Starfssvið: Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með og ræða þróun á sviði vátrygginga, hafa yfirsýn yfir málaflokkinn m.t.t. nauðsynlegra og æskilegra breytinga á regluverki og vera ráðuneytinu til ráðgjafar við stefnumótun. Sérstaklega skal fylgst með réttarþróun Evrópusambandsins (ESB). Fastanefndin aðstoðar ráðuneytið við að meta hvort íslenskar aðstæður kalli á sérlausnir, bæði þegar drög að nýjum gerðum eru til umfjöllunar innan ESB og þegar verið er að taka Evrópulöggjöf inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
Grundvöllur: Markmið með skipan fastanefndarinnar er að tryggja að til sé virkur vettvangur samráðs, upplýsinga- og skoðanaskipta milli ráðuneytisins, eftirlitsaðila og annarra þátttakenda á fjármálamarkaði.
Nefndarmenn:
Sóley Ragnarsdóttir, formaður, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Jónas Þór Brynjarsson, tilnefndur af Fjármálaeftirlitinu
Jónas Þórðarson, tilnefndur af Seðlabanka Íslands
Vigdís Halldórsdóttir, tilnefnd af Samtökum fjármálafyrirtækja
Skipuð: 25.08.2014