Hoppa yfir valmynd

Vinnuhópur um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi hjúkrunarheimila

Heilbrigðisráðuneytið

Vinnuhópur um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi hjúkrunarheimila  HRN22060120 / 04.51
Skipaður af heilbrigðisráðherra 19. ágúst 2022.

Í samræmi við yfirlýsingu heilbrigðisráðherra dags. 1. mars 2022 vegna samningaviðræðna um rekstur hjúkrunarheimila, kallaði ráðuneytið eftir fulltrúum frá embætti landlæknis, Sjúkratryggingum Íslands, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga í vinnuhóp um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi hjúkrunarheimila. 
Hópnum er falið að skoða hvort gera eigi breytingar á núverandi mats- og greiðslukerfi sem mælir hjúkrunarþyngd og liggur til grundvallar greiðslum. Þá er hópnum jafnframt falið að skoða hvort tengja eigi greiðslur við gæðavísa í stað hjúkrunarþyngdar og leggja mat á nálgun um hvernig hægt er að mæta breyttum kröfum um gæði og þjónustu, m.a. m.t.t. samsetningar á starfsfólki hjúkrunarheimila.

Áfangaskýrslu verði skilað fyrir 1. desember 2022. Lokafrestur til að skila niðurstöðum vinnuhópsins er síðan 15. maí 2023.

Vinnuhópinn skipa 

  • Heiðbjört Ófeigsdóttir, tiln. af Sjúkratryggingum Íslands, formaður
  • Elsa B. Friðfinnsdóttir, án tilnefningar
  • Linda Garðarsdóttir, án tilnefningar
  • Sigurjón Norberg Kjærnested, tiln. af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Varamaður: María Fjóla Harðardóttir, tiln. af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Lovísa Agnes Jónsdóttir, tiln. af embætti landlæknis
  • Valgerður Freyja Ágústsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Kristín Lára Ólafsdóttir, tiln. af Sjúkratryggingum Íslands, sem er jafnframt starfsamaður vinnuhópsins

 Vinnuhópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 19. ágúst 2022.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum