Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. október 2005 Dómsmálaráðuneytið

Sigurður Tómas Magnússon settur ríkissaksóknari

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur í dag sett Sigurð Tómas Magnússon, lögfræðing og fyrrverandi héraðsdómara og formann dómstólaráðs, sem ríkissaksóknara til að fara með málið: Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl., í kjölfar þess að Bogi Nilsson ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfan til meðferðar málsins.

Fréttatilkynning
Nr.: 33/2005

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur í dag sett Sigurð Tómas Magnússon, lögfræðing og fyrrverandi héraðsdómara og formann dómstólaráðs, sem ríkissaksóknara til að fara með málið: Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl., í kjölfar þess að Bogi Nilsson ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfan til meðferðar málsins.

Sigurður Tómas Magnússon er fæddur 15. júní 1960 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands vorið 1985. Hann var fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík frá 1. júní 1985 til 15. september 1986, fulltrúi á lögmannsstofu Sigurmars K. Albertssonar hrl., frá 16. september 1986 til 15. október 1988, aðstoðarmaður hæstaréttardómara frá 17. október 1988 til 31. ágúst 1990, settur borgardómari frá 1. september 1990 til 31. ágúst 1991, fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík frá 1. september til 31. desember 1991, aðstoðarmaður hæstaréttardómara frá 1. janúar til 31. maí 1992, skrifstofustjóri við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. júní 1992 til 31. desember 1993, settur héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. janúar til 31. desember 1994, skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytis frá 1. janúar 1995 til 30. september 1996, skipaður dómari við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. júní 1996 til dagsins í dag og hefur frá 1. nóvember 2004 starfað sem sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík í leyfi frá dómarastörfum. Sigurður Tómas hefur á undanförnum árum ritað greinar og unnið að rannsóknum á ýmsum sviðum lögfræði og jafnframt sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum en hann var m.a. formaður dómstólaráðs frá 15. maí 1998 til 15. maí 2005.

 

Reykjavík 21. október 2005



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum