Hoppa yfir valmynd
10. maí 2022

Íslenskur skiptibókamarkaður og upplestur fyrir börn

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Sigurfljóð í grænum hvelli eftir Sigrúnu Eldjárn, í sérstakri útgáfu á bæði íslensku og sænsku, verður stórskemmtileg barnadagskrá á Internationella biblioteket á Kungsholmen, sunnudaginn 22. maí, með upplestri, vinnustofu og íslenskum skiptibókamarkaði.

Dagskráin verður eftirfarandi:

12:00 – 12:30     Tekið við bókum fyrir skiptibókamarkaðinn.

13:00 – 13:30     Sögustund þar sem lesið verður upp úr bókinni Sigurfljóð í grænum hvelli (Viktoria och den gröna explosionen) sem nú er kominn út í sérstakri útgáfu á bæði sænsku og íslensku, ætlaðri tvítyngdum börnum.

13:30 – 14:30     Skiptibókamarkaður og vinnustofa: Þórunn Vigfúsdóttir og Arina Stoenescu hjá Pionier Press leiða vinnustofu þar sem börn fá að búa til sínar eigin bækur. Samtímis fer fram skiptibókamarkaður með íslenskum bókum.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Íslendingafélagsins í Stokkhólmi, Internationella biblioteket á Kungsholmen, bókaútgáfunnar Pionuer Press og sendiráðsins.

Viðburðurinn er opinn öllum og skráning er ekki nauðsynleg. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-viðburði Íslendingafélagsins í Stokkhólmi og á heimasíðu Internationella biblioteket á Kungsholmen. 

  • Íslenskur skiptibókamarkaður og upplestur fyrir börn - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum