Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. nóvember 2005 Innviðaráðuneytið

Ríkisstjórn samþykkir frumvarp félagsmálaráðherra um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp félagsmálaráðherra um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum. Í frumvarpinu eru einkum lagðar til tvær breytingar í samræmi við tillögur nefndar um endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga frá 17. mars 2005. Í fyrsta lagi er lagt til að undanþágum frá greiðslu fasteignaskatts verði fækkað. Þær undanþágur sem um er að ræða varða einkum fasteignir í eigu ríkissjóðs og mun breytingin skila sveitarfélögum 600 milljónum króna í auknum tekjum frá ríkinu þegar hún kemur að fullu til framkvæmda. Í öðru lagi er lagt til að fasteignaskattur verði lagður á mánaðarlega sem hefur meðal annars í för með sér að allar breytingar sem verða á fasteignamati, svo sem ef nýjar fasteignir eru skráðar í Landskrá fasteigna eða fasteignamat sætir breytingum, hafa áhrif á skattstofn.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira