Hoppa yfir valmynd
18. september 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Minnt á ráðstefnuna um áfengi og lýðheilsu þriðjudaginn 19. september

  - myndStjórnarráðið

Enn eru nokkur sæti laus á norrænu ráðstefnuna „Alcohol and Public Health in the Nordics“ sem fram fer á Grand hótel Reykjavík á morgun. Fyrirlesarar koma víða að og búa að víðtækri þekkingu og reynslu á sviði rannsókna og stefnumótunar á sviði áfengismála og forvarna. Þeir sem ekki komast geta fylgst með ráðstefnunni í beinu streymi. Ráðstefnan hefst kl. 8.45 með ávarpi Willum Þórs Þórssonara heilbrigðisráðherra.

Á ráðstefnunni verður fjallað um skaðsemi áfengis í víðu samhengi, samhengi greiðs aðgengis að áfengi og aukinni notkun þess, um árangursríkar forvarnir á grundvelli gagnreyndrar þekkingar og stefnumótun á þessu sviði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum