Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2020

Fundur með Juneyao Air

-	Zhao Hong Liang, forseti Juneyao Air, og Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra - mynd

Þann fjórða nóvember funduðu fulltrúar Íslands með forseta flugfélagsins Juneyao Air, Zhao Hong Liang, og öðrum fyrirsvarsmönnum flugfélagsins. Fundurinn fór fram í Shanghai samhliða þátttöku starfsfólks sendiráðs Íslands á hinni árlegu innflutningskaupstefnu CIIE (China International Import Expo) sem haldin er dagana 4. til 9. nóvember.

Flugfélagið hefur verið áhugasamt um að hefja flug til Íslands frá Kína og sótti um leyfi til þess á grundvelli loftferðasamnings á milli Íslands og Kína. Flug átti að hefjast nú í sumar en heimsfaraldurinn hefur tafið þær áætlanir. Á fundinum lýstu fulltrúar flugfélagsins yfir áframhaldandi áhuga á flugi til Íslands þegar ástandið er yfirstaðið.

  • Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking, og William Freyr Huntingdon-Williams, sendiráðsritari og staðgengill sendiherra, funda með forsvarsmönnum Juneyao Air. - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum