Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Sólveigar Pétursdóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2003-04-07 00:00:0007. apríl 2003Ávarp dómsmálaráðherra á kynningarfundi í Skógarhlíð 7. apríl 2003

<div align="center"> <p>Ávarp dómsmálaráðherra á kynningarfundi í Skógarhlíð 7. apríl 2003<br /> <br /> - Stjórnstöð leitar og björgunar – samhæfingarstöð almannavarna – fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og stjórnstöð Neyðarlínunnar -<br /> </p> </div> <br /> Kæru gestir.<br /> <br /> Það er mér heiður og ánægja að bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til þessa kynningarfundar hér í dag. Tilefni fundarins er meðal annars að fagna merkum áföngum í björgunar- og öryggismálum og um leið að kynna þessu nýju og glæsilegu húsakynni fyrir fjölmiðlafólki og öðrum gestum hér í dag.<br /> <br /> Eins og allir vita þá skipta mínútur og jafnvel sekúndur höfuð máli við leit og björgun á fólki. Það eru margir aðilar sem koma að leitar- og björgunarmálum og því mikilvægt að öll samskipti milli þeirra gangi eins hratt og örugglega fyrir sig og kostur er. Þetta vita þeir best sem í eldlínunni standa og því hafa þeir lagt mikið á sig á undanförnum árum til að efla og styrkja sína starfsemi, stytta viðbragðstíma og auka þar með öryggi allra landsmanna. <br /> <br /> Þær breytingar sem orðið hafa á þessu sviði á undanförnum árum eru fjölmargar. Stórt og gríðarlega mikilvægt skref var stigið á sínum tíma þegar björgunarsveitir landsins sameinuðust undir hatti Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Reynslan hefur sýnt að það mikilvæga skref var öllum landsmönnum til mikillar farsældar.<br /> <br /> Ég hef á síðustu árum sem dómsmálaráðherra beitt mér fyrir ýmsum málum, sem öll hafa stefnt að sama marki, það er að tryggja og efla öryggi landsmanna. Ég vil í því sambandi nefna nokkur atriði:<br /> <br /> Síðastliðinn föstudag öðluðust gildi breytingar á lögum um almannavarnir sem fela það í sér að verkefni yfirstjórnar Almannavarna ríkisins voru flutt til embættis ríkislögreglustjóra og var embættinu um leið falin verkefni á sviði almannavarna. Það er von mín og trú að þessar breytingar verði til farsældar á þessu sviði, enda var markmið þeirra skýrt, að treysta og efla öryggi landsmanna.<br /> <br /> Nýtt almannavarnaráð var skipað þegar lögin tóku gildi, og er hlutverk þess að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um almannavarnir og skal ráðið jafnframt starfa með ríkislögreglustjóra þegar almannavarnaástand skapast. Hið nýja almannavarnaráð skipa samkvæmt lögunum þeir sem eru í mikilvægum lykilstöðum þegar almannavarnaástand skapast og var í nýju lögunum fjölgað í almannavarnaráði frá því sem áður var. Jafnframt var sú nýbreytni samþykkt að skipaður skyldi óháður formaður almannavarnaráðs. Sama dag og lögin öðluðust gildi skipaði ég Jón Birgi Jónsson, verkfræðing og ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu formann hins nýja almannavarnaráðs til eins árs. Ég vil nota þetta tækifæri og óska honum og hinu nýja almannavarnaráði allra heilla í þeirra mikilvægu störfum.<br /> <br /> Síðastliðinn föstudag öðluðust einnig gildi ný lög um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn. Í lögunum er fjallað um hlutverk, réttindi og skyldur björgunarsveita og björgunarsveitarmanna. Þessi nýju lög eru mikilvæg fyrir björgunarmál í landinu, skýra til muna réttarstöðu björgunarsveita og björgunarsveitamanna og eru því til heilla fyrir allt björgunarstarf í landinu. Til skoðunar er gerð formlegs samnings við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um tryggingar björgunarsveitarmanna og vonast ég til að það mál skýrist á næstu dögum.<br /> <br /> Í fjórða lagi skal nefna hina nýju samhæfingarstöð almannavarna og sameiginlega stjórnstöð leitar og björgunar, sem við stöndum einmitt í. Unnið hefur verið að uppsetningu tækja og tóla í þessari stöð undanfarna mánuði og hún er nú svo gott sem fullbúin þeim tækjum sem í stöðinni verða. Eftir er að framkvæma allskyns prófanir og þess háttar og formlega mun stöðin því ekki taka til starfa fyrr en eftir einhverjar vikur, enda mikilvægt að allur búnaður virki fullkomlega áður en full starfræksla hefst. Það er ekki vafi í mínum huga að þessi samhæfingarstöð og sameiginlega stjórnstöð þeirra aðila sem að leitar og björgunarmálum koma er eitt mikilvægasta skref sem stigið hefur verið á þessu sviði í mörg ár, og hefur þó ýmislegt annað merkilegt gerst eins og ég hef áður rakið. Þessi stöð mun taka við af samhæfingarstöð almannavarna sem enn er til húsa í lögreglustöðinni við Hverfisgötu og verður því virkjuð þegar almannavarnaástand skapast. Breytingin sem gerð var á lögunum um almannavarnir felur það síðan í sér að samhæfingarstöð almannavarna gæti við tilteknar aðstæður jafnframt breyst í stjórnstöð almannavarnaaðgerða, til dæmis í þeim tilvikum ef sá sem stýra á almannavarnaaðgerðum í viðkomandi umdæmi er ekki tiltækur.<br /> <br /> Stjórnstöðin sem hér verður starfrækt verður einnig virkjuð við stærri leitar og björgunaraðgerðir, og þá með aðkomu allra þeirra aðila sem koma þurfa að slíkri aðgerð. Hér hefur fjarskiptamiðstöð lögreglunnar sinn stað, Neyðarlínan, Landhelgisgæslan, Flugmálastjórn, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Vaktstöð siglinga. Allir þessir aðilar hafa mikilvægu hlutverki að gegna og munu í framtíðinni eiga hér milliliðalaus samskipti, landsmönnum öllum til heilla.<br /> <br /> En það er ekki einungis hin nýja stjórnstöð sem ætlunin er að kynna hér í dag, því fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og stjórnstöð Neyðarlínunnar hafa einnig nýverið komið sér fyrir á nýjum stað hér í húsinu. Báðir aðilar voru á öðrum stað hér í húsinu og stóð aðstöðuleysi starfseminni að ýmsu leyti fyrir þrifum. Því var flutningur þeirra á stað sem sérhannaður var fyrir starfsemina kærkominn, en tækifærið var einnig notað til að efla tækjabúnað á báðum stöðum. Stjórnstöðvarnar eru hér beint fyrir framan og því í nánum tengslum við stjórnstöð leitar og björgunar, sem skiptir auðvitað miklu máli.<br /> <br /> Þó svo að margt hafi verið talið upp er upptalningunni ekki lokið enn, því í dag verða stigin mikilvæg skref á þessu sviði. Annars vegar munu þeir aðilar sem koma að þessari sameiginlegu stjórnstöð leitar og björgunar skrifa undir samstarfssamning og hins vegar mun ég gefa út nýja reglugerð um leit og björgun á landi og samstarf lögreglu og björgunarsveita. Í nýju reglugerðinni er fjallað um hlutverk, skipulag og stjórnun lögreglu og björgunarsveita vegna leitar og björgunar á landi, en auk þess er að finna í reglugerðinni ákvæði um gerð viðbragðsáætlana, samhæfða þjálfun og fleira.<br /> <br /> Til þess að tryggja enn frekar öryggi landsmanna þarf að hafa í huga að stöð af því tagi sem hér er að komast á laggirnar gæti orðið óstarfhæf t.d. vegna náttúruhamfara. Því er mikilvægt að varastöð verði til staðar. Fyrirhugað er að koma slíkri stöð upp í lögreglustöðinni á Akureyri, en umtalsverðar úrbætur er fyrirhugað að gera þar á næstunni. Þar verða jafnframt varastöðvar fyrir Neyðarlínuna og fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Slík heildstæð varastöð mun að sjálfsögðu styrkja enn frekar öryggi landsmanna.<br /> <br /> Ég er ákaflega stollt af þeim árangri sem náðst hefur á þessu sviði að undanförnu og sjá má glögglega hér í dag. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim aðilum sem að þessari vinnu hafa komið, þeir eru fjölmargir og hefur samstarfið við alla þessa aðila gengið einstaklega vel. <br /> <br /> Ég mun nú gefa út þessa reglugerð og í framhaldinu munu framangreindir aðilar skrifa undir samstarfssamning um starfrækslu leitar- og björgunarmiðstöðvar. Reglugerðin og samstarfssamningurinn ásamt fleiri gögnum eru tiltæk hér fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér þetta nánar. Að undirskriftum loknum verður sett í gang stutt sýning hér í stjórnstöðinni til að sýna hvernig hún mun virka þegar hún verður komin í fullan gang og í framhaldinu gefst fjölmiðlafólki og öðrum gestum tækifæri til að kynna sér stöðina, ræða við þá sérfræðinga sem hér eru og kynna sér um leið starfsemi fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar og stjórnstöðvar Neyðarlínunnar sem eru hér fyrir framan. Síðan verður boðið upp á kaffi og aðrar veitingar hér í anddyrinu fyrir framan.<br /> <br /> Markmið okkar á sviði björgunar og öryggismála er skýrt, við viljum efla og treysta öryggi landsmanna allra og öll þau skref sem ég hef hér lýst eru stigin með það mikilvæga markmið að leiðarljósi. <br /> <br /> <br />

2003-02-28 00:00:0028. febrúar 2003Ávarp Sólveigar Pétursdóttur á ráðstefnunni Átak gegn verslun með konur' á Grand hótel.

<p>.<br /> Fundarstjóri og aðrir ráðstefnugestir.<br /> <br /> Mig langar að bjóða ykkur hjartanlega velkomin á þessa ráðstefnu sem er liður í sameiginlegu átaki Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna gegn verslun með konur. I would especially like to welcome our foreign guest speakers and thank them for coming all this way and share with us their knowledge on this important matter.<br /> <br /> Verslun með fólk, og þá einkum konur og börn, er vaxandi vandamál í heiminum í dag. Það er í raun sama hvar borið er niður á hnettinum, alls staðar hafa ríki verið að vakna til vitundar um hversu alvarlegt og útbreitt vandamálið er. Á ráðstefnu sem nokkur ríki í Asíu héldu í Tokyo fyrir skemmstu, kom fram að á undanförnum 30 árum hafa 30 milljónir barna verið seld mansali í Asíu og í ríkjum við Kyrrahaf. Samkvæmt áætlun Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru um 1,2 milljónir barna seld á ári hverju og er í flestum tilvikum um að ræða stúlkur sem ýmist eru látnar vinna eða neyddar til að stunda vændi.<br /> <br /> Samkvæmt mjög hóflegum áætlunum Evrópusambandsins er áætlað að um 120.000 konur og börn séu árlega seld mansali frá Austur- og Mið-Evrópu til Vestur-Evrópu og samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum er áætlað að um 50-90 þúsund manns séu árlega seld mansali til Bandaríkjanna.<br /> <br /> Ríki heims hafa smám saman áttað sig á því að eina leiðin til að sporna við þessari starfsemi, sem er í flestum tilvikum liður í vel skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi, sé að taka höndum saman og berjast gegn vandamálinu í sameiningu.<br /> <br /> Mjög stórt skref í þessari baráttu var tekið í Palermó á Ítalíu árið 2000, þegar samningur Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega og skipulega glæpastarfsemi og viðauki við hann um aðgerðir gegn verslun með fólk, einkum konur og börn, var undirritaður af fjölda ríkja heims. Með stofnsetningu samningsins var í fyrsta skipti komin sameiginleg skilgreining aðildarríkjanna á hugtakinu verslun með fólk. Fjöldi ríkja hefur undirritað samninginn þar á meðal Ísland og hefur undirbúningur að fullgildingu hans þegar verið hafinn í dómsmálaráðuneytinu. Stefnt er að fullgildingu samningsins á næsta löggjafarþingi. Þá er vert að geta þess að nú standa yfir umræður í Evrópuráðinu um hvort setja eigi á fót sérstakan Evrópusamning um aðgerðir gegn verslun með konur.<br /> <br /> Það átak sem jafnréttismálaráðherrar og dómsmálaráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Norðurlöndanna hafa nú efnt til er eitt dæmi um samvinnu milli ríkja til að sporna við þessu stig vaxandi vandamáli, sem virðir engin landamæri.<br /> <br /> En einhverjir kunna kannski að hugsa, hvað kemur okkur þetta við? Er þetta ekki bara vandamál úti í heimi sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af. Um þetta vil ég segja tvennt: Í fyrsta lagi er þetta vandamál sem varðar brot á grundvallar mannréttindum og kemur því öllum við. Í öðru lagi er ekkert sem gefur okkur til kynna að við séum hólpin fyrir þessari starfsemi frekar en hverri annarri starfsemi sem gerir vart við sig hér á landi. Í þessu sambandi er vert að minnast á að undir lok ársins 1999 varð hávær sá orðrómur að vændi þrifist á Íslandi og meðal annars í kringum næturklúbba borgarinnar. Til að leggja grundvöll að upplýstri umræðu um þetta málefni, sem hafði að nokkru leyti mótast af getsökum fremur en ljósum starðreyndum, fól dómsmálaráðuneytið rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu að vinna rannsókn um þetta efni. Skýrslan um vændi á Íslandi og félagslegt um hverfi þess var svo gefin út í mars 2001 og leiddi í ljós að vændi þrifist í raun á Íslandi meðal þeirra hópa sem athugunin náði til, það er meðal ungs fólks í vímuefnaneyslu og í tengslum við næturklúbba borgarinnar.<br /> <br /> Niðurstöður skýrslunnar komu mörgum á óvart, sem stóðu í þeirri trú að vændi þrifist ekki á Íslandi. Til að bregðast við þeim vanda sem lýst var í skýrslunni skipaði ég þverfaglega nefnd til að gera tillögur til úrbóta. Í niðurstöðum skýrslu þeirrar nefndar komu fram margar athyglisverðar tillögur. Vert er að nefna að ein af þeim tillögum snerti verslun með konur, en hún laut að því að banna svo kallaðan einkadans á næturklúbbum og taldi nefndin að slíku banni yrði best við komið í lögreglusamþykktum sveitarfélaga. Reykjavíkurborg og Akureyri breyttu lögreglusamþykktum sínum í samræmi við þetta og staðfesti dómsmálaráðuneytið þá breytingu að fengnu áliti ríkislögmanns, sem taldi slíka breytingu fyllilega lögmæta. Eins og flestir vita staðfesti Hæstiréttur lögmæti þessa í síðustu viku. Þá er einnig tilefni til að minnast á þá tillögu nefndarinnar að stofna sérstaka samráðsnefnd eða regnhlífasamtök þeirra aðila sem koma að málum tengdum klámi og vændi. Hlutverk slíkrar nefndar væri að fylgjast með þróun á þessu sviði og bregðast við henni með viðeigandi hætti, t.d. með því að samhæfa aðgerðir hinna ólíku aðila sem hlutverki hafa að gegna í þessum efnum, bæði opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka. Það er vel hægt að sjá fyrir sér að slík nefnd hefði hlutverk í málum varðandi verslun með konur.<br /> <br /> En það er fleira sem hægt er að gera til að sporna við mansali. Efling lögreglusamvinnu milli landa spilar stórt hlutverk í því sambandi. Lögreglusamvinna milli Norðurlandanna og Eystrasaltrríkjanna hefur nú þegar verið aukin í gegnum samstarf sem kallast "Baltic Sea Task force" og á Ísland fulltrúa í því samstarfi.<br /> <br /> Þá er nauðsynlegt að löggjöf ríkja kveði á um refsinæmi mansals og sé í stakk búin til að saksækja og refsa þeim sem það stunda. Öll ríkin sem taka þátt í þessu átaki hafa endurskoðað löggjöf sína með þetta að markmiði. Þess ber að geta að ég hef nú lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga sem leggur til að verslun með fólk verði sérstakt brot samkvæmt almennum hegningarlögum og geti varðað allt að 8 ára fangelsi.<br /> <br /> Átak það sem nú hefur verið hleypt af stokkunum er fyrsta skrefið í baráttunni gegn verslun með konur. Ljóst er að skrefin verða mörg til viðbótar og verða Íslendingar jafnt og aðrar þjóðir að leggja sitt af mörkum til að sporna við þessari starfsemi sem felur í sér brot á grundvallarmannréttindum.<br /> <br /> Að lokum langar mig að þakka þeim fjölmörgu aðilum sem hafa lagt lóð á vogarskálarnar í þessu átaki, bæði með því að styrkja útgáfu blaðsins, sem kom út um síðustu helgi og eins með þeirri vinnu sem innt var af hendi við undirbúning átaksins. Ykkar framlag er mikils metið.</p> <br /> <br />

2001-10-30 00:00:0030. október 2001Ávarp við opnun á vefsíðu Barnaheilla

<div align="center"> <p>Opnun á <a href="http://www.barnaheill.is">vefsíðu Barnaheilla</a> "Stöðvum barnaklám á netinu"<br /> <br /> 30. október 2001.<br /> <br /> <strong>Ávarp dómsmálaráðherra</strong></p> </div> <p align="justify"><br /> <br /> <br /> Ágætu gestir.<br /> <br /> Það er mér sérstök ánægja og heiður að fá að vera hér í dag og fylgja úr hlaði þessu áhugaverða og góða framtaki Barnaheilla gegn barnaklámi á netinu, sem Guðbjörg Björnsdóttir formaður Barnaheilla gerði grein fyrir hér áðan. Hér er um þarft verkefni að ræða sem verður án efa mikilvægur hlekkur í baráttu okkar allra gegn barnaklámi, framleiðslu og útbreiðslu þess.<br /> <br /> I would also specially like to welcome Mr. Cormack Callanan, President of Inhope, and congratulate him on behalf of the Inhope Association on their good work in the fight against child pornography from the Internet.<br /> <br /> Framfarir á undanförnum árum á sviði upplýsingatækni og upplýsingamiðlunar hafa verið gríðarlegar og breytt lífi og starfi okkar allra. Flestar þær breytingar eru til batnaðar en framförum af þessu tagi fylgja vissulega skuggahliðar. Ein af þeim er að miðlun á ólöglegu efni á netinu og þar á meðal er miðlun barnakláms eitt það alvarlegasta. Netið er einfaldur og aðgengilegur miðill eins og við þekkjum, sem lýtur að ákveðnu marki eigin lögmálum. Þess vegna er brýnt fyrir stjórnvöld og almenning að vera á tánum ef svo má að orði komast, til að þau geti tekist á við þessar skuggahliðar netsins.<br /> <br /> Ég hef í starfi mínu sem dómsmálaráðherra lagt sérstaka áherslu á að lögreglan sé í stakk búin til að takast á við mál af þessu tagi. Hjá embætti ríkislögreglustjóra hefur verið settur saman þverfaglegur hópur, sem ber ábyrgð á rannsókn tölvubrota í heild sinni og þar á meðal rannsóknaraðstoð í tengslum við rannsókn á barnaklámsmálum. Haldin hafa verið námskeið hér á landi í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld auk þess sem ýmis námskeið erlendis hafa verið sótt. Lögð er sérstök áhersla á að mennta starfsmenn í rannsóknum brota af þessu tagi og búa um leið til sérþekkingu, sem nýst getur við rannsóknir slíkra brota. Á sama tíma hefur tækjabúnaður og aðstaða til rannsókna tölvubrota verið efld, og er sá búnaður, sem notaður er hjá embætti ríkislögreglustjóra til rannsóknar á gögnum, sem geymd eru á tölvutæku formi, með því besta sem völ er á í dag.<br /> <br /> Alþjóðleg lögreglusamvinna á þessu sviði er mikilvæg og er nauðsynlegt að leggja á það áherslu enda á netið sér engin landamæri. Fyrr á þessu ári gerði Ísland samstarfssamning við Evrópulögregluna, Europol, en undir það samkomulag falla meðal annars samstarf og upplýsingaskipti vegna mála af þessu tagi. Europol hefur meðal annars í hyggju að setja á stofn miðlæga deild til að hafa eftirlit með brotum gegn börnum á netinu, og mun Ísland hafa aðgang að því starfi í gegnum áðurnefndan samstarfssamning. Á vettvangi Interpol er starfandi sérfræðingahópur um brot gegn börnum og hefur Ísland tekið þátt í því starfi. Náið samstarf er einnig við bandarísku alríkislögregluna, sem komið var á laggirnar í kjölfar heimsóknar minnar og viðræðna við þarlend yfirvöld árið 1999.<br /> <br /> Þá má einnig nefna að barnaklám og aðferðir til að stemma stigu við útbreiðslu þess var rætt á síðasta fundi norrænna dómsmálaráðherra en samvinna Norðurlandanna á þessu sviði er mikil og náin. Af hálfu Evrópusambandsins er unnið að þessu máli með ýmsum hætti og höfum við aðgang að því starfi á grundvelli Schengen og EES samstarfsins. Má þar nefna þátttöku í störfum European Judicial Network og störfum Forum on Preventing Organised Crime.<br /> <br /> Það er að sjálfsögðu einnig mikilvægt að alvarleiki þeirra brota, sem hér um ræðir, endurspeglist í íslenskri löggjöf. Ég mun síðar í dag mæla fyrir á Alþingi <a href="http://www.althingi.is/altext/127/s/0192.html">frumvarpi til laga um breyting á almennum hegningarlögum</a>, sem miðar að því að veita börnum ríkari refsivernd gegn kynferðisbrotum.<br /> <br /> Kynferðisbrot og þar á meðal kynferðisbrot gegn börnum hafa undanfarið verið til sérstakrar athugunar í dómsmálaráðuneytinu, og er frumvarpið afrakstur af því starfi. Með því er lagt til að mælt verði fyrir um refsinæmi þess að kaupa kynlífsþjónustu af börnum og ungmennum og að þyngri refsingar verði lagðar við því að flytja inn eða hafa í vörslum sínum efni, sem hefur að geyma barnaklám. Þessar breytingar eru aðeins hluti af heildarendurskoðun á þessu sviði, en í ljósi mikilvægis þeirra tel ég rétt að setja það í sérstakan forgang með áðurnefndu frumvarpi. Markmið þess að lýsa vörslu efnis með barnaklámi refsiverða er að auka vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun. Það er mitt mat að nauðsynlegt sé að við stórfelldum brotum af þessu tagi liggi þyngri refsing en nú er, meðal annars til að draga úr eða jafnvel fyrirbyggja kynferðislega misnotkun barna í tengslum við gerð slíks efnis. Eins og allir vita er hér um einstaklega meiðandi og alvarleg brot að ræða, sem eðli sínu samkvæmt geta fylgt brotaþola allt lífið.<br /> <br /> Þau mál sem hér um ræðir þurfa að vera í stöðugri skoðun og þróun af hálfu stjórnvalda. Vændisnefndin, sem ég skipaði fyrr á þessu ári, er með til skoðunar ýmis atriði þessu tengd, meðal annars atriði er snúa að dreifingu á barnaklámi. Brýnt er að halda vöku sinni á þessu sviði sérstaklega, þar sem örar tækniframfarir opna nýja möguleika fyrir hina óprúttnu afbrotamenn, og við því verður að bregðast í orði og á borði.<br /> <br /> Ágætu gestir!<br /> <br /> Það er mikilvægt að vinna saman gegn ófögnuði eins og barnaklámi. Barnaheill hafa með þessu framtaki sínu sýnt mikilsvert frumkvæði sem ber að fagna og vænti ég mikils af þeirra starfi á þessu sviði og samvinnu við stjórnvöld. Um leið og ég opna þennan nýja vef Barnaheilla óska ég samtökunum og landsmönnum öllum til hamingju með vefinn.<br /> <br /> <a href="http://www.barnaheill.is">Tenging við vefsíðuna barnaheill.is</a><br /> <br /> <a href="http://www.althingi.is/altext/127/s/0192.html">Tenging við frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum nr. 19 12. febrúar 1940 (kynferðisbrot gegn börnum)</a>.<br /> <br /> <br /> </p>

2001-03-21 00:00:0021. mars 2001Ræða dómsmálaráðherra við kynningu á skýrslu um vændi á Íslandi og félagslegt umhverfi þess

<div align="center"> <p>Fréttatilkynning<br /> nr. 10/2001<br /> <br /> Ræða dómsmálaráðherra við kynningu á skýrslu um vændi á Íslandi og félagslegt umhverfi þess. 21.3.2001.</p> </div> <br /> <br /> Góðir gestir<br /> <br /> Hér verður kynnt ný skýrsla sem unnin hefur verið á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um vændi á Íslandi og félagslegt umhverfi þess. Þess varð vart að fjölmiðlar hefðu töluverðan áhuga á þessu verkefni og var því ákveðið að boða til þessarar kynningar í dag.<br /> <br /> Hér er auðvitað um að ræða vandmeðfarið málefni og því mikilvægt að þær upplýsingar, sem fram koma í þessari skýrslu séu ekki slitnar úr samhengi eða að myndin, sem þar kemur fram af viðfangsefninu sé ýkt eða oftúlkuð.<br /> <br /> Ég tel að í skýrslunni sé að finna haldgóðar upplýsingar um félagslegt umhverfi vændis. Það á í sjálfu sér ekki að koma á óvart að vændi fyrirfinnist á Íslandi, við höfum ekki haft neina ástæðu til þess að ætla að Ísland hefði sérstöðu meðal þjóða að þessu leyti. Skýrslan gefur hins vegar ekki neina mynd af því hversu útbreitt vændi er á landinu, enda fer það mjög dult og hefur án efa legið í þagnargildi lengi vel.<br /> <br /> Umræðan hefur þó aukist að undanförnu, sem á ekki síst rætur að rekja til þess að svonefndur "kynlífsiðnaður" hefur sprottið hratt upp hér á landi og dafnað vel, að því er virðist. Sumir tala jafnvel um að "klámbylgja" hafi skollið yfir.<br /> <br /> Umræðan um málefnið hefur hins vegar ekki alltaf verið uppbyggjandi og hafa þar gjarnan vegist á öfgakennd sjónarmið, sitt úr hvorri áttinni. Sú vinna, sem lögð hefur verið í rannsóknir og umfjöllun um viðfangsefnið af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hefur m.a. það markmið að leggja grundvöll að upplýstri umræðu.<br /> <br /> Rannsóknin hefur einnig það markmið að leggja grundvöll að frekari stefnumótun á þessu sviði. Það er auðvitað alltaf auðvelt að slá fram fullyrðingum um stórkostleg vandamál og kalla eftir einföldum lausnum. Það þjónar hins vegar sjaldnast miklum tilgangi eða gerir mikið gagn.<br /> <br /> Stefnumótun til framtíðar verður að byggjast á gaumgæfilegri skoðun á því viðfangsefni eða vandamáli, sem um er að tefla og afleiðingum þeirra kosta, sem fyrir hendi eru til þess að takast á við það. Í því augnamiði hefur dómsmálaráðuneytið lagt í mikla vinnu til þess að skoða þann málaflokk, sem hér er um að ræða. Í desember síðastliðnum kom út ítarleg skýrsla um löggjöf hér á landi um vændi, klám og fleira tengt og samanburður við löggjöf á þessu sviði á hinum Norðurlöndunum. Sú skýrsla liggur hér frammi.<br /> <br /> Nú hefur komið út skýrsla um félagslegt umhverfi vændis, eins og áður sagði. Til að nálgast viðfangsefnið hafa verið tekin viðtöl við einstaklinga, sem þekkja til vændis hér á landi, bæði sérfræðinga, sem hafa kynnst slíku í gegnum starf sitt og einstaklinga, sem þekkja til þess af eigin raun.<strong></strong> Helst ber að nefna starfsmenn heilbrigðisstofnana, starfsmenn lögreglunnar í Reykjavík og Ríkislögreglustjóra, starfsmenn meðferðarstofnana, félagsþjónustunnar, barnaverndarstofu, Stígamóta og Kvennaathvarfsins. Þá hafa verið tekin viðtöl við einstaklinga sem hafa verið í vændi og vímuefnaneyslu, nektardansara og starfsmenn nektardansstaða. Auk þess hefur verið aflað víðtækra upplýsinga úr gögnum, sem þykja geta varpað frekara ljósi á viðfangsefnið.<br /> <br /> Í rannsókninni hefur verið leitast við að kanna hvort vændi sé stundað meðal ungs fólks í þeim tilgangi að afla fjármagns til framfærslu. Leitast hefur verið við að draga upp mynd af aðstæðum þessara ungmenna. Þá hefur athygli beinst að starfsemi nektardansstaða, með það að markmiði að varpa ljósi á hugsanlegt vændi í tengslum við starfsemina. Einnig er komið inn á ýmsar hliðar kynlífsiðnaðarins á Íslandi svo sem auglýsingar á símalínum, í dagblöðum og á internetinu, klámspólur, klám á internetinu, barnaklám, skipulagt vændi, óskipulagt vændi og nauðarvændi. Skýrsluhöfundar munu lýsa efni skýrslunnar nánar hér á eftir.<br /> <br /> Eins og við mátti búast kemur m.a. fram að vændi fyrirfinnst í einhverjum mæli á Íslandi. Rannsóknin rennir einnig stoðum undir grunsemdir um að vændi eigi sér m.a. stað í tengslum við rekstur nektardansstaða en einnig í yngri aldurshópum, sem eiga við fíkniefnavanda að etja eins og hér verður nánar lýst.<br /> <br /> Af þessu tilefni hef ég í samráði við ríkisstjórnina, en ég kynnti skýrsluna á fundi hennar í gær, ákveðið að skipa nefnd, sem hafi það hlutverk að gera tillögur um viðbrögð við þessum niðurstöðum. Nefndinni verði falið að meta þennan vanda af þverfaglegum sjónarhóli. Meðal annars verði farið yfir gildandi refsilög, sem varða vændi og kynferðislega misnotkun, rannsókn og meðferð slíka mála, þ.m.t. stuðning við þolendur og hvort unnt sé að veita börnum og unglingum ríkari refsivernd á þessu sviði. Einnig verði kannað hvort ástæða sé til að setja reglur um rekstur og starfsemi nektardansstaða til þess að sporna við vændi.<br /> <br /> <br /> <br /> Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari, mun leiða starf nefndarinnar, og prófessor Þórólfur Þórlindsson, formaður Áfengis- og vímuvarnaráðs, hefur fallist á að taka sæti í nefndinni, en einnig verður óskað eftir tilnefningum frá félagsmálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, samgönguráðuneyti, lögreglu og Reykjavíkurborg.<br /> <br /> Þær skýrslur, sem nú liggja fyrir, bæði um félagslegt og lagalegt umhverfi vændis, eru góður grunnur fyrir störf nefndarinnar.<br /> <br /> Ég vil nefna nokkur atriði sem ég tel mikilvægt að nefndin muni fjalla um:<br /> <br /> · Í fyrsta lagi kemur fram að í umræddri skýrslu um félagslegt umhverfi vændis, að ekki sé til nein sérsniðin þjónusta fyrir einstaklinga í vændi á Ísland. Slík þjónusta er til í nágrannalöndunum, bæði ráðgjöf, s.s. opnar símalínur, og félagsleg aðstoð. Nefndin verður að fjalla um hvernig megi auka aðstoð og stuðning við þá sem leiðast út í vændi og efla sérþekkingu á viðfangsefninu í félags- og heilbrigðiskerfinu. Hið sama á auðvitað einnig við um lögregluna.<br /> <br /> · Í öðrum ríkjum Norðurlandanna hafa verið numin úr gildi ákvæði, sem lögðu refsingu við því að veita vændisþjónustu. Slíkt ákvæði er enn að finna í íslenskum lögum. Breytingarnar voru studdar þeim rökum, að vændi væri fyrst og fremst félagslegt vandamál, sem bregðast ætti við með félagslegum úrræðum en ekki því að refsa þeim ógæfusömu einstaklingum, sem leiðast út á þessa braut. <div style="margin-left: 2em"> <br /> Skýrsla um vændi á Íslandi og félagslegt umhverfi þess virðist sýna að þeir einstaklingar, sem stunda vændi sér til framfærslu búi einatt við afar erfiðar aðstæður, séu gjarnan háðir fíkniefnum og eigi erfiðan bakgrunn. Ýmislegt, sem kemur fram í skýrslunni, bendir jafnframt til þess að að gildandi löggjöf vinni gegn því að þessir einstaklingar leiti sér aðstoðar vegna vanda síns, jafnvel í heilbrigðiskerfinu. Sú spurning hlýtur því eðlilega að vakna hvort ekki sé rétt að færa íslenska löggjöf til samræmis við Norðurlöndin að þessu leyti<br /> </div> · Á Íslandi miðast svokallaður kynferðislegur lögaldur við 14 ár, þ.e.a.s. refsivert er að hafa kynmök við einstakling, sem er yngri en 14 ára. Þetta viðmið er lægst hér á landi af Norðurlöndunum og tel ég að til skoðunar hljóti að koma að hækka hann. <div style="margin-left: 4em"> Á móti má benda á að hér er um að ræða einhver helgustu einkamál hvers einstaklings og gæti verið talið vafasamt setja frekari lagareglur um þetta þegar í hlut eiga einstaklingar, sem taka ákvörðun af fúsum og frjálsum vilja. Sjálfsagt er erfitt að fullyrða um að kynferðisleg reynsla á þessum aldri stríði ævinlega gegn hagsmunum þess einstaklings, sem í hlut á. Einnig kunna slíkar lagareglur að vera taldar úr nokkrum takti við lífsviðhorf íslenskra unglinga. </div> <div style="margin-left: 4em"> Það, sem hins vegar mælir með hækkun kynferðislegs lögaldurs, er fyrst og fremst tillit til þess að um er að ræða áhrifagjarnan hóp, sem hefur ekki staðfestu og sjálföryggi, sem menn öðlast gjarnan með meiri reynslu og þroska. Hækkun kynferðislegs lögaldurs myndi því stuðla að ríkari vernd fyrir þennan hóp gegn eldri einstaklingum sem hyggjast notfæra sér þetta þroskaleysi í kynferðislegum tilgangi. Ég tel að þessi rök hafi mikið vægi. </div> <br /> <br /> · Í öllum öðrum ríkjum Norðurlanda er að finna sérstök ákvæði sem leggja refsingu við kaupum vændisþjónustu barna og ungmenna. Svíar hafa jafnvel gengið svo langt að leggja refsingu við kaupum á vændisþjónustu í öllum tilvikum. Ekki er komin mikil reynsla á þessa lagabreytingu Svía og hefur hún verið afar umdeild þar í landi. Hins vegar tel ég mjög eðlilegt að lögð sé refsing við kaupum á vændisþjónustu þegar börn í eiga í hlut, og sú skýrsla sem hér er til kynningar, bendir til þess að þörf sé á slíkum lagabreytingum. þannig að bannað verði að kaupa kynlífsþjónustu af ungmennum innan 18 ára aldurs.<br /> <br /> Vændi hefur um skeið verið nokkurs konar "tabú". Athæfið er ólöglegt og því dulið – fáir vilja viðurkenna þátttöku, hvort heldur er að bjóða slíka þjónustu eða þiggja hana. Ef hægt er að koma þessu viðkvæma máli upp á yfirborðið og fá það viðurkennt með vandaðri umfjöllun og rannsóknum er mikils til vinnandi. Það er fyrsta skrefið til þess að takast á við vandann og koma til móts við þá, sem aðstoð þurfa á að halda. Það er von mín að sú skýrsla sem hér er lögð fram sé slíkt skref.<br /> <br /> <div align="center"> Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu<br /> 21. mars 2001<br /> <br /> <br /> </div> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira