Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2024

Samstarfssamningur um stöðu jafnréttisfulltrúa í Nýju-Delhí.

 

Sendiráðið í Delhí hafði forgöngu um að gerður yrði samstarfssamningur milli svæðisskrifstofu UNESCO í Suður-Asíu, sem staðsett er í Delhí, og GRÓ þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu um stöðu jafnréttissérfræðings. Sérfræðingurinn mun starfa í tólf mánuði í Nýju-Delhí og styðja við starf UNESCO að jafnréttismálum í umdæmi svæðisskrifstofunnar (Indland, Bútan, Maldíveyjar, Nepal og Sri Lanka).

Af þessu tilefni stóð sendiráðið fyrir samkomu með UNESCO-skrifstofunni 23. febrúar 2024 og ávörpuðu hana m. a. Tim Curtis yfirmaður skrifstofunnar og Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum