Hoppa yfir valmynd
7. júní 2023

Ný samstarfsyfirlýsing Íslands og Indlands um jarðvarma.

Gert er ráð fyrir jarðvarmasamstarfi víðar á Indlandi en í Ladakh-fylki í nýrri samstarfsyfirlýsingu milli ÍSOR og ONGC-orkufyrirtækisins indverska (Oil & Natural Gas Corporation Ltd), sem undirrituð var í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Nýju-Delhí 7. júní 2023. Nýja samstarfsyfirlýsingin byggir á fyrra samkomulagi Íslands og Indlands um verkefnið í Ladakh-fylki og góðum ákvörðunum um frekari samvinnu á fundi verkefnisnefndar ríkjanna (task force) um jarðvarmanýtingu í Nýju-Delhí fyrr á árinu.

Dr. Adhikari, undirritaði samkomulagið af hálfu ONGC og Mr. Ranjit Kumar forstjóri Techon Consulting Engineers af hálfu ÍSOR. Viðstaddir voru Guðni Bragason sendiherra í Nýju-Delhí og  Arun Kumar Singh nýr stjórnarformaður ONGC, og með fjarfundarbúnaði Árni Magnússon stjórnarformaður ÍSOR og fulltrúar VERKÍS.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum