvort setja ætti á fót millidómstig hér á landi þar sem eingöngu yrði leyst úr sakamálum.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Nefndin, sem starfaði undir formennsku Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra, skilaði skýrslu sinni í byrjun október síðastliðnum. Var það niðurstaða hennar að margt benti til þess að núverandi fyrirkomulag um sönnunarfærslu fyrir hæstarétti bryti gegn meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu og gengi í berhögg við 2 grein 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu.</span></p> <p align="justify"><span>Vísað var til þess, að ekki hefði tíðkast í framkvæmd, að hæstiréttur endurmæti niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegra framburða með því að taka skýrslur af ákærða eða vitnum fyrir dóminum. Lagði nefndin til að komið yrði á millidómstigi í sakamálum sem nú sæta áfrýjun til hæstaréttar. Málum verði skotið þaðan til hæstaréttar á grundvelli áfrýjunarleyfis. Eftirleiðis fjalli hæstiréttur einungis um lagaatriði og ákvörðun refsingar. Hann geti ekki endurskoðað niðurstöðu millidómstigs um mat á sönnun og sönnunargildi munnlegra framburða.<span>&nbsp;</span> Þá verði öllum ágreiningsmálum varðandi réttarfar og rannsóknaraðgerðir í héraðsdómi skotið til millidómstigsins með kæru.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Tillaga nefndarinnar er, að við dómstólinn séu að lágmarki 6 dómarar, sem starfi í þriggja manna deildum. Mál fyrir dóminum flytji ríkissaksóknari og hæstaréttarlögmenn. Leggur nefndin til að hið nýja millidómstig beri heitið Landsyfirréttur.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef ekki tekið afstöðu til tillagna nefndarinnar. Þótt við fyrstu sýn virðist margt meira knýjandi nú við ráðstöfun opinberra fjármuna en að koma á fót nýju dómstigi, er ástæðulaust að ýta því máli alveg til hliðar.<span>&nbsp;</span> Vil ég að minnsta kosti að unnt verði að líta á millidómstig, sem eitt af úrræðunum til að auka trú manna á réttarkerfinu.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>1. janúar 2009 taka sakamálalög gildi og leysa lögin um meðferð opinberra mála af hólmi. Af hálfu ráðuneytisins var ekki síst lögð mikil áhersla á endurskoðun kafla laganna um ákæruvaldið og höfum við bundir vonir við, að þær breytingar verði til að efla það og styrkja. Mér urðu vonbrigði, að við gerð frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2009 varð ekki orðið við óskum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um<span>&nbsp;</span> fjárveitingar til embættis<span>&nbsp;</span> héraðssaksóknara.</span></p> <p align="justify"><span>Nú hafa þau boð verið látin út ganga, að ekki skuli ráðist í nýjan kostnað í ríkisrekstri og af þeim sökum, hefur ráðuneytið lagt til við fjármálayfirvöldin að frestað verði til 1. janúar 2010 að koma á fót embætti héraðssaksóknara. Taldi ráðuneytið betra að bregðast við á þennan veg en að ganga með niðurskurði of nærri þeim stofnunum, sem fyrir eru.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur kynnt fjárlaganefnd alþingis og fjármálaráðuneyti tillögur um, hvernig brugðist skuli við 10% niðurskurði á starfsvettvangi stofnana ráðuneytisins. Um leið og ég hvet til hins ýtrasta aðhalds á öllum sviðum, leyfi ég mér að láta í ljós þá von, að fallist verði á tillögur ráðuneytisins en með þeim er staðinn vörður um fjárveitingar til innviða stofnana á forræði þess.</span></p> <p align="justify"><span>Áður en lýk máli mínu vil ég geta þess, að mér hafa borist tillögur frá hæstarétti um breytingar á nokkrum lagaákvæðum er varða störf réttarins, nánar tiltekið á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um lögmenn. Meðal annars er lagt til að forseti réttarins geti ákveðið að sjö eða níu dómarar skipi dóm í sérlega mikilvægum málum.<span>&nbsp;</span> Þá eru sérreglur um deildaskiptingu hæstaréttar afnumdar og þess í stað mælt fyrir um, að dómarar taki sæti í dómi eftir röð, sem rétturinn ákveður með almennri reglu.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þá vil ég einnig verða við ósk, sem ég var beðinn fyrir á nýlegum fundi með rannsóknarlögreglumönnum um að dómarar verði við tilmælum þeirra um nýtingu á nútímalegum yfirheyrslubúnaði.<span>&nbsp;</span> Á vegum embættis ríkissaksóknara hefur verið farið yfir og gerðar tillögur um atriði sem varða notkun Indico-búnaðar við upptöku á hljóði og mynd við skýrslutöku hjá lögreglu. Hefur dómstólaráði verið kynnt hvaða lausnir séu í boði fyrir dómstólana, ekki síst hvað varðar fjarfundarbúnað. Upptökur munu hafa borist dómstólum í talsvert mörgum málum og ekki er vitað til þess að að vandamál hafi komið upp við dómsmeðferð. Hvet ég dómara til að skoða þetta mál vel í samvinnu við lögreglu. <span>&nbsp;</span>Lét ég þess getið á fundi með rannsóknarlögreglumönnum, að til lítils yrði að festa fé í slíkum búnaði, yrði hann ekki nýttur til að auka hagkvæmni.</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Í upphafi máls míns vék ég að hinum miklu kröfum, sem nú eru gerðar til þess, að lögmætis sé gætt við allar ákvarðanir. Ég er sammála þeim, sem gera þær kröfur, því að á þann veg treystum við best stoðir réttarríkisins.</span></p> <p align="justify"><span>Lokaorðið um lögmæti er í höndum ykkar dómaranna. Ábyrgð ykkar er ávallt mikil en hún vex í réttu hlutfalli við óttann um réttaróvissu.</span></p> <p align="justify"><span>Ég árna ykkur heilla í mikilvægum störfum ykkar.</span></p> <br /> <br />

2008-10-27 00:00:0027. október 2008Efnið og andinn

</P><SPAN>Ávarp við upphaf kirkjuþings, Grensáskirkja, 25. október, 2008.</SPAN> <P><h2 align="center"><span>Efnið og andinn - ávarp á kirkjuþingi</span></h2> <p align="justify"><span>Kirkjuþing, orðið leiðir hugann aftur í aldir, þegar kristnir menn hittust til að ráða ráðum sínum og koma sér saman um, hvernig boða ætti trúna á Jesú Krist.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef átt þess kost að heimsækja marga helgistaði. Einna áhrifamest hefur mér þó þótt að koma á Aresarhæð við Akropolis í Aþenu, þar sem Páll postuli hélt sitt kirkjuþing og sagði:</span></p> <p align="justify"><span>&bdquo;Aþeningar, þið komið mér svo fyrir sjónir að þið séuð í öllum greinum miklir trúmenn því að ég gekk hér um og hugði að helgidómum ykkar og fann þá meðal annars altari sem á er ritað: Ókunnum guði. Þetta sem þið nú dýrkið og þekkið ekki, það boða ég ykkur. Guð, sem skóp heiminn og allt sem í honum er, hann, sem er herra himins og jarðar, býr ekki í musterum sem með höndum eru gerð.&ldquo;</span></p> <p align="justify"><span>Ræða postulans er ekki aðeins merk vegna þess boðskapar, sem hún hefur að geyma, heldur einnig vegna hugdirfsku ræðumannsins &ndash; að fara á slóðir Sókratesar til að snúa mönnum til nýrrar trúar og túlka kenningar úr heimi gyðinga á þann veg, að þær festi rótum í nýjum menningarheimi.</span></p> <p align="justify"><span>Dr. Sigurbjörn Einarsson, blessuð sé minning hans, ritaði greinaflokk í <em>Morgunblaðið</em> fyrir ári og velti fyrir&nbsp; sér vilja veraldarinnar. Þar minnti hann okkur á, að Sókrates og Kristur hefðu báðir verið dæmdir til dauða og stæðu þannig hlið við hlið og dr. Sigurbjörn sagði upprisu Jesú einstæða staðfestingu á einstæðri vissu og þar með þá endurskoðun á jarðneskri dómsniðurstöðu, sem ætti enga hliðstæðu. Kristin trú væri hlutdeild í þeirri vissu og byggðist á henni. Þannig hefði hún fæðst og lifði til þessa dags. Við tilkomu hennar hefðu orðið tímamót í andlegri sögu heimsins. Með útbreiðslu kristninnar hefðu hebresk hugsun og grísk mæst og runnið í einn farveg, tveir öflugir straumar úr ólíkindum lindum.</span></p> <p align="justify"><span>Við getum enn þann dag í dag gengið um staðinn,&nbsp; þar sem Páll postuli hvatti til samruna hinna öflugu, ólíku menningarstrauma undir merkjum kristninnar. Þar má standa og íhuga gífurleg áhrif þessarar umbreytingar á alla framvindu heimssögunnar.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Eins göngum við um Þingvelli og eignumst hlutdeild í sögunni og samþykkt alþingis um að kristni skyldi lögtekin á Íslandi. Til Þingvalla og Þorgeirs Ljósvetningagoða rekjum við upphaf þess samruna heiðni og kristni, sem hefur mótað sögu og menningu Íslendinga í meira en 1000 ár.</span></p> <p align="justify"><span>Í umræðum um frumvarp að nýjum grunnskólalögum á alþingi fyrir tæpu ári, vöknuðu spurningar um kristnifræðslu. Í þingsalnum var ég spurður um afstöðu mína og vísaði ég til eigin orða við útgáfu námskrár í minni tíð sem menntamálaráðherra, að við framkvæmd skólastefnunnar bæri að halda í heiðri gildi, sem hefðu reynst okkur Íslendingum best. Skólarnir hefðu vaxið úr jarðvegi kristninnar og þær rætur mætti aldrei slíta.&nbsp; Og ég leyfði mér að fullyrða, að alþingi hefði aldrei brugðist hinum kristna málstað.&nbsp; Það sannaðist enn við afgreiðslu grunnskólalaganna.</span></p> <p align="justify"><span>Það yrði íslensku þjóðinni til varanlegs tjóns, ef hætt yrði að leggja rækt við hinn kristna arf eða drægi úr virðingu fyrir kristni og kirkju. Hinn kristni grunnur er þjóðinni ekki minna virði en sagan og tungan.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar minnst er 50 ára afmælis kirkjuþings, er verðugt að árétta hið sameiginlega verkefni kirkjuþings og alþingis að standa vörð um hin kristnu gildi.&nbsp; Alþingi stofnaði ekki til kirkjuþings til að hlaupast undan eigin ábyrgð á varðstöðu um kristni og kirkju.</span></p> <p align="justify"><span>Árið 1903, þegar heimastjórn var í augsýn, vaknaði áhugi innan kirkjunnar á sjálfstæði hennar gagnvart ríkisvaldinu. Þá var samþykkt á prestastefnu,&nbsp; að kirkjan fengi sjálfstæði í sínum eigin málum. Jafnframt var lagt á ráðin um kirkjuþing.</span></p> <p align="justify"><span>Rúm hálf öld leið, þar til alþingi samþykkti lög um kirkjuþing. Við þingmeðferðina snemma árs 1957 tóku ekki margir til máls. Helst var deilt um, hvort ríkið ætti að greiða kirkjuþingsmönnum dagpeninga og ferðakostnað. Var jafnvel talið, að það kallaði á sambærilegar greiðslur vegna læknaþings.</span></p> <p align="justify"><span>Á hitt var bent, að kirkjuþing væri ekki stéttarþing heldur samráðs- og samstarfsvettvangur lærðra og leikra. Sigurvin Einarsson, framsögumaður málsins í efri deild, sagði fyrsta skilyrðið til þess, að prestastéttin gæti orðið til góðs í þjóðfélaginu væri náið samstarf og samræmi milli safnaða og presta.</span></p> <p align="justify"><span>Þetta samstarf er síður en svo í andstöðu við sjálfstæði kirkjunnar í eigin málum. Á undanförnum árum hef ég við upphaf kirkjuþings fagnað&nbsp; nýjum áföngum á&nbsp; leið kirkjunnar til sjálfstæðis.&nbsp; Í fyrra sagði ég meðal annars:</span></p> <p align="justify"><span>&bdquo;Tillaga liggur fyrir því kirkjuþingi, sem nú er að hefjast, um að skipuð verði nefnd til að endurskoða löggjöf um þjóðkirkjuna. Er talið mikilvægt að leggja mat á reynslu síðustu 10 ára og í ljósi þess að huga að nýjum lagaramma þjóðkirkjunnar. Ég fagna þessari tillögu og tel til dæmis eðlilegt að hugað verði að því að fella úr gildi lögin frá 1931 um að kirkjumálaráðherra skuli setja gjaldskrá til 10 ára í senn um aukaverk presta. Er eðlilegt, að kirkjan setji sjálf slíka gjaldskrá.&ldquo;</span></p> <p align="justify"><span>Eins og við vitum hefur nefndin, sem þarna er boðuð, unnið starf sitt með ágætum og nú liggja fyrir drög að frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga.&nbsp; Þar er meðal annars gert ráð fyrir, að lögin frá 1931 falli úr gildi og þar með síðustu afskipti kirkjumálaráðherrans af kjörum presta. Ég hvet kirkjuþing til að ræða og samþykkja þetta frumvarp, en ég mun síðan leitast við að vinna því fylgi í ríkisstjórn og á alþingi.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Íslenska þjóðin lifir nú örlagatíma. Eftir meiri sókn eftir efnislegum gæðum og&nbsp; meiri dýrkun á þeim en nokkru sinni fyrr, reynir þjóðin öll, hve fallvölt þessi gæði eru.</span></p> <p align="justify"><span>Í þrengingum erum við minnt á hina líknandi hönd kristinnar kirkju og þann boðskap, sem hún flytur. Hann skiptir meiru en öll hin veraldlegu gæði eins og segir í Davíðssálmi:</span></p> <p align="justify"><span>Sá sem óskar sér blessunar í landinu<br /> óski sér blessunar í nafni hins trúfasta Guðs<br /> og hver sem vinnur eið í landinu,<br /> hann vinni eið í nafni hins trúfasta Guðs<br /> þar sem fyrri þrengingar eru gleymdar<br /> og huldar fyrir augum mínum.</span></p> <p align="justify"><span>Ég leyfi mér að ljúka orðum mínum með því að vitna enn í Pál postula, sem sagði:</span></p> <p align="justify"><span>&bdquo;Þið þekkið náð Drottins vors Jesú Krists. Hann gerðist fátækur ykkar vegna, þótt ríkur væri, til þess að þið auðguðust af fátækt hans.&ldquo;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-10-17 00:00:0017. október 2008Lagakennsla á Íslandi í 100 ár

<p align="justify"><span>Sumarið 1907 samþykkti alþingi tillögu Hannesar Hafstein ráðherra um að hækka fjárveitingar til væntanlegs lagaskóla, svo að unnt yrði að ráða fleiri en Lárus H. Bjarnason til starfa við skólann og falla frá því, að dómurum við landsyfirréttinn yrði gert skylt að kenna laganemum.</span></p> <p align="justify"><span>Lárus sat á þingi auk þess að undirbúa stofnun lagaskólans. Í umræðum 1907 um hærri fjárveitingar, svo að unnt yrði að koma skólanum af stað, minnti hann samþingmenn sína á, að aðdragandi að stofnun skólans hefði verið langur. Fyrsta tillagan hefði komið fram á þingi 1845, strax eftir að alþingi var endurreist. Málinu hefði oft verið hreyft á þingum eftir það, þar til lög um lagaskóla voru loks samþykkt 1903 og tóku þau gildi 4. mars 1904.</span></p> <p align="justify"><span>Lárus H. Bjarnason taldi, að þessi látlausa 50 ára krafa um lagaskóla væri næg sönnun fyrir því, að þjóðinni hefði þótt stofnun skólans brýn nauðsyn. Íslensk löggjöf væri um 1000 ára gömul. Hún stæði að miklu leyti á íslenskum grundvelli, að nokkru leyti á norskum, en kæmi miklu síðar við dönsk lög, og ekki fyrr en nokkru eftir að einveldi kom til sögunnar. Í Kaupmannahafnarháskóla væri kennsla því sem næst engin í íslenskum lögum, það vissu þeir allir, sem lesið hefðu lög &ndash; það færi tæplega fram úr 10 blaðsíðum að öllu samantöldu, sem snerist um Ísland.</span></p> <p align="justify"><span>Í umræðunum sagði Guðlaugur Guðmundsson, þingmaður Vestur-Skaftfellinga, að felldu þingmenn tillöguna um auknar fjárveitingar til lagaskólans, myndi Kaupmannahafnarháskóli stofna kennsludeild í íslenskum lögum. <span></span> Hann taldi sjálfstæði Íslands í voða, ef íslenskir menn ættu að fara nema íslensk lög við danskan háskóla á dönsku máli og frá dönsku sjónarmiði.</span></p> <p align="justify"><span>Tillaga ráðherra um auknar fjárveitingar var samþykkt og lagakennsla hófst á Íslandi árið 1908 eins og við minnumst hér í dag. Enginn dregur nú í efa, að með stofnun lagaskólans hafi verið stigið heillaspor.</span></p> <p align="justify"><span>Íslensk lagahefð stendur á skýrum grunni og hefði ekki verið lögð rækt við hana af íslenskum lögvísindamönnum hefðu íslensk lög orðið að sögulegum forngrip í stað þess að vera lifandi tæki, þegar tekist er á við viðfangsefni í samtímanum.</span></p> <p align="justify"><span>Íslenska þjóðfélagið og landslögin hafa tekið miklum breytingum á öldinni, sem liðin er, frá því að lagaskólinn kom til sögunnar. Tvær heimsstyrjaldir, fullveldi þjóðarinnar í lok hinnar fyrri og sjálfstæði undir lok hinnar síðari, marka söguleg þáttaskil. Þáttaskil, sem hafa krafist mikils af þeim, sem móta þjóðinni réttarreglur og marka henni stöðu í samfélagi þjóðanna.</span></p> <p align="justify"><span>Enn erum við stödd á sögulegum tímamótum og enn mun reyna á þá, sem standa vörð um íslenska réttarríkið.</span></p> <p align="justify"><span>Síðastliðinn sunnudag birtist grein í <em>The Washington Post</em> undir fyrirsögninni. Næsta heimsstyrjöldin? Hún gæti orðið fjármálaleg. Þar vísa höfundar til ákvarðana íslenskra stjórnvalda um að vernda innlendan hluta bankakerfis síns en láta lánardrottna erlenda hlutans bera áhættu af lánveitingum sínum. Þeir segja, að þessar ákvarðanir kunni aðeins að vera fyrsta skref. Ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar um að beita hryðjuverkalögum til að sölsa undir sig eignir íslenskra banka og starfsemi í Bretlandi hafi hugsanlega dramatískt, táknrænt gildi.</span></p> <p align="justify"><span>Greinarhöfundar líkja ástandinu í banka- og fjármálaheiminum við heimsstríð og Ísland hefur að margra áliti orðið fyrst ríkja til að lúta í lægra haldi í þeim átökum.<span>&nbsp;</span> Umræður á innlendum stjórnmálavettvangi hafa réttilega snúist um það undanfarið, hvar Íslendingar geti leitað stuðnings og skjóls, þegar hvarvetna ríkir uppnám.</span></p> <p align="justify"><span>Við allar venjulegar aðstæður er litið á alþjóðasamninga sem skjól smáríkja gagnvart stærri ríkjum.<span>&nbsp;</span> Atburðarás síðustu daga vekur spurningar um, hvort nú sé jafnvel ástæða til að draga slíka vörn í efa.</span></p> <p align="justify"><span>Bresk stjórnvöld beita hrammi hryðjuverkalaga gegn íslenskum fyrirtækjum. Hollendingar hóta með aðgerðum á vettangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fallist Íslendingar ekki á kröfur þeirra.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég leyfi mér að kveða svo fast að orði, að ný sjálfstæðisbarátta sé óhjákvæmileg til að endurheimta og treysta fjárhagslegan styrk þjóðarinnar. Í þeirri baráttu mun örugglega reyna mjög á lög og lögfræðinga, eins og jafnan áður, þegar Íslendingar hafa leitast við að treysta stöðu sína í samfélagi þjóðanna.</span></p> <p align="justify"><span>Hin síðari ár hefur lagakennsla við íslenska háskóla tekið æ meira mið af Evrópurétti og nú skiptir miklu, að nýta þá þekkingu til hlítar í því skyni að treysta stöðu þjóðarinnar og koma í veg fyrir, að óbærilegir skuldaklafar verði lagðir á íslenska skattgreiðendur.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Sú breyting hefur orðið á lagakennslu í landinu, að hún er nú boðin við fleiri háskóla en Háskóla Íslands. Hefur verið næsta ævintýralegt að fylgjast með því, hve stór hópur karla og kvenna hefur lagt stund á lögfræði undanfarin ár.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Hin mikla alhliða menntasókn þjóðarinnar hefur stuðlað að meiri og betri lífskjörum á skemmri tíma en nokkru sinni fyrr í sögu hennar. Við nýjar og gjörbreyttar aðstæður býr þjóðin enn að þessum auði, því að menntun verður aldrei frá neinum tekin.</span></p> <p align="justify"><span>Hitt er síðan dapurleg staðreynd, að þrátt fyrir meiri og betri menntun hefur verið færst meira í fang, en íslenska bankakerfið þolir, þegar allur fjármálaheimurinn leikur á reiðiskjálfi.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Nú skiptir öllu, að lög og reglur séu hafðar sem leiðarljós, þegar hafist er handa við að vinna sig út úr rústunum. Til réttarvörslukerfisins eru ætíð gerðar miklar kröfur en aldrei meiri en þegar vegið er að innviðum þjóðfélaga, eins og hér hefur gerst.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Um nokkurt árabil hefur markvisst verið reynt að grafa undan trausti í garð þeirra, sem unnið hafa ötullega að rannsókn og ákærum vegna efnahagsbrota. Til þessarar hörðu atlögu var stofnað vegna rannsókna og ákæru gegn einu af viðskiptaveldum landsins, sem berst nú fyrir lífi sínu.</span></p> <p align="justify"><span>Ákæruvald og lögregla hafa að sjálfsögðu staðið þessa hrynu af sér. Þrátt fyrir það<span>&nbsp;</span> má ætla, að núverandi stofnanir á sviði rannsóknar og saksóknar og jafnvel dómstólar eigi fullt í fangi með mál, sem kunna að spretta af falli bankanna. Fyrir hafa þessar stofnanir næg verkefni á sinni könnu, auk þess ráða þær tæplega hvorki yfir nægum mannafla né nægilegri sérþekkingu á þeim atriðum, sem hér koma til álita.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Rannsókn flókinna efnahagsbrota, saksókn og dómsmeðferð er tímafrek og kostnaðarsöm í samanburði við önnur sakamál. Alrangt er hins vegar, að slíkar rannsóknir auki aðeins kostnað ríkissjóðs. Uppljóstrun skatta- og efnahagsbrota leiðir oft til þess, að skatttekjur ríkissjóðs aukast mikið, auk þess sem ólöglegur ávinningur efnahagsbrota getur sætt upptöku.</span></p> <p align="justify"><span>Skilvirk og árangursrík rannsókn og dómsmeðferð brota, sem kunna að koma í ljós við fall bankanna, ætti að sefa reiði, efla réttlætiskennd og auka trú borgaranna á réttarríkið auk þess að gegna varnaðar- og uppeldishlutverki til framtíðar. Þá er skilvirk og réttlát meðferð slíkra mála til þess fallin að efla lífsnauðsynlegt traust umheimsins í garð íslensks fjármálakerfis.</span></p> <p align="justify"><span>Á þessari stundu er ekki unnt að fullyrða neitt um það, hvort og hvernig fall bankanna kemur inn á borð þeirra, sem gæta laga og réttar. Þegar hefur verið leitað til breskra lögmanna til að huga að málaferlum gegn bresku ríkisstjórninni vegna ótrúlegrar framgöngu hennar í garð Íslendinga og íslenskra fyrirtækja. Þrátt fyrir að breska ríkisstjórnin hafi kosið að beita hnefarétti, hljótum við enn að vona, að unnt sé að leita lögvarins réttar fyrir dómstólum í Bretlandi.</span></p> <p align="justify"><span>Að fleiru er að hyggja og á fundi alþingis miðvikudaginn 15. október skýrði ég frá bréfi, sem ég ritaði ríkissaksóknara til að styðja ákvörðun hans um gerð skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana á þessum tímamótum í rekstri þeirra og eignarhaldi auk aðdraganda hinna miklu umskipta, sem orðið hafa í rekstri þeirra og leita við það liðsinnis frá embætti skattrannsóknarstjóra, fjármálaeftirliti og ríkisendurskoðun.</span></p> <p align="justify"><span>Þá skýrði ég þingmönnum frá því, að jafnframt væri unnið að því á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að semja frumvarp að sérstakri löggjöf um tímabundið rannsóknar- og saksóknaraembætti, sem tæki við rannsókn á kærum um meinta refsiverða verknaði, sem kynnu að tengjast falli bankanna.</span></p> <p align="justify"><span>Ef alþingi samþykkti slíkt frumvarp, yrði ráðinn sérstakur forstöðumaður þessa embættis, sem starfaði í nánu samstarfi við hverja þá opinbera stofnun, innan lands og utan, sem gæti aðstoðað við að upplýsa mál og greiða fyrir rannsókn þeirra. Embættið starfaði undir forræði ríkissaksóknara, sem gæti ásamt forstöðumanni, ákvarðað, hvaða rannsóknarefni féllu til þess.</span></p> <p align="justify"><span>Þeir, sem annast rannsókn og saksókn sakamála, eru fyrst og síðast viðbragðsaðilar. Æskilegast er, að þeir séu með öllu verkefnalausir. Þessar stofnanir þurfa engu að síður að vera til staðar og svo öflugar og viðbragðsfljótar, að þær geti fumlaust gegnt þjóðfélagslegu hlutverki sínu, þegar á reynir. Tillaga mín um sérstaka stofnun til að sinna rannsóknum og hugsanlegum refsimálum vegna bankakreppunnar byggist á viðleitni til að tryggja í senn öryggi og skjót viðbrögð við meðferð stórra og flókinna mála.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Hér skal engum getum leitt að framvindu þessara mála innan réttarkerfisins, en svo getur farið, að ekki reynist aðeins nauðsynlegt að setja sérstök lög um nýja stofnun til rannsókna og saksóknar heldur einnig um fjölgun dómara. Raunar kann þegar að vera tímabært fyrir stjórnendur héraðsdóms Reykjavíkur að setja á stofn sérstaka deild innan dómsins, þar sem menn glími við svonefnd efnahagsbrot.</span></p> <p align="justify"><span>Við meðferð sakamálalaga, sem alþingi samþykkti síðastliðið vor og taka eiga gildi 1. janúar 2009, var rætt, hvernig best yrði staðið að milliliðalausri sönnunarfærslu í sakamálum. Í stað þess að taka á því máli við smíði sakamálafrumvarpsins, ákvað ég að skipa nefnd um málið, og skyldi hún einkum segja álit sitt á því, hvort setja ætti á fót millidómstig hér á landi, þar sem eingöngu yrði leyst úr sakamálum.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Álit nefndarinnar er gefið út í dag og er unnt að nálgast það hér á fundinum og á vefsíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.</span></p> <p align="justify"><span>Í stuttu máli er það niðurstaða nefndarinnar, að hér skuli stofna millidómstig í sakamálum og beri það heitið landsyfirréttur. Hér starfaði dómstóll undir því nafni frá 1800 til 1919, þegar Hæstiréttur Íslands kom til sögunnar.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Nefndin leggur til að við dómstólinn starfi að lágmarki sex dómarar auk annars starfsfólks og að dómstóllinn starfi í tveimur þriggja manna deildum. Þá verði almennt<span>&nbsp;</span> fallið frá fjölskipuðum dómi í héraði. Mál fyrir dóminum flytji ríkissaksóknari og saksóknarar við embætti hans, og hæstaréttarlögmenn.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef ekki tekið afstöðu til þessara tillagna, en tel vel við hæfi að segja frá þeim og þakka nefndinni gott starf hér við þessa hátíðlegu athöfn.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Æ fleiri átta sig á því, að menntun þeirra í háskóla eða annars staðar, er því marki brennd, að hún heldur ekki endilega í við miklar breytingar og umskipti á öllum sviðum. Til marks um þetta er víðtækt framboð á tækifærum til endurmenntunar í flestum greinum. Við lögfræðingar getum að sjálfsögðu hreykt okkur af því, að þjálfun í júrídískum þankagangi megi líkja við að læra sundtökin, við grípum næsta ósjálfrátt til þeirra vinnubragða, sem við lærðum í lagaskólanum, þegar á þarf að halda.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Vitneskja um þetta gildi menntunar okkar breytir þó ekki hinu, að ör þróun í lagasmíð og á öllum sviðum þjóðlífsins, ekki síst í heimi viðskipta, kallar á, að lögfræðingar gæti þess að viðhalda ávallt þekkingu sinni.</span></p> <p align="justify"><span>Einmitt þess vegna skiptir miklu, að kennsla, rannsóknir og vísindi séu í tengslum við íslenskt samfélag og á íslenskum grunni. Hin sömu sjónarmið eiga við enn þann dag í dag og við upphaf lagakennslu á Íslandi, að heimilsfesti hennar hér á landi ræður úrslitum um sjónarhornið og þar með inntakið.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Það er til marks um mikinn metnað og sjálfsagða ræktarsemi, hve veglega lagadeild Háskóla Íslands fagnar aldarafmæli lagaskólans. Megi lögvísindi og lagakennsla halda áfram að dafna landi og þjóð til heilla.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-10-15 00:00:0015. október 2008Staða bankakerfisins

<p><span><strong>Umræður á þingi 15. október 2008</strong><br /> <br /> Herra forseti.</span></p> <p align="justify"><span>Eins og fram hefur komið hér í umræðunum, hafa ýmsir ræðumenn vakið máls á nauðsyn þess, að rannsakað verði, hvort refisvert athæfi af einhverju tagi tengist fjármálakreppunni og falli þriggja stærstu banka landsins.</span></p> <p align="justify"><span>Um þennan þátt málsins fer að sjálfsögðu að lögum og í því tilliti ber meðal annars að líta til hlutverks ríkissaksóknara. Við áttum fund í gær og í framhaldi af honum ritaði ég ríkissaksóknara svofellt bréf, sem ég les í heild með leyfi forseta:</span></p> <p align="justify"><span>&bdquo;Vísað er til viðræðna okkar, herra ríkissaksóknari, fyrr í dag, þar sem þér tjáðuð mér, að þér munduð hafa forystu um gerð skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana á þessum tímamótum í rekstri þeirra og eignarhaldi auk aðdraganda hinna miklu umskipta, sem orðið hafa í rekstri þeirra.<br /> <br /> Til að draga upp heildarmynd af stöðunni, eftir því sem unnt er við núverandi aðstæður, er ég sammála því, að þér fáið til liðs við yður fulltrúa frá embætti skattrannsóknarstjóra, fjármálaeftirliti og ríkisendurskoðun.</span></p> <p align="justify"><span>Með gerð skýrslunnar yrði aflað staðreynda um starfsemi bankanna Glitnis hf., Landsbanka Íslands hf. og Kaupþings hf., útibúa þeirra, og fyrirtækja í þeirra eigu, tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar. Markmiðið yrði að kanna, hvort sú háttsemi hefði átt sér stað, sem gæfi tilefni til lögreglurannsóknar á grundvelli laga um meðferð opinberra mála.</span></p> <p align="justify"><span>Þess er vænst, að gerð skýrslunnar verði hraðað og að því stefnt, að hún liggi fyrir eigi síðar en í árslok 2008.<br /> <br /> Dóms- og kirkjumálaráðuneytið vinnur að löggjöf um stofnun sérstaks embættis, sem ætlað er að sjá um rannsóknir og eftir atvikum saksókn vegna þeirra réttarbrota, sem kunna að koma í ljós í tengslum við þá atburði, sem orðið hafa í starfsemi fjármálastofnana að undanförnu.</span></p> <p align="justify"><span>Dóms- og kirkjumálaráðuneytið mun óska eftir fjárveitingu til embættis yðar, að höfðu nánara samráði við yður, til að standa undir kostnaði sem leiðir af ofangreindum störfum s.s. við að ráða tímabundið faglega menntaða starfsmenn, útvegun starfsstöðvar og annað sem af þessu leiðir.&ldquo;</span></p> <p align="justify"><span>Í þessu bréfi felst í fyrsta lagi, að ég styð þá ákvörðun ríkissaksóknara að leita liðsinnis frá embætti skattrannsóknarstjóra, fjármálaeftirliti og ríkisendurskoðun og hef ég samhliða þessu bréfi óskað eftir því við þessar stofnanir, að þær tilnefni án tafar fulltrúa sína til þessa samstarfs.</span></p> <p align="justify"><span>Í öðru lagi, segir í bréfinu, að ég muni beita mér fyrir því, að tryggðar séu fjárveitingar til að vinna skýrslu af þessu tagi en til þess þarf að ráða sérstaka starfsmenn. Heiti ég á stuðning alþingis í því efni.</span></p> <p align="justify"><span>Engum ætti að vera ljósara en okkur, sem hér sitjum, hve miklu skiptir fyrir allt jafnvægi og jafnræði í þjóðfélaginu, að leitast sé við að gæta laga og réttar með hverjum þeim úrræðum, sem nauðsynleg eru hverju sinni.</span></p> <p align="justify"><span>Í þriðja lagi boða ég í bréfinu til ríkissaksóknara, að á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sé verið að semja frumvarp að sérstakri löggjöf um að stofnað verði tímabundið rannsóknarembætti, sem taki við rannsókn á kærum um meinta refsiverða verknaði, sem sprottnir eru af eða tengjast falli bankanna.</span></p> <p align="justify"><span>Ráðinn verði sérstakur forstöðumaður þessa embættis, sem starfi í nánu samstarfi við hverja þá opinbera stofnun, innan lands og utan, sem getur lagt liðsinni við að upplýsa mál og greiða fyrir rannsókn þeirra. Embættið starfaði undir forræði ríkissaksóknara, sem gæti ásamt forstöðumanni, ákvarðað, hvaða rannsóknarefni féllu til þess.</span></p> <p align="justify"><span>Það mun að sjálfsögðu verða undir alþingi komið, hvernig lög um þetta efni verða í endanlegri mynd, en hitt er ljóst af minni hálfu, að réttarvörslukerfið getur ekki brugðist við auknu álagi vegna þessara atburða, án þess að gripið sé til sértækra aðgerða.</span></p> <p align="justify"><span>Við setningu laga um þetta efni er eðlilegt að því sé velt fyrir sér, hvort samhliða því, sem þessi nýskipan er lögfest verði einnig ákveðið, að koma á laggirnar samráðs- og eftirlitsnefnd með fulltrúum allra þingflokka, sem hitti forstöðumann hins nýja embættis reglulega og geti í þeim trúnaði, sem ber að virða, fylgst með framvindu mála.</span></p> <p align="justify"><span>Herra forseti!</span></p> <p align="justify"><span>Við núverandi aðstæður er nauðsynlegt að gera allt, sem skynsamlegt er, til að efla traust á þeim innviðum, sem eru meginstoðir réttarríkisins. Þá er</span> <span>afar mikilvægt að ekki sé hrapað að neinu eða gefa sér í anda nornaveiða, að lög hafi verið brotin.</span></p> <p align="justify"><span>Ég heiti á samstöðu þingmanna um úrlausn hinna brýnu verkefna, sem við íslensku þjóðinni blasa á þessari örlagastundu.</span></p> <p align="justify"><span></span></p> <p align="justify"><strong><br /> <br /> &nbsp;</strong></p> <br /> <br />

2008-10-08 00:00:0008. október 2008Dóms- og kirkjumálaráðherra flutti fyrirlestur um Schengen-samstarfið í HÍ

<p>Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í dag fyrirlestur í Háskóla Íslands um Schengen-samstarfið á námskeiði fyrir meistaranámsnema hjá Baldri Þórhallssyni prófessor.</p> <p>Sjá glærur frá erindi ráðherra <a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir/Fyrirlestur_08.10.08.pdf">hér</a>.</p> <br /> <br />

2008-10-06 00:00:0006. október 2008Qi gong, forvarnir og SÁÁ

<p align="justify"><span>Ég fagna því að SÁÁ skuli efna til málþings hér í dag um félagslegar forvarnir. Ég tel bæði tímabært og brýnt að beina athygli að þessum þætti í samfélagi okkar. Alltof oft er athygli aðeins beint að afleiðingunum en ekki hugað nægilega að þeirri fyrirhyggju, sem felst í forvörnum.</span></p> <p align="justify"><span>Mér er sérstaklega ljúft að ávarpa ykkur hér í þessum sal. Hingað kemur hópur manna snemma morguns þrisvar í viku til að stunda qi gong &ndash; kínverskar líforkuæfingar &ndash; en við Gunnar Eyjólfsson leikari hrundum skipulegum qi gong æfingahópum af stað hér á landi fyrir meira en einum áratug. Jafnt og þétt hefur fjölgað í hópunum, enda finna þeir, sem kynnast æfingunum, fljótt, að þær gera þeim gott &ndash; bæði <span></span>andlega og líkamlega.</span></p> <p align="justify"><span>Nýlega las ég grein í dönsku blaði undir fyrirsögninni: <strong>Ljón, mjúkt eins og smjör.</strong> Hún snýst um Torben nokkurn Bremann en sagt er, að hann sé sá maður í Danmörku, sem hafi mesta getu til að standa kyrr. Hann geti staðið í eina klukkustund og haldið höndum eins og hann faðmi tré. Hann er spennulaus í öxlum og verkjalaus í handleggjum. Hann stendur aðeins kyrr og lætur orku streyma um líkama sinn frá toppi til táar. Í frosti stendur hann utan dyra, án þess að verða kalt á höndunum. Ekkert virðist vera að gerast, en í líkama hans er allt á fleygi ferð, segir hann, og segist einmitt hafa leitað að þessari tilfinningu síðan hann var ungur drengur. Og hann hefur svo sannarlega leitað heimshorna á milli.</span></p> <p align="justify"><span>Líkamsræktarsögu Bremanns er lýst í löngu máli. Hann hreifst af líkamsburðum Arnolds Schwarzeneggers og fetaði í fótspor hans og fór meðal annars til æfinga í Santa Monica í Kaliforníu. Hann kunni sér ekki hóf við æfingar og gekk of nærri sér á líkama og sál. Að lokum gat hann ekki lagt hnakkann aftur við lyftingar, án þess fá svima, sem síðan varð stöðugur. Læknar töldu hann hafa fengið heilablóðfall eða snert af MS-sjúkdómi.</span></p> <p align="justify"><span>Þetta varð Bremann þung andleg raun og hann leitaði sér víða árangurslaust lækninga bæði hefðbundinna og óhefðbundinna. Loks hitti hann Ingrid Prahm, fyrrverandi ballerínu, sem lagði áherslu á slökunaræfingar. Hún tók hann að sér, þótt hún væri vanari að hjálpa fíngerðum frúm en vöðvafjalli.</span></p> <p align="justify"><span>Þáttaskil urðu í lífi Bremanns, þegar hann kynntist taiji, sem er afsprengi qi gong. Þegar hann sá kunningja sinn í fyrsta sinn gera hægar, mjúkar taiji-æfingar, fannst honum vinurinn eitthvað bilaður. Bremann lét það þó ekki aftra sér frá að prófa sjálfur, hann svimaði mikið í upphafi en síðan hvarf sviminn alveg og hann uppgötvaði ný tengsl líkama og sálar. Vöðvabrynjan tók að minnka og líkaminn varð mjúkur. Eftir markvissar æfingar tókst honum að sameina qi gong og gömlu líkamsræktaræfingarnar sínar fyrir utan að finna sjálfan sig að nýju.</span></p> <p align="justify"><span>Í lok greinarinnar segir, að Bremann lifi nú tvöföldu lífi, annars vegar sem nálastungulæknir, sérfræðingur í kínverskum jurtalækningum og kennari í miðstöð sinni fyrir taiji og qi gong, hins vegar sem einkaþjálfari í líkamsræktarstöð.</span></p> <p align="justify"><span>Nú er meginboðskapur Bremanns til þeirra, sem hann þjálfar, hvort heldur í qi gong eða líkamsrækt, að menn geti breytt sér &ndash; sé viljinn fyrir hendi, geti allir tekið sig á og orðið betri menn.</span></p> <p align="justify"><span>Ég spyr: Er þetta ekki einmitt kjarni félagslegra forvarna? Að kveikja áhuga sem flestra á bestu leiðinni fyrir hvern og einn til að njóta sín <span></span>í lífi og starfi. Að finna sína eigin leið, lifa í sátt við sjálfan sig og stuðla þannig að jafnvægi og friði í samfélaginu.</span></p> <p align="justify"><span>Með þá skoðun að leiðarljósi vil ég enn á ný nota þetta tækifæri til að þakka forráðamönnum SÁÁ fyrir hönd okkar, sem stundum qi gong hér í þessum sal.</span></p> <p align="justify"><span>Við ljúkum æfingum okkar með því að minnast þess, að við breytum hvorki fortíðinni né ráðum framtíðinni &ndash; hið besta sé að njóta hverrar stundar með skýrri vitund og vera þannig búinn undir það, sem verða vill.</span></p> <p align="justify"><span>Í byrjun vikunnar birtist í <em>Morgunblaðinu</em> samtal við Ásdísi Haraldsdóttur svæðislögreglumann í Laugardal og Háaleiti hér í Reykjavík og Eið H. Eiðsson, lögreglufulltrúa svæðisstöðvar 1 og forvarna.</span></p> <p align="justify"><span>Þau vinna að málefnum barna og ungmenna og meðal verkefna þeirra er að framfylgja útivistarreglum. Ávinninginn af forvarnarstarfi sínu segja þau ótvíræðan og margvíslegan. Einna mikilvægast sé að börn læri að forðast hættur. Að hafa þá einföldu reglu í heiðri að hlíta reglum um útivistartíma dragi úr afbrotum og auki öryggi þeirra, sem eru á ferli.</span></p> <p align="justify"><span>Síðustu tvö ár hefur forvarnardeild lögreglunnar sent út kynningarbréf um útivistarreglur til foreldra grunnskólabarna og hafa þessi áminningarbréf mælst vel fyrir. &bdquo;Ég hef fengið þakkarbréf frá foreldrum,&ldquo; er haft eftir Eiði, sem segir þetta forvarnarstarf hið þakklátasta af þeim verkefnum, sem hann hefur sinnt innan lögreglunnar.</span></p> <p align="justify"><span>Í <em>Morgunblaðinu</em> kemur fram, að árangurinn af starfi deildarinnar sé gríðarlegur. Mikil breyting hafi orðið á undanförnum árum. Áður hafi foreldrar gjarnan gortað af því, að hvorki þeir né börn þeirra færu að útivistarreglum en nú sé litið á það sem sjálfsagðan hlut að virða reglurnar. Á árum áður hafi lögregla þurft að hafa afskipti af fjölda barna, sem virtu ekki reglurnar, en nú séu þetta kannski fjögur börn á kvöldi í meira en 20 þúsund manna hverfi<strong>.</strong></span></p> <p align="justify"><span>Ásdís segir foreldra almennt ánægða með afskipti lögreglu, forvarnarstarfið skili þó ekki árangri nema foreldrar taki höndum saman og allir virði settar reglur, því að forvarnir hefjist ávallt innan veggja heimilisins.</span></p> <p align="justify"><span>Þessi lýsing gefur að mínu mati raunsannari mynd af því góða starfi, sem lögregla vinnur í hverfum og byggðum landsins en upphrópanir um, að allt sé á hverfanda hveli innan lögreglunnar og þar séu menn með hugann við allt annað en íbúana í umdæmum sínum, nærlöggæslu eða hvaða nöfn menn velja hinu mikilvæga hlutverki lögreglu, sem felst í forvörnum.</span></p> <p align="justify"><span>Ég sakna þess oft í umræðum um þessi mál, að sveitarfélög eða félagsþjónustur þeirra gangi fram á opinberum vettvangi og lýsi skýrt og skorinort yfir vilja til samstarfs við lögreglu og hvernig slíku samstarfi sé best háttað.</span></p> <p align="justify"><span>Að mínu mati eru sveitarstjórnir og yfirvöld barnaverndarmála oft of fljót að setja sig í varnarstellingar, þegar umræður eru um borgar- eða bæjarbrag. Ég er ekki með þessu að gera lítið úr skyldum lögreglu og nauðsyn þess, að hún sé öflug. Ég tel hins vegar, að það hljóti að vera metnaðarmál sérhverrar sveitarstjórnar, að nota þau tæki, sem hún hefur til að móta eigin brag á sínu sveitarfélagi.</span></p> <p align="justify"><span>Það er til dæmis ekkert náttúrulögmál, sem ræður yfirbragði miðborgar Reykjavíkur.<span>&nbsp;</span> Miðborgin ber svip ákvarðana um atvinnustarfsemi og leyfi til hennar, ákvarðana, þar sem borgarstjórn á síðasta orð.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel til dæmis alfarið á valdi borgarstjórnar Reykjavíkur að ákveða, hvort og hvar svonefndir nektardansstaðir eru innan borgarmarkanna. &ndash; Þótt starfsemi þessara skemmtistaða sé leyfð samkvæmt lögum, jafngilda lagaákvæðin ekki því, að sveitarstjórnir geti ekki ákveðið heimilisfesti staðanna.</span></p> <p align="justify"><span>Við eigum vissulega mörg og skýr dæmi um góðan árangur af farsælu samstarfi lögreglu og félagsmálayfirvalda sveitarfélaga og nægir þar að nefna verkefnið Hringinn í Grafarvogi hér í Reykjavík. Hringurinn var kveikjan að því að við tókum upp svonefnda sáttamiðlun, sem nú er fastur liður í störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sáttamiðlun er einkum æskilegt úrræði vegna smávægilegra afbrota, þar sem í hlut eiga gerendur frá 15 ára aldri til tvítugs.</span></p> <p align="justify"><span>Sáttamiðlun er í eðli sínu félagslegt úrræði gegn afbroti &ndash; í stað þess að láta menn sæta ákæru og refsingu er málið leyst með sátt. Að baki býr sú skoðun, að hver og einn sé best fær um að leysa úr ágreiningi sínum við aðra. Leitast er við að ljúka hverju máli á einfaldan og skjótan hátt, þannig að sýnileg tengsl séu á milli hins refsiverða verknaðar og málalykta.</span> <span>Gildi þessa úrræðis fyrir ósakhæf ungmenni er mikið í ljósi forvarna. Með því að viðurkenna eigið afbrot margfaldast líkur á, að það verði ekki endurtekið</span></p> <p align="justify"><span>Af 82 málum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sáttamiðlun hefur verið beitt &ndash; hefur náðst raunveruleg sátt í þeim öllum nema einu. Er mér sagt, að mikil og vaxandi ánægja ríki með þessa leið til að draga úr óknyttum og afbrotum.</span></p> <p align="justify">Á síðasta ári var ritað undir þríhliða samkomulag SÁÁ, höfuðborgarlögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins um vilja SÁÁ til að taka við einstaklingum til meðferðar og um samvinnu SÁÁ við lögreglu að forvarnarmálum. Hefur þetta samstarf skipt miklu fyrir marga auk þess að auðvelda lögreglu störf hennar og fyrir það vil ég þakka.</p> <p align="justify">Þeir, sem hafa helgað starfi SÁÁ krafta sína, vita manna best, að engin einföld leið er fær að hinu háleita marki, að gera hverjum einstaklingi kleift að sigra í glímunni við sjálfan sig.</p> <p align="justify">Um leið og þetta er sagt, skal hitt fullyrt, að því öflugra sem öryggisnetið er, þeim mun meiri líkur eru á því, að unnt sé að bjarga þeim, sem falla fyrir borð.</p> <p align="justify">Við, sem komum hér saman á morgnana til að stunda qi gong, höfum sett okkur óskrifað en skýrt markmið: að nýta okkur einfaldar orkuæfingar til að njóta lífsins betur. Við þurfum ekki að fara alla leið til Kína til að átta okkur á gildi þess. Í Hávamálum er varað við óminnishegranum, sem stelur geði guma &ndash;</p> <p align="justify">því að færra veit,</p> <p align="justify">(sá) er fleira drekkur.</p> <p align="justify">Hvarvetna og um aldir hefur maðurinn áttað sig á því, að alsgáður, agaður og vel á sig kominn, nýtur hann sín best. Besta forvörnin felst í því að vinna sem flesta á þetta band.</p> <p align="justify">Við upphaf þessa tímabæra málþings ítreka ég þakkir mínar til SÁÁ fyrir hið mikla og árangursríka starf, sem unnið hefur verið undir merkjum samtakanna í þágu betra mannlífs og heilbrigði.</p> <br /> <br />

2008-09-25 00:00:0025. september 2008Dóms- og kirkjumálaráðherra fjallaði um endurskoðun lögreglulaga á fundi með sýslumönnum

<p>Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti í dag erindi á fundi hjá Sýslumannafélagi Íslands sem haldinn var á Hvolsvelli. Í erindi sínu gerði ráðherra grein fyrir stöðu mála varðandi endurskoðun lögreglulaga.</p> <p>Sjá glærur frá erindi ráðherra <a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir/Erindi_BjBj.pdf">hér</a>.</p> <br /> <br />

2008-09-24 00:00:0024. september 2008Dóms- og kirkjumálaráðherra flutti fyrirlestur um forvirkar rannsóknarheimildir

<p>Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti í dag, 24. september, fyrirlestur um forvirkar rannsóknarheimildir í Háskólanum á Bifröst.</p> <p>Sjá glærur frá fyrirlestri ráðherra <a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir/Forvirkar1.pdf">hér.</a> (pdf-skjal)</p> <br /> <br />

2008-09-16 00:00:0016. september 2008Kalda stríðið - dómur sögunnar

<p><span>Kalda stríðið &ndash; dómur sögunnar &ndash; heitið á þessum orðum er sprottið af umræðum fyrr á þessu ári. Viðfangsefnið er verðugt og minnir á, að margt er enn ósagt um tímann frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar fram að hruni Sovétríkjanna.</span></p> <p><span>Eftir fall þriðja ríkisins og Hitlers rofnaði samstaða sigurvegaranna. Þeir skiptu heiminum í tvö áhrifasvæði. Járntjald lá í gegnum Þýskaland. Í tæpa hálfa öld stóðu tvö ólík þjóðfélagskerfi grá fyrir járnum andspænis hvort öðru. Oftar en einu magnaðist spenna á milli þeirra &ndash; og þegar litið er til baka sést, að oftar en einu sinni stóð mannkyn á barmi kjarnorkuvopnaátaka. Hættan á þeim varð mest í Kúbudeilunni árið 1962.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Berlín var kölluð höfuðborg kalda stríðsins. Vesturhluti borgarinnar var umlukinn hernámssvæði Sovétmanna, Austur-Þýskalandi. Vesturveldin þrjú, Bandaríkin, Bretland og Frakkland, lögðu sig fram um að tryggja sjálfstæði eigin svæða í Vestur-Berlín. 1948 svöruðu þeir tilraun Sovétmanna til að svelta borgarbúa í vesturhlutanum til uppgjafar <span>&nbsp;</span>með loftbrú.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í Berlín má enn þann dag í dag sjá margt til minja um kalda stríðið, meðal annars Kongresshalle, ráðstefnuhöll, í Tiergarten, skammt frá þýska þinghúsinu, Reichstag. Bandaríkjastjórn gaf Berlínabúum þetta einstaka hús árið 1957.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eleanor Dulles, Berlínarfulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins, systir Johns Fosters, utanríkisráðherra, og Alans, yfirmanns CIA, er kölluð &bdquo;móðir&ldquo; hússins og jafnvel Vestur-Berlínar. Án frumkvæðis Eleanor og dugnaðar er talið, að borgin hefði aldrei fengið nafngiftina höfuðborg kalda stríðsins. Hún barðist fyrir því, að Vestur-Berlín yrði alls ekki Sovétmönnum að bráð og með Kongresshalle reisti hún sýnilegt og glæsilegt tákn um staðfastan vilja Bandaríkjamanna til stuðnings Berlínarbúum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Byggingarlistin var notuð sem vopn í kalda stríðinu eins og <span>&nbsp;</span>aðrar listgreinar. Í Austur-Berlín beittu kommúnistar henni sér til dýrðar með uppbyggingu við Stalinallee. Fyrstu mannvirki þar komu til sögunnar í janúar 1952 og þar hreyktu menn sér af glæsibyggingum í þágu alþýðunnar og bentu á rústirnar í Vestur-Berlín til marks um, að kommúnismi væri skilvirkari en kapítalismi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar vestur-þýska þingið kom saman í Berlín funduðu þingmennirnir í Kongresshalle til að árétta órjúfanleg stjórnmálatengsl Vestur-Berlínar og Vestur-Þýskalands. Þótti stjórnendum Austur-Þýskalands sér storkað með þessum þingfundum og sendu fylkingar af MiG 19 og MiG 21 orrustuþotum yfir höllina í minna en 100 metra hæð og rufu þær hljóðmúrinn beint yfir höfðum þingmannanna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar Berlínarmúrinn hrundi 9. nóvember 1989, hófust endalok kalda stríðsins. Í borginni er nú unnt að sjá áþreifanlegan vitnisburð um sigur kapítalisma yfir kommúnisma. Höll lýðveldisins, þinghús Austur-Þýskalands hefur verið rifið <span>&nbsp;</span>og þar skammt frá við ána Spree er nú safn um DDR &ndash; þýska alþýðulýðveldið, þar sem harðstjórn kommúnista er milduð með því að reyna að gera hana dálítið broslega, þótt hún eigi það alls ekki skilið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þjóðverjar keppast við að skrifa sig í gegnum kalda stríðið til að átta sig betur en ella á dómi sögunnar, þótt um hann sé í sjálfu sér ekki deilt. Þeir hafa skrifað tölvuforrit til að auðvelda sér að raða saman tættum Stasi-skjölum, sem fundust í ruslatunnum á sínum tíma.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér á landi eru sagnfræðingar einnig áhugasamir um að rýna í sögu kalda stríðsins. Ég er eindreginn talsmaður þess, að unnið sé að sagnfræðilegum rannsóknum á þessu sviði, til að upplýsa alla þætti mála. Vegna þeirrar afstöðu, sem ég tók á tíma kalda stríðsins, fagna ég dómi sögunnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Faðir minn, Bjarni Benediktsson, tók mikinn þátt í kalda stríðinu hér á landi og vann ótrauður að því, að Ísland væri virkur þátttakandi í baráttu lýðræðisríkjanna gegn Sovétvaldinu. Við systkinin höfum nú afhent skjöl hans Borgarskjalasafni, þar sem unnið er að skráningu þeirra. Sum skjalanna, meðal annars þau, sem snerta aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, má skoða á vefsíðunni bjarnibenediktsson.is</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á síðunni má sjá, að í safninu er meðal annars að finna gögn um íslenska og danska kommúnista, Kommúnistaflokk Íslands, um skipulag kommúnista, byltingarhugmyndir og uppskriftir úr tímaritinu&nbsp;<em>Rétti</em> á árunum 1923-1949, um heimsstríð og auðvaldið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þar eru einnig frásagnir af viðræðum um NATO-aðild Íslands og af samningaviðræðum Norðurlandaþjóðanna um varnarbandalag. Safnið geymir skjöl um varnarsamninginn 5. maí 1951, aðdraganda og eftirmál, hvaða skotmörk Rússar voru taldir hafa á Íslandi, og lýst er hættuástandi í heiminum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>Sum þessara skjala hafa sagnfræðingar fengið að kynna sér, á meðan safnið var í minni vörslu, en ég hef verið mjög tregur til að veita aðgang að því óskráðu. Um aðgang að hinu skráða safni hefur verið samið við Borgarskjalasafn. Efnisþættirnir, sem ég nefndi, gefa til kynna, hvað þarna er að finna en þeir minna einnig á um hvað kalda stríðið snerist.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hér á landi var háð hörð hugmyndafræðileg barátta, þar sem stjórnstöðvar heimskommúnismans létu að sér kveða með útsendurum og fjárstuðningi. Sósíalistaflokkurinn hafði á þessum árum á stefnuskrá sinni að ná völdum í landinu með ofbeldi. Formaður miðstjórnar Sósíalistaflokksins, Brynjólfur Bjarnason, hótaði þingmönnum aftöku áður en gengið var til atkvæða um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið og árás var gerð á Alþingishúsið eftir að þeir félagar Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson létu þau röngu boð út ganga að þeir væru fangar í þinghúsinu.</p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Andstæðingar aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningsins við Bandaríkin töldu ákvarðanir um þessi efni landráð, sem hefðu byggst á leynimakki, ef ekki þvingunum. Fullyrðingar í þessa veru heyrast ekki lengur, enda eiga þær ekki við nein rök að styðjast.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Áróðurinn gegn varnarsamstarfinu var einnig á þann veg, að í eitt skipti fyrir öll og að eilífu væri Ísland orðið að bandarískri herstöð, útverði Bandaríkjanna, einskonar herfangi þeirra. Bandaríkjamönnum mundi aldrei detta til hugar að kalla herafla sinn frá Íslandi. Þetta hefur einnig reynst rangt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sömu sögu er að segja um stóryrði þess efnis, að Bandaríkjamenn hefðu flutt kjarnorkuvopn með leynd til landsins. Ásakanir í þá veru voru ósannar en gáfu svovéskum herforingjum átyllu til að hóta Íslendingum með kjarnorkuárás.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég skrifaði mikið um utanríkis-, öryggis- og varnarmál á áttunda og níunda áratugnum og má finna sýnishorn af því efni í ritsafninu <em>Í hita kalda stríðsins</em>, sem Nýja bókafélagið gaf út árið 2001. Þeir, sem lesa greinarnar, sjá, að áhugi minn beindist einkum að strategískum þáttum og hvernig Ísland tengdist vígbúnaðarkapphlaupinu milli austurs og vesturs.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í grein frá árinu <span>&nbsp;</span>1980 sagði ég, að við mat á stöðu Íslands á alþjóðvettvangi væri ekki of langsótt að velta fyrir sér heildarþróun alþjóðamála. Íslendingar gætu ekki skorist úr leik. Þeir byggju á lykilhafsvæði og land þeirra væri í raun skurðpunktur milli austurs og vesturs. Nefndi ég fimm ástæður til að skýra hernaðarlega stöðu Íslands. Þar sagði:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>1.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Vegna þess hve kafbátar búnir kjarnorkueldflaugum eru mikilvægur liður í miðkerfinu milli risaveldanna og 70% af slíkum kafbátum Sovétríkjanna hafa bækistöð fyrir norðan Ísland er landið vegna legu sinnar hluti af þessu kerfi. Hvorugt risaveldanna mundi þola óvissu eða tómarúm á Íslandi.</span></p> <p><span><span>2.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Sameiginlegt varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins byggist á því, að sérhver bandalagsþjóð leggi sitt af mörkum til sameiginlegra varna. Framlag hvers og eins fer eftir efnum og ástæðum. Íslendingar leggja fram land undir varnarstöð, sem er lífsnauðsynlegur hlekkur í sameiginlega varnarkerfinu, um leið og hún er sérstök öryggistrygging fyrir Ísland. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu án sérstaks varnarviðbúnaðar í landinu sjálfu er þverstæða, sem ekki er unnt að rökstyðja með skynsamlegum hætti eða á fræðilegum forsendum.</span></p> <p><span><span>3.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Ekki er unnt að greina á milli Norður-Evrópu eða Norður-Atlantshafs og Mið-Evrópu. Hættuástand eða átök í norðri mundu leiða til mikillar spennu og síðar átaka í Mið-Evrópu. Með stefnu sinni í utanríkis- og öryggismálum leggur Ísland lóð á vogarskál friðar í Evrópu.</span></p> <p><span><span>4.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Án þess að með sýnilegum hætti sé ljóst, að unnt verði að flytja liðsafla og birgðir frá Norður-Ameríku til Vestur-Evrópu á hættutímum er varnarstefna Atlantshafsbandalagsins einskis virði. Átökin í síðari heimsstyrjöldinni sýndu, að aðstaða á Íslandi er nauðsynleg til að heyja orrustu á Atlantshafi og hafa betur.</span></p> <p><span><span>5.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Núverandi skipan mála, þar sem Vestur-Evrópa og ríkin í Norður-Ameríku sameinast um að tryggja öryggishagsmuni sína, er óskastaða frá íslenskum sjónarhóli. Færi svo, að hugmyndin um &bdquo;fortress America&ldquo;, þ.e. Bandaríkjamenn dragi úr skuldbindingum sínum gagnvart vörnum Vestur-Evrópu, kæmi til framkvæmda yrðu Íslendingar settir í mjög erfiða aðstöðu. Til að komast hjá því að þurfa að velja á milli Evrópu og Norður-Ameríku hljóta þeir að leggja sig fram um að viðhalda núverandi skipan.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá sagði ég einnig helsta markmið Sovétríkjanna í samskiptum við Ísland væri að fá landsmenn til að rjúfa varnarsamstarfið við Bandaríkin og ganga úr Atlantshafsbandalaginu. Með þetta sama markmið væru þeir, sem gengju undir kjörorðinu: Ísland úr NATO, herinn burt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þannig leit ég á málin 30 árum eftir að Ísland hafði gengið í NATO og gert varnarsamninginn við Bandaríkin. Ég er enn sömu skoðunar um stöðu Íslands á þessum tíma og hvaða gildi afstaða íslenskra stjórnvalda hafði í hernaðarlegu tilliti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Dómur sögunnar er á þann veg, að stefna okkar í öryggismálum hafi reynst þjóðinni farsæl. Undir lok kalda stríðsins reyndi mjög á hana, þegar Ronald Reagan mótaði flotastefnu, sem miðaði að því, að bandaríski flotinn sækti norður fyrir Ísland og grandaði sovéskum kjarnorkukafbátum sem næst heimahöfnum þeirra á Kóla-skaganum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá var meðal annars sagt í umræðum hér, að Ísland væri kjarnorkuheilinn í flotastefnu Bandaríkjanna og látið í veðri vaka, að Bandaríkjamenn vildu byggja óeðlilega stóra, nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli til að koma þessum heila fyrir í kjallara hennar! Umræðurnar urðu til þess, að flugstöðin varð minni en upphaflega var áætlað.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í sjálfu sér er ekki undrunarefni, að þeir, sem höfðu aðra skoðun, en hér hefur verið lýst, á hernaðarlegu gildi Íslands á þessum árum, vilji sem minnst um þá skoðun tala.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Umræður um Ísland og kalda stríðið hafa einnig snúist mest um annað en hernaðarleg atriði og öryggismál, sem voru þó kjarni ágreinings milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Kjarnorkvopnin frystu ástandið, þau sköpuðu ógnarjafnvægið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Rætt var um stöðu Íslands í kalda stríðinu næsta hávaðalítið á tíunda áratug síðustu aldar. <span>&nbsp;</span>Við vorum nokkrir, sem töldum eðlilegt, að hér á landi eins og annars staðar gerðu kommúnistar upp við fortíðina. Töluðum við fyrir daufum eyrum, því að meira að segja <em>Morgunblaðið</em> taldi óþarft að eltast við þá, sem hæst töluðu um &bdquo;lygi&ldquo; blaðsins í kalda stríðinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í síðasta Reykjavíkurbréfi, sem Styrmir Gunnarsson skrifaði sem ritstjóri <em>Morgunblaðsins</em> og birtist hinn 1. júní síðastliðinn, sagði:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&bdquo;Þegar Berlínarmúrinn féll og kalda stríðinu lauk vildu ungir og kappsfullir starfsmenn á ritstjórn Morgunblaðsins láta kné fylgja kviði og efna til uppgjörs við sósíalista vegna þess, sem hér hafði gerzt á árum kalda stríðsins. Þá vakti fyrir þeim að efna til víðtækrar leitar í erlendum skjalasöfnum að gögnum, sem sönnuðu tengsl stjórnmálahreyfingar sósíalista á Íslandi við kommúnistaflokkana í Austur-Evrópu, fjárstreymi hingað frá þeim og áform þeirra um að koma á sósíalísku þjóðfélagi á Íslandi með stuðningi hinna erlendu aðila.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi áform um uppgjör runnu út í sandinn vegna þess, að Matthías Johannessen, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hafði síðasta orðið í málefnum ritstjórnar, sagði nei. Hann taldi nóg komið af sundrungu þjóðarinnar í kalda stríðinu og ekkert vit væri í því að halda lengra á þeirri braut. Á árunum á undan hafði Matthías lagt sig fram um að draga úr því sundurlyndi, sem orðið hafði í röðum rithöfunda og annarra listamanna í kalda stríðinu. Eins og þeir sem eldri eru muna var menningunni beitt mjög fyrir kaldastríðsvagninn.&ldquo;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að öðru leyti snerist þetta kveðjubréf Styrmis að mestu um það, sem hefur orðið að mesta hitamáli í umræðum um Ísland og kalda stríðið hin síðustu misseri, það er<span>&nbsp;</span> hlerarnir og hlut lögreglu við gæslu innra öryggis ríkisins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér er ekki tilefni til að rekja allt, sem sagt hefur verið um þau mál eða einkennileg tilvik þeim tengd. Nokkrar umræður urðu um málið á vorfundum alþingis 2006 og þá var samþykkt þingsályktun</span> 3. júní, þar sem ríkisstjórninni var falið að skipa nefnd til þess að annast skoðun gagna sem snerta öryggismál Íslands, innra og ytra öryggi, á árunum 1945&ndash;1991 í vörslu opinberra aðila og ákveða frjálsan aðgang fræðimanni að þeim. Með ályktuninni var sú pólitíska stefna<span>&nbsp;</span> mörkuð að þessar upplýsingar skyldu gerðar fræðimönnum aðgengilegar og var sérstakri nefnd síðan falið að gera tillögu um hvernig staðið skyldi að því, en nefndin var skipuð 22. júní 2006.</p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>Þar sem ætla mátti, að öll gögn og upplýsingar um öryggismál íslenska ríkisins á árunum 1945&ndash;1991 væru ekki aðgengileg almenningi á grundvelli upplýsingalaga, aðallega vegna einkalífsverndar þeirra sem sættu eftirliti eða rannsókn á þessu tímabili, þótti nauðsynlegt að mæla í lögum fyrir um aðgangsrétt nefndarmanna að þessum gögnum og leggja um leið þagnarskyldu á þá. Jafnframt var lögfest að öllum opinberum starfsmönnum, bæði núverandi og fyrrverandi, yrði skylt að svara fyrirspurnum nefndarinnar um verklag við öflun, skráningu og varðveislu upplýsinga um öryggismál Íslands á árunum 1945&ndash;1991 þrátt fyrir ákvæði laga um þagnarskyldu.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;Þá var lögfest, <span>&nbsp;</span>að nefndin hefði á starfstíma sínum samráð við forseta Alþingis og formenn þingflokka um framvindu verksins. Þótti slíkt samráð afar mikilvægt til að tryggja áfram samstöðuna, sem náðist um málið, þegar alþingi samþykkti ályktun sína vorið 2006. Var einnig eindregin samstaða á þingi um lögfestingu þessara heimilda fyrir nefndina.</p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>Hún skilaði síðan skýrslu 9. febrúar 2007. Helstu niðurstöður hennar voru þessar:</p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> Hleranir varðandi öryggi ríkisins áttu sér stað á árunum 1949-68.</p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> Lögreglan átti frumkvæðið að hlerunum í apríl 1951 og 1968. <span>Um annað er ókunnugt.</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Ávallt var kveðinn upp dómsúrskurður sem heimilaði hleranir áður en þær voru framkvæmdar.</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Lögreglan gat ekki hlerað með þeim búnaði sem hún <span>&nbsp;</span>hafði á þessum [tíma] án atbeina starfsmanna Pósts og síma.</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Þessar hleranir voru ekki teknar upp á segulbönd og við þær varð til lítið af skriflegum gögnum.</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Vinnubrögð og verklag voru almennt þannig að lítið var skráð af upplýsingum um öryggismál.</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Gögnum hjá Útlendingaeftirlitinu í lögreglustöðinni við Hverfisgötu var eytt 1976.</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Starfssvið forstöðumanns Útlendingaeftirlitsins laut m.a. að innra öryggi ríkisins.</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Útlendingaeftirlitið hafði eftirlit með erlendum sendiráðsmönnum, einkum frá ríkjum Varsjárbandalagsins.</span></p> <p><span>Í skýrslunni eru nefnd 6 tilvik frá 1949 til 1968, þegar dómarar veittu heimild til hlerana: 1949 vegna aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1951 vegna komu Dwigths D. Eisenhowers, yfirhershöfðingja NATO í janúar og síðan í apríl vegna komu bandaríska varnarliðsins. 1961 vegna landhelgissamninga við Breta. 1963 vegna heimsóknar Lyndons B. Johnsons, varaforseta Bandaríkjanna, <span>&nbsp;</span>og 1968 vegna utanríkisráðherrafundar NATO.</span></p> <p><span>Nefndin segir ekkert benda til þess, að hleranir hafi verið heimilaðar um innra öryggi eftir 1968. Í öllum tilvikunum sex telur nefndin, að málsmeðferð hafi verið sú, að lögreglustjóri hafði samband við ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, sem skrifaði Sakadómi bréf um nauðsyn hlerunar, einu sinni skrifaði ráðherra undir bréfið, Jóhann Þ. Jósefsson, settur dómsmálaráðherra, árið 1949</span></p> <p><span>Dómari heimilaði hlerun með úrskurði samkvæmt nefndarskýrslunni og allir heimildarmenn nefndarinnar fullyrtu, að engar tengingar til hlerunar hefðu átt sér stað, fyrr en dómsúrskurðurinn lá fyrir.</span></p> <p><span>Í skýrslunni segir orðrétt:</span></p> <p><span>&bdquo;Í fjölmiðlum hafa menn talað um dularfullt <em>klikk</em> sem heyrðist í símum þeirra og vöktu grunsemdir um að síminn væri hleraður. Þeir tæknimenn Símans, sem nefndin ræddi við, fullyrða að þegar hlerað var heyrðist ekkert <em>klikk</em>, en hins vegar getur slíkt hljóð orsakast af ýmsum ástæðum sem eiga sér eðlilegar skýringar, svo sem við viðhald og viðgerðir.&ldquo;</span></p> <p>Því hefur verið haldið fram, að þessar hleranir, sem hér hefur verið lýst hafi verið &bdquo;pólitískar hleranir&ldquo;. Þetta virðist sagt til að unnt sé að heimfæra það, sem að framan er lýst, undir það, sem gerðist í Noregi á tímum kalda stríðsins.</p> <p>Norska stórþingið fól snemma árs 1994 sérstakri nefnd að rannsaka, hvað hæft væri í ásökunum um ólöglegt eftirlit með norskum ríkisborgurum á tíma kalda stríðsins. Nefndin, Lund-nefndin svokallaða, skilaði skýrslu tveimur árum síðar og taldi, að norska öryggislögreglan hefði fylgst á ólögmætan hátt með fjölda manna, einkum kommúnistum og sósíalistum. Var einstaklingum gefinn kostur á að kynna sér skýrslur um sig og krefjast bóta.</p> <p>Fráleitt er að bera það, sem lýst er í Lund-skýrslunni, saman við hleranir hér á landi. Hér hefur ekkert komið fram til stuðnings ásökunum um ólögmætar aðgerðir yfirvalda. Í Noregi var sýnt fram á óeðlilega náin tengsl milli Verkamannaflokksins og öryggislögreglunnar.</p> <p>Hér hafa sumir látið eins og dómarar hafi verið valdalaus verkfæri í höndum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og þeir hafi farið án rökstuðnings að vilja ráðherrans. Í þeirri afstöðu felst dæmalaus óvirðing við þá dómara sem hlut áttu að máli.</p> <p>Í þessu samhengi má nefna síðustu hleranir 1968 en þá heimilaði Þórður Björnsson sakadómari, lengi bæjarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins og eindreginn andstæðingur Sjálfstæðisflokksins, að síma yrðu hleraðir. <span>&nbsp;</span>Spyrja má: Er sennilegt að þessi áhrifamaður í Framsóknarflokknum, sem þá var raunar í harðri stjórnarandstöðu gegn Sjálfstæðisflokknum, hafi heimilað dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að stunda pólitískar njósnir um andstæðinga sína?</p> <p><span>S</span><span>ímhleranir í þágu lögreglu, eru löglegar, enda með samþykki dómara. Lögregluhleranir standa stutt, eru bundnar tilteknum atburðum og eru eingöngu notaðar í þágu lögreglu.</span></p> <p>Pólitískar hleranir eru ólöglegar, standa um langan tíma og eru notaðar til að koma upplýsingum á framfæri við pólitíska andstæðinga.</p> <p>Hér á landi voru stundaðar löglegar hleranir í þágu lögreglu með heimild dómara. Um þetta verður ekki deilt, þótt menn séu ekki endilega sammála um, hvort ástæða hafi verið til að óska eftir heimild til hlerana eða nefna til sögunnar þau símanúmer, sem sjá má í opinberum gögnum.</p> <p>Dr. Þór Whitehead <span>&nbsp;</span>ritar um öryggi Íslands á válegum tímum í tímaritið <em>Þjóðmál</em> 2006 og dregur þar upp mynd af stefnu kommúnista, baráttuaðferðum þeirra og viðbrögðum lögreglu. Augljóst er, að Gúttóslagurinn 1932 skipti sköpum um mat lögreglu á nauðsynlegum viðbrögðum til að hún hefði undirtökin í átökum við kommúnista og fylgismenn þeirra.</p> <p>Gúttóslagurinn átti rætur í pólitískum átökum og þar munaði minnstu, að andstæðingar lögreglu og lögmætra stjórnvalda næðu yfirhöndinni. Gúttóslagurinn sýndi og sannaði, að lögregla varð að geta áttað sig betur fyrirfram á yfirvofandi hættu eða mótmælum.</p> <p>Símhleranir eru dæmigerð aðferð lögreglu til að búa sig sem best undir það, sem í vændum kann að verða. Með vísan til reynslunnar af Gúttóslagnum taldi lögregla líklegast, að pólitískir andstæðingar ákvarðana stjórnvalda tækju höndum saman til að spilla fyrir framgangi mála.<span>&nbsp;</span> Þetta skýrir símanúmerin, sem kynnt voru fyrir dómurunum. Í skýrslu hlerananefndarinnar frá 2007 segir um hleranir í þágu innra öryggis ríkisins 1949 til 1968:</p> <p>&bdquo;Hleranir fóru fyrst fram á 2. hæð lögreglustöðvarinnar í Pósthússtræti 3. Nokkrir símar voru settir upp með fjórum til fimm tengingum. Segulbönd voru ekki notuð við hleranir á þessum tíma. Punktað var niður það sem þótti athugunarvert, m.a. nöfn. Heimildarmenn fullyrða að aldrei hafi neitt verið skráð sem varðaði einkahagsmuni þeirra einstaklinga sem voru hleraðir. Í lok hvers dags var síðan metið hvað skipti máli og það varðveitt en hinu eytt. Nokkrir starfsmenn embættis lögreglustjórans í Reykjavík önnuðust hleranir, þ. á m. sérstakur trúnaðarmaður lögreglustjóra. Sökum manneklu var ekki hlerað að næturlagi.&ldquo;</p> <p>Þessi lýsing gefur ekki tilefni til að álykta, að um öflugt eða víðtækt eftirlit hafi verið að ræða. Satt að segja virðist það hafa verið frekar lítilfjörlegt. <span>&nbsp;</span>Raunar má ætla, að lögregla hafi litið á heimildir sínar sem nauðsynlega varúðarráðstöfun, ef spenna magnaðist á hinum pólitíska átakavettvangi.</p> <p>Öll tilvikin sem um ræðir tengjast ákveðnum viðburðum. Hið sama á við enn þann dag í dag. Lögreglan skipuleggur aðgerðir í samræmi við greiningu og hættumat og mælist til þess að hafa þær heimildir hverju sinni, sem hún telur best duga til þess að gegna hlutverki sínu. Það ræðst af atvikum og framvindu mála hvort lögreglan nýtir sér þær heimildir, sem hún fær frá dómurum.</p> <p>Góðir áheyrendur.</p> <p>Ég hef hér stiklað á nokkrum þáttum, sem settu svip á kalda stríðið. Uppgjör þjóða við þennan kafla í sögu sinni ræðst af<span>&nbsp;</span> aðstæðum þeirra.</p> <p>Ef fyrir lægi staðfest vitneskja um lögbrot af hálfu íslenskra stjórnvalda, hikaði ég ekki við að mæla með viðbrögðum til að rétta hlut þeirra, sem máttu þola órétt vegna slíkra brota. Þá kæmi til álita að semja sérstök lög til að auðvelda fórnarlömbum að<span>&nbsp;</span> leita skaðabóta.</p> <p>Ekkert bendir til þess, að stjórnvöld hafi farið á svig við lög við ákvarðanir sínar. Ágreiningur um, hvort nauðsynlegt hafi verið að taka þessar ákvarðanir, tengist deilum fortíðar og fráleitt er að leggja mælistiku samtímans á þær. Hér er um sögulegar staðreyndir að ræða og við þeim verður ekki haggað, hvort sem mönnum líkar þær eða ekki.</p> <p>Ég minntist á Berlín í upphafi þessa erindis. Þar hitti ég nýlega dr. Wolfgang Schäuble, innanríkisráðherra Þýskalands, sem gegndi mikilvægu hlutverki af hálfu vestur-þýskra stjórnvalda við sameiningu Þýskalands. Við ræddum þá sögulegu atburði og breytingarnar í Berlín frá hruni múrsins.</p> <p>Schäuble sagði kalda stríðið og skiptingu Berlínar ekki vekja neinn sérstakan áhuga ungs fólks. Hann ætti 28 ára dóttur og þegar hún hlustaði á föður sinn ræða atvik úr kalda stríðinu og hvernig því lauk segði hún gjarnan: Æ, pabbi, hvers vegna talar þú ekki bara um Rómaveldi!</p> <p>Enn er verið að skrifa sögu Rómaveldis og ráða í<span>&nbsp;</span> örlög <span>&nbsp;</span>manna og málefna þar. Á sama hátt verður enn um langan aldur<span>&nbsp;</span> rýnt í sögu kalda stríðsins og deilt um einstaka atburði þess. Engu að síður tel ég dóm sögunnar um átök austurs og vesturs þegar fallinn. Sameining Berlínar undir lýðræðislegri stjórn í öllu Þýskalandi er skýrasta táknið um inntak þess dóms.</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-08-14 00:00:0014. ágúst 2008Dóms- og kirkjumálaráðherra á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál í Fairbanks, Alaska

<span>Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti ræðu um borgaraleg viðfangsefni við gæslu öryggis á Norður-Atlantshafi á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál í Fairbanks í Alaska þriðjudaginn 12. ágúst.</span> <p style="text-align: justify;"><span>Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti ræðu um borgaraleg viðfangsefni við gæslu öryggis á Norður-Atlantshafi á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál í Fairbanks í Alaska þriðjudaginn 12. ágúst. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í erindi sínu, <em>The Civilian Role in Safety in the North Atlantic</em>, fjallaði Björn m.a. um aukið hlutverk borgaralegra stofnana, lögreglu og landhelgisgæslu, við öryggisgæslu á sjó og landi.</span> <span>Hvatti hann til enn nánara samstarfs ríkja sem liggja að Norður-Atlantshafi og Eystrasalti um eftirlit og öryggisgæslu á sjó.</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/domsmalaraduneytid/fyrri-radherrar/stok-raeda-fyrrum-radherra/2008/08/14/Doms-og-kirkjumalaradherra-a-thingmannaradstefnu-um-nordurskautsmal-i-Fairbanks-Alaska/">Sjá ræðu ráðherra hér</a></span></p> <br /> <br />

2008-05-15 00:00:0015. maí 2008Lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum

<p align="justify">Undir lok febrúar á þessu ári var ljóst, að lögreglustjórinn á Suðurnesjum taldi sig ekki geta rekið embætti sitt innan fjárheimilda ársins 2008 eins og þær eru í fjárlögum &ndash; munaði þar rúmum 200 milljónum króna.</p> <p align="justify">Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu kom þetta í opna skjöldu, þar sem fjárlagatillögur embættisins fyrir árið 2008 sýndu enga slíka fjárvöntun.</p> <p align="justify">Stóð ráðuneytið í raun frammi fyrir sambærilegu viðfangsefni og árið 2007, en þá var lögð fyrir það tillaga að rekstraráætlun embættisins með um 200 milljón króna halla. Þá fól ráðuneytið nefnd sérfróðra manna að fara í saumana á rekstri og fjárumsýslu embættisins. Tókst að draga úr hallanum en hann varð þó um 80 m. kr. í árslok.</p> <p align="justify">Nefndin taldi, að bæta þyrfti rekstrarskilyrði embættisins og aðskilja bæri fjárhag einstakra verkþátta þess og fella þá að minnsta kosti fjárhaglega undir viðkomandi ráðuneyti, það er að lögregla og landamæravarsla yrði hjá dóms- og kirkjumálaráðuneyti, tollamál hjá fjármálaráðuneyti og flugöryggismál hjá samgönguráðuneyti.</p> <p align="justify">Ákvörðun ráðuneytisins um skiptingu embættisins byggist á sömu sjónarmiðum og nefndarinnar. Meginrökin fyrir þessari skiptingu felast í faglegri verkaskiptingu innan stjórnarráðsins. Er eðlilegt, að gagnvart þessu embætti eins og endranær beri hvert ráðuneyti ábyrgð á sínum verkþætti bæði stjórnsýslulega og fjárhagslega. Núverandi skipan má rekja til dvalar varnarliðsins, sem lauk í september 2006. Hún byggist hvorki á faglegum rökum um rekstur flugvalla né löggæslu eða landamæravörslu á þeim.</p> <p align="justify">Ráðuneytið hefur lagt til, að verkskil innan embættisins verði 1. júlí 2008. Í bréfi dags. 13. maí tekur lögreglustjórinn á Suðurnesjum undir, að miðað verði við þá dagsetningu við aðskilnað hinna ólíku verkþátta.</p> <p align="justify">Hvernig sem á málið er litið er óhjákvæmilegt að leiða lögreglustjóraembættið úr árlegum fjárhagsvanda, en hann veikir innviði þess meira en nokkuð annað. <span></span></p> <p align="justify">Ráðuneytið hefur lagt fyrir lögreglustjóra, að embætti hans sé rekið innan fjárheimilda og gjöld umfram þær heimildir verði langt innan við 200 m. kr. í lok þessa árs.</p> <p align="justify">Óþarft er að tíunda fyrir þingmönnum, að fjárlög beri að virða. Ríkisendurskoðun hefur auk þess ítrekað hvatt til strangs fjárlagaeftirlits ráðuneyta og aðhalds að forstöðumönnum ríkisstofnana.</p> <p align="justify">Um skiptingu verkþátta innan Suðurnesjaembættisins var haft samráð við fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti. Hvort ráðuneyti um sig ákveður, hvernig það hagar framkvæmd verkefna á sínu sviði.</p> <p align="justify">Alþingi samþykkti nýlega breytingar á tollalögum og stækkun tollumdæma. Þar er meðal annars mælt fyrir um, að tollstjórn, sem áður var í höndum sýslumanna í Stykkishólmi, Borgarnesi og á Akranesi falli undir tollstjórann í Reykjavík. <span>&nbsp;</span>Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fer ekki með tollamál. Það er því síður en svo einsdæmi, að lögreglustjóri annist ekki tollstjórn.</p> <p align="justify">Skipan tollamála á Suðurnesjum er í höndum fjármálaráðherra og alþingis, ef og þegar til lagabreytinga kemur. Ríkisstjórnin hefur þegar afgreitt málið fyrir sitt leyti.</p> <p align="justify">Í umræðum um stærð lögregluumdæma hef ég lýst þeirri skoðun, að hvorki skuli haggað við skipan mála á höfuðborgarsvæðinu né Suðurnesjum við frekari stækkun.</p> <p align="justify">Forystumenn sveitarstjórna á Suðurnesjum og embættismenn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hafa rætt leiðir til að efla löggæslu í umdæminu. Er afar brýnt, að þannig verði búið um hnúta, að lögreglustjóri á Suðurnesjum geti einbeitt sér að því að efla löggæslu og landamæravörslu.</p> <p align="justify">Við framkvæmd skiptingar embættisins verður sérstaklega hugað að réttarstöðu starfsmanna. Ráðuneytið hefur lýst vilja sínum til að fá óháðan lögfræðing til að gæta hagsmuna þeirra. Um breytingar í opinberum rekstri gilda fyrirmæli í lögum og reglum og verður að sjálfsögðu farið að þeim.</p> <br /> <br />

2008-05-09 00:00:0009. maí 2008Í krafti lögmætis

<p><strong>Björn Bjarnason:</strong></p> <p align="center"><strong>Ræða við upphaf lagadags,</strong></p> <p align="center"><strong>9. maí, 2008</strong></p> <p align="justify">Lagadagur er kynntur til sögunnar á þann veg, að augljóst er, að honum er ætlað víðtækt hlutverk. Er það hvað best ljóst af þeim viðfangsefnum, sem tekin eru til umræðu hér í dag. Ég fagna þessu góða og tímabæra framtaki.</p> <p align="justify">Á lagadegi verða málefni, sem öll skipta lögfræðilega miklu, brotin til mergjar. Þau hafa einnig öll skírskotun til úrlausnarefna líðandi stundar og endurspegla margt af því, sem hæst ber hjá þeim, sem sinna hinum ýmsu greinum lögfræðinnar. Þau gefa með öðrum orðum mynd af þeim breytingum, sem eru að verða í okkar opna þjóðfélagi, þar sem alþjóðlegir straumar skipta æ meira máli á öllum sviðum.</p> <p align="justify">Réttarþróun tekur að sjálfsögðu mið af þessum breytingum og leiðir þær, þegar ný löggjöf opnar ný tækifæri. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að frumkvæði að þjóðfélagsbreytingum eigi að koma frá kjörnum fulltrúum, sem hafa umboð frá kjósendum til að hrinda stefnu sinni í framkvæmd.</p> <p align="justify">Lögfræðingar eru jafnan kvaddir til ráðgjafar, þegar stjórnmálamenn taka ákvarðanir um mikilsverð málefni. Af stórum málum úr samtímasögunni er nærtækt að nefna samskipti okkar við Evrópusambandið. Hvorki var gengið til þess að gera samninginn um evrópska efnahagssvæðið né Schengen-samkomulagið, án þess að áður lægju fyrir lögfræðilegar álitsgerðir um að stjórnarskráin heimilaði aðild Íslands að þessu samstarfi.</p> <p align="justify">Aðdragandinn var að sjálfsögðu sá, að á stjórnmálavettvangi höfðu flokkar sammælst um nauðsyn þess, að Ísland gerði þessa samninga, og síðan var gengið til þess verks að kanna, hvernig tryggja bæri lögmæti þess. Í þeim umræðum öllum kom fram, að yrði stigið skrefi lengra á braut Evrópusamstarfsins þyrfti enn að huga að stjórnarskránni. Og henni þyrfti örugglega að breyta, ef ákvörðun yrði tekin um að sækja um aðild að Evrópusambandinu.</p> <p align="justify">Þegar þetta er rifjað upp á líðandi stundu, er allt í einu talið, að minnist einhver á breytingu á stjórnarskránni jafngildi orðin því, að sá hinn sami vilji aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er einkennileg túlkun, því að stjórnarskránni þarf ekki að breyta í þessa veru, nema fyrst liggi fyrir vilji þings og þjóðar til inngöngu í Evrópusambandið.</p> <p align="justify">Sé sá vilji ekki fyrir hendi, er óþarft að breyta stjórnarskránni vegna samstarfs við Evrópusambandið, nema menn aðhyllist þá skoðun, að samskipti Íslands við það hafi breyst á þann veg, að brjóti í bága við stjórnarskrána. Virtir lögfræðingar hafa haldið því fram, að EES-samningurinn hafi leitt til yfirþjóðlegra skuldbindinga, aðrir virtir lögfræðingar eru annarrar skoðunar.</p> <p align="justify">Um nokkurt árabil hef ég setið fundi evrópskra dóms- og innanríkismálaráðherra innan ramma Schengen-samstarfsins. Þar hefur mér gefist færi á að fylgjast með vaxandi þunga í þeirri viðleitni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að samræma sem mest refsirétt og ákæruvald meðal aðildarríkjanna.</p> <p align="justify">Innan framkvæmdastjórnarinnar hafa meðal annars verið viðraðar hugmyndir um að stórefla samstarf ákæruvaldshafa innan ramma stofnunarinnar Eurojust, en Ísland á aðild að þessu samstarfi, þótt íslenskur saksóknari sitji ekki í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Haag.</p> <p align="justify">Þessar hugmyndir hafa verið túlkaðar á þann veg, að markmiðið sé í raun að stofna embætti evrópsks saksóknara. Þar með yrði jafnframt stigið skref til þess að samræma skilgreiningu á refsiverðum verknaði og kynna evrópsk hegningarlög til sögunnar.</p> <p align="justify">Fjórtán aðildarríki Evrópusambandsins hafa nú risið gegn þessum hugmyndum framkvæmdastjórnarinnar. Þau vilja ekki ganga eins langt og hún á þeirri braut að skapa evrópskum saksóknurum sjálfstæði frá þjóðríkjunum.</p> <p align="justify">Hvað sem þessu líður er augljóst, að innan Evrópusambandsins er hafið ferli í átt til samræmingar á hegningarlögum og refsirétti. Rökin fyrir ákvörðunum í því efni eru sótt til baráttu gegn alþjóðlegri og skipulagðri glæpastarfsemi.</p> <p align="justify">Ástæða er fyrir íslensk stjórnvöld og þá sérstaklega þau, sem fara með löggæslu, ákæruvald og dómsvald að fylgjast náið með þessari þróun. Ég sakna þess, hve lítil fræðileg umræða er meðal íslenskra lögfræðinga um Schengen-málefni og allt, sem þeim tengist, því að á vettvangi Evrópusambandsins hefur réttarþróun verið hvað örust á þessu sviði síðustu ár.</p> <p align="justify">Um leið og þetta er nefnt er ástæða til að vekja athygli á því, að með Lissabon-sáttmálanum, hinni nýju stofnanaskrá Evrópusambandsins færast dóms- og refsimál úr svonefndri þriðju stoð í stjórnkerfi sambandsins í fyrstu stoð, það er þau hætta að vera á valdsviði einstakra ríkja og munu lúta meirihlutaákvörðunum í ráðherraráðinu með meiri þátttöku Evrópuþingsins en verið hefur til þessa.</p> <p align="justify">Ég er þeirrar skoðunar, að þessi breyting á stjórnkerfi Evrópusambandsins muni einfalda og auðvelda tvíhliða samskipti Íslands við sambandið um málefni tengd réttvísinni. Eins og málum er nú háttað, þurfa þing allra aðildarríkja Evrópusambandsins að samþykkja samninga um slík mál við Ísland. Eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans verða ákvarðanir teknar af stjórnvöldum í Brussel um fullgildinu samninga um þessi efni.</p> <p align="justify">Engum blöðum er um það að fletta, að gerð EES-samningsins og innleiðing Evrópuréttarins hefur valdið miklu umróti í íslenskri lagahefð. Eitt helsta sérkenni á stjórnarháttum innan Evrópusambandsins er hin ríka viðleitni til að leysa öll málefni með vísan til laga og reglna. Í stjórnkerfi sambandsins eiga lagaskrifstofur og lögfræðilegir ráðunautar síðasta orðið og njóta óskoraðs trausts.</p> <p align="justify">Ég hef aldrei orðið þess var í samtölum við lögspekinga sambandsins, að þeir efist um gildi þeirra grunnsamninga, sem ESB-ríkin hafa gert við Ísland, það er um aðild að fjórfrelsinu, EES-samninginn, eða að landamæralausri Evrópu, Schengen-samkomulagið. Þótt hin lögfræðilega sérstaða, sem þessir samningar skapa, geti stundum flækt meðferð mála, er hún aldrei dregin í efa og alltaf virt, þegar á reynir.</p> <p align="justify">Þótt einstökum stjórnmálamönnum þyki við hæfi að tala niður til EES-samningsins er hann að sjálfsögðu í fullu gildi og lifandi veruleiki, eins og dæmin sanna. Á grundvelli Schengen-samkomulagsins höfum við tengst miklu fleiri þáttum á sviði landamæravörslu, löggæslu og ákæruvalds en nokkurn óraði fyrir á sínum tíma.</p> <p align="justify">Einsleitni er lykilorð, þegar litið er til lagaþróunar í Evrópu og henni er ætlað að ná til æ fleiri þátta. Ef ríki skera sig úr á einhverju sviði, getur það kallað á fleiri málaferli innan þeirra, en ella hefði orðið.</p> <p align="justify">Ég ætla að nefna dæmi um sérstakt lagaumhverfi, sem kallar á varnir frá öðrum.</p> <p align="justify">Nýlega var sagt frá máli, sem sádi-arabískur auðmaður, Khalid Bin Mahfouz, höfðaði í Englandi gegn bandarískum rithöfundi, Rachel Ehrenfeld, vegna bókar hennar um fjármögnun á hryðjuverkastarfsemi. Í bókinni, sem gefin var út í New York, var látið í það skína, að Bin Mahfouz kynni að hafa látið fé renna til hryðjuverkamanna. 23 eintök voru seld af bókinni í Englandi og með vísan til þess höfðaði Bin Mahfouz meiðyrðamál þar á hendur höfundinum. Taldi hann, að ómaklega hefði verið vegið að heiðri sínum og mannorði.</p> <p align="justify">Ehrenfeld fór að þeim ráðum lögmanns síns að fara ekki fyrir enskan dómara, en hann dæmdi hana til að greiða Bin Mahfouz 225 þúsund dollara í bætur. Hún leitaði til dómstóls í New York til að fá úr því skorið, að ekki væri unnt að fullnægja enska dóminum í Bandaríkjunum og ritverk hennar lyti vernd bandarískra laga. Áfrýjunardómstóll í New York taldi engin lög veita henni vernd og það væri í höndum þings New York-ríkis að setja lög en ekki dómara. Er ekki að orðlengja, að bæði fulltrúadeild og öldungadeild þingsins hafa nýlega einróma samþykkt lög, sem veita Ehrenfeld og öðrum, sem hafa verið dæmd fyrir meiðyrði erlendis, rétt til að krefjast þess, að ritverk þeirra njóti bandarískrar lagaverndar.</p> <p align="justify">Sjaldgæft er, að alþingi Íslendinga bregðist við á svo skjótan hátt, ef talið er, að vegið sé að hagsmunum einstaklinga. Þó eru auðvitað dæmi um það eins og nú, þegar unnið hefur verið að gerð sérstakra laga til að unnt verði að bregðast við skaðbótakröfum frá þeim, sem telja sig eiga um sárt að binda vegna dvalar á Breiðuvíkurheimilinu á sínum tíma.</p> <p align="justify">Við smíði laga þarf að huga að mörgum þáttum og þess gætir bæði innan stjórnarráðsins og alþingis, að meiri áhersla en áður er lögð á vönduð og öguð vinnubrögð. Sú skoðun á ekki við nein rök að styðjast, að þingnefndir hafi ekki mikið að segja um endanlega gerð laga. Ég held raunar, að hin síðari ár hafi þær sökkt sér meira niður í einstök atriði frumvarpa en oft áður.</p> <p align="justify">Frumvarp til laga um meðferð sakamála er nú á lokastigi eftir ýtarlega og vandaða meðferð í allsherjarnefnd Alþingis. Í störfum nefndarinnar hafa komið margar, góðar og gagnlegar ábendingar.</p> <p align="justify">Réttarfarsnefnd og dómsmálaráðuneyti hafa kynnt allsherjarnefnd sameiginlegar hugmyndir um breytingar á frumvarpinu, og ber þar helst að nefna ákvæði um skipan ákæruvalds.</p> <p align="justify">Lagt er til, að í stað nokkurra héraðssaksóknara verði aðeins einn héraðssaksóknari, sem veiti hinu nýja millistigi ákæruvaldsins forstöðu, og skipti hann verkum milli saksóknara við embætti sitt. Gert er áfram ráð fyrir, að héraðssaksóknari taki ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi í svo að segja öllum meiriháttar sakamálum, en ríkissaksóknari einbeiti sér að eftirliti og samræmingu í ríkara mæli en nú er, auk þess að vera æðsta stjórnsýslustigið.</p> <p align="justify">Ásýnd ákæruvaldsins ætti þannig að verða enn skýrari en nú er, með einum ríkissaksóknara og einum héraðssaksóknara, ásamt saksóknurum og öðru starfsliði við embættin. Þá er gert ráð fyrir, að lögreglustjórar geti í ríkari mæli en nú lokið máli án ákæru, og ætti það að hlífa sakborningi, lögmönnum og dómurum við að sitja yfir málum, sem eru betur afgreidd með sektargreiðslu en í dómsal.</p> <p align="justify">Í umræðum um sakamálafrumvarpið vöknuðu enn á ný spurningar um millidómstig í sakamálum hér á landi. Er það mál til skoðunar í nefnd, sem ég skipaði í vetur. Nefndin skilar mér væntanlega áliti sínu um miðjan júní, en í henni sitja, auk fulltrúa ráðuneytisins, fulltrúi ríkissaksóknara, lögmannafélagsins og dómara. Með millidómstigi í sakamálum yrði stigið afar stórt skref, sem líkja mætti við byltingu í okkar dómskerfi.</p> <p align="justify">Góðir áheyrendur!</p> <p align="justify">Lagadagurinn 2008 hefur verið undirbúinn af metnaði eins og sést á viðfangsefnum hans og vali á þátttakendum í einstökum málstofum. Ég er viss um, að hann mun marka spor í leitinni að hinni réttu lagatúlkun. Við þá leit ber að beita viðurkenndum aðferðum og skýrum rökum.</p> <p align="justify">Ég óska lögfræðingafélaginu, lögmannafélaginu og dómarafélaginu til hamingju með framtakið með þeirri ósk, að framhald verði á því, að lögfræðingar fái slíkan vettvang til að bera saman bækur sínar.</p> <br /> <br />

2008-04-18 00:00:0018. apríl 2008Tími breytinga í lögreglumálum

<p align="center"></p> <p align="left"><strong><span>Björn Bjarnason:</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Tími breytinga</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>í lögreglumálum.</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Lögregluskóli ríkisins,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>18. apríl, 2008.</span></strong></p> <p><span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Nýju lögreglumannsefni, ég óska ykkur innilega til hamingju.</span></p> <p align="justify"><span>Við fögnum ykkur í dag sem fullgildum liðsmönnum lögreglunnar. Þess er beðið með nokkurri eftirvæntingu, að þið komið til starfa. Rúmt eitt ár er liðið síðan Lögregluskóli ríkisins brautskráði síðast nemendur. Sjást þess að sjálfsögðu merki í fjölda menntaðra lögreglumanna, sem nú eru við störf.</span></p> <p align="justify"><span>Þess er vænst, að á árinu brautskráist 78 lögreglunemar úr Lögregluskóla ríkisins eða sem svarar til 10% af öllu lögregluliði landsins. Það munar um minna.</span></p> <p align="justify"><span>Traust almennings í garð lögreglunnar byggist á heildarmyndinni, sem við þjóðinni blasir. Þetta traust er óvenjumikið um þessar mundir. Þið gangið því til liðs við mikils metinn hóp karla og kvenna, sem leggur ómetanlegt starf af mörkum til að tryggja öryggi samborgara sinna.</span></p> <p align="justify"><span>Virðing fyrir störfum lögreglunnar sprettur ekki af sjálfu sér, heldur á rætur að rekja til þess, að lögreglumenn vinna störf sín af alúð og árvekni.</span></p> <p align="justify"><span>Lögreglunni hafa verið sett skýr markmið með almennri löggæsluáætlun til ársins 2011. <span>Í áætluninni er ekki aðeins tekið á verkefnum lögreglu út á við heldur einnig litið til innra starfs hennar og starfsumhverfis lögreglumanna. Miklu skiptir að tryggja góðan starfsanda meðal lögreglumanna, treysta öryggi þeirra við hættumikil störf og sjá til þess, að fyrir hendi séu hæfileg stuðningsúrræði til að stuðla að sem bestri líðan, þrátt fyrir glímu við erfið verkefni.</span></span></p> <p align="justify"><span>Innan lögreglunnar bíða ykkar spennandi tímar og verkefni. Ég minni á að hinn 1. janúar 2007 tók skipulag lögreglunnar stakkaskiptum.</span></p> <p align="justify"><span>Sérstakri nefnd undir formennsku Þórunnar J. Hafstein, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,<span>&nbsp;</span> var falið að meta, hvernig staðið var að þessum breytingum. Nefndin hefur nú skilað mér áfangaskýrslu og lagði ég hana fram í ríkisstjórn í morgun. <span>&nbsp;</span>Meginniðurstaða nefndarinnar er, að með góðum undirbúningi, nýjum reglugerðum og skipuritum hafi breytingin gengið vel og ekki valdið röskun á löggæslu. Það eitt teljist góður árangur.</span></p> <p align="justify"><span>Í áfangaskýrslunni er brugðið mælistiku á útgjöld og kostnað. Útgjöld ríkissjóðs til löggæslu hafa aukist jafnt og þétt hin síðari ár. Séu útgjöld metin eftir umdæmum, kemur í ljós, að þau eru lægst á íbúa í umdæmi lögreglustjórans á Akureyri en hæst hjá embættinu á Suðurnesjum.</span></p> <p align="justify"><span>Við slíka útreikninga er margs að gæta eins og mun vafalaust koma í ljós í umræðum um skýrsluna. Ég tel hins vegar, að gögnin í skýrslunni eigi að nota sem grunn að gerð reiknilíkans um löggæslukostnað, svo að tryggt sé gegnsæi og stuðlað að víðtækri sátt um fjárveitingar, til að tryggja viðunandi þjónustu lögreglu jafnt í þéttbýli sem dreifbýli.</span></p> <p align="justify"><span>Ábendingar úttektarnefndarinnar eru allar þess eðlis, að ástæða er að taka þær til alvarlegrar umræðu. Vikið er að nauðsyn þess að endurskoða lögreglulögin og inntak lögreglustarfsins, stækka lögregluumdæmi enn frekar og skipa ekki aðeins lögfræðinga sem lögreglustjóra.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef fullan hug á að fylgja þessum hugmyndum eftir með umræðum og síðan aðgerðum. Skora ég á ykkur nýja lögreglumenn og þá, sem eldri eru og búa yfir mikilli reynslu, að segja álit sitt á tillögum í skýrslunni.</span></p> <p align="justify"><span>Neikvæð afstaða til nýrra hugmynda skilar engum árangri. Ótti við breytingar er örugg leið til að koma í veg fyrir, að eitthvað nýtt gerist. Nýskipan lögreglumála hefði aldrei komið til sögunnar án hvatningar frá lögreglumönnum og þakka ég formanni og stjórn Landssambands lögreglumanna gott samstarf. Ég vænti áfram góðrar samvinnu við nýja forystu landssambandsins um frekari umbætur í þágu löggæslunnar.</span></p> <p align="justify"><span>Í lok ágúst 2007 skipaði ég nefnd undir formennsku Ólafs K. Ólafssonar, sýslumanns Snæfellinga, til að gera tillögur um uppbyggingu alhliða löggæslu- og öryggismálaskóla. Skyldi nefndin einnig huga að þeim kosti, að starfsemi skólans færi fram í Keflavíkurstöðinni enda væri þar húsnæði og nauðsynlegur aðbúnaður.</span></p> <p align="justify"><span>Í nefndinni hafa setið fulltrúar lögreglumanna, fangavarða, starfsmanna landhelgisgæslu og tollvarða auk forstöðumanns starfsgreinaskóla á flugvallarsvæðinu við Keflavík. Endurspeglar val nefndarmanna það svið, sem skólanum var ætlað að spanna. Nú er ljóst, að ekki er áhugi hjá tollstjórninni að standa að þessum skóla.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef óskað eftir því við formann nefndarinnar, að hún haldi áfram störfum og einbeiti sér að námi starfsmanna í stofnunum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Staðarvalið verður áfram til umræðu en stjórnendur lögregluskólans telja hann best settan hér í Reykjavík.</span></p> <p align="justify"><span>Samstarf mitt við skólastjóra og aðra starfsmenn lögregluskólans hefur verið með ágætum og vil ég þakka hina metnaðarfullu langtímaáætlun um skólann, sem hefur verið birt með samþykki ráðuneytisins. Þá hefur einnig verið ánægjulegt að fylgjast með því, hve skipulega skólinn hefur tengst samstarfi evrópskra lögregluskóla.</span></p> <p align="justify"><span>Ég sæki ekki síður en þið ágætu nemendur góð ráð til þeirra, sem skólanum stjórna. Skiptir miklu, að skólinn sé í lifandi tengslum við allt lögreglustarf í landinu.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Ég býð hina nýju lögreglumenn velkomna til starfa með því að minna á, að þeir eru ekki að koma inn í staðnað umhverfi heldur á starfsvettvang, þar sem miklar breytingar eru á döfinni &ndash; ekki breytinganna vegna heldur í því skyni að gera góða hluti betur.</span></p> <p align="justify"><span>Breytingarnar snerta ekki aðeins ytra starfsumhverfi heldur inntak lögreglustarfsins sjálfs.</span></p> <p align="justify"><span>Af almennum umræðum er auðvelt að draga þá ályktun, að fælingarmáttur lögreglu sé best tryggður með lögreglumönnum, sem sitji við símann á lögreglustöð nótt sem nýtan dag. Raunar skipti mestu, að þeir sitji þar á nóttunni, því að þá séu ræningjar helst á ferð. Án þess að gera lítið úr þessari staðalmynd, tel ég hana hluta af liðinni tíð.</span></p> <p align="justify"><span>Undanfarið hefur verið lögð áhersla á að nútímavæða fjarskiptabúnað lögreglu samhliða endurnýjun á farartækjum. Afl og hreyfanleiki hvers einstaks lögreglumanns hefur stóraukist. <span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Skjót og rétt viðbrögð við afbrotum, handtaka, ákæra og fangelsun í krafti dóms skapar fælingarmáttinn. Verulegur árangur hefur náðst í þessum efnum og fréttum af óhæfuverkum síbrotamanna hefur fækkað. Við blasa fullsetin fangelsi og lengri biðlistar þar.</span></p> <p align="justify"><span>Löggæslan er á réttri braut. Krafta sérhvers lögreglumanns ber að nýta til virkrar þátttöku við að gæta laga og réttar. Hver einstakur lögreglumaður hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Honum ber að auðvelda störfin með góðum búnaði, öflugri greiningu og áhættumati. Öryggi lögreglumanna verður best tryggt með vitneskju um hættuna, sem að þeim kann að steðja, og réttum viðbrögðum við henni.</span></p> <p align="justify"><span>Ég ítreka heillaóskir mínar til ykkar, sem nú brautskráist. Öll gleðjumst við yfir því, að ykkur er tekið opnum örmum til starfa um land allt.</span></p> <p align="justify"><span>Ég bið ykkur blessunar í mikilvægum störfum &ndash; til hamingju með daginn.</span></p> <p align="justify"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="justify"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <br /> <br />

2008-03-14 00:00:0014. mars 2008Fjarskipti í þágu öryggis

<p align="justify"><span>Mér er ánægja að bjóða ykkur velkomin til fyrstu öryggis- og neyðarfjarskiptaráðstefnunnar. Er fagnaðarefni, að svo margir hafi sýnt því áhuga að koma hér saman í dag og ræða fjarskipti á landi, sjó og í lofti. Á þessu sviði eins og svo mörgum, sem snerta öryggi landsmanna og þá, sem eru á ferð hér við land, á því eða yfir, hafa orðið og eru að verða miklar breytingar.</span></p> <p align="justify"><span>Tilgangur ráðstefnunnar er að lýsa stöðunni eins og hún er um þessar mundir og líta til framtíðar. Er mikils virði, að tekist hefur að kalla saman öflugan hóp fyrirlesara um einstaka þætti málsins. Þakka ég þeim öllum fyrir að leggja sitt af mörkum til að ráðstefnan skili sem mestum og bestum árangri. Einnig færi ég þeim þakkir, sem styrkja ráðstefnuhaldið.</span></p> <p align="justify"><span>Góð fjarskipti og miðlun upplýsinga eru grundvallarþættir í öllum aðgerðum, sem miða að því að tryggja öryggi. Hefur skipulag ráðstefnunnar miðað við að hér verði dregin upp sem skýrust heildarmynd frá sjónarhóli þeirra, sem bera ábyrgð á mikilvægum þáttum öryggismálanna.</span></p> <p align="justify"><span>Síðustu ár kalda stríðsins skipti Ísland miklu fyrir varnir NATO-ríkjanna, því að landið var skurðpunktur í upplýsinganeti, sem náði frá Grænlandi um Ísland og Færeyjar til Skotlands. Milli þessara landa var dregin framvarnarlína NATO, og nefndist hún GIUK-hliðið. Við hrun Sovétríkjanna gjörbreyttist staðan í hernaðarlegum öryggismálum á Norður-Atlantshafi og menn hættu að ræða um GIUK-hliðið eða mikilvægi þess.</span></p> <p align="justify"><span>Við þessi sögulegu umskipti var talið, að Ísland yrði jaðarríki í ljósi heimspólitískrar þróunar og hér gætu menn helgað sig eftirliti á sjó, sem snerti aðeins beina íslenska hagsmuni og fáa aðra.</span></p> <p align="justify"><span>Þetta hefur breyst á skömmum tíma. Ísland er að nýju að komast í lykilstöðu, þegar litið er til siglinga frá heimskautahöfunum til Norður-Ameríku. Var minnt á það með áþreifanlegum hætti á dögunum, þegar þyrla landhelgisgæslunnar sótti norskan hafnsögumann um borð í gasflutningaskipið Arctic Discoverer um 30 mílur undan strönd Íslands, en hann hafði ekki komist í land í Noregi vegna veðurs. Skipið var hins vegar í jómfrúarferð með gas frá Mælköya fyrir norðan Hammerfest í Noregi til Cove Point í Maryland í Bandaríkjunum, þar sem því var tekið með kostum og kynjum.</span></p> <p align="justify"><span>Skip af þessari gerð geta flutt í einni ferð gas, sem dugar 45.000 manna byggðarlagi sem orkugjafi í eitt ár. Er því skiljanlegt að nú á tímum, þegar orkuöryggi er sett í fyrirrúm, skipti miklu, að flutningur orkunnar á sjó sé öruggur í öllu tilliti.</span></p> <p align="justify"><span>Við búum að langri og góðri reynslu af því að sinna flugumferðarstjórn á Norður-Atlantshafi og höfum haldið einstaklega vel og skipulega á þeim málum. Margt bendir til, að stjórn siglinga muni taka á sig sama svip og flugumferðarstjórn, þegar fram líða stundir. Þar skipta fjarskipti og staðsetningartæki sköpum til að tryggja ávallt hámarksöryggi.</span></p> <p align="justify"><span>Þessa stóru mynd er nauðsynlegt að hafa í huga, þegar <span></span> rætt er um stöðu Íslands og þróun þjónustu á sviði öryggis og fjarskipta.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar litið er á þróunina innanlands, ber fyrst að geta þess, að ríkisstjórnin ákvað hinn 26. september 2006, að innleitt yrði tetra-kerfi<span>&nbsp;</span> til að þjóna sem neyðar- og öryggisfjarskiptakerfi alls staðar á landinu. Ákvörðunin var kynnt í tengslum við brottför bandaríska varnarliðsins. Hún féll vel að nýjum kröfum til aukins innlends öryggisviðbúnaðar og hefur verið framkvæmd á markvissan hátt.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins hefur Neyðarlínan haft forystu um að hrinda þessari<span>&nbsp;</span> ákvörðun í framkvæmd. Neyðarlínan samdi við fyrirtækið Motorola um uppfærslu á miðbúnaði tetra-kerfisins, sem hafði verið starfrækt í nokkur ár, auk þess voru 150 nýir sendar keyptir og komu þeir að nokkru í stað eldri búnaðar.</span></p> <p align="justify"><span>Á síðasta ári voru 133 sendar virkir í tetra-kerfinu. Á þessu ári koma<span>&nbsp;</span> 25-27 nýir sendar til sögunnar. Við svo búið má segja, að ekkert annað fjarskiptakerfi sé hér með sambærilegan þjónustustyrk. Heildarkostnaður við uppbyggingu kerfisins verður nálægt 900 milljónum kr. eða eins og áætlað hafði verið.</span></p> <p align="justify"><span>Tetra-talstöðvar eru nú á fjórða þúsund. Er það talsvert hærri tala en ráð var fyrir gert, þegar ýtt var úr vör. Þegar allir notendur hafa að fullu komið sér upp búnaði er reiknað með, að hátt í 7000 talstöðvar verði í notkun. Þessi mikli áhugi á því að eignast talstöðvarnar er í raun bestu meðmæli með tetra-kerfinu.</span></p> <p align="justify"><span>Í stuttu máli má segja, að á skömmum tíma hafi orðið bylting á sviði neyðarfjarskipta á landi.</span></p> <p align="justify"><span>Miklar breytingar hafa einnig orðið á neyðar- og öryggisfjarskiptum sjófarenda. Þau hafa öll verið sameinuð á einum stað í Vaktstöð siglinga.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þar er einnig unnið að endurnýjun fjarskiptabúnaðar og hefur verið samið við austurríska fyrirtækið Frequentis um nýjan sendabúnað strandastöðva og stjórnstöðvarbúnað. Nýr mjög fullkominn miðbúnaður fylgir kerfinu og má nýta hann til að miðla öllum fjarskiptum í einum fjarskiptastjóra. Þá verður sett eftirlitsratsjá á fjallið Þorbjörn við Grindavík til<span>&nbsp;</span> að fylgjast með allri skipaumferð fyrir Reykjanesskaga en þar taka<span>&nbsp;</span> nýjar reglur um fjarlægð skipa frá landi gildi hinn 1. apríl næstkomandi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Reynslan af þessari ratsjá verður vafalaust höfð til hliðsjónar við töku ákvörðunar um, hvort slík tæki verði víðar við strönd landsins.</span></p> <p align="justify"><span>Öryggisfjarskipti sjófarenda byggjast á tveimur meginþáttum, annars vegar á fjarskiptum í gegnum strandastöðvakerfið, sem samtengt er í Vaktstöð siglinga, og hins vegar á sjálfvirkri tilkynningaskyldu (STK) sem einnig tengist vaktstöðinni.<span>&nbsp;</span> Fyrirsjáanlegt er, að endurnýja þarf kerfi sjálfvirku tilkynningarskyldunnar á komandi árum.<span>&nbsp;</span> Þar eru nokkrar leiðir til athugunar, m.a. að nýta svokallað AIS kerfi sem hefur svipað drægi og núverandi tilkynningakerfi.</span></p> <p align="justify"><span>Landhelgisgæsla Íslands hefur skipulega unnið að því undanfarin misseri að styrkja fjarskipta- og upplýsingasamband sitt við samstarfsstofnanir austan hafs og vestan. Ég hef tekið þátt&nbsp;í umræðum um þessi mál við sérfróða aðila í Noregi, Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum. Hvarvetna er mikill áhugi á nánu samstarfi við landhelgisgæsluna á þessu sviði og hefur miðlun upplýsinga aukist að hraða og magni.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Er verið að þróa nýja tækni á þessu sviði með vaxandi nýtingu gervihnatta og er einsýnt, að við þurfum að fylgjast náið með því, sem þar er að gerast. Þá er einnig til umræðu á vettvangi Evrópusambandsins að efla strandgæslu undir handarjaðri þess til að tryggja betri landamæravörslu. Þar höfum við hagsmuna að gæta sem aðilar að Schengen-samstarfinu.</span></p> <p align="justify"><span>Eins og ég vék að í upphafi hafa Íslendingar stjórnað flugi með miklum ágætum á Norður-Atlantshafi í marga áratugi. Þar hefur ávallt verið leitast við að vera tæknilega í fremstu röð.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Til að styrkja öryggi innanlands hafa Flugstoðir ákveðið að setja tetra-kerfi á alla flugvelli. Mikil framþróun er í fjarskiptum fyrir flug og breytingar á döfinni og verður vafalaust vikið að því í kynningu hér á ráðstefnunni.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Áður en ég lýk máli mínu vil ég nefna þrjú frumvörp, sem nú eru til meðferðar í nefndum alþingis.</span></p> <p align="justify"><span>Tvö þeirra, sem ég flutti, um almannavarnir og um samræmda neyðarsvörun eru hjá allsherjarnefnd en frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga er hjá utanríkismálanefnd.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Öll skipta þessi frumvörp máli, þegar hugað er að viðfangsefni ráðstefnunnar. Tel ég víst, að þau verði að lögum á þessu þingi.</span></p> <p align="justify"><span>Í almannavarnafrumvarpinu er sköpuð lögbundin umgjörð um samhæfingar- og stjórnstöðina við Skógarhlíð. Í því felst viðurkenning á hinu mikilvæga starfi, sem unnið hefur verið við Skógarhlíð og tengir viðbragðsaðila eftir því sem þörf er hverju sinni. Hefur gildi stöðvarinnar sannað sig hvað eftir annað við leit og björgun auk annarra aðgerða í þágu almannavarna. Þar er miðstöð almannavarna og neyðar- og öryggisþjónustu landsins og verður það því starfi öllu mjög til styrktar, þegar alþingi samþykkir frumvarpið að almannavarnalögum.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Frumvarpið um samræmda neyðarsvörun<span>&nbsp;</span> tryggir viðunandi starfsramma fyrir Neyðarlínuna og aðra, sem að neyðarsvörun koma. Neyðarsvörun er ætlað að uppfylla skyldur stjórnvalda til að veita viðtöku tilkynningum um bruna, slys, óhöpp, yfirvofandi eignatjón og önnur neyðartilvik í því skyni að koma umsvifalaust tilkynningu um neyðartilvik til rétts viðbragðsaðila.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Með varnarmálalögunum flytjast verkefni á sviði varnarmála úr utanríkisráðuneytinu til sérstakrar stofnunar á vegum ráðuneytisins, varnarmálastofnunar.</span></p> <p align="justify"><span>Þar er mælt fyrir um samstarf varnarmálastofnunar við önnur stjórnvöld, stofnanir eða opinber hlutafélög sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði varnarmálastofnunar samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðherra. Gert er ráð fyrir að stofnað verði til samstarfs milli stofnana sem starfa á grundvelli ákvæða laganna og borgaralegra stofnana íslenska ríkisins sem vinna að gæslu almannaöryggis. Yrði þar um gagnsæja samninga milli stofnana að ræða.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þarna er í raun lýst sama fyrirkomulagi og býr að baki vaktstöð siglinga en starfsemi hennar byggist á samningi milli samgönguráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis um samhæfingu krafta í því skyni að styrkja almennt öryggi landsmanna og þeirra, sem eru á siglingu í nágrenni landsins. Hið sama á að gera með samningum til að styrkja öryggi þeirra sem ferðast í lofti yfir landinu og í nágrenni þess. Liggur í augum uppi að samhæfa eigi mannafla og tækjabúnað í landinu í því skyni enda spillir það á engan hátt fyrir því að nauðsynlegum upplýsingum sé miðlað inn í loftvarnakerfi NATO samkvæmt þeirri skipan, sem verður eftir að varnarmálastofnun kemur til sögunnar.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel, að með varnarmálastofnun verði til innlendur samstarfsaðili við þær stofnanir ríkisins, sem sinna öryggisgæslu á borgaralegum grunni.<span>&nbsp;</span> Er mikilvægt að þessar stofnanir hafi aðgang að öllum upplýsingum, sem miðlað er til varnarmálastofnunar, enda sé farið með þær í samræmi við öryggisstaðla. Með þessum nýja þætti í upplýsinganeti ríkisins til gæslu öryggis og til neyðarþjónustu verður til ný vídd og hana á að nýta til fulls.</span></p> <p align="justify"><span>Á tímum kalda stríðsins var talið, að bregðast þyrfti við með hervaldi, ef eitthvað færi úrskeiðis í GIUK-hliðinu. Nú á tímum þarf að bregðast við með afli borgaralegra stofnana, ef hætta steðjar að skipum og því samhentari, sem menn eru, því öflugra verður viðbragðið.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Hvað sem tækni og þróun hennar líður, kemur ekkert í stað þess, að menn samhæfi krafta og vinni vel saman. Er það að sjálfsögðu mikilvægur þáttur ráðstefnu sem þessari að efla samheldni þeirra, sem að þessum mikilvægu þáttum koma.</span></p> <p align="justify"><span>Ég segi ráðstefnuna setta og óska ykkur alls góðs í störfum hennar og megi hún verða til að treysta samstarf ykkar allra, því að það eitt getur ráðið úrslitum á örlagastundu. Þótt tæknin skipti miklu og nauðsynlegt sé að nýta hana, kemur hún aldrei í stað góðra, mannlegra samskipta.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-02-06 00:00:0006. febrúar 2008Öryggi til sjós og lands

<p><strong><span>Björn Bjarnason:</span></strong></p> <p><strong><span></span></strong></p> <h2 align="center"><span>Öryggi til<br /> </span> <span>sjós og lands</span></h2> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Rotarýklúbbur Reykjavíkur,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>6. febrúar, 2008.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="justify"><span>Síðastliðið haust flutti ég erindi á ráðstefnum og fundum um öryggismál í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum og auk þess á NATO-þinginu, sem haldið var hér í Reykjavík.</span></p> <p align="justify"><span>Þessi fundalota minnti mig á níunda áratug síðustu aldar, þegar ég tók einnig oft þátt í umræðum um öryggismál á Norður-Atlantshafi víða um lönd. Þá voru aðrir tímar en nú, enda kalda stríðið háð af fullum þunga.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrir rúmum tuttugu árum var einkum rætt um flotastefnu Bandaríkjamanna undir forystu Ronalds Reagans, stefnu, sem miðaði að því að senda kafbáta og flotadeildir norður fyrir Ísland og Noreg til að hefta útrás sovéska flotans sem næst heimahöfn hans í Murmansk. Þá var því haldið fram í fúlustu alvöru, að Keflavíkurstöðin væri þungamiðja í kjarnorkuáformum Reagans um árás á Sovétríkin.</span></p> <p align="justify"><span>Nú eru Bandaríkjamenn ekki lengur með herafla á Íslandi og túlka má ákvörðun þeirra um brotthvarf héðan sem skýra vísbendingu um, að þeir telji sig ekki lengur hafa neinna beinna hernaðarlegra hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Raunar var ég spurður að því í Stokkhólmi, hvort líta ætti á brottför bandaríska varnarliðsins héðan sem upphaf þess, að Atlantshafstengslin væru byrjuð að rýrna og þar með grundvöllur NATO.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tók ekki undir þetta sjónarmið. Hitt er víst, að frá því að Bandaríkjastjórn ákvað að kalla herafla sinn héðan árið 2006, hefur hernaðarleg staða á Norður-Atlantshafi breyst. Breskur þingmaður komst raunar þannig að orði á NATO-þinginu í október, að augljóst væri, að Bandaríkjastjórn hefði gerst sek um &bdquo;monumental mistake&ldquo; eða &bdquo;meiriháttar mistök&ldquo; með því að kalla allt lið sitt á brott frá Íslandi.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar ég hafði minnst á ferðir rússneskra sprengiflugvéla í nágrenni Íslands og flug þeirra umhverfis Ísland í Stokkhólmi í nóvember, kom norskur sérfræðingur til mín og sagði, að enginn norskur ráðherra talaði opinberlega um þessar ferðir. Stjórnmálamenn vildu gera sem minnst úr þeim á pólitískum vettvangi. Þetta er breytt núna. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, gagnrýndi ferðir vélanna í ræðu í byrjun janúar. Hún sagði, að á árinu 2007 hefðu Norðmenn séð 88 rússneskar hervélar undan strönd lands síns en 14 árið 2006.</span></p> <p align="justify"><span>Ráðherrann vék að NATO og sagði nauðsynlegt að huga vel að hlutverki þess og móta þyrfti bandalaginu ný strategísk markmið. Nefndi hún í því sambandi, að endurskilgreina þyrfti áherslur NATO og efla styrk þess og aðgerðir í aðildarríkjunum og nágrenni þeirra. Hætta væri á því, að NATO væri að fjarlægjast aðildarríkin vegna aðgerða í fjarlægum löndum eins og Afganistan.</span></p> <p align="justify"><span>Nefndi ráðherrann dæmi um, hvað mætti gera og sagði: &bdquo;Við erum nú að þróa víðtækt samstarf nokkurra NATO-landa um eftirlit og öryggisgæslu á Íslandi og umhverfis landið. Hér erum við í raun að tala um risastórt svæði á Noregshafi og Norður-Atlantshafi. Við viljum, að NATO láti meira að sér kveða við þetta verkefni. Það mundi ekki aðeins stuðla að viðbúnaði og stöðugleika á þessu stóra svæði. Það mundi einnig gera bandalagið sýnilegra í okkar heimshluta.&ldquo;</span></p> <p align="justify"><span>Ég tek undir þetta sjónarmið norska varnarmálaráðherrans. Breytingunni vegna brotthvarfs Bandaríkjamanna héðan frá Íslandi fylgja ný verkefni í öryggismálum. Nýta ber hinar breyttu hernaðarlegu aðstæður hér og á Norður-Atlantshafi til þess að virkja sameiginlega NATO-krafta betur. Atlantshafsbandalagið stendur ekki undir nafni, ef það helgar sig ekki öryggisgæslu á Atlantshafi, hafinu, sem tengir Evrópu og Norður-Ameríku. Án öflugra Atlantshafstengsla verður Atlantshafsbandalagið að engu.</span></p> <p align="justify"><span>Vænlegasta leiðin til að tryggja spennulaust ástand á Norður-Atlantshafi er góð samvinna á milli Bandaríkjanna og Evrópu.<span>&nbsp;</span> Nú eins og fyrir 20 árum ber að móta stefnu Vesturlanda um öryggi á Norður-Atlantshafi í ljósi staðreynda og þess, sem við blasir.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrir skömmu kynnti utanríkisráðherra frumvarp til varnarmálalaga, hið fyrsta um það efni, sem flutt er á alþingi. Meginkjarni þess er, að verkefni á sviði varnarmála eru flutt úr utanríkisráðuneytinu til sérstakrar stofnunar á þess vegum, varnarmálastofnunar. Hún skal hafa umsjón með öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli, sjá um rekstur loftvarnakerfis í þágu NATO og hafa samskipti við NATO-ríki um úrlausn hernaðarlegra málefna.</span></p> <p align="justify"><span>Í frumvarpinu er byggt á þeirri meginreglu, að varnarmálastofnun og starfsmenn hennar annist öll samskipti við NATO og sjái um að taka á móti og miðla upplýsingum inn í eftirlitskerfi bandalagsins um hernaðarlega tengd málefni. Þessir starfsmenn annast einnig rekstur og viðhald tækja og búnaðar ratsjár- eða loftvarnakerfisins. Þeir eru hins vegar ekki hermenn og geta því ekki farið í spor þeirra verði kerfið virkjað til átaka. Verði það gert, þarf að kalla til erlenda, herþjálfaða menn.</span></p> <p align="justify"><span>Í fyrstu grein frumvarpsins er tekið af skarið um gildissvið varnarmálalaga. Þau snúast um stjórnsýslu varnarmála á íslensku yfirráðasvæði og samskipti íslenskra stjórnvalda við erlend ríki, hermálayfirvöld og alþjóðastofnanir á sviði öryggis- og varnarmála. Sérstaklega er tekið fram, að lögin taki ekki til verkefna stjórnvalda, sem eru borgaraleg í eðli sínu, svo sem löggæslu og almannavarna.</span></p> <p align="justify"><span>Frumvarpinu er með öðrum orðum ekki ætlað að breyta neinu að því er varðar störf lögreglu eða landhelgisgæslu eða bein samskipti þessara mikilvægu öryggisstofnana við erlenda samstarfsaðila. Ég tel, að í frumvarpinu felist ný tækifæri fyrir þessar stofnanir til að tengjast betur samstarfsneti NATO-ríkjanna á því sviði, sem snertir borgaralega þætti öryggismálanna.</span></p> <p align="justify"><span>Með lögfestingu varnarmálafrumvarpsins hefur hernaðarlegum samskiptum íslenskra stjórnvalda við NATO og bandalagsríkin verið skipað með nýjum hætti. Starfsemi á vegum utanríkisráðuneytisins eru sett þau mörk, að aðeins stofnanir dómsmálaráðuneytis, það er löggæslustofnanir, hafa heimildir til valdbeitinga.</span></p> <p align="justify"><span>Ætla ég hér að víkja að störfum lögreglu og Landhelgisgæslu Íslands, en starfsmenn þeirra fara með þetta vald. Hefur verið unnið að því markvisst að skapa þessum stofnunum öruggan starfsgrundvöll með breytingum á lögum og nýjum fjárfestingum.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><strong><span>Lögreglan</span></strong></p> <p align="justify"><span>Hinn 1. janúar 2007 varð mikilvæg skipulagsbreyting á lögreglunni í landinu. Megintilgangur breytinganna er að efla löggæslu og gera hana betur í stakk búna til að sinna nýjum kröfum.</span></p> <p align="justify"><span>Lögregluumdæmi stækkuðu um land allt og til</span> <span><span>&nbsp;</span>sögunnar kom nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í stað þriggja embætta áður.</span></p> <p align="justify"><span>Utanríkisráðuneytið lét af yfirstjórn lögreglumála á Keflavíkurflugvelli og til varð embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem sinnir allri löggæslu á Reykjanesi, innan og utan flugvallar, auk þess að bera ábyrgð á landamæra- og öryggisgæslu í flugstöð Leifs Eiríkssonar og tolleftirliti á flugvellinum og utan hans.</span></p> <p align="justify"><span>Hlúa verður að vexti og viðgangi lögreglunnar og tryggja, að hún sé ávallt í stakk búin til að takast á við erfið og flókin verkefni. Árið 2007 var í fyrsta sinn gefin út löggæsluáætlun og gildir hún til ársins 2011. Þar er mælt fyrir um verkefni lögreglu út á við og einnig litið til innra starfs lögreglu og starfsumhverfis lögreglumanna, sem verður því miður sífellt hættulegra.</span></p> <p align="justify"><span>Á árinu 2007 hóf greiningardeild ríkislögreglustjóra einnig störf en henni ber að <em>rannsaka</em> landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og stjórnvöldum og <em>vinna áhættumat</em> vegna hryðjuverka, af skipulagðri glæpastarfsemi eða öðru sem getur ógnað öryggi ríkisins.</span></p> <p align="justify"><span>Greiningarstarfi af þessum toga hef ég líkt við kortagerð fyrir óvissuferð. Ferðalagið verður auðveldara, ef bent hefur verið á hættur og kennileiti og sagt með eins glöggum hætti og unnt er, hvaða leið sé best að markinu, þótt það sé óþekkt.</span></p> <p align="justify"><span>Lögregla fær vísbendingar en veit ekki endilega hvert þær leiða hana eða við hverju hún má búast. Því betur, sem áhættan er greind, af þeim mun meira öryggi getur lögregla unnið starf sitt og því betri vitneskju hafa stjórnvöld um í hvers konar þjálfun, búnaði og tækjum ber að festa opinbert fé.</span></p> <p align="justify"><span>Eitt brýnasta verkefni réttarvörslu og lögreglu, sérstaklega um þessar mundir, er að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi, einkum varðandi innflutning og sölu fíkniefna.</span></p> <p align="justify"><span>Ég ætla að nefna fimm þætti, sem við blasa, þegar þetta verkefni er skoðað nánar.</span></p> <p align="justify"><span>Í fyrsta lagi er ljóst, að hlutdeild erlendra borgara í fíkniefnabrotum og annarri brotastarfsemi fer vaxandi og löggæslan stendur frammi fyrir nýjum aðferðum við innflutning fíkniefna og framkvæmd annarra brota.</span></p> <p align="justify"><span>Í öðru lagi hefur harka og ofbeldi aukist í undirheimum og má þar nefna notkun vopna bæði gegn almenningi og lögreglu. Harðsvíraðir erlendir glæpamenn hafa komið hingað til að stunda ólögmæta iðju sína.</span></p> <p align="justify"><span>Í þriðja lagi starfa hér tvö félög vélhjólamanna, sem eru í tengslum við erlend samtök Hell&rsquo;s Angels og Hog Riders, sem halda uppi alþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi.</span></p> <p align="justify"><span>Í fjórða lagi þarf að bregðast við aukinni hættu á auðgunarbrotum, og má þar nefna innbrot, meðferð þýfis, fjársvik og peningaþvætti.</span></p> <p align="justify"><span>Í fimmta lagi leitast erlendir menn við að flytja vændiskonur til landsins og eiga þeir í einhverjum tilvikum samstarf við íslenska aðila.</span></p> <p align="justify"><span>Þá er það einnig mat mitt, að aukin alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi og greiðari för fólks milli landa leiði til aukinnar hættu á, að hér verði framin hryðjuverk eða hryðjuverkaárásir í öðrum löndum verði undirbúnar hér. Hættustig vegna hryðjuverkaógnar er metið lágt á Íslandi um þessar mundir. Á hinn bóginn er þess krafist af yfirvöldum hér, að þau leggi sitt af mörkum í alþjóðlegu samstarfi um varnir gegn hryðjuverkum. Íslenska lögreglan hefur takmarkaðar lagaheimildir til rannsókna á þessu sviði, þar sem hún má aðeins rannsaka mál, hafi hún rökstuddan grun um, að afbrot hafi verið framið.</span></p> <p align="justify"><span>Íslenskum yfirvöldum er ekki ofviða að takast á við þau verkefni, sem hér er lýst. Til þess þarf hins vegar nauðsynlegar lagaheimildir, öflugan og fjölhæfan liðsstyrk og alþjóðlegt samstarf.</span></p> <p align="justify"><span>Árið 2007 fóru 2.182.000 farþegar um flugstöð Leifs Eiríkssonar og spáð er, að þeir verði 3,2 milljónir árið 2015.</span></p> <p align="justify"><span>Vegna hættunnar af alþjóðastarfsemi glæpamanna er óhjákvæmilegt að tryggja öflugt og nútímalegt landamæraeftirlit. Þetta verður best gert með greiningu á þeim, sem hingað koma, aðgerðum til að hefta för þeirra inn í landið og brottvísun, ef þeir fremja brot.</span></p> <p align="justify"><span>Aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu tryggir frjálsa för okkar milli aðildarríkjanna. Aðild okkar að Schengen-samstarfinu losar okkur undan vegabréfaeftirliti við svonefnd innri landamæri á svæðinu en í stað hefðbundins vegabréfaeftirlits hefur verið þróað öflugt öryggissamstarf.</span></p> <p align="justify"><span>Þannig tryggir Schengen-samstarfið íslenskri lögreglu aðgang að öflugum gagnagrunnum við allt greiningarstarf auk þess sem samstarfið er lykill að þátttöku okkar í evrópsku lögreglunni, Europol. Á síðasta ári var íslenskur tengifulltrúi sendur til höfuðstöðva hennar í Haag og hefur sú nýskipan gefið góða raun. Við eigum einnig aðild að landamærastofnun Evrópu, Frontex, og getum á vettvangi hennar fylgst vel með allri framvindu daglegrar landamæravörslu í Evrópu.</span></p> <p align="justify"><span>Vegna skorts á lagaheimildum á Ísland ekki aðild að samstarfi evrópskra öryggis- og eftirgrennslanastofnana, en þær duga ríkjum best í baráttu við hryðjuverkaógnina auk þess að skipta máli gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi almennt. Hvort og hvenær pólitísk samstaða næst um að stíga nauðsynlegt skref í átt til þess að tryggja fullnægjandi lagaheimildir til þessa alþjóðasamstarfs ætla ég ekki að fullyrða. Ég tel hins vegar nauðsynlegt að gera það og hef á stjórnmálavettvangi kynnt tillögur í þá veru.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><strong><span>Landhelgisgæsla Íslands</span></strong></p> <p align="justify"><span>Þess var minnst í síðustu viku, að 80 ár voru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands en Guðmundur Björnsson landlæknir var einn helsti hvatamaður félagsins með þeim orðum, að sjóslys væru sárasta banamein Íslendinga.</span></p> <p align="justify"><span>Gífurlega mikið hefur áunnist í öryggismálum sjómanna á þeim árum, sem síðan eru liðin og þegar ég ræði um öryggi til sjós geng ég að því sem vísu, að áfram verði leitað bestu leiða til að tryggja þetta öryggi en þar skiptir samstarf Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslu Íslands, sem nú er að verða 82 ára, miklu.</span></p> <p align="justify"><span>Landhelgisgæslan stendur nú frammi fyrir nýjum og krefjandi verkefnum, sem munu gjörbreyta öllu umfangi hennar og starfsháttum á komandi árum. Ríkisstjórn og alþingi hafa tekið ákvarðanir um miklar fjárfestingar í þágu landhelgisgæslu á næstu árum.</span></p> <p align="justify"><span>Árið 2009 kemur nýtt 4000 tonna varðskip til sögunnar. Skipið er í smíðum í Chile.</span></p> <p align="justify"><span>Árið 2009 tekur landhelgisgæslan einnig nýja eftirlitsflugvél í notkun. Flugvélin kemur frá Kanada.</span></p> <p align="justify"><span>Á árunum 2011 til 2014 er síðan von á þremur nýjum, stórum björgunarþyrlum <span>&nbsp;</span>en unnið er að því í samvinnu við norsk stjórnvöld að undirbúa útboð vegna þeirra.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrir þessum miklu fjárfestingum í nýjum búnaði eru skýr og góð rök. Breytingar á skipaumferð við Ísland gera meiri kröfur til Landhelgisgæslu Íslands en áður hafa þekkst.</span></p> <p align="justify"><span>Helsta ástæðan fyrir þessum nýju aðstæðum er loftslagsbreyting, minni ís á siglingaleiðum og aukin auðlindanýting á heimskautasvæðinu. Þá fjölgar einnig skemmtiferðaskipum hér við land og í Norðurhöfum.</span></p> <p align="justify"><span>Árið 2007 voru 2,2 milljónir tonna af olíu flutt frá Múrmansk með 212 olíuskipum og fóru 47 þessara skipa vestur um haf, í nágrenni Íslands. Áætlað er, að árið 2015 verði 80 til 100 milljónir tonna af olíu flutt frá Múrmansk og er talið, að 17 til 22 milljónir tonna fari um íslenska lögsögu með 370 til 480 skipum.</span></p> <p align="justify"><span>Hinn 20. október 2007 hélt gasflutningaskipið Arctic Princess með fyrsta farm sinn, 145 þúsund rúmmetra af gasi, sem hafði verið kælt niður í 163 gráður á Celsíus, frá Melköya við Hammerfest í Noregi. Skipið er 288 metra langt og sérbúið sem gasflutningaskip. Farmur þess dugar sem orka fyrir 45.000 manna byggð í eitt ár. Ætlunin er að 73 gasskip sigli fullfermd frá Melköya ár hvert, annaðhvort til Spánar eða Bandaríkjanna.</span></p> <p align="justify"><span>Í Boston og nágrenni byggist orkunotkun á gasi, sem skip koma með á fimm daga fresti frá Trinidad og Tobago. Verði rof á reglubundum siglingum þessara skipa, er vá fyrir dyrum í borginni. Skipin frá Melköya eiga einmitt að leggja úr höfn fimmta hvern dag og er reiknað með að um 50 þeirra sigli vestur um haf um lögsögu Íslands.</span></p> <p align="justify"><span>Á Mjallhvítarsvæði Norðmanna í Barentshafi fannst gas fyrir 24 árum en nýting þess <span>&nbsp;</span>hófst fyrst í fyrra. Talið er, að þar sé unnt að vinna 5,7 milljarða rúmmetra af gasi á ári í þrjá áratugi. Austan norsku lögsögunnar er rússneska Stokhman-gassvæðið og er áætlað, að það sé 15 sinnum gjöfulla en Mjallhvít. Norðmenn og Frakkar munu aðstoða Rússa við nýtingu á Stokhman, en reiknað er með að hún geti hafist árið 2014.</span></p> <p align="justify"><span>Bæði Rússar og Norðmenn eru að búa hafnir sínar undir aukna gámaþjónustu vegna væntanlegra heimskautssiglinga. Múrmansk á að geta afgreitt 3 milljónir gámaeininga á ári í 500 skipum. Norðmenn leggja áherslu á Narvik sem norðlæga gámahöfn og þaðan fari 300 skip árlega til N-Ameríku.</span></p> <p align="justify"><span>Þessar tölur bera allar með sér, að ferðir sífellt stærri olíu-, gas- og gámaflutningaskipa verði um íslenska lögsögu og á gæslusvæði íslenskra yfirvalda á komandi árum. Þeim sjónarmiðum hefur verið hreyft að æskilegt sé að beina þessari umferð austan við landið í stað þess að skipin fari milli Íslands og Grænlands, þar sem siglingaleiðin sé hættuleg vegna íss og annarra náttúrulegra aðstæðna.</span></p> <p align="justify"><span>Skemmtiferðaskip með þúsundir farþega innanborðs leggja á hinn bóginn æ oftar leið sína inn á hinar hættulegu slóðir við Grænland.</span></p> <p align="justify"><span>Hinn 31. janúar síðastliðinn sagði í frétt í <em>Morgunblaðinu</em>, að 55 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa hefðu komið til <span>&nbsp;</span>Reykjavíkur á árinu 2007 og líkur væru á því að fleiri kæmu á þessu ári. Er því jafnvel spáð, að fjöldinn muni tvöfaldast fram til ársins 2015. Skemmtiferðaskip verða sífellt stærri og um borð í hinu stærsta, sem nú er í smíðum, er talið að verði allt að 8000 manns, farþegar og áhöfn.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar hugað er að siglingaleiðum skemmtiferðaskipa til og frá Íslandi árið 2007 sést, að fjögur skip komu til Akureyrar frá Svalbarða og Jan Mayen, en sextán skip héldu til Jan Mayen og Svalbarða frá Akureyri. Þrjú skip komu frá Grænlandi til Reykjavíkur en níu skip héldu héðan til Grænlands.</span></p> <p align="justify"><span>Gæslumenn öryggis á hafinu bæði á Íslandi og Grænlandi fylgjast grannt með þessari fjölgun skemmtiferðaskipa á hættulegum siglingaleiðum og er unnið að nánu samstarfi um viðbrögð íslenskra og danskra yfirvalda, ef slys verður.</span></p> <p align="justify"><span>Við allar ákvarðanir um fjölgun flugferða og skipaferða til og frá landinu er nauðsynlegt að taka ríkt tillit til aukins álags á þá, sem sinna öryggisgæslu, og til kostnaðar við þá gæslu. Eitt stórslys setti slíkt strik í reikninginn, að það yrði aldrei bætt.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Af hálfu stjórnvalda hafa verið teknar ákvarðanir með hliðsjón af þessum breytingum. Hið sama á við hér og í nágrannaríkjunum, að samvinna við aðrar þjóðir um alla þætti öryggisgæslu verður sífellt mikilvægari.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrir okkur Íslendinga er ekki nýtt að eiga hervarnir undir öðrum. Land- og loftvarnir Íslands eru áfram í höndum bandamanna okkar.</span></p> <p align="justify"><span>Hitt er nýmæli, að alþjóðaþátturinn setji svo ríkan svip á störf lögreglu og landhelgisgæslu.</span></p> <p align="justify"><span>Löggæsla og landamæravarsla skilar aðeins viðunandi árangri í nánu samstarfi við lögreglu í öðrum löndum og fjölþjóðleg lögreglulið.</span></p> <p align="justify"><span>Verði stórslys á sjó við Ísland á Landhelgisgæsla Íslands að vera þannig búin, að hún geti veitt nauðsynlega fyrstu hjálp, á meðan fjölþjóðlegur liðsauki berst.</span></p> <p align="justify"><span>Þessi nýju viðhorf krefjast þess, að stjórnvöld og stofnanir þeirra lagi starfshætti sína að þeim, til að áfram verði unnt að tryggja þjóðinni öryggi til sjós og lands.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vona, að þetta stutta yfirlit mitt sýni, að unnið er að þessum mikilvægu verkefnum með skynsamleg markmið í huga.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-01-30 00:00:0030. janúar 2008Útlendingalög - framsaga um breytingar, alþingi, 22. janúar 2008

<h1>Útlendingalög</h1> <h2>Framsaga um breytingar, alþingi, 22. janúar, 2008.</h2> <p align="center"></p> <p><span>Þegar rætt var um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu hér á alþingi á fyrri hluta síðasta áratugar, beindist athygli þingmanna hvað helst að þeim áhrifum, sem aðildin mundi hafa á rétt útlendinga til að koma hingað til lands.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mörgum hraus hugur við þeirri breytingu á samskiptum okkar við aðrar þjóðir, ef opnað yrði fyrir frjálsa för útlendinga hingað. Niðurstaðan var engu að síður sú, að við gerðumst aðilar að þessu samstarfi við Evrópusambandið með kostum þess og göllum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í umræðunum hér á þingi var að sjálfsögðu á það bent, að um gagnkvæman rétt yrði að ræða, Íslendingum yrði auðveldað að starfa utan eigin heimalands og stofna fyrirtæki eða hasla sér á annan hátt völl á efnahagssvæðinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Árið 2000 samþykkti alþingi ályktun, sem heimilaði ríkisstjórninni að fullgilda samning um aðild Íslands að Schengen-samstarfinu, sem er undir handarjaðri Evrópusambandsins og snýr að afnámi eftirlits á innri landamærum þátttökuríkjanna, en þau eru nú orðin 25. Var því fagnað skömmu fyrir jól, að hætt var eftirliti í höfnum og á landstöðvum gagnvart þeim tíu ríkjum, sem gengu í Evrópusambandið 2004, og í mars á þessu ári verður innra landamæraeftirliti hætt á flugvöllum þessara ríkja.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Samhliða því, sem landamæraeftirlit hér hefur verið afnumið gagnvart aðildarríkjum Schengen, markast vegabréfsáritunarstefna Íslands af þeirri stefnu, sem mótuð er af Schengen-ríkjunum í sameiningu. Þá hafa íslensk lögregluyfirvöld fengið greiðari aðgang að samstarfi við lögregluyfirvöld í öðrum Schengen-ríkjum auk þess sem beinn aðgangur að upplýsingakerfum hefur gefið lögreglu sterkari stöðu í baráttunni gegn skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég rifja þetta upp hér í upphafi máls míns um þetta frumvarp til laga um breytingu á útlendingalögunum, því að breytingarnar taka mið af þessum tveimur meginskuldbindingum okkar gagnvart Evrópusambandinu. Allar breytingar, sem gerðar eru á íslenskri útlendingalöggjöf verða að taka mið af þessum skuldbindingum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í desember 1993 voru gerðar breytingar á lögum um eftirlit með útlendingum í tilefni af aðild Íslands að EES-samningnum.&nbsp;Lögunum var á ný breytt árið 1999, þegar útlendingaeftirlitið fékk sérstakan forstjóra, en fram til þess hafði lögreglustjórinn í Reykjavík og síðar ríkislögreglustjóri, eftir stofnun þess embættis, veitt eftirlitinu forstöðu. Með lögum þessum voru starfsemi og rekstur útlendingaeftirlits að fullu skilin frá starfsemi lögreglu, enda fæli eftirlitið ekki í sér löggæslustörf.</span></p> <p><span><br /> Árið 2000 voru síðan gerðar breytingar á lögunum um eftirlit með útlendingum vegna þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu. Með þessum lögum var fellt niður persónueftirlit hér á landi með einstaklingum á ferð til og frá öðrum ríkjum sem taka þátt í Schengen-samstarfinu en eftirlitið gagnvart ferðum til og frá ríkjum utan Schengen-samstarfsins samræmt þeim kröfum sem gerðar eru innan þess. Einnig voru gerðar breytingar á ákvæðum um heimild útlendinga til að dvelja hér á landi og um vegabréfsáritanir í samræmi við reglur Schengen-samstarfsins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Lögum um eftirlit með útlendingum var enn breytt árið 2001 vegna þátttöku Íslands í samstarfi á grundvelli Dyflinarsamningsins, sem er mikilvægur liður í Schengen-samstarfinu. Í þeim samningi er fjallað um hvaða ríki beri ábyrgð á meðferð beiðna um hæli þegar vafi leikur á hvar slík umsókn skuli tekin til meðferðar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í nokkrum atrennum ræddi alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til útlendingalaga, sem ætlað var að leysa af lögin frá 1965 um eftirlit með útlendingum. Voru hin nýju útlendingalög loks samþykkt árið 2002 og eftir þeim hefur verið starfað síðan, með nokkrum breytingum með hliðsjón af þróun EES og Schengen-réttarins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Frumvarpið, sem hér er til umræðu, felur ekki í sér heildarendurskoðun á útlendingalögunum, heldur er í senn brugðist við ýmsu, sem má betur fara í ljósi reynslu af framkvæmd laganna, auk þess sem farið er að EES- og Schengen-skuldbindingum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég er þeirrar skoðunar, að án þátttöku í evrópska efnahagssvæðinu og hinum frjálsa og opna vinnumarkaði, sem þátttökunni fylgir, væri margt hér með öðrum og verri brag en við nú þekkjum. Almennt er ég þeirrar skoðunar, að vel hafi til tekist við framkvæmd þessara ákvæða samningsins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Framkvæmdin hefur á hinn bóginn reynt mjög á íslenska stjórnsýslu og nefni ég þar til sögunnar útlendingastofnun, þjóðskrá og lögreglu af stofnunum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins auk ráðuneytisins sjálfs. Hin gífurlega aukning í útgáfu dvalarleyfa segir sína sögu. Árið 1997 voru gefin út 2790 dvalarleyfi en þau voru 13.565 árið 2007. Heildarfjöldi útgefinna dvalarleyfa til handa EES ríkisborgurum árið 2007 voru 9181, þar af voru rúmlega 6000 karlmenn og meðalaldur leyfishafa er 34 ár. Tölfræði útlendingastofnunar benda til þess, að stór hópur þeirra, sem fá dvalarleyfi, sé ekki að flytjast til landsins með fjölskyldu. Karlar koma hingað meira eins síns liðs en konur til að stunda atvinnu hér á landi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá hefur þeim fjölgað mjög, sem hafa fengið hér ríkisborgararétt en þeir eru 4.476, ef miðað er við tímabilið 1997 - 2006. Fjöldi þeirra sem fengu ríkisborgararétt á hverju ári, meira en þrefaldaðist á þessu tímabili, fór úr 239 árið 1997 í 844 einstaklinga árið 2006.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þótt flest sé jákvætt við þessa þróun, hefur hún einnig skuggahliðar og birtast þær til dæmis í því, að í skjóli hinnar frjálsu farar hefur alþjóðleg glæpastarfsemi teygt anga sína hingað til lands. Ég tel, að við séum betur sett innan Schengen-samstarfsins en utan þess til að taka á þessum vanda. Spyrja má, hvort við höfum verið of hikandi að ganga til virks lögreglusamsamstarfs við ríki Evrópusambandsins og ekki nýtt okkur nægilega markvisst heimildir til að koma þeim úr landi, sem ógna öryggi samfélagsins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég er þeirrar skoðunar, að gera þurfi enn frekari ráðstafanir til að þétta eftirlitsnetið með ólögmætri alþjóðlegri starfsemi hér á landi, hverju nafni sem hún nefnist. Í því skyni hafa verið stigin skref með samþykki alþingis, eins og með því að koma á fót sérstakri greiningardeild við embætti ríkislögreglustjóra. Treysta þarf öflugt samstarf hennar við lögregluembættin í landinu en þó sérstaklega embættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Greiningarvinna og nákvæm kortlagning er lykillinn að góðum árangri á þessu sviði eins og öðrum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sérfræðingar Evrópusambandsins í baráttu við hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi hafa hvatt til þess, að hér verði komið á fót öryggis- og greiningarþjónustu á vegum lögreglu, sem hafi heimildir til forvirkra rannsóknaraðgerða. Fyrir einu ári kynnti ég hugmyndir um það efni í óformlegum samtölum við fulltrúa allra þingflokka, en þær snerta ekki það frumvarp, sem hér er til umræðu, þótt nauðsynlegt sé að hafa þær í huga við mat á ráðstöfunum til að tryggja öryggi borgaranna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar rætt er um rétt útlendinga hér á landi er nauðsynlegt að hafa að leiðarljósi muninn á milli þeirra, sem hingað koma í krafti EES-réttar og hinna, sem búa utan EES-svæðisins. Samhliða því, sem EES-þjóðum hefur fjölgað, hafa þröskuldar hækkað gagnvart þeim, sem eru utan EES-svæðisins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ákvæði útlendingalaga snúast að verulegu leyti um takmörkun á réttindum þeirra, sem eru utan EES-svæðisins, og með hvaða skilyrðum þeir og fjölskyldur þeirra geta vænst þess, að fá hér leyfi til dvalar og síðar búsetu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Samhliða því, sem þetta frumvarp um breytingar á útlendingalögunum er lagt fram, leggur félagsmálaráðherra fram frumvarp um breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Samfellan í frumvörpunum felst í því, að verið er að samræma flokkun atvinnuleyfa annars vegar og dvalarleyfa hins vegar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við samlestur frumvarpa okkar félagsmálaráðherra sést, að áfram verður mjög erfitt fyrir ófaglært verkafólk utan EES að fá hér atvinnu- og dvalarleyfi. Á hinn bóginn er þröskuldurinn lækkaður gagnvart sérfræðingum utan EES. Með þessu er komið til móts við eindregnar óskir atvinnulífsins, en mörg dæmi eru um, að það standi hátækni- og gæðaþjónustufyrirtækjum fyrir þrifum, hve stífar reglur gilda hér gagnvart sérmenntuðu og sérþjálfuðu fólki.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Frumvarpið hefur að geyma ákvæði, sem leiðir til minni skriffinnsku í kringum hinn stóra hóp EES-borgara, sem hingað kemur árlega. Með því er unnið að markmiðum ríkisstjórnarinnar um einfaldara Ísland og skapað svigrúm til að nýta krafta opinberra aðila til að sinna brýnni verkefnum en ella.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Frumvarpið einkennist af því, að með því er gerð tillaga um að festa í lög ákvæði, sem nú eru í reglugerð. Með þessari breytingu er stuðlað að því, að þingmenn fái tækifæri til að ræða einstök álitaefni og leitað sé pólitísks stuðnings við úrlausn þeirra.<span>&nbsp;</span> Skiptir þetta máli í öllu löggjafarstarfi en ekki síst, þegar siglt er inn á ný mið eins og gert er í útlendingamálum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með frumvarpinu er stefnt að því að færa inn í lögin efnisreglur um einstaka dvalarleyfaflokka og réttindi þeim tengd, reglur um hvernig haga beri afgreiðslu dvalarleyfa, reglur frá skyldu til að hafa dvalarleyfi og reglur um, hvenær heimilt er að veita útlendingi dvalarleyfi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og ég sagði í upphafi máls míns tekur frumvarpið mið af reynslu af framkvæmd útlendingalaganna. Í því er að finna ákvæði, sem koma til móts við ungmenni, sem dvelja hér á landi ásamt foreldrum sínum, með því að gera þeim kleift að halda áfram námi hér á landi eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Þá er ákvæðið um 24 ára regluna, svonefndu, lagað að framkvæmd þess.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Lagt er til að afnumið verði úr skilgreiningu laganna á nánasta aðstandanda útlendings, að hann hafi fyllt 24 ára aldur. Sé annar makinn 24 ára eða</span> <span>yngri skal ávallt kanna hvort málsatvik séu með þeim hætt</span><span>i að</span> <span>stofnað hafi verið til hjúskapar eða staðfestrar samvistar með vilja beggja hjóna eða hvort stofnun hjúskapar eða staðfestrar samvistar brjóti í bága við allsherjarreglu og meginreglur íslenskra laga</span><span>.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með þessari breytingu er tekið mið af þeirri framkvæmd, sem fylgt hefur verið, frá því að gaumgæfilega var farið yfir stjórnsýslulega framkvæmd 24 ára reglunnar, meðal annars að fengnu áliti umboðsmanns alþingis.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Áfram er þannig leitast við að standa vörð um hagsmuni þeirra, sem telja má minni máttar vegna ungs aldurs, án þess að skilja megi<span>&nbsp;</span> lagatextann á þann veg, að hjúskapur þeirra sé almennt ekki viðurkenndur sem lögmætur grundvöllur búsetu hér á landi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í frumvarpinu er að finna nýmæli, sem heimila útlendingastofnun að forgangsraða erindum. Þá er lagt til, að stofnuninni og lögreglu sé heimilt að samkeyra upplýsingar í gagnagrunnum með upplýsingum hjá vinnumálastofnun, skattayfirvöldum og þjóðskrá. Með þeirri breytingu er stuðlað að virkara eftirliti gegn misnotkun á erlendu vinnuafli og gegn ólögmætri dvöl útlendinga í landinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Virðulegi forseti!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef hér drepið á nokkur meginatriði frumvarpsins auk þess að bregða ljósi á gildi þess í stærra samhengi útlendingamála. Frumvarpið hefur verið lengi í smíðum, hugað hefur vel að einstökum greinum þess og í nánu samstarfi við félagsmálaráðuneytið til að tryggja sem besta framkvæmd laganna og samræmi við vinnulöggjöfina.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Spurningar hafa vaknað um, hvort útgáfa allra leyfa til útlendinga eigi að vera á einni hendi eða fleiri. Hér er ekki mælt með því, að sama stofnun gefi út dvalar- og atvinnuleyfi. Frumvarpið leggur hins vegar grunn að því, að náin samhæfing sé í störfum þeirra stofnana, sem að útgáfu leyfanna kemur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þjónusta við útgáfu dvalarleyfa var aukin á síðasta ári, þegar embætti sýslumanna um land allt hófu að taka á móti beiðnum um slík leyfi og beina þeim til afgreiðslu útlendingastofnunar. Ég sé fyrir mér aukna samþættingu í störfum útlendingastofnunar og þjóðskrár, en þjóðskráin tók fyrir skömmu við framleiðslu vegabréfa af útlendingastofnun.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Miklu skiptir, að lög um útlendinga veiti á hverjum tíma þær heimildir til einstaklinga og stjórnvalda, sem eru í bestu samræmi við sanngjarnar kröfur í þessu efni. &nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Árið 1995, voru sett ákvæði í 2. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að með lögum skuli skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hægt að vísa þeim úr landi. Ákvæði þetta var nýmæli en með því var fyrst og fremst lögð skylda á löggjafann að setja lög til að girða fyrir að framkvæmdarvaldið hefði ákvörðunarvald þar um án skýrra lögákveðinna skilyrða. Löggjafinn hefur á hinn bóginn frjálsar hendur um efni slíkra skilyrða innan þeirra marka sem leiðir af almennum jafnræðisreglum og þjóðréttarlegum skuldbindingum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Frumvarp það, sem hér er flutt, tekur mið af þessum grundvallarsjónarmiðum. Ég legg til að því verði að lokinni þessari umræðu vísað til háttvirtrar allsherjarnefndar og annarrar umræðu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br /> <br />

2008-01-30 00:00:0030. janúar 2008Slysavarnafélagið 80 ára

<h1>Listasafni Íslands, 29. janúar, 2008.</h1> <p align="justify"><span>Ég flyt Slysavarnafélagi Íslands og arftaka þess Slysavarnafélaginu Landsbjörgu heillaóskir og þakkir fyrir hið ómetanlega starf, sem þúsundir manna hafa unnið undir merkjum félagsins frá stofnun þess.</span></p> <p align="justify"><span>Félagið olli þáttaskilum í björgunarsögu þjóðarinnar og Slysavarnafélagið Landsbjörg er nú stærsta sjálfboðaliðshreyfing landsins.</span></p> <p align="justify"><span>Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjóri, hvatti með grein í <em>Morgunblaðið</em> 29. janúar 1928 til þátttöku í stofnfundi félagsins. Hann taldi, að ganga mætti að því sem vísu, að hugur margra landsmanna væri nú að hneigjast að því að gera eitthvað til að draga úr sjóslysum og væri stofnun eins allsherjarfélags sjálfsagt réttasta leiðin til þess.</span></p> <p align="justify"><span>Vísaði Þorsteinn sérstaklega til hvatningar frá Guðmundi Björnssyni landlækni, sem taldi sjóslys sárasta banamein Íslendinga.</span></p> <p align="justify"><span>Þorsteinn sagði brýnast að setja byssu um borð í hvert skip, svo að skjóta mætti mjórri línu í land, ef skip strandaði. Nefndi hann til marks um hættuna hið hörmulega Ingvarsslys við Viðey 1906, þegar allir skipverjar drukknuðu við bæjardyr bjargarlausra Reykvíkinga.</span></p> <p align="justify"><span>Nú eru þessar byssur kallaðar fluglínutæki og er talið, að um 2.200 manns hafi verið bjargað úr strönduðum skipum hér við land með þessum tækjum.</span></p> <p align="justify"><span>Næst á eftir byssunni taldi Þorsteinn að stofna ætti björgunarbátastöðvar og nefndi fjóra staði til sögunnar utan Reykjavíkur.</span></p> <p align="justify"><span>Björgunarsveitir eru nú meira en 100 talsins um land allt og eiga fjórtán björgunarskip auk á annað hundrað slöngubáta og langflestar sveitirnar ráða fyrir fluglínutæki.</span></p> <p align="justify"><span>Auðvelt er að fullyrða að markmið stofnenda slysavarnafélagsins hafi náðst með miklum glæsibrag á undanförnum áratugum.</span></p> <p align="justify"><span>Hér á þessari stundu vil ég sérstaklega færa þakkir fyrir gott samstarf slysavarnafélagsins við stofnanir á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.</span></p> <p align="justify"><span>Öflugur stuðningur félagsins leiddi til <span></span>þess, að Landhelgisgæsla Íslands eignaðist björgunarþyrlu fyrr en annars hefði orðið. Það liggur í hlutarins eðli, að öryggi sjófarenda við Ísland er ekki tryggt nema með góðu samstarfi gæslunnar og björgunarsveitanna.</span></p> <p align="justify"><span>Björgunarsveitir eru boðnar og búnar til að aðstoða lögreglu, þegar til þeirra er leitað. Ég tel brýnt, að hið góða samstarf þessara aðila fái viðurkenningu alþingis með ákvæði í lögum um varalið lögreglu.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í samvinnu þessara aðila hefur orðið til öflug og virk björgunarmiðstöð við Skógarhlíð hér í Reykjavík. Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til almannavarnalaga, þar sem lagt er til að umgjörð samhæfingar- og stjórnstöðvar miðstöðvarinnar verði lögfest.</span></p> <p align="justify"><span>Gott björgunar- og slysavarnafólk!</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þið sækið ekki værð í unna sigra. Starf ykkar hefur í áttatíu ár einkennst af fórnfýsi, dugnaði og ósérhlífni. Íslenska þjóðin hefur getað reitt sig á vilja og getu ykkar til að svara kallinu um hjálp, hvenær sem það berst og hvernig sem aðstæður eru.</span></p> <p align="justify"><span>Í fyrradag, sunnudaginn 27. janúar, sinntu til dæmis 170 björgunarsveitarmenn á áttunda tug útkalla um land allt vegna óveðurs.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þið spyrjið hvorki um tíma né fyrirhöfn heldur gangið skipulega og óhikað til verks.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Hinn mikli árangur í starfi slysavarnafélagsins hefur ekki komið af sjálfu sér. Hann á upphaf í þrotlausu starfi ykkar, sem hefur áunnið ykkur og félagi ykkar einlæga virðingu og þökk allra Íslendinga.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Mér er heiður að lesa eftirfarandi bréf forsætisráðherra:</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands hefur ríkisstjórn Íslands samþykkt að koma að uppbyggingu sögusafns félagsins og verja 2 m.kr. af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til undirbúnings verkefnisins.</span></p> <p align="justify"><span>Stofnun Slysavarnafélags Íslands markar upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi. Stórbrotin starfsemi félagsins varðveitir fjölmörg atvik þar sem öflugur hópur sjálfboðaliða hefur komið í veg fyrir slys og bjargað mannslífum og verðmætum á nóttu sem degi.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég færi félaginu á þessum tímamótum hugheilar hamingjuóskir ríkisstjórnar Íslands og þakkir fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf í 80 ár.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Geir H. Haarde</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Vil ég biðja Sigurgeir Guðmundsson, formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að taka við bréfi forsætisráðherra þessu til staðfestingar.</span></p> <p align="justify"><br /> <br /> &nbsp;</p>

2008-01-19 00:00:0019. janúar 2008100 ára útgáfuafmæli Lögbirtingablaðsins fagnað

<p><strong><span>Björn Bjarnason:</span></strong></p> <p><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Lögbirtingablaðið 100 ára,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Vík í Mýrdal,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>18. janúar, 2008.</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><span>Ég vil fyrir hönd okkar gestanna þakka Önnur Birnu Þráinsdóttur, ritstjóra <em>Lögbirtingablaðs</em> og samstarfsfólki hennar fyrir að bjóða okkur hingað til að fagna 100 ára afmæli <em>Lögbirtingablaðsins</em>.</span></p> <p><span>Við sem komum frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu erum stolt yfir því, hve vel hefur tekist til við flutning <em>Lögbirtingablaðsins</em> úr ráðuneytinu og fögnum, hve vel hefur verið staðið að rekstri þess hér í Vík undir forystu Önnu Birnu.</span></p> <p><span>Fyrir okkur hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með ýmsum starfsþáttum ráðuneytisins skjóta rótum víðsvegar um land og ná að blómstra þar á skömmum tíma undir öruggri handleiðslu sýslumanna.</span></p> <p><span>Ég ætla hér í fáum orðum að minnast þriggja þátta úr 100 ára sögu <em>Lögbirtingablaðsins.</em></span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Í fyrsta lagi er það upphafið.</span></p> <p><span>Þegar rætt var á alþingi árið 1907 um nauðsyn þess að gefa út <em>Lögbirtingablað</em>, var hvergi minnst á aðsetur ritstjórnar. Það var raunar spurt, hvort nokkur þörf væri á ritstjórn, ráðherrann og samstarfsmenn hans gætu bara séð um útgáfuna með öðru í stjórnarráðinu. Þannig væri unnt að halda kostnaði í skefjum.</span></p> <p><span>Þingumræðurnar tóku mið af því, að árin á undan eða síðan 1903 hafði útgefendum hinna almennu fréttablaða í Reykjavík verið veittur einkaréttur til að birta stjórnvaldsauglýsingar samkvæmt útboði og hlaut það blað hnossið, sem bauð landssjóði hæst árlegt gjald fyrir þennan rétt.</span></p> <p><span>Hinn 1. apríl 1903 hvarf auglýsingarétturinn frá blaðinu <em>Ísafold</em>, sem hafði haft hann frá 1. janúar 1887 til blaðsins <em>Þjóðólfs</em>. Landsstjórninni þótti óhentugt fyrir almenning að skipta um auglýsingablað í miðjum árgangi og var samið um, að <em>Þjóðólfur</em> hefði auglýsingarnar til ársloka 1906 en frá 1. janúar 1907 voru þær aftur boðnar út, þó aðeins til eins árs, og varð hæstbjóðandi þá blaðið <em>Reykjavík</em>, sem hafði réttinn, þar til útgáfa <em>Lögbritingablaðsins</em> hófst 1. janúar 1908.</span></p> <p><span>Þótti stjórnvöldum bæði óheppilegt og jafnvel hættulegt réttindum manna, að &bdquo;hafa slíkt los á þessari rjettarstofnun, lögbirtingu auglýsinga og innkallana, sem varða svo mjög hagsmuni einstaklinganna&ldquo; eins og segir í greinargerð lagafrumvarpsins um útgáfu lögbirtingablaðs.</span></p> <p><span>Auk þess væru blöðin mönnum misjafnlega geðfelld vegna þess, sem þar birtist &bdquo;og það er augljóst hve óviðkunnanleg krafa það er, að menn kaupi eða lesi deilublöð, sem þeir annars ekki mundu vilja styðja, til þess að geta óræntir verið rjettindum, sem hinar opinberu auglýsingar hljóða um, og er það alveg jafnóviðkunnanlegt, hvort heldur fyrirskipanin stafar af geðþenki stjórnarinnar, eða af nokkurra króna yfirboði.&ldquo;</span></p> <p><span>Þingmenn voru ekki allir á einu máli um frumvarpið, sem Hannes Hafstein ráðherra flutti. Valtýr Guðmundsson lagðist gegn málinu í efri deild alþingis með vísan til þess, að það yrði 800 króna halli á útgáfunni en með útboðinu hefði landssjóður fengið 800 krónur í tekjur &ndash; tap sjóðsins yrði því samtals 1600 krónur.</span></p> <p><span>Mér sýnist, að málið hafi komist í gegnum þingið, vegna þess að við frumvarpið var í meðförum þess bætt þessari lykilsetningu:</span></p> <p><span>&bdquo;Í blaði þessu skal birta allar auglýsingar um seldan óskilafjenað.&ldquo;</span></p> <p><span>Magnús Andrjesson, þingmaður Mýramanna, flutti þessa mikilvægu breytingartillögu og sagði, að með samþykkt hennar mundi aukast það gagn, sem almenningur hefði af auglýsingablaðinu, og það mundi bera sig betur, þó að auglýsingagjaldið væri ekki hærra en verið hefði.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Í öðru lagi vil ég geta um netvæðingu <em>Lögbirtingablaðsins</em>.</span></p> <p><span>Hinn 1. júlí 2005 boðaði dóms- og kirkjumálaráðuneytið til athafnar hér í nágrenningu eða á Hvolsvelli til að fagna rafrænni útgáfu <em>Lögbirtingablaðsins</em>. Með því staðarvali var áréttað af hálfu ráðuneytisins, að hin rafræna umbylting á blaðinu leysti það úr landfræðilegu hafti höfuðborgarinnar.</span></p> <p><span>Aðdragandi þessara breytinga var nokkuð langur, því að hinn 22. september 2000 skipaði Sólveig Pétursdóttir, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipulag á birtingu laga og stjórnvaldsfyrirmæla. Skyldi nefndin meðal annars endurskoða gildandi lög með tilliti til rafrænnar birtingar samhliða eða í stað hefðbundinnar birtingar.</span></p> <p><span>Fyrsta skrefið til rafrænnar útgáfu <em>Lögbirtingablaðsins</em> var stigið í ársbyrjun 2002, þegar unnt varð að nálgast efni þess á netinu samhliða hinni prentuðu útgáfu. Reynslan af þessari netútgáfu varð góð og leiddi hún til þess, að flutt var frumvarp á alþingi, um að hætt yrði að prenta Lögbirtingablaðið og var það samþykkt með lögum 165/2002.</span></p> <p><span>Á grundvelli þessara laga var stofnað til þess að smíða vefkerfi&nbsp;utan um rafræna útgáfu <em>Lögbirtingablaðsins.</em> Eftir útboð var skrifað undir verksamning við Hugvit hf. um þetta verk hinn 17. febrúar 2004.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Í þriðja lagi og að lokum vil ég nefna aðdraganda þess, að <em>Lögbirtingablaðið</em> fékk heimilisfang hér í Vík.</span></p> <p><span>Við ákvarðanir um nýskipan lögreglumála varð niðurstaða sú, að ekki yrðu allir sýslumenn lögreglustjórar, en hugað yrði að nýjum verkefnum fyrir þá sýslumenn, sem létu af lögreglustjórn.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Dóms- og kirkjumálaráðuneytið dró upp lista yfir verkefni, sem það taldi til þess fallin að flytja í umsjá sýslumanna og var ritstjórn og útgáfa <em>Lögbirtingablaðs</em> eitt þeirra. Ég flutti frumvarp til laga um flutning verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti og var það samþykkt 8. desember 2006. Þar var fengin nauðsynleg heimild til að fela sýslumanni útgáfu blaðsins, og var sýslumanninum í Vík síðan falin útgáfan frá og með 1. janúar 2007, sbr. reglugerð nr. 1121/2006.</span></p> <p><span>Ástæða þess að embætti sýslumannsins í Vík var falið þetta verkefni var ekki síst sú, að Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður hafði vorið 2006 óskað eftir að taka að sér <em>Lögbirtingablaðið</em>, og fylgdi hún þeirri ósk sinni fast eftir<em>.</em> <span>&nbsp;</span></span><span>Blaðið er nú alfarið unnið héðan frá Vík og með útgáfunni hafa orðið til tæp tvö starfsgildi.</span></p> <p><span>Ég tek undir orð sýslumanns þess efnis, að flutningurinn hingað hafi gengið með eindæmum vel. Ég óska henni og samstarfsfólki hennar innilega til hamingju með það um leið og ég óska okkur öllum til hamingju með þessi tímamót.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-01-17 00:00:0017. janúar 2008Ræða dóms- og kirkjumálaráðherra um frumvarp til varnarmálalaga á Alþingi

<p><strong><span>Björn Bjarnason:</span></strong></p> <p><strong><span></span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>Varnarmálafrumvarp,</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>ræða á alþingi,</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>17. janúar, 2008.</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Ég fagna því, að þetta frumvarp er lagt hér fram til umræðu. Vissulega er tímabært, að á alþingi sé fjallað um það, hvernig Íslendingar eigi að koma að eigin landvörnum.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Alþingi hefur aldrei fyrr fjallað um varnarmál á þeim grunni, sem hér er kynntur. Með frumvarpinu er viðurkennt, að Íslendingar hafi hernaðarlegra öryggishagsmuna að gæta og þeir séu reiðubúnir að leggja nokkuð af mörkum í því skyni, án þess þó að koma á fót íslenskum her.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Virk þátttaka í störfum Atlantshafsbandalagsins er lögfest og byggt er á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna sem grunnstoð, þegar litið er til liðsafla og aðgerða til varnar landinu, auk þess sem lagt er á ráðin um náið hernaðarlegt samstarf við nágrannaþjóðir í Evrópu og heræfingar hér á landi.</span><span></span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í september 2006 þegar samið var við Bandaríkjamenn um fyrirkomulag varna landsins á grundvelli varnarsamningsins frá 1951 við brottför varnarliðsins, gaf ríkisstjórnin yfirlýsingu í níu liðum um nauðsynlegar ráðstafanir af hálfu íslenskra stjórnvalda.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Þetta frumvarp er mikilvægur liður í því að framkvæma þessa yfirlýsingu.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í fyrstu grein frumvarpsins er tekið af skarið um gildissvið varnarmálalaga. Þau snúast um stjórnsýslu varnarmála á íslensku yfirráðasvæði og samskipti íslenskra stjórnvalda við erlend ríki, hermálayfirvöld og alþjóðastofnanir á sviði öryggis- og varnarmála. Sérstaklega er tekið fram, að lögin taki ekki til verkefna stjórnvalda, sem eru borgaraleg í eðli sínu, svo sem löggæslu og almannavarna.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Frumvarpinu er með öðrum orðum ekki ætlað að breyta neinu að því er varðar störf lögreglu eða landhelgisgæslu eða bein samskipti þessara mikilvægu öryggisstofnana við erlenda samstarfsaðila. Ég tel, að í frumvarpinu felist ný tækifæri fyrir þessar stofnanir til að tengjast betur samstarfsneti NATO-ríkjanna á því sviði, sem snertir borgaralega þætti öryggismálanna.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Okkur er tamt að hugsa um öryggis- og varnarmál þjóðarinnar sem utanríkismál af þeirri einföldu ástæðu, að íslenska utanríkisþjónustan annaðist öll samskipti við herlið Bandaríkjamanna og úrlausn mála í tengslum við framkvæmd varnarsamningsins.&nbsp; Við höfum áratuga langa reynslu af því að ræða við aðra um það, hvað þeir kunni að vilja gera til að tryggja öryggi Íslands og hafsvæðanna umhverfis landið.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Nú þegar varnarliðið er farið breytist hlutverk einstakra ráðuneyta í samræmi við það. Samgönguráðuneytið fer með yfirstjórn Keflavíkurflugvallar eins og annarra flugvalla og stofnanir á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hafa axlað aukna og að sumu leyti nýja ábyrgð í öryggismálum.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í greinargerð varnarmálafrumvarpsins segir, að það lúti að verkefnum sem varða varnarviðbúnað ríkisins og ytra öryggi þess. Með því sé settur skýr lagarammi um verkefni íslenskra stjórnvalda á sviði öryggis- og varnarmála og aðskilnað varnartengdra verkefna frá öðrum borgaralegum verkefnum stjórnvalda á sviði öryggismála.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í greinargerðinni segir einnig, að hugtakið öryggis- og varnarstefna sé þýðing á enska hugtakinu <em>security and defense policy</em> og vísi þetta hugtak í frumvarpinu til mála, sem snúi að samstarfi Íslands við önnur ríki og alþjóðastofnanir á sviði landvarna og varna gegn öðrum hættum og ógnum, sem steðjað geti að íslensku þjóðinni og íslensku forráðasvæði og eigi upptök sín í hinu alþjóðlega samfélagi.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Sérstök varnarmálaskrifstofa innan utanríkisráðuneytisins annaðist samskiptin við Bandaríkjamenn og herstjórn þeirra í Keflavíkurstöðinni. Með frumvarpinu eru verkefni, sem voru á hendi þessarar skrifstofu, færð til sérstakrar varnarmálastofnunar, án þess að hróflað sé við stefnumótandi hlutverki utanríkisráðuneytisins á þessu sviði.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Með þessari skipan er stuðlað að gegnsærri stjórnsýslu á þessu sviði en áður hefur verið.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Varnarmálafrumvarpið tekur einnig af skarið um það, hvernig staðið skuli að lokalið yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 26. september 2006, þar sem segir, að gerðar verði ráðstafanir til að lesa úr öllum merkjum frá ratsjárstofnun, sem þýðingu hafa varðandi eftirlit með flugvélum í lofthelgi Íslands.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Varnarmálastofnun annast rekstur íslenska loftvarnakerfisins, þar á meðal fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva Atlantshafsbandalagsins hérlendis. Með því er hinn hernaðarlegi þáttur þeirrar starfsemi í þágu NATO áréttaður.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í ræðu, sem ég flutti um ábyrgð okkar Íslendinga á eigin vörnum og öryggi hinn 29. mars 2007 sagði ég meðal annars:</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>„Ég tel, að eftirlit með þessum merkjum [þ.e. ratsjármerkjunum] eigi annars vegar að vera hjá flugumferðarstjórum og hins vegar þeim, sem manna vaktstöðina við Skógarhlíð auk þess sem þau séu send inn í eftirlitskerfi NATO. Með öllu er óþarft að halda úti sérstakri vaktstöð vegna þeirra merkja, sem aflað er með tækjum ratsjárstofnunar.“</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Engin ákvæði í þessu frumvarpi útiloka, að staðið verði að þessu eftirlit á þennan veg, þegar það er orðið að lögum.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í frumvarpinu er byggt á þeirri meginreglu, að varnarmálastofnun og starfsmenn hennar annist öll samskipti við NATO og sjái um að taka á móti og miðla upplýsingum inn í eftirlitskerfi bandalagsins um hernaðarlega tengd málefni. Þessir starfsmenn annast einnig rekstur og viðhald tækja og búnaðar ratsjár- eða loftvarnakerfisins. Þeir eru hins vegar ekki hermenn og geta því ekki farið í spor þeirra verði kerfið virkjað til átaka. Verði það gert, þarf að kalla til erlenda, herþjálfaða menn.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Frumvarpið mælir fyrir um samstarf varnarmálastofnunar við önnur stjórnvöld, stofnanir eða opinber hlutafélög, sem hafa með höndum verkefni, sem tengjast starfssviði varnarmálastofnunar, samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðherra.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í greinargerð frumvarpsins segir, að frumvarpið útiloki ekki „að stofnað verði til samstarfs milli stofnana, sem starfa á grundvelli ákvæða þess, og borgaralegra stofnana íslenska ríkisins, sem vinna að gæslu almannaöryggis. Yrði þar um gagnsæja samninga milli stofnana að ræða.“</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Þarna er í raun lýst sama fyrirkomulagi og býr að baki vaktstöð siglinga, sem starfar við Skógarhlíð, en starfsemi hennar byggist á samningi milli samgönguráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis um samhæfingu krafta í því skyni að styrkja almennt öryggi landsmanna og þeirra, sem eru á siglingu í nágrenni landsins.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Hið sama á að gera með samningum til að styrkja öryggi þeirra, sem ferðast í lofti yfir landinu og í nágrenni þess. Liggur í augum uppi að samhæfa eigi mannafla og tækjabúnað í landinu í því skyni, enda spillir það á engan hátt fyrir því, að nauðsynlegum upplýsingum sé miðlað inn í loftvarnakerfi NATO samkvæmt þeirri skipan, sem lýst er í frumvarpinu.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Ég ætla ekki að fara yfir einstakar greinar frumvarpsins en vil þó vekja athygli á því, að þar er lagt til, að embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli verði alfarið úr sögunni.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Hinn 1. janúar 2007 var embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum stofnað og fer það með yfirstjórn lögreglu á Suðurnesjum og á flugvallarsvæðinu, þar á meðal í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli er hins vegar áfram getið í nokkrum lögum en verði frumvarpið samþykkt hverfa þær tilvísanir.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir sérstöku öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli. Ég er þeirrar skoðunar, að varnarmálastofnun eigi að semja um gæslu þess svæðis við lögreglustjórann á Suðurnesjum og embætti hans eigi að hafa óskorað forræði allra borgaralegra öryggismála á flugvallarsvæðinu. Forðast ber flóknar boðleiðir, þegar öryggisgæsla er annars vegar og öllum er okkur ljóst, hve miklu skiptir, að hún sé skilvirk á Keflavíkurflugvelli.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Utanríkisráðherra fól fyrir nokkru sérstökum starfshópi að gera hættumat fyrir Ísland og situr hann enn að störfum. Hópurinn kom til kynningarfundar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hinn 13. desember síðastliðinn og lagði ég fyrir hann ítarlega skýrslu um víðtækar öryggisráðstafanir hér á landi og er hún aðgengileg á vefsíðu ráðuneytisins.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í skýrslunni er gerð grein fyrir hlut öryggisstofnana ríkisins á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins við gæslu öryggis lands og þjóðar.</span> <span>Í því efni legg ég áherslu á, að þessum stofnunum sé tryggt nægilegt afl og heimildir til nauðsynlegra aðgerða. Þær eigi með sér gott samstarf og unnt sé að samhæfa stjórn aðgerða eftir eðli þeirra hverju sinni. Þá geti stofnanirnar átt öflugt og milliliðalaust samstarf við sambærilegar erlendar stofnanir.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Varnarmálafrumvarpið takmarkar ekki umboð dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til þess að leiða borgaralegar öryggisstofnanir með þessi markmið að leiðarljósi.</span></p> <p style="text-align: center;"><span>*</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Allsherjarnefnd alþingis hefur nú til meðferðar frumvarp mitt til laga um almannavarnir, þar sem mælt er fyrir um nýskipan þeirra mála með öryggis- og almannavarnaráði og samhæfingar- og stjórnstöðinni við Skógarhlíð.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Alþingi hefur nýlega samþykkt lög um nýskipan löggæslumála og Landhelgisgæslu Íslands en í báðum tilvikum var tekið mið af nýjum og breyttum aðstæðum eins og gert er með frumvarpi því til varnarmálalaga, sem hér er til umræðu.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Alþjóðlegt samstarf öryggisstofnana á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er mikið og vaxandi. Þetta samstarf byggist allt á því, að um borgaralegar stofnanir er að ræða. Hið alþjóðlega samstarf, sem mælt er fyrir um í frumvarpinu, sem hér er til umræðu, snýst um hernaðarlega þætti.</span></p> <p style="text-align: center;"><span>*</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Ég tel, að hér á Norður-Atlantshafi sé nauðsynlegt að huga að öryggismálum á annan veg en gert hefur verið á þeim tæpu tveimur áratugum, sem liðnir eru frá lyktum kalda stríðsins.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Þar eru tveir meginþættir, sem koma til álita:</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í fyrsta lagi auðlindanýting fyrir norðan heimskautsbaug og flutningur verðmæta þaðan á siglingaleiðum beggja vegna Íslands.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í öðru lagi endurkoma rússneskra sprengjuflugvéla frá Kólaskaganum suður Norður-Atlantshaf allt til Danmerkur og Hollands og umhverfis Ísland.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Við fyrri breytingunni vegna auðlindanýtingar á að bregðast með borgaralegum öryggisráðstöfunum.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Við seinni breytingunni á að bregðast með hernaðarlegum ráðstöfunum. Í því sambandi er athyglisvert að kynna sér sjónarmið norskra stjórnvalda. Hinn 7. janúar sl. flutti Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, stefnuræðu í Oslo Militær Samfund.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Hún sagði, að nauðsynlegt væri að huga vel að hlutverki NATO og móta þyrfti bandalaginu ný strategísk markmið. Nefndi hún í því sambandi viðfangsefni, sem Norðmenn mundu huga að sérstaklega á næstu árum.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Það þyrfti meðal annars að endurskilgreina áherslur NATO og efla styrk þess og aðgerðir í aðildarríkjunum og nágrenni þeirra. Hætta væri á því, að NATO væri að fjarlægjast aðildarríkin vegna aðgerða utan eigin svæðis.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Nefndi ráðherrann dæmi um það, sem mætti gera og sagði: „Við erum nú að þróa víðtækt samstarf nokkurra NATO-landa um eftirlit og öryggisgæslu á Íslandi og umhverfis landið. Hér erum við í raun að tala um risastórt svæði á Noregshafi og Norður-Atlantshafi. Við viljum, að NATO láti meira að sér kveða við þetta verkefni. Það mundi ekki aðeins stuðla að viðbúnaði og stöðugleika á þessu stóra svæði. Það mundi einnig gera bandalagið sýnilegra í okkar heimshluta.“</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Ég tek undir þetta sjónarmið norska varnarmálaráðherrans. Það á að nýta hinar breyttu hernaðarlegu aðstæður hér og á Norður-Atlantshafi til að virkja sameiginlega NATO-krafta betur. Atlantshafsbandalagið stendur ekki undir nafni, ef það helgar sig ekki öryggisgæslu á Atlantshafi, hafinu, sem tengir Evrópu og Norður-Ameríku. Án öflugra Atlantshafstengsla verður Atlantshafsbandalagið að engu.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Við Íslendingar höfum frá upphafi Atlantshafsbandalagsins lagt okkar af mörkum til að bandalagið geti tryggt öryggi og stöðugleika í okkar heimshluta. Þetta frumvarp, sem hér er til umræðu, markar rammann utan um það, hvernig íslensk stjórnvöld ætla að gera það áfram með virkum tengslum við öryggiskerfi NATO og þátttöku í hernaðarlegu og pólitísku samstarfi bandalagsríkjanna.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-12-14 00:00:0014. desember 2007Dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti skýrslu um víðtækar öryggisráðstafanir hér á landi fyrir starfshópi um hættumat

<P></P> <P>Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti hinn 13. desember starfshópi utanríkisráðherra um hættumat fyrir Ísland skýrslu um víðtækar öryggisráðstafanir hér á landi.</P> <P><p align="justify">Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti hinn 13. desember starfshópi utanríkisráðherra um hættumat fyrir Ísland skýrslu um víðtækar öryggisráðstafanir hér á landi.<br /> <br /> Í skýrslunni er gerð grein fyrir hlut stofnana ríkisins við gæslu öryggis lands og þjóðar en öryggisstofnanir ríkisins starfa á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.</p> <p align="justify">Í skýrslunni er gerð grein fyrir aðgerðum af hálfu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins við framkvæmd aðgerða á innlendum vettvangi í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september 2006 um nauðsynlegar ráðstafanir vegna brottfarar bandaríska varnarliðsins á síðasta ári.</p> <p align="justify">Þá er gerð grein fyrir hlutverki og markmiðum löggæslu og öryggisstofnana ríkisins. Til að gegna hlutverki sínu leggur dóms- og kirkjumálaráðherra áherslu á eftirfarandi meginatriði:</p> <ul> <li>Styrk löggæslu- og öryggisstofnana.</li> <li>Samstarf og samhæfða stjórn aðgerða.</li> <li>Öflugt alþjóðasamstarf við löggæslu- og öryggisstofnanir.</li> </ul> <p align="justify">Að lokum er í skýrslunni gerð ítarleg grein fyrir alþjóðlegu öryggissamstarfi á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og stofnana þess og viðamiklum verkefnum sem eru í vinnslu á sviði öryggismála.</p> <p>Sjá skýrsluna <a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir/Vidtaekar_oryggisradstafanir.pdf">hér</a> (pdf)</p>

2007-11-27 00:00:0027. nóvember 2007Dóms- og kirkjumálaráðherra flutti erindi í Harvard-háskóla

<p>Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti í gær erindi um loftslagsbreytingar og hlut Íslands í öryggismálum á Norður-Atlantshafi í <a href="http://www.belfercenter.org/">Belfer Center</a> í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Að loknu erindinu tók ráðherrann þátt í málstofu um viðfangsefnið.</p> <p>Í máli sínu ræddi dóms- og kirkjumálaráðherra um vaxandi hlutverk borgaralegra stofnana, lögreglu og landhelgisgæslu, við öryggisgæslu á sjó og landi. Ekki væri skynsamlegt að beita herflota við að gæta öryggis á siglingaleiðum eða til að leysa úr deilum um yfirráð á Norðurpólnum.</p> <p>Ráðherrann ræddi brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi og taldi hana bera vott um skammsýni með hliðsjón af miklum hagsmunum Bandaríkjamanna af því að fyllsta öryggis sé gætt á siglingaleiðum olíu- og gasflutningaskipa. Hann hvatti til þess að samstarf yrði aukið milli landhelgis- og strandgæslna á N-Atlantshafi.</p> <p>Í dag mun dóms- og kirkjumálaráðherra heimsækja stöð bandarísku strandgæslunnar í Boston en hún starfar í nánum tengslum við Landhelgisgæslu Íslands.</p>

2007-11-16 00:00:0016. nóvember 2007Nýjar kröfur til réttarkerfisins

<p align="center"><strong><span>Nýjar kröfur</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>til réttarkerfisins</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Aðalfundur Dómarafélags Íslands,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>16. nóvember 2007.</span></strong></p> <p><span></span></p> <p align="justify"><span>Nýlega var ég á ferð í Tékklandi og sat þar fundi með tveimur ráðherrum, innanríkisráðherra og dómsmálaráðherra.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span><span>Við innanríkisráðherrann ræddi ég Schengen-samninginn og væntanlega framkvæmd hans gagnvart Tékklandi.<span>&nbsp;</span> Er þess beðið með mikilli eftirvæntingu í landinu, að landamæraeftirlit verði afnumið.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span><span>Þegar kom að öðrum samstarfsmálum Tékklands og Íslands á verksviði okkar, vorum við sammála um, að fara yrði hægt á þeirri braut, sem mótuð hefur verið og miðar að því að samræma refsirétt og réttarvörslu Evrópusambandsríkjanna. Þar væri farið inn á svið, sem kynni að snerta djúpar rætur evrópskra samfélaga.</span></p> <p align="justify"><span>Minntist ég í því efni umræðna á þingi síðastliðinn vetur, þegar rætt var um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Í frumvarpi mínu um það efni, sem samið var af Ragnheiði Bragadóttur prófessor, var lögð áhersla á, að við lagabreytingar í refsirétti yrði að taka mið af þróun landsréttar, dómaframkvæmd og hefðum en ekki mætti gleypa lausnir annarra þjóða hráar.</span></p> <p align="justify"><span>Vissulega tökum við mið af alþjóðlegri þróun og nú í vikunni lagði ég til dæmis fram frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum, sem er samið af refsiréttarnefnd, og tekur mið af þremur alþjóðasamningum, Palermó-samningnum, sem gerður var undir merkjum Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðssamningum gegn mansali annars vegar og gegn hryðjuverkum hins vegar.</span></p> <p align="justify"><span>Ef tekið er mið af umræðum hér á landi um kynferðisbrot, hefur athyglin ekki síst beinst að niðurstöðum dómstóla. Mikla athygli vakti ekki alls fyrir löngu, þegar <em>Morgunblaðið</em> birti andlitsmyndir hæstaréttardómara á forsíðu sinni til að árétta andúð sína á því, að ekki hefði verið felldur nægilega þungur dómur í kynferðisbrotamáli.</span></p> <p align="justify"><span>Ég fann að þessum uppslætti blaðsins en hann endurspeglar viðhorf margra, sem telja almenningsálit og<span>&nbsp;</span> jafnvel álit dómsmálaráðherra jafngilda fyrirmælum til dómara um að fella þyngri dóma. Miðað við þau bréf, sem ég fæ um nauðsyn þess að þyngja dóma, undrast ég í senn refsigleði bréfritara og litla þekkingu á grundvallarþáttum stjórnskipunarinnar.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef áður vakið máls á því hér á þessum vettvangi, að dómstólaráð eigi að taka til gaumgæfilegrar athugunar, hvort ekki sé ástæða fyrir það að efla fjölmiðlakynningu í þágu dómstólanna. Fræða almenning um þau meginsjónarmið, sem dómarar eiga að hafa í heiðri og eftir hvaða leiðum þeir komast að niðurstöðu. Festi sú skoðun rætur meðal almennings, að dómstólar taki ekki nógu hart á þeirri tegund afbrota, sem vekur mestan ótta á líðandi stundu, getur það hæglega dregið úr alhliða trausti á dómstólum.</span></p> <p align="justify"><span>Í viðræðum mínum við tékkneska dómsmálaráðherrann lét hann í ljós áhuga á að fræðast um skipan dómsmála hér á landi. Tékkar væru að velta fyrir sér endurbótum á dómstólakerfinu hjá sér. Þætti ýmsum stjórnmálamönnum dómarar vera að fikra sig um of inn á verksvið löggjafarvaldsins og hefði Vaclav Klaus, forseti Tékklands, gagnrýnt dómstólavæðinguna.</span></p> <p align="justify"><span>Skildist mér, að af hálfu stjórnvalda hefði verið hafinn undirbúningur að því að dómarar yrðu skyldaðir til að fara í endurmenntun til að tryggja, að þeir væru með á nótunum, þegar að því kæmi að fjalla um nýja löggjöf. Væri þetta ekki síst brýnt vegna hinna miklu þjóðfélagsbreytinga í landinu.</span></p> <p align="justify"><span>Dómarar hefðu á hinn bóginn ekki sætt sig við þessa stjórnvaldsákvörðun og hefði hún verið kærð til tékkneska stjórnlagadómstólsins. Hann hefði síðan komist að þeirri niðurstöðu, að stjórnvöld hefðu enga heimild til að gera kröfur um endurmenntun á hendur dómurum &ndash; með slíkum kröfum væri einfaldlega vegið að sjálfstæði dómara.</span></p> <p align="justify"><span>Mér þótti, að í þessari frásögn endurspeglaðist kunn togstreita milli hinna þriggja þátta ríkisvaldsins. Dómarar væru gagnrýndir fyrir að seilast of langt inn á svið löggjafans en ákvörðun framkvæmdavaldsins um nýjar menntunarkröfur til dómara, væri talin brjóta í bága við stjórnarskrána.</span></p> <p align="justify"><span>Ég rifja samtöl mín í Tékklandi upp hér til að minna á alþjóðavæðingu á þessum sviðum eins og öðrum og hve mikilvægt er fyrir alla að fylgjast með og halda í við hinar öru breytingar í samtímanum, hvort sem er á heimavelli eða alþjóðlegum.</span></p> <p align="justify"><span>Við, sem sitjum á þingi, erum minnt á það á fjögurra ára fresti, að nauðsynlegt sé fyrir okkur að tryggja hljómgrunn fyrir skoðanir okkar og stefnu meðal þjóðarinnar. Takist það ekki náum við ekki kjöri.</span></p> <p align="justify"><span>Í upphafi nýs þings bætast nýir þingmenn í hópinn. Þetta gerðist nú í vor og leyfi ég mér að fullyrða, að mörgum þeirra bregður nokkuð, þegar þeir kynnast vinnubrögðum á alþingi. Þeim finnst jafnvel eins og þeir fari áratugi aftur í tímann eða starfshættirnir séu síst til þess fallnir að ná markvissum árangri.</span></p> <p align="justify"><span>Það er gagnlegt fyrir okkur, sem setið höfum lengi á þingi, að fá nýtt fólk í hópinn og í vor komu óvenju margir nýir á þing. Verður forvitnilegt að sjá, hvernig þessu nýja fólki tekst að breyta vinnubrögðum og laga þau að nýjum kröfum. Ég tel, að svipuð þáttaskil og nú urðu með endurnýjun þingmanna hafi orðið eftir kosningarnar 1991 en síðan höfum við lifað mesta breytingaskeið Íslandssögunnar.</span></p> <p align="justify"><span>Hraði breytinganna hefur verið svo mikill, að allar þrjár greinar ríkisvaldsins eiga fullt í fangi með að fylgja þeim eftir. Á það ekki síst við þá aðila, sem halda uppi eftirliti með þróun hins frjálsa viðskiptalífs og hvers kyns fjármálaumsvifa. Við það eftirlit duga aðferðir gærdagsins alls ekki lengur.</span></p> <p align="justify"><span>Alþjóðavæðing viðskiptalífsins krefst þess, að ríkt tillit sé tekið til alþjóðasamninga á sviði einkamálaréttar. Unnið er að endurnýjun slíkra samninga eins og til dæmis Lúganó-samningsins en ritað var undir hann í nýjum búningi fyrir skömmu.</span></p> <p align="justify"><span>Í mars á þessu ári skilaði Evrópunefnd áliti og hvatti til virkari þátttöku stjórnarráðs og alþingis við gæslu íslenskra hagsmun í Evrópusamstarfinu. Forseti EFTA-dómstólsins hefur lýst yfir því í <em>Tímariti lögfræðinga,</em> að EES-samningurinn sé yfirþjóðlegur, þvert á niðurstöðu íslenskra sérfræðinga.</span></p> <p align="justify"><span>Alþingi, ríkisstjórn og dómstólum er nauðsynlegt að líta í eigin barm og endurmeta stöðu sína í ljósi þessara miklu breytinga.</span></p> <p align="justify"><span>Nýlega var birt á netinu handbók um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa. Var handbókin samvinnuverkefni forsætisráðuneytis, dóms- og kirkjumálaráðuneytis og skrifstofu alþingis.</span></p> <p align="justify"><span>Handbókinni er ætlað að stuðla að því, að vel verði vandað til lagasetningar. Ábendingar um nauðsyn betri vinnubragða á því sviði hafa komið frá umboðsmanni alþingis og í skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 1999 um starfsskilyrði stjórnvalda var nauðsyn þessa áréttuð og bent á, að huga þyrfti betur að undirbúningi lagasetningar í stjórnarráðinu.</span></p> <p align="justify"><span>Niðurstaðan nú er að gefa út handbók í samvinnu stjórnarráðsins og skrifstofu alþingis sem veitir leiðbeiningar um smíði laga og frágang frumvarpstexta.<span>&nbsp;</span> Framkvæmdavald og löggjafarvald hafa á þennan hátt lagst á eitt til að stuðla að vandaðri löggjöf.</span></p> <p align="justify"><span>Fjölmargir alþjóðasamningar hafa að geyma sérstök ákvæði um eftirlit með framkvæmd samninganna. Á þetta við um mannréttindasamninga og eins sérhæfðari samninga til dæmis samninga til að sporna við spillingu. Eftirlitið felst í því að sérstakar nefndir skoða löggjöf aðildarríkis og meta, hvort hún fullnægi skuldbindingum samkvæmt alþjóðasamningnum. Oftar en ekki er niðurstaða þessara eftirlitsnefnda sú, að bæta þurfi í íslenska löggjöf sérákvæði um refsiverða háttsemi, eða að löggjöf þurfi að vera ítarlegri um einhver atriði.</span></p> <p align="justify"><span>Frumvarp mitt um breytingu á almennum hegningarlögum, sem nú er komið til allsherjarnefndar alþingis, tekur meðal annars mið af ábendingum nefndar Evrópuráðsins gegn spillingu og alþjóðlegrar nefndar gegn peningaþvætti. Þar er til dæmis gert ráð fyrir því, að ákæruvaldið geti lagt fyrir dómara að kveða upp úr um, hvort aðila máls eða honum nákomnum skuli gert skylt að sanna, að eigna hafi verið aflað á lögmætan hátt. Byggist þessi krafa um öfuga sönnunarbyrði á alþjóðlegri réttarþróun, en hún hefur þegar fest rætur í Danmörku og Noregi.</span></p> <p align="justify"><span>Norræn lagahefð er um margt sérstök, og byggist á því, að réttarheimildir séu ekki einungis bundnar við hinn ritaða lagatexta heldur sé einnig hægt að styðjast við greinargerðir eða önnur lögskýringargögn. Löggjafinn lætur sem sagt öðrum handhöfum ríkisvaldsins eftir að túlka það rúm, sem skilið er eftir í almennt orðuðum lagatexta.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar dómstólar ákveða að fylla í skörðin, kemur hin framsækna lagatúlkun gjarnan til sögunnar. Ég hef varað eindregið við því, að dómstólar taki sér <span>&nbsp;</span>löggjafarvald, eða að alþingi láti þeim það í hendur.</span></p> <p align="justify"><span>Öllum er tamt að tala um spennu í samskiptum framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Framkvæmdavaldið hafi fært sig of mikið upp á skaptið gagnvart löggjafarvaldinu. Það er ekki síður ástæða til að velta því fyrir sér, hvort dómstólar séu að þokast um of inn á verksvið löggjafans.</span></p> <p align="justify"><span>Alþingi getur brugðist við þessari þróun með því að binda hendur dómara með nákvæmari lögum. Aukin sérhæfing getur einnig kallað á ítarlegri lagatexta. Af löggjafanum er krafist, að hann setji reglur um sífellt flóknari viðfangsefni. Samkeppnislöggjöfin er til dæmis réttarsvið í örri þróun, einkum vegna áhrifa frá Evrópuréttinum.</span></p> <p align="justify"><span>Í Evrópurétti hefur einkum verið fjallað um álitaefni tengd einkamálarétti. Evrópuvæðing refsiréttarins er hafin og frá Brussel munu á næstu misserum berast meiri kröfur í þeim efnum en áður. Schengen-rétturinn er orðin sérstök grein innan lögfræðinnar, sem lítið hefur verið sinnt fræðilega, en mun segja til sín af æ meiri þunga.</span></p> <p align="justify"><span>Allt krefst þetta aukinnar sérhæfingar innan lögfræðinnar. Gildi hinna stóru starfsstöðva lögmanna felst í því, að þar njóta menn á einum stað styrks af sérhæfingu hvers og eins. Stórum lögmannsstofum fjölgar hér á landi og alþjóðatengsl þeirra verða æ viðameiri.</span></p> <p align="justify"><span>Ástæða er til að velta því fyrir sér, hvernig bregðast eigi við þessari þróun á vettvangi dómstólanna. Spyrja má, hvort brotthvarfið frá sérdómstólum yfir í almenna dómstóla, hafi verið heillavænlegt í ljósi þessara breytinga. Án þess að ég ætli að taka upp þráðinn frá Tékklandi og krefjast endurmenntunar dómara, er ég viss, um að sérhæfing og sérmenntun dómara myndi frekar auka traust almennings í garð dómstóla en rýra það. <span>&nbsp;</span>Hvet ég Dómarafélag Íslands að taka til umræðu, hvort sérdómstólar eigi að nýju rétt á sér hér á landi.</span></p> <p align="justify"><span>Frumvarp til nýrra laga um meðferð sakamála verður lagt fram á alþingi næstu daga. Frumvarpið var samið af réttarfarsnefnd og kynnt opinberlega í september á síðasta ári auk þess að vera aðgengilegt á vefsíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Þetta er mikill bálkur og er þingskjalið rúmar 200 blaðsíður að lengd.</span></p> <p align="justify"><span>Við framsögu um frumvarpið mun ég leggja áherslu á, að allsherjarnefnd alþingis gefi sér rúman tíma til að fara yfir þetta viðamikla mál og kalli sem flesta á fund til sín til að kynnast viðhorfum þeirra, sem hafa reynslu og þekkingu á þessu mikilvæga réttarsviði.</span></p> <p align="justify"><span>Ráðuneyti og réttarfarsnefnd eru sammála um frumvarpið og í meðferð málsins frá því að það var kynnt hefur meðal annars verið fallið frá upphaflegum ákvæðum, þar sem gert var ráð fyrir fjölgun meðdómara í sakamálum. Dómstólaráð taldi, að þær tillögur yrðu erfiðar í framkvæmd og á liðnu vori kynnti ráðið mér hugmyndir um millidómstig.</span></p> <p align="justify"><span>Ég taldi hins vegar of viðamikið að ætla bæði að breyta skipulagi ákæruvaldsins og dómskerfisins í tengslum við þetta frumvarp. Niðurstaðan varð því sú að fella niður kröfuna um fjölgun meðdómara en setja á laggirnar nefnd, sem fjalli um það, hvernig tryggja megi best milliliðalausa sönnunarfærslu við meðferð sakamála. Einkum veiti nefndin álit sitt á því, hvort setja eigi á fót millidómstig, þar sem eingöngu verði leyst úr sakamálum.</span></p> <p align="justify"><span>Ekki hefur verið tímabært að leita tilnefninga í nefndina fyrr en nú, þegar sér fyrir endann á meðferð ríkisstjórnar og þingflokka hennar á frumvarpinu um meðferð sakamála. Verður leitað eftir því við dómstólaráð, ríkissaksóknara og lögmannafélagið að tilnefna menn í nefndina undir formennsku fulltrúa ráðuneytisins og hún ljúki störfum fyrir 1. maí 2008.</span></p> <p align="justify"><span>Umræður um nauðsyn milliliðalausrar sönnunarfærslu spretta af ábendingum frá Mannréttindadómstóli Evrópu og eru enn til marks um alþjóðavæðinguna á þessu sviði.</span></p> <p align="justify"><span>Annað nýmæli, sem vel er þekkt erlendis, er að <span>&nbsp;</span>ryðja sér rúms hér á landi og er það svonefnd sáttamiðlun en innan dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hefur verið unnin stefnumótunarvinna á því sviði.</span></p> <p align="justify"><span>Ég fagna því frumkvæði dómstólaráðs að vekja áhuga dómara á sáttamiðlun en eins og dómarar vita hefur ráðið fengið norska dómara til að efna til námskeiða um þessa aðferð til að leiða ágreining til lykta. Gaf ráðið út sérstaka tilkynningu um sáttamiðlun fyrir dómi í einkamálum í apríl síðastliðnum.</span></p> <p align="justify"><span>Ráðuneytið veit um áhuga Lögmannafélags Íslands á málinu og einnig Sýslumannafélags Íslands og í viðræðum við sýslumenn hefur meðal annars verið hugað að því að virkja 107. gr. einkamálalaganna en samkvæmt henni getur dómari orðið við ósk aðila um að vísa sáttaumleitunum í máli til sýslumanns.</span></p> <p align="justify"><span>Lögreglustjórn sýslumanna er víða úr sögunni og á líklega enn eftir að minnka en engu að síður gegna þeir allir mikilvægu hlutverki hver á sínum stað, sem enn gæti vaxið með auknum verkefnum í tengslum við sáttamiðlun.</span></p> <p align="justify"><span>Félagið Sátt hefur unnið að framgangi sáttamiðlunar á sviði einkamálaréttar en á sviði refsiréttar hefur ráðuneytið beitt sér fyrir framgangi sáttamiðlunar, fyrst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einnig víðar um landið.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vænti þess, að setja þurfi sérstök lagaákvæði um þessa nýbreytni, þegar reynsla hefur fengist af henni, en að sjálfsögðu er þess gætt, að ekkert skref sé stigið án lögheimilda. Meðal álitaefna er, hvort veita eigi sáttamiðlurum einhvers konar löggildingu.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef hér farið yfir þau mál, sem mér eru efst í huga, þegar ég fæ enn á ný tækifæri til að ávarpa aðalfund Dómarafélags Íslands.</span></p> <p align="justify"><span>Ég þakka félaginu gott samstarf á liðnu ári og óska því og dómurum velfarnaðar. Öll stefnum við að sama marki, að festa íslenskt réttarríki enn betur í sessi og að tryggja að réttarkerfið standist þær kröfur, sem til þess eru gerðar.</span></p> <br /> <br />

2007-11-13 00:00:0013. nóvember 2007Ritað undir samning um nýjan fjarskiptabúnað fyrir Vaktstöð siglinga

<p>Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Kristján Möller samgönguráðherra, Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, og Peter Haberl frá austurríska fyrirtækinu Frequentis, rituðu í dag undir samning, sem gerður var fyrir tilstilli Ríkiskaupa, um nýjan fjarskiptabúnað fyrir Vaktstöð siglinga við Skógarhlíð.&nbsp;</p> <p>Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Kristján Möller samgönguráðherra, Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, og Peter Haberl frá austurríska fyrirtækinu Frequentis, rituðu í dag undir samning, sem gerður var fyrir tilstilli Ríkiskaupa, um nýjan fjarskiptabúnað fyrir Vaktstöð siglinga við Skógarhlíð. Af því tilefni flutti dóms- og kirkjumálaráðherra eftirfarandi ávarp:</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>Nýr fjarskiptabúnaður fyrir Vaktstöð siglinga</strong></p> <p><strong>Undirritun samnings</strong></p> <p><strong>í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð.</strong></p> <p><strong>13. nóvember, 2007.</strong></p> <p>Í Vaktstöð siglinga eru þrjár grunneiningar sem áður voru á þremur mismunandi stöðum og raunar fleiri fyrr á árum.</p> <p>Þessar grunneiningar eru tilkynningarskylda íslenskra skipa, strandastöðvaþjónustan og stjórnstöð landhelgisgæslunnar.</p> <p>Tilkynningaskylda íslenskra skipa sem var hjá Slysavarnafélagi Íslands og síðar Slysavarnafélaginu Landsbjörgu fluttist í fjarskiptamiðstöðina í Gufunesi fyrir tæplega 10 árum og var starfsemin þar við hlið strandastöðvaþjónustunnar sem smá saman tók við fjarstýringu&nbsp; sex strandastöðva, eftir að þær urðu sjálfvirkar.&nbsp;</p> <p>Mjög náin samskipti voru milli þessara eininga og stjórnstöðvar landhelgisgæslunnar og því hafði oft verið rætt um að mikil hagræðing og aukið öryggi gæti skapast við að sameina alla þessa öryggisaðila undir sama þaki og innan sömu stöðvar.&nbsp; Það markmið náðist með Vaktstöð siglinga fyrir rúmum þremur árum í krafti nýrra lagaávkæða og samninga um starfsemi hennar.</p> <p>Í Vaktstöð siglinga hefur verið komið á saumlausum samskiptum mikilvægra&nbsp; öryggisaðila sem áður störfuðu hver á sínum stað en eiga sameiginlegt að vera mikilvægir þættir í öryggiskerfi sjófarenda við strendur Íslands.&nbsp; Tækjabúnaður, þekking og reynsla hafa verið sameinuð í öflugri einingu til&nbsp; þjónustu við sjófarendur, sjóbjörgunarsveitir og aðra sem þurfa á þjónustu hennar að halda.&nbsp;</p> <p>Dýr tækjabúnaður er samnýttur og áhersla hefur verið lögð á&nbsp; að uppræta allan tví- eða jafnvel þríverknað.&nbsp; Samskipti og þjónusta hafa verið einfölduð hvort heldur við erlenda eða innlenda sjófarendur.&nbsp; Innan Vaktstöðvar siglinga er tekið við boðum frá sjófarendum og þeim miðlað til viðeigandi aðila innan íslenska stjórnkerfisins og er ferlið eitt hið&nbsp; einfaldasta og markvissasta sem þekkist í heiminum. Hafa ýmis erlend stjórnvöld kynnt sér það undanfarin ár í leit að góðri fyrirmynd til þess í senn að auka öryggi og bæta þjónustu</p> <p>Vaktstöð siglinga byggist á samstarfi tveggja ráðuneyta, þ.e. samgönguráðuneytis og dómsmálaráuneytis. Tvær ríkisstofnanir, siglingastofnun og landhelgisgæslan ásamt Neyðarlínunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru aðilar að samstarfsamningi um rekstur stöðvarinnar.&nbsp; Leyfi ég mér að fullyrða, að samstarfið hafi gengið mjög vel og hefur starfsemi Vaktstöðvar siglinga þróast og dafnað á einstakan hátt, frá því að við þáverandi samgönguráðherra vorum hér í mars 2004 og rituðum undir samning um stofnun hennar.</p> <p>Til þess að Vaktstöð siglinga geti gegnt mikilvægu hlutverki sínu þurfa tæki og kerfi hennar að geta þjónað sjófarendum og öðrum viðskiptavinum stöðvarinnar sem best og öruggast.&nbsp;</p> <p>Fjarskiptabúnaður strandastöðvahluta stöðvarinnar er orðinn margra áratuga gamall og úr sér genginn.&nbsp; Stór hluti hans hefur verið á Rjúpnahæð í landi Kópavogs en ljóst hefur verið undanfarin ár að þaðan yrði að flytja vegna íbúðabyggðar.&nbsp;</p> <p>Undanfarið hefur verið unnið að því að endurnýja búnaðinn og nú hefur verið samið við&nbsp; austuríska fjarskiptafyrirtækið Frequentis. Fyrirtækið mun tryggja Vaktstöð siglinga ný fjarskiptakerfi strandastöðvanna, hafa umsjón með uppsetningu&nbsp; hins nýja búnaðar og þjálfa starfsmenn í notkun hans.</p> <p>Frequentis fjarskiptabúnaðurinn og stýrikerfi hans standast allar alþjóðlegar skuldbindingar og kröfur, sem eru gerðar til fjarskiptabúnaðar strandastöðva og sjóbjörgunarmiðstöðva, þ.e. Global Maritime Distress And Safety System (GMDSS).&nbsp; Stýrikerfið auðveldar samhæfingu við önnur fjarskipta- og fjareftirlitskerfi Vaktstöðvar siglinga og auk þess við ratsjáreftirlitskerfi sem færi vel að starfsemi stöðvarinnar, þegar fram líða stundir.&nbsp; Fjarskiptarásum á notkunarsviði strandastöðvanna fjölgar þannig að vaktsöðin getur sinnt eða stjórnað mun fleiri aðgerðum, stórum sem smáum, en áður.&nbsp; Starfsumhverfið ætti því enn að breytast og batna og verða tæknilega eins og best verður á kosið.</p> <p>Síðar í dag mæli ég fyrir frumvarpi að nýjum almannavarnalögum á alþingi og frumvarpi til laga um samræmda neyðarsímsvörun. Við smíði frumvarpanna var tekið ríkt mið af þeirri þróun, sem hefur orðið í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð með sívaxandi samstarfi allra, sem gegna lykilhlutverki við að gæta öryggis landsmanna.</p> <p>Vaktstöð siglinga er lýsandi dæmi um hið nýja og öfluga samstarf á þessu sviði. Ég vil þakka starfsmönnum hennar gott og mikið starf. Án mikils metnaðar starfsmanna hefði ekki verið unnt að sameina&nbsp; kraftana undir merkjum Vaktstöðvar siglinga á svo árangursríkan hátt sem raun ber vitni.</p>

2007-11-12 00:00:0012. nóvember 2007Dóms- og kirkjumálaráðherra flutti erindi á ársfundi Sænsku Atlantshafssamtakanna

<p align="justify">Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hélt ræðu um íslensk öryggismál á ársfundi Sænsku Atlantshafssamtakanna í Stokkhólmi sl. föstudag, 9. nóvember. Meðal ræðumanna voru einnig Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, Steen Tolgfors, varnarmálaráðherra Svía, og John Vinocur, dálkahöfundur hjá <em>The New York Times</em>, sem áður var ritstjóri <em>The International Herald Tribune</em>.</p> <p></p> <p align="center">-----------</p> <p align="center">&nbsp;</p> <p align="center">Ræða Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra á ársfundi Sænsku Atlantshafssamtakanna:</p> <p>&nbsp;</p> <h1 align="center"><span>Recent Developments in the High North</span></h1> <h2 align="center">Swedish Atlantic Council, Stockholm, 9 November, 2007</h2> <p>&nbsp;</p> <p align="justify"><span>I should like to begin by thanking the Swedish Atlantic Council for arranging this conference and for inviting me to take part in it.</span></p> <p align="justify"><span>I see it as my role to describe strategic developments in the North Atlantic as seen from Iceland &ndash; a founding member of NATO in 1949, with a bilateral defence agreement with the United States since 1951. Iceland was the only Nordic country to allow the Americans to station their forces within its borders during the cold war, so forming a link between the United States and a Nordic security system, which at that time was called the Nordic Balance.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>US forces first arrived in Iceland in July 1941, taking over from the British Army, which had occupied the country in May 1940 in order to prevent Hitler from gaining a foothold in the North Atlantic after the occupation of Denmark and Norway.&nbsp; It was only last year, in 2006, after nearly 65 years&rsquo; continuous presence in the country, that the US Government unilaterally withdrew its forces from Iceland, leaving the 1951 defence agreement intact.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>During the cold war, the Icelandic Government kept a close watch on the growth in tension between East and West in the North Atlantic.&nbsp; This reached a peak in the mid-1980s, with the unveiling of the new US Maritime Strategy, which aroused a great deal of discussion, also here in Sweden, where the Swedish National Defence Research Agency organized a symposium in September 1987, 20 years ago, on the Changing Strategic Conditions in the High North.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Here we are once again, meeting in response to a Swedish initiative to discuss new trends in Nordic security, with a special emphasis on the Euro-Atlantic perspective on Nordic Defence Policy Cooperation, and the title of my speech is: Recent Developments in the High North.</span></p> <p align="justify"><span>Twenty years ago, it was pointed out that while the plans for attacking Soviet SSBNs in the High North attracted the widest attention, the part of the US Maritime Strategy that was of the most immediate relevance from the Nordic point of view was the one dealing with protecting the flanks; this was due to Soviet expansion in the North Atlantic.</span></p> <p align="justify"><span>At that time, some people feared that a firm response to Soviet military expansion would only result in an even more aggressive armaments policy on the part of the Soviet Union.&nbsp; We now know that one of the main reasons for the collapse of the Soviet Union was precisely the fact that it was unable to outface a resolute NATO strategy under the leadership of President Ronald Reagan.</span></p> <p align="justify"><span>For example, much was said about the need for the High North to be a nuclear-free zone, while it was doubted that Iceland could be counted as part of such a zone because there was a possibility that the United States had brought nuclear weapons into the country secretly. Now, after the withdrawal of US forces from Iceland, nothing has been found to indicate that nuclear weapons were ever kept there.</span></p> <p align="justify"><span>It is appropriate to call these details to mind now, when once again the focus is on new trends and geopolitical changes in the High North and the North Atlantic.&nbsp; We know that these changes are taking place because of the growing exploitation of gas and oil in the Barents Sea and the Arctic. And we also know that these changes call for greater preparedness in the field of security.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>General Sverre Diesen, the Norwegian Chief of Defence, has recently stressed that even though all the changes in the High North are obviously security related, &ldquo;they are at the same time very different from the strategic parameters of the cold war period, and consequently they are also different in terms of their potential for military conflict.&rdquo;</span></p> <p align="justify"><span>From his point of view, a confrontation in the Arctic would in all probability somehow be about the right to collect and exploit natural resources in the international waters and on the seabed of the polar region, be they energy or food resources &ndash; or about the command of the sea lanes of communication to and from the Arctic. A certain military presence should be maintained in the region, sending a signal about a nation&rsquo;s interests and ambitions in a given area, since a military vacuum could be misinterpreted as a lack of national interest and priority.</span></p> <p align="justify"><span>The Norwegian general stressed the need to draw a clear line between the different state agencies employed specifically for resource jurisdiction and conventional military forces. It should be kept in mind, he pointed out, that coast guards, border guards and similar organisations and agencies operate within a political, strategic and judicial framework that is different from that in which military forces operate.&nbsp; This means that there is no credible &ndash; or for that matter desirable &ndash; link between using a coastguard vessel and deploying a frigate to exercise resource jurisdiction, should the coastguard vessel prove insufficient. This would only serve to lower the threshold of legitimate intervention by military forces and would consequently play into the hands of the militarily stronger power &ndash; instead of referring the matter to be brokered in the proper international bodies and organisations. Conventional military forces should therefore be used with extreme caution, and preferably not at all, for resource management and jurisdiction purposes.</span></p> <p align="justify"><span>I agree with this analysis.&nbsp; It would not be in any state&rsquo;s interests to give occasion for military conflict in the High North; on the other hand, it is in the interests of all those who want to utilise natural resources, protect the natural environment and engage in profitable shipping operations in the region, to have in force the full security structures that are exercised by the civil authorities.&nbsp; In addition, international agreements are in force, providing a framework for the peaceful and lawful resolution of disputes concerning rights to natural resources and the continental shelf lying outside national jurisdictions.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>As Russia&rsquo;s economic strength has increased due to rises in the price of oil and gas, there has been a corresponding increase in Russian influence in the High North.&nbsp; The world&rsquo;s attention was drawn to this at the beginning of August this year when the Russian flag was planted on the seabed beneath the North Pole.&nbsp; Movements of Russian bombers have also drawn attention to the fact that what is taking place in the Kola Peninsula is no longer the decommissioning of military installations but rather their renewal and development.&nbsp; Although all this can be seen as an attempt on the part of the Kremlin to boost the confidence of the Russian people, there is a geopolitical dimension to it all which must be given further attention.</span></p> <p align="justify"><span>Russia&rsquo;s military budget has increased six-fold since the turn of the century and its intellegence has penetrated all corners of Europe according to a new study just published by the European Council on Foreign Relations.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>In this context I want to draw your attention to a statement made by the Russian Foreign Minister, Sergey Lavrov, on Russia&rsquo;s large role in the global energy sector. Last July he said in an article: &ldquo;Russia does, however, consider energy to be a strategic sector that helps safeguard independence in its foreign relations. This is understandable given the negative external reactions to Russia&rsquo;s strengthened economy and enlarged role in international affairs, in which Russia lawfully employs its newly gained freedom of action and speech. It should not be criticized by those who frown on a stronger Russia.&ldquo;&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>The Foreign Minister urged Russia, the United States and the European Union to work together to preserve the integrity of the Euro-Atlantic space in global politics, and his idea is that such a &ldquo;troika&rdquo; could &ldquo;steer the global boat into untroubled waters.&rdquo; Mr. Lavrov has also said: &ldquo;Perhaps it is time to think of a new definition of Atlanticism that does not exclude Russia.&rdquo;&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>I agree with the view that there now exist military parameters that are different from those of the cold war period.&nbsp; What the Russian foreign minister is presenting, on the other hand, is a new set of political parameters based on turning a blind eye to the existence of NATO in the North Atlantic, proposing instead a &ldquo;troika&rdquo; in which Russia would be an equal partner alongside the European Union and the United States.&nbsp; This fits in well with President Vladimir Putin&rsquo;s criticism of NATO expansion, US foreign policy and the unipolar model in his famous Munich speech last February, which called to mind some of the old Soviet tactics.</span></p> <p align="justify"><span>When Russia&rsquo;s ambassador to Iceland was asked, a few weeks ago, about the purpose of flights by Russian bombers around Iceland or along the coast of Norway down into the North Atlantic to the neighbourhood of the Faroes and Scotland, his reply was that Iceland would have to get used to this air activity, since notice of it had been given by President Putin on 17 August. It seems to be Russia&rsquo;s intention to let this air activity to become part of the normal situation in the GIUK-gap &ndash; NATO&rsquo;s front line during the cold war.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>The Arctic and the Barents Sea are fast becoming an important energy province and thus meeting a significant share of the world&rsquo;s future energy needs - in particular those of the United States.</span></p> <p align="justify"><span>Arctic shipping, with the opening of new, lucrative shipping routes -&nbsp; namely, the potential opening of the North East passage to the Pacific Ocean, and also oil and gas shipments from Russia and Norway to the United States through the Norwegian Sea, and the Greenland &ndash; Iceland &ndash; UK gap, will continue to grow. It is estimated that by 2015, a total of 500 oil tankers of 100,000 tons each will pass Iceland in each direction every year.</span></p> <p align="justify"><span>On 20 October this year, the gas tanker Arctic Princess took on its first load of 145,000 cubic meters of liquid natural gas (LNG) from the Norwegian Snohvit-field at Melköya, near Hammerfest in Northern Norway. The Arctic Princess is 288 meters long and carries the LNG at a temperature of minus 163 degrees Celsius. A full cargo load of LNG is said to be&nbsp; sufficient to cover the yearly energy consumption of all households in a city with a population of 45,000 people. Production at the new LNG plant is estimated at about 70 shiploads a year, and the gas is to be transported to Spain and the United States.</span></p> <p align="justify"><span>The US argument for its short-sighted decision to withdraw its military force from Iceland last year was its conviction that Iceland no longer faced a credible conventional military threat, since the Cold War was truly over. The Russians had at last stopped all military air deployment in the North Atlantic. In fact, there had been only one incident of fighter jets intercepting a Russian plane near Iceland since the Soviet Union ceased to exist. That incident occurred in 1999, when two Russian aircraft, based on the Kola Peninsula, practiced a missile attack over the North Atlantic.</span></p> <p align="justify"><span>Under the new US-Icelandic defence arrangement, regular US and NATO military exercises are to be conducted in Iceland. The first one took place last August. About 24 hours after the military exercise ended in Iceland, Russian bombers resumed their flights over the North Atlantic and have come close to Iceland on four occasions since then.</span></p> <p align="justify"><span>On 8 November 2007 it was announced at a NATO allocation-meeting at SHAPE headquarters in Mons, Belgium, that a three year NATO Air Policing plan from Keflavik Airport in Iceland, the former US military base area, would start early 2008 by French interceptors, being stationed for six weeks in Iceland. US aircraft would also be there in 2008, Denmark, Spain and the US would provide aircraft o in 2009 and Poland in 2010.</span></p> <p align="justify"><span>History has taught us that it is up to the United Kingdom or the United States to prevent a European continental state from expanding into the North Atlantic. The European Union has not formulated any security policy based on a North Atlantic dimension.</span></p> <p align="justify"><span>Nowhere is maritime security a more urgent matter than on energy shipping routes &ndash; and here I use the word &lsquo;security&rsquo; in the broadest sense, covering both the threat of terrorist attacks and the danger of accidents at sea. Pollution resulting from disruption of oil or gas cargoes is one of the most serious environmental threats of our times. Taking care of these security concerns is the role of civil authorities &ndash; mainly the Coast Guards of our individual nations.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Allow me briefly to give you an account of the current status of Iceland&rsquo;s defence and security arrangements.</span></p> <p align="justify"><span>As I mentioned earlier, the two most vital pillars of Iceland&rsquo;s national defence and security policy remain the bilateral Defence Agreement with the USA and our participation in NATO, but new pillars will be added, bearing in mind that Iceland can only take part in civil operations since it has no military force of&nbsp; its own.</span></p> <p align="justify"><span>One new pillar will support more substantive bilateral civil security cooperation with our closest neighbours, such as Norway, Denmark and the United Kingdom. Another new pillar will support cooperation with the European Union, based on Icelandic participation in the Schengen scheme, which is bound to become more civil-security oriented. And since Russia wants to become an Atlantic power, I wonder if yet another new pillar will be added: one supporting an entirely new endeavour involving regional consultations and cooperation on law enforcement in the North Atlantic, energy security, maritime security and maritime safety.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>The nature of collaboration on security between Iceland and the United States has undergone a substantial change. The emphasis has shifted from national defence, in the traditional sense, to civil or homeland security, in which civil institutions will be increasingly involved, i.e. collaboration with the US Coast Guard, the FBI and customs and immigration authorities. Under international regulations on safety in aviation and shipping, security in these areas is now the responsibility of the civil authorities, both in Iceland and elsewhere.</span></p> <p align="justify"><span>As Minister of Justice, responsible for Iceland&rsquo;s police, Coast Guard, civil defence, immigration and border control, I have defined three main priorities in introducing reform and modernization and addressing the need to ensure an active Icelandic contribution towards coordinated security efforts in the North Atlantic. These are:</span></p> <p align="justify"><span>·&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Increased capacity of key security institutions.</span></p> <p align="justify"><span>·&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Coordination of national&nbsp; security operations.</span></p> <p align="justify"><span>·&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; An international dimension, in particular involving collaboration between key national security institutions and their counterparts in our neighbouring countries.</span></p> <p align="justify"><span>It has been my task to restructure the police and the Coast Guard in order to take on new responsibilities. Decisions have been taken to purchase a new fixed-wing coastguard aircraft and to build a new 4,000-ton patrol vessel; both are scheduled to be operational in 2009. A collaboration agreement between the governments of Iceland and Norway aims for a joint Norwegian-Icelandic tender for specially-designed long-range search and rescue helicopters &ndash;&nbsp; two or three of them for the Icelandic Coast Guard.</span></p> <p align="justify"><span>Iceland&rsquo;s contribution towards security in the North Atlantic is of a civil nature, and therefore fits in well with the analysis by General Diesen which I referred to at the beginning of my address, in which he mentioned the division of responsibilities between different state agencies and the need to keep the threshold for military security measure relatively high in regard to questions about jurisdiction, resource management and shipping security.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>***</span></strong></p> <p align="justify"><span>I consider it of great importance to strengthen cooperation between the Nordic countries situated in the west part of the GIUK gap, i.e. the Faroe Islands, Iceland and Greenland, to ensure, to the extent possible, the safety of shipping in that area.</span></p> <p align="justify"><span>Coordination of&nbsp; defence and security efforts in our region is a vital issue.</span></p> <p align="justify"><span>Iceland and Denmark have made an agreement on close cooperation in these fields. This was signed by myself, on behalf of Iceland, and by Sören Gade, Minister of Defence, on behalf of Denmark, and covers fishing observation and reporting, pollution surveillance and the exchange of personnel.</span></p> <p align="justify"><span>Last April, Iceland signed political declarations on cooperation on security matters in the North Atlantic&nbsp;with Denmark, on the one hand, and with Norway on the other. Our civil institutions are key players in fulfilling the political intentions contained in these declarations.&nbsp; Discussions with Great Britain, Canada and Germany are in progress.</span></p> <p align="justify"><span>Furthermore, in the near future, Iceland will accede to the convention between Britain, the United States and Canada on search and rescue operations in the North Atlantic.</span></p> <p align="justify"><span>I welcome the recent establishment, at a meeting here in Sweden, of the multilateral North Atlantic Coast Guard Forum, a new maritime security and safety organization in the North Atlantic and the Arctic. The forum will provide a framework for North Atlantic coast guards to interact and cooperate.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>This could lead to all kinds of innovations in the regional context, such as a standing coastguard force in the North Atlantic and the Arctic, with member nations providing vessels and crews.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><sup><span>***</span></sup></p> <p align="justify"><span>Twenty years ago, attention was focussed on the new US Maritime Strategy and its implications for strategic conditions in the High North.&nbsp; We now know that this strategy transformed the entire situation for the better.&nbsp; Soviet military power collapsed and the Soviet fleet and air force left the region.</span></p> <p align="justify"><span>Two decades ago it cost great political effort in some of the individual NATO countries to secure support for the US Maritime Strategy, not least here in the Nordic countries, which had direct security interests to defend.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>I recall a large number of conferences on developments in the North Atlantic which led up to the formulation of the NATO policy at that time.&nbsp; It fell to the Nordic countries to draw attention to geopolitical developments and make people think about the importance of the Northern Flank.</span></p> <p align="justify"><span>Although military tension no longer dominates our analysis of the situation in the High North, it remains a matter of urgency and necessity to draw attention to what is happening in the region &ndash; in other words, on NATO&rsquo;s Northern Flank.&nbsp; We are witnessing important changes in activity, both at sea and in the air, which may affect geopolitical interests in areas extending far outside the High North.</span></p> <p align="justify"><span>There is a need to conduct a review and devise a strategy that calls on NATO and, for that matter, Nordic navies, coast guards and maritime industries, to move to a higher level of maritime collaboration in the North Atlantic for the benefit of all.</span></p> <p align="justify"><span>Such a review will help define the role of maritime forces in the North Atlantic in protecting vital interests, and a new maritime strategy will highlight the role of NATO sea power in the advancement of the vital national interests of the North Atlantic partners.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>The interests of the High North, both locally and globally, are a Trans-Atlantic issue that can only be dealt with as part of a strong and realistic security policy and maritime strategy on the part of NATO.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><u>&nbsp;</u></p> <br /> <br />

2007-10-30 00:00:0030. október 2007Dóms- og kirkjumálaráðherra flutti erindi um íslensk öryggismál í Kaupmannahöfn

<p>Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti að kvöldi mánudags 29. október erindi um íslensk öryggismál á fundi Dansk Islandsk Samfund í Kaupmannahöfn. Peter Alexa, skrifstofustjóri í danska varnarmálaráðuneytinu, flutti einnig erindi á fundinum. Klaus Otto Kappel, fyrrverandi sendiherra Dana á Íslandi, stjórnaði fundinum en honum lauk með ávarpi Svavars Gestssonar sendiherra.</p> <p><a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir/Erindi_Bj.Bj.pdf">Hér birtist erindi Björns Bjarnasonar</a></p> <br /> <br />

2007-10-20 00:00:0020. október 2007Fullnaðarvald þjóðkirkju

<p style="text-align: left;">&nbsp;</p> <h3 style="text-align: center;"> Fullnaðarvald þjóðkirkju</h3> <p style="text-align: center;"><strong><span>Kirkjuþing,</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>20. október, 2007.<br /> <br /> </span></strong></p> <p style="text-align: justify;"><span>Ég vil þakka gott og ánægjulegt samstarf við biskup Íslands og vígslubiskupa og aðra þjóna kirkjunnar á liðnu ári.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Þegar við komum hér saman á síðasta ári, kynnti ég niðurstöðu samningaviðræðna ríkis og kirkju um prestssetur og boðaði, að ég myndi flytja frumvarp til laga um staðfestingu á því, enda veitti kirkjuþing málinu brautargengi. Allt gekk þetta eftir og alþingi samþykkti frumvarpið 17. mars 2007.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Ég ætla ekki að árétta mikilvægi þessarar niðurstöðu hér. Hún hefur enn orðið til þess að auka sjálfstæði kirkjunnar og ræður hún nú öllum innri málum sínum, eins og að hefur verið stefnt allt frá því Ísland fékk heimastjórn og fyrstu lögin um samskipti ríkis og kirkju voru sett fyrir réttum 100 árum, það er árið 1907.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í aðdraganda þeirrar lagasetningar var samið frumvarp til laga um kirkjuþing fyrir hina íslensku þjóðkirkju og varð það til innan nefndar, sem skipuð var í mars 1904 til að koma fram með tillögur um „hagkvæma skipun kirkjumálanna, er veiti þjóðkirkjunni slíkt sjálfstæði og sjálfstjórn í sínum eigin málum, sem hún eftir eðli sínu og 45. gr. stjórnarskrárinnar [nú 62. gr.] á heimtingu á og þarfnast til þess að geta fullnægt ákvörðun sinni,“ eins og það er orðað í erindisbréfi nefndarinnar.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í áliti meirihluta þessarar nefndar segir meðal annars: „Vér verðum að líta svo á, að það hafi aldrei verið tilætlun löggjafans, að kirkjan skyldi vera studd og vernduð af ríkinu svo sem dauð stofnun og ómyndug, er ekki hefði neinar óskir fram að bera og ekkert skyn bæri á eigin þarfir sínar, heldur hafi það verið tilætlunin, að hið opinbera styddi og verndaði þjóðkirkjuna sem lifandi stofnun, með því að láta hana sjálfa ráða sem mestu um eigin mál.“</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Nefndarmenn veltu fyrir sér stöðu kirkjunnar gagnvart konungi og sem þjóðkirkja yrði hún að sjálfsögðu að vera háð „æðsta höfðingja ríkisins“, svo að hann hefði í höndum fullnaðarvald í stjórn kirkjumálanna ekki aðeins hinna ytri og sameiginlegu mála, heldur einnig hinna innri eða kirkjulegu sérmála. Með því að svipta konunginn þessu valdi, riði hin lúterska kirkja í bága við sína sögulegu hefð.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Kirkjan sem þjóðkirkja gæti á hinn bóginn ekki unað því, að innri málum hennar, sérmálum, sem snertu guðsdýrkun einstaklinga í safnaðarfélaginu og hið andlega líf yfirleitt, væri ráðið til lykta að henni fornspurðri ef til vill af manni, sem engin trygging væri fyrir, að bæri nægilegt skyn á þarfir hennar eða væri það nokkurt áhugamál, að hagur kirkjunnar stæði með blóma.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Hún gæti ekki unað því fyrirkomulagi, að hægt væri að neyða upp á hana ráðstöfunum snertandi innri mál hennar, sem gætu orðið henni til tjóns og til hnekkis hinu andlega lífi hennar. Þess vegna væri það ósk kirkjunnar, að hin kirkjulegu sérmál yrðu lögð undir atkvæði kirkjuþings – að kirkjunni yrði veitt samþykktarvald í sínum innri málum og þeim hvorki ráðið til lykta að kirkjunni fornspurðri, né beint á móti vilja og óskum kirkjunnar.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Nefndarmenn sögðust ekki vilja draga nein völd úr hendi alþingis, það yrði að hafa öll ytri mál þjóðkirkjunnar til meðferðar meðan hún sem þjóðkirkja stæði í sambandi við ríkið og nyti verndar og stuðnings hins opinbera. Og hvað snerti það fé, sem alþingi kynni að leggja til þjóðkirkjunnar, yrði það að álítast harðla eðlileg og réttmæt krafa, að kirkjunni sjálfri, sem þekkti best alla sína hagi, yrði þar veitt ráðstöfunarvald í líkingu við það, sem ýmsum öðrum og minni félögum væri veitt, án þess að nokkur liti svo á, sem það bryti í minnsta máta í bága við rétt fjárveitingavaldsins.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Hugmyndirnar, sem þarna er lýst, eru enn í fullu gildi, þótt þær hafi ekki dugað til þess fyrir hundrað árum, að tillagan um kirkjuþing yrði að landslögum. Það gerðist ekki fyrr en 50 árum síðar eða 21. maí 1957, að alþingi samþykkti frumvarp til laga um kirkjuþing og kom það fyrst saman á árinu 1958, eins og kunnugt er.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í janúar 1997 var efnt til aukakirkjuþings til að ræða frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar en það hafði verið nokkur ár í smíðum og byggðist meðal annars á samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar, sem kirkjueignanefndir ríkis og kirkju náðu á fundi 10. janúar 1997.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Þetta lagafrumvarp samþykkti alþingi 26. maí 1997 en höfuðforsendur þess voru að koma til móts við verulega aukningu í innra starfi kirkjunnar og styrkja stjórnsýslu á kirkjulegum vettvangi, auka sveigjanleika í starfi kirkjunnar og að bregðast við umræðum á pólitískum vettvangi um að endurskoða þurfi samband ríkis og kirkju.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í þessu skyni var sjálfstæði þjóðkirkjunnar á starfs- og stjórnunarsviði hennar aukið. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð rík áhersla á, að þjóðkirkjan sé sjálfstæð stofnun, sjálfstæður réttaraðili, sem getur borið, og ber, réttindi og skyldur að lögum.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Nefndin, sem samdi frumvarpið frá 1997, sagði í áliti sínu:</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>„Það er ætlan og vissa nefndarinnar að aukin sjálfsstjórn íslensku þjóðkirkjunnar og ábyrgð, sem þar af leiðir, muni auðvelda kirkjunni störf hennar og efla kirkjunnar menn til samræmdra átaka í starfi. Hafi kirkjan og sýnt, með nærfellt eitt þúsund ára starfi sínu í landinu, að henni sé treystandi til sjálfsstjórnar. Þá skal eigi undan dregið að aukinni sjálfsstjórn kunni að fylgja ný vandamál innan kirkjunnar (a. m. k. í augum sumra) þar sem í „návígi“ verður tekist á um mál er embættismenn ríkisins önnuðust áður, þar með talið ýmsa ráðstöfun fjármuna. Þessi vandamál á þó kirkjan að geta leyst innan sinna vébanda.“</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Tillaga liggur fyrir því kirkjuþingi, sem nú er að hefjast, um að skipuð verði nefnd til að endurskoða löggjöf um þjóðkirkjuna. Er talið mikilvægt að leggja mat á reynslu síðustu 10 ára og í ljósi þess að huga að nýjum lagaramma þjóðkirkjunnar. Ég fagna þessari tillögu og tel til dæmis eðlilegt að hugað verði að því að fella úr gildi lögin frá 1931 um að kirkjumálaráðherra skuli setja gjaldskrá til 10 ára í senn um aukaverk presta. Er eðlilegt, að kirkjan setji sjálf slíka gjaldskrá.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Í einhverju skjali, sem ég las, þegar ég tók saman þessi orð, segir, að kirkjumálaráðherra hafi í reynd mikil völd varðandi ytri mál kirkjunnar, en hefð sé fyrir því, að hann beiti þeim af hófsemi. Þessi setning lýsir fortíð en ekki nútíð og því síður framtíð, því að þessi völd ráðherrans eru í raun úr sögunni fyrir utan setningu þessarar gjaldskrár.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Á vettvangi ríkisstjórnar og við biskup hefur verið rætt, hvort við hinar nýju aðstæður í samskiptum ríkis og kirkju, sé ástæða til að huga að stöðu þjóðkirkjunnar innan stjórnarráðsins – leggja niður verkefnalausan kirkjumálaráðherra og færa þjóðkirkjuna til forsætisráðherra, þar sem hún skipaði sess með alþingi og embætti forseta Íslands.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Niðurstaða í þessu máli liggur ekki fyrir. Innan kirkjumálaráðuneytisins er sinnt stjórnsýslulegum verkefnum, sem ekki snerta þjóðkirkjuna en þarf að sinna engu að síður og huga þarf að vistun þeirra, má þar nefna skráningu trúfélaga og málefni kirkjugarða.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Tíminn leiðir í ljós, hvernig þessum málum verður skipað. Á hinn bóginn má segja, að það sé rökrétt þróun samskipta ríkis og kirkju síðustu hundrað ár, að nú sé skerpt á sjálfstæði kirkjunnar með breytingu á vettvangi stjórnarráðsins eftir allar hinar miklu breytingar, sem orðið hafa á ytri umgjörð þjóðkirkjunnar.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Ég óska kirkjuþingi velfarnaðar í mikilvægum störfum þess. Megi þjóðkirkjan dafna til heilla fyrir land og þjóð.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <br /> <br />

2007-10-06 00:00:0006. október 2007Dóms- og kirkjumálaráðherra ræðir öryggi á hafinu við NATO-þingmenn

<span>Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í morgun ræðu á fundi þeirrar nefndar NATO-þingsins, sem fjallar um borgaralega hlið öryggismála.</span> <p style="text-align: justify;"><span>Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í morgun ræðu á fundi þeirrar nefndar NATO-þingsins, sem fjallar um borgaralega hlið öryggismála. Ráðherrann beindi sjónum sínum einkum að borgaralegum aðgerðum til að tryggja öryggi á höfunum, hann vék að eflingu Landhelgisgæslu Íslands, auknum ferðum risaolíu- og gasflutningaskipa við strendur Íslands og öryggi skemmtiferðaskipa. Þá lýsti ráðherrann þáttaskilunum í öryggismálum Íslands á síðasta ári, þegar bandaríska varnarliðið hvarf héðan. Ráðherrann hvatti til þess að ríki við Norður-Atlantshaf efldu borgaralegt samstarf sín á milli til að tryggja öryggi á höfunum með því að stofna það, sem hann kallaði á ensku North Atlantic Coast Guard Forum - eða samstarfsvettvang landhelgisgæslu á Norður-Atlantshafi.</span></p> <p><span>Sjá ræðu ráðherra <a href="http://www.bjorn.is/greinar/nr/4189">hér.</a></span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2007-10-03 00:00:0003. október 2007Ávarp dóms- og kirkjumálaráðherra við stækkun Kvíabryggju

Fangelsið á Kvíabryggju hefur verið stækkað og fjölgar föngum þar úr 14 í 22. Í tilefni af þessu efndi Fangelsismálastofnun til málþings um opin fangelsi á Kvíabryggju í dag, 3. október, og flutti Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ávarp við það tilefni.<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir/Kviabryggja_Framkvamdir.jpg"><img src="/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir/Kviabryggja_Framkvamdir.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Fangelsið Kvíabryggja." class="media-object"></a><figcaption>Fangelsið Kvíabryggja.</figcaption></figure></div><p align="justify">Fangelsið á Kvíabryggju hefur verið stækkað og fjölgar föngum þar úr 14 í 22. Í tilefni af þessu efndi Fangelsismálastofnun til málþings um opin fangelsi á Kvíabryggju í dag, 3. október, og flutti Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra meðfylgjandi ávarp við það tilefni. Þar ræðir hann framkvæmd áætlunar um uppbyggingu fangelsa, samstarf við einkaaðila um rekstur á þessu sviði og um innra starf fangelsa.<br /> <br /> <br /> <br /> </p> <p><strong>Ávarp Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra:<br /> </strong></p> <h3 align="center">Kvíabryggja stækkar</h3> <p align="center">3. október 2007<br /> </p> <p align="justify"><span>Með þessari athöfn hér á Kvíabryggju í dag lýkur fyrsta áfanga áætlunar dómsmálaráðuneytisins og fangelsismálastofnunar um endurnýjun og nýbyggingar fangelsa í landinu.</span></p> <p align="justify"><span>Áætlunin er fjórþætt og til hennar er vitnað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem segir: &bdquo;Fylgja þarf eftir áætlunum um uppbyggingu fangelsa.&ldquo;</span></p> <p align="justify"><span>Í fyrsta lagi felst í áætluninni að fjölga rýmum hér á Kvíabryggju úr 14 í 22 og auka hlutdeild fanga í rekstri fangelsisins.</span></p> <p align="justify"><span>Í öðru lagi að endurnýja og bæta fangelsið á Akureyri en framkvæmdum þar lýkur um áramótin.</span></p> <p align="justify"><span>Í þriðja lagi að reisa aðkomu- og heimsóknarhús á Litla Hrauni og byggja deild með sex klefum fyrir konur og sérdeild fyrir fanga, sem búa við opnari aðstæður en nú er unnt á staðnum.</span></p> <p align="justify"><span>Í fjórða lagi verði reist nýtt fangelsi með 64 klefum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem verði gæsluvarðhald, afplánun í skamman tíma, meðferðar- og sjúkradeild.</span></p> <p align="justify"><span>Áætlunin var samþykkt árið 2005 af þáverandi ríkisstjórn. Í tilefni þessa atburðar hér í dag ræddi ég framkvæmd hennar á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og í lok þeirra umræðna staðfesti ríkisstjórnin, að áfram yrði unnið að uppbyggingu fangelsanna í landinu í samræmi við áætlunina.</span></p> <p align="justify"><span>Hraði framkvæmda ræðst að sjálfsögðu af fjárveitingum.</span></p> <p align="justify"><span>Nýtt fangelsi í Reykjavík eða nágrenni borgarinnar hefur verið á döfinni í fjóra áratugi og verður ekki lengur við það unað, að menn láti sér nægja að ræða málið og býsnast yfir því, hve aðstaðan í gamla hegningarhúsinu við Skólavörðustíg rými illa við nútímakröfur um rekstur fangelsa.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel eðlilegt, að skoðað sé til hlítar, hvort ríkið eigi sjálft að standa að byggingu og rekstri hins nýja fangelsis. Á sama tíma og sú stefna hefur verið mótuð, sem verið er að hrinda í framkvæmd hér á Kvíabryggju, að föngum sé treyst meira en áður með sérstökum samningi fyrir rekstri og starfsemi fangelsisins, er ekki óeðlilegt, að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa.</span></p> <p align="justify"><span>Löng og góð reynsla er af samvinnu við Vernd, sem rekur eins og kunnugt er áfangaheimili í Reykjavík og hefur verið unnið að því að lengja vistunartíma fanga þar. Þá hefur fangelsismálastofnun einnig átt samstarf við aðra einkaaðila, sem hafa aðstöðu til að auðvelda föngum aðlögun að samfélaginu. Á árinu 2006 voru til dæmis 49 fangar sendir í meðferð á stofnanir en þeir voru 15 árið 2003.</span></p> <p align="justify"><span>Miðað við hinn mikla áhuga margra í þjóðfélaginu á málefnum og velferð fanga, kæmi ekki á óvart, að unnt yrði að virkja einkaframtak til enn meira samstarfs um verkefni á vegum fangelsismálastofnunar.</span></p> <p align="justify"></p> <p align="justify"><span>Um síðustu helgi var fimm dálka forsíðufrétt í <em>Morgunblaðinu</em> undir fyrirsögninni: Það er til annað líf en fangelsi. Hófst hún á þessum orðum:</span></p> <p align="justify"><span>&bdquo;Mikil vakning hefur orðið í meðferðarstarfi á Litla-Hrauni. Um 20 fangar mæta á fundi hjá AA-samtökunum fjórum sinnum í viku, sem er um fjórðungur allra fanga í fangelsinu. &bdquo;Það er heimsmet,&ldquo; fullyrti einn af þeim sem skipuleggja fundina.&ldquo;</span></p> <p align="justify"><span>Þessi lýsing sýnir góðan hug og vilja fanga til að nýta sér leiðir til betrunar.<span>&nbsp;</span> Og lýsingin er í andstöðu við þá mynd, sem alltof oft er brugðið upp af lífi fanga.</span></p> <p align="justify"><span>Hið sama blasir við í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg samkvæmt skýrslu þaðan frá 15. september, þar sem segir</span> <span>að í næstum tvo mánuði hafi andrúmsloftið þar verið með eindæmum gott. Góður andi ríki, menn séu jákvæðir og allflestir<span>&nbsp;</span> að vinna eitthvað í sínum málum. Fangarnir hafi stofnað með sér AA samtök vistmanna Skólavörðustíg 9. Útivistir séu nýttar til hins ýtrasta og fótbolti leikinn tvisvar á dag. &nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Einnig má vitna til<span>&nbsp;</span> ársskýrslu umboðsmanns alþingis fyrir 2006. Þar kemur fram að kvörtunum vegna fangelsismála hafi fækkað verulega á árinu 2005 og að framhald hafi orðið á þeirri þróun árið 2006. Síðan segir umboðsmaður: &bdquo;...Meðal annars með hliðsjón af þeim samtölum sem ég hef átt við fanga tel ég ljóst að þessa breytingu megi að stórum hluta skýra með breyttu verklagi sem tekin var upp af hálfu fangelsismálastofnunar...&ldquo; <span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Ég tel þessar tilvitnanir til marks um mikið og gott starf á vegum fangelsismálastofnunar og er mér sérstök ánægja að þakka öllum starfsmönnum stofnunarinnar fyrir framlag þeim til að skapa þennan góða brag í fangelsunum í samvinnu við fanga.</span></p> <p align="justify"><span>Raunar fer einstaklega vel á því færa slíkar þakkir hér á Kvíabryggju, þar sem hjónin Vilhjálmur Pétursson og Sigurrós Geirmundsdóttir leiddu í meira en þrjá áratugi starfið sem forstöðumaður og matráðskona. Þau hafa mótað staðarandann með því að sýna föngum mannúð og umhyggju. Sérstök eftirlitsnefnd á vegum Evrópuráðsins hefur farið lofsamlegum orðum um árangurinn hér undir forystu þeirra hjóna.</span></p> <p align="justify"><span>Ég veit, að Geirmundur Vilhjálmsson, hinn nýi forstöðumaður, leiðir starfið hér með sama markmið að leiðarljósi og foreldrar hans. Óska ég honum og samstarfsmönnum hans og öllum, sem hér dvelja, góðs árangurs á þessum merku tímamótum.</span></p> <p align="justify"><span>Þá vil ég þakka Grundfirðingum sambúðina við Kvíabryggju í meira en hálfa öld. Hún hefur verið einstaklega góð og engum hefði dottið í hug, að ráðast í þá stækkun, sem við fögnum í dag, nema vegna þess, að hér nýtur fangelsið velvildar.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Markmið okkar, sem berum ábyrgð á uppbyggingu og rekstri fangelsa, er ekki, að byggja meira til að geta tekið á móti fleiri föngum &ndash; markmið okkar er, að finna leiðir til að fækka þeim, sem er refsað á þennan hátt.</span></p> <p align="justify"><span>Við skulum ekki gleyma því markmiði, þegar við fögnum stækkun Kvíabryggju og umsvifin hér aukast.</span></p> <p align="justify"><br /> </p> <br /> <br />

2007-09-25 00:00:0025. september 2007Dóms- og kirkjumálaráðherra á ráðstefnu um öryggi og auðlindir norðurslóða

<p align="justify">Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti í dag, 25. september, erindi á ráðstefnu um öryggi og auðlindir á norðurslóðum í Tromsö í Noregi. Norska rannsóknastofnunin um varnarmál efnir til ráðstefnunnar með þátttöku ræðumanna frá Noregi, Íslandi, Kanada, Bandaríkjunum, Danmörku og Rússlandi.</p> <p align="justify">Valur Ingimundarson, prófessor við Háskóla Íslands, og Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður Vaktstöðvar siglinga hjá landhelgisgæslunni, eru íslenskir fyrirlesarar á ráðstefnunni auk dóms- og kirkjumálaráðherra.</p> <p align="justify">Í erindi sínu lýsti ráðherrann því, hvernig Íslendingar hefðu staðið að lausn deilumála vegna útfærslunnar í 200 mílur og kröfum Íslands utan 200 mílnanna og hvernig staðið væri að því að komast að niðurstöðu um réttmæti þeirra. Taldi hann að þar mætti finna leiðir til að leysa úr ágreiningi vegna yfirráða við Norðurpólinn, enda skorti ekki alþjóðareglur og samninga um lausn deilumála af þessu tagi.</p> <p align="justify">Þá lýsti ráðherrann þróun öryggismála á Íslandi og hvernig aðstæður væru að breytast með fjölgun skipa með olíu- og gas frá Barentshafi til Norður-Ameríku. Taldi hann að vinna bæri að því að ríki við Norður-Atlantshaf ykju samvinnu við landhelgisgæslu, leit og björgun.</p> <p>Erindið fylgir hér í heild <a href="/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir/Tromso_rada_ensku.doc">Word-skjal</a></p> <br /> <br />

2007-04-24 00:00:0024. apríl 2007Our Responsibility - Iceland's Security and Defence

<p align="justify">Sixteen years ago, (on 3 April 1991), when I first stood for election to the Althingi, I wrote these words in an article in <em>Morgunblaðið:</em></p> <p align="justify">?Icelanders must take an active part in the formulation and application of their security policy. We should take over from the US Iceland Defence Force to the extent that this would be compatible with the aims of the Defence Agreement regarding the security of the country and its surrounding waters.<span> </span> We should knock on the doors of nations in Europe and ask for closer collaboration with them in the field of security.?</p> <p align="justify">My intention today is to give an account of the current status of Iceland?s defence and security arrangements. I will be the first to admit that it has taken us longer than I envisaged back in 1991 to take over from the Iceland Defence Force.<span> </span> In fact we have still not done this, since our national defences are still in the hands of the Americans.</p> <p align="justify">I do not believe it is beyond the capacity of the Government of Iceland to take on the security obligations of an independent state and to respond swiftly and effectively to threats so as to ensure and defend the security of its citizens. If we want to, we can be active and reliable participants, along with other nations well-disposed towards us, in ensuring security in our part of the world.<span> </span> If we play our cards aright, we can tackle the challenge of a totally changed environment in a rational and effective manner.</p> <p align="justify">Security and defence are now, even more than previously, internal rather than foreign-policy affairs.<span> </span> Admittedly, the cornerstones of Iceland?s national defence policy remain the Defence Agreement with the USA and our participation in NATO.<span> </span> On the other hand, when it comes to the security of our people, collaboration with institutions other than the military authorities on both sides of the Atlantic is more important than ever before in our history in order to evaluate the dangers that may threaten us.</p> <p align="justify">These facts can be seen in the agreement concluded with the USA last autumn, outlining collaboration with the US Coast Guard, the FBI, customs and immigration officers.<span> </span> Under international regulations on safety in aviation and shipping, security in these areas is now the responsibility of the civil authorities, both in Iceland and elsewhere. For example, the US Department of Homeland Security, and not the Department of Defence, now administers these fields.</p> <p align="justify">The nature of collaboration on security between Iceland and the USA underwent a substantial change with the introduction of the new arrangement on the basis of the Defence Agreement.<span> </span> The emphasis has shifted from national defence, in the traditional sense, to homeland security, in which civil institutions will be increasingly involved.</p> <p align="justify">If we look at collaboration between the countries of Europe, we find the same pattern.<span> </span> Under the Schengen scheme, the focus is increasingly on co-operation between police forces in order to achieve greater security.<span> </span> It has been pointed out that the European Union co-operates with the US Department of Homeland Security and that as things are at present, civil co-operation of this type is of greater importance to the ordinary citizen than maintaining heavily armed military forces.</p> <p align="justify">Iceland now has a greater security role to play than ever before, both in terms of our collaboration with the USA and in terms of the policy that the Government of Iceland adopted before the departure of the US Iceland Defence Force.</p> <p align="justify">For nearly half a century, the Icelandic Atlantic Treaty Association and Varðberg have encouraged purposeful debate on Iceland?s security and the best means of ensuring it.<span> </span> The work of these societies, and their policies, have supported the rational and fruitful policies pursued by the Icelandic government.<span> </span> Now, as we stand once again at a crossroads on these issues, there is no better forum for examining the current state of affairs and looking ahead into the future. </p> <p align="center">*</p> <p align="justify"><span>An agreement on Iceland?s future defence arrangements, based on the Defence Agreement with the USA of 1951, was made in September 2006. When the Government of Iceland unveiled this agreement on 26 September 2006, it also made a declaration concerning Iceland?s new responsibilities following the departure of the US Iceland Defence Force.</span></p> <p align="justify">Work has proceeded on the basis of this declaration, and progress has been made in the direction adopted.</p> <p align="justify"><strong>Firstly,</strong> it was declared that a state-owned limited company was to be set up to manage the conversion and future development of the former defence area at Keflavík Airport. The company was to be entrusted with putting the area, and all the improvements on it, to profitable civilian use without disrupting the communities in the immediate vicinity of the airport.</p> <p align="justify">The company was founded in October 2006, and has now advertised the properties at the Keflavík Base for sale.<span> </span> Many parties have shown an interest in them; for example, ideas for siting an international university there were announced on 15 March 2007.</p> <p align="justify">Part of the former agreed area will be a ?security zone? with facilities for military aircraft to land, under the control of the Ministry for Foreign Affairs.<span> </span> In collaboration with the Iceland Defence Force, the ministry exercised domestic authority over the defence areas; now, as is only natural, it is reducing its presence and that of its agencies at Keflavík Airport.</p> <p align="justify"><strong>Secondly,</strong> the government declared that as a general measure to increase security, the revision of the legislation on civil protection should include provisions for a centre to coordinate all bodies involved in domestic security measures, both as regards natural catastrophes and man-made threats. To ensure maximum cohesion within the centre, it was decided that its governing board should include the Prime Minister, the Minister for Foreign Affairs, the Minister of Justice and Ecclesiastical Affairs, the Minister of Transport, Telecommunications and Tourism, the Minister of Health and Social Security and the Minister for the Environment.<span> </span> It was decided that day-to-day operations of the centre should be the responsibility of the Minister of Justice and Ecclesiastical Affairs, who was entrusted with preparing a new Civil Protection Act.</p> <p align="justify">Work has gone ahead over the past few months on the drafting of the new act, and the draft has been completed as far as I am concerned.<span> </span> I presented it to the Cabinet in the first week of March 2007 and then sent it to parliamentary groups of the government.<span> </span> I was fully aware that a bill of this magnitude was too large to be passed during the lifetime of the current parliament; on the other hand, I consider that the natural course is to have its contents discussed in public.</p> <p align="justify">Under the draft bill, the aim of civil protection is to prepare, plan and implement measures designed to prevent or limit, as far as possible, injury to the public and damage to property resulting from natural catastrophes, epidemics, military action, terrorism and other causes, and to provide emergency relief and assistance in connection with damage, actual or potential.</p> <p align="justify">In other words, civil protection is intended to cover measures against both natural and man-made catastrophes.<span> </span> Response strategies designed on the basis of the act should take account of this broad definition, and the draft text of the act emphasises the preventive and response aspects of civil protection.<span> </span> Civil protection on a nationwide basis, in the air, at sea and on land, is the responsibility of central government, while responsibility at the local level rests with the local authorities, acting in collaboration with central government.</p> <p align="justify">The Minister of Justice and Ecclesiastical Affairs is the highest authority in the field of civil protection in Iceland, and is responsible for issuing rules on alert levels after receiving the proposals of the National Police Commissioner, who is responsible for administering civil protection and taking decisions on alert levels at any given time, and reporting these decisions to the minister.</p> <p align="justify">A coordination and control centre, under a special committee, will be set up at National Police Commissioner?s office to supervise civil protection measures in accordance with the alert level and the response strategy applying to each individual situation.<span> </span> It will also be possible to use the centre in rescue and salvage operations of all types.</p> <p align="justify">These plans are based on the experience gained at the search and rescue operation control centre in Skógarhlíð, which has been employed more and more often by the parties responsible for responding to emergency calls due to the high quality of coordination achieved and the good results produced by the work it has done. </p> <p align="justify">My idea is that the coordination and control centre should be under a nine-person committee.<span> </span> The chairman should be appointed by the Minister, without nomination; the other members should be nominated by the National Police Commissioner, the Coast Guard, the Director-General of Public Health, the Metropolitan Fire Brigade, the emergency telephone service and the search and rescue association ICE-SAR (Landsbjörg), in addition to which the Minister of Transport, Telecommunications and Tourism and the Union of Local Authorities should each nominate a representative.<span> </span> The committee would be responsible for examining the internal structure and operations of the parties involved, and for their coordination, while the control of response measures would be determined by the response strategies.</p> <p align="justify">What I have described here is, in fact, the structure that has been developed over the past few years through increasingly close collaboration between the parties involved; the intention now is to define it in a legal framework.</p> <p align="justify">It is this legal framework that is the completely new element in my draft legislation. According to it, the Civil Protection Council would be abolished, being replaced by a new Civil Protection and Security Council, which would be chaired by the Prime Minister; this takes account of the declaration made by the government on the departure of the Iceland Defence Force.</p> <p align="justify">The role of the Civil Protection and Security Council would be as follows: to formulate policy on civil protection and security, taking account of the current situation and future trends; to define priorities in civil protection and security, including preventive measures; to ensure the necessary coordination in response strategies by public bodies; to ensure sufficient levels of supplies and equipment to secure national survival in times of emergency and reconstruction following catastrophes, and to take other measures that the council considers necessary in order to achieve the highest possible level of security.<span> </span> Administration of the council, and preparations for its meetings, would be in the hands of the Minister of Justice and Ecclesiastical Affairs. </p> <p align="justify">The ministers I mentioned before would also sit on the Civil Protection and Security Council, and in addition, the Prime Minister would be able to co-opt one or two ministers on an <em>ad hoc</em> basis to deal with particular issues.<span> </span> The ministers would be joined on the council by their permanent under-secretaries and the directors of agencies under their control, and the council would also include representatives of ICE-SAR, the Red Cross, co-ordinated emergency telephone services and the local authorities.</p> <p align="justify">By having submitted and introduced this draft Civil Protection Act, I consider that I have discharged the duties that were assigned to me in this area in the government?s declaration of 26 September 2006.</p> <p align="justify">Other responsibilities are also assigned to the Minister of Justice and Ecclesiastical Affairs under the government?s declaration.</p> <p align="justify"><strong>The third item</strong> in the government?s declaration states that as work on the new structure of policing proceeds, collaboration between the police, the Coast Guard, the fire brigades and the search and rescue teams is to be made even closer so as to guarantee the participation of a reserve force at any place in the country where it is needed.</p> <p align="justify">Together with the draft legislation on civil protection, I have submitted a proposal for an amendment to the Police Act, under which the National Police Commissioner would be enabled, with the approval of the Minister of Justice, to add police reservists to the force in order to increase security.</p> <p align="justify">There used to be a provision of this type in the Police Act from 1940 to 1996, when it was deleted ? for what reason, I do not know.</p> <p align="justify">Search and rescue teams have proved invaluable as auxiliary and reserve forces when it comes to search and rescue operations, civil protection operations and other general supervisory tasks.<span> </span> But the police may need reinforcements of another type, and the National Police Commissioner?s office has submitted proposals to me on the establishment of a salaried 240-man reserve force for deployment in special policing and civil protection operations. These reservists, who would be recruited from among members of the search and rescue teams, the fire brigades, auxiliary nurses, security guards, peacekeeping forces and ex-policemen, would be available for call-up following special training provided by the National Police Commissioner?s office.</p> <p align="justify">Under the proposed amendment, the National Police Commissioner?s office would be in charge of maintaining this force and its equipment.<span> </span> It would be intended to meet needs arising in order to guard important installations or sites, carry out border patrol, security tasks, crowd control, general policing duties, traffic control and special tasks.</p> <p align="justify">It has been estimated that the cost of establishing the reserve force would be about ISK 224 million, and annual operating costs would amount to about ISK 222 million.</p> <p align="justify">The addition of this reserve force would enable the police to call out a trained force of about 1,000 men, with additional support available from the search and rescue teams, fire brigades and other parties, as appropriate.</p> <p align="justify">I should mention that a special agreement has been made with the Metropolitan Fire Brigade on response to hazards posed by chemical, biological or radioactive weapons.<span> </span> Capacity in this field needs to be expanded further.</p> <p align="justify"><strong>The fourth item</strong> in the government?s declaration states that the government is to be guaranteed the necessary authorisation in law to enable it to cooperate closely with governments and international bodies involving the exchange of confidential information.</p> <p align="justify">Under a clear legal provision passed by the Althingi in 2006, a National Security Unit was set up at the beginning of this year at the National Police Commissioner?s office; this was an important step towards putting this part of the declaration into practice.<span> </span> This unit has proved its worth in the few months during which it has been in operation; one of its roles is to identify threats in collaboration with comparable bodies in other countries.</p> <p align="justify">It was also decided that an Icelandic liasion officer should be based in the Europol headquarters in the Hague, and he has already begun the task of working on information with Icelandic interests in mind.</p> <p align="justify">Last summer I had an examination made by anti-terrorist specialists from the European Union of the standing of the Icelandic police with regard to defences against terrorism.<span> </span> They suggested the establishment of a special national security department, which I have since referred to as a Security and Intelligence Service, which would be able to launch investigations without there being grounds to suspect that an offence had already been committed.<span> </span> In addition, the Althingi would elect a monitoring committee to supervise the functions of the service.</p> <p align="justify">The recent report by the Committee on Europe on contacts between Iceland and the European Union stated that it was only under the Schengen scheme that we could take part in the EU?s anti-terrorist operations.<span> </span> Setting up a special Security and Intelligence Service as part of the police force here, on the other hand, would enable us to play a larger part in this field, including working with the EU?s Situation Centre (SITCEN) in Brussels and also becoming members of the national security organisations of the EU countries, Norway and Switzerland. This would also enable us to take part in the <em>Club of Berne</em>, which is an informal forum for the directors of intelligence services in Europe where, amongst other things, anti-terrorist defences are discussed.<span> </span> The <em>Club of Berne</em> is not one of the EU?s agencies, and Norway and Switzerland are represented in it.</p> <p align="justify">In collaboration with my advisory Committee on Procedural Law, and in consultation with representatives of the parties represented in the Althingi, I have looked into the question of what form the legal framework of this type of collaboration should take. On this point we can easily draw on the experience of our neighbouring countries, e.g. Denmark and Norway.</p> <p align="justify">While it was under the control of the Ministry for Foreign Affairs, the office of the Keflavík Airport District Commissioner handled confidential contacts with the NATO agencies.<span> </span> Though the US Iceland Defence Force has now been withdrawn, and the functions of the Keflavík Airport Commissioner are now handled by the Suðurnes District Commissioner, the ministry is still responsible for these contacts.<span> </span> In the interests of harmonising the gathering and processing of all security-related information, whether it originates from NATO or elsewhere, it would be natural to make this responsibility of the new National Security Unit and the Coast Guard, as these bodies have the legally-prescribed functions of maintaining security on land and at sea. This arrangement would be the best way of guaranteeing national security. </p> <p align="justify"><strong>The fifth item</strong> in the government?s declaration states that work is to proceed on the development of a sophisticated telecommunications system (Tetra), covering the whole of Iceland.</p> <p align="justify">On 20 October 2006, the Minister of Finance, the Minister of Transport, Telecommunications and Tourism and I signed an agreement with 112 Ltd (the Emergency Telephone Line) on the establishment of a new telecommunications company, Öryggisfjarskipti ehf., which is to develop and operate a Tetra system covering the whole country.</p> <p align="justify">Work on developing this system is scheduled to be completed in May this year.<span> </span> An agreement has been made with ICE?SAR on the use of the system; all the main security response bodies in Iceland, as well as other parties, have expressed an interest in using it.</p> <p align="justify">With this greatly upgraded Tetra system, Iceland will have the most sophisticated telecommunications system available for security and emergency purposes, covering the whole country and playing a key role in all search and rescue operations.</p> <p align="justify">The Tetra system has a great number of advantages.<span> </span> It covers a wide geographical range, and combines multi-voice channel functions and a telephone system; thus, all those involved in a particular rescue operation, for example, can share a channel without it being open to non-authorised persons.<span> </span> This makes for quick exchange of information and the efficient direction and control of search and rescue operations. The movements of all vehicles and individuals involved can be monitored, which makes it easier to supervise and direct operations with greater precision, and can also shorten response time significantly.</p> <p align="justify"><strong>The sixth item</strong> in the government?s declaration covers the steps to be taken to upgrade the Coast Guard?s helicopter team and the purchase of a new coastguard aircraft and patrol vessel.</p> <p align="justify">Before the US authorities announced, on 15 March 2006, that they would be withdrawing all their forces from Iceland by 30 September the same year, the government had already decided to expand the Coast Guard?s helicopter team.</p> <p align="justify">On 18 April 2006 it was announced that the government had approved my proposal to hire two helicopters of the same type as were already in use by the Coast Guard and that the staff of the Coast Guard be expanded so as to make it possible to operate more helicopters and to maintain two 24-hour helicopter shifts throughout the year. It was also agreed to install equipment for refuelling helicopters in the Coast Guard?s vessels.</p> <p align="justify">All this has been done, and the Coast Guard now has four helicopters and one aircraft in its air fleet.</p> <p align="justify">Two main things remain to be done: to invite tenders for new large helicopters<span> </span> and to bridge the gap until these helicopters arrive in the country.</p> <p align="justify">On 20 March this year, the cabinet approved my proposals on a long-term solution for the Coast Guard?s helicopter operations, which were in three parts, as follows.</p> <p align="justify">1. That negotiations be continued with the Norwegian government on a joint Norwegian-Icelandic tender for the purchase by both countries of specially-designed long-range search and rescue helicopters in accordance with the specifications that have been publicised in Norway, with a view to tenders being invited later this year.<span> </span> Furthermore, close collaboration between the two countries should be planned on the future operation of these helicopters.</p> <p align="justify">2. It should be aimed that at least one smaller helicopter should continue to form part of the Coast Guard?s helicopter team, to be employed on suitable projects.</p> <p align="justify">3.<span> </span> That until the time when the new, long-range search and rescue helicopters are delivered (which will probably be in the period 2011-14), the Coast Guard should continue to hire well-equipped Eurocopter Super Puma and/or Dauphin helicopters similar to those that it has used for the past 20 years and more for use in search and rescue operations.</p> <p align="justify">There has been some discussion of the siting of the Coast Guard?s new helicopters when they arrive. Attention is now being given to this aspect of the helicopter team?s operations.</p> <p align="justify">On 1 December 2006, the cabinet authorised the Minister of Finance and me to conclude a contract with the ASMAR shipyard in Chile on the building of a new patrol vessel for the Coast Guard.<span> </span> This was signed on 20 December 2006, and the vessel is scheduled to be completed in the middle of 2009.</p> <p align="justify">The patrol vessel will be 93 m long and 16 m wide, with a traction of about 100 t, which means that it will be able to tow large cargo vessels.<span> </span> It will be much larger, more powerful and better equipped than the Coast Guard?s present vessels, the <em>Ægir</em> and the <em>Týr</em>, which have a length of 71 m, a width of 10 m, a capacity of about 1,300 GRT and a traction of 56 t.<span> </span> The crew of the new vessel will be of a similar size to those of the present Coast Guard vessels.</p> <p align="justify">Processing of tenders for a new aircraft for the Coast Guard is now in its final phases.</p> <p align="justify">Ladies and Gentlemen, </p> <p align="justify">These are the tasks covered in the government?s declaration that come directly under my field of responsibility as Minister of Justice and Ecclesiastical Affairs.<span> </span> Work has gone ahead on them all.</p> <p align="justify">There remain three items in the declaration.</p> <p align="justify"><strong>The seventh</strong> is that a collaborative forum be set up for representatives of the political parties to discuss the security of Iceland in a broad context. </p> <p align="justify">A Committee on Security, consisting of representatives of the political parties, was in operation throughout the 1980s, and compiled reports; this was generally felt to be a good arrangement, and I drew on the experience of our work in the committee in summer 2004, when I became Chairman of the Committee on Europe and set about organising its work.<span> </span> In the Committee on Europe, however, we decided not to have reports prepared for us, but to complete our task with the committee?s own report, which was prepared by our secretary, Hreinn Hrafnkelsson, and based on the committee?s own investigations and meetings with a large number of experts.</p> <p align="justify">In general I believe it is useful to have committees including representatives of the various political parties in order to prepare reports on important issues in the field of foreign relations and security.</p> <p align="justify"><strong>Item number eight</strong> in the government?s declaration concerns changes within the structure of the government ministries with the transfer of responsibilities from the Ministry for Foreign Affairs to other ministries.</p> <p align="justify"><span>We are used to thinking of security and defence issues as being foreign policy issues, for the simple reason that Iceland?s foreign service saw to all dealings with the US forces and the implementation of all decisions in connection with the Defence Agreement.<span> </span> We have decades of experience of discussing with other parties what they may wish to do in order to ensure Iceland?s security and that of the waters around our country.</span></p> <p align="justify"><span>Now that the Iceland Defence Force has left the country, and with no areas still qualifying as ?agreed areas? in the sense of the Defence Agreement since the US military authorities made them over to the Government of Iceland, the roles of the individual ministries change accordingly.<span> </span> Naturally, the Ministry of Transport, Telecommunications and Tourism will handle the administration of Keflavík Airport, just as it does in the case of other airports in the country and, as I have described, agencies under the Ministry of Justice and Ecclesiastical Affairs have taken on increased responsibilities in the fields of security and defence.</span></p> <p align="justify"><strong><span>The final item</span></strong> <span>in the government?s declaration of 26 September 2006 concerns measures to interpret signals from the Radar Agency which are of significance for air traffic control in Icelandic air space.</span></p> <p align="justify"><span>I believe that the monitoring of these signals should, on the one hand, be the responsibility of the air traffic controllers, and on the other hand that of the staff of the search and rescue monitoring centre in Skógarhlíð, in addition to which they should be fed into the NATO monitoring system. It is completely unnecessary to maintain a special monitoring centre to handle the signals gathered with the Radar Agency?s equipment.</span></p> <p align="justify"><span>Ladies and Gentlemen,</span></p> <p align="justify"><span>The Government of Iceland has no mandate to engage in military actions.<span> </span> Proposals for Iceland to play a greater role in that area have not met with support.<span> </span> Furthermore, national defence is being replaced by security measures of another type, in which greater reliance is placed on the police than on military forces.</span></p> <p align="justify"><span>To put it simply, Iceland is a recipient when it comes to collaboration with others in the military field.<span> </span> We can provide facilities for military aircraft and warships, and we can provide other countries with civilian support for military exercises. But we are not active participants in mutual collaboration on security with other states, except in those fields where we are involved as members of civilian institutions.</span></p> <p align="justify"><span>Civilian involvement in security and defence is aimed at ensuring security in telecommunications, informatics, transport and trade, maintaining security on external borders, preventing the development of chaotic situations as a result of organised crime, terrorism and illegal immigration and making sure that no country becomes a safe haven for money laundering, financial irregularities or other types of crime.</span></p> <p align="justify"><span>We must give the institutions involved in these security functions the necessary support so that they are able to deal with the challenging tasks both in Iceland and abroad in collaboration with their counterparts in other countries.<span> </span> Representatives of the Ministry of Justice and Ecclesiastical Affairs and its agencies are active participants in negotiations with other nations on collaboration in the future in these fields.</span></p> <p align="justify"><span>I have now given you an account of the changes in emphasis that have taken place in our cooperation with the United States following the agreement made last year, and with the other nations of Europe under the Schengen scheme.</span></p> <p align="justify"><span>The Icelandic Coast Guard enjoys close cooperation with the authorities in Denmark and Norway, and also with other nations concerned with security in the North Atlantic.<span> </span> On 11 January, the Danish Minister of Defence, Sören Gade, and I signed an agreement on closer collaboration between the Icelandic Coast Guard and the Danish Navy on search and rescue work in the North Atlantic.<span> </span> And the Norwegians have declared their willingness to enter into formal collaboration with the Icelandic Coast Guard in more areas than the purchase of new search and rescue helicopters.</span></p> <p align="justify"><span>Work is also in progress to involve Iceland in a programme of collaboration between Britain, Canada and the USA on search and rescue operations in the North Atlantic.</span></p> <p align="justify"><span>The Special Task Force, which is part of the National Police Commissioner?s office, has been expanded, and there is a general desire that it should be trained and equipped so as to deal with the most difficult types of challenge.<span> </span> Such an aim can only be achieved through collaboration and joint exercises with forces of this type in other countries.</span><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ladies and Gentlemen,</span></p> <p align="justify"><span>Iceland?s strategic importance grew during the Cold War in direct proportion to the rise in tension in East-West relations.<span> </span> In the years ahead, the importance of the shipping routes around Iceland will increase greatly due to the transport of oil and gas from the Barents Sea to North America.</span></p> <p align="justify"><span>Nowhere is security a more urgent matter than on these shipping routes ? and here I use the word ?security? in the broadest sense, covering both the threat of terrorist attacks and the danger of accidents at sea.<span> </span> The pollution resulting from disruption of oil or gas cargoes is one of the most serious environmental threats of our times.</span></p> <p align="justify"><span>The new structure of the Icelandic Coast Guard must take these changes in emphasis into account.<span> </span> It must also take account of the fact that each year sees more and more pleasure cruisers, with thousands of people on board, calling in Icelandic ports or passing through our waters.</span></p> <p align="justify"><span>No state can deal alone with the consequences of a major disaster at sea, and all coastal states must have the equipment needed to cover initial response measures and minimize the immediate hazards until help on a larger scale arrives.<span> </span> This places no small demands on Iceland, given the present outlook for the growth in large-scale shipping traffic in the years ahead.</span></p> <p align="justify"><span>In the light of the importance that the US government and Congress attach to securing the shipping routes for these oil and gas cargoes, it seems extraordinarily short-sighted, and in fact unrealistic, of the United States to have withdrawn its entire security presence from Iceland.</span></p> <p align="justify"><span>The current US administration has its hands full with so many international problems that it seems neither to have the capacity nor the time to deal with them all ? and more?s the pity if some of these problems are home-made.</span><span> </span></p> <p align="justify"><span>It would not surprise me if, as time goes on, US defence specialists come to the conclusion that US interests in the North Atlantic region would again be better served by having their own forces in Iceland.<span> </span> This would then show whether their departure in 2006 had closed the doors in Iceland in the long term.</span></p> <p align="center"><span>*</span><span> </span></p> <p align="justify"><span>The twentieth century was a harsh one for the human race as a whole, but it was kind to Iceland, the kindest in the history of our nation.</span></p> <p align="justify"><span>Iceland made more progress than most other countries in the second half of the last century, and more than in any previous period, and we are still enjoying a time of great economic prosperity.<span> </span> The fortunes of our country are in our hands, and it is up to us to tend to them properly.</span></p> <p align="justify"><span>We must have the courage to tackle the problems that face us.<span> </span> We will not get rid of them by sweeping them under the carpet and telling ourselves that the world has become such a good place as to make precautions ? both military and those of other types ? unnecessary.</span></p> <p align="justify"><span>Defence and security and are not prominent issues in the current election campaign.<span> </span> It has been said that no one will win an election by playing the defence and security card in times of peace and prosperity; on the other hand, it is easy to lose elections when things start going wrong and the ordinary citizen feels his safety threatened.</span></p> <p align="justify"><span>If people do not give a thought to party policies on defence and security when they cast their votes, they might easily wake up after the elections to a situation in which the government is prepared to sacrifice an arrangement that has given good results and to rely on wishful thinking rather than realistic assessment.</span></p> <p align="justify"><span>We should remember that policy by itself does not tell the whole story either; experience is the most reliable guide and can teach us the most about who can best be trusted to handle our defence interests with the necessary firmness.</span></p> <p align="justify"><span>Certainly, Icelandic history contains examples of sudden changes of policy on defence and security.<span> </span> It was precisely in order to promote the cause of peace and security that the</span> <span>Icelandic Atlantic Treaty Association</span> <span>was founded nearly 50 years ago, when the outlook seemed dark due to the position adopted by the government towards cooperation with other western nations.</span></p> <p align="justify"><span>It has always been dangerous for an Icelandic government to adopt a maverick attitude on defence and security.<span> </span> This danger does not diminish as we ourselves shoulder more of the responsibility for these important issues.<span> </span> And precisely for this reason, the work of the</span> <span>Icelandic Atlantic Treaty Association</span> <span>and Varðberg is still important.<span> </span> This is the forum where people have met to discuss these matters in a pragmatic way, dedicated to seeking the best solutions for our nation.</span></p> <p align="justify"><span>I hope that my address here today has shown that the Government of Iceland has been acting in full sincerity in the measures it has taken on security and defence over the past few months.<span> </span> I am confident that if we keep to the same course, we will continue, in partnership with the neighbouring countries that are well-disposed towards us, to guarantee security for ourselves and for the North Atlantic region.</span></p> <p><span> </span></p> <p> </p> <br /> <br />

2007-03-30 00:00:0030. mars 2007Okkar ábyrgð - öryggi og varnir Íslendinga

<br /> <br /> <p align="justify"><span>Þegar ég bauð mig fyrst fram til þings fyrir 16 árum sagði ég í grein í <em>Morgunblaðinu</em> (3. apríl, 1991):</span></p> <p align="justify"><span>&bdquo;Íslendingar verða að taka virkan þátt í mótun og framkvæmd öryggisstefnunnar. Við eigum að leysa bandaríska varnarliðið af hólmi, þar sem það samræmist markmiði varnarsamningsins um að tryggja öryggi landsins og hafsvæðanna umhverfis það.Við eigum að knýja á dyr Evrópuþjóða og óska efir nánara samstarfi við þær um öryggismál.&ldquo;</span></p> <p align="justify"><span>Ætlun mín hér í dag er að lýsa stöðunni í öryggis- og varnarmálum okkar Íslendinga á þessari stundu.<span>&nbsp;</span> Ég viðurkenni fúslega, að það tók lengri tíma en ég ætlaði árið 1991, að við leystum varnarliðið af hólmi.<span>&nbsp;</span> Raunar gerum við það ekki enn, því að landvarnir Íslands eru áfram í höndum Bandaríkjamanna.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel íslenskum stjórnvöldum alls ekki um megn að taka á sig öryggisskyldur sjálfstæðs ríkis og bregðast við ógnum með skjótum og skilvirkum hætti til þess að tryggja og verja öryggi borgara sinna.<span>&nbsp;</span> Ef við viljum getum við verið virkir og áreiðanlegir þátttakendur með vinaþjóðum við að tryggja öryggi í okkar heimshluta.<span>&nbsp;</span> Ef við höldum rétt á málum getum við tekist á við gerbreyttar aðstæður á skynsamlegan og öflugan hátt.</span></p> <p align="justify"><span>Öryggis- og varnarmálin eru nú enn frekar en áður innanríkismál fremur en utanríkismál. Vissulega eru meginstoðir landvarnarstefnu Íslands enn sem fyrr varnarsamningurinn við Bandaríkin og þátttaka okkar í NATO.<span>&nbsp;</span> Við gæslu öryggis borgaranna skiptir samstarf við aðrar stofnanir en hermálayfirvöld austan hafs og vestan hins vegar meira máli en fyrr í sögu okkar, þegar lagt er mat á hættur, sem að kunna að steðja.</span></p> <p align="justify"><span>Þessar staðreyndir birtast okkur í samkomulaginu, sem gert var við Bandaríkjamenn síðastliðið haust, þar sem lagt er á ráðin um samvinnu við bandarísku strandgæsluna, alríkislögregluna, tollgæslu og landamæraverði. Öryggisgæsla í þágu flugs og siglinga hefur flust i hendur borgaralegra yfirvalda hér og annars staðar með alþjóðareglum um flugvernd og siglingavernd. Bandaríska heimavarnaráðuneytið kemur að þeim málum en ekki varnarmálaráðuneytið, svo að dæmi sé tekið.</span></p> <p align="justify"><span>Inntakið í samstarfinu um öryggismál við Bandaríkjamenn breyttist verulega með hinu nýja samkomulagi á grundvelli varnarsamningsins. Áherslan fluttist frá landvörnum í hefðbundnum skilningi þess orðs til heimavarna, þar sem borgaralegar stofnanir koma sífellt meira til sögunnar.</span></p> <p align="justify"><span>Sé litið til samstarfs Evrópuríkja er þróunin hin sama. Innan ramma Schengen-samstarfsins er sífellt meiri áhersla lögð á lögreglusamvinnu í þágu aukins öryggis. Á það hefur verið bent, að Evrópusambandið sé samstarfsaðili bandaríska heimavarnaráðuneytisins og slík borgaraleg samvinna í þágu öryggis skipti hinn almenna borgara jafnvel meiru eins og málum sé nú háttað en herafli grár fyrir járnum.</span></p> <p align="justify"><span>Er ábyrgð okkar Íslendinga á sviði öryggismála meiri en nokkru sinni bæði með vísan til samstarfsins við Bandaríkjamenn og vegna stefnu, sem ríkisstjórn Íslands mótaði við brottför varnarliðsins.</span></p> <p align="justify"><span>Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg hafa í tæpa hálfa öld stuðlað að málefnalegum umræðum um öryggi Íslands og hinar bestu leiðir til að tryggja það. Stefna og starf félaganna hefur stutt skynsamlega og farsæla stefnu íslenskra stjórnvalda. Þegar við stöndum enn á tímamótum í þessu efni er enginn vettvangur betur til þess fallinn en einmitt þessi til að lýsa stöðunni eins og hún er og líta fram á veginn.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>Samkomulag um framtíðarskipan landvarna Íslands á grundvelli varnarsamningsins við Bandaríkin frá 1951 var gert í september 2006. Þegar ríkisstjórn Íslands kynnti samkomulagið hinn 26. september 2006 birti hún yfirlýsingu um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins.</span></p> <p align="justify"><span>Unnið hefur verið á grundvelli yfirlýsingarinnar síðan. Þar hefur allt gengið til þeirrar áttar, sem að var stefnt.</span></p> <p align="justify"><strong><span>Í fyrsta lagi</span></strong> <span>var lýst yfir því, að stofnað yrði hlutafélag í eigu ríkisins um framtíðarþróun og umbreytingu fyrrverandi varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli. Skyldi félagið koma svæðinu og mannvirkjum á því með skipulegum hætti í arðbær borgaraleg not án þess að valda röskun á samfélaginu í næsta nágrenni vallarins.</span></p> <p align="justify"><span>Félagið var stofnað í október 2006 og hefur nú auglýst eignir til sölu og hafa margir sýnt áhuga á að nýta sér aðstöðuna í Keflavíkurstöðinni. Hinn 15. mars síðastliðinn var til dæmis sagt frá hugmyndum um að reka þar alþjóðlegan háskóla.</span></p> <p align="justify"><span>Hluti af fyrrverandi varnarsvæði verður svokallað öryggissvæði, þar sem tekið verður á móti herflugvélum undir gæslu á forræði utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið hafði í samskiptum við varnarliðið alla innlenda yfirstjórn á varnarsvæðunum, en er nú eins og eðlilegt er að draga úr umsvifum sínum og stofnana sinna á Keflavíkurflugvelli.</span></p> <p align="justify"><strong><span>Í öðru lagi</span></strong> <span>lýsti ríkisstjórnin yfir því, að til að efla almennt öryggi yrði við endurskoðun laga um almannavarnir komið á fót miðstöð, þar sem tengdir yrðu saman allir aðilar, sem koma að öryggismálum innanlands, hvort heldur vegna náttúruhamfara eða vegna hættu af mannavöldum. Til að tryggja sem best samhæfingu innan miðstöðvarinnar skyldu forsætisráðherra, utanríkisráðherra, dóms- og kirkjumálaráðherra, samgönguráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og umhverfisráðherra sitja í yfirstjórn hennar. Dagleg stjórn miðstöðvarinnar yrði á vegum dóms- og kirkjumálaráðherra, en honum var falið að leggja fram frumvarp til nýrra almannavarnalaga.</span></p> <p align="justify"><span>Að þessu frumvarpi hefur verið unnið undanfarna mánuði og er það nú fullsmíðað af minni hálfu og lagði ég það fram í ríkisstjórn í fyrstu viku þessa mánaðar og sendi það síðan þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Mér var ljóst, að frumvarpið væri of viðamikið til að hljóta afgreiðslu á þessu þingi en hins vegar tel ég eðlilegt, að um efni þess sé rætt á opinberum vettvangi.</span></p> <p align="justify"><span>Markmið almannavarna er samkvæmt frumvarpinu að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir, sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða eignatjóni af völdum náttúruhamfara, farsótta, hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða annarar hættu, og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns, sem hugsanlega kann að verða eða sem hefur orðið.</span></p> <p align="justify"><span>Hér er með öðrum orðum bæði um að ræða varnir vegna hamfara af völdum náttúrunnar og af mannavöldum. Gerð viðbragðsáætlana á grundvelli laganna á að taka mið af þessari víðtæku skilgreiningu og er í frumvarpinu lögð mikil áhersla á forvarna- og viðbragðsþátt almannavarna. Ríkinu er ætlað að fara<span>&nbsp;</span> með almannavarnir í landinu öllu, hvort heldur á landi, í lofti eða á sjó, en sveitarfélög fara hins vegar með, í samvinnu við ríkisvaldið, almannavarnir í héraði.</span></p> <p align="justify"><span>Dóms- og kirkjumálaráðherra er æðsti yfirmaður almannavarna í landinu. Honum er ætlað að gefa út reglur um almannavarnastig að fenginni tillögu ríkislögreglustjóra, sem annast málefni almannavarna og tekur ákvörðun um almannavarnastig hverju sinni og tilkynnir ráðherranum.</span></p> <p align="justify"><span>Við embætti ríkislögreglustjóra mun starfa samhæfingar- og stjórnstöð undir sérstakri stjórn. Í stöðinni fer fram samhæfing og yfirstjórn almannavarnaaðgerða með hliðsjón af almannavarnastigi og viðeigandi viðbragðsáætlun. Stöðina er einnig unnt að virkja vegna hvers kyns aðgerða við leit og björgun.</span></p> <p align="justify"><span>Hér er tekið mið af reynslunni af björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð, en hún er virkjuð æ oftar af viðbragðsaðilum, vegna þess hve góð reynsla hefur fengist af því samhæfingarstarfi, sem unnið er undir merkjum hennar.</span></p> <p align="justify"><span>Hugmynd mín er, að samhæfingar- og stjórnstöðin lúti stjórn níu manna, ráðherra skipi formann án tilnefningar en aðrir komi frá ríkislögreglustjóra, landhelgisgæslu, landlækni, slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, samræmdri neyðarsímsvörun, Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, auk þess tilnefni samgönguráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hvor sinn fulltrúa. Hlutverk stjórnarinnar er huga að innra skipulagi, rekstri og samstarfi viðbragðsaðila en við stjórn aðgerða verði farið eftir viðbragðsáætlunum.</span></p> <p align="justify"><span>Segja má, að í því, sem hér hefur verið rakið komi fram lýsing á skipulagi, sem hrundið hefur verið í framkvæmd hin síðustu misseri með sífellt nánara samstarfi viðbragðsaðila og nú sé það sett í lögbundið form.</span></p> <p align="justify"><span>Ramminn utan um þetta skipulag er hins vegar alveg nýr samkvæmt frumvarpi mínu, því að þar er gert ráð fyrir, að almannavarnaráð víki fyrir nýju almannavarna- og öryggismálaráði, sem starfi undir formennsku forsætisráðherra og er þá tekið mið af því, sem sagði í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við brottför varnarliðsins.</span></p> <p align="justify"><span>Hlutverk almannavarna- og öryggismálaráðs er að marka stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum, en í stefnunni skal gera grein fyrir ástandi og horfum í þessum málum, fjalla um áhersluatriði varðandi skipulag almannavarna- og öryggismála, forvarnarstarf, nauðsynlega samhæfingu á efni viðbragðsáætlana og starfsemi opinberra stofnana á því sviði, nauðsynlegar birgðir til þess að tryggja lífsakomu þjóðarinnar á hættutímum, endurreisn eftir hamfarir og aðrar aðgerðir, sem ráðið telur nauðsynlegar til að ná því markmiði að tryggja öryggi landsmanna sem best. Umsýsla vegna ráðsins og undirbúningur funda þess yrði í höndum dóms- og kirkjumálaráðherra.</span></p> <p align="justify"><span>Þeir ráðherrar, sem ég hef áður nefnt, skulu eiga sæti í almannavarna- og öryggismálaráði en auk þeirra er forsætisráðherra heimilt að kveðja allt að tvo ráðherra til setu í ráðinu í senn vegna sérstakra mála. Með ráðherrunum tækju ráðuneytisstjórar og forstöðumenn stofnana á vegum einstakra ráðuneyta sæti í ráðinu, þar ættu Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, samræmd neyðarsímsvörun og sveitarfélögin einnig fulltrúa.</span></p> <p align="justify"><span>Með því að leggja fram og kynna þetta frumvarp til laga um almannavarnir tel ég mig hafa lokið því verkefni, sem mér var ætlað að þessu leyti í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september 2006.</span></p> <p align="justify"><span>Fleiri verkefni öryggismála falla undir dóms- og kirkjumálaráðherra samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><strong><span>Í þriðja lið</span></strong> <span>yfirlýsingarinnar segir, að samhliða því sem unnið verði að nýskipan lögreglumála, verði samstarf lögreglu, landhelgisgæslu, slökkviliða og björgunarsveita aukið enn frekar, þannig að tryggja megi þátttöku varaliðs hvarvetna þar sem þess kunni að verða þörf í landinu.</span></p> <p align="justify"><span>Með frumvarpinu um almannavarnir fylgir tillaga mín um breytingu á lögreglulögum, þar sem ríkislögreglustjóra er heimilað með samþykki dómsmálaráðherra að bæta við varalögreglumönnum til að gæta öryggis.</span></p> <p align="justify"><span>Heimild af þessu toga var í lögreglulögum frá 1940 til 1996, þegar hún var felld úr gildi, en ég þekki ekki rökin fyrir því.</span></p> <p align="justify"><span>Björgunarsveitir hafa verið ómetanlegar sem hjálpar- og varalið við björgunarstörf, almannavarnir og önnur almenn gæslustörf. Lögregla kann hins vegar að þurfa á annars konar liðsauka að halda og hafa mér verið kynntar tillögur embættis ríkislögreglustjóra um 240 manna launað varalið lögreglu og almannavarna vegna sérstaks löggæsluviðbúnaðar. Yrðu varaliðsmenn kallaðir til starfa úr röðum björgunarsveitarmanna, slökkviliðsmanna, sjúkraliðsmanna, öryggisvarða, friðargæsluliða og fyrrverandi lögreglumanna eftir sérstaka þjálfun á vegum ríkislögreglustjóra.</span></p> <p align="justify"><span>Ríkislögreglustjóri heldur utan um þetta lið og búnað þess samkvæmt frumvarpinu, en hvort tveggja tæki mið af varðgæslu mikilvægra mannvirkja eða staða, landamæragæslu, verkefnum vegna öryggisgæslu, mannfjöldastjórnun, almennum löggæsluverkefnum, umferðarstjórn og sérstökum verkefnum.</span></p> <p align="justify"><span>Samkvæmt mati er talið að stofnkostnaður við að koma varaliðinu á fót yrði um 244 milljónir króna en árlegur rekstrarkostnaður um 222 m. kr.</span></p> <p align="justify"><span>Með þessum liðsafla gæti lögreglan kallað út um 1000 manna þjálfað lið til verkefna á sínu sviði en auk þess yrði síðan treyst á björgunarsveitir, slökkvilið og aðra eftir aðstæðum hverju sinni.</span></p> <p align="justify"><span>Þess má geta, að sérstaklega hefur verið samið við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu um viðbrögð vegna hættu frá efna-, sýkla- eða geislavopnum. Viðbúnað á því sviði þarf enn að auka.</span></p> <p align="justify"><strong><span>Í fjórða lið</span></strong> <span>yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar er sagt, að tryggja verði íslenskum yfirvöldum lögheimildir til náins samstarfs við stjórnvöld og. alþjóðastofnanir, þar sem skipst er á trúnaðarupplýsingum</span></p> <p align="justify"><span><span>&nbsp;</span>Á grundvelli skýrrar lagaheimildar sem alþingi veitti á árinu 2006 var komið á fót sérstakri greiningardeild á vegum ríkislögreglustjóra um síðustu áramót og þar með var stigið mikilvægt skref til að framkvæma þennan lið í yfirlýsingunni. Á þeim fáu mánuðum, sem deildin hefur starfað, hefur hún sannað gildi sitt en hlutverk hennar er m.a. að greina áhættu í samstarfi við sambærilegar stofnanir hjá öðrum þjóðum.</span></p> <p align="justify"><span>Þá var ákveðið, að íslenskur tengslafulltrúi skyldi starfa í höfuðstöðvum Europol í Haag og er hann þegar tekinn til við að vinna úr upplýsingum með íslenska hagsmuni í huga.</span></p> <p align="justify"><span>Á liðnu sumri beitti ég mér fyrir úttekt sérfræðinga Evrópusambandsins í baráttunni gegn hryðjuverkum á stöðu íslensku lögreglunnar með hliðsjón af hryðjuverkavörnum. Þeir lögðu til að komið yrði á fót sérstakri þjóðaröryggisdeild, sem ég hef síðan kallað öryggis- og greiningarþjónustu, og mundi hún hafa heimildir til að hefja rannsókn mála, án þess að fyrir lægi rökstuddur grunur um, að afbrot hefði verið framið, auk þess sem alþingi kysi menn til eftirlits með starfseminni.</span></p> <p align="justify"><span>Í nýlegri skýrslu Evrópunefndar um tengsl Íslands og Evrópusambandsins segir, að</span> <span>Ísland hafi ekki aðgang að samstarfi ESB-ríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkum, utan þess, sem leiðir af Schengen-samstarfinu. Með stofnun sérstakrar öryggis- og greiningarþjónustu lögreglu hérlendis ætti Ísland hins vegar að geta tekið aukinn þátt í samstarfi ESB á þessu sviði, m.a. samstarfi við aðgerðamiðstöð ESB í Brussel (Situation Centre, SITCEN), <span><span>&nbsp;</span>auk þess að eiga aðild að</span> samtökum <span>&nbsp;</span>landsbundinna öryggisstofnana aðildarríkja Evrópusambandsins, Noregs og Sviss. Einnig væri þá hægt að taka þátt í <em>Club of Berne</em>, sem er óformlegur samstarfsvettvangur fyrir yfirmenn frá öryggisstofnunum í Evrópu, en á þeim vettvangi er m.a. rætt um varnir gegn hryðjuverkum. <em>Club of Berne</em> er ekki hluti af starfsemi ESB og Noregur og Sviss eiga til að mynda fulltrúa á þeim samstarfsvettvangi.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef í samvinnu við réttarfarsnefnd og eftir samráð við fulltrúa þingflokka kannað, hver ætti að vera lögformlegur rammi starfs af þessu tagi. Getum við í því efni hæglega stuðst við reynslu nágrannaþjóða, til dæmis Dana og Norðmanna.</span></p> <p align="justify"><span>Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli var í sérstöku trúnaðarsamstarfi við stofnanir á vegum NATO, þegar embætti hans heyrði undir utanríkisráðuneytið. Með brotthvarfi varnarliðsins hefur utanríkisráðuneytið þessi verkefni enn í sínum höndum. Embætti sýslumannsins hefur nú verið flutt undir stjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og starfar sem embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Til að samhæfa öflun og úrvinnslu allra upplýsinga um öryggismál, hvort sem þær koma frá NATO eða öðrum, er eðlilegt, að þær renni nú til <span>&nbsp;</span>hinnar nýju greiningardeildar og landhelgisgæslu, sem hafa lögbundið hlutverk við öryggisgæslu á sjó og landi. Slík skipan þjónar öryggishagsmunum þjóðarinnar best.</span></p> <p align="justify"><strong><span>Í fimmta lið</span></strong> <span>yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar segir, að unnið verði að því að koma á öflugu öruggu fjarskiptakerfi, Tetra kerfi, sem nái til alls landsins.</span></p> <p align="justify"><span>Hinn 20. október 2006 gengum við fjármálaráðherra og samgönguráðherra<span>&nbsp;</span> frá samkomulagi við 112 hf. um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis, Öryggisfjarskipti ehf., sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.</span></p> <p align="justify"><span>Gert er ráð fyrir að uppbyggingu kerfisins ljúki nú í maí. Samið hefur verið við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um notkun kerfisins og allir helstu viðbragðsaðilar í landinu hafa lýst yfir vilja til að nota það auk margra annarra.</span></p> <p align="justify"><span>Með þessu stóreflda Tetra kerfi eignast Íslendingar<span>&nbsp;</span> fullkomnasta fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu sem völ er á. Kerfið þjónar öllu landinu og gegnir lykilhlutverki við leit og björgun.</span></p> <p align="justify"><span>Kostir Tetra eru fjölmargir. Það er langdrægt og í senn hóptalkerfi og sími. Allir sem koma að björgunaraðgerðum geta verið í sömu talhópum án aðildar utanaðkomandi aðila. Upplýsingar geta því borist hratt og vel og stjórnun og samhæfing aðgerða verður markvissari en ella. Unnt er að ferilvakta öll farartæki og mannskap og fylgjast þannig með aðgerðum af meiri nákvæmni en áður, auk þess sem ferilvöktun getur stytt viðbragðstíma verulega.</span></p> <p align="justify"><strong><span>Í sjötta lið</span></strong> <span>yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar er skýrt frá ráðstöfunum til að efla þyrluþjónustu landhelgisgæslunnar auk þess sem ný flugvél og nýtt varðskip verði keypt.</span></p> <p align="justify"><span>Áður en Bandaríkjamenn skýrðu frá því 15. mars 2006, að þeir yrðu á brott með allt sitt lið frá Íslandi fyrir 30. september 2006, hafði ríkisstjórnin tekið ákvarðanir um að efla þyrlusveit landhelgisgæslunnar.</span></p> <p align="justify"><span>Hinn 18. apríl 2006 var skýrt frá því, að ríkisstjórnin hefði samþykkt tillögu mína um, að leigðar yrðu til landsins tvær þyrlur af sambærilegri gerð og þá voru í rekstri hjá landhelgisgæslunni, starfsfólki gæslunnar yrði fjölgað til</span> <span>að reka mætti fleiri þyrlur og halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn allan ársins hring.<span>&nbsp;</span> Þá yrði búnaði til töku eldsneytis fyrir þyrlur komið fyrir um borð í varðskipum landhelgisgæslunnar.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Þetta hefur gengið eftir og í flugflota landhelgisgæslunnar eru nú fjórar þyrlur og ein flugvél.</span></p> <p align="justify"><span>Verkefnið á þessari stundu er tvíþætt: Í fyrsta lagi að leita eftir tilboðum í nýjar stórar þyrlur og í öðru lagi að brúa bilið, þar til þær koma til sögunnar.</span></p> <p align="justify"><span>Hinn 20. mars síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin tillögu mína um framtíðarlausn á þyrlurekstri landhelgisgæslunnar en hún er í þremur liðum:</span></p> <p align="justify"><span>1.Áfram verði rætt við norsk stjórnvöld um sameiginlegt útboð Íslands og Noregs vegna kaupa beggja ríkja á nýjum, sérhönnuðum, stórum og langdrægum björgunarþyrlum samkvæmt þeirri útboðslýsingu, sem kynnt hefur verið í Noregi, og stefnt að útboði síðar á þessu ári. Jafnframt verði stefnt að nánu samstarfi ríkjanna við framtíðarrekstur þyrlanna.</span></p> <p align="justify"><span>2. Stefnt verði að því, að í þyrlusveit landhelgisgæslunnar verði áfram tiltæk a.m.k. ein minni þyrla, sem nýtt verði til þeirra flugverkefna, sem henni hentar.</span></p> <p align="justify"><span>3. Fram að afgreiðslu nýrra, stórra og langdrægra björgunarþyrla, væntanlega á árunum 2011-2014, leigi Landhelgisgæsla Íslands áfram vel búnar Eurocopter Super Puma og/eða Dauphin þyrlur til leitar- og björgunarflugs, svipaðar þeim sem landhelgisgæslan hefur rekið undanfarna rúma tvo áratugi.</span></p> <p align="justify"><span>Nokkrar umræður hafa orðið um staðarval fyrir þyrlur gæslunnar, eftir að þeim fjölgaði. Nú er komið að því að huga sérstaklega að þeim þætti í rekstri þyrlusveitarinnar.</span></p> <p align="justify"><span>Hinn 1. desember 2006 veitti ríkisstjórnin okkur fjármálaráðherra umboð til að ljúka samningum við ASMAR skipasmíðastöðina í Chile um smíði nýs varðskips og var ritað undir samningana 20. desember 2006 en skipið á að vera fullsmíðað á miðju ári 2009.</span></p> <p align="justify"><span>Varðskipið verður 93 m. langt og 16 m. breitt og togkraftur þess verður um 100 tonn sem gerir því kleift að draga stór flutningaskip. Varðskipið verður mun stærra, öflugra og betur búið en þau varðskip sem nú eru í rekstri. Ægir og Týr eru um 71 m á lengd og 10 á breidd og um 1.300 brúttótonn með 56 tonna togkraft. Fjöldi í áhöfn nýja varðskipsins verður svipaður og á varðskipum LHG.</span></p> <p align="justify"><span>Úrvinnsla á tilboðum vegna nýrrar flugvélar fyrir landhelgisgæsluna er á lokastigi</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur.</span></p> <p align="justify"><span>Þetta eru þau verkefni í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem falla beint undir verksvið mitt sem dóms- og kirkjumálaráðherra. Að þeim öllum hefur verið unnið.</span></p> <p align="justify"><span>Þrír aðrir liðir eru í þessari yfirlýsingu.</span></p> <p align="justify"><strong><span>Hinn sjöundi</span></strong> <span>er um að komið verði á laggirnar samstarfsvettvangi fulltrúa stjórnmálaflokkanna, þar sem fjallað verði um öryggi Íslands á breiðum grundvelli.</span></p> <p align="justify"><span>Hér starfaði öryggismálanefnd með fulltrúum stjórnmálaflokkanna allan níunda áratuginn og voru samdar skýrslur á hennar vegum. Þótti það almennt gefa góða raun. Þegar ég varð formaður Evrópunefndar sumarið 2004 leit ég til reynslunnar af störfum okkar í öryggismálanefnd við skipulag starfa nefndarinnar. Niðurstaða okkar í Evrópunefnd varð hins vegar sú að láta ekki vinna fyrir okkur skýrslur heldur að ljúka starfi okkar með skýrslu nefndarinnar, sem samin var af Hreini Hrafnkelssyni, starfsmanni okkar, og byggðist á rannsóknum nefndarinnar og fundum með fjölmörgum sérfræðingum.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel almennt gagnlegt, að komið sé á laggirnar nefndum með fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að vinna að úttektum á mikilvægum sviðum utanríkis- eða öryggismála.</span></p> <p align="justify"><strong><span>Áttundi liður</span></strong> <span>í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar snertir breytingar innan stjórnarráðsins, þegar verkefni færast frá utanríkisráðuneyti til annarra.</span></p> <p align="justify"><span>Okkur er tamt að hugsa um öryggis- og varnarmál þjóðarinnar sem utanríkismál af þeirri einföldu ástæðu að íslenska utanríkisþjónustan annaðist öll samskipti við herlið Bandaríkjamanna og úrlausn mála tengdum framkvæmd varnarsamningsins.<span>&nbsp;</span> Við höfum áratuga langa reynslu af því að ræða við aðra um það, hvað þeir kunni að vilja gera til að tryggja öryggi Íslands og hafsvæðanna umhverfis landið.</span></p> <p align="justify"><span>Nú þegar varnarliðið er farið og engin landsvæði geta lengur kallast varnarsvæði í skilningi varnarsamningsins, eftir að Bandaríkjaher skilaði þeim aftur til íslenskra stjórnvalda, breytist hlutverk einstakra ráðuneyta í samræmi við það. Samgönguráðuneytið mun að sjálfsögðu fara með yfirstjórn Keflavíkurflugvallar eins og annarra flugvalla og eins og hér hefur verið rakið axla stofnanir á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins aukna ábyrgð í öryggismálum.</span></p> <p align="justify"><strong><span>Lokaliðurinn</span></strong> <span>í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september 2006 snýst um, að gerðar verði ráðstafanir til að lesa úr öllum merkjum frá ratsjárstofnun, sem þýðingu hafa varðandi eftirlit með flugvélum í lofthelgi Íslands.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel, að eftirlit með þessum merkjum eigi annars vegar að vera hjá flugumferðarstjórum og hins vegar þeim, sem manna vaktstöðina við Skógarhlíð auk þess sem þau séu send inn í eftirlitskerfi NATO. Með öllu er óþarft að halda úti sérstakri vaktstöð vegna þeirra merkja, sem aflað er með tækjum ratsjárstofnunar.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Íslensk stjórnvöld hafa ekkert umboð til þess að sinna hernaðarlegum málum. Tillögur um aukinn hlut okkar Íslendinga á því sviði hafa fallið í grýtta jörð.<span>&nbsp;</span> Þá eru landvarnir að víkja fyrir annars konar öryggisráðstöfunum, þar sem fremur er treyst á lögreglumenn en hermenn.</span></p> <p align="justify"><span>Við Íslendingar erum einfaldlega þiggjendur, þegar um hernaðarlegt samstarf við aðra er að ræða. Við getum tekið á móti hervélum og herskipum hér á landi og lagt ríkjum borgaralegan stuðning við æfingar. Við erum hins vegar ekki virkir þátttakendur í gagnkvæmu samstarfi við önnur ríki á sviði öryggismála nema með aðild borgarlegra stofnana.</span></p> <p align="justify"><span>Borgaralegir þættir öryggis- og varnarmála miða að því að tryggja öryggi í fjarskiptum, upplýsingatækni, samgöngum og viðskiptum, treysta ytri landamæri, koma í veg fyrir að hættu- eða upplausnarástand skapist vegna skipulagðrar glæpastarfsemi, hryðjuverka og ólögmætra innflytjenda, og koma í veg fyrir að lönd verði griðastaður til fjármálamisferla eða hvers konar illvirkja.</span></p> <p align="justify"><span>Við verðum að búa stofnunum, sem að þessum öryggisþáttum koma, þann starfsgrundvöll, að þær hafi burði til þess að takast á við krefjandi verkefni hér heima og erlendis í samstarfi við systurstofnanir sínar. Fulltrúar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og stofnana þess eru virkir þátttakendur í viðræðum við aðrar þjóðir um framtíðarsamvinnu á þessum sviðum.</span></p> <p align="justify"><span>Hér að framan hef ég rakið áherslubreytingar í þessa átt í samstarfi okkar við Bandaríkjamenn samkvæmt samkomulaginu á síðasta ári og við Evrópuþjóðir á grundvelli Schengen-samstarfsins.</span></p> <p align="justify">Landhelgisgæslan<span>&nbsp;</span> á náið og gott samstarf við Dani og<span>&nbsp;</span> Norðmenn eins og aðrar þjóðir, sem láta sig öryggismál á Norður-Atlantshafi varða. Hinn 11. janúar síðastliðinn rituðum við Sören Gade, varnarmálaráðherra Dana, <span>undir samkomulag um nánara samstarf Landhelgisgæslu Íslands og danska flotans við eftirlit, leit og björgun á N-Atlantshafi.</span> <span>&nbsp;</span>Norðmenn hafa lýst sig fúsa til þess að ganga til formlegs samstarfs við landhelgisgæsluna um fleira en kaup á nýjum björgunarþyrlum.</p> <p align="justify">Þá er unnið að því, að við Íslendingar verðum aðilar að samstarfi Breta, Kanadamanna og Bandaríkjamanna um leitar- og björgunarstarf á Norður- Atlantshafi.</p> <p align="justify"><span>Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið efld og almennur vilji er til þess, að hún sé búin og þjálfuð til að takast á við hin erfiðustu verkefni. Það markmið næst ekki nema með góðu samstarfi við sambærilegar sveitir í öðrum löndum og að efnt sé til æfinga með þeim.</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Á tímum kalda stríðsins jókst hernaðarlegt mikilvægi Íslands í réttu hlutfalli við spennuna í samskiptum austurs og vesturs. Á komandi árum mun mikilvægi siglingaleiðanna umhverfis Ísland stóraukast vegna flutninga á olíu og gasi frá Barentshafi til Norður-Ameríku.</span></p> <p align="justify"><span>Hvergi er lögð meiri áhersla á að tryggja öryggi en á slíkum siglingaleiðum og þar á ég við öryggi í víðtækum skilningi, bæði gegn hryðjuverkum og sjóslysum. Mengunarslys vegna skaða við olíu- eða gasflutninga eru ein skelfilegustu umhverfispjöll samtímans.</span></p> <p align="justify"><span>Nýskipan Landhelgisgæslu Íslands verður að taka mið af þessum breytingum. Hún þarf einnig að taka mið af því, að ferðum skemmtiferðaskipa með þúsundir manna innan borðs fjölgar ár frá ári hér á okkar slóðum.</span></p> <p align="justify"><span>Ekkert eitt ríki getur glímt við stórslys á hafi úti, en sérhvert strandríki verður að búa yfir búnaði til fyrstu hjálpar, sem dregur úr bráðri hættu og dugar, þar til fleiri koma á vettvang. Þetta gerir ekki neinar smákröfur til okkar Íslendinga, ef svo fer fram sem horfir um stórskipaferðir.</span></p> <p align="justify"><span>Með hliðsjón af áherslu bandaríska þingsins og Bandaríkjastjórnar á að tryggja öryggi á siglingaleiðum með olíu og gas, sýnir það mikla skammsýni og raunar óraunsæi hjá bandarískum yfirvöldum að kalla allan öryggisviðbúnað sinn frá Íslandi.</span></p> <p align="justify"><span>Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er með fangið svo fullt af alþjóðlegum vandamálum, að hún hefur hvorki tök né tíma til að glíma við þann vanda allan &ndash; og ekki er hann betri, sé hann heimatilbúinn.</span></p> <p align="justify"><span>Ekki kæmi á óvart, þegar fram líða stundir, að bandarískir sérfræðingar í öryggismálum mætu stöðuna þannig, að hagsmunum þeirra yrði enn á ný betur borgið á Norður-Atlantshafi með eigin viðbúnaði á Íslandi. Þá mun á það reyna, hvort viðskilnaðurinn á árinu 2006 lokaði dyrum hér á landi til frambúðar.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>Tuttugasta öldin var mannkyni grimm, en Íslendingum góð, hin langbesta í allri sögu þjóðarinnar.</span></p> <p align="justify"><span>Á seinni helmingi<span>&nbsp;</span> liðinnar aldar vegnaði Íslendingum betur en flestum þjóðum og betur en nokkru sinni fyrr í eigin sögu og enn er mikið hagsældarskeið hér á landi. Fjöreggið er í okkar eigin höndum og við verðum að gæta þess.</span></p> <p align="justify"><span>Við verðum að hafa kjark til að leysa úr þeim viðfangsefnum, sem við blasa. Þau hverfa ekki með því að sópa þeim undir teppið eða með því að telja sér trú um, að veröldin sé svo góð, að ekki sé þörf á varúðarráðstöfunum, jafnt með hervaldi og öðrum viðbúnaði.</span></p> <p align="justify"><span>Öryggis- og varnarmál ber ekki hátt nú í aðdraganda þingkosninganna. Sagt hefur verið að enginn vinni kosningar með slík mál á oddinum, þegar vel gengur, en hins vegar sé auðvelt að tapa kosningum, ef eitthvað fer úrskeiðis og öryggi borgaranna er ógnað.</span></p> <p align="justify"><span>Ef menn hafa ekki stefnu flokka í öryggis- og varnarmálum í huga, þegar þeir greiða atkvæði sitt, geta þeir auðveldlega vaknað upp við þann vonda draum að kosningum loknum, að valdhafar séu tilbúnir til að fórna því, sem vel hefur reynst og láta frekar óskhyggju ráða en kalt mat.</span></p> <p align="justify"><span>Við skulum minnast þess, að stefnan ein segir ekki alla söguna, því að reynslan er ólygnust og hún getur kennt okkur margt um það, hverjum sé best treystandi til að fara með öryggismál okkar af nauðsynlegri festu.</span></p> <p align="justify"><span>Íslandssagan geymir vissulega dæmi um skjót sinnaskipti í öryggis- og varnamálum. Samtök um vestræna samvinnu voru einmitt stofnuð fyrir tæpum 50 árum til að vinna málstað friðar og öryggis fylgi, þegar illa horfði vegna afstöðu stjórnvalda til samstarfs vestrænna ríkja.</span></p> <p align="justify"><span>Ævintýramennska íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum hefur ávallt verið hættuleg. Hættan minnkar ekki við aukna ábyrgð okkar sjálfra á þessum mikilvæga málaflokki. Einmitt þess vegna skiptir starf Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs enn miklu. Hér hafa menn komið saman til að ræða þessi mál af raunsæi og í leit að bestu úrræðum fyrir land og þjóð.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vona, að erindi mitt hér í dag, sýni, að íslenskum stjórnvöldum hefur verið full alvara með aðgerðum sínum í öryggismálum undanfarna mánuði. Ef haldið er áfram á sömu braut er ég viss um, að enn mun okkur takast í samvinnu við vinveittar nágrannaþjóðir að tryggja í senn öryggi okkar sjálfra og á Norður-Atlantshafi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p>

2006-12-20 00:00:0020. desember 2006Nýtt varðskip, smíðasamningur við ASMAR.

Ræða Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra við undirritun samnings um smíði nýs varðskips.<p align="justify">Þegar ég hugsa til umræðna um nýtt varðskip í þeim ríkisstjórnum, þar sem ég hef setið síðan 1995, á það við í dag, að allt sé, þegar þrennt er.</p> <p align="justify">Þetta er þriðja atrennan, sem gerð er að því að hefja smíði nýs varðskips á þessum tíma. Að þessu sinni komum við saman til að stíga sjálft lokaskrefið, áður en smíðin sjálf hefst – það er að skrifa undir smíðasamning að loknu forvali, útboði og skýringarviðræðum. Afhending hins nýja varðskips er áætluð 30 mánuðum eftir undirritun okkar hér í dag eða um mitt ár 2009.</p> <p align="justify">Í stefnuræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, við upphaf þessa kjörtímabils sagði, að nauðsynlegt væri að laga starf Landhelgisgæslu Íslands að nýjum kröfum, ráðast í smíði nýs varðskips og gera áætlun um endurnýjun flugflota hennar.</p> <p align="justify">Allt hefur þetta gengið eftir. Landhelgisgæsla Íslands starfar nú samkvæmt nýjum lögum í nýju húsnæði og er virkari aðili en áður að vöktun skipaferða við landið. Varðskipin Ægir og Týr, sem voru smíðuð 1968 og 1975, hafa verið endurnýjuð. Þyrlusveit gæslunnar er að taka stakkaskiptum og verið er að fara yfir tilboð í nýja flugvél landhelgisgæslunnar.</p> <p align="justify">Í október 1998 samþykkti ríkisstjórnin, að nýtt varðskip skyldi smíðað hér á landi. Átti að tryggja þessi áform með sérstökum lögum, en þau stóðust ekki kröfur evrópska efnahagssvæðisins.</p> <p align="justify">Í mars 2000 var dómsmálaráðherra afhent smíðalýsing að nýju 105 metra, 3000 tonna varðskipi og var talið, að það tæki þrjú til fimm ár að smíða skipið, þar af eitt ár að vinna smíðateikningar.</p> <p align="justify">Áform um þetta skip voru enn á vinnslustigi, þegar ríkisstjórnin samþykkti tillögu frá mér í mars 2005 um, að horfið yrði frá hugmyndum um sérhannað varðskip.</p> <p align="justify">Þegar ég kynnti þessa tillögu sagði ég þær kröfur helstar til nýs varðskips að mati landhelgisgæslunnar, að það gæti sinnt eftirliti í efnahagslögsögu Íslands, mengunarvörnum, afgreitt eldsneyti til björgunarþyrla á flugi og brugðist við í þágu almannavarna hvar sem væri á landinu. Skipið yrði einnig að geta stutt við viðbrögð og varnir gegn hryðjuverkaógn, nýst til samvinnu við sérsveit lögreglunnar og tollgæslu til varnar smygli á fólki og fíkniefnum og sinnt hverskonar björgunarstörfum. Í björgunarhlutverkinu fælist að draga skip og báta og við framkvæmd þess þyrfti að miða við, að umferð stórra flutningaskipa stórykist um efnahagslögsöguna og við strendur landsins á næstu árum.</p> <p align="justify">Enn var smíði varðskips rædd í ríkisstjórn í nóvember 2005 og þá var samþykkt tillaga mín um að farið yrði í forval á skipasmíðastöðvum, sem uppfylltu ákveðin skilyrði með tilliti til rekstrarstöðu og reynslu af sambærilegum verkefnum. Síðan yrðu valdar 5 til 10 stöðvar, sem gætu boðið í smíði á nýju og mun stærra og öflugra varðskipi en við höfum átt til þessa.</p> <p align="justify">Tilboð í nýtt varðskip voru opnuð 21. september 2006. Eftir mat og yfirferð Landhelgisgæslu Íslands og Ríkiskaupa á tilboðunum var gengið til skýringaviðræðna við ASMAR skipasmíðastöðina í Chile. Viðræðurnar leiddu til samkomulags og hinn 1. desember síðastliðinn veitti ríkisstjórnin Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og mér heimild til að rita undir þann samning, sem er hér á borði okkar í dag.</p> <p align="justify">Hönnun skipsins er unnin af Rolls Royce í Noregi.</p> <p align="justify">Ég vil þakka öllum, sem hafa unnið að gerð útboðs, yfirferð yfir tilboð og frágangi þessa samnings, leyfi ég mér þar að nefna Carsten Fauner skipaverkfræðing, sem var íslensku sérfræðinganefndinni frá Ríkiskaupum og ráðuneytum til ráðgjafar.</p> <p align="justify">Tíminn hefur verið nýttur vel og árangurinn er öllum fagnaðarefni, sem vilja veg Landhelgisgæslu Íslands sem bestan og mestan við mikilvæg störf hennar.</p> <p align="justify">Gildi þessara starfa er hafið yfir allan vafa. Í því sambandi vil ég þakka vaska framgöngu starfsmanna landhelgisgæslu, björgunarsveita og lögreglu sunnan við Sandgerði í gær. Ég þakka einnig áhöfn danska gæsluskipsins Triton um leið og ég votta samúð vegna mannskaðans. Hann minnir okkur á hættuna, þegar hugrakkir menn leggja líf sitt að veði til bjargar öðrum.</p> <p align="justify">Með vaxandi umferð risaskipa með gas og olíu á siglingaleiðum við Ísland og með sífellt fleiri heimsóknum skemmtiferðaskipa vex krafa um hvers kyns öryggisráðstafanir á hafinu. Líklegt er, að ekki líði langur tími, þar til talið verði nauðsynlegt að ráðast í smíði annars sambærilegs varðskips.</p> <p align="justify">Um þessar mundir beinist athygli mjög að viðræðum við nágrannaþjóðir um aukið samstarf í öryggismálum. Af hálfu okkar Íslendinga gegna stofnanir á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, landhelgisgæsla og lögregla, lykilhlutverki við alla þróun slíks samstarfs.</p> <p align="justify">Hvarvetna þar sem ríkisstjórnir huga að ráðstöfunum til að auka öryggi borgara sinna er lögð áhersla á að efla löggæslustofnanir. Þótt hernaðarleg gæsla í lofti, á sjó og landi sé mikilvæg, er hættunni, sem steðjar að þjóðum í okkar heimshluta um þessar mundir, best mætt með öflugri löggæslu, greiningarvinnu og áhættumati.</p> <p align="justify">Góðir áheyrendur!</p> <p align="justify">Ég fagna þeim áfanga, sem náð er hér í dag. Að mínu mati getur íslenska þjóðin ekki fært Landhelgisgæslu Íslands betri gjöf á 80 ára afmæli hennar en að ráðist sé í smíði á öflugu varðskipi.</p> <p align="justify">ASMAR skipasmíðastöðin hefur starfað í 110 ár og tekist á við mörg flókin og vandasöm verkefni. Þar hafa verið smíðuð fjögur skip fyrir Íslendinga og enn treystum við því, að starfsmenn stöðvarinnar vinni gott verk og færi okkur í hendur fullkomið skip á umsömdum tíma.</p> <p align="justify">Er mér sérstakt fagnaðarefni, að aðmíráll Carlos Fanta de La Vega forstjóri hjá ASMAR skuli vera hér með okkur í dag, en ef ég veit rétt, eru aðeins fáeinir dagar síðan hann tók við forstjórastöðu sinni. Koma hans og annarra fulltrúa ASMAR hingað til lands staðfestir góðan hug fyrirtækisins til þessa mikilvæga verkefnis.</p> <br /> <br />

2006-12-07 00:00:0007. desember 2006Energy Security, the High North of Europe and NATO.

<p align="justify"><span>A map of the globe with the North Pole at its center explains how a rise in temperature at the top of the world and a polar thaw are starting to unlock treasures such as new oil and gas fields, commercial fishing grounds, lucrative shipping routes and new cruise ship destinations.</span></p> <p align="justify"><span>If the climate trends persist, there are likely to be a number of new national and international policy issues that must be addressed by North Atlantic nations. These issues include the availability and production potential of oil and gas reserves, fisheries and other resources, access to new sea routes and new claims under the Law of the Sea. These are issues that may create conflicts and call for cooperation and the adoption of a new <span>security policy in the North Atlantic and there NATO is bound to play a role.</span></span></p> <p align="justify"><span>The Arctic is a new energy frontier. The Arctic region is one of the places where new energy discoveries are now commonplace, but these resources are difficult to extract - physically, economically and politically.</span></p> <p align="justify"><span>Energy has become one of the defining issues of this century, since &ldquo;the Era of Easy Oil for Everyman&rdquo; is now over. Demand is soaring as never before as economies take off, requiring increasing amounts of energy. Everybody is in favor of energy security, but what does the term &lsquo;energy security&rsquo; really mean?</span></p> <p align="justify"><span>The concept of energy security should be expanded to include the entire supply chain and the whole infrastructure. This widening of the definition raises pressing questions and calls for greater attention to detail. How are the requirements of energy security to be coordinated? Who will pay for greater energy security? How will responsibility be allocated in the grey area between the public and private sectors?</span></p> <p align="justify"><span>The price will ultimately be paid by the consumers, since they will want &ldquo;energy reliability&rdquo; to be a full part of the package when they buy their energy in the years to come.</span></p> <p align="justify"><span>With growing oil and gas shipments from Russia and Norway to the United States through the Norwegian Sea, and the Greenland &ndash; Iceland &ndash; UK gap, maritime security and safety issues must be discussed to determine what new series of maritime security and safety measures must be adopted by NATO. Additional mandatory security-related requirements and guidelines may have to be introduced, as well as new legislation and the necessary administrative and operational provisions.</span></p> <p align="justify"><span>The pivotal role that shipping plays in the conduct of world trade is beyond dispute. Shipping is the single most important mode of transport in terms of volume and will continue to be the most important transport mode in developing world trade for the foreseeable future.</span></p> <p align="justify"><span>The goal must be to strengthen maritime security and safety in North Atlantic waters and prevent and suppress acts of terrorism against shipping. All those involved in the operation of ships and ports should continue to be aware of the dangers to shipping through acts of terrorism and the need to be vigilant and alert to any security threats they might encounter in port, at offshore terminals or when underway at sea.</span></p> <p align="justify"><span>It is obvious that oil supplies and supply lines are vulnerable to natural disasters, wars and terrorist attacks that can disrupt the lifeblood of the international economy.</span></p> <p align="justify"><span>NATO has an important role to play in energy security, as was confirmed by a unanimous resolution by the U. S. Senate Foreign Relations Committee last June calling for a discussion within the Alliance on the growing importance of energy security for NATO member countries. Senator Richard Lugar, chairman of the committee, made the remark on this occasion that increased competition for finite supplies of oil and gas on a global scale could lead to conflict that would directly or indirectly involve NATO states.</span></p> <p align="justify"><span>Iceland is in many respects in a unique position as an energy producer and consumer. The country is a large producer of primary energy, both in the form of electricity and of heating water. About 80% of its electricity comes from hydroelectric dams and the remainder from geothermal plants. Importantly, all of the domestic primary energy is from renewable and environmentally friendly sources.</span></p> <p align="justify"><span>Relative to its size and reflecting its advanced economic development, Iceland is a heavy energy user. About 70% of its primary energy requirement is produced domestically and only 30% is imported, mostly in the form of oil and petrol. A considerable proportion of the energy used in Iceland is consumed by power-intensive industry, primarily aluminium smelting. There is also a high level of oil consumption by the fisheries and transport sectors. Per capita emissions of CO2 in Iceland are similar to those of most European countries.</span></p> <p align="justify"><span>Discussing energy security and the situation in the High North of Europe, <span>one is bound to take note of what is happening in the Barents Sea, both in Norwegian and Russian waters and the Grey zone, the disputed area between the two. In the Barents Sea, the future potential for fossil energy exploitation is enormous. North of Norway&rsquo;s northernmost town, Hammerfest, lays the Snohvit or &ldquo;Snow White&rdquo; development, where liquefied natural gas &ndash; or LNG &ndash; will be processed as from next year. The gas will be piped from sub-sea reservoirs some 140 km off the coast, and will be shipped to North America some 5,300 miles away, passing through Icelandic waters in the Greenland, Iceland, Faroe Isles gap.</span></span></p> <p align="justify"><span>It is likely that approximately 40% of the Norwegian Statoil production or 2.4 billion cubic metres of gas per year will be transported to North America in ships of up to 290 meters long and capable of carrying up to 140,000 cubic metres of liquefied natural gas.</span></p> <p align="justify"><span>For us in Iceland, the term &lsquo;energy security&rsquo; refers to the need to secure the sea lanes for these huge tankers, and with this in mind we are modernizing the Icelandic Coast Guard and expanding our search and rescue capabilities. This is a task we take more seriously than before due to the recent departure of US forces from Iceland, having been at the Keflavik Base since 1951. We consider secure</span> <span>transport capability a fundamental premise for this growing transfer of energy and an engine of economic growth on both sides of the Atlantic.</span></p> <p align="justify"><span>The Russian Government considers it one of its priorities to develop an Arctic transportation system, taking into consideration the limited traffic capacities of the Baltic and Black Sea straits. Old transit terminals in the harbours on the Russian Arctic shelf are being modernized and new ones are under construction.</span></p> <p align="justify"><span>Over 10 million tons of oil and oil-derived products are currently processed through the Russian ports of the western sector of the Arctic each year, and by 2015, annual oil traffic is expected to reach the level of 40 to 45 million tons.</span></p> <p align="justify"><span>Murmansk, <span>Russia&rsquo;s only all-year ice-free arctic port, is now called &ldquo;Russia&rsquo;s northern energy gateway&rdquo; by Russian diplomats and has been chosen to become the key element in the entire transport system in the Russian North. According to the General Plan for the development of the Murmansk transport junction, cargo traffic on the eastern shore of the Kola Bay is expected to reach 60 million tons per year by 2015, and by the same date, traffic on the western shore is expected to rise to as much as 43 million tons per year as a result of the development of the railroad network. This means the total volume of cargo traffic through Murmansk will be over 100 million tons by 2015.</span></span></p> <p align="justify"><span>In 2003 the OECD issued a report on maritime security, looking at it from an economic point of view.</span> <span>This stated that the maritime transport system <em>is</em> vulnerable to being targeted and/or exploited by terrorists. A major attack, especially a well-co-ordinated one, could result in the entire system being shut down as governments scramble to put the appropriate security measures in place. These measures could be drastic, including, for example, the complete closure of ports, and inefficient, for example duplicative and lengthy cargo checks in both originating and receiving ports. The cost of such an attack would probably be measured in the tens of billions of dollars (<em>e.g</em>. up to USD 58 billion for the United<span>&nbsp;</span>States <em>alone</em>). It is precisely for these reasons that governments have sought to strengthen their security dispositions <em>vis-à-vis</em> maritime transport.</span></p> <p align="justify"><span>Senator Lugar has said that the US dependence on imported oil has put the United States in a position that no great power should tolerate. US economic health is subject to forces far beyond US control, he says, including the decisions of hostile countries. The US has maintained a massive military presence overseas, partly to preserve its oil lifeline. With this and the growing importance of the oil lifeline from the Barents Sea to North America in mind, it is surprising that the US has now withdrawn all its forces from Iceland.</span></p> <p align="justify"><span>Energy and sea trade are giving the High North of Europe a new geopolitical significance. It is obvious that the gas trade card is being played there for a political purpose.</span></p> <p align="justify"><span>The Russian energy giant Gazprom intends to construct the world&rsquo;s largest offshore gas field, Shtokman in the Barents Sea. Through years of negotiations, Gazprom said it would cooperate with international partners by establishing a Shtokman consortium. Last October it indicated, however, that it would go ahead alone.</span></p> <p align="justify"><span>In addition, Gazprom signalled in October that the United States would be denied gas supplies, which it had been expected would be shipped in liquefied form in super-tankers from Murmansk. Instead, it is likely that the Shtokman gas will be pumped across the Kola Peninsula to the Baltic Sea. There it could link up with the planned 1,200-km Northern European pipeline, which will bypass all Russia&rsquo;s neighbours before plugging into the German, and thus the European Union&rsquo;s, gas pipeline network.</span></p> <p align="justify"><span>Gazprom&rsquo;s unilateral decision came as a surprise. The <em>BBC</em> described the international reaction as one of dismay, and referred to a German banker in Russia who said that there was a general perception that increasingly politics were driving these big energy deals. The <em>BBC</em> also reported that President Vladimir Putin had milked the Shtokman project for what it has been worth, having used the promise of participation in the project as a carrot in negotiations on a broad range of subjects &ndash; including talks about Russia&rsquo;s entry into the Word Trade Organization (WTO).</span></p> <p align="justify"><span>Before hosting the G-8 summit this summer, Russia said that all countries needed stable deliveries and predictable energy prices to ensure a high quality of life for their people. If this is the Russian view, why did Russia cut off gas supplies to the Ukraine?</span></p> <p align="justify"><span>These are just two examples of how oil and gas exporting Russia uses energy supplies as lever in a geopolitical game. We are bound to see more of this in the future.</span></p> <p align="justify"><span>Mr. Peter Mandelson, the EU Trade Commissioner, said recently that t</span><span>he overriding concerns of governments in producing and consuming countries were the same: we can not afford to have energy become a geopolitical bargaining chip. More international rules could provide stability and fill the legal vacuum that is currently a source of international tension and insecurity.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Within the so-called Northern Dimension leaders of the European Union, Iceland, Norway and Russia have recently declared their firm commitment to cooperate actively on the basis of good neighbourliness, equal partnership, common responsibility and transparency.<span>&nbsp;</span> In their political declaration issued on 24<sup>th</sup> November in Helsinki the leaders also indicate their intention to let senior officials examine the desirability of a Northern Dimension Partnership on Transport and Logistics, and to examine enhanced cooperation in the field of energy efficiency and renewable energy, inviting for this purpose also experts and international financing institutions.</span></p> <p align="justify"><span>Energy is the new political and security factor. Energy security, in various interpretations, should become a standing issue on the NATO agenda.<span>&nbsp;</span> In my view, it is of vital importance that the NATO nations on both sides of the Atlantic work together on energy security as a central part of the alliance&rsquo;s security policy.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>From an Icelandic point of view, energy security is the new dimension that is reintroducing the northern reaches of the North Atlantic region to the political and military scene in NATO.</span></p> <p align="justify"><span>The Arctic and the Barents Sea are fast becoming one of the most important energy provinces of NATO Europe, and it will soon be meeting a significant share of the world&rsquo;s future energy needs - in particular those of the United States. NATO and the European Union therefore have a strong and permanent interest in the High North of Europe.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>What I want to underline here today is that the energy resources of the northern reaches of the High North of Europe will make this part of NATO Europe a natural short-cut between two economic powerhouses, just as the Mediterranean today is a cross roads of energy transportation routes, and this reaffirms the maritime identity of NATO. The Mediterranean region is the epicenter of major international developments, from the enlargement of the European Union to the development of the energy resources of the Caspian Sea and Central Asia.</span></p> <p align="justify"><span>Oil and gas production, processing and transportation are pushing their way to the top of the political and military agenda of the North&ndash;South dialogue within the European Union and within NATO.</span></p> <p align="justify"><span>In their Riga Summit Declaration of 29<sup>th</sup> November NATO&rsquo;s heads of state declare that they <span>support a coordinated, international effort to assess risks to energy infrastructures and to promote energy infrastructure security.&nbsp;They direct the NATO Council to consult on the most immediate risks in the field of energy security, in order to define those areas where NATO may add value to safeguard the security interests of the Allies and, upon request, assist national and international efforts.</span></span></p> <p align="justify"><span>With its vast energy resources and new East-West energy transport corridors, the High North of Europe will become one of the key regions in the global economy. The Arctic and the Barents Sea will become one of the most dynamic economic development areas of NATO, and an area of crucial importance to the European Union, the United States and Canada.<span>&nbsp;</span> The interests of this region, both locally and globally, are a transatlantic issue that can only be dealt with as part of a strong and realistic security policy on the part of NATO.</span></p> <br /> <br />

2006-11-28 00:00:0028. nóvember 2006Address to the Ministerial Meeting of the Pompidou Group

<p align="center"><span>Address by Björn Bjarnason, Icelandic Minister of Justice,</span></p> <p align="center"><span>to the Ministerial Meeting of the Pompidou Group</span></p> <p align="center"><span><span></span>in Strasbourg on 27 and 28 November 2006</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I congratulate you Mr. Chairman and Poland on taking on the presidency of the Pompidou Group.<span>&nbsp;</span> As we heard yesterday the Group has been doing very well the last three years under the Dutch presidency.<span>&nbsp;</span> Now we look forward to even better results in the years to come.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>International organized crime has been very much on the increase in the past few years, and there have been many indications that it is also starting to take root in Iceland.<span>&nbsp;&nbsp;</span> The clearest indications of this are the instances of drug smuggling and drug dealing.<span>&nbsp;</span> We must respond to this situation with increased international co-operation and new emphases in policing and customs control.<span>&nbsp;</span> We must set ourselves realistic targets regarding the adoption of new methods to deal with the drug problem.</span></p> <p align="justify"><span>At the beginning of next year, changes in the structure of policing in Iceland will be taking effect,<span>&nbsp;</span> with a reduction of the number of police administrative regions (and regional forces), from 26 to 15.<span>&nbsp;</span> When this change goes through, it is planned to put greater effort into anti-drug measures and put the police in an even better position to deal with the foreseeable increase in drug smuggling and drug peddling.<span>&nbsp;</span> Policing will become more visible.<span>&nbsp;</span> Preventive programmes in collaboration with local authorities and other organizations will be strengthened.<span>&nbsp;</span> Investigation of criminal offences will become more efficient and a special task force to handle drug cases is being formed.</span></p> <p align="justify"><span>Also at the beginning of next year, a special Analytical Unit is to be set up in the Office of the National Commissioner of Police.<span>&nbsp;</span> One of its responsibilities will be to identify threats from organized crime, including the smuggling of drugs.<span>&nbsp;</span> The Analytical Unit will be responsible for establishing formal collaboration with foreign services and using the Schengen Information System and the databases operated by Europol and Interpol.</span></p> <p align="justify"><span>Since 2003, the National Commissioner of Police has headed an initiative against the distribution and sale of drugs.<span>&nbsp;</span> This has resulted in a 35% increase in the number of recorded drug offences, and a rise of 50% in the number of cases in which drugs were seized between 2003 and 2005.</span></p> <p align="justify"><span>The Government of Iceland regards preventive measures against drug abuse among young people as an important priority.<span>&nbsp;</span> In July this year, it commissioned the Minister of Social Affairs to head a collaborative effort by all those involved in preventive measures to draw up a comprehensive policy on drug prevention in Iceland, based on harmonized measures and a better utilisation of the financial resources available for this purpose.<span>&nbsp;&nbsp;</span> A multi-disciplinary pilot group has been working on this and will be submitting its proposals in just a few days.<span>&nbsp;</span> I fully expect that this will lead to the launching of further co-ordinated measures on drug prevention.</span></p> <p align="justify"><span><br /> Mr. Chairman,</span></p> <p align="justify"><span>The work done under the Pompidou Group is of great significance.<span>&nbsp;</span> It is here that our experts have the chance to meet and share their knowledge with their counterparts from all over Europe in the fight against drugs.<span>&nbsp;</span> Drug abuse is not a local problem, and a collective response by the international community is necessary to deal with it.<span>&nbsp;</span> Close co-operation and the quick and efficient flow of information are the basis for success in this area.</span></p> <p align="justify"><span>Having attended this meeting and listened to the reports and studied the political declaration and the work programme we have discussed I am convinced that the Pompidou Group is on the right track and moving forward.<span>&nbsp;</span> It is vital that we send a clear signal that we intend, jointly, to intensify our common efforts to increase the well being of our citizens by realistic drug policies.</span></p> <br /> <br />

2006-09-22 00:00:0022. september 2006Meðferð sakamála.

Ræða Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra á fundi Lögfræðingafélags Íslands, 22. september 2006.<p align="justify">Skömmu eftir að ég varð dóms- og kirkjumálaráðherra í maí 2003, var vakið máls á því við mig, að nauðsynlegt væri að gera verkáætlun varðandi vinnu í réttarfarsnefnd við endurskoðun laga um meðferð opinberra mála. Ég tók tillögum um það vel, en jafnframt var mér skýrt frá því, að þessi endurskoðun hefði þá verið í nokkur ár á dagskrá nefndarinnar undir formennsku Markúsar Sigurbjörnssonar, hæstaréttardómara, en jafnframt hvíldi hún einkum á prófessorunum Eiríki Tómassyni og Stefáni Má Stefánssyni.</p> <p align="justify">Síðan hef ég fylgst með framvindu þessa mikla verks. Ég hef orðið var við áhuga á því víða, að vita um lyktir þess.<span> </span> Á alþingi hefur því sjónarmiði verið hreyft vegna breytinga á einstökum greinum laganna um meðferð opinberra mála, að þeim mætti skjóta á frest, þar sem heildarfrumvarp væri á næstu grösum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Nú er biðtíminn eftir tillögum réttarfarsnefndar <span> </span>á enda runninn. Ég kynnti ríkisstjórninni síðastliðinn þriðjudag, hvernig ég ætlaði að standa að næstu skrefum í málinu. Í minnisblaði, sem ég lagði fram á ríkisstjórnarfundinum sagði:</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"><span>„Nokkrum árum áður en þetta kjörtímabil alþingis hófst<span> </span> fól dóms- og kirkjumálaráðherra réttarfarsnefnd að endurskoða gildandi lög um meðferð opinberra mála.<span> </span> Nefndin lauk endurskoðuninni í sumar og hefur lagt fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið tillögu að frumvarpi um meðferð sakamála og að frumvarpi til laga um nálgunarbann.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Að tillögu nefndarinnar eru frumvarpsgreinar um meðferð sakamála 240 talsins, og er skjalið alls yfir 200 síður. Í frumvarpinu um meðferð sakamála er að finna tillögur um þrískiptingu ákæruvaldsins en þær byggjast á hugmyndum Boga Nílssonar, ríkissaksóknara, sem ráðuneytið beindi til réttarfarsnefndar.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Þótt ráðherra og embættismenn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hafi farið yfir ýmis álitaefni með Markúsi Sigurbjörnssyni, formanni réttarfarsnefndar, eru ýmsir mikilvægir þættir ekki enn ræddir til hlítar. Á það til dæmis við um skipan ákæruvalds, heimildir lögreglu við rannsókn máls og um málefni, sem tengjast meðferð sakamáls fyrir dómi.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Til að hvetja til málefnalegra umræðna um þennan mikilvæga málaflokk, sem virðist vekja meiri almennan áhuga en oft áður, verða frumvörpin kynnt til umsagnar, áður en dóms- og kirkjumálaráðuneytið tekur endanlega ákvörðun um í hvaða búningi þau verða lögð fyrir Alþingi. Í þeim tilgangi verða þau sett á vefsíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og óskað eftir ábendingum og umsögnum fram til 1. nóvember 2006. Þá verður efni frumvarpanna kynnt á fundi Lögfræðingafélags Íslands 22. september.“</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Í ríkisstjórn var ekki gerð athugasemd við, að haldið yrði á málum á þennan veg. Raunar er kynning af þessu tagi á svo viðamiklum lagabálki í góðu samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar, að leitað sé umsagnar sem flestra, áður en frumvörp eru færð í endanlegan búning til flutnings á alþingi. Síðdegis þriðjudaginn 19. september sendi ráðuneytið tilkynningu um frumvörpin tvö og frest til að skila við þau athugasemdum – og í dag komum við saman til þessa fundar.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ég þakka stjórn Lögfræðingafélags Íslands fyrir að standa fyrir þessum kynningarfundi<span> </span> og hleypa þannig umræðum um tillögurnar að hinum nýju frumvörpum af stokkunum.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Þá vil ég ekki síður þakka réttarfarsnefnd og sérstaklega höfundum tillagnanna fyrir hið mikla starf þeirra við gerð þeirra.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Áður en ég ræði lítillega efnisatriði tillagna að frumvarpi um meðferð sakamála, ætla ég að líta á hina alþjóðlegu umgjörð, sem hafa ber í huga, þegar lagt er mat á <span> </span>mál af þessum toga.</span></p> <p><span> </span></p> <h3 align="center">II.</h3> <p><span> </span></p> <p align="justify"><span>Eftir þátttöku í mörgum alþjóðafundum ráðherra um lögfræðileg efni, sakamál og refsingar, er mér ljóst, að hvarvetna er hugað að nýmælum á sviði sakamála. Raunar er þróunin í Evrópu mjög þung til þeirrar áttar, að settar verði sameiginlegar reglur um flest svið refsiréttarins til að auðvelda viðbrögð við vaxandi alþjóðlegri glæpastarfsemi og til að tryggja lögreglu sem einfaldasta leið til að hafa hendur í hári afbrotamanna.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Samstarf á sviði gagnkvæmrar réttaraðstoðar eykst sífellt, og er þrýst á ríki að láta af öllum fyrirvörum, sem eru taldir tefja úrlausn mála, hér má sérstaklega nefna skilyrðið um tvöfalt refsinæmi. Þá er lögð áhersla á samræmi í rannsóknarheimildum lögreglu, ekki síst á sviði fjarskipta, en það má ekki síst rekja til vaxandi rafrænnar glæpastarfsemi í netheimum.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ég nefni þetta atriði sérstaklega vegna þess að hér geta mínútur skipt sköpum, eigi lögregla að ná þeim árangri, sem af henni er krafist. Samkvæmt norskri og danskri réttarfarslöggjöf getur lögregla, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, hafið hlerun án undangengins dómsúrskurðar, enda fáist slíkur úrskurður innan 24 tíma frá því að aðgerð hófst. Hér er ekki að finna nein sambærileg ákvæði.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Sumir þeirra, sem hafa lagst gegn því, að íslenska lögreglan hefði að þessu leyti sömu heimildir og lögregla í Noregi og Danmörku hafa gert það á þeirri forsendu, að í heimildinni fælist skerðing á mannréttindum, þar sem ekki væri leitað til dómara fyrirfram. Þessir sömu menn gagnrýna síðan ákvæði í tillögunum að frumvarpi til laga um nálgunarbann vegna þess, að þar sé lögreglu ekki veitt heimild án dómsúrskurðar til að ganga á mannréttindi með því að fjarlægja mann af heimili hans og banna honum aðgang að því, ef rétt er skilið.</span></p> <p><span> </span></p> <h3 align="center"><span>III.</span></h3> <p><span> </span></p> <p align="justify"><span>Undir forsæti Finna innan Evrópusambandsins nú á seinni hluta þessa árs er lögð rík áhersla á, að samkomulag takist um að flytja mál á starfssviði dómsmála- og innanríkisráðherra úr svonefndri þriðju stoð innan sambandsins til fyrstu stoðar – það er frá því að um sé að ræða málefni á þjóðlegu forræði hvers aðildarríkis til þess að málefnin lúti meirihlutaákvörðunum eða yfirþjóðlegu valdi innan stjórnkerfis Evrópusambandsins.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ég er þeirrar skoðunar, að enn muni líða nokkuð mörg ár, þar til þessi breyting verði á skipulagi Evrópusamstarfsins, en hún kann hins vegar að taka á sig þá mynd, eins og svo margt annað í Evrópusambandinu, að sum ríki gangi lengra til samstarfs en önnur – að til verði samevrópskur refsiréttur eins og samevrópsk mynt og ríki meti hag sinn af því að tileinka sér hann og gerast aðilar að hinu samevrópska refsiréttarsvæði.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Við Íslendingar höfum kynnst stigbundinni samvinnu Evrópuþjóða innan vébanda <span> </span>Schengensamstarfsins. Það er margbrotið og flókið, þegar litið er til ólíkrar þátttöku einstakra ríkja í samstarfinu. Sérstaða Breta og Íra gagnvart Schengen, ræður því til dæmis, að hætt var við, að láta evrópsku handtökuskipunina falla undir Schengensamkomulagið. Af því leiddi hins vegar, að Íslendingar og Norðmenn, sem eru í Schengen, urðu að gera sérstakan samning um það, hvernig þeir tengdust þessu nána evrópska samstarfi um framsal sakamanna. Samningurinn var undirritaður í Vínarborg 28. júní síðastliðinn.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Í desember á liðnu ári var ritað undir aðild Íslands að Eurojust, sem hefur verið nefnd evrópska réttaraðstoðin á íslensku. Á bak við þetta samstarf standa fulltrúar saksóknara og ákæruvalds í aðildarríkjunum og er verkefni þeirra að greiða fyrir samstarfi um úrlausn sakamála, sem teygja sig yfir landamæri.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ísland á einnig aðild að Europol, evrópsku lögreglunni, og á næsta ári er stefnt að því, að fyrsti íslenski lögreglumaðurinn fari þar til starfa sem tengifulltrúi, og hefur Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn orðið fyrir valinu.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ég nefni þessi dæmi hér til að árétta, að hnattvæðingin lætur að sér kveða á sviði réttarvörslunnar og refsiréttarins með sívaxandi þunga. Á þeim tíma, sem réttarfarsnefnd hefur unnið að endurskoðun laganna um meðferð opinberra mála, hefur þróunin verið svo ör í þessu efni, að það er í raun sérstakt viðfangsefni að fylgjast með henni og átta sig á hinum miklu breytingum.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur leitast við að fylgjast með því, sem hæst ber á þessum vettvangi. Þá hefur ráðuneytið fengið erlenda sérfræðinga til samstarfs um einstök nýmæli. Má þar nefna skýrsluna, sem ég kynnti 29. júní síðastliðinn, þar sem sérfræðingar ráðherraráðs Evrópusambandsins í hryðjuverkavörnum kynna það, sem þeir telja nauðsynlegar ráðstafanir hér á landi til að íslensk löggjöf fullnægi þeim kröfum, sem gerðar séu til allra Evrópuríkja. Þeir telja hér skorta heimildir til forvirkra aðgerða, eða pro active aðgerða, sem má á einfaldan hátt lýsa á þann veg, að lögregla geti rannsakað mál, án þess að um sé að ræða rökstuddan grun hennar um afbrot.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ýmsar leiðir eru færar til að ná þeim markmiðum, sem sérfræðingar Evrópusambandsins lýsa. Ákveða þarf skipulag og yfirstjórn þeirra lögreglusveita, sem hefðu heimildir til forvirkra aðgerða. Setja þarf í lög ákvæði um efnislegar heimildir þessara lögreglumanna og síðan þarf að lögbinda eftirlit af hálfu alþingis með störfum þeirra. Danir hafa tekið á þessum álitaefnum í réttarfarslögum sínum en Norðmenn hafa sett sérstök lög um öryggisþjónustu lögreglunnar.</span></p> <p><span> </span></p> <h3 align="center"><span>IV.</span></h3> <p><span> </span></p> <p align="justify"><span>Íslensk löggjöf um meðferð sakamála verður að taka mið af hinni alþjóðlegu þróun, svo að hún komi að því gagni, sem að er stefnt. Hafi íslensk lög að geyma sérhannaðar, heimatilbúnar réttarfarsreglur, sem ganga á svig við almenna þróun erlendis, þurfa að vera fyrir þeim sterk og skýr rök.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify">Í tillögum að frumvarpi að lögum um meðferð sakamála eru mörg álitaefni.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Um það eru vafalaust skiptar skoðanir, hvort sú stefna réttarfarsnefndar sé rétt, að lög um meðferð sakamála skuli líkjast sem mest lögum um meðferð einkamála. Þá eru ekki allir á einu máli um þá skipan ákæruvalds, sem lýst er í tillögunum. Auk þess sem deilt er um atriði eins og það, hvort dómari geti tekið sjálfstæða ákvörðun en sé ekki bundinn með lögum um að yfirheyrslur á börnum skuli fara fram í Barnahúsi.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Mér er ljóst, að lögregla telur, að íslenskar reglur um aðgang að rannsóknargögnum á meðan mál eru á vinnslustigi, veiti henni minna svigrúm til úrvinnslu en tíðkast annars staðar. Og þannig gæti ég haldið áfram að nefna fleiri álitaefni.</p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify">Ég lít á þetta málþing sem góðan vettvang til að hleypa af stað umræðum um ákveðna þætti tillagnanna, áður en frumvarpið verður lagt fram á alþingi en að lokinni hinni almennu kynningu 1. nóvember munu embættismenn ráðuneytisins fara yfir þær athugasemdir, sem borist hafa og síðan verður hugað að því að leggja frumvarp um meðferð sakamála fyrir alþingi.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Á þessu stigi get ég ekki gefið nein fyrirheit um það, hvort eða hvenær frumvarp um meðferð sakamála verður að lögum. Þingið, sem hefst 2. október, er kosningaþing og á því að ljúka í mars á næsta ári.</p> <p> </p> <h3 align="center"><span>V.</span></h3> <p> </p> <p align="justify">Áður en ég lýk máli mínu vil ég vekja máls á einu mikilvægu atriði tillagna réttarfarsnefndar, sem ég tel æskilegt að rætt sé til hlítar og lýtur það að skipan ákæruvaldsins.<span> </span> Í upphafi árs, þegar unnið var að lokagerð frumvarps til laga um nýskipan lögreglumála, lét ég þá skoðun í ljós, að samhliða því frumvarpi væri æskilegt, að alþingi fjallaði um sérstakt frumvarp um ákæruvaldið.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Við nánari athugun og eftir viðræður við formann réttarfarsnefndar féll ég frá þessum áformum um sérstök lög um ákæruvaldið. Það hefði verið stílbrot á þeirri meginstefnu höfunda tillagnanna að skipa þessum málum öllum með einum lagabálki, þótt mikill yrði að vöxtum. Þar að auki var ríkissaksóknari ekki áhugasamur um sérstök ákæruvaldslög, þegar á reyndi. Hann hreyfði hins vegar öðrum hugmyndum varðandi ákæruvaldið, sem ráðuneytið beindi til réttarfarsnefndar og hún tók síðan inn í tillögur sínar.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Þar er gert ráð fyrir breytingu á skipan ákæruvalds, þannig að það verði þrískipt. Með ákæruvald fari ríkissaksóknari, yfirsaksóknarar og lögreglustjórar.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Nú er unnið að því að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á skipan lögreglumála. Að baki breytingunum liggja athuganir og greinargerðir, sem snertu meðal annars hlutverk og skipan ákæruvalds. Í skýrslu verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála frá því í janúar 2005 var bent á að ástæða væri til að gefa hugmyndum ríkissaksóknara um endurskipulagningu ákæruvaldsins gaum, þ.e. um að bæta inn stjórnsýslustigi í ákæruvaldið. Þannig væri komist hjá því að ríkissaksóknari, sem æðsti handhafi ákæruvalds, tæki ákvarðanir í ýmsum álitamálum á frumstigi ákæruvalds sem ekki væru kæranlegar.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Samhliða því sem unnið var að framgangi frumvarpsins um breytingar á lögreglulögunum var í dómsmálaráðuneytinu haldið áfram að huga að breyttri skipan ákæruvalds á grundvelli tillagna ríkissaksóknara. Var meðal annars farið í saumana á skipan ákæruvalds í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Niðurstaða þeirrar vinnu voru eftirtaldar tillögur:</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Lagt var til að ákæruvaldi yrði þrískipt milli ríkissaksóknara, millisaksóknara (yfirsaksóknara) og lögreglustjóra, þar á meðal ríkislögreglustjóra. Ákvarðanir á fyrsta stigi ákæruvalds yrðu <span> </span>kæranlegar, ýmist til millisaksóknara eða ríkissaksóknara eftir atvikum hverju sinni.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Ákæruvald í málum sem samkvæmt gildandi lögum heyrði undir ríkissaksóknara yrði að mestu fært til millisaksóknara. Ríkissaksóknari myndi þó áfram höfða opinber mál ef um væri að ræða brot á ákvæðum er varða landráð, brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og brot gegn valdsstjórninni. Eftir sem áður gæti ríkissaksóknari gefið fyrirmæli í einstökum málum, tekið mál yfir hvenær sem hann teldi þess þörf, o.s.frv.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Ákæruvald lögreglustjóra yrði í aðalatriðum óbreytt, þ.e. að þeir höfði önnur opinber mál en þau sem ríkissaksóknari eða millisaksóknarar höfða.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Í öðru lagi var lagt til að sérstakt embætti saksóknara á millisaksóknarastigi færi með ákæruvald og stýrði rannsóknum skatta- og efnahagsbrota. Embættinu yrði stjórnað af saksóknara, sem fengi til liðs við sig rannsóknarlögreglumenn frá ríkislögreglustjóra, sem störfuðu undir daglegri og faglegri stjórn saksóknara. Einnig yrði höfð samvinna við sérfræðinga frá eftirlitsstofnunum á borð við skattrannsóknarstjóra, fjármálaeftirlit og samkeppniseftirlit. Þá yrði eftir atvikum leitað til sérfræðinga á sviði skattaréttar, fjármunaréttar og samkeppnisréttar.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Þetta fyrirkomulag á rannsóknum efnahagsbrota er einna líkast því sem er við lýði í Danmörku, og einnig efnislega í samræmi við fyrirkomulag efnahagsbrotarannsókna í Svíþjóð og Noregi.</p> <p> </p> <h3 align="center"><span>VI.</span></h3> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Við mótun þessara tillagna um skipan ákæruvalds hef ég saknað fræðilegra umræðna um þessi mál hér á landi. Menn hafa ekki skipst á skoðunum um þennan þátt á jafnskipulegan hátt og um ýmis önnur atriði í tillögum réttarfarsnefndar. Ég tel brýnt, að áfram verði fjallað um þessi ákvæði um ákæruvaldið með það í huga, að málsmeðferðartími verði ekki lengdur og málsmeðferð að öðru leyti ekki gerð óþarflega flókin. Einnig er brýnt að lagaramminn um starfsemi ákæruvaldsins sé á þann veg að öll stjórnsýsla á þessu sviði sé skýr. Loks ber að líta til þess hvort fleiri mál eigi heima hjá millisaksóknara, í stað lögreglustjóra.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Ég vona, að sú aðferð, sem ákveðin hefur verið um kynningu á þeim mikilvægu málum, sem hér eru til umræðu, greiði fyrir því, að víðtæk sátt náist um niðurstöðuna, enda hiki menn ekki við að koma athugasemdum á framfæri. Ég fullvissa ykkur um það, góðir fundarmenn, að allar ábendingar verða vegnar og metnar við lokagerð frumvarpsins.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Ég ítreka þakkir mínar til réttarfarsnefndar fyrir tillögur hennar að frumvarpi til nýrra laga um meðferð sakamála og frumvarpi til laga um nálgunarbann.<span> </span> Og enn á ný til þeirra sem staðið hafa að undirbúningi og skipulagi þessa málþings og þeirra, sem hér munu tala. Ég vænti þess að hér verði upphaf málefnalegrar<span> </span> umræðu um þennan mikilvæga málaflokk.<span> </span></p> <br /> <br />

2006-05-19 00:00:0019. maí 2006Menning í fangelsum

</P> <P>Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra setti 12. norrænu ráðstefnuna um menntun í fangelsum á Selfossi 18. maí. Hér birtist setningarræða ráðherrans</P><p align="justify">Mér er ánægja að bjóða ykkur velkomin til þessarar ráðstefnu og fagna því, að hún skuli nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi.<br /> <br /> </p> <p align="justify">Þið komið hér saman í næsta nágrenni við eina stóra fangelsi okkar Íslendinga, Litla-Hraun. Þótt það sé ekki stórt á mælikvarða ykkar, sem komið frá mun fjölmennari þjóðum, er þar tekist á við sambærileg viðfangsefni og hjá ykkur.</p> <p align="justify">Ég tel mikils virði fyrir þá Íslendinga, sem sinna málefnum fanga að fá tækifæri til þess á heimavelli að kynna störf sín og áherslur á sama tíma og unnt er að læra af reynslu annarra.</p> <p align="justify"><br /> </p> <p align="justify">Á Litla-Hrauni, en þar hefur verið fangelsi síðan 1929, er nú unnt að hafa 87 fanga af þeim 140, sem íslenska fangelsiskerfið getur hýst. Nú er unnið að framkvæmd áætlunar um nýbyggingar á Litla-Hrauni auk þess sem áform eru um að reisa nýtt móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi í Reykjavík.</p> <p align="justify">Valtýr Sigurðsson, fangelsismálastjóri og samstarfsmenn hans, hafa unnið ötullega að því að kynna áætlanir sínar um nýskipan fangelsismála á grundvelli nýrra laga um fullnustu refsinga, sem samþykkt voru fyrir einu ári, 17. maí árið 2005.</p> <p align="justify">Markmiðið er, að föngum verði tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti verði höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi verði aðstæður og umhverfi, sem hvetur fanga til að takast á við vandamál sín.</p> <p align="justify">Til að ná fram þessu markmiði stefna fangelsisyfirvöld að því að setja fram einstaklingsbundna áætlun um framvindu afplánunarferils sérhvers fanga í upphafi refsivistar. Í áætluninni felst áhættumat, meðferðarþörf, mat á getu fanga til náms og vinnu, og þörf fyrir sálfræðilegan, félagslegan og annan stuðning.</p> <p align="justify">Eftir þessari áætlun yrði síðan unnið með viðkomandi fanga á afplánunartímanum af menntuðu og þjálfuðu starfsfólki og áætlunin endurskoðuð reglulega. Þegar kemur að lokum afplánunar skal stuðlað að því, í samvinnu við fangann, að hann eigi fastan samastað, hafi góð tengsl við fjölskyldu og vini, kunni að leita sér aðstoðar og nái að fóta sig í samfélaginu.</p> <p align="justify">Þetta markmið næst ekki nema takist að skapa föngum fjölbreytileg tækifæri til starfa og náms. Hér eins og víða annars staðar er oft hægara sagt en gert að skapa slík tækifæri.</p> <p align="justify">Þess má geta að á Litla-Hrauni er starfandi skóli með tveimur skólastofum auk tölvuvers og á þessu skólaári hafa 35 nemendur verið innritaðir í skólann, sem starfar undir umsjá Fjölbrautaskóla Suðurlands hér á Selfossi – af þessum 35 nemendum þreyta 19 próf í lok þessarar námsannar. Mörg dæmi eru um, að nemendur nái betri árangri í námi innan veggja fangelsisins en utan.</p> <p align="justify">Kennd eru tungumál, stærðfræði, íþróttir, lífsleikni, grunnteikning og iðnteikning auk þess sem unnt er að stunda fjarnám við fleiri menntaskóla og einnig Háskólann í Reykjavík.</p> <p align="justify">Auk hefðbundins náms hafa föngum á Litla-Hrauni verið boðin námskeið á vegum símenntunarstofnunar og hafa þau snúist um sjálfseflingu og samskipti annars vegar og vinnumarkaðinn hins vegar. Umsagnir fanga um þessi námskeið benda til þess, að þau hafi verið þeim gagnleg, auki þeim sjálfstraust og auðveldi aðlögun að lífi utan fangelsisins.</p> <p align="justify">Fyrir rúmu ári sótti ég 11. ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna gegn glæpum, sem haldin var í Bangkok í Tælandi. Á meðan ég dvaldist þar skrifaði ég þetta á vefsíðu mína:</p> <p align="justify">„Fórum árla dags og heimsóttum kvennafangelsi, fangasjúkrahús og karlafangelsi í Bangkok. Þetta var einstaklega fróðleg ferð, þar sem við fengum tækifæri til að ræða við fangaverði og lækna og auk þess fanga, sem gátu talað ensku. Þarna var til dæmis Breti, sem hafði verið dæmdur í 25 ára fangavist fyrir heróín-smygl. Hann kaus frekar að eyða tíma sínum í þessu fangelsi en verða sendur í fangelsi í Bretlandi. Hann sýndi okkur hvernig fangar unnu myndlistarverk, þá lék hann einnig í hljómsveit, sem flutti tælenska tónlist.</p> <p align="justify">Fangar, sem dæmdir eru til lífstíðar, eru í fangelsi til lífstíðar, þess vegna er líknardeild á sjúkrahúsinu og heimsóttum við hana auk skurðdeildar og tannlæknadeildar.</p> <p align="justify">Tæplega 5000 konur voru í kvennafangelsinu og var okkur sagt, að 26 svæfu saman á gólfinu í hverjum svefnsal, sem var um 40 fermetrar og við mikla ásókn í fangelsin væru allt að 50 í einum slíkum sal eða herbergi. Hundruð kvenna sátu aðgerðarlausar í skugga í hitanum, en ég sá einnig hóp kvenna stunda qi gong æfingar og var sagt, að þær væru einkum fyrir þær, sem væru komnar til ára sinna.“</p> <p align="justify">Mér kom þessi lýsing í hug, þegar ég velti fyrir mér efni ráðstefnu ykkar, því að þarna var svo sláandi munur á þeim föngum, sem höfðu eitthvað fyrir stafni og hinum, sem sátu hundruðum saman í skugganum og biðu þess eins, að tíminn liði. Mestur virtist einmitt krafturinn í þeim, sem sinntu listsköpun af einhverjum toga. Var í raun ótrúlegt að sjá, hve margt var unnið af miklu listfengi af því, sem okkur var sýnt auk þess sem hljómsveitir fangelsisins léku af mikilli kunnáttu.</p> <p align="justify">Ég er eindreginn hvatamaður þess, að stuðlað sé að listrænu starfi meðal fanga og ýtt undir sköpunarkraft þeirra. Skref hafa verið stigin í þá átt undanfarin ár og minnist ég heimsókna listamanna til mín, sem hafa beðið um að fá tækifæri til að flytja list sína innan veggja Litla-Hrauns – en aðstaða til þess batnaði, þegar þangað kom píanó fyrir ekki svo mjög löngu.</p> <p align="justify">Tel ég tækifæri felast í því fyrir yfirvöld fangelsismála og fanga, að stofnað verði til samstarfs við Listaháskóla Íslands og til dæmis ýtt undir hönnunarvinnu meðal fanga – þá yrðu þeir að nokkru leyti sjálfs síns herrar í þeim skilningi, að verk þeirra mætti selja á markaði.</p> <p align="justify">Ég gat þess, að hópur kvenna í tælenska fangelsinu hefði verið að stunda kínversku lífsorkuæfingarnar qi gong. Ég tel æskilegt, að föngum séu kynntar slíkar æfingar eða jóga til að þjálfa þá í hugleiðslu og horfast í augu við sinn innri mann.</p> <p align="justify">Fyrir nokkrum árum átti ég kost á að kynnast því í Frakklandi, hvaða árangri jógakennari náði, eftir að hafa fengið heimild fangelsisstjórnar til að þjálfa áhugasama fanga í stóru öryggisfangelsi. Raunar dvaldist ég í viku með einum þessara fanga á frönskum sveitabæ, þegar honum var treyst til að vera þar í því skyni að laga sig að lífi utan fangelsisins.</p> <p align="justify">Góðir áheyrendur!</p> <p align="justify">Menningu má rækta á ýmsan hátt í fangelsum. Fyrsta skrefið er að átta sig á því, að menning getur að sjálfsögðu þrifist innan fangelsa eins og annars staðar. Þegar þetta skref hefur verið stigið, opnast margar dyr og ekki er skortur á þeim utan fangelsanna, sem vilja leggja góðum málstað lið.</p> <p align="justify">Þetta hefur til dæmis sannast á síðustu tveimur árum, eftir að Skákfélagið Hrókurinn tók að skipuleggja skákmót á Litla-Hrauni.Hrókurinn fer í fangelsið tvisvar í mánuði og á síðasta ári stofnuðu fangar skákfélagið Frelsingjann. Skákmeistarar Hróksins hafa haldið námskeið og fjöltefli, og oft eru haldin hraðskákmót með veglegum verðlaunum.</p> <p align="justify">Samstarf liðsmanna Hróksins og Frelsingjans hefur gengið framúrskarandi vel. Tugir fanga hafa tekið þátt í skáklífinu og að jafnaði koma tíu til fimmtán á hverja æfingu. Skák er mikið iðkuð dags daglega og hafa margir tekið stórstígum framförum á skákborðinu, eins og segir á heimasíðu Hróksins.</p> <p align="justify">Ég er þess fullviss, að á ráðstefnu ykkar hér munu fæðast góðar hugmyndir um leiðir til að bæta innra starf fangelsa og stuðla að betrun fanga með menningarlega viðleitni að leiðarljósi.</p> <p align="justify">Megi mikilvægt starf ykkar skila góðum árangri. Ég lýsi ráðstefnuna setta.</p> <br /> <br />

2006-05-03 00:00:0003. maí 2006Norræn björgunarráðstefna.

</P> <P>Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, setti að morgni 3. maí Norræna björgunarráðstefnu, sem haldin er á hótel Loftleiðum og lýkur á föstudag. </P> <P>Hér birtist ræða ráðherrans.</P> <P><p align="justify"><span>Ég býð ykkur velkomin til fyrstu norrænu björgunarráðstefnunnar, sem haldin er á Íslandi. Nú eru fimm ár liðin frá því, að Ísland gerðist aðili að hinum norræna samningi um samstarf í björgunarmálum. Var það tímabært skref til að treysta á formlegan hátt samstarf okkar um þessi mikilvægu mál.</span></p> <p align="justify"><span></span></p> <p align="justify"><span>Vona ég, að hér í Reykjavík eigið þið góðar og gagnlegar umræður um<span>&nbsp;</span> það, sem er á vel skipulagðri dagskrá ráðstefnunnar. Ber hún vitni um góðan undirbúning eins og er vel við hæfi, þegar menn með ykkar reynslu koma saman, en eins og þið vitið best getur góð dagskrá og áætlanir skipt sköpum, þegar mikið er í húfi.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Frá því að þið hittust síðast á fundi sem þessum, hefur heimsbyggðin öll orðið vitni að því, hve mikils virði er að búa í haginn fyrir nána og virka samvinnu þjóða á sviði björgunarmála.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég nefni flóðbylgjuna miklu á Indlandshafi, jarðskjálftana í Pakistan og ofviðrið við New Orleans. Í öllum þessum tilvikum hefur reynt á alþjóðlega samvinnu og hún hefur mikið gildi, hvort sem eitt ríki eða fleiri eiga hlut að máli og hvort sem þau eru rík eða fátæk, háþróuð eða lítt þróuð.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Við Íslendingar minnumst þess, hve mikils virði var að finna samhug og stuðning frá fjölmörgum þjóðum, þegar eldgos varð í Vestmannaeyjum við suðurströnd landsins í janúar 1973 og á einni dimmri vetrarnóttu þurfti að flytja 5300 íbúa á brott undan ösku, hrauni og eldglæringum.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Hitt var síðan langvinnt verkefni með stuðningi annarra þjóða að búa fólkinu hæfilegan samanstað fjarri heimilum sínum, stöðva hraunrennslið og síðan hreinsa öskuna í Eyjum. Af 1345 íbúðarhúsum grófust nær 400 hús undir ösku og hraun en önnur 400 skemmdust að meira eða minna leyti. Nú er blómleg byggð í Vestmannaeyjum og kannski 5000 ár í næsta gos.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þegar eldgosið varð í Vestmannaeyjum, voru um tíu ár liðin frá því að Íslendingar settu lög um almannavarnir, en við gerð áætlana á grundvelli þeirra, var í senn hugað að vá vegna kjarnorkuvopna og náttúruhamfara. Rétt er að nefna, að Íslendingar hafa jafnan litið svo á, að náttúrukraftarnir séu þeim hættulegri en vá af mannavöldum.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Við ráðum ekki yfir eigin herafla og höfum raunar frá árinu 1951 treyst á varnasamning við Bandaríkjamenn og aðild okkar að NATO, þegar til þess er litið að verja land okkar gegn hernaðarlegri árás. Hinn 15. mars síðastliðinn tilkynnti Bandaríkjastjórn, að frá og með september næstkomandi myndi hún kalla héðan orrustuþotur og þyrlubjörgunarsveit sína. Má segja, að með brotthvarfi þess liðsafla verði þau þáttaskil í framkvæmd varnarsamningsins, að síðustu leifar þess viðbúnaðar, sem talinn var nauðsynlegur á tímum kalda stríðsins, sé að hverfa.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Viðræður hafa farið fram milli íslenskra og bandarískra embættismanna um varnarmál og framkvæmd varnarsamningsins við nýjar aðstæður. Af hálfu okkar Íslendinga hefur verið lögð áhersla á, að fyrir hendi séu haldgóðar áætlanir og viðbúnaður til varna landinu og án sýnilegs inntaks sé varnarsamningurinn lítils virði.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins hefur verið ómetanleg til leitar og björgunar á Norður-Atlantshafi og á Íslandi undanfarna áratugi. Þótt meginverkefni sveitarinnar hafi verið að tryggja öryggi flugmanna á orrustuvélum Bandaríkjahers hafa þyrlur hennar ávallt verið til taks til leitar og björgunar. Mikil langdrægni þeirra hefur verið tryggð með eldneytisflugvél.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Áður en tilkynnt var, að flugsveitirnar yrðu fluttar héðan í september, hafði ríkisstjórn Íslands lýst yfir því í viðræðum við Bandaríkjastjórn, að Landhelgisgæsla Íslands gæti tekið að sér verkefni þyrlubjörgunarsveitarinnar. Hefur verið ákveðið, að landhelgisgæslan haldi úti að minnsta kosti þremur þyrlum, sem taki um 20 manns hver, eða eins og Super Puma þyrlan, sem landhelgisgæslan starfrækir núna. Hefur verið hafinn undirbúningur að því að útvega slíkar þyrlur og búa varðskip gæslunnar þannig úr garði, að þyrlurnar geti tekið eldsneyti úr þeim, auk þess sem auglýst hefur verið eftir fleira starfsfólki hjá landhelgisgæslunni.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Unnið er að undirbúning á smíði nýs varðskips og er tekið mið af <span>&nbsp;</span>Harstad-skipi norsku landhelgisgæslunnar. Einnig eru kaup á nýrri eftirlitsflugvél gæslunnar á dagskrá. Endurnýjun skipa og flugvéla landhelgisgæslunnar er dýrasta verkefnið á sviði björgunarmála, sem íslenska ríkið vinnur að um þessar mundir.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Verkefnin eru þó mun fleiri og víða hefur náðst mjög góður árangur á undanförnum árum í þeirri viðleitni að efla viðbúnað í þágu björgunarmála. Í því efni njótum við Íslendingar þess, að í landinu starfa öflug samtök almennings, Slysavarnafélagið Landsbjörg, sem starfa á markvissan hátt að því að tryggja öryggi borgaranna á landi og sjó með 18.000 félagsmönnum, björgunarsveitum um land allt, og góðum tækjakosti til björgunar til lands og sjávar.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Vöxtur samhæfðar björgunarmiðstöðvar undir handarjaðri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur verið mikill og árangursríkur síðustu ár . Innan vébanda miðstöðvarinnar koma saman á einum stað fulltrúar allra, sem þurfa að leggja skerf af mörkum á hættustundu.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Fyrir nokkrum vikum voru æfð viðbrögð við hugsanlegu eldgosi og vatnsflóði á suðurströnd landsins og var þá björgunarmiðstöðin virkjuð og einnig í æfingu vegna viðbragða við hugsanlegum fuglaflensufaraldri. Eftir því sem fleiri fá tækifæri til að kynnast þeim kostum, sem felast í þessari nánu og samhæfðu samvinnu viðbragðsaðila, því fleiri átta sig á einstæðu gildi stöðvarinnar.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég veit, að björgunarmiðstöðin verður kynnt ykkur hér á ráðstefnunni og ætla því ekki að hafa fleiri orð um ágæti<span>&nbsp;</span> hennar.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Eins og ég hef áður vikið að eru lög um almannavarnir á Íslandi meira en 40 ára gömul og undanfarna mánuði hefur verið unnið að því á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að semja frumvarp að nýjum lögum um þetta efni, þar sem tekið er mið af stöðunni eins og hún er um þessar mundir.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Okkur hefur tekist vel undafarin ár að stilla saman strengi allra, sem verða að koma að björgunarmálum og almannavörnum. Hin nýju lög munu taka mið af þessari staðreynd og leggja grunn að enn nánara samstarfi lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu, björgunarsveita, flugmálastjórnar og heilbrigðisstofnana auk þess sem Neyðarlínan 112 verður lykilaðili innan þessa samhæfða kerfis.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Löggjöfin mun einnig taka mið af þeirri breytingu, sem orðið hefur um heim allan, að lögð er meiri áhersla en á áður á gerð viðbragðsáætlana auk rannsókna á áfallaþoli þjóðfélaga. Viðbúnaður og samhæfing munu taka mið af þessu.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Neyðarþjónusta hefur gjörbreyst á síðustu tíu árum. Ný lög um almannavarnarnir verða að endurspegla þá breytingu um leið og þau skapa nauðsynlegan sveigjanleika til að bregðast skynsamlega við framtíðarverkefnum.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Tækniframfarir síðustu 10 ára eru meiri en nokkur gat spáð, bæði í tölvum og fjarskiptum. Fyrir 10 árum voru GSM símar fáir en nú eru þeir í hvers manns höndum. Þá var netnotkun að ryðja sér rúms en nú nýta tæplega 90% Íslendinga sér netið á einn eða annan hátt.&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Lögregla tók nýtt fjarskiptakerfi á svonefndum TETRA-staðli í notkun árið 2000. Með þessu kerfi hefur tekist að stytta viðbragðstíma bæði lögreglu og sjúkraflutningamanna, eftir að boð berast frá Neyðarlínunni 112. Ferilvöktun á ferðum lögreglu- og sjúkrabifreiða í gegnum TETRA auðveldar skjót viðbrögð.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Á undanförnum árum hefur sannast hér og annars staðar, að TETRA-kerfið er öðrum kerfum betra við stjórn neyðar- og björgunaraðgerða og vöktun viðbragðsaðila. Nú er nauðsynlegt að endurnýja miðbúnað kerfisins í takt við tæknibreytingar, fjölga sendum og skiptistöðvum í kerfinu. Með þessu eykst skilvirkni TETRA-kerfisins, en það nær nú um 200 km radíus frá Reykjavík,&nbsp; auk þess sem kerfið er notað á takmörkuðu svæði á Norðurlandi umhverfis Akureyri og á Vestfjörðum í kringum Ísafjörð.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í þessum orðum mínum hef ég stiklað á stóru til að lýsa því, hvað er að gerast hér á landi á sviði björgunarmála.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég lýk máli mínu með því að vísa til þess, sem ég sagði í upphafi um gildi alþjóðlegs samstarfs í björgunarmálum. Okkur Íslendingum er ljóst, að við höfum ekki til þess burði einir að veita þá þjónustu, sem krafist er á þessu sviði á hinu mikla hafsvæði, sem lýtur lögsögu okkar.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Við brotthvarf bandarísku þyrlubjörgunarsveitarinnar héðan verða þáttaskil fyrir fleiri en okkur Íslendinga, þegar litið er til björgunarmála á Norður-Atlantshafi. Við munum auka viðbúnað okkar en munum jafnframt í ríkara mæli en áður treysta á samstarf við norræna nágranna okkar, einkum Dani og Norðmenn.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég nefni sérstaklega samstarfið við danska flotann, sem heldur að jafnaði úti öflugum skipum og þyrlum á hafsvæðinu frá Færeyjum til Grænlands. Finnst mér ánægjulegt, hve gott samstarf er á milli Landhelgisgæslu Íslands og danska flotans á öllum sviðum og ekki síst um björgunarmál og ég sé það aðeins eflast og dafna, þegar fram líða stundir.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ásamt með Norðmönnum þurfum við einnig að huga að nýjum aðstæðum á hafsvæðum hér á norðurslóðum, þegar<span>&nbsp;</span> flutningur á olíu og gasi frá Barentshafi til Norður-Ameríku með risaskipum kemur til sögunnnar af fullum þunga.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Verkefnin eru mörg og spennandi og þau verða ekki leyst af því öryggi, sem þarf að vera fyrir hendi, nema þjóðir taki höndum saman. Þess vegna vona ég, að ráðstefna ykkar hér eigi eftir að skila góðum árangri.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2006-03-16 00:00:0016. mars 2006UT-stefna dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.

<p align="center"><span>Hádegisverðarfundur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og Skýrslutæknifélagsins<br /> um framfarir í&nbsp;opinberri þjónustu með upplýsingatækni.<br /> &nbsp;16. mars, 2006.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Nú eru liðnir 17 mánuðir síðan AUFT-verkefnið (Átak í upplýsinga- og fjarskiptatækni) fór af stað á vegum ráðuneytisins. <span>&nbsp;</span>Þorsteinn Helgi Steinarsson var ráðinn af ráðherra sem sérstakur ráðgjafa og stjórnandi þessa verkefnis. Síðan hefur verið unnið að því að móta stefnu og hrinda henni í framkvæmd. Að mínu mati hefur árangurinn orðið góður en miklu skiptir að nýta þessa tækni sem best í störfum um 40 stofnana og um 1300 starfsmanna á vegum ráðuneytisins í um 60 starfstöðvum um land allt.</span></p> <p align="justify"><span>Undir forystu dómsmálaráðherra hefur verið lögð áherla á, að ávallt sé leitað lausna með það í huga, að nýta sem mest og best krafta markaðarins. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur unnið að átakinu í upplýsinga og fjarskiptatækni með það að leiðarljósi, að fá til liðs við sig öflug fyrirtæki. Ráðuneytið hefur hvorki rekið eigin forritun né framleiðslu. Kerfi hafa verið hönnuð utan ráðuneytisins eða tölvumiðstöðvar þess.</span></p> <p align="justify"><span>Hlutverk Tölvumiðstöðvar dómsmálaráðuneytisins (TMD), sem skilin var frá umferðarstofu og hefur nú aðsetur í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð, er að hýsa rekstur viðkvæmra tölvukerfa. Miðstöðin lýtur eigin stjórn og stofnar til samningssambands við þær stofnanir ráðuneytisins, sem hún selur þjónustu sína.</span></p> <p align="justify"><span>Rekstur gagnakerfa TMD er háður ýtrustu öryggiskröfum varðandi gagnaleynd</span> <span>ekki síst gagnvart Schengen-samstarfinu, þátttöku í Interpol og öðru alþjóðlegu lögreglusamstarfi.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Öryggis þarf ekki síður að gæta við meðferð innlendra trúnaðarupplýsinga bæði af tilliti við hagsmuni einstaklinga og rannsóknarhagsmuni lögreglu, lögreglustjóra, saksóknara og dómstóla. Þetta hefur leitt af sér, að TMD rekur eigið lokað víðnet.</span></p> <p align="justify"><span>Miðað við núverandi aðstæður hefur ráðuneytið ekki talið skynsamlegt að úthýsa grunnsatrfsemi TMD. Ég hef hins vegar hvatt til þess, að menn missi ekki sjónar af því markmiði að hýsa að minnsta kosti hluta starfseminnar utan miðstöðvarinnar, þótt síðar verði.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Segja má, að undanfarna mánuði hafi mikil grunnvinna verið unninn og hún sé að skila sér á margvíslegan hátt í innra starfi ráðuneytisins og stofnana þess með það að leiðarljósi að auðvelda síðan alla þjónustu við almenning, án þess að slegið sé af nauðsynlegum öryggiskröfum.</span></p> <p align="justify"><span>Þetta starf hefur til dæmis leitt til þess, að ráðuneytið getur af meira öyggi en áður stefnt að því að flytja ýmis verkefni frá sér til annarra stofnana, eins og sýslumannsembætta utan höfuðborgarsvæðisins. Ég nefni tvö: Í fyrsta lagi innheimtu sekta og sakarkostnaðar til nýrrar miðstöðvar á Blönduósi og útgáfu hins rafræna Lögbirtingablaðs til Víkur.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Við gerum okkur ljóst, að ekki verður unnt að skapa sama rafræna starfsumhverfið alls staðar, án þess að nýta í senn gagnagrunna og hina nýju tækni og ég endurtek enn með strangar öryggiskröfur að leiðarljósi.</span></p> <p align="justify"><span>Á þessum kynningarfundi okkar hér í dag verður leitast við að skýra fá því, sem nú ber hæst í þessu átaki okkar.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þorsteinn Helgi Steinarsson mun lýsa því, hvernig ráðuneytið hefur nálgast úrlausn upplýsingatækniverkefna í því skyni að bæta þjónustu sína.</span></p> <p align="justify"><span>Ráðuneytið gerði nýlega samning við um nýja rafræna samskiptaleið við almenning og hér á fundinum mun<span>&nbsp;</span> Bjarni Birgisson, framkvæmdastjóri Kögunar hf., kynna þetta nýja rafræna þjónustulag. Þá hefur ráðuneytið samið við dótturfyrirtæki Kögunar um útvíkkun á upplýsingakerfi útlendingastofnunar og leyfisveitingakerfi lögregu.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ólafur Daðason, forstjóri Hugvits hf., mun ræða um nýtt mála- og þekkingarstjórnunarkerfi fyrir stofnanir ráðuneytisins. Markmiðið með því er skapa sambærilegt vinnuumhverfi fyrir alla starfsmenn á vegum ráðuneytisins og auðvelda þeim aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum vegna starfa þeirra.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Eins og jafnan á langri leið, gerist eitthvað, sem ekki var ætlað í upphafi. Ég ákvað til dæmis að fella gerð nýrra vegabréfa inn í ramma átaksins og til að allir kraftar nýttust sem best var síðan hafin vinna við að flytja Þjóðskrá frá Hagstofu Íslands til dómsmálaráðuneytisins &ndash; en frumvörp um það efni liggja nú fyrir alþingi.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, ræðir um rafræn auðkenni, en athygli er beint að þeim vegna lykilhlutverks Þjóðskrár og þeirrar tækni, sem ráðuneytið hefur nú aflað sér vegna útgáfu hinna nýju vegabréfa.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég fagna því, hve margir hafa sótt þennan kynningarfund og þakka Ský fyrir að standa að undirbúningi hans. Samstarf við félagið er mikils virði fyrir alla, sem sinna þróun og nýsköpun á starfsviði þess.</span></p> <br /> <br />

2006-02-10 00:00:0010. febrúar 20061-1-2 í tíu ár.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti 10. febrúar setningarræðu á ráðstefnu á hótel Loftleiðum í tilefni 10 ára afmælis Neyðarlínunnar. Ræðan birtist hér í heild.<p align="justify">Þegar litið er yfir 10 ára sögu Neyðarlínunnar – eða 1- 1-2 - er þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir, hve mörgum hefur verið veitt skjót og rétt aðstoð. Þakklæti fyrir þá alúð, sem einkennt hefur skipulag og starfsemi hinnar einstæðu þjónustu, sem Neyðarlínan veitir.</p> <p align="justify">Á sínum tíma ríkti ekki einhugur um, hvernig staðið skyldi að því að stofna og reka Neyðarlínuna, þótt ekki væri deilt um nauðsyn neyðarnúmers. Fyrirmyndin að samræmdu neyðarsímanúmeri er fengin frá Alabama í Bandaríkjunum. Þar kom númerið 9-1-1 til sögunnar árið 1968 og hlaut síðan skjóta útbreiðslu í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Vísir menn segja, að Katrín Fjeldsted, læknir og þáverandi borgarfulltrúi, hafi orðið fyrst til að leggja fram tillögu um samræmt neyðarnúmer hér á landi, það var í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1988.</p> <p align="justify">Evrópusambandið fetaði í fótspor Bandaríkjanna og ákvað neyðarnúmerið 1-1-2 á svæði sínu. Við tengdumst því með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og skömmu eftir að samningurinn um það gekk í gildi eða í mars 1995 samþykkti alþingi lög um samræmda neyðarsímsvörun.</p> <p align="justify">Samkvæmt lögunum skyldi ríkisstjórnin ekki síðar en 31. desember 1995 koma upp samræmdri neyðarsímsvörun fyrir Ísland til að sinna viðtöku tilkynninga um fólk og eignir í neyð og beiðnum um aðstoð lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og sjúkraflutningaliðs og aðra neyðaraðstoð.</p> <p align="justify">Í samræmi við þetta hóf hlutafélagið Neyðarlínan störf hinn 1. janúar 1996. Tillögurnar að baki félaginu byggðust á því, að stofnað yrði til víðtækrar samvinnu opinberra aðila, félagasamtaka og einkaaðila í öryggisþjónustu. Nú er Neyðarlínan að meirhluta í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar. Hlutafélagsformið hefur frá upphafi <span> </span>tryggt fyrirtækinu nauðsynlegan sveigjanleika í síbreytilegu umhverfi, þar sem tækniframfarir eru örar.</p> <p align="justify">Eins og áður sagði voru ekki allir sammála um þetta form á sínum tíma. Þórhallur Ólafsson, þáverandi aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra og núverandi forstjóri Neyðarlínunnar, rökstuddi þessa tilhögun á þennan veg í Morgunblaðsgrein í mars 1996: „Tvær meginröksemdir voru fyrir því, að þessi kostur var valinn. Í fyrsta lagi var það sú hagræðing og sparnaður sem ríki og sveitarfélög nytu. Í öðru lagi að stuðla að sem víðtækastri samvinnu milli þeirra sem sinna neyðar- og öryggisþjónustu. “</p> <p align="justify">Með reynsluna af 10 ára starfi Neyðarlínunnar í huga er augljóst, að farin var rétt leið með lögunum frá 1995. Almenningur kunni strax vel að meta að þurfa ekki að muna nema eitt neyðarnúmer í stað þess að þekkja ekkert af þeim 145 númerum, sem það leysti af hólmi, og hlutafélagsformið hefur staðið undir væntingum.</p> <p align="justify">Innra starf Neyðarlínunnar hefur verið mótað af miklum metnaði og viðleitni til að tileinka sér sem best nýjustu tækni í því skyni að sinna verkefnum fyrirtækisins hratt og örugglega. Fljótt kom til sögunnar tölvustýrt kerfi til að auðvelda símsvörun og boðun viðbragðsaðila. Kerfið hefur þróast í áranna rás á þann veg að vera nú í fremstu röð slíkra kerfa í heiminum.</p> <p align="justify">Ákvarðanir um starfsemi Neyðarlínunnar hafa ekki aðeins reynst heilladrjúgar heldur einnig ákvörðun um staðarval fyrir hana í nábýli við slökkvilið í slökkviliðsstöðinni í Reykjavík – þar er nú hin öfluga samhæfingar- og stjórnunarmiðstöð, Björgunarmiðstöðin Skógarhlíð.</p> <p align="justify">Neyðarlínan tók strax við stofnun sína við símsvörun fyrir slökkviliðið og árið 2000 var sérstakri fjarskiptamiðstöð fyrir lögregluna valinn staður við Skógarhlíð og nýtti hún sér tölvukerfið, sem þróað hafði verið fyrir Neyðarlínuna.</p> <p align="justify">Um svipað leyti var nýtt fjarskiptakerfi á svonefndum TETRA-staðli tekið í notkun. Með þessu kerfi hefur tekist að stytta viðbragðstíma bæði lögreglu og sjúkraflutningamanna, eftir að boð berast frá Neyðarlínu. Ferilvöktun á ferðum lögreglu- og sjúkrabifreiða í gegnum TETRA auðveldar skjót viðbrögð.</p> <p align="justify">Í því skyni að efla og styrkja þetta öryggisfjarskiptakerfi var nýlega ákveðið að Neyðarlínan keypti fyrirtækið TETRA Ísland. Á undanförnum árum hefur sannast hér og annars staðar, að TETRA-kerfið er öðrum kerfum betra við stjórn neyðar- og björgunaraðgerða og vöktun viðbragðsaðila. Nú er nauðsynlegt að endurnýja miðbúnað kerfisins í takt við tæknibreytingar, fjölga sendum og skiptistöðvum í kerfinu. Með þessu eykst skilvirkni TETRA-kerfisins, en það nær nú vel austur fyrir Mýrdalsjökul og nokkuð langt norður eftir Vesturlandi,<span> </span> auk þess sem kerfið er notað á Eyjafjarðarsvæðinu og á Vestfjörðum í kringum Ísafjörð.</p> <p align="justify">Vöxtur Björgunarmiðstöðvarinnar Skógarhlíðar hefur ekki síður verið mikill og spennandi síðustu ár en þróun Neyðarlínunnar. Í Skógarhlíð eru nú til húsa auk þeirra, sem áður voru taldir Slysavarnafélagið Landsbjörg, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, vaktstöð siglinga, Landhelgisgæsla Íslands og<span> </span> tölvumiðstöð dómsmálaráðuneytisins.</p> <p align="justify">Þetta sambýli boðunar- og viðbragðsaðila er einstakt. Hin frjálsu og öflugu félagasamtök, Slysavarnafélagið Landsbjörg, sem stofnuð voru árið 1999, hvöttu frá upphafi til þess, að þróað yrði sameinað stjórnkerfi leitar og björgunar. Slagorð fyrstu ráðstefnu samtakanna var: Eitt land, eitt stjórnkerfi. Í þeim anda hefur verið unnið að því að þróa samhæfingar- og stjórnunarmiðstöðina í Skógarhlíð.</p> <p align="justify">Þar standa neyðarverðir 1-1-2, og <span> </span>starfsmenn fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, stjórnstöðvar landhelgisgæslu og vaktstöðvar siglinga vaktina allan sólarhringinn og þaðan er með öskömmum fyrirvara unnt að kalla út viðbragðsaðila til að takast á við brýn verkefni.</p> <p align="justify">Á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hefur undanfarið verið unnið að smíði nýrra laga um almannavarnir. Innan skamms verður það lagt fram til kynningar og umræðu. Frumvarpið tekur mið af ávinningi undanfarinna ára og starfi Neyðarlínunnar og Björgunarmiðstöðvarinnar Skógarhlíðar. Ég vona, að víðtæk sátt megi nást um frumvarpið, svo að það hljóti greiða leið í gegnum alþingi.</p> <p align="justify">Stefnt er að því með frumvarpinu að skapa nýjan lagaramma um neyðarsímsvörun og lögfesta í fyrsta sinn ákvæði um samhæfingar- og stjórnunarmiðstöð, sem hafi <span> </span>yfirumsjón með aðgerðum við leit og björgun á landi, <span> </span>sjó og í lofti. Í miðstöðinni starfi fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu, heilbrigðisstofnana <span> </span>og björgunarsveita eftir því sem við á hverju sinni. Lagt er til, að dómsmálaráðherra skipi fulltrúa allra þessara viðbragðsaðila í samráðsnefnd miðstöðvarinnar, en nefndin afgreiði mál varðandi innra samstarf og útfærslur á einstökum viðbragðsáætlunum.</p> <p> </p> <p>Góðir áheyrendur!</p> <p align="justify">Neyðarþjónusta hefur gjörbreyst á síðustu tíu árum. Ný lög um almannavarnarnir verða að endurspegla þá breytingu um leið og þau skapa nauðsynlegan sveigjanleika til að bregðast skynsamlega við framtíðarverkefnum.</p> <p align="justify">Tækniframfarir síðustu 10 ára eru meiri en nokkur gat spáð við stofnun Neyðarlínunnar, bæði í tölvum og fjarskiptum. Fyrir 10 árum voru GSM símar fáir en nú eru þeir í hvers manns höndum. Þá var netnotkun að ryðja sér rúms en nú nýta tæplega 90% Íslendinga sér netið á einn eða annan hátt. Neyðarlínan hefur lagað starfsemi sína að þessum breytingum.</p> <p align="justify">Tæknin þróast enn og mun gera Neyðarlínunni kleift að sinna mikilvægum störfum sínum á enn hagkvæmari og virkari hátt. Samstarf þeirra, sem eru undir sama þaki við Skógarhlíð, mun einnig styrkjast.</p> <p align="justify">Hér á ráðstefnunni í dag gefst færi á því að draga saman reynslu síðustu ára, greina hana og leggja á ráðin um framtíðina. Ég þakka þeim, sem hér munu taka til máls og býð Jyrki Landsted, framkvæmdastjóra 1-1-2 í Finnlandi sérstaklega velkominn. Finnar standa framarlega á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum og hafa nýlega endurskipulagt neyðar- og öryggisþjónustu sína.</p> <p align="justify">Á hverju ári eru hringingar í 1-1-2 um 300 þúsund og skráðar neyðarbeiðnir um 130 þúsund. Saga síðustu 10 ára geymir mörg atvik, þar sem árvekni og snarræði neyðarvarða 1-1-2 hefur bjargað mannslífum og hjálpað fólki í nauðum. Um leið og þetta starf er þakkað hér er gleðilegt að minnast þess, að kannanir sýna, að 96% þjóðarinnar lýsa ánægju með störf 1-1-2, en aðeins 0,5% óánægju.</p> <p align="justify">Verði haldið áfram á sömu braut næstu 10 ár – geta menn fagnað glæsilegum árangri þá eins og við gerum hér í dag. Ég óska okkur til hamingju með Neyðarlínuna, og stjórn hennar, framkvæmdastjóra og starfsliði öllu innilega til hamingju með daginn.</p> <br /> <br />

2005-11-08 00:00:0008. nóvember 2005Rafræn Stjórnartíðindi

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, opnaði vefsíðu með rafrænum Stjórnartíðindum þriðjudaginn 8. nóvember við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsi. Hér birtist ávarp, sem ráðherra flutti við athöfnina.<p align="justify"><span>Við komum hér saman af sögulegu tilefni, góðir gestir, þegar formlega er gengið til þess verks að hefja rafræna útgáfu Stjórnartíðinda á vefnum, því að í rúmt 131 ár hafa þau verið gefin út á prenti, eða síðan í ágúst 1874.</span></p> <p align="justify">Hin rafræna útgáfa er lokaáfangi vinnu, sem hófst árið 2000, með skipun nefndar til að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á birtingu laga og stjórnvaldaerinda.</p> <p align="justify">Í ársbyrjun 2002 var ákveðið að gera Stjórnartíðindi aðgengileg á netinu og er nú hægt að nálgast þar allt efni A- og B-deilda Stjórnartíðinda frá og með 2001 og C-deildar frá og með 1995.</p> <p align="justify">Í samræmi við ný lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sem tóku gildi 22. mars sl., er lokaskrefið nú stigið og eru réttaráhrif birtingar framvegis bundin við hina rafrænu útgáfu.</p> <p align="justify">Hin rafræna útgáfa felur í sér byltingu í birtingu laga og stjórnvaldaerinda. Reglugerðir verða aðgengilegar almenningi á netinu, um leið og þær öðlast gildi, og reyndar daginn áður, þar sem gildistaka miðast við daginn eftir birtingu þeirra. Hin rafræna útgáfa kemur í stað þess að prenta Stjórnartíðindi í nokkur hundruð eintökum og dreifa þeim til áskrifenda.</p> <p align="justify">Með rafrænu útgáfunni er unnt að veita aukna þjónustu og að því er stefnt. Leitarskilyrði á vef Stjórnartíðinda munu bætast til muna. Auk þess að birta efni á svonefndu PDF sniði mun textinn einnig birtast á HTML formi, sem þýðir, að unnt er að framkvæma orðaleit í öllu efni, sem birtist í Stjórnartíðindum.</p> <p align="justify">Eldra efni Stjórnartíðinda, sem nú er á netinu, en þar er um að ræða um 6000 auglýsingar, verður fært inn í hið nýja kerfi. Þetta efni er nú aðgengilegt frá forsíðu hins nýja vefjar.</p> <p align="justify">Þrátt fyrir rafræna útgáfu verður einnig unnt að kaupa prentaða útgáfu Stjórnartíðinda á kostnaðarverði. Unnt er að gerast áskrifandi að öllum eða einstökum deildum Stjórnartíðinda eða kaupa einstök hefti. Þannig munu viðskipti við prentsmiðjuna Gutenberg halda áfram, en Gutenberg hefur gefið Stjórnartíðindi út í meira en sjö áratugi og vil ég þakka það góða samstarf auk þess sem ég færi öllum þakkir, sem hafa komið að því að þróa útgáfuna á rafrænan hátt, en þar hafa starfsmenn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðs átt gott samstarf við Hugvit.</p> <p align="justify">Það kerfi, sem nú verður tekið í notkun, mun ekki umsvifalaust kalla á breytt vinnubrögð hjá viðskiptavinum Stjórnartíðindi. Þeir senda handrit inn á venjulegan hátt, bæði í prentuðu og rafrænu formi, og mun starfsfólk Stjórnartíðinda sjá um að setja inn efni inn á vefinn eins og verið hefur. Þegar fram horfir, og reynsla er komin á kerfið, er stefnt að því að viðskiptavinir muni sjálfir setja inn efni og fullvinna það með sem bestum hætti inn í kerfið.</p> <p align="justify">Ritstjórn Stjórnartíðinda starfar áfram, annast prófarkalestur, gæða- og öryggiseftirlit. Rík áhersla verður lögð á öryggisþáttinn eins og fram kemur í reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda, sem birt var í dag. Þar segir meðal annars, að til að tryggja öryggi og áreiðanleika birtra upplýsinga skuli útgefandi gæta þess að birt efni sé frá réttum og þar til bærum aðilum; upplýsingar séu, svo sem kostur er, varðar gegn skemmdum, þjófnaði, eldi, náttúruhamförum og þess háttar atburðum; upplýsingar séu, svo sem kostur er, varðar gegn rafrænum árásum og alltaf séu til áreiðanleg og örugglega varðveitt afrit af birtu efni og hugbúnaðarkerfum.</p> <p align="justify">Innan ráðuneytisins hefur verið rætt, að ritstjórn Stjórnartíðinda starfi í nánari tengslum við ráðuneytið en nú er, til að sem best sé tryggt, að ekki sé unnt að efast um áhersluna á góða framkvæmd við allt, er útgáfuna varðar. Jafnframt hefur verið hugað að því, að Lögbirtingablað og Stjórnartíðindi þurfi ekki að lúta sömu ritstjórn, án þess að slakað sé á kröfum við ritstjórn Lögbirtingablaðsins.</p> <p align="justify">Að lokum nokkrar sögulegar staðreyndir:</p> <p align="justify">Á þjóðveldistímanum 930-1262 voru lög kunngjörð þannig á Íslandi að lögsögumaður skyldi segja upp lög á hverju þingi, þingfararbálk árlega, en aðra þætti löggjafarinnar svo, þannig að lögsögu allri skyldi lokið á þremur sumrum.</p> <p align="justify">Eftir lok þjóðveldisins voru lög einnig almennt birt á Alþingi, allt þar til það var aflagt með tilskipun frá 11. júlí 1800.</p> <p align="justify">Lög voru birt í Landsyfirdóminum eftir 1800, en hann var stofnaður þegar Alþingi var lagt niður. Jafnframt birtingu þessari fyrir land allt, voru lögin einnig birt í héruðum, fyrst á leiðarþingum goðanna og síðan á manntalsþingum. Þinglestur laga í héraði var þó ekki lögboðinn fyrr en með konungsbréfi 7. desember 1827, er lögleiddi hér danska tilskipun frá 8. október 1824 um það efni.</p> <p align="justify">Í 10. gr. stjórnarskrárinnar frá 1874 var svo fyrir mælt, að konungur skyldi annast birtingu laga, en eigi var þar kveðið nánar á um birtingaraðferð.</p> <p align="justify">Árið 1874 hófst útgáfa Stjórnartíðinda og þar með nýir birtingarhættir. Samkvæmt lögum nr. 11/1877 skyldi birting þar vera „skuldbindandi fyrir alla“, sbr. 1. gr. laganna. Hafa lög síðan verið birt með þeim hætti hér á landi eða rúmlega 131 ár.</p> <p align="justify">Í 27. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 segir: „Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.“ Þau lög eru nú nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.</p> <p align="justify">Góðir áheyrendur!</p> <p align="justify">Samkvæmt heimild í þessum lögum opna ég nú rafræna útgáfu Stjórnartíðinda. Í dag hef ég ritað undir nýja reglugerð um Stjórnartíðindi, sem er nr. 958/2005. Er hún hin síðasta sem birt er með gamla laginu. Ný gjaldskrá Stjórnartíðinda verður fyrsta auglýsingin, sem birt er með nýjum hætti.</p> <p align="justify">Fyrir rúmu 131 ári, eða í ágúst 1874, birtist fyrsta auglýsingin í B-deild Stjórnartíðinda og hún hafði að geyma reglur fyrir fangana í hegningarhúsinu í Reykjavík. Eitt af því fyrsta, sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið mun birta í hinni rafrænu útgáfu Stjórnartíðinda er ný reglugerð um fullnustu refsingu. Þótt tíminn líði og tæknin breytist eru viðfangsefni stjórnsýslunnar hin sömu!<br /> </p> <p align="justify"> </p> <br /> <br />

2005-09-02 00:00:0002. september 2005Gegn kynferðislegu ofbeldi

<p align="center"><span>Ráðstefnan: </span></p> <p align="center"><span>Norden - amnesti for voldsmenn?<br /> O</span><span>m handlinger og handlingsrammer overfor seksualisert vold.</span></p> <p align="center"><span> </span></p> <p align="center"><span>Grandhóteli, 2. september, 2005.</span></p> <p align="center"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Mér er ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur í upphafi ráðstefnu um aðgerðir gegn kynferðislegu ofbeldi. Spurningin, sem þið spyrjið er alvarleg: Norden - amnesti for voldsmenn? Ekkert okkar vill búa í þjóðfélagi, sem veitir slíkt amnesti eða skjól og þess vegna er markmið okkar sameiginlegt.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar tekist er á við verkefni af þessum toga er mikilvægt að það takist að sameina kraftana í þágu þess, sem að er stefnt. Hér á Íslandi gerðist það síðastliðið vor, að Íslandsdeild Amnesty International, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót og UNIFEM á Íslandi lögðu sameiginlega fram aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar fulltrúar þessara samtaka kynntu áform sín fyrir mér, sagðist ég fús til að leggja mitt af mörkum til að markmið áætlunarinnar næðu fram að ganga. Ef til vill yrðum við ekki sammála um leiðir að markmiðinu, en við skyldum hins vegar taka höndum saman um að ná því.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil ekki, að Ísland sé skjól fyrir ofbeldismenn hvorki á þessu sviði né öðrum og ef þörf er á sérstökum aðgerðum til að uppræta kynbundið ofbeldi er ekki um annað að ræða en grípa til þeirra og tryggja til þess lögheimildir.</span></p> <p align="justify"><span>Áður en ég tók við mínu núverandi embætti, hafði ég verið menntamálaráðherra um nokkurt skeið. Þegar ég er spurður um muninn á þessum tveimur störfum, svara ég gjarnan á þann hátt, að í þeim hafi ég kynnst mannlífinu á tvo ólíka vegu. Í hinu fyrra starfi komu menn gjarnan til að ræða áform sín um að gera góða hluti í mennta- eða menningarmálum enn betur, fullir bjartsýni og með trú á framtíðina. Nú fæ ég frekar að kynnast skuggahlið mannlegrar breytni, þegar fokið virðist í flest skjól og þörf er á opinberri íhlutun til að bjarga því, sem bjargað verður.</span></p> <p align="justify"><span>Mig langar að vitna í tölvubréf frá konu, sem ég fékk í sumar. Hún var ný gengin úr sambandi, þar sem hún sagðist hafa búið við andlegt og líkamlegt ofbeldi, en hún hefði verið dugleg við að sækja sér hjálp hjá Kvennaathvarfi og félagsráðgjöfum sveitarfélags síns. Hún hefði aldrei verið í óreglu en hið sama væri ekki unnt að segja um fyrrverandi sambýlismann sinn. Síðan segir hún:</span></p> <p align="justify"><span>„Ég stend ráðþrota þar sem þessi maður sem ég bjó með er virkilega siðlaus, og það sem ég afrekaði í þessu sambandi var litli sonur minn, sem ég elska af öllu mínu hjarta. Þannig er nú samt staðan að er ég leita mér hjálpar þá virðist þetta allt snúast um hvaða rétt minn fyrrverandi á, ekki hvað ég og sonur minn eigum rétt á. Mér er sagt að þar sem ég hef aldrei kært hann né að hann hafi látið á mér sjá þegar hann réðst til atlögu að þá sé þetta í raun orð á móti orði, og þó svo að lögreglan hafi fjarlægt hann út af heimilinu oftar en einu sinni þá sé það ekki nóg þar sem ég kærði hann ekki á þeim tíma.“</span></p> <p align="justify"><span>Eftir að hafa lýst óreglu mannsins og grimmd hans lýkur konan bréfinu með bón um, að „réttur okkar kvenna sem höfum þurft að sæta ofbeldi verði virtur og lagfræður til að ég og allar þær sem úti eru getum fengið frið til að lifa lífinu, í þokkalegri sátt við guð og menn og getum fengið frið í hjarta.“</span></p> <p align="justify"><span>Er það ekki einmitt í þessum tilgangi, sem við komum hér saman í dag, að huga að bestu og árangursríkustu leiðunum að þessu markmiði? Að gefa öllum, sem órétti eru beittir, frið í hjarta og frið til að njóta lífsins án ótta við ofbeldi. Hver vill að land sitt sé skjól fyrir þá, sem níðast á rétti annarra?</span></p> <p align="justify"><span>Nýlega kom til mín kona og skildi eftir hjá mér skjöl, þar sem reynslu hennar er lýst. Hún segir sambýlismann sinn til 13 ára hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi, eins og sjá megi á fjölmörgum læknaskýrslum. Hann hafi stjórnað fjármálum þeirra og notað kennitölu hennar að vild. Síðan segir orðrétt:</span></p> <p align="justify"><span>„Ég var nokkurnveginn viljalaust verkfæri í höndum hans og stofnaði til þeirra skulda sem hann bauð, enda hefði ég annars hlotið enn meiri líkamlega áverka. Notkun á kennitölu minni gat orðið til þess að ég slippi við barsmíðar. Að sjálfsögðu kostaði þetta gjaldþrot.“</span></p> <p align="justify"><span>Í þessum gögnum sem mér voru afhent, er spurningunni: Hvers vegna lætur hún fara svona með sig? svarað á þennan hátt:</span></p> <p align="justify"><span>„Hugsar nokkur um sálina sem er særð og niðurbrotin? Hugsar nokkur um líkamann sem er svo marinn að það er erfitt að hreyfa sig? Hugsar nokkur um sorg hennar vegna glæpa mannsins sem hún treysti? Hugsar nokkur um sjálfsálit konu sem orðin er þræll ofbeldis? Og gleymum ekki að konan er yfirkomin af þreytu.“</span></p> <p align="justify"><span>Þessi kona kom til mín til að ræða leiðir út úr fjárhagslegum vandræðum, sem hún glímir við eftir slit sambúðarinnar. Hún situr uppi með skuldabagga vegna fjármálaóreiðu sambýlismannsins fyrir utan hin andlegu sár, sem kannski ná aldrei að gróa.</span></p> <p align="justify"><span>Ég veit, að þið þekkið öll sögur af þessum toga, en ég leyfi mér að nefna þessi tvö dæmi til að láta ykkur vita, að þær eru einnig sagðar mér í tölvunni minni eða skrifstofu.</span></p> <p align="justify"><span>Ég ítreka að ekkert okkar vill, að þjóðfélög okkar séu skjól fyrir þá, sem fara svona með annað fólk.</span></p> <p align="justify"><span>En það er ekki nóg að vilja og vona það besta. Ég hef sannfærst um að nauðsynlegt sé að bregðast við og gera það sem í okkar valdi stendur og heilbrigð skynsemi býður til að taka á vandamálum af þeim toga sem ég hef lýst og ég veit að þið þekkið vel. En þó verkefnið sé mikilvægt og persónulegir hagsmunir einstaklinganna brýnir, þá er auðvitað nauðsynlegt að vanda þau skref sem stigin eru. Þannig verður best tryggt að þau komi að því gagni sem við stefnum að, sem og að ekki raskist þær grundvallarreglur sem við búum við, meðal annars í refsirétti og réttarfari.</span></p> <p align="justify"><span>Á síðasta ári fól ég refsiréttarnefnd að gefa mér álit á þeim sjónarmiðum sem fram höfðu komið, þess efnis að setja skyldi í hegningarlög sérstakt ákvæði sem tæki á því sem við nefnum heimilisofbeldi, í stað þess að styðjast þar við hin hefðbundnu líkamsárásarákvæði hegningarlaganna.</span></p> <p align="justify"><span>Vitaskuld er það ekki svo að heimilisofbeldi sé refsilaust í dag, það er vitanlega refsivert að beita annan mann ofbeldi, hvort sem menn eru tengdir eða hvor öðrum ókunnugir. En hin hefðbundnu líkamsárásarákvæði hegningarlaga taka hins vegar ekki sérstaklega á því ef brotamaðurinn er nákominn þeim sem hann brýtur á. Varla þarf að hafa mörg orð um það að það er flestum meira áfall að verða fyrir árás einstaklings sem hann þekkir og treystir heldur en að lenda í klónum á ókunnugum. Mér þykir því mega færa góð rök að því að við refsiákvörðun sé sérstaklega tekið á tengslum aðilanna að þessu leyti.</span></p> <p align="justify"><span>Refsiréttarnefnd hefur nú skilað mér áliti sínu og þar leggur nefndin til að við almenn hegningarlög verði bætt sérstakri refsiþyngingarástæðu, þar sem náin tengsl geranda og brotaþola þykja hafa gert árásina grófari.</span></p> <p align="justify"><span>Þá leggur nefndin til, að ákvæði 191. greinar hegningarlaganna verði gerð skýrari, meðal annars vegna ákvæða stjórnarskrár sem krefjast þess að refsiákvæði séu skýr svo að þeim verði beitt.</span></p> <p align="justify"><span>Í þessari 191. grein hegningarlaganna segir að<span> </span> ef maður misbýður með stórfelldri vanrækslu eða móðgunum eiginkonu sinni eða eiginmanni, barni sínu eða öðru barni eða ungling undir 18 ára aldri, sem hann hefur til umsjónar eða fósturs, eða manni, sem er skyldur honum eða tengdur í beinan legg upp á við, þá varði það fangelsi allt að 2 árum, en fangelsi allt að einu ári ef hann vanrækir framfærsluskyldu eða greiðslu meðlags til slíkra aðila sem af þeim sökum verða bjargþrota.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef ákveðið að gera báðar þessar tillögur að mínum og mun fela nefndinni að fara yfir þessa grein hegningarlaganna í því skyni, að skýra hana betur í ljósi refsiheimilda. Mér þykir, eins og áður er sagt, eðlilegt að litið verði sérstaklega til náinna tengsla geranda og brotaþola, og þannig sýni löggjafinn, og væntanlega dómstólar í framhaldinu, að hann líti það sérstaklega alvarlegum augum ef maður, karl eða kona, vinnur sínum nánustu mein. Með því er ekki aðeins unnið hið hefðbundna mein sem hlýst af ofbeldinu, heldur einnig brugðist því trausti sem hver maður vill geta borið til sinna nánustu.</span></p> <p align="justify"><span>En það er ekki nóg að hafa refsiákvæði. Mál þurfa að upplýsast svo í þeim megi ákæra, dæma og koma fram refsingu ef þannig ber undir.</span></p> <p align="justify"><span>Rannsókn mála er ákaflega mikilvæg og nauðsynleg. Mikilvægt er, að hvorki sá sem kærir alvarleg brot, né sá sem slík kærast beinist að, hafi ástæðu til þess að ætla að litið sé á brotin sem léttvæg aukaatriði og kvabb sem varla þurfi að sinna.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Ég tel alveg víst, að lögregla og aðrir sem að þessum málum koma, geri það af fullri alvöru og einlægni. Hitt er annað mál, að sjálfsagt er að leggja jafnan áherslu á að vinnubrögð og verklag á þessu mikilvæga sviði séu eins vönduð og öflug og við ætlumst til. Fyrir nokkru fól ég embætti ríkislögreglustjóra að semja drög að verklagsreglum um meðferð mála er varða heimilisofbeldi, með það að markmiði að rannsókn verði skýr og markviss og í samræmi við það hversu alvarlegum augum við lítum þessi brot. Drög þessi hafa verið til meðferðar í ráðuneytinu og í refsiréttarnefnd og hef ég nú sent þau til ríkislögreglustjóra til fullnaðarafgreiðslu. Ég geri mér góðar vonir um, að væntanlegar reglur skili góðum árangri og markvissum rannsóknum.</span></p> <p align="justify"><span>En þegar rannsókn er lokið, þá tekur oft ákærumeðferð við. Miklu skiptir að þau lagaákvæði sem þar reynir á, séu skynsamleg, bæði til að brot upplýsist og refsingu verði fram komið, en einnig til þess að réttaröryggis sé gætt gagnvart þeim sem ákæru sætir. Við megum vitaskuld ekki gleyma hinum ákærða einstaklingi, hann á rétt á að færa fram sínar varnir fyrir hlutlausum dómara og réttarkerfið verður að líta af sanngirni og hlutleysi á málavöxtu.</span></p> <p align="justify"><span>Eins og þið vitið hafa ákvæði kynferðisbrotakafla hegningarlaga oft komið til umræðu og ýmsum þótt þar þörf á endurskoðun og endurbótum. Ég tel nauðsynlegt að farið sé yfir þessi lagaákvæði og að við þá yfirferð verði ný refsiréttarleg sjónarmið höfð að leiðarljósi og tekið mið af alþjóðlegri þróun á þessu sviði auk íslenskrar lagahefðar. Ég ákvað síðastliðið vor að beita mér fyrir slíkri endurskoðun<span> </span> nánar tiltekið er varðar eftirtalin brot:</span></p> <ol> <li> <div align="justify"> <span>Nauðgun og önnur tengd brot.</span> </div> </li> <li> <div align="justify"> <span>Kynferðisbrot gegn börnum.</span> </div> </li> <li> <div align="justify"> <span>Vændi.</span> </div> </li> </ol> <p align="justify"><span>Ragnheiður Bragadóttur, prófessor, vinnur nú að málinu í umboði mínu og hugsa ég gott til væntanlegra tillagna hennar.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vona að þið skynjið af orðum mínum að í dómsmálaráðuneytinu er bæði áhugi og vilji til þess að löggjöf og annað það sem að stjórnvöldum snýr í þessum málum sé eins vel úr garði gert og vera má. Hitt er svo annað mál, eins og þið skiljið auðvitað, að ekki verður allur vandi leystur með löggjöf eða öðrum opinberum aðgerðum. En það sem í mínu valdi stendur, og skynsamlegt er að gera; ég er meira en fús til að vinna að því. Ég fagna öllum skynsamlegum tillögum frá ykkur og öðrum þeim sem áhuga hafa á þessum málum og vona að í sameiningu getum við náð góðum árangri.</span></p> <p align="justify"><span>Ég fagna því að þið komið saman hér á Íslandi til norrænnar ráðstefnu um þessi mál og þakka Stígamótum frumkvæðið að ráðstefnunni um leið og ég óska ykkur góðs gengis í mikilvægum störfum ykkar.</span></p> <br /> <br />

2005-07-01 00:00:0001. júlí 2005Ræða dómsmálaráðherra við opnun rafræns Lögbirtingablaðs

</P> <P align=center><SPAN></SPAN></P> <P align=left><SPAN>Í dag eru merk tímamót í sögu Lögbirtingablaðsins, þegar stigið er skref frá prentaðri útgáfu þess til rafrænnar. Með þessari breytingu er verið að svara kalli tímans en prentað hefur blaðið verið gefið<SPAN> </SPAN>út síðan í ársbyrjun 1908. </SPAN></P><p align="center" p="p" h="h">Rafrænt Lögbirtingablað,</p> <p align="center" p="p" h="h">opnað á Hvolsvelli, 1. júlí, 2005.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Í dag eru merk tímamót í sögu Lögbirtingablaðsins, þegar stigið er skref frá prentaðri útgáfu þess til rafrænnar. Með þessari breytingu er verið að svara kalli tímans en prentað hefur blaðið verið gefið út síðan í ársbyrjun 1908.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Í Lögbirtingablaðinu skal birta dómsmálaauglýsingar, svo sem stefnur til dóms, úrskurði um töku búa til opinberra skipta og áskoranir um kröfulýsingar, auglýsingar um skiptafundi og skiptalok þrotabúa, nauðungarsölur, þar á meðal á fasteignum búa sem eru til opinberra skipta, auglýsingar um vogrek, óskilafé og fundið fé, auglýsingar um kaupmála hjóna, lögræðissviptingu og brottfall hennar, lögboðnar auglýsingar um félög og firmu, sérleyfi er stjórnvöld veita, opinber verðlagsákvæði og annað það er stjórnvöldum þykir rétt að birta almenningi.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Þessu hlutverki hefur Lögbirtingablaðið gegnt frá því að fyrsta tölublað þess var prentað í Gutenberg fyrir tæpum hundrað árum. Á þeim tíma rak ríkið prentsmiðjuna en blaðið fylgdi henni, eftir að hún var seld einkaaðilum og hafa starfsmenn hennar reynst Lögbirtingablaðinu traustur bakhjarl allt til þessa dags. Í áranna rás hefur blaðsíðufjöldinn vaxið jafnt og þétt og hefur síðustu árin verið meira 1200 bls. á ári í brotinu Folio.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Vil ég við þetta tækifæri þakka starfsmönnum Gutenbergs samfylgdina við Lögbirtingablaðið í öll þessi ár. Það er með söknuði, sem hin miklu og nánu tengsl við prentsmiðjuna rofna, en þótt Lögbirtingablaðið sé gamaldags eins og Gutenberg vill vera, hefur verið ákveðið að taka nýja tækni í þjónustu þess og hefja rafræna útgáfu á blaðinu.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Aðdragandi þessara breytinga er nokkuð langur, því að hinn 22. september 2000 skipaði Sólveig Pétursdóttir, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd undir formennsku Benedikts Bogasonar héraðsdómara til að gera tillögur um framtíðarskipulag á birtingu laga og stjórnvaldsfyrirmæla. Skyldi nefndin meðal annars endurskoða gildandi lög með tilliti rafrænnar birtingar samhliða eða í stað hefðbundinnar birtingar.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Fyrsta skrefið til rafrænnar útgáfu Lögbirtingablaðsins var stigið í ársbyrjun 2002, þegar unnt varð að nálgast efni þess á netinu samhliða hinni prentuðu útgáfu. Nú eru á vef Lögbirtingablaðsins öll tölublöð þess frá 1. janúar 2001.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Reynslan af þessari netútgáfu varð góð og leiddi hún til þess, að flutt var frumvarp á alþingi, um að hætt yrði að prenta Lögbirtingablaðið og var það samþykkt með lögum 165/2002 en þar segir:</p> <p align="justify" p="p" h="h">Heimilt er að gefa Lögbirtingablað út og dreifa því á rafrænan hátt, þar á meðal á netinu. Verði útgáfa Lögbirtingablaðs eingöngu rafræn skulu þeir sem þess óska áfram geta keypt Lögbirtingablað í prentuðu formi í áskrift eða fengið einstök tölublöð send gegn greiðslu kostnaðar af prentun þeirra og sendingu. Dómsmálaráðherra mælir í reglugerð nánar fyrir um rafræna útgáfu Lögbirtingablaðs, þar á meðal um persónuvernd og gagnaöryggi.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Á grundvelli þessarar heimildar var stofnað til þess að smíða vefkerfi utan um rafræna útgáfu Lögbirtingablaðsins. Eftir útboð var skrifað undir verksamning við Hugvit hf. um þetta verk hinn 17. febrúar 2004. Ráðgjöf og verkefnisstjórn var í höndum VKS hf.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Við sjáum afrakstur þessa samninsgs nú hér í dag og vil ég þakka öllum, sem hafa komið að verkinu, sem var viðamkið og krafðist mikillar nákvæmni. Það hefði aldrei verið unnið á farsælan hátt nema með virkri þátttöku starfsmanna Lögbirtingablaðsins og hafa þeir lagt mikið af mörkum til þess auk starfsmanna dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Með þessum hamskiptum á Lögbirtingablaðinu munu öll samskipti þess við viðskiptavini gjörbreytast. Auglýsendur skrá til dæmis efni sitt í gegnum vefviðmót á sambærilegan hátt og gert er í bankaviðskiptum á netinu. Þegar auglýsing hefur verið skráð í kerfið eru greiðsluupplýsingar sendar í tekjubókhaldskerfi ríkisins, sem sendir greiðsluseðil til Reiknistofnunar bankanna. Við greiðslu er auglýsingin tekin til vinnslu og birtingar hjá Lögbirtingablaðinu.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Upplýsingar frá stórum auglýsendum flæða greiðlega milli upplýsingakerfa. Má til dæmis nefna að um leið og stofnað er nýtt hlutafélag hjá hlutafélagaskrá ríkisskattstjóra sendir upplýsingakerfi skattsins tilkynningu um skráningu félagsins til Lögbirtingablaðsins til birtingar og greiðsla er samtímis framkvæmd rafrænt.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Eins og fram kemur í lögunum um rafrænt Lögbirtingablað skulu þeir sem þess óska áfram geta keypt blaðið í prentuðu formi í áskrift eða fengið einstök tölublöð send gegn greiðslu kostnaðar af prentun þeirra og sendingu.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Á þessari stundu er ekki vitað, hve margir munu nýta sér þessa undanþágu frá hinni rafrænu dreifingarþjónustu. Um áramót er stefnt að því að taka upp áskriftargjald að rafrænu útgáfunni, en gjaldið verður ákveðið í lögum um aukatekjur ríkissjóðs.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Í gær ritaði ég undir reglugerð um útgáfu Lögbirtingablaðs og gjaldskrá fyrir auglýsingar í blaðinu, en auglýsingagjaldið lækkar almennt og í sumum tilvikum verulega.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Eins og segir í heimildarlögunum um hina rafrænu útgáfu Lögbirtingablaðsins ber dómsmálaráðherra að huga að persónuvernd og gagnaöryggi við þessa breytingu á útgáfuháttum blaðsins. Í reglugerðinni segir, að heimilt sé að takmarka aðgang að leit í auglýsingum í blaðinu, ef það er nauðsynlegt vegna sjónarmiða um persónuvernd.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Í Lögbirtingablaðinu birtast upplýsingar, sem varða einkahagi fjölda fólks. Tilgangurinn með hinni rafrænu útgáfu er að koma til móts við nýja tíma og laga útgáfuhætti að nýjum kröfum en ekki sá að ganga nær friðhelgi einkalífs en opinberir hagsmunir krefjast hverju sinni.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Ef marka má nýja neyslukönnun Hagstofu Íslands, sem sýnir, að 88% Íslendinga nota tölvu og um 86% nota netið næstum daglega, er ljóst, að miðlun efnis um vef er árangursrík og hagkvæm leið til þess að ná til meginþorra landsmanna. Við erum að stíga skref í þá átt með hinu rafræna Lögbirtingablaði.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Góðir áheyrendur!</p> <p align="justify" p="p" h="h">Ég ítreka þakkir mínar til allra, sem hafa komið að því að búa Lögbirtingablaðið til rafrænnar útgáfu. Ég veit, að þeim er mjög annt um, að afrakstur verks þeirra nýtist öllum viðskiptavinum blaðsins sem best.</p> <p align="justify" p="p" h="h">Ég þakka sýslumanninum á Hvolsvelli fyrir að gefa okkur tækifæri til að hefja hina nýju útgáfu hér í húsakynnum hans. Hún minnir okkur á, að netið gerir fjarlægðir að engu og þess vegna getur ritstjórn Lögbirtingablaðs og Stjórnartíðinda setið hvar sem er á landinu. Þegar fram líðan stundir kann að koma að því, að Lögbirtingablaðið færist ekki aðeins frá Gutenberg heldur einnig á brott úr Reykjavík.</p>

2005-05-31 00:00:0031. maí 2005Iceland and the European integration.

<p>Centre for European Policy Studies,<br /> Bruxelles, 31 May, 2005.</p> <p align="justify"><br /> It gives me a great pleasure to speak to you here today. At the outset I want to thank the Centre for European Policy Studies for arranging this meeting and to give me the opportunity to talk about Iceland’s participation in the European integration.</p> <p align="justify"> I come to Brussels at this time with my fellow members of the Committee on Europe, as we have been entrusted with the task by our Government to make a study of Iceland's ties with the European Union.</p> <p align="justify">This morning we had the pleasure of meeting with EU enlargement Commissioner Mr. Olli Rehn. His task is, as all of you know, to negotiate with those who want to become members of the Union.</p> <p align="justify">Last April, when opinion polls indicated clear French rejection of the EU Constitution The Financial Times speculated that Reykjavik might provide the European Union with its much wanted Plan B, as Eurocrats were desperate for a strategy should France reject the constitution. The FT's idea was that we would present this plan to Mr. Rhen.</p> <p align="justify">As we all know the French did reject the Constitution, so if we were here on a rescue mission, we should have brought a plan B to Mr. Rehn this morning. But as we are only on a fact finding tour and not seeking membership of the Union we are not going to interfere in its internal matters.</p> <p align="justify">Iceland is one of the few European countries where there has never been a referendum on any European issue and when invited to address you here today, ladies and gentlemen, I considered it might be of value to you if I tried to answer two questions often put to us Icelanders here in Brussels: “Why is Iceland not a member of the European Union?” and “What prevents Iceland from applying for membership in the European Union?”</p> <p align="justify">When The Financial Times speculated about our meeting with the Commissioner for enlargement it kindly said: "The affluent island wouldn't be a problem for the EU to absorb, particularly when compared with aspirants such as Albania and Bosnia. But would Reykjavik be ready to take the plunge? Maybe, if the island spells the end to the EU's constitutional headache, Brussels would make it an offer it couldn't refuse. Those Icelandic fish could be safe for a while yet."</p> <p align="justify">Yes, it is of course about fish - but there is more to it as I intend to spell out – and trust me, we did not get any offer from Brussels this morning.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"><br /> Iceland - basic facts.</p> <p align="justify">First some basic facts:</p> <p align="justify">Iceland is a volcanic island in the North Atlantic, about 100 thousand square kilometres in size, more than three times the size of Belgium.</p> <p align="justify">Iceland controls 758 thousand square kilometres of the North Atlantic Ocean within its economic zone.</p> <p align="justify">Iceland with only about 290 thousand inhabitants is the 11th largest fishing nation in the world, exporting nearly all its catch as domestic market is relatively small. In 2003 fish and other marine products accounted for 62% of merchandise export and 41% of total exports.</p> <p align="justify">Iceland has extensive hydro and geothermal resources and is the only country in Western Europe that still has large-scale, competitively priced power remaining to be harnessed from such sources. 99,7 % of all electricity in Iceland is from renewable sources and less than one-quarter of the energy potential has been tapped, although electricity consumption per capita is the highest in the world.</p> <p align="justify">GNI per capita amounted to 30.1 thousand USD in 2003, the seventh highest in the world, somewhat above the EU average. The unemployment rate is now 2.4%.</p> <p align="justify">Life expectancy of Icelandic women is 83 years and 79 of men, and we speak our own language, Icelandic, which belongs to the Nordic group of Germanic languages.</p> <p align="justify">In 2002, Iceland had 569 passengers’ cars per 1000 inhabitants, the third highest ratio within the OECD after USA and Australia.</p> <p align="justify">In 2003 Iceland had the second-highest mobile telephone penetration in the world.</p> <p align="justify">In 2003 81% of individuals in Iceland (at the age of 16-74 years) were Internet users, which was a higher level than any EU member state had and well above the EU average, which was 50%.</p> <p align="justify">The Republic of Iceland was established in 1944, when full independence was gained from Denmark. Iceland has a parliamentary system of government with 63 members of parliament, the Althingi.</p> <p align="justify">Governments are normally formed by a coalition of two or more political parties that have held majority in parliament. There are now five parties represented in the Althingi: The Independence Party (right of centre) with 23 seats; the Social Democratic Alliance (left of centre) with 20 seats; the Progressive Party (centre) with 12 seats, the Left-Green Movement with 5 seats and the Liberal Party with 3 seats. All the parties are represented in the Committee on Europe, present here today. Since 1995 there have been successive coalition governments of the Independence Party and the Progressive Party. The next general election is to be held in 2007.</p> <p align="justify">Iceland belongs to the Nordic countries, is a member of the United Nations, IMF, World Bank, OECD, EBRD, WTO, EFTA, the European Economic Area and Schengen, Council of Europe and OSCE. Iceland was a founding member of NATO and has had a bilateral defence agreement with the United States since 1951.</p> <p align="justify">Membership of EFTA.</p> <p align="justify">For a long time, participation in European integration has been high on the political agenda in Iceland.</p> <p align="justify">Just over forty years ago, the Government of Iceland faced the question of whether the country should become involved in the European integration process by applying for associate membership of the European Economic Community (EEC). These speculations were brought to an end in 1963, when President Charles de Gaulle of France refused to have Britain, one of Iceland’s most important trading partners, admitted to the community.</p> <p align="justify">At that time, Iceland’s economy was so heavily dominated by the fishing industry that there was not felt to be any need to take part in international collaboration on free trade and economics. Iceland’s export trade was very restricted in variety, and protective tariffs were high.</p> <p align="justify">During the 1960s various manufacturing industries began to flourish, and in the same decade Iceland started to exploit its electrical energy resources in the service of heavy industry, sited at an aluminium smelter in Iceland owned by Alusuisse. This was the first major investment by a multinational company in the country, the aim from Iceland’s point of view being to diversify the economy.</p> <p align="justify">It was not until 1970 that Iceland joined the European Free Trade Association (EFTA). Membership of EFTA was Iceland's first step towards active and direct participation in European co-operation on free trade.</p> <p align="justify">Icelandic industrialists were those who campaigned hardest to have Iceland join EFTA, and the accession agreement guaranteed them the means of adapting to a climate of free trade.</p> <p align="justify">When we talk about Iceland’s attitude towards economic and trade collaboration with the other nations of Europe, it is important to bear in mind the different viewpoints held by leaders of the country’s manufacturing industries, on the one hand, and of its fishing and seafood-production industries, on the other.</p> <p align="justify">Today, leaders of the manufacturing industries are still arguing, just as they did when Iceland joined EFTA that the country should go as far as it possibly can in joining in with the other nations of Europe, and become a member of the European Union.</p> <p align="justify">In the fisheries sector, on the other hand, there is little support for this view. There, it is argued that membership of the European Union would not guarantee recognition of Iceland’s management of its own fisheries in the long term and the 200 mile economic zone would become a common European area.</p> <p align="justify">Membership of the EEA.</p> <p align="justify">The 1980s saw the European Economic Community (EEC) develop into the European Community (EC) and the emergence of the “four freedoms” in trade in the Single market. The European Union invited Iceland and other EFTA countries to cooperate more closely with it and take part in its single market, by establishing the European Economic Area, as it became necessary to bring trade relations between EFTA and the EC into line with these changes.</p> <p align="justify">Membership of the EEA proved to be a deeply divisive issue in Iceland’s parliament, the Althingi. The opposition fought hard against the ratification of the EEA Agreement and used every weapon; including the argument that membership would constitute a violation of the Icelandic Constitution, which prohibited such a transfer of sovereign power to an international institution. The Government, on the other hand, based its case on an opinion given by legal experts that refuted these arguments. Apart from the EEA Agreement, no other issue has received more detailed or longer discussion in the history of the Althingi, which goes back nearly 1,100 years.</p> <p align="justify">The political evaluation by the government parties, the Independence Party and the Social Democrats, was clear and straightforward: that Iceland could decide to join other EFTA states in applying for membership of the European Union. However, as there was no support in the Althingi for such a move, the government saw membership of the EEA as the most sensible option.</p> <p align="justify">I am convinced that if we had set our sights on membership of the European Union at that sensitive time, the electorate would have rejected it and also membership of the EEA. This would have left Iceland in the same position as Switzerland, and would have made it necessary for us to seek a bilateral agreement with the European Union.</p> <p align="justify">The EEA Agreement.</p> <p align="justify">The EEA Agreement, establishing the European Economic Area, was signed in 1992 and entered into force in 1994.</p> <p align="justify">Through the EEA Agreement Iceland has access to the extended Internal market of the European Union - and it should also be noted that we have opened up our market for all our European counterparts.</p> <p align="justify">This agreement is unique as its institutional set up enables the European Economic Area to be governed by a common legal framework without compromising the decision making autonomy in the EU and without transferring any legal powers from national legislators in EEA EFTA States to supranational power.</p> <p align="justify">The common legal framework in the European Economic Area is ensured as the contents of the EEA Agreement change in step with legislative developments within the European Union in the fields that it covers, yet without interfering with the foundation on which co-operation is based. Iceland contributes to the shaping of legislation in the European Union but has no voting rights in its institutions.</p> <p align="justify">Further the EEA Agreement enables Iceland to participate in EU programmes and Agencies which are co-financed by EFTA States and the European Union.</p> <p align="justify">During the time that I was Minister of Education, Science and Culture – a period of nearly seven years – I saw at first hand how important it is for Iceland to be involved in European networks in the fields of higher education, science and research. For a small and isolated island nation with its own language, it is invaluable to be under evaluation according to the highest European standards in the fields of science and research, and to have the opportunity to lead a variety of collaborative projects. The alternative – the isolation of universities or scientific institutions – is perhaps one of the greatest dangers that face us in an age of globalisation.</p> <p align="justify">Iceland together with the EFTA States contributes more per capita than most EU Member States towards decreasing the economic and social disparities among the different regions of the European Union.</p> <p align="justify">For Iceland, the key issue is that the EEA Agreement ensures us access to the Community’s single market without committing us to the Common Fisheries Policy, the Common Agricultural Policy, Common Commercial Policy or the Monetary Union. These elements are outside the EEA Agreement as well as the Common Foreign and Security Policy and matters relating to Home and Justice Affairs.</p> <p align="justify">Political Considerations.</p> <p align="justify">In time of global change Iceland has, like any other sovereign state, to redefine its goals and the means to achieve them.</p> <p align="justify">Firstly, we already have an international agreement (the EEA Agreement) as the basis for broad and fruitful co-operation between Iceland and the European Union.</p> <p align="justify">Secondly, it was clear when we entered into this agreement that it might apply only to Iceland and Liechtenstein. With the change in the political landscape in Europe after the collapse of the Soviet Union, our former EFTA countries Austria, Finland and Sweden joined the EU at about the same time that negotiations on the European Economic Area (EEA) were drawing to a close. The Norwegian government also intended to opt for EU membership but, for a second time, the Norwegian people rejected this in a referendum. Switzerland held a referendum in which EEA membership were offered. This offer was not accepted and consequently a membership of the EU was not considered a possibility either. Since then Switzerland, being an EFTA state, has made bilateral agreements with the EU.</p> <p align="justify">Thirdly, Iceland participates in an extensive network of free trade agreements world wide by joining the other EFTA States, including Switzerland, as Iceland retains its treaty making powers in its trade relations with third countries since the EU Commercial Policy does not form part of the EEA Agreement.</p> <p align="justify">Fourthly, Iceland has a bilateral defence agreement with the United States. This agreement is still in full force today and continues to play an important role for both nations. Thus, the country has been committed as part of a larger whole in the context of defence and security.</p> <p align="justify">Fifthly Iceland participates in the Schengen cooperation on basis of special arrangements after the Schengen co-operation was taken over by the European Union.</p> <p align="justify">My sixth and last point is that Iceland has turned its attention westwards across the Atlantic no less than eastwards when it comes to international collaboration. Although Iceland’s cultural roots lie in Europe, it has strong links with the explorers who struck out to the west - to Greenland, Canada and the United States. Iceland’s closest western neighbour, Greenland, is the only country to have left the European Union.</p> <p align="justify">Evaluation.</p> <p align="justify">Iceland’s experience of the EEA Agreement has been very positive.</p> <p align="justify">The ten years that Iceland has been a member of the EEA have seen its economy and business sector grow and develop more vigorously than ever before. The EEA Agreement was one of many factors in this development as it opened up for new market possibilities and created new legal environment.</p> <p align="justify">In recent years Iceland has enjoyed higher rates of economic growth than the EU member states – in 2004 economic growth was 5.2% in Iceland compared to 1.9% in the Euro zone – and as stated before with virtually non-existent unemployment whereas the average unemployment among young people in the EU is 20%, and only 40% of Europeans aged 55 to 65 have jobs.</p> <p align="justify">The Icelandic economy is sound and the outlook is bright. The main challenges in economic management in Iceland are how to maintain balance and avoid inflation.</p> <p align="justify">Icelandic companies are increasingly turning their attention to European markets, not least since Iceland’s financial market was liberalised with the privatisation and sale of the state-owned banks. While this applies to all sections of the economy, some of the most striking examples are the fishing industry, airline operations, banking, telecommunications services, pharmaceuticals production and retailing.</p> <p align="justify">In 2003, a little over three-quarters of merchandise exports went to EEA member countries, which also were the source of 64% of imports.</p> <p align="justify">The Government has actively encouraged foreign direct investment in power intensive industries; European companies have however reacted with very little interest. By contrast, large industrial concerns based in North America have reacted very positively and shown a great deal of interest in establishing a presence in the Icelandic business sector. The Canadian company Alcan is the largest manufacturing facility after it bought the aluminium smelter that was built by Alusuisse in the 1960s. A new aluminium smelter owned by the US Corporation Alcoa is to be built on the east coast of Iceland, in connection with a huge hydropower development, the Kárahnjúkar Power Plant. Smaller US investors are also involved in the expansion of their own aluminium smelter closer to Reykjavík in the southwest corner of the country.</p> <p align="justify">The Committee on Europe.</p> <p align="justify"><br /> Shortly before the general elections of 2003, Prime Minister Davíð Oddsson, voiced the idea of establishing an all-party committee to discuss Iceland’s position towards developments in Europe.</p> <p align="justify">This idea was well received by the other party leaders, and on 14 July 2004 the Prime Minister appointed a Committee on Europe. Its task is to examine the implementation of the EEA Agreement, to see whether exemptions are granted in new accession agreements with the EU, and if so, what form these take, what membership of the EU would cost the Icelandic Treasury, both in the short and the long term, and what the pros and cons would be of adopting the Euro in Iceland. The committee was also entrusted with examining the effects of the EU constitution on Iceland’s situation, and discussing any other matters concerning Iceland’s relations with the EU that it considered would throw light on the country’s position with regard to European integration.</p> <p align="justify"><br /> It is not up to this committee to propose that Iceland should remain outside the European Union or that it should join it. There may be differences of opinion on this important question within the committee, but they have not influenced our work, which is aimed at gathering the most reliable possible information on those aspects of European integration that must be examined when assessing Iceland’s future position and policy.</p> <p align="justify">It was decided at the outset that some of the funding granted to the committee should be spent on researching and writing reports on particular topics that the committee thought necessary to examine in more detail. As of now we have only authorized one such study. This is due not least to the fact that many studies have already been made by the Government, by interest groups, by research institutes and by independent scholars of most of the issues and questions that call for attention when a task like this is carried out.</p> <p align="justify">In short, it is safe to say that in the period of just over ten years since Iceland joined the EEA, a great deal has been done to examine whether or not this arrangement does adequately serve the country’s interests and whether or not membership of the EU would bring any added advantages.</p> <p align="justify"><br /> Conclusions.</p> <p align="justify">I have now spelled out the main features that have to be kept in mind when discussing Iceland and the European integration. It is now time to draw some conclusions.</p> <p align="justify">The European Economic Area Agreement continues to serve its purpose, which is to ensure the EEA - EFTA States’ participation in the Internal Market.</p> <p align="justify">The co-operation between the European Union and the EEA - EFTA States on the basis of the EEA Agreement is very positive and the agreement is functioning well.</p> <p align="justify">The decision to remain outside the EU has not caused economic problems in Iceland. </p> <p align="justify">Fisheries are still a major economic and trade factor for Iceland. At the same time as fish stocks in European Union waters have been depleted and the fishing fleet is dwindling under the Common Fisheries Policy Iceland has introduced a comprehensive fisheries management system based on individual transferable quotas without state grants or subsidies. The system ensures responsible use and sustainability of fish stocks without endangering the survival of Icelandic fishing and fish-processing industries. Massive over fishing as well as ineffective conservation and decision making has been avoided.</p> <p align="justify">The fisheries sector in Iceland is a sustainable business sector. Several of the leading fisheries companies rank with the largest private companies in Iceland. Their fishing vessels are regarded as among the most modern and technically advanced in the world. By adapting to Union standards Icelandic fisheries and fishery policy would be seriously downgraded.</p> <p align="justify">The Icelandic króna has recently risen in value; some people are of the opinion that it has risen too far, but the suggestion of adopting the Euro is meaningless unless it is coupled with a proposal to join the European Union. There would be no sense in Iceland’s adopting the Euro without at the same time becoming a member of the safety network based on the European Central Bank’s monetary policy. The economic challenges faced by Iceland are quite different from those of the rest of Europe, since policies there aim at stimulating the economy, whereas Iceland's problem is to try to prevent its overheating.</p> <p align="justify">As Iceland has retained its treaty making powers in its trade relations with third countries we are participating in a wide ranging net of free trade agreements with partners world wide. In this respect membership of EFTA is important for Iceland. Of course the EFTA States might by some not be seen as attractive a partner as the EU when it boils down to trade figures, but let me nevertheless make two points in this context.</p> <p align="justify">Firstly, all the EFTA´s free trade agreements contain a clause ensuring free trade in fish products which the EU Agreements generally do not. This is of great importance for Iceland as fish is by far our most important export commodity as I have mentioned before. Secondly, the decision making process in Iceland is fast and the country does not pose the same threat to potential trading partners as the sizeable EU does. This has enabled us for example to initiate a joint free trade feasibility study with China, which is as of yet neither ready to take up free trade talks with the EU nor our partners in EFTA. This would not have been possible for Iceland within the EU as our interests are better off not being compromised in a larger block.</p> <p align="justify"><br /> The ideal behind European integration is based on a longing for peace in Europe and the brilliant solution of making the economies of the various countries, including old enemies, so closely intertwined as to eliminate the likelihood that conflict could ever again break out between them.</p> <p align="justify">Naturally, Iceland supports all measures to secure peace, but this does not automatically mean accepting the view that the only way to do this is to join the European Union. As a North Atlantic country, Iceland is much more concerned with peace and security in the North Atlantic region, which is currently more the business of the United States of America than of the European Union. From the point of view of Iceland´s defence interests, membership of the EU could never replace the defence agreement with the US.</p> <p align="justify">The EEA Agreement would have retained its value even if Norway had entered the European Union. At the time that the EEA Agreement was being negotiated, the Norwegian government was aiming at joining the EU, but the Norwegian people rejected this idea when it was put to a referendum. The volume of administrative procedures would have been cut if Norway had left EFTA, but the EEA agreement would still have guaranteed Iceland and Liechtenstein access to the European Economic Area.</p> <p align="justify">Democratic deficit is a term intended to describe how remote the decisions taken in the European Union have become from the ordinary citizen. Decisions are taken by bureaucrats on behalf of the Commission here in Brussels without the involvement of elected representatives. </p> <p align="justify">The EEA Agreement does not guarantee Iceland the right to vote when political decisions are taken within the EU. There is no disputing this point. On the other hand, it is a matter of opinion how much this really matters, in the last analysis, when membership obligations are compared with the influence that Iceland could as a member in reality exert in the EU’s specialist committees, bureaucratic and political structure and consultative forums involving bureaucrats, politicians, parliamentarians and ministers.</p> <p align="justify">It has been maintained by some of those in favour of Iceland joining the Union that as we are bound by the EEA agreement to implement about 80% of the aquis communitaire without any direct political influence on its substance we would be much better off as a member state. The problem with this argument is that in the ten years since the EEA Agreement entered into force only 6.5% of the total aquis communitaire has been established as being EEA relevant. In the same period amendments to Icelandic law were required in the case of 101 incorporated acts.</p> <p align="justify">In the Icelandic debate it is sometimes said that the politicians, diplomats and bureaucrats who have the most contact with the EU’s institutions quickly come to adopt the view that Iceland should join the Union. The political and institutional magnetism of Brussels is said to be so strong that it is difficult to resist its attraction. While I do not underestimate the power of this attraction, I believe that without other incentives as well, we are unlikely to see a broad consensus develop in favour of Icelandic membership of the EU.</p> <p align="justify">We Icelanders have many decades of experience during the Cold War of how deep-seated dissension on a cornerstone of foreign policy can be a difficult burden on all political activity in the country. It could not be the aim of responsible politicians to unleash such dissension unless clear and overriding national interests were involved.</p> <p align="justify">To my mind, there are no overriding interests in favour of joining the European Union currently at stake. Membership is not on the agenda of any of the Icelandic political parties. Of course, circumstances may change, in which case it will be up to politicians to make the appropriate response, with the interests of their nation as their guiding principle.</p> <p align="justify">All the Icelandic political parties are in agreement that if it comes to answering the question of whether or not Iceland should join the European Union, the issue would be put to the nation in a special referendum, in addition to which it would be necessary to amend the Constitution to remove all doubts about the legality of an assignment of power to an international institution.</p> <p align="justify">As Minister of Justice, I take part in meetings of the ministers of the Schengen member states. This is the only forum where an Icelandic minister works on a regular basis with his colleagues from EU member states, and referring to this experience I do not believe it is of crucial importance for Icelandic interests to join the EU in order to have political influence. I believe it is of just as much value, if not of greater value, to have the EEA Agreement as a basis for co-operation between a small state and the European Union.</p> <p align="justify">Ladies and gentlemen,</p> <p align="justify">I have come to the end of my lecture. I hope I have been able to give you a better picture of the Icelandic position.</p> <p align="justify">In the wake of the French no-vote a critical debate has started on what is going on in the European Union. Our experience proofs that European co-operation can be beneficial without joining the European Union – we see it as Plan B. We should not forget, that being pro-European is not the same thing as supporting the European Union, the European Commission and courts.</p> <p align="justify">We Icelanders are most certainly pro-European. We want close cooperation with all those who adhere to the high European ideals of prosperity, peace and freedom. We follow those aims but have for ourselves chosen a route outside the European Union – a pragmatic one but not only because of the fish! We take this route as it is beneficial for us and without harm to anyone else.</p> <p> </p> <p><br /> </p>

2005-05-20 00:00:0020. maí 2005Samstarf í þágu almannaheilla.

Ræða dómsmálaráðherra á <SPAN>Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar</SPAN><SPAN>.</SPAN></P><p align="justify"><span></span></p> <span>Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar,<br /> </span><span>Akureyri, 20. maí 2005.</span> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég fagna því, að fá tækifæri til að vera með ykkur hér í dag. Hið glæsilega landsþing ykkar og sá viðbúnaður, sem þið hafið hér á Akureyri í tilefni af því er enn einn vitnisburður um hinn mikla kraft, sem býr í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar ég stend hér og ávarpa ykkur, fulltrúa hinna mörg þúsund félagsmanna, sem mynda hundrud félagseininga, er þakklæti mér ofarlega í huga &ndash; þakklæti fyrir hið mikla og óeigingjarna starf, sem björgunarsveitir vinna um land allt, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Þið starfið innan stærstu sjálfboðlaliðasamtaka á Íslandi og getið svo sannarlega verið stolt af því.</span></p> <p align="justify"><span>Með starfi ykkar aukið þið öryggiskennd allra Íslendinga. Fyrir þetta ómetanlega starf ber að þakka og mér er heiður að fá tækifæri til þess hér í dag við upphaf landsþings ykkar.</span></p> <p align="justify"><span>Dóms- og kirkjumálaráðuneytið varð ráðuneyti björgunarmála hinn 1. janúar 2004. Við samgönguráðherra rituðum undir samkomulag um flutning verkefna milli ráðuneyta okkar og taldi ég miklu skipta, að björgunarmálin yrðu undir hatti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til að auðvelda samhæfingu krafta allra, sem að öryggismálum koma. Í þessari nýskipan felast mikil og góð tækifæri og þau eigum við að nýta eins og frekast er kostur.</span></p> <p align="justify"><span>Segja má, að með breytingunni á verkaskiptingu milli ráðuneyta hafi ríkisvaldið dregið lærdóm af ákvörðun ykkar frá 1999 um að sameina krafta ykkar í einum félagsskap. Reynslan sýnir og sannar, að á sviði leitar og björgunar eins og öðrum vinna margar hendur létt verk.</span></p> <p align="justify"><span>Mér finnst hafa gengið ótrúlega vel undanfarin misseri að vinna að því að sameina krafta allra höfuðþátttakenda leitar og björgunar undir einu þaki í orðsins fyllstu merkingu.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vísa þar til samstarfsins í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þar eru nú höfuðstöðvar félags ykkar, Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra auk vaktstöðvar siglinga og stjórnstöðvar landhelgisgæslunnar.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel mikils virði að tekið sé mið af þessari samvinnu og starfinu í Skógarhlíð við smíði nýrra laga um leit og björgun. Í umræðum um löggjöf af þeim toga er hætta á því að mínu mati, að við séum of bundin af almannavarnalöggfjöfinni frá upphafi sjöunda áratugarins. Við gerð nýrra laga er nauðsynlegt að taka mið af núverandi aðstæðum og virkja björgunarsveitir sem best til starfa á hættutímum.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrir 40 árum voru stjórnvöld að bregðast við vá vegna hættu af kjarnorkuátökum.<span>&nbsp;</span> Nú eru allt önnur viðhorf ráðandi við hættumat. Þá var talið best að tryggja öryggi almennings með því að semja áætlanir um kjarnorkuheld byrgi og flutning fólks í þau. Nú erum við að fjárfesta í vörnum gegn snjóflóðum og áætlunum um rýmingu fólks af hættusvæðum vegna eldsumbrota undir jöklum.</span></p> <p align="justify"><span>Ný lög um almannavarnir, leit og björgun verða að endurspegla mikilvægi samstarfsins í Skógarhlíð. Lögin eiga í senn að vera rammi utan um hin góðu áform, sem þar hafa ræst, og að ýta undir virka þátttöku skipulagðra sjálfboðaliðasveita í öllum aðgerðum.</span></p> <p align="justify"><span>Samstarfið í Skógarhlíð teygir anga sína um land allt og miðin umhverfis landið. Erlendum gestum, sem í björgunarmiðstöðina koma, finnst mikið<span>&nbsp;</span> til um samhæfinguna og hvernig hún tengist neyðarnúmerinu 112.<span>&nbsp;</span> Ég tel einsýnt, að löggjöf um neyðarsímsvörun haldist í hendur við löggjöf um almannavarnir, leit og björgun.</span></p> <p align="justify"><span>Ábyrgð á sviði almannavarna, leitar og björgunar þarf að vera skýr,<span>&nbsp;</span> og einnig hvernig skrefið er stigið inn í almannavarnaástand með nauðsynlegum viðvörunum til almennings og útkalli á björgunarsveitum og hjúkrunarliði. Markmiðið með nýjum lögum á að vera, að allir þræðir liggi saman í einn punkt, svo að unnt sé að bregðast við á skjótan og markvissan hátt til bjargar mannslífum.</span></p> <p align="justify"><span>Dóms- og kirkjumálaráðuneytið efndi fyrir skömmu til málþings til að kynnast viðhorfum þeirra, sem hafa mesta reynslu og þekkingu af leit og björgun. Eftir að hafa hlustað á framsöguerindi og umræður þar, verður mér hugsað til öfugs pýramída.</span></p> <p align="justify"><span>Þannig dreg ég upp mynd af viðbragðskerfi, sem á að geta sinnt verkefni, hvert svo sem atvikið er, án þess að hoppað sé úr einu stjórn- eða samhæfingarkerfi í annað. Með öðrum orðum, hvort sem maður fótbrotnar á skíðum eða rúta full af farþegum fer á hvolf,<span>&nbsp;</span> skal brugðist við á sama hátt. Umfang viðbragðanna ræðst af mati á hættunni, án þess að stjórnkerfið breytist.</span></p> <p align="justify"><span>Slysið er neðsti punktur hins öfuga pýramída en viðbrögðin verða sífellt víðtækari eftir því sem umfang slyssins eða atviksins er meira.</span></p> <p align="justify"><span>Öflug samhæfingarstöð á borð við þá, sem við eigum nú í Skógarhlíð er lykillinn að stigvaxandi viðbrögðum. Ný löggjöf þarf að taka mið af henni, án þess að fórna þeim styrk, sem felst í staðarþekkingu þeirra, sem láta að sér kveða heima í héraði eða búa sig undir að bregðast við á réttan hátt, ef hætta skapast.</span></p> <p align="justify"><span>Samhæfingar- eða stjórnkerfi í þessum anda er lítils virði án góðra og öruggra fjarskipta. Að undanförnu hefur markvisst verið unnið að því að auka hlut fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem miðstöðvar á sínu sviði og nær hún nú til meira en 90% af íbúum landsins. Þessi fjöldi segir hins vegar ekki alla söguna um landsvæði hins öfluga tetra-kerfis fjarskiptamiðstöðvarinnar.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel mikilvægt, að gott og náið samstarf sé um þróun gagnkvæmra fjarskipta milli lögreglu og björgunarsveita. Hvor aðili á að nýta þá tækni, sem best fellur að störfum hans, en smíða þarf brýr á milli kerfanna. Ég efast ekki um, að við Íslendingar höfum tæknilega burði til þess.</span></p> <p align="justify"><span>Vil ég nota þetta tækifæri til að skora á ykkur til samstarfs á þessu sviði. Ég veit, að allir virkir félagar í björgunarsveitum gera sér grein fyrir miklu gildi þess, að fjarskipti séu eins og best verður á kosið.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil stuðla að nánu samstarfi félags ykkar og stofnana á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Eftir að ríkislögreglustjórinn tók við yfirstjórn almannavarna, hefur embætti hans átt virkara samstarf við ykkur en áður og hér í dag verður ritað undir samkomulag Landshelgisgæslu Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel að með slíku samstarfi sé stigið heillaskref fyrir sjófarendur og stuðlað að auknu öryggi við strendur landsins. Í því sambandi vil ég minna á, að stórauknum ferðum skemmtiferðaskipa til Íslands og umhverfis landið fylgja auknar skyldur þeirra, sem bera ábyrgð á öryggi á hafinu. Það er óhjákvæmilegt að huga að þessum þætti meira en gert hefur verið, þegar rætt er um íslensk björgunarmál.</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Í tilefni af landsþinginu mun ég með undirskrift minni framlengja samning ríkisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í honum felst, að ríkið leggur fram fjármuni í því skyni að gera félaginu kleift að reka þjálfunar- og fræðslumiðstöð á Gufuskálum, að reka björgunarbáta hringinn í kringum landið og standa að öðru leyti að fjölbreyttu starfi með rekstri björgunarsveita, tækja og skýla.</span></p> <p align="justify"><span>Með glöðu geði legg ég góðum málstað ykkar lið en að sjálfsögðu er undirskrift mín háð venjulegum fyrirvara um samþykki alþingis við fjárveitingum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Fjárhagslegur grundvöllur Slysavarnafélagsins Landsbjargar sækir ekki aðeins styrk sinn til framlaga af fjárlögum. Hann mótast einnig af tekjuöflun með spilakössum. Ég hef nýlega sett reglugerð um spilakassana<span>&nbsp;</span> og heimilað með henni fjölgun þeirra. Við setningu reglugerðarinnar lagði ég jafnframt áherslu á, að ekki gleymdist að aðstoða þá, sem láta glepjast af spilafíkn</span></p> <p align="justify"><span>Slysavarnaþátturinn í starfi félags ykkar er ekki síður merkur en leitar- og björgunarþátturinn. Markmið ykkar þar er að koma í veg fyrir hvers konar slys með öllum tiltækum ráðum. Þið viljið í þeim málum eiga samvinnu við alla, sem láta sig slysavarnir varða. Þið fagnið hverjum samherja í baráttunni, því að þið vitið að sigur næst ekki nema allir leggist á eitt.</span></p> <p align="justify"><span>Þessi góði hugur á að ráða<span>&nbsp;</span> í öllum okkar störfum og ég vona, að hann muni setja mark sitt á þing ykkar. Ég árna ykkur góðs árangurs hér á Akureyri og hvarvetna, þar sem þið látið að ykkur kveða til að efla öryggiskennd fólks með góðum störfum ykkar.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2005-04-23 00:00:0023. apríl 2005Crime prevention and Civil Society.

Ræða Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar. Ræðan er á ensku.<br /> <br /> <span></span><br /> <br /> <p align="center"><span>11th<span>&nbsp;</span> United Nations</span></p> <p align="center"><span>Congress on Crime Prevention</span></p> <p align="center"><span>and Criminal Justice,</span></p> <p align="center"><span>Bangkok 18-25 April 2005.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>I would like at the outset to thank the people and government of Thailand for their very warm welcome and kind hospitality, and I congratulate the United Nations and the organisers of our congress on their excellent work.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>I want also to express my gratitude for the opportunity to visit the prisons and the Medical Correctional Institution here in Bangkok.<span>&nbsp;</span> It was <span>&nbsp;</span>memorable, not least to see the importance on vocational training and the care for the sick.</span></p> <p align="justify"><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Mr. President.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>I am certain our Congress will play a key role in strengthening our cooperation to prevent crime. In all our work we must <span>&nbsp;</span>however bear in mind that it is one thing to draft and adopt declarations and another to put them into effect. Translating words into deeds is the most important part of our joint fight against international organised crime and terrorism.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>With reference to the draft Bangkok Declaration, I would like to stress four points in particular.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Firstly, I welcome the statement that when implementing the relevant international instruments against crime and terrorism, states will commit themselves to comply with international law, and in particular human rights law, refugee law and humanitarian law.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>It is of great importance that states should have clear international guidelines when they undertake to upgrade their national legislation dealing with crime and terrorism.</span></p> <p align="justify"><span>States are often placed in a delicate position when preventing crime or executing criminal justice, and in this field they are under strict scrutiny by UN and other international institutions.</span></p> <p align="justify"><span>If the rules of the game are unclear, states risk being accused of restricting people&rsquo;s enjoyment of their human rights.</span></p> <p align="justify"><span>States need to have some agreed and comprehensive guidelines when discussing &nbsp;and enforcing national prevention policies &ndash; we have to find the golden mean between the fight against crime and terrorism, on the one hand, and the protection of human rights, pluralist democracy and the rule of law on the other.</span></p> <p align="justify"><span>This brings me to my second point about our resolution.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>It should stress the important role that civil society has to play in the fight against all the various aspect of crime.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>We have to find effective means to enhance cooperation between the general public and governments in the fight against crime and terrorism. The police and other law enforcement agencies should be encouraged to communicate and interact with the public, for the benefit of both.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Our goal of increased security will only be reached by cooperation between states and within states. We have to inform our citizens in order to engage them in this important task and in our support for new international instruments.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>My third point concerns the abuse of new telecommunication and computer network systems for criminal purposes.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>While new technology can be used effectively and positively to improve communications and the flow of information, it can also be used for negative purposes.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>The police should be enabled, by new legislation or instructions, to keep up with new technological trends that might be abused &ndash; for example by registering those who buy SIM cards for prepaid mobile phones.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>We are only doing our job properly, if we have the strength to find and implement ways to reduce the negative effects of new technology.<span>&nbsp;</span> Here we must also engage the general public by explaining the necessity of imposing any restrictions, and build up confidence and understanding towards all restrictive actions that may be called for.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>My fourth and last point refers to restorative justice.</span></p> <p align="justify"><span>Restorative justice has rightly been given increased emphasis in all criminal policy discussions in the past few years.</span></p> <p align="justify"><span>In Iceland we have taken the first steps towards restorative justice by developing mediation through a project based on an American model, called the Restorative Justice Circle.</span></p> <p align="justify"><span>The purpose is to provide children who have committed an offence with an opportunity to learn from their experience and to make a contribution to the safety of their environment, so making restitution for their conduct. The method employed involves working with the victim, the offender, the offender&rsquo;s family and a representative of the community.</span></p> <p align="justify"><span>In the light of the good results produced by the project, it has now been decided that mediation is to be adopted into the Icelandic criminal justice system on a trial basis, and the necessary preparations are being carried out.</span></p> <p align="justify"><span>With our experience in mind, I welcome the attention to juvenile justice in the draft declaration.<span>&nbsp;</span> It is of great importance to ensure that the treatment of children who are victims of crime and children in conflict with the law should take into account their gender, social circumstances and developmental needs.</span></p> <p align="justify"><span>I should also like to underline how important it is that reforms of this type of the criminal justice system should be based on the active involvement and participation of civil society.</span></p> <p align="justify"><span>Mr. President, Excellencies, ladies and gentlemen.</span></p> <p align="justify"><span>We should spare no effort in enforcing the conclusions we will reach in our Congress. Let the Bangkok Declaration become a bright beacon in preventing crime and fostering a better criminal justice. <span>&nbsp;</span>Let us translate our words into deeds!</span></p> <br /> <br />

2005-03-10 00:00:0010. mars 2005Fjölmiðlar og sakamál

<p align="center"><span>Fjölmiðlar</span> <span>og sakamál.</span></p> <p align="center"><span>Málþing í safnaðarheimili Neskirkju,</span> <span>10. mars, 2005.</span></p> <p align="center"></p> <p><span>Í upphafi máls míns vil ég þakka þeim, sem að því standa að efna til þessa málþings undir heitinu: Mannlegur harmleikur í sviðsljósinu - Umfjöllun fjölmiðla um sakamál.</span></p> <p><span>Biskup Íslands kveikti áhuga á því að fjalla um efnið á þessum vettvangi síðastliðið haust. Þá ræddi hann við formann og framkvæmdastjóra Dómstólaráðs, hvað væri til ráða, þegar fréttir bárust af því, að karlmaður, sem hafði verið dæmdur í fangelsi, hefði svipt sig lífi eftir dóminn.</span></p> <p><span>Þetta mál er ekki síður brýnt nú en þá og snýr í senn að einstaklingum, fjölmiðlum og yfirvöldunum - okkur sem trúað er fyrir því vandasama verkefni að gæta laga og réttar með virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi.</span></p> <p><span>Nú fyrir fáeinum dögum gerðist sá sorglegi atburður, að maður í gæsluvarðhaldi svipti sig lífi og eru tildrög þess í rannsókn lögreglu.</span></p> <p><span>DV hefur sagt ítarlegar fréttir af máli þess manns og annarra, sem því tengjast og meðal annars birt upplýsingar úr rannsóknagögnum lögreglu.</span></p> <p><span>Í gær sendi blaðamaður DV mér fyrirspurnir vegna málsins.</span></p> <p><span>Blaðamaðurinn spurði: Er réttlætanlegt að þínu mati að fimm sakborningum í sama máli, sem ekki hefur enn verið gefin út ákæra í, séu í sama fangelsi og umgangist hvor annan nær daglega, þrátt fyrir að sömu menn séu að&nbsp;vitna hver gegn öðrum og staðfestur grunur leiki á því að hótunum og ofbeldi hafi verið beitt í því skyni að hafa áhrif á ?</span></p> <p><span>Ég svaraði: Lögregla og dómstólar taka ákvörðun um tilhögun gæsluvarðhalds með hliðsjón af hagsmunum hins kærða og rannsóknarhagsmunum. Enginn hefur sagt eins mikið opinberlega frá efni þess máls, sem snertir hinn látna, og einmitt DV og miðlað upplýsingum um alla þætti þess. Hvort þessi upplýsingamiðlun hefur haft áhrif í þeim hópi, sem er nefndur í spurningunni, veit ég ekki.</span></p> <p><span>Blaðamaðurinn spurði: Er sálgæsla fanga nægjanleg að þínu mati eða stendur til að auka við þá þjónustu?</span></p> <p><span>Ég svaraði: Mér hefur verið bent á, að miskunnarlausar opinberar frásagnir af rannsókn einstakra mála og lýsingar á þátttöku einstaklinga í þeim, kunni að kalla á meiri sálgæslu en áður, ekki aðeins í fangelsum heldur einnig utan þeirra.</span></p> <p><span>Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Dómstólaráðs, lýsti tilgangi þessa málþings í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði meðal annars:</span></p> <p><span>&bdquo;Þá kann umfjöllun fjölmiðla oft á tíðum að reynast þeim sem í hlut eiga þungbærari en dómsniðurstaðan sjálf. Svo er ekki óalgengt að birt séu nöfn aðila á fyrstu stigum rannsóknar, ákæra hefur ekki verið gefin út, hvað þá að niðurstaða dómstóla liggi fyrir. Það er mikilvægt að staldra við og gæta að þeim sem eiga um sárt að binda.&ldquo;</span></p> <p><span>Við komum hér saman í dag til að staldra við og huga að því, hvernig ræða á mannlegan harmleik á opinberum vettvangi.</span></p> <p><span>Lögreglufréttir og frásagnir af slysförum eða vandræðum hvers konar er að sjálfsögðu viðurkennt og söluvænt fréttaefni um heim allan. Efnistökin eru mismunandi eftir fjölmiðlum. Sum blöð lifa og hrærast í mannlegum harmleik, önnur nálgast viðfangsefnið, án þess að beina athygli sinni sérstaklega að þeim, sem eiga um sárt að binda.</span></p> <p><span>Blöð, sem helga sig harmsögum einstaklinga, ganga ekki aðeins of nærri sumum. Blöðin geta einnig auðveldlega orðið bráð þeirra, sem telja fjölmiðlaleiðina besta fyrir sig út úr einhvers konar ógöngum og þá gjarnan með því að misnota miðlana til að vega að óvinum sínum eða að yfirvöldum.</span></p> <p><span>Við þær aðstæður er gjarnan aðeins sögð hálf sagan eða mál afflutt á þann veg, að gera hlut sögu- eða heimildarmanns miðilsins sem bestan. Einstaklingar eru oft berskjaldaðir og bjargarvana við slíkar aðstæður. Og hjá yfirvöldum vakna spurningar, hve langt þau eiga að ganga til að segja söguna alla.</span></p> <p><span>Ég ætla eðlilega að tala um þetta frá sjónarholi mínum sem ráðherra.</span></p> <p><span>Ef tilgangur frásagnar í fjölmiðli er augljóslega sá, að fegra málstað einhvers á kostnað þeirra yfirvalda, sem eiga að gæta laga og réttar, þykir mér einsýnt, að yfirvöldin eiga ekki að sitja þegjandi undir slíku. Þau eiga að beita þeim úrræðum, sem þau hafa til að koma hinu sanna og rétta á framfæri.</span></p> <p><span>Ég hef talað fyrir þessu sjónarmiði á fundum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins með forstöðumönnum stofnana á starfsvettvangi þess. Ég hef einnig hreyft þessu sjónarmiði á fundi með forstöðumönnum ríkisstofnana.</span></p> <p><span>Ég hef ekki orðið var við annað en á þessum vettvangi hallist menn að því, að sjónarmið mitt um þetta efni eigi við rök að styðjast. Enginn vill sitja að ósekju undir ámæli, án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér.</span></p> <p><span>Hér kann hins vegar að vera hægara um að tala en í að komast, því að stjórnvöld eru bundin þagnarskyldu, jafnvel þótt um sé að ræða mál, sem einstaklingur hefur sjálfur kosið að ræða opinberlega í fjölmiðlum.</span></p> <p><span>Ég ætla að nefna málaflokk, sem rétt eins og sakamálin getur verið viðkvæmur og kallað fram heitar skoðanir og tilfinningar. Um alla Vestur-Evrópu hafa svokölluð útlendingamál orðið fyrirferðarmeiri á síðustu árum.</span></p> <p><span>Mér segir svo hugur, að þeir séu næsta&nbsp;fáir&nbsp;sem átta sig í raun á þeim gríðarlega fjölda sem knýr dyra á Vesturlöndum, stundum fyrir sjálfan sig, stundum fyrir aðra, og hvaða aðferðum er beitt í þeirri viðleitni að koma fólki þar inn fyrir gátt.</span></p> <p><span>Á Íslandi gilda skýr lög um þessi málefni, og eru þau á margan hátt sniðin að reynslu okkar næstu nágranna, eins og er um fjölmarga lagabálka okkar. Í stjórnsýslunni er lögð áhersla á að vandað sé til úrlausnar útlendingamála. Engu að síður er það svo, að reglulega má skilja fjölmiðlaumfjöllun á þann veg,&nbsp;að margt slæmt sé að segja um meðhöndlun stjórnkerfisins á útlendingamálum.</span></p> <p><span>Ég leyfi mér að halda því fram, að sú umfjöllun hafi oft og iðulega verið einhliða, ósanngjörn og jafnvel í veigamiklum atriðum röng.</span></p> <p><span>Eins og ég nefndi þá er það umhugsunarefni hversu langt yfirvöld eiga að ganga í því að leiðrétta stórfelldan og rangan málflutning þeirra sem bera sig upp undan þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið. Flóknari verður svo spurningin þegar baráttunni hefur verið hagað þannig að það er í raun ekki málsaðilinn sjálfur sem kemur fram, heldur einhver honum tengdur eða sem segir að mál hans renni sér til rifja. Eftir því sem tíminn hefur liðið hefur mér þótt ríkari ástæða fyrir stjórnvöld til að svara fyrir sig. Ekki skal ég þó taka af skarið um það hér og nú, hvar mörkin ber að draga í því sambandi.</span></p> <p><span>Ég leyfi mér að vísa til tveggja mála, sem komið hafa upp á síðustu misserum, og nefni þau hér til umhugsunar.</span></p> <p><span>Hingað kom fjölskylda frá Austur-Evrópu. Máli hennar hér lyktaði þannig, að hún var send úr landi, eftir að beiðni hennar um hæli hér á landi hafði verið&nbsp;hafnað.</span></p> <p><span>Fólkið hafði sett saman sögu um alvarlega ógn, sem það stæði frammi fyrir í heimalandi sínu. Sagan var greinilega þaulæfð og það vantaði ekki að hún náði eyrum íslenskra fjölmiðlamanna. Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti rannsökuðu málið og niðurstaðan var sú að ekki væri grundvöllur til að veita viðkomandi fjölskyldu hæli hér á landi.</span></p> <p><span>Hvað kom síðan í ljós? Þessi fjölskylda átti bæði hús, bíl og að eigin sögn &bdquo;fimm hreinræktaða gæðahunda&ldquo; í heimalandi sínu, og hafði mann í því að gæta þessara eigna sinna á meðan húsbændurnir sinntu erindrekstri sínum á Vesturlöndum. Af vegabréfum fólksins mátti ráða að það gerði víðreist um heiminn og færi reglulega til síns heima, þar af í tugi skipta á síðustu örfáum árum.</span></p> <p><span>Ekkert af þessu hefur nokkru sinni ratað í íslenska fjölmiðla og enginn þeirra hefur nokkru sinni spurt, hvað hafi orðið um fólkið eða hvort eitthvað hafi komið í ljós um hagi þess. En þegar var verið að flytja það úr landi, þá þótti harðneskja og óbilgirni íslenskra yfirvalda fréttnæm, ef ég man rétt. Gott ef ég og embættismenn í mínu umboði voru ekki sakaðir um stjórnarskrárbrot.</span></p> <p><span>Mér verður hugsað til annars dæmis: Hingað kom fjölskylda og fékk hér dvalarleyfi af mannúðarástæðum, vegna sérstakrar mildi sem sýnd var við afgreiðslu á beiðni þeirra um hæli, sem hins vegar var synjað.</span></p> <p><span>Ástæðan fyrir dvalarleyfinu af mannúðarástæðum var sú, að þau voru með þrjú börn, þar af eitt nýfætt. Í kjölfarið nutu þau hér bóta, en þegar dvalarleyfi af mannúðarástæðum var ekki framlengt urðu þau ósátt. Í ljós kom við meðferð málsins, að þetta fólk, sem sagðist eiga von á miklum ofsóknum í heimalandi sínu, fór þangað stóran hluta úr ári, en var allan tímann á bótum hjá félagslega kerfinu á Íslandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir áheyrendur.</span></p> <p><span>Við höfum lög og reglur til að skapa frið og jafnvægi í þjóðfélaginu og alþjóðasamninga til að bæta samskipti þjóða og ríkja. Dæmin, sem ég nefni eru til marks um, að fólk hikar ekki við að misnota gróflega flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna svo og dvalarleyfi, sem það fær af mannúðarástæðum.</span></p> <p><span>Þessi misnotkun byggist að öðrum þræði á því að afla sér samúðar í fjölmiðlum í trausti þess, að enginn segi alla söguna. Draga upp mynd af sjálfum sér sem lítilmagna gagnvart ofurefli.</span></p> <p><span>Þetta eru augljós dæmi um, að leitast er við að misnota reglur, sem settar eru til að milda mannlegan harmleik.</span></p> <p><span>Með slíku atferli er alið á tortryggni í garð þeirra, sem eiga réttmætra hagsmuna að gæta. Hið sama á við, þegar fjölmiðlar fjalla um sakamál, af ónærgætni og á þann veg, sem lýst hefur verið ágætlega með orðinu &bdquo;skepnuskapur&ldquo; - þá er í senn grafið undan trausti og virðingu fjölmiðla og vegið að sálarstyrk þeirra, sem eiga um sárt að binda.</span></p> <p><span>Ég ítreka þakkir mína til þeirra, sem standa að þessu tímabæra málþingi og lýsi þeirri von, að það þjóni þeim tilgangi, sem að er stefnt - að skapa aukinn skilning á nauðsyn virðingar í mannlegum samskiptum.&nbsp;</span></p>

2005-03-09 00:00:0009. mars 2005Nýskipan almannavarna

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið efndi þriðjudaginn 8. mars til málþings um framtíðarskipulag almannavarna- og björgunarmála. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálráðherra, flutti setningarávarpið, sem hér birtist.<p align="center"><strong><span>Málþing dóms- og kirkjumálaráðuneytisins,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Hótel Sögu,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>8. mars, 2005.</span></strong></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p align="justify"><span>Eins og við vitum snúast almannavarnir um, að fyrir hendi sé skipulag og stjórnkerfi, til að virkja rétta aðila til viðbragðs á hættustundu.</span></p> <p align="justify"><span>Tilgangur þessa málþings dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hér í dag er að kalla saman þá aðila, sem mest á reynir í slíkum tilvikum til að leggja á ráðin um framtíðina – um það hvernig við getum á bestan og áhrifamestan hátt nýtt þá þekkingu og krafta, sem fyrir hendi eru til að tryggja öryggi manna og mannvirkja gegn hvers konar vá.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil í upphafi þakka ykkur fyrir komuna og þeim, sem hér munu kynna okkur viðhorf sín. Ég er viss um, að við verðum margs vísari að þessu málþingi loknu og höfum þá fengið gott veganesti og efni til athugunar í þeirri viðleitni, að tryggt sé gott og skilvirkt skipulag um almannavarnastarfið í landinu.</span></p> <p align="justify"><span>Samkvæmt lögum er hlutverk almannavarna að skipuleggja og framkvæma ráðstafanir, sem miða að því að koma í veg fytrir, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkamstjóni eða eigna af völdum hernaðaraðgerða, náttúruhamfara eða af annarri vá, og veita líkn og aðstoð vegna tjóns, sem orðið hefur, enda falli þau störf ekki undir aðra aðila samkvæmt lögum.</span></p> <p align="justify"><span>Þessi texti 1. greinar laga um almannvarnir er frá 1967 og hann hefur staðist tímans tönn enda almennt orðaður og svo víðtækur, að undir hann má fella jafnt vá af völdum manna og náttúrunnar.</span></p> <p align="justify"><span>Við Íslendingar gerum okkur mun betri grein fyrir þeirri vá, sem náttúran getur valdið, en hinni, sem stafar af mannavöldum. Við höfum auk laganna um almannavarnir lögbundið kostnaðarsamar ráðstafanir til að bæta tjón vegna náttúruhamfara með viðlagatryggingu og til að aftra slíku tjóni með ofanflóðasjóði og framkvæmdum fyrir fé úr honum víða um land.</span></p> <p align="justify"><span>Af hálfu íslenskra stjórnvalda hefur einnig verið brugðist við aukinni hættu á vá af mannavöldum og má þar nefna eflingu landamæraeftirlits og endurskipulagingu sérsveitar lögreglunnar samhliða fjölgun manna í henni.</span></p> <p align="justify"><span>Loks er vel fylgst með hættu vegna útbreiðslu smitsjúkdóma og lagt á ráðin um, hvernig bregðast skuli við almannavá vegna þeirra.</span></p> <p align="justify"><span>Enn hafa ekki verið gerðar nægilegar ráðstafanir hér á landi til að bregðast við hættum vegna sýkla-, efna- og geislavopna. Fyrir liggur skýrsla um þessa hættu en af hálfu stjórnvalda hafa ekki enn verið teknar ákvarðanir um aðgerðir á grundvelli hennar. Þar skiptir mestu, að hér á landi sé til búnaður, sem gerir viðbragðsaðilum kleift að snúast gegn hættu af þessum toga – slíkur búnaður er vissulega fyrir hendi, en hann mætti vera meiri og betri.</span></p> <p align="justify"><span>Björn Friðfinnsson, formaður almannavarnaráðs, hefur samið yfirlit yfir áfallaþol þjóðarinnar og er það lagt fram hér á málþinginu. Þar er brugðið skýru ljósi á þetta viðfangsefni, svo að ég ætla ekki að fjalla meira um það efni að þessu sinni.</span></p> <p align="justify"><span>Hins vegar vil ég snúa mér að því, sem ég tel helsta viðfangsefni dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á þessu stigi. Í stuttu máli ber okkur að tryggja, að lög, starfsrammi og skipulag almannavarna sé á þann veg, að sá þáttur svari ekki síður kröfum tímans en starf og skipulag viðbragðsaðilanna sjálfra.</span></p> <p align="justify"><span>Lögin eru að grunni frá 1963 en dagleg stjórn almannavarna var árið 2003 flutt til ríkislögreglustjóra.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Það var skynsamlegt skref að færa daglega stjórn almannavarna undir embætti ríkislögreglustjóra og fela honum að annast heildarskipulagningu almannavarna og framkvæmd þeirra þátta, sem falla undir ríkisvaldið.</span></p> <p align="justify"><span>Samkvæmt lögunum skal ríkislögreglustjóri vinna þessi verk að höfðu samráði við almannavarnaráð auk þess ber honum að samhæfa gerð almannavarnaáætlana sveitarfélaga og hafa eftirlit með endurskoðun og viðhaldi þeirra.</span></p> <p align="justify"><span>Í lögunum eru verkefni ríkislögreglustjóra vegna almannavarna tíunduð og þar kemur fram, að við vöktun og mat á hættu ásamt öflun upplýsinga skuli höfð samvinna við hlutaðeigandi stofnanir, eins og það er orðað. Í lögunum eru þessar stofnanir nefndar: Geislavarnir ríkisins, Umhverfisstofnun og landlæknisembættið auk yfirdýralæknis.</span></p> <p align="justify"><span>Einn þáttur almannavarna er lögum samkvæmt ekki á forræði dóms- og kirkjumálaráðherra og ríkislögreglustjóra heldur hjá heilbrigðisráðherra og landlækni. Þar er um að ræða málefni heilbrigðisstofnana, læknismeðferð og hjúkrun á sjúkum og særðum. Stjórn sóttvarna er í höndum sóttvarnalæknis. Landlæknisembættið hefur með höndum forvarnir, leiðbeiningar og almannafræðslu er varða málefni sem ógna heilsu manna. Forráðamönnum heilbrigðisstofnana ber samkvæmt tilmælum landlæknis að undirbúa og framkvæma ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að geta veitt sjúkum og særðum móttöku og meðferð á hættutímum. Þeim ber og að taka þátt í undirbúningi að stofnun og rekstri varasjúkrahúsa.</span></p> <p align="justify"><span>Þetta ákvæði í 5. grein almannavarnalaga veitir þeim viðbragðsþætti sérstöðu, sem snertir málefni heilbrigðisstofnana, læknismeðferð og hjúkrun og um sóttvarnir er síðan vísað til sóttvarnalæknis.</span></p> <p align="justify"><span>Landlækni eða sóttvarnalækni ber ekki að eiga samráð við almannavarnaráð vegna aðgerða sinna og ákvarðana.<span> </span> Samkvæmt sóttvarnalögum frá 1997 starfar hins vegar sjö manna sóttvarnaráð sérmenntaðra lækna, sem mótar stefnu í sóttvörnum og er heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Þetta ráð á að leita til Umhverfisstofnunar og yfirdýralæknis, ef rætt er á vettvangi þess um mál, sem tengjast starfssviðum þessara aðila.</span></p> <p align="justify"><span>Um þessar mundir er rætt um það hér á landi og um heim allan, hvort ástæða sé til að grípa til sérstakra varnaraðgerða vegna hættu á fuglaflensufaraldri. Þetta mál hefur verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar og í <em>Fréttablaðinu</em> <span> </span>laugardaginn 5. mars segir Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis, að hann vinni að því með Þorsteini Geirssyni, ráðuneytisstjóra dóms- og kirkjumálaráðuneytis, að meta stöðu mála og hvað skynsamlegast sé að gera hér á landi til að verjast þessari flensu verði hún að heimsfaraldri.</span></p> <p align="justify"><span>Í raun gera lög ekki ráð fyrir neinu samráði milli ráðuneyta eða við almannavarnayfirvöld í málum sem þessum, því að í 12. grein sóttvarnalaga segir, að heilbrigðisráðherra geti að tillögu sóttvarnaráðs ákveðið, hvort grípa skuli til opinberra sóttvarnaráðstafana, svo sem ónæmisaðgerða, einangrunar smitaðra, sótthreinsunar, afkvíunar byggðarlaga eða landsins alls, lokunar skóla eða samkomubanns. Atbeina heilbrigðisráðherra er ekki einu sinni þörf, því að með lagabreytingu frá 2002 var sóttvarnalækni veitt heimild til að beita slíkum vörnum til bráðabirgða án þess að leita heimildar fyrir fram, ef hann telur að hvers konar töf sé hættuleg, en gera skal hann ráðherra jafnskjótt kunnar ráðstafanir sínar.</span></p> <p align="justify"><span>Ég er undrandi á því, að í sóttvarnalögum skuli hvergi minnst á tengsl við almannavarnir og ríkislögreglustjóra, því að án atbeina hans og samvinnu við almannavarnakerfið sýnist óhugsandi að ná ýmsum markmiðum, sem að er stefnt með heimildum til aðgerða í sóttvarnalögum.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tek þetta dæmi hér til að árétta þá skoðun, að árangur næst ekki í almannavörnum nema með samvinnu margra ólíkra aðila, sem allir vinna að því marki að skapa borgurunum sem mest öryggi. Almannavarnalöggjöfin er rammi utan um slíkt starf og skipulag.</span></p> <p align="justify"><span>Þeir, sem stjórna almannavörnum, hafa þekkingu og þjálfun til að hrinda flóknum áætlunum í framkvæmd. Þeir ráða hins vegar ekki endilega yfir þeirri sérþekkingu, sem kallar á, að gripið sé til aðgerða innan ramma þessara áætlana. Í því efni verða þeir að treysta á greiningu og áhættumat sérfróða aðila.</span></p> <p align="justify"><span>Við endurskoðun almannavarnalaga tel ég nauðsynlegt að hafa þessa verkaskiptingu að leiðarljósi. Það er milli þeirra annars vegar, sem gera almannavarnaáætlanir og hrinda þeim í framkvæmd, og hinna hins vegar, sem leggja mat á hættu og gera tillögu um, að áætlanir vegna sérgreindrar hættu séu gerðar eða virkjaðar.</span></p> <p align="justify"><span>Í fyrri hópnum er ríkislögreglustjóri, almannavarnalið, lögreglustjórar og almannavarnanefndir sveitarfélaga. Í seinni hópnum eru sérfræðingar í hvers kyns stofnunum, rannsóknasetrum og háskólum.</span></p> <p align="justify"><span>Samkvæmt almannavarnalögum starfar sérstakt almannavarnaráð til ráðgjafar fyrir ríkisstjórnina um almannavarnir. Auk þess skal ráðið starfa með ríkislögreglustjóra, þegar almannavarnaástand skapast. Af skipan ráðsins má sjá, hverja löggjafinn telur mestu skipta að virkja, þegar þetta ástand skapast, því að þar sitja forstjóri landhelgisgæslunnar, landlæknir, ríkislögreglustjóri, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, forstjóri Landssíma Íslands, vegamálastjóri, veðurstofustjóri, flugmálastjóri, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra skipar án tilnefningar óháðan formann ráðsins, eins og það er orðað í lögunum.</span></p> <p align="justify"><span>Þessi skipan á almannavarnaráði er rökrétt og byggist á því, að <span> </span>þar séu til trausts og halds forstöðumenn opinberra stofnana og björgunarliða, sem mest reynir á við framkvæmd viðbragðsáætlana. Þeir komi að borði ráðsins með sérþekkingu og styrk öflugra stofnana og samtaka að baki.</span></p> <p align="justify"><span>Almannavarnaráð getur lagt til að metnar séu líkur á hættu. Meginhlutverk almannavarnaráðs er þó að samræma aðgerðir ólíkra aðila við úrlausn verkefna. Það er ekki vettvangur sérfræðinga, þar sem hætta er greind eða lagt mat á hana – ráðgjöf um það kemur frá þeim, sem hafa staðarþekkingu eða annast vöktun og rannsóknir.</span></p> <p align="justify"><span>Hlutverk almannavarnanefnda í einstökum sveitarfélögum er sambærilegt. Þær gegna sama hlutverki á sínum stað og almannavarnaráð fyrir landið allt. Áhættumat og greining er í höndum sérfræðinga en sé lýst almannavarnaástandi koma almannavarnanefndir að því að vinna að framkvæmd almannavarnaaðgerða á ábyrgð lögreglustjóra.</span></p> <p align="justify"><span>Nýlegt dæmi skýrir hvernig staðið er að málum. Almannavarnanefnd í Rangárvallasýslu telur ástæðu til að rannsaka, hvað kynni að gerast, ef gos yrði í vesturhluta Mýrdalsjökuls. Vísbendingar séu um að líkur á slíku gosi hafi aukist og einnig um að flóð vegna þess kunni að valda tjóni á stóru svæði. Tilmæli um rannsókn á þessu berast til dóms- og kirkjumálaráðherra.</span></p> <p align="justify"><span>Ráðherrann fer með málið fyrir ríkisstjórn og kynnir, að það muni kosta um 20 milljónir króna að efna til nauðsynlegra jarðfræði- og flóðbylgjurannsókna til að leggja mat á þessa hættu. Ríkisstjórnin samþykkir tillögu um aukafjárveitingu.</span></p> <p align="justify"><span>Um það bil ári síðar liggur niðurstaða vísindamanna fyrir og með hermun er sýnt, hve stórt landsvæði kunni að fara undir vatn. Almannavarnanefndin í samvinnu við ríkislögreglustjóra telur, að það kosti 44 milljónir króna að gera viðbragðs- og rýmingaráætlun. Ráðherrann fer enn á ný með málið fyrir ríkisstjórn, sem samþykkir tillögu um fjárveitingu. Efnt er til kynningarfunda meðal heimafólks og ráðist í gerð nauðsynlegra áætlana.</span></p> <p align="justify"><span>Almannavarnaráð fylgist með málinu. Áætlanir eru unnar af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samvinnu við heimamenn, stofnanir og sérfróða aðila. Komi að því að þurfi að framkvæma þær, reynir á alla þætti, sem tengjast innan ráðsins.</span></p> <p align="justify"><span>Þetta er rökrétt skipulag, sem byggist á eðlilegri verkaskiptingu. Löggjöf um almannavarnir þarf að endurspegla hana og tryggja, að ávallt sé unnt að leita bestu ráðgjafar og beita bestu úrræðum á hættustundu.</span></p> <p align="justify"><span>Markmiðið er ekki að breyta almannavarnaráði í ráð sérfræðinga um þá hættu, sem að steðjar, heldur að tryggja, að þar sitji þeir, sem viti, hvernig best er að bregðast við á hættutímum.</span></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Margt hefur breyst á þeim 40 árum, sem liðin eru frá því að fyrstu lögin voru sett um almannavarnir, þótt enn sé í meginatriðum byggt á þeim og þau hafi staðist vel tímans tönn.</span></p> <p align="justify"><span>Ein mesta breytingin felst í hinni öflugu björgunarmiðstöð, sem komið hefur verið á laggirnar í Skógarhlíð í Reykjavík með varastöð á Akureyri. Þar er í senn að finna stöð til samhæfingar á aðgerðum og stjórnstöð til að takast á við einstök atvik. Ný lög þurfa að endurspegla mikilvægi þessarar stöðvar og festa kjarna hennar í sessi án þess að draga úr nauðsynlegum sveigjanleika í viðbrögðum.</span></p> <p align="justify"><span>Neyðarnúmerið 112 er lykill að öryggi og löggjöfin um neyðarsímsvörun þarf að haldast í hendur við löggjöf um almannavarnir. - Ábyrgð á sviði almannavarna, leitar og björgunar þarf að vera skýr og einnig, hvernig skrefið er stigið inn í almannavarnástand með nauðsynlegum viðvörunum til almennings og útkalli á björgunarsveitum og hjúkrunarliði.</span></p> <p align="justify"><span>Lög og reglur um þetta eiga að vera einföld og gagnsæ. Markmiðið er, að allir þræðir liggi saman í einn punkt, svo að unnt sé að bregðast við á skjótan og markvissan hátt til bjargar mannslífum.</span></p> <p align="justify"><span>Ég býð ykkur enn á ný velkomin til þessa málþings og þakka þeim, sem hafa búið sig undir að flytja okkur fróðleik og skoðanir um þetta mikilvæga efni.</span></p>

2005-02-11 00:00:0011. febrúar 2005112-dagurinn

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra lýsti 112-daginn settan með meðfylgjandi ræðu:<p align="center"><span>Smáralind,<br /> 11. 2. 05</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ég býð ykkur velkomin hingað í Smárarlind á fyrsta 112-deginum. Fyrsta deginum, sem er helgaður neyðarnúmerinu 112. Enginn dagur er betri til þess en einmitt ellefti febrúar,<span> </span> ellefti annar.</span></p> <p align="justify"><span>Ég veit, að númerið 112 er vel kynnt. Gallup-könnun seint á síðasta ári sýndi, að 98,4% svarenda þekkti númerið – og á árinu 2004 bárust meira en 300 þúsund erindi til númersins.</span><span> </span></p> <p align="justify"><span>En eins og við vitum, þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Og í dag viljum við í senn enn minna á númerið góða og kynna þá, sem að baki því standa. Öll getum við þurft að kalla á hjálp í neyð, hvort heldur fyrir okkur sjálf eða aðra. Þá skiptir öllu að þekkja neyðarnúmerið.</span></p> <p align="justify"><span>Neyðarnúmerið 112 leysti árið 1995 af hólmi mörg og eftir því mismunandi neyðarnúmer lögreglu, slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila, um allt land. </span><span> </span></p> <p align="justify"><span>Þá kom fyrirtækið Neyðarlínan til sögunnar, en hjá því starfa 20 þrautþjálfaðir starfsmenn búnir fullkomnum tækjum til að bregðast hratt og örugglega við hverju slysi og ógn, sem að steðjar.</span></p> <p align="justify"><span>88% af þeim, sem þurft hafa að leita til Neyðarlínunnar, lýsa ánægju með, hvernig leyst var úr erindi þeirra. Þetta sýnir, að hið markvissa starf, sem unnið er undir merkjum 112 stuðlar að auknu öryggi – auknu öryggi okkar allra. </span><span> </span></p> <p align="justify"><span>Fyrir hvern þann, sem í hættu er staddur, skiptir sköpum, að aðeins örskömm stund líði frá því neyðarkall berst, þar til lögregla, sjúkralið, slökkvilið eða annað nauðsynlegt björgunarlið hefur lagt af stað til hjálpar. Neyðarnúmerið 112 tryggir, að viðbragðstíminn sé eins stuttur og frekast er unnt.</span></p> <p align="justify"><span>Gott skipulag og örugg yfirsýn við slys eða hættuástand er lykillinn að skjótum árangri. Í tengslum við Neyðarlínuna og í nánu samstarfi við hana hefur verið komið á fót samhæfðri björgunarmiðstöð í Skógarhlíð í Reykjavík. Þaðan er unnt að halda í alla þræði við björgunararstarf og skipta verkum milli ólíkra aðila. Á þetta hefur margoft reynt, ekki síst þegar alvarleg slys hafa orðið á vegum úti.</span><span> </span></p> <p align="justify"><span>Þá hefur tekist að skipuleggja starfið úr fjarlægð, svo að hver komi þar að verki, sem hann nýtist best. Hver lokar vegi, hver stjórnar á vettvangi, hver sinnir slösuðum og hver flytur þá til sjúkrahúss, svo að dæmi séu tekin. Saga Neyðarlínunnar geymir fjölmörg atvik, þar sem mikill og dýrmætur tími hefur sparast vegna þessara öruggu og markvissu vinnubragða.</span></p> <p align="justify"><span>Við, sem höfum staðið að því að skipuleggja og efla samstarf neyðaraðila í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð, erum stoltir af þeim árangri, sem þar hefur náðst. Hann stenst samanburð við hið besta á heimsmælikvarða.</span><span> </span></p> <p align="justify"><span>Erlendum gestum finnst einstakt hið víðtæka og góða samstarf, sem þar<span> </span> hefur tekist milli Neyðarlínunnar, lögreglu, björgunarsveita og almannavarna, og nú síðast landhelgisgæslunnar og vaktstöðvar siglinga. Þá hafa tæknilegar lausnir og þau kerfi, sem smíðuð hafa verið einnig vakið mikla athygli.</span></p> <p align="justify"><span>Varastjórnstöð Neyðarlínunnar og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar á Akureyri, sem opnuð var á síðasta ári, er mikilvægur hlekkur í hinni<span> </span> sterku öryggiskeðju.</span><span> </span></p> <p align="justify"><span>Nú þarf að semja nýja löggjöf og reglur um samstarf og samvinnu aðila í björgunarmiðstöðinni í þeim tilgangi að skýra ábyrgð og boðleiðir. Þá þarf að endurnýa lög um almannavarnir og heildarskipulag björgunarmála að öðru leyti. Vona ég, að niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir síðar á þessu ári.</span></p> <p align="justify"><span>Ánægjulegt er að sjá, hve margir leggja fram krafta sína í dag til að taka þátt í 112-deginum. Ég vil þakka þeim öllum – ég vil ekki síst þakka þeim vegna þess, að þetta eru þeir aðilar meðal okkar, sem mest á reynir, þegar neyðarverðir virkja fólk til starfa á hættustundu.</span><span> </span></p> <p align="justify"><span>Hér á eftir mun Rauði krossinn heiðra skyndihjálparmann ársins 2004. Veitt verða verðlaun í eldvarnagetraun, sjúkraflutningamenn sýna búnað sinn, efnt verður til sýnikennslu í skyndihjálp, björgunarsveitarmenn sýna tæki sín og búnað, hér verður unnt að skoða tækjabíl umferðardeildar ríkislögreglustjórans og<span> </span> að kynnast starfi Neyðarlínunnar. Á Netinu er beintenging við varðstofu 112 og einnig við Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar í Skógarhlíð.</span></p> <p align="justify"><span>Hér fyrir utan verður mikil tækja- og björgunarsýning með þáttöku þyrlu Landhelgisgæslunnar, sjúkrabíl, slökkvibíl, björgunarbíl, vettvangsstjórnarbíl lögreglu og sprengjubíl landhelgisgæslunnar. </span><span> </span></p> <p align="justify"><span>Í Skógarhlíð, á Ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Selfossi, í Vestmannaeyjum og Keflavík verða lögregla og slökkvilið með opið hús og kynningu á starfsemi sinni.</span></p> <p align="justify"><span>Við stefnum að því að halda þennan dag á hverju ári.<span> </span> Hin virka og góða þátttaka þessara mörgu viðbragðsaðila um land allt, sýnir, að framtakið er vel til þess fallið að kynna innviði þeirra og störf. </span><span> </span></p> <p align="justify"><span>Síðast en ekki síst vil ég vekja athygli á<span> </span> 23 ljósmyndum af störfum viðbragðsaðila, sem hér eru sýndar. Þær tóku ljósmyndarar Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og fleiri á síðasta ári. </span><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ég vona að 112 dagurinn verði ekki aðeins dagur neyðarnúmersins heldur dagur fróðleiks og gagns, bið alla vel að njóta og segi daginn settan.</span></p> <br /> <br />

2005-01-27 00:00:0027. janúar 2005Markmið, árangur og mat, ræða dómsmálaráðherra á fundi forstöðumanna.

<P>Dóms- og kirkjumálaráðuneytið efndi í fyrsta sinn til sameiginlegs fundar með forstöðumönnum stofnana sinna að hótel Nordica fimmtudaginn 27. janúar. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, setti fundinn með ræðu. </P><p align="justify">Dóms- og kirkjumálaráðuneytið efndi í fyrsta sinn til sameiginlegs fundar með forstöðumönnum stofnana sinna að hótel Nordica fimmtudaginn 27. janúar. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, setti fundinn með ræðu. Þorsteinn Helgi Steinarsson kynnti átaksverkefni ráðuneytisins í upplýsinga- og fjárskiptatækni, Stefán Eiríksson kynnti skýrslu verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála, Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, kynnti stjórnendanám skólans, Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastjórnar ríkisins, kynnti vinnu við stefnumótun stofnunarinnar og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, gerði grein fyrir stefnumörkun embættisins. Með pallborðsumræðum ráðherra, Ástríðar Grímsdóttur, sýslumanns í Ólafsfirði, Helga I. Jónssonar, dómsstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, Hildar Dungal, forstjóra Útlendingastofnunar, og Rúnars Guðjónssonar, sýslumanns í Reykjavík, lauk fundinum. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytissjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, stjórnaði fundinum. Hér birtist ræða dóms- og kirkjumálaráðherra á fundinum</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><span><strong>Forstöðumannafundur<br /> 27. janúar, 2005.</strong></span></p> <p><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ég býð ykkur velkomin til þessa fyrsta fundar forstöðumanna stofnana á sviði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Ég fagna því, hve margir sækja fundinn, og vona, að við eigum hér gagnlegar stundir saman og verðum nokkru fróðari að þeim loknum.</span></p> <p align="justify"><span>Ráðherra og embættismenn ráðuneytisins hafa vissulega um langt árabil átt þess kost að hitta sýslumenn og dómara á fundum, flytja langar ræður og hlýða á umræður, en ráðuneytið hefur ekki áður sjálft<span> </span> átt frumkvæði að fundi sem þessum og ákveðið dagskrá hans.</span></p> <p align="justify"><span>Hugmyndin að fundinum er í sjálfu sér ekki nýstárleg á tímum, þegar lögð er áhersla á að miðlun upplýsinga og<span> </span> hvers kyns samhæfing við stjórn stofnana og fyrirtækja sé besta leiðin til árangurs. Nú eftir að hugmyndin er komin til framkvæmda er ég hins vegar viss um, að fundir sem þessir verða taldir sjálfsagðir, öllum til fróðleiks og ávinnings.</span></p> <p align="justify"><span>Til fundarins er boðað með fullri og lögbundinni virðingu fyrir sjálfstæði hinna öflugu og mikilsvirtu stofnana, sem starfa undir handarjaðri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.</span></p> <p align="justify"><span>Tilgangur ráðuneytisins er síður en svo og alls ekki að hlutast til um eða segja fyrir um niðurstöðu dómstóla, meðferð ákæruvalds eða rannsóknir lögreglu, svo að dæmi séu tekin.</span></p> <p align="justify"><span>Markmiðið er að ræða umgjörð og aðferðir til að auðvelda einstökum stofnunum að einbeita sér að mikilvægum verkefnum sínum og hvetja til umræðna með þátttöku sem flestra um það, sem betur má fara og er í höndum ráðuneytisins.</span></p> <p align="justify"><span>Á vettvangi sem þessum er ráðuneytinu unnt að miðla upplýsingum um stefnu sína á ýmsum sviðum, skýra frá stöðu einstakra verkefna, stórra eða smárra. Þá er mikils virði, að tóm gefist til að skiptast á skoðunum um einstök viðfangsefni og fræðast hvert af öðru.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar tekist er á við margbrotin, flókin og viðkvæm úrlausnarefni, er nauðsynlegt að geta stundum horfið frá dæguramstrinu og fengið tóm til að íhuga og endurmeta, bera saman bækur og ráða saman ráðum um hvað helst sé til bóta og framfara.<span> </span> Sú líking er stundum notuð, að menn bregði sér af dansgólfinu upp á svalir, til að átta sig á því, hvað er í raun að gerast á gólfinu.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span> </span><span>Allir, sem boðaðir eru til þessa fundar, gegna leiðtogastöðu. Við erum líka öll með<span> </span> lögfræðimenntun frá sama háskóla að baki.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar ég var í lagadeildinni var ekki lögð nein áhersla á það í kennslu eða þjálfun, að búa nemendur undir að stýra eða bera fjárhagslega ábyrgð á rekstri embætta eða stofnana. Menntunin fólst í því að gera nemendum kleift að tileinka sér hinn júridíska þankagang og glíma við fræðileg úrlausnarefni. Til að öðlast ákveðin starfsréttindi þurftu þeir síðan annað hvort að starfa í tilskilin tíma hjá opinberum vinnuveitanda eða þreyta sérstök starfsréttindapróf til málflutnings.</span></p> <p align="justify"><span>Ég held, að áherslur séu svipaðar enn þann dag í dag. Starfsumhverfi opinberra stjórnenda hefur hins vegar gjörbreyst. Ákvörðunum forstöðumanna um starfsmannamál og ráðstöfun fjármuna til einstakra verkefna er ekki lengur stýrt úr ráðuneytinu með dagsskipunum. Nú er ætlast til þess, að forstöðumenn fari með vald til ákvarðana um innri þætti stofnunar innan þess ramma, sem ráðuneyti setur honum með almennum reglum, erindisbréfi eða á grundvelli árangursstjórnunarsamnings.</span></p> <p align="justify"><span>Nýlega hitti ég forstöðumann ríkisstofnunar, sem hafði áður stundað verslun og viðskipti. Ég spurði hann, hvernig honum þættu vistaskiptin, hvað hefði komið honum mest á óvart við að hefja störf hjá hinu opinbera. Hann svaraði, að vissulega hefðu þetta verið viðbrigði, en honum hefði komið mest á óvart, hve virkt og kröfuhart hið opinbera kerfi væri á marga lund og einnig hitt, hve mikil áhersla væri á það lögð að gefa mönnum færi á að sækja endurmenntun og fylgjast með stefnum og straumum til að geta sífellt betur tekist á við dagleg verkefni. Sagðist hann vera mjög sáttur við starfsumhverfi sitt að þessu leyti.</span></p> <p align="justify"><span>Þessi forstöðumaður starfar ekki á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, en ég er viss um, að hið sama á við ykkur forstöðumenn hér á þessum fundi, að tækifærin, sem þið hafið til að bæta við þekkingu ykkar og þjálfun til stjórnunarstarfa eru í raun fleiri en unnt er að nýta.</span></p> <p align="justify"><span>Ég veit, að margir í ykkar hópi hafið nýtt ykkur stjórnunarnám á vegum Lögregluskóla ríkisins. Þá er mér einnig kunnugt um, að nokkrir forstöðumenn hér á þessum fundi auk starfsmanna á málefnasviði ráðuneytisins eru í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu. Það er bæði ánægjulegt og lofsvert, að menn leggi á sig að fara að nýju á skólabekk með fullri vinnu.</span></p> <p align="justify"><span>Raunar þurfum við öll að verja töluverðum tíma næstum daglega til að átta okkur á breytingum og hvernig við ætlum að bregðast við þeim. Ef við gefum okkur ekki þennan tíma eða óttumst ný tæki eða starfsaðferðir, getum við einfaldlega dregist aftur úr eða hreinlega dagað uppi.</span></p> <p align="justify"><span>Lögfræðimenntunin veitir okkur öryggi til að leysa einstök viðfangsefni, sem við er að glíma. Hún auðveldar okkur skilning á lögum og reglum stjórnsýslunnar. En lögfræðimenntunin tryggir ekki endilega, að okkur farist það vel úr hendi að stjórna ráðuneyti eða stofnun. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að<span> </span> hinn lögfræðilegi grunnur sé mjög vel til þess fallinn að gera leiðtoga að góðum leiðtoga – færni hans ræðst mjög af því að átta sig á gildi reglna og sanngjarnri framkvæmd þeirra í samvinnu og samskiptum við aðra.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>Á grundvelli tillagna nefndar fjármálaráðherra frá 1996 ákvað ríkisstjórnin að hefja nýskipan í ríkisrekstri með því að færa vald og ábyrgð til stjórnenda ríkisstofnana og laga starfsaðstæður þeirra sem mest að aðstæðum stjórnenda einkafyrirtækja. Undir merkjum árangursstjórnunar hafa kröfur um árangur í starfi stofnana verið auknar, stofnunum hafa verið sett skýrari markmið en áður og þeim gert skylt að gera grein fyrir því, hvernig til hefur tekist. Framkvæmd þessarar stefnu setur sífellt meiri svip á samband ráðuneyta og stofnana.</span></p> <p align="justify"><span>Í árangursstjórnun felst meðal annars, að gerðir eru rammasamningar milli stofnana og hlutaðeigandi ráðuneyta, sem skapa stofnunum nauðsynleg skilyrði til að skipuleggja rekstur sinn til lengri tíma. Gerðar eru áætlanir til langs og skamms tíma, þar sem fram koma meðal annars markmið og forgangsröðun verkefna. Sett eru mælanleg markmið til að nota við stjórnun og mat á árangri. Stofnanir gefa út ársskýrslur, árangur er metinn og hvatt til að gera betur, þar sem þess er þörf.</span></p> <p align="justify"><span>Árangursstjórnun byggist á þeirri hugmynd að stjórnun sé ferli og að í öllum rekstri sé um að ræða orsakasamhengi, sem sé háð áhrifavaldi stjórnenda. Árangur ráðist með öðrum orðum ekki af tilviljunum heldur markvissum aðgerðum.</span></p> <p align="justify"><span>Gott samstarf og traust milli ráðuneyta og stofnana er lykilþáttur í því að markmið árangursstjórnunar náist í ríkisrekstri. Hér er um samning að ræða og ráðuneyti og stofnanir verða því að taka höndum saman og vinna markvisst að því, að stjórnað sé til árangurs, að stofnanir gegni lögbundnu hlutverki sínu og stefna stjórnvalda á hverjum tíma nái fram að ganga.</span></p> <p align="justify"><span>Tilgangur og skylda ráðuneytis með gerð árangursstjórnunarsamninga er að gefa stofnunum veganesti til langtímastefnu og setja starfseminni mælanleg markmið. Þá ber ráðuneyti að fara yfir skýrslur stofnana og nota þær við töku ákvarðana um málefni stofnunar.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>Ég er hlynntur því, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið geri árangursstjórnunarsamninga og fylgi þeim markvisst eftir. Innan ráðuneytisins er unnið að gerð slíkra samninga við undirstofnanir þess aðrar en dómstóla, ríkissaksóknara og persónuvernd, sem njóta sérstöðu lögum samkvæmt.<span> </span> Ég hef ritað undir árangursstjórnunarsamninga við 16 sýslumannsembætti og af þeim hafa sex skilað langtímaáætlun á grundvelli samningsins.</span></p> <p align="justify"><span>Ber að skoða samningsgerðina í tengslum við þann kjarnaþátt í samskiptum ráðuneyta og stofnana, sem er að finna í reglum og reglugerð um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana, sem nú er númer 106/2004. Þar segir, að í samræmi við áherslur og markmiðssetningu um árangursstjórnun, beri forstöðumenn ábyrgð á gerð langtímaáætlunar stofnunar, ársáætlunar og ársskýrslu. Langtímaáætlunin skuli endurspegla stefnumörkun og megináherslur starfseminnar. Ráðuneyti beri skylda til að taka afstöðu til langtímaáætlunar stofnana. Ársáætlunin skuli rúmast innan fjárheimilda auk þess að tilgreina einstök markmið og mælikvarða á árangur í starfi stofnunar.</span> <span>Í ársskýrslu skuli koma fram samanburður á útgjöldum og fjárheimildum, auk talnalegs samanburðar á markmiðum ársins og útkomu.</span></p> <p align="justify"><span>Að mínu mati er fjármálastjórn stofnana á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fyrirmyndar, en ég hef lagt áherslu á skjót og markviss viðbrögð, ef eitthvað virðist fara úr skorðum. Ég vona, að forstöðumenn séu sammála mér um metnað ráðuneytisins í þessu efni og vönduð vinnubrögð í samræmi við settar reglur.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="center"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Ég hef átt þess kost að heimsækja margar stofnanir ráðuneytisins og af þeim ferðum dreg ég þá ályktun, að almennt sé mjög vel búið að húsakosti og ytri aðstöðu allri.</span></p> <p align="justify"><span>Ég er einnig þeirrar skoðunar, að almennt séð hafi vel tekist við að tryggja stofnunum ráðuneytisins fjármuni til að sinna verkefnum sínum. Fyrir ári þótti dómstólaráði þrengt um of að fjárhag héraðsdómstólanna en úr því rættist með aukafjárveitingu, þegar leið á árið.</span></p> <p align="justify"><span>Þá dreg ég þá ályktun af viðhorfskönnunum, að stofnanir á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins njóti almennt trausts og virðingar í þjóðfélaginu.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>Þegar leitast er við að meta, hvaða þættir í starfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins eða stofnana þess eru helst undir smásjá eða sæta gagnrýni, má nota ýmis mælitæki.</span></p> <p align="justify"><span>Fréttir eða umræður í fjölmiðlum gefa mikilvæga vísbendingu. Ég hef hins vegar ekki gert marktæka úttekt á því, hvað þar ber hæst, en ljóst er, að núverandi ritstjórnarstefna <em>DV</em>, svo að dæmi sé tekið, hefur að markmiði að segja sem mest frá viðfangsefnum á vettvangi dómstóla, lögreglu og fangelsismálastofnunar auk þess<span> </span> sem málefni útlendinga vekja einnig áhuga blaðsins.</span></p> <p align="justify"><span>Þingmenn endurspegla oft gagnrýnisraddir með fyrirspurnum sínum til ráðherra. Á því þingi, sem nú situr, hef ég skriflega svarað spurningum um konur í fangelsi, afplánun eldri fanga, afplánunaráætlun fanga, árangurslaus fjárnám, umferðasektir, sektakerfi lögreglunnar, handlagningu fíkniefna og starfsemi efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.</span></p> <p align="justify"><span>Ég ætla ekki að rekja hér, hverju ég svaraði hverri spurningu, en þegar litið er á spurningarnar í heild, er ástæða að geta þess, að unnið er að setningu nýrra laga eða breytingu á lögum varðandi þær allar nema þrjár.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>Allsherjarnefnd alþingis hefur nú frumvarp til laga um fullnustu refsinga til meðferðar. Fyrir ári ákvað ég að kalla frumvarp um sama efni til baka, eftir að nefndinni höfðu borist umsagnir um það. Síðastliðið vor hófst stefnumótunarvinna innan fangelsismálastofnunar, sem setur svip á nýja frumvarpið og verður einnig lögð til grundvallar við framkvæmd áforma um smíði nýs fangelsis og stækkun þeirra, sem fyrir eru.</span></p> <p align="justify"><span>Allsherjarnefnd er einnig að fjalla um frumvarp, sem mun gjörbreyta aðferðum við innheimtu sekta og létta álagi af lögreglunni, verði það að lögum. Í sama frumvarpi er jafnframt að finna tillögur um einföldun aðferða við árangurslaust fjárnám.</span></p> <p align="justify"><span>Aðgerðir lögreglu og tollayfirvalda til að stemma stigu við smygli á fíkniefnum hafa síður en svo sætt gagnrýni, þvert á móti hafa þær sýnt, að þær skila árangri og undrast menn, hve mikið magn fíkniefna hefur fundist og hvaða aðferðir eru notaðar við smygl þeirra.<span> </span> Á þessu sviði eins og öðrum verðum við að halda vöku okkar og leitast við að gera betur.</span></p> <p align="justify"><span>Áhugi þingmanna á starfsemi efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra endurspeglar þær áhyggjur, sem víða verður vart, að lögregla og opinberir eftirlitsaðilar hafi ekki í fullu tré við brotastarfsemi í tengslum við sívaxandi fjármálaumsýslu og viðskipti. Kröfur um skjót og markviss opinber viðbrögð við því, sem miður er talið fara á þessum sviðum, eru skiljanlegar. Þær ættu ekki síst að koma frá þeim, sem láta að sér kveða í viðskiptalífinu hér heima og erlendis.</span></p> <p align="justify"><span>Nú er að störfum nefnd skipuð fulltrúum frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti undir formennsku Páls Hreinssonar prófessors og fjallar hún um það álitamál, hvernig haldið skuli á rannsókn máls, þegar fleiri en ein opinber eftirlitsstofnun kemur að úrvinnslu þess. Ég tel mjög mikilvægt, að um þetta séu settar skýrar reglur, svo að ekki verði óvissa, eins og skapaðist á síðasta ári um forræði í rannsókn olíusamráðsins svonefnda.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar ég svaraði fyrirspurninni um efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, taldi ég æskilegt, að hún yrði efld til að geta tekið upp mál að eigin frumkvæði. Hið sama á við um efnahagsbrotadeildina og aðrar eftirlitsstofnanir, verkefni hennar aukast og verða margbrotnari með aukinni efnahagslegri umsýslu, fjölbreytni í viðskiptum og fjölgun og stækkun fyrirtækja. Kröfur varðandi starfsmenn efnahagsbrotadeildar lúta ekki aðeins að fjölda þeirra, heldur einnig menntun, reynslu og almennri þekkingu á hinum ólíku þáttum viðskiptalífsins hér á landi og erlendis.<span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>Um nokkurt árabil hefur verið unnið að endurskoðun laga um meðferð opinberra mála, en sá mikilvægi lagabálkur snertir mjög starfsemi stofnana á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.</span></p> <p align="justify"><span>Sumarið 2003, stuttu eftir að ég hafði tekið við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra, samþykkti ég, að Stefán Már Stefánsson prófessor mundi<span> </span> sinna grunnvinnu varðandi endurskoðun þessa mikla lagabálks og hefur hann síðan unnið að því í samvinnu við þá Eirík Tómasson prófessor og Markús Sigurbjörnsson, forseta hæstaréttar og formann réttarfarsnefndarinnar.</span></p> <p align="justify"><span>Á liðnu hausti skýrði ég frá því, að nauðsynlegt væri að herða framgang þessa verkefnis og hugsanlega breyta verklagi og ræddum við formaður réttarfarsnefndar leiðir til að tímasetja verklok á þessu ári. Áætlun um það liggur nú fyrir og nýlega kallaði ég þrjá menn til samráðs og tillögugerðar um málið á grunni starfs réttarfarsnefndar, en þeir eru Bogi Nilsson ríkissaksóknari, Pétur Guðgeirsson héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður, en af hálfu ráðuneytisins mun Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri fylgja málinu eftir og leggja lokahönd á gerð frumvarpsins.</span></p> <p> </p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>Undanfarin misseri hafa dómstólar og lög um þá verið til skoðunar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Við þá skoðun hefur verið litið til ýmissa athugasemda og sjónarmiða, sem komið hafa fram á liðnum árum, en vissulega hefur ráðuneytið einnig sín viðhorf til þess hvernig skipulagi þessara mála verður best háttað.</span></p> <p align="justify"><span>Unnið hefur verið að frumvarpi til breytinga á dómstólalögum, og vonast ég til þess að geta kynnt það strax í næsta mánuði. Lokagerð þess liggur ekki fyrir enn, en meðal þeirra sjónarmiða, sem byggt verður á í frumvarpinu, er aukið sjálfstæði einstakra héraðsdómstóla og aukin ábyrgð forstöðumanna þeirra, dómstjóranna, á rekstri þeirra.</span></p> <p align="justify"><span>Með því að árétta ábyrgð þessara forstöðumanna skýrar en nú er gert, er alls ekki verið að segja, að illa hafi verið staðið að verki á vegum dómstólaráðs. Héraðsdómstólarnir eru hins vegar átta en ekki einn og dómstólaráð mun starfa áfram þeim til stuðnings.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Meðal annarra atriða væntanlegra tillagna<span> </span> við breytingar á dómstólalögum má nefna auknar heimildir aðstoðarmanna dómara, en gert er ráð fyrir að dómstjórum verði heimilað að fela þeim tiltekin dómstörf. Yrði í valdi hvers dómstjóra um sig hvort og í hverjum mæli hann nýtti þá heimild. Ég hef á undanförnum misserum talað fyrir þessum sjónarmiðum, bæði á alþingi sem utan þess, og ég geri sem sagt ráð fyrir því að þeirra sjái stað með frumvarpi nú í vor.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span> </span><span>Almannavarnir voru fluttar til ríkislögreglustjóra í apríl árið 2003 með breytingu á almannavarnalögunum, sem að mínu mati tók ekki fullt tillit til þeirra miklu breytinga, sem orðið á almannavarna- og öryggismálum frá því á sjöunda áratugnum, þegar almannavarnalögin voru upphaflega sett. Hinn 1. janúar 2004 fluttust björgunarmál frá samgönguráðuneytinu til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.</span></p> <p align="justify"><span>Í júní 2004 lauk þeim breytingum á skipulagi vaktþjónustu og fyrirkomulagi leitar- og björgunarmála á sjó, landi og í lofti, sem hófust með uppsetningu vaktstöðvar Neyðarlínunnar hf., stjórnstöðvar lögreglunnar og samræmingastöðvar Almannavarna um leit- og björgun í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá bættist<span> </span> þar við vaktstöð siglinga, sem starfslið Landhelgisgæslu og Neyðarlínu<span> </span> reka sameiginlega.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel, að innsigla þurfi þessar miklu breytingar á öryggis- og neyðarþjónustu með nýrri löggjöf um almannavarnir og björgunarstörf. Á mjög farsælan hátt hefur tekist að stofna til samstarfs, sem litið er til með aðdáun af annarra þjóða mönnum, um þjónustu á þessu mikilvæga sviði.</span></p> <p align="justify"><span>Vinna þarf að gerð þessara nýju laga samhliða endurskoðun á lögum um Landhelgisgæsluna. Stefnt er að því að flytja höfuðstöðvar gæslunnar í Skógarhlíð og fyrir liggur að nútímavæða skipa- og flugvélakost hennar. Þannig að mörg verkefni bíða nýs forstjóra á þessum vettvangi.</span></p> <p align="center"> </p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>Útlendingastofnun er yngsta undirstofnun ráðuneytisins. Viðfangsefni hennar snúast að verulegu leyti um málefni, sem eru pólitískt mjög viðkvæm. Annars vegar er ljóst bæði hér á landi og annars staðar í Evrópu, að efnahagsstarfsemi ríkja krefst innflutnings á fólki. Hins vegar er viðfangsefnið að búa þannig um hnúta, að útlendingar falli sem best að nýjum heimkynnum og ekki skapist togstreita milli ólíkra menningarhópa eða kynþátta.</span></p> <p align="justify"><span>Þátttaka okkar í Schengen-samstarfinu, þar sem útlendingastofnun gegnir veigamiklu hlutverki við framkvæmd sam-evrópskra reglna, setur æ meiri svip á landamæravörslu og eftirlitsskyldur lögreglu. Nú er unnið að því með þátttöku stofnunarinnar að undirbúa útgáfu nýrra vegabréfa, sem fullnægja kröfum um lífkenni.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel, að vel hafi til tekist með framkvæmd útlendingalaganna en er þeirrar skoðunar, að vegna vaxandi þunga við innflutning vinnuafls sé skynsamlegt að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa sé á einni hendi hjá útlendingastofnun.</span></p> <p align="justify"><span>Málefni útlendinga munu á komandi árum setja mikinn svip á öll verkefni og stofnanir á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Skiptir mjög miklu að vel takist við úrlausn þeirra.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span> </span><span>Á síðasta ári voru gerðar nokkrar breytingar á skipulagi og yfirstjórn ráðuneytisins. Nokkur reynsla er komin á þessar breytingar og virðast þær hafa stuðlað að markvissari vinnubrögðum. Frekari breytingar kunna að verða gerðar í þeim tilgangi að styrkja og efla enn frekar starfsemi og þjónustu ráðuneytisins.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Málaþungi í ráðuneytinu er mikill, ekki síst vegna hvers kyns kærumála auk almennra afgreiðsluverkefna. Innan ráðuneytisins hefur verið hugað að því, hvort ekki væri unnt að fela stofnunum, til dæmis sýslumönnum, að taka að sér ýmsar afgreiðslur í nafni ráðuneytisins. Skilin á milli stefnmótunar og meðferðar á kærum til æðra stjórnvalds annars vegar og hvers kyns afgreiðsluverkefna hins vegar er eðlilegt að skerpa og mætti til dæmis gera það með því að færa afgreiðsluverkefni ráðuneytisins til stofnana þess.</span></p> <p align="justify"><span>Nýjungar af þessu tagi eru náskyldar ákvörðunum um tvo málaflokka, sem verða kynntir sérstaklega hér á fundinum og ég mun því ekki ræða nema lítillega að þessu sinni, það er átaksverkefnið í upplýsinga- og fjarskiptatækni og nýskipan lögreglumála.</span></p> <p align="justify"><span>Í ljós hefur komið að í stofnunum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hefur víða verið unnið merkilegt nýsköpunar- og þróunarstarf á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni. Um leið og ráðstafanir verða gerðar til að virkja þessa tækni enn betur á starfssviði okkar, á að nýta vel þau sóknarfæri, sem felast í þekkingu og reynslu liðinna ára.</span></p> <p align="justify"><span>Ég met mikils, að hér er unnt að kynna skýrslu verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála, sem starfað hefur í rúmt ár undir formennsku Stefáns Eiríkssonar skrifstofustjóra. Um leið og ég þakka öllum, sem hafa komið að gerð skýrslunnar, vil ég skýra frá því, að ég hef ekki tekið afstöðu til þeirra sjónarmiða, sem þar koma fram. Ég vil gjarnan fá tækifæri til að efna til funda um málið sérstaklega með sýslumönnum og lögreglumönnum, áður en ég geri upp hug minn.</span></p> <p align="justify"><span>Með þessum orðum er ég síður en svo að skorast undan að fylgja málinu eftir. Ég er eindreginn talsmaður þess að leitað sé allra skynsamlegra leiða til að efla og styrkja lögregluna og í skýrslunni eru reifaðar margar tillögur um það efni. Mikilvægt er, að breið samstaða verði um allar breytingar á skipan lögreglumála.</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Það er komið að lokum máls míns að þessu sinni. Ég ítreka þá ósk, að þessi fundur verði okkur öllum gagnlegur. Oft finnst okkur nóg um fundi og námskeið, en ég tel mig hafa ástæðu til að ætla, að í dag verði ávinningurinn meiri en umstangið.</span></p> <p align="justify"><span>Takist að laða fram nýjar hugmyndir og lausnir, getur jafnvel aðeins eitt snjallræði skipt sköpum. Umræður og verkefni í stjórnendanámi lögregluskólans hafa til dæmis sýnt og sannað, að margir búa yfir góðum hugmyndum til ýmissa faglegra og fjárhagslegra umbóta.</span></p> <p align="justify"><span>Ráðuneytinu er kappsmál að reynsla og þekking starfsmanna allra stofnana þess nýtist sem best til nýsköpunar og þess vegna hefur verið rætt um að stofna hugmyndabanka DKM, þar sem tekið sé mið af reynslunni úr Lögregluskóla ríkisins. Ég læt nægja að varpa fram hugmyndinni að þessu sinni, hafi hún einhvern hljómgrunn hér í dag, verður unnið að henni frekar.</span></p> <p align="justify"><span>Með þessum orðum segi ég þennan fund settan og bið Þorstein Geirsson ráðuneytisstjóra að taka við fundarstjórn.</span></p> <br /> <br />

2004-12-18 00:00:0018. desember 2004Gildi lögreglumenntunar

<p align="center">Brautskráning úr Lögregluskóla ríkisins,</p> <p align="center">Bústaðakirkju 17. desember, 2004.</p> <br /> <p align="justify">Það er ánægjulegt á aðventunni að fá tækifæri til að taka þátt í þessari góðu athöfn hér í Bústaðakirkju og samfagna með nemendum Lögregluskóla ríkisins við brautskráningu þeirra.</p> <p align="justify">Þegar ég var menntamálaráðherra, gerðist það ekki, að til mín leituðu nemendur eða forráðamenn þeirra til að ræða við mig um inngöngu á þessa námsbraut eða hina.</p> <p align="justify">Eftir að ég varð dómsmálaráðherra hefur það hins vegar gerst oftar en ég hef talið, að komið er á minn fund og lýst vonbrigðum yfir því, að ekki hafi tekist að fá skólavist í Lögregluskóla ríkisins – eða kvíða yfir því, að skilyrði til inngögu í skólann séu of ströng.</p> <p align="justify">Ég hef sagt sem er, að ég geti ekki annað en samsinnt því, að greinilega sé slæmt að missa af góðu tækifæri til náms í lögregluskólanum. Ég geti hins vegar hvorki breytt inntökuskilyrðum né gripið fram fyrir hendur valnefndar við skólann og verði að treysta því eins og aðrir, að kröfurnar séu sanngjarnar og taki aðeins mið af því, sem sé skynsamlegt miðað við ábyrgðarmikil störf lögreglumanna.</p> <p align="justify">Þótt ávallt sé leiðinlegt að geta ekki greitt götu þess, sem leitar eftir aðstoð, er hitt fagnaðarefni fyrir okkur, sem eigum öryggi okkar undir því, að lögreglan sé vel mönnuð, að margir eru um hvert sæti í lögregluskólanum. Það sýnir okkur að minnsta kosti tvennt, að skólinn nýtur vinsælda og það þykir eftirsóknarvert að komast til starfa í lögreglunni.</p> <p align="justify">Við fögnum hinum glæsilega hópi, sem er brautskráður úr skólanum í dag og óskum ykkur innilega til hamingju með að hafa lokið náminu.</p> <p align="justify">Samkvæmt könnun á starfsumhverfi lögreglumanna, sem gerð var meðal þeirra í upphafi þessa árs, telja 77% þeirra að lögreglunámið hafi búið þá vel undir starf hjá lögreglunni. Þið farið því með gott veganesti til fjölbreyttra ábyrgðarstarfa.</p> <p align="justify">Þegar ég stóð hér við þessa athöfn fyrir ári, skýrði ég frá því, að til að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hefði ég þá þann sama dag fengið heimild formanna ríkisstjórnarflokkanna og fjármálaráðherra til að efla styrk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tillögur um það væru í smíðum og liti ég þar sérstaklega til sérsveitar lögreglunnar.</p> <p align="justify">Þessar tillögur komu til framkvæmda hinn 1. mars síðastliðinn, þegar ákveðið var að færa sérsveitina undir ríkislögreglustjóra, fjölga í sveitinni og jafnframt fjölga í lögreglunni í Reykjavík til að fylla upp í skarð sérsveitarmannanna. Í fjárlögum ársins 2005 eru nýjar fjárveitingar, sem gera kleift að fjölga í sérsveitinni frá og með 1. janúar en þá taka sex nýir sérsveitarmenn til starfa í Reykjavík en jafnframt er unnið að fjölgun á Keflavíkurflugvelli og Akureyri.</p> <p align="justify">Næsta nýliðanámskeið sérsveitarinnar hefur verið auglýst og hafa 32 umsóknir þegar borist. Ég get fullyrt, að hafi ykkur, ágætu nemar, þótt hart lagt að ykkur í lögregluskólanum, er það aðeins barnaleikur miðað við það, sem af ykkur verður krafist, ef þið viljið komast í sérsveitina.</p> <p align="justify">Ástæða er raunar til að leggja áherslu á nauðsyn þess, að allir lögreglumenn séu vel þjálfaðir og búnir til að takast á við meiri hörku í afbrotum. Gott líkamlegt atgervi og snarræði í viðbrögðum auk viðunandi búnaðar skiptir lögreglumenn miklu.</p> <p align="justify">Ég er þeirrar skoðunar, að lögreglustjórar eigi að leitast við að veita lögreglumönnum, sem vilja leggja stund á meira nám eða sérhæfingu, svigrúm til þess. Í því sambandi er meðal annars nauðsynlegt að leggja rækt við alþjóðlegt samstarf og skapa tengsl við lögreglusveitir í öðrum löndum. Alþjóðleg, skipulögð glæpastarfsemi teygir anga sína hingað, traust milli lögregluliða í ólíkum löndum er öflugur þáttur í baráttu við slíka glæpahringi.</p> <p align="justify">Lögreglustjórinn í Reykjavík auglýsti í nóvember eftir lögreglumönnum í 25 störf. Er einsdæmi að óskað sé eftir svo fjölmennum hópi lögreglumanna og staðfestir auglýsingin enn, að áformin um að styrkja almennt lögreglustarf samhliða eflingu sérsveitarinnar eru komin til framkvæmda.</p> <p align="justify">Hinn glæsilegi nemendahópur þarf því ekki að óttast verkefnaskort.</p> <p align="justify">Að því er stefnt, að í upphafi næsta árs verði starfshópur skipaður til að leggja lokahönd á nýskipan lögreglunámsins. Markmið breytinga á skólanum hafa verið kynntar dómsmálaráðuneytinu – eitt þeirra er, að styrkja það viðhorf innan lögreglunnar, að lögreglunámi sé aldrei lokið heldur verði lögreglumenn ávallt, að eigin frumkvæði, að hafa metnað til að endurskoða þekkingu sína og bæta við hana.</p> <p align="justify">Hinir metnaðarfullu stjórnendur lögregluskólans hafa lagt sig fram um að auðvelda lögreglumönnum að sækja endurmenntun og framhaldsmenntun. Jákvæðra áhrifa stjórnendanámskeiða á vegum skólans gætir víða við lögreglustjórn og hefur verið ánægjulegt að kynnast þakklæti þeirra, sem hafa fengið tækifæri til framhaldsnáms.</p> <p align="justify">Góðir áheyrendur!</p> <p align="justify">Ég þakka skólastjóra, skólanefnd, kennurum og öllu starfsliði lögregluskólans vel unnin störf. Skipulag og starf skólans þarf sífellt að taka mið af öllu starfsumhverfi hans. Ég ítreka heillaóskir til ykkar, sem hafið lokið námi og prófum. Megi gæfa fylgja ykkur í mikilvægum störfum. Gangið fram af stolti og virðingu fyrir starfsheiðri lögreglunnar.</p> <br /> <br />

2004-12-14 00:00:0014. desember 2004Rannsóknir í þágu þjóðaröryggis.

</P> <P>Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti ræðuna, sem hér fylgir, á málþingi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um áfallahjálp, sem haldið var í Norræna húsinu 14. desember. Ræðuna nefnir hann Rannsóknir í þágu þjóðaröryggis og vekur þar máls á því, að Íslendingar hafi viðurkennt nauðsyn eigin aðgerða vegna náttúruhamfara en hafi minni skilning á nauðsyn aðgerða vegna hamfara af mannavöldum.</P> <P><p align="left"><span>Norræna húsinu,<br /> </span><span>14. desember, 2004.</span></p> <p align="justify"><br /> Í upphafi vil ég fagna því, að til þessa málþings um áfallastjórnun sé boðað. Ég viðurkenni, að ég gerði mér ekki grein fyrir því, að rannsóknir af þeim toga, sem hér verða kynntar, væru stundaðar innan vébanda Háskóla Íslands og í samvinnu við CRISMART rannsóknasetrið í Stokkhólmi <span>undir handarjaðri</span> <span>varnarmálaháskóla Svía.</span></p> <p align="justify"><span>Ég þarf væntanlega ekki að skýra fyrir þeim, sem hér eru staddir, að um langt árabil hef ég bent á nauðsyn þess, að við Íslendingar ræddum öryggismál okkar af raunsæi í stað óskhyggju. Áfallastjórnun snýst um forvarnir og rétt viðbrögð við hættuástandi og að stjórnvöld ráði yfir skipulagi, mannafla og tækjum til slíkra viðbragða. Áfallastjórnun er þannig hluti öryggismála. Og á málþinginu verður sagt frá því, að íslensk stjórnvöld hafa oftar en einu sinni orðið að grípa til hennar.</span></p> <p align="justify"><span>Ástæða er til að undrast, hve erfitt getur verið að komast yfir þann þröskuld, sem er á milli dægurumræðna um öryggismál annars vegar og umræðna á grundvelli rannsókna og viðurkenndra meginsjónarmiða hins vegar. Ég lít á málþingið hér í dag sem viðleitni til að komast yfir þennan þröskuld og með því sé ætlunin að stuðla að ígrunduðum umræðum um mikilvægt málefni, sem snertir þjóðaröryggi okkar Íslendinga.</span></p> <p align="justify"><span>Nú eru tæplega tíu ár liðin frá því, að ég hreyfði því sjónarmiði á alþjóðlegri ráðstefnu um öryggismál, að við Íslendingar þyrftum að búa okkur undir aukna hlutdeild í að tryggja eigið öryggi, við gætum ekki vænst þess við gjörbreyttar aðstæður á alþjóðavettvangi, að framkvæmd varnarsamnings okkar og Bandaríkjanna yrði óbreytt. Auk þess gætum við að sjálfsögðu ekki litið fram hjá þeirri staðreynd, að hermennska og vopnaburður væri hluti öryggisgæslu hvarvetna í veröldinni.</span></p> <p align="justify"><span>Í sjálfu sér væri fróðlegt að sjá á einum stað, hve þetta viðhorf hefur komið miklu róti á hugi margra og hvað það hefur orðið kveikjan að mörgum sleggjudómum og rugli í fjölmiðlum og á stjórnmálavettvangi. Þótt annað yrði ekki rannsakað en uppnámið, mætti draga af því lærdómsríka ályktun. Hitt er ekki síður nauðsynlegt, að fræðilegar íslenskar umræður fari fram um þessi mál. Þegar öryggismálanefnd hvarf úr sögunni fyrir rúmum áratug, bundum við ýmsir vonir við, að</span> <span>Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands yrði vettvangur slíkra rannsókna og umræðna.</span></p> <p align="justify"><span>Á tímum kalda stríðsins var rætt um öryggismál á viðurkenndum grundvelli, meðal annars fræðilegum. Nú er staðan miklu flóknari og breytingar á sviði öryggismála kalla á, að vel sé fylgst með framvindu þeirra bæði af stjórnmálamönnum og fræðimönnum. <span> </span>Af atburðum síðustu ára, sem hafa leitt til þáttaskila, ber hryðjuverkaárásina á New York og Washington 11. september árið 2001 hæst. Árásin hefur gjörbylt hugmyndum ríkja um eigið öryggi og hvernig það verði best tryggt og kallað á nýjan viðbúnað um heim allan. Enn hefur ekki náðst neinn einhugur um grundvallarviðhorf, hvorki meðal stjórnmálamanna né fræðimanna, með sama hætti og var, þegar við lifðum tíma kalda stríðsins.</span></p> <p align="justify"><span>Bandaríkjamenn voru til dæmis fyrir 11. september sömu skoðunar og við Íslendingar fram að síðari heimsstyrjöld – þeir töldu einfaldlega, að fjarlægð þeirra frá öðrum meginlöndum tryggði best, að ekki yrði á land þeirra ráðist. Öll varnarstefna þeirra byggðist á því að halda óvininum sem lengst í burtu í samvinnu við bandamenn, sem stóðu hættunni af árás mun nær.</span></p> <p align="justify"><span>Nú hefur afstaða öflugasta herveldis heims til eigin öryggis gjörbreyst. Bandaríska heimvarnarráðuneytið með 180 þúsund starfsmenn er skýrasta táknið um það. Undir hatti þess eru sameinaðir kraftar landamæraeftirlits, lögreglu, leyniþjónustu og landhelgisgæslu, svo að nokkrar höfuðstofnanir séu nefndar.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef átt þess kost sem dómsmálaráðherra að heimsækja þessar stofnanir og ræða við þá, sem þeim stjórna. Lærdómsríkasta lýsingin á því að hverju er verið að leggja grunn með heimavarnarráðuneytinu, felst í þeirri samlíkingu, að reynslan af síðari heimsstyrjöldinni hafi kennt Bandaríkjamönnum, að þeir yrðu að sameina krafta sína í hermálum á einum stað, í Pentagon, varnarmálaráðuneytinu. Þá hafi allar greinar heraflans verið felldar undir eina stjórn. Öll getum við nú séð árangurinn af því, enginn stenst Bandaríkjunum snúning hernaðarlega. Að því er stefnt, að heimavarnarráðuneytið hljóti sama sess.</span></p> <p align="justify"><span>Ég nefni þetta hér í senn til að minna á hinar miklar breytingar, sem við lifum á þessu sviði, og<span> </span> einnig til að minna á þá staðreynd, að í öryggismálum taka menn gjarnan ákvarðanir í ljósi dýrkeyptrar reynslu. Þegar líf einstaklinga og öryggi heilla þjóða er í húfi, dugar það ekki eitt að vera vitur eftirá, það verður að læra af reynslunni og bregðast við í samræmi við hana.</span></p> <p align="justify"><span>Í þjóðarminni okkar Íslendinga hvíla aðeins óljósar myndir af beinni hernaðarlegri vá gagnvart landi okkar og í raun höfum við alltaf öðrum þræði litið á það sem hlutverk annarra en okkar sjálfra að bregðast við slíkri vá í okkar þágu.</span></p> <p align="justify"><span>Öðru máli gegnir um vá vegna náttúruhamfara. Eftir Vestmannaeyjagosið kom Viðlagatrygging til sögunnar, eftir mannskæð snjóflóð á síðasta áratug var Ofanflóðasjóður stofnaður. Samkvæmt nýlegum innheimtuseðli vegna endurnýjunar á brunatryggingu húseignar minnar renna tæplega tveir þriðju fjárhæðarinnar, sem ég á að greiða til Viðlagatryggingar og Ofanflóðasjóðs – það er til aðgerða, sem gripið var til eftir dýrkeypta reynslu þjóðarinnar.</span></p> <p align="justify"><span>Viðlagatrygging er vátrygging gegn beinu tjóni af völdum eftirtalinna náttúruhamfara: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Fé ofanflóðasjóðs skal meðal annars notað til að greiða kostnað við undirbúning og framkvæmdir við varnarvirki og kaup eða eignarnám á húseignum á svæðum, þar sem talin er hætta á skriðuföllum eða snjóflóðum.</span></p> <p align="justify"><span>Um þessar ráðstafanir til þess annars vegar að létta þeim tjón, sem orðið hafa fyrir því, og hins vegar til að bægja frá hættu á tjóni á mönnum og mannvirkjum, er góð sátt meðal þjóðarinnar og ekki deilt um réttmæti aðgerðanna.</span></p> <p align="justify"><span>Spyrja má: Hvað þarf að gerast til að Íslendingar átti sig á gildi öryggisráðstafana gegn vá af mannavöldum? Hvernig á að skapa almennan skilning á því, að til slíkra ráðstafanir sé gripið, þótt ekki sé unnt að benda á óvin eða segja, hvenær hann muni láta til skarar skríða?</span></p> <p align="justify"><span>Ég ætla skýra mál mitt betur með tveimur dæmum af starfsvettvangi mínum sem dómsmálaráðherra, annað þeirra lýtur að náttúruvá og hitt að vá af mannavöldum.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrra dæmið er ábending, sem ég fékk sumarið 2003 um að almannavarnanefnd í Rangárþingi eystra undir forystu sýslumannsins á Hvolsvelli teldi nauðsynlegt, að vísindaleg rannsókn yrði gerð á hættunni á því, að flóðalda kæmi úr vesturhluta Mýrdalsjökuls eða Eyjafjallajökli og færi með Fljótshlíðinni og um Landeyjar. Ég fór með tillögu um tæplega tuttugu milljón króna aukafjárveitingu til verkefnisins á fund ríkisstjórnar og samþykkti hún að leggja hana fyrir alþingi.</span></p> <p align="justify"><span>Nú síðasumars lá þetta vísindalega mat á hættunni fyrir í drögum og samkvæmt því var nauðsynlegt að fá rúmlega 40 milljón króna fjárveitingu sérstaklega úr ríkissjóði í því skyni að gera viðbragðsáætlanir um brottflutning fólks, ef flóðaldan kæmi. Ég fór með tillögu um slíka fjárveitingu á fund ríkisstjórnarinnar og síðan fór hún fyrir alþingi, sem hefur nú samþykkt hana.</span></p> <p align="justify"><span>Síðara dæmið er ábending, sem ég fékk fyrir réttu ári vegna vopnaðs ráns í Bónus í Kópavogi, um að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til að styrkja öryggi lögreglumanna og þar með hins almenna borgara. Ég taldi það best gert með því að efla sérsveit lögreglunnar.</span></p> <p align="justify"><span>Sérfróðir menn á vettvangi lögreglunnar mótuðu tillögu um, hvernig best yrði að þessu staðið og var breytingum hrundið í framkvæmd 1. mars 2004 með upphafskostnaði, sem nam um 60 milljónum króna eða svipaðri fjárhæð og samþykkt hefur verið að verja vegna hættunnar af flóðöldu í Rangárþingi eystra.</span></p> <p align="justify"><span>Nokkur hvellur varð vegna ákvörðunarinnar um eflingu sérsveitarinnar og þótti gagnrýnendum of miklu fé varið til hennar en ég hef ekki orðið var við neinar umræður um fjárveitingar vegna almannavarnaverkefnisins, eru þó að minnsta kosti 1200 ár síðan síðast flæddi vegna eldgoss á þessum slóðum.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel að hvoru tveggja aðgerðin hafi verið rétt og nauðsynleg, að öðrum kosti hefði ég auðvitað ekki lagt fram tillögur um fjárveitingar. Ég held hins vegar, að í umræðunum um málin hafi enn skýrst, að Íslendingar hafi meiri skilning á því, að gerðar séu ráðstafanir vegna náttúruhamfara en hamfara af manna völdum, hvort heldur um eflingu lögreglu er að ræða eða hugmyndir um þátttöku okkar í eigin landvörnum.</span></p> <p align="justify"><span>Í ritinu, sem kynnt er hér málþinginu, eru greindir þrír nýlegir atburðir og viðbrögð við þeim, það er jarðskjálftar á Suðurlandi, hættan á því að fiskimjöl yrði útilokað frá Evrópusambandsmarkaði og strand Víkartinds.</span></p> <p align="justify"><span>Sú skráning og greining upplýsinga og viðbragða, sem er að finna í þessum ritgerðum, stuðlar að því, að lært sé af reynslunni og gripið til ráðstafana, sem eiga að auðvelda stjórnvöldum, björgunarsveitum og öllum viðbragðsaðilum á hættustundu að takast á við mikilvæg verkefni sín.</span></p> <p align="justify"><span>Hitt er ekki síður mikilvægt að átta sig á hættunni fyrirfram og ná samstöðu um, að hún sé fyrir hendi og við henni þurfi að bregðast. Í þessu efni er brýnt að hlutlægt mat sé lagt á hættur af hamförum af manna völdum ekki síður en náttúruhamfarir. Við viðurkennum nauðsyn þess, að gripið sé til gagnráðstafana, þegar spáð er inflúensufaraldri og tökum þátt í alþjóðasamstarfi í því skyni. En hvað um annars konar sýkla og bakteríur, sem dreift er viljandi?</span></p> <p align="justify"><span>Fyrr á þessu ári var sagt frá því, að starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins hefði skilað skýrslu um hættur af efna- sýkla- og geislavopnum. Ég hef ekki enn lagt fram tillögur í framhaldi af skýrslunni meðal annars vegna þess að ég tel eðlilegt að tekið sé á þessu viðfangsefni við endurskoðun á lögum um almannavarnir og nauðsynlegar öryggisráðstafanir í nafni þeirra.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrir fáeinum dögum bárust fréttir um, að miltisbrandur hefði komið upp í fjórum hrossum á bænum Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Þrjú hrossanna drápust úr sjúkdóminum og fjórða hrossinu var lógað eftir að það veiktist. Miltisbrandur er bráður sjúkdómur og oftast banvænn en hann hafði ekki greinst hér síðan 1965. Atvikið núna sannar enn, að náttúran sjálf geymir hættur á þessu sviði, auk þess sem það minnir á, að eftir árásina 11. september voru bréf með miltisbrandi send í Bandaríkjunum og ollu nokkru uppnámi.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar hlutur íslenskra stjórnvalda við áfallastjórun er metinn, er nauðsynlegt að líta til margra hættuboða, en grunnþátturinn í viðbragðskerfinu er bundinn við skiptingu landsins í lögsagnarumdæmi og stjórn aðgerða á hverjum stað ræðst af henni. Án þess að dregið sé úr gildi staðarþekkingar og vissunnar um, að heimaaðilar eru almennt fyrstir til að skynja hættu, tel ég, að skipuleggja eigi viðbrögð með hliðsjón af atviki og umfangi þess hverju sinni og haga stjórn aðgerða í samræmi við það. Skortur á góðu skipulagi og viðbrögðum í samræmi við<span> </span> vána, sem að steðjar, getur auðveldlega magnað hættu í huga almennings.</span></p> <p align="justify"><span>Með því að brjóta atburði til mergjar eins og gert er í því riti, sem hér er kynnt, og varpa síðan hlutlægu ljósi á viðbrögð og viðbragðskerfi, er verið að auðvelda stjórnvöldum og björgunaliði að vinna áfallastörf sín á markvissari hátt en ella væri.</span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Undanfarin misseri hafa verið stigin stór skref til að samhæfa öll viðbrögð á sviði almannavarna í landinu í fyrsta lagi með því að færa yfirstjórn þeirra undir ríkislögreglustjórann og í öðru lagi með því að koma á fót björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð.</span></p> <p align="justify"><span>Neyðarlínan eða 112 er gott dæmi um merkilegt og vel heppnað framtak í þágu áfallastjórnunar. Samstarf neyðarlínu, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita hefur eflt lífsgæði til mikilla muna, þótt flestir líti á slíka þjónustu frekar sem sjálfsagðan hlut en lífskjarabót. Í því felst ómetanlegt öryggi fyrir meginþorra þjóðarinnar, að aðeins örfáar mínútur líði frá útkalli, þar til sjúkralið, lögregla eða björgunarsveitir eru<span> </span> komnar á staðinn. Í fréttum af bankaránum og líkamsárásum hér á landi er yfirleitt sagt frá því, að lögregla hafi strax fundið hinn grunaða. Þannig er að verki staðið, vegna þess að í Skógarhlíðinni sitja menn, sem hafa rafræna sýn yfir stóran hluta landsins og geta á skjótan hátt kallað á hjálp fyrir þá, sem í nauðum eru staddir.</span></p> <p align="justify"><span>Um leið og unnið er að endurskoðun laga um almannavarnir, er nauðsynlegt að skipuleggja starfsemi samræmingarmiðstöðvar almannavarna í Skógarhlíð á þann veg, að hún sé virkur hlekkur í því öfluga kerfi, sem þar er til húsa og nær til björgunar fyrir land, sjó og loft. Við höfum nú sett vaktstöð siglinga, fjarskiptamiðstöð lögreglu og 112 ásamt með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og slökvviliði höfuðborgarsvæðisins undir eitt þak og allir þræðir þessarar starfsemi eiga á hættutímum að tengjast undir hatti almannavarna og í samræmingarmiðstöð þeirra.</span></p> <p align="justify"><span>Þarna ráðum við yfir einstöku tæki til að nýta í þágu þjóðaröryggis og með góðu, nútímalegu skipulagi á samvinnu opinberra aðila og öflugra björgunarsveita sjálfboðaliða um land allt þarf að þróa viðbragðskerfi, sem getur vaxið í samræmi við umfang atburða, án þess að stjórn og verkefni einstakra þátttakenda í kerfinu raskist.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hóf mál mitt með því að vísa til þess, að oft sé erfitt að komast yfir skilnings-þröskulda í umræðum um öryggismál á Íslandi. Ég minnti einnig á, að við hefðum meiri skilning á hættunni af náttúruhamförum en hættu af mannavöldum. Við getum hins vegar ekki leyft okkur þann munað, að láta eins og að okkur geti ekki steðjað óskilgreind hætta af hryðjuverkamönnum eða öðrum illvirkjum. Þegar við ræðum þjóðaröryggi, verðum við þess vegna að huga að öllum váboðum.</span></p> <p align="justify"><span>Um leið og ég ítreka þakkir mínar fyrir það rannsóknastarf, sem hér hefur verið innt af hendi, vil ég láta í ljós þá ósk, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið geti stofnað til samstarfs við sérfróða aðila um áfallastjórnun á vettvangi Aljóðamálastofnunar og félagsvísindadeildar Háskóla Íslands í því skyni að nýta þekkingu þeirra og rannsóknir í þágu þeirrar viðleitni að efla öryggi og öryggiskennd íslensku þjóðarinnar.</span></p> <br />

2004-11-26 00:00:0026. nóvember 2004Starfsumgjörð dómstóla.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti ávarp við upphaf aðalfundar Dómarafélags Íslands, sem haldinn er í dag, föstudaginn 26. nóvember. Í ávarpi sínu ræddi ráðherra um starfsumgjörð dómstólanna, breytingar á lögum um meðferð opinberra mála, aðferðir við skipan dómara og birtingu dóma á netinu. Ávarpið birtist hér í heild.<p align="justify"><span>Ég vil í upphafi færa forystu Dómarafélags Íslands þakkir fyrir að bjóða mér hingað á aðalfund sinn. Í síðasta mánuði var aldarfjórðungur liðinn, frá því mér voru veitt réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi, en þar sem starfsvettvangur minn hefur - að minnsta kosti enn sem komið er &ndash; verið utan réttarsalanna, hafa dómarar ekki þurft að sitja undir ræðuhöldum mínum svo heitið geti. Nú fæ ég hins vegar færi á ykkur öllum í einu, og það er mér fagnaðarefni.</span></p> <p align="justify"><span>Ég minnist þess með ánægju, þegar ég var á sínum tíma á kúrsus í bæjarþingi Reykjavíkur og það á sama tíma og formaður hins ágæta félags ykkar og má segja, að það séu einu beinu kynni mín af dómstólunum, fyrir utan heimsóknir mínar til ýmissa héraðsdómstóla síðan ég tók við núverandi embætti mínu. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka fyrir góðar og vinsamlegar móttökur. Þessar heimsóknir mínar hafa sannfært mig um, að mjög vel er að héraðsdómstólum búið, þegar litið er til húsakosts þeirra.</span></p> <p align="justify"><span>Eitt er það mál sem mörgum dómara er að vonum hugstætt, eins og fleirum, og það eru fjármál héraðsdómstólanna. Ég fagna því, að þar hafa mál mjög færst til betri vegar fyrir dómstólana. Með sérstakri aukafjárveitingu sem samþykkt var í sumar, og nam 35 milljónum króna, var öllum uppsöfnuðum halla dómstólanna eytt, og í því frumvarpi til fjárlaga, sem nú liggur fyrir alþingi er gert ráð fyrir að framlög til rekstrar dómstólanna aukist um 25 milljónir frá því sem verið hefur, en í fjárlögum þessa árs nam hækkun til dómstólanna 15 milljónum króna.</span></p> <p align="justify"><span>Öll sanngirni mælir með þeirri niðurstöðu, að ríkisstjórn og fjárveitingarvald hafi sýnt því góðan skilning með þessum fjárráðstöfunum, að fjárhagsrammi dómstólanna hafi við upphaf ársins verið of þröngur, eins og varð einnig niðurstaða óhlutdrægs úttektarmanns á vegum dómstólaráðs og dómsmálaráðuneytis.</span></p> <p align="justify"><span>Ef ég horfi til þeirra laga og reglna er snerta dómstóla og meðferð mála þar, langar mig fyrst til að víkja að lögum um meðferð opinberra mála.</span></p> <p align="justify"><span>Lengi hefur staðið til að endurskoða þessi mikilvægu lög. Ég hef lýst yfir því, að ég hef fullan hug að leita leiða til að flýta því verki og tryggja, að við þá vinnu sé tekið mið af reglum, sem best hafa reynst í nágrannalöndum okkar.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef áður sagt, að sérsmíðaðar íslenskar reglur í þessu efni geti, ef illa tekst til, hvatt alþjóðlega glæpahringi til að leita sér skjóls hér á landi.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Eitt af því, sem ég hef velt fyrir mér, er, hvort of ríkar kröfur séu gerðar til lögreglu um að upplýsa um þær aðferðir, sem hún hefur til að upplýsa glæpi. Ég hef spurt, hvort kröfur á hendur lögreglunni um gögn og upplýsingar geti orðið til þess að veikja stöðu hennar og veita alþjóðlegri brotastarfsemi meira skjól hér en annars staðar. Við gerð reglna um rannsókn og meðferð opinberra mála þarf hins vegar auðvitað að fara með gát og skynsemi.</span></p> <p align="justify"><span>Þó markmiðið með lögunum sé að auðvelda en ekki torvelda rannsókn sakamála þá má vitaskuld ekki svipta þann, sem rannsakaður er öllum réttindum, eða gera honum ómögulegt eða mjög torvelt að færa fram varnir sínar og útskýringar. Rannsakaður og eftir atvikum ákærður maður á rétt á sanngjarnri málsmeðferð og hinn almenni borgari á ríka heimtingu á því, að sakamál fái eðlilega meðferð og rétta niðurstöðu. Rétturinn til málsvarnar má ekki verða til þess, að rannsókn máls verði þrautum lagt völundarhús, sem ekki skilar réttri niðurstöðu nema endrum og eins.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Réttur borgaranna til að mál séu upplýst og að sekir menn sleppi ekki, má ekki verða til þess, að ákærður maður geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér og varist því, sem hann er sakaður um. Hér þarf að fara þann meðalveg, sem skynsemi og sanngirni bjóða, og það er að mínu mati sjálfsagt, að lög um meðferð opinberra mála séu skoðuð með það í huga, hvernig þau sinna sínu hlutverki á hverjum tíma.</span></p> <p align="justify"><span>Þá er margt annað, sem athuga þarf í lögunum, og eins og ég sagði, þá tel ég mikilvægt að vinnu við þá endurskoðun verði flýtt og hef ég í hyggju að skipa sérstakan starfshóp til að sinna því verki.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Önnur lög marka umgjörð og starfsumhverfi dómara, dómstólalögin. Eins og þið öll vitið hafa ýmsar breytingar verið gerðar á þeim lögum í áranna rás. Um þessar breytingar gildir það sama og um mörg önnur mannanna verk; að það er skynsamlegt að staldra af og til við og meta hvernig til hefur tekist.</span></p> <p align="justify"><span>Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hefur þetta verið skoðað og er til skoðunar. Meðal þeirra breytinga, sem gerðar hafa verið á síðustu árum, má nefna, að starf dómarafulltrúans var lagt niður og það er breyting, sem ráðuneytið er ekki sannfært um, að hafi verið skynsamleg.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Dómarafulltrúakerfið hafði ýmsa kosti, enda hafa nágrannaþjóðir okkar ekki farið þá leið að leggja það af. Með dómarafulltrúastarfinu öðluðust lögfræðingar reynslu af dómsstörfum, sem nýttist þeim vel; þeim sem síðar</span> <span>gerðust embættisdómarar og einnig þeim, sem reru á önnur mið. Þá nýttust fulltrúar dómstólunum vel til ýmissa dómstarfa, sem nú dómarar einir geta sinnt. Má þar til dæmis nefna afgreiðslu þeirra einkamála, þar sem ekki er</span> <span>sótt þing af hálfu stefnda, en eins og þið vitið, þá verður embættisdómari að reka endahnút á þau mál svo stefna geti orðið aðfararhæf.</span></p> <p align="justify"><span>Dómarafulltrúar gætu hæglega sinnt ýmsum einfaldari dómsathöfnum og yrðu skynsamlegar reglur settar um starfsöryggi þeirra, ætti fátt að vera í vegi fyrir því að starf þeirra verði endurvakið.</span></p> <p align="justify"><span>Fleira í dómstólalögunum þarf vitaskuld að skoða í ljósi reynslunnar, svo sem dómstólaráð og hugmyndafræðina að baki því. Við þá skoðun hefur dómsmálaráðuneytið meðal annars í huga þá eindregnu skoðun sína, að héraðsdómstólar landsins séu átta en ekki einn og að sú eigi að vera raunin bæði í orði og á borði.</span></p> <p align="justify"><span>Þessi orð mín má hins vegar alls ekki skilja sem gagnrýni á starf dómstólaráðs undanfarin ár. Ég tel einfaldlega eðlilegt. að skoðað verði, hvaða verkefni rétt er að ráðið hafi með höndum, hvaða verkefni eigi að tilheyra hverjum og einum héraðsdómstóli og hvaða verkefni eigi<span>&nbsp;</span> að vinnast í dómsmálaráðuneytinu.</span></p> <p align="justify"><span>Vil ég í þessu sambandi taka fram, eins og ég hef lýst yfir á alþingi, að ég tel að stofnsetning dómstólaráðs árið 1998 skipti ekki máli um sjálfstæði dómstólanna. Dómstólaráð, með fullri virðingu fyrir því, er engin forsenda þess, að sjálfstæði dómara sé tryggt.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel ekki, að íslenskir dómstólar hafi ekki hlotið sjálfstæði fyrr en dómstólaráð var stofnað hinn 1. júlí 1998. Íslenskir dómstólar voru sjálfstæðir fyrir þann tíma og þeir eru það enn. Árið 1998 hafði hver og einn héraðsdómstóll svipaða stöðu gagnvart framkvæmdarvaldinu hvað varðar fjármál og aðstöðu alla og Hæstiréttur Íslands hefur um þessar mundir. Hæstiréttur Íslands er fullkomlega sjálfstæður í dómstörfum sínum og það voru héraðsdómstólarnir fyrir tilkomu dómstólaráðs.</span></p> <p align="justify"><br /> Góðir áheyrendur!</p> <p align="justify"><span>Ekki þarf að segja neinum hér inni, að dómstólar verða oft fyrir opinberri gagnrýni vegna einstakra dóma. Ekki þarf ég heldur að segja ykkur, að oft er sú gagnrýni byggð á misskilningi eða mistúlkun.</span></p> <p align="justify"><span>Vitaskuld er hins vegar ekki hægt að hafna allri gagnrýni með því að gagnrýnandinn viti bara ekki um hvað hann talar. Þó dómarar vinni auðvitað og eftir bestu vitund, eftir því sem þeir telja gildandi lög á hverju sviði, þá eru störf þeirra auðvitað ekki hafnari yfir gagnrýni en störf annarra.</span></p> <p align="justify"><span>Dómari getur auðvitað gert mistök eins og hver annar - og sennilega myndi einhver bæta því við, að væri aldrei neitt við dóm að athuga, væri lítil ástæða til þess að reka áfrýjunardómstól. En gagnrýnin umræða um einstaka dóma leiðir hugann að því, hversu fáir verða yfirleitt til þess að taka upp hanskann fyrir dómarann og þann dóm, sem hann kvað upp. Ein skýring á því er vitaskuld sú staðreynd, að dómarar svara sjaldan eða aldrei slíkri gagnrýni beint, jafnvel ekki til að leiðrétta augljósar rangtúlkanir á dómum.</span></p> <p align="justify"><span>Hér má þó geta þess, að gagnrýni stjórnmálamaður dómsniðurstöðu, sjá ýmsir strax ástæðu til að andmæla honum, hvort sem það er af umhyggju fyrir dómstólnum eða löngun til að gagnrýna stjórnmálamanninn. En að öðru leyti er fátítt að menn komi dómurum til varna og leitist við að sýna fram á, að hin umdeilda niðurstaða þeirra kunni nú að styðjast við efnismeiri rök en gagnrýnendur hafa talið. Velta má fyrir sér, hvort ástæða sé til að leita leiða til að rétta hlut dómstóla að þessu leyti.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar rætt er um dómstóla, berst talið gjarnan að skipun dómara og eru ólíkar skoðanir uppi um það, hvernig standa skuli að því vali. Ég hef í sannleika sagt ekki gert upp við mig, hvernig ég tel, að þær reglur gætu bestar verið. Á öllum tillögum, sem komið hafa fram, eru ýmsir gallar.</span></p> <p align="justify"><span>Staðfesting alþingis á tilnefndum dómara, hvort sem væri með einföldum eða auknum meirihluta, hefði ýmsa greinilega galla. Hætt er við því, ef farið yrði fram á aukinn meirihluta alþingismanna fyrir staðfestingu dómaraefnis, að þá yrði minnihluta þingmanna mikil freisting að taka tilnefninguna í gíslingu, til að nota í samningum um hefðbundin þingmál. Og jafnvel þó ekki yrði farið fram á annað en samþykki einfalds meirihluta þingmanna, þá má velta fyrir sér hversu geðfelld sú hugmynd er í raun, að efna til þingumræðna og atkvæðagreiðslna um skipun embættismanna, svo persónulegt sem slíkt mat hlýtur að verða.</span></p> <p align="justify"><span>Sumir tala um hæfnisnefndir, skipaðar mönnum, sem stundum eru kallaðir óháðir. Ég tel, að slíkar nefndir hafi líka ýmsa galla og þá meðal annars, að nefndarmennirnir bera enga ábyrgð á störfum sínum. Ég er hreint ekki viss um, að mat slíkra nefnda sé alltaf svo mikið faglegra eða óháðara en pólitísks ráðherra. Ekki vil ég efast um, að nefndarmenn vinni eftir bestu getu, en þeir búa ekki við sömu kjör og stjórnmálamaðurinn, sem þarf að leita endurkjörs og svara til pólitískrar ábyrgðar. Hæfnisnefnd gefur bara álit og svo eru nefndarmenn farnir að gera eitthvað annað.</span></p> <p align="justify"><span>Þá er erfiðara að halda niðurstöðu hóps upp á einstaka menn úr hópnum, en ráðherra, sem tekur ákvörðun um ráðningu. Hann verður einn að svara fyrir hana og getur ekki bent á aðra til að gera það í sinn stað.</span></p> <p align="justify"><span>Á hinn bóginn er ástæðulaust að neita því, að pólitísk ábyrgð ráðherrans hefur sína galla, því að hún gefur pólitískum andstæðingum hans, innan og utan formlegrar stjórnmálabaráttu, ástæðu til að gera ákvarðanir hans, jafnt um veitingu embætta sem annað, ótrúverðugar. Árásir af slíkum toga geta á mjög ómaklegan hátt bitnað á þeim, sem ráðherra veitir embætti hverju sinni, hvort heldur dómaraembætti eða annað.</span></p> <p align="justify"><span>Engin þeirra tillagna, sem nefndar hafa verið, er að mínu mati gallalaus. Og enn hef ég ekki sannfærst um, að nokkur þeirra sé betri en núverandi skipan, sem þó er alls ekki fullkomin, eins og ég hef nefnt.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Í stjórnmálastarfi hef ég verið þess almennt hvetjandi, að ný tækni sé notuð, þar sem hún á við, ekki síst tölvutæknin og það, sem stundum er nefnt upplýsingatækni.</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu nýlega hleypt af stokkunum átaki í upplýsingatæknimálum og er því ætlað að ná til ráðuneytisins og stofnana á þess vegum.</span></p> <p align="justify"><span>Þetta leiðir hugann að álitamáli, sem er rafræn birting dóma. Ég segi álitamáli, því álitamál er það, hvort og þá hve langt réttlætanlegt sé að ganga í því efni.</span></p> <p align="justify"><span>Þó hagræði ýmissa, og áhugi fleiri, myndi mæla með rafrænni birtingu dóma, þá eru einnig afar sterk rök, sem mæla gegn því, að lengra sé gengið í þessa veru. Á það sérstaklega við um héraðsdóma, sem eðli málsins samkvæmt hafa mun minni þýðingu fyrir aðra en málsaðila en dómar hæstaréttar.</span></p> <p align="justify"><span>Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að mótun stefnu um þessi mál, eitt er að geta leyst þau tæknilega, annað að taka ritstjórnarlegar ákvarðanir.<span>&nbsp;</span> Ég er þeirrar skoðunar, að hverja ákvörðun í þessu efni verði að vanda og væri nokkurs virði, ef félag ykkar legði þar sinn skerf af mörkum.</span></p> <p align="justify"><span>Ég get sagt það hér, að enn er dómsmálaráðuneytið ekki búið að koma sér upp sannfæringu fyrir því, að rétt sé að ganga lengra en nú er gert við birtingu dóma.<br /> <br /> </span></p> <p align="justify"><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef hér reifað nokkur sjónarmið, sem snerta dómstóla á einn eða annan hátt. Að sumu leyti hef ég einfaldlega verið að hugsa upphátt um mál, sem ég tel vert að íhuga hér á þessum virðulega vettvangi, án þess að hafa komist að endanlegri niðurstöðu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Ég skáka vitaskuld í því skjóli, að dómarar eru öllum mönnum vanari að hlusta og draga sínar ályktanir, jafnvel þótt sumar fullyrðingar séu hæpnar.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vona, að fundur ykkar verði árangursríkur og óska Dómarafélagi Íslands og þeim, sem þar veljast til forystu, velfarnaðar.</span></p> <br /> <br />

2004-10-15 00:00:0015. október 2004Ræða ráðherra við opnun björgunarstöðvar á Akureyri

<p align="center">Björgunarstöð<br /> á Akureyri.<br /> 15. október, 2004.</p> <p align="justify"><br /> Það er mér mikil ánægja að taka þátt í opnun þessarar glæsilegu stöðvar hér í dag. Ég er sannfærður um, að við stígum í dag mikilvægt skref til aukins öryggis fyrir landsmenn, þó ég voni vissulega, eins og við öll, að ekki muni koma til þess að reyni á stöðina í sínu raunverulega meginhlutverki; að grípa inn í ef eldri systir hennar í Reykjavík verður óstarfhæf. Gert er ráð fyrir þessi stöð hér á Akureyri verði eins konar speglun á vinnuaðstöðu í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð, vaktstöð Neyðarlínunnar og stjórnstöðvar lögreglu þar.</p> <p align="justify">Tilkoma Neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar lögreglu og síðar björgunarmiðstöðvar í Skógarhlíð hefur aukið öryggi landsmanna. Felst það einkum í því að samhæfing og samvinna öryggis- og björgunaraðila hefur vaxið og styrkst, viðbragðstími hefur styst og viðbragðsáætlanir gerðar og endurskoðaðar og svo mætti lengi áfram telja.</p> <p align="justify">Frekari uppbygging á þessu sviði, svo sem tilkoma þessarar nýju stöðvar, bætir þar enn um betur. En þó við vonum jafnan að ekki reyni á þær ráðstafanir sem við gerum vegna öryggis okkar, þá er jafn mikilvægt eftir sem áður að þær ráðstafanir séu þess eðlis, að þær dugi ef til kastanna kemur. Það er afar brýnt fyrir landsmenn alla, að stöð eins og þessi, búin fullkomnum tækjum og þjálfuðum mönnum, sé til taks ef á þarf að halda. Tækin eru fyrir hendi og við gerum ráð fyrir því, að reglulega verði unnið í stöðinni svo starfsmenn skorti hvorki reynslu né þekkingu. Ég ber fullt traust til þessarar stöðvar og starfsmanna hennar og vænti góðs af þeim mikilvægu störfum sem hér verða unnin.</p> <p align="justify">Góðir áheyrendur.</p> <p align="justify">Ég tel engan vafa á því, að skynsamlega var ráðið þegar ákveðið var að stöð þessi yrði hér á Akureyri. Það er skynsamlegt af landfræðilegum ástæðum, þegar horft er til hugsanlegra náttúruhamfara og veðuraðstæðna, en auk þess er mikilvægt að grunnveitukerfin eru með öllu óháð höfuðborgarsvæðinu.</p> <p align="justify">Þá þykir mér skipta máli, að með starfrækslu stöðvarinnar hér má segja að jafnvægi aukist milli höfuðborgar og landsbyggðar, því að nú verður þekking og reynsla til hér á Akureyri og fullkominn tækjabúnaður stöðvarinnar getur nýst mönnum hér á svæðinu með beinum hætti, svo sem við gerð viðbragðsáætlana. Aðstaða hér og tækjabúnaður skapar að auki tækifæri til að efla og auka samvinnu og samhæfingu milli landssvæða á sviði öryggis- og björgunarmála. Þar fyrir utan nýtist þessi búnaður sem hér er og þjálfun starfsmanna vel fyrir stjórnun og skipulagningu stærri viðburða á Norðurlandi öllu.<br /> <br /> Ég færi þakkir öllum þeim sem komið hafa hér að málum; stofnunum, hönnuðum og iðnaðarmönnum, og vona að lengi sjái merki hugvits þeirra og góðs handbragðs. Ég lýsi stöðina opnaða og bið þeim blessunar sem hér munu starfa.</p> <p><br /> </p>

2004-08-15 00:00:0015. ágúst 2004Ræða dóms- og kirkjumálaráðherra á Hólahátíð

<h2 align="center">Hnigna tekr heims magn? Hólahátíð, 15. ágúst, 2004.</h2> <p><span>Mér er heiður að standa hér í Hóladómkirkju í dag.</span></p> <p><span>Fyrir þremur vikum hafði ég ekki hið minnsta hugboð um, að ég yrði hér í þessum sporum og ávarpaði ykkur.</span></p> <p><span>Davíð Oddsson forsætisráðherra hafði heitið að koma hingað í þessu augnamiði en án minnsta fyrirvara veiktist hann hastarlega, eins og kunnugt er.</span></p> <p><span>Biðjum við þess, að sá, sem öllu ræður veiti honum styrk til að ná fullri heilsu að nýju. Batahorfur hans eru betri með hverjum degi, sem líður, og hann hefur fullan vilja til að láta enn frekar að sér kveða til heilla fyrir land og þjóð.</span></p> <p><span>Enginn kemur til Hóla, án þess að leiða hugann að herra Jóni Arasyni og örlögum hans. Nú er rúm hálf öld síðan minnisvarðinn um hann, turninn hér við kirkjuna var vígður. Hann er aðeins eitt af mörgu, sem við Íslendingar höfum gert til að heiðra minningu Jóns.</span></p> <p><span>Þorkell heitinn Jóhannesson, prófessor og rektor Háskóla Íslands, segir í Skírnisgrein um Jón biskup Arason frá 1950, að aftaka Jóns og sona hans hafi verið stórkostlegasti atburður siðaskiptasögunnar. Enn í dag bregði ljóma á þessa sögu, þessa minningu, meir en flest eða öll atvik önnur í þúsund ára ævi þjóðarinnar. En á því þingi, þar sem böðulsöxin sé látin skera úr málum, sé hvorki að vænta hófsamra málflytjenda né réttlátra dómara. Og á fárra manna minningu hafi verið freistað að hlaða þyngri sakargiftum, lasti og óhróðri. En hafi Jón Arason látið lífið sem réttur óbótamaður fyrir dómstóli óvina sinna og andstæðinga, hafi því dómsorði löngu verið hrundið fyrir dómstóli tímans í meðvitund þjóðarinnar. Enginn Íslendingur hafi komist nær því að mega kallast þjóðhetja en Jón biskup Arason. Sjálfur Jón Sigurðsson, sem manna best þekkti og skildi sögu þjóðarinnar, hafi kallað hann hinn síðasta Íslending.</span></p> <p><span>Hér er vel að orði komist 400 árum eftir dauða Jóns Arasonar en hann leit samtíð sína ekki alltaf björtum augum eins og hið fræga kvæði hans um heimsósómann sýnir:</span></p> <p align="center"><span>Hnigna tekr heims magn.</span></p> <p align="center"><span>Hvar finnur vin sinn?</span></p> <p align="center"><span>Fær margur falsbjörg,</span></p> <p align="center"><span>forsómar manndóm.</span></p> <p align="center"><span>Tryggðin er trylld sögð.</span></p> <p align="center"><span>Trúin gerist veik nú.</span></p> <p align="center"><span>Drepinn held eg drengskap.</span></p> <p align="center"><span>Dygð er rekin í óbyggð.</span></p> <p><span>Kirkjuvaldinu, eins og það var orðið um daga Jóns Arasonar, hefur verið lýst á þann veg, að það hafi verið vaxið þjóðinni yfir höfuð og henni mjög ofviða, ekki síst um fjárefni. Við siðaskiptin hafi linnt að mestu eða öllu hinni áköfu sókn kirkjuvaldsins til þess að svæla undir sig með öllum ráðum jarðeignir bænda.</span></p> <p><span>Konungsvaldið hafði aðhald af kirkjuvaldinu. Á þann hátt skapaðist nokkurt jafnvægi, óstöðugt að vísu. Með hinum nýja sið raskaðist þetta jafnvægi og brátt mátti alþingi sín lítils gagnvart konungi og umboðsmönnum hans.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>Hin miklu þáttaskil í sögu þjóðarinnar með siðaskiptunum snerust um trú og stjórnmálavald. Þau eru óumdeild og öllum skýr. Hitt er einnig ljóst, að það var ekki fyrr en um miðja 19. öld undir forystu Jóns Sigurðssonar, að Íslendingum tókst að ná hlut sínum í viðskiptum við konung og umboðsmenn hans með endurreisn alþingis.</span></p> <p><span>Okkur Íslendingum er lýðræðishefðin svo í blóð borin, að á 19. öld urðu aldrei sambærilegar umræður hér og víða annars staðar um réttmæti þess, að valdið væri þjóðarinnar en ekki konungs. Þjóðveldið byggði á skipulagi í krafti laga, samráðs og samtala án framkvæmdavalds.</span></p> <p><span>Þráðurinn til hinna fornu stjórnarhátta hefur aldrei slitnað og barnaleg einföldun að láta að því liggja, að á okkar dögum sé verið að virkja lýðræðiskrafta meðal þjóðarinnar í fyrsta sinn. Alþingi hefur í meira en 1000 ár verið þungamiðja og höfuðás hins íslenska lýðræðis.</span></p> <p><span>Siðaskiptin mörkuðu skýr skil í þjóðarsögunni.</span></p> <p><span>Fyrr á þessu ári minntumst við annarra merkra og ótvíræðra þáttaskila í þjóðarsögunni, þegar fagnað var aldarafmæli heimastjórnar og þingræðis.</span></p> <p><span>Í hátíðarræðu á því afmæli, hinn 4. febrúar sagði Davíð Oddsson, að heimastjórnin 1. febrúar 1904 hefði verið mikilvægasti atburður sjálfstæðisbaráttunnar og reyndar hefði farsæl framkvæmd á heimastjórninni orðið forsenda fullveldisins. „Þá tókst tvennt í senn,“ sagði Davíð. „Umheiminum, og þá einkum Dönum, var sýnt fram á að Íslendingar væru fullfærir um að fara með eigin mál, þrátt fyrir fámenni, fátækt og harðbýlt lítt numið land. Og Íslendingum sjálfum óx ásmegin. Ísland, þessi hjari í norðurhöfum, var orðið land tækifæranna. Mjög snögglega dró úr vesturförum Íslendinga um þessar mundir, meðan straumurinn til Ameríku annars staðar frá jókst. Það undirstrikar vel hið breytta hugarfar. Væntingar og bjartsýni höfðu bægt burtu vonleysi og uppgjöf. Heimastjórnin 1. febrúar 1904 var því happafengur fyrir íslenska þjóð á þeim degi og ætíð síðar.“</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>Davíð Oddsson hefur leitt ríkisstjórnir á tímum mikilla breytinga en um leið einstaks stöðugleika. Af sögu stjórnarráðsins, sem kemur út í heild nú í tilefni 100 ára afmælis þess, má glöggt ráða, að síðasti áratugur tuttugustu aldarinnar og það, sem af er fyrsta áratug nýrrar aldar, skipa sérstöðu í íslenskri stjórnmálasögu. Aðeins einu sinni fyrr á þessu 100 ára tímabili hefur ríkt sambærileg festa í stjórnmálalífinu, það er á sjöunda tug síðustu aldar, viðreisnarárunum.</span></p> <p><span>Í skjóli þessa stöðugleika hafa orðið stærri breytingar á þjóðfélagi okkar og meiri efnhagsframfarir en á nokkru öðru skeiði í þjóðarsögunni. Þótt skeiðið frá 1991 sé ekki á enda runnið, er það orðið svo langt, að líta má á margt, sem áunnist hefur úr nokkurri fjarlægð.</span></p> <p><span>Alþjóðlegir kvarðar sem mæla afkomu og hæfni þjóða og stjórnkerfa sýna Ísland hvarvetna í fremstu röð.</span></p> <p><span>Þegar íslenskir stjórnmálamenn lýsa hagþróun undanfarinna ára, eiga annarra þjóða menn oft erfitt með að trúa sínum eigin eyrum. Þeim finnst undarlegt, að unnt hafi verið að virkja efnahagslega krafta á jafn farsælan hátt til stöðugs vaxtar í svo langan tíma.</span></p> <p><span>Hið sama á við, þegar sagt er frá stórauknu fjárstreymi til rannsókna og þróunar eða fjölgun þeirra, sem leggja stund á almennt háskólanám og framhalds- eða rannsóknanám í háskólum.</span></p> <p><span>Íslenska heilbrigðiskerfið stenst fyllilega samanburð við hið besta á heimsvísu og þjónusta við þá, sem eru sjúkir eða minna mega sín, er meiri og betri hér en víðast annars staðar.</span></p> <p><span>Gróskan í íslensku menningarlífi er meiri en nokkru sinni.</span></p> <p><span>Þjóðin hefur á undraskömmum tíma tileinkað sér hina nýju upplýsinga- og fjarskiptatækni á almennari hátt en flestar aðrar þjóðir.</span></p> <p><span>Þessir fimm grunnþættir: markviss hagstjórn, öflugt vísinda- og menntakerfi, góð heilbrigðisþjónusta, blómstrandi menningarlíf og almenn nýting upplýsingatækni eru besta trygging fyrir því, að þjóðfélagi farnist vel á líðandi stundu og til frambúðar.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>Ekkert af þessu er sjálfgefið. Ef svo væri, stæðu fleiri þjóðir heims í þessum sömu sporum. Það liggur síður en svo í hlutarins eðli, að íslenska þjóðin skipi sér á þennan hátt í fremstu röð á heimsmælikvarða.</span></p> <p><span>Þegar ég ferðaðist með föður mínum á stjórnmálafundi fyrir hálfri öld eða svo, voru ræður oft fluttar til varnar Íslandi; að þrátt fyrir, að landið væri sagt á mörkum hins byggilega heims, væri samt unnt að búa þannig í haginn fyrir mannlífið, að hér yrði samkeppnisfært þjóðfélag. Víst mætti skapa verðug viðfangsefni fyrir fleiri vinnufúsar hendur og ekki væri óumflýjanlegt, að vel menntað fólk yrði að leita sér starfa í útlöndum.</span></p> <p><span>Þá hafði síður en svo runnið upp fyrir öllum, að Ísland væri land tækifæranna.</span></p> <p><span>Á þessum árum var tekist á um leiðir við landstjórnina á allt öðrum grunni en nú er gert. Þá töldu margir, að í hinum guðlausu Sovétríkjum væri að finna framtíðarvonina. Ríkisvaldið þyrfti ekki annað en gera áætlun til fimm ára og hún myndi rætast með blóm í haga.</span></p> <p><span>Og það þurfti stundum sterk bein gagnvart álitsgjöfum þeirra tíma, til að andmæla lofi um kommúnismann sem áróðri og blekkingu. Undir niðri blundaði sú hugmynd hjá mörgum, að skynsamlegast væri að segja ekki of mikið, aldrei væri að vita, nema allt væri betra handan járntjaldsins, sem skipti Evrópu frá Stettín til Triest.</span></p> <p><span>Sagan hefur fellt sinn dóm um þetta efni. Ein af sérkennilegustu pólitísku þverstæðum samtímans er, að í Kína, fjölmennasta ríki heims, reynir mest á krafta kapítalismans við endurfæðingu þjóðfélagsins, þótt enn ríki sósíalismi á æðstu stigum. Hið eina, sem enn lifir af sósíalisma þar, er einræði flokksins og tök hans á allri skoðanamyndun.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>Hinn kristni arfur og frelsi einstaklingsins eiga með sjálfstæði þjóðarinnar ríkastan þátt í því, að Íslendingum hefur vegnað jafnvel og raun sýnir. Hinn forni kristni þráður er enn líftaug, sem vert er að lofa hér á helgum stað, þar sem minning lifir um einstakt framtak í þágu kirkju, skóla og stöðugrar viðleitni til að efla þjóðina til dáða.</span></p> <p><span>Í merkri ræðu sinni á heimastjórnarafmælinu andmælti Davíð Oddsson þeim, sem töluðu á þann veg, að þrjúhundruð þúsund „hræður" byggðu þetta land, eins og væri stundum orðað. Hann átaldi einnig ósið sumra stjórnmálamanna að tala um Ísland heima og erlendis sem „örríki". Við værum að sönnu hvorki mörg né mikilvæg á heimsvísu, en svona volæðistal væri óþarft með öllu og meðan aðrir töluðu ekki svona til okkar gætum við sleppt því að gera það sjálf.</span></p> <p><span>Ég tek heilshugar undir þessi orð. Vissulega erum við fámenn þjóð. Okkur er það hins vegar kannski betur ljóst en þeim, sem í mun meira margmenni búa, hve hver einstaklingur skiptir miklu.</span></p> <p><span>Bestu lausnina eða fyrirmyndina er ekki endilega að finna hjá hinum volduga og fjölmenna, enda sjáum við það af hinum alþjóðlegu kvörðum, að mannlífið er síður en svo dæmt best hjá þeim, þar sem margmennið er mest.</span></p> <p><span>Galdurinn við leitina að bestu lausninni felst í því að skilgreina stöðu sína rétt, greina af skynsemi milli þess, sem máli skiptir og hins, sem er sókn eftir vindi. Minnast orðanna úr Prédikaranum, að orð viturra manna, sem hlustað er á í ró, séu betri en óp valdhafans meðal heimskingjanna.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>Jón Ólafsson ritstjóri benti á, að ritið <em>Frelsið</em> eftir John Stuart Mill væri nefnt guðspjall hinnar 19. aldar, þegar hann kynnti þýðingu sína á því árið 1886. Í ritinu, en hér styðst ég við útgáfu Hins íslenska bókmenntafélags frá 1970 og þýðingu þeirra Jóns Hnefils Aðalsteinssonar og Þorsteins Gylfasonar, er því velt fyrir sér, hver séu réttu hlutföllin milli einstaklingsfrelsis og félagslegs aðhalds. Mill segir:</span></p> <p><span>„Allt, sem gefur lífi einstaklings gildi, veltur á því að athafnafrelsi annarra hafi verið takmörk sett. Því verður að setja ýmsar siðareglur, annaðhvort með lögum eða með almenningsáliti, þegar aðstæður henta ekki til lagasetningar. Mesta spurning mannlífsins er, hverjar þessar reglur skuli vera. En þessi spurning er í hópi þeirra, sem hvað örðugast hefur reynst að svara. Engir tvennir tímar hafa svarað henni á sama veg og tæpast nokkur tvö lönd.“</span></p> <p><span>John Stuart Mill sagði hið eina frelsi, sem ætti nafnið skilið, væri frelsi til að freista gæfunnar að eigin vild, svo lengi sem menn reyndu ekki að svipta aðra gæfunni eða varna þeim vegar í leit sinni að lífshamingju. Hver maður væri sjálfur best til þess fallinn að vaka yfir velferð sinni til líkama eða sálar, þessa heims eða annars. Mannkyninu væri meiri akkur í að leyfa mönnum að lifa eins og þeim best þætti en að þröngva þeim til að lifa eins og allir aðrir teldu þeim fyrir bestu.</span></p> <p><span>Hann birti rit sitt á tímum, þegar hann sagði allar breytingar miða að því að styrkja þjóðfélagið, en veikja afl einstaklingsins. Þessi frelsisskerðing myndi ekki hverfa af sjálfri sér heldur gerast æ háskalegri, allir menn, jafnt yfirvöld sem almenningur, hefðu tilhneigingu til að þröngva eigin skoðunum og tilfinningum að öðrum mönnum.</span></p> <p><span>Þetta eru orð viturs manns, sem eiga erindi til okkar enn þann dag í dag, því að stjórnmálalíf samtímans snýst að verulegu leyti um þessi mörk milli frelsis og hins félagslega aðhalds, sem veitt er með lögum eða almenningsáliti. Það er sígilt viðfangsefni að gæta þess, að frelsi eins gangi ekki á rétt annars.</span></p> <p><span>Mat á atburðum líðandi stundar mótast mjög af því hvaða litum mynd er dregin í fjölmiðlum. Ef heiðarleiki og réttsýni víkja fyrir þröngri hagsmunagæslu, er auðvelt að haga áherslum þannig, að rangar ályktanir verði dregnar. Spunameistarar í þjónustu þeirra, sem vilja slá ryki í augu fólks með áróðri, leitast við að færa fréttnæman viðburð í gott ljós fyrir umbjóðanda sinn og í óhag andstæðingi hans.</span></p> <p><span>Umræður um hið félagslega aðhald samtímans snúast í vaxandi mæli um starfsemi fjölmiðla. Þá er ekki síður rætt um tölvur og netið en blöð og útvarp. Sótt er að einstaklingnum úr fleiri áttum en áður og haldið að honum hvers kyns efni, án þess að hann æski þess. Síur og varnarmúrar eru settir í tölvur og önnur rafeindatæki, sumir setja viðvörun gegn óboðnum pósti eða blöðum á bréfalúguna og enn aðrir merki í símaskrá eða halda sér alveg utan hennar.</span></p> <p><span>Gripið er til þessara viðbragða til að vernda sig gegn óhæfilegri ásókn og átroðningi. Við eigum að hafa frelsi til slíkra gagnráðstafana. Á sama hátt er löggjafanum fært að setja því hæfilegar skorður, að öll fjölmiðlun færist á fárra hendur og óheilbrigð tengsl séu milli þeirra, sem eiga tæki til að stýra almenningsálitinu og hafa undirtökin í verslun og viðskiptum landsmanna.</span></p> <p><span>Ástæðulaust er að gefa mikið fyrir þá skoðun, að önnur stjórnarfarsleg eða stjórnskipuleg sjónarmið gildi um rekstur fjölmiðla en aðra atvinnustarfsemi.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>Jón Arason skildi gildi þess að nýta nýja tækni til að breiða út hið ritaða orð. Hér á Hólum var vagga íslenskrar prentlistar og nú í sumar hafa fornleifafræðingar rakið sögu prentstofunnar hér aftur til 16. aldar, en Jón biskup setti niður fyrstu prentvélina á Íslandi árið 1530. Þá voru um 85 ár liðin frá því að Jóhann Gutenberg hóf að prenta bækur með lausaletri í pressu. Elsta rit, sem vitað er, að hafi verið prentað hérlendis er Brevarium Holense frá árinu 1534, en aðeins eru varðveitt tvö blöð úr þeirri bók.<br /> <br /> Grimmileg örlög Jóns Arasonar voru ráðin, þegar boðskapur Marteins Lúthers barst til landsins, en Lúther nýtti sér prenttæknina af miklum krafti til að breiða út boðskap sinn gegn páfanum. Og á grunni hins nýja siðar var Biblían síðan þýdd á íslensku, sem tryggði varðveislu tungunnar, en nú eru 420 ár liðin síðan Guðbrandur Hólabiskup Þorláksson prentaði fyrstu íslensku Biblíuna hér á staðnum.<br /> <br /> Prentlistin markaði þáttaskil, bókum fjölgaði strax mikið. Talið er, að um árið 1500 hafi verið til um 6 milljónir prentaðra bóka í Evrópu. Þannig hafi á um það bil hálfri öld fleiri bækur komið til sögunnar í Vestur-Evrópu en áður höfðu verið þar frá örófi alda.<br /> <br /> Svipuð umskipti hafa orðið undanfarinn áratug með innreið hinnar nýju upplýsingatækni og höfum við Íslendingar skipað okkur þar í fremstu röð. Er með ólíkindum að kynnast því, hve mikil gróska er í notkun þessarar tækni til samskipta og miðlunar á upplýsingum. Aldrei fyrr í sögu mannkyns hefur verið jafnauðvelt að koma skoðunum sínum og frásögnum á framfæri við aðra.</span></p> <p><span>Málfrelsi og ritfrelsi eru undirstaða þess stjórnskipulags, sem við njótum og viljum efla og styrkja. Enn er of snemmt að segja, hvaða varanleg áhrif þessi umskipti í miðlun upplýsinga hafa á samfélag okkar eða þjóða heims. Einu má þó slá föstu, þau ýta undir fjölbreytni í skoðunum og eru litin hornauga af þeim, sem einir vilja ráða yfir almenningsálitinu til að halda í völd sín.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>John Stuart Mill segir viðkvæðið, að sannleikurinn sigrist ætíð á ofsóknum, sé í rauninni ein hinna hentugu lyga, sem hver eti eftir öðrum, uns hún sé orðin hversdagsleg, þótt öll reynsla mæli gegn henni. Gervöll sagan úi og grúi af dæmum sanninda, sem kveðin hafi verið niður í ofsóknum. Og hafi þau ekki verið upprætt til fulls, hafi þeim verið haldið í skefjum svo öldum skipti. Hér nægi að nefna trúarskoðanir. Siðbótar hafi verið freistað að minnsta kosti tugum sinnum fyrir daga Lúthers, en hún hafi jafnan verið kveðin niður.</span></p> <p><span>Hvarvetna í lýðræðislöndum eykst mikilvægi þess, að haldið sé uppi gagnrýnu aðhaldi til að upplýsa almenning um það, hvenær verið er að miðla til hans lygi, hálfsannleika eða sannleika. Yfir okkur flæða dæmi um blygðunarlausa misnotkun á trausti fólks og opnum huga þess gagnvart því, sem það les eða sér.</span></p> <p><span>Dæmi eru um, að fjölmiðlar leggi þá í einelti, sem þeim eru öndverðir eða eigendum þeirra. Nýlega mátti lesa um það, að í dagblaði hefði verið ráðist harkalega og persónulega á einstakling, eftir að hann nefndi í sjónvarpsþætti, að hillurými fyrir varning í stórverslun færi eftir því, hve mikið framleiðandi vörunnar auglýsti í fjölmiðlum dagblaðs- og verslunareigandans.</span></p> <p><span>Þetta dæmi er nefnt hér vegna þess, að það snertir ekki stjórnmál. En það þarf ekki mikla glöggskyggni þeirra, sem fylgjast með stjórnmálaumræðu samtímans, til að sjá hvernig stjórnmálamenn eru dregnir í dilka – ekki vegna skoðana sinna eða verka heldur eftir því, hvað þjónar hagsmunum viðkomandi fjölmiðils.</span></p> <p><span>Svo virðist sem styrkur í umræðum ráðist ekki af því, hvaða rök eru notuð til að halda málstaðnum fram heldur af aðferðunum, sem er beitt til sverta andstæðinginn og gera lítið úr honum. Ekki er spurt um, hvað sagt er og lagt mat á það, heldur hver sagði hvað. Deilur snúast ekki um meginsjónarmið og skoðanir heldur hvað hentar best þá stundina, til að koma ár sinni betur fyrir borð eða höggi á andstæðinginn.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>Við aðstæður sem þessar er ekki auðvelt að rökræða eða skýra flókin og vandmeðfarin viðfangsefni, sem varða þjóðarheill. Síst af öllu er skynsamlegt að breyta þeim í átök milli þeirra, sem bera sameiginlega ábyrgð á því, að stjórnarhættir séu þjóðinni til heilla. Í því efni liggur þungamiðjan eins og áður hjá alþingi og þeim, sem þar sitja hverju sinni.</span></p> <p><span>Allra flokka þingmenn hafa sammælst um, að kæmi til þess, að skynsamlegt væri talið, að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu myndi ákvörðun um það borin undir þjóðina. Þar sé um að ræða mál af þeirri stærðargráðu, að ekki sé eðlilegt, að þingmenn einir beri ábyrgð á afgreiðslu þess.</span></p> <p><span>Um þessar mundir eru 10 ár liðin frá því að Ísland gerðist aðili að evrópska efnahagssvæðinu. Þessi ákvörðun alþingis var umdeild en nú er svo komið, að margir, sem treystu sér ekki til að styðja aðild eða voru henni jafnvel andvígir, vilja, að Ísland afsali sér mikilvægum þáttum fullveldis með inngöngu í Evrópusambandið.</span></p> <p><span>Evrópumálið er alls ekki einfalt, hvorki fyrir okkur Íslendinga né aðra. Brýnt er að átta sig á aðalatriðum þess og í því skyni skipaði Davíð Oddsson forsætisráðherra nefnd með fulltrúum allra þingflokka, en hún hefur nýlega hafið störf.</span></p> <p><span>Hlutverk nefndarinnar er ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hver stefnan í Evrópumálum skuli vera, heldur að skerpa og skýra um hvaða atriði þarf að ræða og hver ekki. Evrópunefndinni er auk upplýsingaöflunar ætlað að greina aðalatriði mála og helstu staðreyndir, til að auðvelda umræður á réttum eða skynsamlegum forsendum um Evrópumálin.</span></p> <p><span>Ákvörðun um stöðu okkar gagnvart Evrópusambandinu er aðeins sambærileg við stærstu viðburði Íslandssögunnar. Fátt er þjóðum mikilvægara en að átta sig á upplýstan hátt á eigin stöðu í samfélagi þjóðanna og draga rétta ályktun af matinu.</span></p> <p><span>Þetta gerðu Íslendingar á fyrstu árum lýðveldisins, þegar þeir skipuðu sér í fylkingu með Norður-Atlantshafsþjóðunum innan NATO. Þetta var gert, þegar samið var um varnir landsins við Bandaríkjamenn á grundvelli NATO-aðildarinnar. Þetta var gert, þegar aðgangur þjóðarinnar að lífsbjörg hennar var tryggður með baráttunni fyrir fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni. Og þetta var gert með aðildinni að evrópska efnahagssvæðinu.</span></p> <p><span>Allar hafa þessar sögulegu ákvarðanir reynst þjóðinni heilladrjúgar. Sterkra skynsemisraka er þörf, ef raska á þeirri stöðu, sem farsæl utanríkisstefna hefur fært okkur undanfarna áratugi. Í því efni má ekki leggja stund á nokkra tilraunastarfsemi. Þrýstingur annarra þjóða manna byggist á hagsmunagæslu þeirra en ekki þekkingu á íslenskum aðstæðum. Evrópumálið verður að ræða fyrir opnum tjöldum og kynna þjóðinni rök með og á móti, án þess að einstaklingar séu dregnir í dilka við gæslu þröngra sérhagsmuna.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>Aðstæður ættu nú að vera betri fyrir okkur til að skoða svo afdrifaríkt mál og önnur af meiri ró og þekkingu en áður, þegar litið er til þeirrar gjörbreytingar, sem orðið hefur á menntunarstigi þjóðarinnar og á íslenska menntakerfinu, stöðu rannsókna- og vísinda heima fyrir og í samanburði við aðrar þjóðir.</span></p> <p><span>Í því efni hefur athygli helst beinst að frábærum árangri íslenskra afreksmanna í heilbrigðisvísindum en einnig á sviði jarðvísinda. Þar er auðvelt að beita alþjóðlegum kvörðum til að meta árangur. Í ýmsum greinum hugvísinda er ekki jafnauðvelt að beita slíkum kvörðum, enda oft tekist á við staðbundin viðfangsefni líðandi stundar.</span></p> <p><span>Í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar um háskólamenntun segir, að framboð á háskólanámi hafi aukist mikið hér á undanförnum árum og mest hafi fjölgunin orðið í framhaldsnámi. Af lestri skýrslunnar má draga þá meginályktun, að ríkisendurskoðun telji að beita verði meira aðhaldi gagnvart starfi háskóla með því að gera meiri kröfur til inntaks í háskólanámi og til gæða háskólamenntunar. Með því mætti stuðla að betri nýtingu fjármuna og raunhæfari samanburði milli skóla.</span></p> <p><span>Hina miklu grósku í háskólamenntun hér á landi má rekja til aukins frelsis og nú er einnig á því sviði hvatt til þess, að sannreynt sé með auknu félagslegu aðhaldi, að þetta frelsi sé ekki misnotað.</span></p> <p><span>Embætti, fræðititlar eða tengsl við háskóla og rannsóknastofnanir gera meiri en ekki minni kröfur til þess, að efnisleg rök séu að baki skoðunum fræðimanna, sem settar eru fram um álitamál líðandi stundar. Álitsgjafar eru þó bara menn af holdi og blóði, menn með eigin skoðanir á mönnum og málefnum. Þeir hafa oft eins og aðrir hagsmuni af niðurstöðum mála eða því hverjir fara með völd í landinu, eða finnst þeir jafnvel beittir órétti. Stundum er álit fræðimanna líka næsta hrátt, þegar fjölmiðlar leita til þeirra í hita leiksins.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>Fyrir rúmum áratug var ýtt úr vör til að skapa meira frelsi á öllum sviðum þjóðlífsins en áður hafði verið. Bakhjarl þessara umskipta hefur verið einstæður stöðugleiki í stjórnmálum og markviss festa við framkvæmd breytinganna. Það hefur verið tekist málefnalega á um marga þætti, sum mál leyst í sátt en önnur ekki.</span></p> <p><span>Hin síðari ár hafa birst vísbendingar um, að þjóðfélags-jafnvægið sé óstöðugra en áður. Við því er nauðsynlegt að bregðast og grípa til aðhalds, þar sem þess er talin þörf. Harðar deilur undanfarna mánuði, hafa einmitt snúist um slíkt aðhald. Margir hafa fengið sinn skammt af lasti og óhróðri.</span></p> <p><span>Við getum enn leitað í smiðju hjá John Stuart Mill eftir líkingu, þegar hann segir, að kristnum mönnum hafi verið kastað fyrir ljón, en kirkja þeirra orðið veglegur meiður, sem vaxið hafi yfir eldri og kraftminni teinunga og kæft þá í skugganum. Félagslegur ofstopi drepi engan og uppræti engar skoðanir, en hann komi mönnum til að leyna þeim eða varni þeim að vinna að útbreiðslu þeirra.</span></p> <p><span>Það er ekki endilega allt, sem sýnist á líðandi stundu. Hér eiga við orð Þorkells Jóhannessonar, sem vitnað var til í upphafi þessa máls, að hafi Jón Arason látið lífið sem réttur óbótamaður fyrir dómstóli óvina sinna og andstæðinga, hafi því dómsorði löngu verið hrundið fyrir dómstóli tímans í meðvitund þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Enginn Íslendingur kemst nær því að mega kallast þjóðhetja en Jón biskup Arason.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p><span>Við komum saman hér í dag í vissu þess, að heimsósómi hefur ekki ráðið þjóðargöngunni, að tryggðin sé ekki tryllt né trúin veik, drengskapur hafi ekki verið drepinn eða dygðin rekin í óbyggð. Hitt er sönnu nær, að játa því, að fleira hafi orðið þjóð okkar til framdráttar en nokkur gat vænst.</span></p> <p><span>Við erum með dýran arf í höndum og höfum axlað þá ábyrgð, að skila honum enn verðmætari til afkomenda okkar.</span></p> <p><span>Þótt oft skorti hófsama málflytjendur og réttláta dómara í samtímanum, er ég þess fullviss, að litið verði til okkar tíma sem hinna bestu í sögu þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Megi sú trú rætast með sanngirni og hófsemi að leiðarljósi.</span></p> <br /> <br />

2004-06-28 00:00:0028. júní 2004Ávarp dóms- og kirkjumálaráðherra við undirritun samnings um vaktstöð siglinga

<P>Hér birtist ávarp Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra við undirritun samnings um vaktstöð siglinga í Skógarhlíð mánudaginn 28. júní 2004.</P><p align="left">Skógarhlíð<br /> 28. júní 2004.</p> <p align="left">Það er mér fagnaðarefni að vera hér í dag, með þeim góða hópi sem nú fagnar ánægjulegum áfanga.</p> <p>Ég er þeirrar skoðunar, að fá verkefni geti verið ríkisvaldinu meira aðkallandi en það að gæta öryggis borgara sinna.</p> <p>Gæta öryggis borgarans, eins og hægt er að gera af skynsamlegu viti, hvort sem það er nú gert gagnvart borgurunum sjálfum - að reyna að hindra að menn vinni öðrum tjón eða fari sjálfum sér að voða - eða þá gagnvart náttúruöflunum sjálfum.</p> <p>Þó hinar og þessar framfarir geti freistað okkar til að álykta sem svo, að náttúruöflin geri okkur ekki frekari skráveifur, þá væri okkur hollara að minnast þess fremur að náttúran mun lengi telja sig eiga eitt og annað ósagt við okkur, og það því frekar sem við teljum okkur vaxnari upp úr því að líta til hennar.</p> <p>Í dag fögnum við áfanga sem við höfum náð og gerum okkur vonir um að verði til þess að auka öryggi margra þeirra landa okkar sem heyja lífsbaráttu sína í návígi við náttúruöflin. Í dag fögnum við því samkomulagi sem náðst hefur um starfrækslu vaktstöðvar siglinga.</p> <p>En góðir áheyrendur, við komum hér saman vegna undirritunar samnings milli Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar annars vegar og Siglingarstofnunnar hins vegar um rekstur og fyrirkomulag vaktstöðvar siglinga, en samningurinn verður einnig staðfestur af mér og samgönguráðherra.</p> <p>Þá verða hér einnig undirritaðir tveir samningar milli Neyðarlínunnar hf. og Flugfjarskipta ehf. um kaup á fjarskiptabúnaði og rekstrarþjónustu.</p> <p>Með þessum samningi og framkvæmd þeirra lýkur þeim breytingum á skipulagi vaktþjónustu og fyrirkomulagi leitar- og björgunarmála á sjó, landi og í lofti, sem hófust með uppsetningu vaktstöðvar Neyðarlínunnar hf., stjórnstöðvar lögreglunnar og samræmingastöðvar Almannavarna um leit- og björgun í þessu húsi. Nú bætist hér við vaktstöð siglinga, sem starfslið Landhelgisgæslu og Neyðarlínu munu reka sameiginlega og um leið mun vaktþjónusta sjálfvirku tilkynningarskyldunnar sem rekin hefur verið af Slysavarnafélaginu Landsbjörg frá fjarskiptamiðstöðinni í Gufunesi, Skipafjarskipti sem Landssími Íslands hefur rekið og vaktþjónusta Landhelgisgæslunnar, sem rekin hefur verið frá höfuðstöðvum gæslunnar við Seljaveg flytjast hingað.</p> <p>Áfram er rekin loftskeytastöð í Vestmannaeyjum í tengslum við miðstöðina hér.</p> <p>Á því er enginn vafi í mínum huga, að þessar ráðstafnir allar munu auka öryggi og viðbragðshraða og bæta allar aðstæður til björgunar mannslífa í íslenskri efnahagslögsögu.</p> <p>Við samgönguráðherra urðum ásáttir um það á síðasta ári að vinna að þessari breytingu og í samræmi við það hefur nú verið gerður sá samningur sem við munum í dag staðfesta með undirskrift okkar.</p> <p>Siglingastofnun mun hafa með höndum eftirlit með rekstri vaktstöðvarinnar og sinna samskiptum við erlend stjórnvöld og alþjóðastofnanir sem láta sig öryggi sæfarenda varða.</p> <p>Fyrirtæki á vegum Flugmálastjórnar, Flugfjarskipti ehf., mun annast þjónustu á sviði fjarskipta fyrir vaktstöðvarreksturinn, en vaktstöðin verður einnig tengd þeirri fjarskiptaþjónustu sem þegar hefur verið komið á fót fyrir Neyðarlínuna og Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.</p> <p>Í stuttu máli er því fyrirkomulagið hér í húsinu á þann veg að hér munu starfa þrjár miðstöðvar þ.e. Fjarskiptamiðstöð lögreglu, Neyðarlínan og Vaktstöð siglinga og hér í næsta nágrenni er einnig flugstjórnarmiðstöð Flugmálastjórnar. Þegar vaktstöðvarnar verða varar við atvik sem kallar á samræmdar leitar- og björgunaraðgerðir, verður samræmingarstöð Almannavarna um leit- og björgun virkjuð og mönnuð skv. fyrirfram gerðri áætlun og tekur hún þá við málinu, en vaktstöðvarnar halda áfram sinni reglulegu starfsemi.</p> <p><br /> Góðir áheyrendur.</p> <p>Vænn alþingismaður sagði einu sinni um flokksbróður sinn, sem hafist hafði til ráðherratignar, við kannski misjafnan orðstír, að ráðherrann væri seinn til allra ákvarðana, nema þeirra röngu. Slíkt verklag geta starfsmenn vaktstöðvarinnar ekki leyft sér. Þar geta rétt viðbrögð, skjót en þó fumlaus, skilið milli lífs og dauða sjófarandans sem treystir á vaktstöðina.</p> <p>Ég veit, að allir þeir sem að vaktstöðinni koma, vita vel af ábyrgð sinni og eru ráðnir í því að rísa undir henni.</p> <p>Það er okkur fagnaðar- og þakkarefni hversu vel hefur tekist til með alla skipulagningu vaktstöðvarinnar og það samkomulag sem náðst hefur.</p> <p>Ólíkir aðilar, hver um sig þrautreyndur á sínu sviði, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan, og björgunarsveitirnar leggja hver um sig reynslu sína og færni til þessa starfs, og allir hafa kostað kapps um að útkoman verði þannig að sem bestur árangur geti náðst í hinu mikilvæga öryggisstarfi. Fyrir það færi ég þeim öllum þakkir mínar.</p> <p>Þegar svo mætir aðilar, sem svo vel hafa starfað, hver á sínu sviði, efna nú til samstarfs, af jafnræði og fullum heilindum, höfum öll fulla ástæðu til að gera okkur hinar bestu vonir. Ég óska ykkur öllum heilla í ykkar mikilvægu störfum og bið því blessunar.</p> <br /> <br />

2004-04-27 00:00:0027. apríl 2004Meðalhóf milli ríkis og kirkju.

<p align="center">Prestastefna í Grafarvogskirkju,</p> <p align="center">27. apríl, 2004.</p> <p></p> <p>&nbsp;&nbsp;</p> <p align="justify">Innan við ár er liðið, síðan mér gafst í fyrsta sinn tækifæri til að ávarpa þátttakendur í prestastefnu sem kirkjumálaráðherra. Þá hittumst við á Sauðárkróki en nú komum við saman í hinni glæsilegu kirkju hér í Grafarvogi.</p> <p align="justify">Sem þingmaður Reykvíkinga og borgarfulltrúi hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því mikla starfi, sem prestar og annað starfsfólk kirkjunnar vinnur hér. Enginn þarf að velkjast í vafa um, hve miklu það skilar samfélaginu. Stórhugur safnaðarins birtist vel í kirkjubyggingunni sjálfri en hún er þó aðeins ytri umgjörð um öflugt safnaðarstarf og allt annað, sem kallar fólk þúsundum saman hingað.</p> <p align="justify">Samfélag í trú og gleði er viðfangsefni prestastefnu að þessu sinni og í kynningu á efnistökum er meðal annars sagt, að hér verði rætt um samfélagsþróun, um borgarsamfélagið, kirkjutónlist og um sókna- og prestakallaskipan.</p> <p align="justify">Allt eru þetta brýn og vekjandi viðfangsefni.</p> <p align="justify">Nýlega las ég um nýja bók, sem heitir <em>Jesús í Peking: Hvernig kristindómur er að breyta Kína og raska hnattrænu valdajafnvægi.</em> Höfundur bókarinnar heitir David Aikman og er fyrrverandi fréttastjóri bandaríska vikuritsins <em>Time</em> í Peking. Hann rekur sögu Kína og kristinna áhrifa á hana en leggur sig einkum fram um að lýsa stöðunni eins og hún blasir við honum á líðandi stundu.</p> <p align="justify">Í Kína starfa nú söfnuðir mótmælenda og katólskra undir verndarvæng kommúnistaflokksins og þar eru einnig þúsundir heima- eða heimilissafnaða, sem tæknilega eru ólöglegir en ráða á hinn bóginn oft yfir stórum og áberandi byggingum. Aikman segir, að kínversk stjórnvöld viti vart í hvorn fótinn þau eigi að stíga gagnvart kristindóminum. Ákafir flokksmenn líti á öll trúarbrögð sem ógn við sig og sína en sérfræðingar við Félagsvísindastofnun Kína fullyrði, að kristni hafi veitt Vesturlöndum styrk sinn.</p> <p align="justify">Aikman sækir efnivið sinn í viðtöl við kristna Kínverja, frumkvöðla í atvinnulífi, listamenn, stjórnarerindreka og trúnaðarmenn flokksins. Hann telur, að &bdquo;kristnir menn í Kína, bæði katólskir og mótmælendatrúar séu frekar um 80 milljónir en um 21 milljón eins og segir í opinberum gögnum&ldquo; og að &bdquo;líklegt sé, að kristnir verði um 20 til 30 af hundraði íbúa Kína innan þriggja áratuga.&ldquo;</p> <p align="justify">Höfundurinn hallast að því sama og aðrir, sem geta sér til um þróun mála í Kína og hagvöxtinn þar, að vöxtur og útbreiðsla kristinnar trúar þar muni að lokum raska hnattrænu valdajafnvægi.<a id="_ftnref1" title="" href="/radherra/raedur-og-greinar/newArticle#_ftn1" name="_ftnref1">[1]</a></p> <p align="justify">Þetta kom í huga minn, þegar ég leit á það viðfangsefni ykkar hér, að fjalla um kirkju og samfélagsþróun. Þar sem menn vilja ná árangri og virkja til þess hug og hönd mannsins, vegnar þeim að jafnaði best, þegar þeir tileinka sér hin kristnu viðhorf. Þau byggjast á ábyrgð einstaklingsins á eigin gjörðum, fyrirgefningu og kærleika í garð náungans.</p> <p align="justify">Umræður um stöðu kristni og kirkju setja vaxandi svip á þjóðfélagsumræður líðandi stundar, vegna þess að heimurinn allur stendur frammi fyrir hættu á óöld og hryðjuverkum. Hættan á að nokkru rætur í ólíkum trúarheimum, þótt ekki sé um að ræða átök milli þessara heima.</p> <p align="justify">Sami höfundur, David Aikman, og ritar um Jesús í Peking hefur nýlega sent frá sér bók um trúarviðhorf George Bush, forseta Bandaríkjanna. Umræðurnar um trú forsetans minna á, hve erfitt getur verið fyrir vestræna stjórnmálamenn að finna meðalhófið milli eigin trúarþarfar og þess, sem umborið er af öðrum. Nýlega var haft eftir frægum Hollywood-leikara, að eitt hefði hann lært af lífinu og það væri að treysta þeim aldrei, sem teldi sig hafa einkarétt á því að hafa Guð í liði með sér.</p> <p align="justify">Þessi ummæli eru sprottin af deilum í Bandaríkjunum um það, hvort Bush sé með hernaðarlegan messíasar-komplex en Ralph Nader, einn mótframbjóðenda Bush í forsetakosningunum, komst þannig að orði: &bdquo;Tölum um aðskilnað ríkis og kirkju: Enginn slíkur aðskilnaður er til í heilabúi Bush og það er ákaflega óþægilegt að búa við það.&ldquo;</p> <p align="justify">Óþægindin vegna þessa virðast teygja sig hingað til lands ef marka má þessi orð, sem birtust nýlega í forystugrein íslensks dagblaðs:</p> <p align="justify">&bdquo;Hér á landi og víðast hvar í Evrópu utan Bretlands eru ofsatrúarmenn taldir vera sérvitringar, sem ekki séu nothæfir til stjórnmála. Ofsatrúarmenn á jaðri geðveikinnar eru hins vegar ekki aðeins viðurkenndir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum, heldur sitja beinlínis við stjórnvölinn.</p> <p align="justify">Vandamál Íslands er hið sama og vandamál alls mannkyns um þessar mundir, hvernig eigi að haga seglum eftir vindum er blása frá heimsveldi, sem rambar um eins og dauðadrukkið sé.&ldquo;<a id="_ftnref2" title="" href="/radherra/raedur-og-greinar/newArticle#_ftn2" name="_ftnref2">[2]</a></p> <p align="justify">Mér þykir líklegt, að höfundur þessara orða setji Bretland í sérstakan bás meðal Evrópulanda, vegna þess að sagt var frá því, að þeir hefðu beðið saman í Camp David Bush og Tony Blair, forsætisráðherra Breta.</p> <p align="justify">Ég minnist þess úr sögutímum hjá Ólafi Hanssyni í Menntaskólanum í Reykjavík, að hann lýsti því þannig fyrir okkur, að þeir, sem væru haldnir messíasar-komplexi teldu sig þess umkomna að frelsa og umbreyta heiminum á eigin forsendum, allir yrðu að lúta þeim og vilja þeirra, þeir þyrftu ekki að leggja bænarefni fyrir neinn. Hvernig á að bregðast við, ef það er til marks um að vera haldinn þessum komplexi, að menn biðji um leiðsögn Guðs, jafnvel þótt þeir séu forseti Bandaríkjanna eða forsætisráðherra Bretlands?&nbsp; Aikman segir í bók sinni um Bush, að hann hafi aldrei sagt, að Guð hafi sagt sér að fara í stríð. Hann hafi verið ákaflega varkár í orðum sínum.</p> <p align="justify">En hvert stefnir, ef afsiðunarkrafa vestrænna þjóðfélaga er á þann veg, að þeir, sem taka þátt í stjórnmálastarfi mega ekki játa trú sína opinberlega.&nbsp; Þeim sé bannað að viðurkenna, að við töku erfiðra ákvarðana, leiti þeir styrks hjá þeim, sem öllu ræður.</p> <p align="justify">Mér er spurn: Hver er sá hér meðal okkar að hann telji sig þess umkominn að taka allar stærstu ákvarðanir lífsins án þess að eiga nokkra stund með Drottni sér til hjálpar? Er nokkur hér sem telur sig svo viðbúinn að mæta hverju sem vera skal, að Drottinn hefði þar engu við að bæta sem máli skipti og því til lítils að ráðslagast sérstaklega við hann umfram aðra?</p> <p align="justify">Hitt á að sjálfsögðu&nbsp; við um stjórnmálamenn eins og aðra, sem Jesús sagði um bænina: <em>En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.</em></p> <p align="justify">Ég þarf ekki að segja neinum hér, hvor þeirra gerði betri för og fór réttlættur heim, faríseiinn sem barði sér á brjóst og auglýsti guðhræðslu sína fyrir öllum sem heyra vildu og sjálfsagt fleirum, eða sá sem stóð álengdar, fann til misgjörða sinna og bað þess eins að Guð yrði sér syndugum líknsamur.</p> <p align="justify">Hvað sem öllu þessu líður, er of langt gengið, ef stjórnmálamenn, sem játa trú sína á Jesúm Krist opinberlega, eru taldir &bdquo;ofsatrúarmenn á jaðri geðveikinnar.&ldquo;</p> <p align="justify">Ég nefni þetta hér við upphaf prestastefnu um samfélag í trú og gleði meðal annars í því skyni að rifja upp gildi fyrirmyndarinnar í kristnu samfélagi.</p> <p align="justify">Frá barnæsku er lögð áhersla á það í kristnu uppeldi, að hverjum manni sé dýrmætast að geta lagt sig og þá, sem honum eru kærastir, eða þau málefni, sem á sækja hverju sinni, í hendur kærleiksríks og almáttugs Drottins. Kennt er, að hverjum manni sé hollt og eigi að vera ljúft að biðja fyrir náunga sínum og málefnum, sem hann snerta eða þjóðfélag okkar og heimsbyggðina alla. Í boðskap Krists og útleggingu á orðum hans er veitt leiðbeining um inntak og anda bænarefnanna.</p> <p align="justify">Í ljósi þess, sem að ofan er sagt, má spyrja, hvort grafið sé markvisst undan trausti á þá, sem játa trú á Krist. Slíka menn megi ekki kjósa til forystustarfa í vestrænum lýðræðisríkjum. Vilji svo óheppilega til, að þeir nái kjöri, verði þeir að minnsta kosti að skilja á milli ríkis og kirkju í eigin heilabúi og alls ekki skýra frá því opinberlega, ef þeir biðjast fyrir við töku umdeildra ákvarðana.</p> <p align="justify">Sé þetta þróunin í samfélagi okkar Vesturlandabúa er hin kristna fyrirmynd ekki lengur leiðarljós þeirra, sem vilja bæta þjóðfélagið og auka velferð íbúa þess.&nbsp;</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir áheyrendur!</p> <p align="justify">Hér á prestastefnu á einnig að ræða um það, sem nefnt er fjölmenning nútímans.</p> <p align="justify">Undanfarið hefur því verið haldið fram, að með frumvarpi til breytinga útlendingalögum sé ég að vega að hjúskap Íslendinga og útlendinga, þegar leitað er leiða til að þessi athöfn sé ekki misnotuð í því skyni einu að afla fólki dvalarleyfis. Þetta er ekki sanngjarn málflutningur, því að tilgangur hinna umdeildu ákvæða frumvarpsins er einfaldlega að koma í veg fyrir, að til málamynda eða fyrir nauðung gangi fólk til hjúskapar til þess eins að fá dvalarleyfi á Íslandi.</p> <p align="justify">Síðustu misseri hafa íslensk útlendingayfirvöld haft afskipti af um 60 einstaklingum vegna gruns um, að þeir hafi komið hingað til lands og fengið dvalarleyfi á grundvelli málamyndahjónabands. Þessar grunsemdir hafa hins vegar ekki dugað til að komast til botns í málunum vegna ágalla í gildandi lögum. Ég trúi því ekki, að nokkur hér inni sé þeirrar skoðunar, að gera eigi hjúskap að slíku skálkaskjóli. Ég tel þvert á móti, að hér átti menn sig á mikilvægi þess, að yfirvöld hafi tæki til að sporna við slíku. Tillögur mínar miða að því að smíða slík tæki með lögum.</p> <p align="justify">Allar þessar umræður um breytingar á útlendingalögunum minna á, hve hér er um viðkvæmt og vandmeðfarið mál að ræða. Hitt verður þó enn viðkvæmara, þegar tekið er til við að ræða fjölmenningarmálefni á trúarlegum forsendum, eins og við þekkjum frá öðrum löndum. Við erum ekki komin á það stig í opinberum umræðum hér á landi, en bæði sjálfsagt og eðlilegt fyrir presta að ræða þau álitamál í sinn hóp.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Góðir áheyrendur!</p> <p align="justify">Þegar ég var að lesa um kristindóminn í Kína, leitaði hugur minn til séra Jóhanns Hannessonar, sem var þar kristniboði og ég kynntist ungur sem þjóðgarðsverði á Þingvöllum.&nbsp; Sáðkornin, sem hann og aðrir kristniboðar skildu eftir í Kína, bera nú meiri ávöxt en nokkurn gat órað fyrir í landi Konfúsíusar og kommúnisma. Fordæmi séra Jóhanns, sem einnig sat prestastefnu á sínum tíma, minnir okkur enn á, að vegir Guðs eru órannsakanlegir.</p> <p align="justify">Ég vil þakka þetta tækifæri til að reifa þau mál, sem mér finnst mikils virði að fá að hreyfa, þegar ég kem á ykkar fund, ágætu prestar. Ég vil einnig þakka gott samstarf við biskup, presta og aðra forystumenn þjóðkirkjunnar, frá því að við hittumst hér síðast á prestastefnu.</p> <p align="justify">Ég viðurkenni fúslega, að fá mál varðandi starf þjóðkirkjunnar koma inn á mitt borð sem ráðherra. Það segir mér aðeins, að þeir, samningar, sem gerðir hafa milli ríkis og kirkju um sjálfstæði kirkjunnar virka eins og að var stefnt.</p> <p align="justify">Hin veraldlegu úrlausnarefni í samskiptum ríkis og kirkju taka á sig ýmsar myndir og þau verða leyst í krafti laga og samninga, sem byggjast á gagnkvæmu trausti og góðum rökum.</p> <p align="justify">Ég árna ykkur heilla í mikilvægum störfum ykkar og bið kirkjunni, prestum og söfnuðum Guðs blessunar í því starfi að breiða út orð þess, sem hefur öll okkar ráð í hendi sér.</p> <p><br clear="all" /> </p> <hr align="left" width="33%" size="1" /> <br /> <br /> <div> <div id="ftn1"> <p><a id="_ftn1" title="" href="/radherra/raedur-og-greinar/newArticle#_ftnref1" name="_ftn1">[1]</a> <em>Foreign Affairs,</em> 83. árgangur, 3. hefti 2004, bls. 158.</p> </div> <div id="ftn2"> <p><a id="_ftn2" title="" href="/radherra/raedur-og-greinar/newArticle#_ftnref2" name="_ftn2">[2]</a> <em>DV,</em> Endurkoma Krists, forystugrein eftir Jónas Kristjánsson, 24. apríl, 2004.</p> </div> </div> <br /> <br />

2004-03-26 00:00:0026. mars 2004Ávarp ráðherra við vígslu Björgunarmiðstöðvarinnar Skógarhlíðar.

<p>Mér er það ánægja að ávarpa ykkur við vígslu Björgunarmiðstöðvarinnar Skógarhlíðar og fagna því nafni, sem Jón Gunnarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hefur hér lýst.</p> <p>Ég vil einnig að láta í ljós ánægju með hið góða samstarf, sem hér hefur tekist með ríki, sveitarfélögum og sjálfboðnum björgunarmönnum um uppbyggingu þessarar veglegu aðstöðu.</p> <p>Þá er mér þakklæti í huga til allra, sem hafa komið að því, að þessi einstæða miðstöð kemur til sögunnar. Ég segi einstæða, því að hvarvetna er að því stefnt að sameina sem best krafta þeirra, sem helga sig því góða starfi að tryggja öryggi meðborgara sinna. Hér á þessum stað hefur það tekist á þann veg, að til fyrirmyndar er á heimsvísu.</p> <p>Þetta markmið næst ekki nema með góðri samvinnu um leiðir að því og umgjörð við hæfi. Við stöndum í þeim sporum í dag, að hafa náð þessum áfanga.</p> <p>Stjórnvöld leggja mikla áherslu á öryggi borgaranna og hafa raunar vart brýnna hlutverk en að gæta að því. Við viljum að hver og einn fái lifað því lífi sem hann helst kýs og geti verið öruggur um sig og sína, um líf sitt og eignir. Þar hefur hins vegar alltaf verið margs að gæta eins og við vitum. Íslendingar hafa alla tíð þurft að hafa vara á sér, náttúrunnar vegna, og aldrei kemur sá dagur að okkur sé óhætt að láta eins og hún hefði ekki í fullu tré við okkur ef í það færi. Og þó ekki væri við önnur en okkur sjálf að eiga, þá þarf jafnan að fara með gát.</p> <p>Slys verða í daglegu lífi okkar og þarf ekki að segja neinum sem hér er staddur hversu miklu skiptir að þá sé brugðist bæði rétt og hratt við. Nú eru auk þess komnir þeir tímar að við þurfum að glíma við hættur og jafnvel hörmungar sem menn valda með vilja og til þess að gera fullu viti. Það að stjórnvöld og hinn almenni borgari séu vakandi og gæti að öryggismálum hefur því sjaldan verið mikilvægara en nú, hversu þægilegt sem það kann nú að vera að hugsa til þess. Ekki er samt ástæða til að ganga of langt í viðbúnaði og má í því sambandi minna á að eitt sinn sá ágætt félag ástæðu til að senda frá sér áskorun til fólks um að vera "vel á verði gagnvart móðurmálinu" - og er það Íslandsmet í varkárni.</p> <p>Sú glæsilega aðstaða sem við tökum formlega í notkun í dag er til þess fallin að tryggja öryggi borgaranna verði betur en áður. Vitaskuld er ekki svo að skilja að hingað til hafi ekki allir þeir aðilar er hér koma saman lagt sig fram um að sinna sínu hlutverki. Nú eru þeir hins vegar komnir á sama stað og á það að bæta mjög samvinnu og samskipti og stytta allar boðleiðir sem miklu getur skipt á örlagastundu, eins og þeir vita sjálfsagt betur en ég.</p> <p>Við samgönguráðherra rituðum í morgun undir samkomulag vegna vaktsöðvar siglinga en daglegur rekstur hennar verður hér í þessu húsi og jafnframt er að því stefnt, að höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar flytjist hingað.</p> <p>Þess er að geta að unnið er að uppsetningu varastöðvar fyrir almannavarnir, fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og Neyðarlínuna. Sú varastöð verður á Akureyri og mun hún geta þjónað viðbragðssveitum þar nyrðra auk þess sem henni er ætlað að geta sinnt öllu landinu, ef atvik verða svo að það verður ekki gert héðan.</p> <p>Góðir áheyrendur.</p> <p>Ég fagna þessum áfanga í öryggismálum borgaranna. Þeim málum verður sífellt að sinna af kostgæfni og þar geta mistök orðið bæði dýr og sár. Ég treysti því að með þessari stöð sé stigið heillaskref og vona að gifta verði yfir þeim mikilvægu störfum sem hér verða unnin.</p> <br /> <br />

2004-02-06 00:00:0006. febrúar 2004Ávarp ráðherra á ráðstefnu SAFT á Íslandi og Heimilis og skóla um örugga netnotkun barna

<p><P align=center>Ávarp á ráðstefnu SAFT á Íslandi </P> <P align=center>og Heimilis og skóla um örugga netnotkun barna.</P> <P align=center>Borgarleikhúsinu,</P> <P align=center>6. febrúar, 2004.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Það er tímabært, að efnt sé til þessarar ráðstefnu um rétt barna til öryggis á Netinu. Við eigum auðvitað öll rétt til til öryggis á Netinu – en börn eru varnarlausari gagnvart því, sem þar er að finna, en við hin eldri og þess vegna er eðlilegt að koma saman til að ræða stöðu þeirra sérstaklega. </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Ég hef haldið úti eigin vefsíðu í meira en níu ár og átt tölvusamskipti við þúsundir manna á þeim tíma, bæði unga og gamla. Í störfum mínum sem menntamálaráðherra lagði ég áherslu á að tryggja aðgang sem flestra skóla, nemenda og kennara að Netinu. Varð árangur af því starfi öllu mun meiri og örari en mig gat nokkru sinni grunað, þegar lagt var af stað.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Á örfáum árum varð hér til rafrænt menntakerfi, sem enn vex og dafnar. Fjarnám er algengara hér en í flestum löndum. Aðgangur að hvers kyns gagnagrunnum, námsefni og öðru þroskandi efni er auðveldur og almennur, því að ekkert land stenst okkur snúning, þegar um aðgengi að Netinu er að ræða.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Um þessa kosti Netsins til samskipta og öflunar upplýsinga þarf ekki að orðlengja. Við þekkjum þá öll en vitum líka, ekkert er svo með öllu gott, að ekki boði eitthvað illt. Netið hefur reynst vettvangur fyrir miður góðar athafnir misjafnra manna, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Þar má nefna dreifingu kláms, útbreiðslu fordóma af ýmsu tagi, ærumeiðingar og viðleitni til að blekkja eða draga fólk á tálar. </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Eins og við var að búast endurspeglar Netið ekki aðeins hið besta í fari manna heldur einnig hið versta. Allt, sem finnst í samfélaginu, bæði gott og illt, er einnig á Netinu og þar er auðveldara að koma því á framfæri en með nokkrum öðrum miðli. Unnt er að kaupa milljónir netfanga fyrir fáeina tugi króna og nota þau til að senda eitthvað á hraða ljóssins til allra heimshorna. </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Tæknilegu varnarkerfin gegn því að ruðst sé inn á tölvu manns með slíkum aðgerðum eru alltaf að verða öflugri. Er ástæða til að vekja rækilega athygli á þeim tæknilegu síum, sem unnt er að nota til að verja einkalíf sitt og sinna gegn slíkri ásókn. Skólar hafa gripið til öflugra úrræða í þessum efnum til að tryggja öryggi nemenda sinna. Heimilin geta einnig varist með þessum hætti.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Í íslenskri löggjöf eru úrræði til að sporna við að Netið sé notað í ólögmætum tilgangi. Ekki hafa verið sett nein ein lög um allt, sem birtist eða fer fram á Netinu, heldur gilda öll lög samfélagsins jafnt um þá háttsemi sem aðra. Þannig gilda sömu refsiákvæði um birtingu og dreifingu kláms á Netinu og um birtingu og dreifingu þess með öðrum hætti. </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga getur varðað sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum að birta, búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum. Ef slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan hátt getur refsing þó varðað allt að 2 árum. Þessi lagagrein nær til þess að dreifa klámi á Netinu eða á annan rafrænan hátt.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Hvað varðar ábyrgð þeirra sem hýsa efni hér á landi gilda lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu nr. 30/2002. Samkvæmt þeim lögum bera þeir sem hýsa barnaklámefni ekki ábyrgð á því, svo framarlega sem þeir fjarlægja efnið eða hindra aðgang að því um leið og þeir fá vitneskju um það. Geri þeir það ekki eru þeir ábyrgir fyrir vörslu efnisins. </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Sumir vilja ganga lengra en þetta og gera þá, sem reka netþjóna ábyrga fyrir því, sem er að finna undir handarjaðri þeirra. Þeim sé gert skylt að eyða eða stöðva frekari útbreiðslu á ákveðnu efni, þar á meðal barnaklámi. Við setningu slíkra ákvæða er óhjákvæmilegt að taka tillit til evrópskra reglna og hljótið þið, sem standið að þessari ráðstefnu, að hafa kynnst umræðum um slíkar takmarkanir og lögmæti þeirra í Evrópustarfi ykkar.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Eitt er að setja reglur með landslögum og grípa til aðgerða gegn heimamönnum – annað að ná til þeirra, sem misnota frelsi Netsins á fjarlægum stöðum og senda ólögmætt efni þaðan. Til að tryggja friðhelgi borgara sinna sem best hafa mörg ríki heims brugðist við með sameiginlegu átaki og gripið til fjölþjóðlegra aðgerða gegn misnotkun Netsins. Í þessu sambandi má nefna aukna lögreglusamvinnu milli landa en bæði EUROPOL og INTERPOL, sem Ísland á aðild að, beita sér fyrir baráttu gegn misnotkun Netsins í ólögmætum tilgangi. </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Þá vil ég sérstaklega nefna Evrópuráðssamninginn um tölvuglæpi eða „Convention on Cyber Crime" frá árinu 2001. Samningurinn, sem fulltrúi Íslands undirritaði um leið og hann var lagður fram til undirritunar, tekur annars vegar til atriða sem tengjast uppbyggingu og gerð veraldarvefsins og hins vegar til þess efnis sem þar er að finna. Meðal annars er þar sérstaklega fjallað um barnaklám og skylda lögð á aðildarríkin að banna birtingu barnakláms á netinu. Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að nauðsynlegri undirbúningsvinnu til að unnt sé að fullgilda samninginn. </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Þrátt fyrir samstöðu ríkja um að berjast gegn því að Netið sé notað til að fremja afbrot er löggjöf einstakra ríkja æði mismunandi og það sem telst refsivert brot í einu ríki er það ekki í öðru. Svo er því til dæmis háttað með klám. Stór hluti þess klámefnis sem finnst á Netinu kemur frá ríkjum, þar sem slíkt efni telst löglegt og því ekki refsivert að setja upp slík vefsvæði. Flest ríki heims hafa þó bannað barnaklám. </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Eins og áður sagði skiptir viðbúnaðurinn við hverja einstaka tölvu raunar mestu. Hvaða síur er unnt að setja á tölvuna? Hvernig er unnt að nota þær til varnar? </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Hér á ráðstefnunni á að leggja fram niðurstöður í tveimur könnunum, þar sem leitað hefur verið eftir viðhorfum foreldra og barna til þess, hvað börn eru á gera á Netinu. Ég veit ekki um niðurstöðu þessara kannana en ég minnist könnunar á vegum SAFT, sem kynnt var í maí á síðasta ári.</P> <P align=justify></P> <P>Þar kom fram, að öll íslensk börn á aldrinum 9 til 16 ára hafa notað tölvur. Rúmlega helmingur þeirra segist hafa haft tækifæri til að vafra á Netinu án vitundar foreldra sinna. Börnin segja foreldrum sínum sjaldan frá reynslu sinni á Netinu. Börnin segjast einnig vita meira um Netið en foreldrar þeirra. 87% foreldra sögðust sitja hjá börnum sínum þegar þau væru að vafra um Netið, en einungis um 22% barna upplifðu að svo væri.</P> <P>Þessar tölur segja okkur, að það er verk að vinna, sé markmiðið að efla samskipti foreldra og barna við notkun Netsins, tryggja að foreldrar veiti börnum sínum sem besta leiðsögn á þessu nýja sviði mannlegra samskipta. Réttur barna til öryggis á Netinu byggist ekki aðeins á lagaákvæðum eða viðbrögðum þegar gegn þeim er brotið – heldur einnig á því öryggi, sem umhverfi þess tryggir því, heimili og skóli.</P> <P>Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun stefnu um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007. Þar er fjallað um tækifæri, ábyrgð öryggi og lífsgæði í krafti upplýsingatækninnar. Í þessu stefnuskjali ríkisstjórnarinnar segir meðal annars:</P> <P>"Foreldrar standa frammi fyrir því að með nýjum samskiptamiðlum hafa börn nú nánast óheftan aðgang að upplýsingum og ýmsu efni inni á heimilum sínum eða hvar sem er. Þetta felur bæði í sér gífurlega möguleika til að þroskast og menntast en einnig ýmislegt sem ber að varast. Foreldrar og skólar þurfa að bregðast við nýjum aðstæðum og axla ábyrgð á tölvu-, Net- og símanotkun barna sinna". Og ríkisstjórnin hefur ákveðið að menntamálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti skuli huga sérstaklega að velferð barna á þessum breytingatímum. Foreldrar og skólar verði hvattir til að axla ábyrgð á tölvu-, Net- og símanotkun barna sinna sem eru að feta sig áfram í flóknu upplýsingasamfélagi.</P> <P align=justify></P> <P align=justify></P> <P align=justify>Góðir gestir.</P> <P align=justify>Eins og ég sagði í upphafi máls míns hef ég verið virkur netverji í tæpan áratug mér til mikils gagns og ánægju. Ég hef starfað í umhverfi, þar sem mér hefur gefist kostur á að vera í miklu tölvusambandi við börn og unglinga í íslenskum skólum. Það heyrir til algjörra undantekninga, að þessi tölvutengsl mín hafi verið misnotuð á einn eða annan hátt af þessu unga fólki – þvert á móti dáist ég oft af því, hvernig þau nota þennan nýja áhrifaríka miðil til samskipta og til að sýna hvað í þeim býr.</P> <P align=justify></P> <P align=justify>Ég hef nær einvörðungu kynnst hinni björtu hlið á notkun Netsins og reynt að haga samskiptum mínum þannig að ég sé ekki að ganga á rétt neins. Ég hef einnig oftar en einu sinni fundið að því, þegar einstaklingar eða skoðanir þeirra eru lagðar í einelti af nafnlausum notendum Netsins, sem vega úr launsátri. Enn verri eru þó þeir, sem vega að blygðunarkennd manna og þó sérstaklega barna eða nýta sér opin hug þeirra og varnarleysi á ósæmilegan hátt. </P> <P align=justify></P> <P align=justify>Við eigum hiklaust að ræða kosti og galla Netsins. Hlutur þess á vafalaust enn eftir að vaxa og nauðsynlegt er að gera sér sem gleggsta grein fyrir öllu, sem það býður, eins og því, sem þar þarf að varast. Ég vil því óska SAFT á Íslandi og Heimili og skóla til hamingju með þetta mikilvæga framtak í vissu þess, að það mun skila góðum árangri.</P> <P></P></p>

2004-01-26 00:00:0026. janúar 2004Ræða dómsmálaráðherra á 4. alþjóðlegu Stokkhólmsráðstefnunni gegn þjóðarmorði

<P> <P></P> <P></P> <H3 align=center>The Need for Vigilance</H3> <H3 align=center>The Stockholm International Forum 2004</H3> <H3 align=center>Stockholm, 26-28 January, 2004.</H3> <P></P> <P></P> <P>Ladies and Gentlemen,</P> <P></P> <P>It is vital for us to remember the Nazi Holocaust. We must remember it so as to prevent such a thing from happening again, against the Jews or any other group of people. When this forum was opened four years ago, with the first conference of the new millennium in January 2000, it was stated that one of the reasons for holding it was that a survey had shown that most Swedish school pupils had not been told anything in their schools about the Holocaust during the Second World War. This fact underlines how important it is for us to keep history visible to our children every day: schools are constantly changing and new generations are constantly coming forward to take the place of the old. For this reason, we must be reminded constantly of what happened. If we fail to learn from history, it will be more likely to repeat itself. </P> <P></P> <P>The Government of Iceland decided to participate straight away in the first conference in 2000, at which the Icelandic delegation was headed by the Prime Minister, Mr Davíð Oddsson. Iceland has been represented at every conference in the series, and I should like to take this opportunity to convey greetings and thanks from my prime minister to the Prime Minister of Sweden, Mr Göran Persson, for hosting and inviting us to the series of conferences, of which this is the fourth. </P> <P></P> <P>We meet here to look to the future, and to consider how to avoid the threats that manifested themselves in the Holocaust and similar events – genocide, ethnic cleansing, racism, anti-semitism and xenophobia. The international community shares a solemn responsibility to fight these evils, and Iceland is determined to play its part along with other nations in standing against them.</P> <P></P> <P>For a peaceful nation with a tiny population like Iceland, it is vital that we should be on guard against the menace of racialism in every form. It is clear to us, as a small nation, that this can only be done through a joint effort by the international community under the auspices of the United Nations or some other comparable forum for open debate and action. This is one of the reasons why Iceland has decided to present its candidacy for one of the non-permanent seats in the Security Council in a few years' time: to uphold the values of human dignity and democracy in the face of extremism of all types.</P> <P></P> <P>Deciding what measures to take to ensure national and international security in today’s world is very different from what it was in the days when it was possible to draw a neat division between east and west in Europe, between the democracies and dictatorships, and to interpret conflicts and tensions elsewhere in the world in terms of that division. An analysis of today’s security issues must take account of the threats posed by the activities of movements and individuals with a wide variety of motivations. What they have in common is a belief that the way to achieve their aims is to undermine our faith in the value of national authority and government by carrying out terrorist attacks on public institutions.</P> <P></P> <P>Unfortunately, genocide, mass murder and ethnic cleansing do not belong exclusively to history. It is therefore not enough to warn future generations by pointing to the past: we must keep our eyes open to what is happening all around us. It is important for us to be on the lookout all over the world, and it is vital that news reporting should be free, open and democratic so that everyone can see and hear what is going on. The world’s television cameras must be able to send pictures from every corner of the globe. Then it must be possible to translate this awareness into action and an appropriate response against the problem. Our purpose in meeting here is to stress the necessity of making such a response. </P> <P></P> <P></P> <P>What institutions do we have for this purpose? How is the world’s security system built up? Do red warning lights start flashing somewhere on a control panel when terror is about to be unleashed?</P> <P></P> <P>In Iceland, we live in natural conditions that can often be difficult and unpredictable. In recent years we have been building up a sophisticated detection system to give warnings when there is an imminent danger of natural catastorphes. When such a situation develops, people living in potentially unsafe areas are evacuated to safety. But the difference between such crises and a situation like the Holocaust is that the Holocaust was caused by human beings. Therefore it lies within human power to prevent it happening again. But our monitoring system, our sensing equipment, must be switched on at all times. Unfortunately, because human kind will never be perfect, the danger will never disappear.</P> <P></P> <P>We support the draft resolution of this conference on the need to develop mechanisms and methods to ensure that the threat of genocide can not turn into a reality. We are prepared to take part in this work within the international institutions and organizations to which we belong, such as the Nordic co-operative forum, NATO, the Council of Europe, the Organisation (OSCE) on Security and Co-operation in Europe and the United Nations, and also in partnerships with individual countries in any part of the world. </P> <P></P> <P>In recent years, Iceland has been playing an increasing role in international peacekeeping and monitoring – in Pristina in Kosovo, in Sri Lanka and now in Iraq, to name some examples. We do not shirk our responsibilities: we are committed to the further development of this work and are prepared to play our part in preventing racism or anti-semitism from developing into active persecution and murder.</P> <P></P> <P>In this context I should like to mention the particular example of the Nordic initiative in Sri Lanka, in which all the Nordic countries, under Norwegian leadership, are members of the Sri Lanka Monitoring Mission. This is an attempt, in an unusually complicated political situation, to establish peace between factions that have been locked in bitter fighting for decades. Violence in Sri Lanka has cost tens of thousands of lives in recent years. But despite the bitter polarisation of the political positions in Sri Lanka, it has proved possible to foster a peace process that has taken root and grown for several months.This shows clearly that even nations that are tiny on the scale of the world’s biggest countries can play a vital role in settling disputes and preventing the murder and maiming of innocent people.</P> <P></P> <P>I hope this series of conferences on the Holocaust will ensure that we continue to remember and keep our eyes open. I hope it will bear fruit far into the future. All the same, it is clear that we ourselves, as individuals, must keep up our vigilance if we are to avoid disaster. The work we have begun here must be continued elsewhere: in the coming years, the whole world will have to become like a permanent standing conference against the threats of genocide and racial violence, with everyone constantly on the watch for danger signals. </P> <P></P> <P>Finally, I should like to repeat our gratitude to the Swedish government and Prime Minister for their initiative.</P> <P></P> <P>Thank you for your attention. </P> <P></P> <P></P> <P></P> <P></P> <P></P>

2003-12-29 00:00:0029. desember 2003Umferðarstofa flytur

<P> <P>Borgartúni 6,<BR>29. desember, 2003.</P> <P>Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra</P> <P></P> <P>Breytingar á verkaskiptingu ráðuneyta gerast ekki á hverjum degi. Því gerist það ekki heldur oft, að opinberir starfsmenn komi saman af tilefni eins og þessu, þegar ráðuneyti kveður öfluga stofnun og góða starfsmenn hennar.</P> <P>Umferðarstofa tók til starfa 1. október 2002, þegar Skráningarstofan ehf. og Umferðarráð voru sameinuð auk þess sem flutt voru verkefni til stofunnar frá dómsmálaráðuneytinu. Markmiðið var að auka skilvirkni og stuðla að árangursríkari stjórnsýslu á sviði umferðarmála. Enn er verið að stíga skref í sama tilgangi með því að færa Umferðarstofu frá dómsmálaráðuneytinu til samgönguráðuneytisins.</P> <P>Alþingi samþykkti einum rómi hinn 12. desember síðastliðinn einfalt en skýrt frumvarp um breytingu á umferðarlögunum, flutt af forsætisráðherra, þar sem segir: </P> <P align=center>1. gr. </P> <P>Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra" í 2. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur (með hástaf eða lágstaf eftir atvikum): Ráðherra.</P> <P align=center>2. gr.</P> <P>Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2004.</P> <P></P> <P>Í greinargerð með frumvarpinu segir:</P> <P>„Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera þá breytingu á verkaskiptingu ráðuneyta að flytja mál er varða umferð og eftirlit með ökutækjum frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til samgönguráðuneytisins. Í því felst að eftirlit með framkvæmd umferðarlaga og yfirstjórn Umferðarstofu mun framvegis heyra undir samgönguráðuneytið. Þó munu mál er varða fébætur og vátryggingu skv. XIII. kafla umferðarlaga heyra undir viðskiptaráðuneytið, enda fer það ráðuneyti með mál er varða vátryggingar að öðru leyti. </P> <P></P> <P>Mál er varða öryggi í samgöngum í lofti og á legi heyra nú þegar að meginstefnu til undir samgönguráðuneytið. Flutningur umferðarmála til samgönguráðuneytisins er því í rökréttu samræmi við þessa skipan mála í öðrum greinum samgangna. Þá er við því að búast að samlegðaráhrif af sameiginlegri yfirstjórn Vegagerðar og Umferðarstofu muni þegar fram líða tímar geta skilað sér í auknum árangri og betri þjónustu.</P> <P></P> <P>Í mörgum þeirra ríkja, sem stjórnvöld eiga hvað mest samstarf við, heyra umferðarmál undir það ráðuneyti sem ábyrgð ber á vegamálum. Yfirleitt eru það samgönguráðuneyti viðkomandi ríkja. Einnig hagkvæmni í alþjóðlegu samstarfi í samgöngumálum mælir því með að umferðarmál heyri undir samgönguráðuneytið.</P> <P></P> <P>Tekið skal fram að afskipti lögreglu vegna brota á umferðarlögum og slysa í umferðinni breytast ekki, né heldur rannsókn og saksókn í slíkum málum."</P> <P>Í greinargerðinni með frumvarpinu segir einnig, að verði það að lögum skuli yfirstjórn umferðarmála ákveðin með reglugerð um Stjórnarráð Íslands og breytist hún á þann veg 1. janúar 2004, að umferð og eftirlit með ökutækjum færist undir samgönguráðuneyti og fébætur og vátryggingar ökutækja undir viðskiptaráðuneyti úr dómsmálaráðuneytinu.</P> <P>Ágætu áheyrendur!</P> <P>Eins og áður sagði komum við hér saman í dag vegna þessara sögulegu breytinga. Hvorki innan ríkisstjórnar né á alþingi var ágreiningur um málið og rann það ljúflega fram, eftir að við samgönguráðherra komum okkur saman um að gera tillögu um þessa breytingu á verkaskiptingu milli ráðuneytanna. Frá fyrsta degi hefur upplýsingum um málið verið miðlað til stjórnenda Umferðarstofu og þakka ég þeim og starfsfólki öllu góð viðbrögð.</P> <P>Ég segi sögulegu breytinga, því að hinn 1. febrúar næstkomandi verða 100 ár liðin frá því að stjórnarráðið og þar með einnig dóms- og kirkjumálaráðuneytið kom til sögunnar og tók að sér það verkefni að sinna umferðarmálum. Þau voru annars eðlis á þeim tíma en nú á þessum tímamótum, þegar bifreiðaeign í landinu er orðin með því sem mest gerist í veröldinni og sífellt ríkari kröfur eru gerðar til umferðaröryggismála. </P> <P>Raunar verða hinn 20. júní 2004 eitt hundrað ár liðin frá því að fyrsta bifreiðin eða mótórvagninn eins og sagt var 1904 kom til landsins. Eftir nokkrar deilur samþykkti alþingi að veita konsúl Ditlev Thomsen 2000 króna styrk til þess að útvega frá útlöndum mótorvagn og reyna hann á akvegum hér. </P> <P>Tilraunin tókst ekki vel enda þótti bíllinn frekar lélegur. Fyrsta auglýsingin um almenningssamgöngur birtist í Vísi í júlí 1913 en þar kynnti Sveinn Oddsson, að hann ætlaði það sem eftir lifði sumars að halda uppi bifreiðarferðum fyrir almenning um alla vegu sunnanlands, sem færir væru, því að vegir hér væru síst verri en vegir þeir vestan hafs, sem farnir væru á bifreiðum, þótt hinu gagnstæða hefði verið haldið fram!</P> <P>Samkvæmt auglýsingunni virðist árið 1913 hafa mátt aka bíl um 95 km í austur frá Reykjavík um Kambana, einnig til Þingvalla (50 km) og ekið hafi verið um 50 km suður með sjó. Vegakerfið út frá Reykjavík hefur fyrir 90 árum þannig verið um það bil 200 kílómetrar.</P> <P>Í ævisögu Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, sem kom út núna fyrir jólin segir höfundurinn Jakob F. Ásgeirsson frá því, að mörgum hafi þótt furðulegt, að sjá þá Valtý og Ólaf Thors leggja af stað í kosningaleiðangur sumarið 1929 norður í land til Akureyrar án þess að vera reiðbúnir. Þeir héldu sjóleiðis fyrsta áfangann en akandi frá Hrútafirði. Vitnar Jakob í lýsingu Valtýs á því, hve miklu betra sé að vera í bíl en á hesti. Valtýr segir:</P> <P>„Bílferð eftir sæmilegum vegum er eitthvað annað. Þá eru ferðamenn frjálsir og óháðir, óháðir veðri, geta haldið áfram nótt og dag, þotið hundrað kílómetra milli mála, eru alltaf ferðbúnir, þurfa hvorki dúður né tjasl né sækja hesta, leggja á, spenna og reyra og bíða eftir Pétri og Páli, fram eftir öllum dögum. Og einmitt vegna allra þessara þæginda og vegna þess að bílflutningar eru að jafnaði ódýrari en hestaflutningar, þegar mikið er að flytja í einu, þá ryðja bílarnir sér til rúms hvar sem þeim verður við komið."</P> <P>Síðan Valtýr ritaði þessi orð hefur breytingin í samgöngumálum þjóðarinnar verið mikil og ör. Árið 1930 voru 1434 bifreiðar skráðar í landinu en 183 698 árið 2002. Sé litið hálfa öld aftur í tímann voru tæplega 24 íbúar á bak við hvern fólksbíl árið 1952 en aðeins tæplega 2 íbúar árið 2002. Hinn 1. janúar á þessu ári voru þjóðvegir landsins alls 12.973 km.</P> <P>Þessar tölur endurspegla gífurlega breytingu á íslensku þjóðfélagi og hefur mikilvægi umferðarmála og umræðna um þau vaxið í réttu hlutfalli við bifreiðaeignina. Innan dómsmálaráðuneytisins og undir handarjaðri þess hefur í áranna rás verið lagður traustur grunnur að laga- og regluverki um þennan sívaxandi þátt þjóðlífsins auk öflugrar stjórnsýslu. </P> <P>Þegar ráðuneytið afsalar sér yfirstjórn umferðarmála er gildi starfa ykkar, sem sinnið stjórnsýslu, fræðslu og aðgæslu í umferðinni, meira en nokkru sinni. Jafnframt er ljóst, að þarfasti þjónn nútímafjölskyldunnar á sér óvildarmenn, sem vilja lítið leggja á sig fyrir velgengni hans og lifa í þeirri trú, að unnt sé að venja okkur af því að nota einkabílinn. Kannski verða einhverjir til að minnast með söknuði 100 ára afmælis síðasta bíllausa dagsins á Íslandi 19. júní 2004?</P> <P>Dómsmálaráðuneytið kveður ykkur með þökk og virðingu fyrir störfum ykkar í vissu þess, að hin nýja skipan á yfirstjórn þessara mála sé tímabær í ljósi hinna miklu breytinga í samgöngumálum. Megi ykkur farnast vel á nýjum vettvangi innan stjórnarráðsins!</P> <P> </P> <P> </P> <P></P>

2003-12-11 00:00:0011. desember 2003Ávarp ráðherra við brautskráningarathöfn Lögregluskólans

<p><P>Bústaðakirkju, <BR>11. desember, 2003.<BR><BR> <P> </P> <P>&nbsp;</P> <P align=justify>Mikilvægum áfanga er náð hjá ykkur, sem eruð brautskráð frá Lögregluskóla ríkisins við þessa hátíðlegu athöfn. Mér er sönn ánægja að óska ykkur innilega til hamingju með daginn og árna ykkur heilla í framtíðarstörfum.<BR><BR>"Lögreglustarf reynir mjög á andlegt ekki síður en líkamlegt atgervi manna," sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, í samtali við Tímarit Morgunblaðsins um síðustu helgi. Hefðu menn hið andlega atgervi ekki í lagi, gripu þeir oft til misráðinna skyndilausna í von um að geta flúið þann raunveruleika, sem blasir við lögreglumanninum í starfi hans. Áður hefði meira verið talað um það en nú, að lögreglumaðurinn þyrfti að vera svo sterkur, að hann þyldi allt, en hann væri í raun bara maður.<BR><BR>Já, öll erum við bara menn, en kjósum að taka að okkur ólík verkefni. Þið, sem brautskráist á þessari aðventu hér í Bústaðakirkju, hafið ákveðið að gæta öryggis meðborgara ykkar. Leggja ykkar skerf af mörkum til að gera íslenskt þjóðlíf öruggara en það ella væri. Fyrir það færi ég þakkir og vænti þess, að Lögregluskólinn hafi búið ykkur vel undir að taka réttar ákvarðanir við hinar erfiðustu aðstæður, þar sem rétt viðbrögð geta skilið á milli feigs og ófeigs.<BR><BR>Lögreglustarfið er mikils metið meðal Íslendinga og fáar stofnanir þjóðfélagsins njóta meira trausts en lögreglan. Í því felst þess vegna ekki lítil ábyrgð, að slást í hóp þeirra, sem hafa aflað lögreglunni þessa trausts. Er mikið í húfi, að ekki falli blettur á hinn góða starfsheiður lögreglunnar.<BR>Löggæsla byggist á tveimur meginstoðum, almennri löggæslu og rannsóknum. Á milli þessara stoða verða að vera greiðar leiðir, þótt starfsaðferðir séu að ýmsu leyti ólíkar. Þessi skipting og tenging er lögð til grundvallar í því starfi, sem nú er að hefjast á vegum dómsmálaráðuneytisins í því skyni að tryggja sem best að framkvæmd löggæslu sé í samræmi við kröfur tímans. <BR>Í umræðum um framtíð lögreglu hefur athygli lengi beinst að umdæmaskiptingu landsins, litlum einingum andspænis stærri og flóknari verkefnum en áður. <BR>Samstarf milli umdæma á grundvelli sameiginlegrar fjarskiptamiðstöðvar hefur á tiltölulega skömmum tíma sannað gildi sitt. Nýlegt dæmi um góðan árangur af skjótvirku samstarfi er handtaka á vopnuðum ræningjum við Hafravatn síðastliðinn mánudag.<BR><BR>Vegna þessa atburðar og til að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hef ég í dag fengið heimild formanna ríkisstjórnarflokkanna og fjármálaráðherra til að efla styrk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tillögur um það eru í smíðum og lít ég þar sérstaklega til sérsveitar lögreglunnar<BR>Undanfarið hef ég víða rætt um framtíð löggæslu, ný viðfangsefni og ný vinnubrögð. Tel ég, að væntingar manna á vettvangi lögreglu standi fremur til þess, að gerðar séu meiri breytingar en minni. Augljóst er, að fleiri sjá tækifæri í breytingunum en fyllast ótta vegna þeirra.<BR>Verkefnið er í raun tvíþætt:<BR>Í fyrsta lagi að koma á nýju skipulagi með það að markmiði að styrkja og efla starfsemi lögreglu og sýslumanna auk þess að bæta nýtingu fjármuna.<BR>Í öðru lagi að móta löggæsluáætlun til næstu ára, þar sem kynnt er forgangsröð við úrlausn verkefna og sett eru mælanleg markmið fyrir löggæsluna.<BR>Markmiðið er að löggæsla og ákæruvald eigi í fullu tré við þá sem gerast brotlegir við lögin og standi þeim helst feti framar. Efnahagsbrot eru fleiri og stærri en áður og rafrænum aðferðum er beitt af vaxandi þunga við brotastarfsemi. Þörf fyrir sérmenntað fólk til rannsókna verður sífellt meiri. Menntun, búnaður og tækjabúnaður lögreglu verður að vera í samræmi við markmið og kröfur á hverjum tíma, þjálfun sveita lögreglumanna á að taka mið af verkefnum og áhættu sem þeir verða oft að taka í mikilvægum störfum sínum.<BR>Forystumenn Landssambands lögreglumanna hafa lýst miklum áhuga á því, að breytingar nái fram að ganga og eindregnum stuðningi við, að lögregluumdæmi verði stækkuð. <BR>Til umbóta í löggæslu er mikils virði að fá hugmyndir frá lögreglunni sjálfri og lögreglumenn taki góðum hugmyndum vel og séu fúsir til að tileinka sér nýja starfshætti andspænis nýjum verkefnum og kröfum. Ungir og ferskir lögreglumenn eiga hiklaust að láta að sér kveða við mótun framtíðarinnar á starfsvettvangi sínum.<BR>Langþráð markmið er að nást. Í landinu er lögreglumenntað fólk fyrir hendi til að skipa allar stöður lögreglumanna. Kynni mín af Lögregluskólanum, metnaði stjórnenda hans og kennara, áhuga nemenda skólans og sífellt meira framboði á símenntun segja mér, að af alúð, dugnaði og kappsemi sé unnið að því að mennta lögreglumenn.<BR>Hér hef ég það ánægjulega hlutverk, að afhenda bókaverðlaun og bikar fyrir góðan árangur í íslensku. Nú ber svo við, að fjórir nemendur fengu 10 í þessari grundvallargrein, á lokaprófi. Verða þeir að koma sér saman um, að bikarinn gangi á milli þeirra á þriggja mánaða fresti næsta árið en hver fær sína verðlaunabók.<BR><BR>Góðir áheyrendur!<BR>Ég þakka skólastjóra, skólanefnd, kennurum og öllu starfsliði Lögregluskólans vel unnin störf. Skipulag og starf skólans þarf sífellt að taka mið af öllu starfsumhverfi hans. Hin mikla reynsla og þekking innan skólans þarf að nýtast sem flestum, sem sinna öryggis- björgunar- og gæslustörfum á vegum dómsmálaráðuneytisins.<BR>Ég ítreka heillaóskir til ykkar, ágætu nemendur. Megi gæfa fylgja ykkur í mikilvægum störfum. Gangið fram af stolti og virðingu fyrir starfsheiðri lögreglunnar.<BR></P></p>

2003-09-22 00:00:0022. september 2003Ávarp ráðherra, á fréttamannafundi 22. september 2003

<div align="center"> <p>Ávarp ráðherra<br /> <br /> </p> </div> <br /> <table width="100%" border="0" cellspacing="0" cellpadding="0"> <tr valign="top"> <td width="50%">Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur haft aðsetur í Arnarhvoli í 48 ár eða síðan 1955, þegar það flutti úr Túngötu 8, en þar hafði ráðuneytið verið til húsa í nokkur ár. Það eru því mikil tímamót, þegar ráðuneytið fær aðstöðu í þessu ágæta húsi, sem vafalaust mun duga því hálfa þessa öld ef ekki miklu lengur. Ákvörðun um að flytja ráðuneytið hingað var tekin um síðustu áramót. Hefur allur undirbúningur þess gengið vel eins og flutningurinn sjálfur, en segja má, að ekki hafi fallið niður einn starfsdagur vegna hans.<br /> <br /> Ráðuneytið er nú til húsa í hjarta Skuggahverfisins við Skuggasund en nafnið er eftir tómthúsbýlinu Skugga, sem var byggt um aldamótin 1800, en komið í eyði um 1845. Skuggi stóð niður við sjó, rétt fyrir austan Klöppina. Um 1840 reis annað kot, Klöpp, vestanvert á Klapparnefinu. Klapparvörin var talin besta vörin í Skuggahverfi og var stundað útræði þaðan. Skuggahverfi byggðist upp af tómthúsmönnum sem byggðu að mestu torfbæi. Steinbæjum fjölgaði undir lok nítjándu aldar. Um 1870 voru aðeins tvö timburhús í Skuggahverfi. <br /> <br /> Á sjöunda áratug 19. aldar hófst þilskipaútgerð í Reykjavík, en með henni var lagður grundvöllur að atvinnuuppbyggingu bæjarins. Á síðasta fjórðungi aldarinnar, skútuöldinni, fjölgaði íbúum Reykjavíkur ört og byggðin breyttist. Í stað torfbæja risu steinbæir og timburhús og í lok aldarinnar mynduðust götur í hverfinu. Af þeim götum má nefna Lindargötuna, en hún var lögð fyrst og var hún árið 1910 fjórða fjölmennasta gatan í bænum, en þá bjuggu þar 533 manns. Við Lindargötu stóðu þá 49 hús, 39 timburhús, 6 steinbæir, 3 hlaðin steinhús og einn torfbær.<br /> <br /> </td> <td width="50%"><img src="/media/innanrikisraduneyti-media/media/Frettir/DO_BB_1.jpg" vspace="0" hspace="0" border="0" /><br /> <br /> <em>Björn Bjarnason tekur við lyklum að nýju húsnæði ráðuneytisins úr hendi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra</em></td> </tr> <tr valign="top"> <td width="100%" colspan="2">Lindargata dregur nafn sitt að Móakotslind sem var helsta vatnsból í Skuggahverfi. Eftir að taugaveikifaraldur sem kom upp í hverfinu var rakinn til vatnsins í lindinni, var fyllt upp í hana. Kotið Lindarbær sem stóð rétt austan við þar sem nú er Vatnsstígur, dró einnig nafn af lindinni. Klapparstígur dregur nafn sitt af tómthúsbýlinu Klöpp, sem stóð niður við sjó. Ingólfsstræti er nefnt eftir fyrsta landnámsmanninum í Reykjavík, en gatan myndaðist til suðurs frá Laugavegi eftir 1880, þegar Hverfisgata var lengd til vesturs. Skömmu eftir aldamót var Ingólfsstræti lengt til norðurs niður að sjó. Skúlagata var í fyrstunni slóði meðfram sjónum, sem myndaðist að fyrirtækjunum sem þar risu. Járnbrautin sem notuð var til flutninga við hafnargerðina 1913 – 1917 var lögð meðfram sjónum og þegar hlutverki hennar var lokið, voru teinarnir teknir upp , gatan lagfærð og hlaðinn steingarður meðfram sjónum. Á síðustu áratugum hafa síðan miklar landfyllingar verið gerðar þar fyrir framan og strandlínunni þar með stórlega breytt. <br /> Sölvhólsgata er nefnd eftir býlinu Sölvhól, sem stóð rétt fyrir austan það hús, sem í dag hýsir menntamálaráðuneytið.<br /> <br /> Í kringum þessa byggð sem hér er fjallað um, var mikið óbyggt land. Var það að mestu í ríkiseign og hafði landshöfðinginn töðu fyrir bústofn sinn af þessum túnum. Þegar nokkuð var liðið á tuttugustu öldina hóf ríkissjóður að byggja yfir stofnanir sínar á svæðinu og hefur sá hluti þess gengið undir nafninu Stjórnarráðsreitur, en Samband íslenskra samvinnufélaga hóf einnig byggingar á svæðinu á öndverðri tuttugustu öld, sem ríkissjóður eignaðist síðar. Á síðustu árum hafa svo nokkur háhýsi risið við Skúlagötuna og enn eru þar stórframkvæmdir í gangi. <br /> <br /> Það hús sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið fær nú til umráða er upphaflega byggt af Sambandi íslenskra samvinnufélaga sem prentsmiðju- og skrifstofuhús, þar sem áður stóð kotið Litlaland, sem byggt hafði verið árið 1909. Þórir Baldvinsson arkitekt teiknaði húsið og hann kom einnig að síðari breytingum þess ásamt Árna H.Möller, en húsið var hækkað 1946, og viðbyggingar gerðar við það á því ári og á árinu 1958. Í húsinu hafa m.a. verið ritstjórnarskrifstofur Tímans og prentsmiðjur sem prentuðu blaðið, fyrst prentsmiðjan Acta og síðar prentsmiðjan Edda. Einnig má nefna ýmsar skrifstofur á vegum Sambandsins, skrifstofur Framsóknarflokksins og Tóbakseinkasölu ríkisins sem hér var um skeið.Einnig var hér skrifstofa Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Árið 1990 flutti Hagstofa Íslands í húsið og fékk það þá einkennismerkinguna Skuggasund 3, en áður hafði það verið einkennt bæði sem Lindargata 9a og Lindargata 1d. <br /> <br /> Hagstofan flutti síðan úr húsinu um síðustu áramót og var þá ákveðið að dóms- og kirkjumálaráðuneytið flyttist í húsið, jafnframt því sem það yrði að ýmsu leyti endurgert. Menn geta sannfærst um að það verk hefur tekist vel og þess skal getið að fundarsalir hússins hafa fengið nöfn eftir gömlum bæjarnöfnum héðan í hverfinu og einnig að í herbergishurðir hússins hefur á haganlegan hátt verið komið fyrir filmum með áletrunum, sem teknar eru úr fornum lagaritum okkar, Grágás og Jónsbók.</td> </tr> </table> <br /> <br /> <br /> <br />

2003-08-21 00:00:0021. ágúst 2003Ræða dóms- og kirkjumálaráðherra við setningu á ráðstefnu Nordisk Adminastrivt Forbund

<P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Björn Bjarnason</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">dóms- og kirkjumálaráðherra:</FONT><DIV ALIGN=center><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial"> Áfangar</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial"> í </FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">þágu góðrar stjórnsýslu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Nordisk Administrativt Forbund,</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Selfossi, 21. ágúst, 2003.</FONT></DIV><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þess verður minnst 1. febrúar á næsta ári, að 100 ár eru liðin frá því að stjórnarráð varð til á Íslandi með heimastjórn undir forystu íslensks ráðherra, Hannesar Hafstein. Þá verður rifjað upp, að með því að færa stjórnsýsluna inn í landið urðu merkileg þáttaskil á flestum sviðum hennar og þjóðlífsins. Sett voru lög um marga mikilvæga þætti, ráðist í framkvæmdir og stjórnmálastarf tók að færast í það horf, sem helst enn þann dag í dag. Með heimastjórninni urðu ýmsar danskar hefðir hluti íslenskrar stjórnsýslu og lifa sumar þeirra enn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Upphaf heimastjórnar 1904, fullveldi Íslands á grundvelli konungssambands við Dani árið 1918 og síðan stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 eru mikilvægustu vörðurnar á leið Íslendinga til sjálfstæðis á 20. öldinni. Stjórnmálamenn einbeittu sér meginhluta aldarinnar að stjórnskipunar- og stjórnsýsluþáttum, sem snertu þessar mikilvægu ákvarðanir, frekar en setningu nákvæmra reglna um innviði stjórnarfarsins sjálfs, eftirlit með stjórnvöldum og eftirlitsmenn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það var til dæmis ekki fyrr en árið 1969, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks beitti sér fyrir því, að samþykkt var löggjöf um stjórnarráð Íslands og setti síðan reglugerð um skiptingu verkefna á milli ráðuneyta. Áður en þessi lög komu til sögunnar, var meðal annars á reiki, hvernig að því skyldi staðið að stofna ráðuneyti og einnig var málum þannig háttað, að málefni innan eins ráðuneytis gátu heyrt undir fleiri en einn ráðherra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Íslensku stjórnarfari og stjórnsýslu var síðan skapaður skýrari starfsrammi, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks beitti sér fyrir samþykkt stjórnsýslulaganna árið 1993. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fagna ég því sésrtaklega, að efnt skuli til ráðstefnu á vegum Nordisk Administrativt Forbund um efnið: Eftirlit með stjórnsýslunni - réttarúrræði og réttaröryggi hér á Íslandi í aðdraganda 100 ára afmælis stjórnarráðsins og á því ári, þegar þess er minnst, að 10 ár eru liðin frá því að alþingi samþykkti fyrstu íslensku stjórnsýslulögin, sem tóku gildi 1. janúar 1994. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Býð ég hina góðu norrænu gesti sérstaklega velkomna og vona, að þeir njóti dvalarinnar hér bæði vegna umræðna á ráðstefnu ykkar og til að kynnast landi og þjóð. Alþjóðlegt samstarf að þessum mikilvægu þáttum verður sífellt brýnna með aukinni alþjóðavæðingu, þótt hitt skipti ekki síður máli, að ríki leitist við að halda í sérkenni sín í þessu efni eins og öðrum. Á engu sviði mannlegra samskipta er skynsamlegt að hafa að markmiði að steypa alla í sama mót &#8211; fullveldi ríkja er ekki tilefni til að afskrifa.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar alþingi samþykkti stjórnsýslulögin fyrir áratug hafði umboðsmaður alþingis starfað í sex ár og var það meðal annars fyrir hvatningu frá honum, að gengið var skipulega til þess verks að setja stjórnsýslulög, þar sem lögfestar voru óskráðar meginreglur stjórnsýslunnar, sem höfðu gilt um langan tíma. Í störfum sínum þótti þáverandi umboðsmanni það skapa óvissu við mat á starfsháttum opinberra aðila, að ekki væri fyrir hendi lögbundin mælistika til að meta, hvort þeir stæðu rétt að málum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Áhrif stjórnsýslulaganna urðu strax mikil. Meginreglur stjórnsýslunnar urðu afdráttarlausari bæði gagnvart starfsmönnum hennar og hinum almenna borgara. Er ekki of fast að orði kveðið, þegar sagt er, að lögin hafi markað þáttaskil, þar sem þau skilgreindu og efldu rétt einstaklinga gagnvart stjórnsýslunni auk þess að verða mælistika fyrir umboðsmann alþingis og alla aðra, sem gerðu kröfu til vandaðra vinnubragða stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég nefni þessa sögulegu áfanga í upphafi máls míns til að minna á, að reynsla okkar Íslendinga af störfum umboðsmanns og löggjöf um innri starfshætti stjórnsýslunnar er mun skemmri en annarra Norðurlandaþjóða. Við setningu laga okkar um þessi efni hefur verið tekið mið af norrænni löggjöf og reynslunni annars staðar á Norðurlöndum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Íslensku stjórnsýslulögin byggjast að sjálfsögðu á hinni almennu kenningu, að stjórnsýslan skuli vera málefnaleg og skilvirk, opin og gegnsæ, svo að nokkur vinsæl hugtök séu notuð. Eðlilegt sé að sambærileg mál fái sambærilega afgreiðslu og fólki sé ekki mismunað með ómálefnalegum hætti. Stjórnsýslulögunum er ætlað að tryggja réttaröryggi borgaranna í samskiptum þeirra við stjórnvöld og að opinberar ákvarðanir séu vel undirbúnar og málefnalegar og ætíð sjáist hvaða atriði réðu ákvörðun hverju sinni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af nýjum lögum, sem skipta miklu í þessu tilliti nefni ég einnig upplýsingalögin, en þau tóku gildi 1. janúar 1997 og voru samþykkt að frumkvæði ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þeim lögum, þar sem farið er að norrænni fyrirmynd, er einnig ætlað að stuðla að auknu réttaröryggi í stjórnsýslunni og veita borgurunum rétt til þess að fá upplýsingar um það, sem stjórnvöld aðhafast. Tilgangur laganna er þannig að öðrum þræði að draga úr tortryggni í garð stjórnvalda. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í tíð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hefur stjórnvöldum þannig verið settur nýr starfsrammi undir hans forystu, því að framkvæmd stjórnsýslulaganna og upplýsingalaganna er á forræði forsætisráðuneytisins innan stjórnarráðsins. Davíð Þór Björgvinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sagði nýlega í blaðagrein, að það mætti "auðveldlega rökstyðja þá skoðun, bæði lögfræðilega og sögulega,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">að þrjú síðustu kjörtímabil, hið fyrsta með Sjálfstæðiflokk og Alþýðuflokk við stjórnvölinn, en tvö hin síðari með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk við stjórnvölinn, séu eitt mesta framfaraskeið Íslandssögunnar að því er varðar bætta réttarstöðu þegnanna og gegnsæi ákvarðanatöku í opinberu lífi."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það hefur komið í minn hlut og annarra undanfarin ár að starfa fyrstir ráðherra samkvæmt þessum nýju lögum og öðrum nýmælum til að tryggja vandaða málsmeðferð stjórnvalda. Hafa verið gefnar út handbækur og efnt til námskeiða til að auðvelda starfsmönnum stjórnsýslunnar að laga sig að hinu nýja starfsumhverfi. Ekki hefur verið pólitískur ágreiningur um þessar mikilvægu réttarbætur og ég tel, að almennt sé sú skoðun ráðandi, að framkvæmd þeirra hafi í stærstum dráttum tekist vel. Íslensk stjórnsýsla sé vönduð og stjórnvöld hafi lagt sig fram um að vinna markvisst að framkvæmd laganna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Reynsla mín af því að starfa við þessar nýju aðstæður er einnig almennt góð og er kærkomið öryggi fólgið í því, að hafa við stjórnsýslegar aðferðir að styðjast við úrlausn mála af margvíslegum toga. Hefur oft reynst vel, að beina umræðum um einstök álitaefni inn í réttan farveg með því að beita kröfum laganna um vandaða málsmeðferð. Ég lít ekki þannig á, að stjórnsýslulöggjöfin veiti stjórnvöldum neikvætt aðhald heldur sé hún tæki þeirra til að leysa mál á lögmætan hátt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Innan ráðuneyta eru að sjálfsögðu embættismenn, sem hafa hlotið þjálfun og reynslu í starfsumhverfi fyrir daga stjórnsýslulaga og umboðsmanns. Þótti mér til dæmis, þegar ég kom til starfa sem menntamálaráðherra fyrir rúmum átta árum, að innan þess ráðuneytis ríkti nokkur óvissa hjá ólögfróðum embættismönnum um það, hvaða aðferðum ætti að beita, þegar fyrirspurnir bárust frá umboðsmanni eða krafist var stjórnsýslulegs úrskurðar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Til að auðvelda afgreiðslu slíkra mála og tryggja sem vandaðasta málsmeðferð breytti ég skipulagi ráðuneytisins og stofnaði þar lögfræði- og stjórnsýslusvið, þar sem ákvarðanir voru undirbúnar og gefin ráð um lagaleg og stjórnsýsluleg málefni innan ráðuneytisins. Sannfærðust starfsmenn þess fljótt um ágæti þessarar nýbreytni og auðveldaði hún þeim að hafa kröfur stjórnsýsluréttarins að leiðarljósi við úrlausn verkefna sinna. Tóku og öll samskipti við umboðsmann alþingis á sig nýjan svip og verkferli vegna stjórnsýsluúrskurða urðu skýr og skilvirk.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu eru lögfræðingar kjarni starfsliðsins og þar eru menn í öllum skrifstofum með menntun og færni, sem gerir þeim kleift að taka á fyrirspurnum frá umboðsmanni og óskum um úrskurði á lögformlega réttan hátt. Dæmin sanna hins vegar, að lögfræðingar innan ráðuneytisins líta málsatvik og úrlausn mála stundum öðrum augum en lögfræðingar hjá umboðsmanni alþingis.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dettur mér stundum í hug, þegar ég kynni mér, hve grannt er í saumana farið vegna einstakra mála, að um lögfræðilegan meting geti verið að ræða eða jafnvel deilu um keisarans skegg. Hvað sem því líður hef ég eina meginreglu, sem ég brýni fyrir samstarfsmönnum mínum, að með vísan til þessara nýju laga eigi þeir ávallt að hafa í huga, að utanaðkomandi geti litið yfir öxl þeirra við afgreiðslu hvers máls, og hægt sé að gera kröfu um að þriðji aðili fái að skoða þau opinberu skjöl, sem þeir nota til að komast að ákveðinni niðurstöðu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekkert er einhlítt og ekki alltaf víst að það sem hljómar vel í stjórnsýslulegri teoríu reynist ætíð jafn vel í raunveruleikanum, sérstaklega ekki ef því er fylgt í gagnrýnislausri blindni og án skynsemi eða tillits til ábyrgðar stjórnvalda á vandaðri meðferð mála. Stjórnsýslulög eiga að bæta stjórnsýsluna, verða trygging borgaranna fyrir réttlátri málsmeðferð og að ákvarðanir þoli nána skoðun ef svo ber undir. En ákafir áhugamenn um framkvæmd stjórnsýslulaga verða að gæta þess að gleyma sér ekki í misskilinni leit að smáatriðum, sem litlu varða í raun, tæknilegum atriðum, sem ekki hafa gildi utan fræðaheimsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Stjórnsýslulög tryggja að menn geti fengið rökstuðning þeirra ákvarðana sem teknar eru og þá varða. En geta þau tryggt að menn fái ætíð þau rök, sem í raun réðu því, sem að baki ákvörðun bjó? Er hægt að ætlast til þess, að raunverulegar ástæður séu ætíð tíundaðar í smáatriðum í gögnum, sem svo verða gerð opinber, hverjum og einum til réttrar sem rangrar túlkunar? </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á þessu eru ýmsar hliðar. Ég bý til dæmi um sjónarmið, sem stjórnvöld verða að leggja til grundvallar við töku ákvörðunar. Um starf sækir maður með góð og mikil próf, jafnvel næstum óendanleg próf, og á pappírnum er hann hinn hæfasti umsækjandi. Hann getur hins vegar verið þannig af Guði gerður, þrátt fyrir námsferil og háar einkunnir, að hann sé alls ekki hæfur til starfsins, til dæmis vegna andlegs ágalla. Góður námsmaður getur verið ómögulegur til starfa eða samstarfs o. s. frv. Hve langt á stjórnvaldið að ganga við upplýsingaöflun um það atriði? Hve oft ratar slíkt álit inn í rökstuðning stofnunar eða ráðuneytis fyrir stöðuveitingu? </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Stjórnsýslulögum er ætlað að stuðla að málefnalegri stjórnsýslu, að ákvarðanir séu teknar á efnislegum forsendum. En þau horfa fram hjá því að í ýmsum málum, getur reynst best að byggja á því, sem kalla má innsæi eða tilfinningu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það væri illa komið ef ofuráhersla á málefnaleg sjónarmið, gegnsæjar ákvarðanir, hlutlæga mælikvarða og nákvæman rökstuðning, yrði til þess að ekkert rúm væri fyrir stjórnendur til að "láta innsæið ráða." Hér má minna á, að það eru engir tveir menn eins, það eru ekki til neinir tveir "jafn hæfir" starfsmenn. Áþreifanleg atriði eins og menntun og reynsla segja sína sögu en aldrei alla söguna. Við verðum að gæta þess, að reglur, sem eiga að bæta ákvarðanir, verði ekki til þess, að við þorum ekki öðru en að loka augunum fyrir öðrum hlutum sögunnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þyki borgurunum á sér brotið af stjórnsýslunni, eiga þeir að sjálfsögðu þess kost að bera sig upp við dómstólana. Með embætti umboðsmanns alþingis hefur borgurunum verið opnaður annar kostur, þótt hann leiði ekki til endanlegrar niðurstöðu á sama hátt og dómsorð. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það eru mikilvæg réttindi borgaranna að geta leitað álits óháðs embættismanns, umboðsmanns alþingis, án þess kostnaðar og tíma sem hefðbundinn málarekstur kann að taka. Mikilvægt er að umboðsmaður ávinni sér traust borgaranna með störfum sínum. Þó er ekki aðeins mikilvægt, að hann njóti trausts þeirra, sem til hans leita. Hann þarf einnig að njóta trausts stjórnvalda og þau þurfa að hafa ástæðu til að ætla, að hann sinni starfi sínu af skynsemi og sanngirni í garð allra aðila. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Slíkur embættismaður þarf að vera vel heima í fræðunum en hann verður ekki síður að átta sig á raunveruleikanum utan fræðanna, því að hann skiptir jafnan miklu máli við farsæla lausn mála. Borgararnir þurfa að treysta því að umboðsmaður hlusti á erindi þeirra af yfirvegun og afgreiði mál þeirra af sanngirni. Það væri illa komið, ef þeir teldu umboðsmann eingöngu varðhund kerfisins, settan til þess að sefa réttmæta reiði grátt leikins fólks. Stjórnvöld þurfa á hinn bóginn ekki síður að geta treyst því, að umboðsmaður hlusti á sjónarmið þeirra og skýringar af sanngirni. Það væri til dæmis mjög illa komið, ef ætla mætti að umboðsmaður sæti um stjórnvöld. Hann sætti jafnvel færis að leiða embættismenn í gildru, gleymdi sér í smáatriðum og legði allt út á versta veg.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég dreg upp þessa mynd hér til að minna okkur á, að ekki er allt fengið með skýrum leikreglum og sjálfsögðum rétti til að krefjast vandaðra vinnubragða af þeim, sem fara með opinbert vald. Ef illa er staðið að framkvæmd og eftirliti á hvaða sviði sem er, næst ekki markmiðið, sem að er stefnt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir áheyrendur!</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við höfum verið minnt á það í stjórnmálaumræðum hér á landi síðustu daga, að áhrif umboðsmanns alþingis ná ekki aðeins til stjórnsýslunnar í þröngum skilningi heldur einnig til þeirra starfa stjórnmálamanna, sem lúta að stórpólitískum málum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kosningabaráttan til alþingis hér á Íslandi síðastliðinn vetur snerist að nokkru um framkvæmd laga um fiskveiðistjórnun. Þau hafa verið í gildi að stofni til síðan 1983 og byggjast á því, að öllum leyfilegum afla á Íslandsmiðum er skipt í kvóta á milli skipa og þessi kvóti getur gengið kaupum og sölu. Hefur mjög reynt á þessi lög og skipan fiskveiðistjórnunar á stjórnmálavettvangi. Grundvallarþættir málsins hafa einnig verið bornir undir dómstóla og skotið til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem nýlega vísaði frá sér kröfu íslensks skipstjóra á þeirri forsendu, að á honum væru ekki brotin mannréttindi með framkvæmd kvótakerfisins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Deilurnar um kerfið snúast meðal annars um það, hve mikið einstakar greinar útgerðarinnar fá í sinn hlut og eru átökin hörðust milli þeirra, sem gera út smábáta til veiða við heimaströnd annars vegar og togara til úthafsveiða hins vegar. Smábátamenn beita að sjálfsögðu öllum ráðum eins og aðrir til að auka hlut sinn innan kerfisins. Fyrir kosningar var gefið fyrirheit um að koma til móts við þá með ívilnandi aðgerð til þeirra, sem veiða fisk á línu. Var jafnvel talið, að unnt yrði að hrinda breytingu í þeirra þágu í framkvæmd nú fyrir 1. september.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Varð nokkur pólitískur hvellur fyrir skömmu, þegar sjávarútvegsráðherrann tilkynnti, að hann mundi ekki setja þessar ívilnandi reglur, fyrr en lögum hefði verið breytt. Bar hann fyrir sig, að eftir kosningarnar í vor hefði umboðsmaður alþingis birt álit, þar sem lögformlegar forsendur til slíkrar ákvörðunar hefðu verið dregnar í efa. Ráðherrann treysti sér þess vegna ekki til að framfylgja hinu pólitíska stefnumiði, fyrr en lögum hefði verið breytt á þann veg, að hann hefði ótvíræða heimild til þess.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þetta minnir okkur enn á, að í hinu nýja lagaumhverfi stjórnsýslunnar, sem hefur verið umræðuefni mitt, eru gerðar auknar kröfur um að skýrar lagaheimildir séu að baki stjórnvaldsfyrirmæla. Kosningaloforð lúta einnig þessari mælistiku, þegar ráðherrar tileinka sér vandaða stjórnsýsluhætti og taka mið af ábendingum eftirlitsmannsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kann hinn pólitíski hvellur, sem orðið hefur vegna þessa máls, að auka almennan skilning á gildi grundvallarreglna um lögmæti ákvarðana stjórnvalda. Sú grundvallarregla er forsenda réttaröryggis og gildir þá einu, hvort úrlausnarefnið er stórpólitískt eða ekki. Afstaða sjávarútvegsráðherra um viðkvæmt pólitískt deilumál með vísan til álits umboðsmanns áréttar á hinn bóginn einnig nauðsyn þess, að eftirlitsmenn stjórnsýslunnar vandi störf sín. Hlutverk þeirra er að stuðla að almannareglu og stöðugleika í krafti skýrra lagaheimilda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég ítreka ánægju yfir því, að svo margir góðir norrænir gestir skuli komnir til Íslands til að ræða þessi mikilvægu mál. Megi ráðstefnan stuðla að þeim árangri, sem að er stefnt, að gera góða stjórnsýslu og allt eftirlit með henni enn betra.</FONT><BR><BR><BR>

2003-07-21 00:00:0021. júlí 2003Skálholt vísar veginn, Ávarp á Skálholtshátíð

<div align="center"> <p>Skálholt vísar veginn<br /> <br /> Ávarp á Skálholtshátíð, 20. júlí, 2003.<br /> </p> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> Á mikilli hátíð, sem hér var haldin sumarið 1956, þegar minnst var 900 ára afmælis biskupsstóls í Skálholti og hornsteinn lagður að nýrri dómkirkju, flutti dr. Magnús Jónsson prófessor ræðu og sagði meðal annars:<br /> <br /> "En hæst ber þó í sögu Skálholts mann, sem ekkert ytra skart bar, mann, sem ekki var ættstór, en klausturmaður, tötramaður, stirðmæltur, raddlítill, en sæmdur þeim heiðursmerkjum, sem Guð einn sæmir sína sérstöku vini: Heilagan Þorlák ber hæst. Hann setur mestan svip á Skálholtsstað allar aldirnar til siðaskipta. Skrín hans var mesti dýrgripur, sem gerður hefir verið á Íslandi. Messa hans, Þorláksmessa á sumar, 20. júlí, var mesta þjóðhátíð landsins. Um hásláttinn hentu menn frá sér amboðum og áhyggjum og flykktust hingað í Skálholt í svo miklum hópum, að hægt var að fara með heilan her í Skálholt án þess að á því bæri. Þá var skrín Þorláks borið um með söng og brennandi kertum og reykelsi. Hver sem snert gat skrínið, þóttist fá allra meina bót, andlega og líkamlega, en aðrir horfðu á álengdar í grátklökkri hrifningu. Og þá gerðust kraftaverk í Skálholti."<br /> <br /> Enn fetum við, góðir áheyrendur, í fótspor þeirra, sem köstuðu frá sér amboðum og áhyggjum um hásláttinn og komu hingað í Skálholt 20. júlí til að halda hátíð á messu heilags Þorláks.<br /> <br /> Skálholtshátíð er dagur þakkar og virðingar fyrir því, sem gert hefur verið hér á þessum sögufræga stað. Þráðurinn hefur aldrei slitnað í kristni og kirkjulegu starfi í Skálholti. Þorláksmessa á sumar gefur enn þann dag í dag fyrirheit til framtíðar.<br /> <br /> Síðastliðinn sunnudag naut ég þess hér í kirkjunni að hlusta á Helgu Ingólfsdóttur leika verk gamalla meistara af listfengi á sembalinn sinn. Hún hefur í tæp þrjátíu ár staðið fyrir sumartónleikum í Skálholti og hafa þeir kallað þúsundir manna til staðarins og gefið honum nýja vídd í huga þjóðarinnar. Af sumartónleikunum hefur sprottið áhugi á hinum forna tónlistararfi okkar Íslendinga. Rannsóknir á honum sýna, að tónlist var meira í hávegum höfð meðal forfeðra okkar en áður var talið.<br /> <br /> Í fjörutíu ár hefur Skálholtskórinn starfað og áunnið sér öruggan sess og vinsældir eins og við urðum vitni að á glæsilegum afmælistónleikum kórsins í gærkvöldi undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar.<br /> <br /> Í Skálholt koma margir og æ fleiri til að njóta samveru, kyrrðar og fræðslu undir handarjaðri Skálholtsskóla, en hann sækir styrk sinn til kirkjulegrar, kristinnar hefðar og byggist á norrænni lýðháskólahugsjón. Slíkt skjól við kirkjuvegginn og innan hans er nútímamanninum sífellt mikilvægara. Séra Bernharður Guðmundsson, rektor skólans, heldur hlut hans vel fram og af þeirri reisn, sem hæfir fræðslu- og ráðstefnumiðstöð kirkjunnar. <br /> <br /> <br /> Í Skálholti er ólýsanlegur kraftur og orka. Hvergi annars staðar á Íslandi komum við saman og vitum með vissu, að rekja má á sama stað tilbeiðslu kristinna manna tæp 950 ár aftur í tímann. Þessa einstæðu auðlind ber að virkja og nýta og minnast þess að frammi fyrir Guði eru þúsund ár dagur, ei meir.<br /> <br /> Sérstök blessun er að hafa fengið að njóta þess enn á ný að heyra herra Sigurbjörn Einarsson biskup prédika í kirkjunni á þessum hátíðisdegi &#8211; engum meðal okkar eigum við meiri þökk að gjalda fyrir endurreisnarstarfið í Skálholti en einmitt honum.<br /> <br /> Þegar herra Sigurður Sigurðarson Skálholtsbiskup bað mig að tala hér á þessari stundu, hafði hann á orði, að gjarnan mætti ég rifja upp minningar, frá því að ráðist var í endurreisn í Skálholti og frá vígslu kirkjunnar. <br /> <br /> Faðir minn stóð hér á þessum stað sem kirkjumálaráðherra hinn 21. júlí 1963 og afhenti þjóðkirkjunni Skálholtsstað og afsalaði þar með þjóðkirkju Íslands endurgjaldslaust til eignar og umsjár jörðinni Skálholti eins og getið er í afsalsbréfinu en þar eru með Skálholtskirkju og embættisbústað staðarins meðal annars tíundaðar 9 kýr, 2 kvígur, 1 kálfur, 47 gemlingar, 2 hrútar og 13 hryssur.<br /> <br /> Í þingumræðum um lagafrumvarpið um heimild til afsalsins var skýrt frá því, að land staðarins væri 1800 hektarar að stærð og nær allt grasi vaxið, hlunnindi væru lax- og silungsveiði bæði í Hvítá og Brúará en þó ekki í stórum stíl. Jarðhiti væri að minnsta kosti á fjórum stöðum í landi Skálholts. Taldi formaður menntamálanefndar neðri deildar alþingis, Alfreð Gíslason bæjarfógeti í Keflavík, sem flutti þingheimi þessa lýsingu, að af henni mætti ráða, að það væri ekki nafnið eitt, Skálholt, sem ríkisstjórnin afhenti þjóðkirkjunni endurgjaldslaust með frumvarpinu yrði það að lögum.<br /> <br /> Skálholt hefur vissulega aldrei verið nafnið eitt í huga Íslendinga, frá því að Gissur biskup afhenti jörðina til biskupsstóls skömmu fyrir aldamótin 1100. Skálholt hefur um aldir verið einn af höfuðstöðum íslensks þjóðlífs. Hér sátu andlegir höfðingjar, hér var menntasetur og hér var hin helga bók þýdd á íslensku.<br /> <br /> Í þessu ljósi er næsta óskiljanlegt, hve mikla óvirðingu staðurinn mátti þola, eftir að biskup fluttist héðan til Reykjavíkur í lok 18. aldar. Snemma á síðustu öld komst Þórhallur Bjarnarson biskup svo að orði, að svívirðing foreyðslunnar væri svo mikil á hinum forna stóli, að því hefði orðið að afstýra, að konungur kæmi í Skálholt í austurför sinni. Íslendingar blygðuðust sín svo fyrir niðurlægingu staðarins, að þeir lögðu leið sína fram hjá honum. <br /> <br /> Nú er sá tími liðinn og með stolti höldum við til Skálholts og bjóðum hingað gestum. <br /> <br /> Þegar Íslendingar stofnuðu lýðveldi árið 1944 var hér kirkja frá því um 1850. Á fyrsta áratug síðustu aldar lét prófastur þess getið við vísitasíu í Skálholti, að hann teldi litlu kirkjuna óþarfa og rétt væri að skipta söfnuðinum upp á milli næstu sókna en sökum fornhelgi staðarins virtist þó að þar ætti að vera kapella sem landssjóður helst ætti. Kirkjan var í einkaeign og orðin fornleg, krosslaus, altaristöflulaus, óvegleg að flestu og yfirleitt ekki samboðin kirkju, síst á þessum stað, eins og prófastur orðaði það. <br /> <br /> Söfnuðurinn vildi ekki una því, þegar á reyndi, að hann leysist upp og sóknin skiptist á milli nágrannasókna, heldur óskaði hann hins, að Skálholtskirkja yrði endurreist og henni sýndur allur mögulegur sómi í byggingu og prestþjónustu. Hin hrörlega sóknarkirkja stóð áfram í um fjóra árataugi, frá því að þessi samþykkt var gerð, misjafnlega messufær. Kirkjan var á hinum fornhelga grunni, þar sem allar kirkjur Skálholts hafa staðið. <br /> <br /> Endurreisn Skálholts tengdist fyrst nytjahugmyndum um búnaðarskóla en á prestastefnu árið 1943 flutti séra Sigurður Pálsson í Hraungerði, síðar Skálholtsbiskup, erindi um kirkjulega framtíð Skálholts. Þar varð til kveikjan að Skálholtsfélagi, sem var stofnað 1949 undir forystu Sigurbjörns Einarssonar síðar biskups. Hafði félagið að markmiði að efla samtök meðal þjóðarinnar um endurreisn Skálholts. Skyldi það beita sér fyrir fjársöfnun í þessu skyni og fyrir því að vegleg dómkirkja yrði reist sem fyrst og hún yrði til á níu alda afmæli biskupsstólsins sumarið 1956.<br /> <br /> Fóru nú hjólin að snúast, þótt hægt væri í fyrstu en árið 1952 samþykkti alþingi, að prestur yrði á ný í Skálholtssókn og hafa sóknarprestar síðan verið þeir séra Guðmundur Óli Ólafsson í 42 ár og séra Egill Hallgrímsson. Vorið 1954 skipaði Steingrímur Steinþórsson kirkjumálaráðherra þriggja manna nefnd til að gera tillögur um byggingar í Skálholti. Var Magnús Már Lárusson, prófessor og síðar rektor Háskóla Íslands, ritari nefndarinnar og hafði eftirlit með framkvæmdum á staðnum fyrir hennar hönd og síðan á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, teiknaði kirkjuna. Gerði hann þrjár tillögur og var teikning þeirrar kirkju, sem hér stendur, unnin úr hinni þriðju.<br /> <br /> Að sjálfsögðu vildu menn ekki ráðast í framkvæmdir hér án þess að huga að fornminjum. Sumarið 1953 gerði dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður frumathugun á kirkjustæðinu til þess að kanna, hversu fornleifum væri háttað. <br /> <br /> Í skjalasafni dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er skýrsla Magnúsar Más um framkvæmdir í Skálholti allar götur frá sumrinu 1953 og er hún dagsett tæpum mánuði fyrir vígsluhátíð kirkjunnar eða 25. júní 1963. Þar segir meðal annars, að sýnilegt hafi verið eftir rannsóknir dr. Björns, að undirstöður miðaldakirkjunnar og gólf væru óröskuð, og eðlilegt hafi þótt að rannsaka kirkjustæðið nánar, ef reisa ætti kirkju á sama stað.<br /> <br /> Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður stjórnaði þessari rannsókn og fór uppgröfturinn fram sumarið 1954 og með honum var reyndar að miklu leyti búið að taka grunn hinnar nýju kirkju. Skálholtsfélagið greiddi kostnaðinn við þessar rannsóknir en fékk fjárveitingar frá alþingi til verksins.<br /> <br /> Undir lok fyrrnefndar skýrslu sinnar til ráðuneytisins segir Magnús Már:<br /> "Milli allra þeirra, sem hlut hafa átt að staðarbótum, hefur ríkt mjög góð samvinna, sem er þakkarverð. Meðal annars má nefna þjóðminjavörð, dr. Kristján Eldjárn, sem við annan mann endurhlóð göngin fornu til kirkju, sem er með merkari fornleifum þessa lands, en það var mikið verk. Og hann hefur á margan hátt verið til aðstoðar um mikilsverð efni, enda hefur í hvívetna verið kappkostað að verða við sérstökum óskum hans í sambandi við varðveislu fornminja."<br /> <br /> Rannsóknir dr. Kristjáns vöktu þjóðarathygli, ekki síst fundurinn á steinþró eða steinkistu Páls biskups Jónssonar í dómkirkjugrunninum sumarið 1954 en hana má nú skoða hér í undirgöngum kirkjunnar. Minnist ég þess af hve miklum áhuga og andakt fylgst var með fréttum frá Skálholti þann dag, sem kistan var opnuð. <br /> <br /> Páll biskup andaðist árið 1211, mikill höfðingi og glæsimenni, sonur Jóns Loftssonar í Odda, sem hefur verið nefndur hinn ókrýndi konungur Íslands. Páll var sonarsonur Sæmundar fróða og systursonur og eftirmaður Þorláks helga á biskupsstóli. Við fundinn blasti samhengi Íslandssögunnar og lykilhlutverk Skálholts við öllum og áhugi á endurreisn staðarins margefldist. <br /> <br /> Við sem vorum að vaxa úr grasi á þessum árum höfðum að sjálfsögðu misjöfn tækifæri til að fylgjast með því, sem hér var að gerast. Ég minnist ferða með foreldrum mínum og föður hingað á staðinn og hef fengið það staðfest hjá Sigurbirni Einarssyni, að hér höfum við systkini verið með foreldrum okkar árið 1951 til að fylgjast með sýningu á leikverki Sigurbjörns við frumstæðar aðstæður í húsnæðisleysinu. <br /> <br /> Í huga minn er greipt frá barnsaldri, að endurreisn og virðing Skálholts snúist ekki aðeins um staðinn sjálfan, kirkjulegt og sögulegt hlutverk hans, heldur einnig sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Í framsöguræðu á alþingi fyrir lagafrumvarpinu um að ríkisstjórnin gæti afhent þjóðkirkjunni Skálholtsstað, sagði faðir minn: "Það var því eitt af merkjum skilningsleysis á sögulegu samhengi og þýðingu fornra verðmæta, að Skálholtsstaður skyldi látinn hrörna svo sem raun ber vitni, eftir að biskupsstóll var þaðan fluttur." <br /> <br /> Af hálfu ríkisstjórnarinnar var litið á gjöfina til þjóðkirkju Íslands sem þakklætisvott. Í ræðu við afhendingu staðarins sagði faðir minn, að mestu skipti að sjálfsögðu sú sáluhjálp, sem kirkjan hefði veitt ótal einstaklingum og bætti síðan við: "En hún á einnig sinn ómetanlegan þátt í mótun íslenskrar menningar og þróun hennar á hverju, sem hefur gengið. Á þann veg hefur hún vissulega stuðlað að endurreisn íslensku þjóðarinnar og lýðveldis á Íslandi."<br /> <br /> Í þessum orðum endurspeglast, að gjöfin fól í senn í sér þakklæti og fullvissu um, að undir eigin stjórn gætu Íslendingar á sýnilegan og áþreifanlegan hátt haldið sögu sinni á loft. Var nokkur staður betur til þess fallinn að hefja þá endurreisn en einmitt Skálholt?<br /> <br /> Í þessu ljósi ber einnig að líta hina miklu Skálholtshátíð fyrir 40 árum. Í sögu kirkjulegra hátíða jafnast ekki neitt annað á við hana en kristnihátíðin mikla á Þingvöllum árið 2000.<br /> <br /> Frásagnir fjölmiðla af Skálholtshátíðinni árið 1963 bera með sér, að hún þótti mikill viðburður í þjóðlífinu. Morgunblaðið gerði sérstaklega mikið með hátíðina og birti til dæmis dagskrá hennar á forsíðu sinni sunnudaginn 21. júlí og fimmdálka mynd og forsíðufrétt í þriðjudagsblaðinu 23. júlí undir fyrirsögninni: Ný sól í sögu íslenskrar þjóðar.<br /> <br /> Ég sé ekki, að þessi orð séu tilvitnun í nokkra ræðu, sem flutt var við vígsluna, heldur yfirlýsing af hálfu blaðsins, byggð á atburðum dagsins, en frétt þess af vígsluathöfninni hefst á þennan veg:<br /> <br /> "Margir höfðu orð á því í Skálholti á sunnudag, þegar hin fagra Skálholtskirkja var vígð, að forfeður okkar mundu hafa talið það til jarðteikna, þegar létti til og myndaðist eins og bjartur geislabaugur á himni yfir staðnum. Gerðist þetta í þann mund, er prósessía presta og biskupa gekk í kirkju. Þótti gestum það tilkomumikil og eftirminnileg sjón að sjá kirkjuna baðaða sólskini, en biskupa klædda nýjum höklum og fagurlega skreyttum, og um 80 hempuklædda presta í skrúðgöngu. Fréttamaður Morgunblaðsins hitti einn þessara presta úti á Skálholtstúni skömmu eftir vígsluna og sagði hann þá: "Það var ógleymanleg og tignarleg sjón að sjá hvernig stafaði á turn kirkjunnar, áður en vígslan hófst. Það var eins og grár og þungbúinn himinninn væri að reyna að brosa &#8211; og svo allt í einu rofaði til og sól skein í heiði. Þetta lofar góðu fyrir Skálholtskirkju."<br /> <br /> Góðir áheyrendur!<br /> <br /> Frásögn Morgunblaðsins af atburðum hér fyrir 40 árum sýnir, að enn urðu þá jarðteikn í Skálholti á Þorláksmessu á sumar. Og sannast hefur síðan, að Skálholt er að nýju orðin sól í sögu íslenskrar þjóðar, eða eins og segir í ljóðinu Í Skálholtskirkju, sem ort var og flutt í tilefni kirkjuvígslunnar af Matthíasi Johannessen, skáldi og ritstjóra Morgunblaðsins:<br /> <br /> Úthafsblá við bjartar nætur<br /> blundar jörð í ljóði þínu.<br /> Hafið laugar landsins fætur.<br /> Lifnar sól í brjósti mínu.<br /> Tíminn grær sem tún úr vori,<br /> tindótt fjall með djúpar rætur.<br /> <br /> Ber mér unaðsilm úr spori<br /> altarið í brjósti þínu.<br /> Litbrennd orð og líkjast gluggum<br /> leita skjóls í hjarta mínu.<br /> Aftanröðull roðar fjöllin<br /> rökkurblá af þögn og skuggum.<br /> <br /> Geislar fylla vori völlinn.<br /> Vakinn dagur gengur fetið<br /> inn í landsins ljósu grímu,<br /> logar nótt við strengblá fjöllin.<br /> Fyrri tíða harmahretið<br /> hverfur fyrir morgunskímu.<br /> <br /> Við erum stolt af því, sem hér hefur verið gert, er að gerast og mun verða gert.<br /> <br /> Þegar við lítum á feril forystumannanna um endurreisn Skálholts, vitum við, að þeim var öllum sýndur hinn mesti trúnaður, hverjum á sínu sviði.<br /> <br /> Sigurbjörn Einarsson biskup er enn meðal okkar og virðing hans hjá þjóðinni vex með hverju ári, sem bætist við háan aldur hans. Magnús Már Lárusson varð rektor Háskóla Íslands samhliða því að sinna mikilvægum vísindastörfum. Kristján Eldjárn varð ástæll forseti Íslands og minning hans lifir einnig vegna merkra vísindastarfa hans.<br /> <br /> Drögum þann lærdóm af þessu verki öllu, að taki bestu synir þjóðarinnar höndum saman og setji markið hátt fyrir góðan málstað, er sigur vís. Skálholt vísar veginn. Enn þann dag í dag er þörf á sameiginlegu átaki á mörgum sviðum til að efla reisn þjóðarinnar og styrkja innviði þjóðlífsins með ræktarsemi við kristilegan arf og sögu.<br /> <br /> Megi endurreisn Skálholts verða okkur göfugt fordæmi.<br /> <br /> <br />

2003-06-23 00:00:0023. júní 2003Ræða dóms og kirkjumálaráðherra á prestastefnu, Sauðárkróki, 23. júní, 2003.

<P><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Til heiðurs staðfestunni,</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ávarp á prestastefnu,</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Sauðárkróki,</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">23. júní, 2003.</FONT></DIV><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mér er ánægja að ávarpa prestastefnu við upphaf hennar hér á Sauðarkróki og að það skuli vera fyrsta opinbera ræða mín sem kirkjumálaráðherra. Þakka ég hlýhug ykkar í garð okkar Rutar í hinni góðu veislu í gærkvöldi og biskupshjónum fyrir gestrisni þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á þessum stað í Sauðárkrókskirkju minnist ég þess að oft hef ég hlýtt á ræður presta, sem hér hafa þjónað, og margt lært af útleggingu þeirra á drottins orði. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar ég var ungur að árum átti ég þess kost að kynnast séra Helga Konráðssyni, sem þjónaði Reynistað, þar sem ég var í sveit og hafði ég meðal annars það ábyrgðarhlutverk að hreinsa flugur úr kirkjugluggum, áður en séra Helgi messaði. Messudagar í sveitinni, þegar farið var í sparifötin og síðan drukkið súkkulaði með tertum og pönnukökum, eru sérstakir hátíðisdagar í minningunni og einnig hitt, að hafa heimsótt séra Helga hér handan við götuna og fengið að skoða hið góða bókasafn hans.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftir að séra Þórir Stephensen hvarf frá störfum hér á Sauðárkróki og varð dómkirkjuprestur í Reykjavík, sótti ég reglulega messu til hans um árabil og síðan sátum við séra Hjálmar Jónsson saman á alþingi, áður en hann varð dómkirkjuprestur. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessa ágætu vini leyfi ég mér að nefna hér í upphafi máls míns um leið og ég ítreka heillaóskir til herra Jóns Aðalsteins Baldvinssonar, nývígðs vígslubiskups á Hólum. Hin hátíðlega athöfn í gær staðfesti enn virðuleik og gildi embættis Hólabiskups og megi honum farnast vel í mikilvægu starfi sínu. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ég er við biskupsvígslu á Hólum eða flyt ávarp á prestastefnu hér í Skagafirði. Fyrir tólf árum bauð herra Ólafur Skúlason biskup mér að ræða um kristna trú og hrun kommúnismans, þegar prestar komu saman á Hólum í tengslum við biskupsvígslu herra Bolla Gústafssonar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mikið vatn er síðan til sjávar runnið og margt hefur breyst á þeim árum, sem síðan eru liðin, bæði í samskiptum ríkis og kirkju hér á Íslandi og þegar litið er til hinna stóru heimsmála. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mér er minnisstætt, að það þótti nokkur nýlunda, að við Páll Skúlason prófessor skyldum fengnir til að taka þátt í umræðunum með ykkur prestunum. Báðir beindum við augum okkar, að hinu sögulega og menningarlega gildi kristninnar, hvort heldur litið væri til okkar eigin þjóðfélags eða þeirra þjóðfélaga, sem voru á þessum árum að brjótast undan oki hins guðlausa kommúnisma.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við höfum síðan orðið vitni að því, að við hrun einræðisstjórna leysast kraftar sögu og trúarbragða úr læðingi. Spennan, sem þá myndast, leiðir oft til átaka og ófriðar. Skýrasta dæmið um þetta í Evrópu er að finna í Júgóslavíu sem var, þar sem menn telja sig geta rakið upphaf átaka í samtímanum allt aftur á fjórtándu öld, þegar múslímar létu verulega að sér kveða í Evrópu.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar við skilgreinum grunnþættina í sögu ríkis og kirkju hér á landi, förum við einnig aftur í aldir til að finna orðum okkar stað. Er þar nærtækast að staldra við siðaskiptin og örlög herra Jóns Arasonar Hólabiskups og sona hans. Í afdrifum þeirra sameinast trú okkar og saga á einstæðan hátt, svo að vitnað sé í orð Jóns Sigurðssonar forseta: </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">"Með siðaskiptunum varð harðla mikil breytíng á Íslandi, einsog annarstaðar á Norðurlöndum. Konúngs valdið tók við af klerka valdinu, og á Íslandi réði höfuðsmaðurinn í konúngs nafni því er hann vildi. Það er því ekki um skör fram, að Íslendingar hafa skilið fall Jóns biskups Arasonar og sona hans svo, sem með þeim hefði fallið hinir seinustu Íslendíngar, hin innlenda stjórn liðið undir lok og hin erlenda byrjað.&quot; </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þarna var lagður grunnur að því sambandi ríkis og kirkju, sem við þekkjum nú og er staðfest í stjórnarskrá lýðveldisins. Þjóðkirkjan er meðal helstu kennileita íslensks samfélags og hlutur kristni og kirkju í sögu, menntun og menningu þjóðarinnar verður aldrei metinn til fulls.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum tólf árum hefur verið ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til þess sem þingmaður og ráðherra að samþykkja lög um sífellt meira sjálfstæði kirkjunnar. Má fullyrða, að vald íslensku kirkjunnar í eigin málum sé einstætt á sama tíma og henni eru tryggðar samningsbundnar tekjur úr ríkissjóði.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ætti öllum, sem vilja farsælt og gott samstarf ríkis og kirkju, að vera kappsmál að ljúka gerð samninga milli þessara aðila um prestssetur og uppgjör vegna þeirra og þar með einnig um hlut kirkjunnar á Þingvöllum. Farsæl lausn Þingvallamálsins er mér sérstaklega skyld og hef ég í öllum umræðum um ráðstöfun Þingvallabæjar haldið því til haga, að ekki skuli á óréttmætan hátt gengið á hlut kirkjunnar, þótt ríkisstjórnin nýti bæjarhúsið til frambúðar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við hina miklu pólitísku umbyltingu í Evrópu á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar braust fram mikill trúarandi og trúarþörf, þegar heiðin stjórnvöld kommúnistaríkjanna hrökkluðust frá völdum. Umræður vegna þróunar þessara nýfrjálsu þjóðfélaga snúast ekki lengur um þennan þátt. Veraldlegri úrlausnarefni þykja fréttnæmari en frásagnir af þéttsetnum kirkjum eða hlutverki þeirra í baráttunni fyrir auknu frelsi. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hið sama á almennt við, þegar við leitum fregna af atburðum í öðrum löndum eða hér heima, að stöðu kristni og kirkju ber almennt ekki hátt í fjölmiðlum. Þegar litið er á slíkar fréttir, eru þær því miður síður en svo alltaf til þess fallnar að vekja bjartsýni um stöðu kirkjunnar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á dögunum las ég til dæmis viðtal í franska blaðinu le Figaro við Odon Vallet, prófessor í trúarbragðasögu við Sorbonne-háskóla í París, þar sem hann lýsti áhyggjum sínum yfir stöðu kristindómsins í heimalandi sínu. Nú væru kristnir í Frakklandi aðeins 2% allra kristinna manna í veröldinni. Í lok 19. aldar hefði Frakkland verið stóra systirin innan kaþólsku kirkjunnar, enda hefðu þar búið flestir kaþólskir í einu landi. Nú væri Frakkland litla systirin í kirkjunni og sjötta fjölmennasta kaþólska landið í heiminum.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kirkjur í Evrópu væru hálftómar en söfnuðir sprengdu þær utan af sér í Afríku eða Suð-austur Asíu. Í Víetnam þyrftu menn að koma hálftíma fyrir messu til að fá sæti á kirkjubekkjum og víða væru hátalarar við kirkjuveggi til að vegfarendur gætu fylgst með messunni. Prófessorinn kvað fast að orði og sagði: "Kristindómurinn deyr, þar sem hann er gamall, og blómstrar, þar sem hann er nýr. Hann er í hættu á þessum endimörkum jarðar, þar sem við teygjum okkur lengst í vestur.&quot;</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mér er ljóst, að undanfarin misseri hefur verið unnið að víðtækri stefnumótun innan þjóðkirkjunnar og meðal annars greindar ógnir í ytra umhverfi hennar. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup komst þannig að orði í gærkvöldi að tilgangur umræðna ykkar hér væri sá að hervæðast í þágu kristni á Íslandi. Óska ég ykkur góðs árangurs og heiti liðsinni mínu, ef það má að einhverju gagni verða. Verkefnið er brýnt og mikilvægt.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hvarvetna takast menn á við þá spurningu, hvernig laga eigi meira en tveggja árþúsunda gamlan boðskap Krists að kröfum þjóðfélaga, þar sem afsiðun setur æ meiri svip á daglegt líf. Í því efni mega tískustraumar ekki gára meira en yfirborðið.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Spyrja má: Ber að líta á umræður hér á landi á dögunum um verslun og viðskipti á hvítasunnudag, sem ógn við kirkjuna? Ef enginn stendur vörð um helgi þessa dags eða heldur málstað hans fram frá trúarlegum sjónarhóli af ótta við að vera gamaldags eða ekki í takt við tíðarandann, hættir hvítasunnudagur auðvitað að verða stofndagur kirkjunnar í huga alls þorra fólks. Vitneskjan um að heilagur andi kom þennan dag yfir lærisveinana virðist einnig mjög á undanhaldi meðal Íslendinga, ef marka má svör, sem gefin voru sjónvarpsfréttamanni vegna umræðnanna um helgidagalöggjöfina. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í tilefni af ádeilunni út af verslun á hvítasunnudag sagði í leiðara DV á dögunum: "Enn á ný stekkur forneskjan upp úr greni sínu og gerir landsmenn forviða.&quot; Út af þessum orðum er síðan lagt á þann veg, að íslenskri þjóðkirkju sé enginn greiði gerður með þessu, hún sé sýnd í aumkunarverðu ljósi og hafi orðið aðhlátursefni margra á síðustu dögum. Alþingi virðist ekki vilja styggja kirkjuna enda sé ríkistrúin algild og samband ríkis og kirkju hafið yfir samband ríkis og almennings. Þeir, sem framfylgja landslögum, eru sagðir virðast leggja áherslu á að afturhaldsseminni verði haldið við í hvívetna. Þá segir: "Það ætti reyndar að vera kirkjunni ærin ráðgáta að naumasti hlutur landsmanna virðist sjá eitthvert samhengi á milli trúrækni og kirkjusóknar enda kirkjur á Íslandi að mestu reistar undir tómlæti landans og andans.&quot; Klykkt er út með þessu: "Stutt er frá því að kirkjan og ríkið réð að mestu lífsvenjum fólks á völdum dögum valdsmanna og beinlínis kvaldi fólk til hlýðni og undirgefni. Þessi tími er blessunarlega liðinn í hugum fólks og enn eimir eftir af honum í samlífi ríkis og kirkju. Rök fyrir lokun matvörubúða hurfu með síðustu öld.&quot;</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir áheyrendur!</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér er hátt og af mikilli óvild reitt til höggs og langtum fastar að orði kveðið en efni standa til miðað við álitamálið. Á því álitamáli þarf að taka á þeim vettvangi, þar sem helgidagalöggjöfin er rædd. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mörg ákvæði laga eru vafalaust andstæð því, sem við sjálf kysum, ef hagsmunir okkar einir ættu að ráða. Að ágreiningur um slíkt gefi tilefni þess, að ráðist sé með slíku offorsi gegn þjóðkirkjunni er umhugsunarefni fyrir alla vini kristni og kirkju. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Minnir þessi reiðilestur helst á óskirnar árið 2000 um, að kristnihátíðin færi út um þúfur. "Alþingi og ríkisstjórn Íslands sáu til þess að mikið tilefni nýttist til fullrar sæmdar,&quot; skrifaði herra Sigurbjörn Einarsson biskup í Morgunblaðið um kristnihátíðina og stóð fastur fyrir, þótt aðrir hopuðu.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á sínum tíma var sagt: Hér stend ég og get ekki annað! Of oft vaknar sú spurning, hvort ekki sé nauðsynlegt að endurtaka þá staðfestu í þágu kristni og kirkju. Ekki vegna lokunar matvörubúða heldur til að árétta hlut þess, sem stendur vörð um mikilvæg gildi. Óttafull kirkja í vörn er þverstæða, því að hún er reist á bjargi, - og að bregðast við ögrun með þögn er ekki í anda hins lúterska fordæmis.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Frá Danmörku berast fregnir um vandræði innan kirkjunnar vegna ágreinings um þá ákvörðun biskups að víkja til hliðar presti, sem segist ekki trúa á guð. Lögbundið mun vera, að danskir þjóðkirkjuprestar skuli trúa á hina heilögu þrenningu og þar sem presturinn trúir hvorki á guð í mannsmynd né á upprisu Jesú er talið, að hann fullnægi hvorki kirkjulegum né lögfræðilegum kröfum til presta. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sumum finnst þó þessar kröfur til presta of strangar. Guðfræðidoktor og prófessor við guðfræðideildina í Árósarháskóla sagði í dönsku dagblaði, að maðurinn gæti vel haldið áfram að vera prestur, þótt hann tryði ekki á guð, hann væri einfaldlega maður framtíðarinnar og í hópi þeirra presta, sem gott væri að fjölga innan þjóðkirkjunnar. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sé ekki litið á þetta háttalag sem ógn við þjóðkirkju, er líklega erfitt að skilgreina, hvar draga eigi mörk í því efni. Eða eigum við að trúa því, að til að kirkjan nái til framtíðarmannsins verði að falla frá kröfunni um að prestar trúi á guð?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég ætla ekki að hætta mér lengra út á braut rökræðna um guðfræðilega þætti. Árétta aðeins þá skoðun mína, að tískustraumar koma ekki í stað þeirra gilda, sem Biblían boðar. Betra er að ávinna sér traust og virðingu með því að standa vörð um þessi gildi en blakta eins og strá í vindi.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Herra Jón Arason og synir hans létu lífið fyrir trú sína og andstöðu við hið erlenda ríkisvald. Minningin um þá lifir með þjóðinni. Við heiðrum hana og minningu allra annarra staðfastra höfðingja á Hólum, þegar vígður er nýr biskup á staðinn og efnt til prestastefnu í tengslum við þann hátíðlega viðburð.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Megi sú prestastefna, sem nú er að hefjast, styrkja innviði kirkjunnar og efla veg kristni á Íslandi.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT>

2003-06-02 00:00:0002. júní 2003Ávarp ráðherra við opnun sýningarinnar Þorskastríðin-lokaslagurinn.

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ráðherra opnar sýninguna Þorskastríðin - lokasigur</FONT><BR></DIV><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra opnaði s.l. laugardag sýninguna Þorskastríðin - lokasigur í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Við það tilefni hélt ráðherra eftirfarandi erindi:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir rúmum 40 árum kynntist ég fyrsta þorskastríðinu af eigin raun sem háseti á Óðni undir stjórn Eiríks Kristóferssonar skipherra. Sú reynsla er ógleymanleg og hefur mótað afstöðu mína síðan til hins mikilvæga hlutverks, sem Landhelgisgæslan gegnir fyrir íslensku þjóðina.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Og einmitt þess vegna er mér sérstakt ánægjuefni, að fyrsta opinbera embættisverk mitt sem dóms- og kirkjumálaráðherra skuli tengjast Landhelgisgæslunni og sögu hennar, þegar ég opna þessa sýningu hér í dag. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú á tímum sækjum við Íslendingar þjóðarstoltið meðal annars til vasklegrar framgöngu Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum þremur. En hingað komum við að þessu sinni til að sjá ljósmyndir, sem tengjast öðru og þriðja þorskastríðinu, þegar annars vegar var barist fyrir viðurkenningu á 50 mílna fiskveiðilögsögunni og hins vegar á 200 mílunum. Átökin voru háð fyrir 30 árum og lauk með fullum sigri okkar árið 1976.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og við vitum stóð stríðið á Íslandsmiðum á milli smáþjóðar, sem hafði skýran málstað, varði lífsbjörg sína en skorti allan hernaðarmátt, og stórveldis, sem á sínum tíma réð lögum og lofum á höfunum, en kaus nú að beita flota sínum í þágu þröngra hagsmuna deyjandi útgerða á grundvelli sjónarmiða, sem nutu sífellt minni stuðnings á alþjóðavettvangi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í hita leiksins mótuðust umræður um gang átakanna ekki af þessum meginatriðunum. Þær byggðust miklu frekar á þeim atvikum, sem sýnd eru á ljósmyndunum hér á sýningunni. Ein mynd eða frásögn varð oft til þess að kveikja mikla reiði meðal þjóðarinnar og ég minnist þess sem embættismaður í forsætisráðuneytinu í 200 mílna átökunum, að hvern dag þeirra bjuggu ráðherrar og ríkisstjórn við þann ótta, að mannslífum yrði grandað af slysni eða ásetningi, þegar spennan var mest.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mæddi þá mikið á þeim, sem unnu að gæslustörfunum, og hugur þjóðarinnar allrar var með þeim. Á stjórnmálamönnum hvíldi annars vegar að halda málstað þjóðarinnar fram af miklum þunga og hörku og hins vegar að leita leiða til að fá viðunandi niðurstöðu með samkomulagi við andstæðinginn. Það var því ekki aðeins tekist á undir merkjum Landhelgisgæslunnar heldur einnig við samningaborðið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Myndirnar á sýningunni endurspegla einnig hina sterku strauma í þjóðlífinu vegna þorskastríðanna á þessum árum. Efnt var til mótmæla, ekki aðeins gegn Bretum og Þjóðverjum, heldur einnig NATO og bandaríska varnarliðinu. Í anda hins öfluga almenningsálits ákvað ríkisstjórnin snemma árs 1976 að slíta stjórnmálasambandi við Breta og hvarf þá Kenneth East, sendiherra þeirra, úr landi í nokkra mánuði, eða þar til samningar tókust á fundi í Ósló um þetta leyti árs 1976. Síðan hefur ríkt friður á Íslandsmiðum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við lögbrot sín þorðu bresku togararnir ekki að sýna sitt rétta nafn og númer heldur breiddu yfir þau kennileiti til að útiloka, að unnt væri sækja þá til sakar. Gæslan svaraði með leynivopni sínu, togvíraklippunum, sem hér eru einnig til sýnis. Þær láta í sjálfu sér ekki mikið yfir sér en reyndust öflugar gegn ofureflinu og spilltu verulega fyrir áformum lögbrjótanna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Klippurnar reyndust vissulega vel en um þessar mundir þarf Landhelgisgæslan annan búnað en þær til að sinna mikilvægum verkefnum sínum með góðum árangri. Á teikniborðinu liggja til dæmis fyrir hugmyndir um nýtt og öflugt varðskip og verður það eitt af verkefnum mínum, þegar ég stend nú í sporum dómsmálaráðherra að vinna að því, að ráðist verði í smíði skipsins. Einnig þarf að gera áætlanir um, hvernig á að þróa og styrkja flugdeild Landhelgisgæslunnar í samræmi við breyttar kröfur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að tímabært sé að skilgreina hlutverk og viðfangsefni Landhelgisgæslunnar við nýjar aðstæður. Þær eru vissulega gjörbreyttar frá þeim tíma, sem lýst er hér á þessari sýningu. Þótt við þurfum vonandi ekki að búa okkur undir, að þorskastríð verði háð að nýju vegna löglausrar ásóknar í lífsbjörg þjóðarinnar í hafinu, er jafnnauðsynlegt og áður að tryggja Landhelgisgæslunni þá starfsumgjörð og þann tækjakost, sem er í samræmi við kröfur á hverjum tíma.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Björgunarhlutverk gæslunnar verður aldrei of metið og auk þess gegnir Landhelgisgæslan lykilhlutverki ásamt lögreglunni og almannavörnum, þegar hugað er að úrræðum til að tryggja öryggi þjóðarinnar sem best í víðtækari skilningi nú á tímum. Gæslan er til dæmis eðlilegur og mikilvægur tengiliður við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og við þróun starfs hennar er nauðsynlegt að taka ríkt tillit til þess á hvern hátt starfsemi varnarliðsins breytist.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir áheyrendur!</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Framtíðarhlutverk Landhelgisgæslunnar er mér ofarlega í huga, þegar við komum saman hér í dag, til að kynnast merkum viðburðum úr sögu hennar. Í krafti sögunnar og þess mikla árangurs, sem náðst hefur við að friða Íslandsmið, er vissulega auðveldara en ella að vinna góðum málstað gæslunnar brautargengi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessa glæsilegu sögu á að kynna og þá, sem að henni komu. Er vel við hæfi að gera það í tengslum við hátíð hafsins og sjómannadaginn, því að hvergi á Landhelgisgæslan sér traustari málsvara en meðal sjómanna og fjölskyldna þeirra. Þar efast enginn um gildi þess, að allt sé gert, svo að öryggi sjófarenda sé sem mest. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil þakka þeim, sem beittu sér fyrir því, að til sýningarinnar var stofnað og lýsi sýninguna Þorskastríðin &#8211; lokaslagurinn opna með hamingjuóskum til þeirra, sem að henni standa.</FONT><BR><BR></UL>

2002-07-18 00:00:0018. júlí 2002Ræða dóms- og kirkjumálaráðherra við kynningu á skýrslu starfshóps um úrbætur á skemmtanahaldi á útihátíðum

<P><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">17.júlí 2002</FONT></I><BR><DIV ALIGN=center><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ræða dóms- og kirkjumálaráðherra við kynningu á skýrslu starfshóps sem falið var að gera tillögur um úrbætur á skemmtanahaldi á útihátíðum</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu tilheyrendur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér verður kynnt ný skýrsla sem unnin hefur verið á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um útihátíðir. Í ljósi þess að fjölmiðlar hafa sýnt þessu verkefni töluverðan áhuga var ákveðið að boða til þessarar kynningar hér í dag.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér er um að ræða margþætt viðfangsefni og því er mikilvægt að þær tillögur eða upplýsingar, sem fram koma í þessari skýrslu séu ekki slitnar úr samhengi eða að myndin, sem þar er dregin upp af verkefninu sé ekki blásin upp eða oftúlkuð.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Segja má að verslunarmannahelgin sé séríslenskt fyrirbæri, þrátt fyrir að í nokkrum nágrannalandanna séu langar helgar með mánudagsfríi yfir sumarmánuðina. Það er bæði gömul saga og ný að fólki ofbjóði sú mikla ölvun og atgangur sem oft á sér stað á útihátíðum. Fréttaflutningur um gróf kynferðisbrot, líkamsárásir og fíkniefni er ekki nýr af nálinni. Margoft hefur heyrst það viðhorf að skipulagðar útihátíðir af því tagi, þar sem unglingum sé safnað saman til margra sólarhringa drykkju með öllum þeim vandamálum sem slíkt hefur í för með sér, eigi ekki að láta viðgangast. Á móti má benda á, að ef engar útihátíðir væru skipulagðar, myndu unglingarnir samt sem áður safnast saman og neyta áfengis. Væru unglingarnir þá án eftirlits, aðhlynningar og öryggis sem þau búa við á vel skipulagðri hátíð.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fréttaflutningur af atburðum síðustu verslunarmannahelgar fór ekki fram hjá neinum. Fjöldi þeirra kynferðisbrota sem tilkynntur var þessa helgi er mikið áhyggjuefni. Í kjölfarið fundaði ég með fulltrúum lögregluyfirvalda, landlækni ásamt fulltrúum frá Neyðarmóttöku og Stígamótum þar sem farið var yfir stöðu mála. Í framhaldinu ákvað ég að koma á faglegum starfshópi til þess að fara yfir þennan málaflokk.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Jón Þór Ólason lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, var skipaður formaður starfshópsins. Aðrir meðlimir í starfshópnum voru, Rúna Jónsdóttir fræðslu- og kynningarfulltrúi hjá Stígamótum, tilnefnd af þeim samtökum, Karl Gauti Hjaltason sýslumaður í Vestmannaeyjum, tilnefndur af Sýslumannafélagi Íslands, Guðjón Hjörleifsson fráfarandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Eyrún B. Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn, tilnefndur af embætti ríkislögreglustjóra og Haukur Valdimarsson yfirlæknir, tilnefndur af embætti landlæknis. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Starfshópnum var falið það verkefni að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum og koma með tillögur varðandi undirbúningsferli og gæslu á þeim. Var starfshópnum einnig ætlað að skila tillögum hvernig samræma mætti enn frekar samstarf þeirra aðila sem koma að lög- og heilsugæslu á útihátíðum. Eins og við var að búast hefur starfshópurinn nú skilað vel unnum og góðum tillögum til úrbóta á þessu sviði, og leggur fram vandaða skýrslu hér í dag, sem að mínu mati er góður grundvöllur að frekari stefnumótun á þessu sviði. Það er auðvitað alltaf auðvelt að slá fram fullyrðingum um stórkostleg vandamál og kalla eftir einföldum lausnum. Það þjónar hins vegar sjaldnast miklum tilgangi eða gerir mikið gagn. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Ég hef fylgst náið með vinnu starfshópsins og kynnt mér þær tillögur sem lagðar eru fram hér í dag. Tillögurnar beinast margar að þáttum sem heyra undir verkefnasvið dómsmálaráðuneytinsins og munu fara í frekari úrvinnslu í ráðuneytinu. Aðrar varða önnur ráðuneyti og stofnanir og hljóta þar að fá vandaða skoðun. Tillögurnar eru margar hverjar athyglisverðar, en ljóst er að um ýmsar þeirra geta verið skiptar skoðanir. Ég ætla ekki að fjalla í ítarlegu máli um skýrsluna sem hér er til kynningar, en ég vil nefna hér nokkur áhersluatriði:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Starfshópurinn leggur áherslu á fastmótaðra samstarf þeirra aðila sem starfa við gæslu á útihátíðum og gerir ýmsar tillögur þar að lútandi. Að mínu mati er algjört lykilatriði að samstarf þeirra sem starfa að útihátíðum sé vel skipulagt enda hafa þessir aðilar oft þurft að vinna störf sín við erfiðar aðstæður. Með slíku samráði má koma í veg fyrir ýmis atriði sem misfarist hafa í undirbúningi, eða gera viðeigandi ráðstafanir til úrbóta vegna einhverra atvika sem upp koma á mótssvæði.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í skýrslunni er einnig að finna ítarlega umfjöllun um kynferðisbrot á útihátíðum enda eru þau einhver alvarlegustu brot sem framin eru á slíkum hátíðum. Oft kemur fram gagnrýni á hve fá mál eru kærð miðað við þau mál sem eru tilkynnt. Staðreyndin er sú að oft og tíðum er því miður ekki vitað hvern á að kæra. Enginn er til frásagnar um það hver hafi verið að verki eða ekki er hægt að bera kennsl á brotamann í mjög stuttum kynnum. Auðvelt er að hverfa inn í fjöldann á þeim útihátíðum þar sem mörg þúsund manns eru saman komin, kannski í niðamyrkri. Þá eru mál oft tilkynnt eða kærð mörgum mánuðum eftir lok útihátíðar og þá er oft erfiðara að rannsaka málin. Þá vil ég minna á þá staðreynd að ungur aldur og mikil áfengisneysla virðist einkenna þær aðstæður þar sem kynferðisbrot eru framin, þar sem viðnám brotaþola er þá lítið eða ekkert. Þá má einnig nefna til sektarkennd brotaþola. Það er von mín að skýrsla starfshópsins sé mikilvægt skref í þessum málaflokki. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef á undanförnum árum lagt stóraukna áherslu á fíkniefnavarnir tengdum útihátíðum. Tel ég að aukin samvinna lögregluliða í landinu undir stjórn ríkislögreglustjóra og betri undirbúningur og markvissara skipulag varðandi eftirlit lögreglu með fíkniefnum, hafi skilað góðum árangri á undanförnum árum. Áfram verður haldið á þeirri braut og enn verður hert á tökunum. Sýnileg löggæsla með þjálfaða fíkniefnahunda er að mínu mati mjög mikilvæg og hefur mikið forvarnargildi. Embætti ríkislögreglustjóra mun um komandi verslunarmannahelgi viðhafa sérstakan viðbúnað vegna þessa. Færanleg og sérþjálfuð teymi lögreglumanna með fíkniefnahunda munu fara milli helstu hátíðarsvæða og er um að ræða viðbót við þá löggæslu sem fyrir er á hátíðunum. Auk þess verða á næstunni boðaðar fleiri aðgerðir um stóreflda löggæslu um komandi verslunarmannahelgi, m.a. aðgerðir til þess að auka öryggi í umferðinni, þessa mestu ferðamannahelgi ársins.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá eru í skýrslunni athyglisverðar tillögur um skipulag hátíðarsvæðisins, sem virðast vel til þess fallnar að auka öryggi samkomugesta. Þá er einnig í skýrslunni að finna umfjöllun um skipulag löggæslu, lagaumhverfi, heilsugæslu, hollustuhætti, brunavarnir o.fl. sem nýtast mun í komandi vinnu. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og fram kemur í skýrslunni náðist ekki full samstaða í starfshópnum um útfærslu á tillögum nefndarinnar varðandi aldursmörk á útihátíðum og er sérálit minnihluta að finna í viðauka II. Meirihluti nefndarinnar leggja til að áfram eigi að miða aðgang ungmenna að útihátíðum án fylgdar forráðamanna við 16 ára aldur. Telur meirihluti nefndarinnar að með því að hækka aldursmarkið væri verið að bjóða þeirri hættu heim að unglingar safnist saman á óskipulögðum samkomum þar sem öryggi þeirra er lítið og þeir án eftirlits, aðhlynningar og öryggis sem þeir búa við á vel skipulagðri hátíð. Töldu umboðsmaður barna, forstjóri Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og embætti ríkislögreglustjóra að miða ætti við 16 ára aldurinn m.a. með vísan til ofangreindra raka. Eru þetta að mínu mati sterk rök fyrir því að miða áfram aðgang að útihátíðum við 16 ára aldur.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hluti nefndarmanna er hér á fundinum og og munu kynna efni hennar en ég er hins vegar tilbúin að svara þeim spurningum sem hér kunna að vakna.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil að lokum þakka starfshópnum fyrir mikla og góða vinnu, sem ég tel að muni verða okkur til mikils gagns við þá vinnu sem framundan er í þessum málaflokki. </FONT><BR><BR><BR><BR><BR><BR>

2002-06-20 00:00:0020. júní 2002Ávarp ráðherra vegna skýrslu um klám og vændi

<P><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">20. júní 2002</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"><p></FONT><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ræða dóms- og kirkjumálaráðherra við kynningu á skýrslu nefndar</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">sem falið var að gera tillögur um úrbætur vegna kláms og vændis</FONT></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu gestir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir rúmu ári var kynnt rannsókn á vændi á Íslandi og félagslegu umhverfi þess. Þessi rannsókn var unnin fyrir dómsmálaráðuneytið af fyrirtækinu Rannsóknum og greiningu. Vakti rannsóknin athygli enda var þar að finna haldgóðar upplýsingar um stöðu þessara mála hér á landi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Rannsóknin leiddi í ljós að vændi virðist þrífast í ýmsum myndum hér á landi, aðallega þó óskipulagt. Ekkert var þó hægt að meta umfang þess en í skýrslunni var dregin upp mynd af aðstæðum þeirra sem stunda vændi og fjallað um félagslegar aðstæður og bakgrunn einstaklinganna. Sérstök áhersla var í rannsókninni á ungt fólk sem aflar sér tekna með vændi, aðallega fyrir fíkniefnum. Einnig vöktu athygli vísbendingar um tengsl vændis við starfsemi nektardansstaða. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessi rannsókn var að mínum dómi mikilvæg af ýmsum ástæðum. Hún tók á máli sem farið hefur dult og legið í þagnargildi lengi, og fjallaði um málið án fórdóma eða öfga. Hún var einnig mikilvægt innlegg í almenna umræðu um þetta svið sem því miður hefur oft á tíðum ekki verið nægilega yfirveguð. Markmið rannsóknarinnar var því meðal annars að leggja grundvöll að málefnalegri umræðu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar niðurstöður umræddrar rannsóknar lágu fyrir kynnti ég einnig ákvörðun mína um að skipa nefnd sem hefði það hlutverk að gera tillögur um viðbrögð við þessum niðurstöðum. Var nefndinni falið að meta vandann frá þverfaglegum sjónarhóli. Meðal annars að fara yfir gildandi refsilög, stuðningsúrræði við þolendur og fleira. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég taldi þó ekki ástæðu til að bíða með nokkrar breytingar , og lagði því fyrir Alþingi fumvarp á síðasta starfsári þess um stækkun refsiramma fyrir vörslur barnakláms annars vegar og hins vegar ákvæði sem leggur bann við því að kaupa kynlífsþjónustu af ungmennum yngri en 18 ára. Þessar breytingar hafa nú tekið gildi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil jafnframt nefna að ég hef falið refsiréttarnefnd það verkefni að fara yfir þau ákvæði hegningarlaganna sem fjalla um kynferðisbrot gegn börnum. Sérstaklega finnst mér þörf á að skoða nánar þau ákvæði þar sem umráðamenn barna brjóta gegn trúnaði og trausti þess, en þá er jafnframt um að ræða töluverðan aldursmun á milli brotamanns og brotaþola. Er það mitt álit að hækka beri refsirammann í slíkum brotum og ennfremur taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að kveða á um lágmarksrefsingu þar að lútandi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari var skipaður formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn voru Þórólfur Þórlindsson, prófessor, skipaður án tilnefningar, Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, tilnefndur af Lögreglunni í Reykjavík, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, tilnefnd af samgönguráðherra, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tilnefndur af félagsmálaráðherra, Sigurður Guðmundsson, landlæknir, tilnefndur af Heilbrigðisráðherra, Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri, tilnefnd af Reykjavíkurborg. Dís Sigurgeirsdóttir, lögfræðingur úr dómsmálaráðuneytinu, var ritari nefndarinnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og við var að búast hefur nefndin nú skilað vel unnum og góðum tillögum til úrbóta á þessu sviði, og leggur fram vandaða skýrslu hér í dag. Ég hef fylgst vel með vinnu nefndarinnar og kynnt mér þær tillögur sem lagðar eru fram hér í dag. Tillögurnar beinast margar að þáttum sem heyra undir verkefnasvið dómsmálaráðuneytisins og munu fara í frekari úrvinnslu í ráðuneytinu. Aðrar varða önnur ráðuneyti og stofnanir og hljóta þar að að fá vandaða skoðun.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tillögur skýrslunnar verða teknar til frekari umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu og munu verða teknar til skoðunar hjá refsiréttarnefnd. Tillögurnar eru athyglisverðar, en ljóst er að um ýmsar þeirra geta verið skiptar skoðanir. Efni skýrslunnar verður kynnt nánar á eftir en ég vil byrja á því að nefna nokkur áhersluatriði:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nefndin leggur áherslu á mikilvægi forvarna annars vegar og stuðningsráðstafana við þá sem hafa leiðst út í vændi hins vegar. Er lagt til að komið verið á samráðsvettvangi þar sem unnið verði að forvörnum og hjálparúrræðum í takti við þær þarfir sem fyrir hendi eru hverju sinni.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nefndin leggur til að nýjar áherslur verði í löggjöf um klám og vændi. Lagt er til að fellt verði úr lögum ákvæði sem kveður á um refsinæmi þess að stunda vændi sér til framfærslu og jafnframt sett lög sem gera refsivert að bjóða til sölu kynlífsþjónustu á almannafæri. Réttilega er bent á þessum breytingum til stuðnings að núgildandi lög geta leitt til þess að þeir sem stunda vændi leiti sér síður aðstoðar, t.d. hjá lögreglu. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lagt er til að að almennt bann við dreifingu og birtingu á klámi verði afnumið en þess í stað verði lögð áhersla að uppræta gróft klám, svo sem barnaklám, dýraklám og ofbeldisfullt klám. Báðar þessar breytingar, varðandi vændi og klám, eru í takt við breytingar sem gerðar hafa verið í nágrannalöndum okkar og miða að því beina sjónum að vandamálum sem almenn samstaða er um að taka þurfi á.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Jafnframt eru athyglisverðar tillögur um verslun með fólk og innleiðingu sérstaks hegningarlaga ákvæðis sem taki á slíkri háttsemi, tillögur sem snúa að nektardansstöðum, klámefni á Netinu og alþjóðlegu samstarfi. Í skýrslunni er að finna umfjöllun um verslun með fólk og tillögur um úrbætur, svo sem hjálparúrræði og upplýsingagjöf.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég ætla ekki að fjalla í ítarlegu máli um skýrsluna sem hér er til kynningar. Nefndarmenn eru hér á fundinum og munu kynna efni hennar en ég er hins vegar tilbúin til þess að svara þeim spurningum hér kunna að vakna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil að lokum þakka nefndarmönnum fyrir mikla og góða vinnu, sem er mikilvægt innlegg inn í umfjöllun um vændi og klám á Íslandi og mun án nokkurs vafa skila okkur áleiðis á þessu sviði.</FONT><BR><BR><BR>

2002-04-26 00:00:0026. apríl 2002Forvarnarstarf - undirritun samnings

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Undirritun samnings dómsmálaráðuneytis, Sýslumannsins í Kópavogi og félagsmálayfirvalda um forvarnarstarf í fíkniefnamálum</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ræða dómsmálaráðherra </FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu gestir,</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér í dag er til undirritunar samningur sem markar nokkur tímamót. Með honum verður samstarf bæjaryfirvalda og lögreglu gert mun nánara, sem ég tel að geti leitt til þess að störf beggja aðila, félagsmálayfirvalda í Kópavogi og lögreglunnar hér í bænum, verði markvissara.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fíkniefnabölið er vandamál sem er Íslendingum áhyggjuefni og það er ekki að ófyrirsynju. Alltof margir einstaklingar eyðileggja líf sitt með ofneyslu fíkniefna og dapurlega mörg ofbeldisverk og önnnur afbrot eru framin undir áhrifum þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við náum ekki árangri í þessari baráttu nema með því að takast á við vandann með öllum þeim aðferðum sem okkur eru mögulegar og alls staðar þar sem hann birtist. Við verðum að leggja áherslu á löggæslu og tollgæslu, alþjóðlega samvinnu, meðferðarúrræði og síðast en ekki síst, forvarnir. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld einmitt unnið eftir þessari forskrift og uppskorið nokkurn árangur sem sýnir sig í könnunum um minnkandi neyslu kannabisefna í grunnskólum landsins. En betur má ef duga skal.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við þurfum enn að herða róðurinn og vona ég að með því samkomulagi sem hér verður ritað undir komist enn meiri kraftur í þessa baráttu hér í Kópavogi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef sagt það áður að þörf sé á því að fjölga lögreglumönnum í Kópavogi, enda hefur á síðustu árum verið bætt við fjárveitingum til embættisins hér í Kópavogi til þess að fjölga í lögreglunni. Ég tel að halda þurfi áfram að efla lögregluna hér í Kópavogi og mun ég vinna að því.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það samkomulag sem hér liggur fyrir felur í sér að einn starfsmaður félagsþjónustu bæjarins hafi aðsetur hjá lögreglunni, hafi aðgang að upplýsingum hennar, samskiptakerfi lögreglunnar og hafi nána samvinnu um fræðslu í skólunum og eftirlit með ungmennum. Við vitum öll hve mikilvægt er að grípa snemma inn í þegar ungmenni byrja að leiðast út í fíkniefnaneyslu. Það getur ráðið úrslitum í lífi þess einstaklings. Þetta fyrirkomulag sem hér er komið á getur aukið til muna möguleika félagsþjónustunnar til þess, enda verður upplýsingaflæði meira og skilvirkara.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er ljóst að nánast umhverfi ungmenna ræður mestu um það hvort þau leiðast á glapstigu fíkniefnanna eða ekki. Vinahópurinn, sambandið við foreldrana, félagsstarfið og skólinn eru allt þættir sem sköpum skipta. Mikilvægasta forvarnarstarfið felst í því að þessar stofnanir, -nærsamfélagið -, slái skjaldborg um ungemennin og brynji þau fyrir þeim straumum samtímans sem ekki þykja æskilegir. Í þeim efnum getur bæjarfélagið og lögreglan haft lykiláhrif á að vel takist til.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil þakka þeim sérstaklega sem komið hafa að því að undirbúa þetta samkomulag, vil ég þar sérstaklega nefna þá Þorleif Pálsson sýslumann, Sigurð Geirdal bæjarstjóra og Gunnar Birgisson, forseta bæjarstjórnar og alþingismann.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er auðvitað svo að menn ná mestum árangri með samvinnu, eins og þetta samkomulag er gott dæmi um. Ég vil að lokum þakka bæjarfélaginu sérstaklega fyrir uppbyggilega samvinnu og samstarf sem ber ávöxt í þessu samkomulagi.</FONT><BR><BR><BR><BR>

2002-04-26 00:00:0026. apríl 2002The need for Policy and Co-ordinated Efforts - Minister's address

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">The need for Policy and Co-ordinated Efforts</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Address by the Icelandic Minister of Justice at the European Cities Against Drugs Conference in Reykjavík.</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">April 26, 2002</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ladies and Gentlemen,</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">It is both an honour and a pleasure for me to be able to speak to you here today and make my contribution to the fight against drugs. I should like to take this opportunity of welcoming our guests from overseas to this conference and to our country. I hope your stay here will be both profitable and enjoyable. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">I have given my talk the title: "The Need for Policy and Co-ordinated Efforts in the Fight against Drugs." I think everyone will agree that the need is clear in both these areas.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Co-ordinated efforts by governments in the fight against drugs are obviously an absolute prerequisite for success. This applies particularly to police investigations into drug-trafficking operations where they spread across more than one country. The trend in recent years has been for international boundaries to open up, and international criminal organisations have exploited the opportunities this has given for sending drugs between countries. This is an international problem that can only be tackled successfully through international cooperation. Close co-operation between police authorities is particularly important here, as has been shown by the results achieved by Interpol and cooperation between the police and customs authorities in the Nordic countries. We also expect that the Schengen Agreement, and the co-operation agreement with Interpol that was signed last year, will produce further results in this area.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">What is no less important is that states should exchange ideas on ways to tackle other aspects of the drug problem and share their experience, for example regarding ways of reducing the harmful social effects of drug abuse, methods of prevention and approaches to rehabilitation. Regarding international involvement in this area, I should mention that Iceland has joined the Council of Europe's Pompidou programme. This is a broadly-based co-operative forum that addresses all aspects of the drug problem. My hope is that our work with the other states in the Pompidou programme will be of great benefit to the Icelandic authorities in all fields: policing, social affairs and the health services. Experts in these three main fields, which are most affected by drug-related problems, must be involved in evolving a co-ordinated policy on how the authorities can best deal with the drug threat. </FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">I would also like to stress the importance of co-operation between the police and the local communities, especially concerning prevention. As an example of this approach I would like to mention a new initiative which will be introduced later today. I will formally sign an agreement between the police and the second biggest town in Iceland, Kópavogur, on co-operation in the field of prevention against drug abuse. The agreement will guarantee much closer co-operation and hopefully better results.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">On the question of policy in combating drugs, giving additional resources to the police and the customs authorities is an effective way of clamping down on the import and sale of dangerous substances. In accordance with Icelandic government policy, the number of police and customs officers has been increased, their working facilities and technical resources have been upgraded and they have received additional training, both at the Police College and with the assistance of police officers from the USA and European countries. The Narcotics Division of the Reykjavík Police has been expanded, with staff being added both to the division's team of detectives and to the police involved in special on-the-street surveillance. More customs inspection officers have also been put on duty at points of entry into the country, for example at Keflavík Airport. Police operations directed at the drug problem have also been stepped up in the rural areas. Special police involved both in investigations and preventive work are posted with the local police forces all around the country. They work closely together in a number of ways, and this arrangement has produced very good results. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">The number of policemen dealing specifically with the drug problem has more than doubled over the past five years. I should also mention that sniffer dogs have been added to the rural police forces, and there are now far more of these dogs in the country than there were five years ago. All this represents a considerable upgrading of anti-drug policing in Iceland in recent years.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">The police have achieved great successes in the wake of these improvements and structural changes, and a lot of drug-smuggling operations have been uncovered and investigated, as has been reported in the media. Greater quantities of drugs have been confiscated in recent months than ever before, and on the basis of their surveys of market prices, the police believe they have succeeded in keeping the supply of drugs in check. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">But there are many other aspects of the problem that must be borne in mind in connection with policymaking. The Icelandic authorities have recently been giving more attention to the question of how best to use the time that offenders spend in prison to help them to break free of their addiction, whether this is to drugs or alcohol. The fact is that many types of crime are the related to drug or alcohol abuse, and many white-collar crimes are committed by drug addicts as a way of financing their expensive addictions. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">It can be taken for granted that a drug addict who receives no help or encouragement to shake off his addiction to drugs while serving a prison sentence will run a high risk of becoming ensnared in crime once again after he is released. This means he has no hope of going straight and will be caught in a vicious circle of repeated offences and spells in prison. It is also an unfortunate fact that drugs make their way into the prisons, with the result that offenders continue to abuse drugs during their sentences. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">This situation calls for urgent action, and I aim to see to it that it receives attention. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">There has been a turn of the tide in preventive work against drugs in recent years, not least in connection with the "Iceland Without Drugs" programme and the establishment of the Alcohol and Drug Abuse Prevention Council and the Drug Abuse Prevention Fund, which has done good work. Obviously, success will depend on whether or not we manage to bring about a systematic reduction in the demand for drugs. For this reason, we must regard it as our priority to apply a wider range of preventive measures and treatment opportunities, and this is something we must give more attention to in the years ahead. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">A lot more has been done recently to research and document the extent of the drug problem, including an examination of the situation among schoolchildren in the final years of compulsory schooling. Surveys have shown that smoking, drinking and cannabis consumption by teenagers have been on the decline in the past few years. In my view, this is a clear indication that the measures we have taken to combat drug abuse over the past five years have produced significant results. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">---</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">We sometimes hear the pessimistic view that the battle has already been lost. Those who believe this point out that when all is said and done, drug abuse is still a common and serious problem throughout society. Admittedly, the abuse of various substances is a common problem in Iceland, and no final victory is in sight. However, this criticism is of very limited value, and does not justify giving up the struggle. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">We can ask ourselves these questions: How would things be now if drugs had been allowed to pour into the country without any resistance, and if nothing had been done to warn people about the dangers of addiction? Where would we be now if nothing had been done to build up the police drug squads, to provide more treatment facilities and to increase preventive action? Those who find fault with the situation as it is today and call for a change of policy must first answer these questions and then explain what would have been gained by following the opposite policy. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">---</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Over the past few years the Icelandic government has been deliberately working to step up the fight against drugs on all fronts, and there are clear indications that these efforts are producing results.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Firstly, the police have achieved visible successes and are more active. Secondly, drug and alcohol abuse by children of school age appears to be on the decline. And last but not least, it should be pointed out that so far no cases of heroin abuse have been known in Iceland. Heroin is one of the most dangerous drugs, and its abuse has been becoming steadily more of a problem in some of our neighbouring countries. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">To some extent, it is reasonable to attribute these successes to the government's policy and the measures it has taken, both as regards preventive action and law enforcement.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Considering the prospects for the future, I believe we have used the past few years to lay down a firm foundation for action against drugs. Our future vision must be of an Iceland without drugs. We cannot accept the view that that drugs should be a part of our world, and we do not intend to give an inch in the struggle against them. </FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Finally, I should like to thank all those involved in organising this conference. The fight against drugs is one in which people all over the whole world are involved, and a conference like this one gives us a good opportunity to harmonise our efforts and make plans for the next move in the campaign. We must not rest on our laurels.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Thank you.</FONT><BR><BR>

2002-04-17 00:00:0017. apríl 2002Landsþing Landssambands lögreglumanna

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp dómsmálaráðherra á 24. landsþingi Landssambands lögreglumanna í Munaðarnesi 15. apríl 2002 .</FONT><BR></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu lögreglumenn og aðrir gestir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er mér í senn heiður og ánægja að þiggja boð ykkar um að ávarpa 24. þing Landssambands lögreglumanna sem hefst hér í Munaðarnesi í dag. Ég met það mikils að eiga gott samstarf við alla lögreglumenn í landinu enda fara markmið okkar og áherslur saman á mörgum sviðum. Tækifæri til að ávarpa ykkur hér í dag er því kærkomið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mikil umræða hefur verið að undanförnu um lögregluna á Íslandi og stöðu hennar. Umræða um lögregluna er ekki ný af nálinni og eðlilegt að menn hafi skoðanir á lögreglunni og hennar störfum, enda snertir starfsemi lögreglunnar alla landsmenn með einum eða öðrum hætti. Pólitísk umræða um lögregluna er oft á tíðum fyrirferðarmikil, enda hefur varla liðið sá vetur að ekki hafi komið fram spurningar eða skýrslubeiðnir á Alþingi um málefni lögreglunnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umræða af þessu tagi er að sjálfsögðu af hinu góða almennt séð, það er nauðsynlegt að allir séu vel upplýstir um lögregluna, hvernig hún sinnir sínu starfi og að menn ræði hugmyndir um hvernig unnt er að efla starfsemi hennar. Það veldur mér hins vegar áhyggjum þegar gengið er of langt í hinni pólitísku umræðu og fullyrðingum varpað fram um stöðu lögreglunnar sem lítið sem ekkert stendur á bak við. Fullyrðingar um að lögreglan sinni illa eða ekki því meginhlutverki sínu að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu eru alvarlegar fullyrðingar sem ávallt eru skoðaðar ofan í kjölinn. Fullyrðingar af þessu tagi eru til þess fallnar að valda ótta meðal fólks um eigið öryggi og fólk hlustar þegar málsmetandi stjórnmálamenn setja slíkt fram. Því er ábyrgð þeirra mikil á því að fullyrðingar um lögreglan sinni ekki sínum störfum séu réttar, en því miður er það reynsla mín að í of mörgum tilvikum er ekki stuðst við fullnægjandi rök.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Undanfarnar vikur hefur verið unnið að ítarlegri skýrslu í dómsmálaráðuneytinu, í náinni samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og lögregluliðin í landinu, um stöðu og þróun löggæslu samkvæmt beiðni frá Alþingi. Ígreinargerð með skýrslubeiðninni má sjá ýmsar fullyrðingar sem við nánari skoðun eiga ekki við rök að styðjast. Þar er til dæmis fullyrt að niðurskurður hafi verið á framlögum til löggæslu á undanförnum árum og að lögreglumönnum hafi fækkað verulega. Hvorug af þessum fullyrðingum er rétt. Umtalsverð raunhækkun hefur orðið á framlögum til löggæslu á síðustu árum sem og fjölgun lögreglumanna. Það er auðvitað ekki rétt að ég fjalli ítarlega um skýrslu þessa hér, hún var í dag formlega send Alþingi og hefur því ekki komið fyrir augu þingmanna enn sem komið er, en ég hvet ykkur öll til að kynna ykkur skýrsluna, því þar er margt athyglisvert að sjá.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og þið lögreglumenn þekkið best allra hafa umtalsverðar breytingar orðið á skipulagi löggæslu hér á landi á síðustu árum. Töluverð reynsla er komin á lögreglulögin sem öðluðust gildi árið 1997 og er það mat mitt og vonandi ykkar einnig að með þeim hafi verið stigið mikilvægt framfaraspor sem orðið hafi lögreglunni í landinu til framdráttar. Ýmis fleiri framfaraspor fylgdu í kjölfar lögreglulaganna. Í greinargerð með frumvarpi til lögreglulaga var sérstaklega fjallað um tvö atriði sem sérstaklega þyrfti að huga að og var annars vegar um að ræða bætta stöðu kvenna innan lögreglunnar og hins vegar aldur lögreglumanna. Hvað hið fyrrnefnda varðar er óhætt að segja að á þeim árum sem liðin eru frá gildistöku laganna hafi orðið mikil breyting á stöðu kvenna innan lögreglunnar. Ríflega helmingi fleiri konur eru nú í starfi innan lögreglunnar en fyrir fimm árum síðan og er hlutfall kvenna í lögreglunni í dag rúmlega 9%. Af nemendum sem nú stunda nám við Lögregluskólann er þriðjungur konur og því fyrirsjáanlegt að hlutfall kvenna í lögreglu muni áfram aukast. Hvað varðar aldur lögreglumanna þá hefur verið unnið að því hörðum höndum undanfarin ár að ná fram lækkun á hámarksaldri lögreglumanna. Nú sér vonandi fyrir endann á þeirri vinnu, en frumvörp til breytinga á lögum eru til umræðu á Alþingi og niðurstöðu að vænta á allra næstu dögum. Margt fleira mætti einnig nefna af framfaramálum innan lögreglunnar á liðnum árum, en ég læt hér staðar numið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eitt af þeim málefnum sem Landssamband lögreglumanna beinir nú sjónum að er ofbeldi gegn lögreglumönnum. Ég er sammála því að þar eru á ferðinni alvarleg afbrot sem taka ber hart á í réttarvörslukerfinu enda kveða almenn hegningarlögin á um sérstaka réttarvernd í slíkum tilvikum. Í þeirri skýrslu til Alþingis sem ég gat um kemur fram að aukning hafi sem betur fer ekki orðið á þessum brotum á allra síðustu misserum. Þó er ljóst að ýmislegt í samfélag samtímans eykur hætturnar sem fylgja lögreglustarfinu, svo sem fíkniefnaneysla. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur tekið þetta viðfangsefni til sérstakrar skoðunar og bind ég vonir við sú vinna geti skilað okkur áleiðis að því sameiginlega markmiði okkar, að tryggja lögreglumönnum öruggara starfsumhverfi. Í þessum samhengi er ástæða til þess að fagna því að samkomulag hafi náðst milli ríkis og lögreglumanna um tryggingamál.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Krafa Landssambands lögreglumanna um að einungis menntaðir lögreglumenn fái að starfa í lögrelgunni er rétt og eðlileg og í samræmi við mín viðhorf. Það verður hins vegar að horfast í augu við það að enn er skortur á menntuðum lögreglumönnum til starfa, sérstaklega á landsbyggðinni. Það góða uppbyggingarstarf sem unnið er í Lögregluskólanum leiðir vonandi fljótlega til þess að allir lögreglumenn í landinu verði menntaðir til starfsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hvað varðar alþjóðlega samvinnu þá hefur Ísland aðkomu að starfi Evrópska lögregluskólans, sem í dag er net lögregluskóla í ríkjum Evrópusambandsins, á Íslandi og Noregi. Við munum fylgjast náið með þróun mála á þessum vettvangi, það er sannfæring mín að samstarf af þessu tagi geti skilað okkur góðum árangri.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það eru mörg atriði innan lögreglunnar sem hafa fyllt mig stolti á íslenskum lögreglumönnum á þeim tíma sem ég hef gegnt embætti dómsmálaráðherra. Nefna má frammistöðu lögreglunnar við rannsóknir alvarlegra afbrota, góðan árangur við rannsóknir ýmissa fíkniefnamála, hverfalöggæslu, árangursríka samvinnu við sveitarfélög í forvarnamálum og aukið umferðareftirlit. Síðast en ekki síst má nefna niðurstöður í alþjóðlegum úttektum á starfsemi lögreglunnar í tengslum við þátttöku okkar í Schengen samstarfinu, þar sem undirbúningur lögreglunnar undir þátttöku í þessu samstarfi sem fram fór undir yfirstjórn lögregluskólans svo og skipulag alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hlaut sérstakt lof og vakti mikla athygli alþjóðlegra úttektarnefnda. Það gladdi mig einnig mjög hversu mikið traust Íslendingar bera til lögreglunnar í landinu. Í nýlegri skoðanakönnun Gallup kom í ljós að ríflega 70% landsmanna bera traust til lögreglunnar, og nýtur einungis Háskóli Íslands meira trausts af opinberum aðilum. Þetta er niðurstaða sem íslenskir lögreglumenn geta verið mjög stoltir af og sýnir svo ekki verður um villst að staða lögreglunnar í landinu er sterk.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að síðustu vil ég nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórn ánægjulegt samstarf á liðnum árum og þá sérstaklega Jónasi Magnússyni fráfarandi formanni, sem nú lætur af formennsku eftir margra ára farsælt starf í forystusveit lögreglumanna. </FONT><BR><BR><BR><BR>

2002-02-07 00:00:0007. febrúar 2002Ávarp dómsmálaráðherra á blaðamannafundi vegna umferðaröryggisáætlunar

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp dómsmálaráðherra á blaðamannafundi vegna umferðaröryggisáætlunar </FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">þann 6. febrúar 2002. </FONT></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu gestir</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með ályktun Alþingis árið 1996 um umferðaröryggisáætlun var ákveðið að byggja starf okkar í umferðaröryggismálum á stefnumótun til lengri tíma. Gerð var áætlun sem náði til ársins 2001 þar sem sett voru ákveðin markmið og áætlun um aðgerðir til þess að ná þeim. Í kjölfarið urðu vinnubrögð á þessu sviði markvissari og skipulegri og sambærileg því sem tíðkast í nágrannaríkjum okkar. Enn er þó brýn þörf á að gera betur því tjón á mönnum og munum í umferðinni er stórfellt og langtum meira en við getum sætt okkur við.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með umferðaröryggisáætlun sem gekk í gildi árið 1997 var sett markmið um að færri en 200 myndu slasast alvarlega eða látast í umferðinni á ári fyrir lok viðmiðunartímabilsins. Meðaltal síðustu fjögurra ára þar á undan var 278 látnir eða alvarlega slasaðir. Í stuttu máli náðist þetta markmið á árinu 2001 þrátt fyrir að veruleg aukning hafi orðið á bifreiðaeign og þar með magni umferðar í landinu. Ég tel að þessi þróun bendi óneitanlega til þess að árangur hafi náðst eins og að var stefnt og það megi rekja til ýmissa þátta, svo sem aukins eftirlits lögreglu, hertra viðurlaga, en sektir voru hækkaðar verulega áliðnu sumri, bættrar ökukennslu, áróðurs, aukinnar vitundar meðal almennings og síðast en ekki síst til þess að unnið var eftir skýrri framtíðarsýn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú er lögð fram ný áætlun um aukið umferðaröryggi sem mynda á rammann um starf okkar á þessu sviði næstu 10 árin. Stefnan er sett á að Ísland verði orðið fyrirmyndarland í umferðinni fyrir árið 2012. Það er metnaðarfullt markmið en alls ekki fráleitt. Ný markmið um fækkun slysa eru sett fram og áætlun um aðgerðir til þess að þau verði að veruleika innan áratugar. Starfshópur sem ég skipaði til þess að vinna að þessu verkefni lauk nýlega gerð tillagna um umferðaröryggisáætlun fyrir tímabilið 2002 til 2012. Í starfshópnum voru Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, formaður sem kynna um skýrsluna nánar hér á eftir, Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík og Rögnvaldur Jónsson framkvæmdastjóri tæknisviðs Vegagerðarinnar. Áður hafði Umferðaröryggisnefndin, sem lauk störfum í árslok 2000, skilað drögum að áætluninni sem meðal annars voru tekin til umræðu á Umferðarþingi 2000. Í nefndinni áttu sæti Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs, Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlendingaeftirlitsins og og Rögnvaldur Jónsson framkvæmdastjóri tæknisviðs Vegagerðarinnar. Er ástæða til þess að þakka þessum einstaklingum fyrir þeirra vinnu og öðrum sem komið hafa að þessu verki, svo sem starfsmenn Umferðarráðs.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í skýrslu starfshópsins er áhersluatriðum og tillögum hópsins skipt upp í átta kafla sem eru eftirfarandi:</FONT><BR><UL><UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Skipan umferðaröryggisstarfsins.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Öruggari hraði.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Bílbelti - öryggisbúnaður.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Öruggari ökumenn - ökunám, endurmenntun og ökupróf.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Áfengi, lyf - þreyta.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6. Öruggari vegir, götur og umhverfi vega.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">7. Auknar forvarnir - löggæsla, fullnusta og upplýsingar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">8. Aðrar tillögur starfshópsins.</FONT><BR></UL></UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í upphafi hvers kafla eru helstu áhersluatriði og tillögur listaðar upp og síðan er nánar fjallað um hvert og eitt atriði í kaflanum. Í tillögum starfshópsins sem undirbúið hefur þessa áætlun er því eins og sjá má tekið á öllum helstu viðfangsefnum sem varða umferðaröryggi. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að stefna sem þessi á ávallt að vera til endurskoðunar, enda er lagt upp með það í skýrslunni að á hverju ári taki Alþingi til umfjöllunar árangur liðins árs og fjalli um aðgerðaáætlun næsta árs. Tillögur starfshópsins mynda ákveðin ramma utan um það starf sem framundan er, þó einstakar tillögur séu ef til vill umdeilanlegar og þurfi frekari skoðun.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samhliða þessari skýrslu verður lögð fram tillaga til þingsályktunar þar sem lagt verður til í samræmi við skýrslu starfshópsins að stefnt skuli að 40% fækkun alvarlegra umferðaslysa fyrir lok ársins 2012 miðað við þann árangur sem náðist á gildistíma síðustu umferðaröryggisáætlunar. Ríkisstjórn Íslands samþykkti þessa tillögu á fundi sínum í morgun. Stefnt er að því takmarki fyrir árið 2012 að færri en 120 látist eða slasist alvarlega í umferðinni árlega. Ef þetta markmið næst yrðum við vissulega fyrirmyndarland í alþjóðlegu samhengi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ein af tillögum starfshóps um Umferðaröryggisáætlun snýr að eflingu slysarannsókna og Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Á síðustu árum hefur sú nefnd unnið mikilvægt frumkvöðlastarf í rannsóknum dauðaslysa hér á landi. Í samræmi við tillögur þeirrar nefndar hef ég ákveðið í samráði við heilbrigðisráðherra að setja á fót nefnd til þess að fara yfir heildarskipulag á viðbúnaði samfélagsins vegna slysa. Hópurinn á að fjalla um stjórn og samræmingu aðgerða bæði á vettvangi og fyrir landið í heild, um þjálfun heilbrigðisstarfsmanna í meðhöndlun slasaðra, einkum viðbrögðum á vettvangi og aðra þætti í skipulögðum viðbrögðum þjóðfélagsins vegna slysa með það að markmiði að hér á landi verði komið á heildarskipulagi á þessu sviði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Formaður starfshópsins verður Jón Baldursson, yfirlæknir, en auk þess er tilnefna Almannavarnir ríkisins, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ríkislögreglustjóri fulltrúa í hópinn og heilbrigðis- og tyggingamálaráðuneyti tvo fulltrúa.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Önnur af tillögum starfshópsins er að þjálfun og aðhald að ungum ökumönnum verði aukið, m.a. með stigskiptu ökunámi með endurmenntun og akstursmati. Þessi tillaga er í samræmi við niðurstöður nefndar undir forystu Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, formanns allsherjarnefndar alþingis, sem skilaði skýrslu til mín á síðasta ári. Lagafrumvarp sem snýr að þessu er í vinnslu innan ráðuneytisins og verður væntanlega til umfjöllunar á Alþingi í vor.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mikið verk er fyrir höndum á sviði umferðaröryggismála og brýnt að málefnið fái þann stuðning sem nauðsynlegur er svo árangurinn sem stefnt er að náist, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna. Þó má aldrei gleymast í umræðu um umferðaröryggismál að það eru fyrst og síðast ökumenn sjálfir sem ráða því hve öruggt er að fara um götur og vegi landsins. Á endanum er það því í höndum okkar ökumanna að tryggja að Ísland verði fyrirmyndarland í umferðinni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og ég sagði áðan mun Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðaráðs gera nánari grein fyrir tillögum starfshópsins. Einng er hér með okkur Þóra Ásgeirsdóttir frá IMG-Gallup sem gera mun grein fyrir skoðanakönnun sem Vegagerðin, Umferðarráð og embætti Ríkislögreglustjóra stóðu fyrir um umferðarmálefni.</FONT><BR><BR><BR>

2002-02-06 00:00:0006. febrúar 2002Réttarheimild.is. Ræða dómsmálaráðherra við kynningu á nýrri heimasíðu

<P><BR>Góðir gestir<BR><BR>Ég vil byrja á því að bjóða ykkur öll velkomin. Hér í dag verður opnaður vefurinn rettarheimild.is. Honum er ætlað að vera heildstæð yfirlitssíða, þar sem aðgengilegar verða upplýsingar fyrir leika sem lærða um lög og rétt.<BR><BR>Á honum er að finna tengingar við aðrar síður sem birta slíkar upplýsingar, svo sem heimasíðu Alþingis og Hæstaréttar. En einnig verða þar upplýsingar sem hvergi er að finna annars staðar á Veraldarvefnum. Ber þar hæst heildarsafn gildandi reglurgerða.Vefurinn er auðvitað ekki tæmandi heimild um lög og rétt á Íslandi en hann verður án vafa gagnlegur fyrir þá sem leita upplýsinga um réttarstöðu sína.<BR><BR>Ein af mikilvægustu stoðum réttarríkisins er aðgangur almennings um upplýsingar um lög og rétt. Í aldanna rás hefur verið reynt að tryggja þennan aðgang með birtingu laga. <BR><BR>Til forna var það gert með upplestri laga á þingum þar sem fjöldi manna koma saman, þannig voru þau sögð upp af lögsögumanni á Alþingi að Lögbergi og í héraði á leiðarþingum sem goðar héldu. Í þá daga þurftu menn að treysta á munnlega geymd réttarins öðru fremur. Þegar prenttæknin nær fótfestu verða lög smám saman tiltæk almenningi í rituðu máli og ákvæði um birtingu laga var síðan tekið inn í nýja stjórnarskrá árið 1874 og hefur síðan verið skilyrði fyrir gildistöku laga.<BR><BR>Ég tel hins vegar að með nokkrum sanni megi fullyrða að fyrst með birtingu réttarheimilda á veraldarvefnum hafi aðgengi almennings orðið mjög gott. Netið hefur gert leit að lagatextum og dómafordæmum miklu einfaldari en áður var. Mörgum hefur sjálfsagt ekki þótt árennilegt að grúska í stjórnartíðindum eða dómasafni Hæstaréttar til þess að finna viðeigandi lagareglur og fordæmi.<BR><BR>Arnar Þór Jónsson, aðstoðarmaður Hæstaréttardómara, mun kynna hér á eftir betur hvað finna má á heimasíðunni. Hann var formaður nefndar sem ég skipaði haustið 1999 til þess að fjalla um miðlun lagagagna á netinu, en heimasíðan er afrakstur þeirrar vinnu.<BR></P>

2002-01-23 00:00:0023. janúar 2002Ávarp dóms- og kirkjumálaráðherra á kynningarfundi um verkefnið Öruggt spjall

<DIV ALIGN=center><P><A HREF="http://www.ismennt.is/spjall/"><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Öruggt spjall</FONT></A><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp dóms- og kirkjumálaráðherra á kynningarfundi um verkefnið</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> flutt í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">23.1.2002.</FONT></B><BR></DIV><BR><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Borgarstjóri,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">góðir gestir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil bjóða ykkur velkomin til kynningar á nýju verkefni sem nefnist ,,Öruggt spjall}}. Markmið þess er að vekja börn og foreldra þeirra til vitundar um þær hættur sem leynst geta á Internetinu. Við erum auðvitað öll ánægð með hve tölvunotkun og netsamskipti eru útbreidd meðal landsmanna, en engu að síður er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að þessi nýi heimur á sínar dökku hliðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Verkefnið kemur upprunalega frá Danmörku þar sem það kallast ,,Sikker chat}} og með góðfúslegu leyfi þeirra lítur nú dagsins ljós íslensk útgáfa sem ber yfirskriftina ,,Öruggt spjall}}, eins og áður sagði..Upphaf þessa verkefnis má rekja til þess að Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, sótti fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins fund stjórna afbrotavarnaráðanna á Norðurlöndum, en þar kynntu Danir þetta verkefni sem þá var í undirbúningi. Fékk verkefnið góðar viðtökur hér heima og óskaði dómsmálaráðuneytið eftir því að lögreglan kannaði hvort ástæða væri til þess að ýta sambærilegu verkefni af stað hér á landi. Þess má geta að aðrar Norðurlandaþjóðir hafa í kjölfarið farið svipaðar leiðir, hafa Norðmenn t.d. nú þegar sett slíkt verkefni af stað.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Verkefnið ,,Öruggt spjall" er samstarfsverkefni nokkur aðila. Að því standa embætti Ríkislögreglustjóra, Lögreglan í Reykjavík, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, SKÝRR hf. og Umboðsmaður barna. Verkefnið felst meðal annars í útgáfu veggspjalds og bæklings sem hafa að geyma skilaboð til barna og ungmenna um að gæta sín í samkiptum við ókunnuga á Netinu. Bæklingnum verður dreift til allra grunnskólabarna í 7., 8. og 9. bekk og veggspjaldinu í grunnskólum landsins og félagsmiðstöðvum. En verkefnið verður kynnt hér nánar af borgarstjóra og fulltrúum lögreglunnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Netið hefur opnað okkur nýjar og spennandi leiðir til þess að hafa samskipti með skjótvirkari hætti en áður. Við þekkjum það líka öll að börn og ungmenni hafa verið fljót að tileinka sér þessar nýjungar og standa oft foreldrum sínum langt um framar í þessum efnum. Einmitt af þeim sökum verður aðhald og ráðgjöf foreldra ef til vill ekki eins markviss og á öðrum sviðum. Því er foreldrum ráðlagt að setja sig inn í þessa tækni til þess að geta leiðbeint börnum sínum og fylgst með því hvers konar efni þau sækja í á Netinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er kunnugt að barnaníðingar reyna að komast í samband við börn á svokölluðum spjallrásum. Með því að fylgja þeim varúðarreglum sem kynntar eru í þessu verkefni sem beint er til barna og foreldra þeirra geta börn sneitt hjá þeirri hættu og átt öruggt spjall á Netinu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil að lokum þakka ykkur fyrir komuna og gef borgarstjóra orðið.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><A HREF="http://www.ismennt.is/spjall/"><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Öruggt spjall - tenging</FONT></A></DIV><BR><BR><BR><BR><BR><BR>

2001-11-29 00:00:0029. nóvember 2001Setning málþings um kynþáttafordóma og útlendingahatur

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Nordisk seminarium om kampen mod rasisme og fremmedfjendtligheder</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">29.11.2001</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Departementchefens velkomsthilsen </FONT></B><BR><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kære seminariumdeltagere</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Jeg bringer Jer en varm hilsen fra justitsminister Sólveig Pétursdóttir samtidig med at jeg byder denne fortræffelige gruppe velkommen til dette nordiske seminarium her i Island.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekspertgruppen som har beskæftiget sig med at undersøge, samordne og samarbejde omkring indsatsen og kampen mod rasisme og fremmedfjendtligheder, har nu arbejdet i 3 år og har udført rigtig godt arbejde. I løbet af kort stykke tid vil vi få at se den rapport som gruppen har udarbejdet, og som delvis kommer at bygge på diskussioner som I -deltagerne i seminariet - bidrager med i dag og i morgen. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vores nordiske samfund som tidligere var temmelig lukkede og homogene, har i løbet at forholdsvis kort tid ændret sig kolossalt, og de er blevet meget åbne og mulitkulturelle. Det skulle derfor ikke komme bag på os at der er sket en udvikling der indebærer rasisme og fremmedfjendtligheder. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Det er meget vigtigt at udveksle information og følge med i udviklingen og forsøge at ko-ordinere vores kræfter i sådanne tilfælde, fordi det må være vores mål at sikre at alle samfundets borgere nyder samme ret og at de ikke lider på grund af degradernede holdninger hos ekstremistiske grupper der prøver at hæve sig selv på andres bekostning med rasisme og udlændingehad under det motto at: </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">det at være anderledes end vi er, det er at være en fjende.</FONT></I><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vi har længe næret det håb at vi eventuelt i vores demokratiske og oplyste samfund kunne være fri for denne slags yderligtgående grupper, men det har vist sig at det slet ikke er tilfældet. Vi er derfor nødt til at holde vores årvågenhed og vi må følge godt med situationen og udviklingen og slå til når det behøves. Vi har stor tro på at de forslag og rekommendationer som gruppen kommer med, kan danne et solidt grundlag for det nordiske samarbejde fremover og som vil forebygge og bekæmpe rasistisk og fremmedfjendtlig og nazisitisk kriminalitet.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Jeg håber at Jeres ophold her i landet i denne mørketid af året må blive godt og behageligt. Jeg er også overbevidst om at seminariets bidrag til den kommende rapport, vil gøre den endnu bedre. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Jeg erklærer seminariet for at være åbnet.</FONT><BR><BR><BR>

2001-10-30 00:00:0030. október 2001Ávarp við opnun á vefsíðu Barnaheilla

<div align="center"> <p>Opnun á <a href="http://www.barnaheill.is">vefsíðu Barnaheilla</a> "Stöðvum barnaklám á netinu"<br /> <br /> 30. október 2001.<br /> <br /> <strong>Ávarp dómsmálaráðherra</strong></p> </div> <p align="justify"><br /> <br /> <br /> Ágætu gestir.<br /> <br /> Það er mér sérstök ánægja og heiður að fá að vera hér í dag og fylgja úr hlaði þessu áhugaverða og góða framtaki Barnaheilla gegn barnaklámi á netinu, sem Guðbjörg Björnsdóttir formaður Barnaheilla gerði grein fyrir hér áðan. Hér er um þarft verkefni að ræða sem verður án efa mikilvægur hlekkur í baráttu okkar allra gegn barnaklámi, framleiðslu og útbreiðslu þess.<br /> <br /> I would also specially like to welcome Mr. Cormack Callanan, President of Inhope, and congratulate him on behalf of the Inhope Association on their good work in the fight against child pornography from the Internet.<br /> <br /> Framfarir á undanförnum árum á sviði upplýsingatækni og upplýsingamiðlunar hafa verið gríðarlegar og breytt lífi og starfi okkar allra. Flestar þær breytingar eru til batnaðar en framförum af þessu tagi fylgja vissulega skuggahliðar. Ein af þeim er að miðlun á ólöglegu efni á netinu og þar á meðal er miðlun barnakláms eitt það alvarlegasta. Netið er einfaldur og aðgengilegur miðill eins og við þekkjum, sem lýtur að ákveðnu marki eigin lögmálum. Þess vegna er brýnt fyrir stjórnvöld og almenning að vera á tánum ef svo má að orði komast, til að þau geti tekist á við þessar skuggahliðar netsins.<br /> <br /> Ég hef í starfi mínu sem dómsmálaráðherra lagt sérstaka áherslu á að lögreglan sé í stakk búin til að takast á við mál af þessu tagi. Hjá embætti ríkislögreglustjóra hefur verið settur saman þverfaglegur hópur, sem ber ábyrgð á rannsókn tölvubrota í heild sinni og þar á meðal rannsóknaraðstoð í tengslum við rannsókn á barnaklámsmálum. Haldin hafa verið námskeið hér á landi í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld auk þess sem ýmis námskeið erlendis hafa verið sótt. Lögð er sérstök áhersla á að mennta starfsmenn í rannsóknum brota af þessu tagi og búa um leið til sérþekkingu, sem nýst getur við rannsóknir slíkra brota. Á sama tíma hefur tækjabúnaður og aðstaða til rannsókna tölvubrota verið efld, og er sá búnaður, sem notaður er hjá embætti ríkislögreglustjóra til rannsóknar á gögnum, sem geymd eru á tölvutæku formi, með því besta sem völ er á í dag.<br /> <br /> Alþjóðleg lögreglusamvinna á þessu sviði er mikilvæg og er nauðsynlegt að leggja á það áherslu enda á netið sér engin landamæri. Fyrr á þessu ári gerði Ísland samstarfssamning við Evrópulögregluna, Europol, en undir það samkomulag falla meðal annars samstarf og upplýsingaskipti vegna mála af þessu tagi. Europol hefur meðal annars í hyggju að setja á stofn miðlæga deild til að hafa eftirlit með brotum gegn börnum á netinu, og mun Ísland hafa aðgang að því starfi í gegnum áðurnefndan samstarfssamning. Á vettvangi Interpol er starfandi sérfræðingahópur um brot gegn börnum og hefur Ísland tekið þátt í því starfi. Náið samstarf er einnig við bandarísku alríkislögregluna, sem komið var á laggirnar í kjölfar heimsóknar minnar og viðræðna við þarlend yfirvöld árið 1999.<br /> <br /> Þá má einnig nefna að barnaklám og aðferðir til að stemma stigu við útbreiðslu þess var rætt á síðasta fundi norrænna dómsmálaráðherra en samvinna Norðurlandanna á þessu sviði er mikil og náin. Af hálfu Evrópusambandsins er unnið að þessu máli með ýmsum hætti og höfum við aðgang að því starfi á grundvelli Schengen og EES samstarfsins. Má þar nefna þátttöku í störfum European Judicial Network og störfum Forum on Preventing Organised Crime.<br /> <br /> Það er að sjálfsögðu einnig mikilvægt að alvarleiki þeirra brota, sem hér um ræðir, endurspeglist í íslenskri löggjöf. Ég mun síðar í dag mæla fyrir á Alþingi <a href="http://www.althingi.is/altext/127/s/0192.html">frumvarpi til laga um breyting á almennum hegningarlögum</a>, sem miðar að því að veita börnum ríkari refsivernd gegn kynferðisbrotum.<br /> <br /> Kynferðisbrot og þar á meðal kynferðisbrot gegn börnum hafa undanfarið verið til sérstakrar athugunar í dómsmálaráðuneytinu, og er frumvarpið afrakstur af því starfi. Með því er lagt til að mælt verði fyrir um refsinæmi þess að kaupa kynlífsþjónustu af börnum og ungmennum og að þyngri refsingar verði lagðar við því að flytja inn eða hafa í vörslum sínum efni, sem hefur að geyma barnaklám. Þessar breytingar eru aðeins hluti af heildarendurskoðun á þessu sviði, en í ljósi mikilvægis þeirra tel ég rétt að setja það í sérstakan forgang með áðurnefndu frumvarpi. Markmið þess að lýsa vörslu efnis með barnaklámi refsiverða er að auka vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun. Það er mitt mat að nauðsynlegt sé að við stórfelldum brotum af þessu tagi liggi þyngri refsing en nú er, meðal annars til að draga úr eða jafnvel fyrirbyggja kynferðislega misnotkun barna í tengslum við gerð slíks efnis. Eins og allir vita er hér um einstaklega meiðandi og alvarleg brot að ræða, sem eðli sínu samkvæmt geta fylgt brotaþola allt lífið.<br /> <br /> Þau mál sem hér um ræðir þurfa að vera í stöðugri skoðun og þróun af hálfu stjórnvalda. Vændisnefndin, sem ég skipaði fyrr á þessu ári, er með til skoðunar ýmis atriði þessu tengd, meðal annars atriði er snúa að dreifingu á barnaklámi. Brýnt er að halda vöku sinni á þessu sviði sérstaklega, þar sem örar tækniframfarir opna nýja möguleika fyrir hina óprúttnu afbrotamenn, og við því verður að bregðast í orði og á borði.<br /> <br /> Ágætu gestir!<br /> <br /> Það er mikilvægt að vinna saman gegn ófögnuði eins og barnaklámi. Barnaheill hafa með þessu framtaki sínu sýnt mikilsvert frumkvæði sem ber að fagna og vænti ég mikils af þeirra starfi á þessu sviði og samvinnu við stjórnvöld. Um leið og ég opna þennan nýja vef Barnaheilla óska ég samtökunum og landsmönnum öllum til hamingju með vefinn.<br /> <br /> <a href="http://www.barnaheill.is">Tenging við vefsíðuna barnaheill.is</a><br /> <br /> <a href="http://www.althingi.is/altext/127/s/0192.html">Tenging við frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum nr. 19 12. febrúar 1940 (kynferðisbrot gegn börnum)</a>.<br /> <br /> <br /> </p>

2001-10-23 00:00:0023. október 2001Haustfundur Landvara 19.10.2001

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp ráðherra á haustfundi Landvara </FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial"> 19.10.01</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir áheyrendur</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil fyrst fá þakka fyrir það tækifæri sem ég fæ hér til þess að ávarpa þennan fund og lýsa stöðu tveggja mála, sem verið hafa til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu að undanförnu</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég ætla að koma beint að efninu. Í fyrsta lagi vil ég nefna vagnlestir. Beiðni um leyfi fyrir flutningabílum sem leyft verði að hafa viðeigandi tengivagn, þannig að heildarlengd vagnlestarinnar að meðtöldu tengibeisli sé 25,25 metrar hefur verið til skoðunar í ráðuneytinu. Því er ekki ekki að leyna að ráðuneytið hefur fengið neikvæðar umsagnir um slík leyfi og hafa menn talið að þau hafi í för með sér skert umferðaröryggi, einkum í sambandi við framúrakstur minni bíla. Einnig hefur komið fram að slíkar vagnlestir séu óvíða leyfðar og þar sem það er gert sé vegakerfið mun fullkomnara en hér er, m.a. oft á tíðum með sérstakar akreinar fyrir flutningabíla. Þetta hefur verið vegið og metið á móti þeim hagsmunum atvinnugreinarinnar að nýta betur starfslið og tæki með því að geta flutt meira í hverri ferð.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef nú ákveðið að breyta reglugerð um stærð og þyngd ökutækja á þann veg að leyfa megi slíkar vagnlestir til reynslu í tvö ár, en málið verði síðan tekið upp og framhaldið metið í ljósi reynslunnar. Leyfin verði bundin nokkrum skilyrðum um mestu lengd farrýmis eftirvagns, snúningsboga, hraðatakmarkara, ABS læsivörn, merkingar og takmarkanir á aksturstíma og akstursleiðum. Það verður unnið að krafti að því að útfæra þetta og breytingin á reglugerðinni mun sjá dagsins ljós fyrir næstu mánaðamót. Eins og áður segir vil ég láta reyna þetta í 2 ár til að byrja með, en ég vil taka fram að komi í ljós að þessi breyting valdi aukningu slysa í umferðinni, þá áskil ég mér engu að síður rétt til að fella hana úr gildi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í öðru lagi vil ég nefna óskir um sérstakan ljósabúnað á vöruflutningabílum til þess að auðvelda akstur við erfið akstursskilyrði svo sem í vatnsveðri samfara myrkri. Í umræðunni um þetta hafa menn farið svolítið í hringi og ekki ávallt ljóst hvort átt er við auka háljós eða sérstaka ljóskastara á bílum. Þá hefur orðalag núverandi reglugerðar sem leyfir notkun sérstakra ljósa í skafrenningi verið gagnrýnt, þar eð þá hentar slík notkun ekki sökum endurkasts frá ískristöllum í snjónum. Hér er um það sama að ræða og nefnt var varðandi vagnlestirnar, það er að að óskirnar vekja upp mikla umræðu um umferðaröryggi. Yfirleitt virðist talið að notkun mikillar lýsingar á bifreiðum geti valdið glýju hjá þeim sem á móti koma og jafnframt geti hún valdið blindu hjá þeim sem nota lýsinguna. Á móti kemur öryggi flutningabifreiðanna gagnvart lausagöngu búfjár á þjóðvegum. Við höfum mikið velt fyrir okkur reglum nágrannaríkjanna um lýsingu á bifreiðum sem aka á þjóðvegum og höfum komist að því að þar eru dæmi þess að leyfð séu tvö aukapör af háljósum , annað neðarlega á bíl og hitt á toppi. Ekki er hægt að nota þessi pör samtímis og þau eru tengd hinum venjulegu háljósum á bílnum. Hér skiptir líka máli hvað heildarlýsingin er mikil sem frá bílnum stafar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Um notkun ljóskastara við akstur á þjóðvegum í öðrum ríkjum, höfum við ekki upplýsingar að því undanskildu að í gær bárust okkur óljósar upplýsingar um að slíkt væri látið viðgangast í Svíþjóð. Ég tel hins vegar að ekki sé hægt að ganga lengra í breytingum a.m.k. að sinni en að leyfa aukapör af háljósum, þar á meðal á ofan á þaki flutningabíls að framan, þannig að lýsingin bæti sjónskilyrði ökumanns gagnvart merkistikum og lausagöngu búfjár. Þetta verður bundið skilyrðum og ég vil taka fram að komi í ljós að breytingin valdi slysum þá verður reglunum aftur breytt í fyrra horf.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þar með er ekki sagt að ég vilji gera tilraunir með umferðaröryggi sem að sjálfsögðu gengur fyrir öllu, en ég vil trúa málflutningi ykkar um að umferðaröryggi skerðist ekki við þessa breytingu og vona svo sannarlega að ekki komi annað í ljós.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Breyting á reglugerðinni ætti einnig að sjá dagsins ljós nú fyrir mánaðamótin á sama hátt og breytingin varðandi vagnlestirnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir áheyrendur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sú breyting sem nú er orðin, þegar vöruflutningabifreiðar hafa tekið við þeim farmi, sem áður fór með strandflutningaskipum, hefur vissulega mikil áhrif á umferðina. Vissulega hafa þjóðvegirnir tekið miklum framförum hér á landi , en það er þó langt frá að þeir séu sambærilegir við megin umferðarræðar í öðrum Evrópuríkjum. Við verðum að hafa þessa staðreynd í huga þegar við fjöllum um reglur, sem varða umferðina og umferðaröryggi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En þýðing atvinnugreinar ykkar hefur stórlega aukist og stjórnvöld mun eftir föngum reyna að koma til móts við hagsmuni hennar.</FONT><BR><BR><BR>

2001-10-15 00:00:0015. október 2001Ávarp dóms-og kirkjumálaráðherra á Kirkjuþingi 2001

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">dóms-og kirkjumálaráðherra </FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">á Kirkjuþingi 2001</FONT><BR><BR><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Biskup Íslands og frú,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðrir virðulegir biskupar,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forseti Kirkjuþings,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kirkjuþingsfulltrúar</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">og góðir gestir.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er mér sönn ánægja að vera meðal ykkar við upphaf Kirkjuþings og fá að ávarpa þingið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þau vatnaskil sem urðu á samskiptum og verkaskiptingu ríkis og kirkju með þjóðkirkjulögunum í upphafi árs 1998 og sá farvegur sem þau mál hafa verið í síðan, hafa að mínu mati reynst heilladrjúg fyrir þjóðkirkjuna. Þó að þjóðkirkjan hafi með auknu sjálfstæði fengið vald til að leysa sjálf fleiri mál en áður og aukið frumkvæðisvald, stendur hlutverk ríkisvaldsins áfram óbreytt í því að styðja þjóðkirkjuna og vernda hana. Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er ætlað að hafa yfirumsjón með því að ríkisvaldið veiti þjóðkirkjunni þann stuðning sem því ber samkvæmt lögum og það hefur ennfremur umsjón með því að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þáttur kirkjuþings er orðinn enn veigameiri en áður var eftir þessa breytingu. Kirkjuþingið hefur jafnt og þétt verið að styrkjast í sessi og eflast og finna sína fjöl, ef svo má að orði komast. Síðla árs 1999 skiluðu tveir prófessorar í lagadeild Háskóla Íslands álitsgerð um valdsvið og verkefni kirkjuþings annars vegar og kirkjuráðs hins vegar. Meðal annars í ljósi þessarar álitsgerðar hefur smám saman hefur verið að mótast enn skýrari mynd af því hvaða hlutverki kirkjuþingi er ætlað að gegna, og hvert sé valdsvið þess og verkefni. Þjóðkirkjulögin hefðu í raun réttri átt að kveða skýrar á um það, en margvíslegar ástæður voru fyrir því, að sú varð ekki raunin. Ég vil nota tækifærið til þess að lýsa ánægju minni með störf kirkjuþings undir forystu forseta þess, Jóns Helgasonar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þjóðkirkjan hefur öll skilyrði til að sinna mikilvægu hlutverki í þjóðfélaginu. Hún stendur að sjálfsöðgu á bjargi trúar sinnar og orðs eilífs lífs. Hvað ytri umgjörð varðar þá býr þjóðkirkjan við traust kerfi og lagaumgjörð. Um leið og hún hefur á sér yfirbragð festu, skjóls og öryggis, sem er mikilsvert á viðsjárverðum og ótryggum tímum, hefur hún sveigjanleika og góða möguleika til að laga sig að síbreytilegum aðstæðum í þjóðfélaginu og reyndar í heiminum öllum. Hún hefur líka mikilvægan boðskap að flytja í þeim efnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þrátt fyrir að kirkjuþing fjalli um og samþykki starfsreglur um margvísleg málefni kirkjunnar, sem áður fyrr voru í formi laga frá Alþingi, eru viss löggjafarmálefni ennþá hjá ríkisvaldinu. Mig langar að gera í stuttu máli grein fyrir slíkum málum og framgangi þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Lög um Kirkjubyggingasjóð. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lán úr sjóðnum hafa ekki verið veitt undanfarin ár, enda fé ekki verið veitt til hans á fjárlögum, og því snýst rekstur hans fyrst og fremst um rekstur eigna, sem eru sjóður og útistandandi kröfur hjá sóknum er hafa fengið lán. Þá er ljóst að Jöfnunarsjóður sókna veitir sambærilega lánafyrirgreiðslu til sókna og kirkjubyggingasjóður á að gera. Eignum kirkjubyggingasjóðs er ætlað að styrkja ábyrgðardeild Jöfnunarsjóðs sókna sem nýlega hefur verið mynduð. Ábyrgðardeildin veitir ábyrgð á lánum til sókna samkvæmt ákveðnum reglum. Ég mun því leggja fram frumvarp á Alþingi um að kirkjubyggingasjóður verði lagður niður og að hann renni í Jöfnunarsjóð sókna. Með sameiningunni, ef samþykkt verður, er verið að einfalda stjórnsýslu og bæta þjónustu. Setja þarf reglugerð um ábyrgðardeild Jöfnunarsjóðs sókna í tengslum við lagasetninguna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Lög um breyting á þjóðkirkjulögunum að því er varðar skipun sóknarpresta.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á síðasta kirkjuþingi var óskað álits Kirkjuþings á frumvarpi til laga er fól í sér að dóms- og kirkjumálaráðherra hætti afskiptum af skipun sóknarpresta og að biskup Íslands skyldi skipa þá presta, sem og aðra presta. Kirkjuþing ályktaði að vísa þessu máli til prestastefnu. Þar komu fram skiptar skoðanir um málið, og varfærnislega ályktað að ekki væri tímabært að taka þetta skref. Eftir að hafa tekið málið til skoðunar að nýju, m.a. í ljósi álits prófessors í lagadeild Háskóla Íslands og umsagnar guðfræðildeildar Háskóla Íslands, hef ég sannfærst æ betur um að rétt sé að leggja fram frumvarp til laga að nýju, þar sem veitingarvaldið verði alfarið fært til biskups Íslands. Tilfærslan á skipan þessara presta veldur engum þáttaskilum og þaðan af síður nokkrum úrslitum um samband ríkis og kirkju. Ég hef hvorki séð fram komin nein sannfærandi lögfræðileg rök né önnur veigamikil og haldbær rök, svo sem guðfræðileg, sem mæla gegn því að þessi breyting verði gerð. Hér er eingöngu um formlega breytingu að ræða sem ekki hefur í för með sér hina minnstu breytingu á réttarstöðu þeirra sóknarpresta, sem ráðnir verða eftir að lög þar að lútandi taka gildi. Breyting af þessu tagi er jafnframt liður í þeirri stefnumörkun þjóðkirkjulaganna að veita þjóðkirkjunni meira sjálfstæði. En eins og við lagasetningu þjóðkirkjulaganna voru uppi raddir efasemdarmanna um hvort það væri þorandi. Þjóðkirkjan á að ganga með djörfung inn í nýtt árþúsund í þjónustu herra síns, Ég hef því ákveðið að leggja frumvarp hér að lútandi fyrir Kirkjuþing að nýju, þar sem verið er að færa eðlilegt hlutverk yfirstjórnar þjóðkirkjunnar til hennar sjálfrar.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Lög um breyting á lögum um kirkjugarða, o.fl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nefnd sem ég skipaði snemma á þessu ári hefur verið að endurskoða vissa þætti í lögum um kirkjugarða, greftrun líka og líkbrennslu. Nefndin er mjög langt komin í störfum sínum, þótt álitaefnin sem skilgreind voru í skipunarbréfi til hennar hafa að mati nefndarinnar reynst umfangsmeiri og flóknari en ráð var fyrir gert. Ég stefni að því að leggja fram frumvarp hér að lútandi fyrir Kirkjuþingið á næstu dögum til kynningar og umsagnar í samræmi við ákvæði 23. gr. þjóðkirkjulaganna. Mér rétt eðlilegt að skýra kirkjuþingi frá því, að meðal atriða sem nefndin er sammála um að leggja til breytingar á, er að heimilað verði að ösku látinna manna verði dreift yfir sjó eða vötn eða óbyggðir, en slíkt er heimilt víða á Vesturlöndum þótt svo hafi ekki verið hér á landi; að nýtt svonefnt kirkjugarðaráð taki við störfum skipulagsnefndar kirkjugarðanna og stjórnar Kirkjugarðasjóðs, og að aukins samræmis skuli gæta þegar sveitarfélög leggja til land undir kirkjugarða og efni í girðingar og að settar verði viðmiðunarreglur í þessum efnum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á árinu 1998 var samþykkt Jafnréttisáætlun fyrir þjóðkirkjuna. Hún tekur mið af gildandi jafnréttislögum. og stefnumörkun stofnana og stjórnvalda landsins og kirkjulegra alþjóðasamtaka sem þjóðkirkjan er aðili að, svo sem heimsráði kirkna og Lútherska heimssambandinu. Ég fagna því að margt hefur áunnist hjá þjóðkirkjunni í þessum efnum á undanförnum árum. En betur má ef duga skal. Þegar ég lít hér út í salinn sé ég mjög fáar konur í hópi 21 kirkjuþingsfulltrúa, reyndar aðeins eina konu. Ég hvet þjóðkirkjuna til að rétta hlut kvenna innan kirkjunnar og vinna ötullega að framgangi þeirra markmiða sem hún hefur sett sér á grundvelli þingsályktunar frá Alþingi 1993 um framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna, þ.á m. að bæði kynin skuli eiga einn fulltrúa af þremur eða tvo fulltrúa af fimm í nefndum og ráðum kirkjunnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég átti því láni að fagna nýverið að geta tekið á móti starfsbróður mínum, Johannes Lebech kirkjumálaráðherra frá Danmörku, og eiga við hann gagnlegar viðræður um kirkjuleg málefni. Afskipti ríkisvaldsins í Danmörku af kirkjumálum eru langtum meiri en hér á landi, eins og mörgum ykkar er kunnugt, og taldi Lebech að margt athyglisvert væri í skipulagi íslensku þjóðkirkjunnar, sem hann taldi að Danir gætu sótt sér fyrirmynd til. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Athyglisvert þótti mér að heyra hann lýsa forundirbúningi barna að fermingu í Danmörku, en þar eru börn 9-10 ára vanin við kirkjusókn og látin taka þátt í ýmiss konar kirkjustarfi fram að hinni venjulegu fermingu. Þjóðkirkjan ætti að gaumgæfa, hafi hún ekki þegar gert það, hvort heppilegt gæti verið að taka upp svipað fyrirkomulag hér á landi.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það vakti sérstaka athygli mína í máli ráðherrans að í Danmörku fjölgar stöðugt trúfélögum vegna innstreymis af fólki frá öðrum heimshlutum og þar eru nú til að mynda 18 trúfélög Múslima. Við upplifum hér á þessum tímum svipaða reynslu, þótt í minni mæli sé, sökum fjölgunar fólks sem upprunnið er í öðrum samfélögum. Það reynir að sinna trúarþörf sinni með stofnun trúfélaga í anda þeirrar trúarbragða sem fólkið er alið upp við. Nýjasta dæmið er til dæmis trúfélag fólks sem alið er upp í rétttrúnaðarkirkjunni. Okkur ber að virða rétt manna til þess að ástunda sín trúarbrögð og sýna þessari þróun umburðarlyndi. Fjölmenningarsamfélög nútímans eru samfélög fjölbreyttra trúarbragða. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá þykir mér rétt að gera grein fyrir stöðunni á máli viðræðna sem staðið hafa yfir á milli viðræðurnefndar þjóðkirkjunnar annars vegar og viðræðunefndar ríkisins hins vegar um prestssetur og prestssetursjarðir. Nefndir beggja aðila hafa komið saman reglubundið og unnið vel saman og farið yfir þau gögn sem fyrir liggja um prestssetur. Mikil vinna var í því fólgin að fara yfir gögnin og ég er þakklát fyrir þá miklu vinnu sem fulltrúar viðræðunefndar þjóðkirkjunnar lögðu að mörkum í því sambandi. Heita má að tæknilegum þætti málsins sé lokið, og af ríkisins hálfu hafa verið tekin saman drög að væntanlegu samkomulagi milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um prestsetur og afhendingu þeirra til þjóðkirkjunnar. Einungis er eftir að ákveða hvaða fjárhæð skuli greidd til Kirkjumálasjóðs þjóðkirkjunnar og með hvaða hætti sú fjárhæð skuli greidd. Ég tel orðið skammt í að unnt verði að ljúka málinu, og vona að svo geti orðið sem fyrst, því mér er ljóst að það þoli ekki mikla bið að leyst verði úr fjárhagsvanda Prestssetrasjóðs. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir þingfulltrúar,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil þakka biskupi Íslands, kirkjuþingi og kirkjunni allri fyrir góða samvinnu á liðnum árum,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil ljúka máli máli mínu með því að árna kirkjuþingi allra heilla og velfarnaðar við vandasöm störf og óska þess um leið að störf þess verði kirkju og söfnuðum landsins til blessunar um ókomna tíð.</FONT><BR><BR><BR>

2001-08-31 00:00:0031. ágúst 2001Vígsla á nýju húsi Héraðsdóms Reykjaness

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Vígsla á nýju húsi Héraðsdóms Reykjaness 31. ágúst 2001</FONT><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp dómsmálaráðherra</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dómstjóri, dómarar og aðrir góðir gestir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mér er það sérstök ánægja að standa hér með ykkur í dag á þessum tímamótum fyrir Héraðsdóm Reykjaness. Við erum hér í dag til að taka með formlegum hætti í notkun glæsilegt húsnæði, sem hannað er frá grunni með þarfir dómstólsins í huga. Er hér um mikilvægt framfaramál að ræða og er ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til .</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú eru tæp tíu ár liðin frá því að dómstólaskipunin í héraði var stokkuð upp og dómsvald í héraði var fært í hendur átta héraðsdómstóla. Þegar við lítum til baka er auðséð hvílíkt framfaraskref var stigið með stofnun þeirra og hve vel hefur tekist til við mótun þessara nýju dómstóla. Ég held raunar að þeir hafi sannað sig með svo afgerandi hætti að mörgum hljóti að þykja með ólíkindum að fyrir aðeins áratug síðan vorum við án héraðsdómstólanna og framkvæmda- og dómsvald var á sömu hendi utan Reykjavíkur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér við dómstólinn starfa nú sjö héraðsdómarar. Löglærðir aðstoðarmenn héraðsdómara eru tveir og aðrir starfsmenn dómstólsins eru sex talsins. Dómstólnum bárust í fyrra fimmþúsund fjögurhundruð og fimmtíu mál til úrlausnar. Það má því hverjum manni ljóst vera að hér er haldið vel á spöðunum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Héraðsdómur Reykjaness var stofnaður í húsnæði við Brekkugötu hér í bænum, sem ekki var sniðið sérstaklega að þörfum hans. Aðstaða fyrir þá, sem erindi áttu við réttinn, var öll mjög takmörkuð auk þess sem starfslið dómsins fann auðvitað mjög fyrir því aðstöðuleysi, sem þar var. Er óhætt að segja að þetta nýja hús feli í sér byltingu í húnæðismálum dómstólsins. Enda þótt hægt væri að rekja í löngu máli þær umbætur, sem í húsinu felast, held ég að sjón sé sögu ríkari og hvet ykkur til að skoða aðstöðuna hér á eftir. Það eru þó tvö atriði, sem mig langar að draga athygli ykkar að. Í þessu húsi er aðstaða lögreglu til að koma með fanga í dómssal öll önnur og betri en áður hefur þekkst. Unnt er að aka lögreglubifreiðum inn í bílageymslu, og er hurðum stýrt með Tetra fjarskiptabúnaði lögreglunnar. Þaðan er hægt að taka lyftu hingað upp, en áður þurfti að fylgja sökuðum mönnum í gegn um almenning allt frá dómssal og út á bílastæði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Hitt atriðið, sem ég er sérstaklega ánægð með, er að í þessu húsi geta dómarar haldið þinghöld í þeim erfiðu sakamálum, sem snúa að börnum, og tekið skýrslur af þeim án þess að þau þurfi að koma fyrir dóminn. Þetta er gert með því að í samvinnu við Barnahús hefur verið komið upp fjarfundabúnaði, sem tengir húsin tvö saman. Sérfræðingur ræðir við barnið í Barnahúsi, en dómari situr hér í dómssal ásamt ákæranda, verjanda og sakborningi og stýrir þinghaldi. Þeir, sem hér sitja, geta svo komið sínum spurningum á framfæri við sérfræðinginn. Það er mín trú, að með þessu móti séu hagsmunir allra tryggðir. Hefur hér vonandi fundist lausn, sem bindur enda á þær langvinnu deilur, sem staðið hafa um yfirheyrslur yfir börnum og þá umgjörð, sem þeim þarf að skapa.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er mér því mikið ánægjuefni að fá að sýna ykkur þennan búnað nú og taka hann í notkun um leið og húsið sjálft.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru gestir. Ég er sannfærð um að sú ágæta aðstaða sem starfsfólki réttarins er búin hér hefur jákvæð áhrif á þau mikilvægu störf sem hér eru unnin. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að lokum langar mig til þess að óska Héraðsdómi Reykjaness og öllum íbúum umdæmisins hjartanlega til hamingju með húsið. Það er von mín að það starf, sem hér verður unnið, muni verða þeim til heilla. </FONT><BR>

2001-06-29 00:00:0029. júní 2001Vígsla á nýju húsi sýslumannsins í Kópavogi

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Vígsla á nýju húsi sýslumannsins í Kópavogi 29. júní 2001</FONT><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp dómsmálaráðherra</FONT></B><BR><BR><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sýslumaður, alþingismenn kjördæmisins, sveitarstjórnarmenn og aðrir góðir gestir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mér er það sérstök ánægja að standa hér með ykkur í dag á tímamótum fyrir embætti sýslumannsins í Kópavogi. Kópavogur er meðal annars vel þekktur fyrir það úr sögu Íslands að hér gengust Íslendingar danska einveldinu á hönd. Á síðustu árum hefur bærinn hins vegar fengið annað og skemmtilegra hlutverk, því hingað hefur fólk streymt í þúsundatali, bæði til að búa og starfa. Hefur verið skemmtilegt að fylgjast með bænum breytast úr úthverfi eða svefnbæ í stórt samfélag með öflugu atvinnulífi auk lista- og menningarlífs.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við erum hér í dag viðstödd vígslu glæsilegrar byggingar, sem hýsir bæði starfsemi sýsluskrifstofunnar og lögreglunnar. Er hér um mikilvægt framfaramál að ræða fyrir embættið. Í sögu þessa embættis, sem nú spannar næstum því hálfa öld, hefur það nú í fyrsta skipti flust í húsnæði, sem er sérstaklega innréttað fyrir starfsemi þess og sniðið að henni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hingað flytur embættið úr húsnæði við Auðbrekku þar sem það hefur verið síðan árið 1978. Þá voru íbúar í umdæminu innan við 13.000 talsins en þeir eru nú tæplega 24.000. Auk þessarar fjölgunar hafa margvísleg verkefni verið færð til embættisins á þeim tíma, sem síðan er liðinn. Þarf því engan að undra að húsið í Auðbrekku var sprungið utan af embættinu. Er óhætt að fullyrða að flutningurinn í þetta glæsilega hús feli í sér byltingu fyrir starfsemi bæði sýsluskrifstofunnar og lögreglu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er til marks um breyttar áherslur í rekstri ríkisins, að það þótti til skamms tíma sjálfsagt að ríkið sæi sjálft um að byggja fyrir eigin reikning allt húsnæði, sem það þurfti á að halda. Í þessu húsi sjáum við dæmi um það hve langt er hægt að ná með því að nýta til fulls þann kraft, sem býr í atvinnulífinu á hverjum stað. Að undangengnu útboði var í apríl í fyrra samið við gamalgróið fyrirtæki hér í bænum, Málningu hf., um að það reisti húsið og innréttaði það fyrir starfsemi embættisins, en jafnframt var samið um leigu á húsinu til 25 ára. Ég tel það hafið yfir vafa, að þessi viðskipti hafa fært embættinu sérlega hentugt og gott hús á hagstæðari kjörum en unnt hefði verið að ná með öðrum hætti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er skoðun mín að mikill árangur hafi náðst í starfsemi sýslumannsembættisins í Kópavogi á þeim uppgangstímum, sem verið hafa í bænum á undanförnum árum. Það ber að hafa í huga að hvergi á landinu eru fleiri íbúar að baki hverjum lögreglumanni en hér í Kópavogi og þarf gott skipulag og samhent lögreglulið til að halda uppi öflugri löggæslu í svo fjölmennu umdæmi. Það sama má segja um sýsluskrifstofuna, að áberandi er hve miklu verki tiltölulega fáir starfsmenn ná að sinna. Hér hafa starfsmenn skrifstofunnar í félagi við sýslumann einnig unnið áberandi gott starf á grundvelli árangursstjórnunarsamnings, sem ráðuneytið gerði við embættið, og nýlega staðfesti ég nýtt skipurit fyrir embættið, sem ég lít á sem afrakstur þeirrar vinnu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég er sannfærð um að sú ágæta aðstaða sem starfsfólki sýslumannsembættisins er búin hér hefur jákvæð áhrif á störf þess. Það er auðvitað ekkert álitamál að vellíðan fólks á vinnustað hefur hvetjandi áhrif og bætir vinnuafköst. Hér er starfsfólkinu búin nútímaleg aðstaða. Hingað sækir fólk í umdæminu margvíslega þjónustu, og það er vissulega ánægjulegt, að Kópavogsbúar geta verið stoltir af því að koma í svo reisulegt hús hér í hjarta bæjarins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að lokum langar mig til þess óska sýslumanni, Þorleifi Pálssyni, starfsfólki embættisins og öllum íbúum umdæmisins hjartanlega til hamingju með húsið. Það er von mín, að það starf sem hér verður unnið marki líka gæfuspor í sögu embættisins og að framtíð þess verði björt. </FONT><BR><BR>

2001-06-22 00:00:0022. júní 2001Ávarp dómsmálaráðherra við kynningu Almannavarna ríkisins á heimasíðu sinni og heimilisáætlun

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp dómsmálaráðherra við kynningu Almannavarna ríkisins á heimasíðu sinni og heimilisáætlun 22. júní 2001</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir gestir</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú er rétt rúmt ár síðan að jarðskjálftar skóku sunnanvert landið. Að mörgu leyti fór betur en á horfðist því slys voru tiltölulega lítil þótt eignatjón hafi verið verulegt. Sjálfsagt má að einhverju leyti kalla heppni að svo vel fór að þessu leyti, en eins og menn þekkja reið fyrri skjálftinn yfir þann 17.júní þegar margt fólk var samankomið utandyra eða inni í vel byggðum samkomuhúsum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði um jarðskjálftann á síðasta ári fór þó betur en við mátti búast meðal annars vegna forvarnaraðgerða sem fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar gripu til á undanförnum árum. Þetta minnir okkur á hversu mikilvægt er að við séu sífellt vakandi fyrir hættum sem leynast í umhverfinu og að við tökum mið af því jafnt í löggjöf og stjórnarframkvæmd. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En þetta minnir okkur einnig á að forvarnir eru ekki aðeins verkefni hins opinbera. Það er ekki síður mikilvægt að einstaklingar og fjölskyldur gæti þess að tryggja öryggi sitt sem best og séu því viðbúin að bregðast við þeim áföllum sem riðið geta yfir &#8211; oft án nokkurs fyrirvara, eins og dæmin sanna.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Íslendingar búa við viðvarandi umhverfisvá af ýmsum toga. Staðsetning eyjunnar okkar á hnettinum gerir líf okkar undirorpið sterkum, og oft ófyrirsjáanlegum, náttúruöflum. Því er þeim mun brýnna fyrir okkur að þekkja hætturnar og búa okkur undir að takast á við þær. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér í dag kynna Almannavarnir ríkisins nýja heimsíðu sína, þar sem meðal annars er að finna svokallað heimilisáætlun sem aðstoðar fólk við að undirbúa sig fyrir hættuástand. Það felst í því að átta sig á hættunum sem til staðar eru, grípa til forvarna og gera áætlanir um hvernig bregðast skuli við, þegar á reynir. Þetta er gott framtak hjá Almannavörnum ríkisins sem ég vona að eigi eftir að vekja almenning frekar til vitundar um öryggismál og forvarnir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég þakka fyrir</FONT><BR>

2001-06-19 00:00:0019. júní 2001Ávarp dómsmálaráðherra við opnun nýs vefjar Kvennaathvarfsins, 19. júní 2001.

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp dómsmálaráðherra við opnun nýs vefjar Kvennaathvarfsins, </FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">19. júní 2001</FONT></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir gestir,</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum til hamingju með daginn. Eins og við þekkjum hér er þessi dagur tileinkaður réttindabaráttu kvenna, þar sem þennan dag 1915 undirritaði Kristján X nýtt stjórnarskrárfrumvarp, sem fékk konum kosningarétt í fyrsta sinn hér á landi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það, sem ef til vill færri vita, er að Klemens Jónsson, landsritari, fékk nokkru ráðið um hvaða dagur var valinn til undirritunar. En sagan segir að hann hafi valið afmælisdag dóttur sinnar, Önnu, sem þá varð 25 ára þann 19. júní 1915.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í dag er við hæfi að minnast þeirra áfanga, sem jafnréttisbaráttan skilaði konum á síðustu öld. Mörgum hrindrunum var hrundið úr vegi og grundvöllur skapaður fyrir þátttöku kvenna í opinberu lífi. En þótt lagalegu jafnrétti hafi víða verið náð, þekkja flestir að fullt jafnræði með kynjunum hefur ekki skapast í reynd, og er þar nokkuð í land á mörgum sviðum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á nýafstaðinni ráðstefnu í Vilníus voru jafnréttismál til umræðu. Ráðstefna þessi var sjálfstætt framhald af ráðstefnunni Konur og lýðræði við áraþúsundamót, sem ríkisstjórn Íslands stóð að og fór fram í Reykjavík haustið 1999. Í Vilníus var því meðal annars fjallað um þau fjölmörgu verkefni, sem ákveðið var að koma í framkvæmd á Reykjavíkurráðstefnunni, og mörg hver hafa vakið verðskuldaða athygli hér á landi. Var augljóst að uppkeran var ríkuleg. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á ráðstefnunni í Vilníus var brugðið ljósi á það vandamál, sem verslun með konur í Evrópu er óumdeilanlega orðið. Fóru meðal annars fram pallborðsumræður, sem ég tók þátt í fyrir Íslands hönd, um stöðu þeirra mála og leiðir til að takast á við vandann. Hér á Íslandi höfum við óneitanlega orðið vör við þessa þróun, sem krefst þess, að við spyrnum við fótum. Viðbrögðin verða meðal annars að felast í aðstoð við þær konur, sem lenda ógöngum. Í máli mínu á ráðstefnunni lagði ég einnig áherslu á þörfina á samstarfi við frjáls félagasamtök, sem vinna við að aðstoða konur eins og Samtök um kvennaathvarf eru gott dæmi um. En einnig er afar mikilvægt að auka lögreglusamstarf milli ríkja, bæði milli þeirra ríkja, þar sem þessi starfsemi fer fram og heimkynna stúlkanna. Við sjáum til dæmis að Danir hafa þegar gripið aðgerða og hér á landi er mál í rannsókn hjá lögreglunni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég tilkynnti á fundi hjá samtökum um kvennaathvarf í maí í fyrra að ég hygðist standa fyrir gerð rannsóknar á vændi á Íslandi. Sú rannsókn var kynnt í vetur og hafði að mínu mati verulegu áhrif á umræðuna um þessi mál hér landi. Einnig var unnin skýrsla um samanburð á lagaumhverfinu hér hvað varðar vændi, klám o.fl. og annars staðar á Norðurlöndunum. Í kjölfar þessa skipaði ég nefnd sérfræðinga til þess að gera tillögur til úrbóta með hliðsjón af skýrslunni og vænti ég tillagna nefndarinnar í haust.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mikið af málaflokkunum, sem heyra undir dómsmálaráðherra, tengjast með sérstökum hætti konum og börnum. Sem dómsmálaráðherra hef ég til dæmis reynt að takast á við vandamál, sem tengjast ofbeldi, sem beinist sérstaklega að konum með ýmsum hætti. Það er staðreynd að þolendur ofbeldisbrota eru konur að stórum hluta, og reyndar eru þær þolendur í mun fleiri málum en þeim, sem koma upp á yfirborðið og fá meðferð innan réttarkerfisins. Aðgerðir til þess að vernda konur sérstaklega fyrir ofbeldi eru einn veigamesti liðurinn í átaki, sem gert hefur verið til þess að efla verulega vernd brotaþola. Ég tel að verulega margt hafi áunnist á því sviði. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum áratug hafa verið gerðar víðtækar breytingar á refsilögum, lögum um meðferð refsimála fyrir dómstólum til þess að auka refsivernd og bæta stöðu þolenda ofbeldisbrot, sem hefur komið konum sérstaklega til góða. Má þar sérstaklega nefna lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, sem tryggja þolendum ofbeldisbrota greiðslu bóta úr ríkissjóði. Einnig vil ég nefna víðtækar breytingar á lögum um meðferð opinberra mála, sem tryggja brotaþola í ofbeldismálum, aðstoð réttargæslumanns í tengslum við rannsókn og rekstur sakamáls gegn meintum brotamanni. Seinni hluta árs 1997 skipaði dómsmálaráðherra þrjár nefndir, sem falið var að fjalla um heimilisofbeldi og gera tillögur um úrlausnir á því sviði. Tvær nefndanna fjölluðu sérstaklega um hvernig mætti gera úrbætur á þessu sviði, annars vegar á rannsóknarstigi hjá lögreglu og hins vegar innan dómskerfisins. Nefndirnar skiluðu tillögum sínum vorið 1998 og hefur markvisst verið unnið að því að fylgja þeim eftir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir ári síðan varð að lögum frá Alþingi frumvarp um nálgunarbann, sem ég lagði fram. Þar var tvímælalaust um að ræða mjög mikilvæga réttarbót fyrir þolendur ofbeldisbrota, sérstaklega konur, og er þetta stórt skref í viðleitni til þess að sporna við heimilisofbeldi. Með því að beita nálgunarbanni má koma í veg fyrir heimilisofbeldi og bregðast við því í þeim tilvikum, sem því hefur verið beitt. Markmið nálgunarbanns er þannig að vernda fórnarlamb ofbeldisbrota og fyrirbyggja frekara ofbeldi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar heimilisofbeldi kemur upp á yfirborðið, er sérstaklega brýnt að gefa barninu sérstakan gaum. Þá ríður á að tekið sé á málum af varfærni og fagmennsku, og barnið hljóti þann stuðning, sem það þarf á að halda. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að taka fram í þessum hópi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef lagt áherslu á að þessi nálgun sé viðhöfð í stjórnkerfinu og lagði því fram frumvarp, sem nýlega var samþykkt á Alþingi, sem gerir sýslumönnum skylt að bjóða aðilum umgengnis- og forsjármála sérfræðiráðgjöf til lausnar máli. Tilgangur ráðgjafarinnar er sá að aðstoða aðila við að finna lausn máls með tilliti til þess, sem er barni fyrir bestu og lagði ég fram frumvarpið eftir góða reynslu af tilraunaverkefni við sýslumannsembættið í Reykjavík. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">--</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Stofnun kvennaathvarfs var mikið framfaraspor á sínum tíma. Með því var tekið á vandamáli, sem lengi hafði legið í þagnargildi &#8211; jafnvel ekki viðurkennt að til staðar væri í samfélaginu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og þögnin verið rofin. Þó er ljóst að enn er þörfin fyrir þessa starfsemi brýn. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Því er sérstaklega gleðilegt að Samtök um Kvennaathvarf opni nú heimasíðu til kynningar á starfsemi sinni. Það er mikilvægt að almenningur sé meðvitaður um þörfina á þeirri aðstoð, sem Kvennaathvarfið veitir, og að hún sé til staðar. Vefurinn mun þjóna sem upplýsingaveita um heimilisofbeldi. Meðal efnis eru upplýsingar um starfsemi Kvennaathvarfsins, spurningalistar til að meta ofbeldi, greinar um ofbeldi gegn konum og niðurstöður rannsókna. Heimasíðan er gott framtak og mun ekki síst koma þeim til góða, sem þurfa á þeirri aðstoð að halda, sem samtökin veita, með ráðgjöf og viðtölum og í neyðarathvarfinu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka ykkur aðstandendum samtakanna, bæði stjórninni og starfsmönnum, fyrir gott og óeigingjarnt starf. Það myndi vanta mikið í íslenskt samfélag ef ykkar starf væri ekki fyrir hendir. &#8211; Ég þakka fyrir.</FONT><BR><BR><BR>

2001-06-15 00:00:0015. júní 2001Konur og lýðræði, önnur ráðstefna, Reykjavík-Vilnius 2001, pallborðsumræður um verslun með konur

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Konur og lýðræði, önnur ráðstefna, Reykjavík-Vilnius 2001</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Pallborðsumræður um verslun með konur</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Inngangur dómsmálaráðherra (í íslenskri þýðingu)</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Íslensk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af þeirri staðreynd að verslun með konur teygir sig til landsins. Við leitum nú leiða til þess að berjast gegn verslun með konur og til þess að ná fram markmiðum, sem eru sett fram í viðauka Sameinuðu þjóðanna um varnir við verslun með konur og afnám hennar. Sem dómsmálaráðherra með verksvið, sem nær yfir bæði refsilöggjöf og alþjóðlega lögreglusamvinnu, finn ég til ábyrgðar minnar á þessu sviði. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2