Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

3. febrúar 2000 DómsmálaráðuneytiðBjörn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra 2003-2009

Ræða við kynningu nýrrar námskrár ökukennslu í Umferðarráði 3.2.2000.

Ræða dómsmálaráðherra við kynningu nýrrar námskrár ökukennslu í Umferðarráði 3.2.2000.


Formaður Umferðarráðs,
góðir gestir.

Ég vil byrja á því að óska Umferðarráði og ökukennurum til hamingju með nýja námskrá fyrir almenn ökuréttindi. Það er von mín hún eigi eftir að stuðla að markvissari og enn betri ökukennslu hér á landi.

Það er engum blöðum um það að fletta að umferðarslys valda óbætanlegu tjóni á hverju ári. Mikil fjárhagsleg verðmæti eyðast, og það sem meiru skiptir, umferðarlsys valda oft miklum harmleik.

Því er brýnt að vel sé staðið að ökunámi, ekki síst þar sem ungir ökumenn eru í hve mestri áhættu varðandi umferðarslys.

Hin nýja námskrá felur í sér margvíslegar nýjar áherslur við sjálft ökunámið. Námskráin gefur heilsteyptan ramma um ökunámið og er sett fram í þrepum þar sem aktursþjálfun og fræðilegt nám er fléttað saman með því markmiði að gera námið árangursríkara

Í ökukennslu er brýnt að nemandi fái þjálfun í akstri við erfið skilyrði, en ekki er sjálfgefið að það takist meðan á ökunáminu stendur. Í námskránni er sérstök áhersla lögð á að þjálfa beri ökumenn við erfið skilyrði og kynna þeim þær hættur sem t.d. fylgja akstri um einbreiðar brýr, á blindhæðum og í beygjum, á vegum þar sem hætta getur stafað af búfé og villtum dýrum, um flókin umferðarmannvirki og í mikilli umferð.

Má ætla að æfingaakstur með leiðbeinanda geti hjálpað verulega upp á að nemendi fá sem víðtækasta reynslu af akstri. Æfingatíminn getur staðið í um eitt ár og ætti nemandinn því örugglega að geta komist í tæri við vetraraðstæður sem reyna á hæfni hans í hálku og snjó.

Æfingaakstri með leiðbeinanda var komið á um vorið 1994 og nýta nú um 90% ökunema sér þennan kost. Reynslan af þessum breytingum er góð og eru þær festar í sessi með nýrri námskrá.

Námskrá þessi hefur hefur þegar tekið gildi en ökupróf samkvæmt henni hefjast 1. maí næstkomandi.

Þess má vænta að með nýrri námskrá skapist nýjar forsendur til að styrkja ökukennslu í landinu og bæta umferðarmenninguna. Af henni er verulegur styrkur og vil ég þakka öllum þeim sem komið hafa að vinnslu hinnar nýju námskrár, stjórn Umferðarráð, framkvæmdastjóra þess, Óla H. Þórðarsyni, og starfsmönnum ráðsins. Ég vil jafnframt þakka Guðbrandi Bogasyni formanni ökukennarafélagsins og öðrum ökukennurum, sem lögðu hönd á plóginn við smíði hinnar nýju námskrár.


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira