Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2022

Ísland styður varnir gegn fjármögun hryðjuverka

Ísland tók þátt í þriðju alþjóðlegu ráðstefnunni um varnir gegn fjármögnun hryðjuverka, sem indversk stjórnvöld buðu til í Nýju-Delhí 18. - 19. nóvember 2022. Fulltrúi Íslands, Guðni Bragason sendiherra, lýsti einörðum vilja stjórnvalda, til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um aðgerðir gegn fjármögnun hryðjuverka. Sagði hann, að tilgangur hryðjuverkamann væri að skapa ótta í samfélögum, grafa undir lýðræðinu, réttarríkinu og grundvallargildum, eins og frelsi, mannréttindum og umburðarlyndi. Stefna stjórnvalda sýndi einbeittan vilja, til að berjast á móti peningaþvætti, og fjármögnun í sambandi við útbreiðslu gereyðingarvopna (proliferation financing), afbrotastarfsemi yfir landamæri, og mansali.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum