Hoppa yfir valmynd

Greining á útgjöldum

Alls námu heildarútgjöld þeirra málefnasviða og málaflokka sem forsætisráðuneytið ber ábyrgð á 5.270,6 m.kr. sem er 25,5 m.kr. lægra en heildarfjárheimildir ársins 2022.

Frávik málaflokks 2.1 Hæstiréttur er 4,9% undir fjárheimildum ársins eða 11,9 m.kr. Í þennan málaflokk fellur launaliður hæstaréttardómara.

Frávik málaflokks 3.2 Ríkisstjórn Íslands er 3,5% undir fjárheimildum ársins eða 27,1 m.kr. Í þennan málaflokk fellur launaliður ráðherra og aðstoðarmanna.

Eðli ríkisaðilana Hæstiréttur og ríkisstjórnar eru með þeim hætti að árslokastaða er felld niður við gerð ríkisreiknings.

Frávik málaflokks 3.1 Embætti forseta Íslands er 3,5% yfir heildarfjárheimild ársins.

Málaflokkur 3.3 Forsætisráðuneyti er á pari við fjárheimildir ársins en uppsafnað frávik er undir heildarfjárheimild. Gert er ráð fyrir að ónýttar fjárheimildir flytjist milli ára.

Í málaflokki 6.10 Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál, þar undir fellur starfsemi Hagstofu Íslands sem heyrir undir forsætisráðuneytið, er frávik ársins 33 m.kr. en uppsafnað 5,9% undir heildarfjárheimild.

Í málflokki 9.3 Ákæruvald og réttarvarsla, þar undir fellur rekstur ríkislögmanns og óbyggðanefndar sem heyra undir forsætisráðuneytið, er frávik ársins 18,5 m.kr. undir fjárheimil en uppsafnað frávik er 0,1% yfir heildarfjárheimild eða um 0,3 m.kr.

Í málflokki 29.4 Annar stuðningur við fjölskyldur og börn, þar undir fellur starfsemi umboðsmanns barna, var frávik ársins undir fjárheimild sem nam 2,1 m.kr. uppsafnað 3,3% undir heildarfjárheimild.

Í málaflokki 32.3 Jafnréttismál, en þar undir fellur starfsemi Jafnréttisstofu, Jafnréttissjóðs Íslands og málefni jafnréttismála á skrifstofu ráðuneytisins, var frávik undir fjárheimild ársins 17,4 m.kr. Gert er ráð fyrir að ónýttar fjárheimildir flytjist milli ára.

Fjárfestingar málaflokka

Frávik í málaflokki 3.1 Embætti forseta Íslands er 48,7 m.kr. vegna þess að framkvæmdum vegna endurbóta hefur ekki verið lokið.

Frávik í málaflokki 3.3 Forsætisráðuneyti skýrist af væntanlegri viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið. Ónýtt fjárheimild verður að fullu nýtt þegar framkvæmdir hefjast.

Málflokkur 6.1 Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál hefur að hluta til nýtt fjárheimildir ársins til að jafna frávik fyrra árs. Aðrir málaflokkar eru með óveruleg frávik á fjárfestingarheimildum ársins.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum