Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. ágúst 2005 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tillögur um takmarkaðar rjúpnaveiðar í haust

Í kjölfar ákvörðunar umhverfisráðherra Sigríðar Önnu Þórðardóttur í júlí s.l. um að heimila að nýju veiðar á rjúpu í haust óskaði ráðuneytið eftir tillögum Umhverfisstofnunar um verndun og stjórnun veiða úr rjúpnastofninum með hliðsjón af mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli stofnsins, sbr. 3. og 4. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Framangreindar tillögur Umhverfisstofnunar og mat Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa nú borist ráðuneytinu og hafa verið sendar Bændasamtökum Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Fuglaverndarfélagi Íslands og Skotvís til umsagnar.

Af hálfu ráðuneytisins hefur ekki verið tekin afstaða til þeirra veiðistjórnunaraðgerða sem lagðar eru til í bréfum stofnananna. Verður það gert m.a. með hliðsjón af þeim athugasemdum sem berast frá umsagnaraðilum. Umhverfisráðherra mun gefa út reglugerð um rjúpnaveiðar í byrjun september.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum