Nefndinni er falið er að semja nýja framkvæmdaáætlun í barnavernd skv. 3. mgr. 5. gr. barnaverndarlaga en þar segir "Ráðherra leggur fyrir Alþingi framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn að loknum sveitarstjórnarkosningum".
Gert er ráð fyrir að með nefndinni starfi ráðgjafahópur með fulltrúum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Samtökum félagsmálastjóra á Íslandi, fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd í Félagsráðgjafafélagi Íslands, Barnaheillum, UNICEF, Umboðsmanni barna, Geðhjálp, Olnbogabörnum, Félagi um foreldrajafnrétti, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sálfræðingafélagi Íslands, Þroskaþjálfafélagi Íslands, Félagi fósturforeldra og Vímulausri æsku.
Nefndina skipa
- Erna Kristín Blöndal, án tilnefningar, formaður
- Birna Sigurðardóttir, án tilnefningar
- Páll Ólafsson, tiln. af Barnaverndarstofu
- Sigrún Þórarinsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Sigurður Örn Magnússon, tiln. af velferðarsviði Reykjavíkurborgar
Nefndin er skipuð af félags- og jafnréttismálaráðherra þann 19. júní 2018