Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

25. september 2007 DómsmálaráðuneytiðBjörn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra 2003-2009

Dóms- og kirkjumálaráðherra á ráðstefnu um öryggi og auðlindir norðurslóða

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti í dag, 25. september, erindi á ráðstefnu um öryggi og auðlindir á norðurslóðum í Tromsö í Noregi. Norska rannsóknastofnunin um varnarmál efnir til ráðstefnunnar með þátttöku ræðumanna frá Noregi, Íslandi, Kanada, Bandaríkjunum, Danmörku og Rússlandi.

Valur Ingimundarson, prófessor við Háskóla Íslands, og Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður Vaktstöðvar siglinga hjá landhelgisgæslunni, eru íslenskir fyrirlesarar á ráðstefnunni auk dóms- og kirkjumálaráðherra.

Í erindi sínu lýsti ráðherrann því, hvernig Íslendingar hefðu staðið að lausn deilumála vegna útfærslunnar í 200 mílur og kröfum Íslands utan 200 mílnanna og hvernig staðið væri að því að komast að niðurstöðu um réttmæti þeirra. Taldi hann að þar mætti finna leiðir til að leysa úr ágreiningi vegna yfirráða við Norðurpólinn, enda skorti ekki alþjóðareglur og samninga um lausn deilumála af þessu tagi.

Þá lýsti ráðherrann þróun öryggismála á Íslandi og hvernig aðstæður væru að breytast með fjölgun skipa með olíu- og gas frá Barentshafi til Norður-Ameríku. Taldi hann að vinna bæri að því að ríki við Norður-Atlantshaf ykju samvinnu við landhelgisgæslu, leit og björgun.

Erindið fylgir hér í heild Word-skjal



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum