Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

15. október 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Þjónustusamningur við blindrafélagið

Ágætu gestir,

Það er mér heiður að vera hér í dag á degi hvíta stafsins og skrifa undir þjónustusamning við Blindrafélagið.
Allt frá árinu 1990 hefur Blindrafélagið fengið framlög á fjárlögum til rekstrar vinnustofu félagsins. Sérstakur samningur um rekstur þessarar vinnustofu hefur ekki verið gerður fyrr en nú.

Markmið þessa samnings er annars vegar að veita fötluðum tímabundin störf sem miða að því að auka möguleika þeirra til að starfa á almennum vinnumarkaði, og hins vegar að veita fötluðum föst störf. Með þessu móti er stuðlað að aukinni þátttöku fatlaðra í samfélaginu og auknu fjárhagslegu og félagslegu sjálfstæði þeirra.

Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík mun annast framkvæmd samningsins og samskipti við Vinnustofu Blindrafélagsins fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins.

Undirskrift þessa samnings gerir Blindravinnustofunni það mögulegt að ráða strax um næstu áramót 4 nýja starfsmenn til viðbótar þeim 12.5 sem nú starfa á vinnustofunni. Frá og með áramótunum 2004 er síðan enn bætt um betur í samningnum með möguleika á því að ráða í 3.5 stöður til viðbótar þeim 16.5 sem þá verður heimild til. Alls er því gert ráð fyrir að 20 starfsmenn geti starfað í samræmi við ákvæði samningsins. Það má því segja að hér sé um að ræða verulega aukningu á möguleikum vinnustofunar til þess að bjóða upp á starfsþjálfun og fasta vinnu til lengri tíma.

Gildistími þessa samnings er til ársins 2006 en jafnframt gefur hann möguleika á því að ákvæði hans séu endurskoðuð.

Samvinnan við undirbúning þessa samning hefur gengið með ágætum og vil ég þakka öllum sem að honum komu fyrir sitt framlag.

Ég vil svo óska Blindrafélaginu til hamingju með þennan samning og óska því allra heilla um ókomin ár.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum