Hoppa yfir valmynd

Nefnd sem falið er að semja nýja framkvæmdaáætlun í barnavernd

Félagsmálaráðuneytið

Nefndinni er falið er að semja nýja framkvæmdaáætlun í barnavernd skv. 3. mgr. 5. gr. barnaverndarlaga en þar segir "Ráðherra leggur fyrir Alþingi framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn að loknum sveitarstjórnarkosningum".

Gert er ráð fyrir að með nefndinni starfi ráðgjafahópur með fulltrúum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Samtökum félagsmálastjóra á Íslandi, fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd í Félagsráðgjafafélagi Íslands, Barnaheillum, UNICEF, Umboðsmanni barna, Geðhjálp, Olnbogabörnum, Félagi um foreldrajafnrétti, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sálfræðingafélagi Íslands, Þroskaþjálfafélagi Íslands, Félagi fósturforeldra og Vímulausri æsku.  

Nefndina skipa 

  • Erna Kristín Blöndal, án tilnefningar, formaður 
  • Birna Sigurðardóttir, án tilnefningar 
  • Páll Ólafsson, tiln. af Barnaverndarstofu 
  • Sigrún Þórarinsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga 
  • Sigurður Örn Magnússon, tiln. af velferðarsviði Reykjavíkurborgar 

Nefndin er skipuð af félags- og jafnréttismálaráðherra þann 19. júní 2018

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira