Hoppa yfir valmynd
10. mars 2024

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Indlands í Nýju-Delhí.

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra átti fund með dr. S. Jaishankar utanríkisráðherra Indlands í Nýju-Delhi 10. mars 2024. Ráðherrarnir ræddu m. a. nýgerðan fríverslunarsaming EFTA-ríkjanna og Indlands, þróun öryggis- og efnahagsmála í heiminum og samstarf ríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa og sjálfbærni. Sérstaklega var rætt um möguleika þess að efla samstarf um sjávarútvegsmál, og var í því sambandi nefndir ýmsir þættir eins og fiskveiðistjórnun, fullnýting afla og nýsköpun. Fundinn sátu einnig Pavan Kapoor Secretary ráðuneytisstjóri fyrir Vesturlönd í indverska utanríkisráðuneytinu og Guðni Bragason sendiherra í Nýju-Delhí.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum