Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. maí 2005 Forsætisráðuneytið

Frá Samtökum herstöðvaandstæðinga

Stjórnarskrárnefnd
Stjórnarráðshúsinu við Lækjatorg
150 Reykjavík


Reykjavík 15. maí 2005


Efni: Tilkynning um þátttöku í ráðstefnunni „Stjórnarskrá til framtíðar“.


Samtök herstöðvaandstæðinga þakka stjórnarskrárnefnd boð um þátttöku í ráðstefnunni „Stjórnarskrá til framtíðar“.

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa áhuga á að taka þátt í 3. málstofu ráðstefnunnar, Ísland í alþjóðlegu umhverfi.

Þau stefnumál sem samtökin leggja aðaláherslu á eru þessi:

  1. Það verði bundið í stjórnarskrá að á Íslandi verði aldrei stofnaður her né herskylda leidd í lög.
  2. Það verði bundið í stjórnarskrá að Ísland fari aldrei með ófriði á hendur öðrum þjóðum né styðji á nokkurn hátt slíkar aðgerðir annarra ríkja.
  3. Það verði bundið í stjórnarskrá að Ísland og íslensk lögsaga verði friðlýst fyrir kjarnorku-, efna- og sýklavopnum eða öðrum þeim vopnum sem flokka má sem gereyðingarvopn.

Samtök herstöðvaandstæðinga munu síðar senda stjórnarskránefnd nánari útfærslu og greinargerð varðandi þessar hugmyndir.

F.h. Samtaka herstöðvaandstæðinga

Einar Ólafsson ritari
Trönuhjalla 13
200 Kópavogur



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum